Ske #52

Page 1

Þitt eintak Hvað er að ske DAGANA 08.04.16 - 06.05.16

#52

www.ske.is

SPURT & SVARAÐ

ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

SKELEGGUR SNJALLSÍMAR

HLAÐVARP

THE INFINITE MONKEY CAGE

„EF ÞESSAR BÓLUR ERU ÞRJÚ ÁR: GLEYMDU ÞVÍ! VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ SÍÐAN 2009!“ – SKE spjallar við Dóra DNA um kómíkina, karlmennskuna, kveðskapinn, Rapp í Reykjavík og Halldór Kiljan Laxness.


2

HVAÐ ER AÐ SKE

mótmæli á austurvelli 04.04.16 SKEleggur Helvítis Ludditi alltaf ... Í allan dag hef ég hallað höfðinu fram, beint nefinu í átt að símaskjánum, líkt og að nasirnar væru að þefa, þrálátt, af litlum, svörtum blómvendi – Litlum. Svörtum. Kassalöguðum. Blómvendi. En síminn minn er ekki blómvöndur. Síminn minn gefur ekki frá sér lykt. Síminn minn er eins lyktarlaus og hlutleysan (abstraction). Og er það ástæðan fyrir því að ég er órólegur í kringum símann minn; mig grunar að á bakvið alla þessa dýrindis tækni – öll þessi ljós, forrit og fallegheit – hvíli svört vél hlutleysunnar: vél sem nærist á fyrirbærum heimsins; dregur þau í burtu, þjappar þeim saman og gerir þau, þar með, fjarlæg (hvað er smæðin annað en fjarlægð?). Vitaskuld er það dásamlegt! Að hafa í höndum sér tónlist Ninu Simone; skriftir Montaigne; málverk Van Gogh; uppskriftir; orðabækur; alfræðrit; raddir og andlit þeirra sem maður elskar – en mig grunar að allt þetta, rifið burt úr heiminum, samþjappað, samandregið, útFLATT – gert að tölta í takt við málmkenndan hrynjanda vélanna – geri það að verkum að þessi fyrirbæri glati hluta af sjálfum sér, og að ég, þar með, glati hluta af sjálfum mér, líka. Í símanum er eitt fjall, öll fjöll; ein kona, allar konur; öll fyrirbæri svipt samhengi og tíma og andrúmslofti – og hægt og rólega (og í tragísku ógáti) verður mannsheilinn samdauna þessum ÓRAUNVERULEIKA ... óraunveruleikinn blæðir inn í heilann eins og trönuberjasafi. En hey, hlustaðu: Ég hef ekkert á móti tækninni, símanum eða framþróuninni. Ég er á móti því að maðurinn gefi sig, fullkomlega, á vald tækninnar. Að hann leyfi sjálfum sér að renna blint í hyldýpið án spurninga, efasemda eða innsæis. Innsæi mitt er þetta: Mig grunar að síminn stuðli jafnt að sameiningu sem aðskilnaði, að um leið og hann sameinar heiminn í lófa mannsins, ýtir hann honum í burtu ... þessi tilfinning kviknar í brjósti mér er ég rölti um götur Reykjavíkur og tek EKKI eftir trjánum, skýjunum eða sólinni; þegar ég verð var við eitthvað fallegt og dreg símann úr vasasnum, ósjálfsrátt, til þess að taka mynd. Þessi tilhneyging – að taka mynd – finnst mér vera merki um uppgjöf hugans; hugurinn nær ekki lengur utan um þessi fyrirbæri; tengist þeim ekki; hefur glatað hæfninni til þess að skynja, meta, dást – hugurinn er vanmegna ... Þegiðu nú, helvítis Ludditinn þinn ! Já, herra.

SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Forsíðuviðtal og Leiðari: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Halldór Laxness Halldórsson Myndir - forsíða og viðtal: Allan Sigurðsson Umbrot: Helgi Pétur Lárusson Hönnun: Lifandi Verkefni ehf Prentun: Ísafoldarprentsmiðja


TERRANOVA VÍTAMÍN

ENGIN AUKAEFNI mína ssa saman við a p a v o N a rr líferni. Vörurnar frá Te heilsusamlegt m u i ð æ fr a d n hugmy ar sem úra mætast þ Vísindi og nátt í réttum ndað saman la b r e m u fn re ku. næringa hámarks upptö hlutföllum fyrir ll aukaefni sem ö ið v r sa u la innig stinn Vörurnar eru e a besta valko gerir Terranov

Arnór Sveinlinks b

Fyrirliði Breiða

Magnifood Intense Greens Maður fær aldrei nóg af grænu grænmeti, því set ég set Intense greens blönduna í morgun hræringinn (booztið) og geri hann þar með að næringarsprengju, sem gefur mér orku og kraft ínní daginn.

Full Spectrum Multivitamin Terra Nova sameinar vísindi og náttúru, þar sem næringarefnum er blandað saman í réttum hlutföllum til að tryggja hámarks upptöku, þess vegna tek ég multivítamínið frá Terranova.

Antioxidant Nutrient andoxunar blönduna frá Terra Nova því hún er hlaðin næringarefnum úr framandi jurtum sem gefa mér orku og vellíðan.

B12 Vitamin Ég tek B12 að nálgast í fæðunni minni. Ég tek B12 vítamínið frá Terranova því þeir tryggja gæði.

Terranova er ímynd hreinnar næringar og vellíðunnar. Inniheldur engin fylliefni, bindiefni eða önnur aukaefni. Terranova bætiefnin sem virka.

Nánar á facebook - Terranova Heilsa

Fæst í heilsuvörubúðum, Lyfju og í Nettó


4

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

Útgáfa Jóhann Gunnarsson Bassaleikarinn Jóhann Gunnarsson sendir frá sér breiðskífuna genematrix peremeterstroke. Á plötunni spilar einvalalið tónlistarmanna ásamt Jóhanni sjálfum en þau eru Ari Bragi Kárason, Jóel Pálsson, Hallvarður Ásgeirsson, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Helge Harrh. Í fréttatilkynningu segir: „Á breiðskífunni eru tónheimar hljóðfæranna leiknir inn í nýjar víddir jazz tónlistarinnar en platan hefur fengið frábærar móttökur erlendis. Tónsmíðar Jóhanns eru einkar fallegar og spanna abstrakt tónlistarform í sinni fínustu mynd.“ Hægt er að kaupa genematrix peremeterstroke meðal annars á Bandcamp síðu Jóhanns Gunnarssonar.

Hljómsveit mánaðarins: Black Honey

Life of Pablo gæti slegið merkilegt met

Gagnrýnendur spá því að árið 2016 verði stórt ár fyrir hljómsveitina Black Honey, en sveitin sendi frá sér lagið All My Pride í lok mars, sem finna má á væntanlegri EP plötu sveitarinnar Headspin. Lagið hefur nú þegar vakið mikla athygli á netinu og er, í þessum skrifuðu orðum, í níunda sæti yfir vinsælustu lög bloggsíðunnar Hype Machine. Black Honey á rætur sínar að rekja til Brighton í Englandi og eru meðlimir sveitarinnar fjórir talsins: Izzy Baxter (söngur/gítar), Chris Ostler (gítar), Tommy Taylor (bassi) og Tom Dewhurst (trommur). Í grein sem blaðamaður breska dagblaðsins The Guardian ritaði í desember í fyrra segir: „Ímyndaðu þér ef Lana Del Rey spilaði rokktónlist.“ Blaðamaður bætir því svo við að hljómsveitinni megi helst líkja við bresku hljómsveitina Lush, sem gerði góða hluti á níunda og tíunda áratug síðastu aldar. Fleiri lög sem eru þess virði að hlýða á eru Corinne, sem er einstaklega vel pródúserað, ásamt laginu Teenager, sem er draumkennt og lyktar af sumri. Hins vegar er lagið All My Pride í sérflokki.

Platan The Life of Pablo eftir bandaríska tónlistarmanninn Kanye West gæti orðið fyrsta platan, af þeim plötum sem eru eingöngu gefnar út í gegnum streymisveitur, til þess að toppa vinsældarlista Billboard. Upprunalega átti platan einungis að koma út í gegnum streymisveituna TIDAL, en rataði hún þó á síðuna Spotify í lok mars. Samkvæmt fréttaveitunni Chart News, er gert ráð fyrir því að platan fái u.þ.b. 90 milljón hlustanir, sem janfgildir um 60.000 eintökum af seldum plötum á Billboard listanum (samkvæmt útreikningum Billboard). Þar sem Billboard listinn nær nú einnig yfir þær plötur sem eru gefnar út í gegnum streymisveitur, er það ekki ólíklegt að Kanye West gæti orðið fyrsti tónlistarmaðurinn til þess að toppa listann með þessum hætti. Aðal keppinautur Kanye West á listanum er kántrísöngvarinn Chris Stapleton, en landarnir tveir eru nánast hnífjafnir um þessar mundir hvað plötusölu varðar. Eins og stendur er óvíst hvort að The Life of Pablo verði gefin út í áþreifanlegu formi, en West hefur áður látið þau ummæli falla að hann hyggist ekki gefa út fleiri geisladiska. The Life of Pablo hefur þegar sett svip sinn á breska vinsældarlista. Tvö lög af plötunni, Father Stretch My Hands Pt. 1 og Famous hafa nú þegar ratað inn á topp 20 Official Trending listann. RTH

Neikvæði Njáls Ég hef ekkert gott að segja um lagið History með One Direction – og líkt og að móðir mín áréttaði, að þá, þegar maður hefur ekkert gott að segja um hitt eða þetta, á maður ekki að svipta samferðafólki sínu þeirri tímalausu gleði sem margoft fylgir þesskonar innilegum úthrópunum. Í raun ber hverjum manni siðferðisleg skylda til þess að ívilna ekki hinu jákvæða framyfir hinu neikvæða: án Djöfulsins væri Guð ekki til, og allt það ... en burt séð frá dulspekilegum vangaveltum móður minnar, þá langaði mig bara að deila þessu með ykkur, gott fólk. Ég fíla ekki þetta lag. Það er tilgerðarlegt og tilbúningslegt og einhvern veginn heyrir maður tannhjól markaðarins skrölta í hverri nótu. Simon Cowell stórgræðir á þjáningu smekkmanna/kvenna. Hvers eigum við að gjalda?

