3 minute read
endurgreidd frá ríkinu
Atvinnuleysi febrúar 2022
Suðurnes 9,50%
Landsbyggðin 5,20%
Höfuðborgarsvæðið 5,30%
Atvinnuleysi febrúar 2023
Suðurnes 5,80%
Landsbyggðin 3,40%
Höfuðborgarsvæðið 3,80% hópi er flóttafólk frá Úkraínu og Venesúela.
2. Hversu stór hluti hennar er vegna íbúa sem hafa búið skemur en ár í sveitarfélaginu?
Svar: 238 íbúar af þeim 365 sem fengu greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu í febrúar 2023 hafa búið skemur en eitt ár í sveitarfélaginu. 57 hafa búið eitt til þrjú ár í sveitarfélaginu og 70 hafa búið lengur en fjögur ár.
3. Hversu stór hluti fellur til vegna umsækjanda um alþjóðlega vernd?
Svar: Ekkert af greiddri fjárhagsaðstoð fellur til vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá greitt skv. sérstökum samningi við ríkið og ber ríkið þann kostnað. Sveitarfélagið leggur út fyrir þeim kostnaði og fær hann að fullu endurgreiddan.
Við erum í afmælisskapi Reykjanes Optikk er eins árs
Af því tilefni bjóðum við 25% afslátt af öllum gleraugum, 15% af öðrum vörum.
Auka gler fylgja með öllum margskiptum glerjum. Tveir heppnir kaupendur fá söluna endurgreidda!
Gildir fimmtudag 1/6 og föstudag 2/6
Við erum á Aðaltorgi - verið velkomin!
Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is
Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is
4. Hverjar eru helstu ástæður þess að þessi stóri hópur þurfi fjárhagsaðstoð, nú þegar atvinnuleysi hefur sjaldan verið minna á svæðinu og fyrirtæki keppast um að ráða til sín starfsfólk.
Svar: Langfjölmennasti hluti þeirra sem eru á fjárhagsaðstoð eru utan vinnumarkaðar og eiga ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða eru með skert réttindi hjá Vinnumálastofnun. Ástæða þess getur verið að einstaklingar hafi ekki áunnið sér að fullu rétt til atvinnuleysisbóta eða hafi fullnýtt réttindi sín hjá Vinnumálastofnun á undanförnum árum í því háa atvinnuleysi sem ríkt hefur á Suðurnesjum.
75% þeirra sem voru á fjárhagsaðstoð í febrúar sl. áttu ekki rétt til atvinnuleysisbóta eða áttu mjög skertan rétt.
Ekki liggur fyrir greining á ástæðu þess að þeir sem eru á fjárhagsaðstoð komast ekki inn á vinnumarkaðinn en gera má ráð fyrir því að ástæðurnar séu fjöl - þættar, m.a. að ekki finnist vinna við hæfi, t.d. vegna skertrar starfsgetu, menntun er ekki í samræmi við þarfir vinnumarkaðarins, tungumálahindranir eða heilsufarsástæður svo eitthvað sé nefnt. Einnig er vinnumarkaðurinn að flytja inn erlent vinnuafl til starfa og má ætla að það hafi líka áhrif á starfsmöguleika fólks í atvinnuleit.
5. Getum við fengið greiningu á því hvernig staðan er á vinnumarkaði á hverjum tíma til samanburðar?
Svar: Velferðarsvið hefur ekki undir höndum aðrar upplýsingar en þær sem hægt er að nálgast hjá Vinnumálastofnun. Þar sjáum við að atvinnuleysi milli febrúar 2022 og febrúar 2023 hefur minnkað verulega á milli þessara mánaða/ ára og meira á Suðurnesjum en á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu sem er jákvætt. Atvinnuleysið er þó enn hærra á Suðurnesjum en á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sem er miður.
Slökkviliðið undirmannað í stórum útköllum
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja er undirmannað þegar stór útköll eru í gangi. Þetta kom fram í máli Jóns Guðlaugssonar á síðasta fundi stjórnar Brunavarna Suðurnesja.
Skýrsla slökkviliðsstjóra segir að liðinn mánuður hafi verið nokkuð sérstakur vegna tveggja skipsbruna og bruna í einbýlishúsi. „Það eru fjölmörg ár liðin frá því að við höfum fengið bruna af þessum toga með svo stuttu millibili. Í þessum útköllum hefur komið í ljós að við erum í raun undirmannaðir þegar stór útköll eru í gangi og þegar á sama tíma er fjöldi sjúkraflutninga sem þarf að sinna, en það kemur alltaf betur í ljós þegar mikið liggur við hversu þéttan og góðan hóp starfsmanna við höfum til þess að leysa þessi krefjandi verkefni,“ segir Jón í skýrslu sinni. Til þess að bregðast við hafa Brunavarnir Suðurnesja, BS, stigið skref til þess að fjölga í varaliði BS og er sá hópur að fara á námskeið nú í maí í slökkvifræðum og mun taka bakvaktir í sumar og um helgar.
Skógræktarfélag Íslands og Nettó tryggja aðgengi að skógum landsins
Nettó og Skógræktarfélag Íslands hafa skrifað undir samstarfssamning um verkefnið Opinn skógur. Markmiðið með samstarfinu er að bæta aðstöðu og auka aðgengi á opnum skógræktarsvæðum í alfaraleið og miðla fræðslu um lífríki, náttúru og sögu svo almenningur geti nýtt sér skógana til áningar, útivistar og heilsubótar. Með samningnum er rekstur verkefnisins tryggður út næsta ár auk þess sem unnið verður að kynningu á því.
Opnir skógar eru nú sautján talsins, öllum opnum og staðsettir víðsvegar um landið. Skógarnir eru allir með góða útivistaraðstöðu og verður unnið áfram að þróun og bættu aðgengi þannig að sem flestir landsmenn geti notið þeirra miklu gæða sem felast í skógunum.
„Þessi samningur skiptir okkur miklu máli og tryggir rekstur
Opinna skóga fram á næsta ár,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
„Nú munum við kynna verkefnið enn frekar og hvetja landsmenn til að sækja í skógana enda er þar að finna frábæra aðstöðu til samveru og útivistar enda er þekkt að skógarvist bætir heilsu og hamingju fólks.“
„Þetta verkefni fellur vel að umhverfisstefnu okkar hjá Nettó en við erum alltaf með það markmið að lágmarka umhverfisáhrifin af starfseminni eins og hægt er. Skógræktarfélagið er mikilvæg stoð í náttúru- og umhverfisvernd hér á landi og erum við því gríðarlega ánægð með þetta samstarf,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- stjóri Nettó. „Við hvetjum alla sem eru að ferðast um landið að stoppa við í Nettó skógunum út um allt land, taka sér göngu eða nestispásu og njóta náttúrufegurðarinnar á ferðinni um landið.“