Eftirfylgni við mat á umhverfisáhrifum

Page 1

EFTIRFYLGNI VIÐ MAT Á UMHVERFISÁHRIFUM


AUKIN ÁBYRGÐ SVEITARFÉLAGA Við breytta málsmeðferð framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2005 voru auknar skyldur lagðar á herðar sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa ýmsum hlutverkum að gegna í matsferlinu. Sveitarfélögin eru: • Umsagnaraðilar • Leyfisveitendur • Eftirlitsaðilar Leyfisveitendur þurfa við útgáfu leyfis að kanna hvort framkvæmdin sé sú sama og lýst er í matsskýrslu og taka rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum hennar. Víki leyfisveitandi frá áliti Skipulagsstofnunar þarf hann að færa rök fyrir því. Þá þarf leyfisveitandi líka að taka afstöðu til þess hvort framkvæmdin sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins.



UPPLÝSINGAR Sveitarfélög veita framkvæmda- og byggingaleyfi skv. skipulagsog byggingarlögum. • Sem leyfisveitandi eru sveitarfélög ávallt umsagnaraðili um þær framkvæmdir sem falla innan marka sveitarfélagsins. • Ekki má veita framkvæmdaleyfi fyrir matsskyldum framkvæmdum fyrr en álit Skipulagsstofnunar liggur fyrir. • Sveitarstjórn er heimilt að binda framkvæmdaleyfi þeim skilyrðum sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar og þeim sem sett eru í samræmi við skipulagsáætlanir. • Leyfisveitendum er með lögum falið eftirlit með því að ekki sé framkvæmt án leyfa og að matsskyldri framkvæmd sé hagað í samræmi við leyfi.





VERKÍS GETUR AÐSTOÐAÐ Við tökum að okkur að aðstoða sveitarfélög með eftirfylgni við mat á umhverfisáhrifum. Við getum séð um skipulagningu og umsjón með vöktun umhverfisáhrifa af framvæmdum og rekstri. Það er t.d. vöktun á lífríki, hljóðstigi, loft- og vatnsgæðum, vatnafari og samfélagslegum áhrifum. Einnig veitum við ráðgjöf við val og útfærslu á mótvægisaðgerðum, framkvæmd þeirra og eftirfylgni. Við veitum ráðgjöf við leyfisveitingar. Í þeirri ráðgjöf getur falist yfirlestur á matsskýrslu, samræming leyfis við álit Skipulagsstofnunar og skipulag sveitarfélgasins og tillögur að skilyrðum eða mótvægisaðgerðum.


Við aðstoðum sveitarfélög við að hafa eftirlit með framkvæmdinni og tryggja að öllum skilyrðum og mótvægisaðgerðum sem sett eru fram í mati á umhverfisáhrifum og framkvæmdaleyfi sé fylgt. Við veitum sveitarfélögum aðstoð við yfirlestur og túlkun á sérfræðiskýrslum og öðrum gögnum sem lögð eru fram, t.d. við mat á umhverfisáhrifum, gerð skipulagsáætlana eða umsókna um framkvæmda- og byggingarleyfi.


ÞJÓNUSTA VERKÍS • Vöktun - Dýralíf - Gróður - Vatnafar - Loftgæði - Hljóðstig • Mótvægisaðgerðir vegna framkvæmda • Túlkun á sérfræðiskýrslum og áætlunum • Eftirfylgni framkvæmda • Aðstoð við umsagnir • Aðstoð við leyfisveitingar


HAFĂ?U SAMBAND verkis@verkis.is



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.