F R É T T A B R É F
Afmælisár
2
Litlir kassar á Sundabakka
6
Gæðastjórnun VST
8
Vígsla snjóflóðavarna
10
Skarfagarður & Skarfabakki
14
0 2•0 3•0 2
Afmæ
Verkfræðistofa Sigurða
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen var stofnuð árið 1932 og fagnar því 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í ár eru líka liðin 100 ár frá fæðingu stofnanda hennar, Sigurðar Thoroddsen verkfræðings. Ákveðið var að þessum tveimur merku áföngum skyldi fagnað með veglegum hætti á árinu. Skipuð var sérstök afmælisnefnd og hafði hún það hlutverk að koma með tillögur til stjórnar fyrirtækisins um afmælishaldið og síðan annast alla framkvæmd þess. Nefndin er skipuð Flosa Sigurðssyni, Fjólu Guðrúnu Sigtryggsdóttur og Sigurði Þórðarsyni sem gegnir hlutverki formanns.
VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 600 Akureyri Sími: 462 2543 Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 310 Borgarnes Sími: 437 1317 Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 Fax: 456 3965 vstis@vst.is
Á árinu hefur nefndin staðið fyrir ýmsum uppákomum og er þar fyrst að nefna veglega veislu fyrir starfsmenn og maka þeirra sem haldin var í Hlégarði í apríl síðastliðnum þar sem Jazztríó Carls Möller lék fyrir dansi og starfsmenn sáu um skemmtiatriði ýmiss konar. Í lok ágúst var börnum og barnabörnum starfsmanna boðið til líflegrar garðveislu í Ármúlanum og í september hélt fyrirtækið mikið afmælishóf með starfsmönnum, mökum þeirra, viðskiptavinum og helstu samstarfsmönnum. Loks hefur nefndin unnið að útgáfu rits um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi. Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur var ráðinn til að skrifa megintexta ritsins, Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari tók myndir og Gísli B. Björnsson og auglýsingastofan Næst sáu um útlit og aðstoðuðu við undirbúning útgáfunnar. Bókin kemur út í nóvember.
VST Kirkjuvegi 23 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 Fax: 481 3294 ge@vst.is
2
Friðrik Sophusson ...
Veislan Segja má að hápunktur afmælisársins hafi verið hófið sem haldið var á vinnustaðnum í Ármúla 4-6 föstudaginn 20. september. VST bauð þá til veislu starfsmönnum og mökum þeirra, helstu viðskiptamönnum stofunnar, ráðherrum þeirra fagráðuneyta sem tengjast starfi hennar og ýmsum samstarfsmönnum í gegnum tíðina. Svo unnt væri að taka á móti öllum þeim fjölda sem boðið var til veislunnar var slegið upp
ælisár ðar Thoroddsen 70 ára tjaldi á bílastæðinu framan við innganginn. Tjaldið var reist við nýju bygginguna sem byggð var í sumar og tengir saman Ármúla 4 og 6 en hún var tekin í notkun þennan sama dag. Veislan hófst síðdegis þegar tekið var á móti gestum með logandi kyndlum við innganginn.
... og Sturla Böðvarsson í pontu. Ljúfir tónar tríósins Guitar Islancio hljómuðu inni í aðalveislutjaldinu sem skreytt var með blómum, blöðrum og gróðri. Örn Steinar Sigurðsson stjórnarformaður VST bauð gesti velkomna og fjallaði m.a. um starfsstöðvar verkfræðistofunnar í gegnum tíðina, þróun kynslóðanna í starfsemi stofunnar, nýju tengibygginguna og breytingar á aðstöðu og aðbúnaði starfsmanna. Að lokum bauð hann gestum að gæða sér á kræsingum þeim sem fram voru bornar og fól veislustjóranum, Fjólu Guðrúnu Sigtryggsdóttur að taka við stjórninni.
Fremst á myndinni eru dætur Sigurðar Thoroddsen, Halldóra og Ásdís.
Viðar Ólafsson framkvæmdastjóri flutti ávarp þar sem hann fjallaði m.a. um verkfræðistofuna, Sigurð Thoroddsen, umhverfismál og virkjanamál. Sigurður Þórðarson formaður afmælisnefndar VST fjallaði um störf nefndarinnar og kynnti fyrirhugaða útgáfu bókar um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi. Ýmsir góðir gestir kvöddu sér hljóðs í veislunni og fluttu verkfræðistofunni afmæliskveðjur. Sturla Böðvarsson samgöngu-
3
Afmælisár
ráðherra ræddi m.a. kynni sín af Sigurði Thoroddsen en Sturla hafði unnið á verkfræðistofunni sem ungur maður áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn sem sveitarstjóri í Stykkishólmi. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar ræddi meðal annars um hversu stóran þátt VST hefur átt í virkjun fallvatna landsins en verkfræðistofan hefur komið að nánast öllum virkjunum Landsvirkjunar með einum eða öðrum hætti. Björn Ingi Sveinsson framkvæmdastjóri Hönnunar ræddi m.a. ánægjulegt samstarf stofanna við hönnun álversins á Grundartanga og undirbúning álversframkvæmda í Reyðarfirði.
