3 minute read
Brjálað að gera hjá pípurum og fleiri verktökum
n Ný námsbraut í pípulögnum hefst á haustönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. n Mörg verkefni í gangi og framundan á Suðurnesjum og á Keflavíkurflugvelli.
Nám í pípulögnum hefst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á næstu haustönn. Pípulagningameistarar á Suðurnesjum munu aðstoða skólann við að koma upp námsbraut en skortur hefur verið á pípulagningamönnum á svæðinu og sækja hefur þurft bóklegt nám til Hafnarfjarðar. Mikið er að gera hjá pípulagningafyrirtækjum sem og öðrum verktakafyrirtækjum á Suðurnesjum.
Þeir Benedikt Jónsson og Rúnar Helgason sem báðir reka pípulagningafyrirtæki á Suðurnesjum sögðu í samtali við Víkurfréttir að námsbraut í FS myndi án efa hjálpa til við það að fjölga pípulagningamönnum á svæðinu. „Við munum aðstoða við að koma brautinni á laggirnar með ýmsu móti, t.d. með tækjum og tólum og einnig við kennslu, alla vega í upphafi,“ sagði Benedikt.
Rúnar rekur Lagnaþjónustu Suðurnesja en það er stærsta pípulagningafyrirtækið á Suðurnesjum.
Á nokkrum árum hefur starfsmannafjöldi aukist mikið. Fyrir þremur árum síðan voru 16 til 18 starfsmenn hjá Lagnaþjónustunni en eru í dag tuttugu og fimm og
Vorhátíð FEBS 2023
verður haldin á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl kl.15:30 á kaffi- og veitingastaðnum Bryggjunni (á 3ju hæð, lyfta) við höfnina í Grindavík.
Kaffiveitingar kr. 2000 á mann (ekki posi).
Suðurnesjamenn spila og syngja af sinni alkunnu snilld og nemendur Tónlistarskólans bjóða upp á tónlist og söng.
Eldri borgarar á Suðurnesjum og í Grindavík velkomnir – húsið opnar k.15:00.
þörf á fleirum. Svipuð staða er hjá Benedikt og fleiri aðilum, næg verkefni og mikið framundan.
„Það er bara brjálað að gera. Flugstöðin á auðvitað nokkuð stóran þátt í því. Við erum með tíu manns fasta í vinnu þar. Við erum líka með stór verkefni hjá Landhelgisgæslunni og svo í vinnu hjá sveitarfélögunum þar sem mygluvandamál hafa komið upp. Það mun skipta okkur miklu máli að hafa námsbraut í FS. Hún mun nokkuð örugglega hjálpa okkur í framtíðinni. Það skiptir miklu máli að hafa námið á heimaslóðum. Við vitum um dæmi þar sem ungir menn hafa ekki getað af ýmsum ástæðum, sótt námið út fyrir
Suðurnesin. Við höfum menntað marga eldri starfsmenn sem við höfum fengið til starfa því við höfum ekki haft nema en vonandi mun þessi nýja braut búa til fleiri pípara á Suðurnesjum í framtíð- inni. Það er alla vega markmiðið. Svo þurfum við í píparastéttinni að markaðssetja starfið. Það hefur loðað við það leiðinda stimpill sem við þurfum að leiðrétta. Pípulagningastarfið er fjölbreytt, skemmtilegt og vel launað,“ sagði Rúnar Helgason.
Píparar eru ekki þeir einu á Suðurnesjum sem búa við það
Bæjarráð leggst alfarið gegn tækifærisleyfi fyrir LUX
Bæjarráð Reykjanesbæjar leggst alfarið gegn því að LUX, Hafnargötu 30, 230 Reykjanesbæ, verði veitt tímabundið áfengisleyfi.
Vegna sögu eftirlitsaðila viðburðar, samkvæmt umsögn, telur bæjarráð það ámælisvert að veita tækifærisleyfi til viðkomandi. Bæta þarf eftirlit við viðburði staðarins, endurbæta húsnæði og umhverfi og ekki síst gæta betur að aldurstakmarki gesta. Þetta segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um tækifærisleyfi var til umfjöllunar.
Þá segir að sífelldar kvartanir nágranna vegna umgengni og hávaða síðustu mánuði bæta ekki málsvörn viðkomandi eftirlitsaðila. Bæjarráð leggst því alfarið gegn því að þetta tækifærisleyfi verði veitt. Undir bókunina rita Friðjón Einarsson (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).
A Alfundur
STARFSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA
Verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl 2023 kl. 20:00 í Krossmóa 4a, 5. hæð, 260 Reykjanesbæ.
Kosning stjórnar skv. 6 gr. laga. Í kjöri er formaður í stjórn til tveggja ára. Í kjöri eru tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára. Í kjöri eru tveir varamenn í stjórn til eins árs. Venjuleg aðalfundarstörf, samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.
Kaffiveitingar
Félagar hvattir til að mæta.
Stjórn STFS lúxusvandamál að það sé svo mikið að gera að þeir ráði varla við það. Sama er uppi á teningnum hjá fleiri iðnaðarmönnum, t.d. rafvirkjum og smiðum. Verkefnin eru næg á Suðurnesjum, verkefni sem ekki er hægt að sleppa eða hægja á vegna nauðsynlegrar stækkunar í og við flugstöðina, í miklum mygluverkefnum sem geta ekki beðið og mörgu fleiru. Isavia hefur nýlega gefið út framkvæmdaplan á Keflavíkurflugvelli til næsta áratugar upp á marga tugi milljarða króna. Sú stækkun kallar á mjög mörg störf á mörgum sviðum á Suðurnesjum.
Opið hús hjá Brunavörnum Suðurnesja á laugardag
Í tilefni af 110 ára afmæli Brunavarna Suðurnesja er Suðurnesjafólki boðið að koma og skoða slökkvistöðina við Flugvelli í Reykjanesbæ laugardaginn 15. apríl kl. 13 til 16.
Gestum er boðið að skoða slökkvistöðina og tækjabúnað slökkviliðsins. Þá er vakin athygli á ljósmyndasýningu en glerveggir í slökkvistöðinni eru prýddir ljósmyndum frá Víkurfréttum sem teknar eru á starfssvæði Brunavarna Suðurnesja. Boðið verður uppá kaffi og kleinur fyrir gesti. Allir eru velkomnir.