Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 05.02–11.02
HLAÐVARP VIKUNNAR OPEN SOURCE
#45
ske.is
SPURT & SVARAÐ
ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR
MATUR
HANNESARHOLT
PÚLSINN
VAGINABOYS
„ÞAÐ FER ENGINN ÁFALLALAUS Í GEGNUM LÍFIÐ.“ – SKE SPJALLAR VIÐ NÍNU DÖGG
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Götur Reykjavíkur
SKEleggur BROSTU Heimurinn er fullur af myrkri og ljósi – og andlit mannsins er spegill. Að brosa er að endurspegla ljósið og varðveita það, að setja upp ólundarsvip – að gleypa ljósið og endurkasta myrkrinu. Hafðu þetta hugfast er þú stritar í gegnum daginn, því þó svo að þér kunni að finnast þitt eigið aumkunarverða bros vera ekkert nema agnarsmár glampi í hyldjúpu hafi myrkursins – þá hafa eldhöf kviknað útfrá minnstu blossunum. Því segi ég við þig, lesandi góður: Brostu blossum. Brostu blossum og tendraðu eldhaf í heimsins visnuðu hjörtum; því með því að brosa tendrar þú von í eigin hjarta og, máske – hjörtum annarra. Og hvað er fallegra en það? Kveðja, Séra Ragnar Tómas, eldklerkur
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Nína Dögg Filippusardóttir Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
152800 •
SÍA •
PIPAR\TBWA
Bakarí og kaffihús Bakarameistarans taka vel á móti þér. Nýbakað brauð, kökur og smurt brauð allan daginn – alla daga.
Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
REYKJAVIK DNB#12
Ljóðfæri Þórarinn & Halldór Eldjárn Síðastliðið haust komu feðgarnir Þórarinn Eldjárn, ljóðskáld og rithöfundur og Halldór Eldjárn, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur, fram í Mengi og grömsuðu í ljóða- og hljóðasörpum sínum. Viðburðurinn hlaut frábærar viðtökur og því ekki annað hægt en að endurtaka leikinn. Næsta fimmtudagskvöld munu þeir spinna, og tvinna með hjálp ritvéla-, hljóm- og lyklaborða. Einnig koma við sögu segulbönd, hljóðgervlar, bækur, fetlar, blöð, hristur, burstar, snerill og blýantur. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 11. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
AGZILLA | PLASMIC | DJ ELVAR KJALLARI PALOMA - NAUSTIN 1-3 LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 22.00 - 04.30 / FRÍTT INN FACEBOOK.COM/RVKDNB | #RVKDNB
RVK DNB #12
Carnaval Það verður kjötkveðjustemning á Húrra nú á laugardaginn. Samúel Jón Samúelsson og stórsveit hans munu leiða kvöldið ásamt Reykjavík Batucada, DJ Samba, Capoeira Mandinga og Caipirinha. Suðræna sveiflan hefur sjaldan verið eins seyðandi sexý! Hvar: Húrra Hvenær: 6. febrúar kl. 21:00
Hvar: Tryggvagata 22 Hvenær: 11. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Vísindatónleikar Ævars Ævar vísindamaður kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af merkari uppgötvunum mannsandans í samhljómi við Sinfóníuhljómsveitina. Hér hljómar tónlist eftir verðlaunatónskáld og stjarnfræðilega vinsæl tónskáld, Íslandsvini og kvikmyndajöfra. Meðal annars má heyra tóna úr himingeimnum, tölvuleikjum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, ævintýraþrá mannsins er í forgrunni og spennandi kraftar koma við sögu.
Mauchaut & Rauschen: Beets & Bewerse
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 6. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Í annað sinn ætla hljómsveitirnar Vára og Milkhouse að halda tónleika saman. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir á Gauknum (sumir vilja kalla hann Gamla Gaukinn).
RVK DNB hefur nýja árið með sínu tólfta klúbbakvöldi í kjallara Paloma á laugardagskvöldinu. Eins og áður verða spilaðir nýjustu og ferskustu tónar drum & bass senunnar ásamt eldra klassísku efni. Plötusnúðar kvöldsins verða AGZILLA, PLASMIC og DJ ELVAR. Hvar: Paloma, Naustin Hvenær: 6. febrúar kl. 22:00 - 04:30 Miðaverð: Frítt
Jennifer Bewerse og Rachel Beetz eru dyggir flytjendur nútímatónlistar þar sem þær spila á selló og flautu ýmis framúrstefnuverk. Tónleikarnir munu einkennast af tilraunakenndum samsetningum tóna, allt frá einni hreinni melódíu til allra mögulegra tóna á sama tíma eða svokallaðs hvíts suðs.
Vára & Milkhouse
Hvar: Harpa Hvenær: 6. febrúar kl. 16:00 - 17:00 Miðaverð: 2.000 - 2.600 kr.
Alan Courtis Alan Courtis, öðru nafni Anla Courtis, fæddist í Buenos Aires árið 1972. Hann hefur meðal annars unnið á sviði hljóðlistar, drón-, hávaða- og spunatónlistar og tónsmíða. Hann hefur spilað inn á yfir 300 plötur, bæði einn og með öðrum. Tónlist hans er oftast nær tilraunakennd og einkennist af fyrirfram hljóðrituðum lagabútum, afskræmingu snældna, úrvinnslu umhverfishljóða, hljóðgervlum og ýmsum undarlegum hljóðfærum sem hann hefur sjálfur útbúið svo fátt eitt sé nefnt. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 5. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Milkhouse frumsýning myndbands Hljómsveitin Milkhouse frumsýnir tónlistarmyndband við lagið „Gleymérei“ á Kex Hostel nú á sunnudaginn. Handritavinnsla og leikstjórn var í höndum Birnis Jóns Sigurðssonar og Vilhelms Þórs Neto, Dominique Gyða Sigrúnardóttir fer með aðalhlutverk. Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 7. febrúar kl. 17:00 Miðaverð: Frítt
Miðlungsbrennt malað kaffi úr 100% Arabica baunum
Rautt Merrild er miðlungsbrennt sígillt kaffi, fullkomið og bragðmikið. Miðlungsbrennsla þýðir að baunir eru ristaðar þar til þær fá ljósbrúnana lit, ljúfan og jafnan keim og notalegan ilm.
HÆG UPPÁHELLING BÝR TIL GÓÐAR STUNDIR – svona gerirðu betra kaffi
ENNEMM / SIA • NM67254
1
Settu kaffipoka í trektina.
2
Mældu sléttfulla matskeið í pokann fyrir hvern bolla eða 6-7 g á 1,5 dl. Örlítið meira ef þú vilt hafa kaffið sterkt.
3
Bíddu augnablik eftir að vatnið er búið að sjóða – best er að hitastigið sé u.þ.b. 93°C. Helltu dálitlu vatni yfir kaffið, rétt til að bleyta upp í því.
4
Haltu áfram að hella vatninu smám saman þar til kaffið er tilbúið.
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Nýdönsk í Bæjarbíói Hljómsveitin Nýdönsk heldur tónleika á Nýdönskum dögum í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Nýdanskir dagar hefjast með opinberri heimsókn þar sem bæjarstjórar verða sóttir heim, varaðir við hávaða og leystir út með dýrum gjöfum. Á Nýdönskum dögum ræður fólk sinni dagskrá sjálft, en herlegheitin ná hámarki með tónleikum þar sem öll nýdönskustu lögin eru sungin og leikin í fúlustu alvöru og hæstu upplausn af hljómsveitinni Nýdönsk. Hvar: Strandgata 6, Harnarfjörður Hvenær: 6. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 4.900 kr.
NÝTT UNDIR NÁLINNI
Hildur Petra og Vigdís útgáfutónleikar
Lil Wayne – Cry Out (Amen)
Þær munu spila lög af nýútkomnum diski sínum "Dragspilsdraumar" en einnig fleiri lög. Um er að ræða bæði danslög og skemmtileg dægurlög útsett fyrir harmonikkur og fleiri hljóðfæri. Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 11. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.500 kr.
Krrum – Evil Twin
Bootlegs / Alchemia Á laugardagskvöldið koma tvær spikfeitar og vel þéttar hljómsveitir fram á íslenska Rokkbarnum og spila fyrir flösuþeytingi. Þetta eru engar aðrar sveitir en hinir goðsagnakenndu thrash-pönkarar BOOTLEGS og hafnfirska þungarokkssveitin ALCHEMIA. Hvar: Dalshraun 13, Hafnarfjörður Hvenær: 6. febrúar kl. 23:30 Miðaverð: Frítt
Harpa Þorvalds útgáfutónleikar Embrace, fyrsta breiðskífa Hörpu Þorvalds kom út í lok árs 2015. Platan inniheldur níu frumsamin lög og texta og nú verður útgáfunni fagnað í Iðnó. Harpa mun blása til útgáfutónleika ásamt vel völdum hljóðfæraleikurum. Harpa Þorvalds hefur komið víða fram í gegnum tíðina sem píanóleikari og söngvari. Hún hefur m.a. spilað í Austurríki, Ítalíu og á Íslandi, var einn af stofnendum djasskvartettsins SoundPost ásamt því að syngja og leika á píanó í pop/rock hljómsveitinni Groundfloor.
Katy B X Kaytranada – Honey
Hvar: Iðnó Hvenær: 11. febrúar kl. 20:30 Miðaverð: 2.500 kr.
Kill J – Trickle Trickle
Leníngradsinfónían Píanókonsert Tsjajkovskíjs er eitt vinsælasta tónverk allra tíma og í því gefst einleikaranum færi á að sýna allar sínar bestu hliðar jafnt í tjáningu sem tæknilegri færni. Fáir vita þó að Tsjajkovskíj endurskoðaði verkið eftir frumflutninginn og breytti ýmsu. Fyrir skömmu kom í leitirnar handritið að upprunalegu gerðinni frá 1875 og nú hljómar þessi útgáfa verksins í fyrsta sinn á Íslandi. Kirill Gerstein er einn áhugaverðasti píanisti sinnar kynslóðar. Hann hlaut hin virtu Gilmore-píanóverðlaun árið 2010 og New York Times valdi nýjasta geisladisk hans einn þeirra bestu sem gefnir voru út á síðasta ári. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 11. febrúar kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 6.900 kr.
Nýlókórinn í Hnitbjörgum Verkin eru eftir Þórunni Hjartardóttur og Diddu Hjartardóttur Leaman, en óskað var eftir að þær stöllur skrifuðu verk fyrir kórinn sem á einhvern hátt tengdust sjónlýsingum. Sjónlýsingar eru aðferð til að koma sjónrænu efni í orð fyrir þá sem eru með skerta sjón eða geta ekki séð sjálfir. Eftir að ljóst var að verkin yrðu flutt í Listasafni Einars Jónssonar bættist ný vídd við verkin og markvisst hafði staðsetningin, andrúmsloft safnsins og þau verk sem þar eru til sýnis áhrif á útkomuna. Hvar: Listasafn Einars Jónssonar, Eiríksgötu Hvenær: 6. febrúar kl. 17:00 - 18:00 Miðaverð: Frítt
Kelela – Rewind feat. Goldlink (Louie Lastic Remix)
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Nína Dögg Filippusdóttir Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
(Blaðamaður bætir því við að það sé löngu búið að sýna fram á það að það er ekkert eitt sem heitir greind. Gáfur eru margslungnar.)
hún. Blaðamaður segist hugleiða með vinnufélögunum á hverjum morgni kl. 9:15. Nína segist þurfa að temja sér þennan sið.)
SKE: Nína Dögg hefur ekkert að segja. Hún hefur ekkert að segja
Ég get samt verið ansi góð í Trivial.
– og hún sagði það sjálf. Þegar ég, blaðamaðurinn, hringdi í hana
– ekkert merkilegt upp úr henni. Nína bætti svo við að hún hefði
SKE: Sena 3: Óheiðarleiki Blanche skín í gegn í þessari senu: Hún lýgur um eigin aldur; drykkfelldni; og ástæðu fyrir komu hennar til Stellu. Þú hefur sagt að það fari fátt jafn mikið í taugarnar á þér og óheiðarleiki – en hvað um hvítar lygar sem grundvallast á einhvers konar tilfinngarökum?
Árni bróðir og konan hans gáfu mér flothettuna (sundhetta sem gerir manni kleift að fljóta í vatni) um daginn. Þetta er stórkostlegt fyrirbæri! Ég fer ein upp í sundlaug og flýt þar um, ranka stundum ekki við mér fyrr en eftir hálftíma eða svo.
farið í svo mörg viðtöl í gegnum ævina að sjálfævisögulegi mál-
Aldrei!
brunnurinn væri tómur – og það væri ekkert upp úr honum að ausa;
(Nína hlær.)
búast mætti við því að spurningafata blaðamanns mundi falla
Nei, ég segi svona. Hver hefur ekki sagt smá hvíta lygi til þess að bjarga sér úr vandræðalegum kringumstæðum: svo lengi sem maður særir ekki aðra. Stundum er gott að krydda sögur með hvítum lygum.
síðustu helgi var hún sérdeilis tvístígandi í símann, dró saman varirnar (ímynda ég mér) og tjáði mér að það kæmi – eflaust
með háum dynk á botninn – og að þessi dynkur gerði engum gott: hvorki blaðamanni, Nínu Dögg né lesandanum. En blaðamaður lét ekki sannfærast. Blaðamaður er þver, þrjóskur og þrár og sagðist halda að hugarheimur Nínu Daggar væri, í raun, ríkulega troðinn af forvitnilegum leyndardómum, hraustlegum skoðunum, kómískum sögum og kynlegum reynslum. Blaðamaður hafði orðið áskynja þessum sannleik er hann glápti á Ófærð eitt sunnudagskvöldið; hann sá það í augum hennar ... Eftir á að hyggja reyndist þetta vera rétt; Nína Dögg er býsna lunkin samræðukona. SKE spurði hana eina spurningu fyrir hverja senu leikritsins Sporvagninn Girnd – þar sem Nína leikur hina margbrugðnu Blanche. (Eftir klukkutíma langa ljósmyndatörn með Allan, tyllum við Nína Dögg okkur við eldhúsborðið. Hún býður mér kaffi og kleinuhring. Snillingáfa er 10% innblástur, 90% kaffi, hugsa ég með sjálfum mér, er ég teyga bollann.) SKE: Mér datt í hug, þar sem þú sagðist ekki hafa neitt að segja, að nota leikritið Sprovagninn Girnd sem ákveðna beinagrind fyrir viðtalið: 11 senur. 11 spurningar. Nína Dögg: Skjóttu. SKE: Sena 1: Blanche fær sér sopa af viskí. Hún er svolítið drykkfelld. Þú hefur sagt það sjálf að þú sért ákveðinn djammari. Áttu einhverja góða djammsögu? (Blaðamaður deilir einni djammsögu til þess að uppörva Nínu. Einu sinni klifraði blaðamaður upp á Hörpuna, sérdelis rallhálfur – þegar Harpan var ekkert nema fremur ófrýnileg stálgrind. Nína hlær.) Það eru óteljandi djammsögur af mér. Mér finnst erfitt að fara snemma heim og það skiptir engu máli þó að ég sé orðin 42 ára … (Nína hugsar sig um) … Síðasta sumar kom ég heim úr boði, frekar snemma, og sá að Gísli Örn (maðurinn hennar Nínu) var búinn að fylla heita pottinn. Ég ákvað að koma honum á óvart; ég fór úr fötunum, læddist meðfram húsinu og stökk ofan í pottinn – kviknakin. Svo varð mér frekar heitt í pottinum og, þar sem ég bý nú við sjóinn, ákvað ég að kæla mig aðeins með því að dýfa mér ofan í hafið. Gísli var ánægður með þetta en spurði mig svo hvort að ég vildi ekki vera í fötunum næst – svona upp á nágrannana að gera. Þetta var um hábjart sumarið. (Við hlæjum. Nína segist vera gleðipinni og hippi. Sjálfur segist blaðamaður eiga það til að fara svolítið inn í sig á djamminu: að verða svolítið þungur.) SKE: Sena 2: Í þessari senu er að finna eftirfarandi setningu: „Kvenmannssjarmurinn er 50% blekking“ – eða eitthvað í þá áttina. Hvað hluti persónutöfra þinna mundir þú segja að væri blekking?
SKE: Rekstu ekki á fólk í lauginni? Nei, nei. Fólk ýtir manni bara í burtu.
SKE: Er einhver hvít lygi sem þú segir manninum þínum, Gísla? Nei … jú. Hann er dásamlegur en stundum er hann svolítið hægur. Hann er eins og þú, fer svolítið inn í sig þegar hann fær sér í glas og vill oft fara snemma heim. Þá segi ég honum stundum: „Ég er að koma, elskan. Ég verð ekki lengi.“ (Við hlæjum. Blaðamaður er vel kunnugur þesskonar klókindum.) SKE: Sena 4: Í þessari senu fyrirfinnst mikil togstreita á milli Blanche og Stanley. Stanley er táknmynd þess hluta mannsins sem er heiðarlegur, hvatvís, dýrslegur. Á meðan Blanche er táknmynd þess hluta mannsins sem er meira fágaður, forframaður – útsmoginn, kannski. Ég held að þú sért miklu meiri Stanely en Blanche. Er það rétt hjá mér? Kannski. Ég er gaur, sjáðu. Mér finnst gaman að vera dama en ég prumpa og ropa og sleiki hnífinn við matarborðið – en ég þarf að vanda mig við hitt; ég er úr Breiðholtinu. Ég mundi segja að ég sé kannski meiri Stanley í fasi … (Nína hugar sig um) … Stanley hefur sinn þokka; hann er miklu viðkvæmari en gefur á að líta – en hann er að breiða yfir það, eins og við gerum. Óöryggi hans birtist í ofbeldinu. Það er enginn alvondur og hegðun mannsins hefur sínar skýringar. Vissulega reynum við að fegra eigin veruleika til þess að lifa af. Ef þú ert með samviskubit yfir einhverju þá verður þú að reyna að réttlæta það til þess að geta haldið áfram. En ef þú horfist ekki í augu við eigin bresti þá býrðu til aðeins ýktari heim svo að þú getir lifað með sjálfum þér. Í rauninni eru þau ekkert svo ólík, Blanche og Stanley, nema þá í fasi. SKE: Ef hlutverkin væru ekki svona kynjaskipt heldur þú að hlutverk Stanley mundi henta þér betur? Nei. Blanche er í svo mörgum lögum, eins og við konurnar. Ég elska Blanche; hún er svo margbrotin. Það er Stanely í henni líka – og það á við okkur öll: Við erum margar mismunandi manneskjur og hver við erum hverju sinni ákvarðast af kringumstæðum.
(Nína hugsar sig um.)
SKE: Sena 5: Blanche upplifir ákveðið kvíðakast í samtali sínu við Stellu. Hvenær færð þú kvíðakast? Færðu kvíðaköst? Stundum fæ ég kvíðaköst fyrir næsta verkefni, sem er lýsandi fyrir leikara – og auðvitað fyrir viðtöl. Viðtöl eru ákveðið kvíðakast. (Við hlæjum.) En ég var fljót að átta mig á þessari tilfinningu; ég ákvað að vera alltaf með nokkur verkefni í þróun til þess að milda þennan kvíða. Einnig er ég mjög heppin að tilheyra leikhópnum Vesturporti, en hann er ákveðið öryggisnet. Stundum verður maður svolítið gráðugur, þó svo að maður reyni að vera auðmjúkur. Leiðinlegasta tilfinning sem ég fæ er þegar hégóminn kemur upp í mér. Ég þoli ekki sjálfa mig þegar ég fæ þessa tilfinningu. En hégóminn staldrar, sem betur fer, ekki við lengi. SKE: Áhugavert … Einnig þjáist ég stundum af valkvíða. Oft þegar ég segi „nei“ við hlutverkum þá byrja ég að sjá eftir því um leið: „Af hverju hafnaði ég þessu!? Hvað var ég að hugsa!?“ En sem betur fer er ég með frábæran sálfræðing sem segir alltaf við mig: „Hættu að taka ákvarðanir án þess að tala við mig fyrst.“ Stundum þegar ég upplifi þessa tilfinningu þá finnst mér eins og þetta sé ekki ég; þetta er einhver rödd í hausnum á mér, sem ég reyni að ýta frá mér. Alltaf þegar ég ligg í rúminu byrjar hún að tjá sig: „Þú valdir vitlaust, fávitinn þinn!“ (Blaðamaður segir Nínu sögu um þessa rödd.) SKE: Ég hlustaði á fyrirlestur um daginn sem var ákveðin hugljómun: Fyrirlesarinn sagði frá konu, á miðjum aldri, sem hafði gengið í gegnum erfiðan skilnað tveimur árum áður. Þegar hún var loks tilbúin til þess að fara að„date-a“ aftur, fór hún á blint stefnumót á veitingastað. Hún settist við borð og stuttu seinna gekk inn myndarlegur maður og þau byrjuðu að spjalla. Þessi maður var ekki einungis myndarlegur – heldur gekk honum augljóslega vel í lífinu. Eftir fimm mínútur stóð maðurinn upp og sagði: „Því miður. Ég hef ekki áhuga.“ Konan brotnaði niður. Hún hringdi í vinkonu sína sem sagði við hana: „Við hverju býstu: Þú ert feit og ljót og hefur ekkert áhugavert að segja.“ Jesús.
SKE: Þetta er ekki svona svart og hvítt. Ég reyni oft að slá um mig með einhverjum málsháttum. Það er kannski mín blekking; ég hef ákveðna minnimáttarkennd gagnvart eigin gáfum. Björn Hlynur, svili minn og bekkjarbróðir, segir stundum við mig áður en ég fer í útvarpsviðtöl: Ekki fara með neinn málshátt. Ég klúðra þeim alltaf.
ND: Við þurfum öll að reka okkur á til þess að þroskast og líta í spegilinn.
(Blaðamaður hlær og hugsar til George W. Bush, sem sagði einu sinni „There's an old saying in Tennessee—I know it's in Texas, probably in Tennessee—that says ,fool me once, shame on—shame on you. Fool me—you can't get fooled again.’“)
(Blaðamaður segist halda að þetta sé ástæðan fyrir því að leiklistin sé svona þroskandi; manni gefst kostur á því að spegla sig í mörgum mismunandi hlutverkum – að prófa margar mismunandi útgáfur af sjálfum sér.)
SKE: Kærasta mín er þekkt fyrir að slátra málsháttum. Um daginn sagði hún „Þetta er allt í lagi: Það er ekki hundur í hættunni!“ Ég leit á hana, grunsamlega, og spurði: „Um hvaða hund ert þú að tala?“ (Nína hlær.) Ég fíla kærustuna þína. Ég held, persónulega, að ég hafi meiri tilfinningagreind en á bókina. Það er meira mitt haldreipi – og ég er ánægð með það.
Svo fær maður oft tækifæri til þess að vera hömlulaus í leiklistinni, sem er öllum hollt. Það eru margir sem leyfa sér þetta hömluleysi aðeins í glasi. Þú ert alltaf að reyna rúmast fyrir í ákveðnum kassa. (Nína ræðir aðeins um fyrirbærið Sweat, en þar þarf maður að mæta sjálfum sér. „Þú kemst einhvern veginn í tæri við eigin kjarna,“ segir
SKE: En auðvitað sagði vinkona hennar þetta ekki – hún sagði þetta við sjálfa sig; við segjum hluti við okkur sjálf sem okkur myndi ekki detta í hug að segja við nokkurn annan. Þetta er nákvæmlega svona. SKE: Maður veit að maður er ekki eins ómögulegur og maður heldur, en þessar raddir eru svo óvægar. Þetta er svo einkennilegt – ég ætla stela þessari sögu. SKE: Gjörðu svo vel … Sena 6: Í þessari senu þá kemur upp viss spurning í huga áhorfandans: Hver er hin raunverulega Blanche? Ég heyrði góða tilvitnun um
„VISSULEGA REYNUM VIÐ ÖLL AÐ FEGRA EIGIN VERULEIKA TIL ÞESS AÐ LIFA AF.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE daginn sem fangar þetta ágætlega: „Við stöndum öll í skarðinu á milli manneskjunnar sem við erum og þeirrar sem við viljum verða.“ Finnst þér þú vera ágætlega nálægt þínu fyrirmyndar sjálfi? Eða er stór gjá þarna á milli? Nei. Ég held að ég sé frekar nálægt mér. SKE: Er eitthvað sem þú mundir breyta? Já – að hætta á Facebook. SKE: Facebook er skrímsli sem nærist á tímanum, sagði einhver. Mig langar að lifa meira í núinu. Eflaust eru margar leiðir til þess að dvelja þar og auðvitað þarf maður að æfa sig í því; það er það eina sem kemur upp í hugann. Annars er ég frekar nálægt sjálfri mér – en það er kannski vegna þess að ég hef verið hjá sálfræðingi svona lengi. (Nína segist hafa verið hjá sálfræðingi í tíu ár og að tíðni heimsóknanna ráðist eftir aðstæðum. Svo bætir hún því við að það sé svo gott að fá aðra sýn á hlutina.) Þó svo að það sé kannski eitthvað áfall sem dregur mann á staðinn, þá finnur maður fljótt hvað þetta gerir manni gott. Sem betur fer hefur verið mikil vitundarvakning varðandi sálræn vandamál í okkar samfélagi. SKE: Er eitthvað sérstakt sem hefur breyst í þínu hugarfari, eftir að þú byrjaðir að hitta sálfræðing? Fyrsti sálfræðingurinn sem ég hitti spurði mig af hverju ég væri komin. Ég svaraði því og bætti svo við að mig langaði ekki til þess að verða fimmtug, bitur og brennd; mig langaði ekki að ferðast með allt þetta farg sem hleðst upp á lífsleiðinni – heldur langaði mig að takast á við hlutina jafnóðum. Sálfræðingurinn var afar ánægður með þetta svar og sagði mér að ef ég heldi áfram yrði ég aldrei fimmtug, bitur og brennd. Þetta er manni svo léttandi. Maður bara sest og svo kemur allt það sem þér er efst í huga. Það getur verið hvað sem er; maður er alltaf að takast á við eitthvað. SKE: Það er rétt … Næsta spurning tengist senu 7 ekki neitt, heldur langaði mig til þess að spyrja þig út í Síberíulestina. Þú og Gísli ferðuðust með henni frá Moskvu til Peking á sínum tíma. Hvernig var það? Stórkostlegt. Við höfum ferðast um allan heim en okkur líður, ennþá, eins og þetta sé eina fríið. Þetta er svo frábrugðið öllu öðru og maður fer svo víða. Þetta breytir lífinu. (Nína segir að ferðin sjálf sé kannski ekki nema tvær vikur, en að manni langar að staldra við á ákveðnum stöðum. Sjálf voru hún og Gísli í rúman mánuð og lentu í ýmsum ævintýrum.) Það sorglegasta við þetta var að við vorum að skjóta heimildarmynd í þessari ferð. Við áttum engan pening og vorum því alltaf að ferja efnið á milli klippara – og við finnum ekki þetta efni í dag, eftir allar þessar tilfærslur. Vonandi kemur þetta í leitirnar einhvern tímann. SKE: Sena 8: Í þessari senu á Blanche afmæli. Ég á afmæli í dag – er þrítugur. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir þetta viðtal las ég viðtal við þig þar sem þú sagðir að lífið væri rétt að byrja þegar maður er þrítugur. Þetta veitti mér ákveðna huggun og von. (Við hlæjum.) SKE: Ertu ennþá á þessari skoðun? Verður lífið alltaf betra og betra með árunum? Engin spurning – og skemmtilegra og skemmtilegra. Þegar ég varð fertug þá gerðist eitthvað innra með mér: Það var einhver púki sem blússaði upp í mér. Það fylgir líka nýr þroski hverju skeiði, sem þú áttar þig ekki á fyrr en þú ert kominn þangað. Það er ekki endilega samasem merki á milli þess að eldast og þroskast, eða að vilja hanga heima og lesa – alls ekki. Þú býrð yfir þessum þroska sem þú hefur öðlast. Maður verður einhvern veginn sólgnari í núvitundina. SKE: Mér finnst ég alltaf verða nægjusamari líka. Svo snýst þetta líka um fólkið í kringum mann. Ég á svo frábært samferðafólk. Hver dagur er yndislegur. SKE: Sena 9: Þar er Blanche á ákveðnum botni í leikritinu. Hvenær varst þú á þínu lægsta stigi? Persónulega var mitt lægsta stig þegar ég var rúmlega tvítugur: Mikið djamm, ákveðinn machó-ismi, óþroski, vitleysa … Djammarinn í mér hefur vissulega átt marga botna. En það fer svolítið eftir því hvað þú meinar. Ég hef misst og það er það erfiðasta sem maður gengur í gegnum. Ég mundi segja að það væri mitt „low point.“ (Nína er stjúpsystir Sigurjóns Brink heitins, sem féll sviplega frá árið 2011. Blaðamaður spyr hvort að hún sé að vísa í þann missir.)
Já. Það er eitt af því erfiðasta sem ég hef upplifað: að læra að finna gleðina til þess að halda áfram – að komast út úr þessum doða. Það sem hjálpaði mér við það var hversu glaður hann var. Hugsunin mín var sú að hann hefði ekki viljað að við værum hérna nema í gleðinni. Þetta var ákveðið þroskaferli.
(Blaðamaður talar um pendúlinn sem sveiflast á milli allra andstæðna – díalektík Hegels.)
(Blaðamaður kinkar kolli.)
(Nína lifnar öll við.)
Það er ómöglegt að segja hvað þessi reynsla hefur kennt manni – þetta er ennþá svolítið absúrd. Ég hitti mann um daginn sem missti barnið sitt, sem var fjögurra ára, og svo afabarn, sem var líka fjögurra ára. Mér fannst ótrúlegt að hann sæti þarna. Hann sagði að það væri svo einkennilegt að það fylgdi einhver styrkur með þessum missi. Hann áttaði sig á því þegar hann missti barnabarnið sitt hver tilgangur þessa styrks væri. Lífið er svo margslungið og við fáum öll mörg verkefni; það fer enginn áfallalaus í gegnum lífið.
Það má gefa okkur konunum aðeins meira rými. Við erum ótrúlega magnaðar og getum gert ýmislegt. Það er alveg pungur í okkur líka!
Kynjakvóti í fyrirtækjum, til dæmis. Ég var hlynnt því upp að ákveðnu marki, en um leið og kynjakvótinn var kominn á laggirnar þá voru allt í einu helling af konum í stjórnunarstöðum. Það er auðvitað frábært en sorglegt að það þurfi kynjakvóta til.
(Við hlæjum. Nína væri flott á þingi, hugsar blaðamaður með sjálfum sér.) Því meira sem þið karlmenn hlustið á okkur því vitrari verðið þið … svo er annað: Ég vil að börn séu tengd við móður sína – en ekki bara föður. Börnin mín væru þá Rakel María NínuGísladóttir og Garðar Sigur Nínu-Gíslason. Ósjálfrátt. Ég þyrfti ekki að troða mínu nafni upp á börnin. Þetta yrði sett í lög: Þau eru börn foreldra sinna. SKE: Þetta er fallegt.
SKE: Mér finnst þetta einn af fallegustu eiginleikum mannsins: að geta haldið í húmorinn og gleðina í gegnum öll þessi áföll. (Blaðamaður vitnar svo í sjálfsævisögu Mark Twain, en Mark Twain missti bróður sinn mjög ungan, ásamt syni sínum og tveimur dætrum – og síðast konuna sína. Þrátt fyrir stöðugar tragedíur hélt Mark Twain, samt sem áður, alltaf fast í húmorinn.) Sá sem þjáist af áfallastreituröskun óttast að lenda aftur í erfiðum kringumstæðum. Margir upplifa áfallið aftur, þegar þannig kringumstæður koma upp – vegna þess að það er svo vont. En maður getur ekki lifað þannig. SKE: Sena 10: Nauðgunarsenan. Stanley endurheimtar völdin á heimilinu. Lítur þú á sjálfa þig sem femínista? Já, en jafnréttissinna líka. Mér finnst ekki að konur eigi endilega að fá einhverjar undantekningar vegna þess að þær eru konur. En við ættum að fá að teygja aðeins úr okkur.
Kannski að ég þurfi bara að fara á þing! SKE: Sena 11: Það er dulúð sem fellur í þessari senu. Ímyndunarheimur Blanche brotnar saman – og, að sama skapi, þá má segja að þú sért búin að sveipa ákveðinni dulúð yfir manneskju sem þú vilt meina að sé mikið efni í forseta. Þú talaðir um þessa manneskju í útvarpsviðtali um daginn. Hver er þessi manneskja? (Nína vísar í grein eftir Guðmund Andra Thorsson, pistlahöfund á Fréttablaðinu, sem skrifaði grein um næsta forseta sem varpar ljósi á þennan einstakling sem Nína hefur í huga. Í greininni segir: „Mig langar að fá forseta sem ég gæti afborið að hlusta á halda ræður, og ekki nóg með það, heldur fyllti mig andagift og löngun til að gera eitthvað gott og skynsamlegt. Mig langar að fá forseta sem loksins leiðir okkur saman en sundrar okkur ekki, talar ekki niður til okkar, talar ekki um okkur eins og skrumandi sölumaður, en úthúðar okkur ekki heldur; þekkir þau verðmæti sem hér er að finna, þekkir tækifærin sem búa í tækni og úrlausnarefnum á sviði umhverfismála – og getur talað við stjórnmálamenn á öllum köntum, en líka talað máli þjóðarinnar á örlagastundum.“) Ég skal ekki segja, en þetta lýsir þessum kandidat vel. (Blaðamaður segist ætla íhuga þetta vandlega og þakkar Nínu Dögg kærlega fyrir spjallið. SKE mælir með leikritinu Sporvagninn Girnd – og einnig húmornum. Húmorinn er móteitur gegn hinum mörgu harmleikjum lífsins.)
d l æ s ð i r F
Hugleiðla og núvitund um allt land. Sjá nánar:
DAGLEG IÐKUN - BETRI LÍÐAN Upplagt er að merkja nýjar venjur, eins og hugleislu, inná ársdagatal ÍBN sem gefur þér góða yfirsýn yfir árangurinn - allt árið! Fæst á: ibn.is/dagatal2016
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús
SOUNDPAINTING TJARNARBÍÓ 05.02.15, 06.02.15
NJÁLA BORGARLEIKHÚSIÐ 07.02.16, 11.02.16
FLÓÐ BORGARLEIKHÚSIÐ 07.02.16, 11.02.16
Í hjarta Hróa Hattar Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í magnaðri nýrri leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins. Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun.
BILLY ELLIOT BORGARLEIKHÚSIÐ
Mið-Ísland 2016 Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand! Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Hvenær: 05.02.16, 06.02.16, 11.02.16 Miðaverð: 3.500 kr.
Hvar: Þjóðleikhúsið (Stóra sviðið) Hvenær: 05.02.16, 06.02.16 Miðaverð: 4.950 kr
05.02.16, 06.02.16
LÍNA LANGSOKKUR BORGARLEIKHÚSIÐ 07.02.16
PÍLA PÍNA HOF 07.02.16
KENNETH MÁNI BORGARLEIKHÚSIÐ 06.02.16
ÓÐUR OG FLEXA HALDA AFMÆLI BORGARLEIKHÚSIÐ 06.02.16, 07.02.16
UM ÞAÐ BIL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 07.02.16
IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 10.02.16
SPORVAGNINN GIRND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Old Bessastaðir í Tjarnarbíói Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk. OLD BESSASTAÐIR er glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói fimmtudaginn 4. febrúar. Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni en hópurinn er þekktur fyrir uppsetningu nýrra verka sem tala beint inn í samtíma okkar. Í félagsskap þriggja grátbroslegra kvenna sem undirbúa róttækar aðgerðir er velt upp spurningum um það sem greinir "okkur" frá "hinum", um það að leita skjóls, um tengsl orða og gjörða, löngun manneskjunnar til að vera með - að tilheyra einhverju mengi, sama hvað það kostar. Sumar fórnir eru nefnilega blóðfórnir. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 04.02.16, 07.02.16, 14.02.16, 18.02.16 Miðaverð: 4.400 kr. miðasala á midi.is
Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt - eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún er heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir alltof vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti. Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og hefur verið leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hafa meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 05.02.16, 06.02.16, 07.02.16, 10.02.16, 11.02.16 Miðaverð: 5.500 kr.
07.02.16
KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 06.02.16, 07.02.16
YFIR TIL ÞÍN – SPAUGSTOFAN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 06.02.16, 11.02.16
LÍFIÐ TJARNARBÍÓ 07.02.16
HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ 07.02.16
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir KLIPP KLIPP Opin mósaík og klippimyndasmiðja
Myndlistarmaðurinn Linn Björklund leiðir opna mósaík og klippimyndasmiðju í anda Gerðar Helgadóttur (1928-1975). Í smiðjunni verða gerðar tilraunir með liti og form og vinna gestir og gangandi eina heildstæða veggmynd í sameiningu. Smiðjan er öllum opin kl. 19-23 í Stúdíói Gerðar á neðri hæð Gerðarsafns.
Undir berum himni - með suðurströndinni
Hvar. Gerðarsafn, Hamraborg, Kópavogi Hvenær: 5. febrúar kl.19-23
Hvar: Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðarstræti 74, 101 Reykjavík Hvenær: 5. febrúar kl. 20 - 16.september 2016
Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. Hönnuður sýningarinnar er Axel Hallkell Jóhannesson. Mikið hefur verið lagt upp úr endurhönnun Kjarvalsstaða til þess að skapa verkum Kjarvals umgjörð sem dregur fram töfra verka hans. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, opnar sýninguna kl. 18 og kl. 19 hefst Safnanótt með fjölbreyttri dagskrá til miðnættis. Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata 24 Hvenær: 5. febrúar kl. 18 - 21. ágúst 2016
Contact Improvisation Jam Hvar: Jógasetur, Frakkstígur 16,
kl 20-22 Verð: 500.og frjáls framlög
Hulda Rós Guðnadóttir
Hraun og mynd & Diktur
Keep Frozen part four @ Listasafn ASI
Hvar: Hafnarborg,
8. og 9. janúar s.l. brugðu löndunarmenn úr Reykjavíkurhöfn sér í fótspor listamanna og fluttu 48 tíma gjörning þar sem þeir lönduðu tæpum 400.000 tonnum í 500m2 sýningarrými Kunstkraftwerk í Leipzig í Þýskalandi. Vaskir menn Löndunar ehf. undir verkstjórn Sigga verkstjóra og Svavars eiganda munu ganga með net sem er tæplega tonn af þyngd frá Grandabryggju og upp í Listasafn ASÍ þar sem þeir munu koma því fyrir sem fundnum skúlptúr af sjávarbotni. Gjörningurinn, sem hefst kl. 19 á Grandabryggju, mun tengja höfnina, miðbæinn og safnið á hæðinni enda einkar viðeigandi á þessum tímamótum. Gjörningurinn er gerður mögulegur fyrir góðvilja og stuðning frá Löndun ehf og Ögurvíkur ehf ásamt styrkjum frá Myndlistarsjóði, Norræna Menningarsjóðnum og Norrænu Menningargáttinni og er hluti af einkasýningu Huldu Rósar Guðnadóttur myndlistarmanns í Ásmundarsal Listasafns ASI sem hefst þetta sama kvöld.
Hvenær:
Hvar: Hefst kl 19 á Grandabryggju Hvenær: 05. febrúar kl 19
Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur Kjarvalsstaðir verða opnaðir á ný með stórri sýningu á verkum Jóhannesar S. Kjarvals, föstudaginn, 5. febrúar kl. 18:00, sem jafnframt er Safnanótt. Sýningin hefur hlotið nafnið Hugur og heimur, þar sem meðal annars eru sýnd verk úr sjaldséðu einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsóttur. Á sýningunni eru málverk og teikningar frá öllum ferli Kjarvals. Þar má kynnast mörgum af hans lykilverkum og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans. Annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu.
Hvenær: 5. febrúar kl. 19 til 28. febrúar 2016
Hvenær: Alla mánudaga
Myndlistarkonan Hulda Rós Guðnadóttir hefur verið búsett í Berlín í Þýskalandi um árabil þar sem hún starfar við myndlist og kvikmyndagerð.
Sýningaropnun á Kjarvalsstöðum
Hvar: Listasafn ASÍ
101 Reykjavík
Ný sýning í Safni Ásgríms Jónssonar Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetningur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullaldarmálaranna dönsku. Við heimkomuna árið 1909 sækir Ásgrímur á æskuslóðirnar og síðan áfram austur í Skaftafellssýslur árin 1910, 1911 og 1912. Afrakstur þessara ferðalaga birtist í fjölmörgum olíu- og vatnslitamálverkum þar sem listamaðurinn túlkar hina tæru birtu á meistaralegan hátt. Á sýningunni eru bæði olíu- og vatnslitamyndir frá árunum 1909 til 1928.
Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminants. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson
Strandgata 34 23. janúar - 13. mars 2016
“Svartur punktur” // Kristinn Már Pálmason Hvar: Dead Gallery, Laugarvegur 29, 101 Reykjavík Hvenær: 23. janúar – 7. febrúar 2016
Jón Laxdal Halldórsson …úr rústum og rusli tímans Hvar: Listasafnið á Akureyri
Safnanótt
Hvenær: 16. janúar - 13. mars
40+ söfn opin frá kl.19 Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 5. febrúar en þá opna tæplega fjörtíu söfn á öllu höfuðborgarsvæðinu dyr sínar frá kl. 19 og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá til miðnættis. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið yfir 100 viðburða af öllum stærðum og gerðum á söfnum á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að taka þátt í Safnanæturleiknum en heppnir gestir geta m.a. unnið árskort á söfn, listaverkabækur og fleira. Sérstakur Safnanæturstrætó gengur á milli safnanna á öllu höfuðborgarsvæðinu og auðveldar gestum heimsóknina. Miðstöð Safnanæturstrætó verður á Kjarvalsstöðum. Hvar: Höfuðborgarsvæðið Hvenær: 5. febrúar kl. 19 Dagskrá: http://vetrarhatid.is/
Þá, þegar // Þorgerður Ólafsdóttir Hvar: Harbinger, Freyjugata 1, Reykjavík Hvenær: Stendur til 14. febrúar Fimmtudag - laugardag 14-17
ÁRANGUR ER
UNDIRBÚNINGUR „Ég vil ekki bara vera góð í sumu, ég vil vera góð í öllu.“ Jakobína Jónsdóttir Crossfit þjálfari
nowfoods.is
m Nú í nýju m umbúðu
NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem eru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð-, rotvarnar- og uppfylliefna.
Gæði • Hreinleiki • Virkni
16
HVAÐ ER AÐ SKE
PÚLSINN
NETFLIX VIKUNNAR: Heimildarmyndin Cartel Land bættist við kvikmyndasafn Netflix í janúar. Cartel Land var sýnd á RIFF í fyrra og hefur hún fengið frábæra dóma (90% á vefsíðunni Rotten Tomatoes og 7.4 á IMDB). Samhljóða álit gagnrýnenda, sem er tekið saman á Rotten Tomatoes, segir: „Cartel Land er hrá, grimm og nöpur heimildamynd sem veitir áhorfendum afdráttarlausa innsýn í heim þeirra sem taka lögin í eigin hendur til þess að stöðva skipulagða glæpastarfsemi á landamærum Mexikó og Bandaríkjanna.“
TILVITNUNIN: „Enginn dauðdagi er mér samboðinn nema heimsendir.“ - Einar Benediktsson
#Ófærð á Twitter Í FRÉTTUNUM: TED MYNDBANDIÐ: Dan Gilbert: The Surprising Science of Happiness (Hin óvæntu vísindi á bakvið hamingjuna) Bandaríski sálfræðingurinn Dan Gilbert útskýrir þróun fremri hluta ennisblaðsins (prefrontal cortex) sem spilar stóra rullu í ímyndunarafli mannkyns. Í ræðu Gilbert kemur meðal annars fram að þeir sem vinna í lottó og þeir sem verða skyndilega þver-lamaðir – eru, að meðaltali, jafn hamingjusamir ári seinna. Einn af vinsælustu Ted ræðum til þessa.
VAGINABOYS MEÐ NÝTT LAG Hljómsveitin Vaginaboys sendu frá sér lagið Feeling 2. febrúar síðastliðinn á Soundcloud. Lagið er gefið út í tilefni þess að sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Sónar, sem fer fram í Hörpunni dagana 18. til 20. febrúar. Vefsíðan The Line of Best Fit (www.thelineofbestfit.com) mælir sérstaklega með tónleikum Vaginaboys á Sónar: „Mjúku ,autotune’ tónar Vaginaboys hafa fangað athygli hlustenda í Reykjavík og hefur hljómsveitin spilað á mörgum tónleikum frá því að þeir stigu á sjónarsviðið, sérstaklega má nefna frábæra tónleika á síðustu Iceland Airwaves hátíð.“
KVIKMYNDIR: Tímaritið Rolling Stone tók saman bestu myndir ársins 2015 fyrir stuttu.
10. Inside Out/Anomalisa (Jafntefli) 9. Star Wars: The Force Awakens 8. The Martian 7. Tangerine 6. Straight Outta Compton 5. Brooklyn 4. Mad Max: Fury Road 3. Carol 2. Steve Jobs 1. Spotlight
@brynhildurbolla: Nú þarf einhver að teikna ættartré fyrir okkur. Allir týndir í hver er hvað. #ófærð @helgiseljan: Snýst plottið í #ófærð um hvað muni gerast ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýrinni? @steinimas: Bátur með Línuspil en enga línurennu er svipað og hundur með munn en ekkert rassgat #ófærð @ergblind: Svo mikið álag á Ásgeiri. Vona hann komist í spa bráðum. #ófærð @hrafnjonsson: Mundi það drepa þetta fólk að segja eins og einn brandara #ófærð @SoliHolm: Jæja, hvað ætli Eysteinn ríði svo mörgum í kvöld? #ófærð
17
HVAÐ ER AÐ SKE
MINTUR FYRIR FERSKA EINSTAKLINGA
0AL
KC
R U K Y S LAUSAR
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
TWEET KYNSLÓÐIN
Hí á Húrra Magnað myrkur Vetrarhátíð 4.-7. febrúar 2016
Fram koma Hugleikur Dagsson, Bylgja Babýlons, Þórdís Nadia, Andri Ívars, Snjólaug Lúðvíks og Ragnar Hansson. Allir uppistandararnir verða með nýtt efni, nýja standarar og nýja brjóstahaldara. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 11. febrúar kl. 20:30 Miðaverð: 1.000 kr.
Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin frá 4. – 7. febrúar og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þetta er í þrettánda sinn sem þessi hátíð ljóss og myrkurs er haldin en fjórar meginstoðir hátíðarinnar eru: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuður og ljósalist ásamt 150 viðburðum sem þeim tengjast.
Skipulag Vetrarhátíðar:
4. febrúar, fimmtud. kl. 19.30: Opnunarkvöld í Hörpu, ljósalistaverk. 5. febrúar, föstud. kl. 19-24: Safnanótt í tæplega 40 söfnum. Um kvöldið kl. 19 fer af stað skíða og snjóbrettapartý á Arnarhóli þar sem færasta skíða- og snjóbrettafólk landsins sýnir listir sínar undir líflegri tónlist plötusnúða. 6. febrúar, laugard. 16-24: Sundlauganótt í 10 sundlaugum. 7. febrúar, sunnud. : Snjófögnuður í Bláfjöllum. +150 viðburðir
Opnunarkvöld Vetrarhátíðar Vetrarhátíð verður sett með afhjúpun verksins Slettireku, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 19.30 við Hörpu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina. Á opnunarkvöldinu verður ljósahjúp Hörpu breytt í risastóran gagnvirkan striga sem almenningur getur myndskreytt með sýndarmálningu. Hvar: Höfuðborgarsvæðið Hvenær: 4. - 7. febrúar Miðaverð: Frítt Nánar: http://www.vetrarhatid.is
Fræði og fjölmenning Fræði og fjölmenning: Uppbygging og þróun íslensks fjölmenningarsamfélags er yfirskrift ráðstefnunnar sem er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður meðal annars um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélagsumræðu. Ráðstefnan er opin fræðimönnum, fagfólki, nemendum og áhugafólki um fjölmenningu og verður boðið upp á erindi á bæði íslensku og ensku. Hvar: Háskóli Íslands Hvenær: 6. febrúar kl. 10:00 - 14:30 Miðaverð: Frítt
Krakkamengi 3 Tilraunanámskeið í tónlistarsköpun fyrir krakka 4-6 ára. Námskeiðið er opið öllum krökkum á þessum aldri og þeim fullorðnu sem fylgja þeim. Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma tveir tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. Að þessu sinni munu þau Magga Stína og Finnbogi Pétursson vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 7. febrúar kl. 10:30 Miðaverð: Frítt
Framadagar Háskólanna 2016 Framadagar er árlegur viðburður í háskólalífinu þar sem nokkur af helstu fyrirtækjum landsins kynna starfsemi sína fyrir háskólanemum. AIESEC stúdentasamtökin skipuleggja Framadaga á hverju ári. Framadaganefndin samanstendur af nemendum úr háskólum landsins. Á Framadögum færð þú tækifæri til að kynnast fyrirtækjum á ýmsum sviðum. Þú hefur beint samband við starfsfólk í stjórnunarstöðum þar sem þú getur spurt þau spjaldanna á milli. Við mælum með að þú mætir með nokkur eintök af ferilskránni þinni með þér, þú veist aldrei við hverju má búast! Hvar: Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík Hvenær: 10. febrúar kl. 11:00 - 16:00 Miðaverð: Frítt
Ef þú ætlar að lifa bíllausum lífsstíl: geggjað. Ef þú ætlar samt alltaf að biðja mig að skutla þér og pikka þig: ekki svo geggjað. @ergblind
sá konuna í táknmálsfréttum á veitingastað, hún var með stjörnustæla. @olitje
Legg til að 31. janúar verði héðan af almennur frídagur og verði einfaldlega kallaður Dagur. @jonjonssonmusic
Margir af bestu vinum mínum eru milljarðamæringar. Tala alltaf um Kvíabryggju sem Kvíðabryggju. Sérstakur saksóknari ætti að skammast sín. @DagurHjartarson
Prumpaði svo hátt áðan að mér fannst ég vera kominn aftur í Lúðrasveit Laugarnesskóla. @ThorsteinnGud
Ég var að klára 3 pulsur, doritos & kók með battenbergs í eftirmat. Einhversstaðar er næringafræðingur að fá fullkomið taugaáfall. @RexBannon
H E I LSUMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA CHANEL OG MAISON MARGIELA Á COUTURE VIKUNNI Á couture vikunni nýlega var margt fallegt að sjá frá CHANEL. Línan andaði náttúru, hreinleika og var með róandi yfirbragði. Litirnir voru að mestu náttúruhvítir, svolítið af glitrandi áferð, blómamunstur, ljósgræn lög, fölbrúnir viðarlitir, kremaðir tónar og svolítið svart. Margt fékk hugann til að seytla í átt til miðalda, til sögu prinsessunar. Aðallega vegna gylltu skikkjanna. Klassíska chanel bouclé efnið var líka á sínum stað í dröktum og svo kjólar sem minntu á franskan skólakjól með hvítum kraga en einnig voru svartir dramatískir kokteilkjólar. Línan var nokkurskonar vistvæn lúxusvara. Efnin sem notuð voru eru náttúruleg og í hönnun brúðarkjóls var notuð hrein villt bómull, viðarpallíettur og perlur. Endurunnin pappír var einnig uppistaða sumra flíkanna og var mikill tími og vinna lögð í þær. Karl Lagerfield segir - „This is high-fashion ecology. It must not look like some sloppy demonstration!“
Maison Margiela var með ævintýralega hátískulínu. Hún var ólík Chanel og fór um víðan völl í litum og áferð og var undir áhrifum frá Bowie. Það var allt að gerast í formum og litum, metallic og gulli. Almennt skemmtileg, óhrætt og margt svo fallegt! Við völdum það sem okkur fannst fallegast að sýna hér.
Friis & Co. Kringlunni 5340066
ร TSALA 50 % af รถllu
22
HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur
Nest Cam Talin vera ein sú besta á markaðnum í sínum flokki. Lítil en með hæstu mögulegu upplausn. Hentar vel við tölvuna til að senda út, en einnig góð með snjallsímum. Engir vírar, þráðlaus og með gleiðlinsu.
BB-8 Life-Size Aluminum LED lampi Star Wars aðdáendur ættu að gleðjast yfir BB-8 lampa í raunstærð.
Star Wars R2-D2 Screwdriver Allt er þegar þrennt er:
Vandaður lampi sem passar vel inn. En það er líklegt að þú þurfir fyrst leyfi frá frúnni áður en þú ætlar að planta honum inn í stofuna.
Wirecutter.com
Thinkgeek.com
Hér er ekkert verið að flækja þetta, skrúfjárn með þremur mismunandi týpum. Venjulegt, stjörnu og torq.
Tetriz er mánaðarlegur old school Tetriz erþáttur mánaðarlegur old school hip-hop í umsjá Benna B Ruff. hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar Á X-inu fyrstaklukkan föstudag hvers mánaðar 12:00 klukkan 12:00
Turntable station by line phono Vönduð og þétt plötuspilarastöð. Hægt að geyma allt að 200 stk af vínylplötum, heyrnatól, hljóðkort, tölvu ofl. Kom á markaðinn nýlega og er uppselt hjá framleiðanda. Nett og tekur ekki mikið pláss í stofunni. Turntablelab.com
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
HANNESARHOLT Draugur Hannesar Hafsteins Ég hef hitt margan drauginn í Reykjavík. Í raun má segja að Reykjavíkurborg væri ekkert án drauga. Reykjavíkurborg væri ekkert án drauga líkt og líkami væri ekkert án sálar – eða bókasafn væri ekkert án allra rykkenndu klassísku verkanna (hvaða heilvita maður skyldi vilja stíga inn í bókasafn og ganga, einvörðungu, meðal skandinavískra krimma?). Í Reykjavík hef ég setið með draug Tómasar Guðmundssonar við Tjörnina; hef ég gengið með vofu Unu Gísladóttur í Grjótaþorpinu; og hef ég slæpst með afturgöngu Einars Jónssonar upp á Skólavörðuholtinu – á meðan sá síðarnefndi bollalagði symbólismann. Í Reykjavík læðast draugarnir meðfram öllum götum, sjáðu – og ljá manninum tilgang, samhengi og söguþráð. Og í síðustu viku hélt draugagangurinn áfram. Í síðustu viku hitti ég sérdeilis virðulegan draug – draug sem ég hafði ekki hitt áður. Þessi draugur var axlabreiður með fallegt yfirvaraskegg og bauð af sér góðan þokka. Ég hitti hann á Skólavörðustígnum og hann togaði mig með sér í átt að Þingholtunum og saman gengum við, tveir fölir íslenskir karlmenn, í átt að Grundarstíg 10: þar sem draugur þessi kvaðst hafa reist sér voldugt tvílyft steinhús á meðan hann lifði – eitt af fyrstu fimmtán steyptu húsunum í Reykjavík. Þegar við loks mættum hvarf draugurinn skyndilega í dyragættinni og mér birtist fyrir sjónum þjónustustúlka sem bauð mér inn í matsalinn. Ég var svolítið týndur og spurði því: „Fröken, afsakaðu, en hvar er ég?“ Og hún svaraði til baka: „Þú ert staddur í Hannesarholti – fyrrum heimili fyrsta ráðherra Íslands –Hannesar Hafsteins.“ Akkúrat.
Þar sem ég var frekar svangur, ákvað ég að panta mér hádegisverð; það var ýmislegt í boði og endaði ég á því að panta mér einstaklega bragðgóðan grænmetisrétt sem var í senn ferskur og vel úti látinn. Með hádegisverðinum drakk ég kók og, er ég snæddi, virti ég fyrir mér býsna áhugaverð listaverk sem héngu á veggjunum (matsalurinn er ekki bara matsalur – heldur einhvers konar listagallerí líka). Í eftirrétt pantaði ég mér súkkulaðiköku og ég leyfi mér að fullyrða að kaka þessi hafi verið ein besta kaka sem ég hef smakkað (síðar komst ég að því að hún hafði nýlega verið valin besta kaka landsins í kökublaði Gestgjafans.) Eftir dvöl mína í Hannesarholti gæti ég sagt ykkur, lesendum SKE, ýmislegt: Ég gæti sagt ykkur að Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem er hvor tveggja menningarstofnun og
veitingahús; að Hannesarholt er í eigu hjónanna Ragnheiðar Jónu (forstöðukonu Hannesarholts) og Arnórs Víkingssonar; að í Hannesarholti er morgunmatur á virkum dögum frá klukkan 8:00 (og hádegismatur frá klukkan 11:30); að Hannesarholt bjóði upp á brunch á milli 11:00 og 14:00 um helgar; að þar er vel heppnaður tónleikastaður að nafni Hljóðberg; ráðstefnuog veislusalur; tvö fundarherbergi uppi á háalofti; ásamt kokki og kondidor – en það er ekki það sem mig langar að segja. Það sem mig langar að segja er eftirfarandi. Það sem heillar mig við Hannesarholt er sálin. Maður fer ekki til Parísar og borðar á McDonald’s; maður fer ekki til New Orleans og hlustar á One Direction; og maður fer alls ekki til Buenos Aires og dansar vals. Af hverju? Vegna þess að draugar borgarinnar – borgarsálin, sumsé – misbýður svoleiðis taktlausum athöfnum. Og Reykjavík er alveg eins; Reykjavík býr yfir sál, draugum, sögum – og Hannesarholt er hluti af þeirri sögu. Ég fæ eitthvað út úr því að drekka kaffi á fyrrum heimili fyrsta ráðherra Íslands; Í Hannesarholti er eins og að borgarsálin seytli ofan í bollann og veiti manni þá tilfinningu að maður tilheyri einhverju stærra en bara 21. öldinni. Í Hannesarholti er opið á milli 8:00-17:00 á virkum dögum og 11:00-17:00 um helgar. Orð: Ragnar Tómas
Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is
Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!
öll tæ
Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR
VEGAN
Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati
Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati
Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum
Sveppaseyði með seljurótar-ravioli
Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati
~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís
Stefán Elí Matreiðslumeistari
Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi
Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!
Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.
www.gudjono.is · Sími 511 1234
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
NÚVITUND HUGLEIÐSLA Ásta Arnardóttir jógakennari leiðir 30 mínútna vipassana hugleiðslu, heldur stuttan fyrirlestur eftir á og kennir svo aðra metta hugleiðslu í notalegu umhverfi jógastöðvarinnar Yogavin. Ekki missa af slakandi og nærandi kvöldstund hjá góðum kennara í tilefni Friðsældar í febrúar. HVAR: Yogavin, Grensásvegi 16, HVENÆR: 9. febrúar kl. 20.15 – 21.30 FRÍTT
Spegill hjartans fyrirlestur með leiddum hugleiðslum og skriflegum æfingum Grundvöllur allra innri umbreytinga er að við sjáum okkur sjálf í skýru ljósi og getum síðan unnið að umbreytingum út frá því. Í fyrirlestrinum verður fjallað um leiðir til að koma auga á þær innri meinsemdir sem hamla okkur í lífinu og leiðir til að leysa þær upp. Þátttakendum mun gefast tækifæri til að eiga heiðarlegt en jafnframt gefandi stefnumót við eigið sjálf í gegnum leiddar hugleiðslur og skriflegar æfingar með það að markmiði að vaxa og taka ný gæfuskref. Öll námskeið á vegum Lótushúss er endurgjaldslaus og er starfið rekið fyrir frjáls framlög leiðbeinenda og þátttakenda. Hvar: Lótusinn, JMJ húsið, Gránufélagsgata 4, 600 Akureyri Hvenær: 7. febrúar kl 14-15:30 Aðgangur ókeypis, allir velkomnir
FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR Tímaritið Í boði náttúrunnar í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga stendur fyrir viðburðinum FRIÐSÆLD Í FEBRÚAR þriðja árið í röð. Þetta er vikulöng hugleiðsluhátíð og í ár stendur hún yfir frá 7. – 13. febrúar. Þeim fer fjölgandi sem áhuga hafa á að kynnast hugleiðslu og/eða núvitund af eigin raun og er viðburðinum ætlað að kynna það sem í boði er og kveikja áhuga hjá enn fleirum. Aðilar um allt land opna dyrnar hjá sér og bjóða upp á fría hugleiðslutengda viðburði á meðan vikunni stendur. Hér á síðunni eru dæmi um nokkra af þeim viðburðum sem boðið er upp á í vikunni en dagskrána í heild sinni má finna á viðburðadagatali Í boði náttúrunnar. Nýttu tækifærið og kynntu þér það sem er í boði, þú gætir fundið það sem hentar þér. SKOÐAÐU DAGSKRÁNA: www.ibn.is/vidburdir
FJÖLSKYLDUSTUND HUGARFRELSIS Einstök fjölskyldustund Hugarfrelsis þar sem foreldrum gefst kostur á að gera skemmtilegar jógaæfingar með börnum sínum, upplifa dásamlega slökun og ævintýralega hugleiðslu. Tíminn er byggður á bókinni Hugarfrelsi – Aðferðir til að efla börn og unglinga. Taktu þátt í einstakri fjölskyldustund Hugarfrelsis í tilefni Friðsældar í febrúar. HVAR: Plíe, Smáralind, önnur hæð HVENÆR: 11. febrúar 18:00-19:00 FRÍTT
HÓPHUGLEIÐSLA Í RÁÐHÚSINU Til að fagna upphafi Friðsældar í febrúar býður tímaritið Í boði náttúrunnar og Vinnslan listahópur uppá djúphljóðbylgju-hóphugleiðslu.Vinnslan samanstendur af einstaklingum sem koma úr ólíkum listgreinum og eru þekktust fyrir óhefðbundnar uppákomur þar sem þau blanda saman myndlist, tónlist, dansi og leiklist. Hóphugleiðsla Vinnslunnar er rannsóknarferðalag um undirmeðvitundina og leitinni að hinu sammannlega og er hluti af þema sem þau hafa verið að vinna með undanfarið. Í ráðhúsinu munu þau leiða þátttakendur í hugleiðsluferðalag með því að spila ákveðnar hljóðbylgjur sem leiða fólk djúpt innávið. Hugleiðslan tekur um 30 mínútur og til að fá sem mest út úr hugleiðslunni geta þátttakendur tekið með sér yogadýnu eða teppi til að liggja á. HVAR: Ráðhús Reykjavíkur HVENÆR: 7. febrúar kl 11:00 FRÍTT
HUGLEIÐSLA OG GONG SLÖKUN Allir velkomnir að koma í hugleiðslu sem tengir þig við þitt innra ljós og leyfir þínu fegursta að skína. Hugleiðslan kemur úr hefð kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan. Vinnan verður svo innsigluð með djúpri og nærandi gong slökun. Hljóðin úr gonginu hjálpa þér að hreinsa undirvitundina og styrkja taugakerfið og leiða þig í djúpa og nærandi slökun. HVAR: B-yoga, Nethyl 2 HVENÆR: 9. febrúar kl 20:10 – 21:10 FRÍTT
Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
The Andes House Hönnunarstúdíóið The Andes House frá Chile leikur sér gjarnan að efniviðnum og leyfir eiginleikum hans að njóta sín sem nátturulegast. Hér koma þeir með nokkrar mismunandi vinnustöðvar sem hægt er að púsla saman eftir hentugleika. Þeir leika sér með samsettan við sem er sérstaklega sveigjanlegur. Nánar theandeshouse.com
MOPSY Markus Johansson Sænski hönnuðurinn Markus Johansson hannar hér fyrir Karl Andersson og Söner, falleg sófaborð. Borðin er hægt að nota á marga vegu og hægt að stækka með því að púsla fleirum saman. Koma í eik eða sprautuðum MDF. Borðin verða sýnd fyrst á ‘’Stockholm Furnitire Fair 2016’’ í febrúar. Nánar markusjohansson.com/
WOODSTOCK WALL Spitsberg
JÓGA
Spitsberg er hönnunartvíeyki frá Amsterdam með þeim Jeroen van Leur og Thijmen van der Steen. Woodstock veggurinn er ætlaður til þess að sýna þínar fegurstu flíkur sem eiga heima í sviðsljósinu, ekki útskúfaðar inni í skáp. Kemur í þremur mismunandi stærðum og tveim litum. Nánar spitsberg.nl
SETRIÐ SKIPHOLTI 50 C HOI POT Supercraft
S: 778 1000
jogasetrid.is
Skemmtilegir blómapottar frá franska hönnunarteyminu Supercraft. Pottana festir maður framan á hilluna sem gefur nýtt útlit. Það er óþarfi að óttast að þeir passi ekki á þína hillu því hugsað var fyrir því með stoðum sem fylla upp í (ef þarf) og þær fylgja með. Nánar supercraft-studio.com
30
HVAÐ ER AÐ SKE
Spurt & Svarað Áshildur Bragadóttir Forstöðumaður Höfuðborgarstofu og einn af skipuleggjendum Vetrarhátíðar
Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?
Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner“?
Hilluinnrétting sem kemur góðu skipulagi á hlutina.
Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu?
Vetur eða sumar?
Desperate Housewives, ekki spurning.
Sumar, elska að vera úti í guðsgrænni náttúrunni og upplifa ný ævintýri.
Hvaða viðburð á Vetrarhátíðinni ætti enginn að missa af?
Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?
Uppáhalds bygging/hús í Reykjavík?
Opnunaratriði Vetrarhátíðar, þegar glerhjúpi Hörpu verður breytt í magnað og síbreytilegt gagnvirkt listaverk sem allir geta tekið þátt í, geta haft áhrif á verkið í gegnum farsímann sinn. Og svo í framhaldinu ættu allir að skella sér á skíði eða snjóbretti á Arnarhóli, við ljósa „show“ og dynjandi tónlist.
Hallgrímskirkja.
Hvað er best í lífinu?
Hefur lífið tilgáng? Ef svo, hver er tilgángurinn?
Dætur mínar fjórar!
Gríptu daginn. „Seize the day.“
Mmm hvað það verður notalegt að sofna aftur við regnið syngjandi á rúðunni.
Ekki spurning, tilgangurinn er lífið sjáflt. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Ég drekk ekki mjólk en hlæ samt bæði hátt og innilega á hverjum degi.
HLAÐVARP VIKUNNAR OPEN SOURCE Framleiðendur þáttarins Open Source lýsa honum á eftirfarandi veg: „Amerískt samtal með alþjóðlegu viðhorfi“ – og verður lýsingin í raun ekki betri. Open Source er vikulegur þáttur (útvarpað frá Boston) þar sem Christopher Lydon, fyrrum pólitískur pistlahöfundur fyrir The New York Times, skeggræðir ýmis aðkallandi málefni með gestum sínum. Á meðal umræðuefna síðustu þátta má helst nefna samtal herra Lydon
við sagnfræðinginn Mary Beard, þar sem sú síðarnefnda líkti Bandaríkjunum við Rómarveldi til forna. Annar þáttur sem vert er að minnast á er afar fræðandi umræða um nýjustu Star Wars myndina – og hvernig kvikmyndin, sem hluti af dægurmenningunni, endurspeglar ákveðna samfélagslega framför. Undirritaður mælir heilshugar með Open Source; þetta er góður þáttur sem fær mann til þess að hugsa. Meira að segja Gore Vidal var gestur þáttarins. Friðrik Níelsson
HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu
LÖÐUR
NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF
FISKISLÓÐ 29
101 REYKJAVÍK
568 0000
WWW.LODUR.IS
Sýningin sem allir eru að tala um!
takmarkaður sýningarfjöldi - tryggðu þér miða!
„Eitt það stórkostlegasta sem sést hefur á íslensku leiksviði í áraraðir eða tugi”
„Unaðslegt leikhús” SJ - Fbl
„Fersk og frumleg”
FL - Harmageddon
MK – Víðsjá
„Hvílík veisla fyrir augu, eyru og jafnvel nef.”
“Höfundar Njálu eru fundnir”
SA – tmm.is
AV – DV
„þessi sýning er afrek svo full er hún af hugmyndum, hrífandi lausnum, leik og danssigrum.”
„Fólk á að sjá þetta því þetta er einstakur viðburður” GSE - Kastljós
MK – Víðsjá
„Það er margt sem fangar og gleður augu í þessu mikla sjónarspili”
„Þetta er hörkuverk – skemmtilegt og hressandi í myrkrinu.” DK – Hugras.is
ÞT - MBL
„Gæsahúðin fylgdi mér orðlausum og gapandi frá upphafi til enda sýningarinnar” AV – DV
Nýjar sýningar komnar í sölu!
Forvitnileg, litrík og ögrandi leikhúsveisla! Sun 31/1 kl. 20 UPPSELT Mið 3/2 kl. 20 UPPSELT Sun 7/2 kl. 20 UPPSELT
Fim 11/2 kl. 20 UPPSELT Sun 14/2 kl. 20 UPPSELT Mið 17/2 kl. 20 UPPSELT
Fös 19/2 kl. 20 UPPSELT Lau 20/2 kl. 20 örfá sæti Mið 24/2 kl. 20 örfá sæti
Fim 25/2 kl. 20 UPPSELT Fös 26/2 kl. 20 örfá sæti Lau 27/ kl. 20 örfá sæti
Njáluhátíð í forsal frá klukkan 18 - 20 fyrir allar sýningar. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is