Sýningar Fleira var til skemmtunar en ræðuhöld. Kór starfsmanna VST flutti þrjú lög undir stjórn Kristínar Maríu Hreinsdóttur og í lok dagskrárinnar í aðalveislutjaldinu sýndi veislustjórinn myndband sem starfsmenn höfðu unnið sem skemmtiatriði á afmælisfagnaðinum í vor. Myndbandið sýndi tillögu starfsmanna að markaðsátaki fyrir verkfræðistofuna þar sem nýstárlegum aðferðum yrði beitt við kynningar. Í lok dagskrár í tjaldinu var slegið upp grillveislu í garðinum og veislugestum boðið að
Garðveisla Liður í hátíðahöldum afmælisársins var garðveisla sem haldin var með pompi og prakt í glæsilegum garði VST í Ármúlanum. Veislan fór fram í lok ágúst og var veðurútlit fyrri hluta dags miður gott. Um það leyti sem veislan hófst glaðnaði þó til, sólin skein meðan á boðinu stóð og kynti upp í garðinum á annars köldum degi. Gestir voru starfsmenn, makar þeirra, börn og barnabörn, alls um 150 talsins og létu þeir lítilsháttar kulda ekki aftra sér frá því að mæta. Ýmislegt var gert til að skemmta gestum, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Í garðinum voru sett upp ýmis leiktæki, grilltjald reist og garðurinn skreyttur með blöðrum. Farið var í ratleik þar sem kynslóðirnar spreyttu sig saman við að leysa þrautir, syngja, teikna og segja brandara. Góður tími var til að prófa leiktækin í garðinum og mátti velja um risarennibraut Hringjarans í Notre Dame eða uppblásinn Harry Potter kastala. Grillmeistarar verkfræðistofunnar settu svo upp svunturnar og buðu upp á pylsur og gos. Að lokum fengu allir sem vildu helíumfyllta afmælisblöðru og ís og Kristján Gíslason og Bjarni Halldór Kristjánsson úr hljómsveitinni Spútnik sungu og spiluðu við mikinn fögnuð viðstaddra. ø
4
skoða ýmsa muni sem lágu frammi til fróðleiks og skemmtunar. Í Ármúla 6 voru til sýnis vatnslitamyndir sem Sigurður Thoroddsen málaði í ferðum sínum um landið þegar hann var að skoða og meta hina ýmsu virkjunarkosti. Á vegg í tengibyggingunni var varpað myndum af ýmsum verkefnum stofunnar og í fundarherbergi voru sýnd ýmis myndbönd sem starfsmenn hafa gert fyrir skemmtanir. Í veislutjaldinu var röð veggspjalda sem sýndu sögu fyrirtækisins á tímaás í máli og myndum en tímaásinn var birtur í Gangverki fyrr á árinu. Veður meðan á veislunni stóð var með eindæmum gott og veislugestir gátu safnast saman á veröndinni þar sem grillið var, spjallað saman og skoðað garðinn sem verkfræðistofan er afar stolt af. Sigurður Þórðarson á stóran þátt í mótun garðsins og hefur skrifað grein um hann, „Sælureitur við vinnustað“ sem birtist í Garðyrkjuritinu 2002. VST hefur látið sérprenta þessa grein úr blaðinu og geta áhugasamir náð sér í eintak af henni á skrifstofu VST. Veislugestir skemmtu sér konunglega og stóð veislan langt fram á nótt þótt formlegri dagskrá hafi lokið kl. 20.
Jólabókin í ár Í norðlægu landi þar sem lítillar sólar nýtur við og fátt er um brennanlega orkugjafa er ómetanlegt að geta beislað fallvötn og nýtt raforkuna sem losnar við það úr læðingi. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hefur nú í tilefni af 70 ára afmæli stofunnar gefið út veglega bók um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi. Höfundur bókarinnar er Helgi M. Sigurðsson og myndir eru eftir Önnu Fjólu Gísladóttur. Bókin hefst á almennu yfirliti yfir raforkusögu Íslands, en meginhluti bókarinnar er umfjöllun um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi sem tengdar eru almenningsrafveitum. Þær eru 39 talsins og vinna yfir 99% af virkjaðri vatnsorku í landinu. Bókin er handhæg fyrir alla áhugamenn um virkjanir, bæði þá sem heima sitja og hina sem eru á ferðalagi og vilja heimsækja virkjanirnar. Hún er ríkulega myndskreytt með um 200 myndum og kort fylgir hverju virkjanasvæði. Virkjanir hafa verið stór þáttur í störfum verkfræðistofunnar í áratugi og þótti því við hæfi á afmælisári að gera þeim sérstök skil. Bókin fæst í öllum helstu bókaverslunum og hægt er að panta hana hjá Máli og mynd. Telja má víst að á mörgum heimilum verði hún jólabókin í ár.
Bókin er 176 blaðsíður Stærð: 22 x 24 cm Verð kr 4.480,-
5
Litlir kassar
á Sundabakka Til að gefa einhverja hugmynd um stærðina á vöruhóteli Eimskips sem nú rís á athafnasvæði fyrirtækisins við Sundabakka í Reykjavík mætti nefna að á gólfi þess kæmust fyrir þrír fótboltavellir eða um það bil 450 einbýlishús ef staflað væri til lofts. Þessi geysistóra 17.300 fermetra bygging mun taka við stórum hluta vöruhúsarýmis Eimskips í Reykjavík þegar framkvæmdum við hana lýkur í mars á næsta ári. Gengið var til samninga við ÍAV um verkið og er það unnið í alverktöku sem nær til bæði til hönnunar og byggingar. Verktími er 12 mánuðir og heildarkostnaður ásamt hillukerfum og búnaði verður um 2 milljarðar króna. ø VST er aðal burðarþolshönnuður hússins og hannaði undirstöður og steypt burðarvirki en stálgrind og klæðning eru hannaðar og smíðaðar í Finnlandi. Gólfplatan er hönnuð og lögð út af hollenskum aðilum. Aðalburðarvirki eru úr stáli og sitja grindarbitar í þaki á stálsúlum. Afstífingar eru í þaki, hliðum, steyptum afstífingarveggjum og milligólfum. Í veggjum eru samlokueiningar úr stáli með glerullarkjarna og á þaki eru stálplötur, steinullareinangrun og dúkur. Milligólf yfir hluta hússins er úr holplötum sem bornar eru uppi af steypufylltum stálbitum. Miklar kröfur eru gerðar til styrks og sléttleika aðalgólfs hússins enda mun það bera geysilega mikið af vörum í risastórri og fullkominni hillusamstæðu sem nær 15 metra hæð frá gólfi. Byggingin og hillukerfið eru brunavarin með vatnsúðakerfi sem hannað er og smíðað í Bandaríkjunum.
6
Starfsmenn ÍAV stefna hærra.
Kárahnjúka virkjun Þrýstivatnspípur
Vélasalur
Hjálpargöng
Lokuhellir VST hefur að undanförnu unnið að hönnun Kárahnjúkavirkjunar og gerð útboðsgagna. Á opinberum vettvangi hefur mest verið fjallað um stíflugerðina og aðrennslisog veitugöngin. Þó eru aðrir hlutar verksins ekki síður áhugaverð viðfangsefni eins og sést á þessum myndum sem þrívíddarteiknarar ONNO hafa unnið upp úr teikningum VST.
Frárennslisgöng
Spennasalur
Sográsir
Strengjagöng
Mannvirkin sem hér sjást verða um 800 metra inni í Teigsbjargi þar sem það gnæfir yfir Valþjófsstað, 600 m hátt.
Aðkomugöng
Aðkomugöngin greinast í þrennt við stöðvarhúsið. Aðalinngangurinn í stöðina er í miðju í gegnum spennasal að vélasal. Þá eru tengigöng þvert við enda stöðvarhúss að frárennslinu og liggja þau jafnframt að sérstökum lokuhelli sem er samsíða vélasal og tengir saman lóðrétta strokka með sográsarlokum.
Aflvélarnar sex verða í miklum stöðvarhelli, 14 metra breiðum, 115 metra löngum og rúmlega 30 metra háum.
Teigsbjarg Þrýstivatnspípur
Stöðvarhús Frárennslisgöng
Aðkomugöng Strengjagöng
Aðkomuhús
Jökulsá
al
í Fljótsd
Tengivirkishús
Á myndinni sjást þrýstivatnspípurnar tvær en í þeim fellur vatnið úr aðrennslisgöngum í 430 metra hæð niður í stöðvarhúsið í 12 metra hæð y.s. Þaðan er vatnið leitt í 9 metra víð og um 1.100 metra löng frárennslisgöng.
Aðkomuhús er þjónustu- og verkstæðishús ofanjarðar og frá því liggja aðkomugöngin, 7,5 metra víð og 800 metra löng veggöng, að stöðvarhúsinu.
Frá spennasalnum liggja sérstök strengjagöng út að tengivirkishúsi og þaðan liggja svo háspennulínurnar.
7
Gallup-könnun Eitt af undirbúningsverkefnum við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis VST var að kanna ánægju viðskiptavina með þjónustu fyrirtækisins. IMG Gallup var falið að gera könnunina síðasta sumar. Framkvæmdin gekk vel og var svarhlutfallið 72,8%. Könnuð voru 24 atriði sem varða þjónustu VST. Niðurstöðurnar gefa verkfræðistofunni góða mynd af því hverjir styrkleikar og veikleikar hennar eru. Niðurstöðurnar reyndust sérlega ánægjulegar fyrir starfsfólk VST þar sem í ljós kom að viðskiptavinir fyrirtækisins kunna afar vel að meta þjónustu þess.
Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með þjónustu VST?
Hvorki né 9%
Óánægður 1%
Ánægður 90%
Hversu gott eða slæmt finnst þér viðmót og framkoma starfsmanna VST vera? Hvorki né 1%
Gott 99%
Slæmt 0%
Gæðast Á vormánuðum hófst á ný vinna við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis hjá VST en nú eru liðin um það bil tíu ár frá því verkfræðistofan fór fyrst að huga að gæðastjórnun. Gangverk bað Einar Áskelsson gæðastjóra VST að útskýra í stuttu máli tilganginn með gæðastjórnunarkerfinu.
Að sögn Einars er ávinningurinn af gæðastjórnunarkerfinu margvíslegur en sem dæmi nefnir hann þrjú atriði. „Í fyrsta lagi er markaðslegur ávinningur þar sem vottað gæðastjórnunarkerfi eykur samkeppnishæfi í útboðum opinberra verkkaupa. Í öðru lagi á nýtt starfsfólk að vera fljótara að tileinka sér verklag VST og því minni þörf á „eftirliti“ reyndari starfsmanna. Í þriðja lagi mun uppbygging kerfisins auka skilvirkni verkferla sem til lengri tíma litið hefur fjárhagslegan sparnað í för með sér. Uppbygging gæðastjórnunarkerfis er langtímafjárfesting sem mun skila sér til baka ef nægilegrar þolinmæði er gætt.“ Einar segir að tilgangurinn með uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis sé ekki að búa til skjöl. „Skjölin eru form til að lýsa því sem gert er í þeim tilgangi að skjalfesta vinnubrögð og þekkingu og lágmarka þannig líkur á óæskilegum breytileika í starfseminni.“ Einar segir líka mikilvægt að starfsfólk taki virkan þátt í uppbyggingu kerfisins. „Uppbyggingin er umfangsmikið verkefni sem krefst undirbúnings, markvissrar stjórnunar og umfram allt þolinmæði. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fyrirtækjum gengur illa að byggja upp gæðastjórnunarkerfi er að menn líta fyrst og fremst á verkefnið sem skjalavinnu og reyna að stytta sér leið með því að fela einum eða fáum aðilum að skrifa „gæðaskjöl“ án ferilgreininga eða sérstakra tengsla við starfsfólk. Það hefur ekki skilað góðum árangri.“
í starfseminni t.d. vegna eftirlitsverkefna og verkefnastjórnunar. Gæðastjórnunarkerfið er skipulagt út frá þremur meginforsendum: líkani af gæðastjórnunarkerfi samkvæmt ÍST EN ISO 9001:2000, hlutverki og tilgangi verkferla innan VST og loks stjórn- og starfaskipulagi VST. Að sögn Einars eru öll skjöl gæðastjórnunarkerfisins unnin á rafrænu formi í sérstökum hugbúnaði og ekki prentuð út til geymslu í handbókum. Með þessu mun dýrmætur tími sparast við skjalastýringu og öryggi við skjalastjórnunina verður mun meira. Aðgangur starfsmanna að skjölum kerfisins verður í gegnum innranet fyrirtækisins. Uppbygging kerfisins krefst mikils skipulags þar sem það snertir flesta þætti í starfsemi fyrirtækisins og allt að 100 starfsmenn þess. Markmiðið er að flestir starfsmenn taki þátt í uppbyggingunni á einn eða annan hátt.
