0 2•0 4•0 3
F R É T T A B R É F
3
4
5
6
8
7
A
A
B
B
C
C
D
D
E
E
2
HRV í Montreal
Hvernig verður ál til?
6
Þórisvatnsmiðlun
Aurskolun
13
4
10
Nýtt hótel í Aðalstræti lr
HRV forhannar Fjarðaál með Bechtel í Montreal Þann 5. september síðastliðinn skrifaði Alcoa undir samning við bandaríska verktakafyrirtækið Bechtel um hönnun og byggingu Fjarðaáls, 322 þúsund tonna álverksmiðju sem ráðgert er að verði tilbúin seinni hluta ársins 2007. Bechtel hafði áður valið verkfræðisamsteypuna HRV sem íslenskan samstarfsaðila sinn fyrir verkefnið en hún samanstendur af þremur íslenskum verkfræðifyrirtækjum, Hönnun, Rafhönnun og VST.
Fréttabréf VST 2. tbl. 4. árgangur, desember 2003 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Dóra Kristín Briem Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Forsíðumynd: Hluti lagnateikningar fyrir Hlíðaskóla. Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 462 2543 • Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 437 1317 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 2 • 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 • Fax: 577 5009 bs@vst.is VST Strandvegi 63 • 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 • Fax: 481 3294 vstsf@vst.is VST Austurvegi 6 • 800 Selfoss Sími: 577 5015 • Fax: 577 5010 vstsf@vst.is
Undanfarið hafa fjórir sérfræðingar á vegum HRV verið með bækistöðvar á skrifstofum Bechtel í Montreal í Kanada. Þetta eru þeir Þorkell Erlingsson, Þröstur Guðmundsson og Eggert V. Valmundsson frá VST og Sveinn Frímannsson frá Rafhönnun. Þorkell er einn af reyndustu verkefnisstjórum landsins og hefur umsjón með hönnunarvinnunni á Íslandi auk þess að taka þátt í almennri stjórnun verkefnisins. Þröstur er vélaverkfræðingur og sérfræðingur í framleiðsluferlum álvera og kemur því að skilgreiningu hönnunarkrafna fyrir allan vélbúnað auk þess að taka þátt í skipulagningu verksmiðjunnar og einstakra verkferla. Eggert er burðarþolssérfræðingur og sér til þess að hönnun burðarvirkja sé samkvæmt íslenskum byggingarreglugerðum og stöðlum. Sveinn hefur áralanga reynslu úr iðnaðarumhverfinu og sér um að rafmagnshönnun álversins fylgi íslenskum reglum og hefðum.
við mat á umhverfisáhrifum vegna Reyðaráls og Fjarðaáls. Áður en HRV kom til sögunnar var VST virkur þátttakandi í hönnun og stækkun Ísal úr 90 í 160 þúsund tonn á árunum 19951996. Að sögn Þrastar Guðmundssonar í Montreal er starfsemi HRV til marks um aukna þátttöku íslenskra fyrirtækja í uppbyggingu áliðnaðarins í landinu. „Sífellt stærri hluti vinnunnar fer fram á Íslandi og meiri reynsla og þekking verður til hér. Það er afskaplega góð þróun að okkar mati,“ segir Þröstur.
Traustir samstarfsaðilar Bechtel er með stærstu verktakafyrirtækjum heims og hefur byggt fjölda álvera fyrir alla helstu álframleiðendurna. Með hliðsjón af reynslu fyrirtækjanna í HRV samsteypunni á íslenska markaðnum valdi Bechtel að leita eftir samstarfi
Um þessar mundir fer fram vinna við forhönnun verksmiðjunnar og skilgreiningar á helstu stærðum og hönnunarforsendum. Auk þess eru íslensku sérfræðingarnir verkfræðingum Bechtel innan handar um notkun á íslenskum stöðlum og reglugerðum. Megnið af þessari vinnu fer fram á skrifstofu Bechtel í Montreal og verður væntanlega lokið næsta vor. Deilihönnunin mun svo líklega fara fram á Íslandi, í Montreal og á Indlandi. HRV hefur verið vettvangur samstarfs VST, Hönnunar og Rafhönnunar í mörgum stærri verkefnum tengdum stóriðju. Samsteypan var í samstarfi við K-Home Engineering frá Bretlandi um byggingu fyrri áfanga Norðuráls á árunum 1997-1998 en sá alfarið um verkfræðivinnu tengda stækkun álversins úr 60 í 90 þúsund tonn þremur árum síðar. HRV kom einnig að vinnu
2
Starfsmenn HRV í Montreal: Eggert, Þorkell, Sveinn og Þröstur.
BECHTEL
Tölvugert líkan af væntanlegu útliti Fjarðaáls.
Var stofnað 1898 af W.A. Bechtel vegna lagningar járnbrauta nálægt Oklahoma og tók fljótlega að sér byggingu brúa, jarðganga, þjóðvega og stíflna. Er með 44.000 starfsmenn í um 900 verkefnum í tæplega 60 löndum. Hefur frá stofnun lokið meira en 20.000 verkefnum í 140 löndum, meðal annars gerð Hoover stíflunnar, Ermasundsganganna, alþjóðaflugvallarins í Hong Kong og endurreisn olíuiðnaðar í Kúveit.
við hópinn um hönnun og byggingu Fjarðaáls. „Þótt Bechtel hafi byggt fjölda álvera um allan heim er það ákaflega þýðingarmikið fyrir þá að hafa traustan samstarfsaðila sem þekkir aðstæður og þær hönnunarkröfur og venjur sem tíðkast á Íslandi.“ Auk þess að starfa með Bechtel í Montreal hefur HRV með höndum ákveðna verkþætti eins og hönnun uppskipunarkrana fyrir súrál, undirbúning verksmiðjulóðarinnar og hafnarsvæðisins. Sú vinna fer öll fram á Íslandi. Aðstæðurnar hjá Bechtel segir Þröstur vera ágætar. „Hér í Montreal er Bechtel með fjölmennt starfslið. Um 140 manns vinna á aðalskrifstofunni sem er tvískipt og að auki eru um 450 manns í fyrirtækjum tengdum Bechtel. Fjarðaál er stærsta verkefnið sem verið er að vinna að núna og það eru líklega um 80 manns í hópnum.“ Þröstur segir daglegt samstarf ganga vel og samstarfsfólkið hjá Bechtel vingjarnlegt fólk sem gott sé að vinna með. „Það er fróðlegt að sjá hvernig menn vinna hér. Vinnan fer fram í stórum hópum, oft á milli landa og menn eru vanir risaframkvæmdum af öllu tagi.“ Alcoa og Bechtel leggja mikið upp úr fjórum meginmarkmiðum verksins. Þau eru umhverfis-, öryggis- og heilbrigðismál, náið samstarf við íbúa og sveitarstjórnir á svæðinu, að verkið sé innan strangra kostnaðarmarka sem sett hafa verið og að það verði afhent á tilsettum tíma. Í grundvallaratriðum er verkfræðivinnunni skipt niður á hópa og einstaklinga sem bera ábyrgð á mismunandi þáttum verksins. Sérfræðingar HRV vinna hins vegar þvert á þetta skipulag og sjá til þess að öll hönnunin fylgi íslenskum reglugerðum og stöðlum.
Aðspurður segir Þröstur það hafa verið kröfu Bechtel að aðilar frá HRV störfuðu á skrifstofu verkefnisins í Montreal. „Fræðilega séð gætum við líklega unnið okkar starf á Íslandi en þótt tölvutæknin sé orðin mjög fullkomin eru ótvíræðir kostir við að vera hér á staðnum. Þetta tryggir nánari tengsl milli okkar og annarra starfsmanna verkefnisins sem er atriði sem Bechtel leggur talsvert uppúr. Við erum í góðum tengslum við höfuðstöðvarnar heima og höfum til dæmis beinan aðgang að tölvukerfi VST og getum unnið í Montreal með gögn sem eru vistuð í Reykjavík.“ Montreal stendur við Saint Laurent fljótið sem rennur úr vötnunum miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada og í Saint Laurent flóann. Í borginni eru um þrjár milljónir íbúa og eru borgarbúar jafnvígir á frönsku og ensku. Montreal er þekkt sem mikil neðanjarðarborg en borgin státar af víðtæku neti neðanjarðarganga milli fjölmargra skrifstofubygginga og verslanamiðstöðva. Borgin er bæði falleg og skemmtileg að mati starfsmanna VST. „Þetta er miklu evrópskari borg en gengur og gerist í Ameríku og óvíða hefur maður séð jafn mikið af kaffihúsum. Hún ber merki mikillar uppbyggingar vegna Heimssýningarinnar 1967, Ólympíuleikanna 1976 og 250 ára afmælis borgarinnar 1992. Svo er hér mjög mikið af íburðarmiklum kirkjum, enda er þetta rammkaþólskt svæði. Hér er til dæmis nákvæm eftirlíking af Péturskirkjunni í Róm í hlutföllunum 1 á móti 3.“ Gert ráð fyrir að Einar Júlíusson frá Hönnun bætist í hóp HRV starfsmanna í Montreal strax eftir næstu áramót.
3
Er fjölskyldufyrirtæki og að stærstum hluta í eigu Bechtel fjölskyldunnar. Allir forstjórar fyrirtækisins frá upphafi hafa verið afkomendur stofnandans. Er með aðalstöðvar í San Francisco og meira en 50 skrifstofur um allan heim. Er níunda stærsta verktakafyrirtæki heims. (Skanska AB er í þriðja sæti og Impregilo SpA er númer 44.) Hefur verið virkur þátttakandi í byggingu kjarnorkuvera, álvera, stálvera, olíuhreinsistöðva, olíuborpalla, olíuleiðslna, orkumannvirkja, efnaverksmiðja og samgöngumannvirkja um allan heim. Bechtel Mining and Metals (BMM), sú deild fyrirtækisins sem sér um byggingu álvera, hefur höfuðstöðvar sínar í Brisbane í Ástralíu en verkfræðivinna tengd álverum fer fram í Montreal í Kanada. Hefur ýmist byggt eða stækkað fjölmörg álver á undanförnum áratugum.
Hvernig verður ál til? Í ljósi þess hve stór hluti af verkfræðivinnu á landinu um þessar mundir snýst beint eða óbeint um ál þykir Gangverki full ástæða til að greina örlítið frá fyrirbærinu. Ál er eitt af frumefnunum og hefur sætistöluna 13. Það flokkast sem léttmálmur og hefur eðlismassann 2700 kg/m3. Ál er þriðja algengasta efnið í jarðskorpunni og finnst aðallega bundið súrefni í jarðvegi sem kallast báxít. Efnið er aðallega að finna nálægt miðbaug jarðar eins og sést á meðfylgjandi töflu.
Báxít Birgðir
Samtals %
(milljarðar tonna)
Ársframleiðsla 1998
Samtals %
(milljónir tonna)
Guinea
5,6
24,3
15
12,3
Ástralía Brasilía Jamaíka Indland Súrinam Kína Rússland Venesúela Aðrir
5,6 2,8 2 1 0,6 0,15 0,2 0,32 4,73
24,3 12,2 8,7 4,3 2,6 0,7 0,9 1,4 20,6
44,6 11,7 12,6 5,7 4 8,2 3,5 5,1 11,6
36,6 9,6 10,3 4,7 3,3 6,7 2,9 4,2 9,5
Samtals
23
100
122
100
Báxít (Al2O3.xH2O) er unnið með efnaferli sem kallast Bayer ferlið til að framleiða súrál (Al2O3), duftkennt fínkorna efni. Súrálið er flutt sjóleiðis frá framleiðslustað til Íslands þar sem því er skipað upp í geymslusíló uns það er notað í framleiðslu álsins í svokallaðri rafgreiningu. Rafgreiningin fer fram í svokölluðum rafgreiningarkerjum, stálkerjum sem fóðruð eru með kolefnisskautum í botninn (bakskaut með innbyggðum straumleiðurum). Kolefnisskautin þjóna bæði sem lag undir bráðið álið og sem straumleiðarar frá því. Við venjulegar kringumstæður er tvískipt vökvalag ofan á bakskautunum. Neðst er fljótandi ál og þar ofan á er svokölluð raflausn sem er léttari en álið og flýtur því ofan á því. Súrálinu er matað í litlum skömmtum ofan í raflausnina þar sem það leysist upp og myndar heppilegan grundvöll fyrir hina eiginlegu rafgreiningu.
4
Ofan í raflausnina er sett röð af kolefnisskautum sem kallast forskaut. Þau eru hengd á efri straumleiðara með svokölluðum skautgöfflum. Tilgangurinn með skautunum er að leiða straum í gegnum raflausnina og kljúfa áloxíðið í henni í hreint ál og súrefni (Al2O3 Ö(2Al3++3O2-)). Þetta gerist á þann veg að forskautin draga til sín hlaðin súrefnisatóm og bakskautin álatóm. Súrefnisatómin ganga í samband við kolefnið í forskautunum sem fyrir vikið brenna og mynda CO2 en álið losar sig við rafeindirnar og afhleðst við bakskautin. Hreina álið situr á botninum þar sem það er þyngra en raflausnin. Koltvíoxíðið sem myndast við bruna forskautanna stígur hins vegar upp úr bráðinni og fer með afsogsreyk til reykhreinsistöðvar.
Gleðilegt nýtt ál Þar sem forskautin brenna upp í ferlinu þarf sífellt að endurnýja þau. Algengur líftími forskauta er í kringum einn mánuður en fer þó eftir stærð og straumstyrk. Líftími bakskautanna er hins vegar nokkur ár þar sem þau eru varin af álinu og taka því ekki þátt í brunaferli eins og forskautin. Bráðnu álinu er tappað af kerjunum í deiglur (sogað upp með undirþrýstingi) og það flutt í steypuskála þar sem það er steypt í mismunandi afurðir. Rafstraumurinn er jafnstraumur og fer frá forskautunum niður í gegnum álið og raflausnina til bakskautanna þaðan sem hann er fluttur með neðri rafleiðurunum út úr kerinu og að efri straumleiðurum næsta kers. Þannig heldur hann áfram í gegnum öll kerin í viðkomandi kerlínu. Spennan yfir hvert ker er 4,5 V og heildarspennan yfir hverja kerlínu ræðst því af fjölda kerja í línunni. (Til samanburðar má nefna að spenna í venjulegri innstungu í heimahúsi er 220 V.) Þar sem straumstyrkurinn segir til um fjölda rafeinda sem fara í gegnum bráðina er ljóst að hann verður að vera hár til að tryggja nauðsynleg afköst við rafgreininguna og þar með framleiðslugetu hvers kers.
Ekki má gleyma því að álvinnslu fylgja vissulega neikvæð áhrif fyrir umhverfið. Meðal þeirra aukefna sem myndast má nefna loftmengun eins og CO2, SO2, HF, PFC, flúorryk, NOx og fleira. Að auki falla til svokölluð kerbrot (leifar af bakskautum), skautleifar (leifar af forskautum) og álgjall. Skautleifar og álgjall eru endurunnin og reikna má með að auknar kröfur verði gerðar til endurvinnslu á kerbrotum í framtíðinni.
Uppskrift að einu tonni af áli: 4 tonn af báxíti 30 kg af álflúoríði (má oftast minnka umtalsvert í nútímalegum álverum)
500 kg af tilbúnum forskautum Straumleiðarar
15.000 kWst af raforku
Skautgaffall Forskaut Bráðið ál
Bakskaut
Bráðin raflausn Straumleiðari
Bakskautaleiðari
Grænar örvar sýna straumstefnuna í gegnum rafgreiningarker. Frá neðri straumleiðurum kersins fer straumurinn í efri straumleiðara næsta kers við hliðina og svo koll af kolli.
Takið báxítið og setjið í gegnum Bayer ferlið. Út úr þessu fást um 2 tonn af súráli, fínkorna efni. Flytjið súrálið í álver. Matið súrálinu rólega í bráðna raflausn ásamt álflúoríðinu. Kyndið stanslaust undir með stöðugri rafspennu milli for- og bakskauta og 15.000 kWst af raforku. Uppskriftin er gjarnan stækkuð umtalsvert. Bráðnu áli er tappað af kerjunum á 2 – 3 daga fresti. Bráðna álið er flutt í ofna í steypuskála og síðan steypt í mismunandi afurðir áður en það er flutt til frekari vinnslu eins og völsunar, þrýstimótunar eða bara í bræðslu.
Kirkja kynslóðanna Hallgrímskirkja í Reykjavík, kirkja Hallgrímssafnaðar og allra landsmanna er tengdari VST en flestar aðrar kirkjur. Árið 1937 var Guðjóni Samúelssyni falið að gera teikningar að Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti til minningar um Hallgrím Pétursson sálmaskáld. Bygging kirkjunnar hófst 1945 en hún var ekki vígð fyrr en 1986. Í millitíðinni hafði kjallari kórsins og síðar safnaðarsalur í vesturálmu turnisins þjónað sem kirkja safnaðarins. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen kom að verkinu frá upphafi og má segja að nokkrar kynslóðir starfsmanna hafi unnið að því. Stofan sá um byggingarstjórn og hönnun burðarvirkja og lagnakerfa að undanskildum raflögnum sem Rafteikning hefur séð um. VST hafði einnig með höndum verkefnisstjórn vegna uppsetningar Klais orgelsins sem sett var upp árið 1992 og umsjón með viðhaldi og viðgerðum vegna steypuskemmda. Gert var við turnspíru kirkjunnar 1988 og 1989, álmurnar 1991-1994 og framundan er umfangsmikil viðgerð á sjálfum kirkjuturninum sem áætlað er að kosti um 190 milljónir króna.
Gamalt módel af Hallgrímskirkju.
Kirkjan er steinsteypt og með koparþaki. Kirkjuturninn er 74,5 metrar að hæð og er eitt hæsta mannvirki á Íslandi. Byggingarstíllinn er undir gotneskum áhrifum og sækir einnig áhrif úr íslenskri náttúru. Inni er kirkjuskipinu skipt með níu 25 m háum gotneskum hvelfingum sem bornar eru uppi af grönnum súlum. Heildarrúmmál kirkjunnar er 19.000 m3 og er hún hituð með ofnum sem viðhalda 20°C hita að jafnaði.
5
Þórisvatnsmiðlun 2.0 Lokið er að mestu endurbótum og breytingum á miðlunarmannvirkjum Landsvirkjunar við Þórisós. Þörf var orðin á ýmsum endurbótum þar efra og má einkum nefna botnloku við Köldukvísl og Köldukvíslarskurð þar sem hrun úr skurðfláum hefur valdið vandræðum frá upphafi. Einnig var timburþil til hækkunar yfirfalls úr sér gengið.
Reistar gúmmílokur við yfirfall Sauðafellslóns.
Endurbæturnar fólust að hluta til í nauðsynlegu og eðlilegu viðhaldi en einnig aðlögun að auknu rennsli í Þórisvatn frá því sem var þegar mannvirkin voru reist um og upp úr 1970. Þau voru ekki hönnuð fyrir aukið rennsli til vatnsins en gert var ráð fyrir að stíflur ásamt yfirfalli yrðu hækkaðar síðar þegar aukin miðlun þætti hagkvæm.
Landsvirkjun ákvað að bjóða verkið út í þremur hlutum og var gerð útboðsgagna og hönnun unnin hjá VST og Rafhönnun hf.
Með Hágöngumiðlun var á sínum tíma bætt úr aukinni miðlunarþörf en með núverandi innrennsli var flutningsgeta Köldukvíslarveitu tæpast fullnægjandi, einkum vegna viðvarandi hruns í Köldukvíslarskurð. Með tilkomu Norðlingaölduveitu yrði flutningsgetan langt frá því að verða nægileg og öryggi mannvirkjanna gagnvart flóðum var heldur ekki talið nægilegt til frambúðar.
var lokið steypuvinnu vegna botnloku við Köldukvísl, þar með talið innsteypingu stálramma lokunnar. Nýr Köldukvíslarskurður var grafinn að nokkru leyti seinna á því ári og var honum lokið snemma haustið 2003, fyrir utan frágang á endum. Lokafrágangur verður að bíða þess að hægt verði að nýta lága vatnsstöðu í Þórisvatni og verður það í fyrsta lagi vorið 2004.
Tillögur til úrbóta
Sumarið 2002 var einnig unnið að hækkun Þórisóssstíflu og var meðal annars notað til þess grjót sem sprengt var úr Köldukvíslarskurði. Aðrar breytingar á stíflum sem voru áætlaðar og framkvæmdar 2003 voru hækkun Köldukvíslarstíflu, hjástíflu (flóðvars) og tengiveggjar norðan yfirfalls. Annars var stífluhækkunin að mestu óháð öðrum verkþáttum og vatnsstöðu Þórisvatns.
VST skilaði Landsvirkjun verkhönnunarskýrslu með úrbótatillögum snemma árs 2002. Þar var lagt til að í tengslum við nauðsynlegar endurbætur yrði grafinn nýr veituskurður úr Sauðafellslóni í Þórisvatn (Köldukvíslarskurður II) og eldri skurður hreinsaður. Lagt var til að vatnsborð miðlunar yrði hækkað úr 577 m í allt að 579 m yfir sjávarmáli en slík hækkun var möguleg án breikkunar stíflna neðan þáverandi krónu. Mælt var með að yfirfall yrði hækkað með gúmmíloku líkt og við Sultartangastíflu á sínum tíma og reyndar var gert ráð fyrir gúmmíloku í stað timburþilsins óháð því hver yrði endanleg yfirfallshæð. Með hækkun vatnsborðs í 579 m yfir sjávarmáli (brún á yfirfallslokum) ykist miðlun um nálægt 180 Gl og orkugeta heildarkerfis Landsvirkjunar um 88 GWh/a eftir Norðlingaölduveitu. Loks var lagt til að nýrri hjólaloku yrði komið fyrir í lagfærðri botnrás við Köldukvísl. Tillögurnar miðuðust við að endurbótum við Þórisvatn lyki áður en aukið aðrennsli bærist með fyrirhugaðri veitu Þjórsár frá Norðlingaöldu.
6
Framkvæmdaáætlun gerði ráð fyrir að verkinu lyki á árunum 2002 og 2003 en eldri Köldukvíslarskurður yrði þó ekki hreinsaður fyrr en sumarið 2004. Byrjað var í júlí 2002 og á því ári
Gerð undirstaða undir gúmmílokur lauk haustið 2002 og hófst uppsetning þeirra vorið eftir. Meðan á framkvæmdum stóð var yfirfallið gert óvirkt með varnarstíflu ofan við og var öllu framhjárennsli hleypt um Vatnsfellsveitu, botnrás í Þjórsárstíflu og botnloku við Köldukvísl þegar hún var tilbúin til notkunar. Verktakarnir Suðurverk, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og RST-Net sáu um framkvæmdina og var framkvæmdaeftirlit á staðnum á höndum VSÓ-Almenna-Lahmeyer hópsins.
