5 minute read

Hildarstofa og hvíldarherbergi á Reykjalundi

Next Article
ENGLISH SUMMARY

ENGLISH SUMMARY

Umsjón: Jónína Sigurgeirsdóttir, Elfa Dröfn Ingólfsdóttir og Eva Steingrímsdóttir

Hjúkrun í þverfaglegri endurhæfingu á Reykjalundi fékk mikilvæga viðurkenningu á dögunum, þegar aðstandendur Hildar Einarsdóttur sérfræðings í hjúkrun, afhentu dagdeild lungnaendurhæfingar tvö nýuppgerð herbergi með öllum búnaði, sem bæta umtalsvert aðstöðu til að veita hjúkrunarmeðferðina hvíld og slökun.

Advertisement

Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn á B2, dagdeild lungnaendurhæfingar á afmælisdegi Hildar þann 26. janúar, þegar hún hefði orðið 65 ára. Dóttir Hildar, sambýlismaður Hildar, systir hennar, vinkonur, sérfræðingar í hjúkrun og vinir úr Oddfellowstúkunni Þorfinni Karlsefni fylgdu gjöfinni úr hlaði og starfsfólk lungnateymis ásamt stjórnendum Reykjalundar veittu henni móttöku.

Hildur alla tíð frumkvöðull

Hildur lauk grunnnámi í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og MS-námi frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Hún fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í hjúkrun langveikra árið 2004, með áherslu á hjúkrun nýrnasjúklinga. Hildur kom víða við í störfum sínum og var frumkvöðull alla tíð. Hún beitti sér fyrir framþróun hjúkrunar á Íslandi, bæði á klínískum vettvangi og með þátttöku í nefndum og ráðum á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún var alls staðar ötull talsmaður sjúklinga. Styrkur sem eflir hjúkrun lungnasjúklinga

Í veikindum sínum naut Hildur meðal annars hjúkrunar á lungnadeild Reykjalundar. Hún kom, ásamt Gísla Sigmundssyni, sambýlismanni sínum, að máli við stjórnendur Reykjalundar þegar ljóst var hvert stefndi með þá ósk sína að veita Reykjalundi styrk sem myndi gagnast með myndarlegum hætti til að efla hjúkrun lungnasjúklinga. Oddfellow-stúka Gísla, lagði fram sömu fjárhæð og Hildur, auk þess að leggja fram vinnu, efni og búnað til endurnýjunar herbergjanna og stýrði Gísli verkefninu fyrir hönd reglunnar og ættingja Hildar.

Árlega eru samtals um 1.100 sjúklingar innskrifaðir í endurhæfingu á öllum meðferðarsviðum Reykjalundar og oftast spannar endurhæfingin fjögurra til sex vikna tímabil. Samkvæmt samantekt Berglindar Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðings og gæðastjóra Reykjalundar, um lykiltölur úr starfsemi lungnateymis 2019-2022, sem safnað var á skráningarmiðstöð Reykjalundar, innskrifuðust 365 sjúklingar á lungnasvið á þessum þremur árum, eða um 122 sjúklingar á ári. Þetta var nálægt meðaltali undanfarinna ára, þrátt fyrir vendingar sem urðu í starfsemi Reykjalundar á tímabilinu vegna Covid. Lungnadeild Reykjalundar tók þátt í því að létta álagi af bráðadeildum Landspítala og nýtti sérhæfingu starfsfólks lungnateymis til að veita sjúklingum sem gátu útskrifast frá bráðadeildum Landspítala, endurhæfingu eftir Covid.

Mikilvægi endurhæfingarhjúkrunar fyrir lungnasjúklinga

Meðalaldur sjúklinga lungnasviðs árin 2019-2022 var um 60 ár, konur í nokkrum meirihluta eða 59%. Samkvæmt upplýsingum skráningarmiðstöðvar bjuggu flest þeirra sem innskrifuðust á lungnasvið 2019-2022 í eigin húsnæði, flest voru vel læs og skrifandi (um 75%), en aðeins færri töldu sig eiga gott með tjáningu. Meirihluti sjúklinga lungnasviðs glímdi við svefnvanda og margir sögðust vera syfjaðir að degi til. Um 75% voru samt ánægð með lífsgæði sín og um helmingur nokkuð ánægð með heilsu sína.

Um 70% þeirra sem innskrifuðust í lungnaendurhæfingu höfðu eðlilega eða lítið skerta hreyfigetu og um 90% voru sjálfbjarga með sjálfsumönnun. Um 50% sjúklinga í lungnaendurhæfingu höfðu mikla eða alvarlega verki, um 33% nokkurn eða alvarlegan kvíða og um 40% höfðu skerta getu til að sinna venjubundnum og almennum störfum.

Með sínu glögga auga, sá Hildur mikilvægi endurhæfingarhjúkrunar fyrir þennan viðkvæma sjúklingahóp og vilja undirritaðar tjá þakklæti sitt hér af auðmýkt til aðstandenda Hildar og vina hennar.

Fólkið á bak við

Myndarherfer

Félags íslenskra

Hj Krunarfr Inga

Umsjóni: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Myndir: Heiða Helgadóttir / heimasíða: heidah.is

Störf hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt, hjúkrunarfræðingar eru fagfólk, hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga er með framhaldsmenntun og flestir hjúkrunarfræðingar eru framúrskarandi í sínum störfum. Það getur verið gott að skerpa á ímynd sem hefur þróast í áranna rás. Hlutfall karlkyns hjúkrunarfræðinga hefur aukist og sömuleiðis hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna sem starfa hérlendis. Ímyndin var lengi vel í þá átt að hjúkrunarfræðingar væru góðar konur, englar í mannsmynd var stundum notað en orðið fagmanneskja sjaldnar. Hjúkrunarfræðingar eru sannarlega fagfólk og hafa alla tíð verið það. Félagið ákvað að blása til ímyndarherferðar sem sýnir fjölbreytt störf og flóru fagfólksins sem tilheyrir stéttinni og í kjölfarið ákváðum við að kynnast fólkinu á myndunum.

Bylgja Kærnested fædd 5. ágúst 1973 og er því alveg að detta í fimmtugt.

Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 1997.

Draumurinn að mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verði mætt

Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Minnir að það hafi verið áhugi á mannslíkamanum, fólki, heilbrigði og samskiptum.

Framhaldsnám? Ég lauk masters-gráðu í stjórnun frá Hjúkrunarfræðideildinni árið 2005.

Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég er hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild Landspítalans en þar hef ég stafað meira og minna frá útskrift. Starfið er fjölbreytt, það heillar mig og líka sá öflugi hópur sem starfar á hjartadeildinni, það drífur mig daglega áfram til góðra verka. Ég hef lagt mig fram um að efla faglega þróun á deildinni og einn ánægjulegasti þáttur starfsins er að sjá hjúkrunarfræðinga og aðra vaxa faglega í starfi. Hlutverk okkar stjórnenda er að skapa sálfræðilegt öryggi fyrir starfsmenn og styðja við þroska og þróun starfsmanna. Ég legg mikla áherslu á að vinnustaðurinn sé lifandi, starfsumhverfið sé jákvætt, sýna sanngirni og sveigjanleika sem ýtir þá undir starfsánægju. En auðvitað skipta þættir eins og traust, þakklæti, samkennd og virðing jafnvel enn meira máli.

Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég á kannski ekkert draumastarf í hjúkrun annað en það sem ég sinni í dag. Finnst skipta máli að vinna á stað þar sem fólki líður vel og það er að sinna vinnunni sinni að alúð, eldmóð og áhuga. Starfsandi þarf að vera góður og húmorinn skammt undan. Það er alltaf dýrmætt þegar andinn á vinnustaðunum er þannig að áherslur fólksins eru á það sem er í lagi en ekki á það sem þyrfti að laga.

Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Segja má að fjölbreytileiki sé það sem ég nærist á. Engar tvær vaktir eru eins en það sem gefur mér kraft í vinnunni er að sjá fagfólk vinna vinnuna sína vel og vera stolt af sínu fagi. Ég vil geta gefið fólki tækifæri til að sinna vinnunni sinni vel og að það hafi allt til þess að svo geti verið.

Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Starfaði stuttlega við umönnun á hjúkrunarheimili í Danmörku en þar bjó ég í hálft ár fyrir mörgum árum síðan. Það var besta dönskunámskeið sem hægt er að hugsa sér.

Ef ekki, langar þig og þá hvert? Gæti alveg séð mig fyrir mér í hjálparstarfi þegar allt mitt fólk er vaxið út grasi og skyldum fækkar hér á landi.

Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Ekki vera hrædd við álagið sem fylgir starfinu. Í þeim aðstæðum er oft ekki ráð að hlaupa hraðar heldur vanda sig og taka færri skref. Gott er að tileinka sér seiglu en segja má að það sé samnefnari yfir þrjósku, dugnað og þolinmæði. Við þurfum að læra að vera stolt af því sem við náðum að gera vel frekar en að berja hausnum við steininn ef það var eitthvað sem við ekki náum að gera.

Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Bara fín, þetta er flott framtak hjá félaginu.

Hvernig hafa viðbrögðin við auglýsingunum verið? Ég hef bara ekki veitt því athygli.

Hver er þín fyrirmynd í faginu? Það er fólkið á gólfinu sem hefur helgað líf sitt því að gera líðan og horfur sjúklinga betri. Mínar fyrirmyndir standa vaktina þegar við flest erum í fríi og njótum lífsins.

Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Þolinmæði, nærgætni, útsjónarsemi og að geta haldið í húmorinn.

Hver er draumurinn? Að mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða verði mætt sem myndi leiða til þess að stofnun eins og Landspítali verður einn eftirsóttasti vinnustaður landsins.

Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Ferðast um landið og svo ætla ég líka að ganga í kringum Mont Blanc í tilefni af 50 ára afmælinu mínu.

Besta leiðin til að slaka á? Mín leið er að hreyfa mig og ferðast, það finnst mér vera mikil slökun fyrir hugann og hentar mér.

Eitthvað að lokum? Það mikilvægasta sem maður getur gert er að reyna að veita fólki innblástur svo það geti skarað fram úr í því sem það hefur áhuga á að gera

This article is from: