Ske #50

Page 1

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 11.03–17.03

SPURT & SVARAÐ DJ MARGEIR

#50

SKE.IS

SKE FAGNAR 1 ÁRS AFMÆLI Í MARS

„OG HVAÐ Í FJANDANUM ÁTTI MAÐURINN VIÐ, ER ÞETTA ÍSLENSKT?! OG SVO ÞEGAR ÞAÐ RENNUR UPP FYRIR MANNI AÐ ALLT ÞAÐ SEM HONUM ÞÓTTI VERA ÍSLENSKT VAR ÞAÐ SEM MAÐUR EIGINLEGA SKAMMAÐIST SÍN FYRIR OG VILDI EKKI AÐ ÚTLENDINGAR SÆJU.“ – SKE SPJALLAR VIÐ GODD UM LIST, SKÓLA OG HÖNNUNARMARS...

SKELEGGUR VERTU ÁVALT UNDIRBÚINN

HLAÐVARP SOUL MUSIC


2

HVAÐ ER AÐ SKE

SKE

FAGNAR 1 ÁRS AFMÆLI Í MARS 1

1

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

HVAÐ ER AÐ SKE?

#02

SKEleggur

LOGI

Vertu ávallt undirbúinn ...

E

D

R

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 8.4-14.4

#4

„ÍSLENSKUR MARKAÐUR ER AUÐVITAÐ FYRSTA STOPPISTÖÐ EN VIÐ ERUM AÐ FIKRA OKKUR Í ÁTTINA AÐ ÞEIM ERLENDA“

BALDVIN Z

1

SKE.IS

#5

#6

EMMSJÉ GAUTI

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

SKE.IS

„SKEMMTILEGASTA HELGI ÁRSINS“

SALKA SÓL EYFELD

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

SKE.IS

„ÞAÐ ER SAMA HVORT MAÐUR ER SVONA EÐA HINSEGIN, ÞAÐ HEFUR ENGINN RÉTT TIL AÐ LEGGJA EINHVERN Í EINELTI!“

G Í S L I P Á L M I

MAGNEA

1

#7

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 31.3-6.4

SKE.IS

HVAÐ ER AÐ SKE?

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 24.3-31.3

„ÚTBREIÐSLA ÍSLENSKRA KVIKMYNDA ER ALLTAF AÐ VERÐA MEIRI OG STÆRRI.“

O

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 17.3-24.3

V I Ð T A L I Ð

P

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 10.3-17.3

1

HVAÐ ER AÐ SKE?

1

HVAÐ ER AÐ SKE

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 15.4-21.4

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.4-29.4

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 29.4-6.5

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 6.5-13.5

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 13.5-19.5

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 20.5-27.5

SKE.IS

#8

SKE.IS

#9

SKE.IS

#10

SKE.IS

#11

SKE.IS

#12

SKE.IS

Kæri lesandi, þú getur stólað á eitt: Þegar að ég mæti til starfs (í raun, hvert sem er) – þá mæti ég undirbúinn. Að vera undirbúinn er ein af mínum lífsreglum, sjáðu. Í raun er ég svo undirbúinn að mér leiðist framtíðin; ég hef lifað hana – rúllað henni upp, líkt og framtíðin sé lítil, þunn IKEA motta. Mín IKEA motta ... Ragge Mattan. (Hvar var ég?)

VIÐTAL VIÐ JÓHANNES HAUK

EDDA KRISTÍN SIGURJÓNSDÓTTIR

VIÐTAL VIÐ ÁGÚST BENT

1

(En það er að sjálfsögðu djöfulsins lygi; allir þeir sem eru mælskir, fyndnir, spontant, góðir í íþróttum eða sniðugir eru, í raun, vel undirbúnir. Velgengni er bara annað orð yfir það að vera undirbúinn. Velgengni = undirbúningur)

#13

„FLESTIR SEM HAFA EINHVERJA ÁSTRÍÐU OG EITTHVAÐ AÐ SEGJA EIGA MÖGULEIKA Á AÐ GETA ORÐIÐ DANSARAR.“

VIÐTAL VIÐ ERNU ÓMARSDÓTTUR

VIÐTAL VIÐ NATALIE

1

HVAÐ ER AÐ SKE

1

HVAÐ ER AÐ SKE

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 27.5-3.6

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 3.6-10.6

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 10.6-17.6

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 17.6-23.6

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 24.6-30.6

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 1.7-7.7

SKE.IS

#14

„MÉR FINNST KAROLINAFUND OG HÓPFJÁRMAGNANIR FRÁBÆR LEIÐ TIL ÞESS AÐ TENGJAST FÓLKI.“

SKE.IS

#15

SKE.IS

#16

„ÞAÐ ER AUÐVITAÐ GLEÐIEFNI AÐ FÓLK VIÐURKENNI FLÚR SEM LIST“

“MIG LANGAÐI AÐ GERA TRÚVERÐUGA SVEITAMYND.”

„INNBLÁSTURINN KEMUR AÐ INNAN OG ENDAR SVO SEM ÚTBLÁSTUR“

–GRÍMUR HÁKONARSON

GZA (WU-TANG CLAN)

SKE.IS

VIÐTAL VIÐ BARÐA JÓHANNSSON, BANG GANG

1

HVAÐ ER AÐ SKE

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.7-28.7

#21

SKE.IS

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 05.08-11.08

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 29.7-04.8

#20

#18

1

1

HVAÐ ER AÐ SKE

SKE.IS

SKE.IS

„ÍSLENDINGAR MEGA BÚAST VIÐ MIKLU STUÐI Á SECRET SOLSTICE. ÞESSU KLASSÍSKA WU-TANG STUÐI.“

SÓLEY NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA ERLENDIS

1

HVAÐ ER AÐ SKE

#17

SKE.IS

„ÉG BYRJAÐI NÚ BARA ÓVART AÐ SYNGJA“

VIÐTAL VIÐ ÖSSUR HAFÞÓRSSON

VIÐTAL VIÐ LÁRU RÚNARSDÓTTUR

#19

„ÞAÐ ERU ALLTAF FLEIRI OG FLEIRI STELPUR AÐ FÁ ÁHUGA OG BYRJA AÐ SPILA SEM ER EKKERT NEMA ÆÐISLEGT“

VIÐTAL VIÐ ÞÓRU KARÍTAS

1

HVAÐ ER AÐ SKE

Stærsti hluti velgengninnar er undirbúningur – og hinn hlutinn: að láta sem maður sé ekkert undirbúinn. Að halla sér á kæruleysislegan og letilegan hátt upp að stólbakinu og að láta sem öll sú snilld sem upp úr manni vellur sé frá náttúrunnar hendi komin – komi sjálfkrafa, sé óæfð.

„MÍN FYRSTA BÓK VAR SKRIFUÐ ÞEGAR ÉG VAR FIMM EÐA SEX ÁRA EN HÚN FJALLAÐI UM HVAÐ ÉG ÞRÁÐI AÐ EIGNAST LÍTIÐ SYSTKINI OG ENDAÐI VEL“

„ÞAÐ ER ERFITT AÐ KENNA GÖMLUM HUNDI AÐ SITJA Á SÉR“

„ÞAÐ VORU TÆPAR TÍU MILLJÓNIR SEM HORFÐU Á FYRSTA ÞÁTTINN.“

„SEQUENCES ER EINHVERSKONAR FLÆÐANDI STRÚKTÚR“

SKE.IS

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 12.08—18.08

#22

SKE.IS

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 19.08—25.08

#23

SKE.IS

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 26.08—01.09

#24

SKE.IS

Mothersucker: Fyrir þann sem er undirbúinn er framtíðin aðdáunarfullur velgjörðarmaður, fyrir þann sem er það ekki – er hún með öllu áhugalaus um öll þau málefni sem hann snertir. Framtíðin gengur framhjá þeim manni líkt og hún sé Kári Stefánsson að ganga framhjá Sigmundi Davíð í kokkteilboði: „Af hverju ætti ég að virða þennan tveggja ára offitusjúkling viðlits?“ Hún viðurkennir ekki tilvist þessa manns. Af hverju? Vegna þess að framtíðin er fyrir þá sem eru undirbúnir ... (Var ég ekki að segja þér það?)

„VIÐ ERUM EIGINLEGA SÖMU JAÐARFÚSKARARNIR.“ ,,TILRAUN Í ÞVÍ AÐ LEYFA TÓNLISTINNI AÐ BLÆÐA SAMAN.”

,,ÞAÐ HLJÓMAR RÖKRÉTT AÐ SLAKA Á EN GOD DAMN, ÉG NENNI ÞVÍ EKKI”

,,ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA SVONA KREISÍ Í TÍU ÁR.”

VIÐTAL VIÐ KATRÍNU MOGENSEN ÚR MAMMÚT

VIÐTAL VIÐ ARNAR & HELGA ÚR ÚLFUR ÚLFUR

VIÐTAL VIÐ PÁL ÓSKAR

ÞITT EINTAK

SKE.IS

#27

SKE.IS

SKE SPJALLAR VIÐ BORGARSTJÓRANN

ÞITT EINTAK

#28

SKE.IS

SKE.IS

VIÐTAL VIÐ MARGRÉTI BJARNADÓTTUR OG FRIÐGEIR EINARSSON, ÞÁTTTAKENDUR Í REYKJAVÍK DANCE FESTIVAL

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 23.09–29.09

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 16.09—22.09

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 09.09—15.09

#26

„ÞÚ KYNNIST ÍSLENDINGUM HVERGI BETUR EN Í HEITU POTTUNUM.“

VIÐTAL VIÐ GJÖRNINGAKLÚBBINN

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 02.09—08.09

#25

,,[Þ]AÐ ER ENGINN FORINGI EÐA YFIRMAÐUR”

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 30.09–06.10

#29

SKE.IS

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 07.10–14.10

#30

SKE.IS

(Lof mér að útskýra eðli undirbúningsins:) Undirbúningur er tímaflakk á vegum ímyndunaraflsins. Að vera undirbúinn er að ferðast fram í tímann, að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma, líta í kringum sig og spyrja: Hvernig vil ég að þetta fari? Og hvað þyrfti ég að gera svo að þetta fari á þann veg? Einnig: Hvað er það versta sem gæti skeð? Kvíði fyrir framtíðinni er í raun það að vera óundirbúinn, að hafa ekki tekið flugrútu ímyndunaraflsins í framtíðina og skoðað sig um. Og líka bara að eiga engan pening. Þegar ég er blankur er ég oft kvíðinn. Mjög kvíðinn. (Annað: Ég er hættur að trúa á hreina núvitund. Ég trúi aðeins á þá tegund núvitundar sem er innrömmuð af undirbúningnum.)

„MAÐUR VILL NÝTA ÞANN TÍMA SEM MAÐUR HEFUR. HÉR Á JÖRÐ. ÞVÍ AÐ SÁ TÍMI ER EKKI ENDALAUS.“

„ÞAÐ SEM GERIR ÁSTARSORG SVONA „AUÐVITAÐ HJÁLPAR ÞETTA EKKI

´ VARPAR LJÓSI KVALARFULLA ER AÐ HUN

ÞANNIG. TÓNLISTIN GRÆÐIR EKKI SÁR.“

Á ÞITT RAUNVERULEGA SJÁLF.“

– SKE SPJALLAR VIÐ AGENT FRESCO

– JOHN GRANT

ÞITT EINTAK

SKE.IS

„MIG LANGA MANN R AÐ VER ESK ÐA BET ÞAÐ EIN JA. ÞAÐ ER RI Í RAU A SEM MIG LAN NINNI AÐ GER GAR A.“

#34

SKE.IS

„ÉG REYKTI 200 SÍGARETTUR Á DAG Í TVÆR VIKUR.“

AR VIÐ

ÓLAF DARRA

SKE.IS

ÞITT EINTAK

SKE.IS

ÓLAFSSON

– SKE SPJALLAR VIÐ SVÖLU BJÖRGVINS UM KVÍÐANN, KISURNAR, FLUGHRÆÐSLUNA, THE VOICE OG WOODY ALLEN

– SKE SPJALLAR VIÐ ÞÓRUNNI ANTONÍU

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 19.11–25.11

#36

„VIÐ MINNSTU ÓKYRRÐ BYRJA ÉG AÐ FRÍKA ÚT. KRISTEN WIIG Í BRIDESMAIDS LÝSIR MÉR FULLKOMLEGA Í FLUGVÉL.“

– SKE SPJALLAR VIÐ HUGLEIK DAGSSON

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 12.11–18.11

#35

„ÞAÐ ER EKKERT MEIRA SEXÝ EN AÐ VERA SÁTTUR Í EIGIN SKINNI.“

– SKE SPJALLAR VIÐ STEINDA JR.

– SKE SPJALL

ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 05.11–12.11

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 29.10–04.11

#33

„STUNDUM ER ÉG BARA ÓGEÐSLEGUR TIL ÞESS EINS AÐ VERA ÓGEÐSLEGUR. STUNDUM ER ÞAÐ GRÍNIÐ: HVERSU ÓGEÐSLEGT ÞETTA ER.“

„VARÚÐ: HÉR ERU ENGIR SMELLIR“ – SKE SPJALLAR VIÐ JÓN ÓLAFSSON OG FUTUREGRAPHER

– SKE SPJALLAR VIÐ HAUK HEIÐAR HAUKSSON

– SKE SPJALLAR VIÐ ÞORVALD DAVÍÐ KRISTJÁNSSON OG VÖLU KRISTÍNU EIRÍKSDÓTTUR

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 22.10–28.10

#32

„LEIKARINN ER ÍÞRÓTTAMAÐUR SÁLARINNAR.“

SKE.IS

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 26.11–03.12

#37

SKE.IS

„ÉG HEF ALDREI REYNT AÐ SMÍÐA MÉR EINHVERJA AÐRA ÍMYND. ÉG ER BARA EINS OG ÉG ER.“

„SAMKVÆMT ÖLLU ÆTTI ÉG EKKI AÐ VERA HÉRNA.“

– SKE SPJALLAR VIÐ FRIÐRIK DÓR

– SKE SPJALLAR VIÐ ÁGÚSTU EVU ERLENDSDÓTTUR

Vertu ávallt #undirbúin/n. ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 03.12–09.12

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 10.12–16.12

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 18.12–07.01

Kveðja,

#39

SKE.IS

#40

SKE.IS

#41

SKE.IS

SPURT & SVARAÐ

SUNNA BEN

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 22.01–28.01

HLAÐVARP VIKUNNAR

SKELEGGUR

VINSKAPUR

SKE.IS

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 15.01–21.01

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 08.01–14.01

SKELEGGUR

#38

PHILOSOPHIZE THIS

VERTU EKKI ÞÚ SJÁLFUR

#42

SKE.IS

SPURT & SVARAÐ

#43

SKE.IS

STURLA ATLAS

TÍSKA

MAMMÚT Á HÚRRA

HERMIIGERVILL

TÍSKA

TÍSKA

2016

TÓNLIST

SPURT & SVARAÐ

VICTORIA'S SECRET

STEINUNN ELDFLAUG

MATUR

MATUR

CASTELLO

SNAPS

Ragge Mattan

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal: Sigrún Úa Gunnarsdóttir Leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Goddur (Guðmundur Oddur Magnússon) Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja

„ÞEGAR ÉG BYRJAÐI Í MMA ÞÁ HUGSAÐI ÉG: ANNAÐ HVORT VERÐ ÉG GÓÐUR Í MMA – EÐA ÉG VERÐ EKKERT.“

ÞITT EINTAK

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 29.01–04.02

ANNA KRISTÍN

SKE.IS

SPURT & SVARAÐ

ÁSHILDUR BRAGADÓTTIR

MATUR

MATUR

AUSTUR-INDÍAFJELAGIÐ

HANNESARHOLT

PÚLSINN

PÚLSINN

PARKS & RECREATION

VAGINABOYS

SKE.IS

SPURT & SVARAÐ

SKE.IS

SPURT & SVARAÐ

SKELEGGUR

SKE.IS

SKELEGGUR

#49

SKE.IS

BÓHEM

TÍSKA

VILD'É'VÆRI PLANTA

MATUR

ALEXANDER

TÍSKA

GREAT LIVES

SKELEGGUR

ÉG ER EKKI

ÍSLENDINGUR

SKELEGGUR

DAUÐANS LJÁ

KÖTT GRÁ PJE

HLAÐVARP

PLANET MONEY

#48

DJ MARGEIR

KEYPTUR AF LANDSBANKANUM

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 04.03–10.03

HLAÐVARP

THE TIM FERRIS SHOW

#47

SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 26.02–03.03

HLAÐVARP VIKUNNAR

UPPÁHALDS HLAÐVÖRP SKE

#46

– SKE spjallar við Auðunn Blöndal

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 19.02–25.02

HLAÐVARP VIKUNNAR

OPEN SOURCE

#45

„ÉG HEF ALLA TÍÐ VERIÐ MJÖG MÓTTÆKILEGUR FYRIR GAGNRÝNI.“

– SKE spjallar við Eivør Pálsdóttir

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 12.02–18.02

HLAÐVARP VIKUNNAR

60 MINUTES

SPURT & SVARAÐ

„ÞAÐ ER KANNSKI STÆRSTI MUNURINN Á ÍSLENDINGUM OG FÆREYINGUM: ÍSLENDINGAR ÞORA AÐ TAKA SÉNSINN.“

– SKE SPJALLAR VIÐ BALTASAR KORMÁK UM FEMÍNISMANN, ÓFÆRÐ, ÍSLENSKA KVIKMYNDAGERÐ OG LISTINA.

ÞITT EINTAK

HVAÐ ER AÐ SKE DAGANA 05.02–11.02

HLAÐVARP VIKUNNAR SKE.IS

„ÞETTA KARLREMBUVIÐHORF LIGGUR SVO VÍÐA GRAFIÐ Í MANNI.“

– SKE SPJALLAR VIÐ BUBBA MORTHENS UM MMA, NÝJU LJÓÐABÓKINA, MOBY DICK, ÞRÁHYGGJUNA OG LISTINA.

– SKE SPJALLAR VIÐ INGVAR E. SIGURÐSSON

– SKE SPJALLAR VIÐ BJARKA ÞÓR PÁLSSON OG SUNNU RANNVEIGU DAVÍÐSDÓTTUR

#44

„ÉG ER MILDUR, BLÍÐUR OG MUNDI KJÓSA FRIÐ OFAR ÖLLU – EN ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM HRÍFUR MIG VIÐ BARDAGALISTINA.“

„ÞETTA ER NÁTTÚRULEGA STÖÐUG STÚDÍA – HVERNIG MAÐUR Á AÐ LIFA ÞESSU LÍFI. EN ÞETTA ÞARF EKKERT AÐ VERA LEIÐINLEGT.“

CHUCK NORRIS GRILL

MCQUEEN

TÍSKA

RIHANNA & PUMA

ÓSKARINN 2016

„ÉG ER EKKI LEIÐUR Á ÞVÍ ENNÞÁ AÐ VERA TIL – OG ÞAÐ STEFNIR EKKERT Í ÞAÐ. ÞETTA VERÐUR ALLT MEÐ SYKRI OG RJÓMA ÞANGAÐ TIL AÐ ÉG DEY.“ – SKE SPJALLAR VIÐ DANÍEL ÁGÚST

„ÞAÐ FER ENGINN ÁFALLALAUS Í GEGNUM LÍFIÐ.“ – SKE SPJALLAR VIÐ NÍNU DÖGG

„ÍSLENDINGAR HAFA VERIÐ HRÆDDIR VIÐ RÓMANTÍSKAR GAMANMYNDIR – HRÆDDIR VIÐ AÐ VERA KLAUFALEGIR, ASNALEGIR EÐA VÆMNIR.“ – SKE SPJALLAR VIÐ

ÓSKAR JÓNASSON UM NÝJUSTU MYND HANS FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK.

„ÉG MUNDI VILJA STOFNA FERÐASJÓÐ HANDA RASISTUM; Í HVERT SKIPTI SEM SAMFÉLAGIÐ KEMST Í TÆRI VIÐ RASISTA ÆTTI AÐ SENDA VIÐKOMANDI Í HEIMSREISU.“ – SKE SPJALLAR VIÐ

ÓLAF ARNALDS UM TÓNLIST, FERÐALÖG OG ILLDEILUR Í NÝKLASSÍSKA HEIMINUM

„ÉG VIL EKKI VERA LISTAMAÐUR – ÉG VIL BARA VERA HOT.“ – SKE SPJALLAR VIÐ

SÖGU GARÐARS

„EF FÓLK BARA VISSI HVAÐ ÉG ER ÓGEÐSLEGA LEIÐINLEGUR“ – SKE SPJALLAR VIÐ

ARA ELDJÁRN


Ferköntuð fermingarveisla! Afhentir fulleldaðir á flottum bökkum með ljúffengum sósum til hliðar.

Fabrikkuborgarinn

Morthens

Stóri Bó

Forsetinn

Fjórar tegundir bakka eru í boði og hverjum bakka fylgir gómsæt sósa til að dýfa í. Pantaðu smáborgara á www.fabrikkan.is

Simmi 14 ára

Jói 13 ára


4

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL 2016

GÍTARBLÓT Guðmundur Pétursson gítarleikari býður til konserts ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Það verður gaman að heyra Guðmund flytja suðræna tóna í Concerto Dul Sur eftir Ponzi og afar forvitnilegt að sjá hvað Guðmundur hefur skrifað fyrir sjálfan sig í nýjum rafmagnsgítarkonsert sem verður frumfluttur í Hofi.

Í ár eru Elín Ey, Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn, Högni Egilsson, Ellen Krisjánsdóttir & Eyþór Gunnarsson, Ragnheiður Gröndal, Bangoura Band, Ingunn Huld og Skuggamyndir frá Býzans og Sóley. Hvar: Kex Hostel, Skúlagata 28 Hvenær: 10. - 12. mars Miðaverð: 3.000 - 8.000 kr. Nánar: http://www.folkfestival.is/

GRIT TEETH Nú er hljómsveitin GRIT TEETH á leiðinni í upptökuver til að hljóðrita sína fyrstu plötu. Til þess vantar fjármagn og því efna þeir til styrktartónleika. Góðvinir þeirra í In The Company Of Men og Conflictions verða þeim til halds og trausts þetta kvöld. Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 12. mars kl. 21:00 Miðaverð: 500 kr.

TUNGL & ÁRNI VIL Snillingurinn Árni Vil og hljómsveitin Tungl verða með skemmtistaðinn Húrra þennan miðvikudag. Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar Tungls. Hvar: Húrra, Tryggvagata 22 Hvenær: 16. mars kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 13. mars kl. 20:00 Miðaverð: 5.400 kr.

VIL Maria Bay Bechmann og Julius Rothlaender, sem koma úr ólíkum áttum, nýttu sér þetta skapandi ástand sem upphafspunkt fyrir samstarf þar sem þau nálgast tónlist og þögnina á milli tónanna á nýjan hátt. Undanfarið hefur dúettinn komið fram á tónleikum í Kaupmannahöfn og Berlín og unnið að enn frekari tónlistartilraunum. Þau munu halda þeim áfram á þessu ári og vinna að efni fyrir fyrstu plötu dúettsins Vil. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 17. mars kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

BRÖTT BREKKA, OFVITARNIR & CATERPILLARMEN Hljómsveitirnar Brött Brekka, Ofvitarnir og Caterpillarmen slá saman í tónleikakvöld á skemmtistaðnum Húrra nú á þriðjudaginn. Um að gera að brjóta upp hversdagsleikann í miðri viku og láta þetta sómafólk lyfta andanum þínum. Hvar: Húrra, Tryggvagata 22 Hvenær: 15. mars kl. 20:00 Miðaverð: 1.000 kr.

GEIMSKOT: WONKERS & SPECIAL GUESTS Partýkvöldin Geimskot verða haldin aðra hverja viku á skemmtistaðnum Húrra. Þar munu alþjóðlegir tónlistarmenn ásamt íslenskum plötusnúðum, röppurum og söngvurum koma fram. Hvar: Húrra, Tryggvagata 22 Hvenær: 17. mars kl. 20:00 Miðaverð: Frítt


ERTU AÐ KOMA EÐA FARA? Það skiptir ekki máli á hvaða leið þú ert, það er alltaf góð hugmynd að renna við á JOE og grípa með sér ferskan DJÚS, hressandi HRISTING, ljúffenga SAMLOKU eða rjúkandi heitt og bragðgott KAFFI.

SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ


6

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNLIST

NÝTT UNDIR NÁLINNI

LJÓTU HÁLFVITARNIR

AGENT FRESCO

Enn á ný leggja Ljótu hálfvitarnir undir sig Cafe Rosenberg og hyggja þar á langdvalir. Þeir byrja á fimmtudeginum 10. mars og spila sem leið liggur í gegnum föstudaginn ellefta og laugardaginn tólfta og þá fyrst sýna þeir á sér fararsnið. Að sjálfsögðu verða þarna leikin lög af nýjustu plötu þeirra, Hrísey, í bland við gamlar hálfvitalummur og hvergi slegið af.

Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína aðra breiðskífu „Destrier“ sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Agent Fresco ætlar að því tilefni að blása til útgáfutónleika á Græna Hattinum.

Hvar: Klapparstígur 25-27 Hvenær: 11. og 12. mars kl. 22:00 Miðaverð: 3.500 kr.

Hvar: Græni Hatturinn, Akureyri Hvenær: 12. mars kl. 22:00 Miðaverð: 3.500 kr.

SAMIYAM FEAT. ACTION BRONSON – MR. WONDERFUL

ASÍ 100 ÁRA BUBBI & DIMMA STÓRIR STRÁKAR FÁ RAFLOST Samstarf Bubba Morthens og hljómsveitarinnar Dimmu þarf vart að kynna en skemmst er að minnast frábærra tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpu í mars á þessu ári. Dimmu drengirnir hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að EGÓ sé ein af þeim hljómsveitum sem hefur mótað þá hvað mest sem og að hljóðfæraleikararnir sem skipuðu EGÓ hafi haft mikil og mótandi áhrif á þá. Það verður því gríðarlega spennandi að fylgjast með þessum hópi túlka þessa tónlist á sinn hátt. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 11. mars kl. 20:30 Miðaverð: 6.990 kr.

Alþýðusamband Íslands verður 100 ára 12. mars 2016 og býður af því tilefni til sannkallaðra stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu. Frábærir listamenn munu koma fram til að fagna þessum tímamótum: Retro Stefson, Mannakorn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðsins. Kynnar verða þeir Hannes og Smári aka Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 12. mars kl. 19:30 Miðaverð: Frítt

KENDRICK LAMAR – UNTITLED 03 05.28.2013

JÓHANN JÓHANNSSON KVIKMYNDATÓNLEIKAR

AGATHA (UK), AMFJ, NICOLAS KUNYSZ FALK (Fuck Art Let's Kill) kynnir fyrstu tónleika breska raftónlistarmannsins AGATHA hér á landi. AGATHA er listamannanafn Harry Wright en hann er þungavigtarmaður innan raftónlistarsenunnar í Bristol og hefur unnið með listamönnum á borð við Young Echo og Vessel. Ásamt AGATHA munu þeir AMFJ og Nicolas Kunysz (Lady Boy Records) einnig koma fram á þessu kvöldi. Hvar: Dillon, Laugarvegur 30 Hvenær: 17. mars kl. 21:30 Miðaverð: 500 kr.

THE MEANING OF LIFE Aðstandendur heimildarmyndarinnar „The Meaning of Life“ í leikstjórn Miguel Gonçalves Mendes efna til viðburðar með tónlistarmanninum Hilmari Erni Hilmarssyni og portúgalska metsöluhöfundinum Valter Hugo Mae. Hilmar Örn mun flytja tónlistarlega túlkun sína á síðustu bók höfundarins, „The Dehumanization“ ásamt eigin verkum. Einnig koma fram þeir Steindór Anderssen og Sjón. Hvar: Kladalón, Harpa Hvenær: 16. mars kl. 20:00 Miðaverð: 3.000 kr.

Jóhann Jóhannsson telst nú til helstu kvikmyndatónskálda samtímans. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna annað árið í röð, í þetta sinn fyrir tónlist við myndina Sicario, og hlaut í fyrra Golden Globe-verðlaunin fyrir The Theory of Everything, sem fjallar um líf Stephen Hawking. Á þessum tónleikum verða frumfluttar þrjár nýjar hljómsveitarsvítur með tónlist Jóhanns, úr Sicario, The Theory of Everything og Prisoners, spennumyndinni með Hugh Jackman og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Auk þess hefur Jóhann sjálfur valið á efnisskrána nýlega kvikmyndatónlist sem hann hefur mikið dálæti á, eftir þau Jonny Greenwood og Mica Levi. Einnig hljómar sívinsæl tónlist eftir John Williams, meðal annars úr Jurassic Park, Superman, ET og Indiana Jones. Stjórnandi er Adrian Prabava. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 17. mars kl. 19:30 Miðaverð: 2.400 - 4.900 kr.

NXWORRIES – LINK UP

YUNA – PLACES TO GO

BENT & BLKPRTY Plötusnúða- og pródúsera tvíeykið BLKPRTY sem samanstendur af þeim Basic B og DJ Stinnson munu, ásamt rapparanum Bent, hefja innreið sína í miðbæ Reykjanesbæjar næstkomandi föstudagskvöld. Félagarnir lofa góðu stuði og bassaþrungnu andrúmslofti. Á Facebook síðu viðburðarins eru þeir í óða önn að gefa flöskuborð og hlaða fólki á gestalista. Hvar: Center, Hafnargata 29, Reykjanesbær Hvenær: 11. mars kl. 23:00 Miðaverð: 1.500 kr.

ESPERANZA SPALDING – EBONY AND IVY


SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


„MESTI SIGUR SEM NOKKUR MAÐUR GETUR NÁÐ, EKKI BARA ÉG, HAFI ÉG EINHVERN TÍMANN NÁÐ ÞVÍ, ER AÐ LOSA SIG VIÐ SKEMMDU SJÁLHVERFUNA - AÐ KUNNA AÐ GEFA ÞAÐ SEM ÞÚ ÁTT; ÞÁ KOMUM VIÐ AÐ KENNSLUNNI.“


Viðtal: Sigrún Úa Gunnarsdóttir Viðmælandi: Guðmundur Oddur Magnússon Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

SKE: Ég brenn fyrir dæmisögum, snilligáfu í orðaforða og líkingamáli. Sannur fjallgöngumaður er það fyrsta sem kemur upp í huga mér er ég hugsa til Godds. Nietzsche orðaði það svo sterkt í bók sinni Svo mælti Zaraþústra, „Til að sjá mikið er nauðsynlegt að horfa framhjá sjálfum sér: - sérhver fjallgöngumaður verður að búa yfir slíkri hörku.“ Síðasta miðvikudagsmorgunn fór ég á fund þessa fjallgöngumanns. Í leiðara SKE þessa vikuna er talað um mikilvægi undirbúningsins. Ég las, ég heyrði og ég meðtók þann pistil þar sem ég vil ekki mæta framtíðinni áhugalaus og kvíðin, líkt og manneskjan sem sefur í sínu daglega lífi, meðvitundarlaus, á „autopilot“. Svo að ég demdi mér í undirbúning. Sogaði, líkt og „turbo“ ryksuga, að mér þeirri þekkingu sem þarf til þess að eiga samtal við Godd; „The great thinker“. Í þessu ástandi andaði ég svo eitt andartak (ég gleymdi nefnilega að anda, með augun límd við skjáinn) og í þeim andardrætti flaug önnur hugsun inn í kollinn á mér, þennan koll sem er ávallt líkt og það tvísýna jafnvægi sem Úa, í Kristnihald undir jökli hans Laxness, ber. Á mörkum sköpunar og tortímingar. Á milli þessa afla ríkir nefnilega það ástand sem ljáir hugsuninni vængi, þar sem hún nær flugi og streymir fram í einhverju sem má kalla satt. Andinn flæðir inní efnið (efnið flæðir inní andann) og úr verður líf… það kviknar á perum í báðum heilahvelunum. Það eina sem þarf til að mæta Goddi er augnarblikið. Augnarblikið þar sem tvær manneskjur eiga í samtali. Ég hef nefnilega sannan áhuga á Goddi. Áhugi, orðið interest, á uppruna sinn í latínu, INTERESSE, Inter „between“ + esse „be“: að vera á milli. Það er markmið mitt með þessu viðtali. Að skapa orðanúning á milli mín og Godds, að gefa því óorðna rými og tíma. (Við Goddur hittumst á heimavelli hans: vinnustaðnum. Nánar tiltekið í Hönnunardeild Listaháskólans í Þverholti. Á meðan Allan ljósmyndari smellir myndum af Goddi, þá kem ég mér fyrir, handan við hornið og fylgist með kemistríunni á milli ljósmyndarans og viðfangsefnis hans. Myndatakan klárast og við vindum okkur í viðtalið. Klukkan er 10:30, við komum okkur fyrir á meðal bóka og alls kyns hluta, sem eiga sér greinilega sögu, á skrifstofunni hans Godds. Ég kveiki á diktafóninum … SKE: Eru flestir nemendur hönnunardeildar skólans að sækja Hönnunarmars? GODDUR: Já, þau fá miða, það er frí í öllum tímum, allir verða að vera þarna, þetta er svo mikill lærdómur að fara þarna að það er bara vitleysa að gera það ekki. (Allan ljósmyndari kemur og sest hjá mér í sófanum og sýnir mér myndirnar sem hann skaut af Goddi. Við sammælumst um að Goddur sé með eindæmum fótógenískur) SKE: Jæja Goddur, meira tengt Hönnunarmars. Er hægt að kenna sköpun, innsæi, uppljómum, ímyndunarafl eða hönnun? GODDUR: Það er hægt að kenna aðferðarfræði en hinsvegar notar maður ekki beint orðið „kenna“. Það er hægt að rækta innsæi og ímyndunarafl, það er hægt að stuðla að vakningu og það er hægt að tala um hvernig þú forgangsraðar hlutum eftir tilfinningu. Þú getur kennt hugmyndasögu, þú getur kennt aðferðarfræði og tækni, þú getur kennt notkun efnis og krítíska hugsun, þú getur kennt rannsóknaraðferðir og þú getur hjálpað til við að búa til eða leyfa karakternum að vera, þ.e.a.s. í raun og veru þá eru hugmyndir ekki eins frumlegar og margir halda og það eru margar hugmyndir á sveimi, eitthvað svífur yfir vötnum eða liggur í loftinu og margir geta haft sömu hugmyndirnar, sem er mjög algengt í öllum listum, en það er fyrst og fremst hvernig þú framkvæmir hugmyndina, sem gerir þig einstakan. Hvernig þú forgangsraðar eftir þínu tilfinningakerfi, eins og þegar þú ert að velja letur að þá ertu að klæða inntak í búning. Til að mynda ef þú ert að gera eitthvað hversdagslegt en velur letur sem er eins og fyrir boðskort í Buckingham höll… (ég hlæ og sé fyrir mér þetta tiltekna boðskort) … og þá allt í einu fellur allt um sig, skilurðu. Stundum er sagt að þegar nemandinn er tilbúinn birtist kennarinn. Þá getur maður hjálpað til við að þroska fólk og benda þeim á hluti sem eru nálægt þeim eða maður sér með munstrinu að þau hafa kannski áhuga á en hafa ekki uppgötvað. Þegar maður verður gamall hundur þá veit maður svo margt, maður er búin að vera svo lengi inní þessu öllu saman.. og líka annað; allir mínir bestu kennarar urðu einhvern veginn vinir mínir og þeir opnuðu fyrir mér dyr sem ég hafði bara ekki hugmynd um, einhver herbergi þarna fyrir innan…

(Goddur bankar á höfuðkúpuna) … og höfðu kannski mjög djúp áhrif á mig. Það eru margir sem hafa haft djúp áhrif á mig og ég veit líka að þegar manni heppnast eða tekst vel upp sem kennara þá er maður kominn í dálítið náið samband við nemandann og kennslan fer ekkert endilega fram í skólanum, hún getur farið fram á kaffihúsi, í skólaferðalögum, á kvöldin þegar að menn eru að vinna hérna í skólanum, sem þeir gera. Þú veist aldrei hvenær stundin kemur, hvenær nemandinn er tilbúinn og hvenær þú hefur eitthvað að gefa. SKE: Varðandi Hönnunarmars. Fyrir mér er þetta alltaf dálítið fín lína, hönnun annars vegar og listin í hönnuninni hins vegar. Þú hefur talað mikið um að andinn flæði inn í efnið eða efnið inní andann svo úr verði líf… GODDUR: Andi er svolítið merkilegt fyrirbæri því maður er ekki endilega að tala um trú. Það getur verið andi í skóla, það getur verið andi í húsi, það getur verið andi í Reykjavík, það getur verið andi í miðborginni, það getur verið andi á Seyðisfirði sem er öðruvísi heldur en annars staðar. Þeir sem hafa loftnetið uppi og tilfinningu fyrir þessu, hvort sem þú ert tónlistarmaður, hönnuður, myndlistarmaður eða ljósmyndari, það skiptir engu máli, þeir eru oft þeir sem grípa eitthvað sem er í anda dagsins í dag, í tíðarandanum. Málið með Hönnunarmars er að hann er ekkert sérstaklega gamalt fyrirbæri og hefur alltaf vaxið, og hvers vegna hefur hann vaxið? Maður verður að átta sig á því að hönnun er ekkert sérstakt þjóðarstolt Íslendinga í gegnum síðustu öld. En það sem hefur breytt svo miklu er að það útskrifast 40 manns úr hönnun á hverju ári, síðastliðin 15 ár. Það eru 600 manns. Ekki allir skila sér út á markaðinn en það er allt í einu kominn hópur sem kann tungumálið, sem er búinn að æfa tungutakið um fagið. Það sem hefur líka hjálpað íslenskri hönnun, sérstaklega grafískri hönnun, er að uppúr aldamótunum 2000 þá komu út bækur frá stórum fyrirtækjum eins og Taschen eða Gestalten í Berlín eða Laurence King í London. Áhugi þeirra verður til í kjölfar tónlistarinnar er menn fara að fá áhuga á plötuumslögunum og myndmálinu í kringum ferlið. Við Íslendingar höfðum ekki svo mikla hönnunarhefð. Núna ertu kominn með samfélag sem er krítískt, sem vinnsar úr og við erum komin með fyrirbæri eins og Spark Design (hönnunarkúltúrbúð), Hönnunarmars, Hönnunarmiðstöð, Hönnunardeild við Listaháskólann og Hönnunarsafn, allt þetta blómstraði ekki fyrr en á þessari nýju öld og núna tökum við þátt í alþjóðlegum sýningum út um um alla Evrópu, í Kína og íslensk hönnun er farin að fá karakter… (ég skýt inn að þetta hafi einmitt verið mín næsta spurning, Goddur er í flæðinu og mér dettur ekki í hug að stöðva það, hver spurning verður til af sjálfu sér, í flæði) …Hvað er það sem einkennir okkar karakter? Það er svo merkilegt að þegar við vorum einhvern tímann að ræða þetta, í gamla Myndlistar- og handíðaskólanum, þá var erlendur kennari með okkur sem spurði oft „er þetta íslenskt?“ Og hvað í fjandanum átti maðurinn við, er þetta íslenskt? Og svo þegar það rennur upp fyrir manni að allt það sem honum þótti vera íslenskt var það sem maður eiginlega skammaðist sín fyrir og vildi ekki að útlendingar sæju. Einkennin eru, jú hugmyndin er þarna, en það er ekki almennilega gengið frá þessu. Það er eins og.. það tók kannski nokkur ár að byggja íslensk hús og þau voru í rústum í mörg ár, fólkið flutti inn í kjallarann áður en önnur eða þriðja hæð voru gerðar og svo var húsið aldrei málað vegna þess að rigningin var svo mikil allt sumarið þegar eini sénsinn var að mála. Svo ösnuðust menn

til að nota plastmálingu sem flagnar af á 5 árum þannig að þetta verður eitthvað svo íslenskt. SKE: Er það íslenskt einkenni? Hálfklárað! GODDUR: Já, hálfklárað og einhvern veginn finnur þú fyrir bóndanum og sjómanninum í þessu, en ekki í þessari fíngerðu list sem menningarþjóðir í sjónlistum hafa haft. Einnig skulum við hafa það í huga að okkar borgarsamfélag er svo ungt á meðan aðrar þjóðir hafa aldir á bakvið sig… (Goddur kemur aftur að erlenda kennaranum) GODDUR: … og svo segir þessi sami kennari, um þennan áhuga sinn á því íslenska sem við eiginlega skömmumst okkar fyrir: „Ekki fara til útlanda því þið munuð skemmast, þetta eru gersemar“, þá notaði hann hugtakið heimatilbúningur, þ.e.a.s. við notum alþjóðlega hugmynd en framkvæmum hana á svona heimatilbúinn hátt. Svo segir hann eftir smá stund: „Jú, það er sennilega allt í lagi, þetta er svo sterkt að það er ekki hægt að eyðileggja þetta“. Og þegar maður sér t.d. íslenska hönnun úti í Kína, þegar hún er komin nógu langt í burtu frá eigin samfélagi þá sér maður þessi einkenni miklu betur; „svakalega er þetta íslenskt“ og þá er það vegna smáatriðanna, skilurðu. Þetta er það sem hefur verið að breytast og þarna kemur HönnunarMars inn, sem verður alltaf betri og betri, enda snýst þetta bara um að búa til eina viku í mars þar sem þú dregur þetta allt saman fram, setur borgina í hönnunarbúning og við beinum sjónum okkar að því sem við erum að gera. Þetta byrjaði svolítið hægt en nú er það orðið þannig að það streyma inn fagmenn og fólk frá öðrum löndum til að fá að kynnast þessum hönnunarkúltúr. Þannig sér maður að Ísland er komið á kortið. SKE: Þú nefndir áðan Seyðisfjörð í upptalningu þinni á stöðum sem innihalda sérstakan anda. Ég kíkti á Facebook síðuna þína í morgun og sá myndir: Lungaskólinn - Sweatlodge mission. Hvað er Lungaskólinn? GODDUR: Menn þekkja vel hvernig sumir staðir hafa áhrif á mann. Það eru svo margir staðir, þegar maður ferðast um heiminn, eða jafnvel um Ísland, sem draga úr manni alla orku, annaðhvort vegna leiðinda eða einhverjum smábæjarmóral en svo eru aðrir staðir sem virðast gefa þér orku. Það er einn staður á Íslandi sem er mjög ólíkur öllum öðrum smábæjum. Það er Seyðisfjörður. Hann er ólíkur vegna þess hvað hann hefur háan þolþröskuld gagnvart útlendingum og frávikum, svona fólki sem eru karakterar, listamenn (þurfa ekki einu sinni að vera listamenn) svokallað fólk sem fer sínar eigin leiðir. Seyðisfjörður hefur virkað sem segull fyrir fólk sem eiginlega dettur þarna óvart inn og fer að fá á tilfinninguna; „já, ég á bara heima hérna“ og ætlaði að vera í 3 daga en vaknar upp 3 mánuðum seinna og fer tilbaka til sinna heimkynna til að safna pening til að flytja til Seyðisfjarðar. Og fyrir 15 árum síðan þá hófst svokölluð Lungahátið sem smám saman blómstraði og varð að verðlaunaðri hátíð. SKE: LUNGA… GODDUR: Já, Lungahátíðin. Og þegar þessir krakkar uxu úr grasi, frá gelgjunni yfir í aldurinn á milli tvítugs og þrítugs, þá fór ein þeirra á einhvers konar námskeið í Kaupmannahöfn sem er kallað KaosPilots og hún gerir það að verkefni sínu, með þennan bakgrunn Lungahátíðarinnar, að búa til skóla með Lýðháskólaformi, þar eru engin próf heldur snýst það bara um það hvernig maður nær sambandi við karakterinn til þess að maður opnist fyrir því að gera eitthvað skapandi. Það merkilega við þetta er að verkefnið fer


10

HVAÐ ER AÐ SKE að laða að allskonar fólk, janfvel fólk með háskólagráður sem kemur þarna til þess að afskóla sig. Vegna þess að skólarnir gerðu allt annað en að draga fram sérkenni þeirra, skólar hafa svo mikla tilhneigingu, sérstalega í skapandi greinum, og yfirleitt.. að gera alla eins. En þessi skóli snýst um það að gera alla öðruvísi eða sérstaka. „Hver ert þú, finndu út hver þú sjálfur ert, það er búið að finna allt annað út“. Með þeim árangri að hann er, fyrir minn smekk, orðinn einhver besti skóli landsins þó að þetta sé bara þriggja mánaða skóli, haldinn tvisvar sinnum á ári, með 20 nemendur. SKE: Komum aftur að Facebook myndunum, Sweatlodge mission, hvað er það? GODDUR: Í Lungaskólanum eru aðferðir eins og þær að þau þurfa að labba fjögra tíma göngu út í kjaft Seyðisfjarðar þar sem við erum með svitahof. Svitahofið gengur út á það að láta þitt gamla karma deyja og endurfæðast. Myndlíkingin fyrir svitahofið er einfaldlega sú að tjaldið er eins og móðurkviður þar sem þú gefur jörðinni allt þitt gamla drasl og þú kemur út úr tjaldinu endurfædd, í bókstaflegri merkingu, því að þú ilmar eins og nýfætt barn og þér finnst þú vera endurfædd. Það er dásamlegt hvað allir verða kennsluhæfir og þyrstir í að fara dýpra eftir þessa reynslu. Þú ert raunverulega að fara á vit þess sem menn gera ekki í venjulegum skólum, inn á vit þinna drauma, þinnar sýnar, þinna tilfinninga og innsæis. Það er í raun ekkert sem hjálpar meira til við að örva innsæi heldur en ritual svitahofsins. SKE: Ertu búin að stunda svitahofið lengi? GODDUR: Í 15-16 ár. Ég held ég byrji árið 2001 að fara í svitahofið og fer einu sinni í mánuði. SKE: Þannig að þú ert alltaf að endurfæðast?

mikilvægi. Maður þarf að læra inn á það að láta þetta vinna saman en ekki í sitthvoru lagi því annars gerist ekki neitt. Það eru svo margir sem fara í gegnum gelgjuna og skólakerfi sem drepur þetta niður en ef að þú hefur tapað þessu þá geturðu unnið þetta aftur eins og með svitahofinu eða hugleiðsluaðferðum eða í samvinnu.

GODDUR: Alltaf að endurfæðast! (það glittir í bros einlægni í andliti Godds þegar hann segir þetta og blaðamaður tengir við þessa stöðugu endurfæðingu svitahofsins) GODDUR: Þetta varðar líka það að áhrif svitahofsins duga þér kannski í 3-4 daga, þ.e.a.s. mestu áhrifin og þú ferð að læra það hvað það er mikill innblástur sem fylgir þessu. Margir leita í kemíu til þess að fá innblástur, leita í efni til þess að fá innblástur, en þarna notarðu engin efni til þess, þú býrð til ástand þar sem líkaminn þinn verðlaunar þig fyrir að losa þig við draslið í gegnum svitaholurnar og verðlaunin eru svo mikil vellíðan að það er eins og þú sért komin á þriðja eða fjórða glas, án þess að nota efni. Einu sinni voru vísindi og kennsla til þess að koma okkur úr trúnni á stokk og steina og koma okkur inn í svokölluð raunvísindi. En nú er þetta að snúast við og maður er farinn að nota þessar gömlu fornaldaraðferðir til að öðlast nýjan sannleika vegna þess að hin svokölluðu vísindi snúast svo mikið um það að sjá og greina það sem er og ef þú getur ekki speglað eða mælt það þá er það ekki til. Gallin við þetta er sá að helstu tæki listamanna og skapandi fólks eru tilfinningar og innsæi og spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl, hann hefur enga hæfileika til þess að sjá fyrir það mögulega, ófæddan raunveruleika. Eitthvað sem ekki er til núna en við þurfum ímyndunarafl og tilfinningu til að komast þangað og ef við náum þangað þá erum við komin í það ástand sem er ástand skapandi fólks. Svo er hægt að nota hin svokölluðu raunvísindi og aðferðir við greiningar og gagnrýna hugsun við að meta, því það er ekki allt gott sem að maður ímyndar sér eða notar innsæi sitt til eða tilfinningastaðreyndir, sem ég vill kalla tilfinningastaðreyndir því manni finnst þetta raunverulega þó að ekki sé hægt að mæla það eða spegla. Og eiginlega allir fatta það að það er fleira til en hægt er að spegla eða mæla. Og hvernig kemst maður þangað? Þá verður þetta svo athyglisvert að maður þarf að nota aðferðarfræði sem var alls staðar keyrð niður sem hindurvitni.

SKE: Ég átti samtal um daginn við mann sem var að hugsa um innsæið. Og hann sagðist óttast dýpið, þar sem allt er hulið og ósýnilegt, þar sem þú þekkir ekkert og sérð ekkert. Svo sagði hann svo flotta setningu: „Ég er að byggja bátinn“. Þetta er það sem þú ert að tala um.

sjálfu sér. Þetta veldur óbragði. Mesti sigur sem nokkur maður getur náð, ekki bara ég, hafi ég einhvern tímann náð því, er að losa sig við skemmdu sjálhverfuna og að kunna að gefa það sem þú átt og þá komum við að kennslunni. Það er svo mikill sigur þegar þér tekst að vera í aðstæðum, oftast er kreppuástand það besta, sem kenna þér að umfaðma ófarir þínar og ófullkomleika og líta á það sem áburð fyrir jarðveginn þar sem fallegasta rósin getur sprottið. Þegar þú vilt gefa heiminum eitthvað sem er fallegt, auðgandi, þar sem þú ferð að hjálpa til við að búa til fögruveröld, Xanadu, Shangri-la, Paradís, hvað sem þú vilt kalla það.

GODDUR: Að ná vopnum þínum, að ná farartækinu þínu... SKE: Það er kannski þetta jafnvægi, að geta siglt, en þurfa aðstoð við að byggja bátinn. GODDUR: Og eins og sagt er t.d. varðandi alkóhólisma: „Alcohol may give you wings but it will take away the sky“. Þú fellur til jarðar eins og Íkarus, og það er þetta, hvernig nær maður þessu sambandi þarna á milli. Það er til frægt líkingarmál sem er stafur Hermesar þar sem tveir snákar vefja sig utan um stafinn og svo er sagt að efst, þar sem þeir mætast, þar sem þeir horfa á hvern annan og ná augnkontakti - þá fá þeir vængi. (við sammælumst um það að þessi staður sé jafnvægið, miðjan) GODDUR: Og þá gerist galdurinn. Því það er ekki nóg að hafa þessi fjögur frumefni, heldur þarf einnig það sem við köllum fimmta frumefnið. Þetta eru ekki bara jörð, vatn, loft og eldur heldur er fimmta frumefnið, sem liggur svo í miðjunni, the force, „May the force be with you“!

SKE: Þú segir „ég ég ég“ verður að verða „við við við“. Orðið viðstaddur kom til mín. Enska orðið er present. Við-staddur. Að vera staddur í við. GODDUR: Já, og það er líka til frasi yfir enska orðið present sem er ekki aðeins að vera viðstaddur en er líka gjöfin. Það er sagt að þetta sé svo fallegt, the present, þess vegna köllum við það gjöf. Þetta er allt gömul speki sem ríkti á meðan við höfðum ennþá viskuna og það er svo merkilegt að því aftar sem maður fer í tímann því stórkostlegri verða hlutirnir og þá kemur þessi fræga setning hjá T.S.Elliot: „Hvar misstum við viskuna yfir í svokallaða þekkingu og hvar töpuðum við þekkingunni í svokallaðar upplýsingar.“ Það er eins og að okkar samfélag snúist bara um upplýsingar, aðeins um þekkingu en alls ekki um visku. (Við ræðum aðeins um listina, möguleikana, framtíðarsýn og pólitíki, en allt það hverfur í skugga eftirfarandi lokaorða Godds...)

(Við hlæjum og tölum aðeins um Star Wars...) SKE: Hvað gerir þú til þess að greina muninn á hindurvitni og innsæi? GODDUR: Þetta er eins og maður segir; maður verður að passa sig á þvi að láta ekki svokallaða vökuvitund, svokallaða skynsemi, svokallaða rökræna hugsun verða að bílstjóra undir stýri en þetta eru fínir aftursætisbílstjórar og þegar að maður er búinn að fatta þetta, að nota innsæi sitt, tilfinningar, sem aflið sem stýrir ferðinni en hlusta einnig á raddirnar í aftursætinu, „já ég hef nú séð þetta áður“ eða „passaðu þig á þessari holu, það er ekkert grín að fara í þessa holu, það er þessi hætta á -no return-, að þú komir bara ekkert tilbaka“ það er ágætt, ef maður notar aðra myndlíkingu, að fara bara hálfa dagleið útúr raunveruleikanum svo maður eigi séns á því að komast aftur fyrir myrkur, ef maður skildi ekki finna neitt. SKE: Ertu að tala um jafnvægi? GODDUR: Ég er að tala um þessi merkilegu mörk á milli snilli og hreinlega sturlunar. Það eru margir sem fara inn í þessi lönd og koma ekki tilbaka aftur því það þýðir ekkert að vera bara í flæðinu eða innsæinu því þá gerist ekki neitt og það gerist heldur ekki neitt ef þú ert bara í rökhugsun og tæknikunnáttu, þannig að ef þú ert andlaus og tilfinningalaus þá gerist ekki neitt. Þú þarft að vinna með bæði heilahvelin, þetta er líka myndlíkingamál fyrir heilahvelin. Við segjum stundum að í hægra heilahveli sé tilfinningagreind þín, innsæi þitt og ímyndunarafl, þó að það sé bara, eins og maður segir, „hugboð“. Hinum megin er það svo úrvinnslan, krítíkerinn, sá sem vegur og metur

GODDUR: Þarna liggur galdurinn. Þeim sem tekst þetta í hönnun eða listum eða hverju sem er, að tengja þetta saman, hann er kominn að lyklinum að hinni eiginlegu gullgerðarlist, eða Alkemíunni. Þá verður það sem þú gerir að gulli, af því að þú náðir að tengja saman andann og efnið. SKE: En Goddur. Varðandi sjálfsrýnina. Hvert er, að þínu mati, þitt mesta afrek hingað til? (Goddur lokar augunum, fer inn á við, hugsar og tekur sér tíma áður en hann hefst handa við að svara) GODDUR: Mesta afrekið er einhver veginn að komast í gegn. Ef að þetta er raunverulegt, ég er stundum svo óviss með það. Því minna sem þér tekst að höndla þitt eigið egó og sjálfhverfu, við megum ekki gleyma því að listamenn og skapandi fólk þarf egó eða sjálfhverfu en það getur verið svo skemmt… Það er eðlismunur á metnaði og metorðagirnd. Það er eðlismunur á því að þjóna og þóknast og þegar þú nærð í gegn, að fara úr „ég ég ég“ yfir í „við við við“ þá tekurðu eftir því að það fólk sem nær árangri í lífinu það er alltaf að leitast við að hjálpa öðrum en það fólk sem nær aldrei árangri er alltaf að spyrja „hvað græði ég á þessu“, það hugsar bara um rassgatið á

Goddur: Listin og það sem skiptir máli sér um sig sjálft. Það er ekki hægt að búa til listamenn, það kemst alltaf upp. Það er ekki hægt að markaðsetja hönnuði eða ljóðskáld, það kemst alltaf upp. Þetta sér um sig sjálft. Það er meiraðsegja ekki hægt að kenna listir í þeirri merkingu að: hún sér um sig sjálf. Þú getur kennt liststefnur og aðferðarfræði, eins og ég nefndi í upphafi, en í raun og veru sér listin um sig sjálf. Þetta fjallar um ánægjuna við að skapa, að umbreyta, sem er eðli mannsins og þetta selur sig sjálft og við getum ekki stýrt því, nema að nota krítíska hugsun, en krítísk hugsun hjálpar þér ekkert við að skapa en hún hjálpar þér að greina það sem skiptir máli frá því sem skiptir ekki máli. (Á þessum orðum bindum við enda á samtalið. Við gáfum því óorðna rými og tíma og úr varð heilmikill texti sem nú fær að halda lífi í gegnum þig sem ert að lesa. SKE mælir með hinni fjölbreyttu dagskrá HönnunarMars þar sem gestum býðst tækifæri til að auðga andann og sækja innblástur, með endurfæðingu sjálfsins í svitahofinu og þeirrar vitleitni í daglegu lífi að vera VIÐ-staddur.)


OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR UM BA NÁM TIL 1. APRÍL OG MA NÁM TIL 13. MAÍ

BA NÁM MYNDLIST HÖNNUN & ARKITEKTÚR Arkitektúr / Fatahönnun Grafísk hönnun / Vöruhönnun

MA NÁM MYNDLIST HÖNNUN LISTKENNSLA Nánari upplýsingar um námsbrautir, inntökuferli og umsóknir eru á lhi.is


12

HVAÐ ER AÐ SKE

LEIKHÚS

AÐRAR SÝNINGAR KENNETH MÁNI BORGARLEIKHÚSIÐ 12.03.16

FLÓÐ BORGARLEIKHÚSIÐ 13.03.16, 16.03.16

ILLSKA BORGARLEIKHÚSIÐ 17.03.16

KVIKA Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn, Katrín Gunnarsdóttir, þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar? Katrín Gunnarsdóttir er í fremstu röð ungra danshöfunda og hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem vakið hafa verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up. Hvar: Þjóðleikhúsið Hvenær: 11.03.16, 12.03.16, 15.03.16 Miðaverð: 3.950 kr.

UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 13.03.16

HLEYPTU ÞEIM RÉTTA INN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 12.03.16, 13.03.16, 16.03.16

Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 11.03.16, 17.03.16

IMPROV ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 16.03.16

EDDAN Í AUSTURBÆ AUSTURBÆR 11.03.16, 12.03.16

MOULIN ROUGE AUSTURBÆR 13.03.16, 14.03.16

GRIPAHÚSIÐ TJARNARBÍÓ 11.03.16

MAMMA MIA! Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki. Sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína - úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda. Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna! Hvar: Borgarleikhúsið Hvenær: 12.03.16, 16.03.16, 17.03.16 Miðaverð: 7.500 kr.

ÚTFÖR TJARNARBÍÓ 17.03.16

LÍFIÐ TJARNARBÍÓ 13.03.16

BLÓÐBRÚÐKAUP GAMLA BÍÓ 14.03.16, 15.03.16, 16.03.16

HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ 13.03.16


Bókaðu borð 562 0200 perlan@perlan.is

Gjafa Perlu bréf n Góð g nar jö f við kifær i!

öll tæ

Einstakir 4ra rétta matseðlar Eigðu yndislega kvöldstund í Perlunni með fjögurra rétta seðli matreiddum af margverðlaunuðum matreiðslumeisturum. KJÖT OG FISKUR

VEGAN

Nauta-carpaccio með parmesan, furuhnetum, rauðrófum, sveppum og klettasalati

Rauðrófu-carpaccio með piparrót, furuhnetum, rauðrófum og fennikkusalati

Humarsúpa Rjómalöguð með Madeira og grilluðum humarhölum

Sveppaseyði með seljurótar-ravioli

Fiskur dagsins ferskasti hverju sinni útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar

Hnetusteik með jarðskokkum, rauðkáli og klettasalati

~ eða ~ Andarbringa með andarlæri, eggaldinmauki, gulrótum, kartöflum og lárviðar-soðgljáa Mjólkursúkkulaðimús með mandarínum og dökkum súkkulaðiís

Stefán Elí Matreiðslumeistari

Döðlukaka með hindberjasultu og sítrónukrapi

Með hverjum 4ra rétta seðli fylgir frír fordrykkur!

Stefán Elí Stefánsson sigraði matreiðslukeppnina Bragð Frakklands árið 2014, og hefur starfað á Domain de Clairefontaine (1 Michelin stjörnur) í Frakklandi, Hibiscus (2 Michelin stjörnur) í London, verið gestakokkur á Ed Auberg (3 Michelin stjörnur) og fékk heiðursverðlaun sem útskriftarnemi ársins í Hótel og veitingaskóla Íslands.

www.gudjono.is · Sími 511 1234


EIK RUSTIK VIÐARPARKET Lakkað með 7 umferðum af lakki. 14mm heildarþykkt með 4mm spón. 20,9 cm breið borð. Boen X-press endalæsing. Skandinavísk hönnun sérsniðin að íslenskum heimilum.

Krókhálsi 4

Sími 567 1010

Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18

110 Reykjavík

www.parket.is

og lau kl. 11–15



16

HVAÐ ER AÐ SKE

LISTVIÐBURÐIR

AÐRIR VIÐBURÐIR SKÖPUN BERNSKUNNAR 2016

PRIMITIVA KATRÍN ÓLÍNA Í SAFNAHÚSINU Á 3. hæð Safnahússins verða verk Katrínar Ólínu til sýnis á vegum Hönnunarmars. Sýningin stendur frá 10.-13.mars en opið er frá 10-17 í Safnahúsinu. Katrín Ólína Pétursdóttir er íslenskur hönnuður sem vinnur með fjölmarga miðla, þar á meðal grafíska hönnun og vöruhönnun. Verkið Primitiva eftir Katrínu Ólínu er afrakstur rannsókna hennar við Digital Design Laboratory í Aalto-háskólanum í Helsinki. Þar hefur hún dvalið síðastliðin tvö ár við rannsóknir á stafrænni tækni og þrívíddarprentun til framleiðslu gripa sem byggja á smárri einingu, Primitiva. Að baki verkinu er margra ára þróunarvinna en í því sameinast ýmsir þættir, svo sem heimspeki, list, hönnun, tækni, stærðfræði og heimsfræði. Samhliða gerð verndargripanna skrifaði Katrín Ólína leiðabókina Primitiva, Book of Talismans.

GERSEMAR ÚR SAFNEIGNINNI Laugardaginn 5. mars síðastliðinn var í tilefni af 100 ára afmæli Alþýðusambandsins opnuð í Listasafni ASÍ sýning á Gersemum úr safneigninni. Í stórfenglegri listaverkagjöf Ragnars Jónssonar í Smára til Alþýðusambands Íslands, sem varð kveikjan að stofnun Listasafns ASÍ árið 1961, eru mörg af þekktustu myndverkum tuttugustu aldar eftir nokkra fremstu listamenn þjóðarinnar, þ.á.m. Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Sveinsson Kjarval og Svavar Guðnason. Sýningarstjóri er Kristín G. Guðnadóttir. Hvar: Listasafn ASÍ , Freyjugata 41, 101 Reykjavik Hvenær: 5. mars - 3. april 2016 Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17

HVAR: LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI, KETILHÚS, KAUPVANGSSTRÆTI HVENÆR: 5. MARS KL. 15 - 24. APRÍL 2016

BERGLIND JÓNA HLYNSDÓTTIR: CLASS DIVIDER D-SAL HAFNARHÚSSINS HVAR: LISTASAFN REYKJAVÍKUR, TRYGGVAGATA HVENÆR: FIMMTUDAGINN 3. MARS KL. 17 - 10. APRÍL 2016

DRIFTING CYCLES

Hvar: Safnahúsið, Hverfisgata 15, 101 Reykjavík Hvenær: 10.-13. mars, opið er frá 10-17 í Safnahúsinu

HÖNNUNARMARS HVAR: GRÓTTUVITI, SELTJARNARNES

KERAMÍK OG KVÍKVÍ SIGTRYGGUR BERG SIGMARSSON MANNKYNSSAGAN EINS OG HÚN LEGGUR EÐA LAGÐI SIG Verið velkomin á fyrstu einkasýningu Sigtryggs Berg Sigmarssonar í Listamenn Gallerí sem opnar klukkan 17, laugardaginn 12 mars. Á sýningunni mun Sigtryggur sýna úrval teikninga sem hann hefur unnið í Belgíu, þar sem hann hefur verið búsettur síðastliðin 3 ár. Hvar: Listamenn Gallerí, Skúlagata 32, 101 Reykjavík Hvenær: Opnun 12. mars kl. 17

Tvær ólíkar en áhugaverðar sýningar voru opnaðar í Listasafni Árnesinga laugardaginn 5. mars síðastliðinn. Keramík er sýning sem safnið setur upp í tilefni af 35 ára afmæli Leirlistafélags Íslands og þar má sjá verk eftir 47 núverandi félagsmenn. Markmiðið er að sýna fjölbreytileika fagsins. KvíKví er margmiðlunar innsetning eftir þýska myndlistamanninn Heike Baranowsky. Forsaga verksins er Íslandsferð árið 2012 og ómur frá kór í Seljavallalaug sem glæddi umhverfið töfrum er Heike og vinkona hennar Ursula Rogg komu gangandi þar að . Gamla þjóðvísan Móðir mín í kví kví reyndist verða útgangspunktur margra spuna og þaðan er titill gjörningsins og sýningarinnar fenginn. Gjörningurinn fór fram í og við Seljavallalaug þar sem hann var tekinn upp og Heike hefur síðan unnið verkefnið frekar og sett upp sem margmiðlunar innsetningu í Berlín og nú í Listasafni Árnesinga. Hvar: Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði Hvenær: 5. mars - 1. maí 2016 Opið: Fimmtudaga - sunnudaga kl. 12 – 18 Aðgangur ókeypis.

HVENÆR: 11. - 15.MARS 2016

LIVING ROOM LEIFUR ÝMIR EYJÓLFSSON HVAR: HARBINGER, FREYJUGATA 1, 101 REYKJAVÍK HVENÆR: MÁNUDAGINN 29. FEBRÚAR KL: 18 - 27. MARS 2016

BLINT STEFNUMÓT +SAFNEIGNIN HVAR: LISTASAFN KÓPAVOGS, GERÐARSAFN, HAMRABORG 4 HVENÆR: 5. MARS KL. 15 - 10. APRÍL 2016

GUÐJÓN KETILSSON MÁLVERK OPNUN 26.FEBRÚAR KL.17:00

HVAR: HVERFISGALLERÍ, HVERFISGATA 4, 101 REYKJAVÍK

DOUBLE BIND NÝLÓ Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýningin Double Bind sem er samsýning á verkum níu íslenskra og erlendra listamanna. Double Bind er samsýning nýrra verkra sem hefur það að markmiði að endurvekja meðvitund um pólitísk áhrif á sálfræðimeðferðir og persónulega bresti. Rupert, center for Art and Education (Litháen), í samstarfi við Listaháskólann í Ósló / KHiO (Noregi) og Nýlistasafnið (Íslandi), kynna sýninguna sem fer nú upp í Reykjavík eftir að hafa ferðast á milli fimm staða síðustu sex mánuði. Sýningastjórn í umsjón Maya Tounta & Justé Jonutyté

Yndislegt kaffi og ljúffengt kruðerí Kaffitár í Safnahúsinu Hverfisgötu 15 kaffitar.is

Hvar: Nýlistasafnið, Völvufell 13-21, 111 Reykjavík Hvenær: 5. mars - 17. apríl

HVENÆR: SÝNINGIN STENDUR FRÁ 26.FEBRÚAR TIL 9.APRÍL.

STEINGRÍMUR EYFJÖRÐ GULI EYRNALOKKURINN HVAR: GALLERY GAMMA, GARÐASTRÆTI 37, 101 REYKJAVÍK HVENÆR: STENDUR TIL 1. MAÍ OPIÐ MÁN - FÖS MILLI KL. 13:00 - 17:00 OG EFTIR SAMKOMULAGI


17

HVAÐ ER AÐ SKE

Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í 25 ár. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is


18

HVAÐ ER AÐ SKE

SKEMMTUN

HÖNNUNARMARS 2016 HönnunarMars er stærsta sameiginlega verkefni íslenskra hönnuða ár hvert og um leið stærsta innlenda og alþjóðlega kynningarverkefni Hönnunarmiðstöðvar. Hátíðin spannar vítt svið, þar sem helstu hönnuðir þjóðarinnar sýna það sem í þeim býr og nýútskrifaðir hönnuðir stíga sín fyrstu skref. HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar íslenskrar hönnunar. Á hátíðinni fara fram viðskiptastefnumót, ný hönnun er frumsýnd og innblástur má sækja víða á sýningum, fyrirlestrum, uppákomum og innsetningum en um 100 viðburðir eru á dagskrá ár hvert. HönnunarMars fer fram í áttunda skipti dagana 10.-13. mars 2016. Hvar: Reykjavík Hvenær: 10. - 13. mars Miðaverð: Frítt Nánar: http://honnunarmars.is/

HEIMSPEKISPJALL Nýdoktorar í heimspeki, Jón Ásgeir Kalmansson og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, ræða við gesti um rannsóknir sínar og fundna fjársjóði. Yfirskriftin á erindi Guðbjargar er: Landslag og fagurfræði: fyrirbærafræðilegt sjónarhorn. Jón Ásgeir mun ræða við gesti undir yfirskriftinni Siðvitið og leyndardómurinn. Hvar: Hannesarholt, Grundarstígur 10 Hvenær: 16. mars kl. 20:00 Miðaverð: Frítt

TWEET KYNSLÓÐIN

SVEITA-SAMFLOT Í GÖMLU LAUGINNI Á FLÚÐUM Systrasamlagið og Float kynna fyrsta Sveita-Samflot ársins sem verður í Gömlu lauginni á Flúðum laugardagskvöldið 12. mars. Allir hjartanlegalega velkomnir, bræður og systur á meðan rúm leyfir. Þórey Viðars jógakennari og tónheilari, með meiru, um mun leiða okkur inn í Sveita-Samflotið með öndunaræfingum og tónheilun með kristalsskálum. Fljótum og njótum, losum um staðnaða orku og styrkjum innsæið fyrir vorið. Innifalið í verði er aðgangur að Gömlu lauginni, Flothetta & fótaflot, skot og drykkur og næringarrík súrdeigssamloka. Ath að fólk fer á Flúðir á eigin vegum.

nýr opnunartími!

kl. 10 – 21 öll kvöld

Lögleiðið kannabisræktun og kærið menn frekar fyrir skattalagabrot. Ég næ ekki glæpnum í að setja fræ í blómapott. @DNADORI

Hvar: Gamla laugin, Hvammsvegur, 845 Flúðir Hvenær: 12. mars kl. 20 - 21:30 Skráning: Fyrirfram skráning og greiðsla í síma 511 6367 Verð: 8.000 kr. og 6500 kr. fyrir flothettueigendur „Allt að 12 vina minna hafa einhvern tímann sagt mér að ég yrði góður forseti. Kannski er það eitthvað?“ - Kveðja, allir Íslendingar. @hrafnjonsson

MÝTUREISUR / MYTHIC JOURNEYS Í tilefni af komu bandaríska furðusagna- og verðlaunahöfundarins Kij Johnson til landsins stefnir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO henni saman við tvo íslenska höfunda: Sjón og Emil Hjörvar Petersen. Höfundarnir þrír hafa unnið með hið fantasíska hver á sinn hátt en eiga það sameiginlegt að leita mikið í brunn goð- og þjóðsagna. Ásamt því að lesa úr verkum sínum ræða höfundarnir saman um verkin og um efnivið goðsagna, goðsagnalegar reisur, umbreytingu landslags í frásagnir, um stöðu fantasíunnar og mörk hennar. Hvar: Kaffislippur, Mýrargata 2 Hvenær: 17. mars kl. 16:30 Miðaverð: Frítt

26. febrúar - 13. mars

Sit nú bæði í stjórn stigagangsins og húsf. allrar blokkarinnar. Byrjaður að sá fræjum fyrir #forseti2024. Gildi: Völd, lýðræði, húsfélag. @DagurHjartarson

HUGVÍSINDAÞING 2016 Hugvísindaþing er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem fram er borið það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Þingið var fyrst haldið árið 1996 og er því 20 ára í ár. Hátíðarfyrirlesarinn er Steven Hartman prófessor í enskum bókmenntum við Háskólann í Mið-Svíþjóð þar sem hann stjórnar miðstöð um umhverfishugvísindi (ECOHUM). Hvar: Háskóli Íslands Hvenær: 11. mars kl. 12:30 - 17:00 Miðaverð: Frítt

Vísindamenn líta Ævar sömu augum og læknar líta Dr. Dre @olitje

Hvernig eru sumar konur alltaf með flatan maga? Ég er aldrei með flatan maga, samt prumpa ég alltaf þegar ég þarf þess. @bylgja_babylons

Les Misérables hefði kannski átt að vera þýtt Verslingarnir. #TheStruggleIsReal #stjörnutorgsverkfall @PhoenixElisa81



20

HVAÐ ER AÐ SKE

UNA VALRÚN

SÍTA VALRÚN

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA ANDREAS KRONTHALER X VIVIENNE WESTWOOD X SEXERCISE Um daginn frumsýndi Andreas Kronthaler línuna sína fyrir Vivinenne Westwood. Þau hafa verið í nánu samstarfi og hann verið músa, stílisti og módel fyrir Westwood sem og hönnuður og eiginmaður. Vivienne kom með yfirlýsingu þess efnis að Andreas Kronthaler væri besti hönnuður í heimi í tengslum við kynningu línunnar og verðum við að viðurkenna að þetta er mjög áhugaverð og skemmtileg lína í alla staði. Línan heitir “Sexercise” og vísar það í unisex þemað sem heldur áfram sem rauður þráður hjá Westwood og eru einnig einhvers konar heims-andlegheit. Línan var upprunalega innblásin af vinkonu Vivienne: Sharon Lishman (sem er búdda nunna), í bland við trúarbrögð úr öllum hornum heims og setur það sinn blæ á vinnuna. Í línunni eru silúettur, efnisval og útsaumur svolítið tignarleg og bera keim af munaði 17. aldar strauma. Munkar, tíbetáhrif, „drapering“ og „platform“, það voru platform á öllum skóm, stígvélum sem og sandölum og klæddust öll módelin þess háttar múderingu. Línan var köflótt, eins og við má búast, flauel í vínrauðu, lilac og brúnt. Gull, gull lamé efni í kjólum og gulllitaðar alpa úlpur í yfirstærðum. Blazer jakkar, abstrakt munstrað prent, prjónn, antíkbleikt, ungbarnablátt púður, kremað, fölgult, doppótt, blóðrauðir toga-kuflar, leopard-loðið efni og stígvél úr einskonar snákaskinni.


Ð O B L I T R A G N I M R FE

. r k 0 9 9 . 7 Á R F T Ö MF

15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS

Tré lífsins

Friður

Áttablaðarós

Með útsaum og applikeringu 140x200

Grátt með útsaum 140x200

Grá með svörtum útsaum 140x200

Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr

Verð nú 8.990 kr Verð áður 12.980 kr

Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr

NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ Léttar og hlýjar dúnsængur fyrir fermingarbarnið. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn og bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna.

100% DÚNN 790G DÚNN 140x200

Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr

MIÐAR Á JUSTIN BEIBER

FERMINGALEIKUR ` LINiDESIGN KOMDU OG SKRÁÐU FERMINGARBARNIÐ

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


22

HVAÐ ER AÐ SKE

GRÆJUR

OSSIC X Þróuðustu 3D hljóðs heyrnartólin á markaðnum. Þau gera sýndarveruleikaheiminn enn raunverulegri og færa manni nýja upplifun á tónlist og kvikmyndum. Markmið framleiðanda er að breyta því hvernig við höfum heyrt hljóð áður í heyrnartólum og skapa nokkurskonar raunhljóð. Hlustandinn á að geta upplifað hljóðin eins og að vera á staðnum, í bíó, á tónleikum osfrv. Nánar: ossic.co/

VITAMIX KÆLITÆKNI Vitamix TNC „Total Nutrition Center“ er stórkostlegur fyrir súpur, sjeika, pestó, sósur eða hvað sem þér dettur í hug að gera. Mylur alla ávexti, grænmeti og nánast hvað sem er. Til í fjórum litum; svörtum, hvítum, rauðum og stáli. 1200w mótor. Meira en bara blandari. Lífstíðareign! Nánar: Kaelitaekni.is

PHANTOM 4 DJI Nýjasta eintakið frá DJI, Phantom 4. Nettur og fallega hannaður flugdróni sem búið er að endurbæta með því að lengja batterí líftíma og hraða. Fimm innbyggðar myndavélar, tvær sem taka skot í allt að 16 metra fjarlægð. Dróninn getur elt manneskju eða hlut á hreyfingu og tekið upp þannig að aðalmyndefnið haldist í miðjum rammanum allan tímann. Nánar: dji.com

PIONEER X-SMC01BT HLJÓMTÆKJASTÆÐA ORMSSON Vegghengjanleg hljómtækjastæða sem sameinar nýstárlega hönnun, Bluetooth og USB tengingu við hina klassísku geisladiska- og úrvarpsafspilun. FM útvarp með 30 stöðva minni, geislaspilari sem styður hljóðbækur, Bluetooth tenging við snjallsíma og spjaldtölvu, USB afspilun, Jack hljóðinngangur og fjarstýring. Stæðan fyllir stofu eða herbergi af fallegum hljómburði og kemur í 3 mismunandi litum: Svörtum, silfur og hvítum. Nánar: ormsson.is

FLIP APP STOCKX Nýtt app sem gerir þér kleift að kaupa og selja sjaldgæfa sneak-era. Ábyrgst er að skórnir seljist á 90 mínútum, ef ekki þá kaupir flip þá af þér. Þú færð áminningu ef skór sem þú sækist eftir koma á uppboð og greiðslur berast strax í gegnum appið. Snilld fyrir alla alvöru sneaker-hausa þarna úti. Nánar: justflip.com


gerðu tónlist á

Jam

alvöru gítarsánd

Duet 2

stúdíógæði í lófastærð

makkann þinn

One

fyrir einfaldar upptökur

MiC

hágæða upptökur

Breyttu iPhone, iPad og iPod touch í alvöru upptökutæki. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 tonastodin.is •


24

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

NAM STEIKARSAMLOKA Ég er ekki grænmetisæta og stundum skammast ég mín fyrir það. Stundum skammast ég mín fyrir það vegna þess að fyrir mér er sameiginleg siðferðiskennd mannkynsins (hvað mataræði varðar) að þróast í áttina að grænmetisáti. Ég hef það á tilfinningunni, sjáðu. Og þegar ég sit á hinum eða þessum veitingastaðnum í miðbæ Reykjavíkur, umvafinn illa-klæddum en dyggðuðum útlendingum, hvers raddbönd framkalla ítrekað orð á borð við „vegan,“ „vegetarian,“ „pescatarian,“ „flexitarian,“ þá velti ég því fyrir mér hvort að ég sé í raun ein af mörgum blindgötum þróunarkenningarinnar: nútíma-neanderdalsmaðurinn, nasistinn, þrælahaldarinn, talsmaður jarðmiðjukenningarinnar – Betamax barráttumaðurinn. (Ég er samviskubitin kjötæta.) En ég örvænti ekki. Einn daginn mun ég gerast grænmetisæta – en athugaðu að það er erfiðara fyrir mig en þig. Hvers vegna? Vegna þess að ég ólst upp í suðurríkjum Bandaríkjanna, þar sem fólk trúir á Guð og Skotvöpnasamtökin og á frelsið, frelsið sem tók á sig efnisform í tilboðunum á KFC, McDonald’s, Denny’s, Checkers eða Taco Bell. Og þar sátum við og hesthúsuðum frjálsræðinu er

við gutum hornaugum í átt að framsæknum ungum raggeitum sem voru eitthvað að mala um grænmetisátið: svikarar (Benedict Arnolds). En hvað með það. Þegar maður er samviskubitin kjötæta er gott að fara á NAM á Laugaveginum, vegna þess að veitingastaðurinn NAM er falinn á bakvið túristamiðstöð (grænmetisæturnar geta ekki gengið framhjá þér á Laugaveginum og fordæmt þig hljóðlega í gegnum glerið. Einnig eru einhverjir grænmetisréttir í boði, að mér sýnist). Á NAM nýt ég friðs og næðis og þar panta ég mér alltaf steikarsamlokuna – hún er svo fáguð. Sem mikill áhugamaður um skyndibita er ég einstaklega hrifinn af nauta-og-ostabátnum á Nonna; af beikonbátnum á Hlölla; en steikarsamlokan á NAM er svo margbrotin og svo vel úti látin. Þetta er víetnömsk samloka með nautakjöti, kimchi, salati, kóríander og wasabi-majónesi. Þar sit ég, í feluleik frá sameiginlegri samvisku mannkynsins – og sleiki út um.

PÚLSINN TIVOLI OPNAR Á NÝ! Tivoli er nýr skemmtistaður sem opnar dyr sínar í hjarta Reykjavíkur, Hafnarstræti 4, núna um helgina. Markmið Tivolis er að taka skemmtanalíf borgarinnar á næsta stig með reglulegum viðburðum; fyrsta flokks drykkjum; flottum plötusnúðum; hressum tónlistarmönnum; góðri stemmningu – og einu flottasta Funktion-One hljóðkerfi sem sett hefur verið upp á Íslandi. Ásamt hefðbundnum Happy Hour tilboðum (fimmtudaga til sunnudaga frá 16:00 til 21:00) hyggst Tivoli einnig bjóða upp á það sem kallast 90 mínútur: á föstudögum og laugardögum verða ákveðnar áfengistegundir á Happy Hour verði frá 22:30 til 00:00. Opnunartími Tivolis verður frá 16:00 til 01:00 á virkum dögum og frá 16:00 til 04:30 um helgar. Einnig er vert að benda á að Tivoli stefnir að því að opna eldhús þegar bjartara verður í veðri (þ.e.a.s. í vor). Staðurinn er á tveimur hæðum og megináherslan er að bjóða uppá gott umhverfi, góða tónlist og allt í allt gott „vibe.“

Orð: Skyndibitakúrekinn



26

HVAÐ ER AÐ SKE

Í boði náttúrunnar Sjá fleiri viðburði tengda heilsu og vellíðan á ibn.is/vidburdir

JÓGAFLÆÐI EÐA VINYASA WORKSHOP María Hólm jógakennari í Sólum heldur vinnustofu í jóga. Farið verður í rétta líkamsbeitingu í hverri stöðu í sólarhyllingunni, en það skiptir miklu máli að vera meðvitaður um rétta stöðu líkamans þegar gert er Vinyasa flæði. Einnig verða ákveðnar stöður teknar fyrir eins og stríðsmaðurinn, höfuðstaðan og fleiri lykilstöður. Hvort sem þú ert þrælreyndur jógi eða nýbúinn að kynnast jógadýnunni þá er þessi vinnustofa fyrir þig.

ÉG ER NÓG Markþjálfarinn Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og jóga nidra kennarinn Rakel Dísella halda námskeið í markþjálfun. Þær fara yfir það hvernig þú getur fundið drauminn þinn, virkjað hann, sett sjálfa þig í fyrsta sæti og búið þér til nýtt lífsmynstur. Þetta verður námskeið í stefnumótun á eigin lífi og hentar öllum sem vilja taka skref í átt að lífstíðarbreytingu.

HVENÆR: 12. mars HVAR: Sólir, heilsusetur, Grandagarði VERÐ: 9.900 kr. SKRÁNING: Í Sólum eða á www.solir.is

HVENÆR: Sunnudaginn 13. mars frá kl. 14:30 – 18:00 VERÐ: 6900 kr. – skráning tekur einungis gildi með greiðslu HVAR: Sólir Jóga og heilsusetur, Fiskislóð 53-55 SKRÁNING: solir@solir.is (Gefa upp nafn, netfang og símanúmer. Næstu skref færðu til baka í tölvupósti)

MÁLÞING NLFÍ SYKUR EÐA SÆTUEFNI? Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings um sykur og sætuefni. Reynt verður að svara spurningum um sykur, sætuefni, hvort sykur sé ávanabindandi, tengsl sykurs og sjúkdóma og fleira. Fyrirlesarar verða Þórhallur Ingi Halldórsson prófessor við Matvæla og næringarfræðideild HÍ, Haraldur Magnússon osteópati B.Sc., Anna Sigríður Ólafsdóttir dósent í næringarfræði og Birna G. Ásbjörnsdóttir MSc næringarlæknisfræði. Auk frummælanda sitja fyrir svörum Ingibjörg Lóa Birgisdóttir, móðir drengs með flogaveiki og Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðumaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins. HVAR: Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, HVENÆR: Þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 19:30. VERÐ: 2.500 kr.- Frítt fyrir félagsmenn

NÆRING OG HEILSA Langar þér að taka til í mataræðinu? Ertu að næra þig nógu vel? Á námskeiðinu Næring og heilsa verður farið yfir grunnatriði sem hjálpa þér að betrumbæta mataræðið þitt á einfaldan og öfgalausan hátt. Ásdís grasalæknir fer yfir 10 heilsutrix til að bæta mataræðið, gefur hugmyndir til að skipta yfir í meiri hollustu, fer yfir hvaða fæða og bætiefni gefa orku, gefur uppástungur af hollum millibitum og fleira. 10% afsláttur í verslun og veitingasölu fyrir námskeiðsgesti. HVENÆR: Mánudaginn 14. Mars, kl. 18-20. HVAR: Gló í Fákafeni VERÐ: 4.900 kr. SKRÁNING: www.glo.is/verslun/namskeid-og-fyrirlestrar/ eða asdis@grasalaeknir.is

RÆKTUN Á SVÖLUM OG PÖLLUM Nú er tíminn til að forsá og undirbúa ræktun. Á þessu námskeiðið verður rætt um ræktun matjurta og blóma á svölum, um val á plöntum, jarðveg og áburðargjöf, vökvun og fleira varðandi umhirðu plantnanna og síðan verður sýnikennsla í að sá og planta í potta. Jóhanna B. Magnúsdóttir kennir. HVENÆR: Þriðjudaginn 15. mars frá kl. 19:30 - 21:30 VERÐ: 5000 kr. HVAR: Dalsá í Mosfellsdal, dalsa.is SKRÁNING: hanna@smart.is eða 899 0378


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 9 0 1 4

Fyrir þig, sveppurinn minn

Terbinafin Actavis

– Gegn sveppasýkingu á milli táa eða í nára Krem 10 mg/g

Notkunarsvið: Terbinafin Actavis inniheldur virka efnið terbínafínhýdróklóríð sem er sveppalyf til staðbundinnar notkunar en terbínafín er allýlamín, sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Lyfið fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (t.d. Trichophyton) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida). Skammtar, fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Hreinsið og þurrkið sýktu svæðin vandlega áður en Terbinafin Actavis er borið á. Setjið kremið í þunnu lagi á sýktu húðina og svæðið í kring og nuddið því laust inn. Við fótsveppum og sveppum í nára skal bera kremið á sýkt svæði 1 sinni á dag í 1 viku. Ekki má nota Terbinafin Actavis ef ofnæmi er fyrir virka efninu, terbínafínhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð: Terbinafin Actavis er aðeins til notkunar útvortis. Lyfið getur valdið ertingu í augum. Forðist að lyfið berist í augu, slímhúð eða í vefskemmd. Ef kremið berst í eitthvað af þessum svæðum á að hreinsa það vel með nægu vatni. Lyfið inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Ekki á að nota Terbinafin Actavis á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema það sé algerlega nauðsynlegt. Aukaverkanir: Eins og á við um öll lyf getur orðið vart við aukaverkanir. Staðbundin einkenni svo sem kláði, skinnflögnun, verkur á notkunarstað, erting á notkunarstað, truflun á litarefnum, sviði í húð, roðaþot, hrúður o.s.frv. geta komið fram á notkunarstað. Þessi óskaðlegu einkenni þarf að greina frá ofnæmisviðbrögðum þ.m.t. útbrotum sem stöku sinnum er greint frá og valda því að hætta þarf meðferð. Ef terbínafín berst í augu fyrir slysni getur það valdið ertingu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2015.


28

HVAÐ ER AÐ SKE

HÖNNUN

MYCO FOAM ECOVATIVE

THE ENDANGERED CHAN WAI Skemmtileg vara frá hönnuðinum Chan Wai frá Singapore. Hvert dýr gefur frá sér ákveðinn ilm sem fyllir rýmið og spilar fyrir þig tónlist sem þú hleður inn og vilt heyra. Einnig er hægt að nýta dýrin sem skartgripaskrín. Dýrin eru fíll, nashyrningur, tígur og dádýr og hefur efniviðurinn verið vandlega valinn til að tákna hvert dýr fyrir sig.

CUBIC PET GOODS NENDO STUDIO Skemmtileg hundalína sem saman stendur af hundabæli, leikföngum og skál. Hundaskálar og bæli blandast venjulega ekki vel inn í umhverfið en hér er passað upp á að allt komi vel út saman. Hægt er að fá aukalega blómapotta í stíl við skálarnar til að passa enn betur upp á samræmið í rýminu. Leikföngin eru síðan til að naga og leika með, sérhönnuð til skemmtunar fyrir besta vininn.

Nánar: triggerdesignstudio.com/

Ecovative er leiðandi á alþjóðamarkaði í hönnun umhverfisvænna vara sem þjóna sama tilgangi og önnur efni sem eru skaðleg umhverfinu. Einnig leggja þeir áherslu á að viðhalda sama verðflokki og á sambærilegum vörum. IKEA ætlar nú að byrja að notast við náttúrulegt „frauðplast“ frá Ecovative og henda út gömlu umbúðunum sem eru mjög skaðlegar náttúrunni. Myco Foam er skaðlaust og blandast eðlilega við jarðveginn. Fjórtán milljónir tonna af skaðlegu plasti er hent árlega til jarðar og spáð er að um 2050 verði 99% fugla með plastleifar í maga sér. Nánar: ecovativedesign.com

Nánar: nendo.jp

JÓGA

SETRIÐ

STELLA LUCA NICHETTO Töff stóll frá ítalska hönnuðinum Luca Nichetto. Hann rekur tvö hönnunarstúdíó á Ítalíu og í Svíþjóð og starfar með ótal vörumerkjum um allan heim. Þennan stól hannaði hann fyrir De La Espada og sótti innblástur til ársins 1950 með efniviðinn. Nánar: http://nichettostudio.com

SKIPHOLTI 50 C MOOV NATHALIE TEUGELS

S: 778 1000

jogasetrid.is

Ef þú átt erfitt með að sitja kjurr þá er þessi stóll fyrir þig. Í stólnum eru nemar sem framleiða rafmagn sem þú síðan notar til þess að hlaða símann þinn. Hreyfingin getur verið hvernig sem er, stappa niður fótum, rugga sér fram og aftur eða hvað sem er þér að skapi. Nánar: nteugels.tumblr.com


Svíf þú inn í svefninn ...í rúmi frá okkur!

RÚM

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FYRIR HÓTEL & GISTISTAÐI

Rúm, springdýnur, sængurver, púðar & rúmteppi, gjafavara! ...við erum með þetta allt og meira til!

Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum fyrir hótel og gististaði, allt eftir óskum hvers og eins. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr.

Dalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

SPURT & SVARAÐ DJ MARGEIR PLÖTUSNÚÐUR, HOTBOI – EN SAMT EKKI FUCCBOI Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða? Margeir gefur svefnherberginu þínu líflegt og skrautlegt útlit og veitir aukna hlýju og þægindi. Ekki setja hann í þurrkara.

Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði mjólk úr nefinu á þér? Í gær en þá fossaði möndlumjólk úr nebbanum. En það var allt í lagi, það fór ekkert til spillis. Hún lenti aftur ofan á múslíinu. Uppáhalds tilvitnun eða „one-liner"?

Hvað stóð upp úr á Sónar Reykjavík 2016? Sometimes you win. Sometimes you learn. Ætli stemmningin í hádeginu á föstudeginum þegar milljarður reis, steig trylltan dans og sagði #fokkofbeldi sé ekki ákveðinn hápunktur? Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Ef þú gætir tekið hvern sem er með þér í jóga tíma, hvaða manneskja yrði fyrir valinu? Mamma mín.

Af hverju ég vakna alltaf á nóttunni til að borða og pissa.

Hvað er best í lífinu? Að eignast tæra vitund og tengjast alheimsvitundinni. Hinni andlegu vídd þar sem efnið hverfur og vitund er.

Hefur lífið tilgáng? Og ef svo er, hver er tilgángurinn?

Uppáhalds lag í dag?

Að leggja ástarhug á heiminn og gera hann að betri stað með því að frjóvga egg með kynfrumu í þeim tilgangi að framleiða nýja mannveru – með öllum sínum séreinkennum.

Fly Me to the Moon með Frank Sinatra

Ef þú yrðir að velja á milli Megan Fox og vegan osts – hvert yrði valið? Er Megan ekki Vegan? Hvers VEGAN ekki? Það væri MEGA!

HLAÐVARP VIKUNNAR SOUL MUSIC Án tónlistar væri lífið mistök. Svo mælti Nietzsche – og við erum því innilega sammála. Hlaðvarpið Soul Music á BBC Radio 4 er þáttur um lög sem hafa sterk tilfinningaleg áhrif. Hver þáttur fjallar um eitt lag, þar sem viðmælendur þáttarins deila sögum með hlustendum sem varða tengsl þeirra við þetta tiltekna lag – og oft á afar hjartnæman og persónulegan

hátt. Við hjá SKE viðurkennum það, af stolti, að við höfum, á nokkrum tímapunktum, tárast við hlustun þáttarins; við erum tilfinningaverur – grjótharðar tilfinningaverur. En hvað um það. Uppáhalds þátturinn okkar er eflaust þátturinn um lagið There Is a Light That Never Goes Out með hljómsveitinni The Smiths. Sá þáttur er gull. Eins og þið – lesendur góðir.


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS


I SÍRÍUS

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð Nóa Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu, sem gerir kakóræktendum kleift að framleiða kakó á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Verkefnið stuðlar að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum og bættum aðbúnaði starfsfólks.

Þau eru tilbúin Nú mega páskarnir koma því að Nóa páskaeggin eru tilbúin. Og vitið þið bara hvað? Við vönduðum okkur alveg sérstaklega í ár, því við vitum að þið viljið hafa þau fullkomin. Bæði gómsæta súkkulaðiskelina sem bráðnar í munni og allt góðgætið sem leynist þar fyrir innan. Ekki ryðjast — það er nóg til fyrir alla. facebook.com/noisirius


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.