1 minute read

Reykjanesbær fái um 75% útgjalda vegna

Fj Rhagsa Sto Ar

Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sjálfstæðisflokki, óskaði eftir svörum bæjaryfirvalda við spurningum er varða fjárhagsaðstoð Reykjanesbæjar vegna 6. máls úr fundargerð velferðarráðs Reykjanesbæjar þann 22. mars 2023. Þar kom fram að í febrúar 2023 fengu 365 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 220 karlar og 145 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 88 heimila sem á bjuggu 184 börn. Alls voru greiddar 55.018.424 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 150.735 kr. pr. einstakling. Í sama mánuði 2022 fengu 152 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð frá Reykjanesbæ, 106 karlar og 46 konur. Fjárhagsaðstoðin var veitt til 34 heimila sem á bjuggu samtals 88 börn. Alls voru greiddar 24.199.275 kr. í fjárhagsaðstoð eða að meðaltali 159.205 kr. pr. einstakling.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, lagði fram svör við fyrirspurn Helgu Jóhönnu en eftirfarandi er fyrirspurnin og svör við henni:

Fjárhagsaðstoð í febrúar 2022 og 2023 til samanburðar. Þarna er um aukningu útgjalda um 127% að ræða og fjölgun heimila um 158%. Ég (Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki) óska eftir því að bæjarfulltrúar fái nánari greiningu á því hvað býr að baki þessari miklu aukningu.

1. Er þetta hrein útgjaldaaukning sem lendir á sveitarfélaginu eða fáum við einhverjar greiðslur á móti, t.d. frá ríkinu?

Svar: Nei, hér er ekki um hreina útgjaldaaukningu hjá sveitarfélaginu að ræða. Varlega má áætla að Reykjanesbær fái um 75% þessara útgjalda endurgreidd frá ríkinu eða rúmlega 41 m.kr. vegna flóttafólks sem fengið hefur vernd á Íslandi og er búsett í Reykjanesbæ. Langfjölmennast í þeim

This article is from: