02
Sveitarfélög 4
6 Þrjár sundlaugar 8 Hermt eftir umferð 10 Vistvegir liggja til allra átta
Í þjónustu sveitarfélaga
•
06
•
05
Ljósmynd: Kristján Maack.
Frjálsíþróttahöll opnuð Nýbygging Íþrótta- og sýningahallarinnar í Laugardal var opnuð og vígð við hátíðlega athöfn 29. nóvember sl. Það var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sem opnaði höllina. Hönnun íþrótta- og sýningahallarinnar var viðamikið verkefni. Eins og fjallað var um í Gangverki fyrir ári sá VST um alla verkfræðihönnun hússins, þ.m.t. burðarvirki, rafmagn, lagnir, loftræsingu, brunahönnun og hljóðtækni. VST aðstoðaði einnig verkkaupa við verkefnisstjórn á framkvæmdatíma. Arkitektar byggingarinnar eru T.ark en aðalverktaki var Eykt. Línuhönnun sá um eftirlit.
Í byggingunni er 5.000 fermetra salur sérhannaður fyrir frjálsar íþróttir en hann nýtist jafnframt til sýninga- og ráðstefnuhalds. Í húsinu er einnig góð veitingaaðstaða, ráðstefnusalur með sæti fyrir um 120 manns og loks svið þar sem halda má fyrirlestra og jafnvel minni tónleika. Laugardalshöllin er í eigu Íþrótta- og sýningahallarinnar hf, en að félaginu standa Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins.
Fréttabréf VST 2. tbl. 6. árgangur, desember 2005 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is
Nýjar höfuðstöðvar SPM
VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 437 1317 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is
Sparisjóður Mýrasýslu opnaði nýjar, glæsilegar höfuðstöðvar sínar að Digranesgötu 2 í Borgarnesi þann 24. júní síðastliðinn. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggði húsið
VST Kaupvangi 2 • 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Austurvegi 6 • 800 Selfoss Sími: 577 5015 • Fax: 577 5010 vstsf@vst.is
2
fyrir sparisjóðinn en VST sá um alla verkfræðihönnun. Arkitektar eru Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar. Bygging hófst í maí 2004 og allar áætlanir um verkið stóðust.
FRETTIR STUTTAR
Það kemur með kalda vatninu Nýr kaldavatnsgeymir Orkuveitu Reykjavíkur á Reynisvatnsheiði var tekinn í notkun 16. júní sl. Þann dag voru jafnframt liðin 96 ár frá því að vatni var fyrst hleypt á vatnsleiðslu Vatnsveitu Reykjavíkur frá Elliðaánum til Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður OR skrúfaði formlega frá krananum í fyrsta skipti og hleypti vatni inn á dreifikerfi veitunnar.
aðstæðum í samstarfi við fyrirtækið Bólholt en hreinsivirkin sjálf koma frá Danmörku. Hreinsun fráveituvatnsins fer fyrst fram með lífrænu niðurbroti og svo er það geislað til örveruhreinsunar. Alls hafa verið settar upp fimm stöðvar; þrjár á Egilsstöðum, ein á Hallormsstað og ein í Fellabæ norðan megin við Lagarfljót. Vatnsskortur veldur ekki þessum hreinlætisaðgerðum enda er skólpið að sjálfsögðu ekki notað sem drykkjarvatn. Ákveðið var að hreinsa skólpið frekar en að safna því saman og dæla því óhreinsuðu út í Lagarfjót. Björn segir þetta alls ekki dýrt. „Miðað við aðstæður hér er þetta raunar ódýrasti
Hreint skólp á Egilsstöðum Meginhluti skólps frá Egilsstöðum og nágrenni er orðið „tæknilega drykkjarhæft“ hvað gerlainnihald varðar eftir uppsetningu skólphreinsivirkja á síðastliðnu ári. Þetta segir Björn Sveinsson útibússtjóri VST á Austurlandi. VST á Austurlandi tók þátt í að setja upp stöðvarnar og aðlaga þær íslenskum
Múlavirkjun var vígð 24. nóvember sl. en VST á Vesturlandi sá um hönnun stíflna og stöðvarhúss. Virkjunin er staðsett við svokallaða Vatnaleið milli Vegamóta og Stykkishólms og nýtir vatn, sem rennur úr Hraunsfjarðarvatni og Baulárvallavatni. Virkjuð fallhæð er 82 m og eru túrbínur tvær 2177 kW og 1051 kW. Gert er ráð fyrir að rafmagnsframleiðsla verði um 2 MW á álagstímum. Eigendur virkjunarinnar eru heimamenn, Ástþór Jóhannsson, Dal, Bjarni Einarsson Tröðum og Eggert Kjartansson Hofstöðum. Sparisjóður Mýrasýslu fjármagnar framkvæmdina og Hitaveita Suðurnesja kaupir alla orku virkjunarinnar.
Engar fréttir eru góðar fréttir
VST sá um verkfræðihönnun við geyminn ásamt tengdum lögnum og lokahúsum en arkitektar verksins eru þau Magnús Skúlason og Guðrún Stefánsdóttir. Vatnsgeymirinn, sem er samtals 11.000 m3, geymir neyðarvatnsbirgðir skyldi veitukerfið bila. Undirbúningur að verkefninu hófst 2001 þegar VST var falið að áætla nauðsynlegt geymarými OR fyrir miðlun og neyðarvatn til næstu 20-25 ára. Niðurstaða VST var að á næstu 20 árum þyrfti að byggja 22-24 þúsund m3 geymarými og að nú þegar væri þörf á um 11.000 m3.
Múlavirkjun vígð
Haldið var upp á milljónustu slysalausu vinnustundina við byggingu álversins við Reyðarfjörð þann 5. desember síðastliðinn.
kosturinn.“ Björn telur vel hugsanlegt að fleiri skólphreinsistöðvar af þessu tagi verði settar upp á næstunni, jafnvel í bæjarfélögum sem nú dæla sínu skólpi út í sjó.
