F R É T T A B R É F
0 2•0 2•0 1
Verkfræði og sundlaugar Sundlaugar fyrr og nú Umhverfið ræður úrslitum Hreinsikerfi og efnafræði Heilsulind í Laugardal
4 8 11 14
Aðalstræti í endurnýjun lífdaga 2 VST bauð best í Kárahnjúka 3 Stærstu gatnamót landsins 16
í endurnýjun lífdaga
Fyrirhugað er að reisa glæsilegt fjögurra stjörnu hótel á horni Aðalstrætis og Túngötu. Hlutafélögin Þyrping og Minjavernd hafa tekið höndum saman um verkefnið, fáist til þess leyfi frá skipulagsyfirvöldum. ø Markmiðið er að reisa byggingu, sem fellur að yfirbragði Aðalstrætis eins og það var þegar gatan var aðalstræti höfuðstaðarins, og varðveita þannig mikilvægan hluta úr byggingarsögulegri fortíð Reykjavíkur.
VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 Fax: 481 3294 ge@vst.is
Áformað er að endurnýja húsið sem stóð við Aðalstræti 16 en reisa ný hús á lóðunum beggja vegna og á bak við það. Framhlið Aðalstrætis 14 yrði byggð eftir framhlið Fjalakattarins, sem var rifinn til grunna árið 1985. Við Aðalstræti 18 er hins vegar stefnt að því að endurreisa að hluta Uppsali, en sú bygging var rifin árið 1969. Helsta sérkenni Uppsala var turn, skreyttur timburútskurði, og verður reynt að endurbyggja hann. Loks er fyrirhugað að tengja allar byggingar við Aðalstræti 14-18 með glerhýsi, sem sjá má á meðfylgjandi myndum. Merkar fornleifar, sem tengjast fyrstu byggð í Reykjavík, fundust við uppgröft á byggingarreitnum sl. vetur en grafið var eftir þeim í tilefni af fyrirhuguðum framkvæmdum. Teikningum var umsvifalaust breytt eftir fornleifafundinn og er nú áformað að byggja yfir fornleifarnar í sal undir hótelbyggingunni. Þar
Aðalstræti 14-18 í breyttri mynd. Þar er áformað að reka fjögurra stjörnu hótel en í kjallara yrði byggt yfir nýfundnar fornleifar. Teiknistofan Skólavörðustíg 28 sf. Grétar Markússon teiknaði.
2
verður sérhönnuð sýningaraðstaða og almenningi gert kleift að skoða hinar merku fornleifar enda er talið að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið á þessum slóðum. ø Rætt hefur verið um að skipulag á horni Aðalstrætis og Túngötu tengist fyrirhuguðum endurbótum og uppbyggingu á elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Reykjavíkurborg keypti húsið nýlega en markmiðið er að nýta það til margvíslegrar starfsemi tengdri staðsetningu og sögu hússins. Húsið var einnig hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar og markar þannig upphaf þéttbýlis í Reykjavík. ø VST hefur séð um undirbúning og forhönnun vegna framkvæmda við Aðalstræti 14-18 í samvinnu við Teiknistofuna Skólavörðustíg 28.
VST bauð best í Kárahnjúka Hópur ráðgjafarfyrirtækja undir forystu VST átti hagstæðasta boð í hönnun Kárahnjúkavirkjunar, þegar tilboð voru opnuð í lok maí á þessu ári. Í hópnum eru einnig Almenna verkfræðistofan, Electrowatt, Harza og Rafteikning. Hópurinn fékk hæstu einkunn fyrir tæknilegt boð og var einnig með lægsta tilboð, að upphæð 1.150 milljóna króna.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis kynnt Tillaga um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 var kynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur 9. október sl. Vinna við gerð tillögunnar hefur staðið í tæp þrjú ár en ráðgjafar voru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og VA arkitektar auk dönsku ráðgjafanna Rambøll Nyvig og Skaarup Jespersen. Átta sveitarfélög standa að svæðisskipulaginu og nær svæðið frá Hvalfjarðarbotni suður fyrir Hafnarfjörð. Á þessu svæði búa nú um 60% þjóðarinnar og er gert ráð fyrir að íbúum á höfuðborgarsvæðinu muni fjölga um 60 þúsund á tímabilinu og verði um 230 þúsund árið 2024 eða um 70% þjóðarinnar. Nánasta áhrifasvæði höfuðborgarsvæðisins er talið ná frá Borgarbyggð til Suðurnesja og til Selfoss í austur. Þetta svæði er eitt svæði með tilliti til athafnalífs og margvíslegrar þjónustu. Hvað varðar opinbera stjórnsýslu, opinbera þjónustu og margvíslega þjónustu einkaaðila þjónar höfuðborgarsvæðið öllu landinu. Takmarkið með gerð svæðisskipulagsins er m.a. að styrkja höfuðborgarsvæðið sem heild og gera það samkeppnishæfara í samanburði við erlend borgarsvæði.
Áhersla á sjálfbæra þróun Sjálfbær þróun er ríkjandi þáttur í svæðisskipulaginu. Í því felst að núverandi byggð er þétt með íbúðum og atvinnustarfsemi. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis á nýjum svæðum, sem næst núverandi byggð. Með þéttari byggð nýtist land betur og takmarkar umfang hennar. ø Stefnt er að því að ekki verði gengið um of á græn svæði eða auðlindir svæðisins og að almenningssamgöngur verði bættar. Með þetta í huga er stefnt að því að svæðisskipulagið verði hvati og grundvöllur þess að fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu tryggi sér sess á alþjóðlegum vettvangi og að íbúar þess njóti lífsgæða sem mögulegt er að veita á hverjum tíma.
3
Hönnunin fer fram í tveimur áföngum. Sá fyrri er gerð útboðsgagna fyrir stærstu verkþætti og tekur sú vinna um níu mánuði, en hinn síðari er gerð vinnuteikninga og tekur tæp fimm ár. Markmiðið með tvískiptingu er að fá fram kostnað við helstu verkþætti með tilboðum verktaka áður en endanleg ákvörðun er tekin um verkefnið. Þrátt fyrir neikvæða afgreiðslu Skipulagsstofnunar á umhverfismati ákvað Landsvirkjun að ráðast í fyrri áfanga hönnunar og gekk til samninga við hópinn. Vinna hófst í byrjun júlí og hefur verkið sóst vel. Forvalsgögn fyrir Kárahnjúkastíflu og aðrennslisgöng fóru út í sumarlok og áformað er að velja verktaka í lokuðu útboði í desember. Seinkanir þær sem kynntar voru í september af hálfu Landsvirkjunar og Reyðaráls hafa ekki mikil áhrif á fyrri áfanga verksins sem lýkur í maí 2002. Síðari áfanginn frestast hins vegar að miklu leyti þar til ákvörðun hefur verið tekin um byggingu virkjunarinnar, en það verður líklega í september 2002.
Sundlaugar Landnámsöld Íslendingar notfærðu sér hverahita til baða og fataþvottar þegar á landnámsöld. Þrettán fornar baðlaugar eru þekktar en af þeim eru fjórar enn nothæfar. Frægust þeirra er Snorralaug í Reykholti.
Sundgarður Aðeins eitt mannvirki vitnar um forna sundlaug. Er það „sundgarður“ svonefndur í túni jarðarinnar Hofs í Hjaltadal. Garðurinn var að líkindum hlaðinn á tvo vegu undir hlíðarbrún og fjallalæk veitt um grasbrekku niður í sundstæðið. Talið er að sundiðkanir til forna hafi átt sér stað í síkjum, tjörnum og uppistöðum.
Upphaf sundkennslu
Sundiðkun og sundlaugar eiga sér langa sögu á Íslandi. Sundiðkun og baðlíf hefur verið hluti af daglegu lífi Íslendinga allt frá landnámsöld og í dag eru sundlaugar í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Starfsmenn VST eru einnig á kafi í sundlaugum en stofan hefur komið að gerð meira en helmings allra sundlauga í landinu. Samkvæmt mannvirkjaskrá ÍSÍ eru 163 sundlaugar á Íslandi, þ.e. ein sundlaug á hverja 1.700 íbúa, og eru þær langflestar almenningslaugar. Vafalaust er þetta enn eitt heimsmetið sem Íslendingar eiga miðað við höfðatöluna góðu. Sundlaugarnar hafa alltaf verið vinsælar og hefur aðsókn í þær aukist stöðugt. Árið 1970 fór hver Reykvíkingur að jafnaði níu sinnum í sundlaug á ári en a.m.k. fimmtán sinnum árið 2000. ø
Mikilvægi jarðvarma
Sundlaugar hafa gegnt miklu hlutverki í íslensku samfélagi. Til forna voru laugar eða sundgarðar hluti af daglegu lífi en þó líklega oftar notaðar til línþvotta og baða en sundiðkunar. Á 19. öld var fyrst tekið að nýta sundlaugar til sundkennslu. Sundkennsla var m.a. talin nauðsynleg sjómönnum en sjómennsku og sjávarútvegi óx fiskur um hrygg á öldinni. Sundlaugar vorra tíma eru miðstöðvar heilsuræktar og afþreyingar. Í þeim er öllum skólabörnum kennt að synda, íþróttamenn nota þær til æfinga og keppni og margir stunda sund sér til heilsubótar, nú eða slappa bara af í heitum pottum.
Útilaugarnar eru eitt helsta sérkenni íslenskrar sundlaugarmenningar. Hvergi á byggðu bóli eru hlutfallslega jafnmargar útilaugar – og það á hinu „kalda“ Íslandi. Heitir pottar eru einnig séríslenskt fyrirbæri en þeir eru skírskotun í hinar fornu setlaugar forfeðranna, sbr. Snorralaug í Reykholti. ø
Það er ekki síst jarðvarma að þakka að byggðar hafa verið sundlaugar um allt land. Hið ódýra vatn er ein forsenda þess að hægt er að byggja sundlaugar. Önnur meginforsenda er rótgróin laugarmenning Íslendinga. Laugar hafa ávallt tengst heitum uppsprettum. Til forna voru laugar við uppspretturnar sjálfar en í dag er heitu vatni veitt í hinar séríslensku útilaugar.
En íslenskar aðstæður eru takmarkandi á margan hátt. Margar tegundir sundlauga hafa aldrei verið byggðar hér á landi. Þar má nefna dýfingalaugar, öldulaugar og hina stóru vatnagarða með tilheyrandi leiktækjum, straumlaugum og fleiru. Þá hefur tilfinnanlega vantað
Árið 1821 var haldið sundnámskeið í Reistarárlaug undir leiðsögn Jóns Þorlákssonar Kjærnested. Sá hinn sami hélt einnig fyrsta sundnámskeiðið í Laugunum í Reykjavík árið 1824.
Fyrsta sundfélagið Árið 1884 varð sundvakning í Reykjavík og um líkt leyti var sundstæðið í Laugunum stækkað og endurbætt. Sama ár var Sundfélag Reykjavíkur stofnað og kom það á fót stöðugri sundkennslu. Bæjarstjórn Reykjavíkur lét reisa „baðhús“ tveimur árum síðar.
Sundkennsla stúlkna í Laugardal um 1909. Laugin var á þessum tíma steinhlaðin en var áður úr torfi.
4
Ljósmynd: Ma.Ó (Ljósmyndasafn Reykjavíkur).
fyrr og nú
Steyptar laugar Ný laug var gerð í Laugardal árið 1908 og var hún fyrsta steinsteypta sundlaug landsins. Heitt vatn var leitt úr Þvottalaugunum en kalt vatn úr Gvendarbrunnum. Eftir að búningsklefar og skjólveggir höfðu verið reistir var hægt að kenna sund allan ársins hring.
Sundskylda Árið 1925 voru samþykkt lög á Alþingi, sem heimiluðu bæjar- og sveitarfélögum að skylda unglinga til sundnáms. Alþingi veitti um mörg ár styrk til sundkennara sundlauga Reykjavíkur gegn því að þeir kenndu sjómönnum sund.
Sundhöllin
Sundlaugar nútímans eru miðstöðvar afþreyingar og heilsuræktar. alvöru keppnislaug á Íslandi. Laugardalslaug uppfyllir raunar að mestu alþjóðlegar kröfur en veðrið hefur jafnan leikið keppendur grátt í útilauginni. Þetta stendur þó til bóta þar sem fyrirhugað er að byggja 50 metra keppnislaug innandyra í nýrri sundlaugarbyggingu í Laugardal (sjá nánari umfjöllun á síðum 14 og 15 í blaðinu).
55% úr smiðju VST Sundlaugar hafa lengi skipað stóran sess í starfsemi VST. Sérfræðingum stofunnar telst til að af 163 sundlaugum hafi stofan átt þátt í að hanna, halda við og byggja 90 þeirra, eða 55% allra sundlauga á landinu. Verkefni stofunnar hafa einkum snúið að hönnun burðarvirkja, hreinsikerfa, lagna og loftræsikerfa auk umsjónar með gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana. VST hefur komið að gerð lauga í öllum landshornum en þeirra á meðal eru: Laugardalslaug, Árbæjarlaug, Sundlaug Kópavogs, Sundlaug Borgarness, Sundhöll Ísafjarðar, Glerárlaug á Akureyri, Sundlaug Grímseyjar, Sundlaug Egilsstaða, Sundlaug Hafnar í Hornafirði, Sundlaug í Laugalandi í Holtum og Sundmiðstöð Keflavíkur. ø
Sundlaugar eru sérhæfð mannvirki og að mörgu að hyggja við byggingu þeirra. Verkfræði sundlauga felst fyrst og fremst í að hanna gott burðarvirki, setja upp hreinsikerfi og lagnir samkvæmt nýjustu tækni og gæta hagkvæmni við hönnun þeirra. Að stofnkostnaði frátöldum eru sundlaugar dýrar í rekstri. Þær eru viðhaldsfrekar, krefjast margra starfsmanna við baðvörslu, öryggisgæslu og þrif og loks eru ýmis tæki, lýsing og hreinsikerfi raforkufrek.
Mikil aflþörf Við staðarval sundlaugarbygginga hefur almenna reglan verið sú að byggja sundlaugar í nágrenni við heita hveri svo spara megi bæði stofnkostnað við byggingu kyndistöðvar og stóran hluta rekstrarkostnaðar við hitun laugarvatnsins. Hlutur jarðvarma við hitun lauga hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu áratugum. Um 1960 voru á milli 70-80% lauga hitaðar með jarðvarma, en eru nú tæplega 90% lauga hitaðar með þessum hætti. Rafmagn er notað í 7% tilvika en olía í fjórum af hverjum hundrað laugum.
5
Sundhöll Reykjavíkur var tekin í notkun árið 1937. Sundhöllin fékk mjög góðar móttökur en fyrsta árið komu þangað 142 þúsund gestir, sem jafngilti að hver Reykvíkingur hafi farið fjórum sinnum. Sundhöllin markaði tímamót í sögu sundlaugarbygginga á Íslandi. Þá var í fyrsta sinn komið við síun á laugarvatni og klórblöndun beitt.
Mikil fjölgun Eftir 1930 fjölgar sundlaugum mjög hratt. Á árunum 1930-1950 voru byggðar 44 sundlaugar, þar af 31 útilaug. Á sjötta áratugnum voru byggðar níu en á þeim sjöunda 18, þar á meðal Vesturbæjarlaug (1962) og Laugardalslaug (1968). Á síðustu þrjátíu árum hefur fjöldi sundlauga í landinu tvöfaldast. Heimildir: Þorsteinn Einarsson: Drög að sögu íslenskra íþrótta. 1977. Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870-1930. Fyrri hluti. 1991.
Sundlaugar fyrr og nú Perla í eyðibyggð Ferðamenn sem koma við í Reykjarfirði nyrðri á Ströndum kunna að reka upp stór augu þegar þeir uppgötva að í þessari eyðibyggð er stærðar sundlaug. Sundlaugin er lifandi dæmi um drifkraft íbúa á afskekktu og hrjóstrugu svæði, sem byggðu laugina á fjórða áratugnum til að efla menningarlíf í sveitinni.
Sundlaugin er 20 m að lengd og 8 m að breidd en mesta dýpi er 1,70 m. Laugin er náttúruleg og rennur um 52°C heitt hveravatn í laugina. Ekkert kalt vatn rennur í hana og því ræðst hitastig töluvert af veðri. Sundlaugin hefur gengið í endurnýjun lífdaga á síðustu árum og er nú töluvert notuð af ferðamönnum á svæðinu. Hún er að margra mati sannkölluð perla.
Aflþörf sundlauga er töluverð en talið er að ný, meðalstór sundlaug noti árlega álíka mikið af heitu vatni og 80-100 einbýlishús. Aflþörf allra íslenskra sundlauga í dag er um 65 MW, eða sem svarar til hálfrar Sultartangavirkjunar.
Hreint vatn Baráttan fyrir hreinu og tæru sundlaugarvatni var ströng á nýliðinni öld. Framan af öldinni var vatn lítið sem ekkert hreinsað og aðeins hægt að treysta á náttúruöflin. En náttúruleg hreinsun dugði skammt þegar sundlaugar voru fjölsóttar jafnt af mönnum sem gerlum. ø Árið 1893 var fyrst leitast við að eyða sýklum úr vatni, sem skyldi notast til drykkjar og var eyðingarefnið bróm. Árið 1908 er klór notað í fyrsta sinn og enn heldur sú aðferð velli þótt margar aðrar hafi verið reyndar í herferðinni gegn gerlum. Klórblöndun var fyrst beitt hér á landi þegar Sundhöll Reykjavíkur tók til starfa 1937. Þótt erfitt sé að skilja það nú urðu margir tregir til að viðurkenna að hreinsun sundlaugarvatns væri fyrirhafnarinnar virði – töldu að þetta hefði nú gengið hingað til. Þetta viðhorf varð þó ekki langlíft og smám saman var hreinsun sundlaugarvatns talin sjálfsagður hlutur. Árið 1966 var gefið út fræðslurit um sundlaugavatn en tilgangur útgáfunnar var að veita starfsfólki sundlauga stuðning við að gera sundlaugar landsins sem vistlegastar og heilsusamlegastar. ø
Öllum er nú ljóst hve mikilvæg stöðug hreinsun sundlaugarvatns er. Segja má að hreinsikerfi laugar séu nýru hennar en í hefðbundnum laugum fer hreinsun fram á tveimur stöðum, í hreinsikerfi tengdu hringrásarkerfi laugarinnar og í lauginni sjálfri. Fjallað er um hreinsikerfi og efnafræði sundlauga á bls. 11-13. ø
Ekki tóm steypa Öll sundlaugarker, sem byggð voru fyrir 1963, eru steinsteypt. Frá 1970 hefur efnisval orðið fjölbreyttara og nokkuð byggt af svokölluðum dúklaugum, en þar er plastdúkur settur í timbur eða málmgrind. Þá hafa nokkrar laugar verið gerðar úr stáli eða trefjaplasti. Eftir sem áður er um 80% lauga steyptar og líklegt er að áfram verði steyptar laugar í meirihluta. ø Sundlaugar eru og verða ein af mikilvægari byggingum í lífi hins dæmigerða Íslendings. Allir koma þangað einhverju sinni – þó ekki væri nema vegna sundnáms í skólum. Víða hefur tekist að hanna mjög skemmtilegar sundlaugar sem eru vel sóttar af landsmönnum. Arkitektar og verkfræðingar munu halda áfram að þróa ný mannvirki, sem uppfylla ítrustu kröfur um heilbrigði, notagildi og afþreyingu, og hafa örugglega ekki sagt sitt síðasta orð. ø ø
Árið 1990 var hafist handa við að byggja „baðhús“ með sturtu- og snyrtiaðstöðu fyrir ferðafólk. Lovísa Christiansen, arkitekt, teiknaði húsið en starfsmaður útibús VST á Ísafirði tók þátt í undirbúningi að byggingu baðhússins. Heimild: Erla Jóhannesdóttir: „Reykjarfjörður.“ Ársrit Útivistar 1999 og 2000. 2001, bls. 137-140. Mynd: Gunnar Hólm Hjálmarsson
Þessir menn hafa borið hitann og þungann af hönnun sundlauga fyrir hönd VST síðustu árin. Frá vinstri: Guðmundur Halldórsson, Vikar Pétursson, Kristján Þór Hálfdánarsson, Dóra Hjálmarsdóttir og Sigurður Eyjólfsson. Á myndina vantar Níels Guðmundsson.
6
Rafmagn, eftirlit og stýrikerfi í sundlaugum Raforkunotkun í sundlaugum er töluverð enda þótt rafmagn sé ekki notað til að hita upp laugarvatnið. Mest raforka fer í að knýja vélbúnað við vatnsmeðhöndlun. Í laugum með lokuð kerfi þarf að dæla öllu vatni gegnum millihitara og sandsíur. Þá eru öll vatnsleiktæki í sundlaugum, svo sem rennibrautir, sveppir og vatnsfossar, háð rafknúnum dælum. Álag vegna leiktækja getur orðið meira en vegna hitunar og hreinsunar laugarinnar. Loks er lýsing nokkuð orkufrek í stærri byggingum og sérstaklega neðanvatnslýsing. Hún er höfð í útilaugum til að auðvelda sundlaugarvörðum að fylgjast með gestum frá bakka og í gegnum myndavélar.
Öflugt eftirlit
Helstu kennitölur árið 2000 fyrir nokkrar sundlaugar 1.600 1.400
Vatnsflötur í m2 Gestafjöldi í þús. Raforka í kWh/m2
1.200
Heitt vatn tonn/m2 Kalt vatn tonn/m2
1.000 800 600 400 200 0 Árbæjarlaug
Laugardalslaug
Kópavogslaug
Sundhöllin
Myndavélakerfi hafa verið í notkun í sundlaugum í nokkur ár. Upphaflega fylgdust myndavélar eingöngu með heitum pottum en á síðustu árum hefur færst í vöxt að myndavélum sé beint að leiktækjum og sundlaugarbotni í útilaugum. Gestum hefur einnig verið boðið að fylgjast með leiktækjum á sjónvarpsskjá. Öryggiskerfi sundlauga eru misjöfn. Hér á landi er m.a. notast við hjálparhnappa sem baðverðir og sundlaugarverðir styðja á til að kalla á aðstoð í neyðartilvikum. Einnig eru dæmi um það erlendis að slíkir neyðarhnappar séu staðsettir við sundlaugarbakka fyrir laugargesti. ø
Tölvustýrðar laugar Stærri laugar eru nú nær allar tölvustýrðar, sem gefur ýmsa möguleika er ekki voru raunhæfir í eldri kerfum. Óhætt er að segja að skjámyndakerfi sundlauga og upplýsingar frá stýrikerfi auðveldi starf sundlaugarvarða, tæknimanna og forstöðumanna. Stýrikerfi laugarinnar veitir starfsmönnum færi á að fylgjast náið með vatnsgæðum, orkunotkun og safna upplýsingum um reksturinn. Í laugum með lokað kerfi má halda klórstigi og pH-gildi innan þröngra marka til þæginda fyrir gesti. Stýritölvurnar gefa loks möguleika á fjarvöktun en dæmi eru um að það hafi verið notað við gangsetningu nýrra lauga. Rekstrarstjórar sveitarfélaga geta einnig notast við slíka fjarvöktun til að fylgjast með stöðu kerfanna. Í framtíðinni má ímynda sér að einkafyrirtæki
Merkingar á sundstöðum eru mikilvægar. Þetta skilti er í Sundlaug Kópavogs og skýrir sig sjálft. taki að sér viðhaldið og fylgist með kerfunum gegnum netið.
Gestir fræddir Í nýrri laugum er gestum veittur aðgangur að upplýsingum beint úr stýrikerfi laugarinnar. Ekki er aðeins um að ræða hitastig sundlaugarvatns og potta heldur einnig klórstig, redoxspennu og pH-gildi vatnsins. Gestir Árbæjarlaugar og Sundlaugar Kópavogs eiga m.a. kost á þessu og geta fylgst með „nýjustu tölum“ um hitastig og klórstig á þar til gerðri upplýsingatöflu. ø Á þessari töflu eru veittar upplýsingar um hitastig í öllum laugarhlutum og heitum pottum Árbæjarlaugar, sem og klórstig og pH-gildi laugarinnar.
7
Umhverfið ræður
úrslitum Rætt við Jes Einar Þorsteinsson arkitekt Staðsetning og umhverfi eru lykilþættir við hönnun sundlauga að mati Jes Einars Þorsteinssonar, arkitekts. Segir hann það ráða úrslitum um hönnun góðrar sundlaugar hvernig takist að flétta sundlaugarmannvirki inn í umhverfið þannig að laugargestir fái notið útsýnis eða nálægðar við náttúruna. Eins segir hann mikilvægt að huga að efnisvali, formi og litum. Sundlaugar, skólar, sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hafa verið helstu viðfangsefni Jes Einars í gegnum tíðina. Jes Einar er kunnur sundlaugaarkitekt og hefur meðal annars teiknað Sundlaug Borgarness, Skeiðalaug og Sundlaug Bolungarvíkur. Þá hefur hann annast endurbætur og teikningu viðbygginga og nýrra setlauga í Laugardalslaug og Vesturbæjarlaug. Þá var hann einn aðstoðarmanna Högnu Sigurðardóttur, arkitekts, við byggingu Kópavogslaugar. ø Áhuginn á sundlaugum er líklega ekki til kominn af tilviljun. „Ég bjó um tíma í Laugarási rétt við gömlu sundlaugarnar í Laugardal og stundaði sund sem unglingur,“ útskýrir Jes Einar. Þá hefur það án efa haft sitt að segja að faðir hans, Þorsteinn Einarsson, sem var íþróttafulltrúi ríkisins um 40 ára skeið, var mjög fróður um sögu sundiðkunar og áhugamaður um uppbyggingu sundstaða. Hann var meðal annars ötull talsmaður þess að sundlaugarvatn væri hreint og að búningsaðstaða og önnur aðstaða í sundlaugum væri bætt til muna.
Nú eru heitu pottarnir órjúfanlegur hluti íslenskra sundlauga.
Nálægð við náttúruna Hreinsun sundlaugarvatns með nýjustu tækni þykir orðið sjálfsagt mál. Að því frátöldu skiptir staðsetning og umhverfi sundlauga sköpum við mótun þeirra að mati Jes Einars. Hann segir það afar mikilvægt að flétta sundlaugarmannvirki inn í umhverfið þannig að laugargestir fái notið útsýnis eða nálægðar við náttúruna. Góð dæmi um þetta eru Kópavogslaug og Sundlaug Borgarness. „Í báðum laugum er frábært útsýni. Gestir Kópavogslaugar geta virt fyrir sér fjöllin á Reykjanesskaganum þar sem Keilir er í miðju sjóndeildarhringsins. Í Borgarnesi hafa menn útsýni til fjalla og yfir sund,“ segir Jes Einar. Erfitt getur verið að samræma kröfur um gott útsýni og fullkomið skjól. Jes Einar segir að
Aldagömul sundmenning Jes Einar kann enga aðra skýringu á ríkri sundmenningu Íslendinga en þá að sundiðkun og baðlíf hafi verið þáttur í daglegu lífi frá landnámsöld. „Íslendingasögurnar greina frá laugaferðum söguhetjanna og víða hafa fundist leifar um setlaugar, jarðböð og sundgarða. Það er til að mynda talið víst að laugar hafi verið í Laugardal frá landnámstíma,“ segir hann. Gerð heitra potta er skírskotun í sögulega hefð – setlaugar til forna. Snorralaug í Reykholti er í raun það sem nú er kallað heitur pottur. Fyrsta baðlaugin, sem byggð var samkvæmt fornri hefð eftir forsögn Þorsteins Einarssonar, var tekin í notkun í Vesturbæjarlaug árið 1962.
8
Í steinapottinum eru í raun fjórar misstórar og misdjúpar setlaugar sem eru góð afdrep fyrir litla hópa eða fjölskyldur.
mannvirkin sjálf séu staðsett þannig að þau veiti skjól og myndi opið svæði á móti suðri. Þetta sé einnig hugsað fyrir þá sem vilja njóta sólar. „Það getur verið erfitt að púsla þessu saman, að bjóða upp á útsýni og veita fullkomið skjól,“ viðurkennir Jes Einar. „Í Borgarnesi höfðu menn töluverðar efasemdir um legu laugarinnar þar sem henni var lyft upp, annars vegar til að koma fyrir tæknirými undir bökkum hennar og eins til að útsýnis nyti. Heimamenn sögðu við mig að þarna tækist aldrei að beisla vindinn. Reynslan hefur sýnt að þetta hefur tekist vel með því að láta aðliggjandi byggingar skýla laugarsvæðinu.“ Efnisval er mikilvægt þegar verið er að hanna sundlaugar. „Mannvirkin þurfa að þola mikið álag vegna veðrunar og slits,“ útskýrir Jes Einar. „Raunar þekkist hvergi í heiminum jafn mikil aðsókn í sundlaugar og hér á landi. Í Laugardalslaug eina komu á síðasta ári rúm hálf milljón gesta.“ Jes Einar segist einnig spá mikið í form, liti og birtu. „Þessir þættir skipta til að mynda töluverðu máli við hönnun innisundlauga. Þar verða litir og birta að skapa rétta andrúmsloftið,“ segir hann.
Stærðin skiptir máli Hönnun heitra potta er kapítuli út af fyrir sig. Jes Einar hefur hannað marga slíka en þekktasti potturinn er líklega steinapotturinn í Laugardalslaug, sem er þéttsetinn alla daga vikunnar. Við hönnun potta skiptir stærðin máli – og dýptin ekki síður. Í sem einföldustu dráttum þarf að gæta þess að nægt rými sé fyrir fætur allra pottverja og að hann sé nógu djúpur svo að ekki þurfi miklar tilfæringar til að vatnið hylji axlir.
Jes Einar. „Við hönnun steinapottsins í Laugardal ákvað ég þó brjóta upp hið hefðbundna hringform heildarinnar. Þess í stað fléttaði ég saman nokkrum hringlaga formum þannig að í raun eru margir pottar í pottinum. Þá hef ég gert tilraunir með mismunandi dýpt. Í einum potti Vesturbæjarlaugar lækkar bekkur og myndar spíral þannig að gestir geta setið í mismunandi hæð,“ segir hann.
Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt, í steinapottinum vinsæla í Laugardalslaug, sem hann hannaði. Steinarnir eru úr fjöru á Álftanesi.
Sundlaug Borgarness Sundlaug Borgarness er afar vel í sveit sett, útsýni fagurt og aðstaða hin besta til afslöppunar og afþreyingar. Á sundlaugarsvæðinu er bæði innilaug og útilaug. Innilaugin var upphaflega lítil útisundlaug smíðuð árið 1955.
er Jes Einar Þorsteinsson. VST sá um alla verkfræðiþjónustu. Útisundlaugin er 25 m á lengd og 12,5 m á breidd. Við laugina eru þrjár setlaugar og vaðlaug og loks er þar sérstök rennibrautarlaug. Útisvæðið er hellulagt og laugarbarmar hitaðir. Rennibrautirnar eru vinsælar hjá börnum og unglingum.
Árið 1998 var tekið í notkun nýtt, glæsilegt útisundlaugarsvæði. Hið nýja sundlaugarmannvirki var byggt við íþróttahús og mynda íþróttahús, sundlaug og íþróttavellir samstæða heild. Sundlaugin er skammt frá skólanum í Borgarnesi og því er góð samnýting með honum. Arkitekt nýju sundlaugarinnar
Innilaugin er gerð úr steyptu keri en útilaugin er stállaug með innbrenndri PVC húð og dúkur á steyptum botni. Hreinsikerfi og jöfnunartanki er haganlega komið fyrir í kjallara til hliðar við sundlaugina.
„Við hönnun flestra potta hef ég notað hringformið, stundum egglaga eða sporöskjulaga. Þetta er mjög einfalt og sterkt form,“ útskýrir
9
Umhverfið ræður úrslitum
Skeiðalaug.
Tækniframfarir
Ekki bara sundlaug
Frá því að Jes Einar hóf að teikna sundlaugar hefur orðið umbylting í hönnun lauga, bæði er varðar tækninýjungar og eins hreinsun sundlaugarvatns. Að hreinsikerfum frátöldum hafa orðið einna mestar breytingar á rennum, vatnsdælingu og lýsingu að sögn Jes Einars og er þó margt ótalið. „Rennur voru lengst af í hliðarveggjum laugarkerja undir sundlaugarkantinum. Þannig er þessu t.d. háttað í Vesturbæjarlaug og Laugardalslaug. Nú eru rennur hins vegar jafnan upp á köntum svo að vatnið flýtur yfir sundlaugarbarminn eins og t.d. í Kópavogi og Borgarnesi. Öldugangur er minni fyrir vikið og því betra að synda í lauginni. Þessar sundlaugar henta því betur til æfinga og keppni,“ útskýrir Jes Einar.
Við hönnun sundlaugarmannvirkja hefur Jes Einar ávallt haft það að leiðarljósi að tengja þau öðrum mannvirkjum, t.d. íþróttahúsum. Hann hefur lýst þeirri skoðun að með meiri fjölbreytileika og sköpunargleði megi stórlega bæta aðstöðu á baðstöðum og auka þannig vinsældir þeirra. „Jafnhliða hönnun sundlauganna er mikilvægt að hanna aðstöðu fyrir ferðamennsku og heilsurækt. Útivistarsvæði við sundlaugar geta hæglega aukið aðsókn í laugarnar. Sú er reynsla Skeiðamanna en við hönnun Skeiðalaugar voru þarfir ferðamanna sérstaklega hafðar í huga. Við sundlaugina er tjaldstæði og í sundlaugarbyggingunni er sérstök aðstaða fyrir það svæði,“ segir Jes Einar. ø
Jes Einar telur það ennfremur framför, að vatni er nú jafnan dælt í laugina úr botni laugarkers í stað hliðarveggja. Vatni er dælt úr hliðarveggjum Vesturbæjarlaugar en úr botni í Kópavogslaug og í Sundlaug Borgarness. Loks telur hann lýsingu undir vatni þarfa nýjung en notast er við hana í mörgum laugum. Kostirnir eru betri birta og auðveldara eftirlit neðanvatns. Helsti gallinn er að erfitt er að velja efni og ljósker sem þola klórinn. ø
Jes Einar segir arkitekta og verkfræðinga þurfa að vinna mjög náið saman við hönnun sundlauga þar sem slík mannvirki hafi talsverða sérstöðu. „Vinna við hönnun og byggingu sundlauga kallar á mjög öfluga samvinnu arkitekta og verkfræðinga og skilning þeirra á milli. Ég hef átt því láni að fagna að hafa ávallt átt mjög farsælt samstarf við vini mína úr röðum verkfræðinga,“ segir Jes Einar að lokum. ø
Sundlaug Kópavogs Sundlaug Kópavogs á Rútstúni er meðal athyglisverðustu sundlauga landsins ekki síst sökum hönnunar og staðsetningar. Arkitekt sundlaugarinnar er Högna Sigurðardóttir en VST sá um verkfræðiþjónustu. Jes Einar Þorsteinsson, arkitekt, var einn aðstoðarmanna Högnu meðan á byggingu laugarinnar stóð. Sundlaugin er vinsæl og mikið sótt af Kópavogsbúum og nærsveitungum. Hún þykir mjög góð til sundiðkunar en öldugangur er þar lítill vegna góðra bakka. Opin kennslulaug var tekin í notkun árið 1968 í Kópavogi, gerð eftir teikningum Högnu, og skyldi laugin verða fyrsti áfangi sundlaugarsvæðis með keppnislaug og yfirbyggðri laug. Ekkert varð þó úr frekari
10
framkvæmdum um nokkurt árabil. Undirbúningur hófst að nýju árið 1985 og var Högna þá fengin að nýju til að hanna sundlaugarmannvirki með keppnislaug (50 m á lengd og 25 m á breidd), vaðlaugum, rennibrautum og heitum kerum. Í grein í tímaritinu Arkitektúr og skipulag (1990) gerir Högna grein fyrir því hvers vegna Rútstún varð fyrir valinu: „Það liggur einkar vel við sól og útsýni er fagurt til sjávar og fjalla. Til þess að nýta „Rútstún“ sem best var mannvirkið sett efst í landið en suður af því, í beinum tengslum, almenningsgarður Kópavogs. Byggingin hefur sterkan, lokaðan svip til norðurs, en opnast eðlilega mót sólarátt og útsýni. Sjálf verður hún skjól gegn vindáttum,“ skrifar Högna.
Hreinsun laugarvatns Talið að hver sundlaugargestur beri með sér allt að 600 milljón örverur í laugina. Í heilbrigðum einstaklingi eru örverurnar skaðlausar en sýkingarhætta getur skapast ef um veikan einstakling er að ræða. Stöðug hreinsun sundlaugarvatns er því afar mikilvæg og sérstaklega í laugum með hitastig yfir 30°C. Í hefðbundnum laugum er nánast undantekningarlaust þörf á hringrásarkerfi þar sem koma má við nauðsynlegri hreinsun vatnsins. Hreinsuninni má skipta í tvö þrep. Annars vegar er í hringrásarkerfi laugar síubúnaður þar sem stærri efnisagnir eru skildar frá og vatnið þannig gert tærara og hreinna. Hins vegar eru efni skömmtuð í hringrásina til að stýra pH-gildi og sótthreinsa.
Í vatni myndar bleikingarefnið hýpóklórsýru (HOCl). Hýpóklórsýra, sem hefur mikla sótthreinsigetu, er svokallaður virkur frír klór vatnsins. Sýran er veik og klofnar í vatni samkvæmt eftirfarandi jöfnu:
Flókin efnafræði liggur að baki því að kjörskilyrði séu í sundlaugarvatni. Í töflunni að neðan eru dæmi um eiginleika vatns sem geta skipt máli og efni sem nota má til að stýra aðstæðum. ø
Saman mynda hýpóklórsýran og hýpóklórítjónirnar nýtanlegan frían klór baðvatnsins. Sýran sér um sótthreinsun meðan jónin er einskonar klórforði sem breytist í sýru þegar sýran eyðist við sótthreinsun. Sýrustig vatnsins ræður hversu stór hluti klórs er virkur. Æskilegt er að hafa u.þ.b. helming klórsins á virku formi, en það gerist í örlítið basísku vatni við pH = 7.41).
hýpóklórsýra (virkur frír klór)
Klórinn algengastur
Kristján Þór Hálfdánarson Kristján er véltæknifræðingur á véla- og iðnaðarsviði. Hann fæst meðal annars við hönnun hreinsikerfa í sundlaugum, lagna- og loftræsikerfa og gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana.
Jóhannes Loftsson Jóhannes er efnaverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði. Hann fæst við almenna ráðgjöf í umhverfismálum, matsvinnu og mælingar.
Ka
HOCl
Klór er algengasta sótthreinsiefni í sundlaugum og er klórhreinsun raunar eina aðferðin sem notuð er í almenningslaugum hérlendis. Mörgum aðferðum er beitt við klórun baðvatns, en hér er nær eingöngu notast við bleikingarefni (natríum hýpóklórít lausn).
H
OCl
hýpóklórítjón (klórforði)
Hitaveituvatn í Reykjavík er mjög basískt með pH-gildi allt upp í 9,5. Í svo basísku vatni er klór nánast óvirkur sem hreinsiefni og þarf
Tafla Yfirlit yfir vatnseiginleika sem skipta máli og efni sem notuð eru til stýringar. Efnaeiginleiki
Mikilvægi
Dæmi um efni notuð til stýringar
Sótthreinsigeta
Kemur í veg fyrir smithættu í laug
Natríumhýpóklóríðlausn
pH gildi – mælikvarði á sýrustig vatns
Rétt stilling á pH gildi vatns er óaðskiljanlegur hluti af sótthreinsikerfi með hýpóklórsýru
Saltsýra eða kolsýru gas
Harka – segir til um magn málmjóna og steinefna
Of lítil harka getur aukið tæringarhættu
Kalsíum klóríð eykur hörku
Basavirkni (alkalinity) – mótstaða gegn breytingu sýrustigs
Sé basavirkni of lítil verður pH óstöðugt.
Natríum bíkarbónat eykur basavirkni
Kekkjun (flocculation)
Með hleypiefnum er hægt að margfalda virkni síukerfis
Álsúlfat (Alum)
UV-stöðugleiki sótthreinsiefna
Útfjólubláir geislar sólar eyða hýpóklórsýru, þ.a. notkun klórs eykst verulega á heitum dögum
Cyanuric sýra (ekki notuð hérlendis svo vitað sé)
11
Hreinsun laugarvatns
t.d. um 15-falt magn til að ná sömu virkni og við pH = 7,0. Af þessu sést að rétt stilling á sýrustigi er höfuðforsenda árangursríkrar klórhreinsunar. Ýmsum aðferðum er beitt til að gera baðvatn súrara, þ.e. að lækka pH-gildið. Oft er það lækkað með saltsýru, en að undanförnu hefur notkun kolsýru færst í vöxt. ø
Hringrásarkerfi sundlauga Í gildi er reglugerð nr. 457 frá 1998 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Þessi reglugerð var kærkomin þótt á ýmsum sviðum skorti nokkuð á að kröfur standist samanburð við reglur þeirra landa, sem við berum okkur helst við. Vonandi verður reglugerðin í stöðugri endurskoðun þannig að gæði laugarvatns verði ekki lakari hérlendis en í nágrannalöndum okkar.
Aukaverkanir klórs Fjöldi aukaefna verður til við klórhreinsun. Þessi klórsambönd hafa flest litla sótthreinsivirkni, og sum óæskilegar aukaverkanir. Helstu efnin eru bundinn klór (líka kölluð klóramín) og THM-efni (TriHaloMetan).
Hlutverk hringrásarkerfis er að halda laugarvatni hreinu, tæru og heilnæmu og nægilega lausu við óæskilegar örverur að það standist opinberar kröfur. Vatn sem dælt er í laug á að standast sömu gerlafræðilegu kröfur og neysluvatn. Í hefðbundnum opinberum laugum er því þörf á að nota verulegan tækjabúnað til að standast þessar kröfur. Helstu tæki í slíku kerfi má skoða á kerfismynd hér á síðunni og er miðað við dæmigerða laug með yfirfleytisrennu. Kerfið er lokað, þ.e.a.s. sundlaugarvatn er hitað með varmaskiptum.
Klórlykt, augnsviði og önnur óþægindi, sem sundlaugargestir kvarta oft undan, eru vegna klóramína í laugarvatninu. Klóramín eru efni sem myndast þegar klór oxar svita og þvag sem sundlaugargestir bera með sér í laugina. Þar sem klóramín hreinsast ekki úr vatni í hefðbundnum hringrásarhreinsikerfum vex styrkur þess og smám saman fer að bera á óþægindum sem þeim fylgja. Þegar styrkur klóramíns er kominn að ákveðnum þolmörkum, er notuð yfirklórunaraðferð þar sem styrkur á fríum klór í vatninu er aukinn u.þ.b. tífalt. Við það breytast klóramín í rokgjörn efni sem auðveldlega losna úr lauginni við uppgufun.
Að jafnaði liggur langstærsti hluti óhreininda í laugarkeri (um 90%) í efstu vatnslögum. Hreinsikerfi þarf því að hanna með það í huga að ná fljótt og vel til þessara óhreininda. Áhrifaríkast er að fleyta óhreinindum burt á yfirborðinu í yfirfleytisrennu eða annan skyldan búnað. Til að vatn streymi markvisst í eina átt að yfirborðinu hefur reynst vel að hafa innrennsli í botni kerja. Allt hringrásarvatn fer þannig í yfirfleytisrennuna. Þetta fyrirkomulag tryggir jafna dreifingu á hita og klór og kemur að mestu í veg fyrir að „dauð“ svæði myndist, þ.e. að lítil vatnsendurnýjun
THM-efni, sem að megni til er klóróform, eru talin vera krabbameinsvaldandi og hefur eftirlit með þeim á síðustu árum færst í aukana. Of mikil notkun klórs og basískt vatn auka myndun THM-efna. Í núgildandi reglugerð um sundlaugar er ekki gerð krafa um að fylgst sé með THM þó slíkt sé gert víða erlendis. Yfirfleytisrenna
Yfirfleytisrenna
Laugarker
Sýnitaka Innrennsli
Innrennsli
Innrennsli
Sýnitaka
Klórgjöf Sótthreinsibúnaður
Áfylling Neysluvatn
Nemar
Jöfnunargeymir Í frárennsli
Varmaskiptir Kolsýra
Klór Varmaskiptir
Kolsýrugjöf Sandsía Grófsía Dæla Bakskolun Sandur
Hleypiefni
12
Í frárennsli
eigi sér stað á tilteknum svæðum. Þung óhreinindi sem falla jafnan til botns í keri eru ryksuguð reglulega. Úr yfirfleytisrennunni streymir vatnið í jöfnunargeymi og er hann ómissandi fyrir laug með rennukerfi. Þar er vatn sem tímabundið rúmast ekki í lauginni vegna fólks eða öldugangs. Fersku neysluvatni er bætt í jöfnunargeymi í staðinn fyrir það sem gufar upp úr laug, hverfur burtu með gestum eða tapast við bakskolun. Geymir fyrir laug, sem er 25x12,5 m að stærð, er t.d. um 25 m3. Úr jöfnunargeymi fer vatn gegnum grófsíu, þar sem lauf, hár og önnur stærri óhreinindi eru skilin frá. Milli dælu og sandsíu er kolsýra skömmtuð inn í vatnsrás til jöfnunar sýrustigs. Þar er lagnaþrýstingur mestur sem hentar vel því þá er leysni kolsýru í vatni meiri. Sandsía er tankur með þykku sandlagi, minnst 900 mm. Óhreinu vatni er dælt inn að ofan og niður í gegnum sandlagið en síað vatn tekið út undan sandinum. Óhreinindin sitja þá eftir í efstu lögum sandsins. Til að auka hreinsigetu síunnar er hleypiefni (alum) skammtað í vatnsrás framan við hana. Hleypiefnið gerir það að verkum að smáar efnisagnir sem ella færu gegnum síu og út í laug aftur hlaupa í kekki og sitja að mestu eftir í sandinum. Sandsían hreinsar þannig grugg úr vatninu og heldur því tæru. Sandurinn er reglulega hreinsaður með svonefndri bakskolun. Þá er vatni dælt öfuga leið gegnum sandinn og því vatni fargað í frárennsli. Stærð sandsía miðast við að vatnshraði gegnum sandinn fari ekki yfir ákveðin mörk. Núgildandi reglugerð gerir ráð fyrir að hámark sé 35 m/klst en æskilegt er að miða frekar við 30 m/klst. Danskar reglur gefa leiðbeinandi gildi ≤ 20 m/klst. Ekki er ráðlegt að nota hleypiefni á síu með hraða yfir 30m/klst. Sandsíukútar eru oftast úr polýesterplasti, sérmeðhöndluðu að innan, eða sýruheldu ryðfríu stáli. ø Sótthreinsibúnaðurinn, sem viðheldur sótthreinsivirkni baðvatnsins, samanstendur af stjórnbúnaði, sýrustilli og klórskammtara. Stjórnbúnaðurinn er sjálfvirkur en klór- og kolsýruskömmtun er stýrt með boðum frá klórog pH-nemum, sem staðsettir eru í laugarvatninu í sýnatökurás. Í góðu hreinsikerfi þarf allur tækjabúnaður að vera tæringarþolinn og afköst og vatnsdreifing í lagi. Þá þarf gott rými til að komast að tækjabúnaði, endurnýja hann og bæta. Loks er yfirgripsmikil þekking á viðhaldi og rekstri hreinsikerfa þýðingarmikil.
Telja verður að reglugerð nr. 457 setji aðeins lágmarkskröfur og að alla jafna þurfi að gera nokkuð betur en hún segir til um. Sérstaklega er ástæða til að fylgjast vel með auknum kröfum um hreinsun á ýmsum óæskilegum efnasamböndum í laugarvatni svo sem bundnum klór og THM. Í ýmsum löndum eru kolasíur notaðar með góðum árangri til að halda þessum efnum í lágmarki.
Aðrar hreinsiaðferðir Nokkrar aðrar aðferðir hafa verið notaðar til að sótthreinsa baðvatn. Dæmi um önnur sótthreinsiefni en klór eru bróm, óson, joð, vetnisperoxíð, kopar og silfurjónir, en einnig hefur verið notast við útfjólublá geislatæki (UV-tæki). Þótt margar þessara aðferða séu viðurkenndar eru þær oft þess eðlis að enn meira eftirlit er nauðsynlegt. Jafnframt eru þær nokkuð dýrari en hefðbundin klórhreinsun. Baðstaðir sem nýta sér þessar aðferðir með árangursríkum hætti njóta þó oft ákveðinnar sérstöðu fyrir vikið. Óson er öflugasta sótthreinsiefnið. Helsti galli þess er hve illa það leysist í vatni og því verður að nota það samhliða annarri hreinsun, t.d. klórhreinsun. Þar sem óson eyðir klórafleiðum og flýtir útskolun óhreininda verður baðvatn, sem hreinsað er með þessum hætti, mjög tært og nánast lyktarlaust. ø Notkun UV-geislatækja er háð sömu takmörkunum og ósonhreinsun þar sem hreinsunin er einungis virk í hringrásarkerfinu og nær ekki út í laugina. Til að geislunin virki er mikilvægt að vatnið sé tært og laust við allar agnir. Víða hefur vatn náttúrulega hreinsigetu (og jafnvel lækningamátt) vegna efnasamsetningar og örveruflóru sem er til staðar. Má nefna Bláa lónið er gott dæmi um slíkan baðstað. Þessi tegund baðstaða kann að eiga mikla framtíð fyrir sér hér á landi með vaxandi nýtingu jarðhita. Reglugerð nr. 457 nær ekki til náttúrulegra baðstaða (Landmannalauga, Bláa lónsins o.fl.) Sérstök reglugerð um þessa gerð baðstaða hefur verið í smíðum í rúmt ár og er væntanleg á næstunni. Ekki er heldur vanþörf á tekið sé á þessum málum þar sem reglubundið eftirlit með öllum baðstöðum er forsenda þess að þess unnt sé að koma í veg fyrir hugsanlega sýkingarhættu á þessum stöðum. 1) pH er kvarði notaður til að ákvarða sýrustig/basastig lausnar. Kvarðinn er skilgreindur lógaritmískt þar sem lausn með pH = 0 er mjög súr, pH = 7 er hlutlaus og pH = 14 er mjög basísk lausn.
13
Þrjár hliðar og fjallshlíð Seljavallalaug er ein sérkennilegasta laug landsins. Hún stendur á sérstæðum stað í fögru umhverfi milli hárra fjalla, fremst í Laugarárgili í Austur-Eyjafjallasveit. Landslagið er nýtt til hins ítrasta – þrjár hliðar laugarinnar eru steyptar en klettaveggur myndar aðra langhliðina. Jarðhiti finnst þarna og er hann nýttur í lauginni. Sundlaugin var byggð árið 1923 við erfiðar aðstæður af stórhug og fórnfýsi ungra manna sem nokkru áður höfðu stofnað Ungmennafélagið Eyfelling. Laugin var lengi ein stærsta laug landsins, 25 m á lengd og 10 m á breidd. Austur-Eyjafjallasveit var raunar meðal fyrstu fræðsluumdæma landsins til að nota heimild í lögum um að gera sund að skyldunámi. Skólabörnum var kennt sund í Seljavallalaug fram til 1957, en þá fluttist það í nýja laug í Skógaskóla. Sundlaugin hefur að margra mati töluvert minjagildi og á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á að halda sundlauginni vel við. Laugin nýtur töluverðra vinsælda og hefur laðað að sér fjölda ferðafólks á hverju sumri. Heimild: Þórður Tómasson: Sunnlenskar byggðir. 1982. Mynd: Anna Fjóla
Heilsulind í Lengst af þjónuðu gömlu sundlaugarnar norðan Sundlaugavegar Reykvíkingum. Tímamót urðu árið 1968 þegar núverandi Laugardalslaug var tekin í notkun. Nú hyllir undir önnur tímamót. Í undirbúningi er bygging glæsilegrar heilsulindar í Laugardal með 50 metra yfirbyggða keppnislaug og heilsuræktarmiðstöð. Núverandi Laugardalslaug þótti mikið mannvirki þegar laugin var tekin í notkun árið 1968.
Fyrstu sundlaugarmannvirkin í Laugardal voru mjög ófullkomin en smám saman var aðstaðan bætt. Þótt laugarvatn hafi ekki verið hreinsað og aðrar hreinlætiskröfur langt frá því sem nú þekkist, minnast margir Reykvíkingar gömlu lauganna með hlýhug og jafnvel nokkurri eftirsjá.
Sigurður Eyjólfsson Sigurður er sérfræðingur í burðarvirkjum á húsagerðarsviði. Aðalverkefni hans hafa verið margs konar íþróttamannvirki, skrifstofu- og skólahús svo og burðarvirki í vatnsaflsvirkjunum.
Núverandi Laugardalslaug, sem tekin var í notkun 1968, var byggð af stórhug og framsýni og hefur þjónað sínum tilgangi vel og lengi. Aðalhönnuður hennar var Einar Sveinsson húsameistari Reykjavíkur. Nýir búningsklefar voru byggðir við laugina um 1980 og stór nuddpottur í tengslum við þá skömmu síðar. Arkitekt við þessar framkvæmdir var Jes Einar Þorsteinsson. VST annaðist hönnun burðarvirkis við allar þessar framkvæmdir. ø
Samkeppni um nýja laug Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að byggja fullkomna yfirbyggða 50 metra æfingaog keppnislaug. Góður árangur sundfólks okkar á alþjóðavettvangi á undanförnum árum hefur ennfremur ýtt undir að komið verði upp viðunandi aðstöðu fyrir íslenska afreksmenn.
14
Árið 1998 efndu borgaryfirvöld til samkeppni um nýja heilsumiðstöð í Laugardalnum. Yfirbyggð 50 m keppnislaug skyldi vera þungamiðjan en í tengslum við hana reist líkams- og heilsuræktarstöð. Ari Már Lúðvíksson, arkitekt, þótti eiga bestu tillöguna að þessu nýja mannvirki og var hún valin til endanlegrar útfærslu. Að undangengnu lokuðu útboði vegna verkfræðihönnunar var VST valin til að sjá um hönnun burðarvirkis og hreinsikerfis laugar auk hitaog frárennsliskerfa. Gólfflatarmál mannvirkisins er um 12.800 m2 og rúmmál um 68.000 m3. Byggingin er bogadregin og myndar tæplega hálfan hring út frá núverandi búningsklefum. Hugsað er til þess að mögulegt verði að spinna hringinn áfram þannig að núverandi laugarsvæði verði meira og minna lokað af með byggingum. Nýja laugarkerið er 51,5x25 m með jafnri tveggja metra dýpt. Reykjavíkurborg stendur fyrir byggingu sundlaugarinnar en fyrirtækið World Class fyrir byggingu heilsuræktarhlutans.
í Laugardal Hreyfanleg brú og botn Ýmsar nýjungar munu líta dagsins ljós í nýju lauginni. Hún er í megindráttum hönnuð með tilliti til ítrustu alþjóðlegra krafna fyrir keppnislaugar. Til að nýta laugina sem best þegar æfingum og keppni sleppir verður hins vegar komið fyrir færanlegri „brú“eða milliþili, sem nær þvert yfir laugina. Með þessari tækni er unnt að skipta lauginni í afmörkuð svæði. Þá verður lausum hreyfanlegum botni komið fyrir á 10 metra svæði í öðrum endanum. Hægt verður að stilla botninn í ákveðna hæð, ýmist fyrir sundkennslu eða aðrar vatnsíþróttir. Einnig verður hægt að hækka hitastig vatnsins í þessum hluta laugarinnar.
Endist í minnst 60 ár Laugarkerið sjálft verður steypt og til þeirrar framkvæmdar verður vandað sérstaklega, þar sem kerinu er ætlað að endast í minnst 60 ár. Fyrirhugað er að spennukaplar verði settir í veggi þess til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar sprungur. Kerið er byggt sem sjálfstæð eining með lágmarkstengingu við aðra hluta byggingarinnar. Botn laugarkersins mun hvíla á þjappaðri malarfyllingu og tengist ekki veggjunum nema með þéttiborðum. Til að unnt sé að koma hreinsikerfi laugarinnar með tilheyrandi síu- og dælubúnaði fyrir þarf að hafa gott rými í tæknisal í kjallara við hlið laugarkersins. Sérfræðingar VST telja að nýja sundlaugarmannvirkið verði með því besta, sem þekkist hér á landi, og vænta þess að það skili sér í öruggum og hagkvæmum rekstri.
Sundlaugarbyggingar eru vandasamar í útfærslu, sérstaklega vegna mikils hita- og rakaálags, sem mæðir á mannvirkinu innanverðu. Hönnuðir þurfa því að draga úr þessu álagi eins og kostur er. Í þessu skyni verður gert ráð fyrir sérstöku loftræstu bili milli loftklæðningar og neðra byrðis þaksins. Inn í það verður blásið Búningsklefar heitu þurru lofti og yfirþrýstingi haldið uppi til að koma í veg fyrir að heitt og rakt sundlaugarloft komist að þakinu.
Áhorfendastúka
Laugardalslaug
Yfirbyggð 50x25 m sundlaug
Heilsurækt World Class
Nýja sundlaugarbyggingin er bogadregin og myndar tæplega hálfan hring út frá núverandi búningsklefum Laugardalslaugar.
Draumar rætast um síðir Hugmyndir um glæsilega heilsulind í Laugardal með aðstöðu til sundiðkunar og heilsuræktar eru ekki nýjar af nálinni. Eitt af fyrstu verkefnum Sigurðar Thoroddsen var að gera frumdrög með teikningum og áætlun um útisundlaug í Laugardal. Jón Þorláksson, borgarstjóri, fól Sigurði verkefnið árið 1934. Borgarstjórinn var ákveðinn fylgismaður útilaugar og lét hann sig dreyma um að í Laugardal yrði heilsulind og viðhlítandi vettvangur fyrir sundíþróttina. Ljósböð voru meðal þess sem gert var ráð fyrir í hugmyndum þess tíma um heilsulind. Borgarstjórinn var ánægður með úrlausn Sigurðar og bauð honum starf skipulagsstjóra hjá Reykjavíkurbæ. Sigurður afþakkaði boðið enda hafði hann ákveðið að starfa áfram sem óbundinn ráðgjafarverkfræðingur. Draumur Jóns Þorlákssonar um heilsulind í Laugardal hefur að nokkru ræst með núverandi Laugardalslaug en með nýrri og glæsilegri yfirbyggðri sundlaugarbyggingu má heita að draumur borgarstjórans muni að fullu rætast. Í Laugardal verður sannkölluð heilsulind með viðhlítandi aðstöðu til heilsuræktar – gott ef ekki verður gert ráð fyrir ljósböðum líka! Heimild: Sigurður Thoroddsen: Eins og gengur. Endurminningar. 1984, bls. 237-238.
15
Ný mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar eru glæsileg að sjá úr lofti. Framkvæmdum við stígagerð og landmótun lýkur 1. júlí 2002. Mynd: Vegagerðin.
Stærstu gatnamót landsins Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar voru opnuð með viðhöfn 8. október sl. en gatnamótin eru þau stærstu, sem byggð hafa verið hér á landi. Það voru samgönguráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórinn í Kópavogi sem klipptu á borðana og opnuðu gatnamótin formlega.
VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is
Fréttabréf VST 2. tbl. 2. árgangur, nóvember 2001 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Gísli B. Útgáfuráðgjöf: Boðberi almannatengsl Uppsetning: Næst... Prentun: Gutenberg Forsíðumynd: Anna Fjóla Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.
Mannvirkið er í grundvallaratriðum sömu gerðar og mislæg gatnamót við Vesturlandsveg og Höfðabakka. Umferð verður nú hindrunarlaus eftir Reykjanesbraut en Breiðholtsbraut og Nýbýlavegur tengjast á brú yfir Reykjanesbraut í ljósstýrðum gatnamótum við fjóra rampa frá Reykjanesbraut. Þá gengur Breiðholtsbraut yfir Álfabakka á brú. Auk þessa voru gerð þrenn undirgöng fyrir gangandi umferð á svæðinu sem tengjast aðliggjandi stígakerfi sveitarfélaganna.
50 þúsund bíla umferð Reykjanesbraut er önnur tveggja stofnbrauta sem tengir suðurhluta höfuðborgarsvæðisins við Reykjavík. Umferð um þessi gatnamót er nú ríflega 50 þúsund bílar á dag en gert er ráð fyrir að bílarnir verði um 100 þúsund eftir 25 ár. Gatnamótin munu því um langa framtíð verða ein stærstu og umferðaþyngstu gatnamót á höfuðborgarsvæðinu. Að verkefninu stóðu Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær. VST sá um hönnun en samstarfsaðlilar við hönnun voru Andersen & Sigurdsson, arkitektar, Rambøll, Landark og Vinnustofan Þverá. ÍSTAK sá um framkvæmdir við verkið. Framkvæmdum við stígagerð og landmótun á að vera lokið 1. júlí árið 2002. Áætlað er að heildarkostnaður við þessar framkvæmdir verði um 1,3 milljarðar króna.
Hugarleikfimi
1
Ef huldir eru tveir gagnstæðir hornreitir á ská á taflborði er þá hægt að þekja afgang þess með dómínókubbum, þar sem hver dómínókubbur þekur tvo reiti?
2
Í húsi eru tvö herbergi, A og B. Í herbergi B eru þrjú ljós og í herbergi A eru rofarnir fyrir þau. Ekki er hægt að sjá á milli herbergjanna. Þú ert staddur í herbergi A og öll ljós í herbergi B eru slökkt. Hvernig getur þú komist að því hvaða ljós tilheyrir hvaða rofa með því að fara aðeins einu sinni milli herbergjanna?
Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is