Gangverk 2006 1

Page 1

01

Grundartangi 4

Nærmynd af Norðuráli

8 Vinnuferli áls

11 Meira rafmagn, minna gas

12

HRV

07

06


Fullt hús Í maí síðastliðnum bætti Verkfræðistofan við sig einni og hálfri hæð og situr nú ein að báðum húsunum við Ármúla 4 og 6. „Þetta breytir miklu fyrir okkur, sérstaklega stærstu markaðssviðin,“ segir Viðar Ólafsson framkvæmdastjóri VST. „Það var orðið mjög þröngt hérna og fólk var búið að koma sér fyrir á alls konar skrítnum stöðum í húsinu. Þetta aukna rými bætir vinnuaðstöðuna til muna fyrir mjög marga og gefur okkur jafnvel svigrúm til að stækka eitthvað í viðbót.“

Fréttabréf VST 1. tbl. 7. árgangur, júlí 2006 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður: Karen Þórólfsdóttir Hönnun: Næst og Gísli B. Uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir, Teitur Jónasson og fleiri Sérstakar þakkir: Þorkell Erlingsson, Ragnar Guðmundsson, Óskar Jónsson, Eggert V. Valmundsson, Sigmar Knútsson. Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið. VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is

Frá 1956 til 1967 var stofan til húsa í gömlu einbýlishúsi Sigurðar Thoroddsen á Miklubraut 34 en vorið 1967 flutti hún í Ármúla 4. „Við létum byggja þetta hús sérstaklega fyrir okkur á sínum tíma en fyrstu árin var húsið aðeins tvær hæðir. Við bættum þriðju hæðinni við árið 1976,“ segir Viðar. Árið 1984 var svo önnur hæðin stækkuð og kaffistofan byggð.

Iðnskólinn í Reykjavík

VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 437 1317 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is

Í lok 10. áratugarins var starfsemi stofunnar hætt að komast fyrir í einu húsi og þegar tækifærið bauðst var ákveðið að kaupa fyrstu hæðina í byggingunni á móti, Ármúla 6. Plássið var þó ekki fullnýtt í byrjun. „Við höfum smátt og smátt verið að yfirtaka þetta,“ segir Viðar, „og þegar Ernst og Young færðu sig um set í vor var ekki eftir neinu að bíða.“ Viðbygging milli húsanna tveggja var kláruð sumarið 2002. „Ármúlinn er góður staður og passlega miðsvæðis fyrir flesta starfsmenn. Það kemur sér vel fyrir þá sem hjóla í vinnuna á sumrin,“ segir Viðar. Hann útilokar ekki frekari stækkun á næstunni þótt engar tímasettar áætlanir um það séu á borðinu enn. Með sumarfólki starfa nú 180 manns hjá VST, þar af 132 með bækistöðvar í Ármúla 4 og 6. Aðrir starfsmenn eru í útibúum stofunnar hér og þar um landið.

I›nskólinn í Reykjavík ver›ur 102 ára í október næstkomandi en hann hóf starfsemi í Mjóstræti árið 1904. Tveimur árum sí›ar fær›i skólinn sig í I›nskólahúsi› vi› Tjörnina en ári› 1944 fékk hann úthluta› ló›inni vi› Skólavör›uholt flar sem hann er nú. Arkitekt hússins var fiór Sandholt, sem þá var kennari vi› skólann en varð sí›ar skólameistari hans. Verkfræ›istofa Sigurðar Thoroddsen vann bur›arflolsútreikninga fyrir n‡bygginguna og me›al gagna í teikningasafni stofunnar er fjöldi bur›arflols- og járnateikninga sem unnar voru fyrir I›nskólann á árinu 1946.

VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 456 3708 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 2 • 700 Egilsstaðir Sími: 577 5007 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is

Hornsteinn a› n‡ja húsinu var lag›ur 1948 en skólinn flutti inn sjö árum seinna.

VST Austurvegi 6 • 800 Selfoss Sími: 577 5015 • Fax: 577 5010 vstsf@vst.is

2


FRETTIR STUTTAR

Gatnamót á næsta leyti Brátt lýkur VST við verkhönnun mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar við Urriðaholtsbraut í Garðabæ. Framkvæmdir eru nú þegar í fullum gangi en gert er ráð fyrir að gatnamótin verið tekin í notkun í haust.

stærri. Auk þess er gert ráð fyrir að leggja megi saman allt að sex lóðir í klasa og stækka þannig löndin. Gatnakerfið á svæðinu verður samtals um 25 km.

Mannaskipti á Suðurlandi Á þriggja ára afmæli Suðurlandsútibús VST á Selfossi tók Ari Guðmundsson við starfi útibússtjóra af Einari B. Jónssyni en báðir

Verkefnið var unnið fyrir Nýsi, eiganda Egilshallarinnar. Helgi S. Gunnarsson framkvæmdastjóri Nýsis segir að hljóðvist hafi batnað til muna og þegar endurbótunum ljúki verði salir hallarinnar mjög góðir til tónleikahalds.

Ólafur Erlingsson yfirverkfræðingur byggða- og umhverfissviðs VST segir að upphaflega hafi staðið til að leggja Urriðaholtsbraut undir Reykjanesbraut. „Við forhönnun gatnamótanna reyndist grunnvatnsstaðan vera það há að það þótti hagkvæmara að fara með Urriðaholtsbraut á brú yfir Reykjanesbraut en jafnframt að lækka Reykjanesbraut í gatnamótunum,“ útskýrir Ólafur.

Breytingarnar fólust fyrst og fremst í að draga úr bergmáli með hljóðísogandi efnum. „Nú er komin steinull á bakvegg hallarinnar og í næsta áfanga er gert ráð fyrir að taka fyrir langveggina líka.“ Halldór segist ekki hafa komist á tónleikana en hann fylgdist með hljómsveitinni á æfingu. „Í rauninni hefði ég átt að fara. Það er hluti af starfinu!“

Eftir tvöföldun vegarins verður núverandi akbraut því rifin upp og lækkuð á um 600 metra kafla. Með því móti rísa nýju gatnamótin lítið upp úr landi og umhverfisáhrif verða lítil auk þess sem tenging við hverfin sitt hvorum megin gatnamótanna verður þægilegri. Þá hefur VST samið við Vegagerðina og Kópavogsbæ um verkhönnun gatnamóta Hafnarfjarðarvegar við Nýbýlaveg, breikkun Nýbýlavegar í fjórar akreinar að Birkigrund með gerð tveggja hringtorga á Nýbýlavegi ásamt gerð þriggja undirganga fyrir gangandi umferð. Vinnu við verkhönnun skal vera lokið fyrir árslok 2006.

Í Tjarnabyggð og þar fram eftir götunum VST vinnur nú að hönnun gatnakerfis fyrir búgarðabyggð í landi Kaldaðarness skammt fyrir sunnan Selfoss ásamt gerð hæðar- og mæliblaða fyrir lóðir. Um er að ræða 575 ha lands þar sem verða um 370 lóðir, flestar rúmlega 1 ha að stærð en nokkrar lóðir eru

sonar hjá VST var tilgangurinn þó ekki eingöngu að bæta vinnuaðstöðu Waters og félaga heldur var um að ræða almennar lagfæringar í takt við breytta notkun hússins. „Egilshöllin er alveg geypilega stór og þegar hún var byggð létu menn sig ekki dreyma um að geta fyllt hana á tónleikum,“ segir Halldór og bætir við að um það bil 18 þúsund manns hafi komið á tónleika Metallicu þar 2004.

Enn til fyrirmyndar

hafa þeir starfað þar frá því í mars 2003. Einar flytur sig alfarið yfir á virkjanasvið VST í Reykjavík, en þar hefur hann starfað að hluta síðustu ár. Í Suðurlandsútibúi starfa nú fimm manns og sem fyrr mun það þjóna öllu Suðurlandi með það markmið að veita faglega þjónustu á öllum sviðum verkfræðinnar.

Örlítið meiri diskant VST sá um endurbætur á hljóðvist í Egilshöll fyrir tónleika Roger Waters sem haldnir voru fyrir skömmu. Að sögn Halldórs K. Júlíus-

VST fór upp um 13 sæti í árlegri vinnustaðakönnun VR sem kynnt var í maí. Stofan varð í 7. sæti í hópi stærri fyrirtækja og er því enn eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR. Rúmlega 10.600 starfsmenn hjá 1.900 fyrirtækjum um land allt tóku þátt í könnuninni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Kannað er viðhorf til atriða eins og trúverðugleika stjórnenda, launakjara, vinnuskilyrða og sveigjanleika í vinnu. Jafnframt er spurt um möguleika starfsmanna á sjálfstæðum ákvörðunum í starfi, starfsandann á vinnustaðnum, ímynd og stolt starfsmanna af fyrirtæki sínu eða stofnun.

3


Grundartangi

Nærmynd af Norðuráli

Frá því fyrsti áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga reis á mettíma árin 19971998 hefur það stækkað jafnt og þétt. Þegar Gangverk ræddi við Níels Guðmundsson og Birgi Karlsson verkefnisstjóra HRV þann 15. maí var farið að síga á seinni hluta fjórða áfanga og framkvæmdir við þann fimmta þegar hafnar. Verkfræðihönnun álversins er í höndum HRV og þegar mest var höfðu um eitt hundrað starfsmenn Hönnunar, Rafhönnunar og VST bækistöðvar á Grundartanga, í húsum sunnan- og norðanmegin við álverið. „Allri byggingarvinnu er lokið og verið er að ganga frá kerfóðrun og setja niður rafleiðara. Það er hellingur af smá innansleikjum að klárast en þetta er nánast að verða tilbúið,“ segir Birgir Karlsson verkefnisstjóri HRV í þriðja og fjórða áfanga Norðuráls. Níels Guðmundsson sem verið hefur á Grundartanga sem innkaupastjóri tekur við stöðu verkefnisstjóra í fimmta áfanganum. „Við stefnum að því að þriðji og fjórði áfangi klárist 1. september en vinna við þann fimmta hófst um miðjan maí,“ segir Níels.

4

Frá núlli upp í sextíu á fjórtán mánuðum Vorið 1997, skömmu eftir að Columbia Ventures með Kenneth Peterson fremstan í flokki hafði ákveðið að reisa 60 þúsund tonna álver við hliðina á Járnblendiverksmiðjunni fóru að tínast á staðinn verkfræðingar frá Hönnun, Rafhönnun og VST, sem af því tilefni höfðu þá nýlega hópað sig saman undir heitinu HRV. (Um tilurð og þróun HRV má lesa nánar á blaðsíðu 12-13.) Á þessum tíma voru Hvalfjarðargöngin ekki komin til sögunnar og til að spara tíma kom nokkur fjöldi starfsmanna frá HRV og K-Home sér fyrir í veiðihúsinu við Láxá í Leirársveit, 12 til 14 þegar mest var. Birgir Karlsson var


Kristján Sigurbjarnarson, VST „Eitt gengi, komið til að rumpa þessu af“ Hvernig er dæmigerður vinnudagur hér uppfrá? Mitt starf felst í að fylgjast með byggingarframkvæmdunum – svona vasast í þeim og skipa fyrir og reyna að skipuleggja þær þannig að þetta gangi og allt rekist ekki hvað á annað. Svo er náttúrulega pappírsvinnan – hún minnkar nú ekki eftir því sem kerfin verða fínni sem menn vinna með! Maður reynir að mæta hérna snemma á morgnana og taka svona einn tvo tíma í pappírsvinnu áður en síminn byrjar að hringja og vera svo í svona klukkutíma eftir að verktakarnir hætta um sexleytið. Þá hefur maður svona klukkutíma áður en að maður fer að drífa sig heim. Fjölskyldufólki með ung börn finnst þetta kannski svolítið úthald svona að hanga hérna tólf tíma á dag. Það er ábyggilega töluvert öðruvísi fyrir unga fólkið að standa í svona heldur en okkur sem erum orðin þetta gömul. Hvernig er andinn hér uppfrá? Hann er mjög góður, þetta er einvala lið hérna og samstarfið við Norðurál líka með miklum ágætum Upplifa menn sig sem HRV menn eða frá stofunum? Ég held að menn upplifi sig nú sem HRV menn. Þetta er bara eitt gengi sem er komið hérna til þess að rumpa þessu af. Ég veit svo sem ekkert hvað stóru strákarnir eru að tala um á HRV fundunum í bænum en ég hef ekki orðið var við nein vandamál hérna á staðnum. Það er svona hæfilegur rígur á milli stofanna og það er

bara af hinu góða, held ég. Svolítill sveitarígur sem heldur bara sveitunum í byggð. Hvalfjarðargöngin voru ekki komin þegar þú byrjaðir hér 1997? Nei, nei. Við héldum til í veiðihúsinu við Laxá. Yfirleitt var unnið á laugardögum þannig að það var bara sunnudagurinn sem maður var heima. Maður reyndi að taka allavega annan eða þriðja hvern laugardag heima. Göngin breyttu miklu og nú er þetta allt annað. Og er konan orðin ánægðari? Ég veit það ekki! [Hlær.] Ég hef ekkert spurt hana!

einn af þeim en meðal annarra í hópi „landnámsmanna“ sem hafa verið viðloðandi verkefnið frá upphafi má nefna þá Kristján Sigurbjarnarson og Peter Jessen hjá VST, Brynjar Jónsson hjá Hönnun og Guðmund Sigvaldason hjá Rafhönnun (sjá viðtal á bls 6). „Vinnan gekk hratt fyrir sig og þegar mest var voru rúmlega 600 manns í einu að vinna á svæðinu,“ segir Birgir og bætir við að margir hafi auk þess unnið að verkinu í Reykjavík og á Akranesi. „Jarðvinnan byrjaði í apríl 1997, uppsteypan í júní. Kerfóðrun og uppsetning á búnaði hófst um áramótin og svo var keyrt í gang í júní 1998. Þetta var heimsmet á sínum tíma.”

Byggt upp í áföngum Í fyrsta áfanga Norðuráls starfaði HRV sem undirverktaki hjá K-Home Engineering frá Bretlandi. Í þeim stækkunum sem fylgt hafa í kjölfarið hafa Íslendingarnir hins vegar séð alfarið um verkfræðivinnuna. Að sögn Níelsar var frá upphafi gert ráð fyrir að framleiðslugeta álversins yrði aukin í að minnsta kosti 180 þúsund tonn. Vinna við fyrstu stækkunina – úr 60 í 90 þúsund tonn – hófst í árslok 1999 og lauk í júní 2001. Frekari stækkanir voru ekki langt undan og hófst undirbúningur að þriðja áfanga – úr 90 í 180 þúsund tonn – strax haustið 2003. Jarðvinna

byrjaði í júní 2004 og byggingarframkvæmdir í ágúst sama ár. Vinna við fjórða áfanga fór svo í gang fyrr en búist var við. „Skömmu eftir að byrjað var á þriðja áfanganum náði Norðurál að semja um kaup á meiri orku og því var fjórða áfanganum í raun bætt við,“ úrskýrir Birgir. Að því loknu, síðsumars á þessu ári, verður framleiðslugeta álversins komin upp í 220 þúsund tonn – sem er tæplega fjórföld stækkun frá upphafi. Norðurál lætur ekki þar við sitja. Vorið 2006 var ákveðið að ráðast í fimmta áfanga álversins á Grundartanga og auka með því framleiðslugetu þess í 260 þúsund tonn. Stutt er síðan

5

Níels Guðmundsson verkefnisstjóri HRV í fimmta áfanga álversins.


Guðmundur Sigvaldason, Rafhönnun „Feikilega skemmtilegur tími“ Guðmundur Sigvaldason hefur bækistöðvar á Grundartanga og sinnir, ásamt Sigmari Knútssyni, eftirliti með rafmagnshluta verksins. Guðmundur, er rétt að þú sért búinn að vera hérna meira og minna frá upphafi? Já, við komum hingað upp eftir vorið 1997 við Birgir Karlsson og Brynjar Jónsson frá Hönnun, og Kristján Sigurbjarnarson og Peter Jessen frá VST. Við erum búnir að vera hérna allan tímann og taka þátt í öllum áföngum. Við vorum svona uppistaðan í eftirlitinu hérna uppfrá. Svo réð Norðurál til sín fólk upp úr áramótunum 97-98, þá blönduðust þeir inn í hópinn okkar og fóru svona að skipta sér af. [Hlær.] Kristján sagði okkur að menn hefðu hafst við í veiðihúsi á þessum tíma. Þetta hljómar allt mjög ævintýralega. Já, þá voru göngin ekki komin og þá gisti stór hluti af hópnum hérna út við Laxá, í veiðihúsinu sem er þar. Það var oft mikið fjör, sérstaklega á fimmtudagskvöldum. Þá vorum við nokkrir sem gjarnan fórum á pöbbinn á Akranesi. Hvernig finnst ykkur HRV samstarfið hafa gengið? Þegar á líður finnst mér það hafa gengið vel. Það er feikilega skemmtilegur mórall hérna og ég finn það sérstaklega af því að ég er búinn að vera hérna frá upphafi að þessi hópur er alltaf að verða

þéttari og betri. Við erum að upplifa okkur sem meira „unit“ – HRV Group! [Hlær.] Hvað eru vinnudagarnir langir? Þetta eru að jafnaði svona tólf tímar, þetta eru langir dagar. Maður tekur lítinn virkan þátt í fjölskyldulífinu. Það er bara vinnan og ekkert annað. Og eru menn hættir að fara á Akranes á fimmtudögum? Já það er alveg búið! En þetta var feikilega skemmtilegur tími sem maður lifir svolítið á ennþá.

ákveðið var að flýta því verki og nú er gert ráð fyrir að því ljúki seint á árinu 2007. Níels er bjartsýnn á að það gangi eftir: „Frá því við komum fyrst hingað á Grundartanga höfum við staðist allar tímaáætlanir og ég á ekki von á að það breytist úr þessu.“

Allar áætlanir hafa staðist Straumi var hleypt á fyrstu kerin af 260 í nýjasta hluta álversins þann 15. febrúar 2006. Við það tækifæri sagðist Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, vera afar ánægður með hvernig til hefði tekist. „Við höfum staðist tímaáætlanir og kostnaðaráætlun upp á 475 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar um 30 milljörðum íslenskra króna,“ sagði Kruger og bætti við að árangurinn endurspeglaði framúrskarandi samstarf Norðuráls við Landsnet, íslensku orkufyrirtækin og HRV.

Logan W. Kruger forstjóri Century Aluminium og Valger›ur Sverrisdóttir þáverandi i›na›arrá›herra klippa á bor›a flegar straumi var hleypt á ker í flri›ja og fjór›a áfanga Nor›uráls 15. febrúar 2006.

Viðar Ólafsson framkvæmdastjóri VST segir Norðurálsverkefnið tvímælalaust hafa haft veruleg áhrif á starfsemi stofunnar síðustu ár. „fia› er ljóst a› fletta verkefni hefur veri› afar mikilvægt fyrir verkfræ›istofurnar flrjár sem teki› hafa flátt í flví undir nafninu HRV. Hjá okkur öllum hefur safnast d‡rmæt reynsla og flekking á flessu svi›i og vi› sjáum mikla möguleika á a› n‡ta hana í önnur verkefni, bæ›i á Íslandi og í útlöndum.“ Sævar Pálsson öryggisfulltrúi Norðuráls, sem fylgdi útsendurum Gangverks um svæðið, segir að framkvæmdirnar hafi að mestu verið slysalausar. „Það hefur verið svolítið af smáóhöppum en sem betur fer höfum við sloppið við stórslys og vonum að svo verði áfram.“ Fyrir þann sem ekki hefur áður stigið inn í álver kemur á óvart hversu hljóðlátt og snyrtilegt er í kerskálum og steypuskála Norðuráls. Ein af ástæðum þess er að í álverinu hefur Norðurál þróað nýja tækni til forhitunar á ýmsum búnaði með rafmagni í stað jarðgass, sem bætir vinnuumhverfi starfsmanna, minnkar umhverfisáhrif og hefur í för með sér sparnað (sjá grein á síðu 11). Notkun grófara efnis til að þekja skaut áður en þau eru sett upp er einnig nýjung sem bæði hlífir umhverfinu og sparar umtalsverða fjármuni (sjá viðtal við Helga H. Helgason hér til hægri). Frh. á bls. 10

6


Hannibal Ólafsson, VST „Mikið um að vera og dagarnir líða hratt“ Hannibal Ólafsson, tæknifræðingur á stóriðjusviði hefur séð um eftirlit á þrýstiloftskerfum og -stöðvum í stækkun Norðuráls frá því hann flutti bækistöðvar sínar til Grundartanga í ágúst 2004. Gangverk náði tali af honum daginn sem þeir Finnbogi Höskuldsson voru á fullu við að undirbúa afhendingu til Norðuráls á seinni þrýstiloftsstöðinni af tveimur í þessum áfanga. Það er stór dagur hjá ykkur í dag, mætti jafnvel segja að þið væruð undir miklum þrýstingi? Já, við erum að afhenda þrýstiloftsstöð núna á eftir. Í henni eru tvær Ingersoll-Rand loftpressur í stærri kantinum, 530 kW, og þeim fylgja þurrkarar og vatnskælar ásamt alls kyns búnaði sem þarf til að stýra þessu öllu saman. Svona pressur eru stórar um sig og vega um 10 tonn stykkið, hvor þurrkari um 5 tonn og kælar um 6 tonn fullir af kælivatni. Hvor pressa afkastar 80 rúmmetrum af lofti á mínútu sem er með því meira sem sést hér á landi í dag. Svona búnaður er mjög dýr en vandaður að sama skapi. Það hefur verið mikið stress og mikil undirbúningsvinna hjá okkur Finnboga út af þessu síðustu daga.

Stundum er þetta eins og að vinna hjá öðru fyrirtæki en mér líkar þetta vel. Það er mikið um að vera og dagarnir líða hratt. Maður er ekki bara við skrifborðið heldur þarf oft að fara út á vinnusvæði og leysa úr alls konar vandamálum sem upp koma.

Hvernig finnst þér að vinna svona í burtu frá höfuðstöðvunum? Ég er nú með smá aðstöðu í bænum og ég vinn stundum þar, sérstaklega í teikningum og slíku, en mest er ég hérna uppfrá.

Færðu að fara aftur í bæinn þegar þessur er lokið haustið 2007? Það er ekkert víst. Ætli við förum ekki bara í Helguvík [hlær].

Og þetta er mikið úthald? Já, já þetta er talsvert úthald. Menn þurfa að vera mættir svona hálf átta til hálf níu og maður er að fara heim svona sex, sjö, átta, níu á kvöldin, þannig að þetta er alveg töluvert.

Helgi H. Helgason, Rafhönnun „Grófara er betra“ Helgi H. Helgason er verkefnisstjóri við stækkun skautsmiðju og byggingu þekjuefnaverksmiðju Norðuráls. Um miðjan maí þegar Gangverk tók á honum hús í “Latabæ” (en það eru skrifstofur HRV sunnan við álverið kallaðar) átti hann von á að vera á Grundartanga í einhverjar vikur til viðbótar. Gangverk bað Helga að segja frá því hvers vegna verið væri að taka í notkun grófari þekjuefni í álverinu. Hvað er þekjuefnavinnsla? Þegar skipt er um skaut í álverinu, eru þau flutt inn í skautsmiðju og hreinsað ofan af þeim leifar af eldra þekjuefni (RACM). Áður en ný skaut eru sett aftur í kerin er hreinsað úr kerjunum. Þessi efni mynda undirstöðuna í þekjuefninu, sem er notað til að þekja skautin eftir að þau hafa verið sett í kerin. Tilgangurinn með notkun þekjuefnis er m.a. að framlengja líftíma skautanna. Þegar ákveðið var að nota grófara þekjuefni þurfti að gera miklar breytingar á vinnsluferlinu og því var ákveðið að byggja nýja þekjuefnastöð. Hundruð tonna af þessu efni fara í gegnum stöðina á sólarhring þannig að þetta er alveg gríðarlegt magn. Hvers vegna var ákveðið að nota grófara þekjuefni? Með grófara þekjuefni næst að þekja skaut betur með minna efni. Þetta hefur í för með sér minni loftbruna ásamt öðrum kostum sem ekki verða taldir upp hér. Skautleifar eru sendar úr landi til endurvinnslu þannig að minni loftbruni sparar peninga. Hvernig gengur samstarfið innan HRV? Innan HRV gengur það mjög vel og samstarfið við Norðurál hefur gengið vel líka. Ef eitthvað kemur upp á er það leyst fljótt og örugglega.

Hvað eru margir hér frá Rafhönnun? Ætli við séum ekki 10 stykki hér af 55 starfsmönnum í heildina. Finnið þið fyrir tilhneigingu til að líta á HRV sem sjálfstæða einingu? Jú ég reikna með að menn fari að gera það meira núna. HRV er stórt batterí í mjög spennandi verkum – að mínu mati, miklu meira spennandi en þessi minni verk sem eru í bænum. Og það eru náttúrulega útrásarmöguleikar í þessu. Hvað tekur við hjá þér þegar þú ferð héðan? Ég fer í önnur verk hjá Rafhönnun, en einnig horfi ég til frekari stækkunar hjá Norðuráli. Það er nóg að gera!

7


Vinnsluferli áls

Bræðsluker í k - Inn kemur sú

Til að framleiða 1 tonn af áli þarf 15.000 kWst af raforku.

Spennistöð Afriðlar breyta riðstraumi í jafnstraum sem fer frá forskautunum niður í gegnum raflausnina og bráðið álið þaðan sem hann er leiddur til forskauta

Spennistöð Kerskálar

næsta kers og áfram í gegnum öll kerin í þeirri kerlínu.

Skautsmiðja

Skautsmiðja Forskaut leiða straum í gegnum raflausnina sem klýfur súrálið í henni í hreint ál og súrefni sem brennir forskautin. Í skautsmiðjunni eru skautin sett á skautgaffla og geymd.

Súrál Forskaut Raforka Bráðið ál Álhleifar

Álhleifar

Höfn

Reykhreinsivirki Við rafgreiningu súráls losna bæði lofttegundir og rykagnir sem sogaðar eru frá kerjum álversins og inn í reykhreinsivirkið. Hreinsaður útblástur er leiddur um reykháf út í andrúmsloftið.

8

Forskaut Súrál

Til að framleiða 1 tonn af áli þarf 2 tonn af súráli og 500 kíló af tilbúnum forskautum.


á Grundartanga

kerskála

úrál, skaut og rafmagn - Út fer bráðið ál

Steypuskáli

Súrálssíló. Súrál er flutt sjóleiðis frá framleiðslustað þar sem því er skipað upp með sogkrana í geymslusíló uns það er notað til framleiðslu álsins

Steypuskáli Fljótandi ál er flutt úr kerskála í ofna í steypuskála þar sem óæskileg efni eru hreinsuð úr því. Úr ofnum fer álið í steypuvél þar sem það er mótað í framleiðsluafurðir sem fluttar eru út.

Þrýstiloftstöð. Sér öllu iðnaðarsvæðinu fyrir þrýstilofti.

Dráttarbílar: Draga deigluvagna í steypuskála. Áltaka fer fram með krönum.

Rafgreiningarker Ál er framleitt með rafgreiningu í kerjum. Hvert ker samanstendur af stálkeri, hitaeinangrandi steinefnum og kolefnisblokkum (bakskautum). Þessir kerhlutar mynda ílát fyrir raflausnina sem forskautin eru sett ofan í.

9


Ron Curry, Century Aluminium „Hvert sem er, hvenær sem er“ Ron Curry stýrir stækkun Norðuráls fyrir hönd eigenda fyrirtækisins. Hann hefur verið lengi í álbransanum og m.a. unnið fyrir Reynolds Aluminium. Frá 2003 hefur hann búið á Akranesi ásamt eiginkonu sinni og líkar það að sögn ágætlega. Hvernig gengur samstarfið? Samstarfið við HRV er með miklum ágætum. Þetta er einstaklega sterkur hópur sem ég myndi fara með í hvaða verkefni sem er, hvert sem er. Ég myndi fara með þá í fimmta áfanga Norðuráls – það eru bestu meðmæli sem hægt er að gefa. Verkfræðingarnir hér eru afskaplega stoltir af því að þetta skuli vera „íslenskt” verkefni. Hvað gerði það að verkum að þú komst til Íslands? Ég var búinn að vinna við byggingu álvera út um allan heim, í Ástralíu, Venesúela, Quebec og mörgum stöðum í Bandaríkjunum og var í rauninni sestur í helgan stein þegar þetta verkefni kom upp. Í dag er nær eingöngu verið að byggja álver í þriðja heiminum og þess vegna greip ég tækifærið þegar mér bauðst að koma til Íslands, þótt ég vissi ekkert um landið áður en ég kom. Þegar menn

ferðast milli verkefna eins og ég hef gert í gegnum árin er mikilvægt að hafa gaman af verkefnunum sem maður vinnur við – ef þú hefur ekki gaman af þessu er þetta ömurlegt! Hverju er það að þakka hvað vel hefur gengið hjá Century á Íslandi? Þeir hugsa hratt og eru fljótir að grípa tækifæri.

Frh. frá bls. 6 Birgir segir fjölda verktaka hafa komið að byggingu Norðuráls í gegnum tíðina bæði innlenda og erlenda. „Í þeim áföngum sem nú er að ljúka má nefna að ÍAV sáu um alla jarðvinnu, Ístak hefur verið með flestar byggingar, en SS verktakar hafa verið með nokkrar smærri byggingar, Orkuvirki hefur séð um uppsetningu á háspennubúnaði, Rafmiðlun hefur verið með mestan hluta lágspennubúnaðar, Stálsmiðjan í þurrhreinsivirkjum og samsetningu á skautbrúm, Skipavík við niðursetningu á rafleiðurum, Þorgeir og Ellert hafa unnið fyrir okkur í Skautsmiðu og baðefnavinnslu og svona mætti lengi telja. Síðan hefur hellingur af smærri verktökum komið að þessu.“

Stórt verk Birgir Karlsson verkefnisstjóri HRV í þriðja og fjórða áfanga álversins.

Það geta allir verið sammála um að Norðurál er mjög stórt verk, ekki bara fjárhagslega og skipulagslega. Þegar þetta er skrifað stendur lengd kerskálabygginganna á 912 metrum en

eftir að fimmta áfanga lýkur verður norðurhliðin orðin 1186 m. Reikna má með að það taki meðalmann hátt í klukkustund að ganga hringinn í kringum álverið. Orkan sem knýr álverið kemur frá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja. Hluta þessarar orku er aflað með virkjun jarðgufu í orkuverum OR og HS og mun þetta vera fyrsta álverið í heiminum þar sem ákveðnir hlutar eru eingöngu knúnir orku frá jarðvarma. Það þarf samt fleira til en raforku. Á seinni hluta árs 2007, þegar álverið verður farið að skila fullum afköstum, mun þurfa um 500.000 tonn af súráli og um 140.000 tonn af skautum á ári til framleiðslunnar og 400 starfsmenn til að sinna öllum þáttum hennar. Fyrir þau 260 þúsund tonn af áli sem Norðurál gerir ráð fyrir að framleiða og flytja út munu fást um 50 milljarðar króna á ári miðað við verðlag dagsins í dag. Þótt Birgir sé enn með annan fótinn á Grundartanga er hann fyrir hönd HRV byrjaður að undirbúa byggingu nýs álvers Norðuráls í Helguvík. Hvað finnst honum eftirminnilegast eftir þessi níu ár? „Það er eftirminnilegast hvað starfsmenn HRV eru tilbúnir til að leggja mikið á sig – þetta er frábær hópur að vinna með. Það er mjög ánægjulegt að fylgjast með því hvernig vel menntað og duglegt starfsfólk HRV tekur höndum saman og leysir svona stórt og flókið verkefni – og nær árangri.“

10


Meira rafmagn, minna gas Ný tækni gerir Norðuráli kleift að nota rafmagn í stað jarðgass á mörgum stöðum í framleiðsluferlinu og stórbæta með því öryggi og vinnuaðstöðu, minnka mengun og spara fé. Í nær öllum álverum heims er jarðgas notað til forhitunar ýmiss búnaðar á mörgum stöðum í vinnsluferlinu til að hann sé nær hitastigi álsins. Með stækkun Norðuráls á undanförnum árum hefur verið unnið að því að skipta gasinu út fyrir rafmagn í þessu ferli að svo miklu leyti sem hægt er. Þröstur Guðmundsson verkfræðingur VST sem séð hefur um uppbyggingu steypuskálans fyrir hönd HRV, segir að markmið breytinganna sé að álverið noti hverfandi magn af jarðgasi. Þegar þeim lýkur mun gasnotkun á ári hafa minnkað úr 260 tonnum í 60 tonn á ári. Verkefnið nær til margra hluta álversins. Í skautsmiðjunni er til að mynda búið að taka í notkun rafmagnsbakskautahitara til að hita gaffla og skautholur og hefur það minnkað umtalsvert notkun á gasi við steypingu bakskauta. Þá er búið að taka í notkun rafmagnshitun á öllum fjórum ofnum í steypuskála Norðuráls. Ofnarnir tveir sem bættust við með stækkun álversins komu ekki með gasbrennurum en í eldri ofnunum eru ennþá brennarar sem hægt er að nota í neyðartilfellum. Í steypuskálanum kemur rafmagn auk þess í stað gass við hitun rennukerfis og steypibúnaðar.

Breytingaskeiðið Helsti kosturinn með breytingunum er að með þeim eykst öryggi álversins á Grundartanga. „Það er alltaf ákveðin hætta við notkun á gasi og gasleiðslum,“ segir Þröstur en hann segir að jákvæð áhrif á nánasta vinnuumhverfi séu einnig geysilega mikilvæg. „Gasbrennararnir í steypuskálunum voru mjög hávaðasamir og verktakarnir sem hafa unnið í Norðuráli að undanförnu eiga ekki orð yfir hversu hljóðlátt er orðið þar. Þetta er miklu betra fyrir starfsfólkið, bæði hljóðlátara og svo eru ekki neinar eiturgufur á sveimi.“ Þá minnkar umhverfismengun mikið með tilkomu rafmagsins. „Það segir sig sjálft að þegar þú hverfur frá gasi snarminnkar mengun vegna kolmónoxíðs og koltvíoxíðs.“

Loks er fjárhagslega hliðin mikilvæg. „Gasið er dýrt í innkaupum en rafmagnsnotkunin fellur undir raforkusamninga álversins. Þessar fjárfestingar hafa borgað sig til baka á mjög stuttum tíma.“

Frumkvöðlastarf Það var Norðurál sem átti frumkvæðið að verkefninu sem mun vera einstakt í heiminum. „Þetta er þróunarverkefni og frumkvöðlastarf sem hvergi er til annars staðar svo ég viti,“ segir Þröstur og bætir við að í Fjarðaáli sé verið að vinna með sömu hugmyndir. Breytingarnar á Norðuráli eru unnar í samráði við sænskt fyrirtæki en HRV hefur komið að þeim sem tæknilegur ráðgjafi. Þröstur segir stærstu póstana vera búna – þegar er búið að setja rafmagnshitun í ofna og steypuvélar og nú er verið að setja upp rafmagnshitun á deiglum. Skautsmiðjan kemur í kjölfarið og bakskautahitarinn í skautsmiðjunni. Hann telur að búið sé að rafvæða um það bil þrjá fjórðu af því sem teljast má raunhæft og að verkefninu ljúki á næstu tveimur til þremur árum.

11

Þresti Guðmundssyni verkfræðingi VST finnst rafmagn betra en gas.


Stígum frekar

Verkfræðisamsteypan HRV var stofnuð af þremur af stærstu verkfræðistofum á Íslandi til að sinna verkefnum sem voru of stór til að stofurnar gætu sinnt þeim hver í sínu lagi. Forsvarsmenn HRV hittu Gangverk og sögðu frá stöðu mála í dótturfyrirtækinu sem nú er orðið stærra en móðurfyrirtækin án þess að vera með einn einasta starfsmann á launaskrá.

Frá vinstri: Skapti Valsson, Gunnar Guðni Tómasson og Eyjólfur Árni Rafnsson.

Snemma í maí voru mættir í morgunkaffi á Kaffivagninn þeir Eyjólfur Árni Rafnsson framkvæmdastjóri Hönnunar, Skapti Valsson framkvæmdastjóri Rafhönnunar, og Gunnar Guðni Tómasson aðstoðarframkvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Þeir voru þó ekki komnir til að tala um dagvinnuna heldur til að segja Gangverki frá hinni vinnunni sinni – HRV, þar sem Eyjólfur Árni er framkvæmdastjóri og stjórnarmaður, Gunnar Guðni formaður stjórnar og Skapti stjórnarmaður.

Eyjólfur Árni: Við höfðum náttúrulega unnið saman í ÍSAL stækkuninni en það var ekki samstarfsverkefni. Einnig höfðu stofurnar komið að undirbúningi fyrri álversframkvæmda, m.a. hjá Atlantsáli á Keilisnesi. Í fyrsta áfanga Norðuráls var HRV undirverktaki hjá K-Home sem stýrði verkinu. Þegar álverið stækkaði í 90 þúsund tonn stýrðum við framkvæmdinni og höfum verið með alla áfangana síðan. Þegar við byrjuðum í Fjarðaáli fyrir austan ákváðum við svo að stofna formlega félagið HRV sf., að hluta vegna þess að það er þægilegra að semja við eina stofu en þrjár.

Hvernig varð HRV til? Skapti: Þegar Kenneth Peterson kom með Columbia Ventures til Íslands til að byggja álver gerði Sigurður Arnalds hjá Hönnun sér grein fyrir því að íslensku stofurnar væru of litlar til að keppa við þá stóru erlendu aðila sem sóttu í að vinna verkfræðivinnu við verkefnið. Hann ákvað að kalla saman hóp íslenskra verkfræðistofa og hafði samband við bæði VST og Rafhönnun um að koma að þessu sem joint venture, þ.e. samstarfsverkefni.

Skapti: Við höfum í sífellt auknum mæli litið á HRV sem sjálfstætt fyrirtæki og reynt að hætta að tala um þetta sem samstarf þriggja verkfræðistofa. Það gat oft virkað mjög ruglingslegt, sérstaklega fyrir útlendinga sem við vorum í viðræðum við.

12

Gunnar Guðni: En varðandi stofnun HRV, svo við höldum því til haga, er ekki óhætt segja að Sigurður Arnalds sé guðfaðir fyrirtækisins? Eyjólfur Árni: Jú, það held ég að sé alveg óhætt að segja.


r hægt til jarðar Hversu stórt er HRV á alþjóðlegum mælikvarða? Gunnar Guðni: Á íslenskum markaði er HRV stórt en það er lítið á alþjóðlegum markaði. Skapti: Það er varla mælanlegt. [Hlæja] Gunnar Guðni: Og þótt við séum búnir að sameina krafta okkar erum við ennþá á mörkum þess að geta tekið fullan þátt í stórum verkefnum. En við getum gert ákveðna hluti. Er ekkert skrýtið að vera í harðri samkeppni á einum markaði og næstum því sama fyrirtækið á öðrum? Skapti: Ég veit ekki hvort þetta er svo skrýtið. Það er náttúrulega löng hefð fyrir því í þessum bransa að menn slái sér saman í einstökum verkefnum, það er kannski munurinn að hér eru menn ekki bara að horfa á einstök verkefni heldur stefna á fleiri.

Er það rétt að engir starfsmenn starfi hjá HRV? Gunnar Guðni: Já, HRV er algjörlega verkefnatengt fyrirtæki og það er hvorki með skrifstofur né starfsmenn – bara hjálma og flíspeysur! Auðvitað eru starfsmenn í fullu starfi í einhver ár undir merkjum HRV en þeir eru samt sem áður formlega launþegar hjá verkfræðistofunum. En út á við eiga menn að sjá starfsmenn HRV bara sem starfsmenn HRV. Eyjólfur Árni: Starfsfólkið flæðir frá eigendunum eftir því sem verkefnin verða til. Einhvern tímann kemur hugsanlega að því að við verðum að hafa þetta í fastari skorðum og kannski stöndum við frammi fyrir því fljótlega. Skapti: Menn verða náttúrulega að passa sig á því að stíga slík skref rólega. Við stígum frekar hægt til jarðar. Hversu miklu máli skiptir starfsemi HRV fyrir veltu eigenda sinna? Eyjólfur Árni: Gríðarlegu. Þetta er svona fjórðungur til þriðjungur af okkar starfsemi hjá Hönnun, þetta skiptir því verulegu máli. Gunnar Guðni: HRV veltir meiru en nokkur verkfræðistofa á Íslandi. Samanlagt eru stofurnar þrjár með 350 til 400 starfsmenn og allt að þriðjungur þeirra vinnur að HRV verkefnum um þessar mundir.

Gunnar Guðni: Já, þetta er eiginlega komið skrefi lengra en menn hafa gengið áður. Það verður samt að hafa í huga að samkeppnisaðilar okkar á þessu sviði eru ekki innanlands heldur fyrst og fremst stórar og öflugar erlendar verkfræðistofur. Fyrir utan Norðurál og Fjarðaál, eru einhver önnur verkefni í pípunum hjá HRV? Gunnar Guðni: Það er töluvert í gangi hjá okkur. HRV vann bæði mat á umhverfisáhrifum og hagkvæmniathugun fyrir rafskautaverksmiðju í Hvalfirði. Skapti: Í Helguvík erum við að vinna að sömu hlutum fyrir Century sem eru eigendur Norðuráls. Gunnar Guðni: Við höfum líka tekið þátt í undirbúningsvinnu fyrir Alcoa á Norðurlandi og eins gert mat á umhverfisáhrifum og tekið þátt í hagkvæmniathugun fyrir Alcan í Straumsvík. Eyjólfur Árni: Það hefur haft mikið að segja hvað Norðurál hefur gengið vel. Við höfum staðist kostnaðaráætlun og skilað verkinu á tíma – enn sem komið er – og það spyrst út í þessum bransa. Álheimurinn er ekki stór og við höfum fengið feiknalega mikið af alls kyns fyrirspurnum á síðasta hálfa árinu – frá Íran, Sádi Arabíu, Katar, Kasakhstan og Kína og eitt var frá Írak ef ég man rétt. En það er náttúrulega okkar að vinna úr þessu. Gunnar Guðni: Já, það eru ýmsar þreifingar uppi og við erum að gera okkur vonir um að komast í verkefni á erlendri grund.

13

Við erum reyndar þegar að vinna í verkefnum erlendis sem við getum ekki talað mikið um strax. Það byggir náttúrulega á reynslu og þekkingu sem við búum til hér innanlands, ekki síst í Norðuráli en þar erum við í leiðandi hlutverki. Í Fjarðaálsverkefninu erum við kannski frekar í svipaðri stöðu og í fyrsta áfanga Norðuráls en erum samt að öðlast reynslu í að vinna fyrir stóran verkkaupa á heimsvísu, Alcoa, og með stórum alverktaka á heimsvísu eins og Bechtel. Eyjólfur Árni: Þarna gildir fyrst og fremst að skila góðu verki, standa við það sem maður hefur tekið að sér og vera sýnilegur á alþjóðlegum stórum ráðstefnum, þar sem allir koma saman. Þetta er svo lítill heimur, það spyrst allt út um leið.

Þannig að markmiðið er útrás? Skapti: Að sjálfsögðu. Verkfræðistofurnar búa við miklar sveiflur og markmiðið með því að koma okkur upp verkefnum erlendis er að getað dempað sveiflurnar hér heima. Það er alveg ljóst að ef draga þarf eitthvað saman hér heima hefur HRV burði til að komast áfram erlendis. Með þessari uppbyggingu sem er að verða í áliðnaðinum hér á landi myndast sterkari grundvöllur fyrir því að byggja upp þjónustu og þróa búnað. Nákvæmlega eins og Marel byggði á því að hér var öflugur fiskiðnaður. Eftir því sem grunnurinn styrkist hér heima og innanlandsmarkaðurinn verður stærri, aukast möguleikar á útflutningi. Eyjólfur Árni: Ef þú hefur ekki verkefni innanlands flytur þú ekkert út. Og HRV hefur ákveðið að einbeita sér að áliðnaðinum? Gunnar Guðni: Já, við erum fyrst og fremst að horfa á áliðnaðinn í bili, innanlands og utan. Það eru þau verkefni sem við erum í, og það sem við kunnum og getum. Og sú þekking sem er að verða til hér á landi er orðin það mikil að það er farið að leita til okkar að fyrra bragði erlendis frá. Þetta er tækifæri sem við höfum aldrei fengið áður og það fáum við í gegnum þessa uppbyggingu álveranna hérna á Íslandi. Hvernig gengur svo samstarfið? Allir: Það gengur mjög vel! Eyjólfur Árni: Auðvitað tökumst við á innbyrðis, öll lið gera það. Skapti: Þetta er alveg eins og venjulegt hjónaband, held ég. Það þroskast. [Hlæja]


Örlagarík auglýsing

Vorið 1975 rak ungur nemi í bókasafnsfræði augun í auglýsingu sem hengd hafði verið á vegg í lesaðstöðu bókasafnsfræðinema í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Í auglýsingunni var óskað eftir nemanda sem treysti sér til að setja upp bókasafn. Auglýsandinn var Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen og nemandinn var Anna Magnúsdóttir sem sótti um starfið, fékk það og hefur sinnt því allar götur síðan. Þegar Gangverk hitti Önnu á skrifstofu hennar í Ármúla 4 snemma í mars var liðið tæplega 31 ár frá því hún mætti í starfsviðtal hjá Lofti Þorsteinssyni framkvæmdastjóra VST. „Það er orðið svo langt síðan þetta var að ég man ekki mikið eftir þessu. Ég man að hann spurði hvort ég hefði eitthvert vit á verkfræði.“ Anna segist ekki vita hvort fleiri en hún hafi sótt um stöðuna. „Ég man hins vegar að daginn sem ég byrjaði var verið að mála herbergið sem bækurnar höfðu verið geymdar í og allt lá í hrúgu á gólfinu.“ Þar með hafði Anna bæst í hóp þeirra 70 starfsmanna VST sem árið 1975 voru til húsa í Ármúla 4 sem þá var einungis á tveimur hæðum, (enn var eitt ár í að þriðja hæðin yrði byggð). Meðal stærstu verkefna stofunnar á þessum tíma var hönnun Kröfluvirkjunar. Anna vann á VST út sumarið og var svo í hálfu starfi með skóla næstu tvö árin. Frá 1976 til 78 stundaði hún framhaldsnám við Danmarks Bibliotekskole en þegar náminu lauk tók hún aftur við fullu starfi bókasafnsfræðings stofunnar.

21.348 einingar Fyrir 1975 var bókasafninu haldið til haga með spjaldskrá í gömlum kassa sem nú er geymdur ofarlega í hillu á skrifstofu Önnu. „Sigmundur Freysteinsson verkfræðingur

tók þessa skrá saman og var ansi áhugasamur um bókasafnið,“ útskýrir hún. Safnið hefur bæði stækkað talsvert síðan Anna kom til starfa og aðferðirnar sem notaðar eru til að halda utan um það eru líka töluvert nútímalegri. „Þegar ég kom byrjaði ég á því að búa til sérstakt flokkunarkerfi fyrir bókasafnið. Manni fannst þetta ekki mikið mál á sínum tíma, en ég veit ekki hvort ég myndi leggja í þetta núna.“ En Anna segir kostinn við svona kerfi vera að það er sveiganlegt og hægt sé að aðlaga það starfsemi stofunnar hverju sinni. „Hér eru nú skráðar – látum okkur sjá – 21.348 einingar – bækur, tímarit, skýrslur og staðlar. Við erum áskrifendur að hátt í 150 tímaritum og loks höfum við aðgang að alls kyns rafrænum söfnum.“ Safnið er með aðalaðstöðu á 2. hæð í Ármúla 4, en dreifist einnig töluvert um húsin eftir deildum. „Þetta hefur sína kosti og galla en okkur finnst gott að geyma bækurnar sem næst því fólki sem þarf að nota þær.“

Vinnuteikningar frá 1932 Í safni VST eru líka milli 65 og 70 þúsund vinnuteikningar. „Hér eru allar teikningar varðveittar sem gerðar hafa verið hjá VST frá 1932. Þær eru allar skráðar og elsti hlutinn – til 1975 – er á mikrofilmum.“ Elsta teikningin í safninu er af viðbyggingu við Hverfisgötu 16 frá 1927 sem fjallað var um í síðasta Gangverki. En hvað með elstu bækurnar? „Sumar eru það gamlar að maður tímir ekki að henda þeim,“ segir Anna og dregur fram úr hillu eintak af Taschenbuch für Bauingenieure frá 1921, merkt Sigurði með ártalinu 1927. „Þetta hefur hann notað í náminu. Annars höfum við ekki sérstaklega lagt áherslu á sögu stofunnar. Aðalmarkmið safnsins er að þjóna stofunni og vera lifandi.“

Fer›alög eru eitt helsta áhugamál Önnu sem hér sést fyrir framan rústir af bókhlö›u í Angkor Wat í Kambódíu.

„fietta er mjög stórt svæ›i sem vi› vorum heila flrjá daga a› sko›a.“ Myndin er tekin í desember 2004.

14

„Hér eru sjálfsagt margar bækur sem mætti henda en sumar er haldið í út af aldri. Það er líka misjafnt eftir greinum hvað bækurnar endast vel. Gamlar virkjanabækur geta oft verið enn í gildi en tölvulitteratúr er dæmigerður fyrir eitthvað sem maður er endalaust að endurnýja.“


Í safninu eru einnig ljósmyndir og fyrir stuttu var fjárfest í sérstöku myndaskráningakerfi. „Þegar ég byrjaði var þetta bara stór pappakassi fullur af ljósmyndum og flestar þeirra fannst mér bara vera af einhverjum lækjarsprænum. Á endanum settist ég með Sigurði og spurði bara hvað þetta væri. Hann fór yfir hverja mynd fyrir sig og lýsti þessu öllu í smáatriðum. Oftar en ekki var myndefnið tengt virkjunarrannsóknum.“ Pappír er samt ekki í útrýmingarhættu hjá VST. „Á sumum söfnum kaupa menn bara rafrænt en það hentar ekki hér. Við verðum að vera með pappír því oft skiptir máli að geta flett blaðinu. Fyrir mörgum hljómar það líka undarlega en í sumum tilfellum getur það skipt máli að hafa auglýsingarnar í tímaritunum.“

Geta bara keypt sínar eigin bækur Það eru kostir og gallar við að vinna á einkasafni. „Ég held að ég myndi ekki vilja skipta. Hér er maður í svo nánu samstarfi við starfsfólkið – ef það týnist bók eru kannski fimm aðilar sem geta verið með hana.“ Anna viðurkennir þó að stækkun VST á síðustu tveimur árum hafi flækt málin. „Það er orðið erfiðara að þekkja alla starfsmennina. Maður er ekki eins mikið inni á gafli hjá fólki.“

Munurinn er á fleiri sviðum: „Svo er gaman að hafa svona fjölbreytt verkefni og sjálfstæði í starfi. Ef mikið er að gera eða maður fær leið á einhverju er alltaf hægt að hvíla sig með því að gera eitthvað annað í staðinn.“ Anna segir talsvert um að aðilar utan stofunnar fái lánað efni af safninu. „Það kemur hingað alltaf eitthvað af háskólanemum að skoða bækur og tímarit sem ekki eru til hjá Háskólanum, og hér áður fyrr komu stúdentar í bókasafnsfræði reglulega til að vinna praktísk verkefni.“ Útsendari Gangverks stenst ekki mátið og spyr hvort hinar verkfræðistofurnar fái lánaðar bækur úr safninu. Anna brosir út í annað: „Þeir geta bara keypt sínar eigin bækur!“

Asía í uppáhaldi Á seinni árum hefur Anna einbeitt sér a› fer›amennsku í frístundum. Á skrifstofu hennar hangir heimskort me› 31 teiknibólu sem tákna löndin sem hún hefur heimsótt. „Asía er í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir Anna sem undanfarin ár hefur komi› til Víetnam, Burma, Kambódíu, Laos, Indlands, Tælands og Malasíu. fiegar vi›tali› var teki› var Anna a› undirbúa a›ra fer› sína til Japans flar sem systir hennar b‡r. „Japan er ágætt. fia› eru

15

samt ekki jafn mikil vi›brig›i a› koma flanga› eins og til hinna landanna.“ Anna segir a› Búrma sé sérstakasta landi› sem hún hefur fer›ast til. „Fólki› flar er bara svo miki› ö›ruvísi og öll menningin. Í Búrma átta›i ég mig til dæmis á flví flegar ég kom a› ég haf›i aldrei á›ur sé› fletta sérstaka letur sem fleir nota. Ma›ur er algerlega ólæs í flessum löndum.“ Sem er kannski léttir fyrir bókasafnsfræ›ing í fríi. Víetnam vakti líka áhuga Önnu, sem hefur komið þangað tvisvar. „Þó að þessi lönd séu að breytast þá eru þau talsvert lokuð og kannski er það ástæðan fyrir því að þar er ennþá eitthvað að sjá sem er öðruvísi en í Evrópu.“ Anna hefur líka stigi› ni›ur fæti í Su›urAmeríku og gæti vel hugsa› sér a› fer›ast meira flanga›. „Ég á hins vegar alveg eftir a› fara til Afríku. Ég ver› a› koma flví einhvern veginn vi›.“ Eftir Japansferðina er Kórea næst á dagskrá hjá Önnu. Er eitthva› fleira á fer›aplaninu? „Nei, ekki neitt sem er ákve›i› en mér dettur örugglega eitthva› í hug.“


Virkjað í Qorlortorsuaq Á Suður-Grænlandi eru íslenskir og danskir aðilar að ljúka byggingu 7,5 MW vatnsaflsvirkjunar fyrir Nukissiorfiit, raforkufyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar. Virkjunin mun sjá þorpunum Narsaq og Qaqortoq fyrir rafmagni. Hönnun hennar er nær öll íslensk og hefur VST hannað stíflur, lokur, vatnsvegi og stöðvarhús og haft umsjón með vélaútboðum. Verktakar eru Pihl & Søn og YIT ásamt Ístaki og Landsvirkjun. Þorbergur Steinn Leifsson verkfræðingur VST, sem hefur unnið einna mest að virkjuninni fyrir hönd stofunnar, segir að þetta sé þriðja virkjunin sem reist er á Grænlandi. „Mest allt rafmagn á Grænlandi er framleitt með díselvélum og byggðin er það dreifð að það eru ekki margir staðir þar sem bergvatnsvirkjun af þessu tagi gæti borgað sig.“ Í vor var lokið við gerð steinsteyptrar stíflu sem hækkar vatnsborð náttúrulegs vatns um 8 metra (sjá mynd). Þegar lónið fylltist þann 23. júní byrjaði að renna yfir stífluna og kom þá aftur vatn í fallegan foss sem er neðan vatnsins og Þorbergur segir að minni um margt á fossinn Dynjanda í Arnarfirði. Á móti kom að við hækkun vatnsins fór á kaf ein af fjölmörgum rústum frá tímum norrænna manna á Grænlandi. Í júlímánuði verður síðasta haftið í jarðgöngunum sprengt inn undir botn vatnsins. Þá verður hægt að lækka vatnsborðið um 40 m og fá þannig talsverða miðlun. Fyrirhugað er að gangsetja virkjunina í haust, um ári á undan áætlun.

Þegar lónið er fullt rennur yfir stífluna. Fleiri myndir frá Qorlortorsuaq má finna á www.vst.is

Stíflan er steinsteypt, svokölluð plötustífla með yfirfalli eftir nær endilangri stíflukrónunni.

Að sögn Þorbergs er hafinn undirbúningur að næstu vatnsaflsvirkjun á Grænlandi sem mun rísa við bæinn Sisimiut rétt norðan heimskautsbaugs. Hún verður um 15 MW og öll neðanjarðar. Forval vegna alútboðs hefur farið fram og verður tilboðum í hönnun og byggingu virkjunar og raflínu skilað í haust.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.