4 minute read

Mikil og neikvæð áhrif á rekstur Suðurnesjabæjar

Bæjarráð Suðurnesjabæjar gerir alvarlega athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Frumvarpið byggir á niðurstöðum og tillögum starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem kynntar voru nú í mars 2023. Þetta kemur fram í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ásamt drögum að lagafrumvarpi um heildarlög um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Í skýrslu starfshópsins kemur m.a. fram að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Suðurnesjabæjar mun lækka um 144,4 milljónir króna frá viðmiðunarárinu 2022 þegar breytt kerfi tekur að fullu gildi, eða um 23,4%. Það er ljóst að ef tillögur starfshópsins verða að lögum með samþykkt frumvarpsins og framlag Jöfnunarsjóðs lækkar eins og að framan er greint, þá mun það hafa í för með sér mikil og neikvæð áhrif á rekstur Suðurnesjabæjar til að standa undir lögbundinni þjónustu, sem og annarri þjónustu og starfsemi sem sveitarfélög þurfa að halda úti í nútíma samfélagi. Bæjarráð Suðurnesjabæjar leggur til að skoðað verði sérstaklega hvort ekki er ástæða til að veita sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga sem veita þjónustu og taka utan um fylgdarlaus börn sem koma til landsins og falla undir lög um barnavernd. Viðkomandi sveitarfélög þurfa að bera beinan og óbeinan kostnað vegna þessarar þjónustu sem er lögbundin og felur það í sér sérstakar

Augl Sing Um Skipulagsm L Su Urnesjab

Tillaga að deiliskipulagi við Iðngarða í Suðurnesjabæ

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti þann 5. apríl 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Iðngarða í Garði, Suðurnesjabæ skv. 41. og 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Leitast er við að nýta landkosti svæðisins sem best og byggja á þeim grunni sem fyrir er en á svæðinu eru nú 27 hús, íbúðar-, atvinnu- og iðnaðarhúsnæði. Samanlögð stærð svæðisins er um 21 ha, þar af 15,2 ha athafnasvæði, 2,5 ha iðnaðarsvæði og 2,0 ha íbúðasvæði ásamt opnum svæðum. Um er að ræða 40 misstórar lóðir undir fjölbreytta athafnastarfssemi og 2 nýjar íbúðahúsalóðir.

Við gildistöku skipulagsins fellur eldra deiliskipulag við Iðngarða út sem var samþykkt 12. mars 1992.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs

– Teiga- og Klapparhverfi

Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2022, að auglýsa breytingu á efri hluta íbúðasvæðis ofan Garðvangs, Teiga- og Klapparhverfi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni, dags. 14. janúar 2022, felst endurskoðun á efri hluta íbúðasvæðisins með það markmið að mæta þörf fyrir minni og hagkvæmari íbúðir. Í breyttri deiliskipulagstillögu af þessum hluta hverfisins er gert ráð fyrir alls 259 íbúð í 86 húsum sem er fjölgun um 118 íbúðir frá sama hluta af áður samþykktu skipulagi. Sjá svæði auðkennt ÍB9 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013 - 2030.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar samþykkti þann 14. júlí 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis ofan Skagabrautar og Búmannasvæði í Garði, Suðurnesjabæ skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að húsgerð F, keðjuhús á einni hæð við Þrastarland og Kríuland fellur út. Í stað húsagerðar F kemur ný húsagerð I, tvíbýlishús á tveimur hæðum. Íbúðafjöldi breytist ekki. Í stað 14 keðjuhúsa koma 7 tvíbýlishús á tveimur hæðum og lóðamörk breytast. Lega syðri hluta götunnar Kríulands er einfölduð og lögð í beinu framhaldi af Þrastarlandi.

Skipulagstillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, Garði frá og með miðvikudeginum 12. apríl til og með miðvikudagsins 24. maí 2023. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Suðurnesjabæjar, www.sudurnesjabaer.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til miðvikudagsins 24. maí 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa með tölvupósti á jonben@sudurnesjabaer.is, eða á bæjarskrifstofuna í Garði, b.t. skipulagsfulltrúa, Sunnubraut 4, 250 Garður.

Jón Ben. Einarsson, Skipulagsfulltrúi Suðurnesjabæjar áskoranir fyrir viðkomandi sveitarfélag og á slíkt sérstaklega við um Suðurnesjabæ. Jafnframt er ástæða til að benda á þau vinnubrögð ríkisins að án nokkurs samráðs við sveitarfélög er einstaklingum sem leita til landsins sem flóttamenn og leita eftir alþjóðlegri vernd komið fyrir í búsetu í sveitarfélögum sem ekki hafa gert samning við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna. Vegna þessara vinnubragða ríkisins fellur beinn og óbeinn kostnaður á viðkomandi sveitarfélög, án nokkurs fyrirvara og án samráðs við viðkomandi sveitarfélög. Bæjarráð leggur til að skoðað verði sérstaklega hvort ekki er ástæða til þess að Jöfnunarsjóður veiti viðkomandi sveitarfélögum sérstök framlög til að mæta þeim kostnaði sem um ræðir. Nánar er fjallað um málið á vef Víkurfrétta, vf.is. fyrir miðri mynd. VF/Hilmar Bragi

Þurfa að vera skýrar forsendur fyrir breytingu á landnotkun

- eða aflétta takmörkun á landnotkun á svæðinu

Fyrirspurn byggð á tveimur tillögum landeigenda um verulega íbúðauppbyggingu á landi Bræðraborgar sem kynnt var á 40. fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar var tekin til afgreiðslu á síðasta fundi ráðsins í liðinni viku. Sigurður Helgi Magnússon, Gunnar M. Magnússon, Magnea Björk Magnúsdóttir Unnar Már Magnússon, Björgvin Magnússon, Sigfús Kristvin Magnússon, Hreinn Rafnar Magnússon og Kristvina Magnúsdóttir, allt eigendur Bræðraborgarlands, gerðu athugasemd við Aðalskipulag Suðurnesjabæjar 2022 til 2034 og kröfðust þess að hverfisvernd verði tekin af Bræðraborgarlandi.

Í tillögu að Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar 2022-2034, svo og í gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Garðs 2013-2030, er ekki gert ráð fyrir íbúðasvæði á þeim hluta Bræðraborgarlands sem erindið snýr að. Rík áhersla er lögð á í skipulaginu að viðhalda ákveðnu búsetulandslagi og taka tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og að við allar framkvæmdir á svæðinu verði horft til heildarmyndarinnar. Í því felst m.a. að uppbygging og endurgerð húsa og mannvirkja stuðli að heildaryfirbragði á svæðinu um leið og dregin sé fram sérstaða þess. Ómeðhöndluð opin náttúrusvæði verði varðveitt eins ósnortin og kostur er.

Stefna aðalskipulagsins, sem nær til þess hluta Bræðraborgarlands sem um ræðir, er mikilvæg og að það þurfa að vera skýrar forsendur fyrir því að breyta þessari stefnu um landnotkun eða aflétta takmörkun á landnotkun á svæðinu.

Erindi landeigenda Bræðraborgarlands fellur ekki að stefnu

Eigendur Nýlendu, Skagabrautar 56 í Garði, hafa óskað eftir að fá að byggja gestahús á grunni gamals hænsnahúss innan lóðar. Afgreiðslu var frestað á fundi framkvæmda- og skipulagsráðs Suðurnesjabæjar á dögunum en

SUÐURNESJABÆR

Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is sveitarfélagsins um hverfisvernd varðandi búsetulandslag, vernd náttúru- og menningarminja, byggðamynstur, heildaryfirbragð, staðaranda og ásýnd byggðar á svæðinu. tekið á ný til afgreiðslu í síðustu viku. Í afgreiðslu ráðsins segir að lóðarréttindi umsækjanda eru ótvíræð. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi vegna endurbyggingu á grunni eldra húss.

Á hinn bóginn er bent á að takmörkuð uppbygging íbúðarhúsnæðis á Bræðraborgarlandi gæti fallið að hverfisvernd svæðisins, þ.e. að því gefnu að uppbyggingin taki tillit til náttúru- og menningarminja á svæðinu og meginstefnu um yfirbragð byggðarinnar á svæðinu austan Útskála að Gerðavegi.

Þær tillögur sem lagðar eru fram af hálfu landeigenda samræmast á engan hátt þeirri stefnu sveitarfélagsins sem sett er fram í Aðalskipulagi Suðurnesjabæjar eins og að ofan er útlistað og er því hafnað í óbreyttri mynd.

This article is from: