ÞITT EINTAK HVAÐ ER AÐ SKE VIKUNA 17.6-23.6
#16
SKE.IS
„ÍSLENDINGAR MEGA BÚAST VIÐ MIKLU STUÐI Á SECRET SOLSTICE. ÞESSU KLASSÍSKA WU-TANG STUÐI.“
GZA (WU-TANG CLAN)
2
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
BREIÐHOLT FESTIVAL 13. JÚNÍ
Ég varði liðinni helgi á dálítilli tónlistarhátíð í Árósum í Danmörku, Northside heitir hún. Hún var stórfín. Veðrið var upp og ofan, eins og við þekkjum héðan af skerinu, og tónlistaratriðin líka. Skemmtilegastur var kirkjurækinn piltur frá Alabama sem var í semelíuskreyttum kúrekastígvélum og söng eins og Aretha Franklin (nýstigin upp úr flensu skulum við segja og forðast helgispjöll). Litlu síðri var FKA Twigs, sem væntanleg er á Secret Solstice um komandi helgi. Ég leyfi mér að segja að þeir sem ekki verða impóneraðir af því að fylgjast með henni spila séu þurs og isspiss. En nóg um músíkina, hún talar fyrir sig sjálf. Mig langaði að nefna það að alla helgina sá ég ekki eina manneskju míga á berangri, utan í grindverk eða bakvið sölubás. Og þó flóði ölið eins og í horni Útgarða-Loka. Piss er ekki hræðilegt en ef hægt er vil ég síður vaða það. Ekki þú? Sameinumst hjálpum oss, mígum í hlandskálar og klósett.
SKE Ritstjórn: Ritstjorn@ske.is Auglýsingar: Auglysingar@ske.is Leiðari: Atli Sigþórsson Forsíðuviðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Viðmælandi: GZA Myndir - forsíða: Aðsendar myndir Myndir frá Breiðholt festivali: The Show Shutter Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Hönnun og umbrot: Hlynur Ingólfsson, Lifandi Verkefni ehf
Sumar útsala
20% AFSLÁTTUR
Mikið úrval af bómullarsængurverum frá Nordicform og Zone
MEIRA Á
dorma.is
Fyrir þínar bestu stundir
TAMPA hægindastóll
20% AFSLÁTTUR
Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt, grátt og ljóst leður á slitflötum. 80x90 H:105 cm. Fullt verð: 99.900 kr.
Aðeins 79.900 kr. TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi
NATURE’S REST heilsurúm
O&D dúnsæng
Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr.
Aðeins 59.900 kr.
· 50% dúnn · 50% smáfiður + Dúnkoddi
Fullt verð: 24.900 kr.
AFSLÁTTUR
TVENNU
TILBOÐ
Aðeins 18.900 kr.
TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi O&D dúnsæng
· 50% dúnn · 50% smáfiður
NATURE’S REST heilsurúm
Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr.
Aðeins 59.900 kr.
+ Dúnkoddi
Fullt verð: 24.900 kr.
AFSLÁTTUR
TVENNU
TILBOÐ
0 33.00 krónur
Aðeins 18.900 kr.
Afgreiðslutími Mánudaga til föstudaga frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is
33.000
Sumar útsala
Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100
Holtagarðar | Akureyri | www.dorma.is
Þú finnur Dormabæklinginn á dorma.is
krónur
· Svæðaskipt pokagormakerfi · Burstaðir stálfætur · Sterkur botn, val um 3 liti
· 320 gormar pr. fm2 · Góðar kantstyrkingar
4
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
SECRET SOLSTICE FESTIVAL 2015 Secret Solstice snýr aftur í Laugardalinn í Reykjavík þessa helgina. Engir aukvisar koma fram á hátíðinni í ár en þess ber helst að geta Wu-Tang Clan, The Wailers, FKA Twigs, Kelis, Charles Bradley, Moodymann, Foreign Beggars, Detroit Swindle og Skream. Hvar: Laugardalurinn, Reykjavík Hvenær: 19. - 21. júní Miðaverð: 19.900 / 29.900 / 89.900 kr.
STAFRÆNN HÁKON Hljómsveitin Stafrænn Hákon kemur fram í Mengi á föstudaginn. Stafrænn Hákon er að leggja lokahönd á sína níundu skífu sem mun bera nafnið ,,Dula” og kemur út með haustinu. Níu laga skífa skreytt kraftmiklum, poppskotnum sveimlögum sem svíkja engan. Á tónleikunum munu meðlimir framkalla músík af nýrri afurð í bland við eldra efni. Hljómsveitin undirbýr sig óðum fyrir framkomu á ATP Iceland nú í júlí og því tilvalið að slá upp í tónaveislu í Mengi sem mun henta geysivel fyrir tóna Stafræns Hákons. Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 19. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net
HIDE YOUR KIDS & VIO Hljómsveitirnar Hide Your Kids sameinast í tónleika á skemmtistaðnum Húrra á fimmtudagskvöld! Hvar: Húrra Hvenær: 18. júní kl. 20:00 Miðaverð: 1.500 kr. Nánar: hurra.is/
HÖFUNDUR ÓÞEKKTUR HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Þann 19.júní á 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna verður viðteknum venjum ögrað og kastljósinu beint að sjaldséðum fyrirmyndum. Á öldum áður þóttu konur ekki hafa hæfileika til að iðka tónlist. Leifar af þeim hugarburði sitja enn eftir í jafnréttisbaráttunni þar sem kvenhöfundar tónlistar á Íslandi fá tæplega 10% af útgreiddum stefgjöldum þrátt fyrir mikla grósku í tónlistarlífinu almennt. Hlutföllin eru svipuð um heim allan. Íslenskir kvenhöfundar í tónlist eru því í forgrunni þetta kvöldið með sérstökum kynjasnúningi þar sem karlflytjendur syngja lög kvenhöfunda við undirleik og hljómsveitarstjórn kvenna.
MARY OCHER Drottning berlínsku neðanjarðarsenunnar, Mary Ocher, er líklega andsetin djöflum, jafnvel af draugum og látnum spámönnum. Hún hefur ferðast vítt og breytt en um þessar mundir mun hún ná til margra nýrra og spennandi staða. Síðasta plata hennar var framleidd af kanadíska rokk gúrúinum King Khan (úr Black Lips) og var gefin út á fjórum útgáfum, tveimur í Evrópu og tveimur í Bandaríkjunum auk þess sem tvöföld safnplata af heimaupptökum síðustu 10 ára kom út á sama tíma. Garage/AvantPop í hæsta gæðaflokki, unaðslega hrátt og bitsterkt.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 18. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net og maryocher.com
Grýlan Ragga Gísla, Dúkkulísurnar og Kolrassa Krókríðandi verða að lokum með heljarinnar endurkomu. Kvenhöfundarnir eru meðal annarra Björk Guðmundsdóttir, Emilíana Torrini, Hafdís Huld, Ingibjörg Þorbergs, Lára Rúnars, Ólöf Arnalds, Ragnheiður Gröndal, Sóley, Svala Björgvins, Védís Hervör og Þórunn Antonía. Flytjendurnir eru meðal annarra Arnór Dan, Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens, Friðrik Ómar, Friðrik Dór, Helgi Björns, Jón Jónsson, Páll Óskar, Raggi Bjarna og Valdimar. Tónlistarstjórar eru Elín Eyþórsdóttir og Ingibjörg Elsa Turchi. Listrænn stjórnandi er Védís Hervör Árnadóttir og framkvæmdarstjóri er Diljá Ámundadóttir. Hljómsveitina skipa þær Þórdís Claessen á trommur, Ingibjörg Elsa á bassa, Elín Ey á kassagítar, Brynhildur Oddsdóttir, á rafmagnsgítar, Margrét Thoroddsen á hljómborð og Chrissie Guðmundsdóttir á fiðlu. Hvar: Eldborg, Harpa Hvenær: 19. júní kl. 20:30 Miðaverð: 2.900 - 4.900 kr. Nánar: harpa.is https://www.tix.is
Kominn til Nova! Myndarlegur, skarpur og bjartsýnn
Ókeypis heimsending! nova.is
1.000 kr. notkun eða 500 MB á mán. í 12 mán. fylgir.
LG G4 32GB
119.990 kr. stgr. 7.190 kr. /18 mán.
Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Nánari upplýsingar á Nova.is.
Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter
6
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
PRAWN (US) & BRÖTT BREKKA
REYKJVÍK MIDSUMMER MUSIC
Hljómsveitin Prawn frá Bandaríkjunum kemur og spilar sykursæta tónlist fyrir fyrir tónlistarþyrsta gesti næstkomandi þriðjudagskvöld. Sveitin er á mála hjá Topshelf Records og hefur nýjasta platan þeirra, Kingfisher, fengið mjög góða dóma. Um upphitun sér nýjasta súpergrúppa Reykjavíkur; Brött Brekka.
Reykjavík Midsummer Music leiðir saman íslenska og erlenda tónlistarmenn í hæsta gæðaflokki og hristir upp í menningarlífi borgarinnar yfir hásumarið, þegar dagurinn er sem lengstur. Víkingur Heiðar Ólafsson stofnaði til hátíðarinnar 2012 og er listrænn stjórnandi hennar. Hátíðin var valin Viðburður ársins og hlaut nýsköpunarverðlaun Rogastans á Íslensku tónlistarverðlaununum 2013. Dagskráin Reykjavík Midsummer Music hverfist um ákveðið þema sem skín í gegnum efnisskrá hvers árs. Hátíðin færir landsmönnum listviðburði á heimsmælikvarða, sem oft fara fram á flekamótum ólíkra tónlistarstefna og listforma. Hátíðin á heima í Hörpu en lætur einnig á sér kræla á fleiri stöðum í miðborg Reykjavíkur.
Hvar: Húrra Hvenær: 23. júní kl. 21:00 Miðaverð: 500 kr. Nánar: hurra.is
Hvar: Harpa og fleiri staðar í miðborginni Hvenær: 18. - 21. júní Miðaverð: 2.500 - 10.000 kr. Nánar: harpa.is og tix.is
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR HIMA ICERAVE
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er alþjóðlegt sumarnámskeið og tónlistarhátíð sem haldin eru í þrjðja sinn dagana 6. -17. júní. Hátíðartónleikar á þjóðarhátíðardaginn eru uppskeruhátíð námskeiðs sem hefur dregið að sér þátttakendur víðs vegar að úr heiminum, frá Mexíkó til Kína.
Secret Solstice hátíðin kynnir með stolti heimsins fyrsta partý sem staðsett er undir jökli, nánar tiltekið Langjökli, næststærsta jökli Evrópu. Viðburðurinn fer fram sömu helgi og hátíðin í Laugardal, en einungis 70 gestir fá að koma með. Plötusnúningur verður í boði Totally Enormous Extinct Dinosaurs og Artwork. Flutningurinn fer fram í hellum Langjökuls í göngum sem ná 500 metrum undir jökulinn. Blandaðir verða kokteilar fyrir gesti og allar samgöngur, matur og drykkir eru innifaldir.
Dagskráin er fjölbreytt og fjöldi framúrskarandi ungs fólks kemur fram. Hún hefst á því að nemendur yngri deildar stíga á stokk og leika nokkur vel valin atriði sem þau hafa undirbúið á meðan námskeiðinu stóð. Eftir það fá áheyrendur að njóta samspils 10 sellóleikara sem saman mynda sellókór. Hljómsveit Akademíunnar, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, leikur svo fyrir gesti. Með henni mun ungi einleikarinn Roope Gröndahl frá Finnlandi leika hinn þekkta píanókonsert nr. 1 í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Þá kemur Hamrahlíðarkórinn fram undir lok tónleikanna, en hann mun ásamt hljómsveitinni flytja Mansöng fyrir Ólafs rímu Grænlendings eftir Jórunni Viðar. Tónleikunum lýkur með því að hljómsveit og kór flytja íslenska þjóðsönginn í tilefni þjóðhátíðar. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir.
Hvar: Langjökull Hvenær: 20. júní kl. 23:45 Miðaverð: 29.900 kr. Nánar: tix.is
Hvar: Norðurljós, Harpa Hvenær: 17. júní kl. 17:00 Miðaverð: 2.500 kr. Nánar: tix.is og harpa.is
Þú gætir eignast nýtt 50” Samsung sjónvarp ef þú drífur bílinn í skoðun! FRíTT
WI FI og RJÚKANDI gÆÐA KAFFI á mEÐAN þÚ bíÐUR
öRUgg bIFREIÐASKoÐUN Um ALLT LAND
kreativ
LUKKULEIKUR
Aðalvinningur er Stórglæsilegt 50“ Ultra HD 4K LED sjónvarp frá Samsungsetrinu
Sími: 570 9090 · Netfang: frumherji@frumherji.is · www.frumherji.is
Þeir sem koma með bíl í skoðun hjá Frumherja geta skráð sig í happaleik og þannig öðlast möguleika á því að eignast stórglæsilegt 50“ sjónvarp frá Samsungsetrinu sem verður dregið út 1. júlí 2015.
8
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
RAGNAR TÓMAS RÆÐIR VIÐ GZA UM SKÁK, RAPP OG RÉTTLÆTI Það er sjaldgæft að sami maðurinn hafi ástríðu fyrir hip-hop tónlist og vísindum. Vísindamenn eiga fátt sameiginlegt með röppurum, og öfugt. Ímyndaðu þér ungan Charles Darwin á ströndum Galapagos að rannsaka finka við hlið fjörlegum Biggie Smalls, að skoða fugla (slangur yfir kvennmenn) á trjágrein sviðsins; eða berðu saman einmannalegan Isaac Newton í aldingarði, að glíma við þyngdaraflið, við oflátungslegan 2 Chainz á nektarbúllu, sem hræðist áhrif þyngdaraflsins á sína ölvuðu útlimi. Vísindamenn pæla í alheiminum, rapparar, oftar en ekki, pæla í sjálfum sér. GZA er einn af þeim fáu sem gerir hvor tveggja. GZA er vísindaþenkjandi rappari. Ég hringi í Radisson Blu hótelið í Hamburg, þar sem Wu-Tang klanið heldur sér. Síminn hringir nokkrum sinnum. Ég hinkra. Móttökudaman svarar mér á þýsku. Fyrir nokkrum þúsund árum síðan töluðu forfeður okkar sama málið; af þessum tveim germönsk-ættuðu málum þá líkar mér betur tungan sem áar mínir þróuðu. Ég bið hana um að tengja mig við herbergi 1720. GZA: Yo! Ég: GZA? GZA: Já. Ég: Sæll, Raggi hér frá Íslandi. Hvernig ertu? GZA: Góður. Ég segi honum að ég sé að hringja frá tímaritinu SKE og að við vonumst eftir því að setja hann á forsíðuna í næstu viku. Ég þakka honum einnig fyrir að gefa sér tíma til að tala við okkur. GZA: Já, ekki málið. Ég: Liquid Swords (önnur plata GZA) er grafin einhversstaðar í plötusafninu mínu. Ég er aðdáandi. GZA: Já, er það. Takk, maður. Ég: Mig langaði til þess að spyrja aðeins út í Secret Solstice. Við hverju megum við búast? GZA: Þú mátt búast við miklu stuði. Þessu klassíska Wu-Tang stuði. Góðri stemningu og góðu show-i. Það er ekki við öðru að búast. Við ætlum ekkert að fljúga um loftin eða crowd-surf-a eða neitt þannig. En ég held að við gefum frá okkur góða strauma þegar við spilum. Ég: Já, þið eruð ekki þekktir fyrir annað. GZA: Nei. Ég: Er það rétt hjá mér að þú sért að koma til landsins í fyrsta skiptið? Ég veit að RZA hefur komið áður. GZA: Já, þetta verður mín fyrsta heimsókn. Ég: Eru þið búnir að áætla eitthvað sérstakt? Verðið þið lengi? GZA: Ég held að við verðum einungis í einn dag. En ég er ekki viss. Við erum í Þýskalandi eins og stendur, í Hamborg. Við verðum hér í þrjá daga, lentum í gær og verðum í tvo daga í viðbót. Þetta er örugglega okkar lengsta stopp, að ég held, ég er ekki með ferðaáætlunina 100% á hreinu. En það væri gaman að vera lengur. Mig langar til þess að skoða Reykjavík. Við fáum svo sjaldan tækifæri til þess að skoða okkur um. Ég hef komið til Rómar örugglega 25 sinnum, en það var í fyrsta skipti núna síðast sem mér gafst tími til þess að skoða Kólosseum og Vatíkanið. Það er svo sjaldgæft að maður nái að skoða sig um. En vonandi höfum við einhvern tíma til þess á Íslandi. Ég hef heyrt marga góða hluti. Ég hlakka til að koma til Íslands og spila með Wu-Tang. Ég: Ég sá þig á StarTalk um daginn, með mínum manni Neil Degrasse Tyson, og þú talaðir um að þú værir að vinna að handriti og skáldsögu. Hvernig gengur það? Má búast við skáldsögu eftir GZA í framtíðinni? GZA: Vonandi. Þetta er eitthvað sem ég hef verið að tala um í mörg ár. Ég er voðalega afslappaður þegar
Viðtal: Ragnar Tómas Hallgrímsson Ljósmyndir: Aðsendar myndir
kemur að svona verkefnum. Ég hef svo oft minnst á þetta. En ætlunin er að skrifa handrit og skáldsögur því að ég elska að skrifa. Mig langar til þess að gera meira en bara semja texta. Ég hef samið tónlist í yfir 20 ár og núna langar mig til þess að breyta til. Mig langar að koma meira fram í háskólum og vinna í alvöru bókmenntum. Ég: Áttu þér einhverja uppáhalds penna? GZA segist ekki eiga neinn uppáhalds. Hann er meira í vísindunum eins og stendur. Í gegnum árin hefur hann aðallega verið að ... ÉG: Tjá þig? GZA: Já. Í mínum textasmíðum hef ég aðallega verið að skapa út frá mínu eigin hugmyndaflugi og stundum er ég undir áhrifum annarra. Ég: Þú ert þekktur fyrir að vera mikill skákmaður. Hver er besti rapparinn/skákspilarinn? Ég veit að þú hefur spilað á móti Jeru the Damaja, Afu-Ra og RZA. Hver stendur upp úr að þínu mati? GZA: Hmm. RZA. RZA stendur upp úr. Killa (Masta Killa) er einnig mjög fær. Ég spila mest á móti honum. Við teflum oft gegn hvor öðrum þegar við erum að ferðast. Stundum vinnur hann, stundum vinn ég. En RZA er mjög klókur. Ég hef ekki teflt við Afu-Ra né Jeru síðan ‘93. Ég efast um að þeir tefli jafn mikið og ég. Ég er alltaf að æfa mig. Ég nýti hvert tækifæri. Ég hef teflt við marga góða, t.d. stórmeistara á borð við Maurice Ashley. Ég hef einnig spilað á móti nokkrum meisturum í almenningsgörðunum í New York. Ég hef spilað á móti Killa og Arabian Knight, sem pródúseraði nokkur lög á Wired Beneath the Surface (plata sem GZA gaf út 1999). Ég hef teflt í áraraðir. Ég er alltaf að tefla, hvort sem það er á netinu eða í almenningsgörðum New York. Ég: Hvernig gengur Dark Matter (væntanleg plata frá GZA)? GZA: Hægt, en þó - þetta er allt að koma. Ég stefni að því að gefa hana út í lok árs 2015. Ég hef þurft að fresta útgáfu plötunnar vegna tónleikahalds og ferðalags. Svo hefur reynst erfiðlega að finna tónlist sem rímar við textana og textastílinn sem ég er að vinna með. Með tímanum koma svo nýjar hugmyndir. Ég er alltaf að þróast. En platan gengur vel textalega séð. Ég er bara að reyna að finna rétta hljóminn. Ég: Þú nefndir að Dark Matter væri innblásin af alheiminum, sem mér fannst fallegt. Ég hugsaði strax til Bjarkar, en hún gaf út plötuna Biophilia fyrir ekki svo löngu. Biophilia var stórt verk, sem tengdist náttúrunni og alheimnum á einhvern hátt. Ert þú aðdáandi Bjarkar? Hefur þú hlustað á Biophilia? GZA: Það minntist einhver á þetta um daginn. En ég er ekki aðdáandi, þannig séð. Ég þekki tónlistina ekki nógu vel til þess að geta kallað mig aðdáanda. Ég veit að RZA hefur unnið með henni (RZA endurblandaði Bachelorette). Ég sá hana spila á einhverri hátíð um daginn. Svo horfði ég einnig á tvenna tónleika með henni fyrir ekki svo löngu, á netinu. Mér finnst hún mjög, mjög áhugaverð. Hún hefur frábæra rödd og er áhugaverð manneskja og listamaður. Mér þætti gaman að hlýða á gripinn og geri það eflaust einhvern tímann. Ég segi GZA að hann gæti eflaust fengið ákveðinn innblástur þaðan. Ég: En hvað ertu annars að baksa við þessa daganna? Svona fyrir utan það að vera á túra með klaninu? GZA: Ég hef verið að skrifa. Svo spila ég skák. Um daginn tók ég upp prufuþátt fyrir sjónvarp. Þátturinn ber nafnið That’s Genius. Ég ferðast á milli staða, og vonandi á milli heimshluta, og spjalla við vísindamenn. Fyrir prufuþáttinn fór ég til Fíladelfíu í Háskólann í Pensilvaníu fylki, og spjallaði við vísindamenn og eðlisfræðinga. Þeir voru að kynna mér fyrir Graphene,
en það er léttasta og sterkasta efnið sem fyrirfinnst; einungis eitt atóm á þykkt, en er jafnframt 10-20 sinnum sterkara en stál. Það var mjög áhugavert. Þeir eru að þróa það áfram í þágu samfélagsins. Þetta verður skemmtilegur þáttur og vonandi að hann gangi eftir. Ég: Hvenær kæmi hann út? GZA: 2016, ef þeir ákveða að skjóta fleiri þætti. Ég: Ég sá þig á TED-X um daginn. Eru fleiri fyrirlestrar á dagskrá? GZA: Já, reyndar. Ég átti að halda fyrirlestur í maí, en við þurftum að fresta honum þar sem ég komst ekki. Ég átti að halda erindi í MIT. Ég hef áður talað þar. Ég hef haldið fyrirlestra í Harvard ásamt öðrum háskólum. Það er eitthvað á dagskrá núna á þessu ári og á næsta ári líka. Ég: Hvernig gekk í Harvard? GZA: Það gekk vel. Það var fyrsti fyrirlesturinn sem ég hélt. Þeir voru fyrstir til þess að bóka mig, af þessum háskólum. Þeir tóku vel í þetta, en þetta var hálf stressandi því ég er ekki vanur þessum vettvangi. Þetta er ekki eins og að rappa á sviði, að flytja lög, og að reyna að fá áheyrendur með sér. Fólk er yfirleitt drukkið eða freðið á tónleikum. En þarna ertu komin í allt annað. Áheyrendurnir eru virkilega að hlusta á það sem þú ert að segja. Sumir glósa meira að segja, stundum á ipad. Svo eru spurningar sem fylgja. Þetta er erfitt en gaman. Ég: Já, ég get ímyndað mér það. Verðurðu oft stressaður? GZA: Já. Því ég er svo afslappaður og geri allt á síðustu stundu. Stundum gefst mér ekki tækifæri til þess að undirbúa mig fyrr en kvöldið áður, þó svo að ég hafi haft marga daga eða vikur til þess að æfa mig (hlær), en ég er alltaf svo upptekinn. Það voru þó nokkuð margir fyrirlestrar þar sem ég vakti alla nóttina og var að æfa mig, og oft er ég að leggja lokahönd á ræðuna baksviðs - 5 mínútum fyrir. Svo þetta er vissulega stressandi en jafnframt eitthvað sem ég stefni á að gera í framtíðinni eftir að ég legg míkrafóninn á hilluna. Ég: Þegar þú vakir á næturnar, ertu að fá þér kaffi? Ég hugsa oft um senuna í Coffe and Cigarettes (kvikmynd eftir Jim Jarmusch) með þér, RZA og Bill Murray. GZA: Reyndar drekk ég ekki kaffi. Mér finnst kaffi gott og drakk kaffi þegar ég var snáði. Mamma drakk alltaf kaffi og ég drakk einu sinni Sanka eða Maxwell House. Kaffi er stórfínt. Þegar ég var lítill þá hellti ég stundum upp á bolla af og til. En ég er ekki mikill kaffi-karl í dag. Ég: Nei, þú virðist vera meiri svona jurta-te kall? GZA: Já, vissulega. Ég er líka mikill djús karl. Ég drekk mikið af hráum djús. Svo drekk ég te, oftast kalt te eða ís-te, og þá án sykurs. En ekkert kaffi. Ég: Þú hefur verið viðriðinn rapp-leikinn í þó nokkurn tíma; hefur skilningur þinn á Hip-Hopi breyst í gegnum árin? GZA: Vissulega. Ég held það. Það er hluti af lífinu; að lifa, eldast og þróast. Þú verður að vaxa og þróast. Þetta snýst allt um framþróun. Sama hvað þú gerir þá verðurðu að þróast. Sem tónlistarmenn byrjuðum við að tala um þetta, en svo í dag tölum við um hitt, vegna þess að við erum að eldast og erum að læra nýja hluti og erum að ferðast til nýrra landa og fáum innblástur frá nýjum áttum. Þannig já, skilningur minn á rappinu hefur breyst heilmikið. En tónlistarferlið hefur lítið breyst. Ég: Hver er afstaða þín til brjálæðinnar sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum, þ.e.a.s. í sambandi við Ferguson? Ég er frá Íslandi og við eigum erfitt með að skilja þennan heim. Þetta er allt svo sturlað. Hvað er að gerast?
GZA: Þetta er sturlun. Þetta byrjaði ekki í Ferguson. Þetta á rætur að rekja langt aftur í tímann. Þú getur rakið þetta aftur til þrælahaldsins og báráttunnar gegn kynþáttamisrétti á sjöunda áratugnum. Þetta er eitthvað sem heldur bara endalaust áfram. Ég skil þetta ekki. Þetta er virkilega brenglað. Ég veit ekki hvar ég ætti að byrja eða hvað ég get gert til þess að breyta þessu. Ef breytingin á sér ekki stað meðal þeirra sem eru í lögreglunni, gerist aldrei neitt. Svo lengi sem þú ert með lögreglumenn sem eru ofbeldissjúkir og vilja beita sér gegn svörtum og dökkum, og oft gegn hvítum líka. Þetta er svo brenglað. Ef þeir eiga að þjóna og vernda, þá ættu þeir að þjóna og vernda. En ég þekki fólk, svart og hvítt, karlkyns og kvenkyns, á sakaskrá og ekki á sakaskrá, sem kann illa við lögguna. Þeim er meira að segja illa við að vera stöðvað í umferðinni. Þetta getur verið maður sem hefur aldrei á ævinni verið stöðvaður af löggunni. Þetta getur verið hvítur maður sem hefur aldrei komist í kast við lögin, en þó segir hann ég er stressaður, vegna þess sem er að gerast. Þeir verða að finna nýjar leiðir til þess að tækla vandann. Ég held að rót vandans felist í þjálfunarferlinu. Ég held að þjálfun lögrelgumanna sé kolröng. Það eru margar leiðir til þess að vinna bug á glæpamönnum án þess að kyrkja viðkomandi. Á sviði vísinda og tækna höfum við séð mikla framþróun. Þú getur til dæmis flækt menn í neti, án þess að gefa þeim lífshættulegt rafstuð. Það er ýmislegt sem hægt er að gera, til dæmis gúmmískot, sem meiða menn, vissulega, en drepa ekki. Það eru svo margar leiðir til þess að yfirbuga menn án þess að kyrkja eða drepa. Þetta er allt svo brenglað, maður. Ég: Já, og einmitt eins og þú segir: Það eru ótakmarkaðir möguleikar. Það er hægt að tækla hlutina svo miklu betur, og maður skilur þetta ekki. GZA: Einmitt. Því fleiri sýknanir sem við sjáum, því fleiri óeirðir. Ég læt þetta ekki óátalið, þessar óeirðir, það er að segja, þegar það kemur að þeim sem eru að ræna og rupla. Það er ekki réttlætanlegt. Að brjóta og bramla og ræna er ekki leiðin til þess að mótmæla. Það Ég: Já, og einmitt eins og þú segir: Það eru ótakmarkaðir möguleikar. Það er hægt að tækla hlutina svo miklu betur, og maður skilur þetta ekki.
10
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
GZA: Einmitt. Því fleiri sýknanir sem við sjáum, því fleiri óeirðir. Ég læt þetta ekki óátalið, þessar óeirðir, það er að segja, þegar það kemur að þeim sem eru að ræna og rupla. Það er ekki réttlætanlegt. Að brjóta og bramla og ræna er ekki leiðin til þess að mótmæla. Það vantar eitthvað í svoleiðis menn. Skilurðu? En ég held vissulega að menn séu orðnir langþreyttir á þessu ástandi og að þeir vilji marséra gegn óréttlætinu. Menn hafa fengið nóg. Það eru ekki bara þeir sem eru þeldökkir, það eru líka hvítir sem mótmæla. Þeir eru líka þreyttir. Þeir sjá þetta misrétti. Fólk er bara búið að fá andskotans nóg. Ég: Ég bjó sjálfur í Bandaríkjunum og það er rétt sem þú segir um þennan kvíða sem ríkir meðal manna gagnvart löggunni. Þetta er okkur svo fjarlægt. Á Íslandi, ef löggan stöðvar þig í umferðinni þá er þetta yfirleitt á frekar vinalegum nótum. Þeir eru hér til þess að þjóna og vernda. En í Ameríku, þá herpist maður allur saman og það er ákveðið valdasamband í gangi. Fáránlegt. GZA: Já, þetta kallast að vera valdafreðinn, eða freðinn á einkennismerkinu. Þú gengur um með einkennismerki og byssu. Þú getur horft á þetta eins og blýeitrun. Ef lítið barn borðar gamla málningu þá getur barnið fengið blýeitrun. Svo ertu með þessar löggur sem ganga um með blýbelti, átta tíma á dag, allt árið í kring, í 30 ár. Og veistu hvað? Eitthvað fer úrskeiðis. Ég: Mér datt þetta ekki í hug. Svo spyr ég GZA hvort að hann sé nokkuð tæpur á tíma. Hann segist geta spjallað aðeins lengur. Ég: Ég er með eina fyrirspurn að lokum, ég stenst ekki mátið. Ég hef verið að rappa í mörg ár og langaði að spyrja, þú mátt að sjálfsögðu segja nei, hvort að þú hefðir áhuga á að skiptast á 16 börum? GZA: Hmmm. Wow (hlær). Ég er ekki með neitt tilbúið. Ég þyrfti að kíkja aðeins á rímnabókina mína. Ég myndi ekki vilja koma með eitthvað gamalt, en samt, ég vil ekki vera að frumflytja nýtt efni strax. En tökum þetta þegar við hittumst. Ég: Já, hljómar vel. Ég þakka GZA fyrir gott spjall og vonast eftir því að hitt á hann. GZA: Takk, bróðir. Ég kann að meta þetta. ÉG: Njóttu dagsins. GZA: Sjálfsagt, bróðir, friður! ÞVÍLÍKUR SNILLINGUR (GZA ER OFT Á TÍÐUM KALLAÐUR THE GENIUS, OG BER NAFN MEÐ RENTU).
þú færð Nike í AIR smáralind
það er alltaf einhver skemmtilegur með snapchattið okkar airsmaralind!
12
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÓNLIST
NEC YOUTH PHILHARMONIC ORCHESTRA
DIKTA ÁSAMT LUCY IN BLUE & GREYHOUND Hljómsveitin Dikta mun spila á Gauknum ásamt hljómsveitunum Lucy in Blue og Greyhound á föstudagskvöld. Dikta spilar einnig á Secret Solstice sama kvöld en þessir fagmenn tækla þétt spilerí eins og ekkert sé. Flutt verða lög af væntanlegri plötu Diktu sem og eldri smellir. Hvar: Gaukurinn Hvenær: 19. júní kl. 21:00 Miðaverð: ? Nánar: gaukurinn.is
New England Conservatory Youth Philharmonic Orchestra (YPO) spilar í Hofi á sunnudag en sveitina skipa 90 hæfileikaríkir tónlistarnemar á aldrinum 13 til 18 ára. YPO var stofnuð árið 1962 en á hverju ári sækja um 1000 manns um stöðu í hljómsveitinni. Tónlistarstjóri hljómsveitarinnar er David Loebel og aðalhljómsveitarstjóri er Hugh Wolff. Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 21. júní kl. 16:00 Miðaverð: Frítt Nánar: menningarhus.is og midi.is http://midi.is/tonleikar/1/9002/NEC_Youth_Philharmonic_ Orchestra
KK BAND Félagarnir KK, Þorleifur Guðjónsson og Kormákur Geirharðsson koma saman á Græna hattinum á föstudag og spila gömlu lögin sem þeir hafa verið að spila í þessi rúm 20 ár. Þetta eru meðal annars lög af plötunum Lucky One, Bein leið, Hótel Föröyar og svo gömul blúslög eftir Robert Johnson, Jimmy Reed, J.J. Cale og fleiri góðar fyrirmyndir.
DÚNDURFRÉTTIR Í HLÉGARÐI
Hvar: Græni hatturinn, Akureyri Hvenær: 29. júní kl. 22:00 Miðaverð: 3.000 kr. Nánar: midi.is http://midi.is/tonleikar/1/9013/KK_Band
Á föstudagskvöld mun hljómsveitin Dúndur taka brot af því besta með Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep Pink Floyd og fleirum.. Hvar: Hlégarður, Mosfellsbær Hvenær: 19. júní kl. 21:00 Miðaverð: 3.500 kr. Nánar: midi.is
KARLAR FYRIR KONUR BJÖRGVIN GÍTARKVARTETT Á föstudagskvöld mun hljómsveitin Dúndur taka brot af því besta með Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep Pink Floyd og fleirum.. Hvar: Norræna húsið Hvenær: 23. júní kl. 20:00 Miðaverð: Frítt.
Ari Þór Vilhjálmsson og hinn finnski Roope Gröndahl spila verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Bela Bartók og Lili Boulanger í Hofi á tveimur tónleikum á föstudag. Roope Gröndahl er einn af fremstu píanóleikurum Finnlands og hefur leikið einleik með fjölmörgum hljómsveitum, meðal annars finnsku útvarpshljómsveitinni, þjóðarhljómsveit Belgíu, og hljómsveitunum í Tampere og Lahti. Árið 2013 var hann í lokaumferð alþjóðlegu Queen Elisabeth píanókeppninnar. Hann keppti einnig fyrir hönd Finnlands í Eurovision Young Musicians árið 2008 og lenti í öðru sæti. Hann hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Pekka Kuusisto, Ilya Gringolts og Steven Isserlis, og stundað nám við Sibeliusarakademíuna í Helsinki og Royal Academy of Music í London. Ari Þór Vilhjálmsson er einn af fremstu fiðluleikurum Íslands og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit í hartnær áratug og er að jafnaði leiðari 2. fiðlu sveitarinnar. Síðastliðinn vetur starfaði hann sem konsertmeistari við Fílharmóníusveitina í Helsinki og Orchestre National du Capitole de Toulouse. Hann hefur reglulega leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, og öðrum hljómsveitum á Íslandi og í Bandaríkjunum. Hvar: Menningarhúsið Hof, Akureyri Hvenær: 19. júní kl. 14 og kl. 20 Miðaverð: 2.900 kr. Nánar: midi.is og menningarhus.is
KOMDU Á DEIT MEÐ JOE Óviðjafnanlegir djúsar, einstakir hristingar, ljúffengar samlokur og kaffi sem rífur þig í gang. Kíktu á JOE & THE JUICE.
joeandthejuice.is
#joeandthejuiceis
LEIFSSTÖÐ | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM
14
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
LISTVIÐBURÐIR AÐ BJARGA HEIMINUM Laugardaginn síðasta opnaði í Verksmiðjunni á Hjalteyri sýningin „Að bjarga heiminum“.
HÁVAÐI - LISTAMENN MEÐ HÁVAÐA Tuttugu listamenn verða með hávaða á sýningunni HÁVAÐI II sem opnar á sjálfan þjóðhátíðardaginn í viðburðarýminu Ekkisens. Fjölmörg verk verða afhjúpuð á opnunarhátíðinni og má þar nefna nýjan þjóðfána sem saumaður hefur verið úr nærbrókum almúgans en honum verður flaggað í fyrsta sinn undir tónum þekkts karlakórs. Hávaðanum fylgja einnig fjölmörg útiverk sem hægt verður að finna í garðinum við Ekkisens en einnig á víð og dreif um miðborgina í júní. Einnig verður netið nýtt sem sýningarými og heimasíða Hávaðans vígð á sjálfan opnunardaginn. 17. júní kl: 17:00 - Hávaðinn hefst kl: 17:30 - Nærbuxnafáni eftir Guðrún Heiði Ísaksdóttur dreginn að húni - Vonin er baráttan eina, gjörningur eftir Katrín Ingu Jónsdóttur …og fleiri óvæntar uppákomur. Þátttakendur í hávaðanum eru: Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Clara Bro Uerkvitz, Erik Hirt, Freyja Eilíf Logadóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Guðbjartur Þór Sævarsson, Heiðrún Gréta Viktorsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, lommi, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Sunneva Ása Weisshappel, Sveinn Benediktsson, Una Björk Sigurðardóttir og fleiri.
Hvar: Hafnarborg Hvenær: Sýningin stendur til 23. ágúst
Sýningin, sem er öllum opin til þátttöku, er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar myndlistarmanns og aðgerðarsinna. Á sjöunda tug listamanna hafa boðað þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Meðal annarra sem eiga verk á sýningunni eru þau Björg Thorsteinsdóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonardóttir, Jonna, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn. Sýningin stendur fram á sunnudag þannig að hún spannar aðeins tvær helgar. Seinni helgina verður dagskrá það með fyrirlestrum, gjörningum, ljóðlist, söng og hljóðfæraslætti. Þar koma fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, timtir og Tonnatak svo einhverjir séu taldir. Heftjast hátíðahöldin klukkan tvö á laugardaginn og mun sveitarstjóri Hörgárbyggðar opna dagskráin sem heldur svo áfram til kl. 22:30. Á sunnudeginum hefjast herlegheitin kl 11 með hreinsun, fræðslu, heilun og hugleiðslu, sem verður leitt af Sigríði Ásný Sólarljós Fire Spirit. Aðalsteinn Þórsson, sem er búsettur í Hollandi, lauk meistaranámi í frjálsri myndlist frá The Dutch Artinstitute ArtEZ 1998 og hefur unnið að myndlist sinni síðan, aðallega í Hollandi. Í list sinni fjallar Aðalsteinn stöðugt meir um umhverfi sitt og tengsl einstaklingsins við umheiminn. Þessi tengsl sem fólk tekur yfirleitt sem gefnum hlut og veltir lítið fyrir sér. Þannig hefur hans stærsta verk undanfarin ár verið safn afganga eigin neyslu sem hann nefnir „Einkasafnið“. „Hvað er persónulegra en það sem við skiljum eftir okkur“, spyr Aðalsteinn. Þessi hátíð er afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að einstaklingurinn skipti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðar heim þar sem lífið er virt framar öðru. Einnig koma að undirbúningi verkefnisins Elísabet Ásgrímsdóttir listamaður, Guðrún Þórsdóttir verkefnastjóri Listasumars á Akureyri og Ka Yee Li listamaður og sýningarstjóri. Hvar: Verksmiðjan Hjalteyri Hvenær: 13. - 21. júní Opnunartími: Mið.-sun. kl. 14:00-17:00 Nánar á www.adbjargaheiminum.blogspot.com
WHITELESS Hrönn Gunnarsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir sýna ný vídeó- og hljóðverk á sýningunni WHITELESS. Þetta er í fyrsta sinn sem þær vinna saman en hugmyndirnar að sýningunni urðu til í gegnum skype samtöl í vetur. Í verkunum takast þær á við manngerða orku, eftirlíkingar á náttúrunni og hið fysíska í staðleysunni/tóminu. WHITELESS líkist enska orðinu „weightless“ og eru verkin án þyngdar og ójarðbundin. Þau lifa sjálfstæðu lífi í öðrum heimi, í dýnamíkinni á milli hins lífræna og vélræna, hins skammlifða og eilífa. Sýningin er önnur í sýningarröð Kunstschlager í D sal Hafnarhússins sem stendur yfir í allt sumar. Hvar: Listasafn Reykjavíkur Hvenær: Sýningin stendur til 28. júní
LISTASUMAR Á AKUREYRI 2015 Listasumar á Akureyri 2015 stendur yfir í allt sumar og fram á haust. Listasumar var umgjörð fyrir listviðburði á Akureyri í tæpa tvo áratugi, sem og vettvangur fyrir listamenn til að koma sér á framfæri. Það verður nú endurvakið með svipuðum áherslum. Listasumar hófst með pompi og prakt síðastliðinn föstudag í Listagili sem prýtt er handverki kvenna.
INNVIÐIR / WITHIN
ÉG OG MÓÐIR MÍN
HÚBERT NÓI JÓHANNESSON Á fimmtudaginn síðastliðinn opnaði sýningin „Innviðir“ með verkum Húberts Nóa Jóhannessonar. Húbert Nói hefur í höfundarverki sínu gaumgæft staðsetningar og minni og lögmál þeim tengd, kyrrstöðu og hreyfingu.
Ragnar Kjartansson hefur gert vídeóverk á fimm ára fresti af endurteknum gjörningi hans og móður hans, leikkonunnar Guðrúnar Ásmundsdóttur. Mæðginin standa uppstillt andspænis myndavélinni á heimili Guðrúnar þar sem hún hrækir á son sinn í sífellu. Verkin eru mislöng allt frá 5 mínútum upp í 20 mínútur.
Húbert Nói jóhannesson (1961) útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlistaog handíðaskóla Íslands árið 1987. Hann hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Verk eftir hann er að finna í öllum helstu söfnum landsins sem og í einkasöfnum viðsvegar um heim.
Á sýningunni verða sýnd verkin Me and My Mother 2000, 2005, 2010 og 2015 en jafnframt er um frumsýningu að ræða á nýjasta verkinu. Þá er þetta í fyrsta sinn sem fyrri verkin þrjú eru sýnd saman á Íslandi.
Hvar: Týsgallerí, Týsgötu 3 Hvenær: Sýning stendur til 27. júní
Hvar: i8, Tryggvagötu 16 Hvenær: Sýningin stendur til 22. ágúst
Yfir 70 atriði eru komin á dagskrá Listasumars og er þá dagskráin alls ekki tæmandi því mögulegt er að bæta við viðburðum allt til loka tímabilsins. Listasumri lýkur með A! Gjörningahátíð sem er nýjasta viðbótin í flóru listahátíða landsins. Hátíðin verður haldin dagana 3. - 6. september og er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Lókal – alþjóðlegrar leiklistarhátíðar í Reykjavík, Leikfélags Akureyrar, Reykjavík Dance Festival og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni verður lögð áhersla á sviðslistir og gjörninga þar sem myndræn framsetning og nýstárleg notkun á rými og miðlum er í fyrirrúmi. A! markar lok Listasumars í Listagilinu sem fyllist af óvæntu lífi þessa daga, en gert er ráð fyrir að dagskrá A! Gjörningahátíðar fari fram í Listasafninu, Ketilhúsi og víðar á Akureyri. Hvar: Listasafni Akureyrar, Ketilhúsi og víðar á Akureyri. Hvenær: Listasumri lýkur 6. september
• 10 fyrirfram fylltir gómar, tilbúnir til notkunar • Án vetnisperoxíðs, öruggt í notkun • Aðeins selt í apótekum
AC TAVIS 411071
Hvítari tennur, fljótt og örugglega iWhite Instant gerir tennurnar fljótt hvítari með nýrri, einstakri tækni. Hvítir kalsíumkristallar geta gert tennurnar allt að 8 tónum hvítari. iWhite Instant fjarlægir einnig bletti af völdum matar og drykkjar. Varan er mild á bæði tennur og góma og inniheldur ekki vetnisperoxíð. iWhite Instant er auðvelt að nota og aðferðin er örugg og skilvirk. Aðeins þarf að nota iWhite Instant í 20 mínútur á dag og við mælum með að þú notir iWhite Instant í 5 daga í röð fyrir hámarks árangur. Áhrifin vara í nokkrar vikur. iWhite Instant er eingöngu selt í apótekum.
Lestu nánar um iWhite og hvernig það virkar á www.iwhiteinstant.com
16
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
ANDROID 5.0 LOLLIPOP Nýjasta Android stýrikerfið með auðveldari leiðum til að skipta milli forrita,flakka um netið, horfa á bíómyndir og hlusta á tónlist.
FULLKOMIN SKJÁGÆÐI Kristaltær 8.9“ IPS skjár með 1538X2048 punkta QXGA upplausn og rispuþolnum Gorilla Glass 3.
TEGRA K1 ÖRGJÖRVI Nýi fjögurra kjarna Tegra K1 örgjörvinn sem keyrir þyngstu og flottustu öppin í fullkomnum gæðum.
9,5 KLST RAFHLÖÐUENDING Sérstaklega löng rafhlöðuending með stórri 6700mAh rafhlöðu og betri orkunýtingu.
HÁGÆÐA MYNDAVÉLAR Fyrsta flokks 8MP háskerpumyndavél að aftan og 720 punkta 1.6MP myndavéla að framan.
16GB | WIFI
79.995
REYKJAVÍK
AKUREYRI
16GB | 4G
99.995 HÚSAVÍK
EGILSSTAÐIR
KEFLAVÍK
SELFOSS
AKRANES
www.tl.is
18
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
SKEMMTUN
VALD OG LÝÐRÆÐI Á ÍSLANDI – 100 ÁRUM SÍÐAR
FABJÚLÖS FATAMARKAÐUR Á LOFT HOSTEL Hópur smekklegra kvenna selur af sér spjarirnar í sól og sumaryl á þjóðhátíðardaginn, endilega kíkið við í swag, stuð, safa og sjúss á Loft hostel!
Í Háskóla Íslands verður 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna minnst með ráðstefnunni, Vald og lýðræði á Íslandi – 100 árum síðar. Meginþema ráðstefnunnar er margbreytileiki, þátttaka og lýðræðishugmyndir í íslensku samfélagi nú 100 árum eftir að kosningaréttur varð almennur á Íslandi. Í tengslum við ráðstefnuna verður Dr. Önnu Guðrúnu Jónasdóttur, prófessor í stjórnmála- og kynjafræði við Háskólann í Örebro veitt heiðursdoktorsnafnbót og verður hún fyrsti heiðursdoktorinn við Stjórnmálafræðideild HÍ. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku. Hvar: Hátíðasalur Háskóla Íslands Hvenær: 18. júní kl. 13-15 Miðaverð: Frítt
Hvar: Bankastræti 7 Hvenær: 17. júní kl. 13-17
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGSKRÁ UM LAND ALLT! Lýðveldi landans fagnar 71 árs afmæli þetta árið. Eins og venja er orðin verður hátíðardagskrá um allt Ísland og hvert sveitarfélag býður uppá úrval afþreyingar fyrir unga sem aldna. SKE hvetur lesendur til að skoða dagskrá síns heimabæjar og taka þátt í hátíðarhöldunum!
MÖSKVI
Hvar: Ísland Hvenær: 17. júní kl. 08:00 Miðaverð: Frítt Nánar: heimasíður sveitafélaga
GJÖRNINGAKLÚBBURINN
CHERRY KINO Kinosmiðja kynnir systursmiðju sína, Cherry Kino frá Englandi! Á þriðjudag verður haldin litrík kvikmyndasýning í Mengi þar sem sýndar verða handgerðar súper 8 og 16 mm kvikmyndir eftir listamanninn Cherry Kino. Margs konar tækni er beitt við gerð myndanna, til að mynda er ein þeirra alfarið gerð úr efnum sem notuð eru til naglaskreytinga og í annarri er notuð tækni þar sem ljósi er hleypt inn á filmuna á ákveðinn hátt (solarized). Komið og sjáið saltmergjað ástarbréf til hafsins; umhverfismynd úr finnskum skógi; hyllingu til eyjar sem hýsir krabba og máva; sögur af karnivali, af kynþokka í almenningsgarði og af ýkjuverki skemmtigarðarins. Einnig verða sýndar myndir sem Cherry Kino hefur unnið í samstarfi við aðra listamenn. Myndina „Sight by Sonar“ vann hún með Christian Hardy þar sem myndbirtingar ástar, dauða og endurnýjunar mynda einlægan óð til látinnar leðurblöku. „Bad Blood“ er myndgert ljóð sem hún vann með ljóðskáldinu Adelle Stripe og „Nail Art“ vann hún með tónlistarmanninum Kathy Alberici. Listamaðurinn Cherry Kino vinnur við að búa til handgerðar kvikmyndir með super 8 og 16mm kvikmyndafilmu. Til þess að ná fram þeim áhrifum sem sögur hennar og hugmyndir kalla eftir notar hún hliðræna tækni og beitir ýmsum brögðum við myndvinnsluna. Markmið hennar er að skapa hughrif hjá áhorfendum sem birtir áhuga hennar og ástriðu á efninu sjálfu þ.e kvikmyndafilmunni; hvernig efnið fangar litróf tilfinninganna og hvernig myndin fangar líkamann.
Hvar: Mengi, Óðinsgata 2 Hvenær: 23. júní kl. 21:00 Miðaverð: 2.000 kr. Nánar: mengi.net, kinosmidja.org og cherrykino.com
Gjörningaklúbburinn í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningi með þátttöku almennings í Perlufesti í Hljómskálagarðinum þann 19. júní á eins árs afmæli höggmyndagarðsins og 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Gjörningurinn hefur hlotið nafnið Möskvi. Í Möskva verður kíkt ofan í jarðlög kvennasögunar og perlur hennar dregnar fram í dagsljósið. Möskvi er að hluta til byggður á þátttöku áhorfenda, en þátttaka áhorfenda hefur áður verið mikilvægur hluti gjörninga Gjörningaklúbbsins, nú síðast á Listasafni Íslands og í Kunsthistorisches Museum í Vínarborg. Gjörningurinn fer fram utandyra og er áhorfendum bent á að klæða sig eftir veðri. Hvar: Perlufesti, Hljómskálagarðurinn Hvenær: 19. júní kl. 12 Miðaverð: Frítt
SUMARGRILL KRAFTS Sumargrill Krafts verður haldið í Guðmundarlundi á þriðjudaginn. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Grillvagn Atlantsolíu kemur á svæðið og skemmtileg skemmtiatriði verða fyrir alla fjölskylduna. Hvar: Guðmundarlundur, Kópavogur Hvenær: 23. júní kl. 18-21 Miðaverð: Frítt Nánar: www.kraftur.org
BÍLADAGAR Á AKUREYRI Rennireiðar landsins sameinast á Bíladögum á Akureyri frá þriðjudegi til laugardags. Meðal þess sem fram fer á dögunum er hóprúntur um Akureyri, bílasýning, Auto-X, Drift, götuspyrna, drulluspyrna, burnout og heimsmetstilraun í hóp burnout. Allir viðburðir fara fram á akstursíþróttasvæði Bílaklúbbs Akureyrar. Skráning í keppnir fer fram á heimasíðu klúbbsins á ba.is en hægt er að kaupa miða á bensínstöðvum Shell. Eitt sem er á hreinu er að búast má við þéttri keyrslu fram á sunnudag!
Hvar: Akureyri Hvenær: 16. - 20. júní Miðaverð: 7.500 kr. Nánar: ba.is
20
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
GRÆJUR
RADIANT SVEFNPOKAR Sumarið er tíminn þar sem við hverfum aftur í þann skringilega íslenska menningarkima að sofa úti eins og ungabörn í barnavögnum. Þar sem íslensk veðrátta getur skeitt skapi sínu þegar síst á von er gott að hafa góðan svefnpoka sem bæði yljar, umvefur og heldur manni þurrum. Svefnpokar frá Radiant eru ódýrir og vatnsvarðir. Þeir teljast með bestu svefnpokum á markaði miðað við verð ($200). Pokinn er mjög léttur og þolir hitastig vel undir frostmarki. Hann pakkast saman í stærð á við blakbolta og kemur með lífstíðarábyrgð gagnvart vörugöllum.
MACKIE BIG KNOB Þetta einfalda en jafnframt kraftmikla hljóðstjórnborð gerir tónlistarmönnum og hljóðhönnuðum kleift að koma beint að tónlistarframleiðslu með fjórum mikilvægum háttum: Level Control, Studio Monitor Selection, Input Source Selection og Talkback & Headphone Control. Með risastórum og þægilegum hljóðstyrkshnapp stjórnar maður styrknum á þann hátt sem er fljótlegastur, þægilegastur og skilvirkastur í stað þess að nota músina til að hækka og lækka í einhverri stiku í hugbúnaði. Öllu er stjórnað frá þessari hljóðmiðstöð. Hljóðstjórnborðið inniheldur allar helstu tækninýjungar í hljóði til að hámarka úrvinnslu og upptöku hljóðs.
TRAKTOR KONTROL Z2 CONTROL MIXER
PHANTOM 3 FÆST HJÁ DRONEFLY.IS
Traktor Kontrol Z2 frá Native Instruments er nýstárlegur dj-mixer með innbyggðu 24-bita hljóðkorti auk stjórnborðs fyrir Traktor hugbúnaðinn. Þessi mixer er tveggja rása, sem ætti að henta flestum plötusnúðum sem eru með tvo geislaspilara eða tvo plötuspilara. Snilldin við græjuna, og aðra álíka mixera sem hafa innbyggt hljóðkort og hugbúnað, er að bæði er hægt að spila venjulegan vínyl og síðan fara beint yfir í tónlist á tölvutæku formi með Traktor hugbúnaðinum (Serato fyrir þá sem nota Rane mixera), notandi Traktor control vínylplötur/geisladiska. Það eitt að losna við utaná liggjandi hljóðkortsbox, með öllum tilheyrandi snúrum, og hafa allt innbyggt er magnaður kostur. Traktor Kontrol Z2 er sterkbyggður og skilar frá sér mjög góðu hljóði með club-ready XLR tengjum. Allir fídusar sem eru á þessum mixer gera hann algjörlega samkeppnishæfann við samskonar mixera á markaðnum en það sem gerir hann hvað mest kynæsandi er verðið, en það er næstum þriðjungur af verði annarra vörumerkja.
NEPTUNA MP3 SPILARI DRONEFLY S:566-6666 UMBOÐSAÐILI FYRIR DJI Á ÍSLANDI
PHANTOM 3 PRO, AUKA RAFHLAÐA & BAKPOKI 351.880.-
Flestir eru orðnir háðir því að vera með sitt eigið tónlistarúrval þegar þeir fara í ræktina. Sundferðir ættu ekki að vera þar undanskildar enda getur verið hundfúlt að synda ferð eftir ferð hlustandi á gutlið í vatnsglaumnum í eyrunum. Neptune MP3 spilarinn er 4GB vatnsheldur spilari, sérstaklega hannaður fyrir sundsportsiðkendur. Hljómgæðin eru mjög góð sem og líftími batterísins. Háskerpu OLED skjár er á spilaranum sem festist bakvið höfuðið svo mótstaðan sé sem minnst.
22
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
TÍSKA SINDRI JENSSON
HILDUR RAGNARSDÓTTIR
HÚRRA REYKJAVÍK
EINVERA
HALTU SKÓNUM ÞÍNUM HREINUM! Þegar maður er í flottum strigaskóm er lykilatriði að þeir séu hreinir. Nú þegar strigaskór eru orðnir algengari sjón á skemmtistöðum bæjarins verða þeir óhjákvæmilega skítugir eftir gott kvöld í bænum. Það getur farið rosalega í taugarnar á mér að sjá fólk í sjúkum strigaskóm sem eru grútskítugir. En hafið ekki áhyggjur, það er búið að finna lausn á þessu og heitir hún Jason Markk. Árið 2006 fékk maður að nafni Jason Markk indverskan efnafræðing til liðs við sig og bjó til fyrsta „Sneaker-Cleaner“ efni heimsins. Síðan þá hafa vörurnar náð gríðarlegri útbreiðslu og eru nú seldar í yfir 1.500 verslunum um allan heim og meðal annars í einni verslun á Íslandi;
Húrra Reykjavík. Vörulínan er ekki stór en hún samanstendur af efninu, tvenns konar burstum, einnota þrifklútum, ötrefjaklút og hinu byltingarkennda „Repel“ efni sem ver skóna þína fyrir allri bleytu og óhreinindum. Ég hef oftar en ekki gengið svo langt að reka fólk hreinlega úr skónum þegar það kemur í verslunina okkar á Hverfisgötu og þrifið skóna þeirra. Fólk er alltaf jafn hissa á því hversu vel efnið virkar og er oft búið að dæma skóna sem ónýta fyrir þrif. Það er einfaldlega þannig að skór geta öðlast nýtt líf eftir meðferð með kraftaverkaefninu frá Jason Markk. Til að gera langa sögu stutta: HALTU SKÓNUM ÞÍNUM HREINUM!
SECRET SOLSTICE Secret Solstice er nú um helgina og ég neita að trúa að ég sé sú eina sem byrjuð er að svitna léttilega við tilhugsunina í hverju á að vera. Ég lærði nokkra hluti í fyrra: Veðrið er, eins og alltaf á þessu ágæta landi, óútreiknanlegt. Vertu í yfirhöfn sem þolir rigningu. Skór spila stórt atriði. Góðir og þægilegir skór, sem eins og yfirhöfnin þola rigningu og drullu. Vertu með tösku sem þú getur auðveldlega dansað með og komið öllum helstu nauðsynjum ofan
í... og auka húfu - hún er „must“, hvort sem hún er notuð til að hlýja þér eða bjarga „bad hair day“. Þó svo að maður sé skynsamlega klæddur þá þýðir það alls ekki að dressið þurfi að vera óspennandi. Flíkur með prenti eða lit, skemmtilegir fylgihlutir eins og blómakransar, hárskraut og hattar geta heldur betur hresst uppá dressið. Næst er bara að krossa tær og fingur að sólin láti sjá sig alla hátíðina sjáumst hress á Secret Solstice.
HAIR TO DARE HENTU ÖLLUM REGLUM OG BREYTTU UM LÚKK Á HVERJUM DEGI! MÓTUN ÁN TAKMARKANA. FUDGE URBAN.
FÁANLEGT Í VERSLUNUM HAGKAUPA OG LYF OG HEILSU @FUDGEURBAN | FUDGEURBAN.COM
24
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
MATUR
F YRI R
54
DOMINOS DEEP PAN 5812345 er númer sem flestir Íslendingar kannast við. Við snerum skífunni í vikunni og pöntuðum pönnupizzu hjá Dominos og varð týpa að nafni Pepperoni veisla fyrir valinu – og þvílík veisla sem hún var, með tvöföldu magni af pepperoni og auka osti! Sjaldan eða aldrei höfum við smakkað
betri pizzu. Það viðurkennist að hún er þung í magann, með miklu brauði, en hún er svo sannarlega þess virði. Skorpan sjálf er svo góð að bara hún er þess virði til að panta sér pönnupizzu. Við mælum með að láta elda hana vel. www.dominos.is
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
151835
Þú færð alltaf fimm pizzur á verði fjögurra í Iceland
HLÖLLABÁTAR Hvaða svangi Íslendingur þekkir ekki Hlöllabáta? Þegar hungrið kallaði fyrr í vikunni skelltum við okkur á bát sem kallast Árabátur en hann er með kjúklingi, beikoni, káli, gúrkum, tómötum og hinni klassísku Hlöllasósu. Hægt er að velja á milli 6” eða 12”
og við vorum virkilega svöng og fórum í 12”. Hlölli á við hvenær sem er sólarhringsins, en hver þekkir ekki það að vakna eftir langa nótt í bænum með Hlölla sér við Hlið (með extra sósu)? Árabáturinn var virkilega góður, beikonið stökkt og kjúklingurinn mjúkur og bragðgóður. www.hlollabatar.is
OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN ICELAND ENGIHJALLA,VESTURBERGI OG ARNARBAKKA
KEBABHÚSIÐ Kebabhúsið í Austurstræti 3 býður upp á frábæran kebab. Við fengum okkur kjúklingakebab sem borinn er fram í pítubrauði með káli, lauk, tómötum, hvítlauksjógúrtsósu og chillí sósu. Við erum mikið fyrir allar gerðir af sósum
þannig að við pöntuðum okkur auka chilli sósu til hliðar. Píturbrauðið var mjög gott, kjúklingurinn bragðgóður og ekki skemmir fyrir að þeir eru með sanngjörn verð og stóran matseðil. Við vorum sátt við heildar útkomuna og mælum með Kebabhúsinu www.kebabhusid.is
FÁÐU BURRITO Á
HEILANN
ÞAÐ ER GOTT - OG HOLLT Ferskur og hollur matur
26
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
HÖNNUN
BOOKMAN HJÓLALJÓS
CLOUDS Hönnuðirnir Ronan og Erwan Bouroullec í samstarfi við Kvadrat hafa hannað vöru sem kallast Clouds, eða ský. Hugmyndin er hljóðdempun í stærri eða minni rýmum en jafnframt útstilling sem hægt er að setja saman á hvern þann hátt sem eigandinn vill. Einnig er hægt að nýta skýið til að mynda skilrúm milli rýma. Áferð og útlit efnisins gefur frá sér þrívíddar dýpt en hægt er að velja milli ýmissa lita..
Þessi vara ætti bæði heima í græjuhluta blaðsins jafnt sem hönnunarhluta en við ákváðum að hafa hana í hér þar sem einfaldleiki, notendavænleiki og stílhreinleiki vörunnar er mikið atriði. Hjólaljós eru partur af bíllausum lífsstíl og nauðsyn í skammdeginu sem skellur á í haust. Þessi ljós eru einstaklega fyrirferðalítil, komast í buxnavasa og það sem meira er er að nútímamanneskjan getur hlaðið ljósin í tölvunni með USB-tengi. Eins ljót og fyrirferðamikil sem hjólaljós geta orðið, þá eru þessi ljós augljós kostur, einfaldlega smellt á með lítilli teyju.
Glæsilegur bistro matseðill Góð þjónusta Huggulegt andrúmsloft Frábær staðsetning
www.cafeparis.is
BÚRHVALURINN FRÁ BIFURKOLLU Búrhvalurinn er nýjasta varan frá Bifurkollu sem er í eigu Jónínu Óskar prentsmíðameistara og maka hennar. Brettin koma í tveimur stærðum. Stærri hvalurinn er 50 cm langt bretti og minni hvalurinn er hugsaður sem skrauthlutur upp í hillu, 16 cm langur. Brettalínan eru unnin aðallega úr eik, eikar límtré, beyki límtré og íslensku birki. Þau eru öll handunnin og smíðuð af hönnuðunum sjálfum. Bifurkolla.com er með verkstæðisverzlun í íshúsi Hafnarfjarðar, Strandgötu 90. www.bifurkolla.com
AMP BORÐLAMPI FRÁ NORMANN Simon Legald hannaði fyrir Normann Copenhagen spennandi, stílhreinan og einfaldan borðlampa sem kallast Amp. Þessi hágæða lampi, með sterku gleri og ílangri peru hefur sína forsögu. Hugmyndin að lampanum kom þegar Simon var að gera við lampamagnara frá 7. áratuginum. Hann heillaðist svo mikið af ljósinu sem kom frá lömpunum sem lýstust upp við mögnunina. Hann ákvað því að hann stærri útgáfu í anda þessara ljósa og úr varð Amp (stytting á ,,amplifier”) lampinn.
Pantanir fara fram á heimasíðu okkar: www.glo.is/verslun Laugavegur 20b · Engjateigur 19 · Hafnarborg · Hæðasmári · Sími 553 1111 · #gloiceland
28
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
NIKE - SNEAKERBALL GAMLA BÍÓ 12. JÚNÍ
SECRETSOLSTICE.IS
EKKI LÁTA ÞIG VANTA Í STÆRSTA PARTÍ SUMARSINS! MIÐASALA Á TIX.IS, Í LUCKY RECORDS OG MOHAWK
#SECRETSOLSTICE
30
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
KVIKMYNDIR ALLIR SÝNINGARTÍMAR Á WWW.SKE.IS
MAD MAX: FURY ROAD
HRÚTAR
LAUGARÁSBÍÓ | ÁLFABAKKI KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
SMÁRABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI
JURASSIC WORLD
STILL ALICE
FAST & FURIOUS 7
SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ ÁLFABAKKI | SAMBÍOIN EGILSHÖLL
BÍÓ PARADÍS
SMÁRABÍÓ
8,6
8,2
7,5
89%
82%
7,7
70%
98%
8,8
GOOD KILL THE WATER DIVINER PITCH PERFECT 2 SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK BORGARBÍÓ AKUREYRI
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL
7,3
61%
AVENGERS: AGE OF ULTRON ÁLFABAKKI | KRINGLUBÍÓ | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
ÁLFABAKKI | SAMBÍÓIN EGILSHÖLL SAMBÍÓIN AKUREYRI | SAMBÍÓIN KEFLAVÍK
6,3
74%
PAUL BLART: MALL COP 2 SMÁRABÍÓ
23%
6,4
74%
8,0 68%
7,3
SAN ANDREAS ÁLFABAKKA | KRINGLUBÍÓ
BAKK SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ | LAUGARÁSBÍÓ | BORGARBÍÓ AKUREYRI
6,6
HOT PURSUIT KRINGLUBÍÓ
50% 4,8
7%
SPOOKS: THE GREATER GOOD SMÁRABÍÓ | HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ AKUREYRI
6,8
59%
LOKSINS HEIM SMÁRABÍÓ
6,8
46%
Heslihnetufrappó Espresso, heslihnetur, súkkulaði, heslihnetusíróp, mjólk, klakar og rjómi
ColdBrew
Kaffi, kaldbruggað í 24 tíma, klakar og sítrónusneið
Mokkafrappó Espresso, kakó, síróp, klakar, rjómi og súkkulaðisósa
Oreofrappó
Espresso, mjólk, síróp, Oreo kexkökur, rjómi, klakar og súkkulaðisósa
Súkkulaðiog bananafrappó Espresso, mjólk, síróp, klakar, súkkulaðisósa og rjómi
Karamellufrappó Espresso, mjólk, karamellusíróp, klakar, rjómi og karamellusósa
SJÁUMST Í SUMAR! SUMARDRYKKIR TE & KAFFI
Oolong- og engifersmoothie
Ávaxtaíste Ávaxtate, klakar og passionsíróp
Oolong-te, mangósmoothie, ferskt engifer og klakar
Matchafrappó
Grænt matcha-te, exotic smoothie og kreist sítróna
Íslatte
Espresso, mjólk, klakar og síróp að eigin vali
og grænt íste
Japanskt grænt te, límonaði, síróp og klakar
Hvítt íste Hvítt te, klakar og ylliberjasíróp
Berjasmoothie Ávaxtate, summerfruit smoothie, jarðarberjaog hindberjasíróp og rjómi
32
HVAÐ ER AÐ SKE HVAÐ ER AÐ SKE
ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 74360 06/15
Náðu í Vegabréf N1 á næstu N1 stöð og byrjaðu strax að safna stimplum. Við hvern stimpil færðu skemmtilega stimpilgjöf. Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum.
Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar! Hluti af ferðasumrinu