1 minute read
Skipafloti Landhelgisgæslunnar verður í Njarðvíkurhöfn
ráðið óskar eftir breyttri útfærslu á því.
Þá hafnar ráðið uppsetningu ljósaskilta við Reykjanesbraut. Stefna um auglýsingaskilti við Reykjanesbraut hefur ekki verið sett. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar einnig auglýsingaskilti á Reykjaneshöll en það samræmist ekki samþykktum skilta.
Hreinsum Rimlagard Nur Og Myrkvunargard Nur
Viljayfirlýsing um uppbyggingu á framtíðaraðstöðu fyrir skipaflota Landhelgisgæslunnar í Njarðvíkurhöfn var undirrituð af dómsmálaráðherra, fulltrúa Landhelgisgæslunnar og Reykjaneshafnar á Marriott hótelinu í Reykjanesbæ síðasta föstudag.
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir að um sé að ræða framtíðarlausn fyrir skipaflota gæslunnar og að eftir um það bil tvö til þrjú ár verði skipaútgerð Landhelgisgæslunnar alfarið flutt í Njarðvíkurhöfn en gæslan fagnar aldarafmæli í júní 2026.
Auðunn Kristjánsson hjá Landhelgisgæslunni segist fagna þessari ákvörðun og verði mikil bylting fyrir stofnunina og eitt skrefið í að efla starfsemi gæslunnar. Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjanesbæ segist afar ánægður með að þessi áfangi sé nú að komast í höfn. Hugmyndin hafi fyrst komið upp fyrir fimm árum síðan.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri segir að þessi skipaklasahugmynd eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á Suðurnesjum, á atvinnulífið og menntun.
Aðilar að þessari viljayfirlýsingu hafa átt í viðræðum um uppbygg- ingu á framtíðaraðstöðu fyrir skipaútgerð Landhelgisgæslu Íslands í Reykjanesbæ. Þau áform hagga ekki útgerð varðskips frá Norðurlandi. Áformin lúta að gerð langtímaleigusamnings um viðlegukant, auk nauðsynlegrar aðstöðu fyrir þau tæki og búnað sem tilheyra rekstrinum, auk veituþjónustu. Markmiðið er að heimahöfn viðkomandi skipa verði Reykjaneshöfn og að starfsemi tengd rekstri þeirra færist að verulegu leyti þangað.
Aðilar að viljayfirlýsingunni lýsa sig reiðubúna til að vinna áfram að því að þessi uppbygging framtíðaraðstöðu verði að veruleika í samræmi við framangreindar áherslur. Landhelgisgæslan hefur lengi horft til þess að komast í varanlega aðstöðu með skipakost sinn þar sem hægt er að tryggja öryggi og starfsaðstöðu bæði fyrir áhafnir og þann búnað sem þarf til reksturs varðskips. Hugmyndir að uppbyggingu fyrir Landhelgigæsluna í Reykjaneshöfn falla vel að þörfum og væntingum stofnunarinnar um hafnaraðstöðu. Ráðherrann hefur lýst þessum hugmyndum fyrir fjárlaganefnd í umræðum um fjármálaáætlun.
Styttir viðbragð með suðurströndinni
Mikill áhugi er hjá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ að gera Reykjaneshöfn að heimahöfn Landhelgisgæsluskipa. Aðstaðan er hentug að mörgu leyti; einungis 6-7 mínútna aksturfjarlægð frá aðstöðu Landhelgisgæslu Íslands á Keflavíkurflugvelli og gott samgöngunet við höfuðborgarsvæðið. Staðsetning skipa Landhelgisgæslunnar í Reykjanesbæ fremur en Reykjavík hefur ekki áhrif á viðbragðstíma til norðurs, svo sem til Vestfjarða, en myndi stytta viðbragðstíma um a.m.k. tvær klukkustundir suður fyrir landið.