Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 19.02–25.02
HLAÐVARP VIKUNNAR
THE TIM FERRIS SHOW
#47
ske.is
SKELEGGUR
VILD'É'VÆRI PLANTA
TÍSKA
RIHANNA & PUMA
„ÉG MUNDI VILJA STOFNA FERÐASJÓÐ HANDA RASISTUM; Í HVERT SKIPTI SEM SAMFÉLAGIÐ KEMST Í TÆRI VIÐ RASISTA ÆTTI AÐ SENDA VIÐKOMANDI Í HEIMSREISU.“ – SKE SPJALLAR VIÐ
ÓLAF ARNALDS UM TÓNLIST, FERÐALÖG OG ILLDEILUR Í NÝKLASSÍSKA HEIMINUM
2
HVAÐ ER AÐ SKE
Götur Reykjavíkur
SKEleggur Vild’é’væri Planta Það er auðvelt að vera planta. Það er auðvelt að vera planta vegna þess að plantan hefur engar tilfinningar og skynjar engan sársauka. Plantan situr ekki á Reykjavíkurveginum, gröm yfir sírópslegum framgangi umferðarinnar, og æpir óheyranlegum grófyrðum í átt að samlöndum sínum í gegnum andstyggilegt glerið. Plantan er sjaldan að drífa sig, sjáðu. Plantan heldur bara áfram sinni alkunnugu ljóstillífun í sínu áhugalausa græna ástandi og veit að hún er algjörlega ofurseld eigin umhverfi. Plantan elur ekki sjálfshatur í brjósti sér ef henni vegnar ekki vel í því ferli (ljóstillífunarferlinu, það er). Það er fremur auðvelt að vera dýr (ímynda ég mér). Það er fremur auðvelt að vera dýr vegna þess að þó svo að dýrið hafi tilfinningar og skynji sársauka – er dýrið fullkomlega ókunnugt hugtökum á borð við metnaður eða listir eða peningar. Dýrið hefur einnig ekkert ímyndunarafl sem er þess virði að tala um; dýrið örvæntir ekki fyrir framan auðu blaðsíðuna, kvíðið yfir því að það komi aldrei til með að skrifa neitt merkilegt, um leið og það óttast að það muni deyja einsamalt og fátækt. Dýrið veit að það er, að mestu, háð eigin umhverfi og fylgir eigin eðlishvötum fullvisst um áreiðanleika þessara hvata. Ef eðlishvötin bregst dýrinu upplifir dýrið sársauka en liggur þó ekki andvaka í rúminu – í sjálfsávítunarkasti – og gerir eigin þjáningu verri með djöfullegri aðstoð ímyndunaraflsins. Sársauki dýrsins er ómengaður – og vægari fyrir vikið. Það er erfitt að vera maður. Það er erfitt að vera maður vegna þess að maðurinn hefur tilfinningar, skynjar sársauka og er kunnugur mörgum vafasömum hugtökum á borð við metnaður og listir og peningar (og, stundum, heimspeki) og þar að auki – er maðurinn gæddur ímyndunarafli. Sú látlausa ánægja sem fylgir því að framkvæma eigin dýrslegu skyldur er manninum yfirleitt ófullnægjandi – og þarfnast hann því einhvers æðra. Hann finnur upp háleit, menningarleg markmið sem ómögulegt er að ná og hellir sér yfir sjálfan sig ef hann nær þeim ekki. Í ofanálag veit maðurinn að hann er feigur og að alheimurinn er í stöðugri útþenslu. Mjög oft þarf maðurinn einnig að greiða húsnæðislán. Og skatta. Pistill þessi hefur engan boðskap. Stundum væri ég bara til í að vera planta.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Ólafur Arnalds Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Götur Reykjavíkur: Birta Rán Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Aldagömul hefð í Norðurljósum
Vínardrengjakórinn Einn frægasti drengjakór heims syngur árlega fyrir meira en hálfa milljón áhorfendur um allan heim á yfir 300 tónleikum. Meðal kórdrengja er íslenskur drengur sem búsettur er í Vín en hann kemur fram með Vínardrengjakórnum í Hörpu í febrúar.
27. og 28. febrúar kl. 15:00 í Norðurljósum Listrænn stjórnandi Gerald Wirth
Kórstjóri Manolo Cagnin
Miðasala í síma 528 5050, á harpa.is og tix.is www.harpa.is/vbc
4
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
Faces of the Walls útgáfutónleikar
Sónar Reykjavík 2016 Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík verður nú haldin í fjórða sinn í Hörpu frá fimmtudegi til laugardags. Mikið verður um dýrðir eins og fyrri ár og vantar ekkert uppá til að gera hana að þeirri bestu hingað til. Hátíðin býður gestum uppá háklassa tónlist frá eftirfarandi raftónlistarmönnum og plötusnúðum: Boys Noize, Hudson Mohawke, Squerpusher, Angel Haze, !!! (CHK CHK CHK), Floating Points, Annie Mac, Holly Herndon, Oneohtrix Point Never, Koreless, Ellen Allien, Páll Óskar, Ben UFO, Úlfur Úlfur, Rødhåd, Kiasmos, Zebra Katz, Lone Live AV ft Konx-om-Pax, LE1F, Bjarki, Recondite, Mumdance, Apparat Organ Quartet, AV AV AV, Vök, President Bongo & Emotional Carpenters, The Black Madonna, DJ Margeir, James Pants, Ruxpin, Futurgrapher, Reykjavikurdætur, DJ Yamaho, Sturla Atlas, TM 404, Sevdaliza, Drippin, Larry Gus, ELOQ, Dorian Concept, Wife, Throwing Snow, GANGLY, GKR, Courtesy, East of My Youth, Milkywhale, Good Moon Deer, Tonik Ensemble, Bensol, Auður, Vaginaboys, Unknown, Halleluwah, Harald Björk, Brigitte Laverne, B-Ruff, Intr0beatz, Tommi White, Karó, Skeng, DJ E.D.D.E.H., Ódinn, KSF, Brilliantinus, Frank Murder, asdfhg., Kosmodod, DJ Katla, Tandri, Hildur, Julia Ruslanova og Ultraplay.
Hljómsveitin Faces Of The Walls sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu og er hún samnefnd sveitinni. Faces Of The Walls spila suddalegt, töffara, rokk og ról sem á vel við myrkrið sem sækir á landsmenn um þessar mundir. Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 20. febrúar kl. 22:00 Miðaverð: 1.500 kr.
Steinunn Arnbjörg Equally Stupid
Þrír af fremstu djassmönnum landsins leggja upp í óvissuferð í Mengi föstudagskvöldið 19. febrúar. Á meðal þess sem mögulega verður á boðstólum er glæný tónlist í bland við gamla standarda, lágstemmdir tónar og ágengir, dúnmjúkir, grjótharðir, spuni og stuð. Þeir eru spenntir og það erum við líka. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 19. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Hin alþjóðlega tónlistarhátíð Sónar hefst með pompi og prakt næsta fimmtudag í Hörpu. KEXLAND og Sæmundur í Sparifötunum ætla að taka forskot á sæluna og blása til fríkeypis plötusnúðaveislu dagana 18., 19. og 20. febrúar. Þá munu eftirfarandi plötusnúðar koma fram á Sæmundi í sparifötunum. Kosmodod og Sweaty Records á fimmtudeginum, DJ Silja Glømmi á föstudeginum og Már & Nielsen (PartyZone) á laugardeginum. Plötusnúðasyrpurnar hefjast alla dagana kl. 18:00. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 18. - 20. febrúar Miðaverð: Frítt
Hvar: Harpa Hvenær: 18. - 20. febrúar Miðaverð: 7.990 - 17.990 kr.
Matthías Hemstock, Óskar Guðjónsson & Valdimar Kolbeinn
Kosmodod, DJ Silja Glømmi & PartyZone
Equally Stupid er framsækið og kraftmikið tríó. Tónlist tríósins er rytmísk og oft á tíðum hröð. Hljómsveitin hikar ekki við að sækja áhrif í rokktónlist eða jafnvel heimstónlist. Laglínurnar eru sterkar og í fyrirrúmi þó tónlistin geti farið hvert sem er í sólóum. Bækistöðvar bandsins eru í Helsinki þar sem Sigurður og Pauli eru búsettir. Þeir byrjuðu sem dúó en hafa undanfarin ár spilað með svizzneska trommuleikaranum David Meier. Nú munu þeir spila á Íslandi með Magnúsi Trygvasyni Elíassen sem spilar með ADHD og Moses Hightower. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 25. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leikur öndvegisverk fyrir einleiksselló frá 18. og 20. öld eftir Johann Sebastian Bach, Gaspar Cassadó og Hans Werner Henze og syngur tvö lög eftir Jórunni Viðar og John Dowland við eigin sellóundirleiks útsetningar. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 20. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.
Biogen útgáfutónleikar Hinn ástkæri raftónlistarmaður og frumkvöðull, Bjössi Biogen, hefði átt fertugsafmæli á þessum degi. Af því tilefni verður minning hans heiðruð en hann lést fyrir fimm árum síðan. Blásið verður til útgáfutónleika á plötu Biogen, Quadruplos, auk þess sem eftirfarandi tónlistarmenn koma fram: Ruxpin, Futuregrapher, Tanya & Marlon, Biogen weirdcore dj-sett frá Tanya Pollock og Dj Dorrit. Hvar: Húrra Hvenær: 24. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.
Music Creativity & Technology
18. 19. 20 February 2016 Reykjavík
Aðeins kr. 4.990 Gildir á alla fimmtudagsdagskrá Sónar Reykjavík Mjög tarkmaður fjöldi passa í boði á www.id.is/sonar/
Miðasala á www.id.is/sonar/
6
HVAÐ ER AÐ SKE
tónlist
NÝTT UNDIR NÁLINNI
Af fingrum fram: Eyþór Ingi Eyþór Ingi hefur afrekað ótrúlega mikið á sínum stutta ferli. Þeir Jón stilla saman strengi sína í Salnum og ljóst er að spennandi kvöld er í vændum. Eyþór Ingi er mörgum hæfileikum búinn og virðist jafnvígur sem söngvari, lagahöfundur og leikari. Hvar: Salurinn, Kópavogur Hvenær: 19. febrúar kl. 20:30 Miðaverð: 3.500 - 3.900 kr.
Ljótu Hálfvitarnir Eins og venjulega, þegar þeim dettur í hug að bruna norður yfir heiðar, hertaka þeir Græna hattinn á Akureyri tvö kvöld í röð. Að þessu sinni fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld þann 18. - 20. febrúar. Lítið hefur farið fyrir þeim á Norðurlandi frá því að þeir hljóðrituðu plötuna Hrísey í Hrísey síðastliðið sumar, ef frá er talið karlakórsprógramm þeirra með Hreimi í Hofi í nóvember. Það er því sannarlega kominn tími á hefðbundna Hattstvennu þar sem galgopastuðullinn verður hækkaður í ellefu.
Oration MMXVI Oration og Studio Emissary munu þann 19. og 20. febrúar 2016 standa fyrir kolsvartri tveggja daga alþjóðlegri tónlistarveislu undir nafninu Oration MMXVI. Hátíðin fer fram á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík og mun bjóða upp á það besta og ferskasta sem er að finna í svartmálmi (Black Metal) í heiminum í dag. Á hátíðinni munu koma fram íslensku sveitirnar Svartidauði, Sinmara, Misþyrming og Abominor sem allar hafa hlotið mikla athygli erlendis, og auk þess mun Oration MMXVI bjóða heim böndunum Malthusian (Írland), Slidhr (Írland / Ísland), Ævangelist (BNA) og Mortuus Umbra (Ísrael). Síðast en ekki síst munu hinar virtu sveitir Rebirth of Nefast (Írland / Ísland) og Wormlust (Ísland) koma fram á sviði í fyrsta sinn eftir margra ára bið. Hvar: Húrra Hvenær: 19. - 20. febrúar kl. 19:00 Miðaverð: 3.500 - 6.000 kr.
frosty x peter overdrive – snemma morguns
RÜFÜS DU SOL – Innerbloom
Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 18. - 20. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 3.500 kr.
Nicolas Kunysz Barnastund Sinfóníunnar
Meðstofnandi Lady Boy Records útgáfunnar og stofnandi lowercase nights, Nicolas Kunysz, spilar lifandi raftónlist í ambíent fíling á Stofunni nú á fimmtudaginn.
Kanye West – 30 HOURS
Hvar: Stofan Kaffihús, Vesturgata 3 Hvenær: 25. febrúar kl. 21:30 Miðaverð: Frítt
Í þessari Barnastund flytja hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveitinni Vorið eftir Vivaldi ásamt úrvali dansog göngulaga sem koma hreyfingu á mannskapinn. Sérstakur gestur er Maxímús Músíkús. Barnastundin er hálftíma löng og fer fram í Hörpuhorni á 2. hæð, framan við Eldborg. Hvar: Harpa Hvenær: 20. febrúar kl. 11:30 - 12:00 Miðaverð: Frítt
lowercase night #41 Annar Lowercase night viðburður ársins verður þéttsetinn af fjölhæfu tónlistarfólki. Að þessu sinni eru það þær Þóranna Dögg Björnsdóttir, Jarþrúður Karlsdóttir og Kira Kira sem spila af fingrum fram undir kvikmynd að þeirra vali. Hvar: Prikið Kaffihús Hvenær: 21. febrúar kl. 21:30 Miðaverð: Frítt
HONNE – Woman
Sonardagsklúbburinn 2016 Það er með miklu stolti sem hinn víðfrægi Sunnudagsklúbbur kynnir hinn árlega Sonardagsklúbb á því herrans ári 2016. Stephan Stephensen, eða President Bongo eins og hann er einnig þekktur, mun heiðra gesti með nærveru sinni að þessu sinni og leika lifandi lög af nýútkominni plötu sinni „Serengeti“. Formann Sunnudagsklúbbsins, DJ Kára, þarf vart að kynna enda er hann orðinn flestum kunnur fyrir faglega framkomu, lagaval og einstaka gestrisni. Hvar: Paloma, kjallari Hvenær: 21. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Giraffage – Make You Love Me
Music, Creativity & Technology
www.sonarreykjavik.com
Reykjavík 18.19.20 febrúar
náðu í sonar festival appið á Available on the
App Store
MIÐASALA Á TIX.IS boys noize, hudson mohawke, squarepusher, angel haze, !!!, annie mac, floating points, holly herndon, oneohtrix point never, koreless, ellen allien, páll óskar, ben ufo, úlfur úlfur, rødhåd, kiasmos, zebra katz, lone live av ft konx-pax, le1f, bjarki, recondite, mumdance, apparat organ quartet, av av av, president bongo & the emotional carpenters, the black madonna, vök, dj margeir, james pants, reykjavíkurdætur, dj yamaho, sturla atlas, tm 404, sevdaliza, ruxpin, drippin, larry gus, eloq, futuregrapher, dorian concept, wife, throwing snow, gangly, gkr, tonik ensemble, courtesy, east of my youth, milkywhale, auður, vaginaboys, unkwon, harald björk, good moon deer, brigitte laverne, óðinn, b-ruff, intr0beatz, bensöl, karó, skeng, dj e.d.d.e.h, brilliantinus, halleluwah, frank murder, asdfgh., kosmodod, dj tommi white, stereo hypnosis, hildur, ksf, dj katla, tandri, rvk dnb, rix, julia ruslanovna, ultraplay, all inclusive (martin kilvady & mankan) www.sonarreykjavik.com #sonarreykjavik #sonar2016
Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Ólafur Arnalds Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
SKE: Mér þykir leitt að tilkynna þér, lesandi góður, að í augum flestra blaðamanna ert þú ekkert nema vísifingur, lítill ómerkilegur vísifingur með smelligetu. Taktu eftir því, næst þegar þú tekur í höndina á blaðamanni, að blaðamaðurinn forðast augnsamband, gjóir augum laumulega í átt að vísifingri þínum og á erfitt með að skila þér höndinni. Í raun liggur afar einföld skýring á bakvið þessa hegðun: Blaðamanninum dreymir um að eignast þennan vísifingur – að ná honum á sitt vald – svo að hann geti treyst því að sérhver grein sem hann riti uppskeri smell, læk og deilingu frá þessum sama fingri. En þannig hugsa ég ekki. Ég veit að á bakvið hvern vísifingur er manneskja, manneskja sem hefur tilfinningar og drauma og sál. Ég skrifa fyrir manneskjur en ekki vísifingur … en ekki í dag. Í dag bognaði ég undan þunga markaðsins og ákvað að höfða til vísifingra. Ég hitti Ólaf Arnalds á Kaffi Mokka og lagði fyrir hann einkum markaðsvænar spurningar – og hann tók því bara vel. Hann tók því bara vel sökum þess að hann, Ólafur Arnalds, er einstaklega viðfelldinn og hugljúfur maður. (Ég geng inn á Mokka á Skólavörðustígnum og fæ mér sæti. Ég bíð. Stuttu seinna gengur Ólafur Arnalds inn, hress, pantar sér kaffi, ásamt brauðsneið með marmelaði, og sest síðan andspænis mér. Og þarna sitjum við: Hann, hæfileikaríkur tónlistarmaður með BAFTA verðlaun á hillunni– og ég, hæfileikasnauður rithöfundur með nokkrar medalíur frá Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar í kassa inni í geymslu.) SKE: Mér datt í hug, þar sem ég verð seint talinn markaðslega þenkjandi maður, þó svo að eigendur blaðsins séu stundum að ota mér í þá áttina, að spyrja þig einungis spurninga sem leiða (vonandi) til mjög „clickable“ (smelluvænna) svara. Ég tók því saman 9 flokka sem kunna að fanga athygli almúgans. Markmiðið er að þetta viðtal fari „viral“… Ólafur Arnalds: Prufum þetta.
