02
4
Gangsetning Kárahnjúkavirkjunar
10
umferðarskipulag 6 Nýtt í Hveragerði
Ljósahönnun Friðarsúlunnar
16
75 ár liðin frá stofnun VST
8
•
08
•
07
Jarðgangagerð í Óshlíð
Veislu- og ráðstefnusalir, þrekæfingarstöð og veitingasala er meðal þess sem nýja tengibygging Valsheimilisins hýsir.
Áfram Valur!
Valsmenn efndu til glæsilegrar vígsluhátíðar í ágúst sl. þegar þeir tóku formlega í notkun nýju íþróttamannvirkin, sem risin eru að Hlíðarenda.
Fréttabréf VST 2. tbl. 8. árgangur, desember 2007 Útgefandi: VST Ábyrgðarmaður og textagerð: Helga Guðrún Jónasdóttir Hönnun og uppsetning: Næst Prentun: Gutenberg Ljósmyndir: Árni Torfason, Einar Ben Þorsteinsson, Gunnar Andrésson, Halldór Sveinbjörnsson og fleiri Mynd á forsíðu er úr myndasafni Morgunblaðsins og sýnir vígslu Friðarsúlunnar í Viðey. Ljósmyndari: Golli Fjölmiðlum er heimilt að nota efni úr blaðinu, í heild sinni eða að hluta, að því tilskildu að heimildar sé getið.
VST Ármúla 4 • 108 Reykjavík Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vst@vst.is VST Glerárgötu 30 • 600 Akureyri Sími: 460 9300 • Fax: 460 9301 vstak@vst.is VST Bjarnarbraut 8 • 310 Borgarnes Sími: 569 5000 • Fax: 437 1311 vstbn@vst.is VST Hafnarstræti 1 • 400 Ísafjörður Sími: 569 5000 • Fax: 456 3965 vstis@vst.is VST Kaupvangi 3b • 700 Egilsstaðir Sími: 569 5000 • Fax: 577 5009 vsteg@vst.is VST Austurvegi 10 • 800 Selfoss Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vstsf@vst.is VST Brekkustíg 39 • 260 Reykjanesbær Sími: 569 5000 • Fax: 569 5010 vstrn@vst.is
Í þessum fyrsta áfanga hefur verið byggð tveggja hæða tengibygging, sem tengir nýtt íþróttahús eldri byggingum, auk þess að hýsa veislu- og ráðstefnusali, þrekæfingarstöð og veitingasölu. Þá er komin ný áhorfendastúka, sambyggð íþróttahúsinu á sunnanverðri hlið þess og í stað gamla malarvallarins er kominn spánnýr grasvöllur, sem skartar m.a. innbyggðum lögnum fyrir bæði sjálfvirkt vökvunarkerfi og hitunarkerfi. Síðari áfangar fela svo meðal
annars í sér gerð gervigrasvallar og knatthúss. Valsarar voru að vonum himinlifandi, eins og sjá má á spjallrásum félagsins, enda hefur öll aðstaða til íþrótta- og félagsstarfs tekið stórstígum framförum. Hvað hönnun nýju íþróttamannvirkjanna varðar, þá sá VST um verkfræðihönnun á burðarþolsvirkjum, grasvelli, öllum lögnum og brunavörnum. Arkitekt er Kristján Ásgeirsson hjá Alark.
Tilraunaveiðar á mink Umfangsmikið tilraunaverkefni á minkaveiðum fer nú fram á vegum Umhverfisráðuneytisins, í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Verkefnið er til tveggja ára og var Arnóri Þ. Sigfússyni, fuglafræðingi hjá VST, falið að stýra því fyrir hönd Umhverfisstofnunar frá og með síðustu áramótum. Að sögn Arnórs miðar verkefnið að því að margfalda veiðiálag á minkastofninn. „Við reyndum að meta hvert veiðiálagið hafi verið á hvorum stað og á Snæfellsnesi er svo stefnt að því að átt- til tífalda fyrra veiðiálag en fjórfalda það í Eyjafirði. Á Snæfellsnesi hefur Náttúrustofa Vesturlands merkt fjölda minka með radíósendum, sem fylgst er með og þannig verður unnt að meta árangur veiðanna, auk þess sem við skráum vel allt sem þeim viðkemur. Með þessu móti verður reynt að meta hvort unnt sé að útrýma minknum úr íslenskri náttúru og þá með hve miklum tilkostnaði.“ Verkefninu hefur miðað vel og mikið veiðst af minkum. Það nær til um 3.900 km2 svæðis í Eyjafirði, þar sem tíu veiðimenn
2
hafa verið að störfum og 1.800 km2 á Snæfellsnesi, en þar hafa sex til sjö veiðimenn staðið vaktina. Veiðiaðferðir eru aðallega gildruveiðar og hefðbundnar veiðar með hundum og skotvopnum. Eldisminkur var fluttur til landsins árið 1931 og slapp fyrr en varði út. Hann reyndist fljótur að laga sig að aðstæðum og hefur æ síðan verið skaðvaldur í náttúrunni, en tilfinnanlegasta tjónið sem hann veldur er á varptíma fugla. Andstætt tófunni er hann fimur til sunds og eru egg og ungviði ýmissa andartegunda honum því frekar auðveld bráð. Það á einnig við um fugla eins og teistu og lunda sem treysta á öryggi holuhreiðra fyrir afkvæmi sín, hátt yfir sjávarmáli.
FRETTIR STUTTAR
Listelskir verkfræðingar Sigurður Thoroddsson, stofnandi VST, var á sínum tíma þekktur skopmyndateiknari og þótti auk þess ágætur listmálari. Myndlist hefur því frá upphafi átt sinn sess innan stofunnar, sem hefur í gegnum árin eignast nokkur málverk eftir íslenska málara. Þar á meðal er þetta glæsilega málverk eftir Kristján Davíðsson, sem Listasafn Íslands falaðist eftir á sýningu sem nú stendur yfir hjá safninu. Af því tilefni var gefin út afar vegleg sýningarskrá og segir þar m.a. annars að sýningin spanni verk Kristjáns síðustu 17 árin eða svo. Áræðni og sköpunarþörf þessa níræða listamanns eigi sér vart hliðstæðu.
Um hönnun breytinganna sáu ASK, arkitektar og VST. Verktakar eru Virki sem hefur einnig haft trésmíðar með höndum. Rafsveinn annast um rafmagnslagnir, Blikksmiðja Austurbæjar um loftræsingu og P&S Vatnsvirkjar um pípulagnir.
Mislæg gatnamót án ljósastýringar Tilboð í gerð mislægu gatnamótanna sem rísa senn á mótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar voru opnuð nú í desember. VST sá um hönnun þeirra, en við það verk
myndvinnsla hermisins gerir hönnun mannvirkisins góð skil, bæði hvað útlit varðar og eins afkastagetu. Verkið er unnið fyrir Vegagerðina og eru verklok áætluð sumarið 2009.
Nýjar póstmiðstöðvar Íslandspóstur byggir nú póstmiðstöðvar með samræmdum hætti í mörgum bæjarfélögum landsins. Um er að ræða byggingar, sem eru sérhannaðar fyrir þarfir póstþjónustunnar um leið og leitast er við að ná sem mestri hagkvæmni og gæðum. VST var ráðin til verksins strax í upphafi og hefur séð um þróun lausna og gerð kostnaðaráætlana auk allrar verkfræðivinnu, utan raflagna. Þær eru á hendi Raftæknistofunnar, RTS. Arkitektar eru ASK arkitektar.
Velferð á vinnustað Valdís Brá Þorsteinsdóttir hóf nýlega störf hjá VST á verkefnisstjórnunarsviði. Þar hefur hún slegist í hóp með ráðgjöfum stofunnar í öryggismálum, en Valdís er ein fárra hér á landi sem lokið hefur mastersprófi í vinnuvistfræði (e. ergonomics/human factor). Vaxandi spurn er eftir ráðgjöf á því sviði m.a. vegna áhættumats starfa, sem vinnuveitendum ber lögum samkvæmt að gera. Þá er vitund að aukast um mikilvægi þess, að taka verður tillit til vinnuvisfræðilegra þátta atvinnuhúsnæðis og annarra mannvirkja þegar á frumhönnunarstigi.
Matsalurinn sprakk Starfsfólki VST hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin, með þeim eðlilegu afleiðingum að það var við að sprengja utan af sér matsal stofunnar, sem er á 2. hæð í Ármúla 4. Þröngt sitja starfsmenn þó ekki öllu lengur, því nýlega var ráðist í gagngerar endurbætur á salnum, sem rúmar nú 120 til 130 manns í sæti. Breytingarnar gera einnig ráð fyrir 25 til 30 manna fundarsal, sem verður búinn fullkomnum fjarfundarbúnaði. Með nokkrum einföldum handtökum verður svo hægt að stækka matsalinn inn í fundarsalinn. Samhliða þessu hefur svo verið útbúin litil kaffistofa með lesaðstöðu, sem staðsett er í sérrými fyrir framan matsalinn. Breytingarnar eru langt komnar og var nýi matsalurinn vígður með pompi og prakt á árlegu jólahlaðborði stofunnar, sem fram fór fyrsta föstudaginn í desember. Forláta diskókúla setti óneitanlega táknrænan svip á samkvæmið, sem lauk á léttu nótunum með hressandi dansi og söng.
nutu sérfræðingar stofunnar aðstoðar fullkomins umferðarhermis. Þessi gatnamót eru að því leyti frábrugðin hefðbundnum útfærslum að Arnarnesveginum er lyft upp á hringtorg, en með því móti nást betri umferðartengingar, auk þess sem komist er hjá því að stýra umferðinni með umferðarljósum. Hermirinn var meðal þess sem VST kynnti á síðustu fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í nóvember sl. og vakti hann verðskuldaða athygli. Þrívið
Að sögn Valdísar er afar æskilegt að hugsað sé fyrir öryggi og starfsaðstöðu starfsfólks strax í upphafi, svo að forðast megi kostnaðarsamar breytingar. „Í eldri byggingum þarf að huga að nauðsynlegum eða æskilegum úrbótum. Um skynsama fjárfestingu er að ræða fyrir atvinnurekendur, þar sem úrbætur sem þessar skila aukinni starfsánægju og meiri framleiðni.“ Samspil ljóss, hita- og rakastigs er meðal þeirra þátta sem Valdís og félagar gera úttekt á ásamt vinnuaðstöðu, öryggi, efnameðferð og flóttaleiðum.
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, með þökk fyrir árið sem er að líða. VST sendir ekki hefðbundin jólakort í ár en styrkir verðugt málefni þess í stað.
3
Er ekki ko til að tengj Kárahnjúkavirkjun var formlega gangsett 30. nóvember sl. og fór athöfnin fram samtímis á tveimur stöðum að viðstöddu fjölmenni. Enda þótt stundin væri „spennuþrungin“ í orðsins fyllstu merkingu, var glatt yfir mönnum.
Veður hamlaði för Upphaflega stóð til að gagnsetning Kárahnjúkavirkjunar færi fram í Fljótsdalsstöð. Þegar ljóst var að innanlandssamgöngur myndu liggja meira eða minna niðri þennan dag, var gripið til þess ráðs að athöfnin færi fram samtímis í Reykjavík og í Fljótsdal með aðstoð gagnvirks fjarfundarbúnaðar. Ráðherrarnir Össur Skarphéðinsson og Árni Mathiesen mættu til leiks á Hilton Hotel Nordica ásamt gestum, starfsfólki og stjórnendum Landsvirkjunnar, en í Fljótsdal voru Árni Benediktsson, verkefnisstjóri véla og rafbúnaðar og Georg Pálsson, stöðvarstjóri, ásamt öðru starfsfólki og gestum.
Árni Benediktsson og Georg Pálsson bíða spenntir eftir ordru iðnaðarráðherra um að ræsa vél 6.
Kárahnjúkavirkjun hefur á undanförnum árum verið meðal stærstu verkefna VST, en stofan hefur verið í forsvari fyrir KEJV, Kárahnjúkar Engineering Joint Venture, sem annaðist alla hönnunarvinnu vegna virkjunarinnar. Það mikla starf leiddu þeir Kristján Már Sigurjónsson, yfirverkfræðingur virkjanasviðs VST og verkefnisstjóri hönnunar hjá KEJV og Sveinn I. Ólafsson, yfirverkfræðingur véla- og lagnasviðs en hann er jafnframt aðstoðarframkvæmdastjóri hjá KEJV. Aðild að KEJV eiga auk VST, alþjóðlega verkfræðifyrirtækið MWH, ráðgjafafyrirtækið Pöyry, Rafteikning og Almenna verkfræðistofan og markaði gangsetning Kárahnjúka mikilvægan áfanga hjá þessum fjölþjóðlegu samstarfsaðilum.
4
Ráðherrarnir skiptu bróðurlega hlutverkum á milli sín. Iðnaðarráðherra gaf Árna og Georg ordrur um að ræsa vél 6 og fékk Árni að því búnu stöðvarstjóranum ræsitölvu virkjunarinnar í hendur. Skömmu síðar, þegar vélin hafði náð fullum 600 sn/mín. varpaði fjármálaráðherra þeirri fleygu spurningu fram, hvort ekki væri kominn tími til að tengja og við það var rafmagn fasað við raforkukerfið. Þar með voru fimm af sex vélum Kárahnjúkavirkjunar formlega orðnar hluti af raforkuframleiðslu landsmanna, en sjötta og síðasta vélin, sem er jafnframt varavél, verður gangsett að afloknum prófunum í janúar nk.
Umhverfisvæn orka Kárahnjúkavirkjun er tæknilega ein flóknasta framkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi og hefur á margan hátt aukið hróður íslenskrar tækni- og verkfræðiþekkingar á alþjóðavettvangi. Til marks um stærðargráðuna má nefna, að stærsta stífla virkjunarinnar, Kárahnjúka-
ominn tími ja? stífla, er 190 m há, sem gerir hana að einni þeirri hæstu í heimi. Að stöðvarhúsi hennar liggja enn fremur tvö 480 m há stálfóðruð fallgöng, sem eru með þeim hæstu sem um getur. Uppsett afl virkjunarinnar verður
690 MW af umhverfisvænni raforku og meðalorkugetan um 4.450 GWst á ári, sem jafngildir getu þriggja Búrfellsvirkjana. Fjallað verður ítarlega um Kárahnjúkavirkjun í næsta tölublaði Gangverks.
5
Friðrik Sophusson, Páll Magnússon, Össur Skarphéðinsson, Árni Mathiesen og Guðmundur Pétursson taka höndum saman við gangsetningu Kárahnjúkavirkjunar.
Kárahnjúkavirkjunin mun framleiða um 4,4 TWst af raforku á ári. Álíka stórt kolaorkuver myndi losa yfir 4.000.000 tonna af CO2 á ári, sem er álíka mikið og samanlögð koltvísýringslosun á Íslandi á ári.
Ekki bara hraðahindranir Hveragerði er ört vaxandi bæjarfélag og hefur sem slíkt verið að bregðast við þeim vanda, sem aukin umferð um íbúagötur hefur í för með sér. Úttekt á umferðaröryggi, stefnumörkun fyrir nýtt aðalskipulag og framkvæmdaáætlun er meðal þess sem VST hefur unnið að í samstarfi við bæjaryfirvöld innan þessa mikilvæga málaflokks.
Unnið er að bættu umferðaröryggi í Hveragerði.
Úttektin fór fram í tengslum við gerð nýs aðalskipulags fyrir árin 2005 til 2017, í samræmi við þá stefnu bæjaryfirvalda, að allir íbúar í Hveragerði geti án tillits til aldurs eða hreyfigetu, farið ferða sinna á eins öruggan hátt og kostur er. „Þetta þýðir jafnframt að sem fjölskylduvænu bæjarsamfélagi, þá er okkur í mun að góðar og öruggar samgöngur séu á milli íbúðarsvæða, skóla, verslana og þjónustuaðila.
6
Okkur fannst því mikilvægt að fá fagaðila til liðs við okkur, þegar við aðalskipulagsgerðina,“ segir Eyþór H. Ólafsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar bæjarins. Úttektin skilaði enn fremur að hans sögn, skýrslu með fjölmörgum góðum tillögum og ábendingum og var hún síðar staðfest af bæjaryfirvöldum sem fylgiskjal við nýtt aðalskipulag.
Slysakort gegna mikilvægu hlutverki við hönnun umferðarskipulags, en þau byggja á upplýsingum um hvar óhöpp eða slys verða og hve alvarleg.
Forgangsröðun verkefna Í framhaldi af því, var ákveðið að fá sérfræðinga VST aftur að málinu og að þessu sinni til að vinna að forgangsröðun verkefna í samvinnu við embættismenn og kjörna fulltrúa. Þeirri vinnu lauk með gerð skýrslunnar „Umferðaröryggi – stefnumörkun og forgangsröðun aðgerða“ og segir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir, landfræðingur hjá VST, að auk kostnaðaráætlunar, hafi þeim verkefnum sem framundan séu, verið raðað þar upp í fjögur tveggja ára tímabil. Það fyrsta taki til áranna 2008-09 og þannig koll af kolli. „Helstu verkefnin miðast við að umferðarþungi og –hraði séu í takti við flokkun gatna í annars vegar aðalgatnakerfi og hins vegar gatnakerfi íbúðarhverfa. Á grundvelli þessarar flokkunar er svo hægt að stýra umferð markvisst frá íbúðarhverfum, bæta skilyrði gangandi og hjólandi vegfarenda og lækka ökuhraða þar sem þess er þörf.“ Þess má svo geta að skýrslan var nýlega samþykkt samhljóða í bæjarstjórninni. Að gerð hennar komu af hálfu VST Hrafnhildur og Guðrún Dröfn Gunnarsdóttir, verkfræðingur, sem hafði jafnframt verkefnisstjórn með höndun, en af hálfu Hveragerðisbæjar Guðmundur F. Baldursson, skipulags- og byggingafulltrúi og Oddur Hermannsson, hönnuður aðalskipulags ásamt fulltrúum og formanni skipulagsnefndar.
Heildrænt skipulag Stofn- og tengibrautir falla undir aðalgatnakerfi, en safn- og húsagötur undir gatnakerfi íbúðarhverfa. Þessi vinna snýst því ekki eingöngu um útfærslur á hraðahindrunum eða umferðarljósum. „Grunnur að góðu umferðar-
skipulagi er að unnið sé með bæjarfélagið sem eina samverkandi heild, þar sem greitt er fyrir umferðinni á tengibrautum, en hægt á henni á safngötum eða húsagötum. Í framkvæmdaáætluninni felst m.a. að skilgreind og afmörkuð verða svæði með 30 km hámarkshraða og það er sú breyting sem íbúar verða fyrst varir við.“ Þar sem keyrt er inn á svæðin verður upphækkun sem nýtist sem gönguleið, skilti fyrir 30 km hámarkshraða og hámarkshraði verður málaður á göturnar. „Aðalatriðið er að draga úr áhrifum umferðarinnar þar sem hún telst neikvæð og veldur aukinni slysahættu.“
Mikilvægi slysakorta Við mótun umferðarskipulags gegna slysakort mikilvægu hlutverki við að greina veikleika gatnakerfisins eða jafnvel slysagildrur. Þau eru unnin með hliðsjón af því hvar, hve mörg og hvers konar slys eða óhöpp eiga sér stað í umferðinni og segir Hrafnhildur að þau, sem gerð hafi verið fyrir Hveragerðisbæ sýni, að mikill meirihluti óhappa verði á svæði sem afmarkast af Heiðmörk, Breiðumörk, Austurmörk og Suðurlandsvegi. „Kortin eru einnig afar gagnleg við að meta árangur. Má í því sambandi t.d. minna á hraðalækkandi aðgerðir, sem gripið var til í Breiðumörk á árinu 2004. Þó að venja sé að miða tölfræðilega marktækni af þessum toga við fimm ára tímabil þá benda slysakortin til þess að tilætluðum árangri verði náð.“ Aðgerðirnar sem Hrafnhildur vísar þarna í, eru þrjár upphækkaðar gönguleiðir með yfirkeyranlegri miðeyju og hellulögð gönguleið með miðeyju, sem Landslag hannaði fyrir Hveragerðisbæ.
7
Afmörkun íbúðahverfa með 30 km hármarkshraða er mikilvægur liður í að draga úr tíðni umferðarslysa.
Einn varasamasti heyrir brátt sögun Eini landvegurinn frá Bolungarvík liggur sem kunnugt er um Óshlíð að Hnífsdal. Þessi snarbratta hlíð hefur frá upphafi vega verið varasöm vegfarendum og er enn, þrátt fyrir þær varúðarráðstafanir sem gripið hefur verið ítrekað til. Með jarðgöngum á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals verður gerbreyting hér á, en gert er ráð fyrir að þau verði komin í notkun um mitt árið 2010. Fimm mismunandi leiðir voru bornar saman vegna fyrirhugaðrar jarðgangagerðar og kom Skarfaskersleiðin best út úr þeim samanburði.
Lokið var við að leggja veg um Óshlíðina árið 1950 og þótti stórvirki. Ofanflóð eru nánast árviss viðburður og eru örnefni á borð við Sporhamar og Hald til marks um þá mannskæðu farartálma sem eru á þessum slóðum. Svo viðsjárverðar eru aðstæður, að rétt þótti að reisa við Hald steinkross með áletrun-
8
inni „Góður Guð verndi vegfarendur“ á meðan á vegalagningunni stóð. Og full ástæða er til að hafa allan vara á. Hvorki meira né minna en 23 gil eru á leiðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, þar sem ýmist snjóflóð eða aurskriður hafa fallið eða grjót hrunið niður á veginn. Gripið hefur verið til þess ráðs að byggja fjóra
vegur landsins nni til vegskála, auk þess sem svokallaðir snjóflóðaskápar hafa verið reistir á krítískum stöðum, en allt hefur komið fyrir ekki. Vegurinn telst þrátt fyrir þessar ráðstafanir óviðunandi, sem varð til þess að stjórnvöld ákváðu haustið 2005 að veita fjármagni til jarðgangagerðar í Óshlíð. Um hálfu ári síðar eða í febrúar 2006, hófust svo rannsóknarboranir.
Þrjár leiðir komu til greina Ýmsar jarðgangaleiðir á milli Bolungarvíkur og Ísafjaðar hafa, að sögn Jónasar V. Karlessonar, útibússtjóra VST á Akureyri, þótt koma til greina. Á fyrstu stigum athugunar þótti því eðlilegt að nokkrir kostir yrðu kannaðir til samanburðar. Útibú VST á Akureyri kom ásamt VGK-Hönnun að gerð samanburðarins fyrir Vegagerðina og voru alls fimm leiðir teknar til athugunar. Gerð er grein fyrir niðurstöðum þeirra athugana í ítarlegri skýrslu sem Vegagerðin gaf út seint á síðasta ári. Leiðirnar, sem kannaðar voru eru svokölluð Óshyrnugöng, Tungudalsleið, Seljadalsleið, Skarfaskersleið og Hnífsdalsleið. „Sú fyrstnefnda felur í sér gerð tveggja tiltölulega stuttra ganga um Óshlíðina, sitt hvoru megin við Kálfadal og í upphafi virtist hún blasa við sem einföld og hagkvæm lausn,“ segir Jónas. Ekki reyndist allt sem sýndist og komust skýrsluhöfundar að þeirri niðurstöðu að þrjár síðastnefndu leiðirnar kæmu helst til greina, þ.e. Seljadalsleið, Skarfaskersleið og Hnífsdalsleið.
Stysta leiðin með lengstu göngin Af þessum þremur varð Skarfaskersleiðin ofan á, þó svo að sú leið hafi falið í sér gerð lengstu jarðganganna, en þau eru rúmum km lengri en gert er ráð fyrir á hinum leiðunum tveimur. Á móti kemur mun styttri vegalengd og mun leiðin á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals styttast um 1,5 km miðað við núverandi veg. „Það skýtur kannski skökku við að leiðin með lengstu jarðgöngin reynist hagstæðust,“ bendir Jónas á. „Margt hjálpast þarna að. Auk styttri vegalengdar vegur einnig þungt, að kosta þurfti talsvert meiru til vegagerðar utan ganga bæði hvað Seljadals- og Hnífsdalsleiðina varðar,
með tilheyrandi viðbótarkostnaði meðal annars vegna snjóflóðavarna. Þetta á til að mynda við um vegarkaflann á milli Seljadals og Hnífsdals og eins hefði þurft að leggja um 2 km veg í Syðridal annars vegar og í Hnífsdal hins vegar hefði Hnífsdalsleiðin orðið fyrir valinu, í báðum tilvikum snjóþunga vegi.“
Umfangsmikið verk Forval vegna jarðganganna fór fram í ágúst sl. og skiluðu fimm verktakar og verktakahópar inn gögnum. Framkvæmdin samanstendur af göngum, sem verða 5,15 km löng og 8,7 m breið og tveimur steinsteyptum vegskálum, 140 m að lengd í Hnífsdal og 130 m að lengd í Bolungarvík. Þá verða lagðir 2,88 km af vegum eða 1,63 km í Hnífsdal og 1,25 km í Bolungarvík auk tenginga, bæði í Hnífsdal og Bolungarvík. Enn fremur verða byggðar tvær steinsteyptar brýr, 8 m löng sú sem verður Hnífsdals megin og 32 m löng Bolungarvíkur megin. Fjölmargir aðilar hafa komið að hönnun þessara mannvirkja, þar á meðal útibú VST á Akureyri, sem sá um hönnun vegskála, ásamt umsjón og hönnunarstjórn. Útibú VST á Ísafirði sá um hönnun vega utan ganga, VGK Hönnun sá um hönnun jarðganga og gangavegar, Vegagerðin sá um brýr og veglínur, en Raftákn og RTS um hönnun alls rafbúnaðar. „Miðað er við að göngin opni um mitt ár 2010. Þessi framkvæmd mun verða veruleg samgöngubót fyrir svæðið og er af þeim sökum meðal annars gert ráð fyrir að umferð um Óshlíðina muni í kjölfarið aukast úr rúmlega 600 bílum í um 1.000 bíla á dag,“ segir Jónas.
9
Um Óshlíðina liggur einn varasamasti vegur landsins. Ofanflóð geta átt sér stað á öllum tímum ársins, ýmist sem snjóflóð, grjóthrun eða aurskriður.
Geisli ljóss Friðarsúlan í Viðey er einstakt samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og listakonunnar Yoko Ono, ekkju Johns Lennon. Þetta tignarlega verk, sem lýsir upp svartasta skammdegið í þágu friðar á jörðu, þykir einstaklega vel heppnað, en eins og títt er um slík listaverk var leiðin frá hugmynd að veruleika ekki eins augljós og halda mætti.
Friðarsúlan var vígð á fæðingardegi Johns Lennon, þann 9. október sl. að viðstöddum fjölda gesta. Þar á meðal voru Sean Lennon, sonur Johns og Yoko og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður menningar- og listaráðs, sem sjást fremst fyrir miðri mynd. Aðeins aftar stendur Vilhjálmur Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri.
Helsti styrkleiki Friðarsúlunnar birtist í einfaldleika ljósgeislans sem myndar þungamiðju verksins. Þegar Yoko Ono færði hana fyrst í tal fyrir þónokkrum árum, sáu flestir fyrir sér eins konar upplýsta súlu eða turn. Eðlilega, enda nefnist Friðarsúlan á ensku Imagine Peace Tower eða Hugsaðu þér friðarturninn. Útfærsla verksins þykir af þessum sökum einfaldlega bráðsnjöll, ekki eingöngu vegna súlunnar eða turnsins sem ljósið myndar svo áreynslulaust, heldur einnig vegna brunnsins sem ljósgeislinn streymir upp úr. Umgjörðin sem hann myndar, gegnir ekki síður mikilvægu hlutverki fyrir heild verksins, sem óskabrunnur heimsfriðar og hefur friðaróskum í tugþúsundavís verið haganlega komið fyrir umverfis verkið.
Tré með friðaróskum Friðarsúlan er að mörgu leyti margslungið verk, sem var til skamms tíma lítið annað en lauslega útfærð hugmynd. Frumhugmyndin kviknaði sem kunnugt er hjá John Lennon fyrir um 40 árum og þá sem „House of Light“ eða ljósahús og er Friðarsúlan að þessu leyti minnisvarði um friðarhugsjón þeirra hjóna. Verkinu tengist einnig Óskatréð, farandlistaverk eftir Yoko Ono frá árinu 1981, sem hefur á undanförnum aldarfjórðungi safnað óskum fólks um frið heimshornanna á milli. Það eru einmitt þessar óskir sem óskabrunnur Friðarsúlunnar geymir, skrifaðar á þar til gerð blöð og vandlega varðveittar í svonefndum tímahylkjum.
Samið við Yoko Ono Verkið komst fyrst í hámæli á árinu 2004, þegar Yoko Ono lýsti opinberlega yfir áhuga á að það risi í Reykjavík. Sjálf lýsti hún því sem turni, sem myndi varpa ljósi friðar til allra þjóða heims, fylltur friðaróskum af Óskatrénu. Málið komst svo á rekspöl, þegar samningar tókust við Yoko Ono um, að Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur styrktu gerð verksins, gegn hugverkarétti listakonunnar. Þetta var í mars á síðasta ári og var Menningar- og ferðamálaráði borgarinnar falin forsjá málsins, OR fékk umsjón með tæknilegri framkvæmd og Listasafn Reykjavíkur listræna umsjón ásamt samskiptum við listakonuna. Fulltrúar þessara aðila skipuðu síðan íslenska teymið, eins og það var kallað.
Allt kom fyrir ekki Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri tæknimála, kom að málinu fyrir hönd OR og segir hún, að fyrst í stað hafi verið unnið með mismunandi útfærslur af upplýstri súlu eða turni. „Ljós hefur frá uppafi myndað rammann utan um þann friðarboðskap sem verkið stendur fyrir og var það því í lykilhlutverki, ásamt óskabrunninum. Að öðru leyti höfðum við tiltölulega
10
og friðar Það eru samtals 15 ljóskastarar sem mynda ljósgeisla Friðarsúlunnar. Þeir eru af tveimur stærðum, sem skiptast í sex 2.000 W kastara annars vegar og níu 7.000 W kastara hins vegar. Stærri gerðin myndar þéttan ljósaklasa á botni verksins, en smærri kastarnir eru ofanjarðar, felldir niður í steinstéttarina sem umlýkur verkið. Ljósgeislunum frá þeim er síðan varpað til himins með aðstoð rhodium húðaðra spegla. Auk þess að leggja geisla sína til ljósasúlunnar, lýsa þeir einnig skemmtilega upp stétt verksins. Í báðum tilvikum er um að ræða Leukos ljóskastara frá ítalska framleiðandanum Space Cannon. Stærri gerðin er reyndar sú sama og notuð er 11. september ár hvert til að minnast árásanna á tvíburaturnana í New York.
frjálsar hendur, bæði hvað varðar hönnun og tæknilegar útfærslur.“ Allt kom þó fyrir ekki og segir Inga Dóra að þessi nálgun hafi reynst of þunglamaleg og kostnaðarsöm í framkvæmd, auk þess sem útfærslan á óskabrunninum vafðist fyrir mönnum. „Yoko leist ekkert á þetta heldur og tólk þá ákvörðun að verkið ætti að byggja einvörðungu úr ljósi, í takti við upphaflegu hugmyndina.,“ bætir hún við.
Of tært loft á Íslandi Þegar hér var komið sögu, voru áramótin á næsta leiti og málið skyndilega komið aftur á upphafsreit. „Íslenska loftið er of tært til þess að ljós sjáist, án þess að það skíni á fastan flöt og af þeim sökum gerði ákvörðun Yoko íslenska teyminu verkið enn erfiðara viðfangs. Þar við sat eða allt þar við ákváðum að leita liðsinnis VST og Jón Otti Sigurðsson benti okkur á þessa glæsilegu lausn, að mynda friðarsúluna með ljóskösturum og óskabrunninn með vegg umhverfis ljósgeislann,“ segir Inga Dóra. „Yoko Ono var stórhrifin af þessari útfærslu, þó svo að hún væri mun kostnaðarF R A M H A L D
Á
N Æ S T U
S Í Ð U
11
Yoko Ono við afhjúpun Friðarsúlunnar, með hvíta umgjörð verksins í baksýn. Umgjörðin stendur fyrir óskabrunn friðar og geymir hann fjölda friðaróska frá öllum heimhornum.
Geisli ljóss og friðar samari en áætlanir gerðu ráð fyrir og ákvað að greiða úr eigin vasa það sem á vantaði.“ Þar með small þetta allt saman og var eftirleikurinn auðveldur. Auk hugmyndavinnu og frumhönnunar, sá VST um undirbúning, verkefnisstjórn, verkáætlanagerð og framkvæmdaeftirlit vegna Friðarsúlunnar ásamt allri verkfræðihönnun. Þá fékk íslenska teymið auk annarra Pálmar Kristmundsson, arkitekt, til liðs við sig og hannaði hann hleðsluna úr íslenska grjótinu sem umlýkur verkið og af hálfu Yoko Ono völdu japanskir hönnuðir hvítu plöturnar sem klæða brunnvegginn.
Jón Otti Sigurðsson með Friðarsúluna í baksýn.
Stríð og friður Ljóskastaratæknin á sér að mörgu leyti áhugaverða sögu. Langdræg leitarljós gegndu mikilvægu hlutverki í loftvörnum bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni, en síðar náði sú tækni nýjum þroska á öðrum vettvangi, til að mynda í tengslum við popp- og rokktónleika. Þessar ólíku rætur gefa, að mati Jóns Otta Sigurðssonar ljósahönnuðar, Friðarsúlunni aukið gildi. „Mér fannst það áhugaverð nálgun að geta tengt verkið tækni sem verður til á ófriðartímum en fær síðan nýtt hlutverk á friðartímum. Það gerir friðarboðskap verksins trúverðugri, auk þess sem þessi nánu tengsl við tónlistarheiminn spilltu ekki fyrir.“ Jón Otti er tæknifræðingur að mennt. Hann á að baki farsælan feril í ljósahönnun og ljóstækni og er án vafa einn sá reyndasti á sínu sviði hér á landi. Hann var einn af stofnendum Rafhönnunar hf. árið 1969, en hefur starfað hjá VST á undanförnum árum, aðallega sem viðhengi eins og honum segist sjálfum glettnislega frá. Hann er þó langt í frá sestur í helgan stein.
Lifandi silfrið Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ opnaði nýlega sýningu á úrvali skartgripa eftir Ásdísi Sveinsdóttur Thoroddsen, gullsmið (1920-1992). Ásdís var um margt óvenjulegur listamaður á sínu sviði. Í sýningarskrá segir m.a. að sögulega séð brúi hún bilið á milli fágaðrar og mjög svo hefðbundinnar gull-og silfursmíði Leifs Kaldal, sem var meistari hennar og hins frjálslega og áferðarríka nútímaskarts þeirra Jóhannesar Jóhannessonar og Jens Guðjónssonar. Það gerði Ásdís með óvenjulegu formskyni sínu, auk þess sem hún notaði margs konar efnivið sem hafði ekki áður sést í íslensku skarti. Má þar nefna sem dæmi óslípaðan íslenskan náttúrustein, trjávið, fuglsklær og steinbítsroð. Ásdís var síðari eiginkona Sigurðar Thoroddsen, stofnanda VST. Yfirskrift sýningarinnar er „Lifandi silfrið“ og er hún styrkt af VST og IKEA á Íslandi.
12
Ásdís Thoroddsen var með fyrstu gull- og silfursmiðum hér á landi, sem notaði íslenskan náttúrustein í skartgripagerð.
Íslenski veturinn ekki nógu kaldur Skógræktarstöðin Barri stendur í stórræðum, en stöðin flytur starfsemi sína von bráðar að Valgerðarstöðum við Fellabæ, þar sem risin eru tvö rúmlega 2.000 m2 gróðurhús. Fullgerð verður nýja stöðin sú fullkomnasta hér á landi. Barri hf. er stærsti ræktandi landsins á skógarplöntum, með framleiðslu á meira en tveimur milljónum planta á ári. Þó að stöðin framleiði einnig fyrir almennan markað, hefur hún fyrst og fremst þjónað stórum skógræktarverkefnum þau 17 ár sem hún hefur verið starfandi, fyrst í stað Héraðsskógum og síðan einnig Austurlandsskógum, Norðurlandsskógum, Suðurlandsskógum og Landgræðsluskógum, svo að þau helstu séu nefnd. Hluthafahópurinn er að sama skapi breiður og telur í dag alls 127 aðila. Framleiðslan er sem stendur á þremur stöðum á landinu, en auk 2.000 m2 gróðurhúss á Egilsstöðum leigir Barri aðstöðu af Skógrækt ríkisins á Hallormsstað og Tumastöðum.
Framleiðslugeta tvöfaldast Í sumar sem leið voru nýju gróðurhúsin á Valgerðarstöðum tekin í notkun og voru í september sl., afhentar fyrstu plönturnar úr þeim. Með nýju skógræktarstöðinni á Valgerðarstöðum mun framleiðslugeta Barra meira en tvöfaldast og verður stöðin fullbúin sú fullkomnasta á landinu. Bæði húsin eru með sjálfvirkan myrkvunar- og vökvunarbúnað ásamt loftslagsstjórnbúnaði sem stýrir gluggum, hitastigi, myrkvun og vökvun. Jafnframt hefur
verið byggð 575 m2 geymsla, sem rúmar kæliog frystigeymslur með nákvæma kuldastýringu og 450 m2 aðstöðuhús, sem skiptist í starfsmannaaðstöðu, skrifstofur, rannsóknarstofu og vinnslusal. Á Valgerðarstöðum verða einnig þrjú útiræktunarsvæði, samtals 7.000 m2 að flatarmáli og verður eitt þeirra með myrkvunarbúnað sem sérhæfð veðurtölva stýrir
Fullkomnar kæliog frystigeymslur Útibú VST á Egilsstöðum hefur allt frá fyrstu stigum veitt alla verkfræðiþjónustu og -ráðgjöf vegna uppbyggingarinnar á Valgerðarstöðum, sem mun að sögn Björns Sveinssonar, útibússtjóra, gerbreyta allri framleiðsluaðstöðu Barra til hins betra. „Það á ekki aðeins við um magn heldur einnig gæði framleiðslunnar. Nýi frystiklefinn tekur allt að þrjár milljónir planta, allt eftir bakkagerðum. Hann er ásamt kæliklefanum með afar nákvæma hitastigsstýringu, sem mun auðvelda alla meðhöndlun plantanna og væntanlega einnig draga úr vanhöldum. Það vill þannig til að rysjótt veðurfar á veturna, er almennt séð ekki sérlega hagstætt ræktun skógarplanta. Kuldinn er einfaldlega ekki nógu mikill eða nægilega samfelldur.“
13
Nýju gróðurhúsin voru tekin í notkun í sumar.
