F R É T T A B R É F
0 2•0 1•0 0
Frá Kringlumýri til Kína Afleiðingar stóru jarðskjálftanna metnar Íslandsviti Parmiggianis Verkfræði síldarævintýrisins Malbik í stíflukjarna
2 4 7 8 12
Frá Kringlumýri Rætt við Þorkel Erlingsson aðstoðarframkvæmdastjóra Þorkell Erlingsson er verkfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri VST. Hann hefur komið að mörgum stórum og vandasömum verkefnum í starfi sínu hjá VST og hefur á síðustu árum meðal annars unnið að verkefnum í Kringlunni og Kína.
Nýjar hugmyndir spretta upp Þorkell hefur frá upphafi fylgt uppbyggingu verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar. Vinna Þorkels við hana byrjaði árið 1984 en hún var síðan tekin í notkun 13. ágúst 1987, á afmælisdegi Sigurðar Gísla Pálmasonar. „Bygging Kringlunnar er þróunarverkefni,“ segir Þorkell. „Við stýrðum hönnun hennar fram til ársins 1987 en skipulagsarkitekt hennar var Richard Abrams, breskur arkitekt. Hönnun verslunarmiðstöðva er að mörgu leyti frábrugðin því sem gildir almennt. Kringlan var hönnuð innan frá og út; húsið er síbreytilegt og aldrei verður séð fyrir hvað menn vilja næst.“ ø
Margt hefur breyst á þeim árum sem liðið hafa frá byggingu Kringlunnar. Þrátt fyrir það hefur hönnun Kringlunnar staðist tímans tönn og fótatak fimm milljóna manna á hverju ári. Þegar kom að tengingu Kringlunnar við Borgarleikhúsið og Borgarkringlu var ljóst að ekki gæfist mikill tími til verksins. Verslun á Íslandi á mikið undir jólasölunni og því var ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en eftir áramót árið 1999 og þeim varð að ljúka fyrir október sama ár. Auk þessa mátti ekki verða truflun á verslun þessa fáu mánuði sem framkvæmdir máttu standa yfir.
VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 Fax: 481 3294 ge@vst.is
Skrifað undir samkomulag í Beijing í ágúst 2000 um að byggja og reka hitaveitur í Beijing með heimamönnum. Aðilar að hitaveitunum eru Virkir og Orkuveita Reykjavíkur.
2
. . . til Kína innar, hús Sjóvár-Almennra og Morgunblaðsins yrðu hluti af vetrarborginni. Einnig eru hugmyndir um byggingu hótels við norðurenda Kringlunnar komnar á teikniborðið“, segir Þorkell.
Úr Kringlunni til Kína VST er einn af hluthöfum í Virki hf. sem sérhæfir sig í útflutningi á lausnum og hönnun varðandi nýtingu jarðhita. Þorkell hefur sem stjórnarmaður í Virki komið mikið við sögu í útrás Virkis í Kína. „Samstarfið við kínverska aðila byrjaði árið 1994 með samningi sem gerður var um hitaveitu í Tanggu sem er „lítil“ 500 þúsund manna borg. Þar boruðu menn eftir olíu og fundu heitt vatn í staðinn. Virkir hannaði hitaveituna, keypti og setti upp dælur og stýritæki fyrir hana. Ég kom síðast til Tanggu í ágúst og var gaman að sjá hversu stoltir menn eru af hitaveitunni. Þeir hafa til dæmis reist sundlaug að íslenskri fyrirmynd og finnst mikið til hennar koma.“
„Það tók tíma og mikil heilabrot að tengja saman menninguna og Mammon,“ segir Þorkell Erlingsson um tengibyggingu Kringlunnar við Borgarleikhúsið.
„Þessi skammi tími varð til þess að upp spruttu nýjar hugmyndir um hönnun og framkvæmdir. Til dæmis er það vegna þessa hraða sem ákveðið var að nota stálramma í tengibyggingunni,“ segir Þorkell. „Það tók tíma og mikil heilabrot að tengja saman menninguna og Mammon, ef svo má segja. Mikil áhersla var lögð á umhverfi og samspil þess við bílastæði og húsið sjálft. Útkoman er einkar ánægjuleg.“
Vetrarborgin í Kringlumýri Þorkell segir að uppbyggingu Kringlunnar sé hvergi nærri lokið. „Mörg norðurhvelslönd hafa farið þá leið að byggja svokallaðar vetrarborgir (Winter Cities) og hafa hugmyndir þar að lútandi verið í skoðun hjá Þyrpingu sem er stærsti eigandi Kringlunnar. Slík framkvæmd myndi fela í sér að byggt yrði yfir hina eiginlegu Kringlugötu. Hús verslunar-
Árangur verkefnisins var góður og breiddist hróður fyrirtækisins út, meðal annars til Peking en þar standa nú fyrir dyrum tvö verkefni við uppsetningu hitaveitna og kemur Virkir væntanlega að rekstri þeirra einnig í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. „Stefnt er að því að hvor hitaveita þjóni um 50 þúsund manns. Á öðru svæðinu er stefnt að því að reisa ólympíuþorp ef svo færi að Kína fengi Ólympíuleikana árið 2008. Hitt svæðið er hótel og miðbær við múrinn mikla.“
Nýting jarðhita dregur úr loftmengun Þorkell segir að þrátt fyrir að nýting jarðhita í Kína eigi sér á sumum stöðum mörg hundruð ára sögu megi segja að jarðhiti sé vannýtt auðlind þar eystra. „Ástæðan fyrir vakningu meðal kínverskra ráðamanna og fyrirtækja er landlæg loftmengun vegna mikillar kolanotkunar. Stefnan er að draga verulega úr kolanotkun og í því sambandi er rétt nýting jarðhitans lykilatriði.“ „Kínverska kerfið er þungt í vöfum en þróunin er hröð. Frá því ég kom fyrst til Kína fyrir sex árum hefur orðið stökkbreyting. Kínverjar eru vinnusamir og ungt og vel menntað fólk í Kína er opið fyrir nýjungum,“ segir Þorkell. ø
3
Skýjakljúfur við Kringluna Forsíðu Gangverks prýðir að þessu sinni teikning af átján hæða skrifstofu- og hótelbyggingu sem fasteigna- og þróunarfélagið Þyrping áformar að reisa áfast norðurenda Kringlunnar. Málið er á frumstigi en byggingin, sem yrði sú hæsta á Íslandi, er hluti af hugmyndum um framtíðarþróun Kringlusvæðisins. Stefnt er að því að húsið verði í senn hótel og skrifstofubygging. Jafnframt er gert ráð fyrir því að þrjár neðstu hæðirnar tengist elsta hluta Kringlunnar. VST hefur í fyrsta áfanga verið falið að sjá um frumhönnun burðarkerfis og kerfa í byggingunni og annast kostnaðar- og framkvæmdaáætlanir. Byggingin hefur verið teiknuð og þróuð í samvinnu við þrjár arkitektastofur, Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, Studio Granda og bandaríska fyrirtækið Arrowstreet, sem m.a. teiknaði innréttingar í versluninni Nanoq og veitingastaðinn á efstu hæð Kringlunnar. Loks hefur Vinnustofan Þverá gert athuganir á umferðaflæði. Ef hugmynd um hæstu byggingu Íslands verður að veruleika hefjast framkvæmdir í ársbyrjun 2002. Áætlað er að hver hæð verði um 700 m2, alls um 13.000 m2. Hönnun er skammt á veg komin en gert er ráð fyrir að útveggir verði að mestu úr gleri.
Afleiðingar stóru jarðskjálftanna metnar Tjónamat á skjálftasvæðum á Suðurlandi á lokastigi Allt frá því stóru jarðskjálftarnir tveir riðu yfir Suðurland í júní síðastliðnum hefur farið fram mikil vinna við tjónamat í Rangárvalla- og Árnessýslu. VST hefur unnið að tjónamatinu í samvinnu við Almennu verkfræðistofuna. Að jafnaði hafa um 4-6 starfsmenn verkfræðistofunnar unnið við matsgerðina. Búast má við að matsstarfi og uppgjöri einstakra tjóna ljúki ekki fyrr en um áramót. ø
Mæld yfirborðshröðun í Kaldárholti í jarðskjálftanum 17. júní 2000, klukkan 15:41.
Laugardaginn 17. júní sl. kl. 15.41 reið jarðskjálfti yfir Suðurland og voru upptök hans ofarlega í Holtum í Rangárvallasýslu. Stærð skjálftans reyndist vera 6,6 Ms. Þremur og hálfum sólarhring síðar reið annar skjálfti yfir af svipaðri stærð og sá fyrri með upptök skammt sunnan við Hestfjall í Árnessýslu. ø Unnið hefur verið við mat á tjónum frá 19. júní, aðallega í Árnes- og Rangárvallasýslu, en þar voru flest tjónin. Starfsmenn VST sáu um mat í Rangárvallasýslu og var lögð áhersla á það af hálfu Viðlagatryggingar Íslands að starfið gengi fljótt og vel. Vinnuálag hefur verið mikið en veðrið hefur hins vegar leikið við matsmenn, einmunablíða í allt sumar og fram á haust.
Níels Indriðason, yfirverkfræðingur húsagerðarsviðs. Fæst meðal annars við verkefnastjórnun, hönnun burðarvirkja úr steinsteypu, stáli og timbri, verklýsingar, verksamninga, hagkvæmisrannsóknir á burðarvirkjum og matsstörf.
Strax hafist handa Fulltrúar Viðlagatryggingar, Ásgeir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, og Freyr Jóhannesson komu á svæðið til fyrstu skoðunar og fundarhalda með framámönnum sveitarfélaganna, sunnudaginn 18. júní. Var þá strax hafinn undirbúningur að þeirri vinnu sem framundan var við að meta tjón í fyrrnefndum sýslum.
4
Freyr Jóhannesson stýrði verkefninu og hafði hann aðsetur á Selfossi. VST hafði aðstöðu í grunnskólanum á Hellu og unnu þar að jafnaði 4-6 menn undir stjórn Níelsar Indriðasonar. Hópur frá Almennu verkfræðistofunni og fleirum mat tjón í Árnessýslu og hafði aðstöðu í grunnskólanum á Selfossi. Þar fór einnig fram skráning og vinnsla uppgjöra. Þriðji hópurinn mat tjón á sumarbústöðum á öllu svæðinu og hafði sá hópur einnig aðsetur á Selfossi.
Matsferli Tjónþolar tilkynntu um tjón ýmist til lögreglu, viðkomandi tryggingafélags eða Viðlagatrygg-
Atriði sem hafa áhrif á stærð tjóna landfræðileg staðsetning grundunaraðstæður gerð undirstaðna gerð bygginga, byggingarlag, byggingarefni ástand bygginga fyrir tjón jarðfylling að húsi
Algengustu gerðir tjóna hreyfing húshluta sem olli sprungum í samskeytum veggja og lofta og aflögun hurðaropa sprungur í hlöðnum og steyptum veggjum botnplötur sigu (féllu) við útveggi botnplötur lyftust upp og sprungu sprungur í sökklum og múrskemmdir skemmdir á innréttingum og gólfefni (parketti, gólfdúkum) ingar. Unnið var úr tjónatilkynningum á Selfossi og gögn send matsmönnum. Þá fóru matsmenn á staðinn, mynduðu og skráðu skemmdir í fylgd tjónþola. Áríðandi var að matsmenn gerðu sér sem gleggsta grein fyrir eðli skemmdanna og á hvern hátt skyldi staðið að viðgerðum. Í þeim tilvikum sem viðgerð húss var talin óraunhæf var gert ráð fyrir að fjarlægja mannvirkið og byggja nýtt. Það yrði síðan afskrifað miðað við aldur og ásigkomulag. Þegar tjónamati var lokið var tjónþoli boðaður á fund matsmanns. Farið var yfir matið og ef sátt var um það var gert upp við tjónþola. Oft tóku tjónþolar sér umhugsunarfrest og komu síðar til uppgjörs, eða með athugasemdir og var þá farið nánar yfir matið og því breytt ef ástæða var til. Þá var tjónþolum boðin endurgjaldslaus þjónusta ráðgjafa á vegum sveitarfélaganna við að endurskoða tjónamat. Skýringartaflan sýnir stöðu verkefnisins um miðjan október.
Fjöldi
Fjöldi
Fjöldi
tjónstaða skoðaðra tjónsstaða
uppgerðra tjóna
Rangárvallasýsla
700
650
550
Árnessýsla
500
450
400
Rang. og Árn.
550
450
400
Aðrir staðir
100
80
70
1.850
1.630
1.420
Sumarbústaðir
Samtals
Gögn nýtast til rannsókna
Bætur á annan milljarð
Verkefni það sem hér hefur verið lýst fólst fyrst og fremst í því að meta einstök tjón og gera þau upp við tjónþola. Við þá vinnu myndaðist gagnabanki sem nýta má til athugana. Full ástæða er að greina helstu gerðir tjóna og þær ástæður, aðrar en skjálftaáraunina sjálfa, sem valdið hafa þessum skemmdum. ø
Þessa dagana er verið að vinna við síðustu skoðanir og lýkur verkefninu að mestu um miðjan nóvember. Þó má reikna með að uppgjör einstakra tjóna teygi sig fram til áramóta og jafnvel lengur. Þegar hafa verið greiddar bætur nokkuð á annan milljarð króna. Búast má við, að frekari tilkynningar um tjón berist og verður slíkum tilkynningum sinnt jafnóðum. ø
Mikilvægt er að læra af reynslunni og færa sér í nyt nýja þekkingu, jafnt við endurbætur á húsnæði sem við hönnun nýbygginga. Búast má við að leggja verði í allnokkra vinnu við slíka greiningu svo að hún geti leitt til áreiðanlegra niðurstaðna. Tækifærið sem nú gefst til athugana ætti því að nýta vel. ø
5
skemmdir á lögnum, ofnum og hreinlætistækjum einangrunarplötur úr gjallsteini innan á steyptum veggjum losnuðu frá vegg hrun á hlöðnum undirstöðum hrun á afmörkuðum byggingarhlutum lélegra útihúsa (gaflveggir, sligun þaks ofl.) hrun á torfhleðsluveggjum
Stórframkvæmdir í umhverfismati Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði metin Hálslón myndi fyllast á 400 árum Jökulsá á Dal er eitt gruggugasta vatnsfall landsins. Athuganir VST benda til þess að hún beri með sér til sjávar hvorki meira né minna en um tíu milljónir tonna af auri á ári. Það svarar nærri til efnismagnsins í stóru stíflunni sem gert er ráð fyrir við Fremri-Kárahnjúk til að mynda Hálslón, langstærsta miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar!
VST vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum tveggja stórframkvæmda, Kárahnjúkavirkjunar og Álvers í Reyðarfirði. Umhverfismat fyrir virkjunina er unnið fyrir Landsvirkjun í samstarfi við Náttúrufræðistofnun, Landmótun og VBB-VIAK í Svíþjóð. Verkefnastjórn er í höndum Hönnunar hf. Mat á umhverfisáhrifum álversins er unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Hönnun fyrir Reyðarál hf., fyrirtæki í eigu Hæfis og Norsk Hydro. Verkefnin tengjast þar sem stefnt er að því að selja orku frá virkjuninni til fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði.
og breytingar á rennslisháttum vatnsfalla. Einnig gerir VST athuganir á aurburði og setmyndun í lónum, rofhættu í farvegum, áhrifum aukins rennslis á hitastig, vatnsborð og aðra eiginleika Lagarfljóts, rofi við lón og fok úr lónbotni og rofi við strönd Héraðsflóa. Loks gerir fyrirtækið áhættumat fyrir virkjunina og kannar mögulegar mótvægisaðgerðir. Við nokkur þessara verkefna hefur VST fengið önnur fyrirtæki og stofnanir til liðs við sig.
Með Kárahnjúkavirkjun er Jökulsá á Dal stífluð við Kárahnjúka og myndað svokallað Hálslón, en við hæstu vatnsstöðu rúmar það 2.095 Gl og þekur um 57 km2 svæði. Úr lóninu er vatn leitt eftir 40 km löngum aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi neðanjarðar í Norðurdal og þaðan út í Jökulsá í Fljótsdal skammt frá Valþjófsstað. Einnig er fyrirhugað að veita vatni úr Jökulsá í Fljótsdal og fleiri ám á svæðinu inn í aðrennslisgöngin. Með þessu móti er miðlun í Hálslóni nýtt fyrir báðar árnar og stórt miðlunarlón á Eyjabökkum verður óþarft.
Fyrirhugað álver í Reyðarfirði verður reist á iðnaðarlóð sem kennd er við bæinn Hraun og stendur í fimm kílómetra fjarlægð frá byggð í Reyðarfirði. Í fyrri áfanga verður reist álver með 240.000-280.000 tonna ársframleiðslu, en í seinni áfanga verður framleiðslugetan aukin í 360.000-420.000 tonn. ø
Mat á hugsanlegum umhverfisáhrifum þessarar stórvirkjunar er mjög umfangsmikið og áhrifasvæðið stórt. Á verksviði VST í matsvinnunni eru m.a. ýmis tæknileg mál tengd virkjuninni og mannvirkjum hennar, mat á öðrum virkjunarkostum, jarðfræðilegar athuganir, vatnafar Ef virkjað verður fellur langmest af aurnum til í Hálslóni en einungis 1015% af núverandi aurburði skilar sér áfram gegnum virkjun í Fljótsdal og áfram til sjávar með Lagarfljóti. Jökulaurinn sest smám saman til í lónstæðinu og það tæki um 400 ár að fylla lónið, samkvæmt fyrirliggjandi útreikningum. Nánari upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun: www.karahnjukar.is
6
Áhrif álvers á umhverfið metin
Helstu umhverfisáhrif álversins verða sjónræn áhrif af verksmiðjubyggingunum og tengdum mannvirkjum, áhrif á loftgæði í Reyðarfirði, áhrif frárennslis á lífríki fjarðarins, urðun úrgangs frá verksmiðjunni og samfélagsleg áhrif á Austurlandi. Á verksviði VST í matsvinnunni er m.a. umsjón með veðurmælingum og straummælingum, umsjón með loftdreifingarreikningum og útreikningum á straumum og dreifingu mengunarefna í firðinum, ásamt gerð matsáætlunar og matsskýrslu. ø
Íslandsviti Parmiggianis Á grýttri hæð neðan Sandskeiðs stendur útilistaverkið Íslandsviti eftir ítalska myndlistarmanninn Claudio Parmiggiani. Vitinn logar allan daginn, allan ársins hring og sést vel frá þjóðveginum. Listaverkið var smíðað og sett upp í tengslum við sýningu Ítalans í Listasafni Íslands í janúar fyrr á þessu ári, en sýningin var liður í dagskrá Reykjavíkur, menningarborgar Evrópu árið 2000.
Það kom í hlut VST að hanna vitann og vera til ráðgjafar við framkvæmdir vegna smíði hans og uppsetningar. Undirbúningur hófst í nóvember. Tíminn var naumur, framundan sá árstími þar sem allra veðra er von og vinnudagur í dagsbirtu stuttur. Samið var við Vélsmiðju Orms og Víglundar um stálsmíði og verktakafyrirtækið Sveinbjörn Sigurðsson um jarðvinnu og undirstöðu. Fyrirtækið Formax ásamt Orkuveitu Reykjavíkur sáu um raflögn og lýsingu. Að reisa vita á Íslandi. Ljós við dagrenningu nýs árþúsunds. Lampi, skúlptúr, andsvar, orð úr ljósi. Auga, ljósgjafi sem beinir sjónum sínum að villuráfandi meðbræðrum á jörðinni. Ljós sem tákn trúar. Ísland, tákn Náttúrunnar sem þraukar. Ljós á Íslandi. Ísland er tákn, viti. Þess vegna viti, tákn. Claudio Parmiggiani, 1. október 1998
Vitinn er 13,5 m hár og er gerður úr fjórum sívölum hólkum úr corten-stáli og einum ljósahólki, sem er efst. Á ljósahólkinn er raðað tólf lóðréttum flúrlömpum sem hver um sig er hálfur annar metri á hæð. Vitinn er 1,7 m í þvermál neðst en 1,1 m efst. Hann er festur við steinsteypta undirstöðu, sem hulin er jarðvegi og holtagrjóti, og því virðist sem hann vaxi upp úr grjótinu. Vitinn ásamt ljósahring var fluttur í einu lagi úr vélsmiðjunni í Hafnarfirði á áfangastað. Þar var hann reistur upp og festur á undirstöðu sína. Loks var ljósahringurinn hífður upp og festur og vitinn tengdur rafmagni. Verkið gekk vonum framar og það var svo einn kaldan en fallegan laugardagsmorgun í janúar að kveikt var á vitanum við hátíðlega athöfn, sem markaði upphafið að dagskrá Menningarborgarinnar. Claudio Parmiggiani kom sérstaklega hingað til lands í tilefni af sýningu sinni í Listasafni Íslands. Claudio er fæddur í Luzzara á Ítalíu árið 1943. Í umfjöllun Listasafns Íslands segir að Claudio sé einn þekktasti núlifandi listamaður Ítalíu og tilheyri þeirri kynslóð í ítalskri myndlist sem kennd er við síðframúrstefnu.
7
Verkfræði síldarævintýrisins
Saga síldarmannvirkja á Djúpuvík og Hjalteyri Síldin átti þátt í að koma fótunum undir Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen á fjórða áratugnum. Sigurður teiknaði hluta af síldarmannvirkjum á Djúpuvík og hannaði síldarverksmiðju frá grunni á Hjalteyri. Verksmiðjurnar voru reistar á mettíma, búnar nýjustu tækni og sérstaklega hannaðar til að auka afkastagetu. Og eigendurnir gátu verið ánægðir – verksmiðjurnar báru sig á fyrsta ári þökk sé háu verði á mjöli og lýsi. Þegar Sigurður Thoroddsen lauk verkfræðinámi í Danmörku í ársbyrjun 1927 var ekki unnt að ganga að atvinnu í faginu vísri. Efnahagsástand var slæmt víða í Evrópu og kreppan mikla í aðsigi. Til marks um ástandið segir Sigurður í æviminningum sínum að þrír úr árganginum á undan sér hafi um tíma unnið fyrir sér sem ávaxtasalar á götum Kaupmannahafnar. Ekki var heldur um auðugan garð að gresja á Íslandi. Stöður fyrir verkfræðinga voru flestar setnar auk þess sem Sigurður segir ákveðna fordóma hafa ríkt gagnvart verkfræðingum, sér í lagi væru þeir íslenskir. Fyrstu árin eftir námið vann Sigurður við ýmis störf. Hann gerði úttekt á hafnarstæðum á Norð-Austurlandi, vann við athuganir á virkjunarmöguleikum, m.a. í fossum Rangáa, og var starfsmaður Vitamálaskrifstofu um fjögurra ára skeið. Virkjun fallvatna varð síðar eitt höfuðverkefna Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
8
Eftir að Sigurður hætti hjá Vitamálaskrifstofu árið 1931 ákvað hann að reyna fyrir sér að nýju á eigin fótum. Hann stofnaði verkfræðistofu á vormánuðum 1932 og smám saman fjölgaði verkefnum unga verkfræðingsins. Sjálfur segist hann hafa gert upp hug sinn á miðju ári 1934 að gerast ráðgjafarverkfræðingur alfarið. Þá hafði Sigurður hafnað nokkrum tilboðum um stöður, m.a. hjá Vitamálaskrifstofu og sem skipulagsstjóri Reykjavíkurbæjar.
Síldin kemur En það var síldin sem átti mikilvægan þátt í að tryggja Sigurði stór verkefni og koma fótunum undir verkfræðistofu hans. Eftir nokkur erfið kreppuár sköpuðust þær aðstæður um miðjan fjórða áratuginn að síldarbrennsla varð mjög arðvænleg. Heimsmarkaðsverð á mjöli og lýsi hækkaði og margir hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Útgerðarmenn í Reykjavík og Hafnarfirði voru meðal þeirra og hófu undirbúning að byggingu og rekstri síldarverksmiðju á Djúpuvík árið 1933. Hlutafélag um verkefnið, Hf. Djúpavík, var stofnað ári síðar. ø
Bryggjan á Djúpuvík fullbyggð og komin í notkun. Dag hvern meðan vertíð stóð yfir unnu menn eins og þeir ættu lífið að leysa á síldarplaninu á Djúpuvík.
Ljósmynd: Guðbjartur Ásgeirsson (Þjóðminjasafnið).
Teikningar af bryggjum á Djúpuvík bera nákvæmu handbragði Sigurðar Thoroddsen fagurt vitni.
Mannvirki á Djúpuvík á Ströndum standa nú auð í tignarlegu umhverfi Strandanna en eru til vitnis um mikið áræði framkvæmdamanna í íslensku atvinnulífi og sjávarútvegi á fjórða áratugnum.
Sigurður fékk vinnu við byggingu verksmiðjunnar fyrir kunningsskap sinn við formann Hf. Djúpavíkur, Kristján Einarsson, síðar forstjóra SÍF. Í hlut Sigurðar kom að teikna tvær bryggjur, löndunarbryggju með gálgum og færibandaundirstöðum og útskipunarbryggju og gáma undir síldarolíu. Guðmundur Guðjónsson, arkitekt teiknaði hins vegar verksmiðjuhúsið sjálft og síldarþróna. ø
Kveldúlfur í kreppu
Miklu skipti að byggingartími yrði skammur. Byggingameistarinn, Helgi Eyjólfsson, segir að gengið hafi verið frá öllum efnispöntunum í maí 1934 og frá öllu hafi verið gengið með skipulegum hætti. Hann segist hafa þurft að byggja allt í hausnum áður en hann fór vestur. Vegna lítilla samgangna við Djúpuvík mátti ekkert vanta.
Mikið lá við því að Kveldúlfur, sem var í eigu Thorsaranna, stóð fremur höllum fæti á þessum tíma. Það gat gert útslagið í rekstri félagsins að síldarvinnsla hæfist í upphafi síldarvertíðar í júní árið 1937. Níu mánuðir voru til stefnu.
Nýtísku verksmiðja Verksmiðjan á Djúpuvík var líkt og aðrar sem reistar voru á svipuðum tíma mun betur tækjum búin en þær sem eldri voru og náðu breytingar til allra þátta vinnslunnar nema sjálfrar veiðinnar. Vélvæðingin var þýðingarmest en nú fluttu vélar og færibönd síldina beint frá skipum til bræðslu. Meðal nýmæla við hönnun var að olíugámar voru byggðir úr járnbentri steinsteypu en það reyndist ódýrara en að nota járngáma. Sigurður segir að áður en hann þorði að mæla með steinsteypunni vegna sýruinnihalds síldarolíunnar hafi hann gert margar athuganir. Hann fann loks sérstakt efni til blöndunar í múrhúðinni sem leysti vandann. Olíugeymarnir reyndust líka ágætlega.