Drake með 2 heitar lummur Í tilefni af fjórðu plötu Drake, sem hann stefnir á að gefa út seint í aprílmánuði, heldur Kanadabúinn áfram að kitla aðdáendur sína með nýju efni af hinni væntanlegu plötu. Tvö ný lög hafa litið dagsins ljós. Fyrra lagið er One Dance ásamt þeim Wizkid og Kyla en lagið er einhvers konar „dancehall“ óður og má segja að Drake feti í fótspor góðvinkonu sinnar, Rihanna, með sitt dancehall lag, Work. Lagið inniheldur glefsur úr laginu Do You Mind frá árinu 2008 en það voru Crazy Cousinz ásamt Kyla sem áttu það lag sem varð stórt númer innan UK funky senunnar þar. Það er greinilegt að Drake er að sjúga í sig gersemar breskra neðanjarðarstefna þessa dagana (líklega ekki hægt að skilgreina sem neðanjarðar lengur) og upphefja á sinn hátt. Seinna lagið nefnist Pop Style sem inniheldur enga aðra en krúnuberana Kanye West og Jay Z sem ganga undir heitinu The Throne í þessu lagi. Þeir „Ye“ og „Hova" hafa ekki opinberlega tekið upp lag í fimm ár eða síðan þeir gáfu út plötuna Watch the Throne árið 2011. Þótt Jay Z stoppi stutt við í laginu (2 bör) ná þessir jötnar, í sameiningu, að gera rjúkandi fína lummu.

Gaflarar bjóða til tónlistarveislu Tónlistarhátíðin Heima í Hafnarfirði 2016 verður haldin þann 20. apríl næstkomandi, síðasta vetrardag. Hátíðin er partur af Björtum Dögum, Bæjarlistahátið sem stendur yfir dagana 20. til og með 24. apríl í Hafnarfirði. Þetta er í þriðja sinn sem Heima í Hafnarfirði er haldin og er hún svo sannarlega búin að festa sig í sessi sem ein skemmtilegasta tónlistarhátíð landsins. 14 fjölskyldur munu opna heimili sín og bjóða upp á tónleika með tveimur mismunandi hljómsveitum og/eða listamönnum inni á gafli hjá sér. Hver hljómsveit mun koma fram tvisvar á sitt hvoru heimilinu. Lagt er upp með að heimilin séu miðsvæðis og í göngufæri frá miðbæ Hafnarfjarðar. Tímasetningar eru mismunandi svo að fólk geti rölt milli húsa og séð sem flesta viðburði. Listamenninirnir 14 sem koma munu fram á Heima í Hafnarfirði í ár eru: Axel Flóvent, Axel O & Co, Björgvin Halldórsson, Björn Thorodsen og Anna, Ceastone, Dorthea Dam (FO), Futuregrafher, Hráefni, Högni Egilsson, Lára Rúnars, Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Sniglabandið, Teitur Magnússon, Ylja og Þór Breiðfjörð ásamt Davíð Siggeirssyni.


Tónlistarstjóri Jón Ólafsson

Leikstjórn Unnur Ösp Stefánsdóttir

Fimm stjörnu Gleðisprengja! Pantaðu þér MAMMA MIA máltíð til að njóta fyrir sýningu eða í hléi. Borgarleikhúsið opnar klukkan 18 fyrir allar sýningar

Uppselt á yfir 60 sýningar Ósóttar pantanir seldar daglega - Tryggðu þér miða!

Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is


6

HVAÐ ER AÐ SKE

tónlist

NÝTT UNDIR NÁLINNI

Billy Eilish – Ocean Eyes (Young Bombs Remix)

Big Wild - Aftergold feat. Tove Styrke

RIP PHife Dawg & J Dilla Hin goðsagnakennda og mikilsvirta hip hop hljómsveit, A Tribe Called Quest, missti einn stoðmeðlima sinna þ. 22. mars síðastliðinn þegar rapparinn Phife Dawg lést eftir

Krrum – Evil Twin

langvinna baráttu við sykursýki, aðeins 45 ára að aldri. Eins sorglegar og þessar fréttir eru af andláti hins snaggaralega rappara, gefur þetta öllum þeim aðdáendum sem dáðu hann, bæði á sínum sólóferli og með sinni hljómsveit, tækifæri til þess að renna yfir nostalgíska tóna sem arfleifð hans skildi eftir sig. Lög á borð við 8 Million Stories af plötunni Midnight Marauder með ATCQ, The Hop af plötunni Beats Rhymes & Life og 4 Horsemen af sólóplötu hans, Ventilation, eru aðeins örfáir af þeim hornsteinum sem Phife Dawg lagði á leið sinni í gegnum tónlistargöngu sína síðastliðna þrjá áratugi.

Pretty Sister – Come To LA

Þess má einnig geta að í febrúar síðastliðnum voru liðin 10 ár frá andláti annars merks manns, oft talinn besti taksmiður sem hip hop stefnan hefur alið af sér, fyrr eða síðar, Jay Dee eða J Dilla eins og hann var betur þekktur undir. J Dilla og Phife Dawg áttu í miklu og gæfuríku samstarfi allt til dauðadags Dilla, en hann var í taktframleiðsluteymi ATCQ sem gekk undir heitinu, The Ummah. Í því teymi voru Q-Tip og Ali Shaheed Mohammed, meðlimir ATCQ. SKE minnist þessara kyndilbera með söknuð í hjarta og hvetur alla þá sem ekki hafa kynnt sér tónlist þeirra að taka þau einföldu skref þegar í stað.

A. K. Paul – Landcruisin‘


ERTU AÐ KOMA EÐA FARA? Það skiptir ekki máli á hvaða leið þú ert, það er alltaf góð hugmynd að renna við á JOE og grípa með sér ferskan DJÚS, hressandi HRISTING, ljúffenga SAMLOKU eða rjúkandi heitt og bragðgott KAFFI.

SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ


„HVAÐA BÚÐIR ERU AÐ HREKJAST Í BURTU? GULLSMIÐIR!? ÉG VORKENNI ÞEIM EKKI NEITT – ÞEIR ERU AÐ SÝSLA MEÐ GULL!“


Viðtal: Ragnar Tómas Viðmælandi: Halldór Laxness Halldórsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson

SKE: Karlmennskan er dauð. Karlmennskan er dauð – ég gróf hana í garðinum. Ég reif af mér upphandleggsvöðvana og fyrirsjáanlega nýtískulega skeggið og kastaði þeim ofan í holuna sem ég hafði grafið, grafið með beinum framliðinna kvenna. Svo teygði ég mig langt inni í undirmeðvitundina, eins og upp afturendann á íslensku jórturdýri, og togaði út allar þær hugmyndir sem þar hvíldu – svo kastaði ég þeim ofan í gröfina af heift. Því næst tók ég skylduást mína á vélum og íþróttum og hnefaleikum og fleygði þeim ofan í gröfina líka.

þessar mjúku hliðar, þeir heilla mig mest. Þetta var svolítið í uppeldinu mína líka. Mamma er alin upp á menningarheimili í Mosfellsdalnum, á Gljúfrasteini – en, samt sem áður, í sveit, í kringum hestamennsku og þar sem það er ákveðið „salt jarðar“ dæmi í gangi. Hún hefur alltaf fundið ákveðið jafnvægi á milli þessara tveggja heima og faðir minn líka. Hann er MR-ingur úr Vesturbænum sem tekur sér pásu frá fínu bókmenntunum til þess að logsjóða í bílskúrnum, hlusta á Doors og drekka viskí.

„Hvar lærðiru þetta!?“ Honum fannst þetta svo merkilegt. Hann var þessi mikli heimsborgari – en sveitamaður líka. Mamma segir oft söguna þegar hann fór með hana að hitta síðustu forníslendingana, fólk sem bjó í einhverjum moldarkofum. Þá var alltaf annar gállinn á honum … en þetta er smá kross að bera; það var erfitt að vera í Íslensku 400 og lesa bækurnar hans.

SKE: Er þetta ekki hinn goðsagnakenndi íslenski kjarni: víkingarnir sem rituðu falleg ljóð?

SKE: Í hverju ertu að vinna þessa dagana?

baðaði mig í gulri angist. Án karlmennskunnar var ég handritssnauður.

Dóri: Kannski, en mér sýnist samt sagan segja okkur annað; hér voru aldrei víkingar – bara ljóðskáld sem óskuðu þess að þeir væru víkingar.

Týndur. Ég staulaðist á barinn, pantaði mér bjór, þambaði hann,

(Við hlæjum.)

og – á leið minni á klósettið – rakst karlmaður utan í mig og sagði

Dóri: Það hefur aldrei neitt fundist! Við finnum eitt sverð, af og til, en annars erum við að byggja þetta á mjög lausum grunni. Maður forðast það kannski líka að tala um eitthvað svona séríslenskt ...

Svo stóð ég þarna: Kynlaus. Nakinn. Grautarlegur. Tunglsljósið

mér að fokka mér. Mig langaði að spenna upphandleggsvöðvana, strjúka skeggið og berja manninn; mig langaði að slíta af honum andlitið og skilja það eftir í krukkunni á barborðinu; mig langaði að snæða á ófæddu börnunum hans. En svo mundi ég að upphandleggsvöðvarnir voru farnir og skeggið líka – og að ég var hættur að hafa sérstakt dálæti á hnefaleikum. Ég afsakaði mig, auðmjúklega, og karlmaðurinn gekk sinn veg. Eftir á að hyggja er mikill léttir að hafa grafið karlmennskuna. Ég hef ekki slegist í átta ár ... Ég rifjaði þetta atvik upp, á Prikinu, þar sem ég sat og beið eftir fyrrum skólabróður mínum, Halldóri Halldórssyni. Í fyrstu ljóðabók Halldórs, Hugmyndir: andvirði hundrað milljónir, er karlmennskan í ákveðnu fyrirrúmi. Við ræddum karlmennskuna, kveðskapinn, kómíkina, Rapp í Reykjavík – ásamt Halldór Kiljan Laxness og Halldór var, að vanda, hnyttinn og létt um mál. SKE: Uppáhalds ljóðið mitt í bókinni er Nýr dagur í Eyjafirði, lokaljóðið. Söguhetjan er einhvers konar útrásarvíkingur, sem er jafnframt karlmennskan uppmáluð – en hefur upplifað mikla sorg. Þessi maður á allt, en honum líður samt best upp í sveit, að smíða með verkamönnunum sem eru að byggja sumarbústaðinn hans ... Dóri: Þetta er óður til alls sem ég elska: ríkidæmi, ofgnótt, þessi heiti einstaklingur, sem í brjósti hvers leynist djúpstæð sorg. Ég skrifaði þetta ljóð algjörlega af fingrum fram. Ég settist niður, byrjaði á byrjuninni og skrifaði þetta til enda. Ljóðinu var aldrei breytt. Ég slysaðist til að snerta taug. SKE: Hver var kveikjan að þessu ljóði? Dóri: Hún var þessi: Ef ég mundi spóla fram í tímann, 20-30 ár, og horfa til baka, á sigra og töp, hvernig yrði þessi farvegur? Karlmennskan er ákveðið þema í þessari bók, en fyrir algjöra slysni. Ég heillast rosalega mikið af karlmannlegum kostum. Smiðir sem kunna að gera og græja: Mér finnst þeir vera geggjuðustu náungarnir. Vanir menn, ég heillast mikið af þeim. Þetta er kannski hallærislegt og hart og óviðkunnanlegt en þetta er eins og þetta er. Það er það sem ég er ánægðastur með í bókinni. Síðan kemur þetta kannski óvart heim og saman í síðasta ljóði bókarinnar. SKE: Það er svo mikil togstreita þarna á milli, á milli þess að vera listamaður og að vera karlmenni. Það er kannski það sem gerir bókina svona áhugaverða: Þessar andstæður eru að glíma svo bersýnilega fyrir framan mann. Dóri: Þeir sem hafa heillað mig mest eru líka þannig menn, þar sem þessi togstreita er alls ráðandi: Ernest Hemingway, til dæmis ... SKE: Theodore Roosevelt? Dóri: Roosevelt, Bertolt Brecht. Hugmyndir Brecht um leikhúsið spruttu af stórum hluta út frá því hvernig hann horfði á hnefaleika. Albert Camus ...

Dóri: Þessir gaurar, sem hafa hvor tveggja þessa hörðu eiginleika en líka

Dóri: Ég hef verið að skrifa handrit að sjónvarsþætti, Afturelding. Þátturinn fjallar um gamlan handboltamann sem snýr heim, eftir erfitt ár erlendis. Hann er ráðinn sem þjálfari kvennaliðs Aftureldingar. Handritsvinnan er hæg; maður er stöðugt að negla eitthvað og gefa fólki fimmu, svo fer maður heim, sefur á þessu – og mætir daginn eftir með bakþanka. (Ég hlæ.)

SKE: Mér finnst samt eins og þessi saga og þessi arfleifð togi í mann eftir því sem maður eldist ...

Dóri: Þetta er verkefni mitt og Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, en við réðum til okkar tvo aðra penna: Jörund Ragnarsson og Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttir.

Dóri: Hún gerir það – og þetta er allt saman geggjað! En ég bíð bara eftir því að einhver sýni mér þetta á nýjan hátt. Ég bíð eftir víkingamyndinni sem breytir lífi mínu.

(Dóri fer nánar út í þær fræðilegu kenningar sem varða sjónvarpsþáttargerð. Þar eru einstakir bókstafir í fyrirrúmi, og tákna ýmis óræðin kaflaskil.)

(Við ræðum aðeins nýju víkingamyndina hans Baltasars. Inn gengur maður með Havana Club flösku í hendi. Þetta er karlakarl: hraustlegur, hress, útþaninn, kannski einn af þessum mönnum sem Dóri dáist að.)

Dóri: Þetta er skemmtilegt ferli. Við kynntum þetta verkefni fyrir norrænum sjónvarpsstöðvum um daginn og þar var mikill áhugi.

Dóri: Nei! Gengur þú bara inn með Havana Club flösku í hendi! (Þeir hlæja, tesósterónið er olían sem tendrar bál hlátursins.) Ónefndur Karlakarl: Svo fékk ég tvær aðrar flöskur lánaðar á Kaffibarnum! Dóri: Hvað er að gerast!? Ónefndur Karlakarl: Ég bara gleymdi að fara í Ríkið á laugardaginn og sótti nokkrar fyrir partýið. Það gengur ekki að vera hangsa á einhverjum bar og spreða! (Þeir taka stutt spjall. Dóri kveður svo karlinn og ég byrja að forvitnast um Laxness eldri.) SKE: Hvernig var samband þitt og afa þíns? Dóri: Hann var byrjaður að kalka aðeins upp úr 1990 (Halldór er fæddur 1985). Ég var náttúrlega alinn upp fjörtíu metrum frá Gljúfrasteini – sem var mitt annað heimili. Ég fór þangað á hverjum einasta degi, alla tíð. En hann var ekki þessi afi sem vaggar manni á hné sínu og gefur manni Werther’s Original. Hann var öðruvísi afi. Ég hef kannski tengst honum meira eftir andlát hans. Ég vann á safninu eitt sumar og las þá Brekkukotsannál. Hún hjólaði í mig. Ég veit að honum þótti mjög mikilvægt að ég yrði skírður Halldór; það var kappkostamál. En í raun var ég alltaf meiri ömmustrákur.

SKE: Dó hann ekki í mótorhjólaslysi? (Ég áttaði mig á því seinna, að Camus dó ekki í mótorhjólaslysi, heldur í bílslysi. Svona er það stundum, þegar maður reynir að slá um sig; maður dettur af hjólinu.)

(Við færum okkur yfir í nútíðina, sem á í stöðugu samtali við fortíðina.)

SKE: Laxness var ekki karlmenni, upp á þennan sígilda máta? Dóri: Nei, enda þegar faðir minn var að smíða hús foreldra minna, þá kom afi stundum og stóð og gapti:

SKE: Hver er að fjármagna þetta hérna heima? Dóri: Við unnum samkeppni á vegum RÚV. Þar vorum við meðal rúmlega 70 umsækjenda og sigruðum. Við fengum fínan pening fyrir vikið, úr leiklistarsjóði Þorsteins Ö. Stephenssen. En ef það er eitthvað sem ég hef lært af Hafsteini Gunnari þá er það þetta: Þú ert ekki að gera neitt í þessum bransa fyrr en búið er að millifæra peninginn og það er búið að ýta á „rec“ á upptökuvélinni. (Við hlæjum.) Dóri: Maður má í rauninni ekki tala um þessa hluti. Þetta getur allt farið „up in flames!“ SKE: Ég skil þig ... Dóri: Síðan hef ég líka verið að leggja lokahönd á þættina Rapp í Reykjavík. Við eigum bara eftir að tala við Úlf Úlf og Gísla Pálma. Ég var að sjá myndbrot um daginn og er mjög ánægður með þessa þætti. Gallinn við rapp er sá að rappið er svo töff, og verður því, oft á tíðum, mjög „over-hype-að“. (Dóri líkir eftir einhverjum ýktum þáttastjórnanda, sem reynir að spegla svalt viðmót viðmælanda síns, en án árángurs; þetta er of áreynslumikið.) Dóri: Við reynum að toga þetta niður á jörðina og búa til heimild. Við settum okkur þær skorður fyrir þáttinn að tala einvörðungu við þá sem voru að gera rapptónlist árið 2015 – við náðum ekki einu sinni að tala við alla. Við völdum þá sem voru mest áberandi og sem hentuðu best okkar frásögn. Við fórum að lyfta með Emmsjé Gauta, fórum í Kost með GKR, elduðum Thai mat með Erpi og fórum á bar með Bent.


