02
Íþróttamannvirki 4 Íþrótta- og sýningahöll í Laugardal 7 Glæstir Salir 8 Endurnýjun Hlíðarenda 10 Hljóðverkfræði 12 Gervigras á hverju strái
•
05
•
04
Í takt við tímana Umsvif VST jukust mikið á árinu 2004. Skýrist það meðal annars af óvenju miklum framkvæmdum á landinu um þessar mundir. Starfsmönnum verkfræðistofunnar fjölgaði um 40 á árinu og í janúar var sett á stofn nýtt stóriðjusvið. Að sögn Viðars Ólafssonar framkvæmdastjóra VST hafa þær miklu framkvæmdir sem í gangi eru víða um land kallað á aukna starfsemi stofunnar. „Það má segja að við séum að sprengja utan af okkur húsnæðið,“ segir Viðar, en starfsmönnum stofunnar hefur fjölgað um alls 40 á árinu. Samtals vinna nú 140 manns hjá fyrirtækinu á níu sviðum og búist er við enn meiri fjölgun á næstunni. Útibúum stofunnar hefur líka fjölgað og eru þau nú á sex stöðum á landinu.
Óvenju miklar framkvæmdir „Þessi stækkun skýrist aðallega af óvenju miklum framkvæmdum á landinu um þessar mundir, en líka af því að verkfræðistofan Raftákn gekk til liðs við okkur á árinu,“ segir Viðar. Tvennar stóriðjuframkvæmdir standa nú yfir – bygging 320 þúsund tonna álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði og stækkun álvers Norðuráls í Hvalfirði úr 90 þúsund tonnum í 212 þúsund tonn. Fréttabréf VST 2. tbl. 5. árgangur, desember 2004 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg
VST kemur mikið við sögu í báðum þessum verkefnum sem og hönnun Kárahnjúkavirkjunar ásamt samstarfsaðilum en stofan
Forsíðumynd: Anna Fjóla Gísladóttir Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 * 108 Reykjavík Sími: 569 5000 * Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 * 600 Akureyri Sími: 462 2543 * Fax: 461 1190 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 * 310 Borgarnes Sími: 437 1317 * Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 * 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 * Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 2 * 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 * Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Strandvegi 63 * 900 Vestmannaeyjar Sími: 481 3292 * Fax: 481 3294 vstsf@vst.is VST Austurvegi 6 * 800 Selfoss Sími: 577 5015 * Fax: 577 5010 vstsf@vst.is
Viðar Ólafsson framkvæmdastjóri VST.
2
hefur með höndum stóran hluta hönnunarinnar. Meðal annarra athyglisverðra verkefna sem stofan sinnir um þessar mundir eru Lagarfossvirkjun, íþróttamannvirki á svæði Vals að Hlíðarenda og stækkun aðalstúkunnar á Laugardalsvelli. „Svo er ýmislegt fleira í farvatninu sem við getum greint betur frá síðar,” segir Viðar.
Stóriðjusvið verður til Í kjölfar þessara auknu umsvifa var nýverið sett á stofn nýtt svið innan VST sem sinna á öllum verkefnum í stóriðju. Sviðsstjóri er Þorkell Erlingsson yfirverkfræðingur. „Það var orðið það mikið af verkefnum okkar sem varðaði stóriðjuframkvæmdir að okkur þótti eðlilegt að setja þessa starfsemi undir einn hatt,” segir Þorkell. Alls eru nú 19 starfsmenn á stóriðjusviðinu en einnig vinnur Egilsstaðaútibúið með sína fimm starfsmenn talsvert að Fjarðaálsverkefninu. Stóriðjusviðið vinnur verkefni sín á vegum HRV sem er samstarfsfélag verkfræðistofanna Hönnunar, Rafhönnunar og VST.
FRETTIR S T U T TA R
Mötuneyti farin í mat Nýleg úttekt sem skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðabæjar fól VST að gera bendir til að sveitarfélagið geti lækkað útgjöld vegna skólamötuneyta sinna um fjórðung með því að breyta rekstrarfyrirkomulagi þeirra.
rekur með verkfræðistofunum Hönnun og Rafhönnun. Stækkunin vegna fjórða áfanga mun hafa í för með sér aukna hönnunarvinnu sem þarf að mestu leyti að klára samhliða vinnu vegna þriðja áfanga. Hönnunarstjóri HRV vegna stækkunarinnar er Þröstur Guðmundsson frá VST en meðal annarra starfsmanna VST má nefna Níels Guðmundsson innkaupastjóra og Kristján Sigurbjarnarson byggingarstjóra. Að sögn Þrastar Guðmundssonar ber HRV nú mun meiri ábyrgð og gegnir stærra hlutverki en í fyrri áföngum byggingarinnar.
Sveitarfélagið rekur sex leikskóla og fjóra grunnskóla á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Mötuneyti eru í tveimur grunnskólanna og öllum leikskólunum og þar eru nú framreiddir rösklega 104 þúsund hádegisverðir á ári.
Verkfræðistofan er langt komin með vinnu við hönnun virkjunar í Qorlortorsuaq á Grænlandi fyrir Energikonsortiet, samsteypu íslenskra og danskra aðila, sem annast mun framkvæmdir. Virkjunarstaðurinn er á suðurodda Grænlands, innst í Hrafnsfirði, í svonefndu Vatnahverfi í hinni fornu Eystribyggð.
Línuhönnun og Afli var falið að hanna öll mannvirki og búnað. Um er að ræða 7,2 MW vatnsaflsvirkjun, 70 km langar 36 kV háspennulínur, tengivirki og tvær aðveitustöðvar og endurbætur á varaaflstöðvum í bæjunum Narsaq og Qaqortoq (Julianehåb).
Samsteypan er nú aðalráðgjafi Norðuráls vegna stækkunarinnar og ber ábyrgð á allri
Enn meira Norðurál
ráðgjöf vegna rafmagns- og vélbúnaðar auk byggingahönnunar og eftirlits, en breska verkfræðistofan K Home Engineering sá áður um stóran hluta þessara verka.
Vinna VST við þennan fjórða áfanga álversins fer eins og áður fram undir merkjum HRV verkfræðisamsteypunnar sem stofan
Virkjað á Grænlandi
Verkfræðistofunum VST, Rafteikningu,
VST lagði til að rekstur nokkurra mötuneyta yrði sameinaður og aðstaða bætt með fjárfestingu fyrir um 25 milljónir króna. Það var mat VST að þannig myndi kostnaður bæjarsjóðs vegna mötuneytanna lækka úr 16 milljónum á ári í 12. Úttektin er nú til umfjöllunar hjá Ísafjarðarbæ.
Í Gangverki hefur áður verið greint frá stækkun Norðuráls úr 90 þúsund tonna ársframleiðslu í 180 þúsund. Nú hefur verið tekin ákvörðun um enn frekari stækkun, í 212 til 220 þúsund tonn, eftir að samningar náðust um orkukaup af Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur.
Nú er verið að reisa neðsta hlutann af nýju kerskálunum tveimur en ennþá er talsvert eftir í hönnun og útboðum í þriðja áfanga. Rafmagni verður hleypt á fyrsta kerið eftir stækkun 15. febrúar 2006 og gert er ráð fyrir að þriðja áfanga verði lokið síðla vors 2006. Fjórða áfanganum verður væntanlega lokið að hausti 2006.
Búist er við að bygging virkjunarinnar hefjist næsta sumar og ljúki árið 2007.
„HRV skapaði sér það gott orð í fyrri áföngum stækkunarinnar að Norðurál treystir okkur nú til að sjá um alla framkvæmdina,“ segir Þröstur. Eins og ávallt þegar um sérhæfðan búnað er að ræða sjá einstakir framleiðendur um hönnun síns búnaðar en HRV er ábyrgt fyrir samræmingu og eftirliti með hönnun og uppsetningu, auk skilgreiningu hönnunarforsendna í samráði við starfsmenn Norðuráls.
Samið um sundlaugar VST vinnur nú að hönnun vegna verulegrar endurnýjunar og breytinga á Sundlaug Seltjarnarness sem bæjarfélagið hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd á næstunni. Ráðgert er að fyrirhugaðar endurbætur skiptist í fimm hluta og er áætlað að ljúka fyrstu fjórum hlutunum á árinu 2006. Ennfremur vinnur VST nú að hönnun Sundmiðstöðvar í Reykjanesbæ og sundlaugar á Eskifirði. Verkkaupi í báðum tilvikum er Fasteign hf og sér VST um alla verkfræðivinnu ásamt verkefnisstjórn og umsjón.
3
Íþróttamannvirki
Sérhönnuð sýninga-
Í Laugardalnum rís nú sérhönnuð sýninga- og frjálsíþróttahöll sem verður samtengd gömlu Laugardalshöllinni. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og gert er ráð fyrir að höllin opni síðla á næsta ári – á 40 ára afmæli gömlu hallarinnar. Byggingin er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Samtaka iðnaðarins. Teiknistofan T-ark hannaði mannvirkin en VST sér um verkfræðihönnun. Aðalverktaki er Eykt. „Hönnun íþrótta- og sýningahallarinnar er mjög viðamikið verkefni og snertir ýmis svið verkfræðistofunnar,“ útskýrir Níels Indriðason yfirverkfræðingur. „VST sér um alla verkfræðihönnun hússins, þar með talin burðarvirki, rafmagn, lagnir, loftræsingu og hljóðtækni. Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum stofunnar þessa stundina sem snúa að íþróttamannvirkjum. Sýningahöllin er eitt hið stærsta en meðal annarra stórra verkefna eru Sund- og heilsumiðstöð í Laugardal, íþróttahús og sundlaug í Salahverfi, endurbygging gömlu stúkunnar á Laugardalsvelli og hönnun gervigrasvalla,“ segir Níels. Enda þótt Laugardalshöll hafi verið byggð sem íþrótta- og sýningahöll á sínum tíma og tekin í notkun árið 1965 er þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem bygging er sérstaklega hönnuð fyrir frjálsar íþróttir, sýningar, ráðstefnur og fundi. Auk 5.000 fermetra sýningasalar verður mjög góð aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur og góð veitingaaðstaða.
4
Frambygging Auk nýbyggingarinnar verður reist bygging sem skapar rúmgott anddyri fyrir sameinaða Laugardalshöll. Þá verður hliðarbyggingu hallarinnar breytt en hún var byggð sérstaklega fyrir HM í handbolta árið 1995. Loks verður bílastæðum fjölgað verulega. Nýja mannvirkið, ásamt tengibyggingum, funda- og ráðstefnuaðstöðu og búningsklefum, verður um 9.500 fermetrar að stærð. Eftir stækkun verður Laugardalshöll þá um 16 þúsund fermetrar.
Fyrsta frjálsíþróttahöllin Frjálsíþróttamenn hafa sérstaka ástæðu til að fagna því höllin er sérstaklega hönnuð fyrir æfingar og keppnir í frjálsum íþróttum. Þeir geta því framvegis stundað íþrótt sína innanhúss við góðar aðstæður allan ársins hring. „Ein helsta sérstaða hússins felst í því að hlaupabrautir verða gerðar þannig úr garði að
Íþróttamannvirki
- og frjálsíþróttahöll beygjum í 200 m hlaupabraut má lyfta með sérstökum búnaði eftir þörfum,“ segir Níels. „Það mun taka mjög skamman tíma að breyta gólfi hússins eftir því hver notkunin er hverju sinni. Allt gólfefni verður lagt með tartan-efni og ennfremur verða lagðar sérstakar brautir fyrir stökk- og kastgreinar innan og utan hlaupahringsins.“ Þegar höllin verður fullbúin stefna forráðamenn Frjálsíþróttasambands Íslands að því að halda Norðurlandameistaramót í nýjum og glæsilegum salarkynnum. Enda þótt höllin sé hönnuð sérstaklega með þarfir frjálsra íþrótta í huga verður húsið einnig notað fyrir aðrar íþróttir, einkum boltaíþróttir.
Þak sérhannað fyrir sýningar
Hönnun þaksins fyrir sýningahöllina er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. „Til að auðvelda uppsetningu á búnaði vegna sýningahalds með tilheyrandi rafmagnstengingum er komið fyrir göngubrúm inn í stálgrindarbitunum, þannig að hægt sé að ganga eftir þeim endilöngum. Einnig er séð fyrir gönguleið milli bitanna meðfram útvegg að vestanverðu,” segir Sigurður Eyjólfsson verkfræðingur.
Göngubrúm verður komið fyrir í stálgrindarbitum til að auðvelda undirbúning sýninga.
Þakið er nokkru stærra að flatarmáli en höllin sjálf þar sem það gengur rúma tvo metra út yfir veggina. Þakið er borið uppi af níu V-laga stál-
Með sérstökum búnaði má lyfta hlaupabrautinni eftir þörfum.
Þá var kátt í höllinni ... Höllin hefur líka verið svið fyrir marga stórtónleika. Þeir eru sjálfsagt margir sem eiga góðar minningar af tónleikum með Led Zeppelin árið 1970, norsku poppurunum í a-Ha eða þungarokkurunum í Europe á níunda áratugnum, nú eða David Bowie, Coldplay eða hinum rammþýsku Rammstein á síðari árum. Íslenskir tónlistarmenn hafa vitanlega kætt fólk í höllinni.
Björk hélt m.a. eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 1996. Fjöldi stærri ráðstefna og funda hafa farið fram í höllinni í áranna rás. Ráðstefnur stjórnmálaflokka, félaga og samtaka og stærri fyrirtækja í landinu hafa oftar en ekki verið haldnar þar. Höllin hefur síðast en ekki síst verið vettvangur stórmóta og landsleikja í íþróttum, ekki síst handbolta og körfubolta. Þar hafa verið haldin heimsmeistaramót, Evrópumót og Norðurlandamót í fjölmörgum greinum. Stærstu viðburðir á sviði íþrótta eru án efa skákeinvígi Fischers og Spasskys árið 1972 og HM í handbolta árið 1995.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Bjarnleifur Bjarnleifsson.
Hver man ekki eftir Heimilissýningunum góðu sem haldnar voru reglulega í Laugardalshöll? Segja má að þær hafi verið toppurinn á gróskumiklu sýningarhaldi í gegnum tíðina. Atvinnuvegasýningar voru líka áberandi en einnig lífsstílssýningar tölvuog tæknisýningar og ferðakaupstefnur.
I’ll be back.
5
Íþróttamannvirki ingu mannvirkisins og leigir það til borgarinnar og fleiri aðila. Það mun síðan annast allan rekstur og markaðssetningu.
grindarbitum. Þyngd hvers bita er um 20 tonn. Þeir eru bogaformaðir og eru kantbitar í efri og neðri brún úr vinkilprófílum, sem valsaðir eru með ákveðnum radíus. Kantbitarnir eru tengdir saman með skástöngum úr rörprófílum sem soðnar eru við þá. Hvor hlið bita var smíðuð í þremur einingum sem síðar voru settar saman með boltuðum skeytum á byggingarstað. Með þessari framleiðsluaðferð var unnt að halda flutningskostnaði í lágmarki, en bitar og allt stálvirki í húsinu var smíðað í Lettlandi.
Myndin sýnir þversnið í húsið og stálgrindarbita.
Sjálfstæður rekstur Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins stofnuðu sérstakt hlutafélag um verkefnið, Íþróttaog sýningahöllina hf. Fyrirtækið annast bygg-
Að sögn Sigfúsar Jónssonar stjórnarformanns Íþrótta- og sýningahallarinnar er þetta fyrirkomulag þekkt á Norðurlöndum og m.a. séu svipuð hús í Umeå í Svíþjóð og Jyveskyla í Finnlandi. Sigfús segir að í fyrstu hafi verið uppi hugmyndir um að byggja líka stórt knattspyrnuhús á svæðinu, en skipulagsyfirvöld hafi séð að svæðið í kringum Laugardalshöllina myndi ekki bera það. „Það var þess vegna ákveðið að byggja knattspyrnuhúsið í Grafarvogi – Egilshöll – en hafa samnýtt frjálsíþróttaog sýningahús við hlið Laugardalshallarinnar.“ Að mati Sigfúsar mun tilkoma hússins hafa í för með sér afar mikla breytingu fyrir sýningahaldara. „Við sjáum fram á að í fyrsta skipti á Íslandi verði til sérútbúin sýningaaðstaða með vel útbúnum fundaherbergjum og veitingaaðstöðu, staðsett miðsvæðis í borginni og nálægt stórum hótelum,“ segir hann. Stefnt er að því að halda fyrstu sýningar haustið 2005, meðal annars heimilissýningu og Construct North, sýningu fyrir íslenska byggingamarkaðinn.
Stúkan á Laugardalsvelli stækkuð Þess er ekki langt að bíða að framkvæmdir hefjist á Laugardalsvelli, þjóðarleikvangi Íslendinga. Reykjavíkurborg og KSÍ standa sameiginlega að verkefninu og sér KSÍ um framkvæmd þess. Fyrirhugað er að stækka aðalstúkuna til norðurs og suðurs, og byggja við hana nýja móttöku- og skrifstofubyggingu. Samtals verða um 10 þúsund stúkusæti á
Laugardalsvelli eftir breytingarnar. Arkitekt mannvirkjanna er teiknistofan T-ark. VST annast burðarþolshönnun, lagna- og loftræsihönnun og rafmagnshönnun. Magnús Bjarnason verkfræðingur er verkefnisstjóri f.h. KSÍ. Miðað er við að framkvæmdum ljúki á næsta ári.
2 3 1
2
6
1
Skrifstofu- og móttökubygging.
2
Hliðarstúkur. Í hvorri stúku verða sæti fyrir um 1500 manns.
3
Nýtt samfellt þak verður byggt yfir aðalstúku og hliðarstúkurnar tvær.
Íþróttamannvirki
Glæstir Salir Í Salahverfi Kópavogs rís nú eitt stærsta íþróttamannvirki sem byggt hefur verið hér á landi sem ein heild. Klasinn hefur enn ekki fengið nafn en til hans heyrir meðal annars fullkomið íþróttahús, líkamsræktarstöð og tvær sundlaugar, ásamt tilheyrandi heitum pottum, gufubaði, rennibraut og fleira. Arkitekt er Benjamín Magnússon en VST sér um alla aðra hönnun. Það er Kópavogsbær sem stendur að byggingunni. Klasanum er ætlað að vera miðpunktur Salahverfisins, nýs bæjarhluta í Kópavogi. Verður mannvirkið meðal annars notað til íþrótta- og sundkennslu nemenda í Salaskóla, en skólinn stendur við hlið þess. Til stendur einnig að gera fótboltavelli á svæðinu og mun búningsaðstaða nýtast fyrir þá. Þá hefur Kópavogsbær samið við Nautilus um rekstur líkamsræktarstöðvar fyrir almenning sem opnuð verður fljótlega. Setlaug
Vatnsorgel
Rennibraut Innilaug
Pottar
Útilaug
Fimleikagryfja
Íþrótta- og fimleikasalir
Fullkomin fimleikaaðstaða Íþróttahúsið sker sig úr vegna áherslu á fullkomna aðstöðu til áhaldafimleika, enda mun það þjóna sem bækistöðvar fyrir fimleikafélagið Gerplu. En þótt fimleikum sé gert hátt undir höfði mun salurinn líka nýtast fyrir alla hefðbundna íþróttaiðkun, meðal annars sem löggiltur keppnisvöllur í handbolta. Auk íþróttahússins verða í klasanum tvær sundlaugar, inni og úti. Innilaugin verður tæpir 17 m að lengd og aðallega notuð til sundkennslu. Útilaugin verður 25 m löng og við hana bæði heitir pottar af ýmsu tagi, gufubað, vatnsrennibraut og svokallað vatnsorgel.
Rennibraut og vatnsorgel Að sögn Kristjáns Þórs Hálfdánarsonar tæknifræðings hjá VST er rennibrautin hefðbundin trefjaplastbraut með burðarvirki úr stáli, en sérstök fyrir þær sakir að í henni verður mun meira vatnsmagn en gengur og gerist – um 3,4 rúmmetrar af vatni á mínútu. Hún er um 50 m að lengd, 5 m á hæð og nógu breið til að hægt sé að fara niður hana á uppblásinni dekkjaslöngu. Þegar niður er komið enda brautarfarar svo í mikilli hringiðu sem kölluð hefur verið „fljótið“. Hringiðunni er haldið gangandi af miklum hringstraumi vatns sem dælt er í það. Vatnsorgelið er nýstárlegt fyrirbæri sem eflaust á eftir að vekja mikla kátínu gesta. „Um er að ræða kerfi samtengdra gosbrunna eða vatnsstúta sem stilla má þannig að vatnið, sem úr þeim sprautast, myndi ýmis konar mynstur og virðist leika listir sínir,“ segir Kristján. Vatnsorgelið verður tölvustýrt og jafnvel er möguleiki á að tengja það við tónlistarflutning.
Fimleikagólf
„Vatnsorgelið er kannski ekki flóknasta úrlausnarefnið í hönnun þessa íþróttamannvirkis en það hefur óneitanlega verið mjög skemmtilegt að fást við það,” segir Kristján. Handboltavöllur
Kennsla í innisundlaug hefst 10. janúar 2005 en gert er ráð fyrir að byggingin verði opnuð almenningi seinna á árinu. Kópavogsbær áætlar að heildarkostnaður við íþróttasvæðið allt, með fótboltavöllum, verði um 1,4 milljarðar kr.
7
Íþróttamannvirki
Endurnýjun á Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæði Vals að Hlíðarenda og kemur VST að því verki. Til stendur að gamla íþróttahúsið verði rifið og á grunni þess byggt nýtt íþróttahús og sambyggð áhorfendastúka fyrir um tólfhundruð áhorfendur. Samkomulag Vals og Reykjavíkurborgar nær einnig til nýrrar tveggja hæða tengibyggingar milli gamla íþróttahússins og nýju mannvirkjanna, auk búningsaðstöðu, gervigrasvalla og æfingasvæðis.
Yfirlitsmynd af skipulagssvæðinu á Hlíðarenda.
Að sögn Sigurðar Eyjólfssonar verkfræðings hjá VST er þetta mannvirki sérstakt að því leyti að íþróttahúsið og áhorfendastúka knattspyrnuvallarins eru sambyggð, þannig að þak salarins heldur áfram út yfir stúkuna og myndar samfellda heild. Þetta er hagkvæm lausn þar sem rýmið undir stúkunni nýtist betur en oft vill verða, en þar er gert ráð fyrir búningsaðstöðu fyrir bæði íþróttahúsið og aðalleikvang félagsins.
8
Arkitektar eru ALARK arkitektar, en VST hannar burðarvirki nýja íþróttahússins, loftræsingu og lagnakerfi en raflagnir sér Rafhönnun um. Pétur Stefánsson hjá Almennu verkfræðistofunni er verkefnisstjóri.
Inn í nútímann Að mati Gríms Sæmundsen formanns aðalstjórnar Vals er hér um mikið framfaraskref að
Íþróttamannvirki
Hlíðarenda Öskjuhlíð
Búst
aðav
egur
Tölvumyndin sýnir vel hvernig þakið nær hvort tveggja yfir íþróttasal og stúku. ræða. „Þetta gerbyltir aðstöðu félagsins til að sinna sínum verkefnum og þjóna reykvískri íþróttaæsku,“ segir Grímur. „Með nýjum húsakosti, æfingasvæði og gervigrasvelli gerbreytir svæðið um ásýnd og verður á engan hátt sambærilegt við það sem er þarna í dag. Híðarendi verður færður inn í nútímann hvað varðar aðbúnað og aðstöðu.“
„Gervigrasvellir hafa margfalt betri nýtingu en vellir með venjulegu grasi, sérstaklega þar sem þeir eru nú loks orðnir löglegir keppnisvellir,“ segir Sigurður. Gengið er út frá því að hægt verði að byggja knatthús á síðari stigum.
Stækkun í allar áttir Byggingarreiturinn við Hlíðarenda er rúmur og er gert ráð fyrir framtíðarstækkun til norðurs og vesturs frá eldra íþróttahúsi og félagsheimili. Auk fyrirhugaðra íþróttamannvirkja verður reist bæði íbúða- og atvinnuhúsnæði samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var í borgarstjórn nú fyrir skömmu. Útboð á verkinu er áætlað í febrúar eða mars á næsta ári. Gert er ráð fyrir að vinna hefjist á svæðinu næsta sumar og verði lokið í apríl 2007, í tæka tíð fyrir upphaf knattspyrnuvertíðarinnar.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Gunnar R. Ólafsson.
Annars staðar á svæðinu hefur VST með höndum hönnun gervigrasvallar. Er hér um að ræða umsjón með jarðvegsskiptum, hönnun lagnakerfa undir gervigras og val á yfirborðsefni.
Í upphafi skyldi Hlíðarenda skoða
Valur var stofnaður 1911 og hafði aðstöðu á Melunum til 1926. Vorið 1936 vígðu Valsmenn völl á svæði við rætur Öskjuhlíðar sem hét á Haukalandi, þar sem nú er Loftleiðahótel. Á árinu 1939 festi Valur kaup á Hlíðarendajörðinni og gömlu húsunum sem þar standa og hefur verið þar síðan. Var þetta á sama tíma og KR keypti sitt svæði við Frostaskjól en fram að því höfðu bæjaryfirvöld veitt íþróttafélögum góðfúslegt leyfi til íþróttaiðkunar hér og þar um
bæinn. Um þetta leyti stóð til að bæjaryfirvöld reistu sameiginlega aðstöðu fyrir öll íþróttafélög í bænum í Nauthólsvík. Lengi var búið að Hlíðarenda og á árunum 1905-18 voru byggð fjós, hlaða og íbúðarhús sem enn standa og nýtast sem skrifstofur og samkomusalur. Gamla íþróttahúsið var byggt á árunum 1954-58 og loks var Friðrikskapellan vígð árið 1993. Húsin eru talin hafa mikið gildi, bæði fyrir atvinnusögu Reykjavíkur og sögu Vals.
9
Íþróttamannvirki
Má ég biðja – fjölbreytt þjónusta VST á sviði „Hljóðverkfræði? Verður þá ekki nóg að gera í nýja tónlistarhúsinu?“ Þetta er ekki óalgeng spurning þegar hljóðverkfræði ber á góma. Það þarf heldur ekki að koma á óvart þar sem sérhannað rými fyrir tónlistarflutning er eitt augljósasta dæmið um vinnu hljóðverkfræðinga. Því fer þó fjarri að hljóðverkfræði tengist eingöngu tónlist. VST býður fjölbreytta ráðgjöf á sviði hljóðverkfræði og hefur komið víða við, þar á meðal í kirkjum, skólum, íþróttahúsum og síðast en ekki síst á götum úti. Hljóðverkfræði er þverfagleg grein innan verkfræðinnar því greinar hennar falla undir aðrar klassískar verkfræðigreinar, bygginga-, véla- og rafmagnsverkfræði. Sem dæmi eru hljómburður, hljóðeinangrun og umhverfishávaði gjarnan talin heyra undir byggingaverkfræði, sveiflur til vélaverkfræði og rafhljóðtækni (e. electro acoustics) til rafmagnsverkfræði. Hið síðastnefnda felst m.a. í hljóðkerfa-, hljóðnema- og hljóðgjafahönnun.
veitt var alhliða ráðgjöf var hönnun á hljómburði í nýrri íþrótta- og sýningahöll í Laugardal (sjá mynd 1). Þar miðaði hönnun meðal annars að því að lágmarka bergmál og ómtíma í sal, hanna hljómburð í fyrirlestrarsal (sjá mynd 2) ásamt heildarráðgjöf við hljóðhönnun í öðrum rýmum hússins.
Sýningahöll stórt verkefni
Miklar kröfur eru gerðar til hljómburðar í kirkjum en hann er ekki alltaf eins og best væri á kosið. Á vegum VST hefur meðal annars verið unnið að hljóðhönnun til að bæta hljómburð í Vídalínskirkju í Garðabæ (sjá mynd 3).
Frá því að VST hóf að bjóða sérstaka ráðgjöf í hljóðtækni hafa verkefni verið mörg en af ólíkum toga og umfangi. Fyrsta verkefnið þar sem
Í nokkrum verkefnum stofunnar hefur verið veitt ráðgjöf vegna opinna vinnusvæða,
Mynd 2: Fyrirlestrarsalur í Laugardal. Halldór K. Júlíusson Hljóðverkfræðingur á rafmagnssviði
Endurkastsflekar á hliðarveggjum breyta stefnu hljóðsins sem og dreififlekar á bakvegg sem sýndir eru með gulum lit. Áheyrendasvæði eru í grænum lit.
Mynd 3: Líkan af Vídalínskirkju. Horft frá altari inn í kirkjuna. Litur hvers hlutar ræðst af hljóðísogi hans. Áheyrendasvæði eru hér í brúnum lit. Myndirnar á þessari síðu eru fengnar úr CATT hljómburðarhugbúnaði.
10
Íþróttamannvirki
um hljóð?
hljóðverkfræði
Ómtímajafna W. C. Sabine Upphaf nútíma hljóðtækni í tónleikasölum má rekja til ársins 1895 þegar W. C. Sabine (1868-1919) prófessor í eðlisfræði við Harvard-háskóla þróaði jöfnu til að reikna út ómtíma.
Mynd 1: Salurinn í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Steyptir veggir við gólf eru hallandi en hljóðísog uppi á veggjum er sýnt í gulbrúnum lit. Myndin er líkan arkitekta. s.s. í skólum og skrifstofuhúsnæði. Ennfremur hefur VST í mörg ár veitt ráðgjöf vegna umferðarhávaða og komið að hönnun hljóðmana, meðal annars við Reykjanesbraut, Kringlumýrarbraut, Hafnarfjarðarveg, Bústaðaveg, Vesturlandsveg og Hallsveg.
Forritaður hljómburður Starfsmenn VST nota sérstakt reikniforrit, CATT, við hljómburðarhönnun til að meta allar nauðsynlegar breytur. Forritið er eitt hið öflugasta á markaðinum og með því er hægt að segja fyrir um með meiri vissu en áður hvernig hljómburður verður í tilteknu rými. Einnig er mögulegt að hlusta á og upplifa hermun af hljómnum sem gerir reikniniðurstöður „áþreifanlegri“ fyrir þá sem standa að verkinu. Við útreikninga á umferðarhávaða eru notuð önnur verkfæri og nýverið festi VST kaup á öflugum hugbúnaði í því skyni, sem nefnist SoundPLAN. Auk þess að geta útbúið hefðbundnar grunnmyndir af dreifingu umferðarhávaða á tilteknu svæði er hægt að gera þversniðsmyndir með SoundPLAN. Slík tækni
er mikilvæg til að finna bestu hugsanlegu lausn við greiningu á nauðsynlegum mótvægisaðgerðum fyrir tiltekinn vegkafla. Mikilvægt er að hljóðverkfræðingar komi snemma að verkefnum. Oft má nefnilega tryggja viðunandi hljóðtæknieiginleika bygginga á einfaldari og ódýrari hátt en ella sé gert ráð fyrir þeim í upphafi. Sé óskað eftir hljóðráðgjöf of seint í verkum getur hún ýmist misst marks eða kallað á klúðurslegar „reddingar“.
Hljóðmælingar auka þjónustu Á vegum VST eru fyrirhuguð kaup á hljóðmælitækjum sem auka munu enn frekar möguleika á ráðgjöf stofunnar. Mælingar eru nauðsynlegur þáttur í endurbótum á hljóðvist hvort sem um ræðir hávaða, hljómburð, hljóðkerfi eða hljóðeinangrun. Almennt eru kröfur að aukast til góðrar hljóðvistar og það undirstrikar mikilvægi þess að rétt sé staðið að hönnun mannvirkja, s.s. húsbygginga og vega.
11
Fyrsta húsið, sem reist var og stuðst við fræði Sabines, var Boston Symphony Hall en Sabine var einmitt aðalhönnuður þess salar. Það tók Sabine um fimm ár að þróa ómtímajöfnuna og byggði hún á mælingum og rannsóknum á ýmsum sölum í Harvardháskóla. Ómtími er enn í dag mest notaða breytan í hljóðtæknihönnun rýma og er jafna Sabines þá gjarnan notuð sem fyrsta nálgun til að áætla ómtímann. (0.161V) RT = A Þar sem RT er ómtíminn eða sá tími það tekur hljóðstigið aðminnka um 60 dB, V er rúmmál rýmis í m^3 og A er virkur hljóðísogsflötur í m^2.
Íþróttamannvirki
Gervigras á hverju strái Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað árið 2003 að veita fjármagni til byggingar á þremur æfingavöllum með gervigrasyfirborði. Samtals var um að ræða fjárveitingu að upphæð um 320 milljónir króna sem dreifist yfir árin 20032005. Byggingaraðili er Fasteignastofa Reykjavíkurborgar og rekstraraðili er Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar. Hver gervigrasvöllur er 111 x 73 m að stærð eða 8.103 m². Með öryggissvæðum er heildarstærðin um 8.855 m². Merktur völlur er 105 x 68 m sem er stöðluð stærð fyrir alla leiki. Vellirnir verða í framtíðinni upphitaðir með lokuðu kerfi sem fyllt er með frostlegi. Dreifikista er við enda vallar en forhitari og stjórnbúnaður verður staðsettur í tækjahúsi við enda vallarins. Vellirnir eru flóðlýstir með 200-250 LUX/m². Umhverfis vellina eru 2-5 metra háar stálgrindagirðingar með hliði.
8.600 strá á fermetra Gervigrasið er frá DESSO í Hollandi og seljandi er Syntec A/S í Noregi. Grasið er af svokallaðri þriðju kynslóð og uppfyllir það allar nýjustu kröfur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um gervigras. Í nóvember 2004 ákvað UEFA að innan skamms yrði leyft að leika alla leiki á gervigrasi.
Sparkvöllurinn við Austurbæjarskóla var sá fyrsti sem byggður var í Reykjavík.
Peter Winkel Jessen Iðnfræðingur á verkefnastjórnunarsviði
VST sá um útboð á gervigrasinu, verkefnastjórn og eftirlit fyrir hönd Fasteignastofu Reykjavíkurborgar. Aðrar verkfræðistofur og arkitektar unnu að hönnun og útboðsgögnum. Gott samstarf var á milli aðila og forráðamanna og í öllum tilvikum voru vallarstjórar knattspyrnufélaganna hafðir með í ráðum. Stofnuð var sérstök nefnd með fulltrúum frá félögunum og KSÍ til að velja gervigrasið. Nýju gervigrasvellirnir hafa þegar verið teknir í notkun á íþróttasvæðum Fram, Fylkis og KR. Koma þeir allir í stað malarvalla. Með tilkomu gervigrasvallanna má reikna með að nýtingin verði margfalt meiri en á hefðbundnum gras- og malarvöllum. Mun það eflaust stuðla að miklum uppgangi fyrir knattspyrnufélögin og knattspyrnu á Íslandi. Ennfremur verður viðhaldskostnaður minni og slysahætta minnkar.
12
Grasstráin eru 60 mm að lengd, svokölluð Polyethylen monofilament, með um 8.600 strá á hvern fermetra. Neðst er grasið fyllt með sandi um 15 kg/m² og efst er fyllt með um 17 kg/m² SDR gúmmíkurli með kornastærð 1,5-2,5 mm. Samtals fara um 270 tonn af gervigrasi, sandi og gúmmikurli í hvern völl.
Sparkvellir vinsælir VST hefur einnig aðstoðað Fasteignastofu við byggingu sparkvalla með gervigrasi við grunnskóla borgarinnar. Sparkvellirnir eru mjög vinsælir og stefnir Reykjavíkurborg að því að byggja sex nýja velli árið 2005. Gervigrasið á þessum nýju völlum er gjöf frá KSÍ, sem aftur er styrkt af UEFA. Ennfremur sá stofan um útboð og eftirlit með endurnýjun á gervigrasi Leiknis í Reykjavík. Loks eru fyrirhugaðar miklar framkvæmdir hjá Val á Hlíðarenda (sjá grein á bls. 8-9) þar sem einnig verður byggður gervigrasvöllur.
Kominn til að vera Björn Johannessen hefur starfað á stóriðjusviði VST sem verkefnisstjóri við byggingu Fjarðaáls á Reyðarfirði frá því hann kom heim frá Sádi-Arabíu í febrúar síðastliðnum. Björn er norskur að uppruna, fæddur í Tromsö árið 1956 og útskrifaðist sem landslagsarkitekt frá Landbúnaðarháskólanum að Ásum 1980. Hann bjó á Íslandi og starfaði sem landslagsarkitekt á árunum 1983-88, flutti þá aftur til Noregs í tvö ár áður en hann fékk tilboð um vinnu hjá stóru verktakafyrirtæki í Sádi-Arabíu. Þangað fluttist hann með konu sinni Sigrúnu Jónasdóttur og þremur börnum og ætluðu þau upphaflega að vera í tvö ár. Árin urðu fjórtán og börnunum fjölgaði um eitt á meðan. Gangverk: Hvernig kom það til að þið fóruð til Sádi-Arabíu? Björn: Ég hafði verið að vinna á arkitektastofu í Noregi við ýmis verkefni sem tengdust umhverfishönnun þegar verkfræðifyrirtækið ABV Rock Group leitaði til mín vegna verkefnis í Sádi-Arabíu. Það má segja að ég hafi eiginlega verið hausaveiddur. Þetta var spennandi tækifæri og fjölskyldan ákvað að taka því. Við ætluðum upphaflega að vera í tvö ár en enduðum með að vera fjórtán. Ég fór út í apríl 1990 og fjölskyldan kom skömmu á eftir. Elsti sonur okkar var 10 ára þegar við fluttum, næstelsti sonur sex ára og dóttir okkar 4 ára. Yngsta barnið fæddist seinna í Sádi-Arabíu.
Þetta hefur verið rétt fyrir Persaflóastríðið? Já, Írakar réðust inn í Kúveit í ágúst og stríðið byrjaði í lok janúar, þannig að við vorum þarna á átakatímanum. Það var sérstakt að upplifa þetta. Fjölskyldan var í Riyadh þegar fyrstu eldflaugar Íraka lentu á borginni, nógu stutt frá til að við gátum séð bæði þær og Patriot gagneldflaugarnar sem sendar voru á móti þeim. Við ákváðum þegar stríðið byrjaði að fjölskyldan færi til Íslands en ég yrði eftir. Ég kom reyndar aðeins heim, var í viku en þegar farþegaflug komst í eðlilegt horf fór ég aftur niðureftir og var síðustu vikur stríðsins.
13
Kominn til að vera
Á þessum tíma var fyrirtækið að vinna fyrir utan Riyadh við byggingu olíugeymslustöðva neðanjarðar. Írakar sendu milli 30 og 40 eldflaugar á borgina á þessum tíma en við áttum þess kost að gista utan borgarmarkanna. Við heyrðum bara í eldflaugunum í fjarska á nóttunni og það var í sjálfu sér ekkert mál. Ég óttaðist aldrei um líf mitt. Fjölskyldan kom svo aftur eftir að stríðinu lauk. Við hvað varstu að starfa í Sádi-Arabíu? Mitt hlutverk í þessu verkefni tengdist til að byrja með umhverfishönnun en á tímanum sem ég var þarna úti þróaðist það þannig að ég fór að vinna í skipulagsvinnu og loks í verkefnisstjórnun á hönnunarsviði. Vegna viðkvæms eðlis þeirra verkefna sem ég var að vinna við er ég reyndar í mörgum tilfellum bundinn þagnarskyldu um þau. Hvernig var að vera útlendingur í Sádi-Arabíu? Það eru náttúrulega margar hliðar á því. Af 15 milljón íbúum Sádi-Arabíu eru örugglega fjórar milljónir útlendinga. Ætli Vesturlandabúarnir hafi ekki verið um hálf milljón en hinir koma aðallega frá Indlandi, Pakistan, Sri Lanka og Filippseyjum, en líka frá löndunum í kring. Flestir Vesturlandabúarnir búa í litlum lokuðum íbúðasvæðum sem gerð eru sérstaklega fyrir þá, með hliði og vakt. Innan múranna getur fólk haft það nokkurn veginn eins og heima hjá sér. Á meðal okkar mynduðust góð tengsl og ég eignaðist líka marga Sádi-Araba að vinum. Það var mikið að gera hjá krökkunum, í íþróttum og fleiru, og félagslífið var líflegt. Þetta er auðvitað strangtrúað múslimskt þjóðfélag, þar sem Kóraninn er lögin og hann er túlkaður nokkuð strangt. Áfengi er að sjálfsögðu harðbannað, svínakjöt er bannað, konur mega ekki keyra bíla og bæði menn og konur verða að klæða sig innan ákveðinna velsæmismarka. Það þýðir að flestar konur eru í svörtum kufli og margar líka með sjal yfir höfuðið. Flestar innfæddar konur eru alveg huldar en fæstar vestrænar konur eru með höfuðfatnað. Svo er þarna fyrirbæri sem kallað er Muttawa, einkastofnun sem sumir kalla „trúarlögregluna,“ og hefur það að markmiði að sjá til þess að lögunum sé framfylgt. Þetta er voðalega framandi fyrir okkur, en það eru aðallega konur sem finna fyrir því. Þær mega ekki vinna á sama stað og karlmenn og það gerir þeim mjög erfitt fyrir að komast út á vinnumarkaðinn. Þegar við fluttum áttum við þrjú börn á aldrinum fjögurra til tíu ára og fyrstu árin var Sigrún heima með þau. Seinna vann hún á bókasafni við bandarískan einkaskóla í Riyadh sem börnin gengu í. Lentuð þið í einhverjum útistöðum á menningarlegum forsendum? Nei, ekki nema að Muttawa gerði nokkrum sinnum athugasemdir við að Sigrún væri ekki
14
með sjal yfir höfðinu. Við vildum ekki stofna til vandræða og þegar þetta gerðist setti hún bara upp höfuðfatnað. En ég vil taka fram að þetta gerðist örsjaldan allan þann tíma sem við vorum þarna. Og auðvitað koma þeir ekki inn á svæði Vesturlandabúa. Þarna eru margar venjur og aðstæður sem eru mjög framandi og getur tekið tíma að venjast – það fer eftir manngerðinni hvort maður gerir það eða ekki. Það eru auðvitað ekki allir sem eru í 14 ár eins og við. Það eru fjölskyldur sem hafa farið mjög fljótt aftur heim, en við fundum okkur mjög vel þarna og krakkarnir aðlöguðust mjög vel. Hvernig varð ykkur við 11. september 2001? Þetta kom okkur allt mjög á óvart en það má segja að það hafi í raun ekkert breyst frá degi til dags í samfélaginu. Flestum Sádi-Aröbum blöskraði mjög og flestir sem maður talaði við sögðu að það gætu ekki verið sannir múslimar eða sannir arabar sem gerðu svona lagað. Sádi-Aröbum fannst sjálfum mjög ótrúlegt að það hefðu verið þetta margir af þeirra þjóðerni sem ættu þátt í þessum atburðum og sumir bentu á að faðir bin Ladens hefði upphaflega verið Yemeni. Þjóðernishyggja er mjög sterk meðal Sádi-Araba. Hvað varð svo til þess að þið ákváðuð að flytja eftir 14 ár í Sádi-Arabíu? Kvöld eitt vorið 2003 stóðu öfgahópar í SádiArabíu að nokkrum öflugum sprengingum þar sem vestræn íbúðahverfi voru augljóslega skotmörkin og fjölmargir dóu. Það höfðu verið gerð örfá – kannski þrjú eða fjögur – sprengjutilræði í Sádi-Arabíu öll árin sem við höfðum verið þar, en það hafði bara verið ráðist á hernaðarleg skotmörk. Vorið 2003 var ljóst að þetta hafði breyst. Eftir þetta gerbreyttist hegðun fólks. Það má segja að allt menningarlíf sem þessi stóri vestræni hópur lifði – mikil vinatengsl, mikið að gera fyrir krakkana, tónlist, leikrit, íþróttir – allt þetta dó algerlega út. Menn héldu sig bara heima og hættu að ferðast, fara á fótboltaleiki eða bara hittast. Íbúðasvæðin urðu að algerum virkjum þar sem hermenn stóðu á vakt með fallbyssur og fólk var hálfpartinn hætt að heimsækja hvert annað vegna þess hvað erfitt var orðið að komast á milli. Mánuði eftir tilræðin tókum við ákvörðun um að fjölskyldan væri á leiðinni heim. Það var heldur aldrei á planinu að vera í Sádi-Arabíu fram á gamals aldur. Það gera mjög fáir útlendingar. Við vorum alltaf með það í huga að fara heim og höfðum miðað við að fara þegar næst yngsta barnið væri búið með menntaskóla. Sigrún og börnin fóru fyrst, í júní 2003, en ég ákvað að vera áfram í hálft ár. Á þeim tíma breyttist ekkert. Önnur sprenging varð um haustið og önnur eftir að ég fór, þannig að það var ljóst að þetta ástand myndi ekki breytast í bráð.
Ég er þrátt fyrir allt þetta bjartsýnn á þróunina í þessum heimshluta. Það eru enn mikil vandamál í Sádi-Arabíu sem þarf að leysa úr, en almennt hefur lýðræði verið að aukast smátt og smátt á þessu svæði á síðustu árum. Hver voru viðbrögð ykkar við innrásinni í Írak 2003? Okkur fannst þetta ekki vera rétt ákvörðun. Þegar maður býr í þessum heimshluta, þá eru afleiðingar stríðs miklu nærri manni og hafa verður í huga að fjöldi óbreyttra borgara deyr í slíkum átökum. Þá finnst manni ekki réttlætanlegt að heyja stríð út af einhverjum grunsemdum um vopn eða tengsl við hryðjuverkahópa – grunsemdum sem síðar reyndust ekki á rökum reistar. Í arabalöndunum er mikill fréttaflutningur frá átökum á svæðinu, sérstaklega frá Palestínu. Myndirnar og lýsingarnar sem við fengum þaðan, nánast á hverjum degi, sögðu okkur hvað stríð og vopnuð átök eru hræðileg fyrirbæri. Sem Vesturlandabúar fundum við samt ekki fyrir mikilli andúð meðal Sádi-Araba vegna þessa.
Meðal verkefna Björns var þetta skrifstofuhúsnæði í Riyadh sem sést hér á byggingarstigi.
Eigið þið eftir að sakna einhvers frá Sádi-Arabíu? Við eigum auðvitað eftir að sakna stóra vinahópsins okkar og þess líflega félagslífs sem var þarna.Við munum líka sakna menningar araba, sem við kunnum vel við. Krakkarnir sakna líka skólans og vina sinna. Svo er það auðvitað verðlagið og allt það sem maður gat leyft sér, vegna þess hvað það var ódýrt. Hvað ertu svo að gera þessa dagana? Frá því í febrúar hef ég verið að vinna á nýju stóriðjusviði VST við verkefnisstjórnun í Fjarðaálsverkefninu fyrir HRV, samsteypuna sem sér um hönnun og framkvæmdir á Reyðarfirði í samvinnu Bechtel. Mitt hlutverk hefur verið að hafa umsjón með þeirri hönnunarvinnu sem þurft hefur vegna aðstöðunnar á álverslóðinni – vinnubúðir, verkstæði, skrifstofur, lagerbyggingar og fleira.
Í Sádi-Arabíu leggja menn líka gervigras.
Mér finnst verkefnið sem ég er að vinna við mjög áhugavert og skemmtilegt. Það er mikið um að vera og það er mjög krefjandi. Ég vann áður hjá fyrirtæki sem var með um tólf þúsund starfsmenn þegar mest var, og við vorum með risastór verkefni í samvinnu við mörg af stærstu verkfræðifyrirtækjum heims. Þannig að ég þekki vel hvernig stóru fyrirtækin vinna, til dæmis Bechtel, og bakgrunnur minn í stórum verkefnum nýtist mér vel. Svo er góður andi hérna hjá VST. Þetta er rótgróið fyrirtæki og maður hefur á tilfinningunni að margir komi hingað til að vera. Þótt alltaf séu menn að koma og fara sér maður að það er stór kjarni sem er búinn að vera hér lengi og það finnst mér mjög gott. Ég var sjálfur í 14 ár í Mið-Austurlöndum, þannig að það má segja að ef ég finn stað sem mér líkar vel þá er ég til í að setjast þar að.
Samkomuhús í Riyadh. ABV Rock Group sá um hönnun og framkvæmd bygginganna hér að ofan.
15
Þverárvirkjun 50 ára Fimmtíu ára afmæli Þverárvirkjunar á Ströndum ásamt endurbyggingu og stækkun virkjunarinnar var fagnað með hátíðarsamkomu 25. september sl. VST hefur hannað mannvirki Þverárvirkjunar frá upphafi og sá ennfremur um hönnun og eftirlit við byggingaráfanga stækkunar hennar á síðustu árum, ásamt útboði á vélbúnaði og fleiru.
Stöðvarhús Þverárvirkjunar.
Þverárvirkjun var fyrsta stóra virkjun Hólmavíkur og Strandasýslu. Náði veitukerfið allt vestur í Reykhólasveit og suður fyrir Gilsfjörð áður en hún tengdist að lokum landskerfinu. Orkubú Vestfjarða hefur rekið virkjunina frá 1978.
en gert ráð fyrir tvöföldun síðar. Virkjunin var reist á árunum 1952-53 og vígð í september 1954. Stífla Þverárvirkjunar var reist í glúfri árinnar við Þiðriksvallavatn. Var hún bogastífla, sú fyrsta og eina sinnar tegundar á landinu.
Fyrstu athuganir á virkjunarskilyrðum í Þverá fóru fram á árunum 1937-38. Þá var dísilstöðin á Hólmavík orðin gömul og brýn nauðsyn á úrlausn fyrir kauptúnið. Á árunum 1947-50 var unnið að endanlegri áætlun fyrir virkjunina. Ákveðið var að virkja hluta fallsins milli Þiðriksvallavatns og sjávar, 460 kW fyrst í stað
Í fyrstu var virkjuninni einkum ætlað að þjóna Hólmavík og næsta nágrenni. En 1956 var lagður sæstrengur yfir Steingrímsfjörð og út með honum til Drangsness og þaðan til Bjarnarfjarðar. Önnur lína var lögð vestur á Reykjanes. Þannig teygðist orkuveitusvæðið yfir í annan landshluta.
Stækkað í tvígang
Árið 1963 var stöðvarhúsið stækkað, stíflan hækkuð lítillega og vatnsvélinni skipt út fyrir nýja 1,2 MW vél. Árið 2000 hófust framkvæmdir við endurnýjun og stækkun virkjunarinnar. Gerð var um 560 m löng jarðvegsstífla, lokahús steypt í Þverárgili og yfirfall gert í Kotskarði. Vatnsborð Þiðriksvallavatns hækkaði þá um sex metra. Stöðvarhúsið hefur verið stækkað, gamla vélin fjarlægð og grunnur álmu frá 1963 dýpkaður um 3 m. Allur vél- og rafbúnaður hefur verið endurnýjaður. Hverfill er að Francis-gerð, hannaður fyrir 43-59 m fall. Hámarksafl hans við fullt lón er 2,3MW.
Hugarleikfimi 1
Hópur yfirverkfræðinga hafði dvalið svo lengi í kofa einum að þeir höfðu ekki lengur hugmynd um hvaða vikudagur væri. Af því tilefni spannst eftirfarandi samtal: Þorkell: Hvaða dagur er í dag? Ég held að það sé hvorki fimmtudagur, föstudagur né laugardagur. Ólafur: Það fækkar nú ekki möguleikunum mikið. Það var sunnudagur í gær. Níels: Það var ekki sunnudagur í gær. Hann er á morgun.
Gunnar: Ég held að laugardagur sé ekki á morgun, heldur hinn. Örn: Ég er viss um að það var fimmtudagur í fyrradag. Kristján: Nei, nei, á morgun er laugardagur. Sveinn: Ég veit það eitt að dagurinn eftir morgundaginn er ekki föstudagur. Hvaða vikudag átti samtalið sér stað, ef aðeins ein fullyrðing verkfræðinganna sjö er sönn?
2
Greinið mynstrið í eftirfarandi talnarunu og segið til um næstu þrjár tölur.
2 10 12 38 42 52 56 142 150 170 Svörin er að finna á vef VST www.vst.is