SJÁLFSRÝNI SKE: Sjálfsrýni selur … aldrei fyrr í sögu mannkynsins hafa jafn margir tónlistarmenn verið uppi. Hvað telur þú þig hafa umfram aðra? Af hverju ertu betri en þeir? Það er ákveðið heilkenni sem farsælir tónlistarmenn deila, þ.e.a.s. því meiri farsæld sem þeir njóta því óöruggari verða þeir. Þeir byrja að upplifa sjálfa sig sem loddara, það eru rannsóknir sem sýna fram á þetta. Ég tel mig ekki hafa neitt umfram neinn annan. Ég á marga vini sem hafa lært tónlist og eru miklu klárari en ég – en enginn hlustar á þá. Svo er það ég, sem hætti í tónlistarnámi á fyrsta ári, og geri eitthvað sem nýtur vinsælda. Ef ég ætti að benda á eitthvað þá er það kannski visst innsæi. Ég mundi aldrei segjast vera hæfileikaríkari en næsti maður. SKE: Þetta er áhugavert. Barði sagði einhvern tímann að það mikilvægasta við það að vera góður tónlistarmaður er að hafa góðan smekk; þú þarft að vita hvaða hugmyndum þú átt að henda og hvað þú átt að nota. Það er kannski það sem ég hef…
ILLDEILUR SKE: Illdeilur og ágreiningur fanga yfirleitt athygli almúgans … þú hefur sagt að þú sért mikill aðdáandi íslensks rapps og þar er oft mikið um hið svokallaða „beef“ (illdeilur). Það er kannski minna af því í nýklassíska heiminum … Það er mesta furða … SKE: Er það rétt? Í þessum nýklassíska heimi hafa komið upp ýmis mál sem, að mér finnst, eiga rætur sínar að rekja í ákveðin kynslóðaskipti. Þetta eru eldri karlar (allt karlar) sem hafa unnið í þessum geira í 30, 40 ár og finnast þeir, þar af leiðandi, eiga þessa stefnu. Svo koma menn eins og ég eða Nils Frahm, úr pönkinu, og á nokkrum árum verðum við að einhvers konar „phenomenon,“
sem er eitthvað sem þeim tókst ekki að verða. Þetta skapar togstreitu og gerir það að verkum að þeim finnst við alltaf vera að stela af þeim.
kæmist í tæri við rasista ætti að senda viðkomandi í heimsreisu: „Hér er ein milljón í íslenskum krónum: Farðu í heimsreisu og hættu þessu!“
SKE: Svo það er talsvert um „beef“ í nýklassíska heiminum?
(Við hlæjum.)
Núna um daginn frétti ég að einn af þessum körlum hafði verið að rægja mig við kollega mína – hann ásakaði mig um hugmyndastuld vegna þess að ég hafði verið að leika mér við þá hugmynd að hljóðblanda píanó á óhefðbundinn hátt, sem var eitthvað sem hann hafði víst verið að gera líka. Ég ákvað að hringja í hann og maðurinn var gjörsamlega brjálaður. Ég hafði ekki hugmynd um að hann hafði verið að vinna með svipaða hugmynd. Samtalið endaði vel en maður upplifði þessa togstreitu mjög sterkt. Okkar kynslóð er líka undir áhrifum frá Hip-Hop-inu þar sem sampl-menningin er við lýði. Fyrir mér er höfundarrétturinn ekki eins heilagur; ég verð stoltur þegar ég heyri einhvern sampla tónlistina mína. (Blaðamaður hlær.) Áður fyrr leit ég á þessa menn sem starfsbræður mína og talaði mjög vel um þá í fjölmiðlum. Einu sinni kom ég meira að segja fram í heimildarmynd um einn af þessum mönnum þar sem ég var að upphefja hans tónlist, en nú hef ég áttað mig á því að það eru ekki allir jafn miklir vinir og ég hélt. Þegar samkeppni eða öfund kemur upp þá virðast flestir gleyma því að við erum öll í sama liðinu. Mér þykir það leiðinlegt því ég legg sjálfur mikið uppúr því að upphefja kollega mína og styðja við þá. Það er stundum sagt að maður eigi aldrei að hitta átrúnaðargoðin sín; maður lítur upp til einhvers og svo kynnist maður viðkomandi og hann er óvart fáviti. (Ólafur hlær.)
AFREK SKE: Persónuleg afrek eru vænleg til vinnings þegar fyrirsagnir eru annars vegar … ég sá að þú tvítaðir um daginn að þú hafir nýlega þurft að sækja um nýtt vegabréf, þar sem allar síðurnar voru fylltar. Þú leist á þetta sem eitt af þínum helstu afrekum. Hvað hefur þú komið til margra landa? Þetta var meira að segja bara þriggja-ára vegabréf, en þetta er góð spurning. Það eru ekki mörg lönd eftir á listanum. Ég á reyndar Miðausturlöndin eftir og Afríku. Draumurinn er að ferðast til Írak eða Íran. Þetta eru einir af þeim fáum stöðum sem ég hef virkilega reynt að heimsækja. Ég hef unnið í því að fara til Íran í þrjú ár. Samkvæmt tölfræðinni á Facebook er stór hluti aðdáenda minna frá Íran – sem kemur á óvart. En ég hef komið til flestra landa í Evrópu, Asíu og Ameríku … SKE: Hefur sýn þín á Íslandi breyst? Já, maður upplifir smæð Íslands mjög sterkt í dag. Vandamálin hér eru fremur lítilvæg í samanburði við þau vandamál sem aðrir glíma við. Svo sér maður líka hversu einangruð við erum og hversu miklir rasistar við getum verið. Það er ekki vottur af rasisma eftir í mér eftir að hafa ferðast svona víða. Maður hefur séð svo mikið og veit að fólk er eins mismunandi og það er margt. Kynþáttur er bara pólitískt hugtak sem var fundið upp á 19. öldinni. (Ég reyni að segja eitthvað gáfulegt um Sosíal Darwinismann en kem því illa frá mér. Ólafur segir mér að Mexíkóar hafi verið skilgreindir sem hvítt fólk alveg þangað til að það hentaði ekki Bandaríkjamönnum.) Ég mundi vilja stofna ferðasjóð handa rasistum; í hvert skipti sem samfélagið
Samfélagið yrði miklu betra: Minningarsjóður Ólafs Arnalds.
HÚMOR SKE: Húmor er alltaf vinsæll á markaðnum … lagið þitt Ljósið var upprunalega samið sem auglýsingastef fyrir baðkar. Var þetta íslenskt fyrirtæki? Nei, þetta var fyrir erlent fyrirtæki að nafni Kohler. Ég geri ávallt mikið úr þessari sögu, þó svo að þesskonar verkefni rati reglulega upp á borðið hjá mér. Þetta var reyndar fyrsta höfnunin. En mér finnst alltaf gaman að segja frá því að lagið sem varð kveikjan að mínum ferli hafi verið hafnað af bandarískum baðkarsframleiðanda. (Við hlæjum.) Þetta er mjög fyndið í ljósi klisjunnar sem fylgir oft íslenskri tónlistarsköpun, þ.e.a.s. að við séum öll svo innblásin af íslenskri náttúru o.s.frv. Svo er þetta lag, Ljósið, innblásið af bandarísku baðkari. Samið í skítugri rútu. Í Englandi. (Ólafur hlær.) Ég á aðra svona sögu: Þegar ég var 18 ára og nýútskrifaður úr menntaskóla, sótti ég um hjá fullt af skólum, meðal annars Guild Hall í London, Royal Northern College í Manchester og Berkeley í Bandaríkjunum. Ég komst ekki inn neins staðar nema í Listaháskólanum hérna heima – en hætti á fyrsta ári. Síðan, fimm árum seinna, var ég ráðinn til þess að semja fyrir sinfóníuna í Royal Northern College; beðinn um að vera gesta prófessor í Guild Hall; og fenginn til þess að kenna „master class“ í Berkeley. (Ólafur hlær.) Og ég hef áréttað þessa höfnun í hvert skipti sem ég heimsæki þessa skóla.
FRÆGT FÓLK SKE: Markaðurinn er alltaf hungraður í frægt fólk … hver er frægasta manneskjan sem þú hefur hitt? Ég hef borðað með Demi Moore. Hún var ágæt, en svolítið fáskiptin. Ég var snemma á ferlinum undir verndarvæng Ellen Barkin, sem var mjög fræg á níunda áratugnum. Í hvert skipti sem ég fór til New York gisti ég í húsinu hennar. Hún var gift einum af fimm ríkustu mönnum heims, skildi svo við hann og varð, þar af leiðandi, ein af ríkustu konum heims. (Ólafur segir mér frá því að Ellen Barkin hafi einu sinni dregið hann í partý í New York, þar sem hann hitti mjög furðulegan karlmann í jakkafatajakka og bleikum náttfötum. Hann spurði þennan mann margra heimskulegra spurninga í viðleitni sinni til þess að átta sig á því hvað þessi maður gerði.) Að lokum dró Ellen mig til hliðar og sagði: „Þetta er Julian Schnabel! Viltu hætta þessu!“. Ég var þó engu nær um hvað hann gerði og fannst bara svolítið skrýtið þegar hann vildi fá mig í heimsókn til þess að prófa píanóið sitt. (Ólafur hlær.)
„ÞAÐ ER ÁKVEÐIÐ HEILKENNI SEM FARSÆLIR TÓNLISTARMENN DEILA – ÞVÍ MEIRI FARSÆLD SEM ÞEIR NJÓTA ÞVÍ ÓÖRUGGARI VERÐA ÞEIR.“
10
HVAÐ ER AÐ SKE
Ég og Kate Bosworth vorum einu sinni vinir, áður en hún varð svona fræg. Við hittumst reglulega þegar ég var í L.A. Kate var, og er, mjög indæl en eftir að hún varð svona fræg vildi hún aldrei fara neitt án þess að vera á einhverjum V.I.P. gestalista. Það var orðið mjög erfitt að hittast í kaffibolla – og því slitnaði fljótt upp úr vinskapnum.
SKE: Hvenær gréstu síðast?
(Við hlæjum mjög dátt.)
Hmmm … Það er mjög langt síðan að ég grét síðast. Ég hef það ekki alveg í mér. Ég vildi að ég gæti það …
Ég hef ekki pælt í því. Athyglin hefur vissulega aukist. En ég held að ég þurfi að svara þessu neitandi.
SKE: Erum við að tala um ár eða mánuði?
