ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 24.6-30.6
#17
SKE.IS
“MIG LANGAÐI AÐ GERA TRÚVERÐUGA SVEITAMYND.”
–GRÍMUR HÁKONARSON
2
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
GÖTUTÍSKA REYKJAVÍKUR 20. - 21. JÚNÍ
Þá eru sumarsólstöður um garð gengnar og að tilteknu leyti má því segja að um sinn liggi leiðin niður á við. Í skilningnum: Til hins verra. Til frekara myrkurs, næsta hálfa árið eða svo. Takk fyrir pent. En ég held reyndar að það sé óþarfi. Sólskin er ekki nema ein tegund birtu. Ljós yfirleitt er aðeins ein tegund birtu. Við tölum líka um birtu í tilfærðri merkingu. Þannig er til að mynda talað um að færa birtu inn í líf einhvers eða einhverra. Slíkt tengist sjaldnast efnislegum ljósgjöfum, lömpum, kveikjurum, kösturum, perum, eldspýtum, endurskinsmerkjum, og þar fram eftir götunum. Það tengist oftar börnum en fosfóri, þótt í bókstaflegri merkingu ætti því að vera öfugt farið. Það getur verið bjart yfir manni sem situr í kolniðarmyrkri. Rétt eins og upplifa má algert svartnætti sitjandi á sundlaugarbakka í sól og blíðu. Sjálfur held ég að allir birtuútreikningar séu liðónýtir uns fólk er tekið með í jöfnuna, jafnt þótt það sé í öllum fræðilegum skilningi fremur lélegur ljósgjafi. Nema ljóðfræðilegum. Og kannski sálfræðilegum. Birtuútreikningur er ljóðfræðileg iðja. Eða það grunar mig. Æ, ég skal ekki segja. En ég segi þetta: Megi sumarið vara sem lengst, hvað sem verður um sólina.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: Grímur Hákonar & Siggi Sigurjóns Myndir - forsíða: Allan Sigurðsson Myndir götutíska reykjavikur: Birta Rán Myndir Secret Solstice: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
55” er næstvinsælasta stærðin Bein eða bogin - þín upplifun
a t s e B ið verð
Samsung H6475
249.900.-
Samsung JU6675
319.900.Samsung JU6415
319.900.-
Samsung JU7505
419.900.Samsung JU7005
389.900.FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500
SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559
ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000
SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515
ORMSSON TÆKNIBORG OMNIS ORMSSON ORMSSON GEISLI AKRANESI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 433 0300 SÍMI 471 2038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333
4
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
HÚRRASKELDA 2015 VÖK & YOUNG KARIN Í tilefni þess að Vök og Young Karin halda til Danmerkur til þess að spila á Hróarskeldu, núna um mánaðarmótin, ætla hljómsveitirnar að halda sína eigin Húrraskeldu hérna heima fyrir þá örfáu Íslendinga sem ætla ekki að skella sér á hátíðina. Þeir sem ætla að fara á hátíðina í Danmörku eru einnig velkomnir. Hvar: Húrra Hvenær: 24. júní kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr. nánar: www.hurra.is
HALLELUWAH ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Hljómsveitin Halleluwah, með Sölva Blöndal í broddi fylkingar, heldur tónleika í tilefni væntanlegrar plötuútgáfu. Tónlistarmaðurinn Futuregrapher og hljómsveitin East of My Youth sjá um upphitun á útgáfutónleikunum. Hvar: Húrra Hvenær: 25. júní kl. 21:00 Miðaverð: 1.000 kr. Nánar: hurra.is
HIMBRIMI Á KEX HOSTEL Hljómsveitin Himbrimi spilar á hostelinu nú á fimmtudaginn. Hljómsveitina skipa Margrét Rúnarsdóttir sem sér um söng og hljómborðsspil, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Hálfdán Árnason á bassa, Skúli Arason á hljómborði og Egill Rafnsson á trommum. Sveitin var stofnuð af þeim Margréti og Birki fyrir tveimur árum en þau spila dramatískt, skandinavískt popp.
OYAMA Á LOFT HOSTEL Hljómsveitin Oyama spilar næstkomandi laugardagskvöld.
á
Loft
Hosteli
Hvar: Bankastræti 7 Hvenær: 27. júní kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
Hvar: Skúlagata 28 Hvenær: 25. júní kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
AGENT FRESCO VAALER SANGFORENING - & MÁNI ORRASON KÓRTÓNLEIKAR
Það verður ljúf og þétt keyrsla á Húrra nú á föstudaginn þegar Agent Fresco og Máni Orrason leika tóna saman.
Vaaler Sangforening heldur kórtónleika í sal Norræna hússins á þessu föstudagseftirmiðdegi. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 26. júní kl. 16 Miðaverð: Frítt nánar: www.nordichouse.is
Hvar: Húrra Hvenær: 26. júní kl. 21:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: www.hurra.is
FRAMTÍÐARINNAR
SHOGUN TÓNLEIKAR Á DILLON
Vaaler Sangforening heldur kórtónleika í sal Norræna hússins á þessu föstudagseftirmiðdegi.
Jónas Sig og hljómsveitin hans Ritvélar framtíðarinnar eru annáluð fyrir einstaka stemningu á tónleikum sínum hvar sem þau fara og ekki síst á Græna hattinum.
Hljómsveitin Shogun heldur tónleika á Dillon á föstudaginn. Tvö ár eru síðan þeir spiluðu síðast fyrir áhorfendur á Dillon og því kominn tími á endurkomu.
Hvar: Tacobarinn, Hverfisgata 20 Hvenær: 25. júní kl. 19:30 Miðaverð: Frítt nánar: www.tacobarinn.is
Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 26. júní kl. 22:00 Miðaverð: 3.200 kr. Nánar: www.midi.is
Hvar: Dillon, Laugavegur 30 Hvenær: 26. júní kl. 22:00 Miðaverð: Frítt nánar: www.dillon.is
JÓNAS SIG BLÖ TRIÓ JAZZ SESSION @ TACOBARINN
& RITVÉLAR
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
6
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
AURORA Í MENGI Á tónleikunum verður flutt frumsamin jazz tónlist meðlimanna sem einkennist oft á tíðum af ævintýralegri tilraunamennsku, fjölbreytilegum rythma, litríkum laglínum en fyrst og fremst mikilli spilagleði. Hljómsveitin Aurora er jazz kvartett stofnaður af bassaleikaranum Sigmari Þór Matthíassyni á vormánuðum 2014. Hljómsveitin fór fyrir Íslands hönd til Helsinki í Finnlandi síðastliðið haust og tók þar þátt í hinni árlegu norrænu ungliða jazz keppni/hátíð ,,Young Nordic Jazz Comets”. Á hátíðinni koma fram norrænar hljómsveitir sem skipaðar eru efnilegustu jazzleikurum Skandinavíu. Auk þess kom Aurora fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágúst 2014 og á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans í maí 2015 við góðan orðstír. Allir meðlimir hljómsveitarinnar eru útskrifaðir úr Tónlistarskóla FÍH og hafa þegar getið sér gott orð á tónleikasviðum bæði hér heima og erlendis. Aurora skipa: Helgi Rúnar Heiðarsson - tenór saxófónn Tómas Jónsson - píanó & elektróník Sigmar Þór Matthíasson - kontrabassi Óskar Kjartansson - trommur
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 25. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.is
DRANGEY MUSIC FESTIVAL Blásið verður til nýrrar tónlistarhátíðar í Skagafirði síðustu helgi júnímánaðar. Að hátíðinni standa staðarhaldarar á Reykjum í samvinnu við sömu menn og bjuggu til tónlistarhátíðina Bræðsluna á Borgarfirði eystra. Tónleikarnir munu fara fram á útisviði á Reykjum í stórbrotinni náttúru þar sem Tindastóll, Grettislaug, Drangey og Atlantshafið mynda stórkostlega umgjörð. Fram kemur frábært tónlistarfólk, Emiliana Torrini og Jónas Sigurðsson, Magni, Contalgen Funeral og fleiri. Selt verður inn á svæðið á Reykjum og innifalið í miðaverði verður aðgangur að tjaldstæði og bað í Grettislaug. Forsala fer fram á miði.is og takmarkaður fjöldi miða er í boði.
