FRÉTTABRÉF VERKÍS | FEBRÚAR 2012
GANGVERK
1
2
............................................
Sveinn Ingi Ólafsson Framkvæmdastjóri sio@verkis.is
Full af orku -þrátt fyrir aldurinn
Á þessu ári fagnar Verkís 80 ára afmæli stofunnar, en hún rekur uppruna sinn aftur til ársins 1932 þegar Sigurður Thoroddsen stofnaði fyrstu verkfræðistofuna hérlendis. Verkís er því að komast á níræðisaldur en er í fullu fjöri enda hefur stofan á að skipa orkuríku starfsfólki sem vinnur að nýsköpun, þróun og fjölbreyttum verkefnum fyrir viðskiptavini.
Fréttabréf Verkís hf. 1. tbl. 11. árgangur, febrúar 2012
......................................................... Útgefandi: Verkís Ábyrgðamaður: Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir Greinarskrif: Stefán Pálsson Hönnun: Fíton Uppsetning og umbrot: Umslag ehf Prentun: Prentsmiðjan Oddi Ljósmyndir: Rafn Sigurbjörnsson, Sigurgeir Jónasson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur og úr safni Verkís Forsíðumynd: Mynd af Sigurði Thoroddsen á sýningu sinni árið 1977. Mynd frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
......................................................... Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.
......................................................... VERKÍS Ármúla 4, 108 Reykjavík Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík Austurvegi 10, 800 Selfoss Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður Kaupvangi 3b, 700 Egilsstaðir Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnes Austursíðu 2, 603 Akureyyri Stillholti 16, 300 Akranes Reykjavíkurvegi 68, 220 Hafnarfjörður
Á afmælisárinu tökum við okkur ýmislegt fyrir hendur til að fagna þessum tímamótum og má þar fyrst nefna kröftuga útgáfu fréttabréfsins Gangverks sem mun koma út oftar en endranær. Á tímamótum er ástæða til að staldra við og horfa um öxl, en einnig til framtíðar. Gangverk mun því innihalda sögulegar greinar sem og fréttir af nýjum og spennandi verkefnum. Einnig viljum við færa birtu og yl inn í líf fólksins í landinu og munum því lýsa upp allar starfsstöðvar okkar vítt og breitt um landið. Verkís hefur á sínum snærum teymi af færustu lýsingarhönnuðum landsins og mun lýsingin án efa vekja athygli. Að auki höfum við óskað eftir því að fá að lýsa upp eitt tré í hverju bæjarfélagi þar sem Verkís hefur starfsstöð og færa bæjarfélaginu búnaðinn til framtíðareignar og notkunar. Í maí er komið að því að fagna með starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum þegar við blásum til tónlistarveislu í Hörpu. Markmiðið er að eiga saman notalega kvöldstund og hlusta á úrval af íslenskri tónlist undanfarinna áttatíu ára. Haustið er tími íhugunar. Þá stendur Verkís fyrir ráðstefnu þar sem fjallað verður um stöðu Íslands í umhverfis- og orkumálum samanborið við aðrar þjóðir og reynt að varpa ljósi á kosti þess að eiga næga vistvæna orku. Við vonum að þú, lesandi góður, njótir þessa fyrsta blaðs afmælisársins.
Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri
3
Mjór er mikils vísir Frumbýlingsár Verkfræði stofu Sigurðar Thoroddsen
4
....................................
Sigurður Thoroddsen skömmu áður en hann fer til náms í Kaupmannahöfn.
Verkís miðar stofnun sína við það þegar Sigurður S. Thoroddsen hóf rekstur verkfræðistofu sinnar árið 1932. Hætt er við að mönnum þætti í dag umsvif stofunnar harla lítilfjörleg í fyrstu. Sigurður barðist í bökkum mörg fyrstu ár sín sem ráðgjafarverkfræðingur og átti í vandræðum með að hafa fulla vinnu af rekstrinum, eins og hann lýsti sjálfur á líflegan hátt í endurminningabókinni „Eins og gengur“ sem út kom að honum látnum árið 1984.
Hriflu-Jónas og verkfræðingarnir Þegar Sigurður sneri aftur til Reykjavíkur snemma árs 1927 hélt hann á fund þeirra fjögurra aðila sem þá höfðu verkfræðinga á sínum snærum: Vegagerðarinnar, skrifstofu hafnar- og vitamála, Rafmagnsveitu Reykja víkur og embættis bæjarverkfræðings. Enginn þeirra hafði hug á að bæta við sig manni. Að lokum komst Sigurður þó bakdyramegin inn á Vitamálaskrifstofuna.
Sigurður fæddist árið 1902 og lauk prófi í byggingarverkfræði í ársbyrjun 1927. Á fjórða tug Íslendinga höfðu þá aflað sér verkfræðimenntunar frá aldamótunum. Nokkrir þeirra fluttust úr landi, en ferill flestra hinna varð á svipaða leið: þeir réðust til starfa hjá opinberum stofnunum og unnu í þágu ríkisvaldsins eða Reykjavíkurbæjar.
Ríkisstjórn Framsóknarflokksins hafði tekið við völdum sumarið 1927 og ákvað hinn atorku sami ráðherra, Jónas frá Hriflu, að ráða Sigurð í mælingarverkefni tengd hafnargerð á nokkrum stöðum á landsbyggðinni. Ráðningin var ekki gerð í samráði við Vitamálastjóra og líklega öðrum þræði hugsuð sem ögrun ráðherrans í garð Vitamálaskrifstofunnar, enda Hriflu-Jónas kunnur fyrir tortryggni í garð menntaðra verkfræðinga. Var það útbreitt viðhorf að betur væri treystandi á brjóstvit sjálflærðra tæknimanna en fræðinga úr háskólum sem hefðu vit sitt úr bókum. Fáeinum mánuðum síðar var Sigurður settur á launaskrá hjá Vitamálastofnun og falið að halda verkefnum sínum áfram þar. Þessi aðdragandi að ráðningunni átti þó eftir að draga dilk á eftir sér. Snemma árs 1931, þegar heimskreppan var farin að bíta fyrir alvöru í íslensku efnahagslífi
Þau verkefni sem talin voru það flókin og umsvifa mikil að þau kölluðu á aðkomu verkfræðinga voru nær einvörðungu á vegum hins opinbera og þær stofnanir keyptu almennt ekki þjónustu utan úr bæ heldur treystu á eigin starfsmenn. Stöku menn höfðu reynt að auglýsa almenna verkfræðiþjónustu, svo sem þeir Knud Zimsen og Jón Þorláksson, en þar var um að ræða aukaviðvik samhliða öðrum og tímafrekari störfum.
Eftir þriggja ára basl í lausamennsku bauðst honum um mitt ár 1934 fast starf sem skipulags stjóri hjá Reykjavíkurbæ. Eftir nokkra umhugsun hafnaði hann því boði, en ákvað að snúa sér alfarið að sjálfstæðum verkfræðingsstörfum og kom upp almennilegri skrifstofu í Austurstræti 14. Um þær mundir var líka farið að rofa nokkuð til í atvinnumálum stéttarinnar. Dýpsta kreppan var að baki og einkaaðilar farnir að ráðast í stórframkvæmdir, einkum á sviði síldarvinnslu.
Rukkari og útgerðarmaður Ekki voru horfurnar glæsilegar hjá atvinnu lausum verkfræðingi í miðri kreppunni og lýsir Sigurður harkinu vel í minningabókinni. Við tók langur tími með ígripavinnu sem hafði mismikið með verkfræði að gera. Þannig kenndi hann stærðfræði og teikningu. Af öðrum og óvenjulegri verkum mætti nefna innheimtu störf fyrir Katrínu systur sína, þar sem hann hjólaði um bæinn þveran og endilangan með reikninga fyrir læknisstörf hennar, og yfirsetur á Þjóðminja safninu í afleysingum fyrir móður sína. Ekki er að undra þótt verkfræðing urinn nýútskrifaði hafi verið kominn á fremsta hlunn með að flýja land eða fara í annað nám, arkitektúr eða læknisfræði.
Óvenjuleg aukabúgrein Ekki er óalgengt að verkfræðingar séu list hneigðir og leggi stund á listsköpun. Sigurður Thoroddsen var drátthagur maður og liggur eftir hann allnokkuð af málverkum og teikningum. Þannig prýðir sjálfsmynd Sigurðar frá árinu 1969 kápu æviminningabókar hans, „Eins og gengur“.
Fyrsta blaðaauglýsingin fyrir verkfræðistofuna birtist í ágúst 1932 og lét ekki mikið yfir sér: „Sigurður Thoroddsen verkfræðingur. Tek að mjer mælingar lóða, hallamælingar, vega mælingar og ýms önnur verkfræðingastörf. Fríkirkjuveg 3. Sími 227.“ Kúnnarnir komu þó ekki í stríðum straumum og fór mestallur skrifstofutíminn í að sinna öðrum hugðarefnum. Sigurður var þó með allar klær úti í verkefnaleysinu. Þannig spreytti hann sig á útgerð, sem fólst í að halda úti báti sem sigldi milli færeyskra fiskiskipa á Faxaflóa og falaði af þeim lifrarnar fyrir litla þóknun, en fá mátti ágætisverð fyrir hana til lýsisgerðar hér heima. Ekki varð þessi útvegur þó langvinnur.
Verkfræðistofan var lengi vel til húsa að Austurstræti 14 þar sem í dag er blómleg kaffihúsastarfsemi.
....................................
og opinberar framkvæmdir voru í lágmarki, sendi Stjórnarráðið út fyrirskipun um að segja skyldi upp öllum „óþörfum ríkisstarfsmönnum“. Var Sigurði þá snarlega sagt upp störfum og gantaðist hann síðar með að hafa verið eini opinberi starfsmaðurinn sem látinn var fara í þessum sparnaðaraðgerðum. Er ekki ólíklegt að róttækar skoðanir hans í stjórnmálum hafi þar haft sitt að segja, en Sigurður var gall harður sósíalisti.
Árið 1940 efndi Sigurður til myndlistar sýningar í Reykjavík. Þar gaf að líta skopmyndir sem hann hafði rissað upp af Reykvíkingum á undangengnum misserum. Vel á annað þúsund manns skoðuðu sýninguna, sem var mun meira en vanalegt var með myndlistarsýningar á þeim árum. Seldur var aðgangseyrir, auk þess sem listamaðurinn bauðst til að teikna skopmyndir af gestum gegn vægu gjaldi. Áætlaði Sigurður að sýningin hefði skilað honum sem næmi góðu þriggja til fjögurra mánaða kaupi. Þar sem verkfræðingurinn Sigurður mátti heita verkefnalaus á þessum tíma er ekki hægt að líta á teikninguna sem aukabúgrein. Þvert á móti má Sigurður heita atvinnumyndlistarmaður þetta árið, sem sinnti verkfræðistörfum í hjáverkum. Uppgrip í síld Síldarverksmiðjur spruttu upp um land allt um miðjan fjórða áratuginn. Verksmiðjurnar voru oft reistar við erfiðar aðstæður, en með kröfum
5
um mikinn framkvæmdahraða. Sköpuðust því mörg verkefni fyrir tæknimenn og háar greiðslur voru í boði. Eftir þennan öra vöxt snerist rekstur útgerðarfyrirtækja mjög til verri vegar undir lok fjórða áratugarins. Stór fyrirtæki urðu gjaldþrota, en önnur lentu í verulegum erfið leikum. Nýframkvæmdir í fiskvinnslu og útgerð lögðust af um 1939 og þar með varð verkefna staða sjálfstætt starfandi verk fræðinga aftur eins döpur og verið hafði í dýpsta dal kreppu áranna. Koma breska hernámsliðsins í stríðinu breytti þessari mynd verulega. Herinn kallaði eftir hvers kyns tæknilegri þjónustu, en einna mestur skortur var þó á verktökum og framkvæmdar
aðilum. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen var þá í raun breytt í verktakafyrirtæki um tíma, sem gerði kjarasamning við verkalýðsfélög og réð til sín fjölda verkamanna. Sinnti fyrirtækið hvers kyns framkvæmdum fyrir herinn, jafnt húsbyggingum sem vegalagningu. Þurfti hins vegar að tryggja að nafn Sigurðar sjálfs kæmi sem minnst fram á gögnum, enda vildi herinn að nafninu til í fyrstu ekki eiga í viðskiptum við yfirlýsta sósíalista. Stríðsárin urðu mikil lyftistöng fyrir Verkfræði stofu Sigurðar Thoroddsen og hann persónu lega. Á þeim árum tókst honum að koma sér út úr skuldum sem hrúgast höfðu upp í verkefnaleysinu á fjórða ára tugnum. Erfiður áratugur frumbýlingsáranna var að baki.
Eins og gengur Æviminningabók Sigurðar Thoroddsen varð ein söluhæsta bókin fyrir jólin 1984. Sigurður féll frá sumarið 1983 og vann að verkinu allt fram undir andlátið. Bókin skautar yfir starfsferil Sigurðar en langmest pláss fer í æskuminningar hans frá Bessastöðum og Reykjavík, skólaárum í Landakotsskóla og MR, auk námsdvalarinnar í Kaupmannahöfn. Telur Sigurður þar upp mikinn fjölda samferðafólks og hikaði ekki við að segja á mönnum kost og löst. Ekki fór Sigurður mildari höndum um sjálfan sig og lýsti til að mynda verkfræðinámi sínu á þessa leið: „Sjálfur var ég alla tíð hinn mesti trassi og dró alltaf allt til síðustu stundar. Aldrei hvarflaði það heldur að mér, að ég væri að leysa raunveruleg verkefni, sem ættu eitthvað skylt við lífið eða framtíðarstarf mitt. Fyrir mér vakti það eitt að fullnægja kröfum skólans til þess að fá stimpil og það á sem auðveldastan hátt, þótt skömm sé að segja frá.“
........................................................................................................................................................
Ljósasigur í Stavanger Verkís í samstarfi við arkitektastofurnar Basalt og Landslag bar sigur úr býtum í norrænu lýsingar hönnunarkeppninni Nordic Urban Light Design. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin og var markmiðið að skapa vitund um margbreytileika borgarlýsingar og samspil hennar við hönnun borgarskipulags og arkitektúr, ásamt því að varpa ljósi á þær áskoranir sem koma upp þegar þörf er á þverfaglegu samstarfi til að skapa heildarlausn í umhverfislýsingu og borgarskipulagi.
6
....................................
Verkís sigrar með tillögunni „Play-ValueDream“ og má sjá lítinn hluta af tillögunni hér að ofan
Að þessu sinni átti að hanna lýsingu hverfis í austurhluta Stavanger í Noregi. Einkunnarorð tillögu Verkís var „PLAY-VALUE-DREAM“ og fólst hún í því að tengja þessi einkunnarorð inn í heildarskipulag bæjarhlutans og tveggja opinna svæða. Samkeppni sem þessi krefst mikillar vinnu og metnaðs. „Mikilvægi samsetningar á hæfileikaríku hönnunarteymi er undirstaða velgengni í svona samkeppnum,“ segir teymið og þessi viðurkenning sýnir fram á hversu góða þekkingu íslenskir hönnuðir hafa á þessu sviði þó að hönnun á skipulagi lýsingar sé ennþá ný af nálinni. Keppniskröfur fólu í sér bæði hugmyndafræðilega lýsingarstefnu sem og aðalskipulag lýsingar. Keppendur stóðu því frammi fyrir krefjandi þverfaglegri vinnu til að ná fram bestu lausnunum og að tengja hugmyndafræði skipulagsins við skýra og skilmerkilega borgarstefnu.
Of gamall fyrir kjarnorkuna!
viðtal við Björn Kristinsson, stofnanda Rafagnatækni
Löngu síðar var nafni fyrirtækisins breytt í RT hf. og varð loks eitt af fyrirtækjunum sem mynduðu Verkís. Þá var afskiptum Björns af fyrirtækinu löngu lokið. Björn hafði stýrt Rafagnatækni samhliða kennslu við Verkfræði deild HÍ um árabil, en helgaði sig að mestu starfinu vestur á Melum eftir að hann var kjörinn deildarforseti árið 1995. Björn Kristinsson varð áttræður þann þriðja janúar síðastliðinn. Af því tilefni tók blaðamaður Gangverks hann tali.
við möguleika kjarnorkutækninnar. Árið 1955 héldu Sameinuðu þjóðirnar mikla ráðstefnu um friðsamlega nýtingu kjarnorku. Ráðstefnan einkenndist af bjartsýni og var m.a. talið að kjarnasamruni væri innan seilingar, sem myndi tryggja nánast takmarkalausa orku. Sumir vísindamenn spáðu því að rafmagnsmælirinn myndi brátt heyra sögunni til, þar sem raforka framtíðarinnar yrði svo ódýr að ekki tæki því að mæla hana.
„Ég lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist úr rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe árið 1957,“ segir Björn. „Skömmu eftir að ég sneri aftur heim hóf ég störf hjá Kjarnfræðanefnd og veitti henni forstöðu í tvö ár, 1958 til 1960.
Íslendingar sáu bæði ógnir og tækifæri felast í kjarnorkunni. Ýmsir óttuðust að landsmenn kynnu að brenna inni með að beisla vatnsafl þjóðarinnar, sem kynni að verða verðlaust innan fáeinna ára. Ýtti það mjög á eftir virkjun Þjórsár og samningum við erlend álfyrirtæki. Á hinn bóginn töldu margir að kjarnorkan hefði í för með sér ýmsa möguleika fyrir Íslendinga. Kannað var í fullri alvöru hvort leysa mætti orku- og neysluvatnsvanda Vestmannaeyja með litlu kjarnorkuveri og eins hvort hefja mætti framleiðslu á þungu vatni fyrir kjarn orkuiðnað meginlandsins. Komu athuganir þessar flestar í hlut Kjarnfræðanefndar.
Tækni framtíðarinnar Á þessum árum voru miklar væntingar bundnar
„Þessi bjartsýni var óraunhæf,“ segir Björn. „Ég gekk því á fund Raforkumálastjóra og
Björn Kristinsson einn af stofnendum Rafagnatækni, síðar hluti af Verkís, varð áttræður í upphafi árs.
....................................
Árið 1961 stofnuðu þeir Björn Kristinsson, Páll Theodórsson og Örn Garðarsson fyrirtækið Rafagnatækni sf. Tilgangurinn var að framleiða vönduð mælitæki fyrir rannsóknarstofnanir, einkum á sviði geislamælinga. Þeir Páll og Örn hurfu fljótlega úr starfinu og sá Björn einn um rekstur þess næstu árin.
7
....................................
Botnþrýstingsnemi hannaður af þeim Birni og félögum í Rafagnatækni.
sagðist vilja hætta, þar sem ég væri of gamall í verkefnið. Hann hváði og spurði hvort ég meinti ekki of ungur, rétt tæplega þrítugur maðurinn? Ég endurtók mig, með þeim orðum að engra byltinga væri að vænta í þessum geira næstu áratugina, eins og síðar kom í ljós.“ Þótt ekki ætti fyrir Birni að liggja að kjarnorku væða Ísland tókst Kjarnfræðanefnd að sá fræjum í huga hans. Páll Theódórsson og Örn Garðarsson höfðu báðir starfað á vegum stofnunar innar. Árið 1961 leiddi kunnings skapurinn til stofnunar Rafagna tækni, sem hafði það hlutverk að smíða mælitæki fyrir rannsóknar stofnanir. Spilaði þar inn í verkfall verkfræðinga þetta sama ár og er þetta ekki eina dæmið um að verkfallið hafi leitt til stofnunar verkfræðistofa hérlendis. Ómengað strandgóss af söndunum Páll og Örn tóku virkan þátt í þróun tækja búnaðarins fyrstu misserin, en Örn missti heilsuna og í kjölfarið dró Páll sig út úr rekstrinum. Verkefnið sem hratt þessu öllu af stað var þróun á geysiþróuðum geislamælum. „Þessir mælar voru ef til vill þeir fullkomnustu sem til voru í heiminum á þessum tíma“. Eitt af vandamálunum við smíði mælitækja á þessum árum var að komast í hreint, ógeisla mengað járn. Eftir að risaveldin hófu að sprengja kjarnorkusprengjur í árdaga kalda stríðsins geislamengaðist stór hluti af járnbirgðum heimsins. Járnið í geislaskerminum í mælitæki þeirra félaga var hins vegar fengið úr togara sem strandað hafði á söndunum á Suðurlandi og var því ógeislamengað. Þótt ekki væri deilt um nákvæmni geisla mælisins tókst ekki að gera hann að söluvöru á erlendum mörkuðum og var það ekki eina upp-
8
finning fyrirtækisins sem hlaut þau örlög. „Við vorum komnir ágætlega af stað og tækið var komið inn á stóra vörusýningu með öflugum samstarfsaðila, en þá veiktist Örn og verkefnið fór út um þúfur.“ Fleiri dæmi mætti nefna um óheppni fyrirtækisins þegar kom að markaðssókn. Gott dæmi er tækjabúnaður sem þróaður var til að meta ferskleika fisks, en fiskvinnslan í landinu hafði um árabil legið undir ámæli fyrir bága vöruvöndun. Að lokum tókst fyrirtækinu að setja saman búnað sem gat gæðametið fisk með mikilli nákvæmni. Tækið mætti skiljanlega talsverðri mótspyrnu matsmanna, sem töldu að sér vegið. Meira máli skipti hins vegar að búnaðurinn reyndist of seinn á ferðinni. Þegar hann var tilbúinn höfðu gæðamál fisk vinnslunnar skánað, auk þess sem fiskskortur og hækkandi markaðsverð gerði það að verkum að allt var hirt og þörfin fyrir búnaðinn því úr sögunni. Stærsta vandamálið segir Björn þó hafa verið smæð heimamarkaðarins. „Í þessum geira verða fyrirtæki að hafa heimamarkað til að byggja á áður en þau geta ráðist í útrás. Íslenskar rannsóknarstofnanir voru einfaldlega svo fáar og keyptu svo lítinn búnað að erfitt var að eiga við samkeppnisaðilana.“ Fikrað sig inn í orkugeirann Virkjun Þjórsár með Búrfellsvirkjun á árunum 1965-70 hafði mikil áhrif á starfsemi Rafagnatækni. Fyrstu árin hafði meginþunginn í starfseminni falist í gerð mælibúnaðar fyrir rannsóknarstofnanir. Búrfellsvirkjun opnaði hins vegar nýjar víddir í virkjanamálum Íslendinga, sem fram að því höfðu látið sér nægja virkjanir í dragám, með litlum eða engum uppi stöðulónum. Í Þjórsá var tekist á við kröftuga
jökulsá, þar sem óvissuþættirnir voru margir – ekki hvað síst í tengslum við ísrek. Skapaðist því fjöldi nýrra verkefna fyrir verkfræðinga og þörf fyrir hvers kyns sjálfvirkan mælingarbúnað sem nýta mætti við erfiðustu aðstæður. Rafagnatækni kom með ýmsum hætti að smíði búnaðar fyrir Búrfellsvirkjun, s.s. þrýstings mælum á árbotni til að gera vart um krapahlaup, ísskriðsmælum og viðeigandi úrvinnslubúnaði í stjórnstöð virkjunarinnar.
Reynslan frá virkjununum á Þjórsársvæðinu varð fyrirtækinu stökkpallur yfir í önnur verkefni tengd kerfiráðum og stjórnbúnaði jafnt á sviði veitustarfsemi og stóriðju. Hitaveita Suður nesja varð snemma einn stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og hefur það samstarf haldið nær óslitið. Háskólasamfélagið tók tímann Þegar hér var komið sögu, höfðu bein afskipti Björns af fyrirtækinu minnkað verulega. Ollu þar fyrst og fremst annir við háskóla kennslu, sem segja má að hafi verið aðalstarfs vettvangur hans drýgstan hluta starfsævinnar. Haustið 1970 hófst kennsla í verkfræði til lokaprófs við Háskóla Íslands. Fram að því höfðu íslenskir verkfræðingar lokið fyrrihlutaprófi hér heima, en lokið námi ytra. Hafði þessi breyting verið til umræðu í um áratug, en sóttist hægt. Þó höfðu verið stofnaðar námsbrautir í ýmsum raunvísindagreinum við HÍ á sjöunda áratugnum, auk rannsóknarstofnana á borð við Reiknistofnun Háskólans. Finnbogi Rútur Valdimarsson hafði að lokum frumkvæði að því að gera tillögur um skipan framhaldsnáms í verkfræði. Myndaðir voru starfshópar og samdar tillögur að skipulagi og námsskrá miðað við þrjár brautir sem taldar voru spanna mikilvægustu greinar fagsins: véla- og skipaverkfræði, byggingarverkfræði og rafmagnsverkfræði. Var Björn formaður síðastnefnda starfshópsins. Byrjað var að kenna eftir skýrslu hópsins á árinu 1971 og Björn var skipaður prófessor sama ár. Kennsluaðstaðan var ekki upp á marga fiska og tækjabúnaður lítill sem enginn. Helst var um það að ræða að stundakennarar
Náið samstarf Aðstöðuleysið við Háskólann gerði það að verkum að verklegi hluti námsins færðist að miklu leyti inn á gafl hjá Rafagnatækni. Nemendur nutu þannig góðs af aðstöðu fyrirtækisins og urðu jafnvel starfsmenn þess í kjölfarið, s.s. Ágúst H. Bjarnason og Þorvaldur Sigurjónsson. Björn bendir á að með þessu móti hafi bæði fyrirtækið og deildin hagnast. Sjálfur hafi hann losnað við að lenda í fílabeinsturni fræðanna og haldið tengslum við atvinnulífið, en rafmagns verkfræðideildin í raun verið rekin fyrir sjálfs aflafé sem hvergi hafi sést á fjárlögum.
Geislamælir frá Rafagnatækni
....................................
Eftir Búrfellsvirkjun urðu verkefni fyrir orkufyrirtæki sífellt fyrirferðarmeiri í starfsemi fyrirtækisins. Gerð Þórisvatnsmiðlunar var skref í átt að því að beisla flæði Þjórsár og auka rekstraröryggi Búrfellsvirkjunar og síðar annarra virkjana í ánni. Í tengslum við hana sá fyrirtækið um hönnun fjargæslubúnaðar sem gerði kleift að stýra lokubúnaði í Vatnsfelli frá Búrfellsstöð. Hægðarleikur væri að kaupa alla íhluti þessa búnaðar fjöldaframleiddan í dag, en fyrir daga örtölvutækninnar þurfti að smíða tækjabúnaðinn nánast frá grunni hér heima.
frá fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ fengju að láni búnað vinnuveitenda sinna. Þá voru fyrirtæki og stofnanir á borð við Vélskólann og Póst & síma deildinni innan handar.
Hið nána samband einkarekinnar verkfræði stofu og námsbrautar við ríkisrekinn há skóla kann að virðast skringilegt í dag, enda aðstæður allt aðrar í seinni tíð. Ekki er þó hægt að segja að Háskólinn hafi borið skarðan hlut frá borði í þessu samstarfi. Þannig telur Ágúst H. Bjarnason, sem tók við stjórnarformennsku af Birni í Rafagnatækni, að Björn hafi alla tíð skrifað of fáa tíma á fyrirtækið samhliða störfum sínum við HÍ. Árið 1995 var Björn kjörinn forseti verkfræðiog raunvísindadeildar Háskólans og dró sig í kjölfarið út úr rekstri verkfræðistofunnar. Árið 2002 fór hann svo á eftirlaun.
Situr ekki auðum höndum Því fer þó fjarri að Björn Kristinsson hafi lagt árar í bát þrátt fyrir að teljast löggilt gamalmenni. Raunar má segja að þá fyrst hafi honum gefist færi til að sinna ýmsum hugðarefnum sínum. Nefna má vinnuhóp sem hann starfar í sem kannar kosti þess að koma upp neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík, en áhugi Björns á almenningssamgöngum spannar marga áratugi. Við fyrstu sýn kunna slíkar vangaveltur að virðast óraunhæfar. Björn bendir hins vegar á að stofnkostnaður slíks kerfis sé áætlaður 50 milljarðar miðað við tíu kílómetra leiðakerfi. Sú tala kunni að virðast há, en hafa beri í huga að sé miðað við tölur FÍB er rekstrarkostnaður einkabíla á höfuðborgar svæðinu um 150 milljarðar á ársgrundvelli og er þá einungis horft til útgjalda bíleigenda, en kostnaður við gerð umferðarmannvirkja ekki talinn með. Því þurfi kerfið ekki að draga mikið úr bíla umferð til að geta borgað sig á tilteknum árafjölda.
9
Nýja-Holland í Skerjafirði Hitt hugðarefni Björns um þessar mundir er jafnvel enn stærra í sniðum, þótt sjálfur segi hann að einn helsti galli hugmyndarinnar sé að hún sé of ódýr í framkvæmd til að stjórnmálamenn og almenningur fáist til að taka hana alvarlega. Þar er um að ræða hugmyndina um „Skerjaland“ – stórfellda landþurrkun í Skerjafirði, sem skapa myndi alveg nýja vídd í alla umræðu um framtíðarskipulag höfuðborgarsvæðisins. Í stuttu máli sagt miðast hugmyndin við að reisa öflugan varnargarð frá sunnanverðu Seltjarnarnesi út á Álftanes. Garðurinn gæti þolað öflugustu úthafsöldu og yrði
10
....................................
Búrfellsstöð var vígð 1969 og opnaði nýjar víddir í virkjunarmálum Íslendinga.
þar með jafnframt vörn fyrir sjávarflóðum á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins. Innan varnargarðsins yrði til gríðarlegt landflæmi sem fyrst og fremst myndi þjóna hlutverki útivistarsvæðis. Vilji menn halda strandlengju, s.s. í botni Fossvogs, mætti hæglega koma fyrir sjávar lóni sem ekki kallaði á flókna varnargarða. Þar sem Skerjalandið yrði margfalt stærra en Vatnsmýrin í dag yrði hægðarleikur að koma fyrir flugvelli sem gæti sinnt bæði innanlands- og millilandaflugi. Þar með skapaðist gnótt verðmæts byggingarlands í Vatnsmýrinni fyrir brot af þeim kostnaði sem flugvöllur á Lönguskerjum hefði í för með sér.
„Í Þjórsá var tekist á við kröftuga jökulá, þar sem óvissuþættirnir voru margir“
Eyjamönnum bjargað af götunni
Byggingarævintýri Viðlagasjóðshúsanna
Við tóku mestu fólksflutningar Íslandssögunnar á sjó. 5.300 íbúum Heimaeyjar var komið um borð í öll tiltæk skip og báta og þeir ferjaðir til fastalandsins. Þegar var hafist handa við að tryggja fólkinu húsaskjól. Flestir fengu inni hjá vinum og kunningjum og eftir fyrstu nóttina þurfti einungis að tryggja sjötíu manns gistiaðstöðu á hótelum. Strax á fyrstu sólarhringunum voru allir angar íslenska stjórnkerfisins virkjaðir. Bæði til að bregðast við bráðasta vandanum, en einnig til að horfa lengra fram í tímann. Rúmlega 5.000 manns eða um 2,5% landsmanna stóðu skyndilega uppi án húsnæðis og útilokað var að segja til um hversu lengi það myndi vara. Þessi þróun mála átti eftir að hafa mikil áhrif á feril ungs verkfræðings, Guðmundar G. Þórarins-
sonar. Verkfræðistofa hans hlaut síðar nafnið Fjölhönnun en er í dag hluti af Verkís. Sjálfs síns herra Guðmundur lauk prófi í byggingarverkfræði frá DTH árið 1966 og hóf í kjölfarið störf hjá embætti borgarverkfræðings. Vorið 1970 skipaði hann þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í borgarstjórnarkosningum og náði kjöri. „Mér var fljótlega gert ljóst að það væri óheppileg staða að starfa hjá embættinu en sitja um leið í borgarstjórn,“ segir Guðmundur. „Ég ákvað því að stofna mína eigin stofu, Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar, árið 1970. Nýja stofan var ekki stór í sniðum í fyrstu. Tveir til þrír starfsmenn og yfirbyggingin lítil. Stjórinn hafði líka í nægu að snúast. Auk stjórnmálanna tók formennska í Skáksambandinu sinn tíma, ekki hvað síst í aðdraganda heimsmeistara einvígisins 1972. „Ég var raunar enn að varpa öndinni eftir skákeinvígið þarna í ársbyrjun 1973 þegar gosið braust út. Og kannski einvígið hafi orðið til að mönnum datt mitt nafn í hug þegar farið var að huga að húsnæðismálum Vestmanna eyinganna,“ segir Guðmundur hlæjandi.
Eldgosið í Vestmanna eyjum hafði mikil áhrif á feril Guðmundar G. Þórarinssonar en verkfræðistofa hans hlaut síðar nafnið Fjölhönnun og er í dag hluti af Verkís.
....................................
Aðfaranótt 23. janúar árið 1973 opnaðist skyndilega nærri tveggja kílómetra löng rifa austan við Kirkjubæ á Heimaey. Eftir 5.000 ára hlé var hafið eldgos á eynni. Ef frá eru taldir nokkrir jarðskjálftakippir kvöldið áður höfðu íbúar Vestmannaeyja ekki fengið neina viðvörun um yfirvofandi gos. Engar almanna varnaáætlanir höfðu gert ráð fyrir slíkum hamförum.
11
....................................
Viðlagasjóðshús risu um allt land, þar á meðal í Breiðholti.
Í mörg horn að líta Viðlagasjóður var stofnaður með þingsályktun tveimur vikum eftir gosbyrjun. Hlutverk sjóðsins var víðtækt. Hann skyldi sjá um framkvæmd allra björgunaraðgerða, nauðsynlega flutninga og hreinsum bæjarins, leysa húsnæðisvanda flótta fólksins og sjá um bótagreiðslur vegna skemmda á húsnæði og tekjutaps. Í febrúar var tilkynnt að Guðmundur G. Þórarins son hefði fallist á að vinna að lausn húsnæðismálanna. „Þetta var gríðarleg vinna, enda stærsta húsnæðis byggingarátak sem ráðist hafði verið í á Íslandi og það nánast án nokkurs undir búnings,“ segir Guðmundur. Þegar yfir lauk reisti Viðlagasjóður rúmlega 550 hús á meira en tuttugu stöðum á landinu. Nærri 500 þessara húsa voru varanleg, en einnig var sextíu bráðabirgðahúsum komið upp. Um var að ræða einingarhús sem komu frá fimm löndum. Húsin komu tilbúin að utan, en hér heima þurfti að hanna grunna, útbúa lagnir og setja húsin upp. Mikil vinna fór í að kanna hvort húsin stæðust íslenskar byggingar reglugerðir, sem reyndust strangari en í framleiðslulöndunum. Íslenskar aðstæður kölluðu líka á breytingar á mörgum húsanna. „Þegar horft er um öxl, er í raun ótrúlegt hvað þetta gekk vel fyrir sig. Þar skipti miklu máli hversu öflugir verktakarnir voru og þeir eiga heiður skilið. Þeir höfðu líka góða hvatningu, því stjórn Viðlagasjóðs samþykkti að greiða aukagreiðslu fyrir að skila verki á undan áætlun. Margir verktakar náðu þeim árangri og uppskáru vel að launum. Erlendu framleiðendurnir trúðu raunar ekki sínum eigin augum og sögðu að slíkur framkvæmdahraði hefði hvergi annars staðar gengið upp.“
12
Umsækjendur í röðum Verkefnin voru óþrjótandi og kom í hlut Guðmundar og samstarfsmanna hans að ræða við gosflóttafólkið, fá upplýsingar um hvar á landinu það vildi búa, leggja mat á hversu brýn húsnæðisþörfin væri og forgangsraða. „Auðvitað má deila um hvort ekki hefði verið eðlilegra að láta opinbera embættismenn sinna þessu frekar en verkfræðistofu úti í bæ, en það var unnið í kapp við tímann og enginn velti slíkum formsatriðum fyrir sér.“ Eins og vænta mátti kom margt upp á hjá eyja skeggjum sem voru óvanir borgarlífinu. „Ég man sérstaklega eftir einu máli, þar sem heimilis faðir lagði ríka áherslu á að Viðlagasjóður yrði að útvega fjölskyldu sinni betra húsnæði, þar sem þau byggju „lengst uppi í Hlíðum“. Þetta fannst Reykvíkingum nú bærilega miðsvæðis – en auðvitað þótti honum ómögulegt að vera ekki í röltfæri við miðbæinn,“ rifjar Guðmundur upp. Það varð ekki hjá því komist að jafn umfangs mikil framkvæmd og bygging Viðlaga sjóðshúsanna yrði umdeild. Eyjamenn voru þolinmóðir fyrst eftir að gosið braust út, en gerðust óþreyjufyllri eftir því sem tíminn leið. Alls sóttu 900 fjölskyldur um húsnæði og voru flestir í skamtíma leiguhúsnæði eða heilu fjölskyldurnar inni á gafli hjá ættingjum í alltof litlum íbúðum. Kjaftasögur fara á kreik Stofnað var Húseigendafélag Vestmanna eyinga veturinn 1973 og varð það óformlegur málsvari fólksins gagnvart opinberum aðilum. Meðal þess sem Eyjamönnum gramdist var sú ákvörðun stjórnvalda að veita einstaklingum og byggingarfélögum lánafyrirgreiðslu til að standsetja hálfklárað húsnæði gegn loforði um
að leigja það gosflóttafólki, en á sama tíma buðust Vestmannaeyingum sem ákveðið höfðu að flytja upp á fastalandið engin sérstök lán til að eignast eigið húsnæði. Pirringur af þessu tagi braust meðal annars fram í gagnrýni á störf Viðlagasjóðs og var þá sjaldnast hirt um að fara satt og rétt með. Guðmundur minnist t.a.m. „eldavélahneykslisins“ í Breiðholti. „AEG gaf talsvert af eldavélum og voru þær geymdar í skemmu út í bæ áður en kom að uppsetningu. Einhvern veginn komst sá kvittur á kreik að ég hefði stolið öllum elda vélunum og ætlaði að selja fyrir stórfé. Fyrst hló ég bara að þessu bulli, en þegar ég lenti í því uppi í Breiðholti að sómakær húsmóðir hellti yfir mig óbóta skömmum fyrir eldavélastuldinn fóru að renna á mig tvær grímur. En auðvitað var mikið álag á fólki sem ýtti undir svona flökkusögur.“ Annar orðrómur sem erfitt reyndist að kveða niður varðaði þóknun stofunnar. Starfsmönnum fjölgaði hratt og einhverjir sáu of sjónum yfir þessum umsvifum. Því var oft haldið fram í opinberri umræðu að verkfræðistofan fengi greidda tiltekna prósentu af andvirði hvers húss. „Þetta var auðvitað úr lausu lofti gripið. Ætli ég hefði ekki orðið ríkasti verkfræðingur landsins ef þannig hefði samist,“ segir Guðmundur. „Þessu var hins vegar á allt annan veg farið og fékk ég reyndar skammir frá manni, síðar síðar varð formaður Verkfræðingafélagsins, sem taldi að við hefðum rukkað langt undir öllum töxtum og að útilokað hafi verið að sinna allri þessari vinnu svo ódýrt.“ Leyndir gallar og bakreikningar Uppsetning Viðlagasjóðshúsanna fór að mestu fram á seinni hluta ársins 1973. Þá voru raunar miklu fleiri Eyjamenn fluttir aftur til síns heima en áætlanir höfðu gert ráð fyrir og var þá ráðist í að selja húsin.
Langur vegur var þó frá því að störfum Guðmundar og félaga fyrir Viðlagasjóð væri lokið. Gallar áttu eftir að koma fram á mörgum húsanna, einkum lekavandamál, þar sem erlend einingahúsin réðu illa við láréttu rigninguna íslensku. Í öðrum tilvikum komu fram vandamál sem tengdust ófullnægjandi lóðaundirbúningi. „Sveitarfélögunum var mikið í mun að fá til sín Viðlagasjóðshús. Það var hins vegar allur gangur á því hvort þau ættu tilbúnar og frágengnar lóðir. Í ein hverjum tilvikum urðu fyrir valinu lóðir sem ekki höfðu gengið út eða sem erfitt var að byggja á af ýmsum ástæðum. Þetta kom svo í bakið á mönnum innan fáeinna missera.“ Á sama hátt reis ágreiningur eftir á vegna ýmissa útgjalda sem sveitarfélög vildu koma yfir á Viðlagasjóð, s.s. vegna frágangs á holræsum, breytinga á hitaveitulögnum o.s.frv. Viðlagasjóðshúsin héldu því Verkfræðistofu Guðmundar G. Þórarinssonar vel við efnið um langa hríð, þótt gosinu lyki og lífið hefði aftur sinn vanagang í Vestmannaeyjum. Gjafir úr öllum áttum Eitt af verkefnum stjórnar Viðlagasjóðs var að halda utan um þann aragrúa af gjöfum sem barst. Langstærstu erlendu gjafirnar bárust þó frá ríkisstjórnum Norður landanna. Stærstur hluti þess framlags var eyrnamerktur til kaupa á húsum fyrir Eyjamenn og var miðað við að keypt væru einingahús frá viðkomandi löndum. Fjöldi félagasamtaka og einstaklinga lét einnig sitt af hendi rakna. Allnokkur hluti gjafanna var í formi varnings eða vöruúttekta. Þótt talsverð verðmæti væru fólgin í slíkum gjöfum gátu þær í mörgum tilvikum gert skipulagningu erfiðari. Skipta þurfti við fleiri aðila og setja upp fjölbreytilegri búnað en ella hefði orðið. Þá var óljóst hvort hægt væri að krefja framleiðendur um ábyrgð á gjafavarningi.
............................................................................................................................................................................ Hús um land allt Óhætt er að segja að Viðlagasjóður hafi haft allt landið undir þegar kom að framkvæmdum en 489 varanleg einingahús sem dreifðust um allt land. Til viðbótar voru um átta eldri hús keypt eða ný reist í minni þorpum. Þá sá Viðlagasjóður um byggingu sextíu bráðabirgðahúsa.
Höfuðborgarsvæði.........................170 hús Vesturland......................................... 10 hús Austurland......................................... 28 hús Norðurland........................................ 10 hús Suðurland.......................................... 153 hús Reykjanes........................................... 122 hús
13
Farsímarnir ryðja brautina Rætt við Sigþór Jóhannesson um jarðvarmaverkefni í Kenýa ....................................
Fjögur íslensk fyrir tæki vinna saman að ráðgjafarverkefni fyrir orkufyrirtæki í Kenía. Um er að ræða Verkís, Mannvit, Vatnaskil og Ísor.
Í júlí á síðasta ári var undirritaður samningur milli fjögurra íslenskra aðila, Mannvits, Ísor, Vatna skila og Verkís, um ráðgjafarverkefni fyrir orkufyrirtækið KenGen. Verkið felst í að meta afkastagetu Olkaria-jarðhitasvæðisins, taka út ástand núverandi virkjana og gera tillögur um mögulegar nýjar virkjanir auk þess að þjálfa starfsmenn KenGen. Um er að ræða fyrsta sameiginlega verkefni þessara fjögurra stærstu íslensku jarðvarmafélaga, auk þess sem verkið er það fyrsta þessarar tegundar sem Íslendingar vinna án þess að vera í samstarfi við erlendar stofur. KenGen (Kenya Electricity Generating Company) er langstærsta orkufyrirtækið í Kenýa, með um 80% rafmagnsframleiðslunnar. Fyrirtækið er að mestu leyti í eigu ríkisins og sér almenningi í landinu fyrir raforku. KenGen stóð á sínum tíma fyrir byggingu tveggja jarðgufuvera í Olkaria, sem jafnframt voru fyrstu slíku orkuverin í Afríku. Sigþór Jóhannesson hjá Verkís er verkefnisstjóri í verkinu: „Verkefnið er margslungið. Í fyrsta lagi vinnum við líkan af jarðhitakerfunum á svæðinu, gerum boráætlun auk hvers kyns kostnaðar- og rekstraráætlana. Gerum reikni líkan fyrir rekstur jarðhitasvæðis og virkjana.
14
Einnig vinnum við mat á umhverfisáhrifum.“ Skipting verkefnisins er með þeim hætti að Ísor og Vatnaskil annast jarðvísindahlutann en Mannvit og Verkís verkfræðihlutann, en stofurnar eru jafnframt í samstarfi við undirverktaka ytra. Virkjanir í þjóðgarði Í Olkaria eru sem stendur fjórar jarðgufu virkjanir, útskýrir Sigþór. Tvær þeirra eru í eigu KenGen, með samtals 150 MW afl. Ein 48 MW virkjun er í eigu einkarekins orkufyrirtækis og þá er starfrækt lítil 3 MW stöð sem tengist umfangsmikilli rósaræktun í gróðurhúsum á svæðinu. Þótt tækjabúnaðurinn í virkjununum sé svipaður og í öðrum slíkum orkuverum verður það sama ekki sagt um umhverfið. Virkjanirnar eru nefnilega í miðjum þjóðgarði sem heitir því kaldranalega nafni „Hell´s Gate National Park“. Þótt garðurinn sé lítill á afrískan mæli kvarða, ekki nema um 68 ferkílómetrar, státar hann af óvenju fjölbreytilegu dýralífi. Nálægðin við höfuðborgina gerir það að verkum að þjóðgarðurinn er mjög aðgengilegur fyrir ferðamenn. Vegna ferðaþjónustu og náttúruverndar sjónarmiða er sérstaklega mikilvægt að halda
umhverfisáhrifum nýrra virkjana í lágmarki. Ljóst er þó að framtíðarvirkjanir munu leiða til þess að flytja þurfi hópa frumbyggja sem nýta jarðvarmasvæðið sem beitarland. Sóknarfæri í orkumálum Um þessar mundir er unnið að undirbúningi virkjana á Olkaria-svæðinu sem munu meira en tvöfalda orkuframleiðsluna. Fyrstu niðurstöður athugana benda til að unnt sé að gera gott betur og að þar megi með góðu móti virkja 1.000 MW. Ekki veitir heldur af. Orkuskorturinn í landinu er gríðarlegur. Þannig bendir Sigþór á að stjórnendur gömlu orkuveranna á svæðinu eigi erfitt með að sinna viðhaldi þar sem stjórnvöld leyfi þeim ekki að draga úr framleiðslunni á meðan. „Manni virðist sem farsímarnir séu að ryðja brautina í þessu landi,“ bætir Sigþór við. „Hvar sem maður kemur gefur að líta auglýs ingar frá farsímafyrirtækjum. Jafnvel í snauðustu þorpum eða í afskekktustu sveitum vilja menn fá farsíma, sem eru kannski einu tækin sem kalla á rafmagn. Þetta er ef til vill ekki ósvipað rafvæðingunni hérna heima á Íslandi á sínum tíma þar sem útvarpið ýtti á eftir rafvæðingunni.“ Þótt íslenskum verkfræðingum finnist það fram andi að vinna við mælingar innan um gíraffa, gasellur og sebrahesta er þó margt sem minnir á heimahagana. Þannig kom í ljós að ótrúlega hátt hlutfall heimamanna þekkti vel til Íslands, enda margir hverjir stundað nám við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Sjálfar boranirnar eru heldur ekki ósvipaðar. Dýptin á holunum er svipuð og sama máli gegnir um hitastigið. Rósagarður heimsins Orkan sem framleidd er í raforkuverunum í Olkaria fer að langmestu leyti til almennra heimilisnota eða smáiðnaðar. Eina stóriðjan, ef svo má að orði komast, eru risagróðurhús þar sem ræktaðar eru rósir á um 200 hektara
svæði. Vegna hnatt stöðunnar er engin þörf á rafmagnslýsingu í húsunum og ekki er þörf á mikilli hitun, nema rétt yfir blánóttina yfir köldustu vetrar mánuðina. Orkan sem notuð er við ræktunina fer því einkum í að knýja vökvunina og til að hreinsa frárennslisvatnið. Með því að endurnýta vatnið má líka draga stórlega úr áburðar- og eiturefnanotkun. Ódýrt vinnuafl og hentugar ræktunaraðstæður gera það að verkum að afrísk gróðurhús eru jafnt og þétt að taka yfir skrautblómamarkaðinn í Evrópu. „Á hverjum degi vikunnar, allan ársins hring, flýgur breiðþota frá Kenýa til Amsterdam með fullan farm af rósum. Þegar við Íslending arnir kynntum okkur, þá könnuðust allir við Eyja fjallajökul sem olli þeim stórvandræðum við að koma farminum á áfangastað.“ Kenýa og orkumálin Uppsett rafafl í Kenýa er 1.650 MW. Það samsvarar 0,04 kW á íbúa, sem er innan við eitt og hálft prósent af almenningsnotkun á Íslandi (3 kW). Árleg orkuframleiðsla er 8.500 GWst. Markmið stjórnvalda er að í árslok 2028 verði uppsett rafafl komið í 0,15 kW á íbúa. Stærstur hluti raforkuframleiðslunnar er með vatnsaflsvirkjunum í vestanverðu landinu. Um 200 MW eru framleidd með jarðgufuvirkjunum á Olkaria-svæðinu og unnið er að mikilli framleiðsluaukningu þar. Þrátt fyrir mikla leit hefur ekki tekist að finna jarðefnaeldsneyti í Kenýa. Vegna sívaxandi olíuvinnslu í nágrannaríkinu Úganda eru þó bundnar vonir við að olía kunni einnig að finnast í Kenýa innan fárra ára. Árið 2010 tilkynntu stjórnvöld í Kenýa um áætlanir að reisa 1.000 MW kjarnorkuver sem taka skyldi í notkun árið 2017. Ekki er ljóst hvaða áhrif nýleg áföll kjarnorku iðnaðarins hafa á þessi áform.
15
Öflug uppbygging í 80 ár 1932 Fríkirkjuvegur 3
Verkís rekur uppruna sinn til 1932 þegar fyrsta íslenska verkfræðistofan hóf starfsemi sína að Fríkirkjuvegi 3.
2010 Sundlaugin Hofsósi
1953 Laxárvatnsvirkjun
2011 Hörputorg
2008 Svartsengi
Hjá Verkís starfa útsjónarsamir smiðir hugmynda og lausna, reynsluboltar á öllum sviðum verkfræði og skyldra greina. Síðastliðin 80 ár hafa starfsmenn fyrirtækisins átt þátt í flestum stærri mannvirkjum og framkvæmdum á Íslandi. 1958 Háspennumastur í Kollafirði
Verkís verkfræðistofa | Ármúla 4 | 108 Reykjavík | Sími 422 8000 | www.verkis.is
1958 Grímsárvirkjun
16 2003 Bláa lónið
Saga Verkís er þannig samofin sögu uppbyggingar og atvinnulífs á Íslandi eins og við þekkjum það. 1946-2011 Hallgrímskirkja