RELEVANCE
Fleiri ár. Síðast þegar ég grét var það vegna sambandsslita, þó svo að ég hafi átt frumkvæðið. Þegar ég sagði vini mínum svo frá því fór ég að gráta – það hefur eflaust verið meira sjokk en eitthvað annað. Þar á undan, var það örugglega þegar amma dó, 2010 eða 2011. Mér finnst það ótrúlega skrýtið ... ég græt samt alveg þegar foreldrar mínir deyja.
SKE: Það er alltaf hagnaður í því að vera „relevant“ … er Kári Stef sturlaðasti Íslendingurinn í dag?
SKE: Helvítis Hollýwood, maður.
ALMENN LEIÐINDI SKE: Annað mjög markaðsvænt viðfangsefni er almenn leiðindi … þú hefur farið í mörg viðtöl: Hvert er versta viðtalið sem þú hefur farið í? Mér finnst alltaf verst þegar fólk reynir að hljóma of gáfulega. Það eru ekki endilega mjög djúpar pælingar á bakvið alla þá tónlist sem maður semur; stundum er maður bara að setja saman fallega tóna. Stundum þegar maður hlustar á verkið aftur, seinna, þá kvikna einhverjar hugmyndir. En mér finnst óþolandi að fara í viðtöl þar sem spyrillinn reynir að rýna mjög djúpt í tónlistina …
SKE: Nei … SKE: Sjálfur er ég afskaplega meyr maður og tárast á furðulegustu augnablikum. Þetta versnar með árunum … (Við hlæjum.)
(Ég vitna í síðasta viðtal Ólafs við Grapevine, en þar var ákveðinn vottur af þessum intellektúalisma. Ólafur segir að þetta hafi verið lærlingur að taka sitt fyrsta viðtal. Við sammælumst svo um ágæti Grapevine.)
Ég tek þetta út öðruvísi. Ég verð alveg jafn leiður og meyr en þetta brýst fram í öðrum myndum.
Stundum finnst manni eins og spyrillinn hafi bara hent einhverjum orðum saman. (Ólafur hermir eftir hégómafullum erlendum blaðamanni): „the beauty of music is existential.“ Ég velti því fyrir mér hvort að viðkomandi viti hvað hann sé að segja eða hvort að hann hafi einfaldlega fundið þessi orð í einhverju heimspekiritinu.
SKE: Almúgin hefur ávallt mikinn áhuga á lögreglumálum … hefurðu einhvern tímann verið handtekinn?
(Við ræðum viðtalið við DJ Ívar í þættinum Konfekt, þar sem mjög vitsmunalegur þáttastjórnandi lagði afar háleitar spurningar fyrir fyrrnefndan plötusnúð: „Telur þú að tónlist sé skotspónn hugans?“ Við hlæjum.) Maður hefur lent í þessu sjálfur. Hvernig á ég að svara þessu? Það eru, í raun, þrír möguleikar: Ég get verið algjör fáviti og neitað að svara þessu; ég get byrjað að bulla eitthvað í kringum spurninguna; eða ég get bara svarað já eða nei. Ég fer yfirleitt þá leið. Það er mjög fyndið viðtal við Sigur Rós þar sem þeir svara löngum og flóknum spurningum á mjög stuttan hátt. Þetta var hræðilegur spyrill sem var engan veginn undirbúinn.
EINLÆGNI SKE: Einlægni selur … þú sendir frá þér mjög gott tvít um daginn: „Ætlaði að hringja í bróður minn. Skrifaði Afi í staðinn fyrir Ari. Mundi svo að ég á engan afa og fór að gráta #þynnkan.“ (Ólafur hlær.) Ég er svo viðkvæmur þegar ég er þunnur. Ég fór ekki að gráta í alvörunni, en ég var smá klökkur.
Já, algjörlega – en ég elska hann svo mikið. Sástu Grapevine greinina um hitting Kára og Dave Eggers?
LÖGREGLUMÁL
Nei. Einu sinni þegar ég var undir lögaldri rauf ég opinbert útivistarbann sem var í gildi fyrir unglinga. Ég var á tónleikum og laug því að móður minni að þeir væru búnir klukkan 11 – þegar þeir voru, í raun, búnir klukkan 10. Mamma var á leiðinni að sækja mig þegar lögreglan stingur mér inn í hið svokallaða Foreldrahús. Þetta var fyrir tíð farsímans, þannig að við náðum engu sambandi hvort við annað. Þetta var mjög fyndið í ljósi þessi hversu góðir foreldrar, foreldar mínir eru; þau hafa alið af sér afar vel heppnuð börn. Öll systkynin hafa lokið mastersnámi og vegnar vel. Nokkrum vikum seinna fær móðir mín bréf frá Barnaverndarstofu … (Ólafur hlær.) Hún opnar bréfið og hlær. Síðar hringdi hún í Barnaverndarstofu og spurði: „Er ykkur alvara?”
KYNLÍF SKE: Kapítalisminn elskar kynlíf… í viðtali við ESPN sagði rapparinn Action Bronson að kynlífið hafi tekið stakkaskiptum eftir að hann varð frægur. Er einhver munur á post-BAFTA kynlífinu og pre-BAFTA kynlífinu (Ólafur Arnalds vann BAFTA verðlaunin fyrir tónlist sína við þættina Broadchurch)?
Blaðamaður Grapevine fylgdi Dave Eggers á fund við Kára Stef. Þeir hittast í hádegismat og það líður ekki á löngu fyrr en Kári byrjar að rífast við rithöfundinn vegna þess að hann neitar að láta af hendi eigið DNA, Kára til mikils ama (foreldrar Dave Eggers dóu hvor tveggja úr krabbameini). (Við hlæjum.) Kári Stefáns er sturlaðasti Íslendingurinn – en á svo frábæra hátt. Ég elska að fylgjast með honum. Hann lætur gott af sér leiða og er algjör hugsjónarmaður. SKE: Það er samt svo fyndið að Kári, sem er mikill raungreinaheili og vísindamaður, geti verið svona ofboðslega ómálefnalegur í rökræðum; hann á það til að vaða strax í persónulegar árásir. En það er bara ákveðið „click bait.“ Hann væri ekki búinn að safna 70.000 undirskriftum ef það væri ekki fyrir rifrildri hans og Sigmundar Davíðs. (Þarna kristallast pælingin á bakvið þetta viðtal.) SKE: Þetta snýst allt um „click-in.“ (SKE þakkar Ólafi Arnalds kærlega fyrir spjallið og mælir með tónleikum Kiasmos á Sónar Reykjavík 2016, en þar kemur Ólafur Arnalds fram ásamt Janus Rasmussen. Einnig mælir SKE með kapítalismanum, markaðnum og öllu sem því fylgir … samt ekki. Lesendur eru manneskjur .)
gerðu tónlist á
Jam
alvöru gítarsánd
Duet 2
stúdíógæði í lófastærð
makkann þinn
One
fyrir einfaldar upptökur
MiC
hágæða upptökur
Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •
12
HVAÐ ER AÐ SKE
leikhús
AÐRAR SÝNINGAR VEGBÚAR BORGARLEIKHÚSIÐ 19.02.16, 25.02.16
Illska
PÍLA PÍNA HOF
Illska er raunsönn ástarsaga frá Íslandi nútímans. Hárbeitt ádeila á stefnur og strauma í Íslensku þjóðfélagi og veltir upp spurningum sem erfitt er að spyrja, og enn erfiðara að svara. Getum við setið hjá á meðan heimurinn breytist? Verðum við að gæta bræðra okkar og systra? Erum við að sofna á verðinum? Hvað verður um þrjú hundruð þúsund manna þjóð ef landamærin opnast og við dembum okkur á bólakaf í fjölmenningarþjóðfélag 21. aldarinnar? Lifir íslensk menning, þjóð og tunga það af? Byggt á samnefndri skáldsögu eftir Eirík Örn Norðdahl.
21.02.16
ÓÐUR OG FLEXA HALDA AFMÆLI BORGARLEIKHÚSIÐ 20.02.16, 21.02.16
HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF?
Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 21.02.16, 23.02.16, 24.02.16 Miðaverð: 5.500 kr.
BORGARLEIKHÚSIÐ 19.02.16, 20.02.16, 25.02.16
KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
NJÁLA
Sporvagninn Girnd Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öldinni. Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við. Hvar: Þjóðleikhúsinu Hvenær: 19.02.16, 20.02.16 Miðaverð: 4.950 kr
GAGNRÝNI Skyldulesning menntskælinga í framhaldsskóla er BrennuNjálssaga. Á hverju ári er sagan endurvakin, farið er í saumana á hverju smáatriði, þungur lestur fylgir nemendum heim og oftast nær fylgja ranghvolfandi augu og armæða viðmóti nemenda til lestursins. Af hverju og til hvers að lesa þessar bókmenntir sem eru svo tormeltar og langdregnar. Getur verið að í Brennu-Njálssögu leynist djúpstæður lærdómur, spegill og þekking. Við hjá SKE sendum tvo nemendur í Brennu-Njálssögu í Borgarleikhúsið til að heyra þeirra viðbrögð og upplifun á uppsetningu Borgarleikhússins á Njálu samhliða lestri á BrennuNjálssögu sem námsefni. Hér eru þeirra hugleiðingar. Njálusýningin var falleg, litrík, fyndin, alvarleg, klikkuð og æsispennandi. Fyrir augum áhorfanda á sé stað leiksýning, rappópera, myndlistargjörningur og danssýning, samsuða margra listforma, allt á einni kvöldstund. Það var öflugt að sjá hvernig leikhópurinn náði að hleypa áhorfendum inn í það ástand ringulreiðar og togstreitu sem einstaklingurinn upplifir við lestur sögunnar. Já! - ringulreið og togstreita. Og einmitt þessar tilfinningar upplifir áhorfandi beint í þessari uppsetningu. Atriðið eftir hlé þegar Árni Heiðar Karlsson spilar á píanó og dansarar úr íslenska dansflokknum tjá sig með magnþrungnum hreyfingum gefur áhorfandanum fullkomna upplifun á baráttunni, spennunni og reiðinni sem kemur fram í Brennu-Njáls sögu. Í sýningunni er mikið stokkið á milli atriða, persóna og staða rétt eins og gerist í bókinni sjálfri en nýting Ilmar Stefánsdóttur á stóra sviðinu styður þétt við áhorfendur á þessu ferðalagi fram og tilbaka um söguna. Sá hluti sýningarinnar er Bergþóra og Hallgerður takast átökum brýst út rapp sem kemur öllum á óvart. Það var flott að sjá hvernig hópurinn náði að gera þessa mögnuðu baráttu, sem átti sér stað milli tveggja sterkra kvenna, skemmtilega en á sama tíma alvarlega. Einnig var virkilega flott að sjá hvernig hlutverk kvenna í Njálu voru mögnuð upp í leiksýningunni. Á tímum Njálu höfðu konur ekki mikil réttindi en þrátt fyrir það voru þær áhrifamiklar. Á köflum var aðeins of langt gengið með grínið og stundum óviðeigandi, miðað við alvarleikann í sögunni, en annars sprenghlægileg sýning krydduð með þunga og átakanlegum atriðum sem voru elfd með djarfri búningahönnun og hreyfingum sem hræra í sálinni. Í heildina litið er þetta virkilega flott sýning með góðum leikurum, flottri leikmynd og fínu handriti sem er komið saman í eitt. Íslenski dansflokkurinn stóð líka fyrir sínu og var gaman að sjá leikara og dansara blanda saman hæfilekum sínum til að skila sem bestri útkomu. Brennu-Njálssaga öðlast meiri styrk með þessari uppsetningu Borgarleikhússins og skilningurinn dýpkar.
21.02.16
UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 20.02.16
UM ÞAÐ BIL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 19.02.16, 20.02.16
IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 24.02.16
Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 21.02.16
HLEYPTU ÞEIM RÉTTA INN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 25.02.16
LÍFIÐ TJARNARBÍÓ 21.02.16
ÓDAUÐLEGT VERK TJARNARBÍÓ 21.02.16
OLD BESSASTAÐIR TJARNARBÍÓ 20.02.16
Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is
Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!
öll tæ
Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR
VEGAN
Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati
Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati
Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum
Sveppaseyði með seljurótar-ravioli
Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar
Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati
~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís
Stefán Elí Matreiðslumeistari
Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi
Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!
Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.
www.gudjono.is · Sími 511 1234
14
HVAÐ ER AÐ SKE
listviðburðir
AÐRIR VIÐBURÐIR Ouvres Mortes & Ouvres Vives / Dead & living works Hvar: Ekkisens, Bergstaðarstræti 25B
Óvera Sýningarlok Sýningu Siggu Bjargar í Hverfisgallerí er nú að ljúka næstkomandi laugardag og ættu allir sem ekki hafa heimsótt sýninguna að nýta tækifærið nú um helgina. Sýningin samanstendur af stórum svarthvítum teikningum af einum eða fleiri karakterum. Sigga Björg tekur nýtt skref í þessari sýningu; með hverri mynd fylgir sögubrot sem gefur áhorfandanum dýpri sýn inn í myndheim hennar. Textinn og myndin vitnar í hvor aðra án þess þó að annað sé endanleg útskýring eða hitt myndskreyting.
Leiðsögn með listamanni: Katrín Elvarsdóttir í Gerðarsafni Næstkomandi sunnudag, 21. febrúar kl. 15, mun Katrín Elvarsdóttir ræða við gesti um sýningu sína Margföld hamingja. Ljósmyndasýningar Ingvars Högna og Katrínar Elvarsdóttur standa samhliða í Gerðarsafni sem liður í Ljósmyndahátíð Íslands. Katrín Elvarsdóttir sýnir myndaröðina Margföld hamingja, sem hún vann í Kína á árunum 2010-2014. Katrín dregur upp mynd af borg á mörkum þess hversdagslega og skáldaða sem einkennist af hrynjandi augnablika og frásögn í formi endurtekninga. Náttúran í borginni býr í plöntum sem hafa náð rótfestu í manngerðu umhverfinu, í endurgerð á veggspjöldum og blómamynstrum í klæðnaði og áklæðum húsgagna. Mannlífið birtist í portrettum af eldri konum, myndum af híbýlum og fundnum skúlptúrum. Í myndaröðinni fangar Katrín stillu í mannösinni sem stangast á við titil verkanna – tvítekningu á kínversku tákni fyrir hamingju, sem er notað í skraut og til að marka hátíðlega viðburði. Hvar: Gerðarsafn, Hamraborg 4, 200 Kópavogur Hvenær: sunnudaginn 21. febrúar kl. 15
Með verkum sínum hefur Sigga Björg skapað heim sem einkennist oft af andstæðum, húmor og fáránleika þar sem mis-frýnilegir karakterar eru í aðalhlutverki. Hún vinnur yfirleitt aldrei eftir fyrirfram ákveðinni hugmynd heldur er vinnuferlið eins konar flæði. Karakterarnir standa fyrir ákveðið hugarástand – tilfinningu eða aðstæður. Þessar verur, eða óverur, tjá allan skalann af mannlegum tilfinningum og mannlegu eðli og hefur sköpun þeirra verið listakonunni sem tungumál eða dagbók. Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavik Hvenær: Sýningin stendur út 20. febrúar. Opið til kl.17
13-15, 220 Hafnarfjörður Hvenær: Sýningin stendur til 25.febrúar. Opnunartími er frá 15-18 virka daga & 14-18 á laugardögum
Life Drawing #Special Módelteikning Hvar: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga frá kl. 19-20:30
Hvar: Íslensk Grafik, Tryggvagata 17, 105 Reykjavík, Hvenær: 12. - 28. febrúar 2016
Art Gamers sýnir:
Opið miðvikudaga til
The Wheel of Senses.
Contact Improvisation Jam
Art Gamers munu halda opna vinnustund fyrir skapandi verkefni á meðan sýningunni stendur þann 19. febrúar. Klukkan 19:00. Þá mun plötusnúðurinn DJ Beniovska stíga á stokk og öll listform eru boðin velkomin til þess að skapa saman, hvort sem um ræðir dansverk, myndverk, tónverk eða ljóðverk, allir eru velkomnir, aðgöngugjaldið er kr. 600.
kaffitar.is
Hvar: Fjörður, Fjarðargata
TEIKNING / RÝMI
Wheel of Senses er unnið í samstarfi við tónlistamennina í hljómsveitinni Par-Ðar og ljóðskáld í ljóðahópnum We are Ós/ Þetta er Us. Verkefnið gengur út á að hvert listform geti túlkað annað listform með ákveðinni tilfinningu. Byggt er á hugmyndafræðinni í hvísluleiknum (The Chinese Whispers game) þar sem orði er hvíslað á milli einstaklinga í hóp þangað til að á endanum hefur orðið umturnast í eitthvað annað.
Kaffitár í Safnahúsinu Hverfisgötu 15
Stemma / Gallerý Fjörður Nonni Ragnars
Verð: 1.500.-
The Wheel of Senses er sýning eftir listahópin Art Gamers. Listahópurinn samanstendur af fjórum listakonum. Þeim Birnu Maríu Yngri, Sigrúnu Ernu Sigurðardóttur, Sigríði Þóru Þórólfsdóttur og Wiolu Önnu Ujazdowsku. Listahópurinn ætlar sér að skapa leik með myndlist og tvinna öðrum listformum saman við. Listakonurnar sækja í að vinna að krefjandi og skapandi verkefnum sem fá þær til að stíga út fyrir sinn þægindaramma.
Yndislegt kaffi og ljúffengt kruðerí
Hvenær: 12. - 26. febrúar
Hvar: Listastofan, gallerí í JL húsinu, Hringbraut 119. Hvenær: 12.-26 febrúar, þriðjudags til laugardags á milli 18:00-21:00
sunnudaga kl 14-18
Hvar: Jógasetur, Frakkstígur 16, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga kl 20-22 Verð: 500.- og frjáls framlög
Hulda Rós Guðnadóttir Keep Frozen part four @ Listasafn ASI Hvar: Listasafn ASÍ Ásmundarsal , Freyjugötu Hvenær: 05. - 28. febrúar 2016
15
HVAÐ ER AÐ SKE
MINTUR FYRIR FERSKA EINSTAKLINGA
0AL
KC
R U K Y S LAUSAR
16
HVAÐ ER AÐ SKE
PÚLSINN
MYNDBAND ÞórU Hilmars Á STUTTA LISTANUM HJÁ NMVA Myndband við lagið Breathe eftir Mr. Silla, undir leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur, hefur komist á hinn svokallaða stutta lista (short list) fyrir Nordic Music Video verðlaunin. Nordic Music Video Awards er árleg verðlaunahátíð og sú eina sem einblínir á tónlistarmyndbönd frá norðurlöndunum. Verðlaunin fara fram Cosmopolite í Osló, þann 21. maí, 2016. Í samtali við SKE sagði Þóra Hilmarsdóttir að það kæmi í ljós á komandi vikum hvort að myndbandið verði tilnefnt.
