Ske #48

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 26.02–03.03

HLAÐVARP

PLANET MONEY

#48

ske.is

SKELEGGUR

ÉG ER EKKI

ÍSLENDINGUR

TÍSKA

ALEXANDER

MCQUEEN

„ÉG VIL EKKI VERA LISTAMAÐUR – ÉG VIL BARA VERA HOT.“ – SKE SPJALLAR VIÐ

SÖGU GARÐARS


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SÓNAR REYKJAVÍK 2016

SKEleggur Ég er ekki Íslendingur Ég fæddist 2. febrúar 1986 í Reykjavík. Og kannski heldur þú að sú staðreynd að ég hafi fæðzt 2. febrúar 1986 í Reykjavík – geri mig að Íslendingi. En það er ekki rétt. Ég er ekki Íslendingur. Til þess að manninum (kk.) hlotnist dýrðlega tignarheitið Íslendingur þarf hann að uppfylla margvíslegar og strangar kröfur: Fyrir það fyrsta þarf hann að hafa húðlit á við ómengaðan snjóskafl (jafnvel hinn fölasti skuggi á litarhafti hans veldur löndum hans ónotum – og gefur til kynna að hann sé Dani); hann þarf að tala fágaða íslensku, fullkomlega fallbeygða, með góðri röddu – eins og útvarpsþulur á fjórða áratugnum; hann þarf að kunna allar Íslendingasögurnar utanbókar – og helst þarf hann að varðveita þær á vænlegum og virðulegum viðarhillum í Vesturbænum; hann þarf að glíma við áfengisvanda – en neita að fara í meðferð, bíta bara á jaxlinn og hrista af sér fíknina líkt og hundur sem dýir af sér hafsjónum á ströndinni; hann þarf að hafa fangað fegurð íslenskrar náttúru í bundnu og óbundnu máli – og að hafa rigsað í gegnum erlendar stórborgir sem teinrétt flaggstöng, flíkandi íslenska þjóðerninu, stoltur; Íslendingurinn þarf að búa yfir heljarmætti Jóns Páls og kunna, jafnframt, að beita mættinum á fágaðan, yfirvegaðan og skilvirkan hátt – eins og taplaus Gunnar Nelson; hann þarf að vera ónæmur fyrir kuldanum og elska íslenska veturinn; og að lokum þarf hann að eiga fé, sauðfé og aur, og land og hest og hlöðu – og á hverri nóttu þarf hann að fullnægja flekklausri fjallkonu með löngum lim sem hann beitir, óaðfinnanlega, með sinni séríslenzku bólfimi ... í raun er hinn sanni Íslendingur enn ófæddur – og er óvíst hvort að hann muni nokkurn tímann fæðast. Hverjar eru líkurnar á því að hugur Halldórs Kiljan Laxness verði nokkurn tímann innrammaður í meitluðum kjálka Kára Stefánssonar, hvers háls hvílir á herðum Grettis Sterka, hvers búkur geymir biksvarta lifur Megasar? Ekki miklar. Ég er ekki Íslendingur. Ég er gangandi falleinkun. Á hvorki hest né hlöðu.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og leiðari: Ragnar Tómas Hall­gríms­son Viðmælandi: Saga Garðars Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Myndir - Sónar Reykjavík: Joseph Hall Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar.

Fabrikkuborgarinn

Morthens

Stóri Bó

Forsetinn

Fjórar tegundir bakka eru í boði og hverjum bakka fylgir gómsæt sósa til að dýfa í. Pantaðu smáborgara á www.fabrikkan.is

Simmi 14 ára

Jói 13 ára


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Caterpillarmen, Quest & Grúska Babúska Hljómsveitin Grúska Babúska er að fara til Bretlands í tónleikaferðalag í mars. Af því tilefni heldur sveitin upphitunargigg á Húrra næstkomandi miðvikudagskvöld. Með þeim munu spila snillingarnir í Caterpillarmen og Quest. Hvar: Húrra, Tryggvagata 22 Hvenær: 2. mars kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Eivør Söngkonan frá Syðrigøtu fagnar úgáfu sinnar tíundu plötu með tónleikum á Græna hattinum þann 27. febrúar og í Gamla Bíó þann 28. febrúar. Nýja platan heitir Slør og þess má geta að titillinn hefur sömu merkingu á íslensku og færeysku og merkir einfaldlega slör eða slæða. Platan hefur að geyma glæný lög sem Eivør flytur á móðurmálinu, færeysku. Slør er hrá, íhugul og fjallar um aðskilnað, þrá eftir því að finna sinn stað og leitina að frelsinu.

Benni Hemm Hemm í Blikktrommunni Benni Hemm Hemm hefur haldið sig til hlés undanfarið ár og einbeitt sér að því að safna að sér hljóðum og orðum, fyllt stafla af stílabókum og hefur hann tekið upp haugana alla af lögum og er nú að taka saman fenginn og undirbúa útgáfu á næstu mánuðum. Hvar: Kaldalón, Harpa Hvenær: 2. mars kl. 20:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Hvar: Gamla Bíó, Ingólfsstræti 2a Hvenær: 27. og 28. febrúar Miðaverð: 4.490 - 6.990 kr.

Hekla og þeremínið Hekla Magnúsdóttir spilar á hið undursamlega þeremín og syngur lög af komandi plötu sinni. Fyrir síðustu plötu sína „Heklu“ sem gefin var út á Bandcamp og inniheldur sex lög fyrir þeremín, sög og söngrödd, hlaut tónlistarkonan Kraumsverðlaunin árið 2014. Hekla Magnúsdóttir hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Bárujárn. Hún hefur einu sinni áður haldið einleikstónleika í Mengi við frábærar undirtektir. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 26. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

FM Belfast á Bjórhátíð Daisuke Tanabe Mengi býður upp á tónleika með japanska tónlistarmanninum Daisuke Tanabe sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir. Í tónlist hans renna saman hip hop og raftónlist, djass og þjóðlagatónlist svo úr verður sérstæð og afar grípandi blanda.

Myrkraveisla Hið myrka man býður til Myrkraveislu á Dillon. Fram koma íslenskir og erlendir plötusnúðar, Hið myrka man, Fredi Sirocco frá Leipzig í Þýskalandi, Madame Melanocolique og DÖPUR disko. Fredi Sirocco kemur frá Leipzig í Þýskalandi og spilar old school electro eins og italo, acid, wave synth og popp. Útgáfufyrirtækin Hið myrka man, FALK (Fuck Art Let's Kill), Lady Boy Records og Ronja verða á staðnum með plötur, kassettur, boli og margt fleira til sölu. Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 26. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 500 kr.

Daisuke Tanabe er búsettur í Tókýó í Japan, er myndlistarmenntaður og dvaldi í London um nokkurt skeið. Hann hefur gefið tónlist út hjá útgáfufyrirtækjum á borð við Ninja Tune, BBE, Project: Mooncircle og Brownswood Recordings. Hann hefur komið fram með Zero DB og endurhljóðblandað tónlist listamanna á borð við Elan Mehler og Aaron Jerome. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 27. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Orkuboltarnir og stuðtuddarnir í hljómsveitinni sívinsælu, FM Belfast, spila á Íslensku Bjórhátíðinni á Kex Hostel næstkomandi laugardag. Nú verður 27 ára frelsi frá bjórbanninu ógurlega fagnað með pompi og prakt. Svo virðist sem öllu verði til tjaldað á þessari frábæru hátíð en sveitin fyllir hverja hljómleikahöllina á fætur annari hvert sem hún fer. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 27. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt

Singapore Sling Götublaðið The Reykjavík Grapevine kynnir tónleika með hinni goðsagnakenndu Singapore Sling á skemmtistaðnum Húrra næstkomandi föstudagskvöld. Ekki í hverri viku sem þessi hljómsveit kemur saman og telur í swing. Ásamt Singapore Sling verða gestir sem enn á eftir að tilkynna. Hvar: Húrra, Tryggvagata 22 Hvenær: 26. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: Frítt


PIPAR \ TBWA •

SÍA •

161088

Doritos Boxmaster Original kjúklingur, flögur úr svörtum Doritos, piparmajónes, kál, kartöfluskífa, ostur og salsa.

Doritos Boxmaster, franskar, 3 Hot Wings, gos og Prins Xtra.

929 KR.

1.899 KR.


6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar hlutu á dögunum þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrir lag ársins í rokk flokki, textahöfund ársins og sem flytjendur ársins. Til þess að fagna þeim árangri munu þau blása til kraftmikilla tónleika, eins og þeim einum er lagið, í Bæjarbíó í Hafnarfirði næstkomandi fimmtudag.

NÝTT UNDIR NÁLINNI

Skálmöld Í tilefni þess að allar plötur Skálmaldar hafa nú náð gullsölu, og tónleikaplata þeirra með Sinfóníuhljómsveit Íslands reyndar platínusölu, blása þeir sexmenningar til sérstakra yfirlitstónleika. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 26. febrúar kl. 21:00 Miðaverð: 5.990 kr.

Mac Miller – Jump (Jayceeoh & ClockworkDJ Remix)

Hvar: Bæjarbíó, Hafnarfjörður Hvenær: 2. og 3. mars kl. 21:00 Miðaverð: 3.000 kr.

Ceasetone kveðjutónleikar Það er aldeilis margt á döfinni hjá Ceasetone hópnum en hann heldur út fyrir landssteinana í fyrsta sinn og er förinni heitið á Bandaríkjatúr og á South By Southwest í Texas. Af því tilefni vill hópurinn nýta tækifærið og bjóða í partý sem verður einnig frumsýningarpartý tónlistarmyndbandsins „The Bright Side“.

Don Giovanni

Cruel Youth – Mr. Watson

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7 Hvenær: 27. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

W. A. Mozart Ópera Mozarts um sjálfan Don Juan, Don Giovanni, verður frumsýnd hjá Íslensku óperunni laugardaginn 27.febrúar. Goðsögninni um Don Juan hefur verið haldið á lofti í gegnum aldirnar og hefur hún gefið mörgum skáldum innblástur í skrif sín og umfjöllunarefni. Ópera Mozarts um hinn hættulega heillandi flagara hefur frá frumflutningi árið 1787 verið mjög vinsæl og umtöluð fyrir áhrifaríkt tónmál og fegurð. Miðasala á tix.is. Hvar: Íslenska óperan, Harpa Hvenær: 27. febrúar kl. 19:00 Miðaverð: 3.900 - 9.900 kr.

POLIÇA – Lately

Högni Egilsson Högni Egilsson hefur komið víða við á fjölbreyttum tónlistarferli sínum og leggur nú leið sína á Bryggjuna. Högni hefur samið tónlist með hljómsveitum sínum Hjaltalín og GusGus. Þá hefur hann samið fjöldamörg tónverk fyrir leikhús, sjónvarp og kvikmyndir. Öll verkefnin eru undir og mega tónleikagestir því búast við einstakri tónlistarveislu. Hvar: Bryggjan Brugghús, Grandagarður 8 Hvenær: 29. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Cornelis och En Bellman Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar innblásturs bæði hér heima sem og vestan hafs og austan. Til að fagna tíu ára afmælinu efnir hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu. Miðasala á tix.is. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 26. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: 2.500 kr.

J Dilla – The Introduction

VÄRTTINÄ VÄRTTINÄ hefur síðan 1983 verið sendiherra finnskrar þjóðlagatónlistar um allan heim. Hljómsveitin hóf göngu sína í þorpinu Rääkkylä í norður Karelia í austurhluta Finnlands og hefur síðan þá gengið í endurnýjun lífdaga sem gerir hljómsveitina sívinsæla og ódauðlega. Í 30 ár hefur tónlist og stefna VÄRTTINÄ verið leiðandi í straumum þjóðlagatónlistar og þau haldið tónleika um allan heim. Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5 Hvenær: 29. febrúar kl. 19:30 Miðaverð: 3.000 kr.

Moi Je – Profite Kazy Lambist Remix



Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Saga Garðars Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

SKE: Einhver staðar í vesturbæ Reykjavíkur situr eldri kona í ruggustól með virðulegar gráar krullur og undir þessum virðulegu gráu krullum hvílir fastmótuð mynd af heiminum – mynd sem storknaði um miðbik tuttugustu aldar og harðnaði, endanlega, skömmu síðar og varðveittist, þaðan af, sem heilagur og óhagganlegur sannleikur. Í hugarheimi þessarar

þó svo að hún sé hávaxin og glæsileg – er hún engin fjallkona. Fjallkonan var fantasía: formleg, undirgefin og svolítið bæld – persónugerving íslensku þjóðarinnar í kvenmannsmynd, hvers flekkleysi endurspeglaði löngun þjóðarinnar til þess að verða frjáls. En Saga Garðars er andstæðan: raunveruleg, skeytingarlaus, sjálfstæð, framsækin, femínísk, beitt og flíkar eigin kynþokka skammlaust.)

kringum hana svífa eftirfarandi lýsingarorð líkt og iðandi flugnaský: „fögur,“„góð húsmóðir,“ „formleg,“

Allan: Þetta er flott.

„íhaldssöm,“„dugleg,“ „settleg,“ „kvenleg,“ og þar fram

(Allan rennir í gegnum myndirnar og er þess fullviss að okkur hafi tekist að fanga augnablikið. Starf Allans er auðvelt miðað við starf höfundarins, hugsa ég, og afhjúpa þar með ákveðna hlutdrægni í garð eigin atvinnu; ljósmyndarinn þarf myndavél, fingur, ljós og manneskju, á meðan rithöfundurinn þarf tíma – tíma og hugsun og dýpt. Saga gægist yfir öxl Allans og vill helst halda áfram. Hún vill taka fleiri myndir. En Allan, eins og ég, er eitthvað lúinn. Ég og Saga kveðjum og röltum í átt að Prikinu. Það er fallegt veður.)

situr: mjólkurhvít dama í fjallkonubúning – og í

eftir götunum … Þann 31. desember 2015 kveikir þessi sama kona á Kryddsíldinni á Stöð 2 – og þar birtist henni fyrir sjónum Saga Garðars. Saga Garðars segir nokkra brandara sem verða til þess að konan hneykslast. Kannski ritar hún einnig Sögu Garðars bréf, að þætti loknum … (Ég rölti af Laugaveginum í átt að Þjóðleikhúsinu og geng, bíð í ofvæni eftir fundi mínum og hvirfilbylnum Sögu Garðars. Síðastliðnar vikur hef ég reynt að bóka viðtal við Sögu en í ljósi þess að „schedule-ið“ hennar er sem uppdópaður simpansi í yfirvinnu – óútreiknanlegt og annasamt – er það ekki fyrr en nú, 23. febrúar 2016, að eitthvað virðist ætla að rætast úr þessu samtali okkar. Ég og Saga hittumst í anddyri Þjóðleikhússins, brosum, og – þar sem við erum bæði í símanum – kinkum við kolli og flækjum hvort sinni hendinni í einhvers konar framlengdu „high-five/handshake-i“ – vandræðalegri 10-putta orgíu sem ekki bætir heiminn á neinn hátt. Er við reynum að gleyma þessu augnabliki, röltum við saman niður í leikhúskjallarann – á fund Allan ljósmyndara.) Allan: Halló-hæ! Saga Garðars: Halló-hæ! (Allan stendur á sviði Þjóðleikhúskjallarans, í kastljósinu, fyrir framan rautt fortjaldið, við hliðina á hljóðnema og fremur einmannalegum kolli, og er að vesenast eitthvað með myndavélina. Á meðan Saga stekkur frá, til þess að farða sig, stillir Allan mér upp og smellir af nokkrum myndum í tilraunaskyni. Klikk … Klikk … Klikk. Ég lít á skjá myndavélarinnar og sé þreytuna endurspeglast í eigin andliti; í allan dag hefur sál mín seytlast hægt og rólega í gegnum lyklaborðið – og það sést. „Að skrifa er auðvelt. Maður sest bara niður fyrir framan ritvélina og blæðir:“ Hemingway hafði rétt fyrir sér – nema kannski um líftíma ritvélarinnar. Innan skamms stekkur Saga upp á sviðið, handleikur hljóðnemann og byrjar að grínast.) Saga Garðars: Ég var að skemmta á árshátíð hjá fínu fólki fyrir stuttu. Það gekk ágætlega þangað til að ég sagði brandara um ömmu mína – að vara mig við að putta mig þegar ég væri nýbúin að skera chili. (Ég og Allan hlæjum. Saga lýsir því fyrir okkur hvernig hún reyndi síðar að draga úr þessum brandara fyrir framan hljóðlátan, hneykslaðan salinn – en það gekk erfiðlega. Er hún heldur áfram gríninu, fylgist ég með henni: Saga er íklædd þröngum, svörtum gallabuxum, tættum við hnén, ásamt strákslegum, svörtum bol. Á meðan Allan tekur myndir lýsir hún yfir markmiði sínu með þessari myndatöku: að festast ekki á filmu, eina ferðina aftur, sem „dúlla“. Sögu Garðars langar til að vera hot, sjáðu; hún vill að þessi mynd veki upp óæðri hvatir á meðal karllesenda blaðsins.) SKE: Engar áhyggjur: Hot-leikinn verður í fyrirrúmi. Saga Garðars: Ég vil ekki vera listamaður – ég vil bara vera hot! (Við hlæjum. Ég velti því fyrir mér hvort að Saga Garðars sé svar minnar kynslóðar við undirgefni og íhaldssemi hinnar fyrri kvenkynslóðar? Er hún í raun stór langatöng í andliti afturhaldsins: vel gefin, kómísk, huguð, myndarleg og lífsglöð – ásamt því að vera berorður femínísti.) SKE: Þetta verður forsíðutilvitnunin: „Ég vil ekki vera listamaður – ég vil bara vera hot! SKE spjallar við flekklausu fjallkonuna Sögu Garðars.“ Saga Garðars: Flekklausa fjallkonan! (Hún hlær. Þetta er fyndið vegna þess að þetta er ekki satt – ekki lengur. Saga Garðars gekk kannski einhvern tímann þennan fjallkonuveg: Hún útskrifaðist úr Lærða skólanum, MR; var bindindismanneskja; og fyrirmynd – en, nú í dag, er hún eitthvað meira en bara stöðnuð staðalímynd. Hún er ekki lengur flekklaus. Flekklausar konur grínast ekki með sjálfsfróun ömmu sinnar, og

SKE: … ég hef hér fyrir framan mig, helling af fremur „random“ spurningum … Saga: Það er mjög gott.

Saga: Ég verð að sýna ykkur nýju passamyndina mína – ég er nakin á henni, með tíkó: algjört slött. (Enn meiri hlátur. Ég byrja að ímynda mér hvernig það væri ef þessi flekklausa fjallkona sæti í áhorfendasalnum á meðan Saga færi með uppistand. Saga myndi gleypa hana heila: „þú ert strengjaBRÚÐUR feðraveldisins!“ yrði kannski „punch“ línan.)

konu er hásæti þar sem fyrirmynd íslensku konunnar

(Ég hlæ. Ímynda mér síðan Shakespeare sem aumkunarverðan búktalara í Vegas: „Helvíti er tómt. Allir djöflarnir búa meðal okkar.“ Kaffiþjónninn færir okkur bolla af Americano og Cappuccino.)

Ónefndur barþjónn á Prikinu: Góðan daginn. Ég og Saga Garðars (í kór): Góðan daginn. (Ég spyr hvort að ég megi bjóða Sögu eitthvað að drekka og hún hugsar sig aðeins um, segir síðan „já“ og biður um Americano. Það að Saga Garðars drekkur Americano segir eitthvað um hana. Ég las einhvers staðar að afturhaldsseggir drekka uppáhelling; að þeir sem drekka cappuccino eða latte vilji að fólki líki vel við þá; en að þeir sem panta eitthvað annað, eitthvað sérstakt, eins og Americano, eða soya-latte – eru líklegast svolítið ákveðnir, framsæknir og finnst gott að vera við stjórnvölinn. Ég legg fram pöntun og rölti síðan upp stigann, sest andspænis Sögu og við byrjum að spjalla um sýningu hennar og Dóra DNA – Þetta er grín, án djóks.) SKE: Maður fann það eftir sýninguna í Eldborg að þið voruð mjög sátt. Dóri kastaði sundbolta yfir salinn, sem var, fyrir mér, einhvers konar vitnisburður um fullkomna gleði. Saga: Það er svo gaman að gera eitthvað sem þér finnst geðveikt, með einhverjum sem þér finnst geðveikur, og að það gangi svona geðveikislega vel! (Ég spyr hvað þetta voru margar sýningar. Saga segist ekki muna það nákvæmlega. Þetta voru nokkrar sýningar í Hofi, á Akureyri, og svo ein lokasýning í Eldborg.) Saga: Þetta var líka svo geggjaður endapunktur, að standa á sviðinu í Eldborg, umvafin leikmyndinni sem Magnea, konan hans Dóra, smíðaði; í hljóðheimi Snorra (Snorri Helgason, kærasti Sögu); í verki sem við skrifuðum sjálf – horfa svo yfir salinn og hugsa: „Ef þetta klúðrast – þá er það allt okkur að kenna! Það vorum við sem skrifuðum þetta, við sem ákváðum að þetta væri fyndið.“ Við gátum ekki kennt neinum um og því fylgir ákveðin pressa. Við gátum ekki falið okkur á bakvið neinar afsakanir: „Shakespeare sagði okkur að segja þetta …“

(Ég gríp rangt spurningablað og fálma um í töskunni eftir rétta blaðinu. Saga löðrungar þögnina með pælingum sem snerta Þetta er grín, án djóks.) Saga: Þessi sýning spratt upp úr þeirri hugsun að mig langaði bara að gera snilld – eitthvað sem mér finnst skemmtilegt – og sem mér finnst skipta máli. Maður fær ekki alltaf að gera það í leikhúsinu … SKE: … líka að okkar kynslóð fái rödd. Maður sá það í Eldborg að þetta var, að stórum hluta, fólk á okkar aldri, sem var mjög sátt með sýninguna. Saga: Við vorum heldur ekki að endurtaka brandara frá átjánhundruðog-eitthvað – sem enginn hefur forsendur til að skilja í dag, sem eru, í raun, löngu orðnir úreltir. (Saga sötrar Americano-inn á meðan ég segi henni að ég og Dóri vorum saman í MH, þar sem við vorum viðloðandi íslensku rappsenuna.) Saga: Þegar þú stakkst upp á því að við myndum hittast á Prikinu, hugsaði ég: „Ohhh, ekki Prikið.“ Ég þori eiginlega aldrei inn á Prikið. Ég er svo hrædd um að töffararnir eigi eftir að fatta að ég drekk te og hlusta mikið á Celine Dion – og eigi eftir að hlægja að mér. Ég forðast Prikið. Helst hefði ég viljað hittast í Norræna húsinu. (Ég hlæ.) SKE: Þetta er fyrsta viðtalið sem við tökum á Prikinu. Ég var einu sinni alltaf hérna – og var byrjaður að skammast mín fyrir það. Ég var orðinn hluti af innréttingunum. En svo dró ég mig í hlé í nokkur ár. En það er alltaf jafn skrýtið að koma hingað; maður hefur átt þó nokkuð af „low points“ inni á þessum stað. (Við hlæjum.) Saga: Mér finnst rapp mjög skemmtilegt en samt sem áður finnst mér þetta líka vera einhver ævintýraheimur, vegna þess að ég tengi ekkert við textann. Talandi um flekklausu fjallkonuna … (Saga líkir eftir rappara, mjög sennilega Ágústi Bent:) „Ég er þurr í munninum, ég veit ekki hvar ég er!“ Saga: Ha!? Hvar hefur hann eiginlega verið? Þetta er einhver töfraheimur sem ég skil ekki: töfraheimur töffarans? SKE: Ert þú bindindismanneskja? Saga: Ég var það, þangað til að ég hitti Snorra. SKE: Hann dró þig út á djammið? Saga: Nei, djók. Ég byrjaði að drekka fyrir tveimur árum síðan. Mig langaði aldrei að drekka, en svo kom þessi löngun. Ég hélt reyndar í mig í svona hálft ár eftir það; ég var svo mikil fyrirmynd. Reglulega kom fólk upp að mér og fagnaði reglusemi minni: „Fokk, djöfull er þetta þrúgandi!“


„ÞEGAR ELDRA, FORPOKAÐ FÓLK HJÓLAR Í MIG ÞÁ FINNST MÉR ÉG VERA Á RÉTTRI LEIÐ.“


10

HVAÐ ER AÐ SKE hugsaði ég. Síðan ákvað ég bara að byrja. SKE: Hvernig var fyrsta djammið? Saga: Það var mjög „royal.“ Það var á snekkju. Ég hafði ekki verið lengur að en í fimm mínútur þegar ég steig upp á stafn og var byrjuð að öskra „ég elska peninga!“ með kampavínsglas mér við hönd. (Ég hlæ. Saga Garðars væri góð sem Úlfurinn í Borgartúni.) Saga: Ég verð hömlulaus mjög fljótt, en mér finnst ég samt gera það mjög vel. Ég held að það sé sniðugt að byrja ekki að drekka fyrr en þú hefur lært að skemmta þér án áfengis. En síðan fordæmi ég enga; það er alveg hægt að vera hálfviti án þess að maður sé að drekka. SKE: Ég byrjaði líka að drekka mjög seint. Fyrstu fylleríin voru algjört „hell.“ Maður fór langt yfir strikið og kunni engan veginn að haga sér. Saga: Ég lenti í einu svona „bolluslysi“ – þegar ég varð 15 ára, 28 ára (Saga upplifði 28 ára það sem aðrir upplifa 15 ára, meinar hún). Ég drakk og drakk og fann ekkert áfengisbragð, síðan, allt í einu, eftir að ég hafði verið að ýta einhverjum landsliðsmönnum í körfubolta – vegna þess að mér fannst þeir vera að monta sig, vegna þess að þeir voru svo hávaxnir, en í raun stóðu þeir bara þarna – þá rankaði ég við mér í eftirfarandi hugleiðingum: „Ég ætla að vanda mig að standa.“ (Saga leikur þetta atriði; vaggar fram og aftur í sætinu eins og mennsk keila.) Saga: Það var ákveðið „low point“ – að standa fyrir framan körfuboltamann með það eitt að takmarki að detta ekki á andlitið. SKE: Mig langar að ræða bloggið þitt, Harmsaga, sem þú varst með þegar þú varst yngri. Saga: Í alvöru! Ég hata þetta blogg. SKE: Þetta er svolítið eins og að skoða dagbók táningsstelpu, sem þetta er, að vissu leyti … Saga: Þetta er það. Ég skildi ekki internetið á þessum tíma. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því hversu varanlegt það er. SKE: Það er svo góð færsla sem tengist þessari drykkju. Fyrir einhverjum árum síðan ritaðir þú: „Ég hef aldrei verið jafn nálægt því að drekka og í gær á grímuballinu. Hvað er að verða um staðfestu mína? Er bindindið horsteinn í tilveru minni – eða sandkorn í steypunni?“ (Við slitnum úr hlátri.) SKE: Spurningin var upprunalega hver staðan væri á þessum bindindislífstíl, en nú veit ég hvar þetta mál stendur. Saga: Ég er fallin. Bindindiskonan. Æskulýðsfélaginn. SKE: Fjallkonan er fallin. Saga: En það er líka fyndið að þegar maður byrjar að drekka svona seint, þá eru margir sem gera ráð fyrir því að maður hafi einhvern tímann verið í hræðilegri óreglu. Ég þarf oft að leiðrétta þetta fyrir fólki. SKE: Var þetta ákvörðun sem þú tókst þegar þú varst yngri? Saga: Þetta var svo auðvelt. Ég var í íþróttum og foreldrar mínir eru hippar þannig að þetta var aldrei tabú og þar af leiðandi ekkert spennandi. Ég nennti því einhvern veginn aldrei. Ég leiddi aldrei hugann að því, fyrr en ég var orðin að fyrirmynd – og þá var það orðið of seint, í smá stund. Sem er kaldhæðnislegt. (Við komum síðan að því sem mig langaði mest

til þess að ræða: þessa eilífu baráttu á milli kynslóða.) SKE: Mig langaði að tala um bréfið sem þú fékkst eftir Kryddsíldina. (Eftir uppistand Sögu og Dóra í Kryddsíldinni, áramótaþætti Stöðvar 2, fékk Saga eftirfarandi bréf, sem vitnað er í, í inngangi viðtalsins.)

Saga: En hvað á ég að gera? Á ég að fara og bæta þessu fólki þetta upp? Það er ótrúlega erfitt að vera alveg sama um þetta, þó svo að maður átti sig á því að það er ómögulegt að öllum líki vel við mann. Maður vill ekki vera hálfviti. SKE: En varðandi þetta bréf, sem lyktar af einhvers konar íhaldssemi og …

Gott kvöld, Saga. Get ekki orða bundist yfir því hversu hræðilega ósmekkleg og ókurteis þú varst í Kryddsíldinni í dag. Hvað á það að þýða að bjóða fólki upp á svona dónaskap, að ég tali nú ekki um æðstu menn þjóðarinnar? Er þetta list að þínu mati? Þér hefur væntanlega fundist þetta fyndið? Veit ekki um neinn sem væri þér sammála um það. Sveiattan, mun framvegis ekki horfa á neitt sem nafn þitt er tengt.

Saga: Þegar eldra, forpokað fólk hjólar í mig þá finnst mér ég vera á réttri leið!

(Í þessu bréfi kristallast þessi sígilda togstreita á milli kynslóða, á milli fastheldni fortíðarinnar og framsækni rísandi kynslóðar. Hver kynslóð þarf að skilgreina „list“ upp á nýtt, ásamt öðrum hugtökum á borð við „kurteisi“ og „dónaskapur.“ Það er einnig eitthvað hallærislegt við hugmyndina um „æðstu menn þjóðarinnar.“ Ég fæ óbragð í munninn.)

SKE: En fékk Dóri svipuð bréf? Maður veltir því fyrir sér hvort að þessi neikvæðni beinist frekar að þér, vegna þess að þú ert kvenmaður?

SKE: Hvernig er að fá svona bréf? Saga: Mér finnst alltaf leiðinlegt að lesa eitthvað ljótt um mig. Sumt er svo afgerandi að ég get ekki tekið mark á því. En það hefur alveg áhrif. Ef einhver strákur úti á landi segir að ég sökki bregst ég við: „Shit!“ Hvað gerði ég sem varð til þess að hann settist fyrir framan tölvuna heima hjá sér og ákvað að hafa fyrir því að tala illa um mig opinberlega? Ég fæ svona „Ahhh …!“ (Saga spennir sig alla upp og gefur til kynna að hún sé að upplifa miklar og flóknar tilfinningar.) … og verð að vanda mig við að upplifa það ekki. Það hræðilegasta sem ég hef gert var að skoða það sem fólk hefur sagt um mig á Twitter. SKE: Er það? Saga: Ég er ábyggilega með þykkari skráp í dag – og verð líka að hafa þykkari skráp, vegna þess að fólk er farið að þora hjóla fastar í mann eftir að maður er orðin aðeins opinberari. (Saga hugsar sig aðeins um.)

(Þetta er áttaviti listamannsins. Norður er fussandi íhaldssemin.) Saga: En svo eru ákveðnir aðilar í samfélaginu, hvers orð hafa mikið vægi, og ef þeir hjóla í mann þá er maður svolítið ónýtur.

Saga: Ég held að konur komist stundum upp með að segja miklu dónalegri hluti, vegna þess að í dag er það fyndnara, en á sama tíma er gert ráð fyrir því að þær kunni sig meira. Þetta eru svolítið þversagnakenndar væntingar. SKE: Mér fannst einnig gott þegar þú endurtístaðir orðum Ricky Gervais: Næst þegar þú ert við það að hneyklast yfir einhverjum brandara, mundu bara að sá sem sagði brandarann og allir þeir sem hlógu að honum – verða, fyrr en varir, dauðir. (Við hlæjum.) Saga: Æ, svo verður maður að gera ráð fyrir að fólk sem grínast sé að reyna að vera skemmtilegt og gera gaman. Kannski misstíga þeir sig en ég geri alltaf ráð fyrir að þeir meintu vel. Fæstir vilja meiða. Heimurinn er betri en við höldum. (Ég og Saga höldum áfram að spjalla næstu 15 mínúturnar. Við tölum um merkileg íslensk málefni á borð við Ófærð og Svein Andra – en þessi orð Ricky Gervais bergmála enn í huga mér: „fyrr en varir, verðum við öll dauð.“ Þetta er rétt, en einhvern veginn er ég samt sannfærður um að kynslóða-baráttan eilífa deyr aldrei … SKE mælir með Sögu Garðars, Mið-Íslandi og Improv Ísland – en Saga Garðars kemur til með að stíga á svið með Improv Ísland leikhópnum á næstu misserum.)


VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS

Betri ferð fyrir betra verð - vita.is

KRÍT í sumar

Verð frá:

99.900

Á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbergi á Sunset Suites, 26. maí í 11 nætur.

Alicante • Mallorca • Tenerife • Krít VITA | SKÓGARHLÍÐ 12 | SÍMI 570 4444 | VITA.IS


12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

AÐRAR SÝNINGAR VEGBÚAR BORGARLEIKHÚSIÐ 26.02.16, 03.03.16

ÓÐUR OG FLEXA HALDA AFMÆLI BORGARLEIKHÚSIÐ 27.02.16, 28.02.16

ILLSKA BORGARLEIKHÚSIÐ

Hleyptu þeim rétta inn Unglingsstrákurinn Óskar er einmana og vinalaus, og lagður í gróft einelti í skóla. Þegar hin dularfulla Elí flytur inn í íbúðina við hliðina á honum, þar sem hann býr einn með móður sinni, umturnast tilvera hans. Þegar undarlegir og óhugnanlegir atburðir fara að eiga sér stað á svæðinu, áttar Óskar sig smám saman á því hvert leyndarmál Elí er. Hún er vampíra, sem verður að nærast á blóði fólks til að komast af. Leikritið Hleyptu þeim rétta inn er byggt á metsölubók sænska rithöfundarins Johns Ajvides Lindqvists. Sænsk kvikmynd byggð á verkinu hefur notið mikillar hylli og var endurgerð í Hollywood undir nafninu Let the Right One In. Leikritið hefur verið sýnt við miklar vinsældir í Royal Court leikhúsinu í London, Skoska Þjóðleikhúsinu, St. Ann's Warehouse í New York og á Norðurlöndunum. Hvar: Þjóðleikhúsið (Leikhúskjallarinn) Hvenær: Auglýst síðar Miðaverð: 3.700 – 4.950 kr.

27.02.16

FLÓÐ BORGARLEIKHÚSIÐ 28.02.16

KLÓKUR ERTU, EINAR ÁSKELL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 28.02.16

UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 20.02.16

KVIKA ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 03.03.16

UM ÞAÐ BIL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 27.02.16, 28.02.16

IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 02.03.16

Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

Gripahúsið Védís Sigurðardóttir og uppkomin börn hennar hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði, með flatskjá og ferðabæklinga sér til huggunar. Eftir langan vetur er væntingavísitalan veik, en þegar völvan í símanum boðar betri tíð birtast teikn á lofti um kósístundir og creme brulée á nýrri kennitölu. Er hið langþráða vor Védísar loksins komið, með kokteilum á hvítum sandströndum, eða er lóan í ruglinu? Gripahúsið er glænýtt íslenskt leikrit eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er svört kómedía og fjallar um hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk. Fjölskyldan í verkinu, eins og þjóðin sem hún tilheyrir, á í stormasömu sambandi við raunveruleikann og hefur meðal annars keyrt sig í þrot við rekstur sólbaðsstofu og minkabús. Þrátt fyrir það eru draumarnir enn mikilfenglegir og stutt í skýjaborgir byggðar á sandi. Þegar fortíðin bankar upp á í líki kaldhæðnu dótturinnar Urðar, sem á harma að hefna, eru átök óumflýjanleg. Hvar: Tjarnarbíó Hvenær: 26.02.16, 28.02.16 Miðaverð: 3.900 kr.

26.02.16

YFIR TIL ÞÍN – SPAUGSTOFAN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 26.02.16, 02.03.16

WHY DON’T YOU ... TJARNARBÍÓ 02.03.16

OLD BESSASTAÐIR TJARNARBÍÓ 27.02.16

HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ 28.02.16


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS


14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir

Steingrímur Eyfjörð Guli eyrnalokkurinn

List í vetrarfríinu

Hvar: Gallery GAMMA, Garðastræti 37, 101

Fjölbreytt og spennandi dagskrá hjá Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur býður fjölskyldum upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríinu sem hófst í gær. Leiðsagnir um yfirstandandi sýningar, spennandi vinnusmiðjur og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Sjá nánari dagskrá á http://listasafnreykjavikur.is/ Hvar: Listasafn Reykjavíkur Hvenær: 25. - 28. febrúar 2016 Þátttaka er ókeypis Skráning og nánari upplýsingar í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is

AÐRIR VIÐBURÐIR

Landnámssýningin í vetrarfríinu Rúnaratleikur – reyndu að leysa ráðgátuna með því að rýna í fornar rúnir. Skemmtilegur og fræðandi ratleikur. Litað og ritað – Fjölskyldur geta sest niður, litað og teiknað, ritað rúnir og ýmislegt fleira. Hvar: Aðalstræti 16, 101 Reykjavík Hvenær: Opið 9 til 20 fimmtudag og föstudag

Reykjavík Hvenær: Stendur til 1. maí Opið mán - fös milli kl. 13:00 - 17:00 og eftir samkomulagi

Ouvres Mortes & Ouvres Vives / Dead & living works Hvar: Ekkisens, Bergstaðarstræti 25B Hvenær: 12. - 26. febrúar

Life Drawing #Special Módelteikning

Guðjón Ketilsson Málverk Opnun 26.febrúar kl.17:00 Málverk nefnist önnur einkasýning Guðjóns Ketilssonar í Hverfisgallerí. Titillinn tengist þeim lestri er báðar myndraðir sýningarinnar opna fyrir; Í annarri myndröðinni koma fyrir málningarpallettur Guðjóns, diskar og skálar sem hann hefur blandað liti á og síðan geymt á vinnustofu sinni, frá miðjum 10. áratugnum til ársloka 2015 og þá pússað niður með sandpappír. Við pússunina sjást málningarlögin og lag fyrir lag má lesa litanotkun listamannsins við gerð verka á lengstum hluta ferils síns, líkt og lesa má jarðsögu úr jarðlögum lands. Í hinni myndröð sýningarinnar koma fyrir verk þar sem listamaðurinn vinnur með nítján af eigin málverkum, sem unnin voru á 9. áratugnum, auk texta sem lýsir því sem fyrir augu ber í hverju verki. Í raun þyrfti að nota hér fortíð sagnarinnar og segja; lýsir því sem fyrir augu bar, því viðkomandi málverk hafa nú verið skorin niður í þunnar ræmur og hefur listamaðurinn límt þær þétt saman, svo ekki er lengur hægt að sjá myndina á upprunalega málverkinu. Eftir stendur málverk án myndar og texti er stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.

Árbæjarsafn í vetrarfríinu Komdu, skoðaðu og leiktu þér! Sýningarnar Komdu að leika og Neyzlan verða opnar báða dagana! Þar að auki verður hægt að fara í skemmtilegan útiratleik um safnsvæðið. Hvar: Kistuhyl, 110 Reykjavík Hvenær: Opið 13 til 16 fimmtudag og föstudag Lokað um helgina.

Hvar: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga frá kl. 19-20:30 Verð: 1.500.-

TEIKNING / RÝMI Hvar: Íslensk Grafik, Tryggvagata 17, 105 Reykjavík, Hvenær: 12. - 28. febrúar 2016 Opið miðvikudaga til sunnudaga kl 14-18

Hvar: Hverfisgallerí, Hverfisgata 4, 101 Reykjavík Hvenær: Sýningin stendur frá 26.febrúar til 9.apríl.

Contact Improvisation Jam Hvar: Jógasetur,

Ljósmyndanámskeið í vetrarfríinu Gerðarsafn Dagana 25.-26. febrúar verður í Gerðarsafni boðið upp á tveggja daga ljósmyndanámskeið fyrir 12 ára og eldri þar sem Ingvar Högni Ragnarsson mun kenna grunnatriðin í ljósmyndun. Námskeiðið stendur yfir báða dagana og mun hópurinn læra að mynda á eigin myndavél eða síma. Takmarkaður fjöldi kemst að. Námskeiðið er gjaldfrjálst.

Yndislegt kaffi og ljúffengt kruðerí Kaffitár í Safnahúsinu Hverfisgötu 15 kaffitar.is

Hvar: Gerðarsafni, Hamraborg, Kópavogi Hvenær: Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13-17 og föstudaginn 26. febrúar kl. 13-16 Skráning fer fram á gerdarsafn@kopavogur.is

Frakkstígur 16, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga kl 20-22 Verð: 500.- og frjáls framlög

Hulda Rós Guðnadóttir Keep Frozen part four @ Listasafn ASI Hvar: Listasafn ASÍ Ásmundarsal , Freyjugötu Hvenær: 05. - 28. febrúar 2016


15

HVAÐ ER AÐ SKE


16

HVAÐ ER AÐ SKE

PÚLSINN

TILVITNUNIN: „Ég elska að prófa nýja hluti – og uppgötva hversu mikið ég hata þá.“ – D.H. Lawrence

Stockfish lýkur Björk valin besta um helgina alþjóðlega söngkonan á Brit Kvikmyndahátíðin Stockfish, sem hófst 18. febrúar, lýkur næstkomandi sunnudag (28. febrúar). Það verður nóg um að vera síðustu þrjá daga hátíðarinnar. Nýjasta mynd Óskars Jónassonar, Fyrir framan annað fólk, verður sýnd á laugardaginn kl.17:45 (myndin verður frumsýnd föstudaginn 26. febrúar). Myndin skartar Snorra Engilbertssyni í aðalahlutverki ásamt Hilmi Snæ Guðnasyni, Hafdísi Helgu Helgadóttir og Svandísi Dóru Einarsdóttir. Eftir myndina svarar Óskar Jónasson spurningum áhorfenda.

Miðvikudaginn 24. febrúar fóru Brit verðlaunin fram í London. Sigursælust var söngkonan Adele, sem var tilnefnd í flestum flokkum. Adele sigraði í flokkunum besta breska smáskífan, besta söngkonan, besta breska platan, ásamt því að hljóta hin svokölluðu alþjóðlegu velgengnis verðlaun. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd í fimmta sinn í flokknum besta alþjóðlega söngkonan og stóð hún uppi sem sigurvegari. Björk hafði þar með betur gegn söngkonum á borð við Lana Del Rey. Björk var ekki viðstödd verðlaunin en sagðist ætla njóta titilsins næsta árið.

Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Agent Fresco GKR fór á kostum í Eyjum á Sónar Reykjavík Forsalan er hafin fyrir Þjóðhátíð í Eyjum og af því tilefni tilkynnti Þjóðhátíðarnefnd þær hljómsveitir hátíðarinnar sem koma til með að spila á Stóra Sviðinu í sumar – Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og Agent Fresco. Þjóðhátíðarnefnd hafði áður sent frá sér tilkynningu varðandi hið árlega Þjóðhátíðarlag, en það er Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, sem kemur til með að semja lagið og nýstofnuð hljómsveit Alabatross og Sverris Bergmanns sem mun flytja lagið – ásamt hjartaknosaranum Friðriki Dór.

Tónleikar rapparans GKR á Sónar Reykjavík um helgina þóttu einstaklega vel heppnaðir að mati blaðamanna SKE. GKR kom fram ásamt plötusnúðnum Marteini Hjartarsyni og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar inngangur lagsins Morgunmatur seytlaði út úr hátölurunum. Í þann mund læddist Marteinn aftan að GKR og sveipaði hann gulu handklæði – sama handklæði og kemur fyrir í myndbandi lagsins. Stuttu síðar köstuðu þeir félagar litlum morgunkorns pökkum út í salinn.

Uppskeruhátíð Örvarpsins Laugardaginn 5. mars verður Uppskeruhátíð Örvarpsins haldin í Bíó Paradís frá kl. 18:00 – 21:00. Fjórtán örmyndir verða sýndar á hátíðinni og tvö verðlaun verða veitt: Örvarpinn (mynd ársins) og sérstök áhorfendaverðlaun. Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja til Örvarpsins, þá er Örvarpið örmyndahátíð RÚV á netinu (ruv.is/orvarpid) og vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist. Þar getur hver sem er gert tilraunir með örmyndaformið, hvort sem eru tilraunakenndar stuttmyndir, vídeólist, hreyfimyndir, stuttheimildarmyndir, tölvuteiknimyndir eða eitthvað allt annað – allt er leyfilegt, svo lengi sem myndin sé ekki lengri en fimm mínútur. Sérstök valnefnd velur verk sem sýnd verða á Uppskeruthátíðinni.

#Ófærð á Twitter @hrafnjonsson: Morðinginn var, þegar allt kom til alls, Geir H. Haarde. #ófærð @DagurHjartarson: Djöfull eru börnin í #Ófærð mikil getnaðarvörn. @harmsaga: Er Maggi Litli ekki örugglega lögreglumaður í season tvö í framtíðinni þegar öll landsb. er orðin kínverks nýlenda og ég leik cyborg #ófærð @BragiValdimar: Í næstu seríu ætla ég að læra öll nöfnin í fyrsta þætti. #ófærð @olitje: hlutir sem Ingvar E. gerði í #ófærð: - lét Litháann sleppa - lét unglinga rönna löggustöðinni - var skotinn strax @kjartansson4: Allir sem hafa spilað call of duty vita hvað Ilmur er í vondum málum með sniper riffil í close combat #ófærð


17

HVAÐ ER AÐ SKE

Glæsilegt úrval á pier.is

Haag tungsófi Áður 199.900,NÚ 161.219,-

Stærð: 325x143x210 cm.

TA X F RE E AF ÖLLUM VÖRUM

25. FEBRÚAR–2. MARS

NID körfustólar Áður 59.900,- NÚ 48.309,Stærð: D94xH194 cm.

NÝJAR VÖRUR S m á r a t o r g i 5 2 2 7 8 6 0 • K o r p u t o r g i 5 2 2 7 8 7 0 • G l e r á r t o r g i 5 2 2 7 8 80

Erum á Facebook • www.pier.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

TEDx ReykjavíkCinema með Martyna Daniel Annar TEDxReykjavíkCinema viðburðurinn verður nú haldinn í Stúdentakjallaranum og mun kvikmyndatökumaðurinn Martyna Daniel leiða fundinn. Martyna kemur frá Póllandi en hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, bæði fyrir kvikmyndatöku og leikstjórn. Hún opnaði nýlega Listastofuna sem rekin er, ásamt henni, af ýmsum listamönnum. Þema kvöldsins verður list og mikilvægi hennar í okkar samfélagi. Hvar: Stúdentakjallarinn, Háskóli Íslands Hvenær: 29. febrúar kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

TWEET KYNSLÓÐIN

Krakkamengi 6 Í sjöttu smiðjunni munu þau Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson vera í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeirra á meðan húsrúm leyfir. Gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Hvar: Óðinsgata 2 Hvenær: 28. febrúar kl. 10:30 Miðaverð: Frítt

Stranger Than Fiction #2 Þessi skemmtilegi vettvangur ungra skálda, jafnt sem eldri veðraðri skálda, heppnaðist vel fyrst þegar hann var haldinn fyrir um mánuði síðan. Nú, í annað sinn, hefur handfylli höfunda verið valin til að lesa upp brot úr skáldskap sínum á Listastofunni.

Kvika

Hvar: Listastofan, Hringbraut 119 Hvenær: 3. mars kl. 19:00 Miðaverð: 1.500 kr. (20% afsl. fyrir nema)

Kvika er nýtt íslenskt dansverk eftir Katrínu Gunnarsdóttur sem frumsýnt verður í Kassanum, Þjóðleikhúsinu. Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: 3. mars kl. 21:00 Miðaverð: 3.950 kr.

Stockfish

Skulum ekkert sykurhúða það: ég fór í ræktina kl 0600. Ekki þið. Nú sit ég og drekk prótein og fyrirlít annað fólk. @DNADORI

"Ég hélt þú værir ömurlegur náungi en svo ertu bara geðveikt fínn gaur" er hræðileg blaut tuska sem ég fæ reglulega í andlitið @emmsjegauti

Ég er búinn að vera vera að lyfta í 3 vikur; er strax orðinn sjúkur af vöðvafíkn. Flexa algjörlega ósýnilega vöðva fyrir framan alla spegla. @hrafnjonsson

Hann strauk vanga eiginkonu sinnar, horfði í augu hennar og hvíslaði „ég elska þig meir en Þorbjörn Þórðarson elskar rekstrarhagnað Wow Air“ @olitje

MIDPOINT Masterclass Annað árið í röð mun MIDPOINT (Central European Script Center) eiga í samstarfi við Stockfish. Föstudaginn 26. febrúar verður haldinn masterklassi um handritaskrif og verkefnaþróun. Hvar: Bíó Paradís, Hverfisgata 54 Hvenær: 26. febrúar kl. 18:00 Miðaverð: Frítt

26. febrúar - 13. mars

nýr opnunartími!

kl. 10 – 21 öll kvöld

Hí á Húrra Ekki missa af fyndnasta uppistandi marsmánaðar! Fram koma Hugleikur Dagsson, Bylgja Babýlons, Þórdís Nadia, Andri Ívars, Snjólaug Lúðvíks og Ragnar Hansson. Öll verða þau með nýtt efni… eða gamalt efni með nýjum hreim. Hvar: Húrra Hvenær: 3. mars kl. 20:30 Miðaverð: 1.000 kr.

Heldri maður um undirritaða á árshátíð Seðlabankans í gær: ,,Hún er fyndnari en Ómar Ragnarsson!" @harmsaga

"Var þessi pels ekki dýr?" "Jú, hann var refur." @DagurHjartarson


20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM STELLUM OG GLÖSUM CARRIE GLÖS TÚRKÍSBLÁ TILBOÐSVERÐ 680.- STK

VIENNA HVÍTVÍNSGLÖS 6 STK Í KASSA

CARRIE KANNA TÚRKÍSBLÁ TILBOÐSVERÐ 2.800.- STK

TILBOÐSVERÐ 4.368.-

GILDIR FÖS LAU SUN

REX SKÁL TILBOÐSVERÐ 600.- STK DRAFT SKÁLAR

COULEUR SKÁL

4STK Í KASSA

3 LITIR

TILBOÐSVERÐ 2.280.-

TILBOÐSVERÐ 600.- STK

TAITE BOLLI TILBOÐSVERÐ 760.-

MAINE TILBOÐSVERÐ SÚPUSKÁL 1.272.EXPRESSOBOLLI 1.240.CONCETTA KAFFIBOLLI TILBOÐSVERÐ 1.560.-

LUX BOLLI EXPRESSOBOLLI

TILBOÐSVERÐ 1.560.-

EBINA BLÁTT

VERNON

HVÍTT/SVART

KANNA 3.800.SALATSKÁL 4.640.-

BURLO HNÍFAPARASETT 24 STK SETT

TILBOÐSVERÐ 11.600.-

TILBOÐSVERÐ SKÁL 1000.- STK EXPRESSOBOLLI 920.- STK KAFFIBOLLI 1.320.- STK

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


20

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA ALEXANDER MCQUEEN Á þessu ári var Alexander Mcqueen sýndur aftur í London en það er í fyrsta sinn í 15 ár sem hönnunarhúsið sýnir annars staðar en í París. Síðan Alexander Mcqueen féll frá hefur Sara Burton verið listrænn stjórnandi merkisins og hefur sinnt því verkefni vel. Alexander Mcqueen er uppáhálds og kemur alltaf með eitthvað spennandi og ævintýralegt.

Þessi lína er Alice in Wonderland, 60's óperudama. Gegnsæ efni með steinum, útsaumi og bróderingum, einhyrningar, kólíbrífuglar, handmálaðar magnólíur og jasmínublóm á þykkt svart leður, ævintýri, fiðrildi, undirfataáhrif, svartir blúnduundirkjólar, kórall, skraddaðir hvítir jakkar, sængurjakkar í satíni og að sjálfsögðu korselett.

“A tender spirit finds light in the darkness”, stóð í sýningartextanum. Settið fyrir sýninguna var einfalt trégólf og rýminu skipt með gegnsæjum tjöldum, konseptið var að kanna mörkin milli ímyndunarafls og martraða, mörk fegurðar og yfirborðskenndar.

Sýningin andaði svefngöngu, draumum, súrrealískt fögrum ævintýrum, lúxus, kynþokka og krydduð með slatta af dramatík. Ég elska Mcqueen fyrir að uppfylla allt það sem ég er veik fyrir.


ร TSALA 50 % af รถllu


22

HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur

ROCKET BOOK WAVE Rocketbook Það getur verið jafn erfitt að halda utan um glósurnar og allar myndirnar. Þá á þessi glósubók að koma þér til bjargar. Sér um að flokka glósurnar eftir því forriti eða appi sem þú notar. Þegar bókin síðan fyllist, þá stingur þú henni í örbylgjuna og hún tæmist og verður eins og ný. Nánar: getrocketbook.com

SUPERMAN MEMORY University of Southhamton Vísindamenn við Háskóla í Southhampton eru byrjaðir að kynna Superman minnisdisk sem getur geymt allt að 360TB gagnamagn. Ákveðinn laser er notaður til að setja gögn inn á diskinn. Diskurinn þolir allt að 350 gráðu hita og á að endast í allt að 13.8 billjónir ára. Þetta þýðir að allar upplýsingar heimsins er hægt að geyma fyrir komandi kynslóðir til þess að læra og komast betur af. Nánar: southampton.ac.uk/news/2016/02/5d-data-storage-update.page

ReFlex

LUMIX GF8

Queens University

Panasonic

Er sveigjanlegur snjallsími framtíðin? Queens University vinnur nú að síma sem nefndur er ReFlex. Þú stjórnar símanum með því að beygja hann og átt þannig að upplifa meiri næmni fyrir lestri eða leikjum í símanum. Annars virkar hann líka eins og hefbundinn snjallsími í flatstöðu. Stefnt er að því að koma græjunni á markað innan 5 ára.

Ef þú ert mikið fyrir að taka selfies þá er þessi myndavél sniðin handa þér. Hún er hönnuð með það í huga að taka sem bestu selfie myndina. Með innbyggðu Wi-Fi, snertiskjá sem gerir þér kleift að laga myndina, t.d hvítta tennur eða nota Beauty Retouch. Útgáfudagur er enn ekki komin svo fylgjast þarf vel með þessari.

Nánar: hml.queensu.ca/blog/reflex

Við gerum betur í fjölbreyttu vöruúrvali á góðu verði. iStore er sérverslun með Apple vörur og úrval fylgi- og aukahluta.

Sérverslun með Apple vörur

Nánar: Panasonic.com

10 heppnir sem versla Apple tæki frá 1. mars til 15. maí vinna miða á Justin Bieber. KRINGLUNNI ISTORE.IS


SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

Ostabúðin Regnbogasilungur Á þriðjudaginn í hádeginu bauð ég vini mínum í hádegismat. Ég bauð honum í hádegismat til þess að hughreysta hann – í raun má segja að þessi máltíð hafi verið hugsvölun í næringarformi; nýverið marséraði þessi vinur minn þungum skrefum yfir þann ótvíræða tímamótaþröskuld sem skilur á milli þess að vera ungur og að vera dauður (hann varð nýlega þrítugur, sjáðu). Og þar sem ég, sjálfur, hafði nýverið „fagnað“ eigin þrítugsafmæli fyrr í mánuðinum vissi ég að það er erfitt að marséra í átt að dauðanum í þessari vesældarlegu skrúðgöngu samtímamanna okkar. Því greip ég til þess ráðs

Geirsgata 1 • Sími 511 1888

Gómsæti í göngufæri

að kippa honum tímabundið út úr fylkingunni með því að toga fast í hálskraga hans og í átt að Ostabúðinni. Ástæðan fyrir því að ég togaði hann inn í Ostabúðina var þessi: Ef það er eitthvað sem getur dregið athygli mannsins frá dauðanum – þá er það íslenski fiskurinn; í aldaraðir var fiskurinn lífsviðurværi vorra vesalings forfeðra og það eina sem stóð á milli þeirra og hvössu ljá dauðans. Að borða er andstæðan við það að deyja, að fasta er að daðra lifandi við dauðann. En hvað um það … Ostabúðin er staðsett á Skólavörðustígnum og, eftir á að hyggja, er Skólavörðustígurinn ekki besti staðurinn til þess að dvelja á ef maður leitar afdrepis frá skrúðgöngu tímans. Af hverju? Vegna þess að kirkjuklukkurnar óma efst uppi á Skólavörðuholtinu og þær eru ekkert annað en músíkölsk áminning um dauðleika mannsins. John Donne vissi þetta og Hemingway líka – en ég er ekki viss um að vinur minn hafi verið meðvitaður um

merkingablæ kirkjuklukkna (og sem betur fer ómuðu þær ekkert á meðan við borðuðum). Við gengum inn í þéttsetinn salinn og var okkur vísað til borðs undireins. Það var líf inni í Ostabúðinni, líf og ljós og ilmur. Þjónninn, vel til hafður og kurteis, tilkynnti okkur að fiskur dagsins væri regnbogasilungur og ég pantaði tvo diska. Skömmu seinna bar þessi sami þjónn brauðkörfu á borðið ásamt skál af smjöri, sem ég og vinur minn vorum ekki lengi að prófa. Þetta var mjög gott brauð: bæði mjúkt og nýtt og skorpan var söltuð og bragðgóð. Við kláruðum sinn hvora tvær brauðsneiðarnar og í þann mund kom fiskurinn – líkt og að þjónninn hafi verið að gægjast bakvið horn að reyna að tímasetja þetta vel. Regnbogasilungurinn var framreiddur í stórri hvítri skál, á listilegan hátt, og var hann borinn fram ásamt ratatouille grænmeti, bakaðri kartöflu og tómatbasilsósu. Silungurinn var fínn, ferskur, en, máske, svolítið bragðdaufur. Hins vegar var bakaða kartaflan ljúffeng og tómatbasilsósan líka. Allt í allt var þetta mjög góð máltíð. Við vorum ekki lengi að klára matinn, og – eins og sannir og soltnir Íslendingar – leifðum við ekki. Ég sleikti meira að segja brauðhnífinn. Að máltíðinni lokinni stóð ég upp og greiddi reikninginn og gjóaði augum á vin minn, sem sat mettaður við borðið, og sá ekki betur en það glitti í bros. Gat það verið að hann hefði gleymt ellinni og dauðanum og óstöðvandi framsókn tímans í þessari skál í Ostabúðinni? Ég veit það ekki – en hann var að minnsta kosti ekki svangur. Það er meira en margur getur sagt. Ég mæli með Ostabúðinni, góður matur og viðráðanleg verð … þar er fínt að gleyma dauðanum.

Orð: Ragnar Tómas


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar

Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

Gerjun og spírun Ef við gefum frumunum þá bestu næringu sem völ er á mun líkaminn lækna sig sjálfur. Edda Magnúsdóttir, hráfæðikennari og matvælafræðingur ætlar að kenna réttu handtökin við að búa til heimagerða probiotics, sem eru nauðsynlegir góðgerlar fyrir heilbrigðan ristil og ræktun á eigin hveitigrasi. Súrkál, hnetuostur, spírun og orkusúpa Dr. Ann Wigmore eru meðal þess sem verður kennt á námskeiðinu.

ALLT Í BLÓMA Þeir sem elska blóm og geta ekki beðið eftir sumrinu ættu að skoða sýningu Lindu Ólafsdóttur sem sýnir olíumálverk á Friðriki V. Verkin á sýningunni eru framhald af stærstu einkasýningu hennar „Í BLÓMA“ sem haldin var á Akureyri 2014. Þetta er jafnframt fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík. Linda veltir fyrir sér formum og hlutverkum blóma sem táknmyndum í listaverkum og eigin lífi. Hvar: Friðrik V, Laugavegi 60 Hvenær: til 28 maí, kl. 17.30 – 22.00

Hvar: Gló Fákafeni 11 Hvenær: 29. Feb. kl. 18.00 – 20.00 Verð: 5.900 kr Skráning: glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar

Lærðu að hugleiða á einu kvöldi Kyrrð og ró hugans er nokkuð sem flestir þurfa á að halda á einhverjum tímapunkti. En það að stjórna huganum er þjálfun. Á þessu kvöldi mun Íris Eiríks Kundalini- og jóganidrakennari fræða fólk um grunnverkfæri hugleiðslunnar og kenna nokkrar einfaldar hugleiðslur sem geta hjálpað hverjum sem er að ná innri ró og kyrrð. Reynslu þarf ekki, aðeins að mæta og njóta. Námskeiðið endar á djúpslökun og ljúfri gongnæringu. Verð 2000kr Hvar: Yoga húsið, Trönuhrauni 6 Hvenær: 1 mars, kl. 20.00 – 22.00 Verð: 2.000 kr.

Undirbúningurinn í heimilisgróðurhúsinu Jóhanna B. Magnúsdóttir hefur haldið námskeið tengd matjurtaræktun í mörg ár. Hún hefur gríðalega reynslu sem hægt er að nýta sér á þrigga kvölda námskeiði (þrjú þriðjudagskvöld) sem haldið verður í Mosfellsdal. Í fyrsta hluta er fjallað um mismunandi gerðir og nýtingu gróðurhúsa, plöntuval, jarðveg, áburðarefni o.fl. Í öðrum hluta er fjallað um lífrænar varnir. Og í þriðja hluta eru gróðurhúsin á Dalsá skoðuð og önnur heimsótt þar sem gestgjafar sýna og segja frá notkun húsa sinna. Staður: Dalsá, Mosfellsdal Hvenær: 1 mars, kl. 19.00 – 21.00 Verð: 15.000 kr. Skráning: hanna@smart.is , www.dalsa.is


Galdurinn við ferskt hráefni Vitamix Pro 750 á sér engann jafningja. Nýtt útlit og nýir valmöguleikar. 5 prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk! Með fylgir uppskriftarbók og DVD diskur.

Lífstíðareign!

Tilboðsverð kr. 159.615,-

Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 199.518,Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

hönnun

CAPRI Twinwithin Hálsmen frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Twinwithin. Hvert hálsmen er handgert og framleitt á Filipseyjum af mæðrum sem þurfa stuðning, sem þær fá m.a. í gegnum starfið. Ein af stefnum fyrirtækisins er ‘’Pay it forward’’ eða gefa af sér, áfram. Enda mun ánægjulegra að versla vöru sem gefur áfram til annarra.

V01MKII VOID Töff úr frá sænska hönnuðinum David Ericsson. Hönnun úranna byrjaði sem hliðarverkefni hönnuðarins en endaði sem fullt starf og fyrirtæki. Áhersla er lögð á einfaldleikann í útliti en ekkert gefið eftir í gæðum. Fæst í Hrím hönnunarhúsi.

SELETTI Ctrlzak Sannkallað listaverk. Borðbúnaður hannaður af hönnunarstúdíóinu Ctrlzak fyrir Seletti. Innblásið af kínverskum og evrópskum póstulínsettum. Fæst í Hrím hönnunarhúsi. Nánar: hrim.is

Nánar: twinwithin.com/

Nánar: hrim.is

JÓGA

SETRIÐ SKIPHOLTI 50 C WOUD TÖJBOX Made By Michael

S: 778 1000

jogasetrid.is

Fullkomið í forstofuna, svefnherbergið eða hvar sem hentar hverju rými. Hannað fyrir danska fyrirtækið WOUD. Hægt að hengja upp bestu flíkurnar og nýta hirsluna fyrir smærri flíkur eða annað álíka. Engar skrúfur, naglar eða lím eru notuð til að festa saman. Eingöngu viður. Fæst í Snúrunni. Nánar: snuran.is


EITT ER VÍST: ALNO

Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Babz

Reynslusögur úr raunheimi Það er ekkert meira karlmannlegt en badminton. Það er ekkert meira karlmannlegt en badminton vegna þess að badminton er kempusport; þegar ég halla höfðinu til hliðar, loka augunum og kalla fram í hugann Platónsku frummynd karlmennskunar – sé ég mann sem stendur, á kynþokkafullan en jafnframt grimmdarlegan hátt, fyrir framan hreyfingarlaust netið – andlit hans, að hluta til, hulið af möskvanum. Þetta er karla-karl. Kannski Kári Stefánsson. Kannski Theodóre Roosevelt. Kannski slátrarinn Bill úr Gangs of New York – ég veit það ekki. En ég veit að karlmaður þessi starir djúpt í augun á mér, og ef ég læt augnaráðið síga sé ég útþenndan brjóstkassann, kjarri vaxinn og stæltan, reyna á þolmörk hvíta hlýrabolsins, ásamt berum lærvöðvanum, titrandi og sveittum – fyrir ofan háu sokkana sem lykta af manndómi, fallegum manndómi. Auðvitað er badmintonspaðinn sperrtur, sem teinrétt reður, og vísar til himins í átt að stoltum, kristnum Guði. Guð: Djöfullinn sem ég elska babz – og djöfullinn sem ég elska þig, sonur sæll #babzgod.

Í raun er ég þessi maður. Í raun spila ég badminton á hverju miðvikudagskvöldi í TBR, þar sem ég fæ nauðsynlega útrás fyrir karlmennskunni, refsa fjaðraboltanum með fallíska flugnaspaðanum – og er kærður fyrir líkamsárás í hvert skipti sem ég fallbyssa kúlunni í andlit örvæntingafulls andstæðingsins. „Kallaðu mig refsarann. Stóra refsarann,“ æpi ég svo í gegnum netið – á meðan andlit andstæðingsins bráðnar af honum. Svo þykist ég hella 40 únsa bjórflösku á völlinn: „Hvíl í friði, Christopher Lee Rios.“ Svo, þegar leikurinn er búinn, röltum við barbararnir saman á Ölver og fiskum fæting, yfirpeppaðir eftir að hafa gælt við fallíska flugnaspaðann í 50 mínútur. Trúðu mér: Babz er kempusport.

Friðrik Níelsson

HLAÐVARP VIKUNNAR PLANET MONEY Í fyrstu vorum við fremur skeptísk gagnvart hlaðvarpsþættinum Planet Money. Við höfum visst ofnæmi fyrir markaðslega sinnuðum fyrirbærum, sjáðu – og því var þáttur, sem ber nafnið Peninga Plánetan (Planet Money), svolítið fráhrindandi. Við vissum af vinsældum þáttarins en í hvert skipti sem hann birtist okkur á iTunes veigruðum við okkur við því að gerast áskrifendur. En í dag viðurkennum við að við höfðum

rangt fyrir okkur: Planet Money snýst yfirleitt minna um peninga og meira um samband mannsins við peninga. Einn af uppáhalds þáttum SKE er þáttur #667 sem heitir Auditing ISIS (Að endurskoða ISIS), en í þeim þætti kryfja þáttastjórnendur Planet Money bókhald íslamska ríkisins – og margt áhugavert kemur í ljós. Meðal annars það hversu vinsælt bandarískt sælgæti er á meðal liðsmanna ISIS.



Hljómar betur PL-30-K

Vinyl-platan er komin aftur og fer ekkert í bráð.

VSX-430-K

Dúndurkraftur og tímalaus fegurð. kr. 79.900,-

kr. 68.900,-

Tilboð 63.900,-

X-SMC01BT

X-CM32BT

Vegghengjanleg bluetooth stæða sem fer einnig vel í hillu. Til í svörtu og hvítu. kr. 35.900,-

Stór hljómur í litlum græjum. Til í rauðu, svörtu og hvítu. Verð kr. 44.900,-

Tilboð 37.900,-

Tilboð 27.900,-

X-HM21BT

Þessar sóma sér vel í stofunni. Til í svörtu og silfur. kr. 45.900,-

X-EM22

Þessar snotru græjur leyna á sér.

kr. 27.900,-

Tilboð 36.900,-

XW-BTSP1-W

XW-BTSP70S

Bluetooth hátalari sem gefur sannan Pioneer hljóm.

Öflugur bluetoothhátalari. Kemur á óvart.

kr. 36.900,-

kr. 16.900,-

New 3DS leikjatölvan sem spyr ekki um aldur spilarans

kr. 39.900,-

Wii U Mario Maker leikjatölvan sem var valin af Forbes, leikjatölva ársins 2015

kr. 59.900,-

Jamo S628 HCS dark appple kr. 135.900,- Tilboð 99.900,-

Mjög gott úrval af sjónaukum af öllum gerðum, allt frá vasasjónaukum til stjörnusjónauka.

Skull Candy Uproar BT. Bluetooth. Til í fimm litum.

kr. 6.990,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.