
2 minute read
Golfmót hjúkrunarfræðinga
Kolbrún Gísladóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Ásta Júlía Björnsdóttir, Lilja Ásgeirsdóttir og Guðrún Jónsdóttir en þær skipulögðu mótið.
Gleðin við völd á golfmóti hjúkrunarfræðinga
Advertisement
Umsjón: Ari Brynjólfsson
Það var mikið fjör hjá hjúkrunarfræðingunum sem tóku þátt í árlegu golfmóti hjúkrunarfræðinga sem fram fór á golfvelli Kiðjabergs, einum fallegasti golfvelli landsins, þann 16. júní síðastliðinn. Svolítill vindur og örlítil rigning var á vellinum en það hafði engin áhrif á stemninguna eins og sjá má á þessum myndum.
Verðlaunaafhending fór svo fram í golfskálanum þar sem hjúkrunarfræðingar, margir hverjir rauðir í kinnum eftir daginn, gæddu sér á heitri súpu.
Sigurvegarar mótsins:
Sigrún Ragnarsdóttir hreppti fyrsta sætið, Ingunn Steinþórsdóttir var í öðru sæti og Theodóra Gunnarsdóttir því þriðja.


Ágústa Áróra, Margrét Halldórsdóttir og Brynja Laxdal

Kristbjörg Leósdóttir, Þóra Gerða Geirsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir og Sonja Guðjónsdóttir Hrönn Harðardóttir, Erla Björk Sverrisdóttir, Valfríður Möller og Guðrún Björg Guðmundsdóttir


Magnea Vilhjálmsdóttir, Arna Magnúsdóttir, Þóranna Halldórsdóttir og Björg Viggósdóttir

Takk fyrir stuðninginn



Kjararáðstefna
Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Selfoss

3. og 4. október 2022
Kjararáðstefnan er fyrst og fremst ætluð trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga auk annarra sem koma að kjarasamningsviðræðum Tilgangur ráðstefnunnar er að undirbúa kröfugerð Fíh fyrir komandi kjarasamninga Á ráðstefnunni verður farið yfir niðurstöður kannanna vegna kjarasamninga og styttingu vinnuvikunnar Unnið verður í vinnuhópum þar sem fjallað verður um starfsumhverfi og réttindi Farið verður með rútu frá Reykjavík til Selfoss þar sem gist verður í eina nótt Skráning á ráðstefnuna þarf að berast fyrir kl. 12, föstudaginn 16. september, á eva@hjukrun.is
Er starfandi trúnaðarmaður á þinni deild?
Viltu hafa áhrif á launa- og starfskjör þín og annarra hjúkrunarfræðinga?

Mjög mikilvægt er að trúnaðarmaður sé til staðar á starfseiningum hjúkrunarfræðinga
Fíh leitar að hjúkrunarfræðingum til að taka að sér hlutverk trúnaðarmanna nú í aðdraganda að undirbúningi kjarasamninga á þeim starfseiningum sem vantar trúnaðarmenn
Fíh heldur námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins tvisvar á ári og á námskeiðinu eru trúnaðarmenn upplýstir um stöðu kjaramála eða annarra mála er varða hjúkrunarfræðinga Meginhlutverk trúnaðarmanna er að: • Vera tengiliðir milli hjúkrunarfræðinga og stjórnenda • Koma upplýsingum um kjara- og réttindamál til hjúkrunarfræðinga • Standa vörð um réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga • Kynna sér ítarlega kjarasamninga Fíh • Upplýsa hjúkrunarfræðinga um ný og breytt atriði kjarasamninga • Fylgjast með að réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga séu virt • Taka við kvörtunum og fyrirspurnum hjúkrunarfræðinga, leita svara við þeim eða koma þeim í viðeigandi farveg innan stofnunar eða hjá kjara- og réttindasviði Fíh