Allt í kerfi
Staður fyrir alla hluti og allir hlutir á sínum stað
Við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis VST er unnið eftir verk-, kostnaðar- og tímaáætlun og skiptist hún í þrjá hluta. „Fyrsta skrefið er að skipuleggja gæðastjórnunarkerfið. Þá eru unnin ýmis undirbúningsverkefni s.s. úttekt á núverandi stöðu fyrirtækisins, mælingar og úttektir á viðhorfum starfsmanna og viðskiptavina, unnin stefnumótun vegna kerfisins, ásamt öðrum verkefnum sem hafa þann megintilgang að tryggja árangursríka framkvæmd og innleiðslu.“ Einar segir að þessum hluta vinnunnar sé nú lokið hjá VST og framkvæmd og innleiðsla gæðakerfisins sé hafin af fullum krafti.
Við uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis VST er ÍST EN ISO 9000 staðlaröðin höfð til hliðsjónar en kerfið tekur líka mið af öðrum alþjóðlegum stöðlum er varða einstaka þætti
„Framkvæmdin felst í ferilgreiningum og skjalagerð. Ferilgreiningar fara m.a. fram í vinnuhópum og við skjalagerð er starfsfólk
8
tjórnun
Mat á gæðaog starfsvitund starfsfólks og stjórnenda Í upphafi gæðastarfsins í vor var gerð könnun á viðhorfum starfsfólks og stjórnenda VST. Megintilgangur mælinganna var að greina afstöðu til gæðaog starfsmannamála, sjá hvort mikill munur væri á viðhorfum mismunandi starfshópa innan fyrirtækisins og síðast en ekki síst að greina tækifæri til úrbóta í starfseminni. Samhliða fór fram greining á því hvaða þættir hafa mest hvetjandi áhrif á starfsfólkið í vinnunni. Loks var gefinn kostur á því að setja fram hugmyndir að úrbótum. Stefnt er að því að gera samskonar könnun síðar í þeim tilgangi að mæla árangur gæðastarfsins.
2
Í könnun á viðhorfum til gæðamála urðu niðurstöður meðal annars eftirfarandi:
Starfsmenn á gæðastjórnunarfundi. Frá vinstri: Hákon Frank Bárðarson, Þröstur Guðmundsson, Einar Áskelsson og Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir.
1 0 -1
Vilji til að takast á við breytingar
Áhrif gæðakerfis/stjórnunar á starfið
Áhersla á góð tengsl við viðskiptavini
-2
Einar segir uppbyggingu gæðastjórnunarkerfis ekki vera verkefni sem lýkur með vottun. „Þótt verið sé að skjalfesta og staðla vinnubrögð þá
Vilji til þátttöku í umbótastarfi
Þegar þessu er lokið má gera ráð fyrir einhverri vinnu við að ganga frá lausum endum áður en smiðshöggið er rekið og kerfið verður vottunarhæft. Ekki hefur enn verið tekin formleg ákvörðun um að fá vottun þó líklegt sé að svo verði.
Einar Áskelsson gæðastjóri VST hefur það hlutverk að skipuleggja og stjórna gæðastjórnunarverkefninu. Einar nam iðnrekstrarfræði og stjórnunarfræði í Háskólanum á Akureyri og starfaði að námi loknu sem sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun skólans auk þess að kenna við rekstrardeild hans. Hann vann við rekstrarráðgjöf frá 1998, nú síðast hjá PricewaterhouseCoopers, þar til hann gekk til liðs við VST í byrjun þessa árs.
Mikilvægi þátttöku starfsfólks
Stöðug þróun
verða þau ekki þar með óbreytanleg. Allt sem gert er og skjalfest í gæðastjórnunarkerfinu á að vera í sífelldri endurskoðun og því þarf að stunda reglulegt úrbótastarf og að hafa gæðastjórnunarkerfið í stöðugri þróun.“ Skilningur á tilgangi gæðastarfs
virkjað í að skrifa eða rýna skjöl. Tilgangurinn með því er að starfsmenn öðlist þekkingu og reynslu af gæðastjórnun og gæðastjórnunarkerfinu. Þetta eykur líkurnar á góðri innleiðslu verklagsreglna og annarra skjala kerfisins ásamt því að auka gæðavitund starfsmanna. Meginþungi verkefnisins er á þessu stigi og er þessi þáttur þess jafnframt sá tímafrekasti.“ ø
Mælt var á bilinu -2 til 2.
9
Vígsla snjóflóðavarna í Drangagili í Neskaupstað Föstudaginn 13. september síðastliðinn voru snjóflóðavarnarvirkin í Drangagili í Neskaupstað vígð við hátíðlega athöfn að viðstöddum fjölda heimamanna og annarra gesta. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra vígði mannvirkin, sóknarpresturinn séra Sigurður Rúnar Ragnarsson blessaði þau og Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri flutti ávarp. Að athöfninni lokinni var Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi með tónlistaruppákomu. Umhverfisráðherra sviptir hulunni af upplýsingaskilti um snjóflóðavarnir
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen á mikinn þátt í þessum framkvæmdum en öll snjóflóðatæknileg hönnun varnarvirkjanna var í höndum stofunnar í samvinnu við sérfræðinga frönsku rannsóknastofnunarinnar Cemagref. Verkfræðingarnir Flosi Sigurðsson og Gunnar Guðni Tómasson báru hitann og þungann af vinnu VST við verkið en François Rapin af hálfu Cemagref. ø
Óhefðbundnar snjóflóðavarnir Útfærsla snjóflóðavarnanna í Neskaupstað er nánast einsdæmi í heiminum en þar er blandað saman varnarvirkjum á upptakasvæði snjóflóða og á úthlaupssvæði þeirra. Þessi lausn hefur ótvíræða kosti í Neskaupstað og var á frumathugunartímanum farið ítarlega yfir hana á fundi í bænum með nokkrum af helstu snjóflóðasérfræðingum Evrópu. Á upptakasvæði
Svæðið milli þvergarðs og keilna er stallað og frágangur þess til sóma.
Horft yfir varnirnar ofarlega úr Drangagili.
10
snjóflóða voru reistir um 1.200 m af 3,5 og 4 m háum varnarnetum en á úthlaupssvæðinu voru hlaðnar þrettán 10 m háar snjóflóðakeilur og brattur, 17 m hár, 400 m langur þvergarður. Þetta er í fyrsta sinn sem varnarvirki þessarar tegundar eru byggð hér á landi í einhverjum mæli. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til með byggingu snjóflóðavarnanna. Samkvæmt viðhorfskönnun sem unnin var af nemendum Verkmenntaskóla Austurlands í vor virðist almenn ánægja með þær meðal heimamanna, en margir þeirra höfðu haft miklar áhyggjur af því raski ofan byggðarinnar sem framkvæmdunum fylgdi. Landslagsarkitektarnir Aðalheiður Kristjánsdóttir og Áslaug Traustadóttir hjá Landmótun sáu um mótun og skipulagningu umhverfisins og eiga þær veigamikinn þátt í því hversu vel tókst að fella framkvæmdirnar að umhverfinu.
Þorskur á þurru landi Með minnkandi þorskafla og aukinni eftirspurn eftir þorskafurðum hefur áhugi Íslendinga á þorskeldi aukist talsvert. Þau fyrirtæki sem þegar hafa hafið eldi á þorski byggja það aðallega á veiðum á villtum smáþorski sem fóðraður er í sjókvíum þar til hann nær sláturstærð. Flestum ber hins vegar saman um að þessi aðferð muni seint skila ásættanlegum arði og því sé nauðsynlegt að hefja kynbætur á íslenskum þorskstofnum og ná tökum á seiðaeldi. Síðastliðin tvö ár hefur fyrirtæki sem ber hið skemmtilega nafn Þorskur á þurru landi ehf. unnið að stofnun seiðaeldisstöðvar í Vestmannaeyjum til framleiðslu á þorskseiðum til áframeldis. Stofnendur fyrirtækisins eru Eygló Harðardóttir viðskiptafræðingur, Sigurður E. Vilhelmsson líffræðingur og Hlíðardalur ehf. í Vestmannaeyjum. Verkefnið er nokkuð umfangsmikið brautryðjandaverkefni og krefst viðamikillar þekkingar á fiskeldistækni sem og fjölmörgum líffræðilegum þáttum er snúa að eldinu, allt frá klaki þorskeggjanna þar til seiðin eru orðin nógu stálpuð til flutnings. Norska ráðgjafarfyrirtækið Akvaplan Niva sem sérhæfir sig í ráðgjöf um fiskeldi hefur verið ráðið til að aðstoða við tæknilega úrlausn framleiðslunnar. Þáttur VST í verkefninu er
einnig umfangsmikill en verkfræðistofan mun sjá um hönnun og eftirlit með framkvæmdum við endurbætur á því húsnæði sem hýsa á seiðaeldisstöðina. Auk þess verður öll nánari útfærsla á uppsetningu dælu- og hreinsibúnaðar og kerja í umsjá sérfræðinga verkfræðistofunnar. Þorskur á þurru landi gerir ráð fyrir að endurbætur á húsnæðinu hefjist á næstu vikum en stefnt er að því að seiðaeldisstöðin hefji starfsemi, að minnsta kosti að hluta til, í byrjun árs 2003.
Þorskseiði á tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar að Stað.
Þess má geta að VST vinnur einnig að öðrum verkefnum sem tengjast þorskeldi á Íslandi og íslenskum sjávarútvegi.
Jarðvegurinn kannaður Á liðnu sumri keypti VST slagbor af gerðinni Cobra 149. Með bornum voru einnig keyptar borstangir og tilheyrandi verkfæri sem gera hann að mikilvægu tæki til jarðtæknirannsókna. Borinn er í umsjá jarðfræðinga verkfræðistofunnar og er helsta notagildi hans að meta þykkt lausra jarðlaga og burðarhæfi þeirra vegna mannvirkjaframkvæmda. Meginkostir borsins eru þeir að hann er einfaldur í notkun og skilar niðurstöðum án þess að valda yfirborðsraski. Borað er með borstálum sem hvert um sig eru einn metri á lengd og um 25 mm í þvermál. Borstálin eru merkt með 20 cm bili og er sá tími mældur sem það tekur borinn að fara niður um hverja 20 cm. Borinn er bensínknúinn og vegur tæplega 30 kg. Þessi aðferð við jarðtæknirannsóknir hefur lengi verið notuð með góðum árangri bæði hérlendis og erlendis og áunnist hefur almenn þekking á viðmiðum bortíma við burðarhæfi jarðlaga. Sem dæmi má nefna að laus jarðlög
teljast almennt burðarhæf ef bortími fer yfir 10-20 sekúndur fyrir hverja 20 cm en við túlkun gagna er að sjálfsögðu mikilvægt að beita almennri jarðfræðiþekkingu. Þegar kemur að túlkun gagna er auk þess algengt að grafnar séu gryfjur samhliða borunum og niðurstöður þeirra bornar saman við gerð og skiptingu jarðlaga í gryfjunum. Borinn hefur verið í notkun frá því í sumar og hefur meðal annars nýst við jarðtæknirannsóknir vegna breikkunar Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi í Kópavogi að Kaplakrika í Hafnarfirði og við athugun á þykkt lausra jarðlaga vegna fyrirhugaðra framkvæmda við snjóflóðavarnir neðan Tröllagilja í Neskaupstað.
11
Hallgrímur D. Indriðason beitir bornum.