Hvar: Reykir í Skagafirði Hvenær: 27. júní kl. 21:00 Miðaverð: 6.900 (tjaldstæði og Grettislaug innifalið) Nánar: midi.is
THE CLASH TRIBUTE Nú hafa fjórir landsþekktir og rótgrónir rokkhundar tekið sig saman til þess að heiðra hljómsveitina The Clash á Græna hattinum næstkomandi laugardag. Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, Pollapönk): Gítar og söngur Baldur Ragnarsson (Skálmöld, Ljótu hálfvitarnir, Innvortis): Gítar Jakob Smári Magnússon (Grafík, Das Kapital, John Grant): Bassi Jón Geir Jóhannsson (Ampop, Skálmöld): Trommur Á tónleikunum verða öll þekktustu lög The Clash leikin, lög á borð við London Calling, Should I Stay or Should I Go, Guns of Brixton, White Riot og Tommy Gun, ásamt því úrvali sem spannar allan ferilinn. Þessi meistaraverk í höndum slíkra snillinga er eitthvað sem engin áhugamanneskja um tónlist skyldi missa af.
Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 27. júní kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: midi.is
MELRAKKAR Þegar fyrsta hljómplata Metallica, ,,Kill ‘Em All”, kom út árið 1983 olli hún straumhvörfum í tónlistarheiminum og þá sérstaklega á sviði þyngra rokks. Þarna var lagður hornsteinn sem allir þungarokkarar heimsins hafa síðan hlaðið utan á, ýmist meðvitað eða ómeðvitað og enda þótt skiptar skoðanir séu um Metallica í dag ríkir einróma sátt um ,,Kill ‘Em All”. Platan er einfaldlega meistaraverk. Melrakkar er hljómsveit 5 manna sem allir hafa gengið gegnum lífið með ,,Kill ‘Em All” í blóðinu og í upphafi var bandið stofnað með það eitt fyrir augum að spila plötuna í heild sinni. Viðtökurnar urðu hinsvegar slíkar að ótækt var að láta staðar numið. Nú mæta Melrakkar aftur til leiks með enn meira í pokahorninu. Uppistaðan er vissulega eldra efni Metallica en inn á milli leynast einnig klassískar metalperlur frá svipuðu tímabili. Hljómsveitin Bootlegs sér um upphitun. Melrakkar eru: Aðalbjörn Tryggvason (Sólstafir) – Söngur Bjarni M. Sigurðarsson (Mínus) – Gítar Björn Stefánsson (Mínus) – Trommur Flosi Þorgeirsson (HAM) – Bassi Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) – Gítar Hvar: Gaukurinn Hvenær: 27. júní kl. 22:00í Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: tix.is
JEA - JAZZHÁTÍÐ PIKKNIKK EGILSTAÐA TÓNLEIKAR 2015 - MR. SILLA
JEA hefur verið árviss viðburður í blómlegri tónlistarflóru Austurlands síðan 1988 og er elsta Jazzhátíð á Íslandi. Í gegnum árin hafa frábærir listamenn sótt okkur heim og ekki verður nein breyting á því í ár. Meðal þeirra sem komið hafa á JEA eru Larry Carlton, James Carter, Beady Belle, Finn Ziegler, Svend Asmundsen ásamt öllum þeim frábæru íslensku listamönnum sem komið hafa til okkar. Listamenn 2015 Jack Magnet Quintet Björn Thoroddsen Garðar Eðvalds og Stórsveit. Beebee and the bluebirds Ranghalar Hvar: Valaskjálf, Egilstaðir Hvenær: 27. júní kl. 17:00 Miðaverð: 4.900 kr. Nánar: jea.is og tix.is
Mr. Silla eða Sigurlaug Gísladóttir hefur verið sjálfstætt starfandi tónlistarkona í um áratug ásamt því að starfa með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Múm, Snorra Helgasyni, Low Roar og mörgum fleirum. Hún mun flytja sín eigin lög í bland við uppáhaldslög hennar eftir aðra tónlistarmenn og konur. Mr. Silla kemur fram á Pikknikk tónleikaröðinni í gróðurhúsi Norræna hússins.
Hvar: Norræna húsið Hvenær: 28. júní kl. 15:00 Miðaverð:Frítt Nánar: www.nordichouse.is
GasGrill
Nýtt NÝTT Í SÖLU HJÁ BYGGT OG BÚIÐ
Meistarakokkurinn Jamie Oliver hefur nú ásamt grill teyminu sínu hannað frábæra línu af gas grillum sem eru tilvalin fyrir öll tilefni. Þessi glæsilega 2015 lína er byggð til að endast og hönnuð til að gera eldamennskuna fljótlega, auðvelda og gómsæta.
Fæst í 3 litum!
Jamie Oliver G1040XX • 2 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 24500 BTU-7.2 Kw • Grillflötur 52x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki
VERÐ 57.995
Jamie Oliver G1140XX • 3 brennarar • Grillgrindur úr pottjárni • Orka 36900 BTU – 10.8 Kw • Grillflötur 63,6x44,5 sm • Þrýstijafnari fylgir ekki
VERÐ 74.995
Jamie Oliver G1340XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki
• • • • •
VERÐ 94.995
Jamie Oliver G1540XX 4 brennarar Grillgrindur úr pottjárni Orka 57700 BTU – 16.9 Kw Grillflötur 84,8x44,5 sm Þrýstijafnari fylgir ekki
• • • • •
VERÐ 149.995
KRINGLUNNI • SÍMI 568 9400 • BYGGTOGBUID.IS
8
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
“ÞÁ STÓÐU ALLIR UPP OG KLÖPPUÐU Í TÍU MÍNÚTUR. ÞAÐ VAR ÁKVEÐINN LÉTTIR.” – GRÍMUR HÁKONARSON Nýjasta mynd Gríms Hákonarsonar Hrútar vann nýlega til verðlauna á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi, eins og frægt er orðið. Þetta var í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur verðlaun á hátíðinni. Myndin skartar Sigurði Sigurjónssyni og Theodóri Júlíussyni í aðalhlutverkum og fjallar um tvo bræður, Kidda og Gumma, sem hafa ekki talast við í áratugi, þrátt fyrir að búa hlið við hlið í afskekktum dal. Ragnar Tómas hitti Grím og Sigga að máli í Kaffivagninum út á Granda í síðustu viku.
þegar credit listinn kláraðist þá stóðu allir upp og klöppuðu í tíú mínútur. Og það var ákveðinn léttir. SIGGI: Já, maður var auðvitað fullkomlega varnalaus. Ég var að sjá þessa mynd í fyrsta skiptið. Ég hafði ekki séð hana í bíósal. Þannig að ég var fullkomlega án varna, læstur inni í Cannes, innan um allt þetta fólk. Þannig að það var ljúft að fá þessi viðbrögð í lok myndarinnar. Það voru ágætis laun.
“Já, maður var auðvitað fullkomlega varnalaus. Ég var að sjá þessa mynd í fyrsta GRÍMUR: Já, það var ákveðinn léttir. Þetta var RAGNAR TÓMAS: Mig skiptið. Ég hafði ekki séð hana orðið þannig að þetta langaði að byrja á því að var það langt KLAPP AÐ óska ykkur til hamingju með í bíósal. Þannig að ég var MAÐUR vissi ekki hvernig Hrúta og verðlaunin. Mér maður átti að vera. Við gafst loksins tækifæri að fullkomlega án varna, læstur vorum búin að hneigja sjá myndina í vikunni og var okkur, búin að fara í mjög hrifinn. Mér skilst að nú inni í Cannes, innan um allt gegnum allt prótókolið. þegar hafa 11,000 manns séð myndina hérna heima sem þetta fólk. Þannig að það var SIGGI: Þetta var hlýtur að vera góðs viti. Mig skemmtilegt vandamál. langaði að byrja á Cannes: ljúft að fá þessi viðbrögð í lok Hvernig var á Cannes? Gafst RAGNAR TÓMAS: Grímur, ykkur tækifæri til þess að sjá myndarinnar. Það voru ágætis hugmyndin að þessu einhverjar myndir eða var handriti: Hvernig kom hún þetta aðallega bara vinna, laun.” – Sigurður Sigurjónsson til? Getur þú lýst þessu viðtöl og plögg?
ferli frá upphafi til enda?
GRÍMUR: Já, hjá mér var þetta mikil vinna. Ég var þarna samt allan tímann, í 12 daga. Myndin var sýnd á föstudeginum fyrstu helgina. Það var mikið að gera þá. Við vorum þarna 20 manns frá crew-inu en svo róaðist þetta aðeins niður. En það voru samt alltaf einhverjar skyldur sem maður þurfti að sinna: kvöldverðir, kokteilboð, o.s.frv. RAGNAR TÓMAS: FÓRU ÞIÐ Á EINHVERJAR MYNDIR? SIGGI: Sjálfur var ég bara þarna í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Nei, ég náði ekkert að sjá fleiri bíómyndir. Ég sá hins vegar ansi margar úti á götu. Það dugði mér alveg (við hlæjum). Ég gat smjattað á því í nokkra daga. En svo, eins og Grímur segir, þá var mikið af viðtölum og plöggi í kringum þetta. En erindið mitt var fyrst og fremst að vera viðstaddur, og sjá þennan sirkús.
“En í minningunni var þetta bara ljúft. Ég var ekkert mikið í vinnunni einhvern veginn, í huganum. Ég var bara upp í Bárðardal að búa til sögu.” – Sigurður Sigurjónsson
RAGNAR TÓMAS: Ég var einmitt að hlusta á viðtal við David Edelstein, sem er kvikmyndagagnrýnandi hjá NPR í Bandaríkjunum, en hann var viðstaddur hátíðina. Hann sá nýjustu mynd Gus Van Sant, Sea of Trees, með Matthew McConaughey, og hún var púuð hressilega niður. Voruð þið ekki stressaðir varðandi viðbrögð manna við Hrútum? GRÍMUR: Jú, maður hafði heyrt svona sögur. Þetta var líka í fyrsta skiptið sem við sýndum myndina fyrir fullum sal. Þetta var heimsfrumsýning. Þannig að þetta var stressandi. En venjan er sú að menn klappa eftir að credit listinn er búinn, og þetta vissi ég ekki. Þannig að það var klappað pínulítið eftir að myndin kláraðist. Og svo bara hætti klappið. Þannig að maður hugsaði: “já, okay, þetta er bara búið” (hlær). En svo
Viðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Ljósmyndir: Allan Sigurðsson
GRÍMUR: Já, mig langaði að gera sveitamynd. Ég á rætur að rekja úr sveit; foreldrar mínir eru úr Flóanum. Ég var í sveit þegar ég var krakki. Hvatinn að myndinni var sá að mig langaði að gera trúverðuga sveitamynd. Það hafði kannski ekki verið gerð þannig mynd í langan tíma. Mér fannst ég geta gert þannig mynd út af mínum bakgrunni. Svo kokkaði ég upp þetta handrit í framhaldinu. Ég var að vinna með tvær hugmyndir, annars vegar bræður sem talast ekki við, sem er mjög algengt út um allt land og er lýsandi fyrir íslensku þjóðina; og hins vegar svona faraldur, einhver sjúkdómur sem gerir það að verkum að allt hrynur, að það þurfi að skera niður kindurnar. Og tenging bóndans við kindina. Þessum tveimur hugmyndum er svolítið fléttað saman. RAGNAR TÓMAS: Já, þú nefndi það að þú hafir verið innblásinn af Halldóri Laxness, Sjálfstætt Fólk. GRÍMUR: Það er búið að skrifa svo mikið um myndina að maður er orðinn hálf ruglaður í hausnum. Fólk er byrjað að tengja þetta við Biblíuna og alls konar hluti. Maður veit varla lengur hvar maður stendur sjálfur (hlær). Ég var ekki að hugsa um Biblíuna. En auðvitað er ákveðin Bjartur í Sumarhúsum í þessum bræðrum. En ég las ekki Sjálfstætt Fólk áður, gagngert til þess að skrifa myndina. En auðvitað hef ég lesið Sjálfstætt Fólk oftar en einu sinni. Og að mínu mati er þetta besta bókin, ásamt Njálu. RAGNAR TÓMAS: Siggi, Íslenskar kvikmyndir eru
oft þannig að díalógurinn skiptir rosa miklu máli, og persónusköpun hverfist mikið í kringum samtöl. En í Hrútum þá er rosa mikið af svipbrigðum og þú leikur þetta mikið með andlitinu. Sjarmurinn á bakvið Gumma leynist í augunum. Var ekki erfitt að tækla þetta verkefni? Var þetta ekki mikil undirbúningsvinna? SIGGI: Nei, fyrir það fyrsta þá var þetta alls ekkert erfitt, þegar ég horfi til baka. Það helgast fyrst og fremst af því að handritið var svo gott þegar ég fékk það í hendurnar. Leikstjórinn var einnig með svo tæra sýn hvað hann vildi fá út úr þessu handriti. Og þar með voru allir á sömu leið í vinnunni. Og svo spillti það heldur ekki fyrir, að það kom í ljós þegar við byrjuðum að vinna saman, ég og Grímur, að við erum svolítið líkir inn við beinið. Við deilum svipuðum áhugamálum og lífssýn að mörgu leyti. Fyrir mína parta, þá létti það þessa göngu rosalega; við gengum svolítið í takt. RAGNAR TÓMAS: Var karakterinn þá fullmótaður í handritinu eða var það eitthvað sem þú lagðir til máls, eða einhverjar hugmyndir sem þú komst með sjálfur, Siggi? SIGGI: Eflaust eitthvað, en það var talsvert um æfingar áður, sem er alveg lífsnauðsynlegt. Sem betur fer var það nú gert, sem er þó ekki alltaf raunin við tökur á íslenskum myndum. En sem betur fer var lagt upp með að æfa vel. Þannig að maður kom svolítið heitur á tökustað. Svo var rétt og gott andrúmsloft innan um allt fólkið og öll dýrin. Þetta var ferlega skemmtilegt. Erfitt og ekki erfitt. RAGNAR TÓMAS: Hver var erfiðasta senan? SIGGI: Það er oft flókið að vinna með dýrum, en við vorum með sveitamenn sem þekktu dýrin og voru hjálpsamir. Annars hefði þetta ekki verið hægt. En í minningunni var þetta bara ljúft. Ég var ekkert mikið í vinnunni einhvern veginn, í huganum. Ég var bara upp í Bárðardal að búa til sögu. RAGNAR TÓMAS: Var þetta langt tökuferli? GRÍMUR: Já, þetta var tekið upp í þremur hlutum. Upphaflega var planið að taka myndina upp í tveimur hlutum, yfir sumar og vetur. Við lentum svo í því að fresta nokkrum dögum út af snjóleysi. Við lentum í snjóleysi í nóvember. Þannig að myndin er tekin upp í janúar líka. Lokasenan er tekin upp í janúar. Þannig að þetta var langt tímabil, en það er ákveðinn kostur að geta skipt þessu svona niður. Þá getur maður hvílt sig á milli og breytt handriti og undirbúið sig betur. Það var mjög gott. Í sambandi við Sigga og Tedda, þá byrjuðum við að hittast og spjalla og kynnast, örugglega ári áður en við fórum í tökur. Okkur gafst góður tími til þess að melta þetta og kynnast betur. RAGNAR TÓMAS: Og hvað er næst á dagskrá fyrir Hrúta? Kvikmyndahátíðir? GRÍMUR: Já, næsta hátíð er Karlovy Vary í Tékklandi, sem er talin vera ein af stærri hátíðum í heiminum. Svo eru einhverjar hátíðir í haust sem við megum víst ekki tala um. En það er verið að slást um að sýna Hrúta og sem er á leiðinni á margar hátíðir. Oft eru myndir að komast inn á eina svona “A Festival”, en hún er sennilega á leiðinni á þrjár. Þannig að það gengur rosalega vel. Í þessum hátíðargeira núna, þá er þetta ein af heitustu myndunum sem er í dreifingu.
RAGNAR TÓMAS: Já, hún hefur fengið þrusu dóma. GRÍMUR: Svo erum við að lenda í því að það eru einhver lönd þar sem það eru tvær stórar hátíðir, svipað eins og á Íslandi, og það er verið að rífast um myndina. Þannig að það er bara lúxusvandamál. RAGNAR TÓMAS: Já, mikið af lúxusvandamálum í gangi. GRÍMUR: Svo hefur hún verið að seljast rosa vel og núna síðast seldist hún til Kína, sem er víst mjög lokaður markaður. Það verður gaman að sjá hvernig kínverjar taka í þetta (hlær).
SIGGI: En það er eitt sem maður þarf að gera þegar maður er búinn að ljúka einhverju, eins og þessari mynd sem er að baki, að maður þarf aðeins að rýna í það hvað er það sem veldur því að hún verður svona vinsæl hérna heima og erlendis. Bara til þess að læra. Ef t.d. að við færum í það að segja einhverja aðra sögu á morgun, þá þarf maður aðeins að skoða hvað er það sem virkar. Ég er svolítið í þeim þankagangi núna. Mér finnst þetta mjög athyglisvert. Ekki það að maður vilji segja sömu söguna aftur, en bara hvað er það?
10
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
GRÍMUR: Tilfinningin er sú að þetta hafi gengið upp: varðandi leik og allt það, en það er ekki alltaf sem það er. SIGGI: En mig langar til þess að leggja áherslu á það, af því að ég hef töluverða reynslu í þessum bransa, að það byrjar allt og endar með góðu handriti og það var lykillinn að þessu öllu saman: Fyrir mína parta. Leikstjórinn er með afar tæra sýn. Þegar maður fær svona alvöru kjöt í hendurnar, þá þarf maður að vera býsna laginn við að klúðra því.
komi út? GRÍMUR: Ég hugsa að hún komi ekki út alveg strax. Kannski eftir ár. RAGNAR TÓMAS: Svo var einhver að tala um sveitalesbíu mynd. Var það eitthvað?
RAGNAR TÓMAS: Stefnið þið að frekara samstarfi í framtíðinni?
GRÍMUR: Já, ég er að vinna í því. Það er samt ekki alveg komið á hreint. En ég gerði mynd, Bræðrabylta, sem fjallaði um samkynhneigða glímumenn, og ég þekki til einhverra dæma um lesbíur í sveit (við hlæjum). Það er svona eitthvað sem er í mótun. Ég missti þetta út úr mér í einhverju viðtali.
SIGGI: Ef ég mætti ráða, þá væri ég til í það. Grímur er með símanúmerið mitt (þeir hlæja).
SIGGI: Þú verður að standa við þetta (við hlæjum enn meira).
GRÍMUR: Já, það væri gaman að vinna með honum og Tedda (Theodór Júlíusson). Já, já, þetta var góður hópur. En nú er mikið verið að þrýsta á mann að gera einhverja svona kvennamynd.
RAGNAR TÓMAS: Ég las einhversstaðar, Grímur, að við tökur á myndinni þá svafstu ekki í fimm daga. Er eitthvað til í því?
RAGNAR TÓMAS: Já, er það? GRÍMUR: Já, en bara í gríni. En framtíðin er í lausu lofti hjá mér núna. RAGNAR TÓMAS: Já, ég sá að þú ert að vinna í heimildarmynd um sósíalisma í Neskaupsstað. GRÍMUR: Jú, akkúrat. Það er mynd sem ég hef verið að vinna í síðustu tvö árin meðfram Hrútum. Ég þarf að finna einhvern tíma til þess að klára hana. RAGNAR TÓMAS: Hvenær reiknar þú með að hún
GRÍMUR: Já, það var nú fyrstu vikuna í tökunum. Ég átti í einhverjum vandræðum með svefn. Ætli að það hafi ekki verið það að ég var búinn að bíða lengi eftir tökunum, og var búinn að vinna í mörg ár að þessari mynd, svo var bara allt í einu komið að því og það er ákveðin pressa á leikstjóranum. Maður ber ábyrgð á þessu öllu saman. Það tók svolítinn tíma að festa svefn. En ég held að mér hafi tekist að fela þetta ágætlega. SIGGI: Já, ég var aldrei var við þetta svefnleysi leikstjóra sko (við hlæjum). Hann kom ekki með það á settið. Ég tek það fram að ég svaf alltaf mjög vel. Ég hélt mér svolítið gangandi á íslensku neftóbaki.
RAGNAR TÓMAS: Það er allavega ekki að sjá á útkomunni að það hafi verið svefnleysi í gangi. GRÍMUR: Nei, og þrátt fyrir það leið mér alltaf rosa vel að koma á settið. Við vorum alltaf að ná einhverju góðu inn. RAGNAR TÓMAS: Að lokum, Siggi, hvað er á dagskrá hjá þér? SIGGI: Það er svo sem ýmislegt í pípunum sem betur fer. Ég verð með annan fótinn í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. En það sem er svona helst á dagskrá er að taka smá sumarleyfi. Eftir allt þetta ævintýri. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár hjá mér og skemmtilegt, mikið verið að gerast á mörgum vígstöðum einhvern veginn. Nú er kominn tími til þess að raka sig og slaka á. GRÍMUR: Sama hér. Ég hef loksins haft tíma til þess að slaka á og er einmitt að lesa bækur og pæla í hvað maður ætlar að gera og svona. Það verður rólegt í sumar með hátíðarnar. En svo í vetur verður ... RAGNAR TÓMAS: Meiri keyrsla? GRÍMUR: Já. Ég þarf að búa þarna á alþjóðlegum flugvelli. SIGGI: Já, við ætlum að sameinast í því að lesa góðar bækur og góðar sögur og kannski fáum við einhverja brilliant hugmynd og verðum í sambandi. RAGNAR TÓMAS: Takk kærlega fyrir spjallið.
Kominn til Nova! Myndarlegur, skarpur og bjartsýnn
Ókeypis heimsending! nova.is
1.000 kr. notkun eða 500 MB á mán. í 12 mán. fylgir.
LG G4 32GB
119.990 kr. stgr. 7.190 kr. /18 mán.
Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Nánari upplýsingar á Nova.is.
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
12
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
BLACKWATER MOJO Á GAUKNUM
VERMONT YOUTH ORCHESTRA
Blackwater Mojo er blús-rokk dúó frá Bandaríkjunum. Hljómsveitin er vel þekkt fyrir orkumikla sviðsframkomu. Erin Young er aðalsöngkona bandsins en Seth Young er hljómsveitarmeðlimur númer tvö.
Vermont Youth Orchestra er skólasinfóníuhljómsveit frá Vermontfylki í Bandaríkjunum. Sveitin verður í heimsókn á Íslandi dagana 24. – 30. júní næstkomandi. Hljómsveitin mun halda þrjá tónleika á meðan á dvölinni stendur. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Jeffrey Domoto. Aðgangur er ókeypis en tónleikagestum er boðið að styrkja hljómsveitina með frjálsu framlagi.
Hvar: Gaukurinn, Tryggvagata 22 Hvenær: 29. júní kl. 22:00 Nánar: gaukurinn.is
Hvar: Hljómahöll, Hjallavegur 2 Hvenær: 29. júní kl. 20:00 Miðaverð: Frítt (frjáls framlög)
MIÐSUMARSTÓNLEIKAR Vinirnir og söngvaskáldin Svavar Knútur og Kristjana Stefáns koma aftur saman á sínum árlegu miðsumars tónleikum í sjóminjasafninu Víkinni nú á sunnudaginn. Kristjana og Svavar Knútur hafa undanfarin ár vakið verðskuldaða athygli fyrir stórskemmtileg dúettakvöld. Þar ríkir bæði gleði og angurværð ásamt örlitlum fíflagangi og bera þau vinirnir á borð fjölbreytta dagskrá dúetta, sem rúmar allt frá Abba til Dolly Parton með viðkomu hjá Nick Cave og Páli Ísólfssyni, auk frumsaminna laga og hinna ýmsu gleði- og tregabomba. Eins og áður þá verður þetta tónleika tvenna og verða þeir fyrri kl. 16.00 og þeir seinni kl. 20.00. Hvar: Víkin, Sjónminjasafnið Hvenær: 28. júní kl. 16:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: tix.is
BLOOD BURST
Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning
www.cafeparis.is
Nýtt tónlistarmyndband frá Mammút komið út! Nýtt myndband með Mammút er komið í umferð en myndbandið er fætt úr brunni ALGERA studio sem framleiddi það. Myndbandið túlkar innihald textans á myndrænan hátt og í því er reynt að fanga tilfinninguna sem lagið geymir. Það fjallar um hið dýrslega eðli mannsins. Það sem við felum, það sem er hulið og í því er sett upp sjónarspil sem er samblanda af ljóðrænu, skynvillum og andstæðum. Myndbandið var tekið upp í verksmiðjuhverfi í Reykjavík, það spannar einhvernskonar leyniveröld sem hópur fólks deilir í sameiningu. Um myndbandið segir Sunneva ása að hana hafi langað til að setja upp aðstæður/hluti sem eiga sér ekki endilega stoðir í raunveruleikanum. Vinna með skynvillur. t.d. hafa plastsundlaug upp á þaki, þakin klaka og snjó. Hljómsveitin baðar sig þar og hagar sér eins og á sólarströnd, vatnið verður að blóði en þau baða sig upp úr mörgrum lítrum af alvöru blóði. Gróftleiki (gróteskja) blandaður saman við fegurð (sublime). Andhverfur og andstæður. Sírópið er myndlíking fyrir hið dýrslega, það sem kviknar upp inn í okkur, en enginn sér og veit. Sunnaeva segir að lokum að henni finnist eitthvað svo dásamlega fallegt við þetta video. Þar sem veruleikinn fær að vera afstæður, bæði leikandi, fagur og litríkur, ásamt því að vera villandi, ógeðslegur og skrýtinn. Framleitt af Algera Studio Hvar: https://www.youtube.com/watch?v=ODHk2Wtl86s Hvenær: Júní 2015
NÝTT
V E R K E F N I.
NÝ
Ö R L O G.
HEIMSFRUMSÝND 1. JÚLÍ FRUMSÝND Í 3D & 2D Í KVIKMYNDAHÚSUM
KRINGLAN
KEFLAVÍK
AKUREYRI
ÁLFABAKKI
14
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR ENDURFÆÐING
Breski listamaðurinn Nikhil Nathan Kirsh opnar sýninguna Endurfæðingu í Gallerí Fold. Um sýninguna segir Nikhil: „Myndaröðina á sýningunni kalla ég Endurfæðingu því fyrsta málverkið varð til við fæðingu trúðar. Trúðurinn er í sinni listsköpun ávallt í sköpunarferli sem drifið er áfram af hans eigin ófullkomleika og frelsi hans til að bregða á leik með áhorfendum. Mín eigin reynsla af því að vera trúður hefur hjálpað mér að fjarlægja mig frá hinum ýmsu sjálfsmyndum sem ég hef ýmist
sjálfur speglað mig í eða fundið mig í. Í stað þeirra hef ég reynt að fylgja mýkri rödd hjartans. Endurfæðingin er ný reynsla af sannleika í mótun, boð um meiri nánd við áhorfendur mína og virðingu fyrir bakgrunni þeirra.“ Nikhil Nathan Kirsh er fæddur árið 1979 í London. Hann stundaði nám við University of Hertfordshire 1997 – 1998 og lauk BA Honours prófi í ljósmyndun frá Manchester Met. University 2003. Árið 2007 fékk hann kennsluréttindi með áherslu á listkennslu frá Brighton University og lauk MA prófi frá sama skóla 2009. Hvar: Gallerí Fold Hvenær: 4. júlí kl 14:00
BENELUX VERKSTÆÐIÐ
ÚT Á SPÁSSÍUNA TEXTAR, SKISSUR, OG PÁR Í LIST KJARVALS ,,Ég sé mig skrifa, og ég heyri í pennanum á pappírnum.” Þessi orð Kjarvals gætu verið yfirskrift sýningarinnar, því þau beina sjónum að efninu, aðferðinni og ímyndunaraflinu. Við sjáum Kjarval að störfum með penna eða pensil á lofti; hann teiknar, skrifar, rissar með bleki, blýanti, eða tússi. Á alls konar pappír dregur hann línu ýmist fína, grófa, hljóða, eða ágenga. Titillinn Út á spássíuna er tilvísun í hliðarveröld við megintexta sem birtist oft í fornum handritum eins og Umberto Eco lýsti á svo myndrænan hátt í bókinni Nafn rósarinnar: “Þetta var saltari, og á spássíu hans var dregin upp veröld þveröfug við þá sem skynfæri okkar hafa vanizt.”1 Þannig birtist hliðarveröld Kjarvals í sendibréfum, í minnisbókum, á umslögum og alls kyns pappírssnifsum, eins og heimur á hvolfi bundinn undursamlegum skírskotunum fólgnum í ráðgátum. Teikningar, skissur, krot og pár, stök orð, og setningar, uppköst að bréfum og orðsendingar til vina og kunningja. Það krefst talsverðrar þolinmæði að lesa þessi gögn, þrátt fyrir að þau hafi verið flokkuð og skönnuð og í fyrsta sinn aðgengileg á stafrænan hátt. Þau fjalla um hitt og þetta og stundum eiginlega ekki neitt, þau hafa varðveist því þau tengjast lífi Kjarvals og eru einskonar baksvið og reimleikar í ævi listamannsins. Ótrúlega margt hefur samt varðveist og á sýningunni verður grafið niður í þennan einkaheim Kjarvals og
dreginn fram fjöldi teikninga og ýmis skrif þar sem hann samþættir texta og teikningu. Mörg verkanna eru nánast sjálfsprottin og óreiðukennd, þau spegla óstöðvandi sköpunarþrá Kjarvals og kvikan huga hans. Sum þeirra draga fram persónulegri og dekkri hlið en þá sem flestir þekkja en hér má einnig finna efni, svo sem uppköst að bréfum sem gefa vísbendingu um fjölbreytt og fallegt samband hans við fólkið í landinu og umslög sem verða efni í ný verk. Hér sést glitta í margar hliðar Kjarvals: Rithöfundinn, skáldið, nýyrðasmiðinn, vininn, samferðamanninn en umfram allt listamanninn sem alltaf kemur á óvart. Sýningarstjórar: Æsa Sigurjónsdóttir og Kristín Guðnadóttir. Dagskrá: Alla föstudaga í sumar kl. 13, leiðsagnir á ensku. Laugardag 27. júní kl. 13-16, skapandi ritsmiðja fyrir börn í tengslum við sýninguna. Leiðbeinandi er Markús Már Efraím. Laugardagur 22. ágúst – Menningarnótt Fjölbreytt dagskrá í tengslum við sýningarnar á Kjarvalsstöðum.
Hvar: Kjarvalsstaðir Hvenær: 19. júní - 29. nóv. 2015
HELGI THORSSON Þann 27. júní kl.17:00 mun Helgi Thorsson opna einkasýningu sína Benelux Verkstæðið eða Benelux Werkstatte í Kling & Bang. Sýningin samanstendur af prentum, málverkum og skúlptúrum þar sem gömul klassík eru séð í nýju ljósi og ný verk í gömlu. Stórar spurningar eru vaktar og þeim er svarað nákvæmlega í samhengi við spurninguna, nýjar upplýsingar eru færðar úr myrkrinu í ljósið og það gamla sýnir okkur nýjar hliðar á sama viðfangsefni, í fylgni við félagslega ábyrgð okkar tíma, möguleikann á framandi kapphlaupi og margt fleira, hið
mikla Ímyndunarafl sem þú vilt trúa á og er sannleikurinn. Ekki búast við neinu og uppskerðu mikilfenglega. Komdu með veskið þitt ef þú vilt gera kostakaup, þetta er síðasta tækifærið til að eignast frumverk eftir Helga Thorsson á góðu verði. Meistarinn er að yfirgefa landið á vit nýrra ævintýra, sagði hann í skeyti sem hann sendi frá skrifstofu sinni. Góð skemmtun og frítt alkóhól. Hvar: Kling & Bang, Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík Hvenær: 27.júní kl.17.00 Sýningin stendur til : 26. júlí 2015
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS Listasafn Íslands býður gestum að upplifa verk Pablos Picasso, þekktasta listamanns 20. aldarinnar, um leið og veitt er innsýn í list meistarans spænska, sögu verksins og sýningarsögu þess. Jacqueline Roque Picasso, ekkja listamannsins, gaf íslensku þjóðinni höggmyndina af sjálfri sér og varð verkið hluti af safneign Listasafns Íslands árið 1986. Síðan hefur höggmyndin oftar verið sýnd
erlendis en hér heima enda talin með sérstæðustu portrettum listamannsins. Hún er því afar eftirsótt í hinum alþjóðlega listheimi. Sýningin í Listasafni Íslands á Jacqueline með gulan borða er fyrirhuguð til langs tíma. Hvar: Listasafn Íslands Hvenær: 3.júlí 2015 - 4. janúar 2016
ENGINN STAÐUR – ÍSLENSKT LANDSLAG LISTAMANNASPJALL / INGVAR HÖGNI RAGNARSSON & STUART RICHARDSSON Sunnudaginn 28. júní kl. 15 munu Ingvar Högni Ragnarsson og Stuart Richardson ræða við safngesti um verk sín á sýningunni Enginn Staður – íslenskt landslag sem nú stendur yfir í aðalsal Hafnarborgar.
Winston Regal
18.990.-
Á sýningunni eru verk átta ljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Ásamt Ingvari og Stuart eiga Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson verk á sýningunni. Verkin eru öll unnin á árunum 2008 – 2015. Sýningarstjórar eru Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir. Hvar: Hafnarborg Hvenær: 28. júní kl. 15
KOMDU Á DEIT MEÐ JOE Óviðjafnanlegir djúsar, einstakir hristingar, ljúffengar samlokur og kaffi sem rífur þig í gang. Kíktu á JOE & THE JUICE.
joeandthejuice.is
#joeandthejuiceis
LEIFSSTÖÐ | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM
16
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.
FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.
TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.
9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.
HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.
16GB | WIFI
79.995
REYKJAVÍK
AKUREYRI
16GB | 4G
99.995 HÚSAVÍK
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
SELFOSS
AKRANES
www.tl.is
18
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN UPPISTAND Á SKÚLA
Grínistarnir Hugleikur Dagsson og Andri Ívars mæta á Skúlann í þriðja sinn með uppistandið sitt. Þessum uppákomum hefur verið gríðarlega vel tekið og hefur verið troðfullt út úr dyrum í fyrri tvö skiptin. Mælst er til þess að mæta snemma svo hægt sé að fá borð. Hvar: Skúli -Craft Bar, Aðalstræti 9 Hvenær: 24. júní kl. 21:00 Miðaverð: Frítt
PÍNKUPONS: AÐ TALA FYRIR FRAMAN HÓP AF FÓLKI Á sumrin vilja flestir sleikja sólina ef hún lætur sjá sig, taka því rólega og hvíla sig á amstri vetrarins. Það er þó ekki úr vegi að læra pínkupons, svona endrum og eins, til að halda sér í formi! Hitt Húsið stendur fyrir örnámskeiðum fyrir ungt fólk á fimmtudögum í sumar. Hreiðar Már Árnason og Inga Auðbjörg verða með örnámskeið um framkomu og ræðumennsku. Þau segja frá helstu brögðunum, í bransanum, sem þarf til að tala fyrir framan hóp af fólki.
Námskeiðið er ætlað ungmennum á aldrinum 16-20 ára og er ókeypis. Skráning fer fram í síma 411-5500 eða á hitthusid.is/ pinkupons.
Hvar: Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5 Hvenær: 25. júní kl. 13:00 Miðaverð: Frítt
TRILOGY CHALLENGE
Á KLAMBRATÚNI
SVEITA-SAMFLOT
Í GÖMLU LAUGINNI Á FLÚÐUM Systrasamlagið og Float efna til fyrsta SVEITA-SAMFLOTS sumarsins sem haldið verður í Gömlu lauginni á Flúðum næsta laugardagskvöld. Allir bræður og systur velkomnar að fljóta með til móts við bjarta sumarnóttina. Verð á viðburð, með leigu á flothettu og fótafloti, er 6.500 kr. en 5.000 kr. fyrir flothettu eigendur. Innifalinn er aðgangur að laug, (flothetta og fótaflot), upphitun, næringarríkur matarbiti og samþætting vinstra og hægra heilahvels.
Gamla laugin á Flúðum er einstök gersemi en vatnið í henni er 38°til 40 °. Lifandi hverasvæðið umhverfis laugina gefur henni töfrandi blæ. Gamla laugin er líklega notalegasta flotlaug landsins. Hvar: Hvammsvegur, Flúðir Hvenær: 27. júní kl. 22-24 Miðaverð: 5.000 / 6.500 kr Nánar: Skráning og “aðgöngumiðar til 26.júni í síma 511-6367 eða að senda skilaboð á www. facebook.com/systrasamlagid
Skemmtilegt mót fyrir alla þar sem þú færð alla þá diska sem þú þarft til að spila frisbígolf (driver, midrange og pútter) en notast er við þá diska á mótinu. Spilað verður á breyttu “layout-i” sem verður kynnt þegar nær dregur. Allir velkomnir að fylgjast með! Hvar: Klambratún Hvenær: 27. júní kl. 13:00 Miðaverð: Skráningargjald 6.500 kr. Nánar: fuzz.is/tc2015
ÞJÓÐIN SEM VALDI VIGDÍSI SIRKUS ÍSLANDS
& JEANEEN LUND
Opnun á ljósmyndasýningu Jeaneen Lund af sýningum Sirkus Íslands síðasta sumar verður haldin núna á miðvikudaginn. Jeaneen fylgdi eftir störfum Sirkussins í fimm vikur síðasta sumar og náði að skrásetja á filmur ferðalag hópsins um Ísland. Hér er um að ræða virkilega spennandi verkefni þar sem ljósi er varpað á þessa 26 hæfileikaríku listamenn sem eru í hópnum. Á opnuninni verða þessir listamenn með gjörninga og framkomur í sirkuslegum búningi í tilefni opnunarinnar. Sýningin sjálf verður til 15. júlí.
Laugavegi 20a 101 RVK 552-2300 www.lebowskibar.is
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 24. júní kl. 21:00 Miðaverð: Frítt Nánar: www.mengi.net
Þann 28. júní nk. verður því fagnað í miðbæ Reykjavíkur að liðin eru 35 ár síðan þjóðin valdi Vigdísi Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur annast skipulag hátíðarhaldanna í samstarfi við Alþingi, Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, skógræktarog landgræðslufélög ásamt fjölda annarra stofnana og félagasamtaka. Fjölbreytt dagskrá verður flutt af stóru sviði við rætur Arnarhóls og hefst hún kl. 19:30 og stendur til rúmlega 21:00. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls og verður hún send út í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Listrænn
stjórnandi dagskrárinnar er Kolbrún Halldórsdóttir og stjórnandi útsendingarinnar verður Egill Eðvarðsson. Hátíðarræða verður flutt af rithöfundunum Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Jóni Kalman Stefánssyni. Dagskráin er skipulögð með það í huga að hún sé áhugaverð og upplýsandi fyrir þann hluta þjóðarinnar sem ekki var fæddur árið 1980 þegar Vigdís var kjörin forseti. Það hefur verið haft í huga við val dagskráratriða og er því tilvalið að stórfjölskyldan komi saman til hátíðarinnar. Ljúf samverustund, lautarferð á Arnarhól að kvöldi sunnudagsins 28. júní, fyrir alla fjölskylduna. Hvar: Arnarhóll og RÚV Hvenær: 28. júní kl. 19:30 Miðaverð: Frítt Nánar: ruv.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
SPEEDLINK SKETCH
SAMSUNG 290W SOUNDBAR H450
SNERTISKJÁ PENNI
SAHW-H450/XE Skýr og tær hljómur með góðum bassa. 2.1 SoundBar m. Bassaboxi 290W heildarkraftur Þráðlaus tenging við bassabox TV SoundConnect þráðlaus tenging við F og H týpur af Samsung sjónvörpum. Anynet+(HDMI-CEC) Stuðningur HDMI ARC stuðningur 1x HDMIout, 1x USB, 1x Analog, 1x Optical Bluetooth stuðningur
DAYTON Audio IO655W 6-1/2” Talinn vera besti úti hátalari sem er á markaðnum. The Wirecutter tók saman flotta grein um hversu öflugur hann væri. Vel hannaður úr abs plasti og áli. 6-1/2” bassi með „surroundi.
BRONS SL-7000-BZ Flottur snertiskjápenni sem virkar á allar spjaldtölvur og snjallsíma með capacitive snertiskjátækni. Penninn er 12cm á leng og úr áli.
Meira á Wirecutter.com
Ormsson
NIKE HUARACHE
Einir þægilegustu Nike sem við höfum prufað. Fást í mörgum mismunandi litum. Hvítir, svartir, gráir, rauðir, mislit, háir, láir ofl. Nike áhugamenn hafa beðið spenntir eftir Huarache en Nike hefur verið að kynda vel í fólkinu áður en skórnir komu á markaðinn. Við spáum því að þessi týpa frá Nike nái jafnmiklum gæðum og vinsældum eins og Air Max. Fást í Húrra Reykjavík
KÖRFUSTÓLL
Positive Vibrations heyrnatól
Smile Jamaica heyrnartól
50mm hátalarar með þéttum bassa. Innbyggður hljóðnemi fyrir símtöl og fjarstýring
Settu smá lit í lífið. Tær og flottur hljómur.
12.950 kr.
3.950 kr.
Fallegur hangangi körfustóll, einnig fáanlegur í svörtu. Keðja til að festa stóllinn fylgir með. Stærð: 108x108x83cm Efni: bast, nude
HARÐSNÚINN •
blandari •
Nýr öflugur 1000 vatta blandari frá Dualit sem hentar vel fyrir heimili sem og smærri fyrirtæki. Ný tækni, svokölluð VortecS tryggir að ekkert botnfall myndast og árangurinn verður silkimjúkir drykkir og súpur.
•
2ja lítra harðplastkanna - sterk og höggþolin
•
Auðvelt að losa könnu - létt og þægileg
•
Má fara í uppþvottavél
FASTUS_F_30.06.15
Dualit blandarinn er með sérstaka ísmulningsstillingu sem mylur jafnt ísmola sem og frosna ávexti á 10 sekúndum.
Verð kr. 41.722,- m.vsk.
Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
22
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÍSKA SINDRI JENSSON
HILDUR RAGNARSDÓTTIR
HÚRRA REYKJAVÍK
EINVERA
HVÍTT Það er gaman að fylgjast með stefnum og tískubylgjum stækka frá einni árstíð til annarrar. Ein af þessum stefnum sem hafa stigmagnast er hvíti liturinn. Án þess að etja kynunum saman þá er það einfaldlega þannig og hefur verið að kvenfólk er fljótara að taka upp nýjar stefnur. Hvíti liturinn hefur verið mjög áberandi hjá kvenþjóðinni hvort sem það eru buxur, skyrtur, strigaskór, leðurjakkar eða kápur. Nú hefur þessi smáa-stefna laumað sér yfir til strákanna og eru virt vörumerki farin að senda frá sér hvítar og ljósar flíkur í auknum mæli. Þegar maður fjallar um tísku á Íslandi verður þó óneitanlega að taka veðurfarið með í reikninginn sem
TÓBAKSKLÚTAR
er ekki alltaf hentugt fyrir hvítan fatnað, því miður. En það er ekki hægt að láta veðrið á fallega landinu okkar stjórna öllu og verslanir hér heima hafa verið að bjóða hvítan fatnað í meira mæli og þá er ég ekki bara að tala um skyrtur og boli heldur einnig buxur og yfirhafnir. En þegar karlmaður ákveður að klæðast hvítum buxum verður hann að vera fullur sjálfstrausts og ekki of meðvitaður um sjálfan sig. Maður getur ekki leyft fötunum að klæðast sér heldur er það öfugt, maðurinn sem klæðist fötunum gerir þau að því sem þau eru. Maður á aldrei að klæðast neinu sem manni líður ekki vel í, svo einfalt er það.
Ég er að verða sérstaklega skotin í tóbaksklútum aftur. Þeir eru hættir að vera aðeins einkenni rockabilly tískunnar. Það er hægt að nota þá á marga vegu, ekki bara um hálsinn. Þá má t.d. nota í hárið, í staðinn fyrir armband eða sem fylgihlut á tösku. Gott er að vera með einn í töskunni ef eitthvað óvænt kemur uppá og dressið vantar “instant boost”! Tala nú ekki um ef það verður skyndilega kalt. Tóbaksklútur er klárlega efst á mínum óskalista.
Ný sending af blómapottum frá Skjalm P
Design By Us spegill 49.900.-
Skjalm P kopar lampi 23.900.-
Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is
Pyro Pet kerti 4.900.-
Design By Us ljós, margir litir 39.900.-
HAIR TO DARE HENTU ÖLLUM REGLUM OG BREYTTU UM LÚKK Á HVERJUM DEGI! MÓTUN ÁN TAKMARKANA. FUDGE URBAN.
FÁANLEGT Í VERSLUNUM HAGKAUPA OG LYF OG HEILSU @FUDGEURBAN | FUDGEURBAN.COM
24
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
F YRI R
54
Við hjá Ske erum gjörn á að sækja okkur eina eldheita pítsu í hádeginu og er fátt betra en ein slík frá Eldsmiðjunni. Flestir Íslendingar ættu nú að kannast við þessa eftirsóttu pítsu. Fyrsti staður Eldsmiðjunnar hefur staðið á Bragagötu í tæplega 30 ár. Þeir hjá Eldsmiðjunni eru þekktir fyrir að eldbaka pítsurnar sínar í alvöru eldofnum sem gerir pítsurnar enn bragðbetri. Okkar uppáhald af matseðli
þeirra verður að vera PEPPERONI SPECIAL sem er toppuð með pepperoni, jalapeno, rjómaosti, ananas, blönduðum ólífum, sveppum, hvítlauki og oregano. Einnig mælum við sterklega með salötunum en fullkomið er að panta sér eitt með pítsunni og toppa þannig máltíðina með fersku meðlæti. www.eldsmidjan.is
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
151835
Þú færð alltaf fimm pizzur á verði fjögurra í Iceland
ELDSMIÐJAN
KOL ÁVEXTIR HAFSINS. Við heimsóttum veitingastaðinn Kol sem er staðsettur á Skólavörðustíg 40. Hann hefur á skömmum tíma fest sig í sessi sem einn vinsælasti veitingastaður landsins. Þægilegt andrúmsloft og flottur staður. Ekki skemmir fyrir að þeir eru með frábæra kokteila. Við fengum okkur rétt að nafni Ávextir Hafsins, hann er samansettur af humri, risarækjum, ceviche, sashimi, bláskel, kúfskel,
hrognum, sítrónugrassmajó, grilluðu paprikumajó og Tabasco. Skemmtilegur réttur sem er tilvalinn fyrir tvo að deila. Maturinn var vægast sagt ógleymanlegur og þjónustan uppá tíu. Alveg hiklaust einn af okkar uppáhalds stöðum. www.kolrestaurant.is
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND ENGIHJALLA,VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
DIRTY BURGER & RIBS Við kíktum við í góða veðrinu á DB&R í Austurstræti. Okkur hafði borist sá orðrómur að þeir væru að byrja með kjúklingaborgara. Við erum nú þegar miklir aðdáendur af hamborgaranum. Kjúklingaborgarinn hitti vel í mark,
kjúklingurinn var virkilega bragðgóður, mjúkur og með alvöru kolabragði. Ef þú ert fyrir kjúklingaborgara þá ættirðu að prófa þennan. www.dbr.is
Happy H O U R 2 FYR I R 1
af vín i h ú s s in s og Víki n g á kr a n a
16:00 t il
18 :00
ALLA D AGA
v iku n n n ar
* G r e i ð a þ a r f f yr i r d r y kk in a á m i l l i k l . 1 6 o g 1 8 t i l a ð n ý t a t i l b o ð i ð . * G i l d i r e k k i m e ð ö ð r u m t i l b o ð u m e ð a a f s l á t t u m
26
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
SECRET SOLSTICE 19 - 21. JÚNÍ
Laugavegi 86-94 Reykjavík | Bæjarhraun 4 Hafnarfjörður
28
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
HEILSA / ÚTLIT
HUGLEIÐSLA - NÚVITUND Dragðu djúpt inn andann – þvílíkur galdur sem er í því fólginn – að draga inn andann. Lykilatriðið í hugleiðslu er einmitt þessi einfalda athöfn að draga djúpt inn andann og vera var við sinn eigin andardrátt.
inn og öndum út – við öndum inn og við öndum út.
