![](https://static.isu.pub/fe/default-story-images/news.jpg?width=720&quality=85%2C50)
2 minute read
Vinalega þjóðin, grein eftir Viktor Stefánsson
Vinalega þjóðin
Í fréttum nýlega kom fram að Ísland væri vinalegasta þjóðin í garð erlendra ferðamanna, Íslendingar bjóði ferðamenn velkomna með mikilli vinsemd og hjálpfýsi og virðast alltaf vera tilbúnir að skemmta sér vel með ferðamönnum á skemmtistöðum miðborgarinnar. En þar sem innflytjendamál hafa verið ofarlega í huga mínum seinustu árin vakti þessi frétt athygli mína og fékk mig til þess að hugsa hver raunveruleg afstaða Íslendinga er gagnvart útlendingum. Er þessi vinsemd Íslendinga í garð útlendinga raunveruleg eða erum við einungis tækifærasinnar sem reyna að hirða hverja krónu sem ferðamenn hafa? Aldrei hef ég heyrt né lesið frétt um hversu samvinnu eða hjálpfúsir Íslendingar eru í garð innflytjenda. Eru ferðamenn og innflytjendur svona ólíkir?
Advertisement
Samkvæmt tölum Hagstofu árið 2010 voru 26.171 innflytjandi á Íslandi sem mynda 8,2% heildaríbúafjölda Íslands. Á góðæristímanum komu hingað fjölskyldur í leit að betri launum og betra lífi á Íslandi og Íslendingum fannst það ágætt þar sem þessar fjölskyldur voru reiðubúnar til þess að vinna þau störf sem Íslendingar vildu ekki sinna. En viðhorf Íslendinga virðist enn einkennast af íhaldssemi,
vantrausti og einangrunarhyggju. Börn innflytjenda virðast verða fyrir aðkasti í skólum, innflytjendur ná oft ekki að tengjast hinu þétta samfélagi Íslendinga, Íslendingar eru óhræddir að finna að íslenskukunnáttu innflytjenda og við Viktor Stefánsson virðumst vera gædd einstökum hæfileikum til að alhæfa um innflytjendur, þeir séu allir glæpamenn eða öfgafullir múslimar. Á sama tíma og Íslendingar lofsyngja fjölmenningarlegar stórborgir á borð við New York og London og fjalla iðulega um frábæra erlenda veitingastaði þá virðast þeir ekki sjá mikinn hag í því að taka á móti stórum hópi innflytjenda nema auðvitað þegar við þurfum að reisa stíflur. Ég kenni mikilli fáfræði um þetta vandamál okkar, t.d. hvað varðar trúmál. Íslendingar virðast almennt hræddir við byggingu mosku í Reykjavík, kristileg gildi skulu vera í hávegum höfð og Þjóðkirkjan skal vernda menningu okkar. Umræðan um Evrópusambandsaðild einkennist einnig af hræðslu við útlendinga og einangrunahyggju. Svo virðist vera að við inngöngu Íslands inn í Evrópusambandið myndu hingað flykkjast útlendingar í stjarnfræðilegu magni og eyðileggja menningu okkar, tungumál og hirða af okkur auðlindirnar. Útlenska yrði móðurmálið og hinir varnarlausu Íslendingar myndu fljótlega verða undirokar erlendra stórþjóða. Eitt allsherjar samsæri. Mér dytti ekki í hug að dreifa hér áróðri um hina mörgu kosti Evrópusambandsins en afstaða Íslendinga gagnvart útlendingum verður að breytast.
Fjölmenningarlegt samfélag sem sýnir hæfni til aðlögunar að breyttum aðstæðum er betur sett til þess að bjóða íbúum sínum betri lífskjör en önnur. Íslendingar myndu óumdeilanlega hagnast á frekari aðkomu innflytjenda þar sem þeir bera með sér venjur, siði og þekkingu sem myndu lífga upp á tilveru Íslendinga og skapa fjölbreytni. Fjölmenningarlegt samfélag stuðlar að mun meira umburðarlyndi og upprætir fáfræði og kynþáttahyggju. Minnumst þess að án utanaðkomandi hjálpar myndum við aldrei ganga í þeim fötum sem við notum, borða þann mat sem við borðum eða njóta góðs af þeirri tækni sem einmitt útlendingar hafa skapað. Í samanburði við þá verðum við alltaf litlu eyjaskeggjarnir sem þurfa á hjálp að halda. Innflytjendur eru komnir til að vera og vinna að þvíað skapa gott samfélag fyrir alla en ferðamennirnir koma og fara. Hverjir eru mikilvægari?
fíf Félag íslenskra félagsvísindamanna - www.bhm.is/fi f - s:581 2720 FélagsfræðingurStjórnmálafræðingurHeimspekingurAfbrotafræðingurMannfræðingurÞjóðfræðingurÞróunarfræðingurSafnafræðingurTrúfræðingurFötlunarfræðingur