Er hægt að skilja fisk? Þróunar- og umhverfissvið VST vinnur að ýmsum nýsköpunarverkefnum sem falla nokkuð utan við það sem kalla má hefðbundna verkfræði. Sem dæmi má nefna að undanfarin misseri hafa nokkrir starfsmenn verkfræðistofunnar komið að þróun nýrrar gerðar smárækju- eða smáfiskaskilju sem er á margan hátt ólík þeim skiljugerðum sem notaðar eru af fjölda íslenskra togveiðiskipa í dag. Almennt er smárækju- og smáfiskaskiljum ætlað að bæta kjörhæfni veiðarfæra með því að flokka frá og draga úr hlutfalli ungviðis í afla, sem og annarra tegunda sem ekki er ætlunin að fanga. Þannig draga skiljurnar úr líkum á brottkasti. Þær smáfiskaskiljur sem algengastar eru í dag eru ýmist gerðar úr stál- eða plastgrind með föstum rimlum sem ekki snúast. Þessar skiljur hafa almennt reynst ágætlega en afkastageta þeirra er takmörkuð, einkum þegar vel aflast. Auk þess kemur það fyrir að fiskar eða aðskotahlutir leggjast á skiljurnar og festast en við það lokast bilið milli rimlanna og virkni skiljunnar verður ekki sem skyldi. Nýja fiskiskiljan sem VST er að þróa er hins vegar svokölluð snúningsrimlaskilja og felst nýlundan í því að rimlarnir, sem afmarka það bil sem aflanum er ætlað að smjúga í gegnum, snúast með straumnum þegar trollið er dregið á eftir skipi við veiðar.
Aðskilnaðarstefna í framkvæmd Miklar vonir eru bundnar við að virkni nýju skiljunnar sé umtalsvert meiri en þeirra sem nú eru í notkun, sérstaklega þegar aflabrögð eru góð. Þar skiptir mestu samhæfni snúningsrimlanna en með því að samhæfa snúningsstefnu og snúningshraða þeirra virkar skiljan eins og færiband sem flytur þann afla sem sóst er eftir framhjá skiljunni og aftur í trollpokann. Smáfiskur, smárækja eða annað smálegt sem ekki er ætlunin að fanga mun aftur á móti smjúga út um bilin á milli snúningsrimlanna og sleppa þannig út úr veiðarfærinu. Við hönnun og útfærslu snúningsrimlanna er miðað við að ungviðið sem skilst út um skiljuna
12
Snúningsrimlarnir yfirfarnir fyrir tilraunir í sjó. verði fyrir sem minnstu hnjaski svo lífslíkur þess verði ekki skertar þrátt fyrir snertingu við veiðarfærið. Tæknileg útfærsla og hönnun snúningsrimlanna hefur að mestu verið í höndum sérfræðinga VST. Lausnin sem valin hefur verið tekur mið af þekktri tækni sem beitt hefur verið við virkjun sjávarfallastrauma. Frumprófanir á einstökum útfærslum snúningsrimlanna fóru fram í vindgöngum verkfræðideildar Háskóla Íslands en sú tilraunaaðstaða hefur komið að góðum notum í þróunarferlinu. Tilraunir í sjó á lóðsbáti í eigu Hafnarsjóðs Akraness lofa góðu um framhaldið. Um verkefnið hefur verið stofnað hlutafélagið Marsel ehf. og eru aðilar að því auk VST, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Skaginn hf. og Edgar Guðmundsson verkfræðingur. Samstarfsaðilar Marsels við þróun skiljunar eru Hafrannsóknastofnun og Landsamband íslenskra útvegsmanna.
Nýbyggingar í Beijing sem hita á upp með jarðvarma.
Fréttir frá Kína
Sink Hjá VST á Akureyri vinna sjö starfsmenn á sviði byggingaog byggðatækni. Hér að neðan er getið tveggja nýbygginga á Norðurlandi sem VST á Akureyri hefur átt þátt í að reisa þar sem sýnilegt sinkhúðað stál er notað á áberandi hátt. Þykkt heitsinkhúðað stál hefur „náttúrulegt“ útlit sem getur haldist í 50-100 ár utanhúss.
Þann 31. október skrifaði Enex hf. ásamt Orkuveitu Reykjavíkur undir 40 milljóna króna samning við Beijing Tianying Geothermal Development Co. Ltd. um hönnun á hitaveitu fyrir nýtt hverfi í norðurhluta Beijingborgar. Þorkell Erlingsson aðstoðarframkvæmdastjóri VST skrifaði undir samninginn fyrir hönd Enex og Ásgeir Margeirsson fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur en undirskriftin fór fram með afar mikilli viðhöfn eins og Kínverja er háttur. Vonast er til að þetta verði aðeins fyrsti samningurinn af mörgum í samvinnu fyrirtækjanna um þróun á hitaveitum í Kína. VST er einn af stofnendum Enex ásamt flestum verkfræðistofum og orkufyrirtækjum landsins. Félagið var stofnað til að efla útrás jarðhitaþekkingar. Samhliða undirskriftinni fór fram ráðstefna í Beijing um nýtingu á jarðhita fyrir Ólympíusvæðið en leikarnir fara fram í borginni árið 2008. Yfirvöld í Beijing buðu til ráðstefnunnar og sóttu hana um 200 Kínverjar og 50 erlendir sérfræðingar, þar af fimm Íslendingar. Á ráðstefnunni flutti dr. Ingvar Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna yfirlitserindi um jarðhita í heiminum, dr. Guðni Axelsson frá Orkustofnun flutti erindi um jarðhitaforðafræði í Beijing og Þorkell Erlingsson flutti erindi um blandaða nýtingu á jarðhita í íþróttamannvirkjum með Ólympíusvæðið í huga. Í lok ráðstefnunnar stýrði Ingvar Birgir pallborðsumræðu þar sem Þorkell sat fyrir svörum ásamt 6 öðrum jarðhitamönnum. Undirbúningur hönnunarinnar er nú þegar hafinn og voru þeir Þorleikur Jóhannesson og Þorkell í Beijing fyrstu viku nóvembermánaðar við þá vinnu.
Tengivirki Landsvirkjunar
Verðlaunabygging Landsvirkjunar.
Á síðasta ári lauk byggingu húss fyrir tengivirki Landsvirkjunar á Rangárvöllum við Akureyri. VST sá um hönnun byggingarinnar og fékk til liðs við sig arkitekta hjá Arkitektur.is á Akureyri. Húsið er klætt að utan með hallandi 3 mm heithúðuðum stálplötum og lóðréttum beygðum skúffum. Allt stál utanhúss var húðað hjá Sandblæstri og málmhúðun á Akureyri. Fyrir húsið hlaut Arkitektur.is viðurkenningu húsverndarsjóðs Akureyrar fyrir byggingarlist árið 2002.
Glerártorg á Akureyri Hallandi skyggni úr sverum sinkhúðuðum stálstoðum og timburklæðningu er einkennandi í útliti verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri. Skyggnið sem sveigist fyrir horn byggingarinnar og lyftist yfir aðalinnganginum gefur henni mikinn svip og léttara yfirbragð. VST sá um hönnun burðarvirkis og lagna í verslunarmiðstöðinni.
13
Skyggni á verslunarmiðstöðinni Glerártorgi.
Skarfagarður & Skarfabakki Skipulagsstofnun samþykkti nýlega byggingu nýrra hafnarmannvirkja á Klettasvæði í Sundahöfn en VST vann að mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdanna. Fyrirhugað er að byggja nýjan hafnargarð og hafnarbakka á Klettasvæði, nyrsta svæði Reykjavíkurhafnar í Sundahöfn. Um er að ræða rúmlega 300 m langan varnargarð þvert á Viðeyjarsundið og um 400-450 m langan viðlegukant framan við landfyllingu utan við núverandi strönd. Með tilkomu þessara mannvirkja færist aðstaða Viðeyjarferjunnar í vík á milli fyrirhugaðs garðs og bakka. Hafnargarðurinn mun bæði skapa skjól við nýja bakkann og lægja öldur við aðra viðlegubakka í utanverðri Sundahöfn. Hafnarbakkinn verður opinn fjölnota bakki með um 12 m aðdýpi. Þetta er nokkru meira dýpi en í núverandi viðlegum Reykjavíkurhafnar, utan olíuhafnar í Örfirisey en þar er um 14 m aðdýpi. Á Klettasvæðinu verður því hægt að taka að bakka stærri skip en áður, svo sem skemmtiferðaskip, stóra frystitogara, skip í sértækum flutningum og erlend rannsóknarskip svo dæmi séu nefnd.
Þórhildur Guðmundsdóttir Verkfræðingur á þróunarog umhverfissviði. Hún fæst meðal annars við straumfræðilega hönnun og líkangerð og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.
Engar fréttir eru góðar fréttir Í matsvinnunni var aðaláherslan lögð á væntanleg áhrif nýju hafnarmannvirkjanna á strauma og öldur á Viðeyjarsundi. Einnig voru gerðar úttektir á botndýralífi í Sundahöfn og fuglalífi í Viðey sem ætlað er að vera fyrstu áfangar vöktunar lífríkis á svæðinu. Loks var fjallað um greiningu mengunarefna í botnseti, bætt aðgengi almennings, hljóðvist og aðstæður til útivistar á þessu svæði. ø Skarfagarður og landfylling á Klettasvæði þrengja Viðeyjarsundið nokkuð og matið sýndi að straumhraði, sem er mjög lítill fyrir, mun aukast lítillega af þessum sökum. Þó er ekki talin hætta á að þessi aukning hafi áhrif á göngu laxfiska um sundið þar sem fiskurinn getur synt í margfalt meiri straumhraða en þarna er um að ræða.
Breytingar í höfn: Klettasvæði í Sundahöfn og útlínur nýrra hafnarmannvirkja.
14
Öldusveigjureikningar sýndu að tilkoma Skarfagarðs mun lækka ölduhæð við ströndina landmegin við Viðeyjarsundið en ölduhæðin við strönd Viðeyjar helst óbreytt eða lækkar lítillega. Framkvæmdirnar eiga því ekki að hafa slæm áhrif á landrof við Viðey. Loks eru framkvæmdirnar taldar hafa lítil áhrif á lífríki svæðisins en nokkuð búsvæði á sjávarbotni fyrir botndýr og sjávarfiska tapast með landfyllingunni og mannvirkjagerðinni. Botndýrum á svæðinu hefur fækkað á undanförnum árum en engar þær tegundir sem þarna finnast teljast sjaldgæfar. Áhrif á fuglalíf í nágrenni Sundahafnar verða sömuleiðis lítil en á hafnarsvæðunum sjálfum eru fuglar helst að leita ætis og skjóls við hafnarmannvirkin. Ekki er talið að fuglalíf í Viðey raskist vegna framkvæmdanna eða rekstrar hafnarmannvirkjanna.
Bætt aðstaða til útivistar Aðstaða til útivistar verður bætt á svæðinu með gerð göngustíga og gönguleiðar framhjá Skarfakletti út eftir Skarfagarði. Gönguleiðin mun tengjast stígakerfi borgarinnar og samfelldur göngustígur verður frá Klettasvæði, um Laugarnes og meðfram ströndinni að Gömlu höfninni í Reykjavík. Aðstaða fyrir Viðeyjarferju verður flutt í tilbúna vík í kverkina á milli fyrirhugaðs Skarfagarðs og Skarfabakka og með framkvæmdunum verður aðkoma farþega að ferjunni bætt.