Núvitund merkir að vera var við, þegar eitthvað gerist þegar það gerist, án þess að forgangsraða.
Álag og stress eiga minni aðgang að manni Neikvæð viðbrögð verða færri Tenging við eigin tilfinningar verður sterkari Manneskjan verður sáttari við sjálfan sig og þar með hæfari til að gefa af sér
Þegar við iðkum hugleiðslu komum við okkur þægilega fyrir og kyrrum hugann. Það er ekki hægt að tæma hugann eins og margir tala um heldur aðeins að kyrra hann með því að virða þær hugsanir sem koma fyrir sér þegar þær koma og fylgjast með andardrættinum . Við öndum
En hver er svo tilgangurinn með hugleiðslu ? Það er ótæmandi listi en það sem flestir geta verið sammála um er að hugleiðsla hefur áhrif á að :
Og svo við endum þetta á orðum Patch Adams - : all you need is food and a friend to be happy Ást og friður
Allt fyrir heilsuna og útiveruna!
Ökklasokkar
Hnésokkar
Í boði eru: Tátiljur, öklasokkar, venjulegir sokkar, hnésokkar, einnig víðir sokkar fyrir þá sem hafa breiða fætur. Sokkarnir eru til í svörtu og hvítu.
Gelhettur fyrir tær k tak
Venjulegir
Gelhlíf fyrir hæl Frábær margnota vörn gegn hælsæri. Mjúkur
X-vídd
Dr. Comfort sokkar henta öllum sem vilja láta sér líða vel þegar mikið reynir á fótleggina. Dr. comfort sokkarnir innihalda bambus og koltrefjar, eru endingagóðir og halda sér vel.
Heelen er stór íslensk vörulína sem býður uppá einfaldar lausnir við algengum fótavandamálum. Ekki þjást að óþörfu, taktu Heelen með í ferðalagið og njóttu dagsins.
Fæst í öllum helstu apótekum og stoðtækjaverslunum
Liðhlíf fyrir litlutá fótinn og hlífir gegn núningi frá skóf
TANNHVÍTTUNAR TANNKREM iWhite Instant tannhvíttunartannkrem gerir tennurnar hvítari og hentar vel til daglegra nota. Tannkremið gerir tennurnar hvítari ásamt því að verja þær gegn frekari blettamyndun. Virkni þess hefur verið vísindalega rannsökuð. SAMSETNING ÞESS BYGGIR Á ÞREMUR VIRKUM INNIHALDSEFNUM: • PAP brýtur niður bletti á tönnunum án þess að hafa áhrif á yfirborð tannanna. • Örkristallar fjarlægja yfirborðsbletti af tönnunum án þess að skaða glerunginn. • Pólýfosfat ver tennurnar gegn myndun nýrra bletta með því að hindra uppsöfnun tannsýklu. 1 iWhite Instant tannkrem er milt fyrir glerunginn. iWhite Instant tannkrem er fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára.
HRÁFÆÐI Þeir sem ekki hafa kynnt sér hráfæði hafa örugglega í fyrstu fengið á tilfinninguna að hráfæði sé hrár matur eins og gulrót eða gúrka. Vissulega er hvorutveggja borðað hrátt og er gómsætt og hollt en sennilega til lengdar auðvelt að fá nóg af. Hvað er hráfæði og hvers vegna ættum við að skella okkur út í þær breytingar að setja hráfæði inn í mataræðið. Til að byrja með er gott að átta sig á því að hráfæði er eldað en þó aldrei yfir 47¨C. Þannig haldast öll ensím í hráefninu sem eru okkur jarðarbúum mjög nauðsynleg því án þeirra verður meltingin líkamanum erfið sem útskýrir t.d. þekkja flestir mikla þreytu eftir ensímsnauðar máltíðir eins og þungar kjötmáltíðir.
Sem betur fer eru fleiri og fleiri farnir að lifa heilsusamlegri lífsháttum og hráfæði hefur að undanförnum verið að ryðja sér til braut inn í hversdagslífið okkar og er hætt að vera háfleygt fjarlægt hugtak heldur eitthvað sem folk er farið að lifa í reynd. Ef maður vill byrja að setja hráfæði inn í matarflóruna þá hefur mörgum reynst best að byrja á því að auka hráa grænmetið á disknum og minnka eldaða hlutann – betra að byrja smátt og halda hlutinn út en að ætla sér of mikið. Það sem auðveldar okkur lífið eru svo auðvitað hinir fjölmörgu heilsuveitingastaðir sem bjóða upp á hráfæði og hægt að hoppa inn á og fá sér hollustu hráfæðirétti nú eða grænmetisrétti. Þeir helstu í miðbæ Reykjavíkur sem bjóða upp á hráfæði eru Gló á Laugavegi, Engjateig og í Skeifunni – Garðurinn v/Klapparstíg – Krúska – Lifandi markaður og Happ í Borgartúni.
Alvöru kæling Ræðst á sársauka Virkar hratt Fyrir auma vöðva Fyrir liðamótaverki Fyrir tognanir og eymsli
Fæst í betri apótekum
30
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
MAD MAX: FURY ROAD
HRÚTAR
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI
JURASSIC WORLD
STILL ALICE
WILD TALES
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ ÁLFABAKKI | SAMBÍOIN EGILSHÖLL
BÍÓ PARADÍS
BÍÓ PARADÍS
8,6
8,2
7,5
89%
96%
8,2
70%
98%
8,8
ENTOURAGE
PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI
SPY
WHAT WE DO IN THE SHADOWS
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
PARADÍS
7,6
SMÁRABÍÓ
7,4
30%
6,4
23%
95% 7,6
7,3
ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI |
PAUL BLART: MALL COP 2
96%
68%
SAN ANDREAS ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ
BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
6,6
HOT PURSUIT
TOMORROWLAND
INSIDE OUT
ÁLFABAKKI SAMBÍÓIN, AKUREYRI
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ
8,9
KRINGLUBÍÓ
50% 4,8
7%
6,7
50%
98%
MARK
WAHLBERG
SETH
MACFARLANE
AMANDA
SEYFRIED
MORGAN
FREEMAN
THE THUNDER BUDDIES ARE BACK
F R U M S Ý N D 2 5 . JÚN Í FORSALA Á
,
OG
32
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs 100% náttúruleg bætiefni
! T T
MARINE
NÝ
CARALLUMA
PHYTOPLANKTON
FIMBRIATA
auk Spirulina og Chlorella
• Ein hreinasta næring sem fyrirfinnst á jörðinni • Framleiðir meira en 50% af súrefni jarðar • Grunn uppspretta af Omega 3 (EPA og DHA) • Margfaldar orku líkamans • Jafnar pH gildi líkamans • DNA eldsneyti
• Fitubrennsla og þyngdartap • Breyting á fitufrumum í vöðvafrumur • Hungur og þorsti • Orka og úthald
Gimsteinn hafsins
Eyðimerkur brennsla
“Ein næringaríkasta ofurfæða á jörðinni samkvæmt David Wolfe heilsusérfræðingi”
Notað af veiðimönnum í eyðimörkinni fyrir meiri orku og til að seðja hungur.
Veikindabaninn
Hamingjuberin
Fegurðarberin
Græn brennsla
Hindberja brennsla
Heilbrigður svefn
Citrus brennsla
Gullkryddið
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Býður betra val
Alltaf 100% náttúrulegt
www.balsam.is