Verkís Fiskeldi

Page 1

FISKELDI

RÁÐGJÖF - HÖNNUN - EFTIRLIT


ÁÆTLANIR Í fiskeldi er gerð krafa um stuttan framkvæmdatíma og mikla hagkvæmni. Lykillinn að velheppnuðu verki er vandaður undirbúningur og áætlanagerð. Verkís býður eftirfarandi þjónustu:

• • • • • • •

Áhættumat verkefna Mat á arðsemi fjárfestingarkosta Kostnaðar- og tímaáætlanir Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Útboð og innkaup á vélum og búnaði Útboð á framkvæmd og ráðningu verktaka Eftirlit með framkvæmdum, kostnaði og afhendingu



UMHVERFI OG SKIPULAG Verkís hefur á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á sviði umhverfismála með langa reynslu af mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, rannsóknum og umsóknum um tilskilin starfsleyfi. Verkís býður eftirfarandi þjónustu:

• Ráðgjöf vegna tilkynningaskyldra framkvæmda • Rannsóknir í tengslum við mats á umhverfisáhrifum • • • • •

framkvæmda Ráðgjöf vegna umsókna um starfs- og rekstrarleyfi Ráðgjöf vegna mótvægisaðgerða og vöktunar Aðal- og deiliskipulag Haf- og strandsvæðaskipulag Líkanagerð fyrir dreifingu efna og lífvera í sjó



REKSTUR Við rekstur fyrirtækja þarf að meta þá áhættu sem starfsemin felur í sér og gera ráðstafanir til að draga úr henni. Verkís hefur á að skipa starfsfólki með mikla reynslu við framkvæmdaeftirlit og eftirliti með öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismálum á verkstað. Verkís býður eftirfarandi þjónustu:

• • • • • •

Eftirlit við framkvæmdir Eftirlit með mengun vegna frárennslis Ráðgjöf varðandi vinnuvernd og velferð starfsmanna Grænt bókhald Aðstoð við innleiðingu og vottun stjórnkerfa Áhættugreiningu og ráðgjöf við öryggisstjórnun



HÖNNUN OG MANNVIRKJAGERÐ Verkís hefur hannað og stýrt byggingu fiskeldisstöðva um allt land. Aðkoma hönnuða strax við mótun nýrra hugmynda eykur líkurnar á að aðstaðan mæti þörfum rekstraraðilans og að reksturinn verði eins hagstæður og mögulegt er til langs tíma. Verkís hefur meðal annars séð um:

• • • • • •

Ráðgjöf við forhönnun og fyrirkomulag fiskeldisstöðva Hönnun mannvirkja og aðkomusvæða Hönnun lagna Hönnun kæli- og vélbúnaðar Hönnun rafdreifikerfa Hönnun á stjórnbúnaði



NÝSKÖPUN OG ÞRÓUN Með fjölbreyttum hópi sérfræðinga hefur Verkís mjög breiðan tæknilegan og vísindalegan bakgrunn. Þannig er hægt að aðstoða sprotafyrirtæki og tækjaframleiðendur við þróun nýrrar tækni og tækja. Slíkt samstarf er vænlegur kostur fyrir aðila sem þurfa að styrkja sig tímabundið með aðgangi að tækniþekkingu á ákveðnu sviði. Verkís er framsækið fyrirtæki sem beitir nýjustu tækni við hönnun og ráðgjöf; tækni sem eykur yfirsýn og hagkvæmni við úrlausn verkefna.


HAFÐU SAMBAND verkis@verkis.is


VERKÍS er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum svðum verkfræði og tengdum greinum. Verkís, sem rekur uppruna sinn til ársins 1932, er elsta verkfræðistofa landsins. Áratuga reynsla og þekking skilar sér í traustri og faglegri ráðgjöf og fjölbreyttum lausnum. Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn, í höfuðstöðvum í Reykjavík og starfsstöðvum víðsvegar um landið. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Verkís verkfræðistofa | 422 8000 | www.verkis.is | verkis@verkis.is 06.03.2018


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.