Verkís tekur að sér að aðstoða sveitarfélög með eftirfylgni við mat á umhverfisáhrifum. Við getum séð um skipulagningu og umsjón með vöktun umhverfisáhrifa af framkvæmdum og rekstri. Einnig veitum við ráðgjöf við val og útfærslu á mótvægisaðgerðum framkvæmd þeirra og eftirfylgni.
Við veitum ráðgjöf við leyfisveitingar. Í þeirri ráðgjöf getur falist yfirlestur á matsskýrslu, samræming leyfis við álit Skipulagsstofnunar og skipulag sveitarfélagsins og tillögur að skilyrðum eða mótvægisaðgerðum.
Smelltu á forsíðu bæklings fyrir nánari upplýsingar um þjónustu Verkís á sviði umhverfismála.