1 minute read

Bjartmar og Bergrisarnir

í Gígnum í Grindavík

„Það væri glapræði að taka ekki vinsælustu lögin,“ segir Júlíus Freyr Guðmundsson, bassaleikari Bergrisanna.

Bjartmar Guðlaugsson, tónlistarmaður og hljómsveit hans, Bergrisarnir, munu halda tónleika laugardagskvöldið 11. mars í tónleikasal veitingastaðarins Fish house, Gígnum.

Bjartmar þarf væntanlega ekki að kynna fyrir neinum en hann hefur verið afkastamikill laga- og textahöfundur síðan 1977. Einn Suðurnesjamaður er í Bergrisunum, Júlíus Freyr Guðmundsson.

„Pabbi heitinn og Bjartmar voru miklir vinir og ég hef þekkt Bjartmar síðan ég man eftir mér. Árið 2010 fæddist þessi hugmynd með að stofna hljómsveit og Bergrisarnir urðu til. Bjartmar þekkti gítarleikarann Birki Rafn Gíslason og hann þekkti trommarann Egil Rafnsson. Daði Birgisson kom síðan inn í dæmið sem hljómborðsleikari en Arnar Gíslason er tekinn við kjuðunum af Agli. Við gáfum út eina plötu og stefnum á að gefa út aðra á þessu ári, við erum búnir að gefa út fjögur lög og fleiri eru á leiðinni. Við höfum verið duglegir að spila að undanförnu og það er eitthvað framundan, vorum á Sviðinu á Selfossi um daginn og hlökkum til að koma á þennan frábæra tónleikastað Kára á Fish house, Gíginn. Mjög skemmtilegur staður með frábæran hljómburð. Við munum væntanlega flytja öll þessi nýju lög en að sjálfsögðu rennum við í gömlu góðu lögin, Sumarliða o.fl, það væri glapræði að sleppa þeim. Þá yrðu líklega uppþot, það viljum við ekki,“ sagði Júlíus að lokum. þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum. Hún semur um lífið og tilveruna vítt og breytt, mikil jákvæðni en kemur líka inn á sorg og missi og eins og ég segi, ofboðslega fallegt hjá henni. Boðskapurinn er mjög fallegur, hann talar í raun til okkar allra. Við Grindavíkurdætur hlökkum mikið til að halda þessa tónleika,“ sagði Berta Dröfn að lokum.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

„Við munum bara flytja þessi nýju lög Kristínar, við höfum mikla trú á þessum lögum hennar og ekki síst textum,“ segir Berta Dröfn Ómarsdóttir, kórstjóri kvennakórsins Grindavíkurdætra.

This article is from: