1 minute read

Sameinast um keppnisvöll í Reykjanesbæ

n Fimm milljarða króna framkvæmdir við íþróttamannvirki í Reykjanesbæ næstu sjö árin

Stjórnir Knattspyrnudeilda

UMFN og Keflavíkur hafa tekið vel í erindi starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja og svæða í Reykjanesbæ sem gerir ráð fyrir sameiginlegum keppnisvelli félaganna. Viðræður milli félaganna og starfshópsins um uppbygginguna eru hafnar. Þá hefur starfshópnum borist yfir- lýsing frá báðum deildum þar sem þær styðja tillögu starfshóps um sameiginlegan keppnisvöll. Þetta kemur fram í skýrslu starfshópsins sem kynnt var fyrir bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudag. Nánar er fjallað um málið á síðu 2 í Víkurfréttum í dag.

Leggur ljósleiðara á fjölda heimila í Garði

Míla hefur óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Garði í Suðurnesjabæ. Framkvæmdir hefjast um miðjan apríl og er áætlaður framkvæmdatími tveir mánuðir ef vel gengur. Framkvæmdin verður unnin í tveimur áföngum og er áætlað að byrja á teningum í hús við Melteig, Kríuland og Lóuland sem ætti að klárast á tveimur til þremur vikum. Í framhaldi verður farið í seinni áfangann, sem áætlað er að taki fjórar til fimm vikur vikur. Þar eru hús við Heiðartún, Silfurtún,Hraunholt, Lindartún, Eyjaholt, Heiðarbraut, Lyngbraut, Einholt og Urðarbraut.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Mílu.

Vopnað rán var framið í Stapagrilli í Innri-Njarðvík um miðjan dag á mánudag. Maður með hettu, sólgleraugu, grímu fyrir munni og nefi og vopnaður hnífi ógnaði starfsfólki. Hann opnaði sjóðsvél í afgreiðslu og tók þaðan peninga. Upphæðin er um 25.000–30.000 krónur.

„Það kemur hingað inn maður eða strákur í svartri úlpu. Hann var með hettu yfir sér, með sólgleraugu og buff eða eitthvað slíkt fyrir nefinu. Hann kemur að afgreiðsluborðinu og stendur þar í smá stund. Þá tekur hann upp mjög skrítinn hníf og plastpoka. Hann teygir hendina í afgreiðslukassann og opnar hann og byrjar að taka peninginn úr kassanum. Starfsstúlka hjá mér fer þá og reynir að loka kassanum en þá veifar hann hnífnum að henni og hún bakkar snögglega. Hann tekur peninginn og hleypur út og fyrir hornið og bak við húsið þar sem hann hverfur sjónum okkar,“ segir Grétar Þór Grétarsson, eigandi Stapagrills, í samtali við Víkurfréttir um ránið.

This article is from: