Ske #46

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 12.02–18.02

HLAÐVARP VIKUNNAR UPPÁHALDS HLAÐVÖRP SKE

#46

ske.is

SPURT & SVARAÐ

SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR

SKELEGGUR

DAUÐANS LJÁ

KÖTT GRÁ PJE

KEYPTUR AF LANDSBANKANUM

„ÍSLENDINGAR HAFA VERIÐ HRÆDDIR VIÐ RÓMANTÍSKAR GAMANMYNDIR – HRÆDDIR VIÐ AÐ VERA KLAUFALEGIR, ASNALEGIR EÐA VÆMNIR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ

ÓSKAR JÓNASSON UM NÝJUSTU MYND HANS FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK.


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEleggur DAUÐANS LJÁ Í gær var ég stressaður. Ég var stressaður vegna þess að það var svo mikið að gera. Það er alltaf svo mikið að gera hjá mér; ef ég er ekki upptekinn við byltingarkennd og hyldjúp pistlaskrif upp á skrifstofu SKE – er ég sennilega að tölta í áttina að gym-inu eða að skipta um lögheimili hjá Þjóðskrá. (Eða, þú veist, eitthvað þannig ... líf mitt er bíómynd.) Yfirleitt þegar ég er stressaður týni ég sjálfum mér í hvirfilbyl hversdagsins og gleymi að anda. Nútímaheimurinn þeytist áfram líkt og stríðshestur og ég – klisjulegur indíáni sem lýtur í lægra haldi gegn Reagan-esque kúrekanum og dregst síðan í gegnum eyðimörkina með fótinn fastan í ístaðinu. Með öðrum orðum, ég missi sjónar á lífinu. Ég gleymi að lifa; að njóta; að elska. Og í gær, er ég dó hægfara dauða í sandinum, og er höfuðleðrið flagnaði í sólinni, velti ég þessu fyrir mér. Ég velti þessu fyrir mér eins og ég væri Nietzsche; Emerson; eða ein af Gilmore gellunum. Þankagangurinn var einhvern veginn svona: „Það er aðeins í áþreifanlegri nálægð við dauðann sem maðurinn metur lífið að verðleikum; þegar dauðinn, svívirðilega holdgaður í formi gamals Chevy, strýkur síðu mannsins á hraðbrautinni – virðist lífið hvína í æðum hans líkt og straumfast fljót, og það rennur upp fyrir manninum að hann er dauðlegur, aðframkominn, sjúkur: Hjartað slær brýnni slögum. Hins vegar, í smávægilegum og sljóvgandi kvöðum hversdagsins, þegar dauðinn er eins óhlutstæður og Jackson Pollock málverk, þá virðist lífið seytla í gegnum æðar mannsins – líkt og í gegnum brotinn krana.“ Það var einmitt þannig: Líf mitt, á þessari stundu, virtist seytla í gegnum líkamann eins og í gegnum brotinn krana. Og það var synd. En ég ákvað að sálast ekki úrræðalaus. Ég hugsa í lausnum, sjáðu – eins og Jesú Kristur #syndalausn. Héðan í frá ásetti ég mér að rækta samband mitt við dauðann; að taka hann með mér hvert sem ég færi. Ég hugsa þetta sem huglægt app: iDeath. iReaper. (Gott fyrir meltinguna.) Af hverju? Vegna þess að það er óvitlaust fyrir þann, sem hyggst elska lífið að sönnu, að grípa fast um dauðans ljá á degi hverjum og leyfa blóðinu að streyma meðfram skaftinu – sem djúprauð áminning um skammvinnt eðli lífsins. Það er fátt vitrara en að vingast við dauðann; að njóta viðurvistar hans á hverri stundu – því hlustaðu: DAUÐINN FÆRIST NÆR Á HVERJUM DEGI. lifðu á meðan þú getur ... Eða ekki. Þú ræður því.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Óskar Jónasson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

Götur Reykjavíkur


Music Creativity & Technology

18. 19. 20 February 2016 Reykjavík

Aðeins kr. 4.990 Gildir á alla fimmtudagsdagskrá Sónar Reykjavík Mjög tarkmaður fjöldi passa í boði á www.id.is/sonar/

Miðasala á www.id.is/sonar/


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Sónar Reykjavík 2016 Tónlistarhátíðin, Sónar Reykjavík, verður nú haldin í fjórða sinn í Hörpu frá fimmtudegi til laugardags. Mikið verður um dýrðir eins og fyrri ár og vantar ekkert uppá til að gera hana að þeirri bestu hingað til. Hátíðin býður gestum uppá háklassa tónlist frá eftirfarandi raftónlistarmönnum og plötusnúðum: Boys Noize, Hudson Mohawke, Squerpusher, Angel Haze, !!! (CHK CHK CHK), Floating Points, Annie Mac, Holly Herndon, Oneohtrix Point Never, Koreless, Ellen Allien, Páll Óskar, Ben UFO, Úlfur Úlfur, Rødhåd, Kiasmos, Zebra Katz, Lone Live AV ft Konx-om-Pax, LE1F, Bjarki, Recondite, Mumdance, Apparat Organ Quartet, AV AV AV, Vök, President Bongo & Emotional Carpenters, The Black Madonna, DJ Margeir, James Pants, Ruxpin, Futurgrapher, Reykjavikurdætur, DJ Yamaho, Sturla Atlas, TM 404, Sevdaliza, Drippin, Larry Gus, ELOQ, Dorian Concept, Wife, Throwing Snow, GANGLY, GKR, Courtesy, East of My Youth, Milkywhale, Good Moon Deer, Tonik Ensemble, Bensol, Auður, Vaginaboys, Unknown, Halleluwah, Harald Björk, Brigitte Laverne, B-Ruff, Intr0beatz, Tommi White, Karó, Skeng, DJ E.D.D.E.H., Ódinn, KSF, Brilliantinus, Frank Murder, asdfhg., Kosmodod, DJ Katla, Tandri, Hildur, Julia Ruslanova og Ultraplay. Hvar: Harpa Hvenær: 18. - 20. febrúar Miðaverð: 7.990 - 17.990 kr.

Snabel A á Vínyl Multi-talentið, sjarmörinn og lífsleiðsögumaðurinn, Sesar A, leggur kaffihúsið Vínyl undir sig nú á föstudaginn undir nafninu Snabel A. Kappinn mætir með vel valdar plötur úr vínylsafni sínu og þeytir þeim til lokunar. Þótt hann sé hvað best þekktur fyrir rappið hefur hann alla tíð dáðst að listformi plötusnúðsins og upphafið vegsemd þess hvert sem hann fer. Langt er síðan Snabel A spilaði síðast opinberlega með vínyl og má því búast við þaulskipulagðri leiðsögn um tónlistarhéruð síðustu aldar og eitthvað fram á þessa öld. Hvar: Vínyl, Hverfisgata 76 Hvenær: 12. febrúar kl. 20:00 - 23:00 Miðaverð: Frítt

Kött Grá Pje & Forgotten Lores Fyrirmyndardrengirnir í Forgotten Lores efna til stórtónleika nú á laugardaginn ásamt fyrirmyndarpiltinum og stórfélaga sínum, Kött Grá Pje, í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir eru í boði Landsbankans og FS og því frítt öllum þeim sem áhuga hafa á góðri tónlist og unaðslegri skemmtun. Tónleikar þessara pilta í lok síðasta árs sprengdu alla gleðiskala og því til mikils að vænta enda ekki oft sem þessir menn bjóða uppí dans. Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskóli Íslands Hvenær: 13. febrúar kl. 22:00 Miðaverð: Frítt

Tóngæti / Hljóðstyrkur 1 Þétt laugardagsdagskrá verður á Gauknum þar sem fjórar hljómsveitir keyra á partýgleðina. Fyrst ber að nefna MC Bjór og Bland ásamt Fönkbandinu Bland. Hljómsveitin Kvöl stígur því næst á svið með syntha-pönk sem hefur drungalegar skírskotanir til áttunda áratugarins. Næstu tvær hljómsveitir verða Quest og Gunnar Jónsson Collider en Gunnar lokar kvöldinu með hollu og góðu heiladans-raf-poppi í hæsta gæðaflokki.

RVK Soundsystem #62

Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 13. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound drengjanna verður haldinn í kjallara Paloma nú á laugardaginn. Hvar: Paloma, kjallari Hvenær: 13. febrúar kl. 23:30 Miðaverð: Frítt

Stórsveit Reykjavíkur Far East Suite Flutt verður verk Far East Suite eftir Duke Ellington, níu laga svíta sem Ellinton samdi, eins og oft áður, í samvinnu við sinn nánasta samstarfsmann; Billy Strayhorn. Far East Suite var hljóðrituð í desembermánuði 1966 en kom út á samnefndri hljómplötu ári síðar. Tónlistin er innblásin af hljómleikaferð stórsveitar Ellingtons um austurlönd á árunum 1963 og 1964. Hvar: Silfurberg, Harpa Hvenær: 14. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 4.500 kr.

Muck & Pink Street Boys Hljómsveitirnar Muck og Pink Street Boys hafa farið víða síðastliðið ár hvor í sínu lagi. Nú á föstudaginn sameinast þær með tónlistarviðburð á Húrra þar sem engu verður til sparað. Hvar: Húrra, Naustin Hvenær: 12. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr.

Harry Knuckles / Tónmennt útgáfutónleikar Plötuútgáfan og viðburðargrúppan FALK, býður til útgáfutónleika á fyrstu útgáfu sinni á árinu. Harry Knuckles gefur út tónlistarverkið Tónmennt sem hægt verður að kaupa á staðnum og á vefsíðu Bandcamp. Frímann Ísleifur Frímannsson gengur undir nafninu Harry Knuckles en hann er höfuðpaur íslensku plötuútgáfunnar Lady Boy Records sem hefur verið gríðarlega duglegt að gefa út efni eftir íslenska tónlistarmenn undanfarin misseri. Honum til halds og trausts á þessu kvöldi verða russian.girls og AMFJ. Hvar: Paloma, Naustin 1-3 Hvenær: 12. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.


Music, Creativity & Technology

www.sonarreykjavik.com

Reykjavík 18.19.20 febrúar

náðu í sonar festival appið á Available on the

App Store

MIÐASALA Á TIX.IS boys noize, hudson mohawke, squarepusher, angel haze, !!!, annie mac, floating points, holly herndon, oneohtrix point never, koreless, ellen allien, páll óskar, ben ufo, úlfur úlfur, rødhåd, kiasmos, zebra katz, lone live av ft konx-pax, le1f, bjarki, recondite, mumdance, apparat organ quartet, av av av, president bongo & the emotional carpenters, the black madonna, vök, dj margeir, james pants, reykjavíkurdætur, dj yamaho, sturla atlas, tm 404, sevdaliza, ruxpin, drippin, larry gus, eloq, futuregrapher, dorian concept, wife, throwing snow, gangly, gkr, tonik ensemble, courtesy, east of my youth, milkywhale, auður, vaginaboys, unkwon, harald björk, good moon deer, brigitte laverne, óðinn, b-ruff, intr0beatz, bensöl, karó, skeng, dj e.d.d.e.h, brilliantinus, halleluwah, frank murder, asdfgh., kosmodod, dj tommi white, stereo hypnosis, hildur, ksf, dj katla, tandri, rvk dnb, rix, julia ruslanovna, ultraplay, all inclusive (martin kilvady & mankan) www.sonarreykjavik.com #sonarreykjavik #sonar2016


6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

NÝTT UNDIR NÁLINNI

HMM:VINYL Hljómsveitarmeðlimir Hins myrka mans, þeyta vínylplötum sínum á Stofunni nú á föstudaginn. Tilvalin byrjun á föstaranum. Hvar: Stofan Kaffihús, Vesturgata 3 Hvenær: 12. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Hljómaskál Himbrimi útgáfutónleikar

Imagined Herbal Flows – Evolve

Skálholtskórinn, Kammerkór Suðurlands og Duo Harpverk flytja verk eftir þrjú sunnlensk tónskáld, þau Unni Malín Sigurðardóttur, Georg Kára Hilmarsson og Hreiðar Inga Þorsteinsson. Á efnisskránni eru ný verk frá hverju tónskáldanna, sem samin eru sérstaklega fyrir tilefnið, í bland við eldri verk þeirra. Hvar: Skálholtskirkja Hvenær: 17. febrúar kl. 19:30 Miðaverð: 3.000 kr.

Hljómsveitin Himbrimi fagnar um þessar mundir útkomu sinnar fyrstu plötu og ætla því að blása til útgáfutónleika í Tjarnarbíó 12. febrúar. Platan kom út í veglegri útgáfu á vínyl og á geisladisk 20. nóvember síðastliðinn. Platan sem er samnefnd hljómsveitinni hefur fengið frábærar viðtökur og umfjöllun víða.

SG Lewis – All Night feat. Dornik

Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 12. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 2.900 kr.

KALTBLUT Sónar upphitun Trúbrot Lifun 45 ára

KALTBLUT Magazine efnir til óopinbers upphitunarpartýs á Loft Hostel á miðvikudeginum fyrir Sónar Reykjavík. Um tónlistarlegan flutning sjá Vaginaboys og Arnar Sig.

Jay Prince - Heights

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 17. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Tónlist hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar TRÚBROT verður flutt á sviði Eldborgar þann 12. febrúar. Þar verður einnig eitt helsta meistaraverk íslenskrar tónlistarsögu, LIFUN flutt í heild sinni, en verkið er orðið 45 ára. Meðlimir Trúbrots eru þau Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Shady Owens. Ásamt þremenningunum verður úrvalslið tónlistarmanna þeim til halds og trausts. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 12. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 5.990 - 11.990 kr.

Milkywhale & GKR Á laugardagskvöldið ætlar popptvíeykið Milkywhale ásamt rappprinsinum GKR að spila fyrir dansi á skemmtistaðnum Húrra. Bæði Milkywhale og GKR eru þekkt fyrir sérlega taktvæna tónlist, líflega sviðsframkomu og góða nærveru. Hvar: Húrra Hvenær: 13. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

THEY. – Motley Crue (AWAY Remix)

Reykjavíkurdætur Hljómsveitin Reykjavíkurdætur heldur tónleika á Gauknum á föstudagskvöldinu. Sveitin mætir í allri sinni dýrð og hendir á milli sín mæknum á meðan gestir stíga villtan dans. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 12. febrúar kl. 22:00 Miðaverð: ??

Gallant – Skipping Stones feat. Jhené Aiko


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Óskar Jónasson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

að því að einhvers konar kaflaskipti eiga sér stað: Sambandið breytist. Það kemur að því að þú verður að vera þú sjálfur. Tilhugalífið er tilhugalífið og einhvern tímann tekur það enda.

SKE: Ég er veikur fyrir rómantískum gamanmyndum. Ég er veikur fyrir rómantískum gamanmyndum og verð veikari með hverju ári. Það virðist engu máli skipta hversu mikið ég eldist eða þroskast eða þjáist (eða hversu djúpt ég rýni í bölsýnisspeki Arthur Schopenhauer) – ég virðist ávallt vera jafn viðkvæmur fyrir þessari tegund kvikmynda. En, vitaskuld, held ég þessari veiki minni leyndri #hégómi. Í hvert skipti sem kvikmyndir ber á

SKE: Ég er afar skeptískur á tilskipunina „vertu þú sjálfur.“ Fyrir mér er sjálfið síbreytilegt fyrirbæri, og sérstaklega ef maður er opinn fyrir þeirri hugmynd að sjálfið sé síbreytilegt fyrirbæri. Hver er þín skoðun á þessu? Heldurðu að það sé eitthvað sem heitir hið óhagganlega sjálf – eða erum við kannski margslungnari en við höldum?

Hitchcock og Ingmar Bergmann – og vinir mínir kinka kolli. Þeir kinka kolli

Ég held að svarið sé já og nei. Þegar ég var polli var ég stöðugt að reyna að ákveða hvernig manneskja ég ætlaði mér að verða. Ég var svona einn daginn og öðruvísi hinn daginn. Auðvitað var þetta frekar falskt, en það voru flestir menntskælingar að spila þennan sama leik. Maður skipti kannski um hárgreiðslu einn daginn og fór svo heim og skammaðist sín niður í gólf.

á uppgerðarlegan hátt og tefla svo fram eigin herliði af virtum leikstjórum:

(Óskar hlær.)

Herzog (riddari), Kúrósawa (hrókur), Fellini (biskup), Lynch (drottning).

Ég held að það sé manni mjög hollt að prófa sig áfram, en einnig er það æskilegt að finna sinn rétta karakter. Mér finnst ég þekkja fólk sem lifir lífinu í einhverri sjálfsblekkingu, sem er alltaf að leika einhvern karakter. Ég verð svolítið dapur yfir því. Það er eitthvað falskt við þetta og það sést glitta í raunverulegu manneskjuna sem mann langar alltaf mikið frekar að hafa á svæðinu.

góma, er ég sit á einhverju reykvísku kaffihúsi, spekingslegur á svip, og eys upp í mig froðukaffi með tungunni, tala ég á mælskan og ósvikinn hátt um aðdáun mína á leikstjórum á borð við Orson Welles, Alfred

Þetta er tilgerðarlegt tafl sem ég er alltaf að leika. Innst inni, samt sem áður, langar mig mest að ræða brúðkaupssenuna í Love Actually; hversu ógeðslega sæt Meg Ryan er í When Harry Met Sally; eða þá furðulegu staðreynd að ég hef séð What Women Want með Mel Gibson tíu sinnum … Það var af þessari ástæðu að ég var sérdeilis spenntur fyrir því að ræða við

(Fyrir Óskari ræðst sjálfið, að stórum hluta, af ákvörðunum sem viðkomandi tekur.)

Óskar Jónasson um nýjustu kvikmynd hans, kómísku ástarsöguna, Fyrir framan annað fólk (svo er Óskar einnig einstaklega einlægur og viðfelldinn). Mér tókst að vitna í bæði Hemingway og Platón án þess að tala neitt um Juliu Roberts. Win.

(Ég og Óskar hittumst á Kofa Tómasar frænda. Ég áttaði mig á því að Kofi Tómasar frænda er líklegast tilvísun í skáldsögu Harriet Beecher Stowe, Uncle Tom's Cabin, en sú bók var mest-selda skáldsaga 19. aldarinnar í Bandaríkjunum. Hvað hefur það með Óskar Jónasson að gera? Líklega ekkert. Ég panta mer cappuccino, hann espresso. Við vindum okkur í þetta.) SKE: Kvikmyndin Fyrir framan annað fólk kemur út föstudaginn 26. febrúar. Er hún fullkláruð? Óskar Jónasson: Nei, við erum að snurfusa og fínpússa – og við höldum því áfram alveg fram að frumsýningardegi. Þetta hefur breyst mikið frá því í gamla daga, þegar við þurftum að vera tilbúin með myndina mörgum vikum fyrir frumsýningu. SKE: Það er greinilega venjan, ef eitthvað er að marka þetta klúður með síðasta þátt Ófærðar. (Ég upplýsi Óskar um „Þyrlugate,“ eins og ég kýs að kalla þetta, en eins og flestir lesendur vita var röng útgáfa af síðasta þætti Ófærðar sýnd á RÚV. Svo held ég áfram að spyrja út í nýjustu kvikmynd Óskars.) SKE: Ertu ánægður með útkomuna? Engin spurning. Við sýndum myndina í Gautaborg fyrir stuttu. Það er skrýtið að horfa á mynd, sem maður hefur séð mörg hundruð sinnum, með hópi af fólki sem er að sjá myndina í fyrsta sinn; maður sér hana alveg upp á nýtt. Auðvitað er maður alltaf að hlusta eftir hlátri, en þetta er ekki síður mikil ástarsaga. SKE: Var mikið hlegið? Já – og á réttum stöðum. Vissulega voru einhverjir séríslenskir orðaleikir sem er erfitt að þýða, en myndin skilar sér. (Óskar segir sig langa til að ræða söguna sjálfa en vill helst ekki svíkja áhorfendur um upplifunina. Hann tekur það fram að sagan fari alls ekki fyrirsjáanlegar slóðir.) Þetta er fyrst og fremst falleg ástarsaga sem fjallar um tilhugalífið, um þetta tímabil þegar fólk er að kynnast. Það breytir um karakter og allt verður nýtt og yndislegt. Fólk reynir að snúa fram sinni bestu hlið og teflir fram sínum bestu eiginleikum.

Það eru kannski ákvarðanir sem eru teknar í æsku sem menn ríghalda í. Þetta er eins og að ákveða, 12 ára gamall, að einhver Tarzanmynd sé besta mynd í heimi. Og svo, mörgum áratugum seinna, heldur maður þessu ennþá fram – án þess að hafa skoðað þessa mynd aftur. Kannski er myndin mjög léleg. Mér finnst stundum eins og fólk taki þessar ákvarðanir of snemma. Það gerir ekki nógu margar tilraunir og situr svo uppi með það (sjálf) allt lífið. Maður getur alltaf breyst en þá þarf maður að fara út fyrir þægindarhringinn, að ögra sjálfum sér og gera hluti sem eru erfiðir. Við ættum öll að gera meira af því. SKE: Stöðnun er dauði. Fólk sem staðnar virðist eldast hraðar – þannig að það er allt annað en staðnað. (Óskar hlær. Þetta er áhugaverð þversögn. Óskar er greinilega mikill pælari.) SKE: Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér, í ljósi þessarar umræðu okkar um sjálfið? Ég verð alltaf mjög hissa þegar ég lít í spegil. Ég held að ég sé alltaf að efast um að ég sé svona eða hinsegin. Ég er alltaf að prófa mig áfram. Það gerist samt eitthvað þegar maður eignast börn: Mann langar til þess að hafa einhverja staðfestu, barnanna vegna. Maður breytist í einhvers konar stofnun; verður fyrirmynd; og verður að haga sér samkvæmt því sem maður segir við þau. Ég var mjög tilbúinn í þann farveg. Ég mæli með því að eignast börn ekki alltof snemma. (Óskar hlær. Hann á þrjár dætur. Óskar segist einu sinni hafa verið mikill djammari en byrjaði að slaka á um þrítugt. Áhuginn minnkaði á djamminu og annað kom í staðinn. Í dag finnst honum gaman að fara út í náttúruna og hjóla.)

Upprunalega sýningin í Hafnarfjarðarleikhúsinu var fremur tilraunakennd. Það voru bara tveir leikarar á sviðinu. Mín upplifun var samt sú að þetta væri mjög litrík rómantísk kómedía. Það var mikið hlegið á sýningunni og ég tengdi ákaflega mikið við þennan kjarna. Mér fannst að við yrðum að gera kvikmynd úr þessu. (Óskar segir að það sé fleira sem hafi vakið áhuga hans.) Leikritið fór líka inn á önnur svið sem ég hef mikinn áhuga á, sem eru fíkn og stjórnleysi. Mér finnst fyrirbærið fíkn rosalega athyglisvert viðfangsefni. Það er magnað að vel gefið og hámenntað fólk skuli stjórnast af tilfinningum. Það eru stundum ekki mjög gáfulegar, upplýstar ákvarðanir sem eru teknar – sem er frábært, að tilfinningar skuli ráða för. Heimurinn væri mjög svart-hvítur ef allt væri voða skynsamlegt. SKE: Hefur þú sjálfur glímt við fíkn eða stjórnleysi? Ég hef líklegast verið á mörkunum. Það gerðist eitthvað þegar ég varð þrítugur. Löngunin til þess að djamma fjaraði út og annað tók við. Ég finn það samt að það er stutt í stjórnlausa hegðun: Maður getur gleymt sér í einhverjum tölvuleik; borðað alltof mikið; eða eytt heimskulega miklum tíma í sjónvarpsgláp, langt fram eftir kvöldi. Það þekkja þetta allir, að vita betur – en breyta rangt. SKE: Platón lýsti þessu svo vel. Hann talaði um sál mannsins sem stríðskerru með tveimur hestum og ekli. Ekillinn táknaði skynsemi og vit og stríðshestarnir tveir táknuðu, annars vegar, siðferði (jákvætt) og, hins vegar, eðlishvöt (neikvætt). Ekillinn reynir að koma í veg fyrir að hestarnir tveir fari í sitt hvora áttina. Kannski er maður í megrun og maður ætti ekki að fá sér aðra kökusneið en maður gerir það samt. Þú getur skipt út kökusneiðinni fyrir áfengi eða gras eða rítalín. (Við tölum meira um leikritið.) Ég var svo heillaður af leikritinu að ég fór bakvsviðs eftir sýninguna og spjallaði við Kristján Þórð, sem ég þekkti ekki neitt. Ég lagði fyrir hann þá hugmynd að aðlaga leikritið að kvikmyndaforminu og hann var aldeilis til í það. Svo hittumst við fljótlega aftur og kokkuðum upp alla flóruna sem var í kringum þessar persónur. Við bjuggum til allt þetta litróf sem var í rauninni bara til sem frásögn í leikritinu. SKE: Sama grunnhugmyndin en miklu mínímalískara á sviði? Akkúrat. Það væri mjög áhugavert fyrir þá sem sáu sýninguna að bera saman þessi tvö verk. Ég hugsa að andi þeirra sé mjög ólíkur: fyrra verkið var mjög mínímalískt og tilraunakennt en síðara verkið flókin bíómynd með öllu því sem henni fylgir. (Ég spyr út í samstarf þeirra Kristjáns. Samkvæmt Óskari var það mjög hefðbundið. Þeir sendu uppköst sín á milli og hittust, þar á milli, til þess að fara yfir handritið. Handritsvinnan tók, allt í allt, fjögur ár, en var alls ekki full vinna.)

SKE: Fyrir framan annað fólk er svolítið frábrugðin öðrum myndum sem þú hefur gert …

Það var fínt að geta unnið þetta yfir svona langt tímabil. Aldrei í kvikmyndasögunni hefur fyrsta uppkast verið nothæft. Eins og einhver sagði: „Writing is re-writing.“

(Óskar setur upp svip sem gefur til kynna að hann sé ekki endilega sammála þessu.)

SKE: „The first draft of anything is shit,“ sagði Hemingway.

SKE: … allavega á yfirborðinu. Hvað var það sem heillaði þig við þessa hugmynd Kristjáns Þórðar (myndin er byggð á leikriti eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem var sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2009)?

Reyndar heyrði ég að Paul Schrader hafi skrifað handritið að Taxi Driver á tíu dögum og því hafi nánast ekkert verið breytt. Mér skilst að hann hafi verið nýskilinn á þessum tíma og hafi fengið íbúð lánaða hjá vini sínum í New York. Þessi saga, sem er í grunninn mjög einföld, heillaði hann. Ég

(Blaðamaður dregur inn andann og stingur sér djúpt ofan í kanínuholu Alice.) SKE: Í grófum dráttum fjallar myndin um feiminn náunga að nafni Húbert (Snorri Engilbertsson), sem reynir að heilla Hönnu (Hafdísi Helgu) með því að líkja eftir yfirmanni sínum Friðriki (Hilmi Snæ) og þessi viðleitni hans leiðir hann síðar í ógöngur. Ég hef velt þessari hugmynd um sjálfið mikið fyrir mér: Við erum öll að líkja eftir einhverjum að einhverju leiti og því er nánast ómögulegt að tala um frumlegheit ... Þessi pæling er kjarni myndarinnar. Húbert líkir eftir Friðriki, sem er mikill kvennaljómi. Hann sýnir Hönnu karakter sem kemur honum jafn mikið á óvart og henni. Þetta brýtur ísinn og er mjög skemmtilegt en, eins og í öllum mannlegum samskiptum, kemur alltaf


„ÉG SÉ MYNDINA FYRIR MÉR SEM MJÖG JÁKVÆÐA OG BJARTSÝNA UPPLIFUN, ÞÓ SVO AÐ HÚN SÉ TALSVERT DRAMATÍSK Á KÖFLUM.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE held að hann hafi meira að segja skrifað „voiceover-ið“ líka. Hann lagði nótt við dag og þetta var útkoman. SKE: Ég var einmitt að lesa grein um daginn um tíu óverðskuldaða sigurvegara á Óskarsverðlaunahátíðinni, og þá var sérstaklega minnst á það hversu sorglegt það hefði verið að Raging Bull, sem Schrader skrifaði, hefði tapað fyrir Ordinary People á sínum tíma. (Kaffiþjónninn segist ætla bregða sér frá í sígarettu og spyr hvort að okkur vanti eitthvað. Óskar biður um vatnsglas. Ég spyr svo Óskar hvort að hann eigi sér einhvern uppáhalds leikstjóra og hann segist hefði getað svarað þessu örugglega fyrir karakterbreytinguna. Hann hlær.) Ég hef alltaf haft gaman af Alexander Payne og Woody Allen, en ég veigra mér við því að telja eitthvað upp. Ég þekki fullt af fólki sem kemur ekki nálægt þessum bransa en er miklu meira með puttann á púlsinum – ég er of upptekinn við að lifa lífinu. SKE: Það er ágætt ... Ég heyrði einhvers staðar að samstarf ykkar Hilmis Snæs á settinu hefði verið eins og samstarf Klaus Kinski og Werner Herzsog í Aguirre … (Óskar hlær; Hilmir Snær deildi nýverið viðtali við Werner Herzog á FB vegg Óskars, þar sem leikstjórinn ræddi samstarf hans og Klaus Kinski við myndina Aguirre. Kinski miðaði skammbyssu í átt að Herzog þegar á tökum stóð.) SKE: … þú ert reyndar svo viðfelldinn að það hefur væntanlega verið lítið um ágreining á setti. Ég ætla að forðast það að vera væminn en það er algjör draumur í dós að vinna með Hilmi. Hann er einstaklega góður í því að skilja karaktera og nennir að æfa. Það eru margir leikstjórar sem vilja ekki æfa. Ég hef svo yfirleitt reynt að finna fólk í veruleikanum sem leikarar geta tekið sér til fyrirmyndar. Snorra Engilberts fannst það hálf óþægilegt. Hann vill frekar finna þetta sjálfur, en hann og Hafdís æfðu mikið. Við æfðum í hálft ár fyrir tökur á myndinni. SKE: Vá … þú notaðir þessa aðferð einnig í Sódóma Reyjavík, ekki satt? Að fara og finna fyrirmyndir fyrir leikarana í raunveruleikanum? Jú, og í öllu sem ég hef gert. (Óskar segir að þetta sé kannski eitthvað sem hann lærði af Mike Leigh, sem kenndi honum í Englandi. Mike Leigh notar spuna, vettvangskannanir og grunnvinnu rosa mikið.) Við fórum á nokkrar auglýsingastofur og kynntum okkur þennan kúltúr. Ég benti Snorra stundum á einhverjar hugsanlegar fyrirmyndir fyrir Húbert en þegar uppi var staðið vildi hann heldur byggja á eigin grunni. Að mínu mati tókst honum líka að skapa mjög ósvikinn karakter. Bæði hann og Hafdís voru komin á þann stað. Eftir þetta langar æfingar var ég farinn að spyrja þau spurninga um karakterana. Ég spurði Snorra til dæmis út í tónlistarsmekk Húberts og fleira, þegar á tökum stóð. SKE: Það er magnað. Þau eignuðu sér þessa karaktera sem gaf mér kost á því að pæla í öðru á tökustað. Það var stöðugt samtal á settinu. Svo eru leikstjórar á borð við Woody Allen sem nánast tala ekki við leikarana. SKE: Alec Baldwin talaði einmitt um það hversu óþægilegt það hafi verið að leika í To Rome with Love, sem Allen leikstýrði. Alec var stöðugt að reyna að fiska einhver viðbrögð frá Allen, sem var fremur fáskiptinn. Kannski er þetta einhvers konar sálfræðileg brella sem hann beitir. Hann hefur gert það margar myndir, sem þessir leikarar hafa séð, og vita því hverju hann er að sækjast eftir. Þetta eru líka mjög góðir leikarar með mikla reynslu sem geta leikstýrt sér sjálfir. Hins vegar hefur hann lent í því að skipta út aðalleikara eftir nokkra daga – sem er algjör katastrófa. (Við hlæjum.) Það eru samt fáir leikstjórar sem eiga jafn margar Óskarstilnefningar meðal leikara sinna. Sem kemur á óvart miðað við þessa aðferð. SKE: En svo er það líka hversu snjall textasmiður hann er sem hjálpar; handritið skiptir öllu máli. Engin spurning. SKE: Einnig er hann þekktur fyrir það að skíra karakterana sína mjög stuttum nöfnum, einfaldlega vegna þess að hann nennir ekki að skrifa löng nöfn á ritvélina.

(Óskar segist ávallt vera með marga bolta á lofti, en næstu vikur og mánuðir verða væntanlega frekar rólegir.)

Ég sé myndina fyrir mér sem mjög jákvæða og bjartsýna upplifun, þó svo að hún sé talsvert dramatísk á köflum – meira að segja Reykjavík kemur vel út.

Ég er að gera upp hús fyrir vestan og mig langar til þess að vera þar í sumar. Það er langt komið. En svo eru nokkur verkefni í skúffunni, sem ég hef verið að skoða með framleiðslufyrirtækinu Truenorth.

(Óskar vitnar aftur í Woody Allen og segist hafa verið innblásinn af evrópskum myndum leikstjórans, þar sem borgirnar fái að njóta sín: Vicky Cristina Barcelona; Midnight in Paris; jafnvel Match Point, sem var tekin upp í London.)

SKE: Mig langaði einnig að spyrja þig út í einkalífið. Ég veit að þú gekkst í gegnum skilnað fyrir ekki svo löngu: Ertu byrjaður að „date-a“ aftur? (Óskar hlær.) Ég er ótrúlega laus við það að vera að „date-a“. Það getur verið að þessi staður sem ég er á í lífinu núna, að eiga þessar þrjár dætur og eyða helmingi tímans með þeim, geri það að verkum að mig langi ekki til að flækja lífið. Ef maður ætlaði að fara blanda annarri manneskju inn í líf þeirra þá yrði það að vera gert af heilindum. Það væri ekki beint heiðarlegt að vera í sambandi sem væri alltaf í þriðja eða fjórða sæti. Stelpurnar eru í fyrsta sæti og svo hef ég endalaust mikinn áhuga á kvikmyndagerðinni – og ekki síst handritsgerðinni. Það gleypir allan minn tíma. Maður tekur þetta með sér í fríið og í rúmið og á klósettið. Þegar maður er í þessum ham er maður varla viðræðuhæfur. Ég hef hlíft fólki við því að blanda því inn í eitthvað svoleiðis – en aldrei að segja aldrei.

(Við hlæjum.) SKE: Er eitthvað verkefni í deiglunni eftir þessa mynd?

SKE: Að lokum: Fyrir framan annað fólk er ekki þessi týpíska íslenska mynd, ekki uppfull af grámyglu, kaldhæðni og depurð. Hvernig sérðu myndina fyrir þér?

Myndin spannar fjórar árstíðir. Hún byrjar að vori og endar að sumri, rúmlega ári síðar. Það var ákveðin áskorun, en þessi myndræna hlið er mikilvæg í þessari mynd. SKE: Maður skynjaði það á stiklunni … Þetta er, að mínu mati, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður. Íslendingar hafa ekki gert margar rómantískar gamanmyndir. Þó svo að Hollywood sé mjög hrifin af þannig myndum. Íslendingar hafa verið svolítið hræddir við rómantískar gamanmyndir – hræddir um að vera klaufalegir, asnalegir eða væmnir. Mér finnst svona áskoranir alltaf æskilegar. Ég sé enga ástæðu til þess að gera eitthvað aftur sem hefur lukkast vel áður – að gera bara framhaldsmyndir. Mig langar frekar að koma fólki á óvart … SKE: Þetta tengist því sem við ræddum áðan varðandi sjálfið: að ögra sjálfum sér og prófa nýja hluti. Það eru ákveðin forréttindi að vera kvikmyndagerðarmaður á Íslandi. Erlendis er alltaf verið að reyna að móta þig sem ákveðna vöru. Ef þú kveður þér hljóðs sem leikstjóri spennumynda þá er stöðugt verið að ýta þér í þá átt. Ég hef fengið að spreyta mig á mörgum sviðum: spennumyndum, farsa, teiknimyndum – og það er yndislegt. (SKE þakkar Óskari kærlega fyrir spjallið og hvetur alla lesendur til þess að sjá Fyrir framan annað fólk í lok febrúar. Einnig hvetjum við lesendur til þess að ögra sjálfum sér, að streitast á móti stöðnuninni.)


Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland


12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

VEGBÚAR BORGARLEIKHÚSIÐ 13.02.16

FLÓÐ BORGARLEIKHÚSIÐ 11.02.16, 14.02.16

BILLY ELLIOT BORGARLEIKHÚSIÐ 12.02.16, 13.02.16

LÍNA LANGSOKKUR BORGARLEIKHÚSIÐ

Njála Njála er nýtt íslenskt leikverk sem byggir á Brennu-Njálssögu, einni ástsælustu sögu okkar Íslendinga. Sagan hefur lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar, þau Gunnar, Skarphéðinn, Njáll, Hallgerður og Bergþóra eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags. Leikhópurinn undir stjórn Þorleifs Arnars Arnarssonar ásamt Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og dansara, tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem er í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður!

Mið-Ísland 2016 Mið-Ísland heilsar árinu 2016 með glænýrri uppistandssýningu í Þjóðleikhúskjallaranum! Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð mæta aftur til leiks með splunkunýtt og brakandi ferskt uppistand! Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu þrjú ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Sýningin „Lengi Lifi Mið-Ísland“ sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur, var sýnd yfir 60 sinnum og var lokasýningin kvikmynduð. Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika! Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Hvenær: 05.02.16, 06.02.16, 11.02.16 Miðaverð: 3.500 kr.

Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 14.02.16, 17.02.16 Miðaverð: 5.500 kr.

14.02.16

PÍLA PÍNA HOF 13.02.16

KENNETH MÁNI BORGARLEIKHÚSIÐ 12.02.16

ÓÐUR OG FLEXA HALDA AFMÆLI BORGARLEIKHÚSIÐ 13.02.16, 14.02.16

KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 13.02.16

MR. SKALLAGRÍMSSON LANDNÁMSSETRIÐ BORGARNESI 13.02.16

UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM 14.02.16,

Old Bessastaðir í Tjarnarbíói Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk. OLD BESSASTAÐIR er glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói fimmtudaginn 4. febrúar. Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni en hópurinn er þekktur fyrir uppsetningu nýrra verka sem tala beint inn í samtíma okkar. Í félagsskap þriggja grátbroslegra kvenna sem undirbúa róttækar aðgerðir er velt upp spurningum um það sem greinir "okkur" frá "hinum", um það að leita skjóls, um tengsl orða og gjörða, löngun manneskjunnar til að vera með - að tilheyra einhverju mengi, sama hvað það kostar. Sumar fórnir eru nefnilega blóðfórnir. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 14.02.16, 18.02.16 Miðaverð: 4.400 kr

Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt - eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún er heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir alltof vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti. Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og hefur verið leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hafa meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang. Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 12.02.16, 13.02.16, 18.02.16 Miðaverð: 5.500 kr.

UM ÞAÐ BIL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 14.02.16

IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 17.02.16

SPORVAGNINN GIRND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 14.02.16

ÞVOTTUR TJARNARBÍÓ 17.02.16

HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ 14.02.16


ÚTSALA 50 % af öllu

13.-14. & 20.-21. febrúar

Rómantískur

matseðill

fyrir tvo

Forréttur til að deila Moules Marnieres (kræklingur) VVV

Aðalréttur, val um: Poulet aux ecrevisses (kjúklingur með ferskvatnshumri) Carré d‘agneau en croûte d‘herbes (grillaður lambahryggur í kryddskorpu) VVV

Eftirréttur til að deila Planche de verrines (úrval eftirrétta í glösum)

9.990 kr. fyrir tvo

Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is

Opið 09-23 | L


14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir

Hulda Rós Guðnadóttir Keep Frozen part four @ Listasafn ASI Hvar: Listasafn ASÍ -

TEIKNING / RÝMI

Ásmundarsal , Freyjugötu Hvenær: 05. - 28. febrúar

Sýningaropnun

2016

Sýningin TEIKNING / RÝMI opnar í sýningarsal Félagsins íslensk grafík. Á sýningunni eru ný verk Þóru Sigurðardóttur, teikningar og prent ásamt þrívíðum verkum. Verkin fjalla um teikningu, tíma, rými; teikninguna í rýminu og rýmið í teikningunni. Sýningarstjóri er Helga Þórsdóttir. Helga mun fjalla um sýninguna TEIKNING / RÝMI og um verk Þóru á Hugarflugi, árlegri ráðstefnu Listaháskóla Íslands þann 19. febrúar nk. um þekkingarsköpun á fræðasviði lista, með áherslu á listrannsóknir.

Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur

Hvar: Íslensk Grafik, Tryggvagata 17, 105 Reykjavík, Hvenær: 12. febrúar kl 18-20 - 28. febrúar 2016 Opið miðvikudaga til sunnudaga kl 14-18

Námskeið í sjónlýsingum á myndlist Listasafni Íslands Gerð verður grein fyrir sjónlýsingum, tilgangi og mikilvægi þeirra. Einnig verður dregin upp mynd af helstu notendum þjónustunnar; hverjir þeir eru og hvernig sjónlýsingar geta nýst ýmsum hópum. Því næst verður farið yfir vinnuferlið við sjónlýsingar. Þar verða aðferðir og tækni kynnt, tekin verða nokkur dæmi, horft og hlustað. Inn á milli verða sýnd/leikin nokkur dæmi og verkefni lögð fyrir þátttakendur. Farið verður yfir verkefnin með hópnum. Þátttakendur fá einnig senda rafræna hlekki á viðbótarlesefni og mynddæmi. Leiðbeinendur: Guðbjörg Hjartardóttir Leaman og Þórunn Hjartardóttir, sjónlýsendur

Stemma / Gallerý Fjörður Nonni Ragnars Gallerý Fjörður byrjar sýningarárið með sýningunni Stemma. Það er fjöllistamaðurinn Nonni Ragnars sem opnar að þessu sinni. Á sýningunni eru málverk, styttur & ljósmyndir frá ýmsum tímabilum. Nonni hefur á síðustu árum verið sýnilegri fyrir hreinsunarathafnir eða svokallað „svett“ á heimili sínu þar sem fólk er leitt í gegnum andlegan gjörning. Hann hefur legið undir feldi um skeið eða eins og hann segir sjálfur „Sýningin heitir stemma og er táknrænt nafn þar sem ég er að stilla mig inn á listabrautina aftur“. Sýningin mun breytast frá degi til dags og Nonni verður að vinna að list sinni á staðnum. Hvar: Fjörður Verslunarmiðstöð, Fjarðargata 13-15, 220 Hafnarfjörður Hvenær: Sýningin stendur til 25.febrúar. Opnunartími er frá 15-18 virka daga & 14-18 á laugardögum

Hvar: Kjarvalsstaðir, Flókagata 24 Hvenær: 5. febrúar kl. 18 - 21. ágúst 2016

Ástarsameindir Hvar: SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík Hvenær: Opin til 19. febrúar Alla virka daga á milli kl. 10 og 16

Wheel of Senses Opnunakvöld Hvar: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík, Hvenær: Föstudag 12. fesbrúar kl 18-20

Þá, þegar // Þorgerður Ólafsdóttir

Hvar:Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegur 7, 101 Reykjavík, Hvenær: 12. og 13. febrúar kl.13-17 Skráning: sjonlysingar@gmail.com (nafn, netfang, símanúmer) Þátttaka er ókeypis

Hvar: Harbinger, Freyjugata 1, Reykjavík Hvenær: Stendur til 14. febrúar Fimmtudag - laugardag

Ouvres Mortes & Ouvres Vives / Dead & living works Það er Ekkisens mikill heiður að kynna David Subhi sem opnar sýninguna Ouvres Mortes & Ouvres Vives / Dead & living works í Ekkisens þann 12. febrúar kl. 17:00. Sýningin er verður í gangi til 26. febrúar og er opnuð í tengslum við Keep Frozen verkefni Huldu Rós Guðnadóttur sem opnaði í ASÍ síðastliðin föstudag og hugmyndina um list sem rannsóknartæki. Titill sýningarinnar vísar í frönsk orðasambönd sem notuð eru til að nefna þann hluta skips sem liggur yfir sjávarlínu ( Les ouvres Mortes / Dauða verkið) og þann hluta sem liggur undir henni (Les oeuvres Vives / Lifandi verkið) og er í stöðugri snertingu við vatn. Franska orðið „oeuvre“ yfir verk er líkt og í íslensku notað yfir vinnu, útkomu, hugarburð, listaverk og annars konar framleiðslu. Hvar: Ekkisens, Bergstaðarstræti 25B Hvenær: 12. febrúar kl. 17:00 - 26. febrúar

MÖRK / Sýningarlok Karlotta Blöndal með listamannaspjall Á sýningunni Mörk má sjá verk eftir myndlistarkonurnar Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur. Sunnudaginn 21. febrúar, á síðasta sýningardegi sýningarinnar, gefst gestum tækifæri til þess að svala forvitni sinni um verk listamannsins Karlottu Blöndal. Verk hennar á sýningunni eru tilraunir með vettvang og viðfangsefni. Þau eru óræð og flest stór vatnslitaverk sem geta vakið upp ýmis áhugaverð hugrenningatengsl svo sem við textíl, innyfli, náttúru og búa yfir fjölbreyttum blæbrigðum lita. Karlotta mun ræða við gesti um hvernig hún vinnur verkin og hvaðan hún sækir hugmyndirnar að þeim. Hvar: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði Hvenær: 21. febrúar kl.15

14-17

Feral Attraction: The Museum of Ghost Ruminants. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson Hvar: Listasafn ASÍ Hvenær: 5. febrúar kl. 19 til 28. febrúar 2016

Hraun og mynd & Diktur Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34 Hvenær: 23. janúar - 13. mars 2016


15

HVAÐ ER AÐ SKE

SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


16

HVAÐ ER AÐ SKE

PÚLSINN

NETFLIX VIKUNNAR: TILVITNUNIN:

Fjórða serían af New Girl bættist í safn Netflix í janúar. SKE tók alla þættina á beit og heldur því fram að þetta sé besta serían til þessa (kannski er það ekki rétt; grínþættir eru alltaf mun fyndnari í janúar, á Íslandi). Schmidt er óborganlegur í sjöunda þætti seríunnar, þar sem hann gengur í gegnum fimm stig sorgarinnar (afneitun, þunglyndi, samningaviðræður, reiði og sátt) þegar hann kemst að því að Cece er á leiðinni í ákveðna aðgerð (þetta er þáttur sem er mjög svo politically incorrect og hugsanlega mjög ófyndinn frá sjónarhorni femínismans – en stundum ræður maður ekki við sig. Stundum hlær maður ósjálfrátt án hugsunar.)

„Til þess talar maður – að leyna hugsun sinni.“ – Laxness

#Ófærð á Twitter Kött Grá Pje keyptur af Landsbankanum Núna á laugardaginn spila Kött Grá Pje og Forgotten Lores í Stúdentakjallaranum. Að þessu tilefni setti SKE sig í samband við köttinn

@arnih: Fyrir síðasta þáttinn í #ófærð þarf 2 klst sérþátt þar sem okkar færustu sérfræðingar rekja alla þræði sögunnar og útskýra alla karakterana @gudmundur_jor: Alger lauma í lokin þegar danski skipstjórinn setti upp sömu húfu og hann var með alla Forbrydelsen seríuna. Alla. #ófærð

og spurði hann út í tónleikana – og eins og við mátti búast svaraði kötturinn af alkunni mælsku: „Í grófum dráttum hefur Landsbankinn keypt mig og

TED MYNDBANDIÐ:

tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að ég hef formlega verið færður í eignasafn bankans, sit þar í skjali á milli upprunalega vélritaða handritsins að Opinberun Hannesar og frotté-náttfata sem Gunnar Thoroddsen andaðist

Tony Robbins: Why We Do What We Do

í. Ég geri ráð fyrir að verða hengdur upp í einhverju útibúi bankans í náinni framtíð. Forgotten Lores eru of skynsamir piltar til að láta krækja svona í

Tony Robbins titlar sjálfan sig sem „the why guy“ (manninn sem spyr sig af hverju við gerum það sem við gerum). Í fyrirlestri sínum talar hann um ósýnilegu hvatana sem drífa okkur áfram í lífinu og mikilvægi tilfinninga. Þetta er frábær fyrirlestur fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem ætla sér langt í lífinu.

KVIKMYNDIR:

@GulliGull1: Hvernig gat Trausti séð að hundurinn væri strákur??? Hann er ekki allur þar sem hann er séður hann Trausti #ófærð @steinimas: Ilmur = Marge Gunderhorn úr Fargo #ófærð

sig, þeir gáfu fyrir löngu út skuldabréf í eigin nafni sem aðallega voru keypt af kóreskum fjárfestum. Þannig að þeir eru í góðum málum. En burtséð frá öllu þessu ætlum við að gera fáránlegt geim í Stúdentakjallaranum. Við

@hrafnjonsson: Eins og á öðrum tímum í íslandssögunni er vondi kallinn alltaf Dani. #ófærð

spiluðum saman á Húrra fyrir jól og FL voru svo nettir að ég fór að gráta. Það var mjög gaman. Þetta verður líka bráðskemmtilegt. Ég lofa því. Mikil kynferðisleg spenna í loftinu og heimspekilegir vibez.“ Amen.

10 kvikmyndir sem unnu óverðskuldaðan sigur á Óskarsverðlaunahátíðinni

@ergblind: Af hverju er ekki verið að birta þessi tweet á skjánum? #ófærð

Jason Guerrasio, blaðamaður hjá breska tímaritinu Independent tók nýverið saman lista yfir 10 kvikmyndir sem unnu óverðskuldaðan sigur á Óskarsverðlaunahátiðinni – ásamt þeim kvikmyndum sem hefðu átt að vinna. Hér er listinn:

Vinningsmynd

Myndin sem hefði átt að vinna

Ár

Vinningsmynd

Myndin sem hefði átt að vinna

Ár

10. Around the World in 80 Days

The Ten Commandments

1956

5. Argo

Zero Dark Thirty

2012

Ástæða: The Ten Commandments var síðasta myndin sem Cecil B. DeMille leikstýrði og þykir mörgum

Ástæða: Hér eru tvær mjög svipaðir myndir sem fjalla hvor tveggja um sannsögulega atburði. Gagnrýnendum

myndin hafa staðist tímans tönn. Charlton Heston var frábær í hlutverki Móses – en var ekki tilnefndur.

Independent þykir Zero Dark Thirty vera talsvert betri.

Í samanburði við The Ten Commandments þykir Around the World in 80 Days, sem kostaði sex milljón

4. Dances with Wolves

bandaríkjadali á sínum tíma, fremur kjánaleg.

9. Ordinary People

Raging Bull

1980

Goodfellas

1990

Ástæða: Kevin Costner leikstýrði og lék aðalhlutverkið í Dances with Wolves, og þó svo að myndin hafi fengið góða dóma til þess að byrja með, voru amerískir indíánar fljótir að benda á hversu ónákvæmlega myndin hefði farið með

Ástæða: Raging Bull er eitt af meistaraverkum Scorcese og fer Robert DeNiro á kostum í hlutverki Jake

menningu frumbyggja. Scorsese fékk ekkert fyrir sinn snúð – þó svo að Goodfellas sé ein af hans betri myndum.

LaMotta. Kvikmyndatakan er óaðfinnanleg og handrit Paul Schrader stórkostlegt. Vissulega var Ordinary People mjög vel leikin, en gagnrýnendur eru flestir sammála því að Raging Bull sé betri mynd.

8. Titanic

L.A. Confidentail

1997

3. Crash

Brokeback Mountain

2005

Ástæða: Margir gagnrýnendur voru á því að Crash væri ein versta mynd ársins (Roger Ebert fannst hún reyndar frábær) og töldu líklegt að ástæðan fyrir því að Brokeback Mountain hafi ekki hreppt hnossið væri vegna fordóma

Ástæða: Árið 1997 var Titanic tekjuhæsta mynd ársins og gerði hún Leonardo DiCaprio og Kate Winslet

nefndarinnar gegn samkynhneigðum.

heimsfræg á svipstundu. Blaðamaður á Independent telur, samt sem áður, að L.A. Confidential, sem skartar Kevin Spacey, Guy Pearce og Russel Crowe, sé ein af bestu ‚noir‘ myndum samtímans.

7. The King’s Speech

The Social Network

2010

2. How Green Was My Valley

Citizen Kane

1941

Ástæða: Citizen Kane stendur uppi sem ein af merkilegustu kvikmyndum allra tíma – og How Green Was My Valley er tiltölulega óþekkt meðal almennings í dag.

Ástæða: Þó svo að Colin Firth og Geoffrey Rush skari framúr í hlutverkum sínum í The King’s Speech, þykir sú staðreynd að The Social Network hafi ekki unnið til verðlauna merki um hlutdrægni

1. Shakespeare in Love

Saving Private Ryan

1998

Óskarsnefndarinnar til sögulegra mynda. Ástæða: Shakespeare in Love er fín mynd, en það að hún hafi verið valin framyfir mynd Steven Spielberg,

6. Chicago

The Pianist

2002

Saving Private Ryan, er gjörsamlega fáránlegt að mati gagnrýnenda Independent. Saving Private Ryan er ein besta stríðsmynd sem hefur verið gerð.

Ástæða: Þó svo að Chicago hafi slegið í gegn árið 2002, eru eflaust ekki margir sem hafa horft á þennan bíómyndasöngleik síðustu árin. Aftur á móti hefur meistaraverk Roman Polanski, The Pianist, sem fjallar um baráttu tónlistarmanns af gyðingaættum í seinni heimstyrjöldinni, elst einkum vel.


17

Ferskur, ferskari... ferskastur? HVAÐ ER AÐ SKE

Djús - nýkreistur úr úrvalsávöxtum 900 ml

Engin aukaefni

Aldrei unnið úr þykkni

Enginn viðbættur sykur

Kælivara

Barnasmoothie 180 ml

Ekkert að sjá hér... nema ferska ávexti

Smoothie 250 ml


18

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

TWEET KYNSLÓÐIN

Nenni ekki að vaka til að horfa á superbowl en það er samt eðla og kjúklingavængir í matinn. @ergblind

Sónar+D Reykjavík 2016 Nýsköpunar- og tækniráðstefnan Sónar+D er ný viðbót á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í ár. Þessi ráðstefna hefur verið hluti af Sónar Barcelona í mörg ár og er einn veigamesti viðburður hátíðarinnar þar. Í ár verður ókeypis aðgangur á +D fyrir alla þá sem eiga hátíðarpassa eða dagpassa á tónlistarhátíðina sjálfa en +D verður frá fimmtudegi til laugardags milli kl. 14:00 - 18:00. Því er um mikinn virðisauka að ræða fyrir gesti hátíðarinnar í ár. Á hátíðinni verða meðal annars fyrirlestrar frá samfélagsmiðlasérfræðingum, pallborðsumræður með íslenskum plötufyrirtækjum, viðtal við BAFTA verðlaunahafann Ólaf Arnalds og margt fleira. Tónlistarmaðurinn Squarepusher verður með sýndarveruleikasýningu alla þrjá dagana og hægt verður að byggja sinn eiginn hljóðgervil undir leiðsögn sérfræðinga. Hægt verður að fylgjast með vínylskurðar gerð, fikta í nýjum hljóðgervlum og hljóðfærum frá Tónastöðinni og Pioneer DJ svo fátt eitt sé nefnt. Þessi viðbót verður í boði Jónsson & Le'Macks, Tónastöðvarinnar og Advania.

Krakkamengi 4 Benedikt Hermann Hermannsson, tónlistarmaður og kennari, leiðir Krakkamengi en í hvert skipti koma tveir tónlistarmenn úr ólíkum tónlistargeirum og vinna með þátttakendum. Kynna tónlistarmennirnir hugmyndir sínar og vinnuaðferðir fyrir börnunum og í kjölfarið leiða þeir börnin í gegnum það ferli að búa eitthvað til og semja með þeim tónlist sem svo verður flutt. Að þessu sinni munu þau Óskar Guðjónsson og Sóley Stefánsdóttir vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 14. febrúar kl. 10:30 Miðaverð: Frítt

Hvar: Harpa, Flói area Hvenær: 18. - 20. febrúar kl. 14:00 - 18:00 Miðaverð: Frítt fyrir eigendur miða á Sónar Reykjavík 2016

Blossi/810551 Myndin gerist undir lok 10. áratugarins og fjallar um eirðarlaus borgarbörn í leit að skemmtun. Þegar leiðir hinnar undurfögru Stellu og alkóhólistans Robba liggja saman byrja hlutirnir að gerast. Þau enda á hringferð um landið á stolnum bíl með tilheyrandi óvæntum uppákomum.

Provincial Georgian town Georg-íslenska Kínótekið kynnir þriðja sýningarkvöld félagsins á Kex Hostel. Í þetta sinn verður heimildarmyndin, Bakhmaro, sýnd. Titill myndarinnar er nafn á bæ í dreifbýli Vestur-Georgíu. Leikstjóri myndarinnar er Salome Jashi.

Ég er búinn að borða 100% paleo í dag fyrir utan ís og köku. @hrafnjonsson

Ég er þakklátur fyrir baráttu verkalýðsins og stéttarfélaga. Hefur skilað okkur sumarbústaðakerfi á heimsmælikvarða. @DagurHjartarson

Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 14. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt Missti af Eurovision í gær. Fékk heldur ekki frunsu í vikunni, þjáist ekki af flösu og alveg laus við niðurgang. Lífið er gott. @ThorsteinnGud

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 12. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.400 kr.

Bakhmaro

Lifi í þeim ótta að einhver muni brjótast inn á meðan ég er að kúka og byrja að slást við mig án þess að ég fái tækifæri til að skeina mér. @BragiPall

Anti-Valentine's Speed Hating Ef þú hatar Valentínusardaginn en vilt gera eitthvað skemmtilegt í stað þess að gráta í hamborgabrauðið, skelltu þér á Gaukinn og kynnstu fólki í gegnum svokallaðan „Speed Hating Game“ þar sem þú átt alls ekki að kynnast framtíðarmaka. Kynnir kvöldsins og umsjónarmaður er hinn ástralski grínisti, Jonathan Duffy. Hvar: Tryggvagata 22 Hvenær: 14. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Hélt einu sinni að ég hefði komist inn í stomp hóp en hafði svo bara verið ráðinn í byggingarvinnu. @RexBannon



20

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA WHYRED MAN & BARBARA I GONGINI Þá er tískuvikan í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn gengin yfir. Í tilefni þess völdum við tvær línur sem voru flottar en ólíkar. Sænska merkið Whyred og færeyska merkið Barbara I Gongini. Línan frá Whyred Man var mjög flott og einstaklega vel stíliseruð. Eins og Whyred skilgreinir sig þá eru það „wearable“ föt. Það var eiginlega eins og að horfa á smekklega og fáranlega vel klædda herramenn með svolítið „indie vibe“. Uppbrettar leður- eða tweed buxur, stuttir leðurjakkar, blazerar með vintage tilfinningu og ullarfrakkar. Það var vægi í smáatriðum, sólgleraugu, bindi, barmnælur og það glitti í munstraðar skyrtur og boli með “point down” pentagram þrykki. Svo var aftur á móti Barbara I Gongini með allt annað „vibe“ í gangi. Ef Whyred man var svona hinn hversdagslegi fíni „indie“ gaur þá tók Gongini hugmyndaflugið á allt annað svið. Þetta var eins og her af „póst apokalyptik goth street kids“, það var einhverskonar úthverfa íþróttapönks bragur yfir þeim, mest svart og smá hvítt. Grafísk smáatriði; stór textaprent, pínu gull, reimar og leðurkögur. Stórar svartar úlpur sem minna á dúnúlpur, sjúkir leðurjakkar, sporttöskur og bakpokar; allt svart. Sýningin endaði á ballett í hvítu tjulli, reyrðum böndum og smáatriðum sem minntu á skúlptúra. Mjög fallegt.

BARBARA I GONGINI

BARBARA I GONGINI

WHYRED

WHYRED

WHYRED

WHYRED

BARBARA I GONGINI

BARBARA I GONGINI

BARBARA I GONGINI


Brjóstahaldari

2.950

Mundu Valentínusardaginn 14. febrúar

75B - 85D

70A - 85D

Nærbuxur

1.270

70A - 85D

70A - 85D

Verð nú 1.770kr

Verð nú 1.970kr

Verð nú 1.325kr

Verð nú 1.970kr

Verð nú 885kr

Verð nú 1.475kr

Verð nú 685kr

Verð nú 735kr

v.á. 3.540

v.á. 1.660

Finndu okkur á

v.á. 5.420

v.á. 2.950

v.á. 2.650

v.á. 1.370

v.á. 3.940

v.á. 1.470

Kringlan, Skeifan, Spöng, Garðabær, Smáralind Borgarnes, Njarðvík, Selfoss og Akureyri.

ATH! Allt vöruúrval fæst í Kringlunni, minna úrval í öðrum verslunum.


22

HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur

PRO IN-EAR MONITOR

PORTABLE PROJECTOR Sony

Fender er þekkt fyrir hágæða gítara. Nú hafa þeir sett á markað heyrnartól sem henta fyrir æfingar og spilun utan sviðs. Hönnuð með það í huga að passa í sem flest eyru. Verðið er á milli $100-$500 dollarar.

Sony hefur framleitt þráðlausan og auðflytjanlegan myndvarpa. Hann spilar mynd úr stuttri fjarlægð á hvaða yfirborð sem er. Hægt að horfa á uppáhalds bíómyndina hvar sem er, fletta yfir myndasyrpurnar eða leyfa litla fólkinu að búa til stjörnubjartan himinn í heimagerðu kósýtjaldi. Möguleikarnir eru margir.

Nánar: www.fender.com

Nánar: www.sony.co.jp

Fender

ExoLensTM Zeiss Gleðifréttir fyrir iPhone-ista. Hágæðalinsur frá hinum virta þýska framleiðanda Zeiss sem hægt er að nota með iPhone 6, 6s, 6 Plus og 6s Plus. Fáanlegar á almennum markaði um mitt árið 2016. Nánar: www.zeiss.com

Tetriz er mánaðarlegur old school Tetriz erþáttur mánaðarlegur old school hip-hop í umsjá Benna B Ruff. hip-hop þáttur í umsjá Benna B Ruff. Á X-inu fyrsta föstudag hvers mánaðar Á X-inu fyrstaklukkan föstudag hvers mánaðar 12:00 klukkan 12:00

PLAZMATIC X Elementium Nú er kominn nýr kveikjari á markað. Engin eldur, gas né bensín lengur heldur rafmagnslogar sem mynda nægjanlegan hita til að kveikja á kerti, vindli eða því sem þarf. Kemur í Zippo stærð og hægt að nota gamla Zippo hulstrið til skiptana. Vindvarinn og hlaðinn með USB tengi. Nánar: www.elementiumlighter.com


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •


24

HVAÐ ER AÐ SKE

Sónar Reykjavík 2016 ÞRÍR FRÁBÆRIR LISTAMENN Dagana 18. til 20. febrúar fer tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fram í Hörpunni. Líkt og í fyrra verður dagskráin uppfull af áhugaverðum tónlistarmönnum, bæði frá Íslandi og öðrum ágætum stöðum utan úr heimi. Af erlendum listamönnum ber helst að nefna Boys Noize, Hudson Mohawke, Squarepusher, Angel Haze og !!! – af íslenskum listamönnum má helst nefna Pál Óskar, Reykjavíkurdætur, Sturla Atlas, DJ B-Ruff og Úlf Úlf. Hér fyrir neðan eru stutt ágrip um þrjá frábæra listamenn sem allir ættu að sjá á hátíðinni.

Hudson Mohawke Hudson Mohawke var skírður Ross Brichard og fæddist 11. febrúar 1986 í Glasgow, Skotlandi. Mohawke er raftónlistarmaður, pródúsent, plötusnúður og lagasmiður – sem er hve þekktastur fyrir að vera meðlimur í trap dúettinum TNGHT (ásamt kanadíska tónlistarmanninum DJ Lunice). Mohawke er með plötusamning bæði hjá Warp Records og GOOD Music (plötufyrirtækinu hans Kanye West). Fyrsta platan hans, Butter, var gefin út hjá Warp Records árið 2009. Hudson Mohawke er hvað þekktastur fyrir lögin Chimes (fremur mínímalískt lag sem kom út árið 2014, þar sem melódían fær að njóta sín ofan á þéttu undirlagi bassans) og Higher Ground, sem dúettið TNGHT gaf út árið 2012. Hudson Mohawke spilar á SonarClub (Silfurberg) sviðinu í Hörpunni, laugardaginn 20. febrúar kl. 22:10.

B-Ruff & Friends Squarepusher Squarepusher heitir réttu nafni Tom Jenkinson og fæddist hann 17. janúar árið 1975 í Englandi. Tónlist hans er innblásin af stefnum á borð við „drum and bass,“ „acid house,“ djass og „electroacoustic.“ Fyrsta plata Squarepusher kom út árið 1996 og síðan þá hefur hann gefið út 16 plötur í fullri lengd ásamt fjöldanum öllum af smáskífum og EP plötum.

Benni B-Ruff er einn alræmdasti plötusnúður landsins og hefur hann skífunum þeytt í rúmlega 15 ár. Ruff-arinn er hve best þekktur fyrir starf sitt með „old-school“ Hip-Hop sveitinni Forgotten Lores, ásamt því að hafa verið fastráðinn DJ á mörgum helstu skemmtistöðum landsins. B-Ruff stýrir einnig þættinum Tetriz á X-inu, en þar leggur hann áherslu á gullöld Hip-Hopsins.

Meðal helstu laga Squarepusher má nefna Come on My Selector, sem var gefið út árið 1997, og Dark Steering, sem kom út árið 2012. Tónlistarstíll Squarepusher þykir ansi fjölbreyttur og var hann snemma undir miklum áhrifum frá raftónlistar goðsögninni Aphex Twin.

DJ B-Ruff verður með vandað sett á Sónar þar sem hann blandar gamla skólanum saman við hinn nýja (Hip-Hop) – en það er ekki allt og sumt. B-Ruff ætlar nefnilega að plata góða gesti upp á svið með sér. Ari Bragi Kárason, trompet leikari og íþróttaálfur, stekkur inn og út úr setti og skreytir með fallegum tónum. Einnig kemur söngkonan Matthildur Guðrún Hafliðadóttir til þess að syngja yfir nokkur lög: fjölbreytt og skemmtilegt sett í vændum.

Squarepusher spilar á SonarClub (Silfurberg) sviðinu í Hörpunni, föstudaginn 19. febrúar kl.01:00.

B-Ruff spilar á SonarPub sviðinu laugardaginn 20. febrúar kl.21.30.


HARÐSNÚINN

BLANDARI

Öflugur 1000W blandari frá Dualit, sem hentar vel fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS, tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur. Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu og mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum. • 2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin • Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg • Má fara í uppþvottavél

Verð kr. 41.224,- m.vsk.

Veit á vandaða lausn

Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar

Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

NÚVITUND TIL BETRI ÁRANGURS Lýðheilsusetrið Ljósbrot býður upp á tvö fjögurra vikna námskeið í núvitund sem sniðin eru að þeim sem vilja bæta heilsu sína og árangur í lífinu. Leiðbeinandinn Elísabet Gísladóttir hefur stundað ýmsar tegundir af hugleiðsluaðferðum í nær 40 ár. Elísabet hefur leiðbeint hópum bæði hérlendis og erlendis. Hún er með framhaldsmenntun í sálgæslu og fötlunarfræðum og meistaranám í lýðheilsuvísindum. Í meistararannsókn sinni í lýðheisufræðum gerði hún kerfisbundna fræðilega samantekt á vísindalegum rannsóknum (systematic review) á áhrifum mindfulness á þunglyndi, kvíða og streitu. Kona með reynslu! Hvar: Síðumúla 13 Hvenær: 15. Feb. / 16 feb. Verð: Tilboð á Hópkaup.is Skráning: Facebook/Lýðheilsusetrið Ljósbrot

Fróðleikur um snjó og ís í Bláfjöllum Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Háskóla Íslands, leiðir ferð í Bláfjöll og fræðir göngugesti um jökla, hvernig þeir hreyfa sig og af hverju þeir eru að minnka. Brottför verður kl.16 á einkabílum frá skrifstofu Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 og ekið áleiðis í Bláfjöll þar sem gerðar verða alls konar tilraunir með snjó; snjóhús búin til, snjór bræddur og snjóflóð skoðuð. Sett verða upp höfuðljós og farið í ljósagöngu í myrkrinu. Gestir eru beðnir um að koma með skóflur og ljós. Áætlað er að gangan taki um 3-4 klukkstundir. Farið frá: Skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Hvenær: 19. Febrúar kl. 16.00 Þátttaka ókeypis

Allt á hreinu Einföld og umhverfisvæn húsráð Hver kannast ekki við það að koma heim eftir langan dag og allt er á hvolfi? Uppvaskið síðan um morguninn hefur þurft að bíða, að þvottinum ógleymdum. Þú ert svo þreytt/ur að þú getur ekki hugsað þér að takast á við húsverkin og þau verða því að bíða einn dag til viðbótar. Allt á hreinu er einmitt hugsuð til að koma í veg fyrir eða fækka þessum stundum. Bókin er stútfull af húsráðum sem margir telja almenna þekkingu en eiga það til að gleymast í amstri nútímans. Húsráðin eiga það sameiginlegt að vera einfaldar og umhverfisvænar leiðir til að halda heimilinu hreinu og skipulögðu. Allt á hreinu hjálpar sem sagt fólki að – vera með allt á hreinu þegar kemur að umönnun heimilisins. Dæmi um góð ráð úr bókinni eru m.a. að þurrkuð eggjaskurn getur verið gott kalk fyrir blómin og að sokkabuxur séu kjörnar til að pússa yfir skó og fá flottan gljáa. Þessi bók minnir okkur á það að góð húsráð falla aldrei úr gildi! Höfundur: Margrét D. Sigfúsdóttir

FJÖLSKYLDUJÓGA Í tilefni hugleiðsluhátíðarinnar Friðsæld í febrúar (ibn.is/vidburdir) býður Jógasetrið fjölskyldum í nærandi jógasamveru. Fjölskyldujóga er byggt upp á skemmtilegum leikjum, jógahreyfingum, hugleiðslu og slökun. Bergrún Ísleifsdóttir jóga- og leikskólakennari leiðir alla með sér í leik og gleði, en líka slökun og frið. Fyrir börnin, mömmu og pabba, afa og ömmu og alla káta krakka. Friður og fjör! Hvar: Jógasetrið, Skipholti 50c Hvenær: 13. Febrúar kl. 13.00 – 14.00 Verð: Frjáls framlög fyrir fjölskyldur flóttamanna frá Sýrlandi.


Við eigum rætur

Við erum íslensk

að rekja til íslenskrar

náttúruafurð. Íslenskt

sveitar, uxum úr grasi í

salat er bragðgott,

íslenskri mold, vökvuð

hollt og ferskt og þú

íslensku vatni.

veist hvaðan það kemur.

Ösp í Laugarási Garðyrkjubændurnir Ragnar og Sigrún leggja rækt við að færa þér ferskt salat í handhægum umbúðum. Þau bjóða þér upp á gómsætt úrval af salati. Taktu eftir miðanum næst þegar þú verslar.

Veldu íslenskt salat — ekki bara eitthvað bland í poka.

islenskt.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

hönnun

UCHIWA HAY Glæsilegur hægindastóll framleiddur fyrir HAY af hönnunartvíeykinu Doshi Levien frá London. Skandinavískt og japanskt yfirbragð virkar einstaklega vel saman í þessari hönnun. Nánar: www.hay.dk

FACE ONE Anna Búlow Anna Búlow er sænskur grafískur hönnuður sem starfar í Noregi. Hún elskar að teikna og man ekki eftir sér öðruvísi en með blýant og blað. Hún stofnaði ArtbyLove til þess að leyfa ástríðu sinni að blómstra og selur veggspjöld með myndum eftir sig. Veggspjöldin koma í hágæða prenti en hægt er að velja um mismunandi pappír. Koma einnig í takmörkuðu upplagi.

JÓGA

SETRIÐ

SMASH & GRAB Scintilla Töff veggspjald frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Scintilla. Litirnir tóna einstaklega vel saman, sannkallað augnayndi. Kemur í annarri útgáfu sem er örlítið dekkri og meira út í brúnt. Nánar: www.scintilla.is

PALINDROME Rich Brilliant Willing Skúlptúrljós beint frá Brooklyn. Ljósið er hægt að sníða að sínu eigin rými og kemur með 2-4-6-8 ljósastæðum. Lýsingin er bæði sterk og mjúk og hentar því fyrir heimili og fyrirtæki. Rörin koma í gylltu og dökkbláu. Nánar: www.richbrilliantwilling.com

SKIPHOLTI 50 C PUNCTUAL Ferm Living

S: 778 1000

jogasetrid.is

Nýjar hillur frá Ferm Living sem hægt er að púsla saman eftir hentugleika hvers og eins. Hægt að nýta í hvaða rými sem er, fyrir bækur, box, skó, leikföng - þú ræður. Hillurnar eru gataðar, sem er skemmtilegur díteill, sem sést ekki nema við nánari athugun. Kemur í nokkrum litum. Nánar: www.fermliving.com


5.000,-

Við gefum innáborgun með hverju fermingarrúmi

RÚM RÚM

Allt fyrir fyrir svefnherbergið fermingarbarnið Allt Allt fyrir svefnherbergið Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð

Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar ogog rúmteppi | Kistur ogog náttborð Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar rúmteppi | Kistur náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar ogog löklök | Fylgihlutir Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar | Fylgihlutir

Íslensk Íslensk hönnun hönnun

Framúrskarandi

Framúrskarandi

fyrirtæki 2012 fyrirtæki 2010 Framúrskarandi RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 Framúrskarandi fyrirtæki 2012 fyrirtæki 2010 RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 0397 Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397555 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is Framúrskarandi | erum á

www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á fyrirtæki 2011 Framúrskarandi www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á fyrirtæki 2011 alla virka laugardaga daga frá kl. 10.00–14.00, 09.00–18.00, sunnudaga laugardagalokað 10.00–14.00, sunnudaga lokað Opið alla virka daga frá kl.Opið 09.00–18.00, Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Spurt & Svarað Svandís Dóra Einarsdóttir Leikkona, sjarmur og áhugakona um indverska fílinn

HLAÐVARP VIKUNNAR 10 UPPÁHALDS HLAÐVÖRP SKE Fimm mánuðir eru liðnir frá því að við byrjuðum

5. This American Life:

að ræða hlaðvörp hér á síðum SKE – og fimm mánuðir er býsna langur tími. 5 mánuðir. 20

This American Life er sennilega vinsælasti

vikur. 140 dagar. 3.360 tímar. Nú höfum við

hlaðvarpsþáttur fyrr og síðar. Þættinum er

loks látið undan þeirri skömmustulegu löngun

útvarpað vikulega á yfir 500 útvarpsstöðum

til þess að búa til lista og biðjum því lesendur

og stærir sig af yfir 2.2 milljónum hlustenda í

að fyrirgefa okkur; nútímamaðurinn er, umfram

hverri viku. Ekki nóg með það, heldur hefur This

allt, ekkert nema háþróaður api sem stenst

American Life unnið til allra helstu verðlauna

ekki töfra góðs lista (þessi listi byggist í raun

á sviði útvarps og yfir milljón manns niðurhala

á skoðun eins manns – sem er ískyggilega

þættinum í hlaðvarpsformi vikulega.

vilhallur bókmenntum og listum.) Gjörið svo vel:

10. Love and Radio:

4. 99% Invisible: Ef þú þekkir ekki 99% Invisible þá ertu mjög

Love and Radio er útvarp í sínu tærasta formi.

líklega að gera eitthvað rangt í lífinu. Lífið er

Útvarp þar sem hin mannlega rödd er í algjöru

hugsanlega á hraðri leið framhjá þér. Lífið er

fyrirrúmi. Þátturinn er í raun viðtalsþáttur, en ekki

lest, þú ert kyrrstæð belja, japlandi á súru heyi.

í hefðbundinni mynd. Hver þáttur byrjar yfirleitt

En nóg um það. 99% Invisible er hlaðvarp um

á sveimi (ambient tónlist) og svo – rödd. Ein

hönnun, arkitektúr og allt það ósýnilega sem

rödd. Ein rödd að segja sögu. Ekkert meir.

mótar okkar nútímaheim.

Ef þú yrðir að lýsa sjálfri þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? 1.80 cm frá gólfi að efstu brún. Prýði fyrir hvert heimili. Yfirborðið er ljósbrúnt en þarf reglulega sól til að næra sálina. Yfirborðið þarfnast olíu fremur en lakks. Sveigjanleg en missir aldrei karakter.

9. The TED Radio Hour:

3. Ideas (CBC Radio):

Það kannast flestir við fyrirlestraseríuna Ted

Ideas er framleiddur af kanadíska

Talks, þar sem alls kyns fólk með áhugverðar

ríkisútvarpinu, CBC, og er honum stjórnað

hugmyndir kynnir þær fyrir heiminum. Ted

af hinum geðþekka Paul Kennedy, sem býr

Radio Hour er hlaðvarpsþáttur þar sem nokkrir

að mikilli reynslu á sviði útvarps. Hver þáttur

Þú varst að koma úr reisu: Hvað stóð upp úr? Ef ég þyrfti að nefna eitt þá er það að hafa farið í bað, með fílnum Badra, klárlega eitthvað sem situr ofarlega á listanum og er mjög svo minnisstætt. Er orðin sérlegur áhugamaður um fíla og algjörlega heilluð af þessum dýrum.

framúrskarandi fyrirlestrar eru tvinnaðir saman

hefur sitt þema, sem þáttastjórnandinn og

í einn þátt – og allt undir hatti eins ákveðins

viðmælendur hans kryfja til mergðar á 60

þema.

mínútum. Hugmyndir stjórna heiminum!

8. Fresh Air:

2. Radiolab:

Síðastliðna áratugi hefur Terry Gross stýrt

Flestir hlaðvarpsfíklar eru sammála um eitt:

viðtalsþættinum Fresh Air (Ferskt Loft) og átt

Það sem gerir Radiolab að frábærum þætti

í áhugaverðum og innilegum samræðum

er meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannleg

við mikið af frægasta fólki Bandaríkjanna.

hljóðklipping. Þátturinn byrjaði fyrir 13 árum

Okkar hógværa skoðun er sú að Terry Gross

síðan og hugmyndin á bakvið þáttinn er

er einhvers konar viðtals valkyrja, samræðu

einföld: að deila áhugaverðum sögum sem fá

skurðgoð, hlaðvarps-hetja.

mann til þess að staldra við og hugsa – sögum

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Hvort ég ætti að fara út að hoppa í pollum eða reyna að sofna aftur. Af hverju eiga allir að sjá kvikmyndina Fyrir framan annað fólk? Þetta er ótrúlega fyndin, rómantísk og skemmtileg „feel good“ mynd fyrir alla – líka ykkur strákar. Ég held að okkur Íslendingum veiti ekki af að hlæja aðeins í skammdeginu og leyfa okkur að líða vel ... það má. Er ástin blekking eða veruleiki? Draumkenndur veruleiki. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Það þarf ekki mikið til þess að ég fari í hláturskast og hefur ýmislegt fossað út úr nefinu á mér bæði í föstu og fljótandi formi. Ég kýs þá mjólk fram yfir chili alla daga.

7. Open Source:

1. Entitled Opinions:

Open Source er vikulegur þáttur (útvarpað frá Boston) þar sem Christopher Lydon, fyrrum

Þessi þáttur er ekki fyrir vitgrannan almúgan.

pólitískur pistlahöfundur fyrir The New York

Þessi þáttur er einungis fyrir þá sem leggja

Times, skeggræðir ýmis aðkallandi málefni

kapp á þann forboðna helgisið – hugsun.

með gestum sínum: „Amerískt samtal með

Oftar en ekki er Entitled Opinions viðtalsþáttur,

alþjóðlegu viðhorfi.“

þar sem Robert Harrison, prófessor í ítölskum

Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner“? Með opnum huga fagna ég hverjum degi – með opnu hjarta lifi ég hann.

6. Here's the Thing with Alec Baldwin:

Ef þú gætir lifað þig inn í eina rómantíska gamanmynd, hvaða mynd yrði fyrir valinu? Die Hard og ég fengi að vera Bruce Willis

Alec Baldwin er karakter. Og vegna þess að

Hvað heillar þig mest við manninnn þinn, Sigtrygg Magnason ? Ég verð skotnari í honum með hverju árinu sem við erum saman. Það er ansi heillandi að mínu mati.

og, oft á tíðum, helvíti mælskur. Frá október

Hvað er best í lífinu? Góðar samverustundir með mínu fólki og ný ævintýri.

sem fá mann til þess að sjá heiminn í nýju ljósi.

Alec Baldwin er karakter er hann góður spyrill. Hann hefur skoðun á hlutunum, er skemmtilegur 2011 hefur Alec Baldwin stýrt eigin viðtalsþætti á útvarpsstöðinni WNYC í New York og er þátturinn frábær.

bókmenntum við Stanford, spjallar við lærða menn um sjaldgæf viðfangsefni á borð við kenningar Einsteins, vináttu kvenna, rússneskan fútúrisma og Jorge Luis Borges.


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.