Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 1

PÁSKAOPNUN Í KRAMBÚÐUM SKÍRDAGUR

Dagbækur

Suðurnesjafólks

PÁSKADAGUR

9. apríl

FÖSTUDAGURINN LANGI 10. apríl

12. apríl

ANNAR Í PÁSKUM 13. apríl

Hringbraut

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Opið 24 klst.

Tjarnabraut

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

09:00 - 23:30

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

í bæjarstjórn Ólafur Þór er hættur uttur vestur Suðurnesjabæjar og fl

r u ð a m r a k e r F samtals en k í t i l ó p í a k áta

Sækjum stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur

r Þorsteinsson, – segir Magnús Sverri al eigandi Blue Car Rent

STASON ARNÓR YNGVI TRAU

Hefur notið tímans heima með barni og eiginkonu

Nauðsyn að allir sýni samfélagslega ábyrgð

Svaraðu nú ...

... með fyrriparti

SON ELVAR MÁR FRIÐRIKS­

ÁSRÚN HELGA Í GRINDAVÍK

Nauðsyn að huga vel að börnunum

Guðný Birna í bakvarðasveit á Landspítalanum

Veiran hefur umturnað daglegu lífi

74 síðna páskablað Víkurfrétta


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

2 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Aukið við hlutafé Isavia um fjóra milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári:

Allt að 125 ný störf fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021

Í samræmi við heimildir í fjáraukalögum fyrir árið 2020 hefur fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um fjóra milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.

Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verður til við þessar framkvæmdir nemur um 50–125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá mun verða til fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengjast umfangsmiklum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli.

Annars vegar er um að ræða verkefni sem fyrirhuguð voru á yfirstandandi ári en hefði þurft að fresta vegna þess tekjufalls sem félagið hefur orðið fyrir og hins vegar flýtingu á öðrum mannafla­frekum framkvæmdum sem fyrirhugaðar voru á árunum eftir 2023. Ákvörðunin er í samræmi við aðgerðir stjórnvalda við að auka við fjárfestingar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu með arðbærum fjárfestingum sem auka eftirspurn eftir vinnuafli. „Síðustu daga höfum við séð okkar svörtustu spá um atvinnuleysi raungerast sem kallar á hraða en jafnframt

upplýsta ákvarðanatöku,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. „Isavia hefur síðustu árin unnið mikla undirbúningsvinnu hvað varðar framtíðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli sem mun styðja við millilandaflug til og frá Íslandi til framtíðar. Það er skynsamlegt að halda áfram framkvæmdum á flugvellinum til að standa vörð um samkeppnishæfni Íslands þegar kemur að ferðamennsku. Þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að leggja félaginu til aukið hlutafé til að það fái svigrúm til að ráðast í verkefni sem hefði að öðrum kosti verið frestað í ljósi aðstæðna.“

„Ákvörðun fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að styðja við félagið gerir okkur kleift að fara í verkefni sem við hefðum annars ekki haft svigrúm til á þessari stundu,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „Hún býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia. Innspýtingin mun einnig hafa jákvæð áhrif á Suðurnesjunum því margir sem þar búa starfa hjá okkur auk þess að til verður fjöldi afleiddra verkefna á svæðinu. Þetta er afar mikilvægt fyrir Isavia því það mun hjálpa okkur við að koma sterkari út úr þessum

erfiðu tímum og gera flugvöllinn enn samkeppnishæfari til framtíðar.“ Af þessum fjórum milljörðum króna fer um helmingur til verkefna sem tengjast hönnun og það sem eftir stendur verður nýtt í framkvæmdir. Miðað er við að viðbótarfjármögnunin muni nýtast breiðum hópi fyrirtækja. Þá mun þessi aðgerð opna fyrir möguleika á frekari framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, fyrr en ella, upp á ríflega þrjá milljarða króna. Heildarumfang fjárfestinga sem tengjast þessari hlutafjáraukningu getur því numið ríflega sjö milljörðum króna yfir tveggja ára tímabil.

búningi og fyrirhugað er að ráðast í hana í sumar. Garðsendinn eyðilagðist í óverðrinu í febrúar. Í óveðrinu í febrúar rofnaði miðbik norðurgarðsins við Njarðvíkurhöfn. Fyrirhugað er að gera við þessar skemmdir í sumar og vinnur Vegagerðin að undirbúningi verksins. Einnig eru fyrirhugaðar framkvæmdir í Grindavík sem tengjast sjóvörnum.

yrðu á árunum 2020 til 2022. Hugmyndin er að gagnasæstrengurinn komi líklega í land við Mölvík í Grindavík og er forsenda fyrir stærri og vinnslumeiri gagnaverum á Suðurnesjum.

Margar framkvæmdir á Suðurnesjum á aðgerðalista Það eru ekki bara framkvæmdir í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem ríkið er að setja fjármuni í heldur víðar á Suðurnesjum. Allt frá auknum framlögum til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til hafnaframkvæmda. Hér kemur upptalning á því sem ákveðið hefur verið að fara í eða verið er að skoða miðað við lista sem aðilar ríkisstjórnarnarinnar hafa undir höndum. Hér er ekki fjallað um framkvæmdir eins og tvöföldun Reykjanesbrautar við Hafnarfjörð og í og við flugstöðina sem er í fréttinni hér að ofan.

FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM SUÐURNES - REYK JAVÍK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA

845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

Heilbrigðisstofnun

Nú hefur verið tryggt 200 milljón króna framlag til viðbyggingar við Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sem nota á til að til bæta aðstæður á stofnuninni og þá er vonast eftir fjárframlagi í næstu innviðaáætlun fyrir uppbyggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Þá hefur nýlega verið undirritað samkomulag um uppbyggingu hjúkrunarrýma við Nesvelli.

Á varnarsvæðinu

Landhelgisgæslan, Atlantshafsbandalagið (NATO) og Ríkislögreglustjóri eru með á teikniborðinu fjölda framkvæmda upp á nærri þrjá milljarða króna á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða endurbætur og viðhald á flugskýli, bygging á gistihúsi og breytingum á rafkerfi sem og endurbætur á æfingaaðstöðu fyrir Landhelgisgæslu og lögreglu. Auglýst hefur verið eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýlið og gisithúsið og sjá má þær auglýsingar í blaðinu.

Samgöngur og óveður

Í samgöngum er gert ráð fyrir fjármagni í viðhald vega, ma. milli Garðs og Sandgerðis. Vegna óveðurs í vetur urðu miklar skemmdir á nokkrum stöðum á Suðurnesjum. Því tengt liggja fyrir tillögur átakshóps ríkisstjórnarinnar í kjölfar óveðurs og jarðhræringa um að flýta afgreiðslu leyfa og lagningu Suðurnesjalínu 2 til að tryggja aukið og öruggara raforkuframboð á Suðurnesjum.Það yrði stór framkvæmd á vegum Landsnets, allt að þrír milljarðar, sem myndi skapa mörg störf á framkvæmdatíma og að þeim loknum. Viðgerð á grjótgarðinum við smábátahöfnina í Gróf í Keflavík er í undir-

Nýr sæstrengur í Grindavík

Ríkið er að skoða að leggja nýjan gagnasæstreng til Evrópu. Heildarumfang þess verks gæti numið tæpum sex milljörðum króna og framkvæmdir

Menning, listir og íþróttir

Þá verður sett meira fjármagn í átaksverkefni í menningu og listum með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna og íþrótta. Sóknaráætlanir fjármagna úthlutun uppbyggingarsjóðanna sem styrkja annars vegar menningarstarfsemi og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.


Viðskiptavinir Sjóvá greiða ekki fyrir bílatryggingar heimilisins í maí. Nánari upplýsingar á Sjóvá.is.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

4 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Starfsmenn Blue Car og Hæfingarstöðvarinnar á Suðurnesjum gerðu sér glaðan dag á síðasta ári.

Sækjum stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur

Magnús Sverrir og Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, kona hans, með börnum þeirra, Rúrik Leó, Ingu Lind og Kristínu Emblu.

– segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi Blue Car Rental sem fagnar tíu ára afmæli „Leikurinn er breyttur. Það er engin spurning. En við erum alltaf bjartsýn. Við spilum sterkan varnarleik núna en við erum jafn góð og jafnvel betri í sóknarleiknum. Það er því ætlunin að sækja stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur,“ segir Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi Blue Car Rental, en fyrir tíu árum hófst starfsemi bílaleigunnar með níu bílum. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið ótrúlegur á áratug og Víkurfréttir ræddu við Magnús um fortíðina, nútíðina og framtíðina. Hvernig er að upplifa tíu ára afmæli fyrirtækisins á tímum COVID-19? Ef við byrjum á því að taka tíu ára afmælið fyrir þá er það auðvitað stór áfangi og töluvert afrek. Ekki síst í ljósi þess hversu mikið fyrirtækið hefur vaxið, hversu margir hafa unnið að þessu með okkur og hvernig okkur hefur tekist að hafa áhrif á atvinnulífið hér á Suðurnesjum. Þó að aðstæður séu töluvert öðruvísi akkúrat núna má ekki gleyma því að staldra við, fagna og vera stolt að því af því sem við höfum áorkað og skapað í sameiningu. Stækkun fyrirtækisins hefur verið ævintýraleg, hvað eruð þið með marga bíla og mikla starfsemi? Eins og með öll fyrirtæki þá þarf að byrja einhverstaðar. Ég væri hins vegar að segja ósatt ef ég hefði talið að við yrðum á þessum stað í dag. Ég hélt því lengi vel fram á fyrstu árunum að við myndum aldrei fara yfir 100 bíla. Við fórum aðeins upp fyrir það en í dag

telur bílaflotinn um 2.000 bíla og Bluefjölskyldan hefur mest talið tæplega 100 starfsmenn. Í dag er fyrirtækið miklu meira en bara bílaleiga, þó svo að það sé það sem kjarnastarfsemin snýst um. Við búum yfir gríðarlegri þekkingu á mörgum sviðum en nánast öll þjónusta og viðgerð bílanna fer fram innanhúss. Við erum með öflugt bíla-, dekkja-, sprautu- og rúðuverkstæði ásamt ýmsu öðru. Þá hefur skrifstofan vaxið mikið en fyrirtækið er mjög gagna- og upplýsingadrifið auk þess sem öll rafræn vegferð er okkur mikilvæg og í forgrunni. Hefur þetta allt verið lykilþáttur í vexti fyrirtækisins síðustu ár. Hvernig hefur veiran haft áhrif á reksturinn? Það er ekkert launungamál að COVID19-veiran hefur verið stórt högg á starfsemina okkar sem og greinina í heild sinni. Páskarnir sem vanalega eru afar góðir dagar í ferðaþjónustu verða til að mynda með mjög takmarkaða starf-

semi þar sem lítið sem ekkert er að gera. Ég held að heimsbyggðin sé sameinuð og vel upplýst um áhrifin og þar erum við engin undantekning. Þetta er tímabundið verkefni sem þarf að leysa. Við munum að sjálfsögðu gera okkar besta þar eins og annarsstaðar. Við höfum tekist á við áföll áður, t.d. falls WOW Air, en áhrif þeirra voru þó margfalt minni. Hvað með atriði eins og bílakaupa og starfsmannamál í Covid? Bílaleiga er gríðarlega fjárfrekur rekstur. Það þarf mikið fjármagn í að halda fjárfestingum við, endurfjárfesta í bílum og reka fyrirtæki af þessari stærðargráðu. Bílakaup er afar stór þáttur í því en fjárfestingar fyrirtækisins hlaupa á milljörðum í dag. Í tilfelli okkar og fleirri innan ferðaþjónustunnar er ekki bara um tekjustopp að ræða heldur miklar endurgreiðslur líka. Það má kalla þetta tvöfaldan mínus. Bílakaup er það sem kallar á hvað mest fjármagn og á svona tímum þurfa þau að bíða. Sem fyrirtæki sem er eingöngu í ferðaþjónustu erum við í grunninn afleiða af Icelandair og

Við spilum sterkan varnarleik núna en við erum jafn góð og jafnvel betri í sóknarleiknum. Það er því ætlunin að sækja stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur. Það mun taka tíma fyrir ferðamennsku um allan heim að ná fyrri styrk. Það er alveg ljóst.

Magnús með Guðrúnu Sædal eiginkonu sína og Þorstein bróður sinn sitthvoru megin á góðri stundu en þau vinna bæði í fyrirtækinu.

öðrum flugfélögum. Það er því mikilvægt fyrir okkar rekstrargrundvöll að bregðast við með réttum hætti þegar slíkar sviptingar verða. Að vernda störf fólks og grunnreksturinn var því sett í fyrsta sæti. Við teljum okkur hafa tekist ágætlega til í að vernda störf. Okkar helsta markmið var að vernda eins mörg störf og hægt var og viðhalda þannig þekkingu innan fyrirtækisins. Þar komu úrræði yfirvalda um skert starfshlutfall sér vel. Það úrræði er afar gott, þó tímabundið sé, og gerir okkur kleift að verja mun fleiri störf og viðhalda þekkingu. Öðruvísi hefði það ekki verið hægt. Það var þó óhjákvæmilegt að ráðast í uppsagnir samhliða skertu starfshlutfalli, eitthvað sem við höfum aldrei þurft að gera í svo miklum mæli áður og án nokkurs vafa það erfiðasta sem við höfum þurft að gera frá stofnun fyrirtækisins.

Ertu búinn að sjá fyrir þér hvað gerist eftir Covid, ertu bjartsýnn á að ferðamannaiðnaðurinn, sem þið lifið á, verði jafn sterkur og hann hefur verið fyrir Ísland? Leikurinn er breyttur. Það er engin spurning. En við erum alltaf bjartsýn. Við spilum sterkan varnarleik núna en við erum jafn góð og jafnvel betri í sóknarleiknum. Það er því ætlunin að sækja stíft um leið og við höfum unnið boltann aftur. Það mun taka tíma fyrir ferðamennsku um allan heim að ná fyrri styrk. Það er alveg ljóst. En á sama tíma erum við öll mennsk, við elskum öll að ferðast og það hefur ekkert breyst þar. Ferðahegðun og þarfir viðskiptavina munu breytast en Ísland er ennþá sami frábæri áfangastaðurinn og hann mun blómstra aftur – ég er sannfærðu um það.


ALLT FYRIR PÁSKANA Í NETTÓ! Nautalund Danish Crown

2.999

KR/KG

ÁÐUR: 4.999 KR/KG

-40%

-40% Bayonne skinka

Kalkúnabringur

1.199

KR/KG

-25%

-30%

ÁÐUR: 1.999 KR/KG

3.149 ÁÐUR: 4.499 KR/KG

KR/KG

-30% Humar 1 kg skelbrot

2.859 ÁÐUR: 4.399 KR/PK

KR/PK

Hamborgarhryggur

1.199

KR/KG

ÁÐUR: 1.598 KR/KG

MIKIÐ ÚRVAL AF PÁSKAEGGJUM!

Wellington Nautalund

5.999 ÁÐUR: 9.998 KR/KG

KR/KG

-30%

GOTT VERÐ

Gordon Bleu Eldaður

699

Heill kalkúnn

KR/PK

ÁÐUR: 999 KR/PK

1.199

KR/KG

Tilboðin gilda 7. - 13. apríl Lægra verð – léttari innkaup

Tilboðin gilda meðan birgðir endast. Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

SUÐURNESIN ERU EKKI GLEYMD

RITSTJÓRNARPISTILL

Þ

að er óhætt að segja að viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna afleiðingar COVID-19 á Suðurnesjum séu jákvæð en staðan er eins og allir vita mjög alvarleg. Á sjöunda þúsund Suðurnesjamanna hafa misst atvinnuna eða eru komnir í skert starfshlutfall. Fjármálaráðherra sagði að Ísland væri að upplifa erfiðustu kreppu í heila öld. Það er svolítið mikið.

og nokkrar þegar komnar í gang, fjárfrekar framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, innspýting í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, framkvæmdir við hafnargerð, í vegamálum og fleira eins og sjá má í frétt í blaðinu á bls. 2, þar er upptalning á hluta þeirra. Þessar fréttir um aðgerðir á Suðurnesjum, á skrýtnustu tímum sem núlifandi Íslendingar hafa lifað, eru ánægjulegar og þakkarverðar.

H

V

ann hefur sagt mörgum sinnum að Ísland hafi aldrei verið jafn vel undirbúið fjárhagslega að taka við þeim erfiðleikum sem við erum að upplifa á veirutímum. Flugstöðin er lífæð Suðurnesja en þar vinna þúsundir Suðurnesjamanna og stór hluti af ríkisaðstoð sem kynnt var í vikunni er að auka hlutafé í Isavia um nokkra milljarða. Áætlaður fjöldi nýrra starfa sem verður til við þessar framkvæmdir nemur um 50–125 störfum fyrir hvern mánuð fram á mitt ár 2021. Þá mun verða til fjöldi afleiddra verkefna á Suðurnesjunum sem tengjast umfangsmiklum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli. Ef sá sem þetta ritar reiknar rétt þá er hér verið að tala um 750 til 1.850 störf næstu fimmtán mánuði. Það munar um minna. „Þetta býr ekki eingöngu til ný störf í framkvæmdunum sjálfum heldur getum við vegna hennar staðið vörð um fjölda starfa innan Isavia. Innspýtingin mun einnig hafa jákvæð áhrif á Suðurnesjunum því margir sem þar búa starfa hjá okkur auk þess að til verður fjöldi afleiddra verkefna á svæðinu,“ segir forstjóri Isavia.

Þ

etta eru góðar fréttir. Leiðararahöfundur skrifaði í síðustu viku, og fjallaði m.a. um það í Bítinu á Stöð 2 í vikunni, að Suðurnesin hafi ekki fengið þá athygli og aðgerðir í síðustu kreppum sem svæðið hefur upplifað, þegar Varnarliðið fór með manni og mús, bankahrun og fall WOW. Allt kreppur sem höfðu mikil og djúpstæð áhrif á samfélagið á Suðurnesjum á síðustu fimmtán árum. Þá er rétt að geta að fleiri aðgerðir eru í pípunum á svæðinu

íkurfréttir hafa ekki farið varhluta af afleiðingum veiru með tilheyrandi falli á auglýsingamarkaði en viljum þakka þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa hjálpað okkur síðustu þrjár vikur. Við höfum brugðist við með jákvæðum hætti og þetta blað, sem þú lesandi góður ert að lesa, er það þriðja í röðinni sem við gefum út eingöngu rafrænt. Sjötíu og fjórar (já, 74) blaðsíður eru í þessu páskablaði og þar er að finna skemmtilegt efni og viðtöl við sextíu Suðurnesjamenn. Í þesssu rafræna blaði er líka ljósmyndasýning Hilmars Braga okkar, Yfirsýn. Hún var eiginlega fórnarlamb veirunnar því sýningin lokaðist inni í Bókasafni Reykjanesbæjar. Hilmar sýnir ykkur myndirnar og fjallar um þær í myndskeiði. Mjög skemmtilegt. Sem sagt, nóg af lesefni næstu daga fyrir ykkur. Njótið vel!

Í

blaðinu er m.a. viðtal við fráfarandi forseta bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, Ólaf Þór Ólafsson. Hann var kvaddur á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og þar hældi bæjarstjórnarfólk Óla á hvert reipi og þakkaði honum fórnfús störf. Ólafur hefur verið í bæjarpólitík í Sandgerði og nú sameinuðu sveitarfélagi Suðurnesjabæjar í átján ár. Hann er farinn til starfa sem bæjarstjóri í Tálknafirði og tekst á við nýjar áskoranir. Óli hefur alla tíð haft mikinn áhuga á samfélaginu og segir skemmtilega frá því í viðtali í þessu blaði. Eitt af því sem hann ræðir er til dæmis að sameining Sandgerðis og Garðs, sem margir töldu að aldrei gæti orðið, á uppruna sinn í fyrirpartý eftir aðalfund hjá

Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir ekki svo löngu síðan. Óli er frábær gaur og það er gott að vita að svona fólk eins og hann skuli gefa sig í starf fyrir sveitarfélagið sitt. Samfélög þurfa fólk eins og Óla. Það var líka gaman að upplifa andann á bæjarstjórnarfundi í Suðurnesjabæ. Hann var góður og ljóst að það er verið að vinna gott starf í þessu nýja sameinaða sveitarfélagi suður með sjó. Með íþróttafélögin Víði og Reyni hljóta íbúar Suðurnesjabæjar að eiga eitthvað í Víði Reynissyni, einum af þremenningunum sem hittir okkur daglega á COVID-19-fundum. Þeir hlýða Víði (Reynis) og við reyndar öll.

Í

lok þessa pistils vil ég hvetja Suðurnesjamenn að vera duglega að láta okkur vita af góðum málefnum og fólki til að fjalla um í Víkurfréttum. Nú eru sögulegir tímar og Víkurfréttir vilja endilega fá myndefni frá Suðurnesjafólki þar sem það lýsir lífi sínu á tímum COVID-19. Segið okkur skemmtilegar sögur eða sýnið okkur frá því sem þið eruð að fást við þessa dagana. Þið getið notað snjallsíma eða myndavélar til að taka upp efnið.

Þ

að er margt gott í gangi á veirutímum og framtíðin er björt þó svo við höfum verið stoppuð aðeins um stund.

Ákall frá Reykjanesbæ um auknar framkvæmdir

HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar lýsir yfir áhyggjum sínum yfir dökkri stöðu atvinnumála á Suðurnesjum og kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum og samráði við ríkisstjórn Íslands án tafar. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar á fundi hennar þriðjudaginn 7. aprí. Suðurnesin hafa orðið fyrir tvöföldu áfalli á skömmum tíma, fyrst með falli WOW Air, með tilheyrandi 30% samdrætti í flugsamgöngum, og nú því reiðarslagi sem heimsfaraldrinum fylgir. Ljóst er að áhrifin munu valda sögulegu atvinnuleysi sem nú nálgast á þriðja tug prósenta á svæðinu. Höggið kallar á fumlausar aðgerðir, samstöðu og lausnir sem leiða til öflugrar viðspyrnu. Bæjarstjórn hvetur því ríkisstjórnina til þess að beita sér strax fyrir leiðréttingu ríkisframlaga til stofnanna á

Suðurnesjum og flýtingu framkvæmda eins og kostur er. Horft verði til þeirra verkefna sem þegar hafa verið kynnt fyrir ríkisvaldinu auk verkefna á sviði öryggismála, menntamála, samgangna og heilbrigðismál sem ráðast má í með skömmum fyrirvara. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar fagnar þeim almennu aðgerðum sem nú þegar hefur verið ráðist í en krefst þess að sérstaklega sé tekið tillit til þeirra svæða á Íslandi sem verst verða úti. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að standa vörð um velferð íbúa í gegnum þá erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Saman munum við vinna sigur á þeirri heilbrigðisvá sem að steðjar og endurreisa hér blómlega byggð þar sem framsækni, virðing og eldmóður tryggir heilsu og lífsgæði okkar allra.

A U G LÝ S I N G A R

Góðar stundir og gleðilega páska!

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson Hilmar Bragi Bárðarson Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is

andrea@vf.is


VÖNDUÐ VERKFÆRI Í SINDRA REYKJANESBÆ SLÁTTUORF 18V

SLÁTTUVÉL 2X18V

Öflugt orf sem gengur fyrir 18v DeWalt rafhlöðum. Samanbrjótanlegt, tekur minna pláss í geymslu. Slær þykkt gras vel. Kemur með einni 18v 5ah rafhlöðu og hleðslutæki.

Öflug sláttuvél einungis 3,5 kg sem slær 48 cm breidd. Með tveimur 18V 5.0 Ah rafhlöðum er hægt að slá allt að 800 m2. Einnig er hægt að nota 54V rafhlöður. 55 Lítra safnari og fimm hæða stillingar.

vnr 94DCMST561P1

vnr 94DCMW564P2

67.608

155.998

m/vsk

m/vsk

Fullt verð 84.510

Fullt verð 185.712

TOMMUSTOKKAR

EINNOTA HANSKAR LATEX Einnota Latexhanskar Ekkert púður 100 stk í kassa Litur offwhite Stærðir 7-11

1 METER vnr BAWR1-MM

829

m/vsk

Fullt verð 1.116

2 METRAR

vnr SW1000

vnr BAWR2-MM

1.074

1.577

m/vsk

Fullt verð 1.450

m/vsk

Fullt verð 1.972

BITASETT

BITASETT

STEINBORASETT

Nokkrar lengdir af bitum: 25mm, 57mm og 85mm Bitar: PH1, PH2, PZ1, PZ2, T10, T15, T20, T25, T27, T30. T15x2,T20x3, T25x3. Bitahaldari með segli.

5 alhliða borar í setti hugsað fyrir herlsuvélar, stærðir 4 - 5 - 5.5 - 6 og 8mm.

32 Hluta bitasett Vandaður bitahaldari með kúplingu. Hægt að hengja í belti. Stjörnur, sexkanntar, flatir og torxbitar. Millistykki fyrir 1/4” toppa

vnr 94DT70732T

vnr 94DT60099

vnr 94DT7969

5.960

1.800

m/vsk

3.066

m/vsk

Fullt verð 2.250

Fullt verð 7.450

BULLIT SETT STÁL

SPAÐABORASETT EXTREME

BORASETT SDS+

m/vsk

Fullt verð 3.832

SDS+ borasett Fjöldi: 10 stk Góð plasttaska Stærðir: 5 - 12 mm

DeWalt Extreme spaðaborar Stærðir: 12,16,18,20,22,25,28,32mm Góð plasttaska

Stálborar með forbor Stærðir frá 1 - 13mm Heildarfjöldi 29 borar Góður kassi Stærðir: 1 - 13mm einnig 0,5 stærðir

vnr 94DT7935B

vnr 94DT7943B

vnr 94DT7926

9.280

5.940

m/vsk

1 1/2”

vnr BA520140

6.512

4”

vnr BA520142

m/vsk

Fullt verð 8.500

11.834

vnr BA5208069

2 1/2”

1” vnr BA520141

8.819

m/vsk

1” PLASTHANDFANG vnr BA5201410

11.474

19.308

vnr BA5208070

m/vsk

m/vsk

Fullt verð 5.800

8”

3 1/2”

26.859

4.949

m/vsk

Fullt verð 25.500

vnr BA5208071

vnr BA520144

Fullt verð 14.500

m/vsk

Fullt verð 5.400

6”

vnr BA520143

Fullt verð 10.900

4.151

m/vsk

Fullt verð 15.600

m/vsk

Fullt verð 39.950

www.sindri.is / sími 575 0000

m/vsk

Fullt verð 21.150

SKIPTILYKLAR BAHCO

RÖRTANGIR BAHCO 3/4”

16.920

m/vsk

Fullt verð 7.424

Fullt verð 11.600

4.533

m/vsk

Fullt verð 6.363

Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Skútuvogi 1 - Reykjavík Sími / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði Bolafæti 1 Reykjanesbæ 575 0050


8 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Kökutúr“

hjá Tómasi Þorvaldssyni GK

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

Tómas Þorvaldsson GK kom í síðustu viku heim eftir mettúr en aflaverðmæti hans var 337,6 milljónir króna sem er mesta aflaverðmæti í sögu Útgerðarfélagsins Þorbjarnar hf. í Grindavík úr einni veiðiferð. Afli veiðiferðarinnar, sem stóð í 34 daga, var 752 tonn upp úr sjó af blönduðum afla. Það gerir 443 tonn af afurðum sem fóru í 19.687 kassa. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta gekk brösuglega fyrstu dagana í túrnum hjá strákunum þar sem þetta var fyrsti túr eftir þriggja vikna stopp vegna vélarupptektar og ýmissa lagfæringa á millidekki. Svona mettúrar ganga oft undir viðurnefninu „kökutúrar“ vegna þess að venjan er að útgerðin komi færandi hendi með köku. En í ljósi aðstæðna varðandi COVID-19 varð ekkert af kökuveislu af þessu tilefni. Skipsstjóri í þessari veiðiferð var Bergþór Gunnlaugsson. VF-myndir/Jón Steinar

Óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýli og byggingu 50 herbergja svefnskála Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsir eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýli 831og eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir lokað alútboð vegna hönnunar og byggingar á 50 herbergja svefnskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Á flugskýlinu er um að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss sem og að steypa upp tvö lyftuhús utan á bygginguna. Flugskýlið er 12.200 fermetrar að stærð.

Svefnskálinn skal innihalda 50 gistiherbergi með innbyggðu baðherbergi fyrir hvert herbergi en gert er ráð fyrir að skálinn sé alls um 1.000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Fjöldi þátttakenda í alútboðinu verður takmarkaður við fimm og verði umsækjendur fleiri verður dregið á milli hæfra umsækjenda. Nánar í auglýsingum Ríkiskaupa í blaði vikunnar.


HEIMSMET 2020

SETJUM HEIMSMET Í LESTRI VERTU MEÐ Í LANDSLIÐINU Í tilefni af því að nú erum við mörg heima og vantar eitthvað gefandi til að nýta tímann í ætlum við að sameinast í einu liði, landsliðinu í lestri, og setja heimsmet í lesnum mínútum á einum mánuði.

Allur lestur telst með. Líka að hlusta á hljóðbók. Líka að lesa myndasögu og uppskriftabók. Líka að lesa rafbækur. Og að sjálfsögðu skiptir tungumálið engu máli.

Reglurnar eru mjög einfaldar. Þú tekur tímann þegar þú lest og skráir mínúturnar á timitiladlesa.is.

Á timitiladlesa.is sérðu alltaf hvað landsliðið er búið að lesa mikið, og hvað þú ert búin(n) að lesa mikið. Og ef þú stendur þig rosalega vel færðu viðurkenningar á síðunni.

Allir geta verið í landsliðinu. Strákar og stelpur, börn og fullorðnir. Hver mínúta skiptir máli.

SVO NÚ ER BARA AÐ REIMA Á SIG LESSKÓNA OG GRÍPA NÆSTU BÓK. VIÐBÚIN — TILBÚIN — LESA! #timitiladlesa

timitiladlesa.is


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Suðurnesjamanninum hefur gengið vel hjá Malmö.

Hefur notið tímans heima með barni og eiginkonu Arnór Ingvi Traustason, atvinnuknattspyrnumaður, hefur æft heima í veirufríi í Malmö í Svíþjóð en er byrjaður að æfa aftur með liðinu

A-in þrjú: Arnór, Andrea og Aþena.

Atvinnuknattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason segir að í Malmö í Svíþjóð, þar sem hann býr, fari fólk mikið í göngutúra á tímum COVID-19. Hann æfir sjálfur heima við en allir leikmenn sænska liðsins Malmö voru í tveggja vikna fríi frá æfingum, því „fríi“ lýkur nú í dymbilvikunni. Landsliðsmaðurinn svaraði nokkrum spurningum Víkur­ frétta um stöðuna á veirutímum. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta er rosalegt ástand sem við erum að ganga í gegnum en það eina í stöðunni er að fara varlega og halda í jákvæðnina um að þetta líði hjá sem fyrst. Hefurðu áhyggjur? Auðvitað hefur maður áhyggjur og þá sérstaklega af fólkinu sínu. Svo er fótboltinn að skekkjast og ekki vitað hvenær nákvæmlega hann fer af stað aftur, sem er vissulega óþægilegt. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Við hjá Malmö fórum allir í tveggja vikna pásu frá æfingum og æfðum heima og hlupum sjálfir úti. Það hefur því verið mikil heimavera undanfarið og þar sem vinnan mín bíður ekki mikið upp á það hef ég notið aukins tíma með Andreu og Aþenu.

Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Ég hef æft sjálfur heima síðustu vikur en í þessari viku hittist liðið á nýjan leik. Æfingarnar verða með breyttu sniði og klúbburinn gerir sitt besta til að aðlaga okkur að ástandinu. Við byrjuðum í þessari viku morgun. Það fær enginn að fara inn í búningsklefa. Allir þurfa að klæða sig heima hjá sér og sturta heima. Svo verðum við að vera í síðbuxum og langermabol. Þá komum við í veg fyrir snertingu. Hvernig ert þú að fara varlega? Við erum mikið heima, förum varlega, pössum upp á hreinlæti og fylgjum öllum fyrirmælum yfirvalda. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Fylgja fyrirmælum og sleppa öllum óþarfa samkomum, þær geta beðið betri tíma. Þannig sigrumst við á þessu saman.

Hvernig hagar þú innkaupum í dag og hvernig er staðan almennt í Malmö? Hér í Malmö má fara út og hitta fólk á kaffihúsum og svo framvegis. Fólk er mikið úti í göngutúrum og að hreyfa sig. Við reynum að versla inn fyrir vikuna. Við notum hinsvegar netið líka og pöntum mat heim. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Það er stóra spurningin. Það veit það enginn. Svo lengi sem við pössum okkur og förum eftir reglum þá mun þetta deyja hægt og rólega út. Ég þori ekki að fara með það en maður heldur í vonina að þetta fari að ganga yfir. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ég mun líklegast fá alla fjölskylduna mína á Íslandi hingað út og njóta samverunnar með þeim!


Takk! Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi, Landsbankinn, Skólamatur og Víkurfréttir vilja þakka starfsfólki skóla, leikskóla og þeirra sem vinna í verslunum fyrir þeirra framlag í baráttunni við COVID-19. Þessar stéttir eru svo mikilvægar í að tryggja aðrar grunnstoðir í sinni vinnu. Um leið sendum við íbúum með sama hætti hvatningu um að virða þau fyrirmæli sem sett hafa verið fram af yfirvöldum okkur öllum til handa. Við getum þetta saman með virðingu, tillitssemi og jákvæðu hugarfari!


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

12 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Viltu vera leiðsögumaður flóttafólks?

Gott að hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu Inga Hildur Gústafsdóttir er leiðsögumaður rússneskrar flóttakonu

Þorbjörg Guðnadóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í málefnum flóttafólks á Suðurnesjum.

Það skiptir miklu máli að við aðstoðum þessa nýju íbúa að fóta sig í nýju samfélagi Leiðsögumenn flóttafólks eru sjálfboðaliðar sem kynnast og aðstoða nýkomna einstaklinga eða fjölskyldu sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Öllum sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi er boðið að taka þátt í þessu verkefni. Leiðsögumannapörin hittast í fjórar til sex klukkustundir á mánuði í eitt ár. Í sameiningu ákveða þeir hvar og hvenær þeir vilja hittast. Leiðsögumannapörin hafa verið að hittast t.d. á kaffihúsum, bókasöfnum eða heima hjá hvert öðru. Allt sem þeim fer á milli er bundið þagnaskyldu. Leiðsögumenn verða vinir þeirra nýkomnu, svara spurningum um lífið á Íslandi, æfa íslensku eða ensku, tala um íslenska menningu og/eða aðstoða við praktísk úrlausnarefni eins og atvinnuleit, skólaumsóknir og þýðingar bréfa sem berast á íslensku. Markmið verkefnisins er sameiginleg aðlögun. Sjálfboðaliðarnir styðja fólks til sjálfstæðis í nýju landi með því að aðstoða þau við að nýta hæfileika sína og þau tækifæri sem eru fyrir hendi til að farnast vel á Íslandi. Þátttakendur eignast nýja vini, styrkja félagsnet sitt, öðlast nýja innsýn inn í íslenskt kerfi og læra um menningu, tungumál og hefðir hvers annars. Allir sjálfboðaliðar þurfa að sitja námskeið um málefni innflytjenda sem Rauði krossinn heldur. Námskeiðið er á tveggja mánaða fresti, er opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Þorbjörg Guðnadóttir er verkefnastjóri hjá Rauða Krossinum í málefnum flóttafólks á Suðurnesjum. Hún sér um að útvega þeim aðstoð í sex mánuði, fær manneskju þeim til leiðsagnar sem er kunnug í íslensku samfélagi. Hún segir að í aðstæðum eins og við búum við núna auðveldi það lífið að fá upplýsingar ef maður er tengdur samfélaginu. Það gerist þegar flóttafólkið

hefur leiðsögumann sem getur komið mikilvægum upplýsingum til þeirra.

Vantar leiðsögumenn

„Nú erum við að óska eftir fólki sem er tilbúið að gerast leiðsögumenn flóttafólks, okkur vantar fleiri. Það skiptir miklu máli að við aðstoðum þessa nýju íbúa að fóta sig í nýju samfélagi . Við viljum öll búa í góðu samfélagi og við viljum skilja hvert annað, fordómar skapast af þekkingarleysi. Þegar ég tengi flóttamann við leiðsögumann þá kynnist hann fjölskyldu í leiðinni. Fólk kynnist menningu hvers annars. Flóttamenn tala um hvað Íslendingar eru vingjarnlegir og þeir eru þakklátir fyrir hve vel þeim er tekið. Ímyndaðu þér ef þú myndir flytja til Sýrlands til dæmis, þú kannt ekki málið og þekkir engan sem getur kennt þér á samfélagið. Væri ekki gott ef einhver góðhjörtuð manneskja myndi gerast leiðsögumaður þinn og hjálpa þér að kynnast landi og þjóð? Við verðum að reyna að setja okkur í spor þessa fólks sem hefur flúið heimalandið sitt vegna erfiðra aðstæðna“ segir Þorbjörg.

hlutum. Það myndast vináttutengsl og þó fólk tali ekki sama tungumál þá má notast við allskonar táknmál eða googla það sem sagt er, fólk finnur allskonar leiðir til að eiga samskipti þegar þess þarf. Tilgangurinn er einnig að tala saman á íslensku, því það gerir jú allt auðveldara þegar skilningur á tungumálinu er fyrir hendi. Reynsla mín er sú að flóttafólkið sem við fáum hingað langar að gefa tilbaka, verða virkir í íslensku samfélagi. Leiðsögumenn eru á öllum aldri frá 24 ára og upp úr. Konur hafa verið í meirihluta og skora ég á karla að gefa líka kost á sér. Þetta er ekki líkamlega erfitt starf en kollurinn þarf að vera í lagi. Það er gott ef þú talar ensku og jafnvel spænsku því núna eru margir flóttamenn að koma frá Venesúela. Þeir sem hafa áhuga á að gerast leiðsögumenn eða langar að forvitnast meira um verkefnið, geta hringt í mig í síma 768 7902 eða sent mér tölvupóst á: flottamenn.sudurnes@ redcross.is.“ segir Þorbjörg.

„Það er nokkuð krefjandi en líka gaman, bæði að kynnast annarri menningu og slæmu ástandi þeirra sem flýja heimaland sitt. Ég geri mitt besta til að hjálpa konunni sem ég er með en helsta vandamálið fyrir hana er að fá vinnu. Hún talar ekki íslensku, er samt búin að vera að læra hana síðasta ár. Hún er nokkuð góð í að skrifa og skilur íslenskuna ágætlega en talar nánast ekkert. Ég er leiðsögumaður konu frá Rússlandi sem kom hingað fyrir tveimur og hálfu ári. Ég bauð mig fram því Rauði krossinn var að leita að fólki til að vera leiðsögumenn og mig langaði að prófa þetta. Mér finnst gott að geta hjálpað konunni. Dóttir hennar og sonur búa hjá henni, bæði orðin fullorðin, á milli tvítugs og þrítugs. Ég hef einnig verið að hjálpa þeim en ég kom þeim í samband við Hrafnistu á Nesvöllum þar sem þær fengu tækifæri til að kynnast starfinu og þakka ég Þuríði Elísdóttur fyrir að taka vel á móti þeim. Ég er að vona að móðirin fái vinnu ef hún verður dugleg að tala íslensku. Einnig fékk móðirin að kynnast starfinu á leikskólanum

Hjallatúni og þakka ég Ólöfu M Sverrisdóttur fyrir það. Mér finnst gott að geta aðstoðað konuna og börnin hennar og reyna að koma henni inn í samfélagið því hún er mikið ein og leiðist. Já, ég mæli alveg hiklaust með því að gerast leiðsögumaður flóttafólks, það er bæði skemmtilegt og gefandi,“ segir Inga Hildur sem margir Suðurnesjamenn þekkja úr Pulsuvagninum í Keflavík.

marta@vf.is

Inga Hildur Gústafsdóttir ásamt vinkonu sinni frá Rússlandi.

Sameiginleg aðlögun

„Fólk þarfnast oft aðstoðar við að sækja um vinnu, finna lækni eða að leita húsnæðis og fá svör við hversdagslegum

Nauðsynlegar upplýsingar í myndskeiðum á sex tungumálum Rauði krossinn á Íslandi gerði nýlega myndskeið (video) með sex tungumálum. Markmiðið með þeim var að koma nauðsynlegum upplýsingum vegna Covid19 til hælisleitenda. Heimamenn, innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur tóku þátt í gerð myndbandanna. Bus4u, Bónus og Geimsteinn veittu aðstoð við hana. Hér er linkur á þessi myndbönd. Til hliðar er eitt þeirra. https://virtualvolunteer.org/health_tip/covid-19-resources-in-different-languages/

Marta Eiríksdóttir

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nettó í Njarðvík fyrir Covid19.

Reynum að ná til flestra innflytjenda – segir Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála „Reykjanesbær hefur lagt sig fram um að setja upplýsingar og fréttir fram með skýrum hætti sem ná til sem flestra íbúa. Við þýðum upplýsingaefni okkar á ensku og pólsku og reynum þannig að ná til sem flestra,“ segir Hilma H. Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ. Hilma segir að fólk af erlendum uppruna eigi oft erfiðara með að nálgast upplýsingar en aðrir og því reynir enn frekar á þetta hjá þeim. „Við þurfum öll að standa saman í þessu og upplýsa þá sem standa okkur næst. Nú skipta persónulegu tengslin enn meira máli en vanalega því þannig fá flestir fréttir og upplýsingar um

það sem máli skiptir. Nágrannar, atvinnurekendur, samstarfsfólk og vinir – Stöndum saman. Hugum að velferð fólksins í kringum okkur, höfum augun opin og sýnum náungakærleik í verki. Við erum öll almannavarnir. Við erum öll barnavernd,“ segir Hilma Hólmfríður.

Keilir mikilvæg menntastofnun sem aldrei fyrr Rannsóknir hafa sýnt að grunnskólamenntaðir eru í mestri hættu á atvinnuleysi sama hvernig árar í efnahagslífinu. Þegar efnahagsástand versnar eykst atvinnuleysi meðal þeirra hraðar en hjá þeim sem hafa meiri menntun. Í skarpri niðursveiflu eins og nú er skollin á vegna veirufaraldursins og atvinnuleysi eykst hratt eins og á Suðurnesjum er mikilvægt úrræði að geta boðið upp á nám sem hentar sem flestum. Þeir sem nýta sér það koma þá sterkari inn á vinnumarkaðinn þegar niðursveiflunni lýkur. Keilir, Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú í Reykjanesbæ býður upp á nám fyrir einstaklinga sem hafa ekki lokið stúdentsprófi og geta nemendur að námi loknu sótt um háskólanám hérlendis og erlendis. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfaranám í samstarfi við Háskóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir HÍ. Hér er því verið að skapa nemendum dýrmætt tækifæri til að hefja háskólanám. Það er mikilvægt að menntastofnun eins og Keilir, sem hefur að mörgu leyti verið leiðandi í kennsluháttum, sé vel í stakk búin að geta tekið við sem flestum nemendum þegar atvinnuleysi stefnir í allt að 20% á Suðurnesjum. Undanfarin misseri hefur Keilir glímt við fjárhagsörðugleika og er brýnt að mæta þeim vanda. Læra þarf af mistökum og greina ástæður skuldasöfnunar. Fjárhagsleg

endurskipulagning er hafin og verður ríkisvaldið að koma að þeirri vinnu. Miðflokkurinn ásamt stjórnarandstöðunni lagði til aukafjárveitingu til skólans í aukafjárlögum sem voru samþykkt á Alþingi fyrir skömmu. Tillagan fékk ekki brautargengi og var felld af ríkisstjórnarflokkunum, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Voru það enn ein vonbrigðin fyrir Suðurnesin. Nú þegar tekjur sveitarfélaganna dragast hratt saman og útgjöld aukast vegna atvinnuleysis hafa sveitarfélögin á Suðurnesjum takmarkaða getu til þess að koma að fjárhagslegri endurskipulagningu Keilis eins og óskað hefur verið eftir. Enda ekki alveg ljóst hvort að þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram samræmist lögbundnu hlutverki sveitarfélaga. Ríkið hefur í gegnum árin lagt mun minna til rekstur skólans en til sambærilegra skóla t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Nú kallar atvinnuástandið á Suðurnesjum á að hér verði látið staðar numið og ríkið skapi Keili sömu rekstrarforsendur og sambærilegir skólar njóta. Komið er nóg af fögrum fyrirheitum ríkisvaldsins til Suðurnesja án innistæðu. Keilir er mikilvæg menntastofnun sem aldrei fyrr. Margrét Þórarinsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Reykjanesbæ.

Samkaup setja 150 milljónir í aðgerðarpakka fyrir starfsfólk Stjórn Samkaupa hefur samþykkt að veita um 150 milljónum króna í aðgerðarpakka til starfsfólks fyrirtækisins. Yfirskrift aðgerðarpakkans er Takk fyrir að standa vaktina! og nær til allra starfsmanna Samkaupa sem eru um 1.400 talsins en er þó sérstaklega ætlaður starfsmönnum sem eru í framlínu verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Samkaup reka 61 verslun um land allt, meðal annars Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina, Iceland og Samkaup Strax. Um 1.400 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í um 670 stöðugildum. Allir starfsmenn fá verulega aukinn afslátt af matvöru í verslunum fyrirtækisins, mánaðar sjónvarpsáskrift, páskaegg og andlega upplyftingu hjá Heilsuvernd. Þá fá starfsmenn auka orlofsdag á launum. „Það hefur verið gríðarlegt álag á starfsfólki Samkaupa síðustu vikur, sérstaklega í því ástandi sem nú ríkir, og því mikilvægt að við hlúum vel að því. Starfsfólkið okkar hefur unnið kraftaverk síðustu vikur og ég get ekki hrósað því nógu mikið. Það hefur sýnt ótrúlega þrautseigju og baráttuanda. Það minnsta sem við getum gert er að gefa til baka,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Yfirskrift seinni hluta aðgerðarpakkans er Njótum lífsins! og verður hann settur fram þegar kórónuveirufaraldurinn er genginn yfir. Sá hluti er

með áherslu á sumarorlof starfsmanna og er unninn með samstarfsaðilum Samkaupa svo sem hótelum, veitingastöðum, bílaleigum, kvikmyndahúsum, fjölskylduskemmtun og svo mætti áfram telja. Áherslan er á að njóta lífsins í sumar út um allt land. „Starfsmenn okkar eiga svo sannarlega skilið að slaka á og njóta lífsins þegar að þessi vírus er genginn yfir. Við vonumst til þess að þeir nýti þessar ávísanir til að skoða þetta fallega land sem við búum á. Það er einnig von okkar að þetta gagnist þeim atvinnugreinum sem hafa verst farið út þessum faraldri og þannig leggi Samkaup sitt af mörkum,“ segir Gunnur Líf. Nýir kjarasamningar gera starfsmönnum Samkaupa kleift að stytta vinnuvikuna með því að safna mínútum í svokallaðan mínútubanka sem þeir geta svo ráðstafað eftir eigin höfði.

Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is

Margir starfsmenn eiga uppsafnaðan tíma sem þeir geta leyst út í sumar eða eftir eigin hentisemi ofan á hefbundið orlof. Aukaorlofsdagurinn úr þakklætissjóðnum bætist því við mínútubankann sem starfsmenn geta nýtt að vild.

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

14 // AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

Mikið líf á miðunum en hafnarvogin dæmd úr leik Jæja, maður er mættur aftur eftir smá pásu síðustu tvö blöð, fékk slatta af fyrirspurnum frá lesendum um hvort þessir pistlar væru hættir. Undarlegir tímar sem eru í gangi núna í þjóðfélaginu en sjávarútvegurinn hérna á Suðurnesjum hefur gengið svona nokkurn veginn sinn vanagang. Nú er þessi pistill kominn í nýtt form, ef þannig má að orði komast, því þessi pistill fer ekki á pappír heldur í rafrænt blað. Nýliðinn marsmánuður var mjög góður fyrir bátana frá Suðurnesjum og mikið líf var í Grindavík og Sandgerði og þó nokkuð miklu magni af fiski var landað í báðum höfnunum. Reyndar vildi svo óheppilega til að hafnarvogin í Sandgerði var dæmd út leik en komið hafði í ljós að vigtin sem hafði þjónað Sandgerðishöfn í um 23 ár, stálgrindinn undir henni var öll orðin ryðguð og burðurinn þar með farinn úr henni. Sömuleiðis voru allir skynjarnar orðnir ónýtir. Þetta kom í ljós eftir áramótin og farið var þá í það að fara í útboð um nýja vigt og var samið við fyrirtækið Vogir og lagnir á Akranesi sem mun setja upp nýja vigt og er ráðgert að núna í apríl verði unnið við uppsetningu á nýrri hafnarvog. Gamla vigtin hefur þjónað höfninni ansi lengi og ég tók gróflega saman að á þessum 23 árum þá hafi um 600 þúsund tonn af fiski og uppsjávarfiski verið vigtuð á henni, auk þess sem annað hefur verið vigtað líka, þar á meðal það sem kallast Loddugangan. Sandgerðishöfn er reyndar ekki lokuð þótt vigtin sé ekki í notkun því höfnin er með tvær svokallaðar pallavogir sem þeir nota auk þess sem að Fiskmarkaður Suðurnesja vigtar líka þegar mikið er um að vera. En talandi um mars þá er rétt að henda í hvernig netabátunum gekk í mars. Bátur

Veitt

Róðrar

Erling KE

488 tonn

23 róðrar

Langanes GK

392 tonn

28 róðrar

Maron GK

269 tonn

29 róðrar

Þorsteinn ÞH

138 tonn

14 róðrar

Halldór Afi GK

109 tonn

28 róðrar

Sunna Líf GK

89 tonn

21 róðrar

Hraunsvík GK

82 tonn

26 róðrar

Bergvík GK

26 tonn

10 róðrar

Þess má má geta þess að um borð í Bergvík GK er aðeins einn maður, Hafþór Örn Þórðarson, og réri hann aðeins með tvær trossur en mokveiddi í þær. Í einum róðrinum fór hann t.d. út með sínar tvær trossur en dró aðeins eina og voru í henni um sex tonn. Erling KE dró hina trossuna.

Núna í apríl hafa veðurguðirnir ekki beint verið með sjómönnum en áhafnir á Erlingi KE og Langanesi GK hafa ekki látið það stoppa sig og róið þrátt fyrir haugasjó. Ef þetta nýja og flotta rafræna útlit á blaðinu virkar er hérna myndband sem var tekið um borð í Langanesi GK þegar þeir

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is

voru á útleið frá Sandgerði ásamt Erlingi KE í haugasjó en veðrið lagaðist síðan. Báðir bátarnir voru að fara út að leggja netin.


Gleðilega páska! Virðum fyrirmæli yfirvalda, sýnum virðingu, tillitssemi og jákvætt hugarfar á tímum COVID-19.

Sendum fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu páskakveðjur. Þið eruð frábær! Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Przestrzegajmy instrukcji władz, okazujmy szacunek i uznanie oraz bądźmy pozytywnie nastawieni w czasach COVID- 19. Składamy najlepsze życzenia wielkanocne naszym bohaterom pierwszego frontu! Jesteście wspaniali!

Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

Happy Easter!

Let’s all respect the authorities’ guidelines, show respect and consideration and keep a positive attitude during COVID-19 times. We want to send all frontline workers our best Easter wishes. You are doing great!


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

16 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„ÞÚ ERT FRÁBÆR“

— segir María Líndal og vitnar til skilaboða frá uppáhaldsversluninni sinni María Líndal er alveg laus við að syngja í sturtu en segist samt syngja mjög mikið. „Fljótlega eftir að ég vakna skelli ég mér fastandi í fjögurra til fimm kílómetra göngu, tek góðar teygjur og fæ mér svo góðan morgunmat áður en haldið er í aðrar rútínur dagsins“. María svaraði spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Það er blessaður síminn. Kíki á nýjustu fréttir í honum og kem mér svo fram úr. Fljótlega eftir að ég vakna skelli ég mér fastandi í fjögurra til fimm kílómetra göngu, tek góðar teygjur og fæ mér svo góðan morgunmat áður en haldið er í aðrar rútínur dagsins. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Geri hvoru tveggja. Vegna COVID-19 er ég án atvinnu í dag og er ekki mikið að þvælast úti nema það allra nauðsynlegasta. Þá hef ég tekið upp prjónana og þegar þannig liggur á mér sæki eitthvað af þáttunum sem morgunútvarp RÚV sendir út, svo margt fjölbreytt og fróðlegt að hlusta á þar. Eins horfi ég á Ísland í bítið í sjónvarpinu. Þeir Heimir og Gulli eru alltaf hressir. Hlusta af og til á Spotify í göngutúrunun

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég er alveg laus við að syngja í sturtunni en syng samt mjög mikið. Fæ mína útrás á kóræfingum og svo í göngum úti í náttúrunni þegar ég er með í „eyrunum“ upptökur frá æfingunum. Þetta eru um tuttugu lög, sem ekki verða talin hér, bæði á ensku og íslensku og verða sungin á tónleikunum í haust. Ef ég er 100% viss um að engin sé nálægt þá syng ég hástöfum með og fæ fína útrás þannig. Örugglega alveg á við að syngja í sturtunni.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Var að ljúka við síðustu þáttaröðina af Impractical Jokers. Ekkert betra en að geta hlegið og gleymt sér aðeins á þessum furðulegu tímum okkar.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Þessa stundina er ég að hlusta á hljóðbókina Skjáskot eftir Berg Ebba.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég er alveg að fíla alla tónleikana sem verið er að streyma til okkar uppá síðkastið og vona svo sannarlega að við höldum áfram að fá svona skemmtilegar uppákomur í samkomubanninu.

Uppáhaldsvefsíða? Ég skoða aðallega fréttamiðlana vf.is, mbl.is og visir.is. Pinterest.com er í miklu uppáhaldi hjá mér, þar finnur maður nánast allt, ef ekki bara allt

Uppáhaldskaffi eða -te? Ég er mjög einföld í kaffivali, Americano drekk ég svona daglega en sparikaffið mitt er með vanillu-Torrini og smá rjóma ... algjört sælgæti og aðeins um helgar.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir fjölskylduna? Við mæðgur fáum seint leið á kjúklingi og það er svo ótalmargt hægt að

gera gott með kjúklingi. Endalausar hugmyndir. Beikonvafinn kjúklingur með tilheyrandi hefur ekki klikkað hingað til. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Mig hefur lengi dreymt um að fara í siglingu með stóru skemmtiferðaskipi en það verður að bíða betri tíma. Nú verður aðeins ferðast innanlands og það sem fyrst ... áður en erlendir ferðamenn yfirtaka landið okkar aftur. Uppáhaldsverslun? Ef við erum að tala um matvöruverslun þá er það Kostur í Njarðvík. Þau Gunni og Arna fara extralangt í að gera vel við viðskiptavinina sína. Þau eru yndisleg og allir þessir litlu hluti sem gleðja hjartað eins og bara litla spjaldið á hurðinni sem stendur á „þú ert frábær“. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óstundvísi. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Er það ekki bara lóan?

Bobby Charlton sjálfur kynnti mig upp sem Auschwitz Ásdís Þorgilsdóttir er einkaþjálfari og verðandi Bowenmeðhöndlari. „Ég myndi leggja áherslu á að vinna með andlega heilsu fólks á þessum erfiðu tímum. Ég veit að margir eiga um sárt að binda núna og eiga erfitt,“ segir hún þegar spurt er um hvað hún myndi leggja til málanna á fundi með þríeykinu. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það var þegar ég þjálfaði í knattspyrnuskóla Bobby Charlton í Manchester þá átti ég að standa á sviði fyrir framan fullan bíósal af fólki og tilkynna hverjir væru að vinna til verðlauna í hópnum sem ég var að

þjálfa. Þá kynnti sjálfur Bobby Charlton mig upp sem Auschwitz. Hann kunni ekki alveg að bera fram nafnið mitt og það var mikið hlegið. :-) Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Við ætlum að hlýða Víði og vera heima um páskana. Eru hefðir í páskamat? Ég elska hamborgarhrygg og verð því alla vega með hann en annað er ekki ákveðið.

Litla prinsessan mín, hún Emilíana Dís, þriggja ára, sem er algjör gleðigjafi.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við fjölsyldan ætluðum að koma bróður mínum á óvart og skella okkur til hans til Kaupmannahafnar þar sem hann býr. En það verður því miður ekkert úr því.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að vera búin að vera innilokuð, geta ekki unnið, þjálfað, hitt vinina og fjölskylduna.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Það sem eiginmaðurinn minn, hann Gunnar Einarsson, hefur búið til handa mér. Hann er snillingur í páskaeggjagerð. Það er blanda af Opal Appelsínusúkkulaði og dökku súkkulaði. Svo skellir hann uppáhaldsnamminu mínu inn í eggið, ásamt einhverjum fallegum skilaboðum til mín. Já, hann er mjög rómantískur. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Hver er sinnar gæfu smiður,“ hefur alltaf verið uppáhaldsmálshátturinn. Það er enginn sem stjórnar þínu lífi nema þú sjálf(ur). Sama hversu erfitt lífið getur verið þá er það bara spurning hvernig við tökumst á við erfiðleikana og vinnum úr þeim. Við getum verið fórnarlömb eða tekist á við erfiðleikana og lært af þeim. Ég vil meina að erfið upplifun í lífinu gefur okkur meiri lærdóm og þroskar okkur mun meira en nokkuð annað.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Það eru svo margar stórar stundir í mínu lífi, t.d. þegar ég vann alla mína titla með yngri flokkum í Keflavík í handbolta, knattspyrnu og körfubolta ásamt sex titlum í meistaraflokki KR í fótbolta. Allir landsleikir í handbolta og knattspyrnu. Vera valin fyrirliði sextán ára landsliðsins í knattspyrnu og var fyrirliði meistaraflokks kvenna í Keflavík í knattspyrnu sextán ára. Einnig keppti ég fjórum sinnum í

fitness sem var mjög krefjandi ferli og ég hélt að ég myndi aldrei geta gert en ég gerði það nú samt. Þar fyrir utan er það hafa eignast þrjú yndisleg börn. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Að vera í góðra vina hópi. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að halda sig við 100% hreint mataræði eins og þarf að gera fyrir fitness. Ég hef alla tíð verið verið mikill sælkeri og elska að borða góðan mat og eitthvað sætt. :-) Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um?

Ég myndi leggja áherslu á að vinna með andlega heilsu fólks á þessum erfiðu tímum. Ég veit að margir eiga um sárt að binda núna og eiga erfitt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég var í Myllubakkaskóla í Keflavík og samloka með skinku og osti og kókómjólk eða Trópí var uppáhalds. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég er að læra Bowen-meðhöndlun og átti að klára fimmta og síðasta stigið núna í apríl en það verður smá frestun á því en ég er nú samt farin að taka að mér kúnna.


17 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Svaraðu nú ...

... með fyrriparti

Nýr og óhefðbundinn þáttur hefur nú göngu sína í Víkurfréttum þessa vikuna ... og til að ríða á vaðið leituðum við til óhefbundins náunga. Rúnar Ingi Hannah botnar svör blaðamanns með fyrriparti – eða þannig. * * „Svör“ Rúnars hér að neðan eru feitletruð og rauð á lit.

Nafn: Rúnar Ingi Hannah. Sá matur sem ég sakna mest eftir að ég gerðist Vegan er ... ... lambakótilettur með alles. Ef ég ætti nægan bjór þá myndi ég aldrei fara ... ... að synda eða í langan göngutúr. Mér finnst til dæmis að fara til Vestmannaeyja vera að ... ... ferðast til framandi landa. Þar sem ég er úrsmiður þá get ég staðfest að klukkan fer ... ... alltaf réttsælis ... nema í Back to the Future. Það sem mig langaði að gera í staðinn fyrir þetta verkefni ... ... er að fara í bíó. Er með sár á sálinni því mér var aldrei boðið að taka þátt í Herra Suðurnes en ég ... ... set plástur á það. Það sem verður á öllum betri heimilum í framtíðinni eru ... ... vegan-matreiðslubækur. Að samþykkja vinabeiðni á Facebook frá Jóhanni Páli Kristbjörnssyni, blaðamanni Víkurfrétta ... ... tók ekki nema mínútu og ég skammaðist mín rosalega á eftir. Þakka þér frábærlega fyrir að taka þátt í þessu. Það var ekkert.

Til að forðast óþar fa áreynslu gætir Rú nar vel að því að verða aldrei up piskroppa með bjór .

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Er ekkert að setja mér reglur sem ég get ekki farið eftir Kristín Eva Bjarnadóttir starfar sem kennari við Grunnskóla Grindavíkur. Ef hún fengi það hlutverk að vera gestur í beinni útsendingu hjá þríeykinu þá myndi hún ræða um jákvæðni og að við sköpum okkar eigið hugarfar. Kristín Eva svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ætli það sé ekki þegar ég var að vinna hjá bílaþvottastöðinni Löður og var að þurrka úr hurðafölsunum og einn

kúnni bað mig um að blása vatnið úr skráargatinu. Ég blés með munninum, vissi ekki að við værum með loftpressu til þess.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Bara heima í faðmi fjölskyldunnar Eru hefðir í páskamat? Já, ég vil alltaf fá páskalamb á páskadag. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég er oftast bara heima, við stórfjölskyldan förum alltaf í páskaeggjaleit í Heiðmörk en hún verður bara bíða betri tíma. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Appalo með fylltum lakkrís. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Daufur er barnlaus bær og hver er sinnar gæfu smiður.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Það er sonur minn sem lætur mig brosa oft á dag. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að taka æfingu heima hjá mér ein en ekki með æfingarfélögunum. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ætli það sé ekki þegar ég útskrifaðist úr Háskóla. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst gaman að vera á Spáni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég er ekkert að setja mér reglur sem ég get ekki farið eftir :-) Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ætli ég myndi ekki ræða um jákvæðni og að við sköpum okkar eigið hugarfar.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Þegar mamma sendi mig með alls konar ávexti skorna niður; bláber, jarðaber, appelsínur, epli og fleira.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég veit það ekki alveg, kannski stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi.

Diners, Drive-Ins and Dives á Food rásinni með Guy Fieri á Vodinu.

kór Keflavíkur en nú veit maður ekki hvernig það fer. Ætli maður ferðist ekki bara innanlands þetta sumar en svo veit maður ekki hvað maður gerir. Fer allt eftir því hvað hin heilaga þrenning segir okkur að gera.

Maður verður víst að halda rútínu — segir Bragi Einarsson Bragi Einarsson lagar sér hafragraut og sterkt kaffi alla morgna áður en hann fer í morgunverkin. Hann er með útvarpið á allan daginn en það er eitt lag sem hann setur reglulega á „fóninn“ þegar Spotify er annars vegar. Það er lagið „Þú brotnar eigi“ með Bjarna Thor bassa. Bragi svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Það fyrsta sem ég geri er að laga mér hafragraut og sterkt kaffi, fer svo í morgunverkin og gef henni Sokku að borða. Maður verður víst að halda rútínu á þessum síðustu og verstu og er svo sem ekkert að breyta því. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Útvarpið er eiginlega á allan daginn þó ég sé ekki beint að hlusta á það en það er eitt lag á Spotify sem ég set á stundum, það er lagið Þú brotnar eigi með honum Bjarna Thor bassa, mjög skemmtilegt til hlustunar. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði?

Yfirleitt fer ég í sturtu og er snöggur að eins og sungið er í einu frægu lagi. Ég er voða lítill heita-potts-rúsínukall. Annars raula ég bara það lag sem er á heilanum þá stundina, t.d. Þú brotnar eigi. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les yfirleitt ekki dagblöð, fletti þeim en skoða helstu fréttir á iPadnum á morgnana og reyni að forðast kommentakerfin eins og heitan eldinn. Ég les yfirleitt sagnfræðitengdar bækur, Illugi Jökuls er í uppáhaldi hjá mér og svo tek ég stundum lestrarmaraþon, síðast var það þríleikurinn um Gullna kompásinn eftir Philip Pullman. Kláraði þær á tveim vikum. Þetta er svona nördaskapur í mér. Uppáhaldsvefsíða? Það er engin ein sérstök, er mikið að skoða YouTube þessa dagana. En það er meira vinnutengt og svo

dunda ég mér svolítið með Pinterest og yfirleitt að skoða þá eitthvað myndlistartengt. Svo bara allar síður sem fjalla um myndlist sem ég finn á netinu, Google Art & Culture skoða ég reglulega og svo WikiArt en þar er listasagan tekin fyrir. Og svo má nefna ýmsa myndlistarmenn á netinu sem halda úti vefsíðum um verkin sín og sýna þar myndir. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Datt inn á um daginn breskan þátt sem heitir COBRA og er svona ástandsþáttaröð um hvað gerist þegar allt fer úrskeiðis í þjóðfélaginu. Kannski ekki hollt að horfa á svoleiðis á þessum tímum. Svo hef ég verið svolítill nörd í mér og horfi á þættina eins Star Trek Discovery og Star Trek Picard. Annars dugar mér línuleg dagskrá stundum bara ágætlega þó að ég detti stundum inná

Uppáhaldskaffi eða -te? Morgungull frá Kaffitár. Klikkar ekki og svo er ég með Earl Grey á kantinum svona seinnipartinn. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ætli það sé ekki Heima með Helga á laugardögum. Svo eru það Landinn og Um land allt oft skylduhorf hjá mér og svo var ég að horfa á skemmtilegan ferðaþátt með honum Martin lækni, Martin Clunes, en hann var að þvælast um eyjar í Ástralíu. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Yfirleitt er fiskur í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum og þá getur það verið ofnréttur eða pönnusteikt bleikja A la Bragi í boði. Svo er hún svolítið svag fyrir grillinu hjá mér en ég tek það út núna um páskana. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Draumafríið átti að vera til NorðurÍtalíu núna í byrjun júní með kirkju-

Uppáhaldsverslun? Það mun vera Litaland hjá Slippfélaginu, Litir og föndur og nú nýlega falinn fjársjóður en hún heitir Föndurlist og er í Hafnarfirði, klikkuð búð, og það segir sig sjálft af hverju. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Sjálfskipaðir COVID-sérfræðingar sem þykjast vita allt betur en aðrir og sérstaklega kóvitar sem voru að leika sér að því að hrella viðkvæmt fólk með því að hósta framan í það í verslunum. Bara að því að þeim fannst þetta fyndið! Svoleiðis hátterni fer mikið í taugarnar á mér. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Tengjast ekki allar fréttir meira eða minna COVID-19? Meira að segja kiðlingarnir tveir sem fæddust um daginn fengu heitin Víðir og Þórólfur!


Gleðilega páska! Virðum fyrirmæli yfirvalda, sýnum virðingu, tillitssemi og jákvætt hugarfar á tímum COVID-19.

Sendum fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu páskakveðjur. Þið eruð frábær! Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Przestrzegajmy instrukcji władz, okazujmy szacunek i uznanie oraz bądźmy pozytywnie nastawieni w czasach COVID- 19. Składamy najlepsze życzenia wielkanocne naszym bohaterom pierwszego frontu! Jesteście wspaniali!

HRAFNISTA Nesvellir / Hlévangur

Happy Easter!

Let’s all respect the authorities’ guidelines, show respect and consideration and keep a positive attitude during COVID-19 times. We want to send all frontline workers our best Easter wishes. You are doing great!


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

20 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dróninn eins og hlý – Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari, er með drónadellu og myndar skip og báta í gríð og erg. Notar venjulega myndavél á landslag en myndar ekki fólk.

„Ég fékk drónadelluna fljótlega eftir að tækið kom á markaðinn, beið reyndar í smá tíma og það var viturlegt því verðið lækkaði,“ segir Jón Steinar Sæmundsson, ljósmyndari og verkstjóri hjá Útgerðarfélaginu Vísi í Grindavík, en hann er fimmtugur á árinu. Jón Steinar fékk litla Kodak-myndavél í fermingargjöf fyrir margt löngu síðan og tók svolítið af myndum á hana. Ljósmyndaáhuginn kom þó ekki af alvöru

fyrr en löngu seinna eða árið 2012. Þá keypti hann sér góða Canon-vél og þá var ekki aftur snúið. Hann byrjaði að mynda og landslag og bátar voru

aðal myndefnið. Það er alla vega nóg af því síðarnefnda í umhverfi hans í Grindavík en líka fallegt umhverfi á Reykjanesskaganum.


21 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ýðinn hundur

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

22 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR Páll Ketilsson pket@vf.is

„Þetta er nýtt líf fyrir ljósmyndarann. Með drónanum getur maður gert hluti sem ekki er hægt annars. Mesta byltingin er þetta nýja sjónarhorn sem maður fær.“ Dróninn er bylting fyrir ljósmyndara

Víkurfréttir birtu viðtal við kappann fyrir nokkrum árum, rétt áður en Jón eignaðist dróna eða flygildi. Hann segir að það hafi verið alger bylting að eignast dróna. „Þetta er nýtt líf fyrir ljósmyndarann. Með drónanum getur maður gert hluti sem ekki er hægt annars. Mesta byltingin er þetta nýja sjónarhorn sem maður fær. Ég sendi drónann oft út á sjó og fylgi bátum sigla inn innsiglinguna í Grindavík. Svo næ ég þeim stundum draga inn veiðarfærin, línuna eða dragnótina. Þetta er allt ansi myndrænt og skemmtilegt.“ Jón segir að fyrstu myndirnar með dróna hafi ekki verið góðar en með meiri ástundun sé þetta orðið ágætt. „BBC fékk myndir frá mér í fyrra. Sjónvarpsstöðin var að gera þátt sem fjallar um það sem Bretar kaupa og selja á einum degi. Sú dagskrá tengdist auðvitað Íslandi en þeir kaupa m.a. mikið af fiski frá Grindavík,“ segir Jón en hefur hann ekki lent í neinum vandræðum með drónann?

Lenti í sjónum

„Ég er búinn að „krassa“ einum dróna. Sá fyrsti sem ég eignaðist lenti í

árekstri við bát þegar ég var að mynda annan á leið inn í höfn. „Þetta var fyrir klaufaskap í mér, ég gerði smá flugmannsmistök og tapaði þeim dróna beint í höfnina. Ég var að fylgja nýjum Einhamarsbáti eftir hérna inn höfnina, á kambi hinum megin. Svo horfi ég bara á skjáinn og flýg eftir honum og sný á hlið og svo bara verður allt svart. Um leið og ég leit upp þá sá ég að báturinn Sighvatur var að fara út ... og tapaði drónanum beint í sjóinn. Ég var mest svekktur yfir að hafa tapað minniskortinu með öllum myndunum í fullum gæðum. Það fór allt í sjóinn. En maður lærir af mistökunum og ég fór strax daginn eftir og keypti mér nýjan reyndar og hef verið með hann síðan.“ Hvað með netsambandið við drónann, er það alltaf í lagi? Ég missi stundum netsamband við drónann og fyrst þegar það var að gerast varð ég áhyggjufullur en hann kemur alltaf aftur. Er eins og hlýðinn hundur,“ segir okkar maður og hlær.

Ljósmyndir og myndskeið

Jón tekur bæði ljósmyndir og video á drónann. Klippir saman myndskeið og setur tónlist með en hann notar líka fínu Canon-myndavélagræjurnar

sínar í ljósmyndunina. Á fullt af linsum, breiðar og langar. Hann birtir mikið magn af bátamyndum á Facebook-síðunni ‘Bátar og bryggjubrölt’. Hann fær oft mikil viðbrögð þegar hann birtir myndirnar og sumar hafa fengið 50 til 60 þúsund flettingar sem er mjög mikið. Bæjarbúar í Grindavík og fólk í sjávarútvegi fylgist vel með Jóni enda er hann duglegur að birta myndir sem tengjast fiski og bátum. Hann segir að hann hafi oft verið hissa á því hvað margar konur væru að „kommenta“ á síðunni en þá kom það auðvitað í ljós að eiginmennirnir voru að nota Facebook-reikning eiginkonunnar. „Ég er mjög oft stoppaður í Grindavík. Bæjarbúar eru ánægðir þegar ég er að birta myndir og myndskeið.“ Hann segist líta á það sem samfélagslegt verkefni hjá sér að auglýsa bæinn sinn. Jón myndar líka landslag en ekki fólk. Hann tekur græjurnar með sér þegar hann fer í frí og út á land. „Ég er hræddur um að ég gleymi frekar konunni,“ segir hann og hlær. „Nei, nei. Hún sýnir þessu brölti mínu mikinn skilning og fyrir það er ég þakklátur. Það er nauðsynlegt að hafa góða konu á bak við sig,“ segir Jón Steinar.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

23 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Allsnakin kona í fjörunni Jón var á síðasta ári í viðtali á heimasíðu Útgerðarfélagsins Vísis sem hann vinnur hjá. Þar var hann spurður hvort eitthvað skemmtilegt eða furðulegt atvik stæði upp úr sem hann hefur verið að mynda? „Ég hef nú séð alls konar; minka, tófur, fiska og alls konar í fjörunni. En einu sinni gekk ég fram á allsnakinn kvenmann út í fjöru. Ég var með afastráknum að reyna að mynda Pál Jónsson sem var að koma í höfn fyrir sjómannadaginn. Þegar ég kem niður í fjöru eru þær fullklæddar og ég heilsa þeim og fer niður í flæðamálið að taka myndir. Svo þegar ég sný mér við þá heyri ég eitthvað skrjáf

og ein er orðin allsnakin búin að klæða sig inn í plast og veifar höndunum einhvern veginn og hin er að taka myndir. Afastrákurinn hefur aldrei horft svona vel niður fyrir lappirnar á sér þegar við erum að labba til baka og ég stóðst ekki mátið og smellti einni. Ég hugsaði að ef ég segi frá þessu þá trúir mér enginn. Þetta er það furðulegasta sem ég hef séð, skrítnasta og fyndnasta. Þetta voru víst þjóðverjar á ferð því einhverjir fleiri höfðu orðið varir við þessar konur sem voru víst mæðgur.“


24 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


25 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

26 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Nauðsyn þess að huga vel að börnunum Ásrún Helga Kristinsdóttir er kennari í Grindavík. Hún segir að föstudagarnir þegar elstu nemendur skólans stóðu fyrir sölu á snúðum og kókómjólk hafi verið algjörlega uppáhalds. Ásrún svaraði nokkrum spurningum í naflaskoðun Víkurfrétta.

Hvað er það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég og eldri dóttir mín vorum í útsýnisferð í rútu um New York. Ég fékk þá hugmynd að fara úr rútunni í Harlem. Þegar við höfðum gengið þar um göturnar í einhverjar mínútur þyrmdi yfir mig þeim mikla menningarmun sem við urðum vitni að. Áður en ég vissi af var ég komin út á götu hlaupandi og kallandi á eftir næstu útsýnisrútu. Með allskyns handahreyfingum náði ég að vekja athygli bílstjórans sem stoppaði fyrir okkur. Mér var ekki skemmt á

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Að sjálfsögðu heima, borða góðan mat, fara í gönguferðir og bara njóta þess sem lífið býður upp á þá stundina. Eru hefðir í páskamat? Nei í sjálfu sér engar sérstakar hefðir. Við höfum þó sl. ár verið með hægeldað lambalæri með góðu meðlæti. Það klikkar ekki. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Finnst líklegt að ég hefði samt sem áður verið heima en klárlega boðið einhverjum í mat og farið sjálf í matarboð. Tónleikar voru á dagskrá kringum páskana en vonandi gefst tækifæri síðar að njóta þeirra. Hvernig er uppáhalds páskaeggið þitt? Konfektegg Nóa og Síríus finnst mér vera toppurinn af nokkrum góðum. Hver er þinn uppáhalds málsháttur? Betri er bið en bráðræði.

þessari stundu en eftir á fannst mér þetta fyndið. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Fékk símtal frá bróður mínum síðastliðna helgi þar sem hann tilkynnti mér stoltur að hann væri orðinn afi. Fátt gleður jafn innilega og þegar lítið ljós fæðist í þennan heim. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að takast á við breytt skólastarf síðastliðnar vikur og tryggja velferð nemenda minna samhliða. Ég vildi líka óska þess að jarðskjálftar yfir 3 kæmu ekki fram á skólatíma. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég ákvað að gleðja yndislega samstarfskonu mína með óvæntum gjöfum og orðsendingum hvern dag í desember eða fram á aðfangadag. Þann dag kom ég svo í eigin persónu og færði henni síðustu gjöfina. Þetta voru síðustu jólin sem hún lifði. Þetta góðverk gladdi mig örugglega jafn mikið og hana. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Á ferðalögum með fjölskyldu minni bæði hérlendis og erlendis.

TILKYNNING UM FORVAL LOKAÐ ALÚTBOÐ VEGNA HÖNNUNAR OG BYGGINGAR Á NÝJUM SVEFNSKÁLA Á ÖRYGGIS­ SVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI FYRIR LANDHELGISGÆSLU ÍSLANDS

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að takmarka tímann sem ég eyði í blessaða snjalltækinu hefur reynst mér afar erfitt. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Nauðsyn þess að huga vel að börnunum og gera þau virk í hversdagslegum hlutum. Virkja þau í rútínu, láta þau taka þátt og bera ábyrgð t.d. í léttum heimilisstörfum, láta þau lesa og sinna námi þannig að viðbrigðin verði ekki of mikil þegar hjólin fara aftur að rúlla. Byggja upp jákvæðni og von og velta þeim ekki of mikið upp úr svartsýnustu spám.

Myndi líka nota tækifærið og hrósa þríeykinu fyrir þeirra ómetanlega og óeigingjarna framlag. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Föstudagarnir þegar elstu nemendur skólans stóðu fyrir sölu á snúðum og kókómjólk voru algjörlega uppáhalds. Þarna var ekki verið að fara eftir markmiðum MAST (Matvælastofnun) en góðar minningar sköpuðust klárlega. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Það er ljúft að geta svarað þessari spurningu nákvæmlega þannig að ég færi í kennaranám. Ég fann mína hillu hvað starf varðar og hef unun af því að stuðla að þroska grunnskólabarna.

FORVAL NR. V21159 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands og utanríkisráðuneyti auglýsir eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir lokað alútboð vegna hönnunar og byggingar á 50 herbergja svefnskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Um að ræða forval, þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti til hæfni og reynslu. Leitað er að verktökum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja svefnskála samkvæmt forsögn, sem gefin verður út síðar sem hluti alútboðsgagna. Svefnskálinn skal innihalda 50 gistiherbergi með innbyggðu baðherbergi fyrir hvert herbergi, ræstiherbergi, tæknirými, ganga og tilheyrandi. Gert er ráð fyrir að skálinn sé alls um 1.000 m2 að stærð á tveimur hæðum. Lagt er upp með að húsið sé einfalt í viðhaldi og rekstri, vandað og hagkvæmt í byggingu. Húsið skal uppfylla kröfur alútboðsgagna, byggingarreglugerðar og alla hefðbundna staðla og lög sem um verkið gilda. Skila skal byggingunni tilbúinni til notkunar ásamt fullfrágegninni lóð og bílastæðum eigi síðar en 15. nóvember 2021. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 5 og verði umsækjendur fleiri verður dregið á milli hæfra umsækjenda. Þátttökutilkynningum ásamt fylgiblöðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa eigi síðar en 7. maí 2020, fyrir klukkan 12.00. Forvalsgögn ásamt fylgiskjölum verða aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá 7. apríl 2020. Nánari upplýsingar og kröfur til verksins eru í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is Sjá nánari upplýsingar á vefsíðunni www.utbodsvefur.is

Frábær gjöf frá foreldrafélaginu Foreldrafélag Njarðvíkurskóla kom færandi hendi fyrir stuttu með peningagjöf upp á 100.000 krónur sem var hugsað til að kaupa bækur og spil fyrir bókasafn skólans. Vilborg Sævarsdóttir, bókavörður í Njarðvíkurskóla, var fljót að bregðast við og kaupa bækur og spil í bókasafnið. Njarðvíkurskóli þakkar foreldrafélaginu kærlega fyrir gjöfina segir í frétt á heimasíðu skólans.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

27 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Stjörnuskoðun með stelpu stoppuð af löggunni Þorsteinn Árnason Surmeli er verkefnastjóri á menntaog menningarsviði Rannís. Hann bauð stelpu á rúntinn árið 2007, fór með henni á bensanum hennar mömmu að ónefndum vita þar sem átti að horfa á stjörnurnar upp um topplúguna. Löggan skemmdi það! Þorsteinn svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum nú í aðdraganda páska. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ætli það hafi ekki verið þegar ég bauð stelpu, sem ég hafði nýlega hitt í eftirpartíi á Snorrabraut, á rúntinn haustið 2007. Ég fékk svarta bensann hennar mömmu lánaðan (takk Helga Ragnars) og við keyrðum um Keflavík á þessu fallega og stjörnubjarta haustkvöldi. Við stoppuðum við ónefndan vita, opnuðum topplúguna og störðum á stjörnurnar. Stuttu seinna var bankað á rúðuna og vasaljósi beint inn í bílinn. Hvað eruð þið að gera? Löggan. Við erum að skoða stjörnurnar, er ekki allt í góðu? Jú, þessi staður er bara þekktur fyrir ýmsa aðra hluti en stjörnuskoðun, sögðu þeir flissandi. Njótið kvöldsins. Við gerðum það svo sannarlega og höfum gert alla tíð síðan en þetta var óþarflega vandræðalegt á fyrsta stefnumóti sem er nógu vandræðalegt fyrir. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar við Fríða vorum að rifja upp fyndna hluti sem hafa komið fyrir mig fyrir fyrri spurningu, t.d. þegar ég var rekinn upp úr sundi í París fyrir klæðaburð.

tekst á við hvort tveggja á hverjum degi. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Ég var frekar sáttur þegar ég kláraði grein fyrir tímarit um daginn. Það var langt ferli og tímafrekt. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Ég er mjög heimakær en mér finnst líka yndislegt að vera með kanadísku fjölskyldu minni við eða á Grand Lake í Nova Scotia í Kanada. Þar er minn ódáinsakur. Bókaklúbburinn minn er líka unaðslegur staður að vera á, hvar sem hann er. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég set mér ekki margar reglur, reyni að lifa lífinu lifandi eins og góður vinur segir reglulega. Mér hefur reyndar ekki tekist að gera æfingar heima eftir að líkamsræktarstöðvarnar lokuðu um daginn, það virðist henta mér og mínum metnaði illa.

tók á þeim tíma þátt í að innleiða og þróa svokallað vendinám. Aðferðin hentar ekki síður vel nú þegar fjölmargir skólar eru lokaðir eða með skerta starfsemi og kennarar þurfa jafnvel alfarið að eiga í samskiptum við nemendur sína á netinu. Þó ég muni sennilega ekki standa við hlið þríeykisins er öllum frjálst að hafa samband við mig.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Þegar ég hugsa um mat í grunnskóla sé ég fyrir mér samloku með skinku og osti og jógúrt og Svala og stundum snúð á eftir. Ég mun líka aldrei gleyma Subway Bræðingnum sem Hjalti vinur minn kom með í skólann og ég fékk einn bita af. Það er eftirminnilegasti biti ævi minnar.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ætli ég myndi ekki kafa dýpra í ljósmyndun eða grafíska hönnun. Eða jafnvel ritlist. Mér finnst samt ekki skipta öllu máli hvað maður lærir nákvæmlega, heldur hvernig maður nálgast námið. Klisjan um að ferðalagið sé mikilvægara en áfangastaðurinn á vel við hér sem víðar.

FLUGSKÝLI - BYGGING NR. 831 Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI. LYFTUHÚS, VIÐHALD UTAN – OG INNANHÚSS. ÚTBOÐ NR. 21187

Hvernig á að halda upp á páskana? Með því að halda mig heima, lesa og borða góðan mat.

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands og utanríkisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu nr. 831 á Keflavíkurflugvelli, Háaleitishlað 1. Um er að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss auk hreinsunar á tjörupappaklæddum þökum og einangrun og klæðningu útveggja, rif á 800 m2 viðbyggingu á suðurhliðinni. Einnig er um það að ræða að steypa upp tvö lyftuhús utan á bygginguna. Bygging nr. 831 er eitt af flugskýlum Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands f.h. utanríkisráðuneytisins að stærð um 12.200 m2. Fara þarf inn um vaktað hlið Isavia til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimildir inn á vinnusvæðið og fylgja öllum öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á Keflavíkurflugvelli og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Eru hefðir í páskamat? Nei.

Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 17. apríl 2020, kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúum verkkaupa.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hitt vini og fjölskyldu í raunheimum.

Tilkynna skal nöfn og kennitölur þeirra sem hyggjast mæta til vettvangsskoðunar fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. apríl 2020 með tölvupósti á netfangið gunnar.s@fsr.is

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorun lífs míns síðustu þrjú ár er að vinna úr móðurmissi og að ala upp barn. Ekki beint nýlegt en ég

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Fyrir utan að endurtaka í sífellu „ég tek undir það sem þau hafa sagt“? Ég held ég gæti sagt eitthvað að viti um fjarkennslu en ég starfaði í tæpan áratug sem íslenskukennari í Keili og

PÁSKASPURNINGAR

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Dökkt. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Sem unglingur greip ég oft í þennan til réttlætingar á tóbaksnotkun: „Enginn þykist of vel mettur, utan fylgi tóbaksréttur.“ Hann hefur eflaust verið settur saman af einhverjum sem hefur þurft að réttlæta eigin ósið.

Tilboðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa fyrir 30. apríl 2020, klukkan 12:00. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2021. Útboðsgögn eru í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað þar inn. Útboðsgögnin verða aðgengileg á vefnum frá 8. apríl 2020.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

Nánari upplýsingar og kröfur til verksins í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni: www.utbodsvefur.is


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

28 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ALIV

E

Það fyndnasta var að detta í sjóinn og halda að ég færi á bólakaf

ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00

HRINGBRAUT OG VF.IS

Örn Sævar Eiríksson starfar hjá Ground Safety Officer hjá Icelandair.

Það gerist nú á hverjum morgni þegar ég vakna og lít á konuna mína. Hún er svo falleg.

Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég datt í sjóinn á Siglufirði þegar ég var gutti. Í fallinu af bryggjunni bjó ég mig undir að fara á bólakaf og hélt þetta væri mitt síðasta. Sjórinn náði mér hinsvegar aðeins upp fyrir hnén þegar ég lenti. Mikið hlegið að þessu. Enda bráðfyndið.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorunin í lífinu var að takast á við erfið veikindi konunnar minnar heitinnar og afleiðingar þess sem enn gætir og mun sennilega aldrei gróa. Í dag er helsta áskorunin eins og hjá öðrum að takast á við gerbreyttan heim.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ferðast verður um herbergin í íbúðinni með reglulegum stoppum í eldhúsinu til næringar og farið í langferðalag í skúrinn til að klappa mótorhjólunum. Eru hefðir í páskamat? Hér áður var það já, lambahryggur eða roastbeef hjá mömmu og pabba. Síðar varð það bayon skinka, nú er það ýmist fiskur eða eitthvað gott kjöt. Ekkert fast. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá væri ég með elskunni að þeysast um ameríkuhrepp á mótorhjóli líkt og við höfum gert við hvert tækifæri að undanförnu. Gerum það í huganum í bili.

Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég eignaðist börnin mín fjögur. Þau eru öll heilbrigð og gengur vel. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hvar sem er, svo framarlega að ég sé á mótorhjólinu með elskuna aftan á.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Gamla góða Nói Síríus.

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að reyna að haga mér skikkanlega.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Lífið er núna.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi

og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi ítreka það við alla að hlýða Víði og vinna fast að því að allir þeir sem brjóta 2m. regluna yrðu hýddir opinberlega með 2m. vendi auðvitað. Síðan myndi ég endalaust hrósa þríeykinu. Þau eru orðin að þjóðargersemi. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Súkkulaðisnúður og Kókómjólk. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Flugmannsnám.

Óskaplega notalegt að grúska eitthvað í bílskúrnum Andri Örn Víðisson, verkefnastjóri í stafrænni þróun hjá Isavia, segir að fyrir utan það að sjá ekki fram á að komast í klippingu í nokkrar vikur í viðbót þá er stærsta áskorunin um þessar mundir að halda öllum boltum á lofti sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Andri Örn er í naflaskoðun hjá Víkurfréttum í dag. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það er af mörgu að taka en mér dettur í hug sagan af því þegar ég fékk óvænt útkall frá Broadway fyrir mörgum árum. Frændi minn starfaði þar um árabil sem hljóðmaður og forfallaðist á síðustu stundu fyrir ball þannig að hann hringdi í mig. Ég hafði stundum kíkt í skúrinn til hans þegar hann rak hljóðkerfaleigu en ég hafði aldrei stigið inn á Broadway og hvað þá séð um hljóð á balli. Þannig að ég var mjög efins um að ég gæti tekið þetta að mér og þráttaði við hann í góða stund í símanum. En hann var alveg harður

á því að þetta væri ekkert mál! Ég skyldi bruna til Reykjavíkur sem fyrst og hitta hann, sem ég og gerði. Rúmlega klukkutíma seinna hitti ég frænda fyrir utan Broadway og eftir að hafa heilsast og spjallað smá stund rann upp fyrir honum að hann hafði hringt í rangan Andra! Hann var að bíða eftir allt öðrum Andra sem var öllum hnútum kunnugur. Þannig að það varð lítið úr þessu giggi fyrir mig og skemmst frá því að segja að ég hef ekki ennþá séð um hljóð á balli. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna?

Ég var á fjarfundi í síðustu viku með nokkrum vinnufélögum. Við erum ennþá að venja okkur á að nota video á þessum fundum þannig að í upphafi lagði einhver til að við myndum kveikja á myndavélunum. Það er eins og gengur og gerist þegar fólk er að vinna að heiman að fólk er misjafnlega snyrtilega klætt. En þegar menn kveiktu á myndavélunum blasti einn vinnufélaginn við okkur hinum ber að ofan með bindi. Það var hrikalega fyndið! Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Fyrir utan það að sjá ekki fram á að komast í klippingu í nokkrar vikur í viðbót þá er stærsta áskorunin um þessar mundir að halda öllum boltum á lofti sem maður hefur tekið sér fyrir hendur. Það er mikil áskorun að vera í fullu háskólanámi samhliða krefjandi starfi og bæjarpólitík – og um leið að fjölskyldunni líði vel. Þá er mikilvægt að skipuleggja sig rosalega vel og hafa aga til

að halda sér við skipulagið – öðruvísi gengur þetta ekki upp. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Fyrir utan það að eignast börnin og önnur slík augnablik, þá hugsa ég að ég hafi verið stoltastur af sjálfum mér þegar ég seldi fyrstu íbúðina mína 22ja ára og keypti fokhelt raðhús í Lágseylunni sem ég kláraði með hjálp góðra manna. Á sama tíma var Krissa ólétt af okkar fyrsta barni, honum Birki Frey. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst óskaplega notalegt að grúska eitthvað í bílskúrnum og þá er örverpið oftast nálægt. En skemmtilegast finnst mér að vera í Kaupmannahöfn og njóta þess að borða góðan mat, labba um og skoða mannlífið. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?

Að fara að sofa deginum áður en ég vakna. Þegar ég var yngri var ég rosalegur nátthrafn og hrikalega mikil B-týpa en ég hef unnið mikið í því að reyna að fara fyrr að sofa. Það er samt alltaf jafn erfitt að sofna fyrir miðnætti. Ég á samt, sem betur fer, aldrei erfitt með að vakna á morgnana. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi tala um stöðuna á Suðurnesjum. Lýsa áhyggjum af atvinnuástandi og stöðu ferðaþjónustunnar sérstaklega. Leggja fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við atvinnuleysinu með því að skapa hentug störf og skapa fleiri tækifæri fyrir fólk til að sækja sér menntun á meðan atvinnulífið er að jafna sig. Þetta eru, eins og margoft hefur komið fram, fordæmalausir tímar og ég er hræddur um að framundan séu jafnvel erfiðari áskoranir en


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

29 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Mikilvægi þess að halda í gleðina yrði rætt á fundi með þríeykinu Ingigerður Sæmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Öxl á Snæfellsnesi, kennari og markþjálfi, segir að kaffidrykkur sem ömmustrákurinn Jökull Ólafsson, tólf ára, bjó til fyrir sig núna í vikunni sem leið hafi fengið sig til að brosa og glatt sig mjög. Ingigerður svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum í liðnum naflaskoðun. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það eru til mjög margar „Ingusögur“, sumar óprenthæfar og mjög neyðarlegar. Það er nauðsynlegt að geta hlegið af sjálfum sér. Ein eftirminnileg saga er þegar ég var í fæðingarorlofi með tvíburana mína og ákvað að fara út á meðal fólks í fyrsta skipti eftir barnsburð og skella mér í leikfimitíma með Röggu vinkonu. Við ákváðum þetta með mjög stuttum fyrirvara og hún keypti fyrir mig eróbik-föt svo ég gæti nú mætt sómasamleg í tímann en ég þurfti að redda skóm. Ég átti bara útihlaupaskó sem ég henti í þvottavélina. Skórnir voru enn blautir þegar tíminn byrjaði svo það vætlaði úr þeim. Ég gat ekki verið skólaus og

lét mig hafa það. Það var fullur salur af fólki, mikið fjör og fullt af danssporum. Fljótlega uppgötva ég mér til mikillar skelfingar að það er að myndast pollur á gólfinu í kringum mig. Smá saman færði ég mig aftast og út í horn og gerði sem minnst svo salurinn yrði ekki á floti. Fljótlega er kennaranum bent á bleytu á gólfinu þar sem ég hafði trampað og hoppað. Kennarinn stöðvar tímann nær í handklæði til að þurrka gólfið og síðan urðu miklar vangaveltur hvaðan vatnið kæmi. Niðurstaðan var sú að lekin kæmi úr loftinu út af rigningu en það var engin rigning. Þetta var allt hið dularfyllsta mál en við vinkonurnar fengum létt hláturskast þegar tímanum var lokið og rifjuðum oft upp þessa sögu.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Á Öxl í Breiðuvík þar er mikil náttúrufegurð og margs að njóta. Eru hefðir í páskamat? Ég hef alltaf eldað góðan mat á páskadag og oft hefur það verið lambalæri með öllu tilheyrandi. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá hefði ég farið á skíði innanlands og baðað mig í Bláa lóninu. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa páskaegg númer 4. Hef fengið það egg síðan ég var barn. Má ekki breyta þeirri hefð. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Kaffidrykkur sem ömmustrákurinn Jökull Ólafsson, tólf ára, bjó til fyrir mig núna í vikunni. Hann innihélt Neskaffi, sykur og mjólk þeytt saman í skál, sett í glas með klaka og mjólk. Hann sá þetta á Youtube. Vildi endilega gefa ömmu sinni góðan kaffidrykk og þetta gladdi mig mjög. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorun mín nýverið var að fara í markþjálfanám hjá Profectus og ljúka því. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ég held það hafi verið á dánarbeði móður minnar. Þá var ég stolt af því að hafa ávallt verið til staðar og elskað hana skilyrðislaust. Á þessum tímapunkti stöðvaðist tíminn og ekkert skipti máli nema hún og hennar för á annað tilverustig. Ég fann hvað ég var stolt yfir því að hafa haldið gleðinni og náð að hlæja með henni í gegnum tárin við þessar sorglegu og yfirþyrmandi aðstæður sem kveðjustundin er. Í dag er skelfilegt til þess að hugsa að fólk geti ekki átt svona kveðjustund með sínum nánustu. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst skemmtilegast að vera á skíðum hvar sem er. Ég hef farið til Ítalíu nokkrum sinnum og skíðað á flestum skíðasvæðum hér á landi. Golfið er að koma sterkt inn og veitir mér mikla gleði.

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Ég set mér þá reglu að fara einu sinni í viku í matvöruverslun. Held ég brjóti þessa reglu í hverri viku. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi þess að halda í gleðina. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið?

Snúður frá Valla og kókómjólk. Þá voru engar reglur um hollustunesti og okkur varð ekki meint af. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Guðfræði ekki spurning. Þegar ég valdi mína menntun á sínum tíma þá var erfitt að komast að í Kennaraháskólanum. Ég ákvað því að sækja um hjúkrunarfræði, guðfræði og kennarann. Ég flaug inní Kennaraháskólann og þar með var framtíðin ráðin.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Planið er að halda upp á páskana með góðum mat, fullt af páskaeggjum og jafnvel einn eða tvo páskabjóra. Ef veður leyfir förum við fjölskyldan kannski í bíltúr um Reykjanesið og viðrum okkur aðeins. Eru hefðir í páskamat? Það er hefð fyrir því að vera með lamb á páskadag, oftast læri en stundum hrygg, og einhvern heimalagaðan eftirrétt. við tókumst á við í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins og aftur í bankahruninu. Það er aldrei góð tímasetning fyrir svona hörmungar en það er sérstaklega ömurlegt að fá þetta í fangið á sama tíma og bæjarsjóður Reykjanesbæjar er að jafna sig eftir fyrri áföll. Nú er algjört lykilatriði að við Suðurnesjamenn stöndum saman til að komast sem hraðast í gegnum þetta. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Það þótti ekkert sérstaklega töff að mæta með nesti í Njarðvíkurskóla, sérstaklega ekki á unglingastiginu. Þannig að maður fór annað hvort í Biðskýlið að kaupa 250 krónu hamborgaratilboð eða í Valgeirsbakarí til að kaupa hálft franskbrauð og kókómjólk. En það var samt alltaf best að fara á Holtsgötuna til ömmu og fá

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við fjölskyldan erum ekki vön því að fara út úr bænum yfir páska en vanalega hittumst við bræðurnir með fjölskyldurnar okkar hjá foreldrum okkar í Innri-Njarðvík. Það verður ekkert úr því þessa pásakana, enda myndum við fullnýta takmörk samkomubannsins – hópurinn er það fjölmennur. Það er ekkert vit í því. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Klassískt Nóa páskaegg er í mestu uppáhaldi. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Af máli má manninn þekkja.

eitthvað gott og spjalla um daginn og veginn. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Það vill nú svo skemmtilega til að ég sit á skólabekk. Ég er í fjarnámi við Háskólann á Akureyri að læra nútímafræði. Þegar ég segi „nútímafræði“ er ég vanalega spurður strax í framhaldinu hvað það sé í

ósköpunum. Í stuttu máli er það þverfaglegt nám á sviði hugvísinda með áherslu á það hvernig nútímasamfélag hefur þróast í það sem við þekkjum sem „venjulegt“. Ég er sem sagt að læra um hagfræðikenningar, stríðsátök og þróun lýðræðis, fjölmiðlun og ýmislegt fleira. Lokaverkefnið mitt snýst um „tilgang fyrirtækja“ og samfélagslega ábyrgð þeirra.


ÁHUGALJÓSMYNDARINN EINAR GUÐBERG

Alltaf gaman að fanga augnblikið

Einar Guðberg Gunnarsson er húsasmíðameistari á eftirlaunum, spilar golf og er áhugamaður um listmálun og ljósmyndun. „Ég er í 99% vinnu þessa dagana við að varast sturlaðan innrásarher sem ég sé ekki. Búin að taka myndir af þessum risaeðlum en vélin mín zoom-ar ekki á þær, segir Einar, sem er áhugaljósmyndari. Hvenær fékkstu fyrst ljósmyndaáhuga? Um svipað leyti og ég byrjaði í listmálun, þetta tvennt tengist og þróast í sömu átt með árunum. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Sýndi hæfileika í barnaskóla í teiknun, kannski meðfætt, fylgdi því ekki eftir og í kaflaskiptum í lífi mínu fyrir rúmum tveimur áratugum ákvað ég að gerast listamálari í hjáverkum. Það kallaði á að taka ljósmyndir. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta alvöruvélin var Canon EOS 55 og seinni vélin Canon EOS 70D (w), komin til ára sinn og farin að stirðna. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljósmyndun, uppáhaldsljósmyndara? Rax hefur alltaf verið mín fyrirmynd, hann lætur myndirnar tala sínu máli.

Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Fór á námskeið hjá Rax og Einari Fal, mjög fagleg, markviss og lifandi námskeið. Sótti einnig námskeið til Pálma Guðmundssonar, flottur fagmaður á ljosmyndari.is. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Þetta hefðbundna, Linsan er EFS 18– 135mm Image Stabilizer. Auka rafhlaða og hreinsigræjur. Þetta eru lítið notaðar græjur. Verð að viðurkenna að Canonvélin er að stirðna í töskunni. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljósmyndunar heillar þig mest? Alltaf gaman að fanga augnblikið. Annars er hugur minn alltaf á vaktinni í leit að verkefni. Nýt þess að fanga ramma úr víðáttu augans, við sjáum stóra heildarmynd og tökum ekki eftir að eitt smáatriði í myndinn er athyglisvert, fókusa á það og kalla fram.

Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Stundum fer ég í leiðangur og mynda verkefni, það er bara gaman. Þá fer ég með myndavélatöskuna og munda vélina eins og hungraður veiðimaður. Ertu að notast við símann við myndatökur? Ég fjárfesti í iPhone 11 Pro Max, sannkallað kraftaverkaundratæki. Alltaf með hann í vasanum. Hvað er það sem skiptir máli í ljósmyndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Birtan gerir mynd að mynd. Engin spurning að vanda uppbyggingu myndverkefna. Þar er að mörgu að hyggja. Þar koma námskeiðin að góðum notum. Tekur þú margar myndir í hverri myndatöku? Ef ég tek myndir af fólki, þrjár til fimm, oftast ein sem er nothæf. Góður ef ég næ tíu nothæfum af eitt hundrað. Áttu uppáhaldsstaði til að ljósmynda? Svalirnar á heimili mínu í Pósthússtræti 1, á sjöundu hæð, í Keflavík við höfnina bjóða alla daga upp á ný viðfangsefni. Annars er hugur minn ómeðvitað að


Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

„Ég fjárfesti í iPhone 11 Pro Max, sannkallað kraftaverkaundratæki. Alltaf með hann í vasanum“. leita að myndefni í hverju skrefi og á ferð í bíl. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota? Notaði mikið Picasa sem vinnslu- og geymsliforrit. On1 og Lightroom eru frekar flókin og tímafrek fyrir mig. Er að velta fyrir mér að taka fjarnámskeið hjá ljósmyndari.is sem heitir Myndabanki. Pro Maxinn er með vinnsluforrit innbyggt í símanum sem er mjög vandað og einfalt í notkun.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

32 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

ÍTALÍA ER ALGJÖR DRAUMUR

— segir Harpa Lind Harðardóttir

Harpa Lind Harðardóttir er með stafla af glæpasögum á náttborðinu, er dottin inn í Netflix og risarækjur í hvítlauk eru ofarlega á óskalistanum þegar matur er annars vegar. Harpa Lind svaraði spurningum um allt og ekkert frá blaðamanni Víkurfrétta.

allt&ekkert

PÁSKASPURNINGAR

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég byrja alla morgna á því að fá mér sterkan kaffibolla og renni yfir blöðin á netinu.

Hvernig á að halda upp á páskana? Við hlýðum Víði og ferðumst innandyra um páskana. Borðum góðan mat, spilum og hlustum á tónlist. Elsti sonur okkar þurfti að koma heim frá Bandaríkjunum þar sem hann er í námi, þannig að við hjónin ætlum að njóta samverunnar með öllum strákunum okkar.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Einu skiptin sem ég hlusta á útvarp er þegar ég er í bílnum en annars Spotify því það er of mikið blaður í útvarpinu.

Eru hefðir í páskamat? Lamb er ómissandi í páskamatinn.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng ekki í sturtu en raula stundum með lögum þegar ég er ein í bílnum. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég er núna með stafla af glæpasögum eftir okkar allra bestu rithöfunda á náttborðinu; Arnald, Yrsu og Stefán Mána. Uppáhaldsvefsíða? Mér finnst gaman að pæla í fasteignum og skoða því mikið af innlendum og erlendum fasteignasíðum. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Yfirleitt horfi ég ekki mikið á sjónvarp en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu og mikillar inniveru þá er af nógu að taka á Netflix.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við áttum flug til Noregs þar sem við ætluðum að hitta góða vini og undirbúa opnun nýrrar netverslunar þar í landi með vinsælustu vörunum okkar. Það frestast um einhverjar vikur eða mánuði vegna aðstæðna. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Ég kaupi yfirleitt bara páskaegg handa strákunum mínum en mér finnst allt súkkulaði gott og get því ekki gert upp á milli. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Kulnar eldur nema kyntur sé. Uppáhaldskaffi eða -te? Ég drekk yfirleitt kaffi út ítölskum kaffibaunum, nýmöluðum. Ekki hægt að byrja daginn öðruvísi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég er dottin inn í Vikings á Netflix, annars horfi ég ekki á annað en fréttir í sjónvarpinu. Eru ekki allir hættir að horfa á línulega dagskrá? Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann?

Það fer alveg eftir veðri. Ef það er sumar og sól þá fáum við okkur oft léttari máltíðir eins og risarækjur í hvítlauk og chilli með góðu salati og hvítvínsglas með. Annars finnst okkur íslenska lambakjötið alltaf gott á grillið. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Við vorum nú ekki búin að plana neitt sumarfrí en það hefði örugglega verið eitthvert í hlýrra loftslag. Mér finnst Ítalía algjör draumur og förum þangað vegna vinnunnar að hitta okkar birgja en því miður verður

einhver bið á því um óákveðinn tíma.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Smjatt.

Uppáhaldsverslun? Willamia á Garðatorgi sem við hjónin eigum og rekum. Þar erum við sex daga vikunnar saman og líkar vel. Við höfum bæði mjög gaman af innanhússhönnun enda lifum við og hrærumst í því alla daga. Það eru líka forréttindi að geta unnið við áhugamálið sitt.

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Eru ekki allar fréttir tengdar COVID-19 á einhvern hátt í dag? Það er alla vega ekkert sem hefur fangað athygli mína sem sker sig úr þar.

Númer eitt að hlýða Víði og hlusta á þríeykið Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri Fjarskiptastöðvar og forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, tók aldrei nesti með í skólann á grunnskólaárunum. Hann hljóp bara heim, enda stutt að fara. Hann segir að það sé of mikið af sjálfskipuðum sérfræðingum í landinu þegar kemur að COVID-19. Einar Jón fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heimavið með góðum mat og ef veður leyfir þá kannski maður fari rúnt á fjórhjólinu. Eru hefðir í páskamat? Nei, en mér finnst lambið alltaf gott. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Líklega sama og ég ætla að gera, hefðum kannski tekið rúnt í bústað ef veðrið myndi leyfa. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nói Síríus er alltaf best. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Þeir eru margir en ætli að „Sjaldan er ein báran stök“ eigi ekki við svona í upphafi þessa árs.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég, sautján ára, ætlaði að vera töffari og bakkaði óvart á fullu á fótboltamark og skemmdi bílinn. Var ekki fyndið þá en oft hlegið að því í seinni tíð. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Konan, hún kemur mér oft til að brosa og þá eru það bara þessu litlu hversdagslegu hlutir hjá okkur. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? COVID-19 hefur breytt miklu á síðustu vikum og ég hef þurft að takast á við ýmsar breytingar tengdar þessum vágesti. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég lauk háskólanámi í Danmörku, enda var það draumur minn að fara út að læra. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Við veiði með flugustöngina í náttúrunni sem við erum svo rík af. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?

Taka ekki að mér fleiri verkefni, þau bara koma endalaust til mín …. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Um að vinna saman og mikilvægi þess að leggja sitt af mörkum við þær aðgerðir sem eru í gangi. Númer eitt að hlýða Víði og hlusta á þríeykið, það er of mikið af „sjálfskipuðum sérfræðingum“ í landinu! Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ekkert nesti, hljóp bara heim til að borða enda stutt að fara. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég held að rafmagnsog tölvuverkfræði yrði fyrir valinu.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

33 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Vaknar þakklátur með frábærri fjölskyldu

Hvernig á að halda upp á páskana? Við fjölskyldan ætluðum að hugga okkur upp í sumarbústað og skipta aðeins um umhverfi, það plan er í endurskoðun en fyrst og fremst með góðum mat með mínu besta fólki og að sjálfsögðu nóg af súkkulaði. Eru hefðir í páskamat? Nei, engar sérstakar en ef ég spái í því þá held ég að ég hafi alltaf borðað lambalæri yfir páskana.

Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondo- og Superform-þjálfari, býr til fáránlega góða hamborgara og er óviti á fréttir. Helgi Rafn svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið með fjölskyldunni upp í sumarbústað.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Hugsa hvað ég er þakklátur að vakna heilbrigður með frábærri fjölskyldu.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa Síríus með karamellukurli og sjávarsalti.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Bæði, en Spotify er frábært til að búa til rétta andrúmsloftið fyrir þau verkefni sem ég er að vinna hverju sinni.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Svo uppsker sem sáir.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Hey Jude með Bítlunum.

Áskorun að aðlagast breyttum aðstæðum Gígja Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri UT deildar Bláa lónsins segir að ástandið núna sé auðvitað ofarlega í huga og sín helsta áskorun þessa dagana bara sú að aðlagast breyttum aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu bæði í vinnu og fjölskyldulífi. Gígja svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég stal keiluskóm í einhverjum fíflagangi með Ernu Rún vinkonu minni og hefndist rækilega fyrir það með því að bókstaflega fljúga á rassgatið þegar ég fór í þeim daginn eftir inn á pizzastað. Gestirnir ráku upp stór augu þegar ég kom fljúgandi á rassinum inn á staðinn og gat svo ekki staðið aftur upp því ég hló svo mikið ... ég fór ekki aftur í keiluskóna. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Erfið spurning ... tel mig vera frekar jákvæða og brosmilda og margt sem fær mig til að brosa. Það síðasta sem fékk mig til að brosa man ég bara ekki en ætli það hafi ekki verið börnin mín sem taka upp á ýmsu hér heima í þessu ástandi sem nú er í gangi og lítið hægt að gera annað en að brosa þó uppátækin séu misgáfuleg og jafnvel bara ekkert brosleg. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ástandið núna er auðvitað ofarlega í huga og mín helsta áskorun þessa dagana bara sú að aðlagast breyttum aðstæðum sem nú eru í þjóðfélaginu, bæði í vinnu og fjölskyldulífi. Ég myndi samt ekki segja að það væri

mikil áskorun í ljósi þess að svo margir eru að takast á við miklu stærri áskoranir í lífinu. Ég tel mig í raun vera lánsama að geta sagt það að áskoranir mínar í lífinu til þessa hafi verið smávægilegar. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Held það sé svo sem ekkert eitthvað eitt atvik þar sem ég var stoltust af sjálfri mér. Sennilega er ég bara stoltust af því hafa gengið bara almennt vel í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Á ferðalagi með fjölskyldunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Hætta að borða nammi ... er skelfilegur súkkulaðisjúklingur. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Kannski hlutverk foreldra í þessu öllu. Get ekki annað en sagt að það sé krefjandi í þessu öllu að

samtvinna mikla heimaveru, takmarkaða daggæslu, vinnu og bara yfir höfuð þessar miklu breytingar á tilverunni þessa dagana. Mér finnst t.d. svolítið snúið að útskýra fyrir fjögurra ára dóttur minni hvað COVID-19 er og af hverju hún má ekki leika við vinkonur sínar að vild. Við höfum þó reynt að koma okkur upp smá rútínu hér heima. Við höfum m.a. verið dugleg að safna hugmyndum af afþreyingu og samverustundum sem fólk deilir á samfélagsmiðlum og haft gaman af. Við höfum reynt að horfa á þetta með þeim augum að þrátt fyrir þetta hörmungarástand er það kannski ein af jákvæðu hliðum þess að samvera okkar hjónanna með börnunum okkar hefur aukist verulega og það er um að gera að nýta það. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Rúgbrauð með kæfu frá ömmu Sigrúnu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Tölvunarfræði.

Öll blöðin frá 1980 og til dagsins í dag á timarit.is

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les allt sem ég kem höndum yfir varðandi afreksmennsku eða frammistöðubætingar, núvitund, sálfræði, þjálfun, bardagaíþróttir o.s.frv. Uppáhaldsvefsíða? Google. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei, ekki beint. Finnst áhugavert að horfa á alls konar heimildarmyndir en þó með gagnrýnum augum. Uppáhaldskaffi eða -te? Drekk ekki kaffi og nánast aldrei te. Fæ mér kannski í mesta lagi eitt grænt te í mánuði þannig að ætli það væri ekki það. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Free Solo, heimildarmynd um klifrarann Alex Honnold sem var fyrsti maðurinn til að klifra klettinn El Capitan án búnaðar. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Hamborgara. Ég bý til fáránlega góða lúxusborgara! Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ferðast til Amazon. Uppáhaldsverslun? Sportvörur. Allt fyrir íþróttamanninn og þjálfarann, góð þjónusta og skemmtilegt starfsfólk. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Neikvæðni ;-) Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Ekki hugmynd. Er óviti á fréttir.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

34 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Féll fyrir Breaking Bad og það kostaði mikinn tíma

Hvernig á að halda upp á páskana? Við verðum fjögur saman fjölskyldan hér heima, ætli að við spilum ekki, æfum okkur að pútta á púttmottunni okkar og kíkjum á rúntinn að kaupa ís ef veður leyfir. Eru hefðir í páskamat? Já, okkur hefur alltaf verið boðið í mat hjá foreldrum okkar í lamb eða hamborgarhrygg.

Agnar Guðmundsson er í augnablikinu að lesa efni tengt Íslandssögunni. „Ef nútímafólk telur sig hafa það skítt þá er hollt að rifja upp aðbúnaðinn sem þjóðin lifði við á Íslandi fyrir aldarmótin 1900,“ segir Agnar, sem svaraði nokkrum laufléttum spurningum frá blaðamanni Víkurfrétta. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Skoða fréttir á netmiðlum yfir fyrsta skammtinum af koffíni Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Útvarp og hlaðvarp (Podcast), nota Spotify fyrir nostalgíutónlistina, aðallega 80’s. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Það gerist ekki hjá mér, dett frekar í hugleiðslu í baðkarinu og þá er nokkuð hljótt hjá mér. Hvaða blöð eða bækur lestu? Í augnablikinu er það efni tengt Íslandssögunni, 19. öldin, íslenskt mannlíf eftir Jón Helgason og bækur Einars Braga. Ævisögurnar „Virkir dagar“ um Sæmund hákarlaskipstjóra, „Í verum“ eftir Theódór Friðriksson. Ef nútímafólk telur sig hafa það skítt þá er hollt að rifja upp aðbúnaðinn sem þjóðin lifði við á Íslandi fyrir aldarmótin 1900. Uppáhaldsvefsíða? Víkurfréttir – ekki spurning. Því næst koma aðrir fréttamiðlar, fylgist vel með svæðisfréttamiðlum eins og Skessuhorn og ísfirska Bæjarins Besta. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei. Hef bara fallið fyrir Breaking Bad, það var fyrir nokkrum árum og kostaði mikinn tíma. Uppáhaldskaffi eða -te? Herbalife te – þangað til maður fær svitadropa á ennið, þá er maður klár í daginn

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í mat til foreldra minna og tengdaforeldra, hitt vinkonur mínar, farið í páskaeggjaleit, jafnvel í sund og hitt fólk!

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Landinn, Ferðastiklur og gömlu Stikluþættirnir, svo 80’s aulafyndnimyndir eins og The Naked Gun og Police Academy. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Þessi spurning varpar ljósi á veikleika mína. Ekki orð um það meir – ég kann þó að gera hægeldaða nautalund en það er meira fyrir mig og strákinn minn heldur en makann. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það er um Ísland með fjölskyldunni þar sem lyktin af birkinu og fuglasöngur koma við sögu, lengri gönguferðir í góðra vina hópi og fjallgöngur með áhættusömum vinum. Ég elska landið okkar, hef einu sinni farið í sólarlandaferð og það er ekki fyrir mig. Uppáhaldsverslun? GG Sport og Fjallakofinn, það er eiginlega nauðsynlegt að heimsækja búðirnar, skoða búnaðinn og spjalla við afgreiðslufólkið og fá nýjustu fréttir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Það er ekki í boði að ég láti eitthvað fara í taugarnar á mér, alltaf til lausnir eða leiðir fram hjá neikvæðum hlutum. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Að mest seldi bíllinn á Íslandi það sem af er árinu 2020 sé rafbíllinn Tesla.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Piparfyllt lakkrísegg. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Margur er knár þótt hann sé smár.

Ég er óttaleg brussa Rannveig Jónína Guðmundsdóttir starfar sem leiðbeinandi í 4. bekk í Grunnskóla Grindavíkur. Hún fékk flensu á dögunum og þar sem nú eru COVID-tímar þá var ekki um annað að ræða en að loka sig inni í herbergi í fimm sólarhringa þar til niðurstaða úr sýnatöku var fengin. Ekkert COVID og þá var knúsað. Rannveig er í naflaskoðun Víkurfrétta. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ég er óttaleg brussa og það geta allir sem þekkja mig staðfest það og lendi í ótrúlegustu hlutum. En ætli að það fyndnasta sem hefur gerst fyrir mig sé ekki þegar ég gekk á glerhurð í Kringlunni fyrir þó nokkuð mörgum árum síðan, rétt fyrir jól. Ég meiddi mig talsvert á enninu, hélt áfram að tala og tala við manninn minn og þá var hann farinn í burtu í aðra búð. Þannig að ég var bara að tala við sjálfa mig í dágóða stund. Honum fannst þetta mjög vandræðalegt. Hver fékk þig til að brosa síðast? Maðurinn minn, þegar hann var að hressa mig við í veikindum. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að fá flensu á COVID-tímum er líklega helsta áskorun mín nýverið. Þurfti að vera innilokuð í fimm daga inni í herbergi heima hjá mér og mátti enginn koma nálægt mér. Ég er

mikil félagsvera og þegar það kom neikvætt úr sýnatökunni þá faðmaði ég alla meðlimi fjölskyldunnar mjög fast. Mér finnst það líka mikil áskorun að mega ekki hitta fólkið mitt, foreldra, tengdaforeldra og vinkonur á þessum skrýtnu tímum. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég úrskrifaðist með BA gráðuna mína, það kostaði blóð, svita og tár. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Úti á golfvelli með fjölskyldunni eða með góðu holli, ekki skemmir ef það er gott veður líka.

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að minnka nammiát og borða hollari mat, það gengur agalega illa í þessari inniveru. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvort þau taki Daðadansinn á morgnana áður en fundir byrja hjá þeim og hvort þau séu brjáluð yfir því að það verði ekkert Eurovision í ár. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Snúður með karamellu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Leiklist, það er leyndur draumur hjá mér að vera leikari.

ALIVE

ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00

HRINGBRAUT OG VF.IS


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

35 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Kókómalt í plastflösku með glænýju brauði

allt&ekkert

Matti Ósvald Stefánsson, PCC-markþjálfi, segir áhyggjur og streituhormón bæði veikja ónæmiskerfið og taka gríðarlega orku sem getur endað í mikilli þreytu og því er mikilvægt að við pössum upp á hvert annað, stillum væntingum í hóf. Matti svaraði nokkrum spurningum í naflaskoðun Víkurfrétta. félagsvera nema einn sér eða í smærri hópum (eins og Bjarni Fel. hefði kannski orðað það). Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða ekki á kvöldin þegar ég kem seint heim úr vinnu. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi minna á að áhyggjur og streituhormón bæði veikja ónæmiskerfið og taka gríðarlega orku sem getur endað í mikilli þreytu og því er mikilvægt að við pössum upp á hvert annað, stillum væntingum í hóf, ekki reyna gera allt og gerum eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt og nærir okkur vel andlega og líkamlega. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Það var að fá blandað kókómalt í plastflösku með glænýju brauði með smjöri og osti. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Forystu og stjórnun, líklega þjónandi forystu.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Kannski þegar ég tók í fyrsta skipti framúr með sex daga gamalt ökuskírteini. Það var stærsta tegund af Benz-rútu á gömlum sveitavegi og ég krækti stuðaranum á Blazernum hans pabba í stuðarann á rútunni og reif bæði stuðarann og allar festingar með af henni. Rútubílstjórinn (honum var ekki skemmt) og lögreglan komu inn í bílinn hjá mér og þegar ég tók upp ökuskírteinið til að rétta lögreglunni bað ég hana að bíða aðeins meðan plastið kólnaði, það var svo nýtt að það rauk ennþá úr því. Ég blés á það nokkrum sinnum og rétti henni. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ætli það hafi ekki verið Guðjón Bergmann, vinur minn í Texas, í samtali í síðustu viku. Hann hefur verið „heimavinnandi“ í nokkur ár og fannst fyndið hvað fólki á Íslandi

fannst erfitt að vera heima að vinna og með börn í tvær vikur í þessu ástandi. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að uppfæra hjónabandið með konuna langt í burtu og vinnan sem því hefur fylgt. Sem sagt að skipta út „gömlu“ hjónabandi fyrir nýtt en ekki manneskjunni. Það er fallegt og gott en reynir á. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Á augnablikinu þegar ég áttaði mig á hvað börnin mín þrjú eru vel heppnaðar manneskjur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hvar sem er með nánustu f­ jölskyldu eða nánum vinum, ég er ekki mikil

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heima við og njóta þess að vera til, lesa, tiltekt og sorteringar, hugsanlega tiltekt á háalofti. Við höfum í u.þ.b. þriðja, fjórða hvert ár notað föstudaginn langa í tiltekt á háalofti. Það er eini dagurinn á árinu sem er nægilega langur til að klára það verkefni. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekki nema að við erum oftast með páskalamb á einhverjum tímapunkti yfir páskana. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hugsanlega farið í Kjósina, í bústað fjölskyldunnar, sem gæti ennþá gerst eða jafnvel farið í heimsóknir til Akureyrar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Þetta með hrískúlunum í súkkulaðinu. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? „Raunalétt er rasslítil kona.“

Litla flugan rauluð í sturtunni Georg Aspelund eldar nautalund með heimagerðri Bearnaise-sósu þegar hann vill gera eitthvað gott matarkyns fyrir makann. Leiðbeiningar um heimilistæki eru helsta lesefnið og stefnan er sett á Indland í september. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Vakna snemma, tek morgunpissið, fæ mér vatn og les netmiðla.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Maze Runner 1, 2 og 3 og Contagion.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta mest á útvarp og er þar Bylgjan vinsælust .

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautalund með heimagerðri Bearnaise-sósu.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Litla flugan.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Stefnan sett á Indland í september, hugsa að Tæland verði næst.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Leiðbeiningar fyrir heimilistæki (RTFM). Uppáhaldsvefsíða? Facebook.com. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Arrow og Queen of the South. Uppáhaldskaffi eða -te? Morgundögg frá Kaffitár með baunavél.

Uppáhaldsverslun? Costco af því að maður kaupir alltaf einhverja vitleysu. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hægfara bílstjórar á vinstri akrein. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Sæti stóri bangsinn í glugganum hjá Sigurbirni bæjarstjóra!

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

36 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók Palla Bjöss Þetta eru svo sannarlega skrýtnir tímar sem við lifum þessa dagana svo ekki sé nú meira sagt. Aldrei hefur maður upplifað annað eins rask á hinu daglega lífi eins og þessar síðustu vikur og manni líður eins og maður sé staddur í einhverri vísindaskáldsögu eftir Jules Verne – en svo er nú ekki og því er ekkert fyrir mann að gera nema aðlaga sig að þessum óvenjulegu aðstæðum. Þennan daginn fór ég á fætur um kukkan 7:30 en fótaaferðartíminn hefur breyst eins og allt annað, fékk mér mitt hefðbundna bulletproof kaffi, leit til veðurs og renndi yfir fréttir dagsins.

Eins og hjá öðrum framhaldskólum var hinu hefðbundna skólastarfi ýtt hliðar, nemendur sendir heim og okkur kennurum gefnar frjálsar hendur með það hvort við vildum vinna heima eða í skólanum. Ég valdi að vera meira heima og því fara morgnarnir í undirbúning fyrir verkefni dagsins og bjó ég mig undir daglegan starfsmannafund sem við starfsmenn skólans eigum ásamt skólastjóra klukkan 11. Þar förum við yfir stöðuna og leggjum línurnar en það er bráðnauðsynlegt að geta hitt vinnufélaga sína alla daga til að halda hinni daglegu rútínu. Eftir hádegi alla daga á ég svo fjarfund við nemendur mína um verkefnin sem þau eru að fást við á meðan þetta ástand varir en það er mjög mikilvægt að eiga þennan fund á hverjum degi til þess að halda öllum á tánum og halda tengslum. Horfði á hinn daglega blaðamannafund hinnar heilögu þrenningar klukkan 14:03 og gerði mig á meðan kláran í göngu- og hlaupatúr dagsins en ég setti mér það markmið að fara 8–13 km alla daga enda er ekkert betra fyrir and- og líkamlega heilsu en að fara út í náttúruna og hreyfa sig. Hér hjá okkur

Grindvíkingum eru möguleikar til útivistar óþrjótandi og þeir eru nýttir til hins ýtrasta þessa dagana. Ég sleppi því aldrei að fara með ströndinni og um höfnina sem er lífæð okkar Grindvíkinga og að sjá bátana okkar sigla örugga í höfn með fulla lest af fiski vekur alltaf hjá mér sömu gleðitilfinninguna. Eftir hreyfingu dagsins fer ég svo í kalda og heita pottinn á pallinum mínum en það er algerlega frábært og er maður alveg endurnærður á eftir.

Við hjónin fengum þær leiðinlegu fréttir í vikunni að sonur okkar og tengdadóttir væru sýkt af COVID-19 veirunni og þar sem að við höfðum hitt þau nokkrum dögum fyrr þurftum við að fara í sóttkví. Þau eru sem betur fer ekki mikið veik. Þessu tókum við af æðruleysi enda ekki annað í boði, við hlýðum Víði og þeim hinum eins og flestir aðrir og maður þakkar fyrir blessaða tæknina sem gerir okkur kleyft að vera í sambandi við okkar nánustu alla daga. Þetta ástand reynir þó á

því ekkert er verra en að fá ekki að knúsa afa- og ömmustrákana sína á hverjum degi en huggunin samt sú að þetta mun vara stutt. Svona líða nú dagarnir hjá mér og sem bæjarfulltrúi í aukastarfi hugsa ég mikið um hvernig samfélaginu muni reiða af í þessum mikla ólgusjó. Þetta er enn eitt reiðarslagið sem ríður yfir Suðurnes því ég held að ég sé ekki að halla á neinn þegar ég segi að enginn landhluti verði fyrir eins miklu höggi og Suðurnesin. Vonandi munu þessar hörmungar leiða til þess að leggjum meiri áherslu á að styrkja alla grunnþjónustu sem er okkur svo mikilvæg og eins að við leggjum enn meiri áherslu á samvinnu, samheldni og samkennd í framtíðinni. Þannig náum við að rísa sterkari upp aftur hér suður með sjó og halda áfram að byggja upp og bæta okkar góðu bæjarfélög.


Gleðilega páska! Virðum fyrirmæli yfirvalda, sýnum virðingu, tillitssemi og jákvætt hugarfar á tímum COVID-19.

Sendum fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu páskakveðjur. Þið eruð frábær! Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Przestrzegajmy instrukcji władz, okazujmy szacunek i uznanie oraz bądźmy pozytywnie nastawieni w czasach COVID- 19. Składamy najlepsze życzenia wielkanocne naszym bohaterom pierwszego frontu! Jesteście wspaniali!

Happy Easter!

Let’s all respect the authorities’ guidelines, show respect and consideration and keep a positive attitude during COVID-19 times. We want to send all frontline workers our best Easter wishes. You are doing great!


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frekar maður samtals en átaka í pólitík Ólafur Þór Ólafsson er nýráðinn sveitar-

stjóri í Tálknafjarðarhreppi og tók við starfinu nú í byrjun apríl. Á sama tíma lét hann af störfum í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar og sagði skilið við átján ára þátttöku í pólitísku starfi á Suðurnesjum, fyrst sem bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ og síðan í Suðurnesjabæ eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvað kemur til að þú gerist sveitarstjóri á Tálknafirði? Kannski fyrst og fremst að mér bauðst það. Það gerðist þannig að það vantaði sveitarstjóra hér á Tálknafirði. Þau vissu að fjölskylda mín á rætur hingað á svæðið og höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri til í starfið. Ég, eftir að hafa verið að stússa í málum á Suðurnesjum mjög lengi hugsaði sem svo að þetta væri bara fínt tækifæri til að breyta til og hingað er ég kominn. — Hvað getur þú sagt okkur um Tálknafjörð? Þetta er með smærri sveitarfélögum á landinu, samt langt frá því að vera það smæsta. Þetta er líka með landminni sveitarfélögum á landinu en í staðinn með því fallegasta. Við eru hér á suðurfjörðum Vestfjarða umvafin fjöllum, fegurð og rósemd. Hér er gott að vera og maður finnur strax, og ég hef verið örfáa daga hér í nýju starfi, að takturinn slær örlítið hægar en við erum vön til dæmis á Suðurnesjum. Það er ekki sami asinn.

— Hvernig er það að slíta sig upp frá Suðurnesjum og flytja langt út á land? Það er bara svolítið flókið svo ég viðurkenni það. Ég er búinn að byggja upp mitt líf á Suðurnesjum. Mínir vinur, fjölskylda, tengsl og störf hafa verið á því svæði síðustu tuttugu árin eða svo. Þetta er svolítið átak að færa sig hingað vestur en um leið spennandi. Þetta er gott samfélag sem ég er að koma inní. Þetta er meira spennandi en erfitt. Það er úrlausnarefni að flytja sig á milli. Þetta verður flókið fyrir börnin mín sem nú eiga heimili með mörg hundruð kílómetra bili á milli. Þessháttar hlutir er eitthvað sem við eigum eftir að skipuleggja betur.

Óboðlegir vegir — Þegar við heyrum talað um sunnanverða Vestfirði, þá detta manni alltaf í hug lélegir vegir. Já, það er mjög vægt til orða tekið að þeir eru lélegir. Bæði vegirnir inni á svæðinu og vegirnir að svæðinu eru ekki boðlegir fyrir heilt landsvæði að búa við. Það er eitt af þeim verkefnum sem ég er að koma inn í að taka þann dans við ríkisvaldið að úr þessu sé bætt. Fólk sem hér býr á að geta búið við örugga tengingu við aðra landshluta.

— Hvernig sveitarfélag er Tálknafjarðarhreppur? Hvað er fólkið að fást við sem býr þarna? Byggð við Tálknafjörð byggist að mestu á upp í tengslum útgerð og að einhverju leyti á landbúnaði. Á síðustu árum hefur fiskeldi skipt meira og meira máli og er núna aðal atvinnugreinin hér á Tálknafirði. Við erum með öflug fyrirtæki sem eru starfandi hér í þeim atvinnuvegi. Ferðaþjónustan hefur líka farið vaxandi hér á þessu svæði. Vestfirðir eru ein af þessum perlum sem fólk vill sækja en það er langt að komast hingað og fólk setur það stundum fyrir sig. Ferðamannastraumurinn hingað er því ekki jafn mikill og á öðrum svæðum á landinu. Þó svo ég sé nýlega fluttur hingað, þá á ég ættir hingað á svæðið og hef komið hingað reglulega í mörg ár. Ég hef séð undanfarin ár hvernig ferðaþjónustan

hefur byggst upp hér á svæðinu. En svo er það hér eins og annarsstaðar á landinu í því ástandi sem nú er að það er tvísýnt hvernig hlutirnir munu þróast. — Það verða kannski bara Íslendingar á ferðinni í sumar? Þegar Íslendingar fara á ferðina í sumar þá er þetta sannarlega svæði sem þeir eiga að hafa með á kortinu hjá sér. Góður sumardagur á þessu svæði er guðdómlegur. Hér á Tálknafirði er perla sem er tjaldsvæðið okkar. Það er gott að vera hér og hafa það sem miðpunkt þegar maður sækir í náttúruperlurnar sem eru hér í kring. — Pollurinn er aðdráttarafl líka? Já og það eru heimildir langt aftur í aldir að fólk hafi baðað sig á þessum stað og erlendir sæfarendur voru með

þetta merkt inn á sjókortin sín til að koma hérna við og baða sig. Þetta er ein af þessum náttúrulaugum sem er alveg einstök og gaman að koma í.