10

HVAÐ ER AÐ SKE Þetta eru frekar lágstemmdir þættir sem ég er afar stoltur af. Mögulega munu hamborgaraheilarnir ekki kveikja á þessu strax en ég held að þegar fram líða stundir verði þetta eitthvað sem er þess virði að skoða. SKE: Og þetta kemur út hvar? Dóri: Stöð 2. Gaukur Úlfarson leikstýrir þáttunum og hann er, í raun, heilinn á bakvið þetta verkefni. (Dóri segir að þátturinn sé að einhverju leiti innblásinn af heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík og bætir því við að Rapp í dag svipi kannski til Gus Gus á 10. áratugnum, sem var þá einhvers konar fjöllistarhópur. Þetta er hópur fólks sem semur eigin tónlist, tekur upp myndbönd og markaðssetur sig.) Dóri: Til dæmis „brand-ið“ Gísli Pálmi; hann er ekki á leiðinni í einhverja hangikjötssmökkun hjá DV um jólin – hann stýrir þessu „brand-i“ mjög varfærnislega. Sturla Atlas er að selja fokking buff! Þetta eru merkilegir tímar. (Ég hugsa til Sturla Atlas, sem ég sá í badminton um daginn. Hann var merkilega sprækur.) Dóri: Það er oft talað um bólur á svona tímum. Allt er bóla – og bólan er, samkvæmt einhverjum fræðum, alltaf þrjú ár. Arnar Eggert spáði því að það væru mögulega sex ár í það að þessi bóla næði hámarki – og svo lægi leiðin niðrávið. Eitt af fyrstu merkjum þess að bólan sé að springa er að það var rapplag í Eurovision í ár. Rappið mun hægt og bítandi missa kúlið. SKE: 2015 var ruglað ár hvað íslenska rapptónlist varðar. Dóri: Sturlað. Persónulega tók ég því mjög illa að rapptónlist hafi nánast verið sniðgengin á íslensku tónlistarverðlaununum. Úlfur Úlfur fékk sitt, en mér finnst það hálf lýsandi fyrir þessa hátíð, vegna þess að Úlfur Úlfur er svona þóknanleg rapptónlist; þeir eru utan af landi og eru oft með mjög grípandi viðlög. Þó svo að Úlfur Úlfur sé sturluð hljómsveit og eigi allt gott skilið að þá fór það svolítið í taugarnar á mér að punkturinn hafi verið settur þar. En svo eins og einhver benti á: Hverjum er ekki drullusama um íslensku tónlistarverðlaunin! Við erum að fást við hluti á stærri skala! Í alvöru talað. Gleymum þessu. En það er leiðinlegt að geta ekki, eftir tíu ár, farið og litið yfir söguna ... (Dóri horfir út um gluggann og kemur auga á útgefanda ljóðabókarinnar hans.) Dóri: ... og séð það greinilega að það hefur verið mikil uppsveifla í íslenskri rapptónlist á þessum tíma. En ég veit það ekki; á stafrænni öld, gleymist kannski aldrei neitt. Þessu verður alltaf haldið til haga. (Ég spyr Dóra hvort að hann sé hættur að rappa fyrir fullt og allt. Á sínum tíma vorum við báðir flinkir að „freestyle-a“ – og Dóri hafði sérstakt lag á „punch“ línum.) Dóri: Ég hef aðeins verið að rappa fyrir þáttinn. Ég tók rímu með Gauta í lagi, sem verður kannski á plötunni hans. En ég sé að ég er búinn að missa af lestinni. Ég hafði alltaf mikla trú á sjálfum mér sem rappara. Í dag finn ég að það eru nýjar pælingar hvað flæði varðar og ég er ennþá fastur í gamla skólanum. Ef ég mundi gefa mér tíma, kannski, en kannski er ágætt að játa sig sigraðan. SKE: Er ekki ágætt að leyfa sköpunargáfunni að flæða meðfram öðrum rásum, í bókmenntunum eða öðru. Dóri: Algjörlega. Ég gerði mér alltaf grein fyrir því að ég mundi ekki hafa áhuga á þessu að eilífu. Sem er kannski gallinn við mig: eðli þúsundþjalasmiðsins. Mig langaði að gera svo margt annað. Ég áttaði mig á því alltof seint, þegar ég útskrifaðist úr Listaháskólanum, hvað ég hafði mikinn áhuga á því að koma fram. Í dag er ég á krossgötum. Ég og Saga skrifuðum þetta leikrit (Þetta er grín, án djóks) og það var frábær reynsla. Kannski er ég bara flinkari í því að skrifa. Samt óttast ég það að halda þessum tveim boltum á lofti og missa þá báða. Hins vegar er lausnin mín yfirleitt sú – þegar það er svona margt í gangi – að stoppa aldrei og hugsa um hvað ég er að gera: bara áfram og áfram og áfram! Um leið og þú stoppar þá kemur þessi sjálfsefi: Kannski er þetta ekki nógu gott? (Dóri segir að ofan á þetta allt saman sé Mið-Ísland ennþá að sýna fimm sinnum í viku.) SKE: Hefur sýningin ekki yfirleitt klárast í mars? Dóri: Fyrsta árið okkar gekk sýningin út maí, þegar við fengum um 14.000 gesti. Í dag erum við sáttir ef við förum yfir 10.000. Á tímabili hafði ég áhyggjur af því – vegna þess að menn virtust vera hættir að missa sig yfir sýningunni á Twitter – að við værum að breytast í Spaugstofuna. En síðan hugsar maður:

Þetta er uppistand. Við erum ekki að finna upp hjólið. Ef fólk kaupir sér miða og mætir á sýninguna þá er það alveg nóg. Kannski er einhver uppistandsbóla í gangi núna, en, nota bene, við byrjuðum 2009. Ef þessar bólur eru þrjú ár: gleymdu því! Við höfum verið að síðan 2009. SKE: Og þetta byrjaði allt saman hér, á Prikinu. Dóri: Þarna, í horninu. (Dóri bendir út í horn. Þar sitja tveir túristar og snæða í hljóði.) Dóri: Ég mætti þarna eins og flugdreki, flutti fimmtíu mínútna sett – allt efnið mitt. Ég var ekki einu sinni með sett; þetta var bara samansafn af pælingum sem mögulega enduðu á einhverju skondnu. En fólk var til í þetta. Síðan þá höfum við allir haft uppistandið að megin atvinnu. Vandamálið mitt með uppistand er það að ég er ekki tilbúinn að gefa mig allan í það. Það sem mig skortir er þessi viðleitni að mæta á öll „open mic“ kvöld bara til þess að skerpa á efninu. Þetta er hægt á Íslandi í dag, það er uppistand út um allt: Á Gauknum, Rósenberg, Bar 11, Stúdentakjallarnum. Mig langar að vera þessi maður sem mætir á alla þessa staði, treður upp í fimm mínútur og skítur á sig, listarinnar vegna. SKE: Ertu ekki bara of mikill fjöllistamaður? Dóri: Mögulega. En svo er þetta líka þannig að þú færð tekjur sem uppistandari, sem halda þér á floti allt árið. Það er bölvunin við þetta „freelance“ líf: Maður getur ekki sagt nei við neinu, vegna þess að maður þarf á peningnum að halda. En ég er í fyrsta skiptið að komast á þann stað þar sem ég hef ekkert skemmt. Ég sagði nei við öllu í ár, fyrir utan árshátíð Byko. En ef það kemur aftur að því að bankareikningurinn er að tæmast, þá fer ég aftur að skemmta á árshátíð Blómavals! SKE: Hvert stefnirðu? Dóri: Ég er afskaplega stoltur af ljóðabókinni, það er einhver tónn í henni: Þarna er ég. Hitt er bara húbris. En að vera ljóðskáld – það borgar sig ekki. Það er vanþakklátt starf. Ég hélt einhvern veginn að ég mundi fá þakkarbréf frá íslensku samfélagi eftir að bókin kæmi út. SKE: En viðbrögðin voru góð? Dóri: Ég bjóst við því að ég mundi selja 15.000 eintök – en síðan er þetta talið í einhverjum hundruðum ... ætli að ég haldi ekki áfram á þessari braut. Ég er aðeins byrjaður að pára fyrir næstu bók. Svo er það alltaf skáldsagan líka. Ég hef ekki ennþá fengið hugmynd sem fer yfir 200 síður. Ég bíð svolítið eftir því. Hvað framtíðina varðar, þá langar mig til þess að leika og leikstýra. Ef Afturelding verður að veruleika þá kem ég til með að stýra þeim þætti („show-runner“ á ensku). Það væri blautur draumur. Þetta er allt á réttri leið en þetta er ekki allt í hendi, veistu hvað ég meina? SKE: Ég skil þig. Dóri: Mér finnst líka svo gaman þegar það er allt í húfi. Mig langar til þess að

taka risalán, flytja í risahús, kaupa mér risajeppa og bara duga eða drepast! Annað hvort næ ég að borga þetta upp eða ekki! Þá þarf ég bara að skila því og flytja annað og ef allt fer á versta veg – þá fer ég og læri smíðar. (Ég spyr Dóra nánar um þessa ást hans á smíðum.) Dóri: Ég gerði upp íbúð og skoðaði myndbönd á Youtube í leiðinni. Þar var einn gæi, sem heitir DiResta, einhvers konar hipster smiður í Brooklyn. Hann segir ekkert í myndböndunum, lætur bara verkin tala. Þetta veitir mér einhverja djúpstæða hamingju, að setja á mig svuntuna, fá mér kaffi og smíða. Þú þarft þessar 10.000 klukkustundir til þess að vera fær. Ég á langt í land. (Við ræðum aðeins miðbæ Reykjavíkur.) Dóri: Ég dýrka miðbæinn og ég þoli ekki þetta Lundabúðapíp: „Life will find a way,“ svo ég vitni í Jurassic Park. Við erum á umbrotatímum núna; Grandinn er að lifna við, Borgartúnið er orðið að einhvers konar Wall Street. Leyfið Reykjavík að koma ykkur á óvart. Hvaða búðir eru að hrekjast í burtu? Gullsmiðir? Ég vorkenni þeim ekki neitt – þeir eru að sýsla með gull! (Við hlæjum.) Dóri: Á sínum tíma mótmælti fólk Þjóðleikhúsinu – sem er, óneitanlega, fallegasta bygging í Reykjavík. Stundum sé ég Þjóðleikhúsið og hugsa hversu heppinn ég er að hafa fengið að vinna þarna. Fólk var á móti Hallgrímskirkju, sem er okkar helsta kennileiti í dag. SKE: Svo lengi sem að Fjörðurinn í Hafnarfirði rísi ekki upp hérna í bænum. Dóri: Auðvitað þurfum við að vera á tánum, en ljótar byggingar segja líka sína sögu. Eitt ljótasta hús í Reykjavík er Korputorg lengjan á móti Bauhaus. Ég er farinn að fíla það fyrir draslið sem það er! Maður er kominn í eitthvað úthverfi og þar er eitthvað svona rugl. (Bergur Ebbi berst í tal.) Dóri: Ég væri ágætur ef ég fengi að deyja í farþegasæti við hliðina á Bergi Ebba því að við komumst í svo mikið stuð! (Allan ljósmyndari gengur inn um dyr Priksins og Dóri heilsar honum innilega … SKE þakkar Dóra DNA kærlega fyrir spjallið. Við mælum hvor tveggja með ljóðabókinni Hugmyndir: andvirði hundrað milljónir, ásamt sýningu Mið-Íslands í kjallara fallegustu byggingu Reykjavíkur: Þjóðleikhúsinu.)



12

HVAÐ ER AÐ SKE

leikhús

AÐRAR SÝNINGAR VEGBÚAR BORGARLEIKHÚSIÐ

MADE IN CHILDREN Föstudaginn 1.apríl kl. 20 frumsýnir Borgarleikhúsið, í samstarfi við Ásrúnu Magnúsdóttur, Aude Busson og Alexander Roberts, nýtt og nærgöngult verk með krökkum í öllum hlutverkum. Saman á sviðinu standa tíu börn á aldrinum átta til tólf ára sem hafa verið skilin eftir í heimi sem þau bjuggu ekki til. Þau taka yfir sviðið og eyða tíma saman; dansa, spila tónlist og tala við hvort annað. Börnin mæta heimi fullum af melankólíu, svartsýni, rómantík og ruglingi sem þau hafa erft en báðu aldrei um. Made in Children er á mörkum mikils vonleysis og öfgafullrar bjartsýni og er börnunum gefinn laus taumur og þau send af stað í leit að háleitu siðferði, djúpstæðum innri frið og betri framtíð. Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 4.000 kr.