Séð yfir Valgerðarstaði í skammdeginu. Stöðin er með loftslagsstjórnbúnað og árstíðin útifyrir hefur því engin áhrif á ræktunina.
Kjartan Mar, til vinstri, og Hákon Frank með torfæruhjólin ásamt tilheyrandi búnaði. Sem áhugamál tvinnar enduro saman frábæra útivist, góðan félagsskap og skemmtilega afþreyingu, að þeirra sögn.
Erfitt að drepa sig á þessum hraða Í sumarbyrjun fer fram, rétt hjá Kirkjubæjarklaustri, eitt fjölmennasta íþróttamót ársins. Þátttakendur eru yfir 500 talsins, að unglingaflokkum meðtöldum, en ólíkt því sem halda mætti snýst þetta mót hvorki um bolta né markaskor, heldur torfæruhjól og þolakstur. Verkfræðingarnir Hákon Frank Bárðarson og Kjartan Mar Eiríksson voru skráðir til leiks, enda miklir áhugamenn um hvort tveggja.
14
Torfæruhjól sífellt vinsælli Keppnin nefnist Transatlantic Offroad Challenge eða Klaustur, eins og landfræðileg staðsetning gefur tilefni til. Þeir félagar náðu átta hringjum og luku keppni ágætlega sáttir í 158. sæti af 221. Klaustur er aðallega þekkt fyrir að reyna vel á þol keppenda þær sex klukkustundir sem keppnin stendur, en keppnisbrautin liggur um úfið hraun og djúpan foksand og allt þar á milli. Hróður hennar sem þolkeppni hefur borist víða þau sex ár sem hún hefur verið haldin og þátttaka að sama skapi aukist með hverju árinu. Þeir Hákon og Kjartan segja torfæruhjólin greinilega vera í sókn sem áhugamál. Á ökutækjaskrá séu nú tæplega 2.000 endurohjól, eins og þau eru einnig kölluð. „Þessi öra þróun sést kannski best á því aukna úrvali sem er af torfæruhjólum og tengdri vöru hér á landi,“ segir Hákon. „Ólíkt því sem áður var, þegar nánast ekkert fékkst, þá eru verslanirnar orðnar fjórar.“
Team VST á Klaustri 2006. Hákon, Andri, Gulli og Hannibal. Andri og Gulli kepptu með þeim Hákoni og Hannibal með stuðningi VST.
Snýst ekki um hraða eða afl Auk Hákonar og Kjartans eru tæknifræðingarnir Sveinn Guðmundsson og Hannibal Ólafsson hjá VST liðtækir á torfæruhjólunum. Það var reyndar Hannibal sem kom Hákoni og Kjartani á bragðið, en áður áttu þeir báðir sína gerðina hvor af vélhjólum. Kjartan á sitt enn, svonefnt adventure ferðahjól, sem hentar vel akstri utan þéttbýlisins. „Reyndar stóð til að Hannibal keppti með
Hákoni á Klaustri,“ játar Kjartan. „Viku fyrir keppnina lenti hann hins vegar illa í stökki á motocross braut og meiddist á annarri öxlinni. Ég var beðinn um að hlaupa í skarðið, sem reyndist auðsótt mál,“ segir hann og brosir breitt. Þeir taka þó báðir fyrir að þessi íþrótt sé öðrum hættulegri. Endurohjól séu létt, með tiltölulega litlar vélar í samburði við algeng vélhjól. „Ætli tíðni meiðsla sé ekki bara svipuð því sem gerist í öðrum keppnisíþróttum. Það dregur síðan verulega úr tíðni alvarlegri meiðsla, að maður nær almennt ekki mikilli ferð í torfæruakstri,“ upplýsir Hákon. „Maður drepur sig ekki auðveldlega á þessum hraða.“ Kjartan tekur undir og bætir við að sem íþrótt snúist þetta ekki um hraða og afl heldur um lipurð og þol. „Þá er öryggisbúnaður á borð við sérútbúna skó, galla, brynjur, hnjáspelkur og hjálma sjálfsagður hluti af útbúnaði hvers og eins.“
mörgu öðru,“ skýrir Kjartan út. „Tvígengisvélarnar eru léttari og tvöfalt aflmeiri miðað við rúmtak en fjórgengisvélar. Þær þurfa því 400cc rúmtak til að skila álíka afli og 200cc tvígengisvél. Fjórgengisvélarnar toga á hinn bóginn betur og eru sparneytnari. Þetta er síðan spurning um hvað fellur hverjum og einum best í geð.“ Kjartan og Hákon eru báðir á 200cc hjólum frá KTM, sem þeir segja vera með breiðasta úrvalið í torfæru- og motocrosshjólum. Framleiðandinn er austurrískur og rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1934, en hvort merkið standi fyrir bestu hjólin fást þeir ekki til að skera úr um. Aðalatriðið sé að hjólið sé létt, sterkbyggt og tæknilega einfalt.
Tví- eða fjórgengisvélar Fátt jafnast að þeirra mati á við það, að ferðast um landið á torfæruhjóli. Möguleikarnir séu margir, hvort heldur fyrir þolakstur eða gefandi útivist. Hákon, Kjartan og Sveinn voru því að sjálfsögðu mættir í síðustu jeppaferð Starfmannafélags VST, en sú ferð átti þó eftir að reyna á þolinmæði þeirra ekki síður en þolgæði. Leiðin lá í Hungurfit og leiddu þeir félagar hópinn, allt þar til komið var að Markarfljóti. „Þá urðu þeir fyrstu síðastir,“ rifjar Hákon upp. Áin var í vexti og reyndist í þeim ham strembin yfirferðar fyrir vélhjólin og fengu tvö þeirra vatn inn á vélarnar. „Jeppi stóð fastur í ánni, þar sem hópurinn ætlaði upphaflega yfir og urðum við að fara yfir á öðrum stað, ofar með fljótinu. Leiðin yfir virtist greið, en annað kom á daginn og fóru hjól Kjartans og Sveins á kaf. Þetta hafðist þó allt að lokum, þótt tilraunirnar yrðu kannski skrautlegri en upphaflega stóð til.“ Auk þess hafi þeim tekist að sjá næsta haustfagnaði VST fyrir ágætis skemmtun. „Allt náðist þetta á myndband, sem var sýnt við góðar undirtektir og hafði þar ekki síður áhrif hvað þeir sem stóðu að upptökunni, heyrast lifa sig inn í atburðarásina,“ segir hann íbygginn á svip.
Trúarbrögðin í torfæruhjólunum Í ferðinni kom enn fremur í ljós að vélargerðin getur skipt máli, a.m.k. þegar farið er yfir ár, en torfæruhjól eru ýmist með tvíeða fjórgengisvélar. Þó tvígengishjólið hans Kjartans hafi fljótlega orðið gangfært á ný eftir volkið, var aðeins meira mál að koma fjórgengishjólinu hans Sveins af stað aftur. „Það eru trúarbrögð í þessu eins og í svo
15
Torfæruhjól eru ekki síður fjölskylduvænt áhugamál en t.d. skíði.
Hentar allri fjölskyldunni Þeim félögum ber saman um að margt mæli með þessu áhugamáli, sem tvinnar saman skemmtilega afþreyingu, frábæra útivist og góðan félagsskap. Að sögn Hákonar hefur færst í vöxt að heilu fjölskyldurnar séu í enduro. „Krakkahjól eru til fyrir mismunandi aldursþrep og þetta er ekki síður fjölskylduvænt áhugamál, en t.d. skíði. Sonur minn á eitt slíkt hjól og höfum við feðgarnir átt margar góðar stundir saman á hjólunum.“ Margt bendi jafnframt til þess, að torfæruhjólin séu í auknum mæli að höfða til kvenna og megi í því sambandi nefna, að í sumar hafi í fyrsta sinn verið keppt í kvennaflokki á Klaustri. Sú ímynd virðist því á undanhaldi, að þetta sé dæmigert strákasport, sem snúist um hávært spól í sandi eða moldarsvaði. Þá gangi einnig vaxandi vitund um umhverfisvernd þvert á viðtekin viðhorf til vélhjólaíþróttanna. „Áhersla er lögð á, að gengið sé um umhverfi og náttúru af virðingu,“ segir Kjartan. „Með betri aðstöðu, eins og t.d. á brautunum í Jósefsdal eða á Álfsnesi, er auðveldara að fylgja slíku eftir, en einnig hefur verið bent á, að samfara vaxandi vinsældum og aukinni þátttöku fjölskyldufólks, séu áherslurnar innan greinarinnar að breytast.“
1932 2007
Þegar nútíminn hóf loks innreið sína á Íslandi Kreppan mikla var í algleymingi, þegar Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hóf starfsemi fyrir 75 árum og var því fátt um fína drætti í atvinnulífi landsmanna. Sigurður lét það þó ekki aftra sér, sem er að mörgu leyti dæmigert fyrir þennan frumherja á sviði ráðgjafaverkfræðinnar hér á landi. Sigurður lauk námi í byggingarverkfræði við Polyteknisk Læreanstalt á árinu 1927. Aðeins örfáir verkfræðingar voru þá starfandi hér á landi og nær eingöngu innan embættismannakerfisins. Hann sinnti því ýmsum verkfræðistörfum í fyrstu, aðallega fyrir Vitamálastofnun, en rúmum fjórum árum eftir heimkomuna fara honum að berast starfstilboð, sum hver vænleg. Þvert á væntingar, ákveður hann að hafna þeim öllum og setja þess í stað eigin verkfræðistofu á laggirnar, sem hann ræðst svo í á vordögum 1932.
Tímarnir að breytast
Þótt vísirinn væri í upphafi mjór, hefur hann vaxið í áranna rás og starfa nú um 170 manns hjá VST. Á árinu 1956 flutti stofan á Miklubraut 34. Þá störfuðu sjö manns hjá VST, að Sigurði meðtöldum (heldur á pípu fyrir miðri mynd).
Þó að verkefnin væru strjál, fjölgaði þeim smám saman og þegar upp var staðið reyndist ákvörðun verkfræðingsins unga ekki svo fráleit. Hann hefur e.t.v. séð sem var, að tímarnir voru að breytast. Vissulega hægði fátækt og einangrun á þróuninni hér, en hún stefndi engu að síður í svipaða átt og í nágrannalöndunum og þar höfðu stofur sjálfstætt starfandi ráðgjafaverkfræðinga starfað með góðum árangri um árabil. Meðal fyrstu verkefna Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen voru Landspítalabyggingin nýja við Hringbraut, Hallgrímskirkja og síldarmannvirki í Djúpuvík á Ströndum, að mörgu leyti dæmigerð verkefni þessa tíma.
Líkan af Reiðhjallavirkjun, líklega frá því um 1950. Fyrir tíma tölvutækninnar var líkanasmíði hluti af þjónustu VST.
Vatnaskil stríðsáranna Hjólin tóku svo að snúast fyrir alvöru á hernámsárunum og að þeim loknum tók við hönnun á nýju borgarhverfunum sem risu hvert af öðru, Hlíðunum og Teigunum svo að einhver séu nefnd. Á sjötta og sjöunda áratugnum fóru virkjanaframkvæmdir að setja sífellt sterkari svip á starfsemina, ásamt vegagerð hringinn í kringum landið og uppbyggingunni til sveita, þar sem skólar, hafnir, sundlaugar og heilsugæslustöðvar risu ört. Saga VST verður eins og sjá má, ekki auðveldlega skilin frá sögu lands og þjóðar á 20. öld eða um það leyti sem nútíminn hóf loks innreið sína á Íslandi.
Maður andstæðna Sigurður var ekki eingöngu brautryðjandi á sviði ráðgjafaverkfræðinnar. Hann markaði einnig spor í sögu íslenskra virkjunarfræða og –framkvæmda, auk þess sem hann var ötull á sviði félagsmála ráðgjafaverkfræðinga og rammpólitískur og sat eitt kjörtímabil á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn. Þá var hann ötull talsmaður umhverfis- og náttúruverndar og frábær frístundamálari og skopmyndateiknari. Hann var því maður andstæðna, sem kunni augljóslega þá list að sameina ólíka heima svo vel væri. Hann skilur að þessu leyti eftir sig merka arfleifð, sem reynst hefur VST traustur grunnur í því margbreytilega starfsumhverfi sem verkfræðistofur starfa.