Starfssvið landslagsarkitekta snýr að hönnun á manngerðu umhverfi. Manneskjan og velferð hennar er grunnþáttur í lausn verkefna samhliða tilliti til umhverfisþátta og náttúrugæða þeirra svæða sem unnið er með. Við vinnum að því að skapa upplífgandi og aðlaðandi dvalar- og viðkomustaði fyrir fólk. Við tökum mið af notagildi, fagurfræði, hagkvæmni og sjálfbærni samhliða því sem við leggjum mikla áherslu á gildi ólíkra sjónarmiða og þverfaglegt samstarf. Við önnumst greiningar, úttektir, formun, skipulags- og hönnunarverkefni á breiðum faglegum grunni í samvinnu við og fyrir einkaaðila, opinberar stofnanir og sveitarfélög. Heildarlausnir á verkefnum eru mikilvægir þættir í þeirri þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.
Smelltu á forsíðu bæklings fyrir nánari upplýsingar um þjónustu Verkís á sviði landslagsarkitektúrs.