NJÁLA BORGARLEIKHÚSIÐ

ILLSKA BORGARLEIKHÚSIÐ

KENNETH MÁNI BORGARLEIKHÚSIÐ

Í HJARTA HRÓA HATTAR ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

MIÐ-ÍSLAND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

HLEYPTU ÞEIM RÉTTA INN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

MAMMA MIA! Yfir 54 milljónir manns um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda. Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna! Hvar: Borgarleikhúsið Miðaverð: 7.500 kr.

UMHVERFIS JÖRÐINA Á 80 DÖGUM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

SPORVAGNINN GIRND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

UM ÞAÐ BIL ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

YFIR TIL ÞÍN SPAUGSTOFAN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

VINNSLAN TJARNARBÍÓ

DJÚP SPOR TJARNARBÍÓ

HVÍTT GAFLARALEIKHÚSIÐ

IMPROV ÍSLAND Á miðvikudögum verður Improv Ísland með fjölbreyttar grínspunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum. Út frá einu orði úr sal, býr leikhópurinn til sýningu á staðnum. Ekkert hefur verið ákveðið fyrirfram og á hverju kvöldi verður hver sýning sýnd í fyrsta og síðasta skipti. Hópurinn samanstendur af spunaleikurum úr öllum áttum sem hafa æft Haraldinn og önnur langspunaform hjá Dóru Jóhannsdóttur en Dóra hefur verið að læra hið svokallaða “long-form-improv“ hjá hinu fræga UCB leikhúsi í New York síðastliðin ár. Í sýningarhópnum eru um 30 manns sem skiptast á að sýna í hverri viku. Hvar: Þjóðleikhúsið Miðaverð: 1.500 kr.

GÓÐI DÁTINN SVEJK GAFLARALEIKHÚSIÐ

KRÍSUFUNDUR MENGI

SAUMASTOFAN FREYVANGUR

KONUNGUR LJÓNANNA SAMKOMUHÚSIÐ (AK)


Gaaraleikhúsið kynnir

eftir Karl Ágúst Úlfsson

Frumsýning 10. apríl

midi.is 5655900


14

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir SKE heimsótti margar sýningar á liðinni viku og hér verður fjallað aðeins nánar um tvær þeirra. Hér er um að ræða sýningar sem auðvelt er að láta framhjá sér fara en … ekki gera það! Einnig er framundan hin árlega sýning MA nemenda í Hönnun og Myndlist við Listaháskóla Íslands. Á þeirri sýningu er hægt að skyggnast inní framtíð listarinnar, nýja stauma og stefnur og vonandi fá innblástur og hreyfingu inní sálartetrið.

SOFIA HULTÉN Óreiðuástand i8

Tilurð Errós 1955-1964 Listasafn Reykjavíkur

The Weather Diaries Það fyrsta sem mætir áhorfanda er titill sýningarinnar. Þvílíkur titill. Hann er sterkur og persónulegur, hreyfir við ímyndunaraflinu án þess að maður viti nokkuð um sýninguna eða það sem hún stendur fyrir. Veðurdagbækurnar; Innan hverrar manneskju býr ákveðið veður sem hún sveiflast upp og niður með dag hvern, stund hverja. Hvernig veðráttan í innra rýminu lýtur út er alfarið tengt persónulegu ástandi, hinni innri dagbók. Sýningin Veðurdagbækurnar er unnin af listakonunum Sarah Cooper & Nina Gorfer, og er gerð í nánu samstarfi við tólf hönnuði og listamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Hún sýnir áhrif náttúru- og veðurfars á listsköpun. Gengið er inn í myrkvað rými þar sem einstök stemning hefur verið sköpuð með lýsingu, innsetningum og myndverkum. Í bakgrunni heyrir áhorfandi í hljóðmynd heimildarmyndar sem er staðsett við enda salanna. Myndverkin eru sterk og þrungin. Það er nánast að maður finni líkamlega fyrir náttúrunni og veðurfari hvers lands og þeim áhrifum sem þessi öfl hafa á tilvist manneskjunnar á þeim stað sem hún býr. Í enda sýningarsalanna er stólum raðað upp í litlu horni þar sem heimildarmynd um gerð sýningarinnar er sýnd. Undirtónn hennar er tónlist hljómsveitarinnar Múm, stemningin er hrá og áhorfandi fær raunverulega innsýn inn í það ferli og flæði sem listamennirnir fóru í gegnum á þessum tíma er sýningin var að mótast. Það er svo hressandi að verða vitni að því er ólík listform flæða saman og úr verður eitt tré sem á sér margar rætur og teygir greinar sínar hátt til himins vegna þess mikla styrks sem það hefur fengið við uppvöxtinn. Hönnun, myndlist, ljósmyndun, tónlist… allt flæðir saman í eina heild sem enginn ætti að láta ósnerta með skynjun sinni. SKE mælir með menningargöngutúr í Vatnsmýrina þar sem Norræna húsið stendur líkt og hlýtt menningarbað mitt í hinu akademíska umhverfi. Hvar: Norræna húsið, Sturlugata 5, 101 Reykjavík Hvenær: 19. mars - 5. júlí, 2016 Sýningin er opin alla daga frá kl. 11- 17

AÐRIR VIÐBURÐIR

Ég verð að viðurkenna að viðhorf mitt til ERRÓ er „Ég hef séð það allt“ svo að þegar ég rölti inná Listasafn Reykjavíkur í síðustu viku þá var ég meira að hlýja mér en að fara sérstaklega til að upplifa myndlist. Í myndlistaruppeldi mínu sem barn og unglingur í skóla var Erró svona listamaður sem notaði myndvarpa og annað fólk til að gera verkin sín, semsagt, ekki alvöru listamaður. Mikið þurfti ég að éta þessa „visku“ ofan í mig í heimsókn minni á sýninguna Tilurð Errós þennan dag. Ég fann fyrir listinni, Listagyðjunni, flæða inn í æðar mínar líkt og straumur radda, lifandi afls og menningar. Fann fyrir lykt umrótatíma og einlægum vilja listamanna til að knýja fram breytingar með list sinni og krafti. Sögusviðið er margbrotið lista og menningarlíf Parísarborgar og síðar New York þar sem Erró kynnist af eigin raun bandarísku neysluog fjölmiðlasamfélagi og hvetjandi listalífi. Á sýningunni fer áhorfandi í gegnum tímabil í listsköpun Erró þar sem hann hverfur smám saman frá expressjónískri myndgerð og byrjar að vinna með samklippimyndir (collages). Þarna er hávör rödd listamannsins varlega pökkuð inn í búning smáa mynda sem öskra „Vaknaðu manneskja“. Þær eru sterkar, en aðeins eins sterkar og áhorfandi er tilbúinn að raunverulega hlusta og tengja. Þær eru líkt og aðlöðun, ekki áróður. Þær eru mjúkar en þó beittar. Þær eru raunverulegt afl umróts í hið innra líf þess sem horfir og er vakandi. Á sýningunni eru einnig tvö videó sem vert er að skoða. Annað er stuttynd sem getur verið túlkuð sem hið vélræna mannlega ástand og hætturnar sem fylgja því er manneskjan sekkur inn í þann heim ómeðvituð. Þetta er að sjálfsögðu mín eigin túlkun og er það hvers og eins að finna sína eigin upplifun eða hugsanir. Hitt videóið er heimildarmynd sem sýnir hóp listamanna í París halda partý, sleppa takinu, gera list, dansa og hreyfa sig, þar á meðal fólks er Erró sjálfur, á hvítum hlýrabol og buxum sem hanga á herðum hans í axlarböndum. Eitt málverk sýningarinnar var handtekið árið 1960 á Ítalíu, haldið í fangelsi og skemmt. Því var bjargað eftir 52 ár með lögfræðiaðstoð og viðgerð. Verk þetta heitir Flux de la Sharpeville Asexuée. Verkið gerði Erró til að mótmæla stríðinu í Algeríu á þessum tíma en það var handtekið vegna skírskotanna til kynlífsstöðunnar 69. Erró er líkt og fréttamaður sem vefur í eitt myndefni allar fréttir heimsins og birtir þær svo lesendum sem vinna úr þeim upplýsingum og vonandi, vakna. Hvar: Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Hvenær: Sýningin stendur til 9. september 2016

Hvar: i8 Gallery, Tryggvagata 16, 101 Reykjavík Hvenær: 17. mars – 30. apríl 2016

Umgerð Hafnarborg Hvar: Hafnarborg, Strandgata 34, 220 Hafnarfjörður Hvenær: 18. mars - 22. maí 2016

Fólk / People Listasafnið á Akureyri Hvar: Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti Hvenær: 19. mars - 29. maí 2016 Opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17

Steingrímur Eyfjörð Guli eyrnalokkurinn Hvar: Gallery GAMMA, Garðastræti 37, 101 Reykjavík Hvenær: Stendur til 1. maí Opið mán - fös milli kl. 13:00 - 17:00 og eftir samkomulagi

Life Drawing #Special Módelteikning Hvar: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík Hvenær: Alla mánudaga frá kl. 19-20:30

Útskriftarsýning MA nema í hönnun og myndlist Laugardaginn 16. apríl kl. 14:00 verður opnuð útskriftarsýning meistaranema í hönnun og myndlist frá Listaháskóla Íslands í Gerðarsafni, Kópavogi. Sýningin stendur yfir til 8. maí. Á sýningunni má sjá afrakstur tveggja ára háskólanáms á meistarastigi þar sem hönnuðir og myndlistarmenn hafa fengið tækifæri til að þróa og styrkja rannsóknir sínar á viðkomandi fagsviðum. Sýningarstjóri: Daníel K. Björnsson Hvar: LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN, Hamraborg 4 Hvenær: 16. apríl kl 14:00 - 8. maí 2016

Verð: 1.500.-

Double Bind NÝLÓ

Uppbrot Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir Hlutskipti listamanna hefur oft verið að brjóta upp gömul og gildandi viðhorf. Ásmundur Sveinsson (1893–1982) talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur.“ Elín Hansdóttir (f. 1980) segir listina eiga að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“ Hvar: Ásmundarsafn, Sigtún, Reykjavík Hvenær: 15. apríl - 9. október 2016 Sýningarstjóri/-ar: Dorothée Kirch Vefur: http://listasafnreykjavikur.is/

Hvar: Nýlistasafnið, Völvufell 13-21, 111 Reykjavík Hvenær: 5. mars - 17. apríl

Sköpun bernskunnar 2016 Hvar: Listasafnið á Akureyri, Ketilhús, Kaupvangsstræti Hvenær: 5. mars - 24. apríl 2016


15

HVAÐ ER AÐ SKE

TÓNASTÖÐIN • SKIPHOLTI 50D • REYKJAVÍK • S. 552 1185 • WWW.TONASTODIN.IS


16

HVAÐ ER AÐ SKE

listviðburðir GENGIÐ Í BJÖRG Viaggio sentimentale Ólöf Nordal Þann 9.apríl kl.16 opnar sýningin Viaggio sentimentale í Harbinger. Það er myndlistakonan Ólöf Nordal sem sýnir og er sýningin m.a. haldin í tilefni af 90 ára afmæli föður hennar, tónskáldsins Jóns Nordal, þann 6.mars síðastliðinn. Ólöf Nordal er einn af farsælustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og á fjölmörg útilistaverk í Reykjavík og nærumhverfi, þar má telja Geirfuglinn í Skerjafirði, Bollastein á Seltjarnarnesi, minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur við Þingholtsstræti og Þúfu, umhverfislistaverk við HB Granda. Hvar: Harbinger, Freyjugötu 1 Hvenær: 9. apríl - 8. maí 2016 Opið er fim-lau frá 14-17 og eftir samkomulagi.

Eggert Pétursson og Helgi Þorgils Friðjónsson Laugardaginn 9. apríl kl. 15:00 verður opnuð í Listasafni ASÍ sýning á verkum listamannanna Eggerts Péturssonar og Helga Þorgils Friðjónassonar. Þeir eru þekktir fyrir verk sín en á sýningunni í Listasafni ASÍ eru málverk og teikningar sem þeir hafa þeir unnið saman auk innsetningar í rými Gryfjunnar. Hugmyndin að sýningunni sem þeir nefna Gengið í björg tengdist upprunalega bókaútgáfu og kviknaði þegar þeir félagar sýndu saman í Salzburg árið 2005. Bókin er nú orðin að veruleika og í henni eru ljósmyndir af öllum verkum sýningarinnar. Guðmundur Ingi Úlfarsson er hönnuður en útgefandi er Crymogea.

Á mótum tveggja tíma Díana Júlíusdóttir Díana fæddist á Ísafirði árið 1973 og er ættuð frá Suðureyri við Súgandafjörð en ólst upp í Reykjavik. Myndirnar á sýningunni leitast við að túlka á ljóðrænan hátt hið einangraða þorp Kulusuk sem oft er kallað dyrnar að Austur-Grænlandi. Börnin í þorpinu eru sérstakt viðfangsefni myndanna en framtíð þeirra er óviss sökum mikillar fólksfækkunar á svæðinu. Sýningin er afrakstur innblásturs sem löngu yfirgefin hús, börn að leik og stórtbrotið landslag veittu á Grænlandi. Hvar: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Tryggvagata 15, 6.hæð Hvenær: 31. mars - 31. maí 2016

Hvar: Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Hvenær:9. apríl - 9. maí 2016 Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 17. Aðgangur er ókeypis

Port Verkefnarými PORT#1 er opnunarsýning í nýju, óstaðbundnu en þó staðbundnu, listamannareknu galleríi við Laugaveg 23b. Þorvaldur Jónsson og Árni Már Erlingsson standa fyrir sýningu á verkum valinna listamanna. Ýmist eru þau af lager eða við það að þorna af lakki sem nýbúið er að bera á viðinn.

KVÍÐASTJÓRNUN

Körfubolti, náttúra, klassík og húmor eru á meðal þeirra viðfangsefna sem tekin eru fyrir á sýningunni. Listamennirnir sem taka þátt eru: Arna Óttarsdóttir, Árni Már Erlingsson, Dóra Hrund Gísladóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helga Páley, Sigurður Atli Sigurðsson, Sindri Leifsson og Þorvaldur Jónsson. Finissage verður miðvikudaginn 13. Apríl. Hvar: Port Verkefnarými, Laugavegur 23b, 101 Reykjavík Hvenær: 26. mars - 13. apríl 2016

MEÐ

KUNDALINI JÓGA 11. apríl - 9. maí Mánudögum kl. 20.15 - 21.45 Kennari: Benedikt Freyr Jónsson Skráning á: jogasetrid.is

Sýning í Skúmaskoti Kristín Gunnlaugsdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir opnaði þann 31. mars sýningu í Skúmaskoti, Skólavörðustíg 21. Kristín hefur starfað að myndlist eingöngu sl. áratugi og er þekkt fyrir helgimyndir sínar og að hafa gengið í gegnum miklar breytingar á myndmáli sínu. Sýning hennar á Listasafni Íslands 2013 vakti mikla athygli með verkum tengdum tabú, kynlífs og kvenlægum veruleika. Í Skúmaskoti sýnir Kristín ný verk unnin út frá stúdíum um mannslíkamann, teikningar og bláar vatnslitamyndir. Skúmaskot er gallerý rekið af 10 listakonum og hönnuðum. Í framtíðinni verður hægt að leigja fallegt, lítið sýningarrými hjá Skúmaskoti og er Kristín fyrsti listamaðurinn sem sýnir þar. Hvar: Skúmaskot, Skólavörðustígur 21, 101 Reykjavík Hvenær: 31. mars - 17. apríl 2016 Sýningin er opin á opnunartímar verslunarinnar kl. 11:00 – 18:00 á virkum dögum kl. 12:00 – 17:00 á laugardögum



PÁSKA NÝTT FRÁ TILBOÐ

ETHNICRAFT OG UNIVERSO POSITIVO

DROPLET VASI GULUR/BLÁR ORB SÓFABORÐ 950,-

85.000.-

NÝJAR GABBIA STÓLL 65.000.VÖRUR FRÁ BLYTH HABITAT YELLOW

23.500.-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

NEST BASTLAMPI 34.500,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT DISC KOLLUR 11.900,-

LADDER TRÖPPUR 28.500.COULEUR CITRONADE 9800,-

DISKUR 950,-

BJÖRSING TREPIED 55.000.GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

24.500,-

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

DENA ARMSTÓLL GRÁR/SVARTUR 145.000,-

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU HANNAÐU ÞINN EIGIN EIGIN ÞINN SÓFA SÓFA

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


20

HVAÐ ER AÐ SKE

skemmtun

Smáhýsi á Íslandi umræðufundur Umræðufundur fyrir fólk sem hefur áhuga á smáhúsum (tiny homes) og hugsanlegri smáhúsabyggð. Hvar: Velferðarráðuneytið Hvenær: 12. apríl kl. 17:00 Miðaverð: Frítt

Khrushchev's Kitchen

Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt Frumsýnd verður heimildamyndin „Maðurinn sem minnkaði vistsporið sitt" sem fjallar um Sigga og baráttu hans við að lifa sjálfbæru lífi í ósjálfbæru samfélagi. Siggi reynir að ná Vistsporinu sínu inn fyrir mörk sjálfbærninnar en það er fátt í íslensku samfélagi sem styður slíka baráttu og Siggi finnur fljótt að það er hægara sagt. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 20. apríl kl. 15:00 Miðaverð: Frítt

TWEET KYNSLÓÐIN

Mikið vona ég að vinur minn Auðunn Blöndal deyi ekki langt fyrir aldur fram. Þá þyrfti maður alltaf að panta Blö-arann á fabrikkunni. @SteindiJR

Fundi óvænt frestað í alþingi nú rétt áðan. Geimveruhljóð í hljóðkerfinu. Kannski eru þær að koma til að bjarga okkur úr þessu rugli... @OttarrProppe

artist workshop Opin vinnustofa þar sem öllum er boðið að koma og skapa saman. Pappír, pennar, wi-fi og allskyns verður til á staðnum en gestir hvattir til að koma með það sem þurfa þykir. Hljóðfæri velkomin. Hvar: Húrra Hvenær: 10. apríl kl. 18:00 Miðaverð: Frítt

Mið-Ísland Sýningar hópsins í Þjóðleikhúsinu eru vinsælustu uppistandssýningar Íslands frá upphafi en seinustu 3 ár hafa meira en 180 sýningar farið fram fyrir fullu húsi og hafa yfir 35.000 áhorfendur mætt og hlegið sig máttlausa, tvo klukkutíma í senn. Hvar: Hótel Selfoss Hvenær: 21. apríl kl. 20:30 Miðaverð: 3.500 kr.

Weird Movies from the Middle of America Weird Movies from the Middle of America er dagskrá helguð tilraunakenndum kvikmyndum og myndbandsverkum frá Chicago og miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Sýndar verða sjö kvikmyndir þar sem jafnmargir myndlistar- og kvikmyndagerðarmenn fjalla um tilveruna á þessum slóðum í hjartnæmum, fyndnum, tilfinningaríkum og harmþrungnum kvikmyndum. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 8. apríl kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr.

Bill Bailey Bill Bailey, einn af ástsælustu grínistum Bretlands, kemur nú í fyrsta sinn til Íslands og heldur uppistandssýningu í Háskólabíói 28. apríl. Bill er Íslendingum góðkunnur úr gamanþáttunum Black Books þar sem hann lék á móti Dylan Moran auk þess sem hann er reglulega gestur hjá Stephen Fry í spjallþáttunum QI. Á milli uppistandsins í Limboland flytur hann sprenghlægileg tónlistaratriði á ótrúlegan hátt en tónlist hefur alltaf verið ómissandi þáttur í sýningum hans. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 28. apríl kl. 20:00 - 22:00 Miðaverð: 6.990 kr.

Risa vísindasýning Á hinni árlegu ráðstefnu EuroScienceFun (ESF) koma sýningarhópar víðsvegar að í landi þess sýningarhóps sem hýsir ráðstefnuna hverju sinni og í ár er Sprengjugengi Háskóla Íslands gestgjafinn. Ráðstefnan stendur yfir í fimm daga og á lokadegi hennar halda allir sameiginlega vísindasýningu sem er opin almenningi. 20 sýningarteymi koma saman í Háskólabíó. Hvar: Háskólabíó Hvenær: 9. apríl kl. 12:00 - 17:00 Miðaverð: Frítt

Bjarni Ben má samt eiga það að hann er eini stjórnarliðinn sem ég færi í sleik við. Virkilega myndarlegur strákur með fínan rass. @DagurHjartarson

Aðalatriðið er að sogæðakerfi flestra framsóknarmanna er í algjöru hakki. Það þarf einhver að halda góðan fund með þeim og gefa þeim vatn. @harmsaga

Óska öllum grínistum landsins til hamingju með nýja ríkisstjórn. Hvílíkt veisluborð. @ThorsteinnGud

Krakkamengi #8 Í áttundu smiðjunni, sem fram fer þann 10.apríl, munu þeir Halldór Eldjárn og Úlfur Eldjárn verða í hlutverki gestaleiðbeinenda. Benni Hemm Hemm, sem og gestaleiðbeinendur hans, gefa vinnu sína og er aðgangur ókeypis og opinn öllum börnum á aldrinum 4 til 6 ára sem og foreldrum þeira á meðan húsrúm leyfir en gert er ráð fyrir fullri þátttöku foreldra í smiðjunni. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 10. apríl kl. 22:30 Miðaverð: Frítt

Fólk verður að hætta að reyna sigra heiminn í gegnum nafngiftir barna sinna. @DNADORI


152800 •

SÍA •

PIPAR\TBWA

Bakarí og kaffihús Bakarameistarans taka vel á móti þér. Nýbakað brauð, kökur og smurt brauð allan daginn – alla daga.

Austurveri • Glæsibæ • Húsgagnahöllinni • Mjódd • Smáratorgi • Suðurveri


22

HVAÐ ER AÐ SKE

Una valrún

síta valrún

Fatahönnunarnemi

Listakona & stílisti

TÍSKA VANS 50TH „OFF THE WALL“ Réttið upp hönd allir sem hafa átt Vans skó. Ef ekki þá hafið þið eflaust átt vini eða þekkt einhvern sem hefur gengið í Vans. Þú hefur a.m.k. séð Vans skó á þinni ævi, því get ég lofað. Vans, eitt þekktasta hjólabretta skómerki í heimi, á 50 ára afmæli núna í ár. Afmælinu var fagnað um daginn með fleiri daga partý og tónleikum í House of Vans búðum um allan heim, þar á meðal í Mexico city, Sao Paolo, Kuala Lumpur, Toronto, Austin Texas. Aðal partýið fór fram í Brooklyn í New York og atriðin voru ekki af verri kantinum. Nas, Erykah Badu, Wu Tang Clan, Dizzee Rascal, The kills og Whye Oak voru á meðal þeirra sem spiluðu fyrir fólkið, atvinnu brettafólk og stjörnur mættu. Til sýnis voru skór frá mismunandi tímabilum í sögu Vans, samstarfsverkefni með tónlistarfólki og skór framleiddir í takmörkuðu upplagi. Einnig gefa Vans út sérstaka „afmælis“ skólínu í tilefni þess að hafa náð þessum hálfrar aldar áfanga. ”Checkered Past” heitir línan sem samanstendur af 10 hluta línu af skóm og bakpokum. Þetta eru skór í klassíka Vans stílnum sem er orðin táknmynd fyrir merkið; Taflborðs munstur. Vanalega er munstrið prentað á canvas efnið en í þessari línu takmarkaðs upplags, sem bara fæst gegnum premium merki Vans; Vault by Vans, er munstrið ofið úr leðri og skó týpurnar eru klassískar týpur úr sögu Vans einsog Original Classics, the OG Classic Slip-On LX og OG Sk8-Hi LX . Ég væri mjög til í lágu OG Classic slip-on LX sem skó vorsins.



24

HVAÐ ER AÐ SKE

Græjur

CLAIRY Clairy Meðalmanneskja andar að sér allt að 3000 lítrum af lofti á dag og eyðir 90% af tímanum sínum innandyra þar sem loftið er allt að 5 sinnum mengaðra en utandyra. Teymi frá San Francisco vinnur nú að hönnun blómavasa sem stuðlar að hreinna lofti innandyra með því að nýta náttúrulega hreinsunareiginleika plöntunnar sem eyðir allt að 93% skaðlegra efna í loftinu. Einnig mælir potturinn gæði loftsins í rýminu og gefur heilsuráð sem þú móttekur í gegnum tölvuna eða símann þinn. Verkefnið er nú á kickstarter og við mælum með að styrkja það. Nánar: clairy.co

PWR Prong

VITAMIX Kælitækni Vitamix Pro 750 á sér engan jafningja. Nýtt útlit og nýjir valmöguleikar. Fimm prógrömm og hraðastillir sjá til þess að blandan verður ávallt fullkomin og fersk.1400w mótor. Meira en bara blandari. Lífstíðareign! Nánar: Kaelitaekni.is

BIOS INCUBE Bios Urn

Það getur verið þreytandi að gleyma hleðslusnúrunni þegar þú kemst að því að staðan á símanum er bara 1%. Nú getur þú fengið hulstur sem hleður símann fyrir þig, þú þarft bara að passa að taka símann ekki úr hulstrinu og gleyma því! Þá ertu alltaf hlaðinn, varinn og snúrulaus.

Væri ekki fallegt að breytast í tré eftir göngu yfir móðuna miklu. Hér er búið að hanna umgjörð sem gerir þér kleift að fylgjast náið með vextinum á trénu og hugsa um það. Potturinn vökvar sjálfkrafa fyrir þig og með fylgir app sem lætur þig vita um hitastig ofl. Hugmyndin að pottinum spratt frá hugmyndinni um að efla heldur skóglendi í stað kirkjugarða. Þegar tréð hefur sprottið nægjanlega þá getur þú plantað því þar sem þú vilt hafa það.

Nánar: prong.com

Nánar: urnabios.com


SHURE SE425 SE425 herynartólin bjóða upp á nákvæman hljóm með auknu jafnvægi á milli hljóðtíðna. Snúrurnar eru lausar og er því auðvelt að skipta þeim út.

“They really are the finest in-ears we’ve ever heard at this price.”

QQQQQ www.whathifi.com


26

HVAÐ ER AÐ SKE

MATUR

Slippbarinn Matur eftir mótmæli Í gær, klukkan rétt fyrir 17:00, eftirmiðdaginn 4. apríl, yfirgaf ég skrifstofuna til þess að vera viðstaddur mótmælin. Ég slengdi skjalatöskunni, ásamt myndavélatöskunni, hugsunarlaust yfir öxlina á mér og gekk út, grunlaus um þau mistök sem ég var að gera; ég hafði ekki gengið meira en 100 metra niður Laugaveginn þegar mér byrjaði að verkja í öxlina, og ég áttaði mig á því að áhugi minn á pólitík mundi líklegast dvína í öfugu hlutfalli við styrkleika verksins (ég er enginn pólitískur soldáti, bara slæpingi sem á það til að yfirgefa eigin prinsipp við minnsta mótbyr). Á Austurvelli var samankominn grúi fólks sem flest allt var fremi rólegt, fyrir utan einn róna sem var með kjaft. Hann hafði drekkt öllum sínum innri hömlum með víni: Vert þú nú ekki að rífa kjaft! sagði hann við eldri mann sem gaf honum hornauga. Ég leit samúðarfullur á eldri manninn á meðan Illugi Jökulsson hélt ræðu sem mér fannst óinnblásin og löng. Eftir að hafa smellt af nokkrum myndum gafst ég upp og rölti í átt að Slippbarnum til þess að játa mig sigraðan fyrir þyngdaraflinu. Ég, öfugt við Sigmund Davíð, hafði ákveðið að fara.

pöntuðum gratíneraðan ost (Búri með hunangi, furuhnetum og brauði), smokkfisk (djúpsteiktur tempura smokkfiskur og eldpipar-aioli) og fisk dagsins (djúpsteiktur). Er við biðum eftir matnum ræddum við pólitík og höfðum fátt gáfulegt að segja; konan mín sagðist halda að SDG hefði skaðað orðstír Íslands erlendis – á meðan ég velti því fyrir mér, upphátt, hver mundi bera sigur úr býtum í íslenskri glímu: SDG, Pútín eða Poroshenko. Líklegast Poroshenko. Poroshenko er þannig maður, að eðlisfari, að hann svífst einskis, bætti ég við (án þess þó að vita neitt um manninn).

En hverjum var ekki skítsama?

Slippbarinn er góður staður. Andrúmsloftið er gott. Þar getur maður starað á skáldlegan hátt út um gluggann og hlustað á tóna úr vínylspilaranum – á meðan almúgurinn æpir grófyrðum í átt að Alþingi.

Á Slippbarnum hitti ég konuna mína og við pöntuðum okkur Pepsi og sódavatn og gaumgæfðum matseðilinn. Eftir talsverða umhugsun, ákváðum við loks að deila þremur réttum (svona í tilefni jafnaðarstefnunnar). Við

Maturinn kom skömmu seinna og var hver réttur hver öðrum betri. Að snæða á gratíneraða ostinum var eins og að spila tungu-tennis við Guð – á meðan smokkfiskurinn bragðaðist eins og lostæti úr eldhúsi Djöfulsins, eins og að Djöfullinn sjálfur hefði matbúið hann (einhvern veginn gleymdi maður öllum sínum dyggðum, hófseminni, t.d.). Einnig var fiskur dagsins á pari við hinar máltíðirnar.

