Kolbrún Gísladóttir, Sólveig Kristjánsdóttir, Ásta Júlía Björnsdóttir, Lilja Ásgeirsdóttir og Guðrún Jónsdóttir en þær skipulögðu mótið.
Gleðin við völd á golfmóti hjúkrunarfræðinga Umsjón: Ari Brynjólfsson
Það var mikið fjör hjá hjúkrunarfræðingunum sem tóku þátt í árlegu golfmóti hjúkrunarfræðinga sem fram fór á golfvelli Kiðjabergs, einum fallegasti golfvelli landsins, þann 16. júní síðastliðinn. Svolítill vindur og örlítil rigning var á vellinum en það hafði engin áhrif á stemninguna eins og sjá má á þessum myndum. Verðlaunaafhending fór svo fram í golfskálanum þar sem hjúkrunarfræðingar, margir hverjir rauðir í kinnum eftir daginn, gæddu sér á heitri súpu.
Sigurvegarar mótsins:
Sigrún Ragnarsdóttir hreppti fyrsta sætið, Ingunn Steinþórsdóttir var í öðru sæti og Theodóra Gunnarsdóttir því þriðja.
16
Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022