Gangverk 2000 1

Page 1

F R É T T A B R É F

Verkfræðiþjónusta á spennandi tímum Sólalda Gegn ægikrafti snjóflóða Framtíð höfuðborgarsvæðisins Saltur jarðhiti á köldu svæði

2 5 7 10 12

0 1•0 1•0 0


Verkfræðiþjónusta á spennandi tímum Rætt við Viðar Ólafsson framkvæmdastjóra VST „Við lifum nú á mjög spennandi tímum, það er ótrúlega mikið að gerast. Öll þessi nýja tækni í fjarskiptum og tölvuvinnslu er að nýtast okkur æ meir til þess að geta gert betur á öllum sviðum. Áherslurnar eru líka að breytast, umhverfismálin skipa sífellt hærri sess, sem og öryggis- og stýrikerfi allskonar til að tryggja að hlutirnir gangi snurðulaust fyrir sig í okkar flókna nútímasamfélagi. Starfsumhverfi okkar hefur þannig gjörbreyst á síðustu fimmtán árum.“ Viðar Ólafsson, framkvæmdastjóri VST, segir markaðinn hafa opnast og orðið skilvirkari í seinni tíð, ekki síst með því að ríkið er farið að bjóða út margvísleg verkefni sem það annaðist áður sjálft. Góðærið í efnahagsmálum þjóðarinnar undangengin misseri hefur einnig blásið lífi í starfsemi verkfræðistofa. „Á árunum 1990 - 1995 gengum við í

gegnum mjög alvarlega kreppu. Þá var samdráttur, hætt var við virkjanir og ansi dauft og dapurt um að litast á markaðnum. Fyrir þann tíma hafði ríkt mikil bjartsýni, Kringlan var byggð og margt fleira og við tókum þátt í því öllu saman. En eftir þessa lægð, sem lauk þegar Ísal réðst í stækkun álversins í Straumsvík, hefur verið mikið að gera og þannig er það núna. Við erum að hanna og

VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafirði Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is

Viðar Ólafsson: „Við höfum hingað til verið mest í harðsnúinni verkfræði, en erum nú í æ ríkari mæli að fara inn á hin svokölluðu mjúku svið.“

2


Sultartangavirkjun í byggingu.

teikna nýjar virkjanir, og þar til í febrúar vorum við að vinna útboðsgögn fyrir Fljótsdalsvirkjun, sem síðan var hætt við. Um þessar mundir erum við að hefjast handa við Kárahnúkavirkjun, sem er stór virkjun á evrópskan mælikvarða, 680 megavött, þrefalt stærri en stærstu virkjanir okkar hingað til. Við höfðum áður unnið að frumhönnun og verkhönnun á henni, en nú er að hefjast undirbúningur sjálfra framkvæmdanna og í það fara næstu tvö ár. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort menn ætla að byggja álverið á Reyðarfirði eða ekki og vonandi mun startmerkið hljóma, því það er gagnslítið að teikna virkjanir ef þær eru svo ekki byggðar.“

Allar greinar verkfræðinnar VST fæst ekki aðeins við stór verk eins og virkjanir, heldur sinnir í raun öllum greinum verkfræðinnar, það er byggingar-, rafmagnsog vélaverkfræði. „Núna erum við talsvert í vega- og gatnagerð, „segir Viðar,“ svo sem hönnun mislægra gatnamóta í Mjóddinni, færslu Hringbrautar og fleira. Þá erum við að vinna í aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins ásamt dönskum ráðgjöfum. Það hefur staðið yfir í eitt ár og snýst um að skipuleggja hvernig byggðin dreifist á þessu svæði og reyna að koma í veg fyrir að miklir fjármunir fari til spillis í óhagkvæmum framkvæmdum, eins og óhjákvæmilega myndi gerast ef sveitarfélögin ynnu ekki saman í þeim málum. Svo erum við alltaf að vinna mikið í venjulegum húsbyggingum, eins og fyrir banka og verksmiðjur.“ ø

Hverjar eru helstu nýjungar í starfi VST? „Það má segja að við höfum hingað til verið mest í harðsnúinni verkfræði, en erum nú í æ ríkari mæli að snúa okkur að umhverfismálunum og leitum fyrir okkur í öðrum greinum raunvísindanna, svo sem náttúrufræði og líffræði. Við erum aðilar að Jarðfræðistofu, vinnum við gerð reiknilíkana, til dæmis yfir sjávarföll umhverfis landið. Við erum þar að kanna áhrif samspils veðurlægða og sjávarstrauma til að geta spáð fyrir um flóð og hvar megi búast við að mannvirki verði fyrir áföllum af þeirra völdum. Einnig erum við að skoða ýmsa hluti varðandi rennsli í ám, framburð þeirra og hvernig strandlengjan er smátt og smátt að breytast. Mengun af öllum toga er líka mikilvægt rannsóknarefni, hvernig við getum stjórnað og dregið úr henni sem mest. Þessi svokölluðu mjúku svið eru því að verða fyrirferðarmeiri í starfi okkar, við erum sífellt að verða vænni og grænni.“ ø

Ekki bara tölvur Viðar telur andstöðu gegn mannvirkjagerð á borð við virkjanir og stærri verksmiðjur oft byggjast á skorti á skilningi á undirstöðum atvinnulífsins. „Ég hef tekið eftir því á þingum um atvinnumál og tækni að það er eins og sumir haldi að allir geti bara setið við tölvur og unnið eitthvað skapandi. En það er ekki þannig. Til þess að menning og listir blómstri þarf öfluga grunnatvinnuvegi eins og fiskveiðar, landbúnað, iðnað og orkuframleiðslu. Auðvitað verður að ganga vel um landið og

3

Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hóf rekstur verkfræðistofu í eigin nafni árið 1932. Það rekstrarform hélst óbreytt fram til ársins 1962 er fyrirtækið var gert að sameignarfélagi. Árið 1976 var því síðan breytt í hlutafélag og voru stofnfélagar 21. Hluthöfum hefur fjölgað með árunum, þeir eru nú 35, allir starfsmenn stofunnar og eiga allir jafnan hlut í fyrirtækinu. Starfsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú 83 talsins. Sigurður Thoroddsen var framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar frá upphafi til ársins 1974 er hann lét af störfum. Við starfi hans tók Loftur Þorsteinsson verkfræðingur og gegndi því fram á mitt ár 1992, en þá tók við núverandi framkvæmdastjóri, Viðar Ólafsson verkfræðingur.


því að þau eru vel hönnuð og framleiða mikið. Við erum nú að reisa stórar virkjanir fyrir miklu minna fé en áður vegna þess að tæknin er komin miklu meira inn í landið en áður var. Þegar fyrstu stóru virkjanirnar voru byggðar voru útlendingar í öllum helstu störfum, en nú höfum við Íslendingar tekið þau að okkur sjálfir að mestu leyti.“ ø

Unga fólkið meðvitaðra

Efst: Höfuðstöðvar VST í Ármúla 4-6.

„Við erum nú að reisa stórar virkjanir fyrir miklu minna fé en áður vegna þess að tæknin er komin miklu meira inn í landið.“

reynt er að raska því sem minnst, en ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hve miklum árangri við höfum náð í að beisla og nýta orku, bæði vatnsorku og hitaveituorku. Það er mikils virði að þurfa ekki að framleiða rafmagn og kynda hús með kolum og olíu eins og gert er víðast hvar í Evrópu. Erlend stórfyrirtæki eru að koma til okkar og vilja kaupa rafmagn af því að það er ódýrt, og það er ódýrt vegna þess að mannvirkin eru frekar ódýr og þau eru ódýr af

4

Hvað segirðu um menntun og færni íslenskra verkfræðinga? „Hún er mjög góð miðað við það sem gerist og gengur annars staðar í heiminum. Við erum með ágætis grunnnám hér í Háskólanum, síðan fer fólk mikið til útlanda í framhaldsnám og velur sér greinar eftir markaðsaðstæðum. Við hjá VST erum ávallt með talsvert af fólki sem lokið hefur námi í Háskólanum, er hjá okkur um einhvern tíma áður en það fer í framhaldsnám og kemur svo til okkar aftur. Þetta er afar æskilegt fyrirkomulag, því fólkið kynnist hvernig hlutirnar ganga fyrir sig á verkfræðistofu, fær innsýn í hvaða störf er hægt að vinna, en þau eru mjög fjölbreytt, og velur sér greinar í samræmi við það. Ég held líka að menntunarstigið sé sífellt að batna, unga fólkið er til dæmis miklu flinkara en við þessir gömlu á tölvur. Það hefur alist upp við þær frá blautu barnsbeini, auk þess sem skólamenntun er alltaf að verða betri og betri. Hæfni þess fólks sem er að koma úr námi er yfirleitt mjög mikil, það er duglegt og veit hvað það vill. Mér þykir sérstaklega ánægjulegt hvað þetta unga fólk er orðið meðvitað um þau lífsgæði sem felast í því að eiga gott fjölskyldulíf og það dettur ekki í botnlausa vinnu eins og algengt var hér áður fyrr. Ég hugsa að þetta hafi talsvert með aukið jafnrétti kynjanna að gera, konur eru nú eins mikið útivinnandi og karlar, enda hefur fjöldi kvenna í verkfræðingastétt aukist talsvert í seinni tíð. Hjá VST er núna hátt í fjórðungur starfsmanna konur, en áður var þetta nánast algjör karlastaður. Þetta þykir mér jákvæð og ánægjuleg þróun.“ Viðar kveðst bjartsýnn á vöxt og viðgang VST á næstu árum. Höfuðstöðvarnar í Ármúla 4 voru löngu orðnar of litlar og því var nýlega gripið tækifærið þegar einn nágranninn, Íslandspóstur, flutti starfsemi sína til að festa kaup á fyrstu hæð og kjallara í Ármúla 6. „Við erum annars í atvinnugrein sem er í sjálfu sér gömul og vöxtur stofunnar hefur verið jafn og þéttur. Ný tækni verður ekki til þess að breyta starfsumhverfi okkar algjörlega, heldur verður hún hagnýtt til að gera fleira og gera betur.“


VST vinnur við uppsetningu einstaks útilistaverks Vorið 1998 efndi Landsvirkjun til samkeppni um útilistaverk á inntaksvegg Sultartangavirkjunar og valdi dómnefnd hugmynd Sigurðar Árna Sigurðssonar að verkinu Sólöldu.Veggurinn með listaverkinu stendur hátt og er því áberandi þegar farið er hjá virkjuninni um þjóðleiðina yfir Sprengisand. Verkið er gert úr sautján samsoðnum stálplötum sem raðað er með jöfnu millibili eftir veggnum. Plöturnar stefna allar í hásuður út frá veggnum, en mynda beina lárétta línu þar sem þær eru festar við vegginn. Veggurinn snýr mót suðvestri og mynda plöturnar því um 45° horn við hann

breytilegt eftir árstíma). Götin í vængjunum mynda ljósdepil, neðst í hverjum skugga. Þar sem framleiðarar vængjanna eru þannig stilltir að þeir mynda plan, með sömu stefnu og sólargeislar á hádegi á sumarsólstöðum (21. júní kl. 13:30), verða skuggarnir allir jafn langir á þessu augnabliki og neðri brún

Veggurinn sem verkið vex út úr er rúmlega 20 metra langur og 6 metra hár.

í láréttu plani. Platan næst miðju er lárétt út frá veggnum, en út frá henni halla plöturnar smám saman niður á við þar til um 45° horni er náð yst. Veggurinn sem verkið vex út úr er rúmlega 20 metra langur og 6 metra hár og er í raun hluti af listaverkinu, auk þess að vera efsti hlutinn af stífluvegg stöðvarhússins. ø

Sigurður Árni Sigurðsson listmálari fæddist árið 1963 á Akureyri og nam myndlist á Íslandi og í Frakklandi. Sigurður Árni hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum víða um heim, myndverk hans hafa komið út á bókum og myndir eftir hann er að finna á listasöfnum bæði hér á landi og í útlöndum.

Plöturnar sautján eru byggðar upp eins og holur kassi, sem soðinn er saman úr ryðfríum stálplötum. Kassinn minnir nokkuð á flugvélarvæng, þykkastur um 150 mm þar sem hann vex út úr veggnum og þynnist út að brún, niður í um 50 mm. Plöturnar sem mynda yfirborð vængsins eru 8 mm þykkar, um 400 mm breiðar og frá um 1800 til 2400 mm langar. Fremst á vængnum eru sporöskjulaga göt. Alls eru níu mismunandi gerðir af vængjum. Þegar sólarljós fellur á listaverkið varpa vængirnir skuggum á vegginn. Vegna stefnu sinnar í hásuður verða skuggarnir lóðréttir á hádegi (hér nálægt klukkan 13:30, aðeins

5

þeirra á veggnum myndar því beina lárétta línu, auk þess sem þeir eru allir lóðréttir. Þar að auki verður ljósdepillinn fremst í skugganum réttur hringur. Þetta gerist aðeins eitt augnablik á ári, ef sólar nýtur. ø ø Upphaflega var ætlun listamannsins að byggja listaverkið upp með gegnheilum 25 mm þykkum ryðfríum plötum. Við skoðun á sveiflufræðilegum eiginleikum platnanna kom hinsvegar í ljós að eigintíðni þeirra var óheppilega lág. Ef plöturnar hefðu verið gerðar á þann hátt, hefði lægsta eigintíðni verið þannig að hætta hefði verið á verulegum titringi í vindi sem blæs samsíða vegg, þó að vindhraði væri aðeins um 3.5 m/s (3 vindstig, gola). Með því að gera plöturnar stífari, en um leið léttari, var hægt að hækka eigintíðnina verulega og um leið minnka hættu á titringi umtalsvert. Eftir þessa breytingu verður ekki hætta á titringi fyrr en vindhraðinn nær 33 m/s (12 vindstig, fárviðri), auk þess sem útslagið verður þá miklu minna. framhald


Tölvulíkan af vængjum og vegg var gert í samvinnu við Onno þar sem stefna vængjanna var stillt og löguð að stefnu veggjar, að hnattlegu og þar með að mestu sólarhæð (stefnu sólargeisla á hádegi á sumarsólstöðum). Gerðar voru nákvæmar smíðateikningar af vængjunum, eftir að búið var að fínstilla stefnu og allar stærðir hjá Onno. Teikningarnar voru unnar hjá VST með AutoCAD og Mechanical Desktop. Héðinn Smiðja fékk teikningarnar hjá VST á tölvutæku formi til frekari úrvinnslu við smíðina. ø Þar sem form og stefna vængjanna eru afgerandi til að skuggarnir og þar með hugmyndin að baki listaverkinu komist til skila voru nákvæmniskröfur miklar við stillingu vængjanna. Festing þeirra við vegginn var ekki síður mikilvæg vegna áraunar sem þeir verða fyrir, einkum vegna vindálags. Það var leyst með því að setja stálmót í vegginn sem myndaði rétthyrnt gat fyrir hvern væng. Vængirnir voru smíðaðir þannig að þeir ganga inn í þessi göt og vængstefnan fengin nákvæmlega með stilliskrúfum milli innsteypta stálmótsins og vængendans. Eftir stillingu var endaplatan soðin við innsteyptu járnfestinguna og að lokum fyllt upp í með gráum kíttistaumi.

Stækkun Þverárvirkjunar VST annast útboð vegna framkvæmdanna Þverá nefnist á sem rennur úr Þiðriksvallavatni í Steingrímsfjörð norður. Árið 1953 var hluti fallsins milli vatns og sjávar virkjaður og sett upp ein vatnsvél 0,46 MW. Síðar var nýrri 1,2 MW vél bætt við og stíflan jafnframt hækkuð lítillega. Nú er áformað að auka enn afl og miðlun virkjunarinnar. Stöðvarhúsi verður breytt, sett upp ný 2,2 MW vél og stíflan hækkuð umtalsvert.

Verkið sem nú hefur verið boðið út felst í að hlaða stífluna, jafna og slétta klöpp í fyrirhuguðu yfirfalli, leggja vegi, steypa umhverfis núverandi þrýstivatnspípu, leggja botnrásarpípu og steypa umhverfis hana og reisa lokahús með nauðsynlegum tengingum. Ennfremur felst í verkinu lagfæring vegar að stöðvarhúsinu, breikkun farvegar Húsadalsár gegnt stöðinni og skurðgröftur um 150 metra niður eftir árfarveginum frá stöðinni. Ístak átti lægsta tilboð í verkið, um 70,5 milljónir króna, en áætlun VST hljóðaði upp á um 84 milljónir.

Núverandi stífla Þverárvirkjunar er steypt bogastífla með inntaki í þrýstipípu og botnrás. Yfirfall er um steyptan vegg norðan stíflunnar. Niður frá stíflunni liggur 1,3 m víð þrýstivatnspípa úr trefjaplasti. Til að auka orkuvinnsluna verður fyrir neðan núverandi stíflu reist Helstu magntölur áætlaðar ný stífla, sem verður talsvert við verkið sumarið 2000: hærri en sú eldri. Nýja stíflan Sprengingar um 5.000m3 verður jarðstífla, hlaðin úr efn3 um sem verða að mestu leyti Fyllingar, 48.000m 3 tekin innan lónstæðisins í Steypa, 540m Þiðriksvallavatni.

Þverárvirkjun magntölur

Gamla stíflan í Þverá.

6

Að öllu óbreyttu verður nýja vélin sett upp á næsta ári, en þeirri aðgerð munu meðal annars fylgja verulegar breytingar á stöðvarhúsinu. Í áranna rás hafa ýmsir hjá VST komið að verki við Þverárvirkjun, en Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir hefur annast þetta útboð ásamt Sveini I. Ólafssyni og Pálma R. Pálmasyni.


Snjóflóðavarnir

á Íslandi VST hannar varnir við Flateyri og Neskaupstað Bygging snjóflóðavarna er tiltölulega ný af nálinni hér á landi. Skoðanir manna á þeim eru um leið æði misjafnar. Sumir segja þetta hreina endileysu sem aldrei muni virka gegn ægikrafti snjóflóða, aðrir telja þörf fyrir varnir hæpna, sérstaklega á sínum heimaslóðum. Fjölmargir gera sér þó grein fyrir þörfinni og líta raunsæjum augum á leiðir til úrbóta. ø Fram til ársins 1995 var bygging snjóflóðavarna nánast óþekkt á landinu. Á stöku stað höfðu verið byggð varnarvirki, en í litlum mæli og einungis til varnar minniháttar flóðum. Á árinu 1995 var þjóðin minnt óþyrmilega á að á nokkrum stöðum á landinu eiga voldug snjóflóð greiða leið inn í þéttbýli þar sem þau geta valdið óbætanlegu tjóni. ø

vegar á móti snjóflóðum á úthlaupssvæði þeirra og stöðva þau eða beina frá þeim svæðum sem verja þarf. Saga byggðar á Íslandi er þó allt önnur en í Alpalöndunum eins og flestum er kunnugt. Hér hófst þéttbýlismyndun ekki að marki fyrr en seint á nítjándu öld og þéttbýlisstaðir hafa flestir vaxið hratt á seinni hluta tuttugustu aldar, í sumum tilfellum langt

Erlendis eiga snjóflóðavarnir sér mun lengri sögu, og aldalangt sambýli við snjóflóð í Alpalöndunum hefur kennt mönnum eitt og annað í þessum efnum. Það var þó ekki fyrr en í kjölfar mikillar snjóflóðahrinu á þeim slóðum veturinn 1950-1951 að hafist var handa við uppbyggingu snjóflóðavarna eins og við þekkjum þær í dag. Síðan þá hefur verUpptakastoðvirki í frönsku Ölpunum. ið byggt þar mikið af svokölluðum upptakastoðvirkjum, en inn á hættusvæði snjóflóða með hörmueinnig aðrar gerðir snjóflóðavarna, svo sem legum afleiðingum. þvergarðar og leiðigarðar. Upptakastoðvirki eru raðir af stálgrindum eða netgrindum, Frá árinu 1995 hafa þessi mál þó verið tekin oft 3-5 metra háum, sem gegna því hlutalveg nýjum tökum hér á landi. Stjórnvöld verki að koma í veg fyrir að snjórinn skríði hafa markað ákveðna stefnu um uppbyggaf stað. Þvergarðar og leiðigarðar taka hins ingu snjóflóðavarna á þéttbýlisstöðum og

7


Snjóflóðavarnir Höfundar:

Gunnar Guðni Tómasson: Yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði VST og sérfræðingur í straumfræði. Fæst m.a. við straumfræðilega hönnun mannvirkja, gerð og notkun reiknilíkana í straumfræði og umhverfisverkfræði, virkjanir, hafnargerð, strauma í sjó, ám og vötnum, dreifingu mengunar, áhættumat og varnir vegna snjóflóða.

á Íslandi tryggt fjármagn til þess, en heildarkostnaður er lauslega áætlaður 10-20 milljarðar króna. Um leið hafa rannsóknir tengdar snjóflóðum verið stórefldar og þróaðar nýjar aðferðir við gerð hættumats, sem hlotið hafa athygli víða erlendis.

Varnargarður á Flateyri

öllum líkindum farið yfir hús sem enn er búið í. Hönnunarforsendur garðanna stóðust þessa prófraun fullkomlega og gögn sem safnað var um flóðin og áhrif garðanna hafa vakið mikla athygli erlendis og munu hafa verulegt gildi fyrir hönnun leiðigarða í heiminum.

Óhefðbundnar varnir Við Neskaupstað er einnig hafin bygging snjóflóðavarna sem eru að mörgu leyti óhefðbundnar að gerð. Snjóflóðatæknileg hönnun þeirra er í höndum VST, í samvinnu við CEMAGREF í Frakklandi. Þar er blandað

Fyrsta verkefnið eftir náttúruhamfarirnar á árinu 1995 var bygging varnargarða á Flateyri. Þar var þá líklega allra mesta snjóflóðahætta á byggðu bóli hér á landi og þótt víðar væri leitað. VST sá um alla hönnun garðanna nema hvað snjóflóðatæknileg hönnun þeirra var í samvinnu við norsku jarðtæknistofnunina (NGI). Hönnun garðanna varð strax í upphafi fyrir órökstuddri og á stundum mjög óvæginni gagnrýni, þar sem virkni þeirra var dregin alvarlega í efa. Þær raddir hafa þó algjörlega þagnað, enda hafa garðarnir þegar sannað gildi sitt þrátt fyrir ungan aldur. Með aðeins árs millibili féllu stór snjóflóð, sitt á hvorn leiðigarðinn, þann 21. febrúar 1999 úr Skollahvilft á eystri garðinn og þann 28. febrúar 2000 úr Innra-Bæjargili á vestari garðinn. Í báðum tilfellum reyndi verulega á garðana, enda eru flóðin talin hafa endurkomutíma á milli tíu og þrjátíu ár hvort um sig og verður að teljast tilviljun að svo stór flóð falli á báða garðana svo stuttu eftir byggingu þeirra. Talið er að án varnargarðanna hefðu bæði flóðin náð inn í byggðina eins og hún var fyrir 1995, og flóðið á þessu ári hefði að

Séð frá byggðinni upp til varnargarðanna á Flateyri.

saman varnarvirkjum á upptakasvæði snjóflóða og á úthlaupssvæði þeirra. Slík útfærsla er nánast óþekkt í heiminum, en hefur ótvíræða kosti í Neskaupstað. Þetta er auk þess í fyrsta sinn sem varnarvirki þessarar tegundar eru byggð hér á landi í einhverjum mæli, það er stoðvirki á upptakasvæði snjóflóða og snjóflóðakeilur og þvergarðar á

Tölvuteikningar af þvergarði og snjóflóðakeilum í Neskaupstað sem nú eru í byggingu.

Flosi Sigurðsson: Verkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði VST. Fæst við hönnun burðarvirkja úr steinsteypu, stáli og timbri, jarðskjálftagreiningu burðarvirkja, hönnun dreifikerfa vatnsveitna og regnvatnslagna, útboðsgagnagerð og kostnaðaráætlanir, verkefnisstjórnun, hættumat vegna snjóflóða og hönnun snjóflóðavarna.

8


100

200

300

400

500 m

N

gil

Skollahvilft

jar

Auk framantalinna verkefna er hafin uppbygging snjóflóðavarna á Siglufirði, en snjóflóðatæknileg hönnun þeirra var í höndum Verkfræðistofu Siglufjarðar og NGI. Undirbúningur er

0

Snjóflóðið sem féll mánudaginn 28. febrúar 2000

úthlaupssvæði þeirra. Snjóflóðakeilurnar gegna því hlutverki að hægja á flóðinu þannig að hægt sé að stöðva það með þvergarði af raunhæfri stærð.

B

Áætluð útlína flóðsins án varnargarðs Snjóflóðið sem féll 21. febrúar 1999

Sólbakki (Ljósmynd: Erling S. Tómasson).

einnig hafinn að vörnum víðar á landinu, en mislangt á veg kominn. Í öllum þessum verkefnum hefur snjóflóðatæknileg hönnun verið gerð í samvinnu við erlenda snjóflóðasérfræðinga. Með vaxandi þekkingu og reynslu hér heima hefur þáttur innlendra ráðgjafa í þessum verkefnum þó aukist jafnt og þétt og þeir eru nú í mörgum tilfellum orðnir leiðandi í samstarfi um hönnun varnarvirkjanna.

Útlínur snjóflóðsins frá 1995

120

Garðtoppur 100 80

Ummerki eftir flóðið Útbreiðsla snjóflóðanna sem féllu á varnargarðana á Flateyri í febrúar 1999 og 2000. Myndin er birt hér með leyfi frá Morgunblaðinu.

60

Hlíð

Flateyri

40 20 0

9

100

200

300

400

600


Svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið Samkvæmt lögum sem tóku gildi í ársbyrjun 1998 er svæðisskipulag skilgreint sem „skipulagsáætlun sem tekur yfir fleiri en eitt sveitarfélag. Hlutverk þess er að samræma stefnu um landnotkun, samgöngu og þjónustukerfi, umhverfismál og þróun byggðar á tilteknu svæði, minnst til 12 ára.“

Höfundur:

Árið 1998 ákváðu átta sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu að láta vinna fyrir sig samræmt svæðisskipulag. Að loknu útboði, hæfnismati og verðsamanburði var samið við hóp ráðgjafa frá fyrirtækjunum Anders Nyvig og Skaarup & Jespersen frá Danmörku og VST og Vinnustofu Arkitekta, sem mynda íslenska hluta hópsins. Hópurinn kallar sig nes Planners, sem vísar til þess að byggðin á höfuðborgarsvæðinu

margir í þéttbýli sem er að mestu samvaxið og brýn nauðsyn að stilla saman strengina á tímum örrar byggðaþróunar. Flest bendir til að sú þróun haldi áfram og væri ekkert að gert mætti búast við mörgum afar óhagkvæmum fjárfestingum í samgöngu- og þjónustukerfum. Ef litið er á helstu forsendur byggðaþróunar sést glöggt hversu aðkallandi er að hafa samræmda skipulagsáætlun fyrir svæðið í heild.

Sveitarfélögin átta eru: Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur og Kjósarhreppur. Skipting svæðisskipulagsins í tvo landfræðilega áfanga.

Ólafur Erlingsson: Yfirverkfræðingur byggðatæknisviðs VST. Fæst við hönnun burðarvirkja úr steinsteypu, stáli og timbri, hönnun gatna og holræsakerfa, hönnun vatnsveitna, hagkvæmisathuganir og verkefnisstjórnun, verklýsingar og verksamninga.

stendur á nesjum við innanverðan Faxaflóa. Vinnan hefur staðið yfir í eitt og hálft ár, lokatillögur eru nú til umfjöllunar hjá sveitarfélögunum og ráðgert er að gengið verði frá svæðisskipulaginu til samþykktar síðar á árinu. Það má teljast óhjákvæmilegt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni saman að ýmsum málaflokkum. Snertifletirnir eru

10

Fólksfjölgunin Á seinni árum hefur verið mikil fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram út skipulagstímann, þótt úr henni dragi. Fjölgunin er að verulegu leyti komin til vegna fólksflutninga frá öðrum landshlutum. Þetta mun skapa þörf fyrir fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Þar búa nú um 170.000 manns eða um 60% þjóðarinnar. Talið er að íbúum muni fjölga


Mosfellsbæ. Auk þess er gerð tillaga um lagningu Hlíðarfótar og þá líklega að hluta í göngum undir Öskjuhlíð til að hlífa bökkum Fossvogs og gerð ígildis Fossvogsbrautar undir Kópavogsháls frá Fossv o g i a ð Reykjanesbraut norðan Fífuhvamms.

um 34% á næstu 24 árum og verði um 230.000 manns árið 2024 og er áætlað að um 70% þjóðarinnar búi þá á höfuðborgarsvæðinu.

Samkvæmt mannfjöldaspá fjölgar eldra fólki mest og er gert ráð fyrir að fólki yfir 60 ára aldri fjölgi um allt að helming á næstu Flugvöllurinn 20 árum á meðan Ein af forsendum fólki í yngri aldursskipulagsvinnunar hópum fjölgar um var að flugvöllurinn innan við 10%. Þá yrði áfram í Vatnsmun meðalfjöldi í mýrinni, að minnsta heimili dragast kosti út núverandi saman og þörf fyrir tímabil aðalskipuþjónustu við aldr- Hugsanlegt fyrirkomulag byggðar á flugvallarsvæðinu. lags Reykjavíkuraða aukast. borgar, 1996-2016. Könnuð var nýting flugvallarsvæðisins Í tillögunum, sem nú liggja fyrir er lögð verði tekin ákvörðun um að flytja völlinn áhersla á að gera byggð samfellda milli Moseftir 2016. fellsbæjar og Hafnarfjarðar áður en farið verður að nema land utan þess svæðis. Mælt Athuganir benda til að hagkvæmt geti verið er með því að byggðin þróist meðfram að mynda þar byggð fyrir 12.000 manns og ströndinni og að síður verði farið inn til vinnuaðstöðu fyrir um 5.000 störf, sem að landsins af landfræðilegum og veðurfarsstórum hluta tengist rannsóknarstarfsemi legum ástæðum, en einnig setja vatnsvið Háskóla Íslands og Landsspítalann, en verndar- og útivistarsvæði í Heiðmörk okkur einnig sérhæfðri starfsemi sem tengist ákveðin takmörk. miðborginni. Byggð á flugvallarsvæðinu stuðlar að þéttingu núverandi byggðar og Lögð er áhersla á að þétta núverandi byggð hlífir jafnframt opnum jaðarsvæðum borgarmeð því að taka undir íbúðir eldri iðnaðarlandsins til nýtingar síðar. Samhliða þessu svæði og auðar lóðir og svæði í þéttbýli. var unnið viðamikið mat á áhrifum ýmissa Gera tillögur ráð fyrir allt að 7.600 nýjum tillagna um svæðisskipulagið á umhverfisíbúðum innan núverandi byggðar og á þætti eins og veðurfar, viðkvæm gróðurlandfyllingum, mest í Reykjavík. ø svæði, ár, vötn og strandsvæði, fuglalíf og gróðurfar.

Umferðin Umferð mun aukast um 40-50% á skipulagstímanum og vegna stækkunar byggðar lengist meðalökuferð um 15%, svo reiknað er með að heildarumferð aukist um 60% á næstu 20 árum. Mikil vinna var lögð í gerð nýs umferðarlíkans til að geta spáð fyrir um líklega umferð um helstu götur. Til að viðhalda svipuðu þjónustustigi stofnbrauta þarf umfangsmiklar framkvæmdir, sem áætlað er að kosti 40-50 milljarða króna á næstu 20 árum. Helstu framkvæmdir við stofnbrautakerfið er gerð Sundabrautar upp í Geldinganes, breikkun Reykjanesbrautar suður fyrir Hafnarfjörð og breikkun Hafnarfjarðarvegar og Vesturlandsvegar upp fyrir

Kostnaðurinn Stofnkostnaður helstu framkvæmda á vegum ríkis og sveitarfélaga, sem nauðsynlegt er að ráðast í vegna svæðisskipulagsins, var áætlaður fyrir eftirtalda þætti: þjóðvegi, almenna vegi, grunnskóla, leikskóla og dagheimili, hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Hann reyndist vera yfir 120 milljarðar króna á næstu 20 árum, eða um 6 milljarðar á ári. Kostnaður við framkvæmdir einstaklinga og fyrirtækja vegna nýbygginga nemur mun hærri fjárhæð á þessum tíma, og því skiptir miklu að vel sé vandað til allrar grunnvinnu - með öðrum orðum: svæðisskipulagsins.

11

Skógarsnípan sem endaði hjá VST Þann 29. janúar síðastliðinn fannst dauð skógarsnípa (Scolopax rusticola) á lóðinni við VST. Hún hafði sennilega flogið á húsið með fyrrgreindum afleiðingum. Fuglinn var stoppaður upp og er nú til sýnis á stofunni.

Skógarsnípur eru náskyldar hrossagaukum sem flestir landsmenn þekkja, en eru talsvert stærri og með hlutfallslega styttra nef. Þær verpa ekki hér á landi, en flækjast stundum hingað, sérstaklega síðla hausts og í byrjun vetrar. Sumar ná að lifa veturinn af. Að meðaltali sjást hér um fimmtán fuglar á ári, en það er þó afar breytilegt á milli ára. Skógarsnípur verpa um alla norðanverða Evrópu og í Norður-Asíu austur til Japans. Þær eru farfuglar og evrópskar skógarsnípur hafa vetursetu í vestan- og sunnanverðri Evrópu. Þeir fuglar sem koma hingað eru sennilega á farflugi á milli Noregs og Bretlandseyja. Skógarsnípur eru talsvert veiddar til matar í Evrópu.


Saltur jarðhiti á köldu svæði VST hannar hitaveitu Stykkishólmskaupstaðar Stykkishólmur er gamall verslunarstaður og samgöngumiðstöð á norðanverðu Snæfellsnesi. Fyrr á tímum var þar ein blómlegasta byggð á landinu og Breiðafjörðurinn uppspretta mikilla lífsgæða. En til skamms tíma var álitið að Stykkishólmur væri á „köldu“ svæði, þar væri ekkert heitt vatn að finna og Hólmarar hafa því lengst af kynt hús sín með olíu eða rafmagni. ø

um fimm kílómetra sunnan við bæinn og rannsóknum á henni lokið árið 1997. ø Strax um haustið það sama ár var að frumkvæði Rarik ákveðið að sækja um styrk til Evrópusambandsins. Fimm aðilar sameinuðust um umsóknina: Stykkishólmsbær, Rarik, Gea Ecoflex (umboðsmenn Nör hf.), Orkustofnun og VST. Framkvæmdir við hitaveituna hófust síðan 1998 og var sundlaug bæjarins tengd veitunni þann 16. júlí 1999. Fyrsta húsið var svo tengt hitaveitunni í október 1999 og nú er um helmingur bæjarins tengdur henni. Ráðgert er að hitaveitan verði fullfrágengin á þessu ári. ø

Sérstaða hitaveitu Stykkishólms

Hólmarar hafa lengst af kynt hús sín með olíu eða rafmagni en tengjast hitaveitu á árinu 2000.

Í upphafi síðasta áratugar varð ljóst að annaðhvort yrði að styrkja raflínur vestur á Snæfellsnes eða létta álagi af núverandi dreifikerfi. Það varð til þess að Rafmagnsveitur ríkisins hófu kerfisbundna athugun á því hvort þar mætti finna jarðhita nálægt þéttbýlisstöðum. Miklar tækniframfarir við leit að jarðhita höfðu orðið á árunum þar á undan og þetta tvennt varð til þess að heitt vatn fannst við Stykkishólm. Hola var boruð

12

Það er einkum tvennt sem gerir þessa hitaveituframkvæmd sérstaka í okkar augum. Annars vegar er það styrkurinn frá Evrópusambandinu, en heildarfjárhæðin nemur um 470.000 eða um 33 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Styrkurinn fæst vegna nýjunga í veitunni, en Evrópubandalagið styrkir 40% af nýnæmiskostnaði, það er þeim hluta framkvæmdanna sem telst til nýjunga á þessu sviði. Nokkur kostnaður fylgir styrknum, Evrópubandalagið krefst nákvæmra skýrslna og framkvæma verður rannsóknir á vinnslu vatnsins á rekstrartíma og hefur Orkustofnun tekið að sér að hafa umsjón með þeim. Þessi vinna verður í gangi um nokkurn tíma. En ljóst er að það munar umtalsvert um styrk sem þennan og hann á sinn þátt í að hvetja menn til framkvæmda. Hitt atriðið sem telja verður sérstakt við Hitaveitu Stykkishólms er saltmagnið í vatninu. Það mælist 2920 mg/l (af Cl-), en til viðmiðunar má geta þess að í hitaveituvatninu á Seltjarnarnesi er þetta hlutfall 1617 mg/l. Svo mikil selta getur valdið


ýmsum vandræðum, til dæmis bráðatæringu á stáli ef súrefni kemst í vatnið. Á hinn bóginn telja margir slíkt saltmagn mikla heilsubót og hafa sumir tengt það háu kalsíumklóríð (CaCl) innihaldi vatnsins. Nú er salta vatnið sett í heita potta sundlaugarinnar í Stykkishólmi svo þar má fá sér heilsubað, enda sóttust margir eftir því að baða sig í borholuvatninu áður en aðveituæðin var lögð. En vegna seltunnar var ákveðið að hafa hitaveitukerfið í Stykkishólmi tvöfalt, það er að hita hringrásarvatn í varmaskiptum og er það síðan notað beint til upphitunar. Það hefur í för með sér að síðar verður unnt að tengja aðra orkugjafa en vatn úr iðrum jarðar ef það þykir henta. Þetta er einnig sérstaklega mikilvægt með tilliti til hugsanlegs varaafls fyrir veituna.

Kerfismynd hitaveitunnar.

Kort sem sýnir „heit svæði“ á Þórsnesi.

13


alheimsjarðskjálftaverkfræðiráðstefnan

Tólfta

Dagana 30. janúar til 4. febrúar árið 2000 var tólfta alheimsjarðskjálftaverkfræðiráðstefnan (12th World Conference on Earthquake Engineering, skammstafað til hagræðis 12WCEE) haldin um hávetur í sumri og sól í landi hinna löngu hvítu skýja, Aoteoroa, eða á Nýja Sjálandi. Ráðstefnan var haldin í Auckland, sem er fjölmennasta borg Nýja Sjálands með um 1,5 milljón íbúa. Það sem einna helst setur svip sinn á borgina eru óteljandi seglskútur, snekkjur og bátar sem sigla fram og til baka um sundin blá milli eldfjallaeyja og gullinna stranda. Samkvæmt gömlum skútukarli er einn bátur á hverja átta íbúa í Auckland. (Það er nú svo sem ekkert merkilegt, til samanburðar má geta þess að á VST er a.m.k. einn jeppi á hverja þrjá starfsmenn). ø Ráðstefnan hófst með því að fjöldi maóra hóf upp raust sína til stuðnings útflúruðum maora stríðsmanni sem geiflaði sig í framan og lét ófriðlega með spjót í annarri hendi og laufblað í hinni. Eftir nokkur táknræn dansspor lét stríðsmaðurinn laufblaðið falla til jarðar og ullaði ógurlega framan í heiðursgest ráðstefnunnar. Heiðursgesturinn lét sem ekkert væri og tók upp laufblaðið. Við það róaðist maóra stríðsmaðurinn og söngur maóra kórsins varð ljúfur og vinalegur. Þegar söngnum lauk var tilkynnt að við hefðum orðið vitni að Pohiri (móttökuathöfn maóra). Hér með væru allir viðstaddir velkomnir til Aoteoroa og því til staðfestingar skyldi framið hongi og í framhaldi af því nebbuðust virðulegir jarðskjálftasérfræðingar við maóra stríðsmennina. Að hongi loknu hófst hefðbundin dagskrá ráðstefnunnar. Hver dagur hófst með svokölluðum lykilfyrirlestrum sem fluttir voru af útvöldum sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum jarðskjálftaverkfræðinnar. Eftir það var dagskránni skipt upp og voru annað hvort ótal fyrirlestrar í gangi í einu eða óteljandi veggspjöld til sýnis. Að auki voru sérstakir dagskrárliðir helgaðir jarðskjálftunum í fyrra í Tyrklandi og Taiwan. Um það bil 2000 greinar um jarðskjálftahönnun mannvirkja, jarðskjálftaáhættu, j a r ð s k j á l f t a r a n n s ó k n i r, reynslu af hönnun mannvirkja á jarðskjálftasvæðum

14

og fleira og fleira, voru birtar í ráðstefnuriti 12WCEE. Efni 200 greina var kynnt í fyrirlestrum en efni annarra greina var kynnt á veggspjöldum. Sem betur fer átti VST tvo fulltrúa á ráðstefnunni sem gátu valið mismunandi efni til að hlusta á eða skoða og síðan borið saman bækur sínar í kaffihléum. Sem dæmi um grein sem kynnt var á veggspjaldi á ráðstefnunni má nefna grein Landsvirkjunar, Verkfræðistofnunar HÍ og VST: On the Design History of a Hydroelectric Power Plant in Tectonic Active Environments, sem fjallar um jarðskjálftahönnun stöðvarhúss Sultartangavirkjunar og jarðskjálftaáraun á vélbúnað. Ráðstefnunni lauk með Poroporoaki, kveðjuathöfn maóra. Sem fyrr var sungið en að þessu sinni héldu maóra stríðsmennirnir sig til hlés og slógu taktinn með spjótunum eða spiluðu kátir undir sönginn á kassagítar. Fulltrúar VST á ráðstefnunni voru samt ekki alveg tilbúnir til að kveðja land og þjóð heldur lögðu af stað í leiðangur með áttavita og landakort. Markmiðið var í fyrsta lagi að slá VST met og komast suður fyrir Dóru Hjálmars og sem lengst frá VST og í öðru lagi að hitta Kiwi fuglinn. Eftir að hafa farið fram hjá eldfjöllum, hverum, klifið jökla, brotist í gegnum regnskóga og skriðið í glitormahellum var markmiðum náð. Þann 12. febrúar hittum við Kiwi fuglinn og þann 14. febrúar komum við til Bluff á Suðureynni, (nákvæm staðsetning: 46,36 mín 54 s suður, 168,21 mín 26 s austur) og birtist hér mynd því til staðfestingar.


Jarðskjálftaguðinn Ruaumoko er guð jarðskjálfta og eldfjalla í trú maóra á Nýja Sjálandi. Í goðafræði þeirra segir að Ruaumoko, sá yngsti í 70 guða fjölskyldu, hafi verið á brjósti móður jarðar þegar hinir synir hennar veltu henni um koll í því skyni að bæta veðurfar. Ruaumoko varð undir móður sinni og liggur þar enn. Hann er óánægður með hlutskipti sitt og sýnir það með því að koma af stað jarðskjálftum með byltum sínum og eldgosum með reiðitárum. Sagt er að hann sé afar fjandsamlegur mannfólkinu og hans eina gleði er þegar sem flestir farast vegna jarðskjálfta eða eldgosa. Takmark Ruaumoko er að eyða mannfólkinu.

IAEE, alþjóðasamtök jarðskjálftaverkfræðinga, hafa haft Ruaumoko á bréfsefni sínu frá 1965 og árið 1970 létu samtökin höggva út 40 cm háa tréstyttu af jarðskjálftaguðinum. Styttan var færð háskólanum í Canterbury að gjöf árið 1991 og er hún til sýnis á bókasafni skólans, nema þegar jarðskjálftaráðstefnur IAEE eru haldnar, þá fær Ruaumoko að fara í ferðalag og er til sýnis á ráðstefnunum.

Hjúkrunarheimili í Reykjavík VST ráðgjafi í einkaframkvæmd Þann 28. apríl síðastliðinn undirritaði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisog tryggingamálaráðherra, ásamt Geir H. Haarde fjármálaráðherra, samning við fyrirtækið Öldung hf. um að leggja til og reka hjúkrunarheimili fyrir 92 aldraða einstaklinga í Sóltúni í Reykjavík. Samningurinn er gerður undir merkjum einkaframkvæmdar og gildir frá undirritun í 27 ár. ø Af hálfu ráðuneytanna var skipuð verkefnisstjórn sem falið var að móta útboðsgögn og skilmála útboðs í samráði við Ríkiskaup. Í verkefnisstjórnina voru skipuð: Hrafn Pálsson deildarstjóri, sem skipaður var formaður, Dagný Brynjólfsdóttir deildarstjóri, Guðmundur Ólason stjórnsýslufræðingur, Pálmi V. Jónsson öldrunarlæknir og Símon Steingrímsson verkfræðingur. Verkefnisstjórnin réð VST sem ráðgjafa við verkið og var Flosi Sigurðsson verkefnisstjóri, en auk hans kom Borghildur Jóhannsdóttir verkfræðingur á VST að verkinu.

stjóra nokkurra starfandi hjúkrunarheimila, næringarfræðinga, ræstingastjóra, félagsráðgjafa, arkitekts og hagfræðings. Ekki var laust við að ýmsir á VST undruðust allt þetta myndarlega kvenfólk sem streymdi á fundi með Flosa meðan á þessari vinnu stóð. ø Á samningstíma mun verkkaupi hafa eftirlit með framkvæmdinni, kanna rekstur og ástand heimilisins reglulega og hvort ákvæði samnings séu ávallt uppfyllt. Verkkaupi hefur rétt til að kalla eftir upplýsingum og gögnum um reksturinn hvenær sem hann telur þörf á slíku.

Öldungur hf. er í eigu Securitas hf. og ÍAV hf. Arkitektar eru frá Vinnustofu Arkitekta.

Hér var um brautryðjendastarf í málefnum aldraðra að ræða, þar sem lítið var til af formlegum kröfum um þjónustu á hjúkrunarheimilum. Skrifa þurfti allítarlega lýsingu á þjónustunni og fólst mikill hluti vinnunnar í að leita til fagfólks á flestum sviðum sem tengjast rekstri hjúkrunarheimila og umönnun vistmanna. ø Auk fagfólks í heilbrigðisráðuneytinu var meðal annars leitað til öldrunarlæknis, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lyfjafræðings, lögfræðinga, framkvæmda-

15

Greiðslur fyrir þjónustuna eru í formi daggjalda fyrir vistmann á sólarhring auk greiðslu fyrir húsnæði. Nýmæli er að daggjöld miðist við hjúkrunarþyngdarstuðul samkvæmt svokölluðu RAI-mati, en búist er við að hjúkrunarþyngd verði meiri á heimilinu við Sóltún en öðrum sambærilegum hjúkrunarheimilum. Engar greiðslur verða inntar af hendi fyrr en einstaklingar eru komnir inn á heimilið, en fyrstu íbúarnir munu flytja inn í nóvember 2001 og nokkrum mánuðum síðar verður heimilið í fullum rekstri. ø


Skipurit VST árið 2000 STJÓRN VST

Framkvæmdastjóri

Aðstoðarframkvæmdastjóri

Útibú Akureyri Útibú Borgarnesi

Húsagerðarsvið

Byggðatæknisvið

Virkjana- og jarðtæknisvið

Véla- og iðnaðarsvið

Verkefnastjórnunarsvið

Þróunar- og umhverfissvið

Burðarvirki

Vega- og gatnagerð

Orkumál

Vatnsvélar

Þróun byggingaverka

Þróun og rannsóknir

Straumfræði

Lokubúnaður

Vatnafræði

Dælukerfi

Samgöngumannvirki

Jarðtækni

Hitaveitur

Umferðartækni

Gangagerð

Pípukerfi

Lagnir og loftræsing Skipulag

Útibú Ísafirði

Raflagnir Þarfagreining húsnæðis Eftirlit

Nýsköpun Hagkvæmnismat verka

Þjónustusvið Fjármálasvið

Stærðfræðileg verkefni

Stjórnun framkvæmda

Reiknilíkön Forritunarverkefni

Verkefnastjórnun Vatnsveitur

Verkefnastjórnun í húsagerð

Fráveitur

Viðhaldsverkefni

Landupplýsingakerfi

Áætlanagerð Jarðskjálftafræði

Stálvirki Ýmis vélbúnaður

Umhverfismál Framkvæmdaeftirlit

Snjóflóðamál

Stóriðjuverk

Öryggismál

Hugarleikfimi VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is

Fréttabréf VST 1. tbl. 1. árgangur, júní 2000 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Gísli B. Útgáfuráðgjöf: Boðberi almannatengsl Uppsetning: Næst... Prentun: Gutenberg Forsíðumynd og aðrar myndir af Sólöldu: Sigurður Árni Sigurðsson Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.

1

Sagt er að Albert Einstein hafi samið þessa gátu og fullyrt að 98% jarðarbúa gætu ekki leyst hana.

Fimm hús eru hvert með sínum lit. Í hverju af húsunum fimm býr einn maður og engir tveir þeirra eru af sama þjóðerni. Engir tveir af íbúunum fimm drekka sama drykkinn, þeir reykja allir, en engir tveir sömu tóbakstegundina og þeir eiga allir gæludýr, en engir tveir af sömu tegund.

G Eigandi gula hússins reykir Dunhill. H Maðurinn í miðjuhúsinu drekkur mjólk I Norðmaðurinn býr í húsinu lengst til vinstri. J Sá sem reykir pípu býr við hlið þess sem á kött. K Sá sem á hest býr við hlið þess sem reykir Dunhill. L Sá sem reykir Blue Master drekkur bjór. M Þjóðverjinn reykir Prince. N Norðmaðurinn býr við hliðina á bláa húsinu. O Sá sem reykir pípu býr við hlið þess sem drekkur vatn.

Spurt er: Hver á gullfiskinn?

Vísbendingar: A Bretinn býr í rauðu húsi. B Svíinn á hund. C Daninn drekkur te. D Græna húsið er næsta hús til vinstri við hvíta húsið. E Eigandi græna hússins drekkur kaffi. F Sá sem reykir Pall Mall vindla á páfagauk.

2

Bætið við einu striki svo að jafnan sé rétt. Strikið má ekki snerta jafnaðarmerkið.

5 + 5 + 5 = 550 Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.