Víkurfréttir 15. tbl. 41. árg.

Page 38

þriðjudagur 7. apríl 2020 // 15. tbl. // 41. árg.

38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR

Frekar maður samtals en átaka í pólitík Ólafur Þór Ólafsson er nýráðinn sveitar-

stjóri í Tálknafjarðarhreppi og tók við starfinu nú í byrjun apríl. Á sama tíma lét hann af störfum í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar og sagði skilið við átján ára þátttöku í pólitísku starfi á Suðurnesjum, fyrst sem bæjarfulltrúi í Sandgerðisbæ og síðan í Suðurnesjabæ eftir sameiningu Garðs og Sandgerðis. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

— Hvað kemur til að þú gerist sveitarstjóri á Tálknafirði? Kannski fyrst og fremst að mér bauðst það. Það gerðist þannig að það vantaði sveitarstjóra hér á Tálknafirði. Þau vissu að fjölskylda mín á rætur hingað á svæðið og höfðu samband við mig og spurðu hvort ég væri til í starfið. Ég, eftir að hafa verið að stússa í málum á Suðurnesjum mjög lengi hugsaði sem svo að þetta væri bara fínt tækifæri til að breyta til og hingað er ég kominn. — Hvað getur þú sagt okkur um Tálknafjörð? Þetta er með smærri sveitarfélögum á landinu, samt langt frá því að vera það smæsta. Þetta er líka með landminni sveitarfélögum á landinu en í staðinn með því fallegasta. Við eru hér á suðurfjörðum Vestfjarða umvafin fjöllum, fegurð og rósemd. Hér er gott að vera og maður finnur strax, og ég hef verið örfáa daga hér í nýju starfi, að takturinn slær örlítið hægar en við erum vön til dæmis á Suðurnesjum. Það er ekki sami asinn.

— Hvernig er það að slíta sig upp frá Suðurnesjum og flytja langt út á land? Það er bara svolítið flókið svo ég viðurkenni það. Ég er búinn að byggja upp mitt líf á Suðurnesjum. Mínir vinur, fjölskylda, tengsl og störf hafa verið á því svæði síðustu tuttugu árin eða svo. Þetta er svolítið átak að færa sig hingað vestur en um leið spennandi. Þetta er gott samfélag sem ég er að koma inní. Þetta er meira spennandi en erfitt. Það er úrlausnarefni að flytja sig á milli. Þetta verður flókið fyrir börnin mín sem nú eiga heimili með mörg hundruð kílómetra bili á milli. Þessháttar hlutir er eitthvað sem við eigum eftir að skipuleggja betur.

Óboðlegir vegir — Þegar við heyrum talað um sunnanverða Vestfirði, þá detta manni alltaf í hug lélegir vegir. Já, það er mjög vægt til orða tekið að þeir eru lélegir. Bæði vegirnir inni á svæðinu og vegirnir að svæðinu eru ekki boðlegir fyrir heilt landsvæði að búa við. Það er eitt af þeim verkefnum sem ég er að koma inn í að taka þann dans við ríkisvaldið að úr þessu sé bætt. Fólk sem hér býr á að geta búið við örugga tengingu við aðra landshluta.

— Hvernig sveitarfélag er Tálknafjarðarhreppur? Hvað er fólkið að fást við sem býr þarna? Byggð við Tálknafjörð byggist að mestu á upp í tengslum útgerð og að einhverju leyti á landbúnaði. Á síðustu árum hefur fiskeldi skipt meira og meira máli og er núna aðal atvinnugreinin hér á Tálknafirði. Við erum með öflug fyrirtæki sem eru starfandi hér í þeim atvinnuvegi. Ferðaþjónustan hefur líka farið vaxandi hér á þessu svæði. Vestfirðir eru ein af þessum perlum sem fólk vill sækja en það er langt að komast hingað og fólk setur það stundum fyrir sig. Ferðamannastraumurinn hingað er því ekki jafn mikill og á öðrum svæðum á landinu. Þó svo ég sé nýlega fluttur hingað, þá á ég ættir hingað á svæðið og hef komið hingað reglulega í mörg ár. Ég hef séð undanfarin ár hvernig ferðaþjónustan

hefur byggst upp hér á svæðinu. En svo er það hér eins og annarsstaðar á landinu í því ástandi sem nú er að það er tvísýnt hvernig hlutirnir munu þróast. — Það verða kannski bara Íslendingar á ferðinni í sumar? Þegar Íslendingar fara á ferðina í sumar þá er þetta sannarlega svæði sem þeir eiga að hafa með á kortinu hjá sér. Góður sumardagur á þessu svæði er guðdómlegur. Hér á Tálknafirði er perla sem er tjaldsvæðið okkar. Það er gott að vera hér og hafa það sem miðpunkt þegar maður sækir í náttúruperlurnar sem eru hér í kring. — Pollurinn er aðdráttarafl líka? Já og það eru heimildir langt aftur í aldir að fólk hafi baðað sig á þessum stað og erlendir sæfarendur voru með

þetta merkt inn á sjókortin sín til að koma hérna við og baða sig. Þetta er ein af þessum náttúrulaugum sem er alveg einstök og gaman að koma í.

Í pólitík fyrir slysni — Förum átján ár aftur í tímann. Hvað varð til þess að þú fórst að fikta við pólitík? Það var eiginlega bara pínulítið slys. Í fyrsta lagi þá hef ég alltaf haft áhuga á samfélaginu í kringum mig og lærði stjórnmálafræði í háskólanum og hafði velt þessum hlutum fyrir mér. Fyrir átján árum var ég ungur, þrítugur, fjölskyldufaðir í Sandgerði og í samtali við góðan vin minn, hann Halla Valla, þá varð til þessi hugmynd að það þyrfti nú að bjóða fram eitthvað nýtt og kröftugt framboð í sveitarfélaginu. Við fórum í gang með það og fyrsta hugmynd var nú


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.