1 minute read

Það styttist í næstu kjaraviðræður

Next Article
ENGLISH SUMMARY

ENGLISH SUMMARY

Félagið hefur gengið frá kjarasamningum til eins árs við flesta sína viðsemjendur og gilda þeir samningar til marsloka á næsta ári. Undirbúningur fyrir komandi kjaraviðræður er því þegar hafinn, strax í kjölfar nýrra samninga.

Skrifað var undir kjarasamning við Reykjavíkurborg 4. apríl og 12. apríl við ríkið. Þann 17. maí var gengið frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og þegar blaðið fór í prentun voru viðræður við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vel á veg komnar.

Advertisement

Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024. Auk hækkunar á launatöflu var samið um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata. En þá var einnig stigið mikilvægt skref með nýjum kjarasamningum þar sem aðilar sammæltust um tímasetta verkáætlun um mikilvæg atriði sem unnið verður að á samningstímanum. Þannig verður farið markvisst í að kortleggja störf og launaröðun hjúkrunarfræðinga og er undirbúningur þegar hafinn að þeirri vinnu. Þá verða störf hjúkrunarfræðinga borin saman við störf annarra háskólamenntaðra sérfræðinga og eru þegar hafin samtöl um endurskoðun stofnanasamninga og fyrirkomulag viðbótarlauna.

Hálfrar aldar afmæli í haust

Í haust eru heil 50 ár liðin frá því að fyrstu stúdentarnir hófu nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og mun Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild fagna þeim tímamótum föstudaginn 29. september nk. kl. 15:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands.

Dagskrá fyrir fögnuðinn er enn í smíðum og er hjúkrunarfræðingum bent á að fylgjast með frekari fréttum af viðburðinum á vef félagsins, hjukrun.is.

This article is from: