![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/e22f1ac4c38c0e92a7e6e8291127902e.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
8 minute read
Erfiðast að flytja til Kína
VIÐTAL VIÐ HJÁLMAR W. HANNESSON OG ÖNNU BIRGIS, SENDIHERRAHJÓN EFTIR BERGLINDI JÓNSDÓTTUR
Hjálmar W. Hannesson stjórnmálafræðingur hefur verið í utanríkisþjónustunni frá árinu 1976 og mun í byrjun sumars fara ásamt konu sinni Önnu Birgis til Kanada til þess að taka við stöðu aðalræðismanns Íslands í Winnipeg.
Advertisement
Berglind Jónsdóttir hitti Hjálmar og fór yfir störf hans sem sendiherra, hvað felst í starfinu og mikilvægi íslensku utanríkisþjónustunnar ásamt því að spjalla við Önnu um líf og störf sendiherrafrúarinnar.
Hjálmar hafði áhuga á námi í Bandaríkjunum og tvítugur flutti hann vestur um haf þar sem hann nam stjórnmálafræði við háskólann í NorðurKarólínu í Chapel Hill. Hjálmar hafði áður lokið kennaraprófi og starfaði sem kennari í MR, í Kennaraskólanum og við Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum við HÍ eftir dvölina í Bandaríkjunum. Hann var síðar hvattur til þess að sækja um starf hjá utanríkisþjónustunni, hóf þar störf þrjátíu ára gamall og ári síðar var hann fluttur til Brussel þar sem hann gegndi stöðu sendiráðsritara í þrjú ár. Frá Brussel fór Hjálmar til Stokkhólms sem sendiráðunautur, var næst skipaður sendiherra í afvopnunar og mannréttindamálum, varð síðar sendiherra í Þýskalandi rétt áður en múrinn féll, setti á laggirnar fyrstu sendiráð Íslands bæði í Peking og Ottawa, var fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og tók síðar við stöðu sendiherra í Washington DC. Frá þessum sendiherrapóstum var hann jafnframt sendiherra í nærri 30 öðrum ríkjum, t.d. Páfaríkinu, Japan, Kúbu og Kóreu.
En hver skildu helstu störf sendiherra vera í íslensku sendiráði? „Í venjulegu sendiráði felst starfið aðallega í þremur þáttum, viðskiptamálum, menningu og pólitík. Viðskiptahlutinn snýr m.a. að aðstoð við að koma á viðskiptatengslum á milli Íslands og viðkomandi ríkis, í menningarhlutanum felast ýmsar uppákomur og mikil landkynningarstarfsemi og pólitíska hliðin er m.a. að sækja fundi fyrir hönd Íslands og koma stefnumálum landsins á framfæri við stjórnvöld annarra ríkja. Einnig er hluti starfsins borgaraþjónusta við Íslendinga í viðkomandi ríki, að heimsækja íslenska fanga, aðstoða ferðamenn sem lenda í vandræðum o.s.frv. Störf í fastanefndum eru annars eðlis og sérhæfðari.”
Hjálmar segist geta nefnt þrjá hápunkta ferils síns og einn þeirra sé að hafa verið í Þýskalandi þegar Berlínarmúrinn féll. ,,Ég varð sendiherra í VesturÞýskalandi í september 1989 og múrinn fellur þarna tveimur mánuðum síðar. Það vildi svo til að á þessum tíma var sendiherrann í Moskvu farinn heim, en hann hafði séð um AusturÞýskaland. Og því fór það svo að ég varð einn þriggja erlendra sendiherra í Bonn sem varð jafnframt sendiherra í AusturÞýskalandi áður en það hvarf við sameininguna 3. okt. 1990. Svo það má segja að við sameinuðum þannig Þýskaland á undan Þjóðverjum!”
Annan hápunkt segir Hjálmar hafa verið að hafa tekið þátt í stofnun fyrsta íslenska sendiráðsins í Kína. ,,Það var mikill hörgull á heppilegu húsnæði í Peking á þessum tíma því þarna voru fyrrum Sovétlýðveldin öll og fleiri ný ríki nýbúin að opna sendiráð. Skrifstofan var því fyrstu sex vikurnar eftir opnun á Hilton hótelinu þar sem við gistum í Peking. Það er auðvitað mikill tímamunur á Kína og Íslandi svo þegar ég var búinn að loka skrifstofunni í Kína á daginn þá fór ég að taka við erindum frá Íslandi og oft var vinnudagurinn frá hálfníu á morgnanna til miðnættis fyrsta hálfa árið. Þetta var heilmikil vinna en á sama tíma ótrúlega gaman og mikil upplifun. Að opna sendiráð Íslands í Ottawa, höfuðborg Kanada, var létt verk miðað við Peking.”
Hjálmar talar um að þriðji hápunktur ferils síns hafi verið þegar hann var sendur til New York árið 2003 til þess að vera fastafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann var tvisvar kjörinn einn af varaforsetum ECOSOC og eitt ár varaforseti allsherjaraþingsins. Mestur tími starfs hans í NY fór í að afla fylgis við framboð Íslands til Öryggisráðsins en framboðið var ákveðið árið 1998 af þáverandi ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. „Þetta var gríðarlega spennandi og mikil vinna. Það voru tvö sæti sem þrjú ríki kepptust um, Tyrkland, Austurríki og Ísland. Tyrkir virtust líklegir til þess að komast inn í fyrstu umferð. Kosningarnar voru 17. október 2008 og við vorum búin að gera fullt af samningum við ríki um að styðja okkur. Við áttum mikla möguleika á því að komast inn en svo verður hrunið á Íslandi þann 6. október, ellefu dögum fyrir kosningarnar. Almennt er talið að það hafi gert það að verkum að Austurríki marði það að komast inn í fyrstu umferð.”
Hvað myndirðu segja að væri annars vegar það erfiðasta við starf sendiherra og hins vegar það skemmtilegasta? „Ætli það erfiðasta séu ekki flutningarnir. Þeir geta verið afskaplega erfiðir fyrir fjölskyldur diplómata en eru á sama tíma mjög spennandi. Það skemmtilegasta við starfið er að hitta jákvætt og áhugavert fólk. Starfið snýst að miklu leyti um að umgangast fólk svo maður verður að hafa gaman af því til þess að geta sinnt starfinu vel.”
Síðustu ár hafa ýmsir talað um að sendiráðin séu óþörf og að peningum skattborgara væri betur varið annars staðar. Hvað myndir þú segja við þessu? ,,Auðvitað ber okkur að fara vel með peninga skattborgarans jafnt þarna sem annars staðar í
Við erum að gera mikið fyrir lítinn pening, ekki viljum við loka á SÞ, ekki lokum við í Brussel, hvað þá í Frakklandi, Þýskalandi eða í Bandaríkjunum þar sem er mikilvægt að viðhalda sterkum tengslum. Viljum við loka í Kína þar sem er annað stærsta hagkerfi heims eða viljum við loka á mikilvæg sambönd við Norðurlöndin?
„Ætli það erfiðasta séu ekki flutningarnir. Þeir geta verið afskaplega erfiðir fyrir fjölskyldur diplómata en eru á sama tíma mjög spennandi," segir Hjálmar W. Hannesson, aðalsræðimaður Íslands í Winnipeg.
ríkisrekstrinum en hefðbundin íslensk utanríkisþjónusta kostar aðeins um 0,5 til 0,7% af útgjöldum ríkisins á ári. Að halda úti utanríkisþjónustu er mjög mikilvægt fyrir sjálfstætt ríki. Öll ríki heimsins, sama hversu smá, hafa einhverskonar utanríkisþjónustur. Þetta er nauðsynlegt til þess að geta verið í mikilvægum samskiptum við aðrar þjóðir m.a. á sviði viðskipta. Persónuleg tengsl koma ríkjunum alltaf til góða. Við erum að gera mikið fyrir lítinn pening, ekki viljum við loka á SÞ, ekki lokum við í Brussel, hvað þá í Frakklandi, Þýskalandi eða í Bandaríkjunum þar sem er mikilvægt að viðhalda sterkum tengslum. Viljum við loka í Kína þar sem er annað stærsta hagkerfi heims eða viljum við loka á mikilvæg sambönd við Norðurlöndin? Ef við lokum sendiráði, til dæmis í Kanada, þá loka þeir hér á gagnkvæmnisgrundvelli.
Það var búið að tengja fyrir okkur fína þvottavél sem henni leist ekki alveg nógu vel á og með aðstoð bílstjórans, sem talaði góða ensku, kom í ljós að hún óskaði eftir því að keypt yrði þvottabretti! Henni fannst þvottavélin hreinlega ekki þvo nógu vel og var vön að þvo á þvottabretti svo það var auðvitað keypt í snatri.
Þá færi nú lítið fyrir sparnaði og yrði jafnvel tap fyrir íslenska hagkerfið í heild.”
Aðspurður segir Hjálmar að fyrir þá stjórnmálafræðinema sem hafa áhuga á diplómatastarfinu sé mikilvægt að hafa reynslu í farteskinu. „Fyrst og fremst þarf að hafa a.m.k. masterspróf, helst í einhverju tengdu alþjóðastjórnmálum og skrifa góða mastersritgerð um eitthvað tengt Íslandi og umheiminum. Til að öðlast reynslu væri sniðugt að sækja um starfsnám í utanríkisráðuneytinu eða hjá alþjóðastofnunum, því meiri reynsla, því betra.”
Hjálmar og kona hans Anna, fagna nú í apríl 47 ára brúðkaupsafmæli sínu og hefur Anna sinnt sendiherrafrúarstarfinu af miklum áhuga.
Hún segir að flestar íslenskar sendiherrafrúr vinni heilmikið og þetta snúist auðvitað mikið um samstarf hjónanna. Ríkið fái í raun “tvo fyrir einn”. ,,Það er ekki ætlast til þess að við (sendiherrafrúr) vinnum úti og það myndi alls ekki ganga í mörgum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum, vegna atvinnuleyfis og þess háttar.”
Er alltaf vinnufólk sem sinnir heimilinu í sendiráðsbústöðum? ,,Nei, það er ekki vinnufólk á heimilinu nema að við kjósum það og þá borgum við þeirra laun úr eigin vasa. Stundum er það þannig, til dæmis eins og í Washington, að þá höfðu fyrrum sendiherrahjónin verið með konu í vinnu á heimilinu og við héldum henni þegar við tókum við. Þar er mikið um heimsóknir og gott að vera með hjálp en
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/45524c8c156a513f2780a372fe2add54.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
Hjálmar og Anna ásamt Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, og konu hans Michelle Obama.
ein af skyldum sendiherra er að halda móttökur og matarboð í sendiherrabústöðunum.”
Anna hefur alls ekki setið aðgerðalaus sem sendiherrafrú og hefur alltaf tekið virkan þátt í margskonar félagsstörfum. Í New York t.d. stofnaði hún ásamt fleiri eiginkonum diplómata félagið UN Women for Peace sem hefur styrkt konur til mastersnáms við friðarháskólann í Costa Rica. ,,Við vildum vekja fólk til umhugsunar á stöðu kvenna í heiminum. Við héldum góðgerðaviðburði eins og tíðkast í NY, meðal annars stóra menningarveislu í allsherjarþingssalnum þar sem peningum var safnað. Fyrsta árið styrktum við fjórar konur til náms og höfum nú styrkt alls tólf konur frá stofnun félagsins.” Anna var fyrsti formaður félagsins og situr enn í stjórn þess. Á Stokkhólmsárunum var Anna formaður félags diplómatakvenna, svo fátt eitt sé nefnt.
Beðin að rifja upp eftirminnileg og skemmtileg dæmi úr lífi sendiherrafrúarinnar segir Anna að sem betur fer sé svo margt skemmtilegt við þetta starf.
,,Ég hef haft mjög mikla ánægju af dvöl okkar, á öllum þeim stöðum sem við höfum verið á, en Kína var örugglega mesta upplifunin, en um leið var erfiðast að flytja þangað. Þar er mikil mengun og óhreinindi sem við á Íslandi erum ekki vön en ég þurfti bara að sparka af mér háu hælunum og njóta þess sem landið hafði upp á að bjóða. Ég slóst í hóp með konum sem hjóluðu reglulega um Peking og þannig kynntist ég borginni á mjög skemmtilegan hátt. Ætli ein skemmtilegasta sagan sé ekki frá því við vorum í Peking, en þá var kona sem kom til okkar og sá um þvottinn ásamt öðru. Það var búið að tengja fyrir okkur fína þvottavél sem henni leist ekki alveg nógu vel á og með aðstoð bílstjórans, sem talaði góða ensku, kom í ljós að hún óskaði eftir því að keypt yrði þvottabretti! Henni fannst þvottavélin hreinlega ekki þvo nógu vel og var vön að þvo á þvottabretti svo það var auðvitað keypt í snatri.”
Íslenska leiðin þakkar hjónunum Hjálmari og Önnu fyrir viðtalið og óskar þeim velfarnaðar í Winnipeg.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/271456461a40ab981f0149ff65d05c07.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/5bda881d6318801a8fc01e84b17acca0.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/a2aee39595fad2d1c72f714d3d64eebd.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/221208222644-0825edad9bc646c38f1e837691da7e73/v1/191f93830895452b51169c7a3b4e78c9.jpeg?width=720&quality=85%2C50)