Síbería í Kjós Eitt af smærri og óvenjulegri verkum sem VST hefur tekið þátt í er verkfræðihönnun á sumarhúsi listakonunnar Kjuregej Alexöndru Argunovu síðasta sumar. Kjuregej Alexandra er fædd og uppalin í Jakútíu í Síberíu en hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 1966. Hún er nú að reisa sér sumarhús í Kjósinni eftir fyrirmynd frá Jakútíu. Húsið kallar hún balagan en á jakútísku þýðir það lítið hús. Listakonan segir að húsið verði „menningarsumarhús“ og hefur miklar áætlanir um listsköpun þar, bæði sína eigin og annarra. Eins og sést á myndunum er húsið talsvert frábrugðið þeim sumarhúsum sem við eigum að venjast hér á landi enda þurfa fyrirmyndir þess í Jakútíu að þola allt að 70 gráðu kulda.
Framkvæmdunum mun óhjákvæmilega fylgja nokkur gruggmyndun vegna graftar á efnisskiptaskurði og losunar á fyllingarefni. Leitast verður við að halda verklagi þannig að gruggmyndun verði sem minnst, svo sem með grefti á efnisskiptaskurði í stað dælingar og með losun á dýpkunarefni í landfyllingu um botn pramma. Hávaði á framkvæmdatíma verður undir mörkum reglugerðar samkvæmt mati og því er talið framkvæmdirnar eigi ekki að valda ónæði á nálægum íbúðar- og útivistarsvæðum. Niðurstaða matsskýrslunnar er að framkvæmdirnar á Klettasvæði hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. ø
Hönnun hússins byggir á aldagamalli hefð og er afar hugvitsamleg. Sést það best á því að snjórinn sem sest á hallandi veggi þess og þak er nýttur sem enn frekari einangrun gegn kulda. Frosthörkur í Jakútíu eru enda svo miklar að á veturna er gler tekið úr gluggum húsa sem þessara og íshellur settar í staðinn. Ekki mun þó vera ætlunin að gera það í Kjósinni. Húsið er byggt úr um það bil tíu tonnum af timbri sem ættingjar Kjuregej hjuggu sjálfir og gáfu henni en ríkisstjórn Jakútíu lét flytja til Íslands á sinn kostnað. Auk timbursins komu tveir frændur Kjuregej til landsins og leiðbeindu við smíðina. Súlur hússins eru sverir trjábolir en vegglægjur og þakás eru hálfir bolir. Innri gerð veggja og þaks eru hálfir bolir og snýr börkurinn inn. Í Síberíu er leir settur á veggi að utan til þéttingar en hjá Kjuregej verður húsið múrað á steinull til að líkja eftir fyrirmyndinni og þakið klætt pappa og grasi. Eins voru grunnur og plata hússins í Kjósinni steypt í stað þess að nota timbur.
15
Horft í vestur yfir ytri hluta Sundahafnar. Gamla höfnin og Engey í baksýn.
Verkfræðistofan teygir út anga sína.
Tími til að tengja Fjögurra mánaða framkvæmdum við tengibyggingu milli skrifstofa VST í Ármúla 4 og 6 lauk fyrir skömmu og starfsmenn geta nú farið á milli húsa án þess að fara úr inniskónum. Fyrstu hugmyndir um að leysa húsnæðismál verkfræðistofunnar með því að kaupa húsnæði Íslandspósts á fyrstu hæð í Ármúla 6 komu fram árið 1997. Hæðin var keypt árið 1999 með það í huga frá upphafi að tengja byggingarnar saman. Meðal upphaflegra hugmynda var að í tengibyggingunni yrðu bókasafn, mötuneyti og fundarherbergi en við nánari athugun kom í ljós að stórt mannvirki myndi byrgja um of útsýni frá eldri byggingunum.
VST Ármúla 4 108 Reykjavík Sími: 569 5000 Fax: 569 5010 vst@vst.is
Í endanlegri útfærslu var því valið að byggja aðeins móttökuaðstöðu og gang milli húsanna. Markmið framkvæmdarinnar var að tengja húsin, skapa veglega aðkomu og góða móttöku ásamt því að halda góðum tengslum við garðinn sem starfsmenn VST eru svo stoltir af. Þetta
var gert með því að hafa stóra glugga á báðum hliðum tengibyggingarinnar, leggja upphitaðan göngustíg til bílastæða sunnan við húsin, gera verönd í skjólinu milli húsanna og loks með því að gróðursetja af metnaði. Undirbúningur hófst í árslok 2000 og tók Teiknistofan ehf. í Ármúla 6 að sér arkitektahönnun og Halldór Jóhannsson lóðarhönnun. Verkfræðistofan sá sjálf um aðra hönnun, byggingarstjórn og eftirlit enda hæg heimatökin. Á grundvelli útboðs tók Ístak verkið að sér og lauk því á um fjórum mánuðum. Verkinu er nú lokið og var byggingin formlega tekin í notkun í afmælisveislu verkfræðistofunnar sem haldin var í sumar.
Hugarleikfimi 12 Fréttabréf VST 2. tbl. 3. árgangur, nóvember 2002 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Gísli B. og Næst Útgáfuráðgjöf: Boðberi almannatengsl Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Forsíðumynd: Anna Fjóla Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.
9
3 6
Áður en Svisslendingar urðu svo sleipir í úrsmíði segir sagan að slæm mistök hafi orðið við gerð kirkjuklukkunnar í Zürich. Klukkan var sett af stað klukkan 6 einn morguninn en fljótlega tóku menn þó eftir því að stóri vísirinn og mínútuvísirinn höfðu víxlast í uppsetningunni. Þannig hreyfðist litli vísirinn með
tólf sinnum meiri hraða en stóri vísirinn. Úrsmiðurinn var strax boðaður á staðinn en þegar hann kom til að sjá hvað væri á seyði vildi þó svo til að klukkan sýndi nákvæmlega réttan tíma. Hvenær sýndi klukkan í fyrsta skipti réttan tíma eftir að hún var sett af stað? Í síðasta blaði var hugarleikfimin verðlaunagáta og reyndist hún vera nokkuð strembin. Okkur bárust ýmsar lausnir en þar af voru aðeins nokkrar réttar. Dregið var úr réttum svörum þann 25. júní og hlutu þeir John H. Frantz og Einar Jón Gunnarsson báðir verðlaun fyrir lausnir sínar. Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is