15 minute read

Væri til í að prófa að starfa á gjörgæsludeild

Next Article
ENGLISH SUMMARY

ENGLISH SUMMARY

Ru Landi

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég vildi mennta mig í heilbrigðisvísindum, prófaði að fara í sálfræði en fannst það ekki henta mér. Hafði leitt hugann að hjúkrun en sá það ekki sem raunverulegan kost fyrr en ég fór að starfa sem ófaglærður starfsmaður í kringum hjúkrunarfræðinga. Þá var það engin spurning í mínum huga að fara í hjúkrunarfræði.

Advertisement

Framhaldsnám? Ég er að ljúka meistaranámi í gjörgæsluhjúkrun.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa á gjörgæsludeildinni á Hringbraut. Það besta við starfið er hvað það er ánægjulegt þegar fólk nær bata eftir erfið veikindi. Það er toppurinn og það allra besta við starfið.

26. október 1995.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2020.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er svo heppinn að vera í draumastarfinu á frábærum vinnustað. Að mínu mati er gjörgæsluhjúkrun mest spennandi hjúkrunin.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Skemmtilegustu vaktirnar eru þær sem eru krefjandi með flóknum verkefnum en með úrræðagóðu samstarfsfólki tekst að leysa öll verkefni. Næturvaktir hafa sinn sjarma, vaktin stendur þétt saman þegar fáar hendur eru í húsi. En næturvaktaþreyta er hins vegar leiðinlegur fylgifiskur næturvakta.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei, ég hef ekki gert það.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Já, það væri gaman að prófa að starfa á gjörgæsludeild erlendis.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Ekki gleyma því að þú kannt fullt og það sem þú kannt ekki lærir þú með tímanum.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Hún var skemmtileg, það var greinilega fagfólk sem sá um þessa myndatöku.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Mjög jákvæð og skemmtileg.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Það eru svo margir hjúkrunarfræðingar sem eru að gera flotta hluti, ég held að nýjasta fyrirmynd mín sé Kristín Gunnarsdóttir á gjörgæsludeildinni í Fossvogi. Ég fékk að vinna með henni nokkrar vaktir í haust og hún er algjör töffari og líka fagmanneskja fram í fingurgóma.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Að leita lausna í stað þess að horfa of mikið á vandamálin er eiginleiki sem nýtist vel í starfi.

Hver er draumurinn? Að fara hraustur og heilbrigður í gegnum lífið.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ferðast um landið, ég ætla að byrja fríið á Hornströndum.

Besta leiðin til að slaka á? Fara út að hjóla, ganga eða hlaupa er besta ráðið til að vinda ofan af sér.

Langar að fara til Ástralíu að vinna við hjúkrun

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Vegna þeirra fjölmörgu möguleika sem hjúkrunarfræði býður upp á.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa víða, flakka reglulega milli bráðamóttöku og gjörgæsludeildar Landspítala. Ég starfa sem kennslustjóri hermináms á menntadeild Landspítala og einnig sem aðjúnkt við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ.

Þorsteinn Jónsson fæddur 11. mars 1976.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Útskrifaðist úr grunnnámi frá HÍ árið 2002, og lauk MS námi, með áherslu á bráða- og gjörgæsluhjúkrun, frá sama háskóla árið 2007.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Það sem ég er að gera í dag, að blanda saman klíník, kennslu og rannsóknavinnu.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Þegar vel gengur með bráð- og alvarlega veika sjúklinga.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Mig hefur lengi langað að fara til Ástralíu og starfa þar.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Að horfa jákvætt og með opnum huga á alla þætti hjúkrunar því hjúkrun getur verið svo miklu meira en það sem virðist vera í fyrstu.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh?

Gaman, hress ritstjóri og myndasmiður.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Fremur lítil enn sem komið er.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Lovísa Baldursdóttir er líklega allra besti hjúkrunarfræðingur sem Ísland hefur alið, og fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Að búa yfir færni til að lesa aðstæður, ástand og líðan fólks, sem og hafa áhuga á mannlegri tilveru.

Hver er draumurinn? Verða frískt gamalmenni og aka um heiminn á mótorhjóli.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Lifa og njóta, slaka á.

Besta leiðin til að slaka á? Keyra mótorhjól og drekka góðan bjór, þó ekki bæði í einu.

Margrét Dís Yeoman fædd 14. ágúst 1997.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr Háskólanum á Akureyri í júní 2021.

Draumurinn að geta litið til baka og séð að starfið hafi skipt

M Li Og Stu La A B Ttum L Fsg Um Ja Arsettra H Pa

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég heillaðist af hjúkrunarfræðingum þegar ég vann sem ritari og í býtibúri á LSH eitt sumar með menntaskóla. Að auki fannst mér líffræði og sálfræði skemmtileg fög í menntaskóla og hugsaði að starfið væri fullkomin blanda af þessu tvennu. Hugur minn leitaði snemma í að starfa við eitthvað tengt geðheilbrigði.

Framhaldsnám? Ég stunda ekki né hef lokið framhaldsnámi. Eins og er finnst mér starfið mitt, auk þess að ná mér í reynslu, vera mikill skóli en ætli ég skelli mér ekki einn daginn í framhaldsnám.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur skaðaminnkunar í skaðaminnkunarteymi Rauða krossins. Þar hef ég starfað í eitt ár í Ylju – fyrsta neyslurými landsins, ásamt því að sjá um heilbrigðisþjónustu Frú Ragnheiðar. Það besta við starfið er að fá að kynnast mögnuðum einstaklingum sem hafa gengið í gegnum meira en við flest, hlusta á þá, læra af þeim og þróa þjónustu sem mætir þeirra þörfum. Það eru líka forréttindi að vera umkringd samstarfsfólki sem hugsar út fyrir kassann og starfar með hugsjón fyrir bættum mannréttindum og mannúð.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Hver dagur í mínu starfi er ófyrirsjáanlegur og aldrei eins og dagurinn á undan. Eins og oft fylgir hjúkrun og mannúðarstörfum geta dagarnir verið léttir og skemmtilegir en þeir geta líka verið mjög þungir og sorglegir. Það er einmitt þessi fjölbreytni sem gerir starfið svo kraftmikið og gefandi.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Nei, ég hef ekki verið svo djörf. Ég hef hins vegar fengið tækifæri í starfi mínu til að ferðast erlendis í þeim tilgangi að sjá hvernig hlutir eru gerðir annars staðar og ég hef lært mikið af því. Ég hef til að mynda skoðað og tekið vakt í neyslurými í Kaupmannahöfn og fer svo til Noregs að gera slíkt hið sama núna í maí.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Aldrei hætta að læra, fræðast, spyrja og hafa gagnrýnisgleraugun uppi. Þótt hlutir hafi alltaf verið gerðir á einhvern hátt þarf það ekki endilega að vera rétta og besta leiðin. Hafa það í huga að við lærum ekki síður af þjónustuþegum okkar, það er lykilatriði að hlusta á þeirra raddir og mæta þeim með virðingu og samhyggð til þess að geta veitt góða hjúkrun. Svo kemst ekkert okkar hjá því að misstíga sig en þá er mikilvægt að sýna sjálfum sér mildi, vera óhrædd við að viðurkenna mistök og læra af reynslunni.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var skemmtileg upplifun og mikill heiður, það var samt svolítið kalt!

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Mér finnst þau hafa verið góð, enda mjög áhugaverð og mikilvæg herferð til að veita innsýn í það hversu fjölbreytt og mikilvæg þessi stétt er.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Þær eru margar. Ég hef ásett mér að læra af samstarfsfólki mínu og tileinka mér þau vinnubrögð sem mér finnst góð. Ég verð ég að nefna Önnu Tómasdóttur, Helgu Sif Friðjónsdóttur, Kristínu Davíðsdóttur og Þórönnu Ólafsdóttur. Ég vil svo líka nefna nokkrar konur sem tengjast mér meira persónulega og eru líka mínar fyrirmyndir en það eru þær Sigrún Benedikta Guðmundsdóttir, Þórhildur María Jónsdóttir og Sóley Diljá Stefánsdóttir.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Þolinmæði, nærgætni, útsjónarsemi og að geta haldið í húmorinn.

Hver er draumurinn? Það er stór spurning, ætli það sé ekki að geta litið til baka og séð að vinnan hafi skipt máli og stuðlað að bættum lífsgæðum jaðarsettra hópa. Þó svo að maður hefði nú viljað að það gerðist mun hraðar og þætti það sjálfsagðara en er raunin.

Besta leiðin til að slaka á? Ég er nýfarin að stunda sund og mér finnst ég koma mjög endurnærð upp úr lauginni eftir sundsprett, heita og kalda pottinn og gufu.

Sigríður María Atladóttir fædd 22. mars 1977.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2004.

Fyrirmyndirnar eru einlægar og auðmjúkar

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Það kom fátt annað til greina en hjúkrun því hjúkrun er bara best.

Framhaldsnám? Ég kláraði meistaranám í barnahjúkrun með áherslu á veika nýbura árið 2017.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa á Vökudeild sem er nýbura- og ungbarnagjörgæsla.

Það er svo frábært að upplifa það að mín handtök, orð og þekking leiða til þess að barni, foreldri eða samstarfsmanni líði betur. Mér finnst líka svo geggjað að vinna með mögnuðu fagfólki sem er alltaf að leggja sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er klárlega í draumastarfinu mínu innan hjúkrunar.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/ vinnudagarnir? Skemmtilegustu vaktirnar eru þegar er nóg að gera og allir eru uppi á dekki að gera og græja og allt gengur upp. Þegar allir hafa akkúrat nægan tíma til að sinna verkefnum sínum.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Já, ég hef unnið í Noregi á nýburagjörgæsludeildum.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Hlúðu að sjálfum þér og haltu áfram að læra og þroskast. Leitaðu að jákvæðum fyrirmyndum og mundu að þú kennir okkur alveg eins og þú lærir af okkur.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var alveg taugastrekkjandi og stressandi.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á margar fyrirmyndir og það sem einkennir mínar fyrirmyndir er að þær hafa ástríðu fyrir starfinu. Eru einlægar og auðmjúkar og gefa þeim sem eru í kringum sig styrk og kraft til að kalla fram það besta í sjálfum sér.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Góð samskiptafærni er gríðarlega mikilvægur eiginleiki í starfi. Að geta haft góða yfirsýn, þekkja einkenni um breytingar og geta brugðist við þeim hvort sem það eru breytingar á ástandi sjúklings eða í umhverfinu, það er mikill kostur.

Hver er draumurinn? Ég er eiginlega bara að lifa minn draum.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Sumarfrí … hver þarf sumarfrí?

Besta leiðin til að slaka á? Að leyfa sér að slaka og gera það sem veitir manni ánægju sem getur verið svo margt.

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég veit eiginlega ekki hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu. Það var að einhverju leyti praktísk ákvörðun því ég sá fyrir mér að geta fengið vinnu hvar sem er í heiminum. Mig langaði líka að vinna með fólki og þó að ýmislegt annað hafi komið til greina var ég ákveðin í að velja ekki nám sem leiddi til starfa við kennslu. Ég ætlaði alls ekki að verða kennari en það er jú einmitt það sem ég er í dag.

Framhaldsnám? Þverfaglegt meistaranám í verkjafræðum frá Háskólanum í Cardiff í Wales 2005. Doktorspróf frá Hjúkrunarfræðideild HÍ 2014.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa við Háskólann á Akureyri sem dósent og deildarforseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum. Það er margt skemmtilegt við starfið en hvetjandi starfsumhverfi og möguleikar til að þróast í starfi er það sem vegur þyngst. Í starfi mínu fæ ég tækifæri til að taka þátt í að mennta framúrskarandi hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég á erfitt með að nefna eitthvert eitt draumastarf og það má segja að ég hafi gegnt mörgum draumastörfum innan hjúkrunar í gegnum tíðina. Hef starfað mikið í kringum fólk með verki af ýmsum toga, í tengslum við skurðaðgerðir, langvinna verki og verki af völdum krabbameins. Ég starfaði einnig um árabil í Heimahlynningu á Akureyri við hjúkrun og líknar- og lífslokameðferð fólks með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma. Í því starfi finnst mér ég hafa komist næst kjarna hjúkrunar á starfsferli mínum.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Það eru dagarnir þar sem allt gengur upp og ég næ að tæma verkefnalista dagsins sem gerist reyndar allt of sjaldan.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Já, ég flutti til Lundar í Svíþjóð strax eftir útskrift. Byrjaði þar að vinna í tæpt ár á hjúkrunarheimili á meðan ég var að læra tungumálið. Flutti svo yfir á vökudeild þar sem ég starfaði í fimm ár og síðan á taugalækningadeild síðustu tvö árin sem ég bjó þar. Ég vann líka eitt sumar á líknardeild í Noregi.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum?

Sinnið starfinu af ástríðu og hugrekki, hjúkrið með hjartanu og verið málsvarar skjólstæðinga ykkar. Haldið áfram að afla ykkur þekkingar, fylgist með nýjustu rannsóknum í faginu, takið þátt í stefnumótun og verið virk í að innleiða nýja þekkingu í klínísku starfi. Ekki þó gleyma sjálfum ykkur, setjið súrefnisgrímuna á ykkur fyrst, stundið sjálfsrækt og sjálfsmildi.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Bara skemmtilegt, það var svolítið kalt þar sem myndatakan fór fram úti síðla dags í byrjun febrúar.

Þorbjörg Jónsdóttir fædd 2. október árið 1961.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr HÍ árið 1985.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á margar fyrirmyndir í faginu sem ég hef kynnst í starfi eða lesið um og finnst erfitt að nefna einhverja eina. Kannski má nefna sjálfa Florence Nightingale sem hefur verið mér mikilvæg fyrirmynd síðan ég áttaði mig á því að hún var ekki fórnfús engill í mannsmynd eins og kemur fram á myndinni af konunni með lampann. Hún hjúkraði vissulega með hjartanu en hún var líka vísindamaður og greinandi umbótasinni sem vann ötullega við að afla þekkingar sem hún þróaði og nýtti í starfi.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Góð samskiptahæfni, hugmyndaauðgi sem byggist á þekkingu, ásamt sjálfstæði í starfi og hugrekki til að stíga fram sem talsmaður skjólstæðinga sinna.

Hver er draumurinn? Þeir eru svo margir, til dæmis að fá áfram tækifæri til að þróast í starfi og láta gott af mér leiða.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Stefni á að flækjast eitthvað um hálendi Íslands og vonandi næ ég að ganga á einhver fjöll. Í ágúst er svo ferðinni heitið til Vínar í Austurríki í brúðkaup sonar míns og þarlendrar kærustu hans.

Góður eiginleiki að vera næmur á líðan og þarfir annarra

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég ætlaði að verða ljósmóðir og fór í hjúkrun með það að markmiði að læra ljósmóðurfræði í framhaldinu. Í hjúkrunarnáminu fann ég að hjúkrun var nákvæmlega það sem ég vildi starfa við og því varð ekkert úr ljósmóðurnáminu.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég vinn á almennu göngudeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er erfitt að nefna eitthvað eitt sem stendur upp úr við starfið en ég held ég verði að segja vinnufélagarnir en á deildinni starfar einstakur hópur fagfólks sem vinnur vel saman, oft við mjög krefjandi aðstæður.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég er í draumastarfinu í dag.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Í upphafi vaktar veit maður aldrei hvernig dagurinn kemur til með að þróast og það er eitt af því sem er svo spennandi við þetta starf. Bestu og skemmtilegustu vaktirnar finnst mér vera þegar dagurinn þróast þannig að ég næ að gefa mínum skjólstæðingum þann tíma og athygli sem þeir þarfnast alveg óháð því hversu krefjandi verkefnin eru. Ég fer mun sáttari heim úr vinnu eftir þannig dag en þegar allt er á hvolfi og starfsfólkið er á hlaupum með allt of marga bolta á lofti.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði?

Ég var fyrstu þrjú árin í Háskóla Íslands en flutti svo til Akureyrar og útskrifaðist frá HA árið 1995.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Reyndu að njóta þín sem allra best í þessu starfi því það er dásamlegt og gefandi. Hugsaðu samt líka vel um þig því álagið getur verið mjög mikið og starfið krefjandi. Gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er mikilvægt.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Ég hef hingað til haldið mig frekar frá sviðsljósinu svo þetta var vel út fyrir minn þægindaramma. Ég hef samt ákveðið að vera bara frekar stolt af þessu verkefni.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Ég hef eingöngu fengið jákvæð viðbrögð.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á mér ekki neina ákveðna fyrirmynd í faginu en hef í gegnum tíðina starfað með mörgum frábærum hjúkrunarfræðingum sem hafa kennt mér og leiðbeint. Ég vinn á deild þar sem er mikil samvinna meðal hjúkrunarfræðinga. Við hjálpumst að og hikum ekki við að leita ráða hver hjá annarri. Það er mjög mikill lærdómur sem felst í því að eiga svona gott samstarfsfólk.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Það er að mínu mati að vera fær um að mæta hverjum skjólstæðingi á hans forsendum. Við erum að fást við ólíka einstaklinga sem takast á við sín veikindi á mismunandi hátt. Við getum ekki nálgast alla okkar skjólstæðinga með sömu formúlunni og þess vegna er kostur að vera næmur á líðan og þarfir annarra.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Planið er að ferðast og njóta frísins. Það eina sem er ákveðið er göngu- og hjólaferð til Ítalíu, annað verður eitthvað óvænt og skemmtilegt.

Besta leiðin til að slaka á? Hreyfing, hvort sem það er inni eða úti í náttúrunni, finnst mér besta leiðin til að endurnærast. Ég get alveg slakað á ein með sjálfri mér í rólegheitum en mér finnst enn þá betra að slaka á í góðra vina hópi yfir glasi og/eða góðum mat og best af öllu er að hlæja svolítið líka.

Víkkar

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Það kom einhvern veginn ekkert annað til greina. Ég starfaði lengi við umönnun á hjúkrunarheimili og við heimahjúkrun með menntaskóla og þar kviknaði áhuginn.

Framhaldsnám? Nei, ég er ekki búin að ákveða hvaða sérhæfing verður fyrir valinu en ég stefni á framhaldsnám einn daginn. Eins og er heillar meistaranám í lýðheilsuvísindum mig mikið sem og vinnusálfræði.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Í dag starfa ég sem hjúkrunarfræðingur á bráðaþjónustu geðsviðs, á móttökugeðdeild og fyrir stuttu tók ég að mér starf verkefnastjóra raflækningameðferða. Það besta við starfið er án efa samstarfsfólkið og teymisvinnan. Það er mikill fjölbreytileiki í starfinu, engir tveir dagar eru eins, ég þarf að starfa mjög sjálfstætt og starfsandinn er frábær.

Margrét Yrsa Ólafsdóttir fædd 22. janúar árið 1993.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands vorið 2019.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Eins og staðan er núna myndi ég segja að ég væri í draumastarfinu en einn daginn gæti ég hugsað mér að prófa að vera í dagvinnu, þegar launin leyfa það.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Skemmtilegustu vinnudagarnir eru þegar það er nóg að gera og áskoranirnar fjölbreyttar eftir því. Mér finnst gaman að sinna geðráðgjöf og að fá að fara á mismunandi deildir Landspítalans, eins er alltaf gaman á vaktinni og að fá að fylgja fólki eftir í bráðaeftirfylgd.

Gætir þú hugsað þér að starfa erlendis? Já, ég gæti vel hugsað mér að prófa að starfa sem hjúkrunarfræðingur á Norðurlöndunum og þá sérstaklega í Kaupmannahöfn. Ég ólst að mestu upp í Kaupmannahöfn og elska því borgina.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Kosturinn við hjúkrunarfræðina er hve fjölbreyttir starfsmöguleikar eru í boði og því getur maður alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki vera feimin, prófaðu þig áfram og spurðu frekar oftar en sjaldnar!

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Það var mjög gaman og mikill heiður. Ég vissi ekki alveg hvað ég var að fara út í og brá heldur betur þegar ég sá sjálfa mig á strætóskýli við Bústaðarveginn á leið heim úr vinnu einn daginn en það var samt bara gaman.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Bara góð, hingað til hafa aðallega vinnufélagarnir tekið eftir auglýsingunni og gert góðlátlegt grín að þessu en þeir eru ánægðir með þetta og að við hjúkrunarfræðingarnir séum sýnilegir í samfélaginu utan veggja spítalans.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Allt samstarfsfólk mitt eru mínar fyrirmyndir og þá sérstaklega þau sem hafa verið lengi í faginu. Má þar nefna Sylvíu, deildarstjóra á bráðaþjónustu geðsviðs. Hún er fagleg og frábær yfirmaður. Hún hefur góða leiðtogahæfileika, er tillitsöm, eflir hjúkrunarfræðinga og hugsar mikið um þeirra réttindi og kjör.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Framúrskarandi hjúkrunarfræðingar þurfa að vera ýmsum kostum gæddir að mínu mati. Þeir eiga að vera faglegir, taka frumkvæði, vera traustir, hafa góða yfirsýn þegar á reynir og sýna skjólstæðingum virðingu og kærleika.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ég ætla að fara í tvær utanlandsferðir og byrja á því að skreppa í stutt frí með kærasta mínum til Kaupmannahafnar, kynna hann fyrir því helsta sem borgin hefur upp á að bjóða og fara á tónleika með The Weeknd. Seinna í sumar ætlum við svo aftur erlendis í slökun í sólinni en það er óákveðið hvert við förum.

Eitthvað að lokum? Gefið geðinu séns! Það víkkar sjóndeildarhringinn að vinna með fólki sem er að glíma við andleg veikindi og ótrúlega þroskandi. Að vera vel að sér í geðsjúkdómum kemur sér vel á öllum sviðum heilbrigðiskerfisins og í daglegu lífi!

Aníta Magnúsdóttir, forstöðumaður Vífilsstaða

This article is from: