Víkurfréttir 10. tbl. 41. árg.

Page 1

1.790 KR.

Enski boltinn er hjá okkur Þú pantar Enska boltann hjá Símanum og lætur þá vita að þú sért með áskrift á KTV hjá Kapalvæðingu.

MARS

PIZZUR MÁNAÐARINS

DOMINOS.IS | DOMINO’S APP

fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

Stolt norska flughersins á Keflavíkurflugvelli

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er hafin að nýju með komu norska flughersins. Um 130 liðsmenn norska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem,

Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kom til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur. Þoturnar fjórar eru stolt norska flughersins en hver þeirra kostar um þrettán milljarða króna og því er flugflotinn á Kefla-

Mikil aukning í netverslun Nettó Suðurnesjafólk í sóttkví vegna kórónaveiru Um 60% aukning var í sölu netverslun Nettó á milli mánaða sem forsvarsmenn fyrirtækisins telji að megi rekja til komu kórónaveirunar til Íslands. Kórónaveiran er farin að hafa áhrif á heimilislíf nokkurra Suðurnesjamanna sem sæta nú sóttkví eftir að hafa verið á skíðasvæðum á Ítalíu. „Það er ljóst að fólk vill hafa varan á nú þegar kórónaveiran hefur numið hér land. Netverslunin okkar hefur

vaxið jafnt og þétt og tífaldast frá því að hún fór í loftið í september 2017 en við höfum ekki séð svona stórt stökk í sölu frá fyrstu mánuðum netverslunarinnar,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Nettó, í tilkynningu frá Nettó. Nettó hefur þurft að fjölga starfsfólki í afgreiðslu netverslunarinnar og er jafnframt að skoða leiðir til að fjölga bílstjórum til að koma vörunum heim að dyrum.

víkurflugvelli um 50 milljarða króna virði. Loftrýmisgæslan verður í samræmi við loftrýmisáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland og fyrirkomulagið verður með sama hætti og áður. Flugsveitin verður með aðsetur

á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrir lok mars. Landhelgisgæsla Íslands annast verkefnið í samvinnu við Isavia. Ljósmynd: Norski flugherinn

Tvær milljónir í snjómokstur á dag „Núna er allur flotinn úti við snjómokstur, var til miðnættis í gær og byrjaði klukkan fjögur í morgun. Verið er að vinna í að fá fleiri tæki. Snjómokstri er forgangsraðað eftir ákveðnu ferli, almenningssamgöngur, stofnanir o.s.frv. Þær götur sem eru í forgangi eru strætóleiðir, stofnbrautir og helstu tengibrautir sem liggja í átt að neyðarþjónustu, s.s. sjúkra-

húsi, lögreglu og slökkvistöð, auk gatna sem liggja í átt að skólum og leikskólum,“ sagði Guðlaugur H. Sigurjónsson hjá Reykjanesbæ í færslu á Facebook á fimmtudeginum í síðustu viku. Alls er bærinn með aðgang að sautján tækjum sem vinna við snjómokstur og kostar dagurinn um tvær milljónir króna.

Of margar „óþarfa“ beiðnir um aðstoð

Snjómokstur á Breiðbraut á Ásbrú. VF-mynd/hilmarbragi

Í frétt á vf.is var haft eftir Haraldi Haraldssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Suðurnes, að sveitin hafi fengið yfir 120 beiðnir um aðstoð og margar þeirra hafi verið „óþarfar“. „Ef þú kemst ekki út úr innkeyrslunni heima hjá þér, þá áttu ekki erindi út í umferðina,“ sagði Haraldur. Einnig voru mörg úrköll þar sem þurfti að bjarga ungmennum sem lögðu leið sína niður í bæ til að komast í sjoppu. Haraldur sagði ungt fólk hafi verið í glórulausu ferðalagi á bílnum frá mömmu og pabba. „Foreldrar þurfa að hafa vit fyrir þessu fólki,“ sagði Haraldur jafnframt.

Athugið breyttan sýningartíma í þessari viku!

FÖSTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Mexíkódagar! Santa María á 25% afslætti

Lægra verð - léttari innkaup

-25% Tilboðin gilda 5. - 8. mars

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum ■ aðalsímanúmer 421 0000 ■ auglýsingasíminn 421 0001 ■ fréttasíminn 898 2222


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nýtt sextíu herbergja hjúkrunarheimili rís í Reykjanesbæ Gert ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. Kostar 2,4 milljarð, ríkið greiðir 85%. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu í síðustu viku samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. Ákvörðun um að ráðast í þessa uppbyggingu er í samræmi við niðurstöður frumathugunar Framkvæmdasýslu ríkisins á liðnu ári.

Fjölgun hjúkrunarrýma og stórbættur aðbúnaður

Nýbyggingin mun rísa við hlið núverandi hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og verður samtengd því í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar. Með tilkomu heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um þrjátíu en þrjátíu rýmanna koma í stað þeirra rýma sem nú eru á Hlévangi. Hlévangi verður lokað enda aðstæður þar ekki lengur í samræmi við nútímakröfur til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra: „Þetta er gleðidagur sem markar upphafið að stórri og mikilvægri framkvæmd fyrir íbúa á þessu svæði. Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert með þessari framkvæmd sem er mikilvægt. Þá er ekki síður gott til þess að vita að hér verður til aðstaða

sem stenst kröfur um aðbúnað eins og best verður á kosið, bæði fyrir íbúa og starfsfólk.“ Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri: „Þetta er stórt skref í rétta átt fyrir okkur Suðurnesjamenn enda þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými á svæðinu brýn. Við mun nýta árið 2020 til undirbúnings framkvæmdarinnar, svo sem að breyta skipulagi á svæðinu og fullhanna nýtt hjúkrunarheimili, síðan er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist af fullum krafti á árinu 2021 og taki rúm tvö ár en samkomulagið gerir ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023.“ Áætluð stærð nýja hjúkrunarheimilisins er um 3.900 fermetrar og áætlaður framkvæmdakostnaður er 2.435 milljónir króna. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var verður framkvæmdin á hendi sveitar-

Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert með þessari framkvæmd sem er mikilvægt. Þá er ekki síður gott til þess að vita að hér verður til aðstaða sem stenst kröfur um aðbúnað eins og best verður á kosið ... félagsins. Reykjanesbær annast fjármögnun framkvæmdakostnaðar en heilbrigðisráðuneytið greiðir sveitarfélaginu 85% kostnaðarins á árunum 2020–2023 í samræmi við framvindu verksins, sveitarfélagið greiðir 15% af framkvæmdakostnaði.

Nýtt reiknilíkan fyrir heilsugæsluna Frá undirritun samnings um nýtt hjúkrunarheimili, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, munduðu pennana. VF-mynd/pket.

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

– Úttektir Embættis landlæknis sýna að þjónusta heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafi verið ófullnægjandi. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að fjárframlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa aukist um 20% á föstu verðlagi frá árinu 2014 en aukningin hafi þó ekki verið í takti við fordæmalausa íbúafjölgun á svæðinu. Úttektir Embættis landlæknis sýna að þjónusta heilsugæslu HSS hafi verið ófullnægjandi. Ráðherra segir að unnið sé að gerð nýs reiknilíkans fyrir heilsugæsluna. Stofnunin hefur verið að taka á málum eftir ábendingar frá Embætti landlæknis. Svandís segir að síðan hafi verið framför í mönnun og þjónustu og allar tölur séu jákvæðar á milli mælinga. „Við höldum áfram að fylgjast með. Það eru miklar áskoranir á Suðurnesjum vegna íbúasamsetningar og álags vegna ferðmanna.“ Ráðherra segir að á næsta ári ætti nýtt reiknilíkan vegna heilsugæslunnar að endurspegla þjónustuna og þjónustuþörfina. Í líkaninu er haldið utan um skráningu og fleiri þætti eins og

sjúkdómaþyngd og félagslega samsetningu svæðisins og segir hún að þetta hafi gengið vel og sé hvetjandi þar sem þetta hefur verið reynt á höfuðborgarsvæðinu. Nú sé verið að reyna nýja líkanið úti á landi. Svandís segir að margt sé ólíkt á Suðurnesjum og víða annars staðar úti á landi, t.d. á dreifbýlli svæðum. „Við erum að prufukeyra fyrir allt landið og vonandi verðum við komin með skýrt líkan sem passar þá fyrir íbúana og þjónustuna sem verið er að veita frá og með næstu áramótum.“

Hún leggur áherslu á að á HSS sé grunnþjónustu sinnt, heilsugæslu og bráðaþjónustu. Ekki megi missa sjónar á því. Í nýlegri samantekt forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja kemur fram að grípa þurfi til aðgerða til að efla heilsugæsluna án tafar. Húsnæðið sé löngu sprungið en það er um 700 fermetrar og þjónusta yfir tuttugu þúsund skjólstæðinga. Þá sé nauðsynlegt að innrétta nýja slysaog bráðadeild með fullnægjandi tækjabúnaði og sjúkrabílaaðgengi hið fyrsta. Í samantekt forstjórans kemur fram að lýðheilsuvísar sýni að hvergi á landinu sé meiri þörf fyrir öflugri heilsugæslu og heilsueflingu en á Suðurnesjum. Þá sé dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma hvergi hærri en á Suðurnesjum.

SPURNING VIKUNNAR

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM

Hvaða bók lastu síðast?

SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

Friðrik Óskarsson: Síldarárin, fleiri hundruð blaðsíður og ég er enn að glugga í hana.

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur­frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

Harpa Sóley Birgisdóttir:

Hjördís Hilmarsdóttir:

Sveinn Ingi Þórarinsson:

„Meðgöngubókina og ég ætla að lesa fleiri svona bækur til að undirbúa fæðingu og komandi tíma.“

„Ég er að lesa nýjustu bók Arnaldar, var að klára Yrsu, bókin hans Arnaldar hefur vinninginn.“

„Shipbuilding Contracts, ekki hinn venjulegi reyfari.“

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00

Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84


skattur.is

Þú afgreiðir framtalið þitt á aðeins fimm mínútum Skilafrestur er til 10. mars Á Íslandi sparar rafræna tæknibyltingin framteljendum mikinn tíma frá því sem áður var. Nú geta fjölmargir yfirfarið skattframtalið sitt á örfáum mínútum. Framtalið þitt er tilbúið og aðgengilegt á skattur.is með innsendum upplýsingum frá launagreiðendum, fjármálastofnunum og fleirum. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli.

Aðstoð er veitt í síma 442-1414 mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9:00 til 15:30 og á föstudögum frá kl. 9:00 til 14:00. Afgreiðslur Skattsins eru opnar á sama tíma. Föstudaginn 13. mars verður veitt aðstoð til kl. 15:30 í síma og í afgreiðslum Skattsins á Laugavegi 166 í Reykjavík og Hafnarstræti 95 á Akureyri.

Þú einfaldlega... ...opnar framtalið ...ferð yfir allar upplýsingar ...breytir ef ástæða er til ...staðfestir

framtal@rsk.is

442 1414


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Katrín og fylgdarlið heimsóttu ráðhús Reykjanesbæjar og ræddu við bæjarstjóra og fleiri. VF-mynd/pket

Orlofshús VSFK Sumar 2020 Ágæti félagsmaður, opnað hefur fyrir Sumarumsóknir inn á orlofssíðu VSFK vsfk.is orlof.is/vsfk (Grænn takki merktur Orlofshús) Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði (veiðileyfi í neðra svæði Norðurá í boði) 1 hús í Húsafelli (hundahald leyft í húsi) 2 hús í Ölfusborgum 2 hús við Syðri Brú (Grímsnesi) 1 hús við Illugastaðir í Fnjóskadal (Norðurland) 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabil er frá föstudeginum 22. maí til og með föstudeginum 21. ágúst 2020. Félagsmenn geta farið inn á www.orlof.is/vsfk og skráð sig inn með Íslykli eða Rafrænum skilríkjum, fylla skal út orlofsumsókn með allt að sex valmöguleikum. Einnig er hægt að fara inn á vsfk.is – Orlofshús (grænn takki) Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 mánudaginn 23. mars 2020. Úthlutað verður 24. mars samkvæmt punktakerfi. Niðurstaða verður tilkynnt með tölvupósti til félagsmanna sem sækja um. HÖNNUN: VÍKURFRÉTTIR

Orlofsstjórn VSFK Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

AÐALFUNDUR Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 kl: 20.00 að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Kaffiveitingar Önnur mál Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka þátt í starfi deildarinnar Rauði krossinn á Suðurnesjum

Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir og amma

AGATHA ÁSTA ERLUDÓTTIR lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 26. janúar síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks HSS fyrir góða umönnun. Sigurbjörn Jón Árnason Bylgja Sjöfn Jónsdóttir Jóhann Bachmann Helga Árný Hreiðarsdóttir Kristján Karl Meekosha Helena Ásta Hreiðarsdóttir Svavar Grétarsson Hreiðar Ásberg Hreiðarsson og barnabörn.

Frá opnum fundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Hótel Keflavík í síðustu viku. VF-mynd/hilmarbragi

Óvissa núna en miklir framtíðarmöguleikar – sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á opnum fundi í Keflavík. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að þrátt fyrir margvíslega óvissu núna vegna kórónuveirunnar og atvinnuleysis á Suðurnesjum þá séu mikil tækifæri á svæðinu til framtíðar litið, m.a. með tilliti til flugstöðvarinnar og ferðaþjónustunnar. Hún fjallaði um málefni Suðurnesja og svaraði spurningum á opnum fundi Vinstri grænna á Hótel Keflavík síðasta föstudag. „Við vitum að kórónuveiran hefur áhrif á ferðaþjónustuna og getur því haft veruleg áhrif á Suðurnesjum. Við vitum líka að staðan gæti verið betri því hér hefur þurft að takast á við fall WOW flugfélagins og aukið atvinnuleysi í kjölfar þess,“ sagði Katrín. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi brugðist við því með viðbótarframlögum til ýmissa grunnstofnana á svæðinu, m.a. til heilbrigðismála og menntastofnana. „Stóra málið að undanförnu hefur verið framlög til opinberra stofnana á Suðurnesjum. Það hefur verið til skoðunar og verið bætt. Það er mikilvægt að grunnstofnanir séu í takti við það sem er annars staðar. Við vitum af þessu og erum byrjuð að taka á málinu en þetta vill oft taka of langan tíma í kerfinu,“ sagði hún á fundinum þar sem hún svaraði einnig spurningum um Suðurnesjalínu 2 og fleira. Katrín sagði að auka þyrfti framlög til rannsóknar og þróunar en þau hafa verið mest á höfuðborgarsvæðinu. Tækifæri væru nú til að efla þetta framlag úti á landi og þannig efla nýsköpun og þróun. Hún sagði að ríkisstjórnin hafi verið að bæta í varðandi samgöngumálin enda þörfin mikil og brýn. „Við ætlum að halda því áfram. Reykjanesbrautin er eitt af stóru verkefnunum þar. Þegar við horfum á fjárfestingar í samgöngum þá er ljóst að þær hafa verið of litlar og álagið

Páll Ketilsson pket@vf.is

Katrín á nokkra aðdáendur á Suðurnesjum. Hér er hún með einum þeirra, Jónatan Stefánssyni. VF-mynd/hilmarbragi

er miklu meira en fyrir tíu árum. En við höfum gefið í og ætlum að gera áfram.“ Katrín sagði skilja áhyggjur Suðurnesjamanna af seinagangi í uppsetningu Suðurnesjalínu 2 en verið væri að vinna að því að flýta ferlinu sem þarf að fara í gegnum varðandi línulagnir. „Ég skil þessar áhyggjur og veit líka ástæður en það hvílir á okkur núna hvernig við getum einfaldað þetta ferli þannig að það nýtist í öllum svona tilfellum. Ekki bara Suðurnesjalínu 2. Ég held að málflutningur íbúa og sveitarfélaga hafi skilað sér og við sjáum nú þegar breytingar inni í pólitíkinni og á Alþingi sem eru í rétta átt.“ Hún segir að þegar hún hafi verið yngri hafi hún oft farið með foreldrum sínum bíltúr um Suðurnesin. Hún segir möguleikana mikla í ferðaþjónustunni og nefnir til dæmis jarðvanginn, Geopark. „Ég elskaði þetta svæði, hraunið og náttúran eru mögnuð. Þetta er eitt af mínum uppáhaldssvæðum,“ sagði forsætisráðherra.

Björn Thor og Unnur Birna á stórtónleikum í Hljómahöll 6. mars Þann 6. mars verða stórtónleikar í Hljómahöll þegar hljómsveit Unnar Birnu og Bjössa Thor koma í Reykjanesbæ. Það má með sanni segja að Unnur og Björn séu ansi stórir póstar í íslenku tónlistarlífi en þau hafa spilað með fjölmörgum tónlistarmönnum hér heima og starfað mikið erlendis, Unnur t.d með Jethro Tull og Björn ferðast vítt og breytt í sínu eigin nafni, með Guitar Islandico og Robben Ford. Þeim til halds og traust er rythmaparið Skúli Gíslason og Sigurgeir Skafti en þeir hafa verið að sanna sig sem betri spilarar landsins hvor í sínu fagi. Hljómsveitin var þungamiðjan á einstaklega velheppnaðri gítarhátíð Björns í nóvember. Var það viðburður sem lengi verður í minnum hafður. Þau hafa verið á miklu flugi síðasta árið og komið víða við. Hvar sem þau hafa komið hafa þau vakið sértaklega athygli fyrir einstaklega flotta og vandaða spilamennsku og eru margir farnir að telja til betri tónleikabanda landsins.

Nú um síðastliðina helgi spiluðu þau fyrir fullum húsum í Hörpu og hins vegar í Skyrgerðinni í Hveragerði. Hljómsveitin heldur sínu ferðalagi áfram í mars. Unnur Birna, fiðla/söngur Björn Thoroddsen, gítar

Skúli Gíslason, trommur Sigurgeir Skafti Flosason, kontrabassi. Tónleikar hefjast klukkan 21:00 föstudaginn 6. mars í Hljómahöll, miðasala á tix.is. (Fréttatilkynning).


Frábær tilboð í mars! 53%

55%

30%

79 kr/stk

299 kr/stk

79

áður 179 kr

kr/stk

áður 179 kr

Plús 33 cl

áður 429 kr

Knorr Snack Pot 4 tegundir

59%

Coca Cola í dós 33 cl - 3 tegundir

33%

2

98

fyrir

kr/stk

1

áður 239 kr

Mars Duo 79 gr

199 kr/stk

Red Bull orkudrykkur 250 ml - Purple Edition

áður 299 kr

Billys Pan Pizza 170 gr - Original eða Pepperoni

30%

36% 20%

146 kr/stk

399

áður 209 kr

kr/pk

159

Trek Flap 50 gr - 4 tegundir

kr/pk

áður 249 kr

Opnunartími Hringbraut:

áður 499 kr

Piparfylltar Djúpur 150 gr - Freyja

Bubs Skalle 90 gr - 7 tegundir

Allan sólarhringinn Opnunartími Tjarnabraut: 08.00 - 23.30 Virka daga 09.00 - 23.30 Helgar

Finndu Krambúðina á Facbook.com/krambudin Krambúðirnar eru 15 talsins. Akranes, Borgarbraut, Borgartún, Byggðarvegur, Firði, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Hófgerði, Hringbraut, Húsavík, Laugalæk, Lönguhlíð, Skólavörðustíg, Selfoss, Tjarnabraut. Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxsl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Algjört mok

Enn fjölgar nemendum í Keili – Ellefu hundruð nemendur á vorönn 2020 Í ársbyrjun 2020 voru samtals um ellefu hundruð nemendur skráðir í nám og ýmiskonar námskeið á vegum Keilis og hafa aldrei fleiri aðilar lagt stund á nám við skólann en nú.

Tvöfalt fleiri nemendur

Fjöldi nemenda hefur þannig nærri því tvöfaldast frá því á sama tíma árið 2019. Munar þar mestu um nýnema í Menntaskólanum á Ásbrú sem hófu nám á stúdentsbraut með áherslu á tölvuleikjagerð í ágúst og atvinnuflugnema sem lögðu áður stund á nám í Flugskóla Íslands en hann sameinaðist Flugakademíu Keilis fyrr á árinu. Þá tók Keilir einnig yfir umsjón með námskeiði til inntökuprófs í læknisfræði sem hefur verið gríðarlega vinsælt, sérstaklega meðal framhaldsskólanema á undanförnum árum.

300 á háskólabrú vorið 2020 Eftir sem áður eru stærstu námsbrautirnar Háskólabrú og atvinnuflugnámið. Á vorönn 2020 leggja rúmlega þrjú hundruð einstaklingar stund á nám í Háskólabrú, bæði í fjarnámi og staðnámi. Frumgreinanámið, sem gildir til inntöku í allar deildir Háskóla Íslands, ásamt fjölda háskóla bæði hérlendis og erlendis, hefur frá upphafi verið ein eftirsóknarverðasta deild Keilis og hafa nú um tvö þúsund einstaklingar lokið náminu. Háskólabrú, í bæði stað- og fjarnámi, hefst næst í ágúst 2020 og er aukin ásókn í námið þriðja árið í röð.

Einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndum

Flugakademía Keilis - Flugskóli Íslands er orðinn einn öflugasti flugskóli á Norðurlöndunum með um þrjúhundruð nemendur í atvinnuflugnámi og yfir tuttugu kennsluvélar. Með auknum umsvifum er skólinn með starfsstöðvar bæði við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og á Reykjavíkurflugvelli.

Þá geta nemendur sótt bóklegt nám annað hvort í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú eða í húsnæði skólans í Hafnarfirði. Um það bil 90% nemenda Keilis sem hafa lokið þessu námi hafa fundið starf innan eins árs frá útskrift. Mikill skortur er á flugmönnum á heimsvísu og er búist við að það muni þurfa um 800.000 flugmenn á heimsvísu á næstu tuttugu árum til að mæta örum vexti.

Á vorönn 2020 leggja rúmlega þrjú hundruð einstaklingar stund á nám í Háskólabrú ... Rúmlega helmingur kvenkyns

Langflestir nemendur Keilis eru íslenskir eða um 95% en um 60 manns koma erlendis frá, flestir frá Danmörku (15), Póllandi (8), Svíþjóð (5) og Kanada (4). Þá eru rúm 60% nemenda búsettir á höfuðborgarsvæðinu og tæp 20% á Reykjanesi. Rúmlega helmingur nemenda er kvenkyns (54%) og munar þar mestu um aukinn áhuga kvenna á atvinnuflugnámi, þær eru nú ríflega fjórðungur flugnema í Flugakademíunni. Meðalaldur nemenda Keilis er 25 ára og hefur meðalaldurinn lækkað talsvert eftir að Menntaskólinn á Ásbrú hóf starfsemi síðastliðið haust. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í nám á haustönn 2020 og má nálgast nánari upplýsingar um námsframboð á heimasíðu Keilis (www.keilir.net).

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

Febrúar er styðsti mánuður ársins en að þessu sinni er hlaupár og því voru núna 29 dagar í febrúar … og þessi 29. dagur var heldur betur magnaður því mokveiði var hjá bátunum sem fóru á sjó þann dag, sérstaklega hjá línubátunum. Svo mikil var veiðin að sumir bátanna þurftu að fara í tvo róðra til þess að klára að draga línuna. Sem dæmi var Sævík GK með 27,4 tonn sem fékst á 15 þúsund króka. Fyrst lönduðu þeir 15,3 tonnum sem fengust á 8.000 króka eða um nítján bala og er það um 800 kíló á bala. Fóru síðan aftur út, sóttu restina og komu með í land 12,1 tonn á sautján bala. Þetta er yfir 700 kíló á bala. Algjört mok! Óli á Stað GK náði að koma með 25 tonn í einni löndun og fékkst þessi afli á 17 þúsund króka sem gerir um 40 bala, það er um 625 kíló á bala. Daðey GK var með 20,2 tonn sem fékkst á 15 þúsund króka eða um 36 bala og þurfti að fara tvær ferðir. Gísli Súrsson GK var með 27 tonn sem báturinn náði að koma með í einni löndun. Allir þessir bátar voru í Grindavík og voru með línuna þar fyrir utan. Þó að febrúar hafi verið þetta stuttur þá var gríðarlega góð veiði hjá bátunum og má nefna að tveir stórir línubátar náðu því að fiska yfir 500 tonnin. Jóhanna Gísladóttir GK var með 530

tonn í fjórum róðrum og Sturla GK 538 tonn í fimm. Sighvatur GK 486 tonn í fjórum, Kristín GK 476 tonn í fimm, Valdimar GK 388 tonn í fimm og Fjölnir GK 350 tonn í þremur. Þegar þetta er skrifað eru ekki allar aflatölur komnar í hús hjá minni línubátunum en þó er það á hreinu að Margrét GK náði yfir 200 tonnin, aflinn hjá bátnum um 217 tonn í átján róðrum og Óli á Stað GK er með um 200 tonnin. Sævík GK 178 tonn í sautján, Gísli Súrsson GK um 194 tonn, Daðey GK 158 tonn í sextán og Dúddi Gísla GK 120 tonn í fjórtán. Sömuleiðis var hörkumánuður hjá netabátunum, fyrir utan það að Grímsnes GK féll úr leik, en Langanes GK kom í staðinn og samanlagður afli þessara tveggja báta var 167 tonn í fjórtán róðrum. Langanes GK var með 95 tonn í sjö og mest 25 tonn, Erling KE var með 388 tonn í átján og í þriðja sætið yfir landið. Tveir bátar

frá Snæfellsnesi komust yfir 500 tonn í febrúar. Maron GK var með 179 tonn í 23, Halldór Afi GK 66 tonn í sextán, Hraunsvík GK 62 tonn í fjórtán og Sunna Líf GK 53 tonn í tólf. Það má geta þess að þessir þrír bátar fækkuðu allir trossum og t.d má nefna að Hraunsvík GK var með fjórar trossur og kom með í land um níu tonn, deginum eftir var báturinn með þrjár trossur en var aftur með um níu tonn. Þorsteinn ÞH 49 tonn í sjö róðrum. Dragnótaveiðin hresstist þegar leið á febrúar, Sigurfari GK var með 198 tonn í fimmtán og mest 33 tonn, Benni Sæm GK 179 tonn í sextán og mest 25 tonn, Siggi Bjarna GK 113 tonn í fjórtán, Ísey EA 86 tonn í ellefu en báturinn landaði mestum hluta af aflanum í Sandgerði og mest 18,5 tonn. Aðalbjörg RE 74 tonn í tíu. Ekki má svo gleyma litlu línubátunum en Guðrún Petrína GK og Addi Afi GK áttu góðan mánuð þrátt fyrir að hafa ekki komist oft á sjóinn. Guðrún Petrína GK var með um 30 tonna afla í sjö róðrum og endaði á níu tonna löndun þann 29. febrúar. Addi Afi GK var með um 36 tonn í sjö róðrum og endaði aflahæstur báta að þrettán tonnum yfir allt landið. Einn róðurinn hjá Adda Afa GK var mok og meira mok. Þeir fóru út með 32 bala en eftir að hafa dregið nítján bala var báturinn orðinn smekkfullur af fiski og fóru þeir Óskar skipstjóri og Unnar sem rær með honum í land með um átta tonn, fóru svo út aftur og kláruðu að draga, heildaraflinn alls 12,4 tonn sem er mok og ekkert nema mok. Sem sé orð febrúar er tvímælalaust ... mok! Marsmánuður er framundan og hann gæti orðið rosalegur.

Kaupa bauju fyrir fimm milljónir króna Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt tillögu bæjarráðs um viðauka við fjárfestingaáætlun Grindavíkurhafnar fyrir árið 2020 að fjárhæð 5.000.000 kr. vegna kaupa á innsiglingarbauju fyrir Grindavíkurhöfn. Innsiglingarbaujan verður staðsett í ytri rennu. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann og að hann verði fjármagnaður með lækkun á handbæru fé.

Leikhúsferð

Félags eldri borgara verður farin fimmtudaginn 30. apríl 2020. Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá

„9 líf Bubba Morthens“

Farið frá Nesvöllum kl. 18.30,komið við á Grindavíkur og Vogaafleggjara. Sýningin hefst kl. 20.00. Miði kr.9.000,Pantanir hjá Ólu Björk í síma 421-2972, Björgu 865-9897, Guðrúnu 659-0201 og Ásthildi 861-6770.

AÐALFUNDUR Í SAMKAUPUM HF. Stjórn Samkaupa hf. boðar hér með til aðalfundar í félaginu fyrir rekstrarárið 2019. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 15.00 á skrifstofu félagsins að Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins.

Miðar seldir á Nesvöllum mánudaginn 6. apríl kl.16–17. Erum ekki með posa.

Þá verður lögð fyrir fundinn tillaga um að félagið megi eignast og eiga allt að 10% hlutafjár í félaginu í þrjú ár.

Geymið auglýsinguna Leikhúsnefnd

Stjórn Samkaupa hf.


VÖNDUÐ VERKFÆRI Í SINDRA REYKJANESBÆ SLÍPIROKKUR 18V

SLÍPIROKKUR MEÐ AFSOGI

Kolalaus mótor Skífustærð: 125 mm Snú/min: 9.000 2 stk 18V 5 Ah rafhlöður og hleðslutæki

Hraðastilltur slípirokkur tengjanlegur við ryksugu. 125mm turbo bollaskífa, handfang og hlíf fyrir ryksugu fylgir.

vnr 94DCG405P2

vnr 94DWE4257KT

69.127

49.041

m/vsk

Fullt verð 84.301

m/vsk

Fullt verð 59.807

HLEÐSLUSETT 4 VÉLAR

AFSOGSSETT F/BOLLASKÍFUR

Borvél, hjólsög, stingsög og sverðsög 3 stk rafhlöður 18V 5 Ah og hleðslutæki 3 stk T-stak töskur

Passar á DeWalt 125mm slípirokka frá 1200W - 1500W

vnr 94DCK480P3T

139.900

vnr 94DWE46150

16.638

m/vsk

Fullt verð 174.741

m/vsk

Fullt verð 20.797

VÆNTANLEGT LOFTKEFLI

RAFMAGNSKEFLI

14 metrar Með veggfestingu 3/8” tengi Vinnuþrýstingur 18 Bar

14 metrar Með veggfestingu 230 V 3 X 1,5mm

vnr TRI03015Q

vnr TRI03315D

10.175

9.175

m/vsk

Fullt verð 13.567

m/vsk

Fullt verð 12.234

GIPS RASPUR

FÖSUNAR HEFILL F/GIPS

GIPS SKERI

vnr 93521104

vnr 93STHT105937

vnr 93STHT116069

800

m/vsk

3.270

3.945

m/vsk

NÝTT

NÝTT BYSSA FYRIR GIRÐINGALYKKJUR Fyrir girðingalykkjur 40-50mm 2 stk 18v 5ah rafhlöður og hleðslutæki.

GIRÐINGALYKKJUR Stærðir 40, 45 og 50mm

vnr 94DCFS950P2

150.845

m/vsk

PLASTRÖRKLIPPA Stærð: 3-42 mm

Stærð: 3-16 mm Sker kopar, ál, brass og plast rör.

vnr 9623488

4.180

RÖRSKERI FYRIR KOPAR vnr 9632975

m/vsk

Fullt verð 5.359

www.sindri.is / sími 575 0000

3.495

m/vsk

Fullt verð 4.481

Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050

m/vsk


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aftur til starfa með aðstoð VIRK Fyrir hrun, í kjarasamningum í febrúar 2008, sömdu Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins um nýtt fyrirkomulag starfsendurhæfingar á Íslandi. Í framhaldinu var sjálfseignarstofnunin VIRK starfsendurhæfingarsjóður stofnuð þann 19. maí. VIRK hóf starfsemi sína í ágúst 2008 og er því tólf ára í dag. Í byrjun árs 2009 komu síðan opinberir atvinnurekendur og stéttarfélög opinberra starfsmanna að VIRK sem stofnaðilar. VIRK varð þar með fyrsta stofnunin sem allir helstu aðilar vinnumarkaðarins stóðu saman að. Aðstæður eftir hrun kölluðu á hraða uppbyggingu og því ljóst að þær þrengingar sem samfélagið gekk í gegnum á þessum tíma myndu kalla á aukna þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Samið var við stéttarfélög eða samtök stéttarfélaga um allt land um þjónustu sérhæfðra ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Í dag er VIRK með skrifstofur í Reykjanesbæ og í Grindavík en þangað getur fólk leitað sem langar að komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir heilsubrest. Nokkrir ráðgjafar starfa á vegum VIRK á Suðurnesjum. Má þar nefna Björk Ólafsdóttur, Oddnýju Þóru Kristjánsdóttur og Elfu Hrund Guttormsdóttur, ráðgjafa í Reykjanesbæ, og Guðrúnu Ingu Kristjánsdóttur í Grindavík. Þá starfar Anna Lóa Ólafsdóttir í hálfu starfi sem atvinnulífstengill í Reykjanesbæ. Víkurfréttir tóku tali Elfu Hrund og Önnu Lóu í Reykjanesbæ á dögunum.

Elfa Hrund Guttormsdóttir er félagsráðgjafi og markþjálfi:

„Við ráðgjafar VIRK þjónustum einstaklinga sem glíma við heilsubrest. Fólk kemur til VIRK til að endurhæfast út á vinnumarkað. Við bjóðum upp á einstaklingsmiðaða ráðgjöf. Í upphafi þjónustu koma einstaklingar til ráðgjafa og þar fer fram undirbúningsvinna varðandi þau úrræði sem hentar hverjum og einum. Ráðgjafi og einstaklingur gera í samein-

ingu áætlun um endurkomu inn á vinnumarkað. Áætlunin er einstök og sniðin að þörfum og getu einstaklingsins. Öll þjónusta VIRK miðar að því að efla einstaklinginn og styrkja til aukinnar þátttöku á vinnumarkaði. Þeir einstaklingar sem hafa áhuga á að koma til VIRK í starfsendurhæfingu þurfa að byrja á því að panta tíma hjá lækni, þar byrjar ferlið.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Sumarstarf – Yfirflokkstjóri Vinnuskólans Sumarstarf – Flokkstjóri Vinnuskólans Velferðarsvið – Sérfræðingur tímabundið Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudag 5. mars kl. 11.00. Foreldramorgunn – Notalegt spjall. Á réttri hillu með Virpi Jokinen. Virpi Jokinen er vottaður skipuleggjandi og verður með fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar kl. 20.00. Laugardag 7. mars kl. 12.00-14.00. Heimskonur/ Women of the World hittast í kaffispjalli á Ráðhúskaffi. Börn velkomin. Litum saman. Laugardagar eru fjölskyldudagar í bókasafninu. Litabækur dregnar fram og fjölskyldur hvattar til að lita saman. Mánudagur 9. mars. Hugleiðsluhádegi: Marta Eiríksdóttir leggur áherslu á öndun og innri frið og ró. Tengist inn á kærleiksvitund.

Ráðgjafi og einstaklingur gera í sameiningu áætlun um endurkomu inn á vinnumarkað. Áætlunin er einstök og sniðin að þörfum og getu einstaklingsins ... Læknir útbýr beiðni um þjónustu hjá VIRK sem staðfestir hver heilsubresturinn er. Ekki allir eiga erindi í VIRK og ákveðin sía fer fram hjá inntökuteymi VIRK. Inntökuteymið fer yfir beiðnina og metur hvort einstaklingurinn eigi erindi í starfsendurhæfingu. Ef beiðnin er ekki samþykkt þá eru til önnur úrræði innan heilbrigðiskerfisins. Hlutverk ráðgjafa er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. Ráðgjafi heldur utan um alla þræði sem viðkemur endurhæfingunni.“

Anna Lóa Ólafsdóttir er náms- og starfsráðgjafi, markþjálfi og með diplóma­ gráðu í sálgæslu:

„Ég starfa sem atvinnulífstengill og er staðsett tvisvar í viku á Suðurnesjum en aðalstarfsstöðin mín er hjá VIRK í Reykjavík. Þegar einstaklingar í þjónustu hjá VIRK stefna aftur út á vinnumarkaðinn eru þeir flestir tilbúnir að fara sjálfir í atvinnuleit eða til baka á fyrri vinnustað. En það eru alltaf einhverjir sem þurfa aðstoð við atvinnuleitina og þar kem ég við sögu.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett markmið um að fjölga starfstækifærum fólks með skerta starfsgetu. Að hafa vinnu við hæfi eykur lífsgæði einstaklinga en atvinnuþátttaka einstaklinga sem búa ekki við fulla starfsgetu er mun minni en annarra. Til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu þurfa stofnanir ríkisins að fjölga hlutastörfum þar sem vinnutími og verkefni eru aðlöguð að þörfum þess sem ræðst til starfsins. Stjórnendur ríkisstofnana eru hvattir til þess að huga að því þegar störf losna eða ný verða til hvort starfið geti hentað fólki með skerta starfsgetu. Þannig er til dæmis mögulegt að skipta starfi sem einn einstaklingur gegndi áður í tvö eða fleiri störf og koma þannig til móts við þau sem ekki hafa fulla starfsgetu. Þá má vel ímynda sér að ýmis verkefni sem venjulega eru látin sitja á hakanum eða eru ekki nægilega umfangsmikil fyrir starfsmann í fullu starfi geti vel hentað einstaklingi með skerta starfsgetu. Fólk með skerta starfsgetu er afar fjölbreyttur hópur með dýrmæta menntun og reynslu. Starfsgeta þessara einstaklinga er jafnframt mismunandi sem og þörf fyrir stuðning í starfi. Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Mér finnst mesti stuðningurinn felast í að vera til staðar fyrir einstaklinga sem finnst þetta oft kvíðvænlegt ferli ... Ráðgjafi vísar þessum einstaklingum til mín og ég aðstoða við ferilskrá og kynningarbréf, tengslanet og ræði við fyrirtæki á svæðinu. Eins og önnur þjónusta hjá VIRK þá er hún einstaklingsbundin og því mjög misjafnt hvernig atvinnulífstengill vinnur með hverjum og einum. Mér finnst mesti stuðningurinn felast í að vera til staðar fyrir einstaklinga sem finnst þetta oft

kvíðvænlegt ferli. Þá fá þeir tækifæri til að spegla sig í mér og oftar en ekki staðfestingu á að þeir eru að gera allt sem þeir geta. Samvinnan í þessu ferli er svo mikilvæg – því við erum ekki vinnumiðlun heldur stuðningur við atvinnuleit. Ég hef líka það hlutverk að koma á samstarfi við fyrirtæki á svæðinu og því er ég að heimsækja sem flest þeirra og leitast eftir formlegu samstarfi við VIRK.“ Ef fólk hefur hug á að kynna sér starfsemi VIRK, þá er tilvalið að fara á heimasíðuna www.virk.is – þar má einnig lesa reynslusögur sem eru mjög áhugaverðar.

Athugið breyttan sýningartíma í þessari viku!

FÖSTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


Afsláttur til félagsmanna 30% afsláttur af öllum Sistema vörum Afsláttur gildir frá 5. mars - 8. mars í öllum verslunum Nettó og Kjörbúðarinnar

-30% Sistema Easy bacon örbylgjubakki

Sistema Egg poacher örbylgjubakki

1.749 kr

1.749 kr

Verð áður 2.499 kr

Sistema Freshworks box 1,5 L

-30%

-30%

Sistema Vatnsbrúsi 330/460ml

559/699 kr

Verð áður 799/999 kr

-30%

Verð áður 1.899 kr

-30%

Sistema Nestiskubbur 1.4L þrískiptur

-30%

839 kr

Verð áður 999 kr

Verð áður 569 kr

Verð áður 1.799/1.199 kr

Sistema Medium Split To Go

Sistema Freshworks box 1,9 L

1.329 kr

699 kr

398 kr

1.259/839 kr

-30%

Verð áður 1.999 kr

-30%

Sistema Nestisbox ToGo - 965ml Verð áður 1.999 kr

1.399 kr

Verð áður 1.469 kr

Sistema Salatbox 1,63L/ 1.1L

Sistema Freshworks box 2,6 L

-30% 1.399 kr

Verð áður 2.499 kr

1.028 kr

Sistema Nestisbox split 350ml

-30%

Verð áður 1.199 kr

-30%

Sistema Nestisbox 975ml & Brúsi 330ml

1.504 kr

Verð áður 2.149 kr

-30%


Málaðu meira fyr STA

2.290

,-

R

MÁLNIN Deka Projekt 02, GIN Loftmálning 2,7 lítrar VERÐ 54 9

OKKA

ÓDÝRA

2.490

LÍTERIN N m/v 1 0 lítra

Áltrappa 4 þrep 5.440 5 þrep 7.290 6 þrep 7.690

2.590

295

Áltrappa 3 þrep - verð frá

2.990

4.490

Deka Projekt 05, 3 lítrar Málarahvítt

Málningarlímband frá kr.

Deka Projekt 10, 2,7 lítrar (stofn A)

Deka Projekt 05, 2,7 lítrar (stofn A)

Sköfur frá kr.

245

Spartlspaðar frá kr.

Deka Gólfmálning grágræn 3 ltr.

695

4.690

Spartlspaðar sett kr.

325

Málningargrind og rúlla frá kr.

575

Einnota málningargallar frá kr.

695

Kíttgrindur frá kr.

Málningarpenslar frá kr.

95

125 örkin

Bostik spartl 250 ml

590

395 195

Bostik málningarkítti

390

Reykjavík

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Hafnarfjörður

Selhellu 6.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Reykjanesbær

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Yfirbreiðslur Fleece frá kr.

540

Framlengingarsköft frá kr.

595

Slípiklossar frá kr.

Málningarbakkar frá kr.

Mikið úrval málningarve rkfæra

790

Sandpappír frá kr.


rir miklu minna! Hjá Múrbúðinni færðu gæðamálningu! sænsk gæðamálning síðan 1955 Góð málning þekur vel og er auðvelt að vinna. Þess vegna selur Múrbúðin eingöngu sænska gæðamálningu frá Colorex. Málningin frá Colorex þekur framúrskarandi vel, enda er hún þróuð til að mæta ströngustu kröfum Norðurlandabúa.

Hugsum um umhverfið og málum með málningu frá Colorex Málningin frá Colorex er einstaklega umhverfisvæn. Hún er bæði með Svansvottun þ.e. Nordic Swan Eco label og EU Eco label. Þessar vottanir fá einungis vörur sem uppfylla ströngustu umhverfisstaðla. Vottunin tekur til allra umhverfisáhrifa vörunnar allt frá því að hráefni eru unnin og þar til vörunni er fargað eða hún endurunnin.

Skönnum drauma litinn þinn! Ertu búin að finna draumalitinn? Við getum blandað alla liti. Þú kemur bara með draumalitinn og við skönnum hann með litgreiningarskannanum okkar. Við getum skannað liti af litaprufum og úr blöðum svo eitthvað sé nefnt.

Málningarverkfæri, stigar og tröppur Með réttu verkfærunum verða verkin auðveldari. Þú færð öll málningarverkfæri hjá Múrbúðinni. Eingöngu gæðamerki á góðu verði. Við bjóðum líka mikið úrval af stigum og tröppum, sem nauðsynlegt er að eiga þegar maður málar.

Bostik spartl, þéttifrauð og kítti – Leiðandi í yfir 125 ár Bostik er leiðandi framleiðandi á spartli, þéttifrauði og kítti. Múrbúðin býður breiða línu að vörum frá Bostik á frábæru verði. Bostik vörurnar sem Múrbúðin selur koma frá Svíþjóð og Þýskalandi.

Murexin – Austurísk gæðaefni á góðu verði Murexin framleiðir endingargóð þéttiefni, fúgur og flísalím. Rakaþéttikvoðan frá Murexin „dúkur í dós“, er löngu búin að sanna sig á Íslandi. Gerðu gæða- og verðsamanburð. Múrbúðin býður að minnsta kosti jafngóðar vörur, bara miklu ódýrari.

20%

AFSLÁTTUR

20% afsláttur af málningu

Málaðu meira fyrir miklu, miklu minna! Málning hjá Múrbúðinni er 30-60% ódýrari en sambærileg málning hjá öðrum, svo þú getur málað meira fyrir minna. Ef þú kemur með þessa auglýsingu í Múrbúðina færð þú 20% afslátt af allri málningu og þá geturðu málað meira fyrir miklu, miklu minna!


12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Unnið við lagningu Reykjanesbrautar. Mynd úr safni Guðmundar Brynjólfssonar.

Reynir Brynjólfsson (t.v.) í námuvinnslu þegar unnið var að lagningu Reykjanesbrautar. Mynd úr safni Guðmundar Brynjólfssonar.

Klárum þetta verk!

– segir Reynir Brynjólfsson sem vann við lagningu Keflavíkurvegar fyrir 55 árum. Í október í ár verða 55 ár liðin síðan Keflavíkurvegurinn var formlega opnaður. Árið 1960 hófst lagning nýs vegar og átti sá vegur að vera steyptur. Vinnan tók fimm ár. Guðmundur Einarsson, verkfræðingur, var tæknilegur framkvæmdastjóri Íslenskra aðalverktaka og þar með ábyrgur fyrir lagningu Keflavíkurvegarins af hálfu verktakanna á þessum tíma. Marta Eiríksdóttir marta@vf.is

Klukkan tíu um morguninn þann 26. október 1965, í slagveðursrigningu, óku fyrstu bílarnir hinn nýja veg. Það var ekki ókeypis að aka um veginn nýja og mjög umdeildur vegatollur var innheimtur í sérstökum gjaldskýlum við Straum. Gjaldið fór illa í marga. Kveikt var í skýlinu fáeinum dögum fyrir opnunarathöfnina en þá var byggt nýtt skýli. Árið sem Keflavíkurvegurinn var opnaður var Reynir Brynjólfsson þrítugur að aldri og vann hjá Íslenskum aðalverktökum sem sáu um að leggja veginn frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. Víkurfréttir kíktu í heimsókn til Reynis þar sem hann býr í Álfagerði í Vogum. Kappinn er 85 ára, hress og liggur ekki á skoðun sinni um stöðuna á veginum sem nú kallast Reykjanesbraut í daglegu tali.

Hraunmulningur notaður í að undirbyggja

„Ég vann hjá Íslenskum aðalverktökum í tæp 43 ár. Það var árið 1964 sem við byrjuðum að framlengja veginn frá Kúagerði, steyptan veg. Íslenskir aðalverktakar voru þá búnir að steypa veginn frá Hafnarfirði að Kúagerði. Við byrjuðum á því að undirbyggja frá Kúagerði og tekið var hraun þaðan sem notað var undir í nokkrum lögum. Þá voru ýtur sem ýttu hrauninu saman og mokuðu upp á stóra vörubíla sem dreifðu hraunmulningnum á vegstæðið. Þungir valtarar þjöppuðu þessu efni svo saman. Hraunið virtist vera mjög gott efni. Hólar í vegstæði á leiðinni voru sprengdir og notað efnið sem kom úr því. Þetta var endurvinnsla. Við náðum að fara með þetta á miðja Strandarheiði en fluttum okkur í Grindavíkurhraun og tókum efni þaðan. Hraunmulningurinn þaðan var notaður í undirlagið frá Strandarheiði til Njarðvíkur,“ segir Reynir.

Vinnuhópurinn ekki stór

Á þessum tíma voru margir að bíða eftir að fá betri veg suður með sjó en leiðin var fjölfarin, jafnvel á þessum tíma eins og lesa mátti í gömlum fréttum frá árinu 1965. Mannskapurinn var ekki fjölmennur sem vann við að búa til Keflavíkurveginn eins og hann var kallaður þá. „Við vorum ekkert rosa margir sem unnum við þessa vegagerð. Það voru tveir til fjórir ýtumenn, ég og annar á vélskóflu, tveir á valtara. Svo voru fimm til sex risastórir vörubílar en þeir eru of þungir á almenna vegi,“ segir Reyni.

Sérstakar vélar keyptar

Reynir hefur gott minni og rekur söguna um tilurð vegarins sem áður var holóttur og vondur yfirferðar áður en hann, ásamt samstarfsfélögum ÍAV, steyptu einbreiðan veg. „Nú erum við komin suður í Njarðvík og þá notuðum við undirlag undir steypuna úr Stapafelli á allan veginn. Það voru keyptar sérstakar vélar fyrir

Það tók fimm ár að leggja Reykjanesbraut á sínum tíma. Mynd úr safni Guðmundar Brynjólfssonar. framkvæmdina. Á Stapa var sett upp steypustöð og einnig borað fyrir vatni. Steypustöðin og niðurlagningarvél fyrir steypu voru keypt fyrir þetta verkefni. Við vorum í heilt ár að undirbúa veginn sem opnaði haustið 1965. Eftir að við vorum búnir að steypa Keflavíkurveginn, sem er oftast nefndur Reykjanesbraut í dag, þá fórum við að malbika neðri veginn til Keflavíkur og svo seinna fórum við í að malbika veginn

fyrir ofan Keflavík að Leifsstöð,“ segir Reynir.

Mikil óánægja með gjaldtöku

Það voru ekki allir par ánægðir með gjaldtökuna við Keflavíkurveginn sem stóð yfir í nokkur ár. Gamli Keflavíkurvegurinn, úr möl og holóttur, var við hlið þess nýja sem var steyptur, rennisléttur og fínn. Þeir sem tímdu ekki að borga fyrir að keyra á nýja veginum

hossuðust því áfram á gamla veginum sem ennþá sést móta fyrir í dag. Vegatollurinn var á veginum frá 1965 þegar hann var tekinn í gagnið og fram til 1972. Tollskúrinn var til móts við Straumsvík. „Settur var upp skúr undir Straumsvík í aðra áttina og fólk þurfti að borga fyrir hverja ferð. Það voru ekki allir ánægðir með þessa gjaldtöku. Traffíkin um veginn átti að hjálpa ríkinu að borga fyrir veginn með gjaldtökunni sem var í nokkur ár. Steypan dugði í mörg ár en svo fóru að koma hjólför í veginn og þá varð hún hættuleg í bleytu. Það var rándýrt að nota steypu í veginn en þetta þótti besta efnið á þeim tíma,“ segir Reynir.

Tvöföldun á að vera í forgangi

„Það er með ólíkindum að þessi framkvæmd sem hófst fyrir 55 árum skuli ekki vera komin lengra. Umferðin í dag er allt önnur og miklu meiri en hún var á þeim tíma sem vegurinn var opnaður og tvöföldun á að vera í forgangi hjá ríkinu. Það hlýtur að vera kominn inn óhemju mikill peningur frá öllum þessum sköttum sem lagðir eru á bifreiðaeigendur. Það eru alls konar gjöld sem búið er að rukka íslensku þjóðina um. Hvar eru allir þessir sjóðir? Hvar eru peningarnir þegar við þurfum á þeim að halda? Það kom berlega í ljós þegar óveðrið var í desember, að peningar sem eiga að vera eyrnamerktir í ofanflóðasjóð voru það ekki. Það þarf að setja peningana sem eru eyrnamerktir í þessa framkvæmd, svo að tvöföldun verði kláruð á þessu ári, á 55 ára afmæli þessa fjölfarna vegar,“ segir Reynir með áherslu en umferðartölur segja að um tuttuguþúsund bílar aki um Reykjanesbraut daglega. Til samanburðar er helmingi minni umferð um Suðurlandsveg.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Get eiginlega ekki beðið eftir því að fá liðið til landsins og halda gott partí“ – Már Gunnarsson með tónleikana Alive í Stapa 13. mars

Í október á þessu ári verða 55 ár síðan núverandi Keflavíkurvegur var formlega opnaður eftir um fimm ára framkvæmdartíma. Þetta var fyrsti steypti vegur á Íslandi og var mikið mannvirki og mikil samgöngubót. Fyrstu árin fóru ekki einu sinni kústaförin úr yfirborði hans en svo fóru nagladekk að ryðja sér til rúms og að lokum var bætt yfirlagi á hann. Það voru Íslenskir aðalverktakar sem byggðu og steyptu veginn. Myndir úr safni Guðmundar Guðmundssonar.

Svona var tíðarandinn þá: Frétt frá 17. september 1965

Vegatollur af Keflavíkurvegi firra

– bensínverð hefur tífaldast á 5 árum

Már Gunnarsson heldur stór-stórtónleika „Alive“ ásamt færustu hljóðfæraleikurum Póllands í Stapa þann 13. mars. Eins og kunnugt er þá völdu Víkurfréttir Má sem Suðurnesjamann ársins 2019, frá því hann fékk útnefninguna um síðustu áramót hefur verið í nógu að snúast hjá kappanum. Hann hélt utan strax á nýju ári til sundæfinga og keppni. „Ég stökk til Lúxembogar og þaðan til Búlgaríu og svo til Noregs að keppa. Ég tók mánuð af mjög þéttri dagskrá við æfingar og keppni. Ég byrjaði í Lúxemborg þar sem ég var við æfingar og hitti gamla vini en svo fór ég upp í fjöllin í Búlgaríu þar sem ég æfði með búlgarska landsliðinu í 2200 metra hæð. Þar er umhverfið öðruvísi en hér heima og það þarf að aðlagast nýjum hlutum. Þar er enginn lúxus og tungumálakunnátta Búlgara er almennt ekki góð þannig að maður þurfti að læra að vera í samskiptum við fólk með öðrum hætti.“

- Þetta voru engir meðal-Jónar sem þú varst að æfa með.

Þessi mynd er af mótmælum gegn vegatollinum árið 1965 við tollskúrinn. (DV mynd) Í HAUST verður tekinn í notkun nýr vegarspotti milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Er þetta hinn margumræddi Keflavíkurvegur, fyrsti bílvegur á Íslandi, sem minnir á umferðaæðar siðmenntaðra þjóða. Eins og kunnugt er hefur sá háttur verið á hafður hér á landi, að hið opinbera annast vegalagnir og brúargerð og er fjárins aflað með því að tíunda þá, sem eiga bifreiðir, leggja á þá vegatolla og bensínskatt. Hefur bensínverð tífaldast á sl. fimm árum og væri sannarlega í lagi, ef vegirnir væru eftir því. Ekki er því að heilsa, enda mundu flestir þjóðvegir á Íslandi fremur teljast til troðninga en akvega, alls staðar í veröldinni, nema á Íslandi. Nú hefur þó stóru Grettistaki verið lyft og lagður hefur verið 33 kílómetra vegarspotti milli Reykjavíkur og Keflavíkur, vegarspotti, sem alls staðar þætti sæmilega akfær. Það, að þessi leið varð fyrir valinu, mun öðru fremur vera vegna mikillar um-

ferðar, 1100–1200 bílar á sólarhring, og þá mun það ekki vera talið hæfa, að amerískir varnarliðsdátar ækju um á dæmigerðum íslenskum þjóðvegi, þótt það sé fullgott í landann. Þá var vísast að hægt væri að betla af þessum framkvæmdum. Þessi vegarspotti verður svo tekinn í notkun í haust og hefur hann kostað um 300.000.000 króna. Af því fé hafa kanar lagt fram 20.000.000 og er það nefnt óafturkræft lán, alltaf skal það nú eitthvað heita, og nú ættu allir að vera í sjöunda himni, því loksins er kominn vegur á Íslandi, vegur sem fær er venjulegum bifreiðum án þess að allt hristist í sundur. Þeir, sem hafa borgað vegarskattana og bensínið svo rándýru verði, hafa nú loks,erindi sem erfiði, á Íslandi er nú loks kominn akfær vegur. En nú er bara ekki ölll sagan sögð. Heyrst hefur að þeim, sem eftir honum fara í framtíðinni, verði gert að greiða nokkurt gjald og má þá með sanni segja, að mesti glansinn sé farinn af fyrirtækinu.

„Nei, þetta voru allt einhverjir Ólympíu- og heimsmeistarar. Við höfum farið þangað tvisvar. Vorum þarna í fjórar vikur í fyrra og tvær nú í ár og þetta hefur reynst okkur vel. Það sem okkur þykir dýrmætt er að það er enginn lúxus þarna en það er rosalega góður andi og allt fólkið mjög kurteist. Stuðningurinn við okkur er ótrúlegur með því að leyfa okkur að vera þarna, það er alls ekki sjálfgefið. Þér er heilsað á hverju horni og öll samskipti eru til fyrirmyndar, þó svo þú sért einhver útlendingur sem þeir hitta sjaldan.“

- Við sáum það á samfélagsmiðlum að þú tókst lagið í lok ferðar sem gerði stormandi lukku.

„Já, ég tók með mér hljómborðið út og það voru haldnir smá tónleikar í lokin þar sem voru um 200 manns, allt íþróttamenn. Stemmningin var mjög sérstök og það var eins og ég hafi skorað mark eftir hvert lag. Menn voru hoppandi uppi á borðum og mjög gaman.“

- Svo var eitt óskalag.

„Já, Queen-lagið We Are The Champions, sem ég þurfti að læra á staðnum og það var mjög gaman.“

- Þarna var fullt af meisturum.

„Já, nákvæmlega. Allan daginn.“

- En að öðru. Það eru stórtónleikar framundan.

„Já, þetta eru tónleikar sem við erum búin að skipuleggja í langan tíma og ég kalla Alive og eru í raun framhald af útgáfutónleikunum sem ég var með í Stapa fyrir ári síðan og heppnuðust alveg rosalega vel. Okkur langaði að gera þetta aftur og þess vegna er ég að flytja inn níu manna stórhljómsveit frá Póllandi. Þetta er einstaklingar sem spiluðu inn á plötuna mína. Ís-

old systir mín verður þarna og einnig gestasöngkonan Sigríður Thorlacius. Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að fá liðið til landsins og halda gott partý.“

- Hvaða tónlist ertu að fara að spila?

„Þetta er tónlist af plötunni minni Söngur fuglsins og svo er einnig eitthvað nýtt efni. Svo tökum við Sigríður Thorlacius lagið Líttu sérhvert sólarlag, sem er algjör klassík og verður að vera á þessum tónleikum.“

- Það er gaman að fá Sigríði með ykkur. „Alveg yndislegt. Hún er svo góð manneskja og gaman að hafa hana með.“

Almennt verður tónlistarstíllinn á tónleikunum mjög fjölbreyttur og vonandi eitthvað fyrir alla, t.d rokk, popp, country, latino, rapp, dægurlagatónlist og instrumental-músík. Húsið og barinn opnar 13. mars á slaginu 18:30 en sýningin hefst klukkan 19:30 og stendur yfir í tæpar tvær klukkustundir með fimmtán mínútna hléi. Miðaverð er 3.900 krónur en miðasalan fer fram á tix.is.

Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í mars.

Reykjanesbær 13. mars 2020

Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

14 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Bókasafn Reykjanesbæjar:

Hvað lásu íbúar Reykjanesbæjar á árinu 2019?

Fyndinn og fjörugur

Benedikt

Leikfélag Keflavíkur sýnir um þessar mundir leikritið um Benedikt búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson. Undirritaður átti þess kost að mæta á frumsýninguna ásamt átta ára gömlum afastrák og skemmtum við okkur konunglega. Ingrid Jónsdóttur, leikstjóra, tekst ekki aðeins að gera sýninguna áhugaverða og skemmtilega fyrir unga fólkið heldur einnig þá fullorðnu. Það gerir hún meðal annars með því að nýta sér nándina í Frumleikhúsinu með hnyttnum samtölum og samskiptum leikaranna við hljómsveitina og leikhúsgesti þegar þeirra er síst von. Frábær aðferð sem svínvirkaði.

Um leið og ég þakka fyrir mig færi ég Leikfélagi Keflavíkur mínar bestu hamingjuóskir með bráðfjöruga, lifandi og kraftmikla sýningu ...

Leikararnir standa sig allir mjög vel, hvort heldur er í leik eða söng. Aðalhlutverkin eru í höndum Jóns Ragnars

„Bæjarbúar hafa fjölbreytt og vítt áhugasvið og því þarf safnkostur að vera fjölbreyttur og þjóna öllum notendum,“ segir Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Reykjanesbæjar, aðspurð um hvað væri vinsælasta lesefnið á síðastliðnu ári. Það er alltaf áhugavert að skoða hvaða bækur standa upp úr í vinsældum eftir hvert bókaár. Metsöluhöfundarnar gefa iðulega út nýjar bækur fyrir jólin og ávallt er mikil eftirvænting hjá lesendum að fá nýju bækurnar í hendur. Á sumum bókum er langur biðlisti en í safnið eru keypt mörg eintök af vinsælustu titlunum.

Árið 2019 var metár í útgáfu

Bókaútgáfa á árinu 2019 var blómleg og algjört metár hvað varðar útgáfu í mörgum flokkum og mörg ný skáld sem stigu fram en 47% aukning var í útgáfu bóka fyrir börn, 39% fyrir ungmenni og 21% í skáldverkum fyrir fullorðna.

Bókasafnið í hjarta bæjarins

Magnússonar, sem leikur Benedikt búálf, og Helgu Rutar Guðjónsdóttur, sem leikur Dídi mannabarn, og er frammistaða þeirra frábær. Önnur burðarhlutverk eru í höndum Gunnars Gústavs Logasonar, sem leikur Aðalstein álfakonung, og Brynju Ýr Júlíusdóttur, sem leikur Brynhildi álfadrottingu. Brynja Ýr syngur stærstu

lögin í sýningunni og gerir það óaðfinnanlega en tónlist Þorvaldar Bjarna, við texta Andreu Gylfa, er ekki alltaf auðveld viðureignar. Þéttur undirleikur hljómsveitarinnar, sem er skipuð þeim Sigurði Smára Hanssyni, Ingvari Elíassyni, Davíð Mána Stefánssyni og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni, styður vel við söngvarana. Guðlaugur Ómar leikur jafnframt eitt burðarhlutverkanna, Sölvar súra, eftir hlé. Senuþjófurinn fyrir hlé er Unnar Már Pétursson, sem leikur Jósafat mannahrelli, en hann brillerar í því hlutverki. Senuþjófurinn eftir hlé er Tara Sól Sveinbjörnsdóttir sem leikur Daða dreka. Aðrir leikarar eru Þórhildur Erna Arnardóttir, sem leikur Tóta tannálf, og þau Andri Sævar Arnarsson, Hafdís Eva Pálsdóttir, Klaudia Kuleszewicz og Magnús Már Newmann sem leika, syngja og dansa hlutverk álfanna. Hópurinn á sviðinu er þéttur og þrautþjálfaður, skemmtileg blanda reyndra félaga Leikfélagsins ásamt nýjum andlitum. Leikfélag Keflavíkur hefur á að skipa stórum hópi mikilvægra bakhjarla sem sjá um ljósa- og tæknimál, leikmynd, grafík, búninga, hár o.s.frv. Í öllu því góða fólki felst mikill fjársjóður fyrir félagið. Uppfærsla Leikfélags Keflavíkur á Benedikt búálfi er heilsteypt og bráðskemmtileg sýning sem á fullt erindi til barna og fullorðinna. Heildarsýningartími með hléi er innan við tvær klukkustundir og mikill kraftur og fjör allan tímann. Um leið og ég þakka fyrir mig færi ég Leikfélagi Keflavíkur mínar bestu hamingjuóskir með bráðfjöruga, lifandi og kraftmikla sýningu sem ég mæli með að bæjarbúar láti ekki fram hjá sér fara. Kjartan Már Kjartansson

Bókasafnið er menningarmiðja bæjarins þar sem fólk hittist, sækir sér bækur, fer á viðburði, skoðar sýningar í Átthagastofu og Ráðhúskaffi. Mikið líf og fjör hefur verið í safninu, leikskólabörn koma alla daga í sögustundir og grunnskólabörn koma í heimsóknir með kennurum sínum. Skráðir viðburðir á síðasta ári voru tæplega 200 með rúmlega 14.000 þátttakendum. Verkefnið „saumað fyrir umhverfið“ fékk aukinn slagkraft í aðdraganda Ljósanætur þar sem bæjarbúar tóku sig saman og saumuðu margnota taupoka eins og enginn væri morgundagurinn. Þessa poka má finna á pokastöðum í bókasafninu, völdum verslunum við Hafnargötuna og nú síðast setti Krónan á Fitjum upp pokastöð fyrir sína viðskiptavini. „Gaman væri að sem flestir íbúar komi á safnið til að sauma fyrir umhverfið eins og einn poka og leggja í púkkið“. Í september hlaut bókasafnið hvatningaverðlaun Upplýsingar, fagfélags á sviði bókasafns- og upplýsingafræða, fyrir verkefnið „saumað fyrir umhverfið“. Það má ekki gleyma því að Bókasafn Reykjanesbæjar hefur samfélagsleg markmið eins og önnur bókasöfn. Því er ætlað að tryggja jafnan aðgang bæjarbúa að þekkingu og upplýsingum án tillits til efnahags, staðsetningar,

Það má ekki gleyma því að Bókasafn Reykjanesbæjar hefur samfélagsleg markmið eins og önnur bókasöfn. Því er ætlað að tryggja jafnan aðgang bæjarbúa að þekkingu og upplýsingum án tillits til efnahags, staðsetningar, uppruna bæjarbúa eða annarra þátta ... uppruna bæjarbúa eða annarra þátta. „Við hvetjum fólk til þess að taka þátt en í safninu eru fastir liðir eins og leshringur, foreldramorgnar, notalegar sögusstundir með Höllu Karen, upplestrarkvöld, prjónaklúbbur, bókabíó, saumað fyrir umhverfið, spilað og litað saman, fyrirlestrar og föndurkvöld. Þá eru hafin útlán spila og kökuforma í safninu við mikla gleði lánþega.“

Nýtt útibú í Stapaskóla

Í nýjum Stapaskóla stendur til að opna útibú bókasafnsins á haustdögum 2021, á sama tíma og ný sundlaug verður tekin í gagnið á sama stað. Þá verður til langþráð menningarmiðstöð í InnriNjarðvík þar sem íbúar geta komið saman á safnið í sínu nærumhverfi. „Safnið mun þjóna bæði sem skóla- og almenningssafn og það verður ótrúlega spennandi að fylgjast með hvernig það verkefni þróast.“ „Við hvetjum alla bæjarbúa til þess að koma í bókasafnið sitt,“ sagði Stefanía að lokum.

Hvað lásu lánþegar Bókasafns Reykjanesbæjar árið 2019: Fullorðinsbækur Hnokkabækur Þorpið / Ragnar Jónasson Gullbúrið / Camilla Läckberg Hornauga / Ásdís Halla Bragadóttir Sumar í litla bakaríinu við Strandgötu / Jenny Colgan Sumareldhús Flóru / Jenny Colgan

Unglingabækur

Ég gef þér sólina / Jandy Nelson Harry Potter og viskusteinninn / J.K. Rowling Harry Potter og leyniklefinn / J.K. Rowling Vítisvélar: Borgir í veiðihug / Philip Reeve Ljónið / Hildur Knútsdóttir

Barnabækur

Þín eigin saga 4: Piparkökuhúsið / Ævar Þór Benediktsson Barist í Barcelona / Gunnar Helgason Dagbók Kidda klaufa / Jeff Kinney Þín eigin saga 1: Búkolla / Ævar Þór Benediktsson Þín eigin saga 3: Draugagangur / Ævar Þór Benediktsson

Skrímslakisi / Áslaug Jónsdóttir o.fl. Bína fer í leikskólann / Ásthildur Bj. Snorradóttir Stór skrímsli gráta ekki / Áslaug Jónsdóttir o.fl. Kósýkvöld með Láru / Birgitta Haukdal Söguaskjan mín / Isabelle Chauvet

Barnabækur á pólsku

Angry birds: Czerwony rusza na pomoc! Angry birds: Matylda ma duzy klopot! Krab Karol Koszmarny Karolek i wszy H2O Wystarcst Kropla

Rafbókasafnið:

City of girls: a novel Educated: a memoir Sapiens: a brief history of humankind The subtle art of not giving a f*ck Why we sleep


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

15 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Listgjörningur fer á flakk Á síðasta ári var sýningin Heima er þar sem hjartað slær haldin í Bókasafni Reykjanesbæjar, sýningin vakti mikla athygli­og verkefnið hefur nú undið upp á sig. Listamennirnir sem stóðu að vinnustofunni og sýningunni héldu samskonar vinnustofur í Phoenixville í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Anna María Cornette, sem stýrir barna- og unglingadeild Bókasafns Reykjanesbæjar ásamt því að vera verkefnastjóri fjölmenningar, er annar þeirra tveggja listamanna sem vann að þessu verkefni í bókasafninu og fór hún út til Bandaríkjanna í byrjun febrúar. Hinn myndlistarmaðurinn er Gillian Pokalo, bandarísk myndlistarkona sem er búsett í Pennsylvania. Anna María er með BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands ásamt því að vera með MA í menningarmiðlun og Diploma í safnafræði frá Háskóla Íslands, hún og Gillian kynntust þegar Gillian var á ferðalagi um Ísland og hafa þær

Ánægð listakona frá Puerto Rico við verkið sitt.

Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is

náð að tengjast mjög vel. Afrakstur samstarfs þeirra við verkefnið Heima er þar sem hjarta slær hefur heldur betur undið upp á sig og það er ljóst að verkefnið muni skjóta upp kollinum á fleiri stöðum í náinni framtíð.

Allt önnur stemmning í Bandaríkjunum

Það var hafist handa strax við komuna til Bandaríkjanna að undirbúa vinnustofu og sýninguna sem átti að halda

Hér er verið að silkiþrykkja eitt listaverkið, listakonan er augljóslega sátt við útkomuna.

Gillian og Anna María við opnun sýningarinnar. þar. Aðeins nokkrir dagar voru til stefnu áður en þriggja daga vinnustofa skyldi hefjast og ærið verk framundan. Það var talsvert önnur upplifun fyrir þær Önnu Maríu og Gillian að vinna með aðfluttum konum í Bandaríkjunum en hér heima. Konurnar, sem flestar komu frá Mið- og Suður-Ameríku, reyndust hlédrægari og í raun óttaslegnar. Líkast til vegna aukinnar hörku í stefnu bandarískra yfirvalda gagnvart innflytjendum. Sumar konurnar vildu hvorki koma fram undir nafni né leyfa

Heima er þar sem hjartað slær

Efri myndin er frá opnun sýningarinnar og á þeirri neðri eru þær Gillian og Anna María að leiðbeina á vinnustofunni. myndatökur af sér. Meira að segja voru vinnustofurnar og sýningin voru mjög takmarkað auglýstar af ótta við einhvers konar hatursumræði eða -glæpi. Það var mjög gleðilegt að fylgjast með konunum við vinnu á vinnustofunni, það tók þessar hlédrægu konur ekki langan tíma til að sökkva sér í sína listsköpun og eftir stutta stund var gleðin og hláturinn tekinn að heyrst yfir vinnunni.

Glæsileg opnun

Listakonurnar koma víða að.

Sýningin opnaði á föstudegi og fóru viðtökur langt fram úr væntingum, í raun varð þetta stærsta opnun hjá galleríinu frá upphafi. Verk kvennanna vöktu mikla athygli en þau voru jafn

Stoltar listakonur við opnun sýningarinnar í Átthagastofu.

Sýningin „Heima er þar sem hjartað slær“ opnaði í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar um síðastu Ljósanótt og var sýningunni tekið afar vel. Undirbúningur að sýningunni hófst á vormánuðum 2018 þegar Bókasafn Reykjanesbæjar fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála til þess að efla menningar- og félagsauð innflytjenda í Reykjanesbæ. Hluti af styrknum var notaður í þetta tiltekna verkefni með hópi kvenna af erlendu bergi sem hittist reglulega í Bókasafni Reykjanesbæjar. Alls voru það tólf konur úr hópnum sem tóku þátt í verkefninu og þemað, eða hugmyndin, sem hópurinn vann með var „heima er þar sem hjartað slær“. Verkefnið tengir saman konur sem eiga það sameiginlegt að búa á nýjum slóðum. Gangur klukkunnar minnir á okkar eigin hjartslátt og með því að vinna með tíma sjáum við hvernig við tengjumst öll, ólík en í takt. Verkefninu stýrðu bandaríska myndlistarkonan Gillian Pokalo ásamt myndlistarmanni bókasafnsins, Önnu Maríu Cornette,

Frá vinnustofunni í Bókasafni Reykjanesbæjar á síðasta ári. saman stýrðu þær vinnustofum og uppsetningu sýningarinnar. Í verkunum var unnið með klukkuverk og grafíktækni, silkiprent. Fréttir af verkefninu vöktu athygli út fyrir landssteinana og barst Bókasafninu ósk um að halda samskonar vinnustofu og sýningu fyrir hóp aðfluttra kvenna í Bandaríkjunum, þar sem yrði notast við sama þema og sömu tækni.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

fjölbreytt og þau voru mörg, verkin voru unnin með silkiþrykktækni og tengdust minningum þeirra um heima. Það var mjög fallegt að fylgjast með þeim listakonum sem mættu í opnunina, stoltið og gleðin skein af þeim og aðstandendum þeirra – svo glöddust þær svo innilega fyrir hönd hverrar annarar. Það er ljóst að þessi „farandssýning“ kemur til með að ferðast víðar á næstu misserum en þegar hefur þeim Gillian og Önnu Maríu borist óskir um að halda samskonar vinnustofur í öðrum galleríum og söfnum hérlendis og erlendis. Sýningin í Phoenixville hefur vakið athygli og nú er búið að lengja þann tíma sem hún verður í gangi.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sjálfbærni Íslands með garðyrkjuafurðir og olíu Ég fór nýverið fyrir hópi fólks á Íslandi sem hefur sérþekkingu á ýmsu sem snýr að sjálfbærni Íslands í framleiðslu grænmetisafurða. Margt athyglisvert kom fram í starfi okkar og var hópurinn kallaður fyrir ráðherranefnd um matvælastefnu sem forsætisráðherra leiðir.

Samkeppnisforskot í gæðum

Víða í Evrópu eru gróðurhús á mörgum hekturum lands sem brenna gasi, olíu eða jafnvel kjarnorku til að kynda og lýsa gróðurhús. Allir valkostirnir losa mikið kolefni. Á ökrunum við Viktoríuvatn í Afríku keppa íslenskir blómabændur við sólarljósið og mánaðarlaun verkamanns á akrinum eru um 2.500 krónur eða sem nemur tímakaupi á Íslandi. Kolefnisspor afurða sem eru ræktuð við þessi skilyrði eru margföld á við íslenska framleiðslu, þar sem hún stendur í hillum verslana um land allt. Stærðarhagkvæmnin og ýmsar náttúrlegar ytri aðstæður gefa erlendri framleiðslu vissulega nokkuð forskot en að öðru leyti er framleiðsla þeirra varla með tærnar þar sem Ísland er með hælana þegar kemur að heilnæmi umhverfisins og kolefnisspori vörunnar. Þessum áskorunum verður íslensk framleiðsla að mæta með stórsókn í framleiðslu hágæða afurða úr frjóum sverði sem hreint landið býr yfir. Græn, ódýr orka, nýsköpun og efling hefðbundinnar garðyrkju getur gert landið sjálfbært á eigin framleiðslu og gefið samkeppnisforskot þegar horft er til gæða. Tækifærið liggur í ódýrri endurnýjanlegri orku og stöðugleika í flutningskostnaði raforku til garðyrkjunnar.

Frjór jarðvegur

Við höfum stuðlað að framleiðslu á vistvænu áli og næstu stóru skref í uppbyggingu á Íslandi er græna stóriðjan sem nýtir ódýra orku til lýsingar í gróðurhúsum sem framleiða einstaka vöru á heimsmælikvarða. Stefnum að sjálfbæru Íslandi í allri framleiðslu garðyrkjuafurða, korni og höfrum, þar sem gæði landsins, sjálfbær orka, frjór jarðvegur og hreint vatn er sérstaðan. Tækifærið er núna og framlag stjórnvalda á að vera að tryggja samninga um ódýra orku til langs tíma og lán á litlum eða engum vöxtum gæti tryggt afkomuna enn frekar. Garðyrkjulandið Ísland á að mínu mati að taka forystu í ræktun heilnæmra afurða sem fullnægja eftirspurn á innanlandsmarkaði. Til þess að svo megi verða þarf áræðni, framtíðarsýn

og stöðugleika í rekstrarumhverfi. Íslensk framleiðsla skilar fimm sinnum minna kolefnisspori en innfluttar afurðir og hlutur garðyrkjunnar í matvælaframleiðslu landsins í dag er 7,6% en kolefnissporið er 1% af losuninni. Þessi staða er dauðafæri fyrir þátttöku og framlag Íslands í minni losun kolefnis. Opin gróðurhús þar sem fólk kemur og sér matinn verða til og fær að taka þátt í framleiðsluævintýrinu, bókstaflega heyra plönturnar vaxa, er hluti af framtíðarsýninni.

Reykjanesbrautin og þversagnir samgönguráðherra Á opnum fundi í Reykjanesbæ fyrir skömmu var samgönguráðherra spurður að því hvort hann gæti ekki flýtt framkvæmdum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar. Svaraði ráðherra á þann veg að hann ætlaði að tala fyrir því að Reykjanesbrautin verði samþykkt í fyrsta hluta samgönguáætlunar sem gildir á árunum 2020–2024, eða næstu fimm árin. Þetta eru athyglisverð ummæli ráðherra ekki síst í ljósi þess að þau eru á skjön við það sem hann hefur boðað á Alþingi í samgönguáætlun. Hinn 4. desember 2019 mælti samgönguráðherra fyrir samgönguáætlun. Orðrétt í framsöguræðunni á Alþingi sagði ráðherra að Reykjanesbrautin

verði fullkláruð á fyrstu tveimur tímabilum samgönguáætlunar, eða árið 2029. Hér fyrir neðan má sjá það svart á hvítu að samkvæmt samgöngu-

Suðursvæði II (Reykjavík og Suðvestursvæði). Vegnr. Kaflanr.

Vegheiti Kaflaheiti

Lengd kafla [km]

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Vanir smiðir óskast Húseining er framsækið framleiðslufyrirtæki og er ein stærsta einingahúsaverksmiðja landsins þar sem framleidd eru hús allt að 120m2 innanhúss, tilbúin til flutnings, ásamt einingum í allar stærðir húsa.

Upplýsingar veitir Hlynur s. 853 1968 Húseining ehf - Hraunholti 1 - 190 Vogar www.huseining.is

Eftirstöðvar kostnaðar 1.1.2020 [m.kr.]

2020

2021

2022

2023

2024

250

50

50

50

50

50

4.000

400

1.900

1.100

600

150

150

2.000

2.000

2.000

2.000

2.000

2.650

3.950

3.150

2.650

2.050

Undirbúningur verka utan áætlunar 1

2025+ Framhald

Hringvegur f5

41

Um Kjalarnes

8

Reykjanesbraut 15

Tenging við Álhellu

417

Bláfjallavegur og

407

Bláfjallaleið

12,7

50

50

Framlag ríkis til Samgöngusáttmála ***

Olía fyrir allan flotann

Fleira getum við gert. Með því að rækta 160.000 hektara af repju, sem er álíka stórt svæði og Sólheimasandur og Mýrdalssandur, er hægt að framleiða 160.000 tonn af repjuolíu. Til samanburðar notar allur fiskiskipaflotinn okkar 130.000 tonn. Hver hektari skilar því einu tonni af olíu, sem er ótrúlega hátt afurðargildi. Hver hektari dregur sex tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu á vaxtartíma plantnanna og við brennslu olíunnar kemur helmingur til baka. Ávinningurinn er verulegur. Við gætum nær hætt innflutningi á olíu. Hefjumst handa með aðgerðaáætlun um ræktun olíujurta til framleiðslu eldsneytis sem gæti tekið okkur fimm til tíu ár. Við vinnslu repjunnar eru fræ hennar skilin frá stráum, sem er helmingur lífmassans. Í raun verður repjuolían aukaafurð í þessari framleiðslu því 320.000 tonn af fóðurmjöli eru mestu verðmætin sem nota má við svína-, nauta- og laxeldi. Þá gefa pressuð repjufræin 160.000 tonn af repjuolíu. Ávinningurinn gæti hlaupið á milljarðasparnaði í innfluttri olíu og stórfelldri minnkun á kolefnisspori landsins. Þessi vinna og vitneskja er til staðar og við getum hjólað í verkefnið nú þegar. Sérfræðihópurinn sem ég fór fyrir er í startholunum en því miður hefur enginn haft samband eftir fundinn með ráðherranefndinni.

áætlun er tvöföldun Reykjanesbrautar frá Lónakoti í Hvassahrauni að Krýsuvíkurgatnamótum í Hafnarfirði ekki á dagskrá næstu fimm árin.

Samtals Suðursvæði II

+

*** Framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmála má sjá í töflu 8.

Samgönguáætlun til næstu fimm ára – Reykjanesbraut 150 milljónir (Hringtorg við Álhellu). Samgönguráðherra undirritaði samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins 26. september síðastliðinn. Sáttmálinn hefur enn ekki verið samþykktur á Al-

þingi. Í sáttmálanum kemur fram að ljúka eigi tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótum Krýsuvíkurvegar að Kaldárselsvegi árið 2020. Þessi fram-

kvæmd stendur yfir og var ákvörðun um hana tekin í eldri samgönguáætlun

Tafla 8 – Samgöngusáttmálinn – Framkvæmdaáætlun.

Framkvæmdir að hluta fjármagnaðar af samgönguáætlun. Bein framlög af samgönguáætlun til Samgöngusáttmála, sjá töflu 7. Vegnr. Kaflanr.

Vegheiti Kaflaheiti

1

Hringvegur e3

41

Eftirstöðvar kostnaðar 1.1.2020 [m.kr.]

1

440

440

2020

2021

2022

2023

2024

2025+ Framhald

500

+

7.100

+

1.600

+

Reykjanesbraut 04-11

Holtavegur – Stekkjarbakki

2.200

1.100

12

Gatnamót við Bústaðaveg

1.100

1.100

13

Álftanesvegur – Lækjargata

14

Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur

49

1.100

13.100 3,3

2.600

1.600

Miklabraut 03-04

411

Bæjarháls – Vesturlandsvegur

Lengd kafla [km]

Stokkur

21.800

1.100

4.300

Arnarnesvegur Rjúpnavegur – Breiðholtsbraut

1,3

1.600

1.600

Borgarlína Ártún – Hlemmur

8.600

500

3.200

3.200

1.400

Hamraborg – Hlemmur

8.500

500

3.200

3.200

1.300

Mjódd – BSÍ

8.400

Hamraborg – Lindir

3.600

2.100

1.500

Hjóla- og göngustígar

750

750

750

750

360

+

Umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir

390

390

390

390

510

+ +

Göngubrýr og undirgöng Samtals Samgöngusáttmálinn

150

150

150

150

150

3.890

11.930

9.890

10.390

11.720

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins – Reykjanesbraut – Tvöföldun lokið í Hafnarfirði. Af þessu má sjá að ráðherra talaði á fundinum í Reykjanesbæ þvert gegn eigin stefnu í málefnum Reykjanesbrautarinnar. Ekkert fjármagn er því miður ætlað í að ljúka tvöföldun brautarinnar næstu fimm árin. Þvert á móti er

áætlað að tvöfölduninni ljúki árið 2029. Samgönguráðherra segir eitt í dag og annað á morgun. Ríkisstjórnarflokkarnir hafast ekki að í málinu. Miðflokkurinn mun hér eftir sem hingað til berjast fyrir því að ljúka tvö-

földun Reykjanesbrautar sem fyrst og hefur bent á raunhæfar leiðir til fjármögnunar. Birgir Þórarinsson. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.

Staðreynd haldið til hlés Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar grein í Víkurfréttir um stöðuna á Suðunesjum. Hún auglýsir þar eftir aðgerðum og úrbótum í margvíslegum brýnum efnum. Hún getur þess ekki að allir þingmenn Suðurkjördæmis stóðu að þingsályktun um stöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum á yfirstandandi 150. þingi (samþykkt í júní 2019) um að fjölskipaður starfshópur ynni eins og hér kemur fram: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp fulltrúa sveitarfélaga á Suðurnesjum og fimm sérfræðinga úr forsætisráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti til að vinna tímasetta aðgerðaáætlun (mín feitl.) um hvernig efla megi þjónustu ríkisins við íbúa á Suðurnesjum og mæta mikilli fólksfjölgun þar. Meðal þess sem hópurinn skal leggja til grundvallar aðgerðaáætluninni er mat á:

c. hvort fjárframlög til ríkisstofnana á svæðinu hafi fylgt þróun byggðamála og fólksfjölgun,

a. samfélagslegum áhrifum fólksfjölgunar á svæðinu,

Kannski hefði formaður Viðreisnar mátt minnast á bindandi þingsályktunina í þessum pistli sínum. Hún kýs að gera það ekki.

b. samsetningu íbúa og mismunandi þörfum þeirra með tilliti til stöðu, aldurs, móðurmáls o.fl.,

d. áhrifum niðursveiflu í ferðaþjónustu og færri flugferða um Keflavíkurflugvöll á sveitarfélögin á svæðinu. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. desember 2019. Forsætisráðherra kynni Alþingi niðurstöður starfshópsins.“

Ari Trausti Guðmundsson. Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stelpur og tækni Stelpur velja síður tæknitengt nám og störf. (Vanda)málið varð mér persónulega ljóst fyrir einum fimmtán árum. Ég var þá að gera það sem mörgum þykir allt frá því að vera fáránlegt yfir í að vera fáránlega áhugavert – tengja saman tvær gríðarlega ólíkar fræðigreinar í mastersverkefni. Efnafræði og sálfræði. Á þeirri vegferð var ég búin að grafa upp ýmsar rannsóknir tengdar áhugahvöt og lesa mig til um að stelpur virðast ekki sýna raunvísinda- og tæknigreinum jafn mikinn áhuga og strákar í námsaðstæðum. Ég tók þetta mikið til mín og vildi breyta til batnaðar. Síðan þá er mikið vatn runnið til sjávar en eftir stendur svo til óbreytt staða í hinu vestræna samfélagi, að stelpur velja síður að stunda nám í tæknigreinum. Það er vægast sagt óheppileg staða fyrir samfélagið og þar að auki eru tæknigreinar, bæði nám og störf, sannarlega hentugur vettvangur fyrir kvenfólk. Flestir eru sammála um það að nauðsynlegt er að opna þessar dyr upp á gátt af a.m.k. tveimur gildum ástæðum. Í fyrsta lagi svo að stelpurnar okkar, sem eiga þessa kennd í sér að hafa áhuga, sjái sér fært að velja vettvang í lífinu sem gerir þeim kleift að feta þann veg. Í öðru lagi því framtíðin okkar mótast að miklu leyti af tækni og þar af leiðandi þeim sem búa hana til – í nútímasamfélagi er það mikilvægt að kvenfólk komi að þeirri vinnu til jafns við karlmenn.

Í starfi mínu í menntamálum hitti ég margar stelpur á efstu stigum grunnskóla. Ég spyr: „Spilið þið tölvuleiki?“ „Neeeiii, eiginlega ekkert. Kannski bara smá í símanum.“ Þeir sem starfa með

ungu fólki geta staðfest þetta, tilsvör stúlkna eru á þá leið að láta það hljóma sem svo að engin tölvuleikjanotkun sé fyrir hendi hvort sem það er staðreynd eður ei. Strákar á sama aldri telja það

aftur á móti stöðutákn að lista upp notkun á ákveðnum leikjum, þeir gorta sig jafnvel að því að vera dottnir í leiki sem þeir hafa spilað af og á frá níu ára aldri. Það gefur augaleið að í heild sinni tengjast þessu máli margar breytur og geta áhugasamir grafið upp endurtekna umræðu, rannsóknir og töluleg gögn frá ólíkum aðilum í samfélaginu síðastliðin mörg ár, s.s. hjá SI (Samtökum iðnaðarins). Hvað sem við ætlum að gera í þessu, þá megum við ekki gera ekki neitt. Ég tel nauðsynlegt að hlúa að þessu máli og vinna að breytingum, bæði án fordóma og með tilliti til skoðana ungra stúlkna. Það er mikið gleðiefni að ýmsum málum hefur undanfarið verið fleytt til framtíðar á betri vegferð heldur en áður tíðkaðist. Gott dæmi er barnaþing sem haldið var í nóvember síðastliðnum þar sem sérstaklega

var að því gætt að rödd barna væri tekin til greina í umfjöllun um málefni barna. Allt of oft hefur þetta atriði verið tekið út fyrir sviga í þeim anda að sérfræðingar séu að störfum. Þegar málefni liggja undir smásjánni, þá er það í dag orðið viðurkennt að rödd þeirra sem það viðkemur sé tekin inn í mengið. Við erum svo heppin við Menntaskólann á Ásbrú að eiga duglegan hóp af stúlkum sem hóf nám á stúdentsbraut í tölvuleikjagerð hjá okkur síðasta haust og í samstarfi við þær ætlum við að velta þessu máli upp og setja upp vinnustofu í tilefni stelpur & tækni tengda tölvuleikjagerðinni. Vinnustofan verður til þess fallin að stelpur sjái að hér er tæknigrein – hugverkaiðnaður – þar sem kraftar þeirra, áhugasvið og tilfinningar eru metnar að verðleikum. Við fögnum því innilega að Háskólinn í Reykjavík ásamt sam-

starfsaðilum sínum heldur uppi nafni Girls in ICT á Íslandi nú áttunda árið í röð og heldur áfram að sá fræjum og brjóta niður þá múra sem kunna að aftra stelpum frá því að velja sér nám og lífsvettvang tengdum tækni.

Nanna Kristjana Traustadóttir, skólameistari Menntaskólans á Ásbrú.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sex nýir ökukennarar á Suðurnesjum – luku þriggja missera ökukennaranámi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands

Nýju ökukennararnir: F.v.: Kristján Freyr Geirsson, Telma Dögg Guðlaugsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir og Róbert Sigurðarson. VF-mynd/pket

Sex nýir ökukennarar hafa tekið til starfa á Suðurnesjum, fjórar konur og tveir karlar en þau luku þriggja anna námi á háskólastigi. „Við erum stútfull af þekkingu,“ sögðu þau við Víkurfréttir en fimm þeirra eru búsett í Reykjanesbæ, ein í Garði. Þau munu öll starfa á Suðurnesjum. Nýju ökukennararnir eru þær Telma Dögg Guðlaugsdóttir, Margrét Arna Eggertsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Ólafsdóttir og karlarnir tveir eru þeir Róbert Sigurðarson og Kristján Freyr Geirsson. Víkurfréttir hitti þau saman og í stuttu spjalli sögðust þau öll hafa haft áhuga á ökukennarastarfinu í nokkurn tíma en tilviljun ein réði því að þau hófu námið á sama tíma hjá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2018. Námið sögðu þau mjög skemmtilegt en krefjandi og samanstendur af þrettán lotum og mikilli verkefnavinnu, auk verklegrar æfingakennslu. Námið er þriggja missera til 30 ECTS háskólaeininga. „Við vorum flest að hittast í fyrsta skipti en við Suðurnesjafólkið smullum saman í frábærum hóp og erum orðnir góðir vinir eftir námið,“ sögðu þau. Auk verklegra ökutíma, samanstendur ökukennsla í dag af bóklegum námskeiðum sem nefnast Ökuskóli 1, 2 og 3 og æfingaakstri. Í Ökuskóla 3 læra nemendur um svokallaðan varnarakstur og reyna fyrir sér á sérstakri kennslubraut þar sem æfður er akstur við erfið skilyrði, til dæmis í bleytu og hálku.

Aðspurð um kostnað við að læra á bíl segja þau vera um og yfir 300 þúsund krónur en misjafnt er hvað það þarf að taka marga verklega ökutíma. Lágmarks tímafjöldi er sautján, þó er það ekki óalgengt að tímafjöldinn sé á bilinu 17–25 en afar misjafnt er hvernig þessi þáttur liggur fyrir ungmennum í dag, sem og að taka lokaprófið sem þau sækja í skátaheimilinu í Keflavík. Flestir nýju ökukennararnir hafa þegar hafið störf, en þeir útskrifuðust 6. desember 2019. Áhugavert er að nefna að einn þeirra, Róbert Sigurðarson, mun ekki aðeins kenna íslenskueða enskumælandi ökunemum heldur einnig spænskumælandi sem þess þurfa. Margir útlendingar, en þeir eru fjórðungur íbúa á Suðurnesjum, þurfa að endurtaka bóklegt og verklegt ökupróf eftir að þeir flytjast til Íslands, séu þeir frá löndum utan Evrópusambandsins. Þau eru öll sammála um að með breyttu fyrirkomulagi á ökunáminu, með meiri fræðslu og æfingaakstri hefur alvarlegum bílslysum fækkað. Á Suðurnesjum eru í dag starfandi 21 ökukennarar með þessum sex nýju, en síðast útskrifuðust ökukennarar árið 2009.

FS-ingur vikunnar:

Hræðist Nataliu mest

Akurskóli sigraði í Lífshlaupinu Akurskóli og Heilsuleikskólinn sigraði í Lífshlaupinu sem Íþróttasamband Íslands stóð fyrir nýlega. Akurskóli vann í flokki vinnustaða með 70 til 149 starfsmenn. Fleiri fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum stóðu sig vel í hlaupinu. Í flokki 800 og fleiri starfsmenn var Isavia í 3. sæti og Samkaup í 5. sæti. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varð í 7. sæti í flokknum 150 til 399 starfsmenn. Njarðvíkurskóli varð í 2. sæti í flokknum 70 til 149 starfsmenn og Ráðhús Reykjanesbæjar í 5. sæti. Holtaskóli varð í 2. sæti í í floknum 30–69 starfsmenn. Á myndinni eru þær Sigurbjörg Róbertsdóttir, Birna Ósk Óskarsdóttir og Berglind Daðadóttir frá Akurskóla.

Áhugamálin eru að mála og hlusta á góða tónlist. Hún er 16 ára nemandi á Listabraut. Tinna Torfadóttir er FS-ingur vikunnar að þessu sinni.

UMSJÓN Hvað heitir þú fullu nafni? Tinna Torfadóttir.

Hver er helsti gallinn þinn? Þrjósk.

Á hvaða braut ertu? Listabraut.

Hver er helsti kostur þinn? Heiðarleg.

Hvar býrðu og hvað ertu gömul? Keflavík og er sextán ára.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, TikTok og Spotify.

Hver er helsti kosturinn við FS? Eyðurnar. Hver eru áhugamálin þín? Að mála og hlusta á góða tónlist. Hvað hræðistu mest? Nataliu.

FMS hf leitar að starfsmanni hjá FMS í Grindavík Íslenskukunnátta er skilyrði fyrir ráðningu. Lyftararéttindi æskileg. Upplýsingar veittar á staðnum. Ekki er tekið við umsóknum í gegnum síma.

Ásta Rún Arnmundsdóttir og Birgitta Rós Jónsdóttir

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Eva María því hún verður fræg á TikTok. Hver er fyndnastur í skólanum? Gunnar og Natan. Hvað sástu síðast í bíó? Lion King í sumar. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki og tyggjó.

Uppáhalds...

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Augljóslega fjarvistarkerfinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Heiðarleiki. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ágætt. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hef ekki hugmynd vonandi bara eitthvað flott. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Allt frekar nálægt.

...kennari:

...kvikmynd:

...skólafag:

...hljómsveit:

...sjónvarpsþættir:

...leikari:

Anna Taylor og Kristjana. Myndlist.

Grey’s Anatomy.

Grown ups.

Fleetwood Mac. Adam Sandler & Drew Barrymore.


fimmtudagur 5. mars 2020 // 10. tbl. // 41. árg.

19 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Eins og sjá má á myndunum í Reykjaneshöllinni drógu menn ekkert af í baráttunni. Alls kyns spyrnur og boltafjör hjá gömlum kempum.

Sextánda minningarmót Ragnars Margeirssonar í Reykjaneshöllinni

Samúel Kári í fyrsta sinn í byrjunarliði

Minningarmót Ragnars Margeirssonar knattspyrnumanns var haldið í sextánda sinn í Reykjaneshöllinni síðasta laugardag. Margar eldri knattspyrnustjörnur spreyttu sig en S-sigurvegarar í eldri flokki var liðið Sífullir en í yngri flokki vann 2. flokkur Keflavíkur. Tólf lið mættu til leiks og afrakstur mótsins rann til fjölskyldu Grétars Einarssonar, knattspyrnumanns, sem lést á síðasta ári. Oldboys Keflavíkur og Víðis stóðu fyrir mótinu sem þótti heppnst vel. Hilmar Bragi leit við og tók myndir.

Samúel Kári Friðjónsson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Paderborn í þýsku Bundesligunni síðasta laugardag. Paderborn tapaði á útivelli fyrir FSV Mainz með tveimur mörkum gegn engu. „Það var frábært að fá sénsinn í byrjunarliði en slæmt að tapa leiknum. Mér gekk sjálfum ágætlega og leið vel inni á vellinum. Við mætum Köln á heimavelli um helgina og vonandi gengur okkur betur,“ sagði Keflvíkingurinn í Þýskalandi sem sést í baráttunni í síðasta leik á myndinni til hliðar.

Rýmingarsala! Deane Williams var maður leiksins þegar Keflavík vann Hauka síðasta sunnudag. Hann skoraði 22 stig, nokkur með miklum tilþrifum, og tók ellefu fráköst. VF-mynd/pket

6. til 15. mars. Sportfatnaður, skór, úlpur, kuldagallar ofl. Kr 1000 Kr 2000 Kr 3000 Kr 4000.…. Kr 9000. Opið 12 til 18 alla dagana.

Spenna í körfunni Þegar þrjár umferðir eru eftir í Domino’s-deild karla í körfubolta eru þrjú Suðurnesjalið meðal átta efstu liðanna og ættu því öll að komast í úrslitakeppnina.Keflavík og Grindavík unnu sína leiki en Njarðvík tapaði í síðustu umferð. Keflavík situr nokkuð tryggt í 2. sæti deildarinnar, Njarðvík er um miðja deild en Grindvíkingar þurfa að halda haus á lokakaflanum til að komast í úrslitakeppnina. Hjá kvenfólkinu er Keflavík í 3.–4. sæti með Skallagrími og eiga leik gegn Breiðabliki í þessari viku (miðvikudag). Haukar eru aðeins tveimur stigum á eftir og því er allt útlit fyrir spennandi lokaleiki.

Hafnargötu 29 – Sími 421 4017 (Áður K Sport)


facebook.com/vikurfrettirehf

Mundi

twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Punginn á þér!

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Listaverk úr snjó Ásbrú fékk sinn skammt af snjó í síðustu viku og allt varð kolófært. Á tímum Varnarliðsins hefði ástandið fengið nafnið „Charlie“ eða jafnvel „Delta“ þar sem allt var á kafi í snjó og hvorki hægt að komast afurábak né áfram. Myndin hér að ofan er tekin af snjóhengju sem myndaðist á þakskeggi Háaleitisskóla á Ásbrú. Snjókarlinn til vinstri brosti hins vegar sínu blíðasta við Túngötu í Sandgerði þar sem íbúar reyndu að skapa listaverk úr öllum snjónum.

Um fátt annað er rætt í fjölmiðlum þessa dagana en kórónuveiruna. Alls ekki skrítið enda mjög alvarlegt mál sem hefur áhrif á okkur öll. Eðlilegt er að ótti breiði um sig hjá fólki á svona tímum en það er mikilvægt að halda ró sinni og fylgjast með réttum upplýsingum, t.d þeim sem berast beint frá heilbrigðisyfirvöldum. Blaðamannafundir almannavarna og landlæknis eru gott dæmi um réttar og góðar upplýsingar. Einhverjir fjölmiðlar eru þó í bilaðri samkeppni um smellina og það er vitnað í ótrúlegasta fólk sem sérfræðinga í málinu. Þingmaður og leikkona vilja helst loka landinu og segja sóttvarnalækni ekki vita neitt um það sem hann er að segja. Útfarastjórar voru víst búnir að setja sig í stellingar og apótekin hækkuðu verðið á handspritti um þúsundir prósenta eða það var víst bara eitthvað bull eins og svo margt annað sem hefur komið fram. Dregin er stundum upp sú mynd að nánast heimsendir sé í nánd þó svo sérfræðingar segi allt annað og hvetji fólk til þess að halda ró sinni. Þá eru ákveðnir fjölmiðlar sem horfa á þetta sem keppni, fyrstu fréttir eru ávallt dánartölur og

LOKAORÐ

Kóróna­ fréttir

ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON hversu margir hafa sýkst. Þulið upp eins og hálfleikstölur í íþróttakappleik með tilheyrandi dramatík. Þó svo þessi veira sé mikið alvörumál þá þarf að vanda sig og skapa ekki óþarfa ótta og æsing. Samkvæmt sérfræðingum bendir allt til þess að þessi faraldur sé nokkuð vægur, hlutfall sýktra er frekar lágt og dánartíðnin er mjög lág. Persónulega hef ég meiri áhyggjur af efnahagslegum áhrifum þessa faraldurs og tel að hvergi sé umræðan jafn hysterísk (má ekki segja móðursjúk) og hér á landi. Auðvitað eigum við að taka þessu alvarlega og okkur ber sérstaklega skylda til þess að verja þá viðkvæmu, þá sem eru veikir fyrir. Hlustum á sérfræðingana og förum eftir þeirra ráðum og leiðbeiningum, nóg er af misvísandi upplýsingum sem ber að taka með fyrirvara. Sýnum hvort öðru tillitssemi, umræðan þarf að vera yfirveguð og skynsöm sérstaklega hjá fjölmiðlum. Nú þegar eru hundruðir manna í sóttkví hér á landi sem sýnir fram á góðan viðbúnað og að yfirvöld taki þessu alvarlega. Ellefu smit staðfest hér á landi þegar þessi pistill er ritaður og sendi ég batakveðjur á alla þá aðila.

VIÐ FLYTJUM OG STÆKKUM Í REYKJANESBÆ VILTU VERA MEÐ OKKUR Í LIÐI? MÓTTÖKUSTJÓRI Starfssvið móttökustjóra er þjónusta og móttaka viðskiptavina, símsvörun, skjalavinnsla & sjóðsuppgjör. Vinnutíminn er 8-16 alla virka daga. Hæfniskröfur eru : - Lipurð í mannlegum samskiptum - Góð almenn tölvukunnátta

- Stundvísi - Sjálfstæð vinnubrögð

SKOÐUNARMAÐUR Starfssvið skoðunarmanna er þjónusta og móttaka viðskiptavina.Vinnutíminn er 8-16 alla virka daga. Hæfniskröfur eru : - Sveinspróf í bifvélavirkjun - Lipurð í mannlegum samskiptum

- Stundvísi - Sjálfstæð vinnubrögð

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 13.MARS Allir eru hvattir til þess að sækja um, jafnt konur sem karlar, á netfangið omar@adalskodun.is

AÐALSKOÐUN


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.