9
Leiðir Helga Eyjólfssonar, byggingameistara, og Sigurðar lágu aftur saman árið 1936. Forsvarsmenn útgerðarfélagsins Kveldúlfs h/f leituðu til Helga um að hann reisti fyrir sig síldarverksmiðju á Hjalteyri, sem yrði komin í gagnið fyrir síldarvertíð næsta árs. Helgi fékk því síðan ráðið að Sigurður var ráðinn verkfræðingur verksins.
Til að tímaáætlun stæðist var ákveðið að hefja steypuvinnu 10. febrúar. Vegna frosta á þessum tíma árs þurfti að gera sérstakar ráðstafanir með steypuvinnu. Helgi Eyjólfsson lýsir aðferðinni í endurminningum sínum: „Ég fæ mér gufuketil og dæli í hann sjó, sem ég hita upp í 35 gráður og nota svo í steypuna, þá verður steypuhitinn 20 gráður. Svo þek ég hana eftir að búið er að laga í mótunum. Hún verður orðin nægilega hörð til að taka mótin utan af henni áður en nokkur hætta er á ofkælingu vegna frosta.“ Sigurður segir í endurminningum sínum að líklega hafi þetta verið í fyrsta skipti hérlendis sem slíkar tilfæringar voru notaðar í það minnsta í svo stórum stíl. Verkfræðivinna Sigurðar á Hjalteyri náði til allra síldarmannvirkja. Hann teiknaði öll mannvirki á staðnum, þ.á m. verksmiðjuhús, útskipunar- og löndunarbryggjur, síldarolíugáma, vatnsveitu og vatnsgeymi.
Verkfræði síldarævintýrisins Saga síldarmannvirkja á Djúpuvík og Hjalteyri Skömmu eftir að síld hvarf af Húnaflóa um miðjan fimmta áratuginn tók að halla undan fæti á Djúpuvík. Sömu örlög hlaut síldarverksmiðjan á Hjalteyri nokkrum árum síðar.
Bygging verksmiðjunnar gekk mjög vel. Mest aðkallandi var að hraða byggingu verksmiðjuhússins svo það yrði tilbúið þegar setja þurfti niður vélarnar. Þegar öllu var á botninn hvolft tókst að ljúka verkinu nánast upp á dag. Þann 19. júní kom Eldborgin frá Borgarnesi inn til Hjalteyrar seinni part dags með fullfermi síldar.
Síldin kom og síldin fór. Margir högnuðust á síldinni og margir sáu eftir henni á sjöunda áratugnum. Síldin setti svip sinn á starfsemi Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen um árabil, einkum á árum uppbyggingar á fjórða áratugnum. VST vann ýmis verkefni fyrir síldariðnaðinn fram á sjöunda áratuginn eða allt þar til síldarævintýrið var úti. Einkum var um að ræða viðhald á síldarmannvirkjum fyrir Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn og Seyðisfirði. ø Heimildir: Birgir Sigurðsson: Svartur sjór af síld. 1989; Sigurður
Skammvinnur gróði Síldariðnaðurinn var gróðalind meðan allt lék í lyndi. Sökum hagstæðra skilyrða á heimsmarkaði og þokkalegrar veiði skiluðu verksmiðjurnar á Djúpuvík og Hjalteyri eigendum miklum arði fyrst í stað. Þrátt fyrir talsverða fjárfestingu er talið að báðar verksmiðjurnar hafi staðið undir sér þegar á fyrsta ári. Ekki leið þó á löngu þar til að fjara fór undan síldargróðanum.
Thoroddsen: Eins og gengur. Endurminningar. 1984; Þorsteinn Matthíasson: Hrundar borgir. Djúpavík, Ingólfsfjörður og Gjögur. 1973; Sami: Íslenskir athafnamenn. Þættir. I. bindi. 1980.
Útlitsmynd af suðurhlið síldarbræðslustöðvarinnar sem sneri út að Eyjafirði.
Reykháfurinn er skýjakljúfur síldarmannvirkjanna og helsta kennileiti bræðslustöðva.
10
Mislæg gatnamót Reykjanesbraut / Breiðholtsbraut Verkfræðistofan vinnur nú að hönnun mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar og er gert ráð fyrir að framkvæmdir verði boðnar út í desember næstkomandi.
Brú yfir Reykjanesbraut • staðsteypt, eftirspennt plötubrú með steyptum millistöpli og endastöplum • breidd breytileg, 36 m-65 m • lengd um 35 m yfir tvö höf • steypt brúargólf, 1600 m2
Brú yfir Álfabakka • eftirspennt plötubrú • breidd um 40 m • lengd breytileg, 14 m-20 m
Undirgöng fyrir gangandi vegfarendur • tvenn stálbogagöng, lengd 40 m og 45 m • forsteypt undirgöng, lengd 32 m
Við gerð nýrra gatnamóta heldur Reykjanesbrautin óbreyttri legu en Breiðholtsbraut tengist Nýbýlavegi á brú yfir hana. Fjórir rampar ganga frá Reykjanesbraut upp á brúna og tengjast Breiðholtsbraut og Nýbýlavegi í ljósastýrðum punktgatnamótum eða þröngum tígli. Svipar þeim til gatnamóta Vesturlandsvegar og Höfðabakka nema hvað hér skerast götur undir þrengra horni eða um 60°. ø
þeirra. Umferðarstraumar um Nýbýlaveg koma til með að þyngjast nokkuð en áætlað er að umferð um Reykjanesbraut aukist mest og að hún tvöfaldist á umræddum tíma og ríflega það fyrir sunnan gatnamótin.
Staðhættir ráða hönnun Reykjanesbrautin er í boga þar sem hún liggur undir brúnni og hæðarmunur sitt hvoru megin brúar er nokkur. Við útlitshönnun tekur arkitektinn, Þórhallur Sigurðsson, mið af þessum staðháttum og landslagi. Einnig hefur hið þrönga horn sem göturnar skerast undir áhrif á hönnuðinn, þar sem hann sér þær fyrir sér skerast í nokkurs konar undnum krossi. Endastöplar brúar eru bogadregnir með gleiðum opum og halla örlítið. Hallinn miðast við miðflóttaafl aksturslínu Reykjanesbrautar og hallast veggir inn að miðju hringboga en einnig á móti landhalla, að brekkunni, Kópavogsmegin. Klemmdur tígull kemur síðan fram í lögun handriðslista brúar. Brúin yfir Álfabakka er töluvert minni og hefur aðra lögun en leitast er við að hafa ákveðnar tilvísanir á milli brúnna til að mynda í bogalínum, steypuáferð og handlistum. ø
Álfabakkinn verður einnig framlengdur til suðurs í Suður-Mjódd og byggð brú þar sem Breiðholtsbraut þverar Álfabakka. Þá verða byggð þrenn undirgöng fyrir gangandi umferð og göngustígar lagðir um svæðið og tengdir nærliggjandi stígakerfi sveitarfélaganna. Öryggi gangandi vegfarenda á þessu svæði er því aukið með fyrirhuguðum framkvæmdum með því að beina gangandi umferð, sem þverar akstursleiðir, sem mest um undirgöng. ø
Umferð tvöföld árið 2027 Umferð um gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar er mjög mikil í dag. Reykjanesbraut er önnur tveggja stofnbrauta sem tengir suðurhluta höfuðborgarsvæðisins við Reykjavík og eykst umferð ört um hana með vaxandi byggð í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Áætlað er að nú fari um 53 þúsund bílar um þessi gatnamót á sólarhring og að þeim muni fjölga í um 100 þúsund árið 2027.
Sem fyrr segir er umferð um þessi gatnamót mjög mikil og fer hratt vaxandi. Lögð er áhersla á að koma mislægum gatnamótum í gagnið um svipað leyti og ný verslanamiðstöð í Smár-
anum verður opnuð haustið 2001 en sú starfsemi mun draga til sín mikla umferð. Framkvæmdir eru þegar hafnar með gerð bráðabirgðatengingar Breiðholtsbrautar við Reykjanesbraut en gatnamót þeirra verða tímabundið færð til norðurs til að rýma fyrir brúarframkvæmdum.
Umferðarstraumur af Reykjanesbraut úr norðri inn á Breiðholtsbraut er mjög mikill í dag og ráðandi í umferðareikningum en áætlað er að hann aukist aðeins um 16% til ársins 2027, þar sem Breiðholtshverfin eru nú fullbyggð. Gatnamótin verða því sem næst fullnýtt fyrir þennan umferðarstraum strax við opnun
11
Malbik í stíflukjarna Möguleikar á notkun malbiks í stíflukjarna kannaðir Í jarðstíflum sem byggðar hafa verið á Íslandi er stíflukjarninn úr jökulruðningi eða öðru þéttu jarðefni. Malbikskjarni er hins vegar álitlegur kostur þar sem ekki fæst nægjanlegt magn af hæfu kjarnaefni í grennd við fyrirhugað stíflustæði og einnig þar sem veðurfar er rysjótt eða sífreri í jörðu. ø Jarðstíflur með kjarna úr malbiki af mismunandi gerð hafa verið byggðar allt frá 1948. Síðan þá hefur tækninni sem notuð er til að leggja malbikskjarna fleygt fram og sömuleiðis þekkingunni til að laga malbikið í kjarnann að mismunandi aðstæðum. ø Í október síðastliðinn var greinarhöfundum boðið til Noregs að kynna sér hvernig staðið er því að leggja malbik í stíflukjarna. Að lokinni heimsókn til verktakafyrirtækisins KOLO Veidekke var setin námstefna um efnið þar sem farið var yfir helstu þætti er hafa þarf í huga við hönnun og framkvæmdir við malbikskjarna. Undirrituð sóttu viðburði þessa á
vegum VST, ásamt Pétri Ingólfssyni, Landsvirkjun, og Pálma Jóhannessyni, með beinni skírskotun til þess að hugsanlegt er að jarðstíflur með slíkum kjarna verði við Kárahnjúka. Í malarnámu KOLO Veidekke, skammt norðan Gardemoen-flugvallar, var allt til reiðu þegar námstefnugestir mættu á mánudagsmorgni og því gat lögn malbikskjarna og aðlægra fyllinga beggja vegna kjarnans fljótlega hafist. Áður hafði verið lagt a.m.k. eitt lag af hverri fyllingu. Þessar þrjár fyllingar eru lagðar samtímis með sömu vélinni. Heildarbreidd fyllinganna þriggja er 3,5 m þegar þessi vél er notuð. Malarfyllingarnar eru jafnbreiðar báðar og malbikið
Fjóla Guðrún Sigtryggsdóttir: Verkfræðingur á virkjana- og jarðtæknisviði. Fæst meðal annars við hönnun burðarvirkja úr steinsteypu, stáli og timbri og jarðskjálftagreiningu burðarvirkja svo og umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
Pálmi Ragnar Pálmason: Sérfræðingur í jarðtækni á virkjana- og jarðtæknisviði. Fæst meðal annars við verkefnastjórnun, vinnu við hönnunarforsendur, verklýsingar og verksamninga, hönnun jarðstíflna og annarra jarðvirkja og umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
Malbikskjarni lagður ásamt aðlægum fyllingum. Fremst á lagningarvélinni er rani með gasloga sem hitar malbikið í undirlaginu.
12
fyllir upp í á milli. Fremst á lagningarvélinni, sem stýrt er eftir leysigeisla, er rani með gasloga. Loginn hitar malbikið í undirlaginu nægilega mikið til þess að engin lagamót verði í kjarnanum. Þykkt laganna er 0,27 m við lagningu en 0,2 m eftir þjöppun. Þrír valtarar þjappa. Fyrst er kjarninn þjappaður með tveimur yfirferðum en því næst eru hliðarfyllingarnar þjappaðar. Þess er vandlega gætt að möl og óhreinindi berist ekki inn á kjarnann. Í því skyni er malarröstum eftir vélina sópað frá kjarnalaginu áður en þjappað er og einnig á milli þjöppunarumferða. Alls unnu fimm menn við að leggja malbikskjarnann en þess ber hér að geta að lagningarvél sú er þarna var notuð er gömul og um margt úrelt þótt hún dugi vel til þess að sýna framkvæmdina. Hraði við lagningu var 2 m/mín sem norskir sögðu vera venjulegast. Lagður var um 50 metra langur stífluspotti sem gekk greiðlega.
Góð malbikunarstöð mikilvæg Eftir myndatökur í bak og fyrir, vangaveltur og margar spurningar lá leiðin í malbikunarstöð, sem annar 300 t/klst. Heimamenn sögðu góða stöð frumforsendu þess að kjarninn yrði samkvæmt væntingum. Við fengum þær upplýsingar að væri þessi aðferð notuð við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun myndi kostnaður við malbikunarstöð nema um 10-15 milljónum norskra króna en um 1-1,5 milljónum vegna lagningarvélar. ø Malbikunarstöðin sem skoðuð var er að mestu sjálfvirk og tölvustýrð. Möl er matað í stöðina úr geymum og eru eftirtaldir stærðarflokkar og hlutföll í malbikinu: Kornastærðir
Hlutfall %
0 - 0,5 (filler) mm
8
0 - 4 mm
49
4 - 8 mm
20
8 - 11 mm
8
11 - 16 mm
15
Samsetning þessi leiðir til þess að heildarsáldurferill liggur innan svonefndra Fullermarka með alls u.þ.b. 13% fínefnishlutfall. Til þess að komast hjá aðskilnaði í efninu og jafnframt að auka þjálni þess er talið æskilegt að stærstu steinar séu smærri en 18 mm. Nauðsynlegt er að í malbikið sé notuð möl sem tjaran binst vel, þ.e. að notað sé vel hreint efni og að efnafræði malarinnar hafi engin langtímaáhrif á malbikið. Á hinn bóginn þarf mölin alls ekki að vera slitsterk, því ekkert reynir á slíka eiginleika í kjarnanum. Mölin er hituð áður en tjaran er sett í hana, eða öfugt, og öllu hrært sem vandlegast saman. Talið er betra að hita mölina áður en tjaran er sett í hana þar eð ella kynnu eiginleikar malbiksins að rýrna.
Eiginleikar malbiksins Tjöruhlutfall og gerð ræðst af þeim eiginleikum sem sóst er eftir hverju sinni en algengt er að hlutfall tjöru sé um 6,7% og „penetration“gildið 85 þótt jafnframt sé bent á að æskilegt „penetration”-gildi geti verið 240. Þetta er þó svolítið breytilegt. Þannig er t.d. algengt að nota 7,0% tjöru með „penetration“-gildi 150 til 210 í stíflukjarna í Suður-Afríku. En seigja kjarnans ræðst af þessum tvíþættu eiginleikum sem verður að laga að aðstæðum, svo sem verðurfarslegum, en ekki síður af því hvers konar álagi, svo sem sigi, megi búast við að kjarninn verði fyrir. ø ø Efri mörk tjörumagns eru 8%. Sé magnið umfram það breytast eiginleikar malbiksins og það hegðar sér sem vökvi. Flest varðandi eiginleika tjörunnar hefur verið rækilega rannsakað undanfarin ár, m.a. hjá Norges Geotekniske Institutt. Þar á bæ er þó jafnframt bent á nauðsyn þess að rannsaka sérstaklega alla helstu þætti fyrir aðstæður hverju sinni. Að því er tekur til þeirra eiginleika að kjarninn lagist að aðstæðum má nefna að í stíflunni Eberlaste í Þýskalandi, sem grunduð er á sandi og sylti, seig kjarninn um 2,4 m meðan á gerð stíflunnar stóð. Að öðru leyti er sóst eftir þeim gildum í malbikinu sem hér fara á eftir, þótt í raun sé vitað að þau hafa aðeins takmarkaða skírskotun til notkunar efnisins í stíflukjarna. Marshall próf (stability number) Formbreyting (flow) Rúmþyngd Loftinnihald (void ratio)
5925N
6,8 mm 2,43 kg/dm3 < 1% á rannsóknastofu markmið innan við 3% í stíflu
Niðurstöður rannsókna benda til þess að við 3% loftinnihald í malbikinu sé það nánast fullkomlega þétt, k ≈10 - 10 m/s, sbr. línurit um lektarstuðul. Á hinn bóginn er malbikið býsna lekt (k=10-5 m/s) við 6% loftinnihald. Þannig er nauðsynlegt að þjappa malbikið svo að unnt sé draga úr loftinnihaldi a.m.k. niður í 3%. ø Yfirborð malbiksins í kjarnanum framan við lagningarvélina er, eins og að framan segir, hitað með gasloga sem komið er fyrir á rana fremst á vélinni og fer hann að hita um leið og vélin fer af stað. Mjög mikilvægt er að hitastig malbiksins við lagningu sé rétt en tjörugerð ræður þar mestu um árangur. Þannig skal hitastig við þjöppun vera 160–180°C fyrir B60 og B65 og 140–155°C
13
Lektarstuðull malbiks sem fall af loftinnihaldi.
fyrir B180. Sé þjappað um of er hætta á að tjara leiti upp á yfirborðið og að óæskilegur aðskilnaður myndist, þannig að tjöruríkt malbik sé efst en rýrara neðar.
Þykkt malbikskjarna Kjarninn er að jafnaði hafður þykkari en 0,5 m og undanfarin ár hefur verið tilhneiging til þess að þynna hann fremur en hitt. Reyndar skal þykkt stíflukjarnans ráðast af lektarforsendum. Allt fram til þessa hefur verið miðað við þá þumalfingursreglu að kjarnaþykkt miðist við 1% vatnsþrýstings. Samkvæmt reynslu og niðurstöðum rannsókna virðist þetta þó vera óþarflega þykkt. Margt styður þá kenningu að miða beri við að kjarninn sé að lágmarki 0,5 m á þykkt en að hámarki 1 m, sbr. meðfylgjandi stífluteikningu. ø Ekki er talið nauðsynlegt að velja sérstaklega efni í stoðfyllingar næst kjarnanum, þar sem eina hlutverk þeirra er í raun að styðja við
kjarnann, einkum meðan á lögn og þjöppun hans stendur. Okkur þætti raunar eðlilegt að stoðfyllingarnar séu lausar við samloðun og með talsvert af samloðunarlausu fínefni, er bærist inn í sprungur, ef slíkar mynduðust í kjarnanum. Þetta telja norskir á hinn bóginn hinn mesta óþarfa, líklega í ljósi þess annars vegar að frágangur malbiksins sé vandaður og hins vegar að komi sprunga þrátt fyrir allt í kjarnann og fínkorn berist inn í hana þá hamli þau því að seigja kjarnans loki sprungunni.
Stendur betur af sér jarðskjálfta Að lokum er rétt að minna á að stífla með miðlægan malbikskjarna stendur betur af sér jarðskjálfta, að öðru óbreyttu. Eina hættan er talin stafa af smávægilegu skriði efst í stíflunni þar sem álagið verður að öðru jöfnu mest. Hins vegar varir slíkt álag í svo skamman tíma í hvert sinn að óveruleg hætta er á að stíflan skekkist eða aflagist. Eins og vikið er að framan hefur notkun malbiks í stíflukjarna verið rannsökuð allnokkuð, einkum síðasta áratuginn. Ótal skýrslur eru tiltækar um efnið, en eftirtaldar munu einna bestar: Strabag/1990; ICOLD/1992; NGI/1992; Höeg/1993; USA/1996; Transverse cracking in embankment dams, NGI 532060 – 1 ,1995; Asphalt core embankment, NGI 983023 – 1, 1999.
Nýjung í ráðgjafarþjónustu VST Ráðgjöf veitt í efna- og efnisverkfræði fyrir íslenskan iðnað Í gegnum tíðina hefur VST leitast við að vera leiðandi fyrirtæki meðal íslenskra verkfræðiráðgjafa. Starfsemin hefur orðið fjölbreyttari með árunum og umsvif í ráðgjöf aukist. Nýjasta viðbótin í ráðgjafarþjónustu fyrirtækisins snýr að efna- og efnisverkfræði fyrir íslenskan iðnað og stóriðju.
Ráðgjafahóp á þessu sviði skipa tveir nýir starfsmenn, Jóhannes Loftsson, efnaverkfræðingur, og Þröstur Guðmundsson, véla- og efnisverkfræðingur. Með tilkomu þeirra getur VST boðið íslenskum iðnaði og stóriðju framúrskarandi þjónustu við framleiðslutengd verkefni. Þröstur er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá University of Colorado og doktorsgráðu í efnisverkfræði frá University of Nottingham. Hann starfaði áður hjá Alusuisse Technology & Management í Sviss við tækni- og rekstrarráðgjöf tengda framleiðsluferlum steypuskála í áliðnaði. Jóhannes er með meistaragráðu í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn, DTU. Áður en hann hóf störf hjá VST hafði hann starfað tímabundið hjá Ísaga og Iðntæknistofnun.
Þröstur Guðmundsson (t.v.) og Jóhannes Loftsson munu veita ráðgjöf um allt sem snertir efnaog efnisverkfræði.
14
Vill koma til Íslands
Jean-Pierre Gisiger er svissneskur jarðverkfræðingur sem starfar hjá svissneska fyrirtækinu Electrowatt. Fyrirtækið hefur lengi verið í samstarfi við VST vegna vatnsaflsvirkjana og hafa sumir starfsmanna VST einnig starfað fyrir Electrowatt erlendis. Jean-Pierre kom fyrst hingað árið 1990 þegar hann starfaði að undirbúningi Fljótsdalsvirkjunar með sérfræðingum VST. Nú hefur verkefni hans breyst og kom hann hingað í sumar vegna Kárahnjúkavirkjunar, samvinnuverkefnis VST, Electrowatt og fleiri. Verkefnið skiptist í tvo hluta og lýkur þeim fyrri í júní á næsta ári. Jean-Pierre er verkefnisstjóri Electrowatt sem sér um hönnun aðrennslis- og þrýstiganga. „Verkefni mitt hér með VST er ekki ósvipað öðrum verkefnum sem ég fæst við víða um heim hjá Electrowatt. Í raun er viðfangsefnið alltaf það sama en umhverfið annað. Umhverfið er þó yfirleitt alltaf köld lönd,“ segir JeanPierre og hlær þótt hann segist ekki sakna þess að vinna ekki á Flórída. ø
Ísland er gott Jean-Pierre kemur frá vesturhluta Sviss og talar frönsku sem móðurmál. Þegar hann er spurður um muninn á Íslandi og Sviss segir hann: „Munurinn er jákvæður fyrir Ísland.“ Ástæðan fyrir því er að hluta sú að flatarmál Sviss er
Jean-Pierre Gisiger segist hafa hug á að ferðast með fjölskyldu sína til Íslands. Hann hafi ekki haft tíma til að skoða landið nægilega í fjölmörgum vinnuferðum sínum.
15
tæpur helmingur af flatarmáli Íslands en þó búa í Sviss um átta milljónir manna. „Hér er ekki mikil umferð. Margt er einnig einfaldara hér en í Sviss; mér líkar vel við mig hér. Svo er stærð VST einnig góð; fyrirtækið er hvorki of stórt né of lítið.“
Mikið að gera Jean-Pierre hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum og í tengslum við starf sitt ferðast um hálendið. „Að öðru leyti hef ég ekki haft tíma til að ferðast því að tíminn er jafnan naumur þegar ég kem hingað; það er mikið að gera. Mig hefur langað til að koma með fjölskylduna því ég hef eignast góða vini hjá VST og vildi gjarnan að fjölskyldur okkar hittust.“
Góðir sérfræðingar Verkfræðingar og aðrir starfsmenn VST fá góða einkunn hjá Jean-Pierre. „Samstarfið við VST hefur verið einstaklega gott og farsælt. Sérfræðingar VST búa yfir mikilvægri sérþekkingu sem ég myndi persónulega vilja nýta við fleiri verkefni Electrowatt.“
Útibú opnað í Vestmannaeyjum Guðmundur mun annast rekstrarráðgjöf og sinna fjölbreyttum vélbúnaðarverkefnum auk þess að afla nýrra verkefna í Vestmannaeyjum og víðar á Suðurlandi. Guðmundur Elíasson, útibússtjóri í Vestmannaeyjum, (t.h.) kortleggur næstu verkefni með Einari B. Jónssyni, verkfræðingi á virkjanaog jarðtæknisviði. VST hefur hefur nú teygt anga sína til Vestmannaeyja þar sem stofnað hefur verið útibú. Útibússtjóri og eini starfsmaður VST í Eyjum verður Guðmundur Elíasson, rekstrarverkfræðingur og hefur hann hafið störf í húsakynnum við Kirkjuveg 23. ø
Guðmundur nam véltæknifræði og síðar rekstrarverkfræði í Danmörku. Hann hefur undanfarið rekið eigin verkfræðistofu í Vestmannaeyjum og kennt við framhaldsskólann. Þar áður var hann verkefnastjóri hjá Skipalyftunni ehf. Starfstöðvar VST eru nú fimm talsins. Höfuðstöðvarnar eru sem fyrr í Reykjavík en útibú eru á Akureyri, Ísafirði, í Borgarnesi og Vestmannaeyjum.
Útboð um lestarsamgöngur Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar auglýsti fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur í október síðastliðnum eftir þátttöku í forvali fyrir lokað útboð um arðsemisúttekt á lestarsamgöngum milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Forval þetta var einnig auglýst í útboðsbanka Evrópska efnahagssvæðisins á sama tíma. ø
Alls skiluðu 15 fyrirtæki og fyrirtækjahópar inn gögnum og voru erlendir ráðgjafar eða lestarfyrirtæki aðilar að öllum hópunum. Á stjórnarfundi Innkaupastofnunar 30. október var samþykkt að gefa fimm fyrirtækjahópum kost á þátttöku í þessu lokaða útboði og er VST í forsvari fyrir einum hópnum í samstarfi við Rambøll og Anders Nyvig frá Danmörku. Gert er ráð fyrir að tilboðum verði skilað í janúar næstkomandi og að verklok verði fyrir sumarið 2001.
Hugarleikfimi VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is
Fréttabréf VST 2. tbl. 1. árgangur, nóvember 2000 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Gísli B. Útgáfuráðgjöf: Boðberi almannatengsl Uppsetning: Næst... Prentun: Gutenberg Forsíðumynd: Bandaríska arkitektastofan Arrowstreet Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.
1 Kúlur Tólf kúlur eru allar af sömu þyngd, nema ein. Sú kúla gæti verið léttari eða þyngri en hinar ellefu. Þú hefur reislu og verður að finna út með þremur vigtunum hvaða kúla sker sig úr og hvort hún sé þyngri eða léttari en hinar.
2 Eggjasuða Þú þarft að sjóða egg í nákvæmlega níu mínútur en ert aðeins með tvö stundaglös til að mæla tímann. Annað stundaglasið mælir sjö mínútur og hitt fjórar. Hvernig geturðu passað að eggið sjóði samfellt í níu mínútur? Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is Svör við gátunum úr fyrsta tölublaði:
1 Þjóðverjinn á gullfiskinn. 2 Strikið breytir + í 4 og jafnan verður þá: 5 4 5 + 5 = 550