TILVITNUN vikunnar: „Ef þú áttar þig á því að þú ert á
frægir FÁ far með SporvagninUM Girnd
Tjaldað fyrir utan Húrra Reykjavík
bandi meirihlutans skaltu staldra við og hugsa þinn gang. “ – Mark Twain
Það var margt um manninn síðastliðinn sunnudag á sýningunni Sporvagninn Girnd í Þjóðleikhúsinu. Erindrekar SKE komu auga á þrjá þjóðþekkta íslendinga í salnum: Harald Dean Nelson, Þórarinn Eldjárn og Jóhann Alfreð. SKE sá ekki betur en þeir hafi skemmt sér vel og velti því fyrir sér hvaða hlutverk þeir færu með í sýningunni ef þeir væru uppi á sviði. Halli Nelson væri eflaust Stanley Kowalski, Þórarinn kannski Harold Mitchell – og Jóhann Alfreð sennilega ungi strákurinn sem fer í sleik við Blanche. En hvað um það. Sýningin var einstaklega vel heppnuð. Nína Dögg fór á kostum.
Mikil eftirvænting er á meðal áhugafólks um strigaskó í ljósi þess að sala á strigaskónum Yeezy Boost 350 Black Pirate, sem Adidas framleiðir í samstarfi við Kanye West, byrjar á Húrra Reykjavík föstudaginn 19. febrúar. Samkvæmt heimildum SKE voru nokkrir búnir að tjalda fyrir framan búðina í von um að tryggja sér skópar í réttri stærð.
#Ófærð á Twitter @horduragustsson: Ok. Ég er ekki að lifa þetta af. Þurfum að setja upp tumblr síðu með #lolfærð #ofærð
Peppaður Kári á vappinu með lepp Síðastliðinn þriðjudag ráku ófáir borgarbúar upp stór augu þegar barráttumaðurinn Kári Stefánsson gekk framhjá þeim með lepp í World Class í Laugum. Bragi Valdimar segir á Twitter: „Hápunktur dagsins? Að sjá Kára Stef rúnta um með lepp fyrir auganu … sagði ég dagsins? … ég meinti lífs míns.“ Emmsjé Gauti varpar fram þeirri kenningu að þetta sé leið Kára til þess að sýna stuðning við Pírata.
@olitje: Beið eftir credit listanum til að sjá hver Eiríkur væri #ófærð
Friðrik Dór fór á kostum í þrítugsafmæli Heyrst hefur að hjartaknosarinn og fyrrum forsíðumódel SKE, Friðrik Dór Jónsson, hafi troðið upp í þrítugsafmæli hjá syni Harðar Magnússonar, Magnúsi Harðarsyni, síðastliðinn laugardag – afmælisbarninu til mikillar gleði. Hápunktur tónleikana kunn hafa verið þegar afmælisbarnið fékk hljóðnemann lánaðan og söng lagið „Fyrir hana“ af mikilli innlifun, á meðan Friðrik glamraði á gítarinn.
@SveinnKjarval: Ekki fyrsti lykilinn sem Andri stakk í skŕána í þessum þætti ef þið skiljið hvað ég meina #hehehe #ófærð @ergblind: Ekkert jafnast á við ískalda mjólk þegar mar er nýbúinn að banga fyrrverandi. #Ófærð @StefnMni: Hugur minn er hjá Rúnari Frey #ófærð @logibergmann: Mér finnst #ófærð ekki nógu sannfærandi. Fólk brosir í 66 norður úlpum. Glætan að það gæti gerst.
17
HVAÐ ER AÐ SKE
18
HVAÐ ER AÐ SKE
skemmtun
Sónar+D Reykjavík 2016 Nýsköpunar- og tækniráðstefnan Sónar+D er ný viðbót á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík í ár. Þessi ráðstefna hefur verið hluti af Sónar Barcelona í mörg ár og er einn veigamesti viðburður hátíðarinnar þar. Í ár verður ókeypis aðgangur á +D fyrir alla þá sem eiga hátíðarpassa eða dagpassa á tónlistarhátíðina sjálfa en +D verður frá fimmtudegi til laugardags milli kl. 14:00 - 18:00. Því er um mikinn virðisauka að ræða fyrir gesti hátíðarinnar í ár. Á hátíðinni verða meðal annars fyrirlestrar frá samfélagsmiðlasérfræðingum, pallborðsumræður með íslenskum plötufyrirtækjum, viðtal við BAFTA verðlaunahafann Ólaf Arnalds og margt fleira. Tónlistarmaðurinn Squarepusher verður með sýndarveruleikasýningu alla þrjá dagana og hægt verður að byggja sinn eiginn hljóðgervil undir leiðsögn sérfræðinga. Hægt verður að fylgjast með vínylskurðar gerð, fikta í nýjum hljóðgervlum og hljóðfærum frá Tónastöðinni og Pioneer DJ svo fátt eitt sé nefnt. Þessi viðbót verður í boði Jónsson & Le'Macks, Tónastöðvarinnar og Advania.
TWEET KYNSLÓÐIN
Friðarsúlan í Viðey tendruð Á afmælisdegi Yoko Ono
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19 í tilefni af afmælisdegi Yoko Ono og mun loga á henni þar til kl. 9 þann 19. febrúar. Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007 til að heiðra minningu John Lennon. Listaverkið er tákn fyrir baráttu Ono og Lennon fyrir heimsfriði. Friðarsúlan tekur á sig form óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.
Stockfish Film Festival veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim kvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjöldanum öllum af viðburðum og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð. Hátíðin er samstarfsverkefni allra hagsmunaaðila í kvikmyndageiranum á Íslandi. Markmiðið með Stockfish Film Festival er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi árið um kring og vera íslensku kvikmyndasamfélagi lyftistöng bæði erlendis og innanlands. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 18. - 28. febrúar kl. 18:00 Miðaverð: 3.900 - 9.500 kr.
Milljarður rís 2016 Byrjaðu að pússa dansskóna þína því nú er komið að hinni árlegu femínísku flóðbylgju. UN Women á Íslandi í samstarfi við Sónar Reykjavík stendur fyrir dansbyltingunni. DJ Margeir heldur dansgólfinu trylltu líkt og undanfarin ár og búið ykkur undir óvænt atriði. Í ár er viðburðurinn tileinkaður konum sem eru á flótta og leggja líf sitt að veði í leit að öruggara lífi fyrir sig og börn sín. Hvar: Harpa Hvenær: 19. febrúar kl. 11:45 - 12:45 Miðaverð: Frítt
Maður á ekki að hlusta á heila nýja Kanye plötu og svo plötuna sem þú ert að vinna í sjálfur. Mixed feelings. @emmsjegauti
Friðarsúlan er samstarfsverkefni Yoko Ono, Reykjavíkurborgar, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur. Hvar: Viðey Hvenær: Fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19 - 19. febrúar kl 21
Hvar: Harpa, Flói area Hvenær: 18. - 20. febrúar kl. 14:00 - 18:00 Miðaverð: Frítt fyrir eigendur miða á Sónar Reykjavík 2016
Stockfish Film Festival 2016
Við eigum öll þennan eina vin sem spyr alltaf í staðinn fyrir að Googla. @ergblind
Það er bókstaflega besta partí allra tíma í gangi í næsta húsi. Söngur, öskur, gleði. Allir making memories. Ætla að hringja á lögregluna. @hrafnjonsson
Íslenska bjórhátíðin KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í fjórða sinn dagana 24.-27. febrúar. Hátíðin er haldin í tilefni af 27 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum. Erlendu bruggarnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller og Alefarm) og Bandaríkjunum (The Commons Brewery, Pfriem Family Brewers og Surly Brewing Company) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða handverksbjór (e. craft beer) af ýmsum toga. Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 24. - 27. febrúar Miðaverð: Frítt (en bjórinn kostar)
Elska þegar ég sé karlmenn með sama heilkenni og ég: að geta ekki talað í síma nema ráfa um eins og ráðvilltur glæpamaður. #stöndumsaman @DagurHjartarson
Ég bý yfir gríðarlega mikilvægum upplýsingum sem ég bara verð að deila með ykkur: Ófærð rímar við skóstærð. @BragiValdimar
Heaven's Gate í Húrrabíó Hinn alræmdi vestri, Heaven's Gate, frá árinu 1980 eftir óskarsverðlaunahafann Michael Chimino, verður sýnd á Húrra. Myndin kom út þrem árum eftir að óskarsverðlaunamyndin Deerhunter kom út. Myndin gekk stórkostlega illa alveg frá framleiðslustigi og þar til hún kom út, en jafnvel áður en hún kom út hafði hún fengið á sig sérlega slæmt orðspor og varð eitt stærsta „box office flop“ sögunnar. Þessi hrakfallahrina varð þess valdandi að myndin var um árabil kölluð versta mynd sem gerð hefur verið. Hvar: Húrra Hvenær: 21. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt
Líkt og Marta María ætla ég ekki að hlusta á neina neikvæðni í dag takk fyrir. Sama hvernig ég haga mér. @RexBannon
HARÐSNÚINN
BLANDARI
Öflugur 1000W blandari frá Dualit, sem hentar vel fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS, tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur. Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu og mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum. • 2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin • Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg • Má fara í uppþvottavél
Verð kr. 41.224,- m.vsk.