Orð: Skyndibitakúrekinn

Þórbergur Þórðarson talar frá gröfinni Samtal við söguna Í bréfi sem Þórbergur Þórðarson ritaði vini sínum Vilmundi Jónssyni, þann 8. nóvember, 1928 (þar sem Þorbergur lýsir nýafstöðnum Esperanto fundi í Antverpen) er að finna eftirfarandi orð:

og bað fyrirgefningar, og síðan stóð upp hver af öðrum og játuðu frumhlaup sitt ... Hefir þú nokkurntíma upplifað svona afturhvarf á pólítískum fundi á Ísafirði?“

„Nú vildi til fyrirbrigði er óþekt er hér á landi. Þú veist að Íslendingar hafa þann sið, þegar þeim er sýnt fram á, að þeir fari með rangt mál, að fyllast forherðingu eða reyna að bjarga villum sínum með hártogunum, útúrsnúningum eða vísvitandi ósannindum. Ég hefi aldrei heyrt Íslending sannfærast á opinberum fundi.“

Svariðinú:

Í framhaldinu lýsir Þórbergur því þegar spænskur meðlimur Esperanto félagsins ber forseta félagsins margt misjafnt á brýn, og taka aðrir meðlimir félagsins undir þessar ásakanir. Stígur þá fyrrgreindur forseti upp í pontu og svarar þessum ásökum.

Af hverju getum við ekki öll sammælst um þá staðreynd að við, mannskepnurnar, erum afskaplega vitgrannar verur sem höfum reglulega rangt fyrir okkur?

„Þegar dr. Privat (forsetinn) hafði flutt ræðu sína og sinjoro Jakob lesið upp skýrsluna, snerist stemningin allt í einu við. Spánverjinn stóð upp

Af hverju eru hártoganir og útúrsnúningar ávallt ósjálfráð viðbrögð okkar Íslendinga (og þá sérstaklega stjórnmálamanna, hægri jafnt og vinstri) þegar sýnt er fram á að við förum með rangt mál?

Af hverju stendur stolt okkar ætíð í vegi fyrir sannleikanum?

- Friðrik Níelsson


BALLARINI GRANITIUM

Potturinn og pannan í ítölsku eldhúsi

Hágæða ítölsk hönnun þar sem notagildi og útlit fara saman. Pottarnir og pönnurnar eru gerðir úr graníthúðuðu áli, sem er sérhannað til notkunar fyrir matvælagerð og hefur þann eiginleika að ekkert festist við botninn. Graníthúðin er sterk og þolir notkun stáláhalda þó frekar sé mælt með notkun plast- eða tréáhalda til að tryggja lengri endingu. Stórglæsilegt útlit og hönnun sem er hverju eldhúsi til sóma.

Rafmagnshella

Gashella

Veit á vandaða lausn

Spanhella

Keramikhella

Ofn

Uppþvottavél

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is


28

HVAÐ ER AÐ SKE

hönnun

3D VASAR

BLANDITO

Libero Rutilo

Oradaria Design

Hér getur þú endurnýtt 0,5 l plastflösku með því að skrúfa henni inn í vasann. Með því ertu að slá tvær í einu höggi; að fegra heimilið og stuðla að hreinni náttúru. Vasinn er hannaður með 3D skanna af ítalska hönnuðinum Libero Rutilo stofnanda hönnunarhússins Design Libero.

Á Kríubarnum verður Blandito að vera með. Hann er einstaklega fjölhæfur og býður upp á marga möguleika í notalegheitum. Hægt er að fletja hann út og liggja útaf, nota sem stól á nokkra vegu eða vefja um sig og hlýja sér með honum! Sjúklega næsaður.

Nánar: designlibero.com Nánar: oradariadesign.com

DUNES Smarin

HELIX LAMP Michael Samoriz Einstakt ljós eftir úkraínska hönnuðinn Michael Samoriz sem er einn af stofnendum hönnunarstúdíósins Umbra design. Hann er einstaklega fjölhæfur hönnuður og hefur unnið til fjölda hönnnunarverðlauna fyrir hönnun sína. Hann starfar undir eigin nafni eða með áðurnefndu stúdíói Umbra Design. Ljósið er fullkomið yfir borðstofuborð en lýsingin frá því nær ekki allan hringinn á gormunum heldur frá botni ljóssins. Nánar: michaelsamoriz.com

Hver elskar ekki að taka eina kríu? Og hvað ef þú gætir tekið hana á kríubarnum! Það væri meira en dásamlegt og myndi skila sér í hamingjusamri þér. Smarin er franskt hönnunarhús með margþætta hönnun og eitt af því sem þau sérhæfa sig í eru húsgögn sem hægt er að hafa það ekstra kósý og nú hafa þau búið til sérstakan kríubar í Dubai sem ég vill sjá á öllum vinnustöðum hér á klakanum. Hamingjusamara Ísland, já takk! Nánar: smarin.net

15 GERÐIR AF RÚMFÖTUM Á TILBOÐI SJÁÐU ÚRVALIÐ Á LINDESIGN.IS Áttablaðarós Verð nú 9.990 kr Verð áður 12.980 kr

Lambagras Verð nú 9.990 kr Verð áður 14.990 kr

NÚ FYLGJA TVEIR MIÐAR Í LAUGARÁRSBÍÓ Á MYNDIRNAR THE BOSS EÐA THE HUNTSMAN ÖLLUM SELDUM RÚMFÖTUM OG DÚNSÆNGUM Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST

FOCAL POINT Chifen Cheng Skemmtilegur lampi frá Designlump, hönnunarstúdíó, sem er skipað tælenska/kanadíska hönnuðinum Chifen Cheng. Aðalumgjörðin er úr hvítu postulíni og fæturnir gerðir úr kopar. Hægt er að snúa ljósinu eftir hentugleika til að skapa ólíka stemmningu með lýsingunni. Lampinn vann til verðlauna á stærstu innanhúshönnunarsýningu í Kanada sem besta prótótýpan. Chifen hannar líka töff hálsmen og fleira sem vert er að skoða. Nánar: designlump.com

100% DÚNSÆNG FYRIR FERMINGARBARNIÐ 100% DÚNN / 790G DÚNN 140x200 Verð nú 23.994 kr Verð áður 39.990 kr

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


gerir kraftaverk fyrir daglegt brauð

Við nýtum áratuga reynslu okkar af samlokugerð til að töfra fram gómsæt salöt og hummus sem lyfta hversdagslegustu brauðsneiðum upp á æðra og ferskara tilvistarstig.

Ferskt á hverjum degi

565 6000 / somi.is


30

HVAÐ ER AÐ SKE

Spurt & Svarað Þorsteinn Guðmundsson Grínisti, leikari og kyntákn

Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér eins og húsgagni í vönduðum IKEA bæklingi – hvernig myndi sú frásögn hljóða?

Uppáhalds tilvitnun / „one-liner"?

Einnota og ódýr. Eitthvað sem allir geta notið. Varist eftirlíkingar.

Ef Skúli í Subway byði þér kafbát að eigin vali – hvaða bátur yrði fyrir valinu?

Ætlar þú að bjóða þig fram til embættis forseta?

Veit ekki hvað er á boðstólum hjá honum. Kannski lesbíubát, ef hann er til.

Nei, ég er of hræddur um að verða kosinn. Ef þú yrðir að velja á milli Megan Fox og vegan osts – hvert yrði valið? Ég veit ekki hver Megan Fox er, en ég er viss um að hún er skemmtilegri en vegan ostur. Hvenær hlóstu svo mikið að það fossaði kókómjólk út úr nefinu á þér? Þegar ég var tólf ára og hló að öllu. Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti? Ég hugsa um hvað ég er heppinn að vera ekki úti.

„Dying is easy. Comedy is hard.“

Hvernig fær maður Youtube til þess að taka myndbönd af sér? Maður sefur hjá Google. Er alheimurinn bara eilíf barátta andstæðra afla? Nei, það held ég ekki. Hann er frekar eins og maður sem er að fara að gifta sig. Hefur lífið tilgang? Og ef svo er, hver er tilgangurinn? Já, tilgangurinn er 55% góður húmor og 40% kynlíf. Restin er misskilningur.

HLAÐVARP VIKUNNAR

The Infinite Monkey Cage The Infinite Monkey Cage er vinsæll hlaðvarpsþáttur framleiddur af breska ríkisútvarpinu (BBC) þar sem heimurinn er skoðaður með augum vísindamanna. Þáttarstjórnendur eru þeir Brian Cox (eðlisfræðingur) og Robin Ince (grínisti). Saman glíma þeir við spurningar á borð við: Hvert er eðli dauðans? Hvað skeði fyrir Stórahvell? Er heimspekin dauð? Eru pandabirnir ofmetnir? Þrettánda sería þáttarins hófst í byrjun janúar 2016 og mælum við sérstaklega með þættinum Climate Change, þar sem sérstakur gestur þáttarins, Dara O’Brian, fer yfir hlýnun jarðar á mannamáli. Mikilvægt málefni sem varðar okkur öll.


HÖLDUM UMHVERFINU HREINU einn bíll í einu

LÖÐUR

NÚ Á 17 STÖÐUM REYKJAVÍK KÓPAVOGI HAFNARFIRÐI MOSFELLSBÆ AKUREYRI KEFLAVÍK LÖÐUR EHF

FISKISLÓÐ 29

101 REYKJAVÍK

568 0000

WWW.LODUR.IS


Emilíana Torrini og Sinfó Fim. 19. maí » 20:00 Fös. 20. maí » 20:00 Emilíana Torrini Hugh Brunt hljómsveitarstjóri

Tryggið ykkur miða Emilíana Torrini hefur vakið heimsathygli fyrir söng sinn og lagasmíðar og m.a. verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Á tónleikunum syngur hún mörg sín bestu lög, við órafmagnaðan leik Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Á dagskránni verða vinsæl lög á borð við Jungle Drum, Nothing Brings Me Down, Hold Heart og Lifesaver og Gollum’s Song úr kvikmyndinni Hringadróttinssögu.

@icelandsymphony #sinfó Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Sími: 528 5050 » Opið 9-18 virka daga og 10-18 um helgar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.