4 minute read

Ísetning miðlægra

bláæðaleggja af hjúkrunarfræðingum Vökudeildar

Á Vökudeild Landspítala leggjast inn fyrirburar og veikir nýburar að þriggja mánaða aldri. Til þess að gefa næringu, lyf og vökva geta þessir sjúklingar þurft miðlægan bláæðalegg. Til eru ýmsar tegundir miðlægra bláæðaleggja en yfirleitt eru PICC-línur valdar fyrir þessa sjúklinga. PICC-línur (e. peripherally inserted central catheter) eru þræddar inn um útlæga æð í handlegg, fæti eða höfði. Lengi vel voru þessar ísetningar í höndum nýburalækna en nú sér teymi hjúkrunarfræðinga á Vökudeild um ísetningu leggjanna.

Advertisement

PICC-teymi Vökudeildar

Aðdragandi þess að stofnað var sérstakt PICC-teymi skipað hjúkrunarfræðingum var að Björk Áskelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, hóf störf á deildinni en hún hafði starfaði um árabil í Svíþjóð. Við störf á nýburagjörgæslu þar í landi fór Björk á námskeið og hlaut þjálfun í uppsetningu PICC-leggja. Þegar Björk hóf störf á Vökudeildinni eftir flutning heim til Íslands tíðkaðist annað vinnulag en nýburalæknar sáu um að leggja PICClínur. Björk fór fljótlega að leggja PICC-línur í samráði við lækna deildarinnar og nokkrum árum seinna var PICC-teymi hjúkrunarfræðinga stofnað. Það er skipað um 10 hjúkrunarfræðingum sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í uppsetningu leggjana.

Árangur verkefnis góður

Verkefnið hefur gengið vel. Almenn ánægja er meðal starfsfólks á deildinni með nýja teymið, og góð samvinna hefur verið við nýburalækna. Meðlimir PICC-teymisins vinna að stöðugum umbótum, til dæmis voru fengnir skurðhjúkrunarfræðingar til að þjálfa teymið og ganga úr skugga um að vinnulag teymisins væri fullnægjandi hvað varðar hreinlæti og steril vinnubrögð við uppsetningu leggjanna. PICC-dagur er haldinn einu sinni á ári með teyminu til að fara yfir ísetningu, umbúðir og nýjar rannsóknarniðurstöður. Vökudeildin fylgist vel með tíðni línusýkinga og hefur hún haldist óbreytt eða lægri frá því að teymið hóf störf.

Ísetning PICC-leggja

Mikilvægt er að tryggja hreinlæti við ísetningu en setja þarf upp steríla vinnuaðstöðu og þurfa hjúkrunarfræðingarnir að klæðast sterílum sloppi og hönskum. Mæla þarf hversu langt inn línan þarf að þræðast til að hún endi í stórri holæð. Finna þarf álitlega æð í útlim eða höfði til að þræða í en línan er þrædd í gegnum venjulegan æðalegg sem hefur verið settur upp í útlæga æð. Þegar línan er komin nógu langt inn þarf svo að meta staðsetningu með röntgenmynd. Ávallt er reynt að hafa tvo hjúkrunarfræðinga úr teyminu sterila við ísetningu PICC-leggja eða hjúkrunarfræðing úr teymi ásamt nýburalækni. Ísetningin er gerð á Vökudeildinni á stæði barns og því getur verið flókið að halda sterilu umhverfi. Sjúklingar deildarinnar eru smávaxnir og viðkvæmir og æðaaðgangur því oft takmarkaður, ísetning PICC leggja getur því verið áskorun og krefst góðrar samvinnu.

Hjúkrun við ísetningu PICC-leggja

Að setja upp PICC-legg krefst margra handa. Fyrir utan þá hjúkrunarfræðinga sem setja inn legginn, þarf einn hjúkrunarfræðingur að vera í kring til að aðstoða teymið og annan hjúkrunarfræðing sem sér alfarið um að sinna barninu og veita stuðning og verkjastillingu.

Þegar höfundur fékk að fylgjast með störfum teymisins var augljóst hversu mikla hjúkrun þurfti að veita barninu sem var að fá PICC-línu. Í upphafi var gætt að því að barnið væri nýbúið að drekka og að bleyjan væri hrein. Barnið var vafið inn í teppi og hjúkrunarfræðingur hélt utan um barnið á meðan ísetningunni stóð en slíkt veldur öryggistilfinningu. Sami hjúkrunarfræðingur mat verki nýburans og gaf því súkrósu um munn til verkjastillingar eftir þörfum. Þetta eru allt leiðir til að barninu líði sem best á meðan á inngripinu stendur, en sársauki og streita er talin geta haft ýmis neikvæð áhrif á þroska nýburans

Að lokum

Um er að ræða verkefni sem hefur heppnast vel. Það er engin spurning að hjúkrunarfræðingar geta lagt miðlæga æðaleggi líkt og PICC-línur. Í hjúkrun eru án efa ýmis vannýtt tækifæri til að víkka út starfssvið hjúkrunarfræðinga og fela þeim aukin verkefni. Með hjúkrunarmeðferðum má svo draga úr óþarfa streitu á nýburann sem getur fylgt inngripinu. Verkefnið er líka dæmi um hvað það er mikilvægt að fá hjúkrunarfræðinga til starfa á Íslandi sem hafa starfað erlendis og koma með nýja þekkingu og starfshætti til landsins.

Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum

Tilgangur ÚTDRÁTTUR

Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að lýsa áhrifum COVID-19-faraldursins á líðan og nám hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og hins vegar að lýsa viðhorfum nemenda til breytinga sem gerðar voru á námsumhverfi þeirra á tímum faraldursins.

Aðferð

Rannsóknin var eigindleg. Þátttakendur voru samtals 15: fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri, fimm nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og fimm nemendur í framhaldsnámi við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Í heildina voru fjögur rýnihópaviðtöl tekin með fjarfundarbúnaði á vormánuðum 2021. Niðurstöðurnar voru þemagreindar með aðferð Braun og Clarke (2012).

Niðurstöður

Greind voru tvö meginþemu og sjö undirþemu. Meginþemað „Svo skellur covid á“ lýsir þeirri óreiðu og óvissu sem nemendur fundu fyrir, upplifun þeirra á skyndilegri breytingu á námsumhverfi og kennsluaðferðum, sem og áskorunum sem þeir mættu í klínísku námi. Þemað „Krefjandi tímar“ lýsir því hvernig nemendunum fannst þeir vera einir og því mikla álagi sem þeir voru undir bæði í námi og einkalífi á tímum faraldursins. Nemendur lýstu ótta við að bera smit og þörf fyrir stuðning var mikil, en hann fengu nemendur frá fjölskyldu og samnemendum en fáir þeirra voru meðvitaðir um eða nýttu sér þá aðstoð sem skólarnir buðu upp á.

Ályktun

Fordæmalausar samkomutakmarkanir á tímum faraldursins höfðu margþætt áhrif á bóklegt og klínískt nám nemendanna sem og á líðan þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að nægur stuðningur sé frá kennurum og námsráðgjöfum sem og mikilvægi góðs aðgengis að tækniaðstoð.

Lykilorð:

Nemendur, hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, líðan, COVID-19.

Hagn Ting Ranns Knarni Ursta Na

„Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“

Nýjungar: Rannsóknin er fyrsta rannsóknin sem lýsir upplifun nemenda í hjúkrunar- og ljósmóðurfræði á þeim breytingum sem urðu á námsumhverfi meðan farsóttin geisaði af mestum krafti á Íslandi.

Hagnýting: Niðurstöður rannsóknarinnar má nota við skipulagningu náms þegar bregðast þarf við neyðarástandi líku því sem myndaðist í COVID-19-faraldrinum sem og til að bæta fjarkennslu.

Þekking: Fjarnám hefur marga kosti fyrir nemendur en krefst góðs undirbúnings bæði nemenda og kennara sem og góðs kennslufræðilegs og tæknilegs stuðnings.

Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður rannsóknarinnar auka þekkingu og skilning hjúkrunarfræðinga á líðan nemenda og námsumhverfinu á þessum tíma og mikilvægi stuðnings við nemendur við erfiðar aðstæður.

Höfundar

MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR

Hjúkrunarfræðideild Háskólans á

Akureyri

GÍSLI KORT KRISTÓFERSSON

Hjúkrunarfræðideild Háskólans á

Akureyri

ERLA KOLBRÚN SVAVARSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

HERDÍS SVEINSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

HRUND SCH. THORSTEINSSON

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

JÓHANNA BERNHARÐSDÓTTIR

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

BIRNA G. FLYGENRING

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Háskóla Íslands og Landspítala

This article is from: