![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/4bdcab11aa1db80762e4fdfa3bd6074c.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
Spurningar til forsætisráðherra
EFTIR LILJU KRISTÍNU BIRGISDÓTTUR
Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið á Alþingi síðan 1978 og er því einn þaulsetnasti þingmaður þjóðarinnar frá stofun Lýðveldisins. Hún er jafnframt fyrsti kvenkyns forsætisráðherra þjóðarinnar og hefur stýrt ráðuneyti sínu síðustu fjögur árin á miklum erfiðatímum í sögu þjóðarinnar. Hún sækist ekki eftir áframhaldandi kjöri í næstu þingkosningum og því er ekki úr vegi að spurja Jóhönnu hvernig stjórnmálaferillinn hefur verið. enginn vafi. Í mínum huga vó það enda mjög þungt í ákvörðun minni um að takast verkefnið á hendur, að ella hefði ég verið að bregðast konum þessa lands. Við konur getum ekki krafist aukinna valda og ábyrgðar í samfélaginu en á sama tíma vísað frá okkur tækifærunum þegar þau bjóðast.
Advertisement
Ef þú lítur yfir tíma þinn sem forsætisráðherra, hefur þú einhverja eftirsjá? Nei, ég get ekki sagt það. Auðvitað gæti maður velt fyrir sér hvort eitt eða annað hefði mátt gera
með öðrum hætti en gert var í fordæmalausu aðstæðum og verkefnum liðins kjörtímabils, en slíkar vangaveltur eru í raun til lítils. Ég hef allan tíman lagt mig alla fram og valið þær leiðir sem ég taldi bestar fyrir land og þjóð og í samræmi við mína bestu samvisku. Árangurinn liggur nú fyrir og ég sé ekki eftir að hafa tekið slaginn.
Í 35 ár hefur líf þitt verið helgað pólitíkinni, nú fer þessu kjörtímabili senn að ljúka, hvað tekur við? Það er enn óráðið, en ég kvíði því í engu enda framtíðin full af tækifærum og spennandi verkefnum svo lengi sem mér endist heilsan. Til að byrja með mun ég nú einbeita mér að
Hvað var það sem fyrst vakti áhuga þinn á stjórnmálum? Ég var alinn upp á miklu jafnaðarmannaheimili þar sem barátta ömmu minnar, Jóhönnu Egilsdóttur og starf föður míns Sigurðar Egils Ingimundarsonar fyrir bættum hag verkafólks og lífeyrisþegar var allt um lykjandi. Líklega hef ég þannig fengið stéttarvitundina og jafnaðarmennskuna með móðurmjólkinni ef svo má að orði komast. Ég hef alla tíð verið pólitísk og mun líklega verða.
Þegar þú tókst við embætti forsætisráðherra á Íslandi, fannstu fyrir aukinni pressu sem fyrsta konan til að gegna því embætti? Já, á því er fjölskyldunni sem ég hef lítið séð af síðustu árin.
Þegar þú stígur frá stjórnmálum, fyrir hvað viltu helst láta minnast þín? Ég hef ekki velt því fyrir mér... Ætli það sé ekki helst að hafa verið trú þeim hugsjónum jafnaðarstefnunnar sem ég hef svo lengi barist fyrir.
Hvaða ráðleggingar gæfir þú ungu fólki sem stefnir á þingmennsku í dag? Það á enginn að stefna á þingmennsku, en finni menn hjá sér þörfina og viljann til að berjast fyrir framgangi góðra mála, þá eigum við öll að vera reiðubúin að leggja okkar af mörkum. Þáttaka í stjórnmálastarfi er gríðarlega mikilvæg fyrir framþróun samfélagsins og hvort sem maður leggur slíku starfi lið með þingmennsku eða með öðrum hætti, þá skiptir öllu máli að vera trúr sjálfum sér og þeim hugsjónum sem maður ber í brjósti. Þingmennska er ekki og má aldrei verða venjulegt starf sem einstaklingar stefna á eða halda í sjálfs síns vegna. Þingmennska, ráðherradómur eða önnur störf stjórnmálamanna eru fyrst og síðast tæki og tækifæri til að leggja góðum verkefnum og góðum hugmyndum lið og slík tækifæri verða menn að nýta vel ef þau gefast.