Hluti Hallsvegar boðinn út Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa boðið út lagningu á tveggja akreina vegi frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi um 0.9 km ásamt gerð hringtorgs við Fjallkonuveg. VST hefur séð um forhönnun, mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og verkhönnun. Sátt hefur skapast um framtíðarlegu vegarins en töluverður ágreiningur var um legu hans og mögulegar mótvægisaðgerðir vegna hávaða frá umferð.
„Það eru um eitt þúsund manns sem vinna við bygginguna. Að enginn hafi slasast í meira en eitt ár telst mjög góður árangur í svona áhættusömu verkefni,“ segir Hlín Kristín Þorkelsdóttur staðarverkfræðingur hjá Bechtel-HRV. Áætlaðar vinnustundir vegna byggingarinnar eru alls um fimm milljónir. Það er ekki einungis að þakka því að starfsfólk sýni aðgæslu við störf heldur miðast öll hönnun álversins við það að draga úr slysahættu á byggingartímanum. „Við höfum reynt að hanna þetta allt þannig að það sé hægt að gera sem mest á jörðu niðri í staðinn fyrir að láta menn vinna við hættulegar aðstæður. Það er eitt af því sem er sérstakt við þetta verkefni, það er spáð í aukaverkanirnar staðinn fyrir að horfa bara á kostnaðinn við framleiðsluna, og allt þetta er tekið inn í útboðsgögnin.“
3
Í þjónustu sv Þjónusta íslenskra sveitarfélaga við íbúa sína er margs konar og þjónusta Verkfræðistofunnar við sveitarfélögin er ekki síður fjölbreytt. Í þessu tölublaði Gangverks er meðal annars fjallað um þrjár nýjar sundlaugar, umferðarlíkan og fyrirhugaðar endurbætur á þjóðvegi sem liggur í þéttbýli. Þetta er þó ekki nema örlítið sýnishorn af þeim verkefnum sem VST hefur unnið fyrir sveitarfélög í gegnum tíðina.
Umhverfismál
Samfélagsmál
Almenn ráðgjöf á sviði náttúrufræði og umhverfismála
Öll verkfræðihönnun og verkefnastjórnun:
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
Umhverfismat áætlana
Sundlaugar
Umhverfisstjórnun ISO-14001
Íþróttavellir
Vöktun á lífríki
Íþróttahús
Umhverfisfræðsla og kynningarmál
Gervigras- og sparkvellir
Túlkun á sérfræðiskýrslum og áætlunum
Skólar og leikskólar
Lausnir á vandamálum vegna dýra
Hjúkrunarheimili
Fráveitur og sorp
„Sveitarfélögin eru mjög mikilvægir viðskiptavinir hjá okkur og fyrir þau höfum við unnið fleiri verkefni og fjölbreyttari en flestir myndu halda" segir Örn Steinar Sigurðsson yfirverkfræðingur hjá VST. Þau verkefni sem ber mest á eru auðvitað hefðbundnar framkvæmdir af ýmsu tagi, svo sem umferðarmannvirki, hafnir, fráveitur, virkjanir, íþróttahús, sundlaugar, kirkjur og margt fleira. Hér hefur stofan komið að verkefnum á öllum stigum, allt frá
Dvalarheimili Spítalar
Náttúruvernd
Kirkja Byggingarkrani
Íbúðahverfi
Bensínstöð Sundlaug
Skóli
Leikskóli
Göngubrú
Útivistarsvæði
Tjörn
Gangbraut Íþróttasvæði
Gatnamót Umferðarljós Hljóðmön
Náttúruvernd
4
veitarfélaga þarfagreiningu og gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana á undirbúningsstigi til verkfræðihönnunar og loks eftirlits með framkvæmdum.
Umferðarmál Umferðaröryggismat aðalskipulags
En auk alls þessa hafa verkfræðingar VST komið að ýmsum óhefðbundnari verkefnum fyrir sveitarfélögin. Þar má til dæmis nefna umhverfismat, náttúruvernd og hönnun útivistarsvæða. Þeir hafa líka veitt ráðgjöf um bættan rekstur iðnaðareldhúsa, bæði fyrir skóla og hjúkrunarheimili, og unnið áhættumat fyrir ýmsa starfsemi. Þeir hafa gert viðbragðsáætlanir og skipulagt fjöldaæfingar vegna hugsanlegra óhappa og náttúruhamfara, bæði skrifborðsæfingar og raunæfingar í tengslum við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila.
Frumdrög skipulagshugmynda Hraðalækkandi aðgerðir Öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda
Framkvæmdir Alhliða ráðgjöf og þjónusta vegna framkvæmda á vegum sveitarfélaga Undirbúningur verkefna
Ráðgjöf um úrbætur á slysastöðum
Öll verkfræðihönnun
Hljóðvist
Útboð og samningar
Umferðartalningar
Verkefnastjórnun
Umferðarspár
Einkaframkvæmd
Gerð slysakorta
Útboð og skilgreining
Hönnun umferðarmannvirkja
„Verkfræðingum er í sjálfu sér fátt mannlegt óviðkomandi, og það má segja að það sé keppikefli VST að veita sveitarfélögum jafn fjölbreytta þjónustu og þau veita íbúum sínum," segir Örn Steinar.
Aðstoð við samningagerð Eftirfylgni
Öryggismál Almenn ráðgjöf á sviði öryggismála Hesthús
ð
Stjórnun öryggis á vinnustöðum OHSAS18001
Sorphirða
Hljóðvist Fráveita
Hættugreining og áhættumat Neyðarstjórnun
Haf
Viðbragðsáætlanir og æfingar Brunavarnaáætlanir og ráðgjöf vegna brunavarna
Höfn Sjúkrahús
Brunabíll
Það er í mörg horn að líta í hinu dæmigerða sveitarfélagi.
5
Sundlaugar Sundlaugar eru ein best nýtta samfélagsþjónusta sem sveitarfélög bjóða. Verkfræðistofan hefur komið með einhverjum hætti að gerð meira en helmings allra sundlauga landsins. Hér segir frá þremur ólíkum laugum sem nú eru í byggingu. Samkvæmt mannvirkjaskrá Íþróttasambands Íslands voru 165 skráðar sundlaugar á Íslandi í lok árs 2001, eða sem svarar einni laug fyrir hverja 1700 íbúa. Sundlaugar – hönnun þeirra, bygging og viðhald – hafa lengi verið eitt af sérsviðum Verkfræðistofunnar. Fjallað var ítarlega um sundlaugar í 2. tbl. Gangverks árið 2001.
Fyrri hluta ársins 2005 hófust framkvæmdir við þrjár mjög ólíkar sundlaugar sem eiga það sameiginlegt að VST sér um verkfræðihönnun og verkefnastjórnun við byggingu þeirra allra. Þetta eru sundlaugin á Eskifirði, Sundmiðstöðin Sunnubraut í Reykjanesbæ og Sundlaug Seltjarnarness.
Reykjanesbær: Fjölskylduparadís og keppnislaug Ylfa Thordarson verkfræðingur á verkefnastjórnunarsviði
Við Sundmiðstöðina Sunnubraut, þar sem fyrir er 25 metra útilaug, pottar og rennibraut, byggir Reykjanesbær nú nýja 50 metra innisundlaug og nýstárlegt vaðlaugarsvæði. Nýja innilaugin verður notuð sem keppnislaug þegar svo ber undir en alla jafna verður henni skipt í tvo hluta með lyftanlegri brú sem liggur þvert yfir hana miðja. Dýpri hlutinn verður þannig hefðbundin 25 m laug en sá grynnri verður notaður sem kennslulaug fyrir börn. Til að grynnka barnalaugina enn frekar verða í henni sérstakar botneiningar sem síðan má fjarlægja þegar keppt er í lauginni. Tækjarými er í kjallaranum og eru lagnagangar umhverfis alla laugina.
Vaðlaugin mun vekja mikla lukku.
Við hlið sundlaugarsalarins verður stór vaðlaug fyrir yngstu börnin með kastala og ýmsum leiktækjum. Þar verður líka svokölluð rennilaug sem samanstendur af fjórum minni laugum sem liggja í röð í eins konar tröppuformi. Þær tengjast bæði með litlum fossum sem myndast á brúnum þeirra og litlum rennibrautum þannig að hægt er að renna sér á milli þeirra. Innivaðlaugarnar gefa Sundmiðstöðinni ákveðna sérstöðu og vonast Reykjanesbær til þess að þær muni einnig laða að fjölskyldufólk frá höfuðborgarsvæðinu. Verklok eru áætluð 23. mars 2006. Sundlaugin er byggð fyrir Reykjanesbæ af Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Arkitekt Sundmiðstöðvarinnar er Bjarni Snæbjörnsson hjá T.Ark. VST sér um alla verkfræðihönnun, hönnun burðarvirkja, lagna, loftræsingar, rafmagns, stýringa og sundlaugarkerfis. Auk þess er verkefnastjórnun í höndum stofunnar. Verkfræðistofa Suðurnesja sér um daglegt eftirlit og verktakar eru Keflavíkurverktakar.
6
Lengst til hægri á teikningunni er nýja keppnislaugin. Vaðlaugin er fyrir miðju.
Eskifjörður: Ný glæsileg útilaug og líkamsræktaraðstaða
Verkefnastjórnun Verkfræðistofan annast verkefnastjórnun allra sundlauganna sem fjallað er um á þessari opnu. Jafnframt sér stofan um eftirlit með framkvæmdum við tvær þeirra. Í öllum laugunum hefur verkefnastjórnun stofunnar náð allt frá frumáætlanastiginu og yfir á framkvæmdastigið.
Nýja sundlaugin á Eskifirði samanstendur af 25 metra útisundlaug ásamt vaðlaug, tveimur heitum pottum, þremur rennibrautum með rennibrautarlaug, gufubaði og aðstöðuhúsi. Þar verður búningsaðstaða fyrir sundlaugargesti, aðstaða fyrir starfsfólk og afgreiðsla þar sem gestir geta tyllt sér niður og horft yfir sundlaugarsvæðið. Í aðstöðuhúsinu er einnig sérstök búningsaðstaða fyrir fótboltavöllinn sem er við hliðina á sundlauginni. Auk alls þessa eru tveir salir fyrir líkamsræktaraðstöðu í byggingunni, einn stór tækjasalur og inn af honum minni æfingasalur. Tæknirými lauganna er í kjallara undir sundlaugarsvæðinu. Áætluð verklok eru 15. maí 2006. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggir sundlaug á Eskifirði fyrir Fjarðabyggð. Arkitekt laugarinnar er Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar. Verktakar eru Íslenskir aðalverktakar. VST sér um alla verkfræðihönnun, hönnun burðarvirkja, lagna, loftræsingar, rafmagns, stýringa og sundlaugarkerfis. Auk þessa er verkefnastjórnun og eftirlit í höndum stofunnar.
Á frumáætlanastiginu hefur stofan meðal annars séð um kostnaðar- og framkvæmdaáætlanir og aðstoðað við að ná fram sem hagkvæmustum lausnum. VST hefur haft umsjón með hönnun, útboðum og samningagerð á hönnunarstigi lauganna og loks séð um verkefnastýringu á sjálfu framkvæmdastiginu.
Ein með öllu á Eskifirði.
Seltjarnarnes: Perlan á Nesinu stækkar
Vistað á vefnum Við verkefnastjórnunina á framkvæmdastiginu hefur meðal annars verið notast við verkefnastjórnunarvefkerfið Projectplace.com.
Seltjarnarnesbær vinnur nú að umfangsmiklum breytingum á Sundlaug Seltjarnarness. Verkinu er skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanganum sem nú er í byggingu verður sundlaugarsvæðið stækkað og því breytt. Í þeim seinni er áætlað að byggja litla innilaug og nýja líkamsræktarstöð. Sá hluti svæðisins sem best nýtur sólar verður stækkaður og þar komið fyrir stórum ólgandi seltupotti og nýjum búningsklefum úti. Í steyptri stúku á sundlaugarsvæðinu hinum megin við laugina verður sett rennibraut og vaðlaug með nokkrum leiktækjum fyrir yngstu börnin. Samhliða þessum breytingum verður búningsklefum sundlaugarinnar breytt og þeir endurnýjaðir frá grunni. Jafnframt því verða gerðar breytingar á anddyri, afgreiðslu og starfsmannarými. Auk þess verða byggðir sex nýir búningsklefar fyrir íþróttahúsið í stað þeirra fjögurra sem rifnir verða til að stækka sundlaugarsvæðið. Áætluð verklok fyrri áfanga eru 30. mars 2006.
Vefkerfið hefur nýst mjög vel við utanumhald teikninga og getur verktakinn ávallt nálgast nýjustu teikningar í kerfinu. Auk þessa eru fundargerðir, minnisblöð og orðsendingar geymdar í vefkerfinu og þannig aðgengilegar öllum notendum kerfisins. Vefkerfið er hægt að nýta á ýmsan máta til að mynda sem samskiptaleið og er það á dagskrá að koma þeim hluta kerfisins einnig í gagnið.
Það verður áfram saltvatn í lauginni, bara meira af því.
Arkitekt er Anna Kristín Hjartardóttir hjá Fúnkis. VST sér um alla verkfræðihönnun, hönnun burðarvirkja, lagna, loftræsingar, rafmagns, stýringa og sundlaugarkerfis. Verkefnastjórnun er einnig í höndum VST svo og eftirlit með framkvæmdunum. Verktaki er Ístak.
7
Verktakarnir hafa lýst yfir ánægju með notkun kerfisins og mun VST stuðla að því að Projectplace eða sambærilegt kerfi verði nýtt í öðrum stórum verkefnum stofunnar.
Hermt
eftir bílaumferð Þegar stórri byggingu er komið fyrir á viðkvæmum stað í grónu hverfi þarf að gæta þess að hún raski ekki margvíslegu jafnvægi í nágrenni sínu. Anna Runólfsdóttir verkfræðingur passar upp á að bílaumferð við nýja Tónlistar- og ráðstefnuhúsið gangi snurðulaust fyrir sig. Þegar Ríkiskaup fólu Verkfræðistofunni að kanna einstakar tillögur um fyrirhugað Tónlistar- og ráðstefnuhús með tilliti til áhrifa á umferðarskipulag í miðbænum var Anna Runólfsdóttir verkfræðingur fengin til að setja upp hermilíkön sem lýstu umferðinni. Umferðarlíkön vegna Tónlistarhússins miðuðust að mestu leyti við tillögu að rammaskipulagi en einnig þurfti að gera sérsniðið líkan fyrir tillögur allra bjóðendanna, Viðhafnar, Fasteignar og Portus Group.
Umferðin fer sína leið „Umferðaraðlögun felst í að ökumenn í líkaninu hafa sjálfstæða skoðun á því hvernig best er að komast milli A og B, og læra með tímanum hvaða leiðir er best að aka. Með þessum hætti fáum við trúverðugri niðurstöður en oft áður,“ fullyrðir Anna. Með umferðaraðlöguninni leiða breytingar á líkaninu sjálfkrafa til breytinga á umferðinni, þegar sýndarökumenn finna sjálfir bestu akstursleiðirnar.
Anna Runólfsdóttir hermir eftir bílaumferð. „Góð umferðarspá byggist á mörgum þáttum. Við byrjum á að telja á gatnamótum og safna upplýsingum um gatnakerfi og umferðarstýringu. Þegar við erum svo komin með þá hluti á hreint setjum við gögnin í tölvurnar og byrjum að herma eftir umferðinni eins og hún gæti orðið miðað við ákveðnar breytingar,“ segir Anna. Við umferðarhermunina var notuð ný útgáfa af VISSIM hermunarforritinu en meðal nýjunga í því er það sem Anna kallar „umferðaraðlögun“.
8
Forritið býður að auki upp á marga möguleika, svo sem gangandi vegfarendur, sérstakar leiðir og akreinar fyrir strætisvagna. Að sögn Önnu reyndist umferðarhermunin mjög gagnleg fyrir umsagnaraðila dómnefndar til að bera saman mismunandi tillögur. Þá var hægt að benda bjóðendum á vankanta í tillögunum sem hægt væri að bæta úr með litlum breytingum, en með miklum áhrifum á umferðina.
Vistvegir liggja til allra átta 1
ÁD U
93 5 00 ÁDU ~15
2
3
4
5
ÁDU 760
6
7
8
9
10
~SDU +50% ~VDU -50%
Loftmynd frá Laugarvatni. Númeruðu punktarnir sýna staði þar sem tillögur eru gerðar til úrbóta. Tölurnar sýna sólarhringsumferð (ÁDU). Sumardagsumferð (SDU) er um 50% meiri og vetrardagsumferð (VDU) er um 50% minni.
Núverandi ástand. Aðkoma að verslun. Göngustígur deyr út þegar komið er að innkeyrslu.
Lega þjóðvegar 37 hefur töluverð áhrif á byggðina að Laugarvatni. VST hefur, að beiðni Vegagerðarinnar á Selfossi, unnið tillögur að vistvegi sem lækka á ökuhraða á þjóðveginum. Vistvegir eru algengir víða um lönd meðal annars í Danmörku og Noregi. Þeir hafa reynst vel til að auka umferðaröryggi og draga úr umhverfisáhrifum á þjóðvegum sem liggja í gegnum byggð. Við gerð þeirra er markmiðið að lækka umferðarhraða, fækka umferðaróhöppum, bæta hljóðvist, auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir veginn ásamt því að fegra umhverfi vegarins. Árangurinn hefur hvarvetna verið góður og með þeim hefur skapast meiri sátt þar sem þjóðvegir liggja gegnum þorp og bæi.
Hægan, hægan Í tillögu VST fyrir Laugarvatn eru kynntar ýmsar aðgerðir sem hver um sig eiga að stuðla að skýrari götumynd, lægri umferðarhraða og bættu öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Umferð gangandi vegfarenda er sérstaklega mikil yfir þjóðveginn milli tjaldmiðstöðvarinnar og verslunarinnar H-sels. Þá er umferð gangandi vegfarenda töluverð meðfram veginum sjálfum.
Tillögur til úrbóta. Tengingin þrengd, sett hellulögð yfirkeyranleg miðeyja, og göngustígur framlengdur meðfram vegi.
VST hefur samið leiðbeiningarrit um gerð vistvega fyrir Vegagerðina. Sú aðferðafræði sem þar er kynnt var lögð til hliðsjónar í tillögu að vistvegi um Laugarvatn. Leiðbeiningarritið má nálgast á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerd.is.
9
Hvar var Þúsund þorskar á líkaninu þokast nær: Með því að setja sérstök rafeindamerki í þorska er hægt að afla upplýsinga um ferðir þeirra. Kortið sýnir staðsetningu slíkra rafeindamerkja.
Ólöf Rós Káradóttir verkfræðingur á virkjanasviði
Kort: Sjómælingar Íslands
10
þorskurinn? Vitneskja um fer›alög merkts fisks á milli þess sem honum er sleppt og hann veiddur aftur, er mikilvæg í rannsóknum á nytjastofnum. VST hefur í samvinnu vi› Hafrannsóknastofnunina, Atferlisgreiningu hf, Siglingastofnun, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri sótt um verkefnisstyrk í Rannsóknasjó› RANNÍS til a› þróa tækni sem sta›setur rafeindamerktan þorsk út frá sjávarföllum.
Rafeindamerktur þorskur með utanáliggjandi merki.
Þorskarnir eru merktir með rafeindamerkinu DST (Data Storage Tags) sem þróað hefur verið hjá Stjörnu-Odda ehf. á síðustu árum og valdið umbyltingu í möguleikum á gagnasöfnun í sjó. Merkin eru hvort tveggja þjálli í notkun og geyma mun meira gagnamagn en hægt var með eldri aðferðum.
Stjarnfræðileg sjávarhæð Til að staðsetja þorsk út frá sjávarföllum, er notað kort af útslagi og fasa sjávarfalla á því hafsvæði sem um ræðir, en með því má finna stjarnfræðilega sjávarhæð hvar sem er og hvenær sem er. VST hefur þróað sjávarfallalíkan fyrir Siglingastofnun sem reiknar stjarnfræðilega breytingu á sjávarhæð í NorðurAtlantshafi út frá svokölluðum grunnsjávarlíkingum. VST hefur notað líkanið til að útbúa sjávarfallagagnagrunn með kortum af útslagi og fasa sjö sterkustu sjávarfallaþáttanna við Ísland. Líkanið er sérstaklega kvarðað að mælingum í kringum Ísland og er hið nákvæmasta sinnar tegundar fyrir Íslandsmið. Það er keyrt daglega á Siglingastofnun til að spá fyrir um sjávarhæð og strauma, sbr. 1. tbl. Gangverks árið 2003 en í slíkum spám er tekið tillit til veðurs. Staðsetningartæknin byggir á aðferðinni TLM (Tidal Location Method) sem notar þrýstingsmælingar frá þorskinum (úr rafeindamerkjum DST), ásamt kortum af sterkustu sjávarfallaþáttunum úr sjávarfallagagnagrunni VST til að
Ljósmynd: Stjörnu-Oddi.
Rafeindamerkið mælir þrýsting og hitastig og er komið fyrir í þorski með skurðaðgerð. Þegar þorskurinn er veiddur aftur er hægt að lesa upplýsingar um þessa þætti frá þeim tíma sem hann var merktur. Liggi þorskurinn kyrr við hafsbotn samsvarar þrýstingsmælingin í raun breytingum á sjávarhæð, þ.e. sjávarföllum. Að öðrum kosti þarf að einangra þrýstingsbreytingar vegna breytinga á sjávarhæð frá þrýstingi í umhverfi þorsksins vegna annarra þátta, s.s. atferlis hans, þ.e. að hann syndir á milli staða og er á mismunandi dýpi.
staðsetja þorskinn í sjónum. Kerfisbundið er farið yfir líkansvæðið og þeir staðir fundnir þar sem stjarnfræðileg breyting á sjávarhæð rímar við breytingar á þrýstingi samkvæmt mæli, innan ákveðinna skekkjumarka.
Alþjóðleg samvinna Sambærileg staðsetningartækni hefur verið þróuð fyrir Norðursjó (Hunter et al., 2003). Dr. John Aldrigde, sem unnið hefur við þróun aðferðarinnar, heimsótti Hafrannsóknastofnunina og VST fyrr á árinu. Í heimsókn sinni prófaði hann hugbúnaðinn sem notaður er fyrir Norðursjó á sjávarfallagagnagrunni VST með góðum árangri. Einn af ótvíræðum kostum þess fyrir VST að taka þátt í þessu verkefni er að fá gögn til að kvarða sjávarfallalíkanið enn frekar og tækifæri til að nota líkanið á nýjan hátt. Gerðar hafa verið forprófanir á hugbúnaði sem notar þessa aðferð, og er dæmi um niðurstöður úr þeirri vinnu á kortinu vinstra megin á opnunni. Þessar bráðabirgðaniðurstöður gefa tilefni til að ætla að aðferðin reynist vel.
11
Heimildir: Hunter, E., J.N. Aldridge, J.D. Metcalfe and G.P. Arnold, 2003. Geolocation of free-ranging fish on the European continental shelf as determined from environmental variables. Marine Biology, 142, 601-609. Ólöf R. Káradóttir og Gunnar G. Tómasson, júní 2003. Nýtt sjávarfallalíkan fyrir Ísland. Gangverk 01-04-03. Tomasson, G.G. and O.R. Karadottir, 2005. A two dimensional numerical model of astronomical tide and storm surge in the North Atlantic Ocean. In Proceedings of the Second International Coastal Symposium in Iceland, Hornafjörður, Iceland, June 5 - 8, 2005. Icelandic Maritime Administration. Tomasson, G.G. and O.R. Karadottir, 2005. Applications of the two dimensional numerical model of astronomical tide and storm surge in the North Atlantic Ocean. In Proceedings of the Second International Coastal Symposium in Iceland, Hornafjörður, Iceland, June 5 - 8, 2005. Icelandic Maritime Administration.
Lagarfossv Allt frá því að Lagarfossvirkjun var tekin í notkun árið 1975 hafa ekki þótt forsendur til að stækka hana. Kárahnjúkavirkjun breytir þessum forsendum. Með tilkomu hennar eykst meðalrennsli Lagarfljóts svo mjög að unnt er að stækka virkjunina um allt að 20 MW en mesta afl hennar nú er um 8 MW. VST og Rafteikningu hefur verið falin hönnun stækkunarinnar.
Sigurjón Helgason verkfræðingur á virkjanasviði
Þegar Lagarfossvirkjun var hönnuð á vegum Rafmagnsveitna ríkisins um og upp úr 1970 var gert ráð fyrir 6 MW virkjun og möguleika á stækkun síðar meir með því að lengja stöðvarhúsið til norðurs og bæta þar við annarri vélasamstæðu jafnstórri. Þegar kom að framkvæmdum hafði verið ákveðið að reisa nokkru stærri virkjun og er afl hennar skráð 7,5 MW. Mesta afl er þó liðlega 8 MW með allt að 17 m fallhæð og vatnsnotkun um 58 m/s. Stækkun var því ekki talin hagkvæm að rennsli Lagarfljóts óbreyttu.
20 MW stækkun hagkvæm Frá því reglubundnar mælingar á rennsli Lagarfljóts hófust um 1950 er meðalrennsli talið um 115 m/s en í frostaköflum hefur vetrarrennsli iðulega farið niður fyrir 10 m/s. Með tilkomu Kárahnjúkavirkjunar eykst rennsli fljótsins verulega og skiptir þá mestu máli að tryggt vetrarrennsli verður allt að 100 m/s. Ljóst var því að veruleg stækkun Lagarfossvirkjunar væri möguleg samhliða byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Athuganir bentu til að um 20 MW stækkun yrði hagkvæm.
12
Rafmagnsveitur ríkisins sömdu við VST og Rafteikningu hf. um verkhönnun stækkunarinnar. Því verki lauk síðla árs 2003. Í framhaldi af því hófu sömu aðilar gerð útboðsgagna og voru framkvæmdir boðnar út í desember 2004. Tilboðum í byggingarvirki var skilað í febrúar 2005 og bárust fimm tilboð. Í aðalatriðum er tilhögun stækkunar sem hér segir. Aðrennslisskurður er dýpkaður um a.m.k. 5 m og einnig breikkaður um 12 m á kafla næst stöðvarhúsinu. Nýtt inntak verður steypt norðan við það sem fyrir er og steyptur aðrennslisstokkur að stöðvarhúsinu sem byggt verður sem lenging á eldra húsi um 29 m til norðurs. Frárennsli fer beint út í Lagarfljót og þarf nokkra dýpkun í farveginum utan við stöðvarhúsið. Nýja vélasamstæðan er um 20 MW, Kaplan vél og rafali á lóðréttum ás. Fallhæð verður um 16,5 m og virkjað rennsli 125 m/s. Vegna stærðarinnar þarf að sprengja stöðvarhúsgryfjuna mun dýpra niður en í eldri stöð og verður lægsti punktur 13,3 m undir sjávarmáli sem er um 10 m neðan venjulegs vatnsborðs í Lagarfljóti neðan virkjunar.
virkjun stækkuð Verklok vorið 2007 Samið var við Íslenska aðalverktaka um byggingarframkvæmdir og við Litostroj í Slóveníu um vatnshverfil og rafala ásamt tilheyrandi búnaði. Framkvæmdir hófust í apríl sl. með greftri stöðvarhúsgryfju og vatnsvarnarvirkjum í tengslum við hana. Steypuvinna í stöðvarhúsgrunni hófst í september en nokkrar tafir hafa orðið á framkvæmdum, meðal annars vegna óhagstæðs veðurfars í haust. Aðrennslisskurður verður dýpkaður sumarið 2006. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki vorið 2007 og virkjunin taki til starfa um það leyti sem Kárahnjúkavirkjun verður gangsett. Jafnframt stækkun virkjunarinnar verða gerðar verulegar endurbætur á eldri stöðinni. Skipt verður um nær allan rafbúnað í henni þannig að hann verði af sömu gerð og í stækkuninni. Einnig verður skipt um krana í stöðvarhúsinu. Gamli stöðvarkraninn sem gat lyft 50 t verður fjarlægður og nýr settur upp sem lyftir 100 t. Þá er einnig ráðgert að lagfæra flóðvirki virkjunarinnar. Stíflan sem fyrir er verður óbreytt en lokubúnaður í flóðgáttum verður yfirfarinn og stjórnbúnaður endurnýjaður. Farvegur fljótsins ofan og neðan flóðgátta verður hreinsaður og dýpkaður að hluta og öryggi mannvirkja aukið gagnvart mestu hugsanlegu flóðum í Lagarfljóti. Áformað er að endurnýja algjörlega tengivirki stöðvarinnar sem nú er hefðbundið útivirki skammt sunnan við stöðvarhúsið. Í samræmi við ný raforkulög verður Landsnet eigandi nýja tengivirkisins og sér um framkvæmdir við það. Það verður innanhúss og krefst miklu minna rýmis en gamla útivirkið. Þar með rýmkast mjög um aðkomu að stöðvarhúsinu og planið utan við það stækkar til muna. Staðsetning nýja tengivirkisins hefur annars ekki verið ákveðin endanlega en það þarf að vera fullbúið þegar stækkuð virkjun tekur til starfa.
Þreföld orkugeta Orkuvinnsla Lagarfossvirkjunar hefur að jafnaði verið nálægt 60 GWh/a. Við lágrennsli í Lagarfljóti, einkum í löngum frostaköflum, hefur þurft að draga mjög úr framleiðslu. Með stækkun virkjunarinnar og tilkomu Kárahnjúkavirkjunar verður mikil breyting á þar sem nægilegt vatn verður alltaf í fljótinu fyrir samfelldan rekstur virkjunarinnar. Reiknuð orkugeta virkjunarinnar eftir stækkun er um 190 GWh/a sem er meira en þreföld meðalframleiðsla við núverandi aðstæður.
Þversnið í nýja vélasamstæðu.
13
Þetta var allt mjög sögu legt
Það gekk ekki þrautalaust að fá Hjálmar Þórðarson verkfræðing til að samþykkja viðtal við sig. Elsti starfsmaður Verkfræðistofunnar hefur lítinn tíma til að masa og enn minni áhuga á að tala um sjálfan sig. Það var ekki fyrr en gengið hafði verið eftir honum í langan tíma – og eftir talsverðum krókaleiðum – að Hjálmar samþykkti að eiga nokkur orð við Gangverk á skrifstofu sinni einn sunnudagsmorgun í byrjun desember. Þegar Gangverk bar að garði var skærgulur Hummer jeppi á bílastæðinu fyrir utan húsið – óbrigðult merki þess að Hjálmar sé á staðnum. Hjálmar er bæði elsti starfsmaður Verkfræðistofunnar – 76 ára að aldri – og sá sem hefur lengstan starfsaldur. Hann kom til starfa hjá Sigurði Thoroddsen 1. mars 1956, þá nýkominn úr námi frá Polyteknisk læreanstalt í Kaupmannahöfn. Skrifborðið á skrifstofu Hjálmars er þakið teikningum. Efstar í bunkunum hjá honum eru teikningar af forhönnun á loftræsikerfi fyrir verslunarmiðstöðina Kjarnann á Selfossi. Þar fyrir neðan eru uppdrættir að lögnum vegna stækkunar áhorfendastúku við Laugardalsvöll. Við byrjum á að spyrja Hjálmar hvernig hafi verið umhorfs á Verkfræðistofunni þegar hann byrjaði þar. „Hún var nú ekki stór. Við vorum þarna um sjö manns held ég. Auk Sigurðar sjálfs voru þarna Bragi Þorsteinsson, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Guðmundsson, Loftur Þorsteinsson og Theodór Árnason. Stofan var þá í raðhúsi á Miklubraut 34 sem áður hafði verið heimili Sigurðar. Mánuði áður en ég kom til starfa hafði hann flutt í nýtt einbýlishús á Vesturbrún sem hann var þá nýbúinn að byggja sér og gat þá lagt raðhúsið undir skrifstofuna.“ Það var ekki erfitt að finna vinnu fyrir ungan verkfræðing. „Það var nú frekar sóst eftir manni á þessum árum. Ég var nýkominn heim úr náminu og byrjaði svo að segja strax hjá stofunni. Það voru ekki margar stofur á þessum tíma en þær voru allar að lifna við. Það fjölgaði líka fljótt.“
Hýdrólíkin var tromp Um miðbik aldarinnar lá í loftinu að farið yrði í virkjanaframkvæmdir víða um land. Það var ekki síst vegna þess sem Hjálmar stúderaði vatnsaflsfræði eða „hýdrolík“ eins og hann kallar greinina. „Það var verið að áætla hér og þar eftir mjög grófum kortum. Sogsvirkjun, Elliðaár og Laxárvirkjun voru komnar upp og Grímsárvirkjun fór fljótlega af stað. Hydrólíkin var svolítið tromp á þessum tíma. Við vorum níu Íslendingar í árganginum sem allir höfðu verið sérstaklega þjálfaðir undir þennan skóla hjá Finnboga Rúti Þorvaldssyni. Og við vorum teknir inn, allir með tölu.“
14
Vinnuaðstaða verkfræðinga var um margt frábrugðin því sem nú er. „Já, þetta var nú ástand. Menn lögðu til teiknitæki þegar þeir byrjuðu að vinna – fjaðurpenna svokallaðan, sirkil og líneal, eða reglustiku. Þegar ég fór í námið urðum við að sækja um sérstaka fjárveitingu til að afla teiknitækja. Það þætti nú snúðugt núna!“ Hjálmar sýnir okkur teiknisettið, lítinn snyrtilegan kassa sem ber aldurinn vel, ekki ósvipað eigandanum. „Þetta var dýrt á þeirra daga mælikvarða. Við þurftum sérstakan gjaldeyrisstyrk til þessa og ég held að erindið vegna hans hafi borist alla leið til Hermanns Jónassonar forsætisráðherra.“ „Prófessor Finnbogi Rútur sem kenndi okkur teikningu, og vildi láta respektera sig, var mjög mótfallinn teiknivélum og andsnúinn þeim sem notuðu þær. Fannst það ekki mjög fínt. Nú til dags er aftur á móti orðið svo auðvelt að breyta að menn eru að lagfæra fram á síðustu stund – svo heitir það hönnun á eftir!“ Námsárin í Kaupmannahöfn vill Hjálmar sem minnst ræða og lætur nægja að segja að þar hafi menn puðað, hver sem betur gat. „Menn fara nú ekki að segja einhverjar dónasögur um skólafélagana og sjálfa sig.“ Um muninn á því að vera verkfræðingur í dag og fyrir 50 árum segir Hjálmar að það fylgi hverri kynslóð einhverjar umbætur. „Þegar ég kom til starfa á Miklubrautinni notuðu þeir teiknibólur til að halda pappírnum á teikniborðinu en þegar ég kom tók ég upp þann sig að nota málaralímband. Ég held ég hafi líka komið með einn fyrsta tússpennann frá Danmörku. Það var slegist um að fá hann lánaðan hjá mér.“
Eftirminnilegasta verkefnið Á langri starfsævi hefur Hjálmar komið að gerð fjölda virkjana. „Við gerðum athuganir á hinum og þessum stöðum. Það þætti líklega djarft núorðið að setja það á blað í öllu þessu umhverfiskjaftæði,“ segir Hjálmar. „Við verðum að lifa á einhverjum fjandanum.“ Eftirminnilegasta verkefnið á starfsævinni segir Hjálmar að hafi verið virkjunin í Laxá
í Mývatnssveit á áttunda áratugnum og deilurnar sem spruttu upp vegna hennar. „Ég var staðarverkfræðingur við gerð Laxárvirkjunar III og það voru ægileg læti í kringum það allt saman.“ Bændur í sveitinni voru verkinu mjög mótfallnir og fengu því meðal annars framgengt að hætt var við að reisa stíflu í Laxá. Vinna hófst 1970 og virkjunin var svo tekin í notkun seinni hluta ársins 1973. „Það var djöflast í mörg ár í þessu og vandræðin voru af ýmsum toga. Það var pólitík í þessu öllu saman fyrir það fyrsta. Svo fannst körlunum í Mývatnssveit að það væri komið dónalega fram við sig. Það var óttalegt hokur á þeim – silungsveiði og svoleiðis eymdarskapur. Og svo voru unnin spellvirki og hitt og þetta. Þetta var allt mjög sögulegt.“
Af Stalín og fleiri ökutækjum Þrátt fyrir takmarkaða virðingu fyrir „öllu þessu umhverfiskjaftæði“ þekkir Hjálmar náttúru landsins betur en margir. Hann er mikill útivistarmaður og hefur jafnan ferðast um landið á miklum drekum. „Rússajeppinn Stalín var frægt ökutæki sem ég átti. Á honum hossaðist ég um allt og fór farsællega í 46 ár. Það þótti sumum nóg. Það var góður bíll. Það var hræódýrt að halda honum við og allt sem þurfti að gera gat maður gert sjálfur. Og það var
ekkert vandamál að finna nýja hluti – umboðið hafði alltaf ráð til að finna þá. Þeir rifu heilu bílana til að finna hluti í Stalín. En svo fór að ég skildi við hann í Vöku fyrir sex árum. Býst við að hann hafi farið í pressuna hjá þeim.“ Á þeim dögum þegar vegakerfi landsins var enn nokkuð ábótavant fór Hjálmar víða. „Meðal annars fór ég nokkrum sinnum á Rússanum yfir Tungnaá á Hófsvaði í fylgd með öðrum og farnaðist vel. Ég fór það einum þrisvar sinnum áður en brýrnar komu. En ég fór aldrei á jökla.“ Rússajeppinn var upphaflega keyptur af föður Hjálmars sem landbúnaðarjeppi á Vatnsnes í Grímsnesi, þangað sem Hjálmar rekur ættir sínar. „Pabbi hafði fengið úthlutað leyfi til að kaupa bíl en af því hann kunni ekki á bíl, endaði með því að ég arranseraði því.“ Hjálmar var nokkuð fastheldinn á bíla. „Ég átti líka all lengi Nóvu – Chevrolet Nova – eða í um 30 ár. Svo sendi ég hana í Vöku ásamt Stalín árið 1999.“ Eftir að Hjálmar skildi við Stalín og Nóvuna keypti hann Hummerinn skærgula. „Hann hefur nú reynst misjafnlega, skal ég segja þér. Það er stöðugt viðhald með þessu og það er bara einn aðili sem sér um þetta hér. En ég hef farið talsvert
15
á honum, til dæmis tvisvar austur á firði, fyrst Gæsavatnaleið og svo Hornafjarðarleið, til að loka hringnum.“ Þegar Hjálmar er spurður hvers vegna hann hafi valið sér svo litsterkan bíl virðist hann furða sig á spurningunni „Nú, ég vil auðvitað að ég sjáist! Það er gott að sjást langt að.“
50 ára starfsafmæli Það eru myndir af blómum á skrifstofunni og Hjálmar viðurkennir að hann stundi svolitla garðyrkju. „Svo spila ég bridds við vinnufélagana hér í hádeginu eins og rekadrumbur, en ég reyni að gera sem minnst af öllu öðru.“ Elsti starfsmaður VST verður 77 ára í apríl og er farinn að vinna hálfan vinnudag. „En verkefnin eru nú svo lengi í vinnslu hjá arkitektunum að maður þarf ekki á mikið meiri tíma að halda,“ segir Hjálmar og glottir. Hann segist samt þreytast fyrr en ella og vera lengur að taka við sér. Þann 1. mars næstkomandi verða liðin 50 ár frá því verkfræðingurinn nýútskrifaði hóf störf hjá VST. Ætlar hann að halda upp á daginn? „Sem minnst!“ „Er þetta ekki nóg kjaftatörn?“
Ágætis byrjun Í elstu verkefnabók VST er fyrsta skráða verkefnið stækkun á húsi við Hverfisgötu 16, dagsett 27. nóvember 1927. Sigurður Thoroddsen minnist ekki á þetta verkefni í endurminningum sínum en tvær teikningar hafa varðveist. Sigurður Thoroddsen lauk námi frá Polyteknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn í lok janúar 1927. Við heimkomuna var fátt um verkefni fyrir unga verkfræðinga. Í endurminningum sínum kveðst hann hafa haft samband við þær fjórar stofnanir sem voru með verkfræðinga í vinnu, Vegagerðina, Vitamálaskrifstofuna, Rafveitu Reykjavíkur og Bæjarverkfræðing Reykjavíkur. Á engri þeirra var hins vegar þörf á nýjum starfskrafti. Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Reykjavíkurhöfn og Vita- og hafnarmálastjóra á árunum 1928 til 1931. Ætla má að hann hafi gert þessar teikningar áður en hann fékk fast starf. Verkfræðistofuna stofnaði hann hins vegar árið 1932. Í húsinu við Hverfisgötu 16 er nú meðal annars starfrækt kaffihúsið Grái kötturinn. Teikningin hér að neðan sýnir járnbent steypuvirki tveggja hæða hússins og er fróðlegt að rýna í hana. Ekki er annað að sjá en að hún standi enn fyrir sínu, hvað sem líður nýjum stöðlum, AutoCAD og öðru því um líku!