Í pólitík fyrir slysni — Förum átján ár aftur í tímann. Hvað varð til þess að þú fórst að fikta við pólitík? Það var eiginlega bara pínulítið slys. Í fyrsta lagi þá hef ég alltaf haft áhuga á samfélaginu í kringum mig og lærði stjórnmálafræði í háskólanum og hafði velt þessum hlutum fyrir mér. Fyrir átján árum var ég ungur, þrítugur, fjölskyldufaðir í Sandgerði og í samtali við góðan vin minn, hann Halla Valla, þá varð til þessi hugmynd að það þyrfti nú að bjóða fram eitthvað nýtt og kröftugt framboð í sveitarfélaginu. Við fórum í gang með það og fyrsta hugmynd var nú


39 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Í fyrsta lagi þá hef ég alltaf haft áhuga á samfélaginu í kringum mig og lærði stjórnmálafræði í háskólanum og hafði velt þessum hlutum fyrir mér. Fyrir átján árum var ég ungur, þrítugur, fjölskyldufaðir í Sandgerði og í samtali við góðan vin minn, hann Halla Valla, þá varð til þessi hugmynd að það þyrfti nú að bjóða fram eitthvað nýtt og kröftugt framboð í sveitarfélaginu.

ekkert að ég yrði í forystu fyrir það. Það fór samt þannig að ég tók að mér fyrsta sæti listans og ég endaði í bæjarstjórn út frá því. Þetta var ungt fólk sem vildi ferskleika inn í samfélagið sitt. — Þú ert búinn að reyna allar hliðarnar, minnihluta, meirihluta og öll embættin? Já, í rauninni. Ég hef verið mjög lánsamur með það og kannski hefði ég ekki enst svona lengi ef ekki hefið verið fyrir það að fyrsta kjörtímabilið var listinn minn með einn mann, var í minnihluta og sat fyrir utan allt. Svo kom kjörtímabil þar sem ég var oddviti minnihluta og sat í bæjarráði, þar kom ég meira að hlutum. Svo komu tvö kjörtímabil þar sem ég leiddi bæjarstjórnina og var forseti bæjarstjórnar. Svo varð til nýtt sveitarfélag og þá kom enn eitt verkefnið sem var spennandi og maður var ekki alveg tilbúinn að sleppa hendinni

af. Ég fékk tækifæri til að vera formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Fyrir utan öll verkefnin sem maður hefur fengið að koma að sem tengjast Suðurnesjum sem svæði, samstarfi sveitarfélagann og fleiri aðila. Ég er ákaflega þakklátur og það er dýrmætt að hafa fengið þessi tækifæri.

Oddvitasætið alltaf á vaktinni — Hver er munurinn á því að vera í stjórnmálum og sitja í minnihluta eða vera í meirihluta og ráða? Er mikill munur þarna á? Það getur verið það, já. Svo ég segi alveg satt og rétt frá, þá fer það svolítið eftir hverjum og einum hvernig fólk nálgast verkefnið. Ég hef stundum sagt, að þegar þú ert minnihlutamanneskja þá getur fólk valið hvenær það er sterkt

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

40 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sem dæmi um hversu þung staðan var þá höfðum við ekki efni á því að endurnýja bíl fyrir áhaldahúsið okkar heldur þurftum að redda okkur gömlum skrjóði á afslætti til að bjarga málunum. Fólk sem hefur komið nálægt rekstri sveitarfélaga veit að þú átt ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að telja molana út í kaffið hjá fólki en við vorum í þeirri stöðu eins og mörg önnur sveitarfélög.

inni og hvenær það dregur sig aðeins til baka. Hvenær maður vill beita sér og hvenær maður lætur fara minna fyrir sér. Meirihlutamanneskjan, sérstaklega ef hún er í oddvitasæti, þarf alltaf að vera á vaktinni. Ég held að það sé af stórum hluta munurinn. — Það er hægt að hafa áhrif þó þú sitjir í minnihluta. Já, það er alveg hægt. Sem pólitíkus þá hef ég alltaf haft trú á samtali og að það sé hægt að finna lausnir sameiginlega. Ef þú myndir tala við fólk sem hefur unnið í kringum mig held ég að það myndi alveg staðfest það að ég er frekar maður samtals en átaka í pólitík. Mín reynsla er sú, ef þú situr í minnihluta, að það sé betri leið að til að hafa áhrif að taka þátt með samtali en að vera alltaf í hlutverkinu hrópandi, kallandi og þver í öllu sem er í gangi. Hins vegar getur sú aðferð, að vera alltaf harður í öllum málum og bóka mikið, verið ágæt til að vekja athygli á sér og vera á milli tannanna á fólki og í fréttunum. Stundum er sagt að vondar fréttir eru betri en engar fréttir. Fyrir stjórnmálamann, þá þarftu að vera á dagskránni, það þarf að vera umtal um þig ef þú ætlar að lifa og halda áfram. Aðferðin að vera með hávaða og læti er hins vegar ekki endilega best til að ná árangri í verkefnunum sem þú ert að sinna eða best fyrir samfélagið sem þú ert að vinna fyrir.

Að telja molana í kaffið — Þú hefur upplifað erfiða tíma í pólitíkinni. Þið í Sandgerði þurftuð að standa í erfiðum málum um tíma. Já og það var bara mjög þungt. Ég hef sagt það áður að þegar við tókum við nýr meirihluti með Sigrúnu Árnadóttur sem bæjarstjóra, að við gerðum okkur ekki grein fyrir því hversu þung staðan var fyrr en komið var fram á annað ár. Sem dæmi um hversu þung staðan var þá höfðum við ekki efni á því að endurnýja bíl fyrir áhaldahúsið okkar heldur þurftum að redda okkur gömlum skrjóði á afslætti til að bjarga málunum. Fólk sem hefur komið nálægt rekstri sveitarfélaga veit að þú átt ekki að vera í þeirri stöðu að þurfa að telja molana út í kaffið hjá fólki en við vorum í þeirri stöðu eins og mörg önnur sveitarfélög. Þetta var bara mjög erfitt. Það er erfitt að taka ákvarðanir sem valda því að fólk og jafnvel vinir manns eru að missa vinnuna og skerða lífskjör hjá fólki. — Ykkur tókst að rétta úr kútnum. Já, sem betur fer. Í fyrsta lagi held ég að við höfum verið staðföst. Í öðru lagi held ég að það hafi skipt máli að það voru allir með. Þetta var ekki bar einn maður eða ein bæjarstjórn að taka til. Það fór bara heilt samfélag í það að rétta skipið af. Það tókst. Hefðum við ekki farið þá leið, þá hefði það aldrei

tekist. Hefði minnihlutafólkið sem var í Sandgerði 2010-14 tekið ákvörðun um að taka ekki þátt, heldur vera á móti, vera með slagsmálapólitík, þá hefði þetta aldrei gengið. — Stjórnmálamenn sem fara í svona blóðugar aðgerðir eru ekki alltaf vinsælustu stjórnmálamennirnir þegar kemur að kosningum. Þetta hefur oft orðið mönnum að falli. En þú kost í gegnum þetta. Ég fann alveg fyrir því þegar ég fór í kosningar árið 2014. Listinn minn fékk hreinan meirihluta 2010 en tapaði honum 2014 og ég fann alveg að við nutum ekki sama stuðnings og við höfðum notið áður, eðlilega. Samt nóg til þess að fólk treysti okkur til þess að halda áfram. Mér þótti vænt um það í þeim kosningum að finna að þó svo við hefðum verið í þessum erfiðu aðgerðum að samfélagið treysti okkur til að halda áfram að halda utanum verkefnið.

Suðurnesjabær kom undir í fyrirpartýi — Sameingin Garðs og Sandgerðis. Hvað var hún búin að eiga sér langan aðdraganda? Ég segi oft að þetta byrjaði, eins og mörg sambönd, í partýi. Einu sinni á ári fer fram aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Við höfðum tekið upp þann sið að bæjarstjórnirnar

í Sandgerði og Garði hittust í litlu boði áður en farið var í stóra sameiginlega kvöldveislu með hinum sveitarstjórnunum. Í svoleiðis fyrirpartýi fór fólk eitthvað að tala saman að það væri skynsemi að skoða þetta. Í framhaldi af því voru það Garðmenn sem buðu í fyrsta spjallið. Þetta hefur verið kannski einu ári aður en þetta var tekið á alvarlegra stig. Í aðdraganda þessa voru sveitarfélögin búin að eiga í samstarfi um mörg verkefni og fólk í lykilstöðum hjá báðum sveitarfélögum var búið að vinna lengi saman og treysti hvort öðru og það leiddi til þess að þetta samtal fór af stað. — Það var hrepparígur í gamla daga. Hann hefur ekkert verið upp á síðkastið? Jú, og hann fer örugglega aldrei. Talaðu við harða Víðismenn eða harða Reynismenn og þú finnur þessa gömlu strauma. Ég held, almennt séð yfir línuna, þá er hrepparígurinn ekkert eins og hann var fyrir einhverjum árum eða áratugum. Fólk sér að það sem skiptir máli er að fólk búi í samfélagi þar sem er sterkt sveitarfélag sem getur veitt þá þjónustu sem þarf að veita með myndarlegum hætti. Það var það sem skipti máli í þessari sameiningu. — Var þessi sameining gæfuspor? Já, ég held það. Það er alltaf erfitt að gera svona breytingar og það koma

upp allskonar hlutir, stórir og smáir, sem reyna á sérstaklega fyrstu árin. Ég held að til lengri tíma þá sé það ekki spurning að þú ert kominn með stærra sveitarfélag sem ræður við stærri verkefni, tala nú ekki um á þessum tímum sem við erum á í dag sem reyna mjög mikið á sveitarfélögin í að halda uppi þjónustu á sama tíma og tekjur munu skerðast. Þá verður kallað eftir því að sveitarfélögin framkvæmi meira en þau hafa verið að gera. Þá mun stærðin skipta máli.

Fyrstu raunverulegu kosningarnar verða 2022 — Er það styrkleiki að þau framboð sem komu stærst út úr kosningum hafi endað saman í meirihlutasamstarfi? Eftir á að hyggja þá var það eina skynsamlega í stöðunni að gera þetta þannig. Það hittir líka þannig á að við sem voru oddvitar í báðum sveitarfélögunum leiddum þessa lista og það kom ákveðið jafnvægi þar inn. Mér fannst kallað eftir þessu í umhverfinu eftir kosningar að þessir listar myndu vinna saman alla vega þessi fyrstu skref í lífi nýs sveitarfélags. Ég held að það hafi verið skynsemi að fara þá leið. Einhvern tímann heyrði ég þá kenningu að fyrstu raunverulegu kosningarnar í sameinuðu sveitarfélagi er ekki fyrr en kosningar númer tvö, þegar mörkin á milli byggðakjarnanna eru orðin óljósari. Fólk sem fylgdist með kosningum í Suðurnesjabæ 2018 sá það alveg að öll framboð voru að reyna að hafa jafnt í málefnum og fólki og að hvor byggðakjarni fengi sitt. Ég held að í næstu kosningum 2022 fari minna fyrir slíku og meira bara horft á málefnin. Það mun ekki skipta máli hvar fólk býr. — Nú er bæjarráð Suðurnesjabæjar bara skipað Sandgerðinum. Pælduð þið eitthvað í því? Ég veit að mörgum þótti það erfitt, sérstaklega Garðmegin. Hins vegar raðaðist pólitíkin í bæjarstjórninni þannig upp að svona var þetta gert, að Sandgerðingar komu inn í bæjarráðið. Ég leyfi mér að fullyrða að störf bæjarráðs hafa ekki litast af því. Ég held að þar hafi ekki hallað á annan byggðakjarnann frekar en hinn.

Auðvelt með að vinna með fólki

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

— Núna sastu þinn síðasta bæjarstjórnarfund 1. apríl. Þú varst hlaðinn hrósi þegar þú varst að yfirgefa samkvæmið. Þau töluðu um að þú værir þægilegur stjórnmálamaður að vinna með. Minn helsti styrkleiki er að eiga auðvelt með að vinna með fólki og að fólki þyki flestu þægilegt að vinna með mér. Mér þótti mjög vænt um þessa stund


41 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Á fundi bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar þann 1. apríl 2020 samþykkti bæjarstjórn ósk Ólafs Þórs Ólafssonar um lausn frá störfum í bæjarstjórn. Ólafur Þór sat þá sinn síðasta fund í bæjarstjórn og sæti hans tók Katrín Pétursdóttir. Eins og fram hefur komið hefur Ólafur Þór tekið til starfa sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Á fundinum samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun samhljóða: Ólafur Þór Ólafsson víkur nú sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að eigin ósk, þar sem hann snýr til starfa sem sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Ólafur Þór tók fyrst sæti í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar árið 2002. Hann var forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar 2010-2018 og tók sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar, sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs vorið 2018. Ólafur Þór hefur verið formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar frá þeim tíma. Þá hefur Ólafur Þór sinnt ýmsum trúnaðarstörfum sem bæjarfulltrúi fyrir sveitarfélagið og í samstarfi sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Suðurnesjabæjar færir Ólafi Þór bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og framlag hans til samfélagsins með störfum í bæjarstjórnum sl. 18 ár. Jafnframt er honum færðar óskir um velfarnað á nýjum starfsvettvangi.

í bæjarstjórninni þó það hafi nú ekki verið ætlun mín að hætta til að fá svona dramatíska kveðjustund. Mér þótti vænt um að fá allar þessar kveðjur, bæði frá fólki sem ég hef unnið með lengi og í styttri tíma. Og að finna það sem maður hefur verið að gera í gegnum árin sé metið. Að finna fyrir svoleiðis straumum, það snertir fólk og það snerti mig. Þessi síðasti bæjarstjórnarfundur var skemmtileg stund. — Það kom fram á fundinum að þú hafi alltaf mætt til funda með bindi, nema í eitt skipti. Já, það var einn fundur sem ég klikkaði á. — Hvað er málið með þetta bindi? Fólk sem hefur verið í íþróttum tengir við þetta. Fyrir mig að setja upp bindi fyrir bæjarstjórnarfund er svona svipað og knattspyrnumaður sem setur á sig legghlífarnar. Bæði til að bera virðingu fyrir embættinu og að vera kjörinn fulltrúi sem er að fjalla um mál sem skipta samfélagið og fjölda fólks máli. Svo bara að setja sig í gírinn og vera rétt stemmdur þegar maður kemur inn til fundar. Í þessu starfi eins og öllu öðru, ef maður er ekki með einbeitinguna í lagi, þá tekur maður

verri ákvarðanir. Það er mantra hjá mér að koma mér í rétt hugarástand fyrir fund að setja á mig bindið. Það er oft það síðasta sem ég geri áður en ég fer inn á fund. Pabbi minn kenndi mér að gera fallegan bindishnút og ég heiðra minningu föður míns með því að gera fallegan hnút á bindið fyrir fundi.

Erfitt að stökkva frá borði við þessar aðstæður — Er ekkert erfitt að yfirgefa þennan völl á þessum tímum? Jú, það er bara töluvert erfitt að stökkva frá borði þegar róðurinn er svona þungur eins og hann er núna. Ég hefði ekki valið þennan tíma ef maður hefði á einhvern hátt gera séð þetta fyrir. Það var bara búið að setja hlutina upp og ekki hjá því komist. Á móti kemur að ég kem líka inn í þessar aðstæður hér fyrir vestan þó þær birtist kannski ekki að öllu leiti eins. Samt er þessi róður þungur í samfélaginu hér á Vestfjörðum og ég kem inn í þau verkefni hér. Ég bý að því að hafa reynsluna af því sem hefur verið í gangi fyrir sunnan og að miðla því inn í starfið hér fyrir vestan á þessum erfiðu tímum sem eru núna.

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


42 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók Sólnýjar Pálsdóttur Nú eru þrjár vikur síðan við fjölskyldan fórum nær eingöngu að ferðast innanhúss. Þessi tími hefur verið dýrmætur fyrir okkur enda vorum við oft ansi upptekin í fyrra lífi. Eftir að við vorum formlega sett í sóttkví tóku við dagar þar sem við urðum að endurskipuleggja lífið hérna heima. Yngstu strákarnir eru átta og tíu ára, orkumiklar íþróttamenn og vanir að vera á fleygiferð alla daga. Það var því mikil breyting fyrir þá að mega varla fara út úr húsi. Yngsti drengurinn er með Downs-heilkenni og átti erfitt að með skilja þetta útivistarbann en smám saman áttaði hann sig og fór að finna sér ýmislegt að gera. Það kom sér vel að hann er einstaklega hugmyndaríkur og hraustur og var því sjaldan verkefnalaus.

Það kom skemmtilega á óvart hversu stuttan tíma það tók að koma upp rútínu, heimaskóli, hádegismatur, heimaleikfimi, tölvutími og útivist seinni partinn. Á þriðja degi í sóttkví var allt komið í nokkuð fastar skorður og má segja að við höfum nokkurn veginn náð að halda þessu skipulagi dag frá degi. Heimanámið fór að miklu leyti fram við daglegar athafnir, t.d. í eldhúsinu þar sem strákarnir tóku þátt í hefðbundnum heimilisstörfum. Ég ætla þó að vera hreinskilin og viðurkenna að daglegt líf hér á heimilinu var ekki bara sól og sæla. Það reyndi á að vera saman allan sólarhringinn en einhvern veginn rúlluðum við í gegnum þetta. Við fundum fljótlega út að mikilvægast fyrir okkur var að komast út í náttúruna á hverjum degi. Við erum svo heppin að búa í Grindavík þar sem auðvelt er að finna fallega staði allt um kring og þar sem við vorum í sóttkví urðum við að velja afskekkta staði. Þeir dagar komu þegar við nenntum ekki út vegna veðurs en um leið og við vorum komin á áfangastað fundum við hvernig við fylltum

á tankinn og komum endurnærð heim. Það sem var líka gleðilegt við þessar stundir var að við tókum myndir á símann og deildum þeim á samfélagsmiðlum. Ekki eru allir svo heppnir að geta farið út í náttúruna og horft á hafið og himininn eða skroppið á strönd og út í skóg í næsta nágrenni. Það var líka notalegt að fá skilaboð og viðbrögð við myndum og finna að þótt við værum í sóttkví voru margir með okkur í anda. Þessar tvær vikur voru fljótar að líða enda vorum við


43 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

saman á okkar eigin heimili og ekkert okkar veiktist. Við minntum okkur reglulega á hvað við höfðum það gott og hugsuðum mikið til þeirra sem voru veikir og fjölskyldna þeirra. Þótt formlegri sóttkví sé lokið ætlum við að halda okkur sem mest heima. Við hlýðum auðvitað Víði og höldum áfram að ferðast innanhúss enda hægt að koma víða við á stóru heimili. Við ætlum að einbeita okkur að því að horfa á björtu hliðarnar og gleðjast yfir því sem vel gengur. Við hugsum til þeirra sem eiga um sárt að binda og sendum þeim ást og kærleik. Hvert og eitt okkar hefur eitthvað að gefa og þótt við getum ekki breytt heiminum getum við vissulega haft áhrif. Með því að hugsa vel um okkur sjálf og fólkið okkar leggjum við okkar af mörkum til alheimsins á þessum erfiðu tímum.

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

44 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR

Kaffihúsakaffi er alltaf best

Hvernig á að halda upp á páskana? Páskafrí eru bestu fríin, góður matur, lesa bækur og slaka vel á í faðmi fjölskyldunnar. Enginn þörf á að fara í búðir nema til þess að versla í matinn áður en fríið hefst. Þessa páska verður lítið um matarboð og veislur, skiljanlega. En við munum hafa það gott, mögulega mála einhverja veggi og dytta að heima við. Fara í gönguferðir og rækta líkama og sál.

„Ég átti nú að vera í þessum töluðu orðum í Danmörku að heimsækja dóttur mína en í augnablikinu krosslegg ég putta um að ég og tengdafjölskyldan komumst til Kanarí í júní þar sem við ætlum að fagna saman sjötugsafmæli tengdapabba míns,“ segir Margit Lína Hafsteinsdóttir. Hún svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fæ mér kaffi.

Kanarí í júní þar sem við ætlum að fagna saman sjötugsafmæli tengdapabba míns.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta á Bylgjuna í bílnum en hlusta svo frekar á lög á Youtube

Uppáhaldsverslun? Nettó á Iðavöllum (gamla Kaskó), af því að hún er í leiðinni úr vinnu, styst frá heimilinu og svo er hún lítil og það er almennt ekki eins margt fólk þar.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Nei, yfirleitt ekki. Hvaða blöð eða bækur lestu? Les mikið af Margit Sandemo Uppáhaldsvefsíða? Á maður ekki að segja VF? Annars fletti ég oftast visir.is, mbl.is, svo er það Google, Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ég horfi á flesta glæpa-/dramaþætti sem er verið að sýna, t.d. á RÚV er það Ísalög og á Premium eru það þættir eins og Hawai Five-O, Tommy, FBI Most Wanted og FBI. Uppáhaldskaffi eða -te? Kaffihúsakaffi er alltaf best, t.d. cappuccino, svo er Frappe algjört sælgæti Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Dýrin í Hálsaskógi með ömmubörnunum. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Humarsúpu eða lambafillet Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ég átti nú að vera í þessum töluðu orðum í Danmörku að heimsækja dóttur mína en í augnablikinu krosslegg ég putta um að ég og tengdafjölskyldan komumst til

Eru hefðir í páskamat? Nei, í rauninni ekki. Það er nú samt einhver matseðill undirbúinn og mikið lagt í eldamennskuna. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við hefðum örugglega hitt stórfjölskylduna í matarboðum, spilað einhver góð spil og notið þess að vera saman. Sennilega hefðum við líka farið rúnt í sveitina okkar, sem er sumarbústaður rétt hjá Hvolsvelli.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki og fólk sem lætur alltaf bíða eftir sér.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Kólus og Góu egg eru með besta innihaldinu en mig langar að prófa páskaegg úr dökku súkkulaði þessa páska.

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Lækkun launa hjúkrunarfræðinga en mér skilst að það sé verið að bakfæra hana, alla vega þar til að samið verður.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Með fjölskyldunni heima. Eru hefðir í páskamat? Páskaegg eru náttúrlega skylda, svo er bara gert vel við sig í mat. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði komið heim frá Danmörku á föstudaginn langa og eytt restinni hér heima. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nóa Siríus Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Oft kemur regn eftir reiðarslag.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Haltu þig heima um páskana! kveðja, Víðir.

Byrjar daginn á því að ýta á snooze-takkann Særún Ástþórsdóttir horfir oft á Netflix og er þessa dagana að fylgjast með Ozark og The Crown. Hún byrjar reyndar daginn á því að ýta á snooze-takkann á vekjaraklukkunni en harkar svo af sér og gærjar kakóbolla með hreinu kakói frá Guatemala. Særún svaraði spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Hreinskilið svar: ýti á snooze-takkann á vekjaraklukkunni! En teygi svo úr mér og græja kakóbolla dagsins með hreinu kakói frá Guatemala. Dásamlega vinkona mín, hún ­Kamilla, kynnti kakóið fyrir mér og ég drekk það á hverjum morgni. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég ólst upp með Rás 2 í eyrunum og hlusta mikið á þá stöð. Ég hlusta á útvarpið í bílnum en nota Spotify líka mikið hér heima. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Mer finnst æðislegt að syngja í sturtu og syng þá það sem ég er með á heilanum í það skiptið, en mjög oft lagið Lean on me með Bill Withers. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég hef gaman af því að lesa ævisögur, finnst áhugavert að skyggnast inn í líf fólks, skoða hvað hefur mótað það og hvernig samfélagið hefur þróast og breyst með tímanum. Mæli sérstaklega með bókinni Educated eftir Töru Westover. Ég les líka skáldsögur og vel skrifaðar bækur um sjálfsrækt. Ég les sjaldan blöð núorðið.

Uppáhaldsvefsíða? Miðað við síðustu síður í símanum þá er það leitarsíðan google.is. En ég leita að alls konar upplýsingum hjá Google frænda eins og margir aðrir væntanlega. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ég horfi oft á Netflix og er þessa dagana að fylgjast með Ozark og The Crown t.d. Á sjónvarpi símans fylgist ég t.d. með This is us og Handmaids tale (bíð eftir næstu seríu). Uppáhaldskaffi eða -te? Fyrsti kaffibolli dagsins er uppáhalds, næstum sama hvaða tegund en Te og kaffi, Espresso roma er mjög gott. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Við horfðum á myndina Game night um daginn og hún var nokkuð skemmtileg. Annars hló ég upphátt af vandræðalega mikilli dramatík í Million little things þætti nýlega, það kemur ekki svona margt svakalegt fyrir svona lítinn hóp af fólki! Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Góð spurning, það væri áskorun að elda handa honum góða nauta-

steik með tilheyrandi en ég hef ekki lagt í það ennþá. Hann er yfirleitt glaður með mitt framlag í eldhúsinu þó hann sé oftar sá sem eldar, enda mjög fær kokkur. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Það yrði klárlega heimsókn til systur minnar og fjölskyldu í Premiá de Mar í Katalóníu. Uppáhaldsverslun? Ég á mér enga uppáhalds verslun en gæti vel gleymt mér í Barnes & Noble-bókabúðum í nokkra daga. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þessi spurning vefst aðeins fyrir mér. Ég gerði létta skoðanakönnun hjá fjölskyldumeðlimum sem hjálpaði ekki endilega til. En algengasta svarið tengist því þegar óhreinir diskar rata ekki í uppþvottavélina, samkvæmt börnunum mínum allavega. Ef ég er mjög svöng fer allt í taugarnar á mér, þar kemur sér vel að eiga maka sem er frábær kokkur. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Ég fór vefrúnt til þess að athuga þetta og þurfti að leita svolítið en rakst svo á frétt um að Bill Withers væri látinn. Blessuð sé minning hans.


Gleðilega páska! Virðum fyrirmæli yfirvalda, sýnum virðingu, tillitssemi og jákvætt hugarfar á tímum COVID-19.

Sendum fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu páskakveðjur. Þið eruð frábær! Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Przestrzegajmy instrukcji władz, okazujmy szacunek i uznanie oraz bądźmy pozytywnie nastawieni w czasach COVID- 19. Składamy najlepsze życzenia wielkanocne naszym bohaterom pierwszego frontu! Jesteście wspaniali!

Happy Easter!

Let’s all respect the authorities’ guidelines, show respect and consideration and keep a positive attitude during COVID-19 times. We want to send all frontline workers our best Easter wishes. You are doing great!

REYKJANESBÆ

• GAMEDEV


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

46 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fastur í næsta bæ við Suðurskautslandið vegna COVID-19

Frá höfninni í Ushuaia í Argentínu. Bærinn er mikill ferðamannabær og þangað koma fjölmörg skemmtiferðaskip sem sigla til og frá Suðurskautslandinu.

Falklandseyjar

Ushuaia

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Ingvar Þór Jóhannesson er verksmiðjustjóri á frystiskipinu San Arawa II sem gert er út frá Argentínu. Skipið kom í höfn í Ushuaia í Argentínu fyrir hátt í hálfum mánuði síðan. Ushuaia er syðsta byggða ból í Argentínu og í raun næsti bær við Suðurskautslandið. Ingvar hefur búið í Argentínu í sautján ár og starfað á verksmiðjutogurum í þrjá áratugi. Hann flutti tvítugur til Nýja Sjálands og var þar á verksmiðjuskipum í þrettán ár og hefur verið í sautján ár á skipum sem gerð eru út frá Argentínu.

Þegar San Arawa II kom í höfn síðla marsmánaðar var hins vegar búið að loka öllu í Argentínu vegna COVID-19. Flugvöllurinn er lokaður og öll landamæri. Þá er útgöngubann á svæðinu, nema til að fara í matvörubúðir og apótek. Höfnin þar sem skipið liggur

er víðsfjarri heimahögum áhafnarinnar. Syðsti oddi Argentínu er stór eyja og til að komast þaðan þarf annað hvort að fara með flugi eða yfir til landamæri Chile, sem flækir málið enn frekar. Í spilaranum hér að ofan er viðtal við Ingvar Þór sem Víkurfréttir tóku síðastliðinn sunnudag. Þar lýsir hann í raun hræðilegu ástandi sem ríkir á svæðinu og í nágrannaríkjum. Smellið á spilarann til að horfa og hlusta.

Suðurskautslandið

Ingvar Þór Jóhannesson.

San Arawa II.


47 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG

Dagbók Eysteins Óveðurssunnudagurinn 5. apríl 2020

Óveðurssunnudagurinn var tekinn mátulega snemma á heimaskrifstofunni með góðum expressóbolla og aðstoðarkettinum. Hef unnið heiman frá mér meira og minna í þrjár vikur með dyggilegri aðstoð Brúnó sem er orðinn ómissandi þátttakandi á fjarfundum með samstarfsfólki mínu hjá VIRK. Í hvert sinn sem hann sér mig tala við tölvuna – þá mætir hann! Við Guðrún unnusta mín reynum að vinna markvist gegn kofaæðinu með ýmsum ráðum – útivera í öllum veðrum og smá bjánagangur er mikilvægur hluti þeirra forvarna. Smelltum okkur því velgölluð út í óveðrið, sem var ekki alveg orðið kolbrjálað, og ætluðum að skutlast með súpu frá Obbu tengdó á Melaveginn til nýbakaðra foreldra. Það gekk svona líka vel, ók Kadjarnum snarlega í skafl á Stapavöllunum og við Guðrún vorum þar við mokstur næsta hálftímann. Losnuðum ekki fyrr en eðalfólkið Vala og Svanur Vilhjálmsbörn lögðu hönd á skóflu og kipptu okkur úr skaflinum. Kannski málið að fá sér fjórhjóladrifinn næst – eða bara ekki vera að þvælast á bílnum í skítaveðri! Á heimleiðinni, með skottið á milli lappanna, gátum við þó aðeins gert gagn og hjálpað við að losa fastan bíl á Hafnargötunni. En súpan skyldi á áfangastað – maður gefst ekki upp svo glatt. Bílnum var lagt og haldið fótgangandi á Melaveginn hvar súpan var afhent heimilismönnum og við kíktum í snjóhúsið til Sólrúnar Tinnu sem varð stóra systir á dögunum. Eftirmiðdeginum var nýttur í að ná hita kroppinn yfir góðum expressóbolla og við að skipuleggja vikuna. Netinnkaupin gerð á Nettó, alger snilld!, fyrir páskana og 85 ára afmæli pabba. Eyjólfur ætlar að fagna 85 afmælinu í hópspjalli með fjölskyldunni á Messenger á miðvikudaginn. Hann er búinn að vera að æfa sig á málfundum á Messenger með barnabörnum sínum, sönn félagsmálatröll aðlaga sig breyttum aðstæðum. Kvöldmaturinn var Tikka Masala a la Guðrún Teits frá föstudeginum, enginn matarsóun hér enda rétturinn frábær enn. Annars höfum við reynt að panta Take Away u.þ.b. tvisvar í viku frá veitingastöðunum í bænum – og gera þannig okkar til að halda þjónustustiginu í bænum uppi. Eftir stutt spjall við stelpunar mínar á Messenger horfðum við svo á streymi um kvöldið frá uppsetningu á Jesú litla í Borgarleikhúsinu. Maður er fullur þakklætis öllu listafólkinu sem syngur og leikur fyrir okkur og þar hefur okkar fólk í Leikfélagi Keflavíkur ekki klikkað frekar en fyrri daginn. Þá horfi ég til þeirra sem eru í framlínunni núna og mikið mæðir á, til dæmis heilbrigðstarfsfólks, kennara og verslunarfólks, af mikilli aðdáun og er þeim mjög þakklátur. Munum að þetta gengur yfir, það kemur vor og það kemur sumar. Förum varlega og pössum hvert annað. Eysteinn Eyjólfsson


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

48 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson pket@vf.is

Samúel Kári var í viðtali í Suðurnesjamagasíni Sjónvarps Vikurfrétta í janúar. Þar fer hann yfir ferilinn rétt áður en hann gerði samning við þýska liðið Paderborn.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Þakklátur að hafa kærustuna og fjölskylduna – Keflvíkingurinn Samúel Kári setur upp hanska og passar fjarlægð á veirutímum í Þýskalandi Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson flutti til Þýskalands í upphafi árs þegar knattspyrnuliðið Paderborn, sem er í efstu deild Bundesligunnar, keypti hann. Samúel Kári var búinn að spila nokkra leiki með liðinu þegar COVID-19 stoppaði alla knattspyrnu. Víkurfréttir heyrðu í Samúel og spurðu hann út í stöðuna hjá honum á tímum veiru. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Þetta hefur tekið á eins og hjá öllum öðrum í heiminum og finn ég til með þeim sem hafa greinst. Það erfitt að setja sig í aðstæður fólks sem hafa það allra verst. Hefurðu áhyggjur? Persónulega hef ég engar áhyggjur. Við vitum öll að þetta gengur yfir og við þurfum bara að klára þetta allt saman. Ef við förum rétt að þá fer allt að birta til. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Við æfðum ekki neitt eftir að liðsfélagi minn greindist með veiruna. Þá voru allir sendir í sóttkví í fjórtán daga og tekin sýni um leið. Fyrsta æfingin var síðan í vikunni (7. apríl).

Ég hef reynt að setja daginn í rútínu og byrja alltaf á að fara í jóga með kærustunni minni, bæði á morgnana og seinnipartinn. Við „hittumst“ í „beinni“ á netinu í jógatímum. Inn á milli fer ég að hlaupa og geri styrktaræfingar sem allir fengu frá félaginu ásamt tækjum. En að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á mig, sérstaklega þegar ég aleinn án kærustu og fjölskyldu. Þá er mjög erfitt. En ég er óendanlega þakklátur fyrir Hrund Skúladóttur kærastuna mína og fjölskylduna. Þau styðja mig alla daga. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi þína vinnu? Nei og ég er rosalega þakklátur fyrir það. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega?

Ég var á hóteli daginn fyrir leik gegn Dusseldorf og þá fyrst fóru yfirmenn að ræða við okkur að leiknum gæti verið frestað en þrátt fyrir það var ég samt meðvitaður um ástandið. Þá var það ekki komið eins langt og það er í dag. En ég verð að gefa Þjóðverjanum það að þeir hafa staðið sig frábærlega í þessu ástandi. Allir fylgja reglum eins og tölur sýna. Sjö, níu, þrettán. Hvernig ert þú að fara varlega? Ég passa mig mikið þegar ég fer úti búð. Þá er ég ávallt með hanska og reyni að halda fjarlægð. Annars er maður mikið heima og nær þess vegna að passa sig enn fremur. Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Þetta er allt upp á tíu, sérstaklega þar sem ég er. Gríðarlega góð vinna hjá

stjórnvöldum og hvað þá hjúkrunarfólki og læknum. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að halda haus og jákvæðni, því einn daginn birtir til og þangað til er það mikilvægast. Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Ég ákvað að hætta lesa fréttir eins mikið og ég gerði og ég tel það vera það besta fyrir alla að gera. En heilt yfir hefur Ísland staðið sig með prýði og mun komast fljótt úr þessu. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Það eru menn frá félaginu sem fóru út í búð fyrir alla leikmenn á meðan sóttkví stóð yfir en núna fer ég sjálfur til þess að brjóta upp daginn minn. Reglan hér er að tveir mega fara út saman og

halda tveim metrum frá næsta þannig að þetta hefur þannig séð ekkert áhrif á mig. Ég væri alveg til í að geta farið út að borða og svona en það kemur vonandi bráðlega. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Það er góð spurnig en eins og er þá á að aflétta banninu þann 19. apríl hér. Hvort það verður gert eða ekki þá held eg að veiran muni lækka verulega eftir einn til þrjá mánuði. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Ég get alltaf flogið heim og er mjög heppinn með það, það er ekki enn búið að taka ákvörðun með deildina (Bundesliguna) en sagt er að leikið verði 30. apríl. Ef henni verður frestað þá fer ég heim um leið.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

49 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Páll Ketilsson pket@vf.is

Veiran hefur umturnað mínu daglega lífi Körfuknattleiksmaðurinn Elvar Már Friðriksson er kominn heim frá Svíþjóð. Hann varð meistari með liði sínu en missti vinnuna í kjölfar COVID-19. Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson segir veiruna hafa umturnar lífi sínu en hann var nýlega valinn besti bakvörðurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Hann segist vera án vinnu eftir að tímabilinu var aflýst í Svíþjóð. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Það breyttist margt hjá mér við þetta ástand. Ég þurfti að flytja til baka til Íslands og öll dagleg rútína er orðin allt önnur en hún var. Þetta eru öðruvísi tímar fyrir mann, allt sem maður var vanur að gera og tók sem sjálfsögðum hlut er eitthvað sem maður getur ekki gert eða tekið þátt í nú til dags. Hefurðu áhyggjur? Ég hef auðvitað smá áhyggjur hvernig þetta allt saman er en það er lítið sem ég get stjórnað, svo ég reyni að vera ábyrgur og halda mig innandyra og ekki vera í kringum margt fólk. Ég held að það er það besta sem ég get gert í þessum aðstæðum. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Þetta hefur umturnað mínu daglega lífi, sem fór úr því að vera mikið frjálsræði, liðsæfingar og leikir alla daga yfir í það flytja heim og hanga inni á meðan þessu stendur yfir. Hefur þú þurft að gera miklar breytingar varðandi vinnu þína? Já, tímabilinu var aflýst. Þar af leiðandi missti ég vinnuna.

Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Hvernig er það? Fjölskyldan mín er á lokasprettinum í sóttkví en ég held að það muni fátt breytast hjá okkur þar sem við munum ennþá passa okkur vel og vera heima. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Fyrir u.þ.b. fjórum vikum þegar mér var tilkynnt að tímabilinu hjá mér væri aflýst og ég væri þar af leiðandi án vinnu. Hvernig ert þú að fara varlega? Held mér heima fyrir, þvæ hendur vel og sótthreinsa og er ekki í snertingu við annað fólk. Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? Mjög vel. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Hvernig finnst þér sveitarfélagið standa sig í þessum málum? Ég hef ekki kynnt mér það nægilega vel en ég treysti því fólki sem er að stjórna, þau eru að gera allt sem þau geta til þess að þetta fari í betri farveg.

Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Það hefur áhrif á mitt daglega líf, ég er vanur að fá mikla hreyfingu svo ég nýti tímann í að gera eitthvað skemmtilegt heima í staðinn. Hvernig hagar þú innkaupum í dag? Notar þú netið meira? Ég hef notað netverslun Nettó, það er algjör snilld. Svo hef ég fengið eitthvern út fjölskyldunni til að skjótast fyrir mig þar sem ég er búinn að vera í sóttkví síðan ég kom heim. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég hef enga hugmynd um það en ég held við verðum að vera þolinmóð í góðan tíma. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Þetta er svo mikil óvissa svo ég hef ekki planað hvað við fjölskyldan munum gera. Hvaða tilfinningu hefur þú fyrir því hvernig Svíar hafa tekið á COVID-19? Þegar ég var úti fyrir um tveimur vikum voru Svíarnir ekki að passa sig mikið. Búðirnar voru fullar og veitingastaðir sömuleiðis svo þeir voru ekki að taka hart á þessu þá. En ég veit ekki hvernig þetta er í dag, vona að þeir hafi minnkað samkomurnar.

Valinn besti bakvörðurinn í Svíþjóð Njarðvíski körfuknatt­leik­skapp­inn Elv­ar Már Friðriks­son sem lék með Borås í efstu deild Svíþjóðar var val­inn besti bakvörður deild­ar­inn­ar á leiktíðinni sem nú er lokið. Elv­ar gekk til liðs við Borås fyr­ir tíma­bilið frá Njarðvík og átti frá­bært tíma­bil í Svíþjóð en lið hans Borås var krýnt meist­ari eft­ir að keppni var hætt í Svíþjóð vegna kór­ónu­veirunn­ar. Borås var með fjög­urra stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar eft­ir 33 um­ferðir en úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar var blás­in af vegna veirunn­ar. Elv­ar spilaði alla 33 leiki Borås á tíma­bil­inu, skoraði sautján stig að meðaltali í leik og gaf átta stoðsend­ing­ar. Hann var stoðsend­inga­hæsti leikmaður deild­ar­inn­ar og stiga­hæsti leikmaður liðsins á tíma­bil­inu. „Bakvörður­árs­ins í deild­inni fékk ansi erfitt hlut­verk í upp­hafi tíma­bils­ ins þegar hann þurfti að fylla í skarð Ni­mrod Hilli­ard sem var val­inn besti bakvörður deild­ar­inn­ar á síðustu leiktíð,“ seg­ir í um­fjöll­un deild­ar­inn­ar um Elv­ar. „Sókn­ar­leik­ur liðsins var byggður í kring­um Hilli­ard en því­líkt tíma­bil sem Íslend­ing­ur­inn hef­ur átt í Svíþjóð.“ „Hann er bæði harður af sér og ein­stak­lega sval­ur á því í öll­um sín­um aðgerðum. Hann leiddi liðið til sig­urs í deild­inni og þá hef­ur hann verið einn af betri sókn­ar- og varn­ar­mönn­um deild­ar­inn­ar í ár,“ seg­ir í um­sögn deild­ar­inn­ar um ís­lenska landsliðsmann­inn. Elv­ar fékk 44% kosn­ingu í val­inu á bakverði deild­ar­inn­ar en Brandon Rozzell, fyrr­ver­andi leikmaður Stjörn­unn­ar í úr­vals­deild karla, hafnaði í öðru sæti með 24% at­kvæða,“ segir í frétt á mbl.is um Njarðvíkinginn fyrir stuttu. „Ég átti mjög gott tímabil í Svíþjóð. Liðinu gekk vel og við enduðum í efsta sæti þegar deildinni var blásið af. Ég fékk stórt hlutverk hjá liðinu og hentaði leikstíll liðsins mér mjög vel. Að vera valinn besti bakvörðurinn er mikil viðurkenning fyrir mig og mun klárlega hjálpa mér með framhaldið. Það er rosalega gott að búa í Svíþjóð. Okkur fjölskyldunni leið mjög vel þarna og voru allir í kringum okkur mjög hjálpsamir og vinalegir svo mín upplifun af Svíþjóð fær topp einkunn,“ sagði Elvar Már við Víkurfréttir.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

50 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

Gular og appel­sínu­ gular viðvaranir fara í taugarnar Andrea Sif Þorvaldsdóttir drekkur svart kaffi og grænt te. Þá fara gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofunnar í taugarnar á henni, enda komið meira en nóg af svoleiðis veðrum í vetur. Andrea svaraði spurningum Víkurfrétta um allt og ekkert. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kveiki á kaffivélinni og fæ mér vatnsglas. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Algjörlega í bland. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Where are you now ... Hvaða blöð eða bækur lestu? Sakamálabækur – Kastaníumaðurinn verður lesin um páskana.

Uppáhaldsverslun? Auðvitað verslanir Samkaupa. Geri stórinnkaupin í Nettó og ef mig vantar eitthvað smá þá kíki ég í Krambúðina. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Gul og appelsínugul viðvörun. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Daði og gagnamagnið talin sigurstranglegust.

Uppáhaldsvefsíða? Instagram. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? You, Marcella, After Life, Ragnarok á Netflix og The Act, The Affair í Sjónvarps Símans.

Guðný Kristjánsdóttir, leiklistarkennari í Heiðarskóla, æddi gleraugnalaus inn í troðfullan karlaklefa í líkamsræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Hún leggur áherslu á að „því miður“ hafi hún verið gleraugnalaus á þeirri stundu. Guðný er í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir.

Uppáhaldskaffi eða -te? Svart kaffi og grænt te. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Bíómyndina Dr. Sleep kom skemmtilega á óvart.

Hvað er það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Það er af nógu að taka en datt þetta í hug. Ég fór nýlega í dekur og spa með nokkrum vinkonum mínum í líkamsræktarstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þurfti svo aðeins að bregða mér inn í klefa og æddi með tilþrifum inní troðfullan karlaklefann, gleraugnalaus, því miður!

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Það er svo margt ... Uppáhalds í dag er góð nautasteik með heimatilbúinni gráðostasósu og blómkálsgratíni. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Til Ítalíu eða Parísar.

Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir

Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

Ótrúlegt að upplifa samkennd og umhyggju

Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu

Opið:

11-14

alla virka daga

vf is

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Bjarni Thor óperusöngvari, pistlarnir hans á Facebook eru brjálæðislega fyndnir. Ég hlæ upphátt! Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að geta ekki faðmað að mér þá sem mér þykir vænst um. Að þurfa að halda mig heima og geta ekki boðið fjölskyldu og vinum hingað heim. Svo hef ég ekki mátt mæta í vinnuna í tvær vikur sem er ferlegt fyrir mig. Félagsvera eins og ég á mjög erfitt með þessar áskoranir. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Ég hef áður verið spurð þessarar spurningar og svaraði þá eins og nú: Þegar ég skipulagði ásamt fleirum styrktarkvöld til styrktar Ómari Jóhannssyni heitnum, revíuhöfundi Leikfélags Keflavíkur, sem þá barðist við krabbamein og fyrirséð að sá bardagi væri honum tapaður. Það var svo ótrúlegt að upplifa þá samkennd og umhyggju sem fólk sýndi þessu verkefni til þess að létta undir með Ómari og fjölskyldu hans. Troðfullur Stapinn og allir sem komu að þessu gáfu vinnu sína. Þarna var ég mjög,

mjög stolt af mér. Auðvitað er ég líka stolt af mörgum öðrum verkefnum sem ég hef komið að í gegnum tíðina eins og t.d. opnun Frumleikhússins, verkefninu „Hljómlist án landamæra“ með Höllu Karen, leiksýningunum sem ég hef leikstýrt og auðvitað að hafa komið þremur frábærum börnum á legg, er líka ákaflega stolt af því.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég léti líklegast gamlan draum rætast og færi í Stýrimannaskólann.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Verð að nefna Frumleikhúsið sem einn af skemmtilegustu stöðunum að vera á, þar er líka svo skemmtilegt fólk. Mér finnst líka ótrúlega skemmtilegt í vinnunni minni í Heiðarskóla þar sem bæði samstarfsmenn og nemendur eru frábærir. Svo líður mér afskaplega vel úti á sjó en skemmtilegast er heima á Skólaveginum með Júlla mínum.

Hvernig á að halda upp á páskana? Borða góðan og hollan mat heima á Skólaveginum með mínum uppáhalds. Skipuleggja páskaeggjaratleik fyrir börnin og bara njóta. Vonandi fæ ég svo eitt páskaegg sjálf!

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Passa mig á að setja mér engar reglur sem ég get ekki farið eftir. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ætli ég myndi ekki nota tækifærið og hrósa þeim þremur fyrir þeirra vinnu okkur í hag og hvetja fólk til þess að fylgja þeim reglum sem settar eru á þessum skrítnu tímum í samfélaginu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Snúðarnir sem voru seldir á ­Lúbarnum í Gaggó.

PÁSKA SPURNINGAR

Eru hefðir í páskamat? Já. Lambalæri að hætti mömmu með hefðbundnu meðlæti og ís í eftirrétt á páskadag. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði pottþétt farið í heimsókn til systur minnar austur fyrir fjall og spilað með veiðifélögunum í Postulunum 12 á föstudaginn langa. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Ég á ekkert uppáhaldsegg. Verð bara himinlifandi ef mér verður gefið eitt! Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Morgunstund gefur gull í mund.


YFIRSÝN RAFRÆN LJÓSMYNDASÝNING MEÐ LEIÐSÖGN

HILMAR BRAGI BÁRÐARSON


52 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

YFIRSÝN

Nú er nýlokið ljósmyndasýningunni Yfirsýn sem haldin var í átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Þar sýndi Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður og ljósmyndari Víkurfrétta, níu ljósmyndir teknar með flygildi. Vegna samkomubanns var sýningunni lokað fyrr en áætlað var. Á þessari opnu og á síðunni hér fyrir framan má sjá allar myndir sýningarinnar. Í myndskeiði á opnunni má sjá leiðsögn um ljósmyndasýninguna.

Brimsorfnir klettar við Valahnúk 50 sm x 90 sm ljósm

Yfirflug 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

Smelltu á myndskeiðið til að horf Uppbygging 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

Útskálar 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

Landlega 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

53 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

mynd á ál

Stefnulaust á Stakksfirði 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

Skipulagt kaos 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

fa og hlusta

Kíkt úr undirdjúpunum 50 sm x 90 sm ljósmynd á ál

Öll myndverkin eru til sölu Nánari upplýsingar gefur Hilmar Bragi í síma 898 2222 eða með tölvupósti á hilmar@vf.is


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

54 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

PÁSKA SPURNINGAR

Ég hlýði Víði um páskana!

Hvernig ætlarðu að halda upp á páskana? Minnast þess að páskarnir eru stærsta hátíð kristinna manna, upprisuhátíð. Án upprisuhátíðarinnar væru ekki haldin jól eða aðrar kristnar hátíðir.

Kristjana Jóhannesdóttir, heimavinnandi. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar Palli minn hélt að ég og Dóra vinkona værum fullar í Target en við vorum bara á fullu í Target en svona getur misskilningur gert hlutina fyndna. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Barnabörnin kalla alltaf fram bros. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að sætta mig við lífið án elsku mömmu.

Eru hefðir í páskamat? Það er þá helst hamborgarhryggur á páskadag.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Er alltaf stolt af sjálfri mér.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í messu á páskadagsmorgun í Keflavíkurkirkju.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Með fjölskyldunni og úti í náttúrunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að sætta mig við að ég get ekki stjórnað öllu.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Lakkrísfyllt páskaegg – verður að vera algjörlega rétt hlutfall af lakkrís.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað við getum verið þakklát fyrir margt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Brautarnesti og Skúlabúð. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Íþróttakennarann.

Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Í upphafi skyldi endinn skoða.

Fyndnast þegar lestarvörðurinn hélt að ég væri Hugh Grant Birgir Þórarinsson, þingmaður, svaraði nokkrum surningum í naflaskoðun Víkurfrétta. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég fór í fyrsta skipti til New York-borgar og skellti mér í neðanjarðarlestarkerfið. Skömmu eftir að ég var komin þangað niður gengur lestarvörður, sem var kona, til mín og spyr mig hvað ég sé að gera hér. Nú, taka lestina segi ég undrandi. Já, en það er ekki ráðlegt fyrir þig að vera hér, segir hún. Ég varð orðlaus og skildi ekkert hvað var í gangi. Það er fullt að fólki hérna, er ég eitthvað undarlegur í útliti, hugsaði ég með mér. Lestarvörðurinn hvetur mig síðan til að taka frekar leigubíl og réttir mér svo blað og penna og bað mig um eiginhandaráritun. Hún hélt að ég væri leikarinn Hugh Grant! Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Hundurinn okkar, hún Móa, þegar hún veiddi vorboðann ljúfa rauðmaga í fjörunni og reyndi að fela hann fyrir mér. Ástæðan var líklega sú að deginum áður hafði hún einnig

PÁSKASPURNINGAR Hvernig ætlarðu að halda upp á páskana? Ég hlýði Víði. Eru hefðir í páskamat? Nei. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri með fjölskyldunni eða erlendis. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Handgert frá Hafliða Ragnarssyni, hrikalega gott. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Sæll er sá sem annars böl bætir. Gamall málsháttur en alltaf góður.

veitt nýjan rauðmaga, sem ég tók af henni, sauð og borðaði í hádeginu, enda herramannsmatur. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Starfið í fjárlaganefnd Alþingis síðustu dagana fyrir setningu fjáraukalaganna vegna veirufaraldarins var krefjandi. Það var auk þess sláandi að heyra í gestum sem komu fyrir nefndina og lýsa stöðunni í atvinnumálum, einkum hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég starfaði fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Jerúsalem og tókst að koma sendingu af gervifótum frá Össuri til Gaza. Stríðinu var þá nýlega lokið og Gaza nánast lokað. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Heima er best eins og sagt er. Ég er áhugamaður um grjóthleðslur og veit fátt betra en að hlaða grjótveggi á góðum sumardegi í Knarrar-

ALIVE

MÁNUDAG KL. 21:00 HRINGBRAUT OG VF.IS

nesinu á Vatnsleysuströnd. Góð líkamsrækt og hreinsar hugann. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að fá sér súkkulaði einungis um helgar. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi kristinnar trúar á erfiðum tímum. Margir eru kvíðnir þessa dagana og trúin á Guð veitir innri frið. Að missa ekki sjónar af því að erfiðleikarnir eru til að sigrast á og í þeim felast tækifæri sem við sjáum ekki endilega þessa stundina. Að faraldurinn tekur enda og það er ljós við enda ganganna. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kæfusamlokan, engin spurning. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Arkitektúr.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

55 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Heilmikil áskorun að vera í MBA-námi með vinnu og fjölskyldu Guðjónínu Sæmundsdóttur, forstöðukonu hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, finnst rosalega gaman að vera í göngu á fjöllum en annars finnst henni líka mjög gott að vera heima í rólegheitum. Guðjónína fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar ég var úti að labba í góða veðrinu á sunnudaginn og festist í snjóskafli. Það var bara svo geggjað gaman.

Tveggja vikna COVIDsóttkví með eiginkonunni Ómar Ólafsson, aðstoðarverkefnastjóri hjá ÍAV og þriðjungur af Breiðbandinu, reif rassgatið úr jakkafatabuxunum fyrir framan fullan sal af fólki og allt sprakk úr hlátri. Honum finnst líka skemmtilegast að vera í félagsheimili Breiðbandsins með hinum Breiðbendingunum. Ómar fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Erfitt að nefna eitthvað eitt en mér dettur t.d. í hug atvik sem átti sér stað þegar ég var að leika í Bar-Par hjá Leikfélagi Keflavíkur haustið 2001 og var í góðum gír á sviðinu á frumsýningu að leika einhvern smeðjulegan karakter. Ég var klæddur í forláta jakkaföt sem Steinn Ármann, leikstjóri sýningarinnar, lánaði mér en í miðju atriði er ég að taka einhverja ógurlega dansstæla og reyni að fara í klaufalegt splitt en það heppnast það vel að buxurnar rifna allsvakalega í klofinu, eiginlega alveg frá rennilás og upp að buxnastreng að aftan. Það var eins gott að ég var í sæmilegum nærbuxum innan undir. Ég fékk náttúrlega sjokk en áhorfendur fögnuðu ógurlega, enda héldu þeir að þetta væri fyrirfram ákveðið. Ég náði nú að halda andliti og halda áfram með atriðið ásamt meðleikurum mínum sem áttu bágt með að halda hlátrinum niðri

en það hjálpaði að þetta atvik hentaði karakternum mínum ágætlega. Reyndar var svo ákveðið að halda þessu áfram á sýningunum eftir þetta þannig að ég þurfti alltaf fyrir sýningu að rimpa saman klofið á buxunum til þess að láta þær rifna aftur. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ég ljóma alltaf eins og sól þegar ég sé konuna mína. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ætli það sé ekki tveggja vikna COVID-sóttkví með eiginkonunni og sextán ára dóttur. Þar að auki var eiginkonan í einangrun á heimilinu. Mjög erfitt að mega ekki knúsa þær

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Planið er að ferðast innandyra og fara jafnvel nokkrar ferðir út í bílskúr. Svo verður eldaður einhver ljúffengur matur og borðað alla vega eitt páskaegg. Jú, ætli maður rolist nú ekki í gönguferðir með hundinn og jafnvel konuna. Eru hefðir í páskamat? Nei, við erum ekki föst í hefðum þegar kemur að hátíðarmat. Óhrædd við að gera tilraunir. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Líklega verið heima, okkur líður ákaflega vel heima. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Þar sem hvítt súkkulaði er í uppáhaldi hjá mér þá segi ég páskaegg úr hvítu súkkulaði. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.

og ekki heldur eldri dótturina sem mátti alls ekki koma í heimsókn en allt gekk nú vel að lokum og allir útskrifaðir með fulla heilsu. Hvenær varstu stoltastur sjálfum þér? 17. desember 1998 þegar eldri dóttir okkar kom í heiminn og svo aftur 16. desember fimm árum síðar þegar yngri dóttirin kom í heiminn. Það hefur ekkert toppað þetta enn. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Í félagsheimili Breiðbandsins (bílskúrinn hjá Rúnari Hannah) með hinum Breiðbendingunum og mökum okkar. Þar spilum við billiard og pílu ásamt því að vera með almennan fíflagang. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að hætta að borða sykur, vonlaus barátta. Þetta helvíti læðist alls staðar að manni. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Það væri líklega vandræðalegt hversu mikið ég myndi hrósa heilbrigðisstarfsfólki landsins enda eru það sannar hetjur. Svo myndi ég taka undir allt sem Víðir segir og svo vegna þess að ég hef gaman af kveðskap þá myndi ég kasta fram einhverjum leirburði eins og t.d.: Á heiminum er nú slagsíða sökum veiru sem er að tröllríða. En hlusta nú þú og mundu að nú er mikilvægt Víði að hlýða. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kókómjólk og snúður með súkkulaði. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég myndi vilja læra söng/raddbeytingu og nótnalestur.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Það hefur verið heilmikil áskorun að vera í MBA-námi með vinnu og fjölskyldu en er farin að sjá fyrir endann á því. Er að skrifa lokaverkefnið núna og það er heilmikil áskorun. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Það er nú erfitt að segja. Er stolt af mörgu sem ég hef gert og komið að hvort sem það er fjölskyldan, nám sem ég hef verið í eða stofnunin sem ég hef stýrt í sautján ár með góðum árangri. Hef oft upplifað eftir erfiða göngu stolt yfir að hafa komist á áfangastað. En annars er ég bara nokkuð stolt af sjálfri mér yfirhöfuð. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Finnst rosalega gaman að vera í göngu á fjöllum en annars finnst mér líka mjög gott að vera heima í rólegheitum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Skoða tölvupóstinn á ákveðnum tímum. Sú regla hefur aldrei gengið upp. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um?

Þau gera þetta svo vel að ég get ekki ímyndað mér að ég gæti einhverju bætt við. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Tók maður nesti með sér í grunnskólann? Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Námið sem ég er í núna. Mun útskrifast úr MBA núna í sumar og það er búið að vera æðislega gaman. Skemmtilegt nám en ekki síður frábær skólasystkyni sem maður er búin að kynnast í náminu.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ég bara veit það ekki. Eru hefðir í páskamat? Nei, get ekki sagt það. Var alltaf hamborgarhryggur þegar ég var krakki en ég hef sjálf ekki komið upp neinni hefð. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá væri ég úti í Washington að skoða mig um. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Tja, veit það eiginlega ekki en þar sem ég er svo vanaföst þá bara kaupi ég Nóa og síríus. Þetta gamla og góða. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Morgunstund gefur gull í mund.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

56 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Að allir sýni samfélagslega ábyrgð skiptir öllu máli Þuríður Ingibjörg Elísdóttir er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ, Nesvalla og Hlévangs. „Helsta áskorunin þessa dagana er COVID-19-veiran. Að vinna með aldraða á þessum tímum vekur gríðarlegan ótta og kvíða og öllu máli skiptir að allir sýni samfélagslega ábyrgð til verndar sjálfum sér og öllum öðrum í samfélaginu,“ segir Þuríður sem svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum.

Bara tímaspursmál hvenær andlitið á mér færi framan á slíka öldós Þorvaldur grefur upp gersemar á nytjamörkuðum og dreymir um draumafrí á Ítalíu – þegar blessuð veiran verður rúmlega horfin þaðan. Þorvaldur svaraði nokkrum laufléttum spurningum frá Víkurfréttum.

allt&ekkert Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Oftar en ekki er stefnan tekin beint á baðherbergið að sinna kalli náttúrunnar. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta á bæði en þó lítið. Ég er aðallega að hlusta á hlaðvörp, er algjörlega háður þeim. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Geri það aldrei en lagið „Why does it always rain on me?“ með Travis kemur samt oft upp í hugann á meðan. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég hef mjög gaman af fróðleik ýmiskonar og skáldsögum en sérstaklega glæpasögum og hef mest verið að lesa bækur eftir Arnald Indriðason og Joe R. Lansdale. Uppáhaldsvefsíða? Thomann.de er þýsk sölusíða sem selur allt milli himins og jarðar fyrir fólk í tónlistarbransanum. Hef eytt meiri tíma (og krónum) á þessari síðu en ég kæri mig um. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Var að byrja að horfa á „Sunderland til’ I die“ á Netflix þar sem farið er á bak við tjöldin hjá knattspyrnuliðinu Sunderland á Englandi. Uppáhaldskaffi eða -te? Nikaragúa kaffibaunirnar frá Kaffitár eru í miklu uppáhaldi. Frábært kaffi, með smá mjólk að sjálfsögðu.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Ég horfði á heimildarmynd sem gerð var í tilefni 100 ára afmælis Veðurstofu Íslands. Mér fannst virkilega áhugavert og skemmtilegt að sjá aðeins á bak við tjöldin á því fjölbreytta starfi sem fer þar fram. Kom mér á óvart. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Síðast var það ofnsteiktur lambahryggur með soðnum gulrótum og Ora grænum og brúnni. Það sló í gegn. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ein vika á Ítalíu í góðu yfirlæti í mat og drykk væri ekki slæmt. En þessi blessaða veira þarf að vera aðeins rúmlega horfin þaðan áður en ég fer þangað aftur. Uppáhaldsverslun? (Hvers vegna) Hef mikið dálæti á nytjamörkuðum. Alltaf hægt að finna einhverjar gersemar þar innan um margt draslið. Ég versla t.d. margar bækur á svona mörkuðum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ætli það sé ekki óheiðarleiki og tvískinnungsháttur hjá fólki. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Nú geta þeir sem hafa áhuga og aldur til keypt, í þar til gerðum verslunum, sérstakan mjöð sem gerður var til heiðurs hljómsveitinni Valdimar! Það var alltaf bara tímaspursmál hvenær andlitið á mér færi framan á slíka öldós.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Ég var stödd á ráðstefnu í Amsterdam og við, nokkrir vinnufélagarnir, vorum að gera vel við okkur og fórum í heilnudd, eitthvað sem maður gefur sér aldrei tíma í. Ég slakaði svo vel á og var aðeins í þoku eftir nuddið og þegar ég var komin fram á biðstofuna og var að spjalla við vinnufélagana þá tók ég eftir því að ég var í öfugum buxununum og það tóku allir eftir því. Það var frekar vandræðalegt. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Börnin mín og eiginmaður, ég er svo þakklát þeim fyrir hvern dag sem allir eru við góða heilsu og þá getur maður ekki annað en brosað framan í heiminn breiðu brosi Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Helsta áskorunin þessa dagana er COVID-19-veiran. Að vinna með aldraða á þessum tímum vekur gríðarlegan ótta og kvíða og öllu máli skiptir að allir sýni samfélagslega ábyrgð til verndar sjálfum sér og öllum öðrum í samfélaginu.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ég ætla að ferðast innahúss um páskana eins og verið er að biðja fólk um að gera. Annars ætla ég að eiga gæðastundir með fjölskyldunni, borða góðan mat, sinna vaktþjónustu neyðarstjórnar Hrafnistu, fara í gönguferðir og svo ætla ég kannski að leyfa mér aðeins að slaka á. Eru hefðir í páskamat? Já, við fjölskyldan höfum miklar hefðir í kringum allar hátíðar. Það verður hamborgarhyggur með öllu tilheyrandi og líklega gerir bóndinn á heimilinu einhvern girnilegan eftirrétt. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði kannski farið í heimsóknir til ættingja og vina en nú verður tæknin notuð og tekin nokkur myndsímtöl. Annars er ég mjög heimakær og finnst gott að eiga gæðastundir með fjölskyldunni. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Nói Síríus klikkar aldrei og er í miklu uppáhaldi Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Eitt bros getur dimmu í dagljós breytt. Þessi málsháttur á alltaf vel við.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég eignaðist börnin mín. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér finnst dásamlegast að vera með fjölskyldunni, með samstarfsfólki og íbúum í vinnunni og á göngu hvar sem er. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Mér finnst voða gott að fá mér smá kóksopa þegar ég kem heim eftir vinnudaginn. Ég hef nokkrum sinnum farið í kókbindindi en ég fell frekar fljótt á því. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi nota tækifærið og hrósa öllu samstarfsfólki mínu á Nesvöllum og Hlévangi fyrir hvað allir eru að leggja sig mikið fram við að íbúum okkar á hjúkrunarheimilunum líði sem best á þessum fordæmalausu tímum. Svo myndi ég vilja senda kærleikskveðjur til allra aðstandenda sem eiga ættingja á hjúkrunarheimili og geta ekki komið í heimsókn. Þetta er mjög erfiður tími og tekur verulega á tilfinningarnar.

Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég var svo heppin að búa nálægt skólanum og þegar það voru frímínútur þá hljóp ég alltaf til ömmu sem var gjarnan að baka flatkökur og fékk heita, upprúllaða flatköku með smjöri.

Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég myndi hiklaust fara í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræði býður upp á fjölbreytt starfssvið og það er svo gefandi og margar áskoranir sem felast í því að vinna með fólki og með fólk.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

57 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert Björgunarsveitirnar hafa aldeilis haft nóg að gera í vetur Agnes Ásta Woodhead syngur um rigninguna þegar hún fer í sturtu. Þá les hún prjónablöð og góða krimma. Agnesi dreymir um frí á sólarstönd þegar heimsfaraldurinn verður yfirstaðinn. Agnes svaraði nokkrum spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

Skemmtilegast með fólkinu mínu Fritz Már Jörgensson, prestur í Keflavíkurkirkju, grenjaði úr hlátri þegar hann horfði á þátt með Mister Bean um daginn. Hann vill vekja miklu meiri athygli á netkirkju.is núna mitt í faraldrinum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Það hefur nú örugglega margt fyndið gerst en það sem kemur í hugann er þegar ég var í sundi með stelpunni minni um daginn og ætlaði að taka flotta margæfða svanadýfu af háa brettinu til þess að vera rosalega flottur en missti jafnvægið og rétt tókst að bjarga mér frá stórum magaskelli. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Díana konan mín fékk mig til að brosa núna rétt áðan en ég grenjaði úr hlátri þegar ég sá fyrir tilviljun þátt með Mr. Bean á dögunum.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Meinarðu fyrir utan það að vera eiginmaður? Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég gifti mig! Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Með fólkinu mínu. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vonandi með mörgum ferðum í Bláfjöll, fésbókarsímtölum við þau sem geta ekki verið með okkur heima, spila rommý, kana, besservizzer og yatzy. Fara í gönguferðir, hlaupa og æfa í stofunni, lyfta og gera æfingar. Eru hefðir í páskamat? Páskalæri, páskahnetusteik, reynum að hafa ketó fyrir þau sem eru á því matarræði og vegan fyrir þau sem eru á því matarræði, meðlæti og góður ís í eftirrétt. Höfum reyndar síðustu ár haft góðan bröns einn daginn, amerískar pönnsur, jarðarber, bláber, rjómi (líka vegan), egg og beikon. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Farið í bústað með fjölskyldunni nálægt gönguskíðasvæði. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Algerlega venjulegt með súkkulaði, mér finnst reyndar Nóa súkkulaðið best. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Sannleikurinn er sagna bestur!

Af því ég er með ADHD þá reyndist það mér gríðarlega erfitt að venja mig á að nota dagbók til að skipuleggja mig. Nú get ég ekki án hennar verið. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Netkirkju, netkirkja. is – Það er mér svo hugleikið að fólk geti leitað eftir aðstoð á netinu, að það geti haft samband án þess að gefa upp nafn, síma eða netfang, sagt frá líðan sinni og kringumstæðum og fengið stuðning, fengið samtal þar sem velferð þess er í fyrsta sæti. Ég vildi óska þess að netspjall netkirkju myndi fá meiri kynningu þannig að þau sem á þurfa að halda fengju upplýsingar um þessa leið og gætu farið þar inn og talað við netprest. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Samloka með skinku og kókómjólk en svoleiðis fínerí var nú reyndar alls ekki í boði nema endrum eins ef það var eitthvað sérstakt tilefni. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Lögfræði, félagsráðgjöf...ee, nei sáttamiðlun, efnafræði, afbrotafræði.. vá það er svo margt, ég yrði að kasta upp á það.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Fer fram úr rúminu, fer fram að pissa og hef mig svo til í daginn.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautabuff í raspi með kryddkartöflum.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta bara á útvarp þegar ég er í bílnum, er ekki með Spotify.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Á sólarströnd, t.d. á Tenerife.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Mér finnst rigningin góð.

Uppáhaldsverslun? Garnbúð Eddu í Hafnarfirði sem er nammibúð prjónarans. Flott úrval og frábær þjónusta.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Prjónabækur og góða krimma.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Svartsýni og röfl.

Uppáhaldsvefsíða? Facebook og Ravelry.com

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Hvað björgunarsveitirnar okkar eru alltaf til taks og hafa aldeilis haft nóg að gera í vetur við að aðstoða okkur hin í þessu leiðindaveðri sem við höfum mátt þola í vetur. Ég hvet alla til að styrkja björgunarsveitina í sínu bæjarfélagi.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Annie with an E á Netflix. Uppáhaldskaffi eða -te? Lakkríslatte á Te og kaffi. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Þættirnir Mannlíf með Evu Ruza á Sjónvarpi Símans.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

58 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Fríska upp á heimilið með nýjum lit – Fólk er farið að þora meira aftur

Slippfélagið er eitt af elstu málningarfyrirtækjum landsins, var stofnað árið 1902. Í upphafi einskorðaðist starfsemin við skipaviðgerðir og tengd verkefni en árið 1951 hóf félagið framleiðslu á málningu. Félagið selur flestar gerðir af málningu, húsamálningu og viðarvörn. Í umhverfismálum er stefna félagsins að sem flestar vörur þess séu umhverfisvænar og því eykst sífellt framboðið á slíkum vörum. Við Hafnargötu 61 rekur Slippfélagið rúmgóða verslun. Þar er fagmennskan í fyrirrúmi með tveimur starfsmönnum, þeim Eðvald Heimissyni, verslunarstjóra, og Guðmundi Ragnari Brynjarssyni en báðir eru þeir með sveinsbréf í málaraiðn.

Nóg að gera í nýrri verslun

Það eru greinilega margir að dytta að heima hjá sér þessa dagana, miðað við hversu mikið var að gera í versluninni þegar Víkurfréttir kíktu í heimsókn til að forvitnast um reksturinn. „Við fluttum á Hafnargötu 61 í þrefalt stærra húsnæði, opnuðum í janúar á þessu ári. Aukning í verslun hefur verið framar öllum vonum, gengið rosalega vel. Slippfélagið er gamalgróið fyrirtæki, yfir hundrað ára gamalt. Þeir eru með efnafræðinga í vinnu sem þróa innimálningu og einnig útimálningu sem hentar vel við íslenskar veðuraðstæður. Slippfélagið selur eigin framleiðslu en flytur að auki inn finnska málningu til að bjóða upp á breiðara úrval. Við erum með krítartöflumálningu frá Finnlandi, gólflökk og mublulökk, mikið af hreinsivökva sem undirbýr fyrir málningu og ótal fleira. Ef þú vilt breyta einhverju heima hjá þér þá geturðu gerbreytt með nýjum lit sem er jafnframt ódýrasta lausnin þegar fólki langar að breyta til. Það þarf ekki nema eina helgi til að umbylta heimili með nýjum litum. Fólk er sérlega duglegt að mála um páska og þegar aðrir frídagar lengja helgarnar,“ segir Elli Heimis, sem er fæddur og uppalinn í Keflavík.

Við getum leiðbeint viðskiptavinum okkar um hvernig á að vinna með efnið, undirbúa fyrir málningu og aðstoðað við litaval, hvaða efni á við hvar. Það er stundum auðvelt að klúðra hlutum, sérstaklega þegar fólk hefur litla reynslu ... Getum umbreytt heimili með nýjum lit

Elli hefur verið lengi í bransanum en hann rak eitt sinn Litaríki við Baldursgötu í Keflavík. „Ég er búinn að vera í þessu síðan árið 1997, alltaf verið viðloðandi málningu og lærði fyrst hjá Birgi Guðnasyni, málarameistara, tók mér pásu og kláraði svo loks sveinsprófið árið 2008. Ég var sextán, sautján ára gamall þegar ég byrjaði að vinna í dráttarbrautinni og var að mála báta þar. Svo fór ég að vinna með Atla Má Einarssyni, heitnum, en við opnuðum saman Litaríki og rákum það í nokkur ár. Sjálfur er ég alltaf að mála og dútla. Heima hjá mér mála ég á tveggja til fjögurra ára fresti, það má fríska upp á einn vegg eða svo, einnig þegar ég er ekki ánægður með einhvern lit þá er ég fljótur að breyta. Það verður allt svo fínt þegar maður er búinn að mála,“ segir hann og bætir við: „Ég man þegar ég byrjaði að selja málningu, þá hélt ég að ég kynni svo mikið en komst að því að þegar þú ferð að selja málningu þá þarftu að vita svo miklu meira en þetta lærðist

fá flotta aðstoð. Við getum leiðbeint viðskiptavinum okkar um hvernig á að vinna með efnið, undirbúa fyrir málningu og aðstoðað við litaval, hvaða efni á við hvar. Það er stundum auðvelt að klúðra hlutum, sérstaklega þegar fólk hefur litla reynslu.“

Málning er umhverfisvænni í dag

Guðmundur Ragnar segir að manni líði alltaf vel eftir að hafa málað inni hjá sér. með árunum. Maður bara málaði, spáði ekkert í innihald, þegar ég var að byrja. Nú er strangt eftirlit með málningu sem þarf að vera vistvæn og nánast lyktarlaus. Allt í einu er málning tekin af markaði, eins og gamla útiolíumálningin sem var sum full af blýi. Smátt og smátt hreinsast af markaði málning sem ekki er talin holl fyrir umhverfi okkar eða mannfólkið.“

Það virðast allir vera að mála og gera eitthvað heima hjá sér þessa dagana, það er bara þannig ...

Fagmenn eru í meirihluta hjá fyrirtækinu

Eðvald Heimisson, verslunarstjóri, hefur verið lengi í bransanum.

Guðmundur Ragnar Brynjarsson starfar einnig hjá Slippfélaginu. „Ég er aðfluttur andskoti, eins og bæjarbúar kalla mig, flutti úr Reykjavík í Sandgerði fyrir svona fimm árum þegar ég kynntist stelpu hér fyrir sunnan. Ég vann fyrst hjá Slippfélaginu í Hafnarfirði en gat flutt mig hingað í Keflavík þegar hentaði mér betur að starfa hér suður frá. Ég er með sveinsbréf í málaraiðn, eins en langflestir sem starfa hjá fyrirtækinu eru faglærðir, sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar

„Við bjóðum upp á íslenska málningu sem er mjög góð. Finnska málningin er einnig mjög góð og þekur vel, eins og sú íslenska. Málningarvörur eru í stöðugri þróun og nýju efnin eru umhverfisvænni. Málningin okkar er í meirihluta svansmerkt en krafan er meiri en áður um náttúruvænar vörur. Fólk er meira eða minna að nota vatnsmálningu í dag. Það hefur verið mikið að gera hjá okkur enda er fólk að mála fyrir fermingar, afmæli og aðrir fyrir páska og fyrir jól. Manni líður alltaf svo vel eftir að hafa málað inni hjá sér, allt verður svo hreint og fínt. Langflestir mála inni hjá sér á veturna. Þegar sumarið kemur þá vakna allir sem ætla að mála húsið að utan, grindverkið eða pallinn. Miklar breytingar verða við að mála, það er bara svoleiðis,“ segir Guðmundur Ragnar.

Tískulitir vorsins

„Nú er fólk að byrja að mála aftur í litum, í sterkum litum, bláum, rauðum og fleiri litum, fólk er farið að þora meira aftur. Við erum mjög ánægðir með erilinn hjá okkur í nýju versluninni. Málarameistarar versla mikið hjá okkur, það er alltaf þörf fyrir þessa iðnaðarmenn sem mála af fagmennsku og gera það vel,“ segir Eðvald Heimisson að lokum.

Margir eru að dytta að heimili sínu

Að lokum spurðum við Ella Heimis hvernig verslunin hafi gengið núna undanfarnar vikur, á tímum kórónaveirunnar: „Gríðarlega aukning hefur orðið í versluninni, mjög mikið að gera, eins og um hásumar. Það virðast allir vera að mála og gera eitthvað heima hjá sér þessa dagana, það er bara þannig.“


GÓÐ RÁÐ OG NÝIR LITIR SLIPPFÉLAGIÐ og Fröken Fix hafa nú átt góðu litríku sambandi í um 10 ár. Af því tilefni gefur hún okkur góð ráð og kynnir nýja liti á slippfelagid.is í skemmtilegum myndskeiðum.

Góð ráð og nýir litir á slippfelagid.is

Sesselja Thorberg Innanhúshönnuður hjá Föken Fix

SLIPPFÉLAGIÐ Hafnargötu 61 Reykjanesbæ Sími: 421 2720 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

60 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Dagbók Sossu Þriðjudagur 7. apríl klukkan 6:30. Fábrotinn morgunverður, staðlaður morgunverður, AB mjólk, musli og bláber, kaffi, fullt af kaffi. Renni yfir dagblaðið og skauta framhjá neikvæðu fréttunum. Það er víst nóg af þeim. Ágætt að vera meðvitaður um ástandið en ekki að velta sér upp úr því. Loksins þokkalegt veður. Þessi vetur. Já, það er einhvern veginn enn vetur, hefur verið afskaplega, vægast sagt, erfiður. Ég opna kjallaradyrnar fyrir múraranum, þegar iðnaðarmenn mæta, mæta þeir snemma. Gaman af því hvað sumir iðnaðarmenn hafa mikla ánægju af myndlist. Þvottahúsið er í burðarliðnum. Kveð karlinn sem mætir við annan mann í Fisktækniskólann í Grindavík. Engir nemendur þar en fjarkennsla sem og í öðrum skólum. Ég á stefnumót við Svönu, vinkonu mína og göngufélaga, sem endranær rúmlega tíu. Við göngum okkar tíu kílómetra. Veðrið dásamlegt. Síbreyti-

legt útsýnið þó gengið sé sömu leiðir daglega. Birtan, fjöllin og sjórinn. Við virðum mátulega tveggja metra regluna enda næstum því hjón, hún og ég. Við ræðum allt milli himins og jarðar, allt frá bókmenntum í eldamennsku. Ekki margir á ferli, einn og einn. Hlaupari tekur fram úr okkur og aftur mátuleg fjarlægð. Köttur skýst upp úr fjörunni. Æðurinn úar. Já, fallegur dagur. Heima í hádeginu. Tékka á múrara, kaffi og með því. Fréttir og svo á vinnustofuna. Vinnustofan er ekki svipur hjá sjón. Þakið lekur, björgunaraðgerðir ekki alveg að virka. Drip, drip og útvarpið hækkað í botn. Gengur ágætlega með málverkið þó vinnustaðan sé ekki

mér að skapi. Nokkrir strigar grunnaðir, undirbúnir fyrir ódauðleg málverk ... Seinnipartur, meira kaffi. Múrari langt kominn og karlinn rennir í hlað.

Við reynum að fara ekki oft í búðir, kaupum meira í einu. Blómabúðin uppáhaldsbúðin. Dóttirin hringir frá Bandaríkjunum. Þar starfar hún sem bráðalæknir og við foreldrarnir eðlilega með áhyggjur af henni í ástandinu þar. Spjall í myndsíma. Innlit til hennar og barnabarna. Tengdadóttir hefur samband sömuleiðis og við spjöllum við nöfnu mína, hana Sossu í Hafnarfirði Fjarkennsla í litafræði. Amma heldur upp litatúbum og Sossa litla nær í samskonar liti sem hún hefur við hendina. Enn eitt fjarsímtal í mynd. Mbark, vinur okkar í Marrakesh.

Að öllu óbreyttu hefðum við verið þar yfir páskana. „Family good, Inshallah“ (ef guð lofar). Kvöldmatur, fréttir ... sófinn. Sjónvarp, bók, prjónar og tölvan. Já, maður getur gert marga hluti í einu. Hversdagurinn hjá mér hefur svo sem ekki mikið breyst. Rútínan nokkuð svipuð og venjulega á óvenjulegum tímum. Í rúmið fyrir miðnætti með bókina. Er núna að lesa Hvítt haf sem er sjálfstætt framhald af Hinir ósýnilegu. Vel skrifaðar bækur. Á morgun kemur vorið. Sossa Björnsdóttir.


Gleðilega páska! Virðum fyrirmæli yfirvalda, sýnum virðingu, tillitssemi og jákvætt hugarfar á tímum COVID-19.

Sendum fólkinu okkar í framlínunni okkar bestu páskakveðjur. Þið eruð frábær! Wesołych Świąt Wielkanocnych!

Przestrzegajmy instrukcji władz, okazujmy szacunek i uznanie oraz bądźmy pozytywnie nastawieni w czasach COVID- 19. Składamy najlepsze życzenia wielkanocne naszym bohaterom pierwszego frontu! Jesteście wspaniali!

Happy Easter!

Let’s all respect the authorities’ guidelines, show respect and consideration and keep a positive attitude during COVID-19 times. We want to send all frontline workers our best Easter wishes. You are doing great!

R E Y K JA NE SBÆR

vinalegur bær


62 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

Verkefnalau heimsfarald

Það eru fordæmalausir tímar. Skæður vírus h heimsfaraldri vegna COVID-19. Flugsamgön og heimurinn hafi lagst í dvala. Meðfylgjand Keflavíkurflugvelli í vikunni og gaf Víkurfrét Þarna má sjá fjölmargar þotur Icelandair sta Óljóst er hvenær þær fá verkefni að nýju. Fy


63 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

usar vélar í dri COVID-19

herjar á heiminn og lýst hefur verið yfir ngur hafa svo gott sem lagst af. Það er eins di myndir tók Sigurður B. Magnússon á ttum góðfúslegt leyfi fyrir birtingu þeirra. anda verkefnalausar á flugvallarsvæðinu. yrst þarf að ráða niðurlögum veirunnar.

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

Störf í boði hjá Reykjanesbæ Allir grunnskólar – Kennarar Björgin – Starfsmaður 50% Björgin – Iðju- eða þroskaþjálfi Garðyrkjudeild – Sumarstörf Heiðarskóli - Aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Tölvuumsjónarmaður Stapaskóli – Þroskaþjálfi Stapaskóli – Matráður Stapaskóli – Leikskólakennari Stapaskóli – Forstöðumaður frístundaheimilis Stapaskóli – Náms- og starfsráðgjafi Fræðslusvið – Sálfræðingur Myllubakkaskóli – Þroskaþjálfi Umhverfissvið – Skapandi fólk í sumarstörf Umhverfissvið – Verkefnastjóri skapandi fólk Velferðarsvið – Ævintýrasmiðjur fyrir ungt fólk með fötlun Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum.

Viðburðir í Reykjanesbæ Bókasafnið: Miðvikudaginn 8. apríl birtum við myndskeið á Facebook síðu Bókasafnsins þar sem Hilmar Bragi Bárðarson verður með leiðsögn um sýningu sína Yfirsýn í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Hljómahöllin Fimmtudaginn 16. apríl kl. 20:00 kemur hljómsveitin Hjálmar fram í beinni útsendingu í gegnum streymi á Facebook-síðu Hljómahallar Í Reykjanesbæ er öflugt mannlíf og fjöldinn allur af uppákomum, viðburðum og hátíðum árið um kring. Skoðið fleiri spennandi viðburði á heimasíðu Reyjanesbæjar.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

64 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Sprittlaus með Örnu í geggjuðu veðri Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi, verður að vinna um páskana og verður vel varinn fyrir COVID-19. Veiran fer reyndar í taugarnar á honum, eins og mörgum öðrum. Gunnar Felix svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um allt og ekkert. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautalund á grillið. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Mánaðardvöl upp í sumarbústað, sprittlaus, með Örnu í geggjuðu veðri. Uppáhaldsverslun? Kostur, ekki spurning. Þangað kemur allt skemtilega fólkið. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki og COVID-19. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég byrja daginn á að borða morgunmat. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta aðallega á útvarp. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég syng ekki í sturtu. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les miðla eins og Víkurfréttir, Morgunblaðið, Vísi og RÚV. Uppáhaldsvefsíða? vf.is og karfan.is Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Nei, ég horfi lítið á sjónvarp. Uppáhaldskaffi eða -te? Melroses te.

MÁR GUNNARSSON

ALIVE ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00

HRINGBRAUT OG VF.IS

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heima með Helga Björns.

Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Jarðskjálftar á Reykjanesi.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vinna að mestu leyti. Eru hefðir í páskamat? Nei, borðum eitthvað gott. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Vinna án COVID-varna. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaeggið sem Arna gefur mér. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Vín bætir engan.

Alltaf eit

Grétari Ólasyni finnst vera ein helsta áskoru tekist á við. Ef hann m hann á Spáni um pásk barnabörnin sem búa

Hvað er það fyndnasta sem h Það er alltaf eitthvað fyndið að Hver fékk þig síðast til að bros Ég er alltaf brosandi.

Hver er helsta áskorun sem þ ast á við nýverið? Að verða atvinnulaus.

Hvenær varstu stoltastur af s Ég er alltaf mjög stoltur og líð

Hvar finnst vera? Með fjö

Hvaða þér se eftir? Að bo

Ef þú væ fundi hjá


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

65 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Hlýða Víði og vera heima og ferðast innanhús.

Brúðkaupsferð frestað vegna COVID-19

Eru hefðir í páskamat? Það eru engar hefðir í páskamat. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði farið til Danmerkur í afmæli. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Minnsta dökka eggið.

Árni Freyr Rúnarsson fagnar vori, því lóan er komin.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Þeir fiska sem róa.

Stökk út í tjörn á eftir golfkerrunni í brjáluðu veðri Bryndís Arnþórsdóttir, starfsmaður hjá Nesfiski í Garðinum hefði farið til Danmerkur um páskana ef ekki hefði verið heimsfaraldur COVID-19. Hún hoppaði út í tjörn í Leirunni til að bjarga síma og bíllyklum eftir að golfkerran hennar fauk í tjörnina í brjáluðu veðri. Bryndís er í naflaskoðun Víkurfrétta.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ég sendi myndband til frænku minnar af mömmu sem var að plata barnið sitt með því að setja súkkulaði á hendina á barninu þegar hún sat á WCinu og segja að það væri kúkur og frænka mín gerði það við sitt barn og sendi mér myndband og ég hló upphátt.

Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Þegar ég var í meistaramóti í Leirunni í brjáluðu veðri og golfkerran fauk í tjörnina og ég hoppaði út í til að bjarga bíllyklinum og símanum mínum.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég fæddi mitt fyrsta barn.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Samkomubannið.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Á golfvellinum.

tthvað fyndið að gerast

t atvinnuleysi un sem hann hefur mætti ráða þá væri kana að knúsa a þar í mauk.

hefur komið fyrir þig? ð gerast í kringum mig. sa og hvers vegna?

þú hefur þurft að tak-

og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað þau eru búin að standa sig vel. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Lakkrísrör og Egils appelsín úr versluninni Lyngholti. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Málaraiðn.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vera heima.

sjálfum þér? ður best þannig.

Eru hefðir í páskamat? Já hamborgarhryggur.

t þér skemmtilegast að

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri hjá dóttur minni á Malaga og sennilega að knúsa litlu mínar þrjár í mauk og fá mér einn ískaldan.

ölskyldu og vinum.

a reglu hefur þú sett em erfiðast er að fara ? orða ekki lakkrís.

ærir gestur á daglegum þríeykinu Víði, Þórólfi

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Númer 7. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Allt tekur þetta enda.

Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að labba upp á sjöttu hæð daglega. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi spyrja þau um hvernig þau hafi það í öllu þessu álagi. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kókómjólk og snúður. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Úff, ég veit það ekki.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Busta tennurnar. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Bæði, fer eftir skapi. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Ekkert. Hvaða blöð eða bækur lestu? Útkallsbækurnar. Uppáhaldsvefsíða? vf.is Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Horfi á 911. Uppáhaldskaffi eða -te? Það sem er í boði. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? The Joker. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Kjúklingabringur með pesto og fetaosti.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Brúðkaupsferð sem þurfti að fresta út af COVID-19. Uppáhaldsverslun? Nettó Krossmóa. Það er hægt að fá allt til alls þar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ljóslausir bílar í umferðinni. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Lóan er komin með vorið til okkar.

allt&ekkert

Nautalund sem sló í gegn Björn Bergmann Vilhjálmsson sló heldur betur í gegn þegar hann eldaði góða nautalund og segir að það sé fáránlega gaman að fara í Target og Wallmart þegar verslanir eru annars vegar. Bjössi svaraði nokkrum spurningum um allt og ekkert frá Víkurfréttum.

Uppáhaldsvefsíða? Ég byrja alltaf á að kíkja á vf.is áður en ég fletti yfir fréttir. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Hef verið að fylgjast með Exit á RÚV, Visting og Why Women Kill á Sjónvarp Símans og Stranger Things á Netflix. Uppáhaldskaffi eða -te? Hef ekki fundið rétta kaffið ennþá.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Sturtu, pissa og bursta tennur.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Mannlíf, þátturinn sem Helgi Líndal kom fram í. Það er gaman að fylgjast með honum hanna ýmsar vörur.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta talsvert á Spotify.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Nautalund sem sló í gegn.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Það er misjafnt, fer eftir því hvaða lag ég hlustaði síðast á fyrir sturtuna.

Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Mig dreymir um að geta ferðast innanlands með fjölskylduna.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég glugga stundum í Fréttablaðið, annars er ég alls ekki duglegur að lesa.

Uppáhaldsverslun? Það er reyndar fáranlega gaman að fara í Target og Wallmart en á Íslandi er það Elko.

Hvað fer mest í taugarnar á þér? Yfirgangur og frekja fer svakalega í taugarnar á mér. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Sara Sigmunds var að landa risastórum samningi við Volkswagen sem alþjóðlegur sendiherra þeirra. Það eru frábær tíðindi.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

66 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Líður best í göngu með hundinn minn Jógastöður á hverjum degi eru helsta áskorun sem ég hef tekist á við nýverið, segir Erla Björg Rúnarsdóttir sem er í námsleyfi frá kennslustörfum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Þegar ég dældi bensíni á díselbílinn minn og þjóðþekktur maður aðstoðaði mig og ég þekki hann ekki – vinkonurnar skemmtu sér mjög vel þegar þær komust að þessu. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Sonur minn. Hann minnti mig á greiða sem ég átti að hafa skuldað honum – og fékk mig til að færa sér te í rúmið. Tek það fram að hann hefði bara þurft að spyrja, ég færi honum te næstum á hverjum degi.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Með fjölskyldunni, í útiveru og hreyfingu. Eru hefðir í páskamat? Ekki í minni fjölskyldu – bara hefð með góðan mat sem okkur langar í hverju sinni. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri í Vínarborg að heimsækja dóttur mína, Helene Rún. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Hvaða egg sem er fá Nóa og Siríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Flæktu ekki líf þitt að óþörfu.

Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Jógastöður og námið. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar börnin mín fæddust og þegar ég ákvað fyrir rúmi ári síðan að elta drauma mína. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Mér líður best í göngu með hundinn minn, hana Grímu Rún, og auðvitað með fjölskyldunni minni en líka í vinnunni með skemmtilegasta fólki í heimi – börnum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að stunda jóga á hverjum degi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Mikilvægi þess að anda, að lifa í núinu og jóga. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kókómjólk og snúður. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég sit á skólabekk og legg stund á samskipti og forvarnir, diplómu á meistarastigi. Ég er einnig að ljúka jógakennaranámi, 200 tíma námi frá Amarayogastöðinni í Hafnarfirði. Næst langar mig að læra jákvæða sálfræði, diplómu á meistarastigi. Ég er eilífðarstúdent og er skráð í margskonar áfanga á netinu sem ég klára jafnt og þétt.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Vonandi verð ég eitthvað heima um páskana en ég byrja að vinna í bakvarðasveitinni á Landspítalanum á skírdag. Maður verður að leggja sitt af mörkum og styðja kollega sína. Eru hefðir í páskamat? Við erum yfirleitt með hamborgarhrygg og fullt af páskaeggjum. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég væri eflaust á skíðum myndi ég halda eða jafnvel á flandri einhversstaðar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Draumaegg með lakkrís, ekkert er betra. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Án heilsunnar er enginn ríkur.

Í bakvarðasveitinni á Landspítalanum Guðný Birna Guðmundsdóttir segir að kaffi sé algjör nauðsyn í hennar lífi. Hún lætur það alveg vera að syngja í baði. Bað sé til að njóta en ekki til að hlusta á gargið í sér. Guðný Birna svaraði spurningum frá Víkurfréttum um allt og ekkert.

Uppáhaldsvefsíða? Keldan, nei djók. Bara fréttamiðlarnir þessa dagana.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Kveiki á kaffivélinni. Kaffi er algjör nauðsyn í mínu lífi.

Uppáhaldskaffi eða -te? Java Mocca frá Te og kaffi er í blóðinu mínu. Annars allt frá Te og kaffi og Kaffitár. Drekk ekki Bónus kaffi eða Merrild, lífið er of stutt fyrir vont kaffi.

Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Hlusta mjög mikið á Spotify. Um þessar mundir hlusta á ég COVID-19 listann sem er reyndar mjög góður. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Bað er til að njóta, ekki til að hlusta á gargið í mér. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les voðalega mikið af skólabókum þessa dagana sem fjalla um viðskipti eða stjórnun. Ég les annars allt sem ég finn eftir Camillu Läckberg og allt eftir antigúrúinn Sarah Knight sem ég mæli með fyrir alla.

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Netflix er að bjarga geðheilsunni hjá mörgum þessa dagana. Ég er núna að horfa á Big Bang Theory, búin með Stranger Things og dýrka heimildamyndirnar sem þeir gera.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Allir heimatónleikarnir. Veisla heima í stofu, takk fyrir mig snillingar. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Ég bý til rosalega góða og sterka kjúklingasúpu. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Ég ætla til Alicante, ekki spurning. Æðislegur staður og Tenerife einnig en hjartað í mér langar aftur til Alicante.

Uppáhaldsverslun? Ég held rosalega upp á Palóma í Grindavík. Hún Linda er svakalega dugleg að setja inn á Facebook og auglýsa og hefur meiri að segja komið með vöru til mín í vinnuna. Elska að styrkja svona frábært fólk og úrvalið hjá henni er mjög gott. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar ég næ ekki að stjórna hlutunum í kringum mig eða þegar ég er ráðþrota. Það er ömurleg tilfinning. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Vá, erfið spurning. Maður er eitthvað svo dreneraður þessa dagana út af þessum aðstæðum. Okkur vantar svo innilega að það fari að draga úr faraldrinum og að sólin fari að koma upp og vindinn að lægja. Stóru fréttirnar eru eiginlega hvað við tökum þessu ástandi vel, vona að svo reynist áfram. Að við getum stutt hvort annað í þessu árferði og að fólkið okkar fái vinnu, að sem flestir haldi heilsu og að efnahagurinn snúist aftur við. Ef einhvern tímann er tími til að vona það besta þá er það núna.

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS


0

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

67 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Setti á mig hárkollu, skegg og gervitennur Óskar Herbert Þórmundsson er yfirlögregluþjónn á eftirlaunum í dag en starfaði á árum áður meðal annars við fíkniefnadeildina í Keflavík. Þá þurfti hann stundum að fara í gervi til að þekkjast ekki og setti á sig hárkollu, skegg og gervitennur en þetta gervi villti einnig um fyrir samstarfsmönnum hans í lögreglunni. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Það hlýtur að vera í lagi að segja frá þessu núna, það er svo langt um liðið. Á áttunda áratugnum var oft erfitt að vera einn í fíkniefnadeild lögreglunnar í Keflavík (Gullbringusýslu) og varð maður þá að vera frumlegur og uppátækjasamur til þess að sinna starfinu og geta farið um án þess að þekkjast, því fór ég í gervi. Setti á mig hárkollu, skegg og gervitennur. Engin innan lögreglunnar þekkti mig í þessu gervi nema Rúnar Lúðvíksson, lögreglumaður. Eitt kvöldið varð ég að hitta Rúnar, sem ég vissi að var á fundi í nýju lögreglustöðinni við Hringbraut. Ég fór á stöðina og bankaði á fundarherbergið en allar lögreglustöðvar voru ólæstar í þá daga. Til dyra kom Birgir Ólafsson, lögreglumaður. Birgir leit á mig og spurði hvað ég vildi. Ég svaraði að ég þyrfti að hitta Rúnar. Birgir sagði þá með þjósti að Rúnar væri upptekinn á fundi. Ég sagðist þurfa nauðsynlega að hitta hann. Þá lokaði Birgir dyrunum og ég heyrði hann segja að það væri maður frammi að hitta Rúnar. Rúnar spurði þá hver maðurinn væri og sagði Birgir þá: „Æ þetta er eitthvað

fífl úr Garðinum!“ Ég ætlaði að deyja úr hlátri og ekki hló Rúnar minna þegar hann kom út af fundinum og sá hver maðurinn var. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Eiginkonan fékk mig síðast til að brosa þegar hún var að taka mynd af mér úti í skúr vegna spurninga Víkurfrétta og sagði: „Þú ert ekkert nema kinnarnar.“ Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að takast á við þessa nýju heimsmynd sem er að verða vegna COVID-19. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar lögreglan á Keflavíkurflugvelli tók á móti líkkistu Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar 17. október 1998. Engin fordæmi voru fyrir slíkri móttöku og til að gera hana sem virðurlegasta þurfti að æfa hóp lögreglumanna til að

bera kistuna og standa heiðursvörð. Af mörgu sem ég hef komið nærri á ævinni er ég einna stoltastur af þeim virðuleika sem lögreglumenn mínir settu á þessa móttökuathöfn. (sjá 41. tbl. Víkurfrétta 22/10 1998) Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Það er hvergi skemmtilegra en í golfi á Íslandi í góðu veðri. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að hætta að borða brauð og þá aðallega rúnstykki með osti. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað ég væri stoltur og ánægður með heilbrigðisstéttina í landinu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Fransbrauð með osti. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú læra? Ég ætlaði aldrei að verða lögreglumaður en aðstæður urðu þannig. Listir og smíðar voru mér kærar en þegar ég horfi til baka yfir farinn veg myndi ég fara aftur í lögreglunám. Ég hugsa að starfið og fólkið sem ég kynntist hafi gert mig að betri manni.

Samloka með gúrku og tómat

PÁSKA SPURNINGAR

Sigurjón Guðleifsson starfar sem sjálfstæður múrari á Grænlandi. Honum finnst skemmtilegast að vera í bátnum úti á hafi eða í bústaðnum.

Hvernig á að halda upp á páskana? Ferðast innanhúss og gera vel við sig í mat og drykk með fjölskylduna í fjarbúnaði og hlýða Víði.

Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Man ekki eftir neinu í augnablikinu.

Eru hefðir í páskamat? Hátíðarmatur á páskadag með aspassúpu og lambasteik. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Planið var að við hjónin ætluðum að heimsækja Belgíu og gamla kunningja. Labba um hönd í hönd, skoða söfn og setjast á veitingahús við göngugötu í Brussel og skoða mannlífið. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Hefðbundið páskaegg með mjúkum gulum hænuunga á toppnum og lykilatriði að inni í egginu sé málsháttur. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Mannorðið fylgir manni til dyra.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Litla frænka konunnar sem vildi bara láta mig halda á sér. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að gera upp sex baðherbergi á níu vikum, nýja veggi og flísar á alla veggi og gólf. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Þegar ég kláraði þessi baðherbergi á átta vikum án athugasemda. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera?

Úti á hafi í bátnum og í bústaðnum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða minna nammi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Sennilega um veiruna og ástandið á Íslandi. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Samloka með tómat og gúrku. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Trésmíði.

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Saman með fjölskyldu konunnar. Eru hefðir í páskamat? Grænlenskt lambakjöt og íslenskt hangikjöt. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Bara það sama og venjulega. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Egg frá Nóa Síríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

68 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Veðrið, það er alltaf í gríninu Pálmar Örn Guðmundsson, kennari, þjálfari, myndog tónlistarmaður, segist hafa lent í svo mörgu fyndnu um dagana að erfitt sé að velja. Hann hefði farið til Parísar um páskana ef ekki hefði verið heimsfaraldur. Pálmar fór í naflaskoðun fyrir Víkurfréttir. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Maður hefur lent í svo mörgu fyndnu og erfitt að velja eitthvað eitt. Oft er eitthvað fyndið í dag en var það ekki á því augnabliki sem það gerðist. Einu sinni fyrir löngu síðan þegar ég var byrja að koma fram sem trúbador fékk ég frábært tækifæri að spila eitt lag á flottu skemmtikvöldi hjá háskólanemum. Ég valdi lag sem var nokkuð vinsælt á þeim tíma en hafði þann galla að fyrsta og síðasta erindið byrjuðu eins. Ég var ekki með textann fyrir framan mig og gerði þau mistök að fara beint í síðasta erindið. Ég var ekki nógu reynslumikill til að bjarga mér á þessum tíma þannig þetta var mjög stuttur flutningur.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli maður verði ekki bara heima. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekkert frekar en lambið er alltaf viðeigandi. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Ég hefði farið til Parísar. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Stærð 5 með lakkrískurli.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Veðrið, það er alltaf í gríninu. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Þurfti kannski ekki að takast á við hana, heldur kom mér í hana. En hún er að taka upp eitt lag eftir mig á viku í 40 vikur. Vinna það og mixa eins vel og ég get og gefa út á Spotify. Þetta hefur verið miklu meiri vinna en maður sá fyrir þar sem maður er að reyna gera þetta eins vel og maður getur en það styttist í síðasta lagið. Hvenær varstu stoltastur af sjálfum þér? Örugglega þegar ég útskrifaðist sem íþróttafræðingur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Úti í náttúrunni. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að nota tannþráð á hverju kvöldi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Klárlega um COVID. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Man ekki eftir að eitthvað hafi verið girnilegara en annað en það var alltaf sport að ná að vera með eitthvað sem var nýtt á markaðinum og vera sá fyrsti með það. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Kvikmyndagerð eða skógfræði.

Jólamaturinn endurtekinn um páskana Guðrún Ösp Theodórsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, segist eiga auðvelt með að gera grín að sjálfri sér. „Ég er með mikið keppnisskap sem getur þvælst fyrir mér,“ segir hún í naflaskoðun Víkurfrétta.

Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Öll él birtir um síðir.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Bara heima í rólegheitunum. Ég hlýði Víði. Eru hefðir í páskamat? Ég geri hamborgarhrygg með sósunni hans pabba, brúnuðum kartöflum og ávaxtasalati. Í raun og veru bara jólamaturinn endurtekinn, mínus möndlugrauturinn og plús páskaegg. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Hefði sennilega verið að vinna, hef starfað sem flugfreyja hjá Icelandair síðastliðin sumur en er núna komin alfarið aftur í hjúkrunina. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaeggin frá Nóa Siríus. Hver er þinn uppáhaldsmálsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður.

Hvað var það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Ég lendi oft í fyndnum aðstæðum og finnst margt fyndið sem aðrir sjá kannski ekki skoplega hlið á. Ég á líka auðvelt með að gera grín að sjálfri mér og ég er með mikið keppnisskap sem getur þvælst fyrir mér. Ég hef til dæmis lent í að mismæla mig í beinni útsendingu í Útsvarinu, sem er ennþá fyndnara því ég tel mig vera ágæta í íslenskri málfræði og málnotkun. Ég var alveg viss um svarið þegar spurt var um kvikmyndina „Með fullri reisn/The Full Monty“. Ég hins vegar kallaði hátt og ákaft: „Í fullri reisn“ og var leiðrétt eftir vandræðalega þögn sem ég reyndi ítrekað að fylla uppí með því að kalla þetta næstum rétt svar. Ég auðvitað kafroðnaði í gegnum allt sminkið þegar ég áttaði mig á því hvað ég var raunverulega að gala í beinni útsendingu á fjölskylduþætti og svo þegar Baldur liðsfélagi minn sagði: „Það var örugglega önnur og öðruvísi mynd sem þú varst að horfa á“. Þá var hláturskastið komið til að vera og ég átti erfitt með að klára þáttinn þar sem ég var sífellt að hugsa um þessi mismæli mín og hvernig merking setningarinnar var svo allt önnur út frá þessu eina orði. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Ég er alltaf brosandi! En annars var það Heiðrún Helga dóttir mín sem fékk mig síðast til að springa allhressilega úr hlátri þegar hún fékk lánaðan símann minn í smástund og fiktaði eitthvað í stillingunum þannig að alltaf þegar ég ætlaði að skrifa „nei“ þá kom „já“. Að því loknu sendi hún mér skilaboð og spurði hvort hún mætti fá hvolp. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Fyrir utan heimsfaraldur er það líklega bara að læra að lifa í núinu og slaka aðeins á.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Strax eftir fæðingar dætra minna og svo þegar ég kláraði meistararitgerðina, sem er eiginlega eins og ein dóttir í viðbót. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Bara hvar sem er með fólkinu sem ég elska. Alltaf hægt að hafa gaman, hvort sem það er í karabíska hafinu eða á grámyglulegum degi í vinnunni, snýst bara um hugarfar. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að borða ekkert á kvöldin ... eða jafnvel bara að borða ekki sætindi á kvöldin. Annars er ég ekki mikið að setja mér reglur. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi vekja athygli á kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga og kannski upplýsa fólk um hvað við gerum í vinnunni, held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Myndi líka þakka þeim fyrir ótrúlega vel unnin störf, ég treysti þeim bókstaflega fyrir lífi mínu. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Franskbrauð með nutella og appelsínusafi. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Mjög erfið spurning, ég er hálfgerður eilífðarstúdent, finnst afskaplega gaman að læra. Einhverjir hafa reynt að plata mig í doktorsnámið í hjúkrun en öll vinnan við meistaragráðuna er enn í of fersku minni. Skynsamlegt væri að klára kennsluréttindin eða verkefnastjórnun en ég væri líka til í að læra eitthvað allt annað eins og skapandi skrif.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

69 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Gullkornum rignir oft við matarborðið Hildur Sigfúsdóttir titlar sig húsfreyju þessa dagana en er einnig nemi í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Hún hefði valið þetta nám aftur ef hún væri ekki þegar að stunda það núna. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Mér tekst ýmislegt en akkúrat núna er mér hugsað til þess þegar ég gisti ásamt tveimur vinkonum á Egilsstöðum, við höfðum bætt við rúmi eftir pöntun og átti ekki að vera neitt mál. Þegar við komum stendur svo á gólfinu forláta samanbrjótanlegur beddi sem ég býðst til að sofa á. Um morguninn þegar við erum að vakna reisi ég mig upp og bið Lindu að rétta mér kókómjólk. Þegar ég teygi mig eftir henni hlunkast miðjufæturnir undan og ég með. Sit þarna í samloku í rúminu með útrétta hendi og kókómjólk. Það leið þó nokkur tími þangað til við hættum að hlæja og ég gat komið mér úr þessari óumbeðnu morgunleikfimi.

gleðina, þannig að skemmtilegast finnst mér að vera með fólki, hvort sem það eru fjölskyldan, vinirnir eða í félagsstarfinu. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að fara út að hreyfa mig í minnst 30 mínútur á dag, það er auðvelt að sleppa næsta degi þegar einn dettur út og getur því verið erfitt að rífa sig af stað og halda áfram.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Hvað fólk er frábært og alla þá sköpun sem á sér stað í heiminum bæði í list- og tæknigeiranum. Við erum að eignast nýjan skurðpunkt og líklegast mun margt sem þótti sjálfsagt hér áður ekki vera það lengur og öfugt. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kjallarabolla með túnfisksalati á unglingaganginum í Kópavogsskóla. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Um þessar mundir sit ég á skólabekk, eða réttara sagt sit ég á stól heima hjá mér, og vinn að ritgerð í mannauðsstjórnun sem stefnan er að klára í maí. Myndi hiklaust fara í mannauðsstjórann ef ég væri ekki þegar byrjuð.

Nudd á gömlum jólapappír

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Dætur mínar í kvöldmatnum, gullkornum rignir oft við matarborðið og ég met þær stundir mikils. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Að halda rútínu síðustu vikurnar og láta ástandið hafa sem minnst áhrif á daglegt líf og líðan fjölskyldunnar á meðan við bíðum þennan veirustorm af okkur.

Sólveig Ágústa Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún upplifði frekar fyndið nudd á Indlandi eitt sinn, þegar hún var beðin um að leggjast kviknakin á gólfið ofan á gamlan jólapappír.

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég sagði upp vinnunni minni sem heimilisfræðikennari í Sandgerði og skellti mér í meistararnám af fullum krafti. Það var erfitt að segja bless við starfsfólkið og nemendur en mig langaði að stökkva og sé ekki eftir því.

Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Eitt af því fyndnasta sem ég hef upplifað er þegar ég fór í ayurvedískt nudd á Indlandi. Ég átti von á því að ég væri að leggjast á nuddbekk svona eins og maður er vanur hér á Íslandi. Í stað þess var mér sagt að klæða mig úr öllum fötum og leggjast á gólfið kviknakin. Á gólfið var búið að leggja pappír sem ég átti að leggjast á, kom þá í ljós að þetta var gamall jólapappír. Ég hló út í eitt og heyrði á sama tíma í vinkonu minni sem var einnig í nuddi og ómaði hláturinn okkar um allt húsið.

Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Það er ekki einhver ákveðinn staður fyrir mér heldur fólkið sem skapar

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli það verði ekki svipuð dagskrá og hefur verið undanfarnar vikur, rólegheit og samvera með fjölskyldu. Mér datt reyndar í hug að þessi föstudagur gæti verið kjörinn til þess að rifja upp einn leiðinlegasta dag sem ég upplifði sem barn. Þegar allt var lokað og ekkert að gera, einfaldlega með því að hafa hann internetlausan og jafnvel með símana stillta á flug þannig að engin tenging væri við umheiminn. En ætli þeir verði ekki bara hefðbundnir með spil, Garðskagarúnti, sjónvarpsglápi og páskeggjaáti.

Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Snædís Lind, þriggja ára barnabarnið mitt, þegar hún sagði: „Amma þú átt svo fallegt heimili.“ Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Ég myndi segja þegar veiran COVID-19 helltist yfir okkur mannfólkið.

Eru hefðir í páskamat? Nei svo sem ekki, kannski einna helst að hafa lamb en það er meira af hagræði en hefð, finnst ekki gaman að stússast í eldhúsinu á rauðum dögum. Mér hugnast betur að nota venjulega daga til að brjóta upp og gera mér glaðan dag með mat, fjölskyldu og vinum. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Það hefði verið gaman að hoppa í flugvél, ekkert langt kannski bara til vinafólks í Svíþjóð og njóta fyrstu vorboðanna. Annars bara vera heima og fara í fjölskyldumatarboð og hitta vini. Hvernig er uppáhalds páskaeggið þitt? Hæfilega stórt súkkulaðiegg með nammi. Held að ég hafi borðað yfir mig af páskaeggjum sem barn en mitt fyrsta starf var að brjóta óseld egg og sortera nammi frá súkkulaði eftir páska. Þeir voru ófáir molarnir sem duttu upp í munn en ekki niður í poka. Hver er uppáhalds málshátturinn þinn? Fjarðlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.

Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á

vf is

Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég útsrkifaðist sem hjúkrunarfræðingur, 43 ára gömul. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Að vera með fjölskyldunni og vinum. Ferðast innanlands og erlendis, jóga, golf og útivist. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast að fara eftir? Líklegast að breyta mataræðinu.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórlólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Ég myndi tala um geðheilbrigði. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Súkkulaðisnúðurinn úr Ragnarsbakarí. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja að læra? Vinnusálfræði.

PÁSKA SPURNINGAR Hvernig á að halda páskana? Vera heima og elda góðan mat. Gönguferðir og njóta náttúrunnar. Eru hefðir í páskamat? Nei. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Golfferð. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaegg frá Nóa Siríus. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Man ekki eftir neinum sérstökum málshætti.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

70 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

„Takk mamma gella“

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Heima í rólegheitum og borða góðan mat. Eru hefðir í páskamat? Nei, bara eitthvað gott – til dæmis lambalæri. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Bara það sama, vera heima í rólegheitum og hafa það kósý. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Páskaegg með lakkrís. Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Morgunstund gefur gull í mund.

Morgunstund gefur gull í mund Unnur Karlsdóttir er heimavinnandi listakona en helsta áskorun hennar er að mála á hverjum degi. Unni finnst skemmtilegast að vera með barnabörnunum sínum. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Man ekki eftir neinu í augnablikinu. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Marta Eiríks í hláturjóga. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Áskorun mín hefur verið að mála á hverjum degi. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég fór í brjáluðu veðri í jógagöngu úti á Garðskagavita. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Hjá barnabörnunum mínum. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir?

Að fara út að ganga á hverjum degi. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Senda þakklæti til allra sem hafa farið eftir fyrirmælum þeirra. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Kakó í glerflösku og normalbrauð með skorpu. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Mig hefur alltaf langað læra garðyrkju.

ALIVE

ANNAN Í PÁSKUM KL. 21:00

HRINGBRAUT OG VF.IS

Þórunn Erlingsdóttir, alltaf kölluð Tóta og er íþrótta og sundkennari í Grindavík. Hún er íþróttafræðingur að mennt og finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldu og vinum. Víkurfréttir lögðu nokkrar krefjandi spurningar fyrir Tótu. Hvað var það fyndnasta sem hefur gerst fyrir þig? Man nú ekki eftir miklu eins og er. Hér er ein saga sem ég ólst upp við og var oft mikið hlegið þegar hún var rifjuð upp. Ég ólst upp í sveit sem heitir Neðri Ás í Hjaltadal í Skagafirði. Þar eru tvö hús þar sem við fjölskyldan bjuggum og á neðri bænum bjó bróðir pabba og fjölskylda hans. Þar bjó Soffía frænka mín sem er jafngömul mér og vorum við mikið að leika. Mamma segir mér oft frá þeirri sögu þegar ég fékk að fara labbandi með Sámi hundinum okkar til Soffíu í heimsókn. Mamma sagðist hafa beðið í hurðinni eins og alltaf og Sámur ætti að labba með mér og passa að ég myndi beygja á réttum stað og mamma Soffíu stóð einnig í hurðinni á húsinu þeirra og beið eftir mér. Þetta hafði gengið svo oft áður en þennan dag sá ég víst pabba neðar í brekkunni og ætlaði greinilega að labba til hans og hélt áfram þrátt fyrir að Sámur reyndi að láta mig beygja að húsinu hennar Soffíu frænku. Ég hélt víst bara áfram að þramma niður veginn og Sámur hljóp í kringum mig og reyndi eins og hann gat að reyna stoppa mig. Þegar hann sá að hann gat ekki fengið mig til að beygja á réttum stað þá skellti hann mér niður og gólaði þangað til einhver kom að hjálpa honum. Sámur passaði vel upp á mig þegar ég ólst upp og það sást líka best þegar ég var um þriggja ára að veiða með pabba hjá ánni niður fyrir veg hjá okkur. Ég næ einhvern veginn að rúlla niður smá brekku og dett út í ánna. Áður en pabbi náði að gera eitthvað var Sámur stokkinn útí, synti að mér og beit í gallann sem ég var í og synti með mig í land. Einstakur hundur. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Þegar yngsti sagði við mig um daginn: „Takk mamma gella,“ eftir að ég hjálpaði honum í útifötin. Alveg með allt á hreinu sá yngsti. Hann kemur með endalausa gullmola þessa dagana. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Er núna í veikindaleyfi eftir að ég rakst eiginlega á vegg í lok síðasta árs eftir samsafnað álag og áfall í sumar. Skrýtið að kunna ekki lengur að hafa allt á hreinu, geta ekki hreyft sig/æft eins og ég vil eða geta ekki gert eðlilega hluti eins og áður og eiga að slaka á. Ennþá meiri áskorun í þessu ástandi þar sem maður er þá heima með börnin þrjú og kettina tvo heima alla daga og engin eðlileg dagskrá hjá neinum. En er jákvæð og trúi því að allt eigi að gerast sem gerist og

PÁSKASPURNINGAR Hvernig á að halda upp á páskana? Ætli við ferðumst ekki bara þá fram í stofu eða út í garð eins og við komust ekki norður. Aðeins öðruvísi ferðalag þetta árið. Eru hefðir í páskamat? Nei, ekki þannig. Ætli maður endi samt ekki í nautalund og Bearnaisesósu. Uppáhaldið á heimilinu og Orri Freyr maðurinn minn þekktur fyrir geggjaða sósu. Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Við hefðum farið norður eins fljótt og börnin væru búin í skólanum. Byrjað örugglega í sveitinni hjá pabba mínum í Hjaltadalnum þar sem nauðsynlegt er að koma reglulega við og endurhlaða batteríin í fallegri náttúrunni. Endað svo á Akureyri hjá tengdó í góðu yfirlæti. Tengdapabbi er kokkur og alltaf veisla hjá þeim. Hefði þá náð að hitta loksins vinkonur mínar fyrir norðan og vinafólk okkar. Hefði verið nóg af hittingum og gleði jafnt hjá okkur og börnum okkar og vinum þeirra. Áttum heima þar í nokkur ár og gott að komast þangað reglulega og halda í vinskapinn. Orðið alltof langur tími núna síðan við komust norður. Verður gott að komast aftur þangað þegar samgöngubanninu lýkur. Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Er mikil lakkrís og pipar unnandi og er því Appalo-eggið með piparfylltum lakkrís efst á listanum. Passa það að eitt barnið fái slíkt og get því fengið mér þannig í ár. Kannski ég kaupi bara eitt auka Appalo-egg með piparfylltum lakkrís og geymi á góðum stað bara fyrir mig. er bara til að kenna okkur hluti og styrkja okkur. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar ég eignaðist börnin þrjú. Þau eru ríkidæmi okkar Orra. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Vera með fjölskyldu og vinum og vera að þjálfa aðra. Til að geta gefið meira af mér til fjölskyldunnar þá verð ég að geta þjálfað aðra og hjálpað. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Keyra alltaf á réttum hraða en það ætti kannski ekki að gefa það upp. Síðan að borða ekki súkkulaði, gæti ekki verið án þess. Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi

FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS

og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Úff, ég myndi nú örugglega bara hrósa þeim fyrir gott starf. Ótrúlegur tími sem fer í þetta allt hjá þeim og þurfa á meðan láta allt annað bíða. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Ég er nú ekki þekkt fyrir gott minni en minnir að skólinn hafi alltaf boðið uppá kaffi og slíkt og við ekki verið með nesti. Kostur þess að vera í litlum sveitaskóla á Hólum í Hjaltadal. Var líka það heppin að mamma mín og kona bróður pabba unnu í eldhúsinu og var því oft eitthvað gott og kunnuglegt í kaffinu og í matinn. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Myndi fara meira út í nám sem viðkemur þjálfun fólks og heilbrigði. Myndi fara í íþróttafræðina örugglega aftur og síðan beint í meira nám því tengdu.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

71 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

allt&ekkert PÁSKA SPURNINGAR

Stórt klapp fyrir litla Íslandi

Hvernig á að halda upp á páskana? Það verða afmælisheimapáskar þar sem ein af stelpunum mínum á afmæli núna um páskana. Fjölskylduspil og ratleikur eru fastir liðir á páskum.

Byko og Húsasmiðjan í Reykjanesbæ eru alveg klárlega uppháhaldsverslanir Álfhildar Sigurjónsdóttur.

Eru hefðir í páskamat? Nei, ekki sterkar hefðir en vinsælt er að endurtaka jólamatinn og hafa hamborgarhrygg. Það hefur skapast viss hefð fyrir því að tiltekin vinkona komi í mat einhvern daginn í páskafríinu en við brjótum þá hefði í ár.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Ég laga kaffi áður en ég geri nokkuð annað. Það er ekkert betra en að finna kaffiilminn á meðan maður gerir sig kláran í vinnu. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Ég hlusta lítið á útvarp. Ég er meira fyrir spotify.

Hvað hefðir þú gert þessa páska ef ekki væri þetta ástand í heiminum? Þá væri ég að ferma elstu stelpuna og halda upp á tíu ára afmæli hjá miðjunni með fjölskylduboði. Þetta fór úr því að vera mjög mikil dagskrá í næstum engin dagskrá.

Hvað raular þú eða syngur í sturtu/baði? Hmmm, ég á það til að taka með mér Bluetooth-græju inn á baðherbergi og taka Stelluna á þetta í sturtu.

Hvernig er uppáhaldspáskaeggið þitt? Brotið.

Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég les góðan krimma eins og Arnald Indriða eða Lizu Marklund.

Hver er uppáhaldsmálshátturinn þinn? Gott er að eiga mikinn mat og marga helgidaga.

Uppáhaldsvefsíða? Visir.is þar fæ ég allar fréttir sem eru í gangi.

Félagsfiðrildið tók samkomubannið mjög nærri sér Berglind Ásgeirsdóttir, garðyrkjufræðingur, segir að helsta áskorun sem hún hefur þurft að takast á við nýverið séu vonbrigðin í kringum COVID-19. „Það er að segja frestanir á viðburðum sem voru framundan eða sem voru hreinlega feldir niður, félagsfiðrildið í mér tók það mjög nærri sér til að byrja með, en við erum núna bara að láta okkur hlakka til þess að það komi sumar.“ Berglind er í naflaskoðun Víkurfrétta. Hvað er það fyndnasta sem hefur komið fyrir þig? Það er úr vandræðalega mörgu að velja enda er ég klaufska og seinheppna týpan en t.d. þá hef ég tvisvar sinnum óvart fest bílinn minn í bílastæðahúsi yfir nótt. Fyrra skiptið var ég bílstjórinn og því strandaglópur í Reykjavík með hóp af fullu kvenfólki á kantinum, það var fyndið eftir á. Hver fékk þig síðast til að brosa og hvers vegna? Börnin fá mig til að brosa á hverjum degi en sú yngsta er óttalegur grallari. Þessa daga dansar hún mikið með miklum tilþrifum og þá sérstaklega þegar kemur að því að dilla bossanum við lagið Think About Things eftir Daða og Gagnamagnið. Hver er helsta áskorun sem þú hefur þurft að takast á við nýverið? Vonbrigðin í kringum COVID-19. Það er að segja frestanir á viðburðum sem voru framundan eða sem voru hreinlega feldir niður, félagsfiðrildið

í mér tók það mjög nærri sér til að byrja með en við erum núna bara að láta okkur hlakka til þess að það komi sumar. Hvenær varstu stoltust af sjálfri þér? Þegar börnin mín gera góða hluti, sýna samkennd og eru góðar manneskjur. Hvar finnst þér skemmtilegast að vera? Skemmtilegast er að ferðast, hvort sem það er innanlands eða utan. Með fjölskyldu eða vinum ... eða bara ein þegar það á við. Hvaða reglu hefur þú sett þér sem erfiðast er að fara eftir? Að brjóta saman og ganga frá þvottinum sama dag og ég þvoði hann.

Ef þú værir gestur á daglegum fundi hjá þríeykinu Víði, Þórólfi og Ölmu í beinni útsendingu, hvað myndir þú tala um? Uppbyggingu á heilsugæslu í heimabyggð og minna fólk á að henda plasthönskum og blautþurrkum í ruslatunnuna en hvorki í klósett né á víðavang. Þá myndi ég e­ innig nota tækifærið til þess að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að ganga í Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja en skráningarformið er að finna á Facebook-síðu félagsins. Þegar þú varst í grunnskóla, hvað var girnilegasta nestið? Langloka með eggjasalati og gúrku. Ef þú værir að setjast á skólabekk í dag, hvað myndir þú vilja læra? Ég tók um daginn endurmenntunaráfanga í borgarvistfræði hjá LBHÍ og fannst það sérstaklega áhugaverður áfangi svo ég myndi örugglega halla mér eitthvað í þá áttina, í umhverfisfræðum ... eða líffræði ... eða myndlist ...

Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymisveitum? Ég horfi mikið á lögguþætti á Premium. Uppáhaldskaffi eða -te? Kaffi frá Te og kaffi í bláu pökkunum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Heima með Helga Björns.

Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitthvað gott fyrir makann? Hann elskar að borða fisk svo það klikkar ekki að elda eitthvað gott úr honum. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Að stinga af í sólina með mínum betri helming og gera akkúrat ekki neitt nema að njóta lífsins. Uppáhaldsverslun? Byko og Húsasmiðjan í Reykjanesbæ alveg klárlega. Við hjónin erum að byggja. Það er alveg sama hvað okkur vantar þá útvega þau hlutina hratt og örugglega ef þeir eru ekki á staðnum. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hrokafull framkoma og óheiðarleiki. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Það eru allar fréttir í dag tengdar COVID-19. Í mínum huga er stærsta fréttin sú að nú þegar þessar hörmungar eru í gangi hversu vel ráðamenn ríkisins vinna saman að því að landinn fari tiltölulega óskaddaðir frá þessu. Einnig hversu vel maður finnur samstöðu allra í samfélaginu í þessu ástandi eins og tónlistarfólkið okkar að streyma til okkar skemmtun til að létta okkur einangrunina. Stórt klapp fyrir litla Íslandi.


þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

72 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Öryggiskrossinn verðlaunaður í Ræsingu Suðurnesja Öryggiskrossinn, verkefni fyrirtækisins Mannvirki og malbik ehf., varð hlutskarpastur í Ræsingu Suðurnesja þar sem keppt var um bestu viðskiptaáætlunina og hlaut eina milljón króna að launum til þróunar og markaðssetningar á vörunni. Níu metnaðarfull verkefni tóku þátt í Ræsingu Suðurnesja, átaksverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og Heklunnar, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja. Ræsing er samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir, þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðin þátttaka í stuttum hraðli. Þátttakendur fengu átta vikur til þess að kortleggja viðskiptahugmynd sína með aðstoð og stuðningi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Heklunni. Auk þess bauðst þátttakendum að sitja námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, að þiggja einstaklingsráðgjöf og flytja fjárfestakynningu í lok verkefnisins. Öryggiskrossinn er hagkvæmari og umhverfisvænni leið til að merkja flugbrautir sem unnið er að endurbótum á, þannig að staða brautanna sjáist úr lofti. Fyrirtækið er í eigu Sigurðar Inga Kristóferssonar sem fer með rekstur þess og stjórnun ásamt eiginkonu sinni,

Hönnu Maríu Kristjánsdóttur. Flugsamgöngur hafa aukist gríðarlega á síðustu áratugum, og gera enn, og það kallar á stöðugar endurbætur flug- og akbrauta. Slíkar endurbætur þurfa að uppfylla ströng skilyrði sem alþjóðlegar reglugerðir kveða á um. Öryggismerkingar sem bæði uppfylla skilyrði reglugerða og virka þegar búið er að koma þeim fyrir, eru af skornum skammti. Oftast eru merkingarnar málaðar á flugbrautirnar en því fylgir sá ókostur að það þarf að mála og fjarlægja málninguna endurtekið á meðan framkvæmdum stendur. Það er bæði mengandi fyrir umhverfið og styttir endingartíma flugbrautanna. Þau hjónin Sigurður og Hanna María reka fyrirtækið saman og tóku á móti verðlaunafénu.

Aðrir frumkvöðlar sem luku þátttöku og voru verðlaunuð fyrir framúrskarandi viðskiptaáætlanir og spennandi viðskiptahugmyndir voru; Bogi Jónsson með verkefnið Mermaid – Geothermal Seaweed Spa, sem fjallar um að bjóða upp á lúxusheilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi. Sigurbjörg Gunnarsdóttir með verkefnið Hreyfisport, sem er fyrirtæki sem býður upp á heilsueflandi skrifstofulausnir. Þóra Björk Ottesen sem vinnur að stofnun Griðastaðar, þjónustumiðstöðvar fyrir börn sem orðið hafa fyrir og/eða horft upp á heimilisofbeldi og Garðar Ingi Reynisson með verkefnið Night Sky Spa sem er dekur- og spa-þjónusta í einstöku umhverfi sem innblásið er af íslenskum kennileitum.

Sigurbjörg Gunnarsdóttir ásam eiginmanni sínum, Björgvini Jónssyni. Hún var verðlaunuð fyrir verkefnið Hreyfisport, sem er fyrirtæki sem býður upp á heilsueflandi skrifstofulausnir.

Þóra Björk Ottesen sem vinnur að stofnun Griðastaðar, þjónustumiðstöðvar fyrir börn sem orðið hafa fyrir og/eða horft upp á heimilisofbeldi.

Bogi Jónsson með verkefnið Mermaid – Geothermal Seaweed Spa, sem fjallar um að bjóða upp á lúxusheilsulind og þaraböð við Garðskaga á Reykjanesi.

Garðar Ingi Reynisson með verkefnið Night Sky Spa sem er dekur- og spa-þjónusta í einstöku umhverfi sem innblásið er af íslenskum kennileitum.

Öryggiskrossinn varð hlutskarpastur, verkefni fyrirtækisins Mannvirki og malbik ehf. sem er í eigu Sigurðar Inga Kristóferssonar, hann fer með rekstur þess og stjórnun ásamt eiginkonu sinni, Hönnu Maríu Kristjánsdóttur.


MYNDAÐU FERÐALAGIÐ INNANHÚSS um páskana!

Merktu myndina

#vikurfrettir og deildu henni þannig á

Við birtum svo úrval páskamynda í næsta tölublaði Víkurfrétta!

Hlýðum Víði – höfum gaman heima!


facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir

Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000

Póstur: vf@vf.is

Mundi Gleðilega heimapáska!

Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00

Leit að leiðtoga! Kreppur eru þó ekki bara neikvæðar. Nú reynir á hugmyndaauðgi frekar en bara „business as usual“. Við eigum að standa saman í að skipuleggja betra líf. Logi Bergmann tók nýlega viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur þar sem spilaðar voru gamlar klippur úr kosningabaráttu Vigdísar árið 1980. Hún þurfti þar, sem kona, að berjast við alls kyns fordóma. Hún var meðal annars spurð að því hvort það ætti að kjósa hana sem forseta því hún væri kona. Vigdís svaraði snilldarlega. Nei, það á að kjósa mig því ég er maður. Í þessu svari fæddist leiðtogi. Forseti sem sat farsællega í sextán ár og þeir sem sinnt hafa embættinu síðan hafa ekki komist með tærnar þar sem hún var með hælana. Við höfum á undanförnum misserum farið yfir málefni Suðurnesja og ástandið á Suðurnesjum. Alltaf virðumst við verða útundan þegar kemur að fjárveitingarvaldi ríkisins. Mun minni fjármunum er úthlutað á þessu svæði heldur en annars staðar. Þúsundir misstu vinnuna þegar herinn fór. Hvað var gert? Þegar hundruð manns misstu vinnuna við fall WOW air var skellt á einu eða tveimur námskeiðum hjá Símenntun Keilis. Baráttan fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar hófst fyrir tuttugu árum. Verkinu er enn ekki lokið.

LOKAORÐ

Það er kreppa. Ástæðuna þarf ekki að ræða. Við erum því miður ekki stödd í lélegri B-mynd frá Hollywood.

MARGEIRS VILHJÁLMSSONAR

Gæti verið að hið raunverulega svar væri ekki að finna hjá ríkisvaldinu og áhugaleysi þeirra á Suðurnesjum, heldur að staðreyndin sé sú að á Suðurnesjum er ekki að finna einn einasta leiðtoga sem heldur merki svæðisins á lofti. Fjögur sveitarfélög með samtals um 30.000 íbúa sem ganga á engan hátt í takt. Samband sveitarfélaga með engan slagkraft. Og umfram allt enginn leiðtogi. Við ættum kannski að hefja leikinn á heimavelli áður en við kvörtum, sameinast um hvað við viljum og ganga svo hart fram í að heimta það. Framkvæmdir á fullt í Flugstöðinni. Ferðamennirnir koma aftur. Innanlandsflugið á Keflavíkurflugvöll. Ljúkum tvöföldun Reykjanesbrautarinnar alla leið ekki seinna en strax. Byggjum upp alvöru heilsugæslu fyrir öll Suðurnesin. Sameinum svo sveitarfélögin og hættum þessu rugli.

Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

Hefur þú sögu að segja okkur? Nú eru sögulegir tímar og Víkurfréttir vilja endilega fá myndefni frá Suðurnesjafólki þar sem það lýsir lífi sínu á tímum COVID-19. Segið okkur skemmtilegar sögur eða sýnið okkur frá því sem þið eruð að fást við þessa dagana. Þið getið notað snjallsíma eða myndavélar til að taka upp efnið. Hafið snjalltækið lárétt. Skjárinn á að snúa eins og sjónvarpið, ekki upp á rönd :-)

Munið bara að snúa símanum lárétt en ekki lóðrétt þegar þið takið upp myndskeið!

Svona sendið þið Víkurfréttum efni: Farið í vafrann og sláið inn wetransfer.com Smellið á „Take me to Free“ (ókeypis útgáfa) Ýtið á „Add your files“ og veljið myndskeiðin sem þið ætlið að senda okkur. Í reitinn „Email to“ sláið þið inn: vf@vf.is Í reitinn „Your email“ sláið þið inn netfangið sem þið sendið frá. Í „Message“ á að skrifa upplýsingar um efnið og símanúmer sendanda. Ýtið svo á „Transfer“.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.