Veit á vandaða lausn
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE
Una valrún
síta valrún
Fatahönnunarnemi
Listakona & stílisti
TÍSKA RIHANNA – FENTY X PUMA Puma heldur áfram samstarfi við Rihanna. Síðasta haust hannaði Rihanna skó með Puma, svokallaða „platform creepers“. Þeir seldust upp á sekúndu. Á tískuvikunni í New York um daginn var frumsýnd lína frá Puma. Í því ferli hefur Rihanna verið listrænn stjórnandi. Útkoman var 90´s, hiphop og „monochrome glamourgoth“. Rihanna sagðist vilja að þetta væri „arctic urban forest“, það vibe komst til skila, allt í anda „Health goth“ sem er undanfarin ár búið að vera í gangi hér og þar. Samsuða af víðum göllum og buxum, stuttir toppar og lærishá reimuð stígvél, reimaðir samfestingar, gervipelsar í yfirstærðum, úlpur og „hotpants“. Mattar svartar varir, hvítmálað hár og fullt af „chokerum“ og hálsfestum með krossi. „Fetish gothara“ fílingur, íþróttalegt, TLC, Aaliyah og Lil Kim árið1996, allt saman í blandara.
*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar
22
HVAÐ ER AÐ SKE
Græjur
BOSCH VR BDH
FUNFAN @aroma Ilmolíufræðin eiga sér mörg þúsund ára sögu. Ilmolíur geta haft áhrif á geð okkar og heilsu. @aroma framleiðir græjur sem auðvelda manni að nota ilmolíur hvar og hvenær sem er, að heiman eða heima. Til að ferðast er Funfan sniðug græja. Þarf bara að passa hleðslu, setja olíu í og njóta. Nánar: at-aroma.eu
CARV
Sýndarveruleikagleraugu framleidd að tilefni 500 ára afmæli málarans Hieronmymus Bosch. Bosch málaði meðal annars „Edengarðinn“ og var þekktur fyrir einstök smáatriði og trúarlegar frásagnir í myndum sínum. Með gleraugunum getur þú skoðað hvert einasta smáatriði í málverkinu. Appið fær maður í iOS og Android síma. Nánar: bdh.net
Motion Metrics Þessi græja greinir skíðatækni þína á meðan þú skíðar og gefur þér leiðsögn eins og reyndur kennari. Í pásum er síðan hægt að fá nánari úttekt á því sem gera má betur og fara yfir árangur, ásamt fleiri skemmtilegum viðbótum. Nánar: motionmetrics.co
HENNE BMW LANDSPEEDER Revival Revival Cycles frá Austin, Texas, framleiða hjól með áherslu á form jafnt og kraft. Þetta handgerða hjól er hannað undir sterkum áhrifum frá hinu upprunalega hjóli Ernst Henne „landspeeder“ sem sló ótal hraðamet á árunum 1929-1937. Hjólið er sannkallað listaverk. Nánar: revivalcycles.com
PHOENIX suitX Þessi klæðanlegi vélmennabúningur hjálpar fólki að ganga um upprétt, sem annars þarf að notast við hjólastól. Búningurinn er sá léttasti á markaðnum og dugar hleðslan á honum í allt að 4 tíma. Nánar: usbionics.com
SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.
“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”
QQQQQ www.whathifi.com
24
HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
Tapas Barinn Óhumarslegur humar ... Á föstudaginn var ég fullur. Ég var fullur vegna þess að
Það var ekki löng bið eftir borði og það var einstaklega
það var föstudagur og ég var ungur (semí) og ég var
viðfelldin og bóngóð ung stúlka sem vísaði okkur til borðs og
lifandi og mig langaði til þess að fagna því (stundum er
tók niður pöntunina. Þar sem ég var mjög svangur, og hafði
lífið fagnaðarefni en ekki farg). Eftir að hafa hlýtt á sálar og
ekki þolinmæði fyrir marga smáa Tapasrétti, endaði ég á
fönk tónlist á Lucky Records; sötrað tvo bjóra á Ananas; og
einfaldleikanum: Grilluðum nautalundum og humarhölum.
mjálmað með gömlum rappköttum á Prikinu áttaði ég mig
Ég veit ekki hversu langan tíma það tók fyrir þjóninn að matreiða
á því ég var orðinn býsna svangur. Þar sem febrúar var enn
máltíðina vegna þess að tímaskynið á það til að brenglast þegar
fremur ungur (12 daga gamall), og kreditkortið ekki byrjað
maður er rallhálfur. Nautalundirnir voru góðar en ég er ekki
að mótmæla samskiptum sínum við kröfuharða posana,
enn sannfærður um að humarinn hafi verið humar. Mér fannst
ákvað ég að gera vel við mig – ég ákvað að gera vel við
humarinn óhumarslegur; hann var furðulegur – en þeir sem sátu
mig eins og ég væri Aziz Ansari í einhverjum treat yo' self
með mér voru ósammála. Þeim fannst þetta vera fullkomlega
ham #parksandrecs. Djúpt sokkinn í þesskonar hugleiðingar humarslegur humar. Nautalundirnar og humarinn komu í fylgd fékk ég símtal frá vinkonu sem tjáði mér að leiðin lægi á
bakaðrar kartöflu, fersks salats, alioli og bourgounion sósu, sem
Tapas Barinn og auðvitað slóst ég í för.
var allt saman mjög gott.
Tapas Barinn er til húsa á Vesturgötu 3b. Þeir sem eiga
Þegar ég gekk út hugsaði ég með sjálfum mér; „Tapas Barinn er
ekki frátekið borð, ganga niður stigann (staðurinn er í
ekki ódýrasti staðurinn en gæðin réttlæta verðið. Ég færi hingað
kjallara) og taka því rólega á biðstofunni þangað til að
aftur, ef aðeins til þess að kanna þennan humar nánar.“
svoleiðis húsgagn losnar. Ég hitti fyrrnefnda vinkonu mína, og föruneytið hennar, í biðstofunni þar sem kanna
Daginn eftir, sparlsspaða-þunnur, fór ég á TripAdvisor til þess að
af Sangria gekk á milli manna. Ég fékk mér tvö glös. Þar
skoða dómana, svona til þess að athuga hvort að útlendingarnir
á eftir lagði ég mig fram um að meðtaka andrúmsloftið
væru á sama máli og ég (frægðin kemur að utan og smekkurinn
á bókmenntalegan og skáldlegan hátt: Tapas Barinn er
líka) – og, viti menn, Tapas Barinn var að skora mjög hátt hjá
svolítið dimmur, svolítið hipp og svolítið kúl. Í raun má
túristanum.
segja að ef lögreglupar í skandinavískum glæpaþætti færi út að borða í Reykjavík færi það örugglega á Tapas Barinn
Takk fyrir mig.
(þetta var ekki sérstaklega ljóðræn lýsing á andrúmsloftinu en það er Sangria flöskunni að kenna). En hvað um það.
Orð: Skyndibitakúrekinn
H E I LSUMATS E Ð I L L V EG AMÓTA
VEGAN HNETUSTEIK
Vegamótastíg 101 Reykjavík tel. 511 3040 vegamot.is
26
HVAÐ ER AÐ SKE
Í boði náttúrunnar
Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir
MIÐHÁLENDIÐ: Helsti fjársjóður landsins Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar halda ráðstefnu í Hörpu 26.-27. febrúar næstkomandi. Efni ráðstefnunnar er miðhálendið og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Þar munu fjölmargir aðilar sem þekkja til náttúrufars og útivistar á hálendinu halda fyrirlestra. Einnig koma fram tveir erlendir fyrirlesarar: Dr. Christopher Hamilton bandarískur eldfjallafræðingur sem er sérfróður um eldvirkni á reikistjörnum sólkerfisins. Hann hefur stundað rannsóknir á miðhálendi Íslands og vinnur nú fyrir HiRise teymi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Þá mun Joel Erkkonen fjalla um efnahagslega og heilusfarslega ábata af þjóðgörðum í Finnlandi. Joel er ráðgjafi hjá finnsku stofnuninni Parks & Wildlife Finland. Hann hefur rannsakað samfélagsleg og efnahagsleg áhrif þjóðgarða þar í landi. Þær rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á að fyrir hverja evru sem lögð er í rekstur þjóðgarða skila 10 evrur sér tilbaka til samfélagsins. Hvar: Harpa Hvenær: 26 Febrúar kl. 13.15 – 17.10. / 27. febrúar kl. 10.30 – 14.45 Skráning: steinar@natturuvernd.is Verð: Frítt
Núvitund og hugarró Áhrifaríkt og umbreytandi námskeið með Ásdísi Olsen. Ásdís er viðurkenndur Mindfulness kennari og hefur sérhæft sig í mindfulness fyrir stjórnendur og vinnustaði. Annars vegar er boðið upp á 4 vikna námskeið á þriðjudögum kl. 17 – 20 (23. feb.- 15. mars) og hins vegar 6 vikna námskeið á þriðjudagsmorgnum kl. 10 -12. (1. mars - 5. apríl). Námskeiðin eru samskonar, alls 12 klst.
TAROTNÁMSKEIÐ: Lærðu að spá í spil Nú er tækifærið að læra almennilega á tarrotspilin! Átta klukkustunda námskeið í lestri tarotspila. Á námskeiðinu verður farið yfir ýmsar aðferðir við túlkun spilanna og unnin fjölbreytt verkefni sem þjálfa innsæi, túlkun og hugrekki til að miðla visku spilanna. Námskeiðið er sniðið að byrjendum og þá sem eitthvað þekkja inn á tarotspil, en þarfnast æfingar og hugrekkis til að byrja að lesa spilin. Guðrún Tinna Thorlacius leiðbeinandi hefur lesið í Tarot í yfir 20 ár og reglulega haldið námskeið sem þetta. Hvar: Suðurgötu 35 Hvenær: Hefst 27 Febrúar kl. 13.00 – 17.00. Skráning: tarotnamskeid@hotmail.com, sími 894 3108 Verð: 21.000 kr.
Hvar: Safnaðarheimili Bústaðarkirkju Hvenær: 23. Feb. – 15 mars, Verð: 30.000 kr. Skráning: asdis@hamingjuhusid.is, 864 8902
HÁMARKS VIRKNI HÁMARKS ÁRANGUR
KYRRÐARSTUND Í GUÐRÍÐARKIRKJU
Terranova stendur fyrir gæði, hreinleika og hámarks virkni. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova - bætiefnin sem virka.
Þá er komið að því að tónlistamaðurinn Kim, eða Dreamhub eins og hann kallar sig, komi aftur til landsins og verði með kyrrðarstund í Guðríðarkirkju í Grafarholtinu en kirkjan er einstakur vettvangur fyrir slíkar upplifanir. Munið að eftir að komið er inn í kirkjuna er ekkert talað, þar ríkir kyrrðin og tónlistin, og þar má hugleiða, biðja, slaka - bara ekki tala. Takið með ykkur hugleiðslustóla, grjónastóla, dýnur, púða, sængur, kodda, bangsa eða hvað það er sem lætur ykkur líða vel.
Fæst í flestum heilsuvörubúðum og apótekum, nú einnig í Nettó.
Vörurnar frá Terranova passa saman við mína hugmyndafræði um heilsusamlegt líferni. Vísindi og náttúra mætast þar sem næringarefnum er blandað saman í réttum hlutföllum fyrir hámarks upptöku. Vörurnar eru einnig lausar við öll aukaefni sem gerir Terranova besta valkostinn. ARNÓR SVEINN, KNATTSPYRNUMAÐUR OG NEMI
NÁNAR Á FACEBOOK TERRANOVA HEILSA
Hvar: Guðríðarkirkja, Grafarhollti Hvenær: 19. Febrúar Verð: Frítt
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
28
HVAÐ ER AÐ SKE
hönnun
MOM Carlo Contin
JUICE BRUCE Yaakov Kaufman Þessi hressi viðarbútur hjálpar þér að djúsa þig í gang. Nú fer að vora og þá ber að hreinsa kroppinn með nóg af lime og sítrónum í vatnið eða morgunsjeikinn. Juice Bruce er skemmtileg safapressa hönnuð af Yaakov Kaufman fyrir Monkey Business sem selur skemmtilega gjafavöru og heimilisbúnað.
LAMP ON CANVAS Itay Ohaly
Skemmtilegur stóll sem á að hvetja börn til að halda röð og reglu á dótinu sínu. Hægt er að opna stólinn á bakinu og setunni til að geyma dótið. Einnig er hægt að teikna á stólinn að vild og auðvelt að hleypa nýjum listaverkum að með því að skola með vatni. Stóllinn fær einstakan svip hjá hverjum eiganda með uppáhalds dóti hvers og eins. Nánar:
carlocontin.it
Lampi á striga. Hér hefur hönnuðurinn Itay Ohaly skapað málverk með því að fylgja eftir hluta af hönnunarferli lampans með því að mála það á strigann. Hann vill skilja eftir spurninguna, hvort er mikilvægara? Meira virði?
Nánar: eu.mnkbusiness.com
Nánar: ohaly.com
JÓGA
SETRIÐ
HONKEN WORKSTATION Thomas Bernstarnd, Johan Lindau & Borselius Hannaður af uppgefnu þríeyki fyrir sænska framleiðandan Blástation. Við stólinn er hægt að bæta ótal hlutum sem breyta notagildi hans. Viðbætur eins og hliðarborð, fótskemill, hirsla og rafmagn gerir notendum kleift að aðlaga stólinn betur að sínum þörfum. Nánar: blastation.com
SKIPHOLTI 50 C ISSEY MIYAKE & IITTALA S: 778 1000
jogasetrid.is
Hér hafa Issey Miyake og iittala leitt saman hesta sína og útkoman er meira en góð. Línan samanstendur af 30 hlutum allt frá textíl til keramiks. Töskur, vasar, borðbúnaður og púðar eru meðal annars það sem línan inniheldur. Óhætt er að segja að framleiðendur hafi masterað tímalausa hönnun og þessi lína mun einnig falla undir það.
5.000,-
Við gefum innáborgun með hverju fermingarrúmi
RÚM RÚM
Allt fyrir fyrir svefnherbergið fermingarbarnið Allt Allt fyrir svefnherbergið Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar ogog rúmteppi | Kistur ogog náttborð Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar rúmteppi | Kistur náttborð Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar ogog löklök | Fylgihlutir Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar | Fylgihlutir
Íslensk Íslensk hönnun hönnun
Framúrskarandi
Framúrskarandi
fyrirtæki 2012 fyrirtæki 2010 Framúrskarandi RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 Framúrskarandi fyrirtæki 2012 fyrirtæki 2010 RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 0397 Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397555 | www.rbrum.is | rum@rbrum.is Framúrskarandi | erum á
www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á fyrirtæki 2011 Framúrskarandi www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum á fyrirtæki 2011 alla virka laugardaga daga frá kl. 10.00–14.00, 09.00–18.00, sunnudaga laugardagalokað 10.00–14.00, sunnudaga lokað Opið alla virka daga frá kl.Opið 09.00–18.00, Opið alla virka daga frá kl. 09.00–18.00, laugardaga 10.00–14.00, sunnudaga lokað
30
HVAÐ ER AÐ SKE
BÁHk12.15ÁF
Reynslusögur úr raunheimi Það eru fáir staðir verri en Bónus. Á Hallveigarstíg. Klukkan 12.15. Á fimmtudegi. Í Bónus á Hallveigarstíg klukkan 12.15 á fimmtudegi – (BÁHK12.15ÁF) – ríkir algjört kaos; tugir vannærðra menntskælinga streyma inn um hurðarnar, líkt og hópur bandarískra barbara á Svarta föstudegi, og olnboga hvort annað óþolinmóð fyrir framan samlokuhilluna. Og þar stend ég. Þar stend ég og reyni að ákveða mig hvort að ég eigi að fá mér samloku með túnfisk eða rækjusalati á meðan einhver táningurinn axlar mig í bakið #Kónan. En það er ekki ástæðan fyrir því að Bónus á Hallveigarstíg klukkan 12.15 á fimmtudegi er versti staðurinn á landinu – ástæðan er þessi: Í BÁHK12.15ÁF eru aðeins tveir kassar opnir hverju sinni. Og fyrir framan þessa tvo kassa myndast tvær langar raðir og ég vel mér alltaf ranga röð. Ég vel röðina sem virðist vera styttri og þó svo að ég, mennski tommustokkurinn, segi að hún
sé styttri er einhvers staðar skeiðklukka sem hlær. Skeiðklukkan hlær vegna þess að hún veit að fyrr en varir mun einhver barbarinn í „styttri“ röðinni biðja um nótu og lama framgöngu raðarinnar. Og svo gerist það. Framganga raðarinnar lamast eins og Christoper Reeves eftir reiðtúr (langt yfir strikið). Ég horfi vonsvikinn á röðina við hlið mér sem mjakast áfram eins og duglegur snákur og ég dæsi. Ég gleymi mér. Ég fell í bölsýnisgryfjuna og sé ekki ljósið. Á þeirri stundu, vitaskuld, opnast þriðji kassinn og þeir tíu menntskælingar sem standa fyrir aftan mig hlaupa að kassanum og skyrpa framan í réttlætið. Þetta er fullkomið taugaáfall. Ég er þegar byrjaður að lesa hugleiðingar Markús Aurelíusar til þess að komast í gegnum þetta. Stóuspekin er eina vopnið gegn BÁHk12.15ÁF – stóuspekin eða dauðinn. Friðrik Níelsson
HLAÐVARP VIKUNNAR THE TIM FERRIS SHOW Tim Ferris hefur eitt markmið: að kryfja venjur og þankagang þeirra einstaklinga sem hafa náð langt á einhverju tilteknu sviði í lífinu – í von um að þessi krufningur geti aðstoðað hlustendur við að gera slíkt hið sama. Í þessari viðleitni sinni hefur hann spjallað við fjöldann allan af áhugaverðu fólki á borð við Edward Norton, Tony Robbins,
Rick Rubin og Arnold Schwarzenegger. SKE hlustaði nýverið á viðtal Tim Ferris við skopmyndateiknarann og rithöfundinn Scott Adams, sem er hve best þekktur fyrir Dilbert. Í viðtalinu lýsir Adams því hvernig hann hefur beitt svokölluðum jákvæðum staðhæfingum (positive affirmations) til þess að ná langt í lífinu. Áhugaverður þáttur um áhugaverðan mann.
Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af heilsulyfjum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð.
Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur Afgreiðslutími: 9-18:30 virka daga 10-16:00 laugardaga
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Föstudagsröðin Í Norðurljósum í Hörpu Fös 4. mars » 18:00 Fös 1. apríl » 18:00 Fös 6. maí » 18:00
Föstudagsröðin er ný tónleikaröð þar sem hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason teflir saman hljómsveitarverki og einleiksverki á klukkustundarlöngum tónleikum. Miði á staka tónleika er á 2.700 kr. Áskriftarkort á þrenna tónleika kostar aðeins 6.480 kr. @icelandsymphony
#sinfó