Hverfisvænar leiðir – auka umferðaröryggi og bæta mannlíf
Fjölmargir bæir á Íslandi eru slitnir í sundur af þjóðvegum sem liggja í gegnum þá endilanga. Að beiðni Vegagerðarinnar kynnti Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hugmyndir að hverfisvænni leið í gegnum Grundarfjörð á opnum borgarafundi þar fyrir skömmu. Hverfisvæn leið er nýlegt hugtak notað um akbraut í þéttbýli sem hönnuð er með það fyrir augum að lækka umferðarhraða, fækka umferðaróhöppum, bæta hljóðvist, auðvelda umferð gangandi vegfarenda og fegra umhverfi vegarins. Þessi hugmyndafræði, sem á dönsku kallast miljøprioriterede gennemfarter og á ensku traffic calming, hefur mikið verið notuð bæði á Norðurlöndunum, í Bretlandi og víða í Bandaríkjunum. Ýmsar aðferðir eru notaðar við gerð hverfisvænna leiða. Algengt er að götur séu þrengdar með vissum hætti á ákveðnum stöðum, bæði til að draga úr hraða og til að bæta aðgengi gangandi vegfarenda. Bættar merkingar skipta miklu máli og í sumum tilfellum eru jafnvel gerðar breytingar á akstursleiðum, götum lokað og byggð hringtorg. Síðast en ekki síst er lögð mikil áhersla á að fegra umhverfið með gróðri en sýnt hefur verið fram á að snyrtilegt og vel hirt umhverfi eykur tillitssemi þeirra sem leið eiga um það. Hverfisvænar leiðir henta á stöðum þar sem þjóðvegir liggja í gegnum bæi, þar sem aksturshraði er of mikill, þar sem ekki þykir mögulegt eða æskilegt að byggja annan veg sem getur tekið við umferðinni, þar sem umferð óvarinna vegfarenda er mikil og þar sem vegur klýfur íbúaog verslunarsvæði. Flest þessara atriða eiga við um Grundarfjörð og ákvað Vegagerðin að fela Verkfræðistofunni að kanna kosti hverfisvænnar leiðar um bæinn.
í sundur íbúa- og verslunarsvæði. Gangbrautir eru margar en öryggi við þær er ekki aukið með öðru en einföldum merkingum og lítið samhengi er milli gönguleiða. Loks má nefna að orðið hafa mörg umferðaróhöpp austarlega í bænum þar sem algengt er að bílum sé lagt við vegbrún. Í tillögum VST sem kynntar voru í Grundarfirði er mælt með að gerðar verði sjö upphækkaðar gönguleiðir með miðeyjum yfir aðalgötu bæjarins, Grundargötu. Lagt er til að breidd vegarins verði minnkuð úr allt að tólf metrum í sjö með miðeyjum, merktum bílastæðum í vegbrún og breikkuðum gangstéttum. Mælt er með að hliðargötur verði merktar með svokölluðum 30 km hliðum svipuðum þeim sem gerð hafa verið víða á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Stungið er upp á því að akstursleiðir stórra flutningabíla um bæinn verði skilgreindar svo ekki þurfi að gera ráð fyrir óheftu aðgengi þeirra að öllum gatnamótum. Síðast en ekki síst er mælt með því að svæðið verði fegrað með gróðri. VST vinnur nú að hönnunargögnum fyrir Vegagerðina sem hyggst hrinda þessum áformum í framkvæmd á næstunni.
Hverfisvæn leið í Grundarfirði Þjóðvegur 54 liggur í gegnum Grundarfjarðarbæ endilangan og gera má ráð fyrir að umferðin um veginn sé um 1300 bílar á sólarhring að meðaltali. Aksturshraði í þéttbýlinu er nokkuð hár, um 70-80 km/klst nálægt bæjarmörkunum og um 50 km/klst um miðbik bæjarins. Þungaflutningar eru töluverðir um bæinn og er ljóst að þeir munu aukast nokkuð með tilkomu nýs vegar um Kolgrafarfjörð. Ætla má að Grundfirðingar eigi oft erindi yfir þjóðveginn þar sem hann slítur
7
Miðeyja með upphækkaðri gangbraut dregur úr umferðarhraða og auðveldar gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar.
Starfsmenn VST
1
34
9
2
27
35
10
3
22
36
11
23 17
4
24 18
25 19
26 20
Á þeim rúmu sjötíu árum sem liðin eru frá stofnun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hefur hún tekið mikinn þátt í þeirra gríðarmiklu uppbyggingu sem orðið hefur í íslensku samfélagi. Hún er elsta verkfræðistofa landsins og ein sú stærsta, með rúmlega hundrað starfsmenn. Eins og sést á myndunum á þessari opnu vinnur fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri hjá VST. Hér eru ekki bara verkfræðingar og skrifstofufólk heldur líka jarðfræðingar, landfræðingar, stærðfræðingar, stjórnmálafræðingar, tækniteiknarar og svo mætti lengi telja. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að kappkosta að veita viðskiptavinum VST úrvals þjónustu sem uppfyllir kröfur alþjóðlegs markaðar.
8
45
32
40
15
8
44
31
39
14
7
43
30
38
13
6
42
29
37
12
5
41
28
16
21
33
1 Aðalheiður Sigbergsdóttir
19 Einar Áskelsson
2 Anna Guðrún Bjarnadóttir
20 Einar Bjarndal Jónsson
3 Anna Magnúsdóttir
21 Elín Greta Stefánsdóttir
4 Anna Runólfsdóttir
22 Finnbogi Höskuldsson
5 Ari Guðmundsson
23 Fjóla G. Sigtryggsdóttir
6 Arngrímur Æ. Ármannsson
24 Flosi Sigurðsson
7 Arnór Þórir Sigfússon
25 Gauti Kjartan Gíslason
8 Atli Stefánsson
26 Gísli Gíslason
9 Árni Kristjánsson
27 Gísli Tryggvason
10 Árni Traustason
28 Guðmundur Halldórsson
11 Ásgeir Guðmundsson
29 Guðmundur Jónsson
12 Björn Sveinsson
30 Guðrún D. Gunnarsdóttir
13 Daníel Gíslason
31 Guðrún Ólafsdóttir
14 Dóra Hjálmarsdóttir
32 Gunnar Guðni Tómasson
15 Dóra Kristín Briem
33 Gunnlaugur Pétursson
16 Edda Jóhannsdóttir
34 Halla Katrín Svölu- og Arnardóttir
17 Eggert V. Valmundsson
35 Halldór K. Júlíusson
18 Egill Júlíusson
36 Halldóra Hrólfsdóttir
52
60
66
53
46
67
54
62
68
48 63
64
50 65 58
51
96
105
91
85
78
98
92
72
59
104
97
84
71
103
90
77
57
95
83
70
102
89
76
49
94
82
69
56
101
88
75
55
87
81
74
47
100
80
73
61
86
106
99
79
93
107
37 Hallgrímur D. Indriðason
55 Kristín J. Kjartansdóttir
73 Pálmi R. Pálmason
91 Stefán Andrésson
38 Haraldur Sveinbjörnsson
56 Kristján G. Sveinsson
74 Peter W. Jessen
92 Stella Samúelsdóttir
39 Haukur Jóhannsson
57 Kristján Már Sigurjónsson
75 Pétur Torfason
93 Súsanna G. Hreiðarsdóttir
40 Hákon Frank Bárðarson
58 Kristján Sigurbjarnarson
76 Ragnheiður Titia
94 Sveinn I. Ólafsson
41 Hjálmar Þórðarson
59 Kristján Þór Hálfdánarson
77 Reynir Georgsson
95 Sverrir Sigurðsson
42 Hrafnhildur Brynjólfsdóttir
60 Lilja Dís Birgisdóttir
78 Sigríður Á. Ásgeirsdóttir
96 Sævar Gunnarsson
43 Hulda Jakobsdóttir
61 Lilja Ólafsóttir
79 Sigrún H. Jónsdóttir
97 Unnur Kristjánsdóttir
44 Ingimundur Þorsteinsson
62 Linda Björk Reinhardtsdóttir
80 Sigurbjörg Karlsdóttir
98 Viðar Ólafsson
45 Ingólfur Arnarson
63 Magnús Magnússon
81 Sigurbjörn Guðmundsson
99 Vikar Pétursson
46 Jódís Gunnarsdóttir
64 María Anna Gísladóttir
82 Sigurður Eyjólfsson
100 Þorbergur Steinn Leifsson
47 Jóhann Birkir Helgason
65 Már Hallgeirsson
83 Sigurður G. Sigurðsson
101 Þorkatla Sigurgeirsdóttir
48 Jóhannes Loftsson
66 Narfi Hjörleifsson
84 Sigurður M. Garðarsson
102 Þorkell Erlingsson
49 Jón Ágúst Guðmundsson
67 Níels Guðmundsson
85 Sigurður Sigfússon
103 Þorsteinn Sigurðsson
50 Jón Þór Finnbogason
68 Níels Indriðason
86 Sigurjón Helgason
104 Þórhildur Guðmundsdóttir
51 Jónas Vignir Karlesson
69 Ólafur Erlingsson
87 Sigurragna Vilhjálmsdóttir
105 Þröstur Guðmundsson
52 Katrín Kinga Jósefsdóttir
70 Óli Þór Jónsson
88 Sigurþór H. Tryggvason
106 Ægir Jóhannsson
53 Kjartan Mar Eiríksson
71 Ólöf Rós Káradóttir
89 Snorri Gíslason
107 Örn Steinar Sigurðsson
54 Klara Sv. Guðnadóttir
72 Óskar Örn Gunnarsson
90 Stanislawa K. Krawczyk
9
Aursko Í þeim virkjunarframkvæmdum sem standa fyrir dyrum á Íslandi næstu áratugina skolað út um botnrásir. Í tengslum við hönnun Kárahnjúkavirkjunar og hugmyndir Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen kynnt sér þessi mál sérstaklega.
Þorbergur Steinn Leifsson Verkfræðingur á virkjanasviði. Hann fæst m.a. við áætlanir um vatnsaflsvirkjanir, straumfræðilega hönnun, vatnafræði, aurburð og orkulíkön.
Gunnar Guðni Tómasson Yfirverkfræðingur á þróunar- og umhverfissviði og sérfræðingur í straumfræði. Hann fæst m.a. við straumfræðilega hönnun, gerð og notkun reiknilíkana í straumfræði og umhverfisverkfræði, virkjanir, hafnargerð, strauma í sjó, ám og vötnum, dreifingu mengunar, áhættumat og varnir vegna snjóflóða.
Þegar vatnsföll eru nýtt til orkuframleiðslu í vatnsaflsvirkjunum er nær undantekningalaust nauðsynlegt að búa til lón í eða við farvegi ánna sem í þau renna. Stærsti hluti virkjanlegs vatnsafls á Íslandi er bundinn við jökulár sem bera með sér mikinn aur til sjávar. Þegar lón eru mynduð við slíkar ár stöðvast mestur hluti aursins í lónunum, botnfellur og minnkar þannig smám saman rúmmál þeirra. Ef rúmmál lónanna er hlutfallslega mikið miðað við rennsli til þeirra, til dæmis meira en helmingur af ársrennsli, eru þau kölluð miðlunarlón. Miðlunarlón eins og Þórisvatn, Hágöngulón, Blöndulón og Hálslón safna vatni yfir sumarmánuðina sem miðlað er til virkjana á vatnsminni vetrarmánuðum. Þessi lón eru það stór að þótt nær allur aurburður ánna settist til í þeim tæki það mörg hundruð ár að fylla þau. Aurburður hefur því lítil áhrif á rekstur þeirra og hagkvæmni. Oft þarf hins vegar að mynda hlutfallslega lítil lón í farvegum jökulánna. Dæmi um þetta eru inntakslón virkjana, til dæmis Krókslón, Sultartangalón og Bjarnarlón, og lón sem veitt er úr í stærri miðlunarlón, til dæmis Sauðafellslón, Þjórsárlón, Ufsarlón og Norðlingaöldulón. Séu slík lón í jökulám geta þau nær fyllst af aur á nokkrum áratugum og þarf því að taka tillit til þess við hönnun þeirra og hagkvæmnimat. Til að viðhalda rúmmáli þessara minni lóna eru nokkrar leiðir færar. Sem dæmi má nefna að á hverju sumri í langan tíma eftir gerð Búrfellsvirkjunar þurfti að dæla aurnum sem barst með Þjórsá og Tungnaá burt úr Bjarnarlóni með dælupramma og haugsetja austan við lónið. Nú hafa verið gerð ný lón ofar í ánum þar sem aurinn sest til (Krókslón og Sultartangalón) og þarf því ekki lengur að dæla úr Bjarnarlóni á hverju sumri. Önnur aðferð til að viðhalda rúmmáli lóna er að tæma þau í gegnum botnrásir og láta árnar skola botnföllnum aur út í gegnum botnrásirnar eftir að lónin eru orðin tóm. Þessi aðferð hefur verið kölluð aurskolun og hefur aðeins verið stunduð í litlum mæli hérlendis enn sem komið er. Hún hefur til dæmis verið reynd í Grímsárvirkjun, Laxárvirkjun og Gönguskarðsárvirkjun en hvergi í jökulám.
10
Þorbergur Steinn Leifsson, Albert Bezinge, Arnaldo Baumann, og Gunnar Guðni Tómasson hjá aurstöðvunarlóni framan við skriðjökul við rætur Matterhorns.
Ódýr og fljótleg aðferð Helsti kostur aurskolunar er að hún er oftast ódýr leið til að fjarlægja aur séu aðstæður góðar. Hún tekur allt frá fáeinum klukkustundum til nokkurra daga og er því tiltölulega fljótleg. Helsti kostnaðurinn við aðgerðina er verðmæti þess vatns sem ekki nýtist til orkuframleiðslu meðan á henni stendur. Kostnaður vegna slits á botnrásum og lokum er nokkur en stofnkostnaður þarf ekki að vera hár því yfirleitt er hægt að nota nær óbreytt þau mannvirki sem fyrir eru, til dæmis botnrás vegna framhjárennslis á byggingartíma. Verkfræðistofan hefur komið að áætlunum um tvö ný lón þar sem fyrirhugað er að nota aurskolun til að viðhalda rúmmáli. Annað er Ufsarlón sem myndað verður til að veita Jökulsá í Fljótsdal til Kárahnjúkavirkjunar. Rúmmál þess er aðeins 9 Gl (níu milljónir rúmmetra) og má búast við að í það setjist 200-400 þúsund tonn af aur árlega (0,10-0,25Gl/a). Í áætlunum Landsvirkjunar um Norðlingaöldulón í 566-8 m hæð yfir sjávarmáli er einnig gert ráð fyrir aurskolun. Í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
lun
Vatnsborð við fullt lón Aursöfnun fyrir síðustu útskolun Vatnsborð að lokinni aurskolun Upphaflegur lónbotn Stífla
rás
Botn
Aur sem ekki skolast út
gæti orðið til nokkur fjöldi lóna þar sem þeim aur sem safnast fyrir verður reglulega um aurskolun í Norðlingaölduveitu hafa starfsmenn
er auk þess gert ráð fyrir möguleika á aurskolun í a.m.k. tveimur til þremur lónum til viðbótar. Aurskolun hentar alls ekki við öll lón. Rúmmál lónanna verður að vera mjög lítið miðað við aðrennsli þeirra eða innan við 10% meðalársrennslis. Þau verða að vera löng og mjó með nægjanlegum botnhalla og loks verða aðstæður í farveginum neðan þeirra að vera heppilegar. Einungis eru þekkt um 50 lón í heiminum þar sem aurskolun hefur verið reynd og aðeins í hluta þeirra hefur hún verið árangursrík. Um helmingur þeirra er í Kína en næstflest eða fimm eru í Sviss.
að rúmtaki. Stærð lóns og magn aurs er því mjög svipað og við Ufsarlón og Norðlingaöldulón þótt lónið sé að vísu miklu dýpra.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við aurskolun í Gebidem miðluninni 14. - 17. maí sl.
Að mörgu leyti eru aðstæður til árangursríkrar aurskolunar betri á Íslandi en víða annars staðar. Þar sem nær öll raforka á landinu verður til úr vatnsorku er í góðum vatnsárum til mikið umframmagn vatns. Við slíkar aðstæður er vatnið sem notað er til aurskolunar ókeypis og hægt er að láta skolunina standa yfir nær allt sumarið. Ef gert er ráð fyrir að sleppa megi aurskolun í lélegustu vatnsárunum er sá kostnaðarliður orðinn að engu sem alla jafna vegur þyngst. Loks má nefna að aurskolun gengur best ef um er að ræða fínan sand og silt líkt og finnst í íslenskum jökulaur. Í honum er mun minna af grófum kornum en í aur víða annars staðar.
Miðhluti lónsins þegar aurskolun er nær lokið.
Aðstæður kannaðar í Sviss Ef svo fer fram sem horfir gætu á næstu 5-20 árum orðið til á Íslandi á bilinu tvö til fimm lón þar sem miklu magni af aur verður reglulega skolað út um botnrásir. Hér gæti því orðið til mikil reynsla og þekking á þessari aðferð. Í samvinnu við svissneska ráðgjafafyrirtækið Electrowatt, samstarfsaðila VST við hönnun Kárahnjúkavirkjunar, hafa verkfræðingar stofunnar aflað sér upplýsinga um aurskolun í Sviss, þar sem reynsla á þessu sviði er mest á Vesturlöndum. Síðastliðið vor gafst Gunnari Guðna Tómassyni og Þorbergi Steini Leifssyni verkfræðingum VST einstakt tækifæri til að vera viðstaddir aurskolun í Gebidem miðluninni sem veitir ánni Massa til virkjunarinnar Electric Massa í Valais-kantónu. Þar er skolað út um 400 þúsund tonnum af aur á ári úr miðlun sem er um 9 Gl
Aurskolun við stífluna sem er um 100 m há.
11
Aurskolun Með þeim Gunnari Guðna og Þorbergi í för voru Arnaldo Baumann verkfræðingur hjá Electrowatt og Albert Bezinge fyrrum yfirverkfræðingur hjá Grande-Dixence orkufyrirtækinu. Bezinge, sem nú er kominn á eftirlaun, hefur eytt stórum hluta starfsævi sinnar í að ná aur úr jökulvatni í virkjunum fyrirtækisins. Hann býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði sem hann var afar fús að miðla til verkfræðinga VST. Aurugt vatnið spýtist út um botnrásina. Mikið var um stóra hnullunga í vatninu, stærri en 10 sm í þvermál.
Vegna þess hve lítið vatn var í ánni Massa, aðeins 10-15 m3/s, tók skolunin óvenju langan tíma eða um 5 daga. Vatnið í ánni Massa kemur úr hinum 118 ferkílómetra Aletschgletscher, stærsta jökli meginlands Evrópu. Vatnasvið er um 200 ferkílómetrar, þar af er um 60% undir jöklinum og er meðalrennsli um 13,6 m3/s. Fallhæð virkjunarinnar er um 750 m, virkjað rennsli 55 m3/s og aflið 340 MW. Þrátt fyrir þetta er orkuframleiðsla aðeins um 600 GWst á ári og skýrist það af smæð miðlunarinnar. Virkjunin framleiðir einungis rafmagn fimm mánuði ársins, frá maí út september. Af þeim tíma liggur framleiðslan niðri í um viku í maí eða júní ár hvert vegna aurskolunar. Tekist hefur að viðhalda upphaflegu rúmmáli Gebidem lónsins með aurskolun eingöngu en það telst mjög sjaldgjæft. Til að viðhalda öllu rúmmáli áðurnefndra íslenskra lóna er gert ráð fyrir að á nokkurra ára eða áratuga fresti þurfi að hjálpa til við aurskolunina með því að ýta aur út í farveginn meðan á skoluninni stendur.
Neðan stíflunnar. Óveruleg uppsöfnun aurs.
Fróðleg og lærdómsrík ferð Auk þess að skoða aurskolunina fóru verkfræðingar VST til Zermatt hinum megin í Rónardalnum og skoðuðu lón við Stafel og Z’mutt, dælustöðvar virkjunarinnar Grande Dixence. Fallhæð virkjunarinnar er 1747 m en stór hluti rennslis til hennar kemur frá jöklum úr bröttum hlíðum Alpanna. Fjórar dælustöðvar dæla hluta jökulvatnsins upp í inntakslón virkjunarinnar. Slit á dælum hefur verið tilfinnanlegt þrátt fyrir viðamikið kerfi grjót- og sandgildra og aurstöðvunarlóna við dælustöðvarnar. Slitið hefur þó minnkað mikið síðustu ár vegna endurbóta á lónum og inntökum dælustöðva sem unnið var að undir stjórn Alberts Bezinge. Aurskolun og útfelling aurs í litlum lónum er sjaldgæft, flókið og margslungið ferli og að mörgu að hyggja ef vel á að takast til. Mikilvægt er að fá tækifæri til að kynnast þessum málum frá fyrstu hendi við raunverulegar aðstæður og því var afar fróðlegt og lærdómsríkt fyrir verkfræðinga VST að skoða aðstæður við aurskolun í Sviss.
Aurskolunarvatnið rennur saman við ána Rón neðar í dalnum.
12
Nýtt hótel með rætur í fortíðinni Síðar í þessum mánuði hefjast framkvæmdir við Hótel Reykjavík Centrum, nýtt 90 herbergja hótel við Aðalstræti í Reykjavík. Byggingin verður þó ekki ný í strangasta skilningi þess orðs heldur á hún rætur í sögu Reykjavíkur með einstæðum hætti. Hlutar hennar verða hátt í 250 ára gamlir og undir henni verður varðveitt skálarúst með leifum mannabústaðar frá fyrstu öldum byggðar í Reykjavík. Hótelið verður byggt í nokkurs konar húsaþyrpingu sem raðað er í kringum gamla húsið sem var á lóðinni nr. 16 við Aðalstræti. Stærð nýbygginganna og gerð, þakhalli, efnisval og fleira er valið með tilliti til byggðarinnar í Grjótaþorpinu. Þannig verður einn hluti nýbyggingarinnar með útliti gamla Fjalakattarins sem áður stóð við Aðalstræti 8 og rúmaði þá meðal annars elsta kvikmyndahús Evrópu. Húsið við Aðalstræti 16 var upphaflega byggt árið 1752 sem hluti Innréttinganna. Húsið brann 1762 en var endurbyggt það ár í sömu mynd sem einlyft timburhús, timburklætt með háu risi. Húsið var síðar notað sem íbúðarhús landfógeta, sem barnaskóli og enn síðar sem verslun og íbúðarhús. Tók það ýmsum breytingum fram að aldamótum 1900 er það fékk á sig það útlit sem við þekkjum í dag. Í þeirri mynd var það friðað 1992 og þannig verður það nú endurbyggt sem nokkurs konar kjarni nýja hótelsins. Í húsinu má enn finna leifar burðarvirkis og klæðningar frá elstu tíð og byggingarlagið sjálft, til dæmis lofthæð á fyrstu hæð, sver sig í ætt við byggingarlag þess tíma. Áður en til framkvæmda gat komið á lóðinni og lóðunum í kring var nauðsynlegt að ljúka fornleifarannsóknum sem hófust á 8. áratugnum á horni Túngötu og Aðalstrætis og leitt höfðu í ljós að frekari rústa var að vænta undir húsinu á lóð nr. 16. Við rannsóknir á lóðinni fundust leifar skála frá 10. öld. Skálinn er sá stærsti af þremur víkingaaldarskálum sem vitað er um við bæjarstæði Reykjavíkur og ýmislegt bendir til að hann hafi getað verið aðalíveruhúsið í Reykjavík á þessum tíma. Skálinn, sem að flestu leyti hefur verið dæmigert íbúðarhús síns tíma, var byggður á malarkambi og var um 200 fermetrar að grunnfleti. Í honum var óvenjulega veglegt eldstæði. Einnig er sérstakt við skálann að grjót hefur verið í veggundirstöðum hans og er þetta elsta þekkta dæmið um slíkt byggingarlag. Skálarústin verður varðveitt og gerð aðgengileg almenningi með byggingu sýningarskála undir hótelinu.
Suðurhlið burðarvirkis gamla hússins við Aðalstræti 16 séð innanfrá. Litirnir sýna aldur einstakra hluta burðarvirkisins. Rauðu hlutarnir eru frá 1764, ljósbláu hlutarnir frá 1874, ljósbrúnu hlutarnir frá 1895 og grænu og dökkbláu hlutarnir frá 1900 og 1901.
Að sögn Stefáns Arnar Stefánssonar arkitekts var samþætting nútíðar og fortíðar höfð að leiðarljósi við hönnunina. „Það var töluvert púsluspil að koma fyrir nútímalegu hóteli með öllum þeim kröfum sem til þess eru gerðar innan deiliskipulags sem leitast við að taka tillit til bygginga í nágrenninu. Ekki síst þegar hluti hótelbyggingarinnar er frá 18. og 19. öld. Bygging sýningarskála og samþætting hans við aðra hluta byggingarinnar var líka spennandi verkefni.“ Stefán segist telja að þetta hafi allt tekist nokkuð vel. Áætlað er að byggingin verði tilbúin vorið 2005. Það eru Innréttingarnar ehf, í eigu Stoða og Minjaverndar, sem standa að byggingu hótelsins en Reykjavíkurborg byggir Landnámsskálann. Arkitektar eru Teiknistofan Skólavörðustíg 28 og Arkitektar Borgartúni. Línuhönnun annaðist burðarvirki gamla hússins, Aðalstrætis 16, en Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sá um hönnun burðarvirkja að öðru leyti, lagnir og loftræsingu. Þorkell Erlingsson verkfræðingur VST var auk þess í verkefnisstjórn frá upphafi. Spöng annast jarðvinnu og uppsteypu sýningarskála og kjallara, Gamlhús sér um byggingu og endurbyggingu Aðalstrætis 16 og Íslenskir aðalverktakar hafa með höndum byggingu hótelsins allt til loka.
13
Á þessum uppdrætti frá 1787 sést hvernig Aðalstræti liggur frá bryggjunni að húsaþyrpingu Innréttinganna norðvestan við Tjörnina.
Aðalstræti 16 skömmu eftir aldamótin 1900.
Eftirlit
með Skuggahverfi Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hefur verið falið að hafa eftirlit með framkvæmdum fyrsta áfanga verksins að undanskildu húsi að Lindargötu 29. Eftirlitsverkefnin eru meðal annars móttaka og dreifing hönnunargagna, stýring verkfunda, framvindu- og kostnaðareftirlit og gæðaeftirlit. Komi upp ágreiningsmál milli verktaka og verkkaupa er Verkfræðistofunni falið að úrskurða um þau.
Eftirlit hluti af gæðastjórnun Framkvæmdir við fyrsta áfanga nýbygginga í Skuggaverfi eru langt komnar.
Skuggahverfið dregur nafn sitt af fyrsta húsinu sem byggt var í hlíðinni norðan við Hverfisgötuna. Bærinn Skuggi var reistur um 1800 og stóð að líkindum niður við sjóinn, rétt austur af þar sem Klapparstígur kemur nú niður á Skúlagötu. Þaðan reru bændur til fiskjar úr samnefndri vör, Skuggavör. Síðar má segja að þar hafi orðið fyrsta iðnaðarhverfi Reykjavíkur. Í Skuggahverfinu er nú hafin stærsta einstaka framkvæmdin í sögu miðbæjarins. Um er að ræða byggingu 250 íbúða í 18 húsa þyrpingu með alls 35.000 fermetra grunnflöt. Húsin á svæðinu eru af ýmsum stærðum en helstu kennileiti þyrpingarinnar verða þrjú 16 hæða háhýsi við Skúlagötu. Heildarkostnaður er áætlaður á sjötta milljarð króna. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðunum verði skilað til eigenda í september 2004.
Eftirlitskerfi VST sem jafnframt er hluti af gæðastjórnunarkerfi stofunnar er skjalfest og sett fram í formi verkefnishandbókar. Tilgangur kerfisins er að tryggja að eftirlit á vegum VST sé faglegt, rekjanlegt og ávallt í samræmi við kröfur og óskir verkkaupa hverju sinni. Markmiðið er að tryggja stöðugleika í eftirlitsþjónustu hjá VST til að lágmarka breytileika í þjónustunni á milli eftirlitsmanna. Annað markmið er að tryggja rekjanleika í framgangi verkefnis með skipulögðum skráningum á þar til gerð skráningarform. Að byggingunum stendur 101 Skuggahverfi, hlutafélag í eigu Fasteignafélagsins Stoða og Burðaráss, fjárfestingarfélags Eimskipafélags Íslands. Hönnuðir eru danska arkitektastofan Schmidt Hammer & Lassen í samstarfi við arkitektastofuna Hornsteina og VSÓ-ráðgjöf.
Rýnt í umferðina ódýr leið til að draga úr slysahættu Staðlar og reglugerðir um hönnun umferðarmannvirkja ná ekki alltaf utan um raunverulega hegðun notenda þeirra. Þótt hún sé ef til vill ekki ófyrirsjáanleg kemur fyrir að hún reynist með öðrum hætti en gert er ráð fyrir í hönnunarforsendum. Umferðaröryggisrýni er nýleg aðferðafræði sem bregst við þessu vandamáli á hönnunarstiginu. Rýnirinn setur sig í spor þeirra sem nota umferðarmannvirki eins og götur, gatnamót, gangstíga og hjólastíga með það fyrir augum að skoða hvernig líklegt er að notkun þeirra verði í raun og veru og hvaða afleiðingar líklegt er að hvers konar umferðaróhöpp geti haft á aðra vegfarendur. Reynslan er sú að með þessari aðferð er með tiltölulega litlum og ódýrum breytingum hægt að komast hjá kostnaðarsömum lagfæringum á nýlegum umferðarmannvirkjum Öll nýleg umferðarmannvirki hönnuð af Verkfræðistofunni hafa verið rýnd af rýnihópum Vegagerðarinnar, til dæmis Reykjanesbraut um Kópavog og Garðabæ, hverfisvæn leið í Grundarfirði (sjá blaðsíðu 7)
14
Mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Breiðholtsbrautar, vegmerkingar og umferðareyjar. og tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi að Mosfellsbæ. Reynslan sýnir að rýni á hönnunarstigi leiðir meðal annars til öruggari gönguleiða og betra samhengis milli þeirra, betri frágangs vegriða og öryggisgirðinga og skýrari merkinga. Aðferðin nýtist aðallega á hönnunarstiginu enda er grundvallarhugmyndin sú að því fyrr sem mistökin finnast þeim mun ódýrara sé að laga þau.
VST, náttúrulega Arnór Þórir Sigfússon hóf nýlega störf á þróunar- og umhverfissviði Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Arnór er náttúrufræðingur með sérsvið í fuglafræði og vistfræði. Hann mun vinna að verkefnum tengdum mati á umhverfisáhrifum og ráðgjöf á sviði náttúrufræða og umhverfismála. Arnór hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf og rannsóknum í náttúrufræðum. Hann starfaði sem verkefnisstjóri hjá Veiðistjóraembættinu frá 1990 til 1995 þegar hann hóf störf sem sviðsstjóri vistfræði- og landmótunarsviðs á Náttúrufræðistofnun Íslands. Gangverk: Hvað er fuglafræðingur að gera í vinnu hjá Verkfræðistofunni? Arnór: Ég vinn með öðrum á þróunar- og umhverfissviði VST að mati á umhverfisáhrifum og margskonar ráðgjöf í náttúrufræði og umhverfismálum. Eins og flestir vita eru gerðar sífellt auknar kröfur til nýrra mannvirkja um að áhrif þeirra á umhverfið séu sem minnst. Mitt hlutverk snýr sérstaklega að náttúruog vistfræðihluta þessarar vinnu. Hvaða verkefnum sinnir þú hjá sviðinu? Auk formlegs umhverfismats má nefna ráðgjöf um mótvægisaðgerðir vegna framkvæmda, vöktun á lífríki, gerð fræðslu og kynningarefnis um náttúru og framkvæmdir og ýmis vandamál af völdum dýra. Þá viljum við auka þjónustu við sveitarfélög, meðal annars vegna skipulags útivistar- og náttúruverndarsvæða. Síðast en ekki síst býður þróunar og umhverfissvið VST viðskiptavinum sínum yfirlestur og túlkun á skýrslum, áætlunum og öðrum gögnum er snúa að náttúrufræði og umhverfismálum. Hvað er helst að gerast hjá ykkur núna? Eitt af þeim verkefnum sem mætti nefna er undirbúningur að umhverfismati vegna nýrrar rafskautaverksmiðju sem Kapla hf hyggst reisa að Katanesi í Hvalfirði. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við verkfræðistofuna Hönnun undir merkjum HRV hópsins. Svæðið hefur verið rannsakað mjög gaumgæfilega á síðustu árum vegna Norðuráls og Járnblendiverksmiðunnar sem eru þarna í næsta nágrenni og ég býst við að sá hluti sem snýr að náttúrufræðinni í þessu verkefni verði minni en oft áður. Að staðaldri getur náttúrufræðihlutinn samt verið töluvert stór partur af umhverfismatinu. Er þitt starf hjá VST öðruvísi en hefðbundin störf náttúrufræðinga? Ég get ekki sagt það. Ég vann áður hjá Náttúrufræðistofnun við rannsóknir á veiðifuglum og þar á undan hjá Veiðistjóraembættinu við rannsóknir tengdar vandamálum af völdum dýra. Vinnubrögðin eru alls staðar mjög svipuð en nálgunin kannski aðeins mismunandi.
VST hefur veitt ráðgjöf í umhverfismálum vegna fjölda mannvirkja um allt land: • Kárahnjúkavirkjun • Álver í Reyðarfirði • Hágöngumiðlun • Sultartangavirkjun Hver er uppáhalds fuglinn þinn? Fýllinn hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Doktorsritgerðin mín fjallar um fyrstu tíu árin í ævi fýlsins en hann verður elstur allra fugla nær meira en fimmtíu ára aldri. Hann hefur fjölgað sér mjög á síðustu öldum og hefur verið í mikilli útrás frá Íslandi. Hann hefur farið héðan til Færeyja, Bretlandseyja og Noregs og svo er hann líka að nema land niður austurströnd Ameríku. Nýtur fýllinn góðs af þessu dálæti þínu í umhverfismatinu? Fýllinn er bjargfugl þannig að hann verður nú ekki oft fyrir okkur þó það geti komið fyrir. En ég held ekki að hann njóti sérstakrar velvildar, ekki umfram aðra fugla að minnsta kosti.
• Villinganesvirkjun í Skagafirði
• Hallsvegur • Reykjanesbraut um Hafnarfjörð
• Skarfagarður og Skarfabakki í Sundahöfn
• Snjóflóðavarnir á Flateyri
• Urðun sorps á Vesturlandi
Hlíðaskóli verður stór
Haustið 2001 var hafist handa við stækkun Hlíðaskóla en hluti lagnateikningar hans prýðir forsíðu þessa tölublaðs Gangverks. Arkþing sá um arkitektahönnun verksins en VST um alla verkfræðihönnun. Helstu ástæður fyrir stækkuninni voru ákvörðun borgaryfirvalda um
15
einsetningu skóla og að Vesturhlíðarskóli skyldi sameinaður Hlíðaskóla. Nýbyggingar eru um 1950 m2 en einnig hafa umtalsverðar breytingar verið gerðar á eldri byggingum. Nú í lok árs 2003 er framkvæmdum að mestu lokið.
Rannsóknaog nýsköpunarhús við HA í einkaframkvæmd Hafnar eru framkvæmdir við byggingu fyrri áfanga Rannsókna- og nýsköpunarhúss við Háskólann á Akureyri í einkaframkvæmd. Undirritaður hefur verið samningur milli Fasteigna ríkissjóðs og Landsafls sem ásamt Íslenskum aðalverktökum og ISS Ísland mun leggja til húsið og reka það í 25 ár. Þetta var niðurstaða útboðs á vegum Ríkiskaupa fyrir hönd nefndar menntamálaráðherra um byggingu hússins. Útboðið fór fram fyrr á þessu ári og var ákvörðunin tekin með tilliti til verðs og gæða. Byggingin er hönnuð af ASK Arkitektum og samkvæmt samningi á starfsemi í henni að hefjast þann 1. október 2004. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen var ráðgjafi við gerð útboðsgagna og hafa Fasteignir ríkissjóðs nú falið stofunni eftirlit á undirbúnings-, hönnunar- og framkvæmdatíma.
Inngangur við Háskólatorg.
Horft til suðurs.
Markmið með byggingunni er að við Háskólann á Akureyri verði byggð upp fyrsta flokks aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í raunvísindum með hagnýtingarmöguleika fyrir hin ýmsu svið þjóðlífsins og jafnframt að þar verði miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs á Norðurlandi.
Alls verða 16 ríkisstofnanir í húsinu en þar má nefna Auðlinda- og Upplýsingadeildir HA, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar, Jafnréttisstofu, Frumkvöðlasetur iðnaðarráðuneytisins, ÍSOR, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Hafrannsóknastofnun, útibú Veðurstofu auk smærri stofnana á vegum HA. Stofnanir ríkisins munu leigja allan fyrri áfangann að undanskilinni sjöundu hæð turnsins. Gert er ráð fyrir að alls verði um 100 starfsmenn í húsinu þegar starfsemin er komin í fullan gang. Rannsóknahúsið er byggt skv. nýju deiliskipulagi Sólborgarsvæðisins sem mun skapa HA mikla
möguleika á frekari uppbyggingu í framtíðinni. Samkvæmt tillögu arkitekta verður húsið um 7.500 m2 með tæplega 5.500 m2 í fyrri áfanga sem skiptist í fjögurra hæða austur- og vesturálmu og sjö hæða turn. Í seinni áfanga er gert ráð fyrir suðurálmu á fjórum hæðum. Hlutarnir tengjast allir í glerjaðri tengibyggingu.
Samvinna og samnýting Húsið verður hátæknihús byggt samkvæmt nýjustu tækni. Áhersla er á að unnt verði að beita fremstu tækni á öllum sviðum stofnana hússins og að möguleikar til nýtingar verði margbreytilegir. Byggingin er súlulaus að mestu og eru allir innveggir léttir til að skapa sveigjanleika í breytingum innra skipulags. Samvinna stofnana hússins og samnýting rýma eru höfð að leiðarljósi við hönnunina og sem dæmi má nefna að stofnanir í húsinu deila rannsóknastofum, fundarherbergjum og kaffiaðstöðu. Markmiðið er að aðlaðandi sameiginlegur starfsvettvangur hvetji fólk af ýmsum þekkingarsviðum og með ólíka reynslu til að kynnast og deila skoðunum.
Hugarleikfimi Þú færð tíu kassa og í hverjum þeirra eru níu kúlur. Kúlurnar í einum kassanum vega 0,9 kg hver en hinar vega 1,0 kg. Þú mátt vigta einu sinni á nákvæmri vog til að finna út hvaða kassi inniheldur léttu kúlurnar. Hvernig gerirðu það? Svörin er að finna á heimasíðu VST, www.vst.is