1 minute read

Sjóarinn síkáti syngur sig inn í hug og hjörtu landsmanna

Fiskisúpa áður en haldið er á bryggjutónleika á föstudagskvöldinu

Sjóarinn síkáti er sjómanna- og fjölskylduhátíð sem fram fer í Grindavík um helgina. Hátíðin fer fram um sjómannadagshelgina ár hvert, þ.e. fyrstu helgina í júní. Grindvík er einn öflugasti sjávarútvegsbær landsins og því mikið um að vera þessa helgi í tilefni sjómannadagsins. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, segir mikla eftirvæntingu vera eftir hátíðinni í ár.

Grindvíkingar taka forskot á sæluna í byrjun vikunnar og byggja upp stemmningu fyrir hátíðinni með viðburðum sem reka hvern annan. Miðvikudagskvöldið 31. maí verður t.d. kvikmyndin Nýtt líf sýnd í Kvikunni, menningarhúsi og fimmtudagskvöldið 1. júní verða tónleikar á veitingahúsum bæjarins.

GRINDAVÍK

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is

Margir bíða spenntir eftir föstudagskvöldinu. Í ár er bryddað upp á þeirri nýjung að Nettó býður Grindvíkingum og gestum upp á fiskisúpu fyrir utan íþróttamannvirkin áður en litaganga leggur af stað í átt að hátíðarsvæðinu neðan við Kvikuna. Þar verður líka lukkuhjól fyrir börnin, tónlist og fleira spennandi.

This article is from: