1 minute read
vf is
VERKLEG KENNSLA Í REYKJAVÍK, AKUREYRI, AKRANESI OG Á SAUÐÁRKRÓKI
Skráning á aktu.is
Rétturinn
„Við bjóðum alla landsmenn velkomna með okkur í litagönguna og í framhaldi á skemmtilega bryggjutónleika sem ættu að henta allri fjölskyldunni,“ segir Eggert.
Á hátíðarsviðinu kemur fram landsþekkt tónlistarfólk; KK, Daniil, Klara Elías og FLOTT. Kynnar kvöldsins verða Vinir Ragga Bjarna, þeir Björgvin Frans Gíslason og Ásgeir Páll Ásgeirsson.
Á laugardeginum er öllum boðið í skemmtisiglingu áður en við tekur fjölskyldudagskrá á hátíðarsviðinu. Knattspyrnudeild UMFG er að skipuleggja furðubolta og ungmennaráð götuboltamót. Skráning í mótið er hafin á grindavik.is og geta ungmenni, sextán ára og eldri, tekið þátt.
Um kvöldið fer fram sjómannaball á vegum UMFG en það hefur verið vel sótt undanfarin skipti sem það hefur farið fram.
Á sjómannadeginum sjálfum fara fram hefðbundin hátíðarhöld í tilefni dagsins. Sjómannaþraut- irnar vekja alltaf mikla athygli en keppt er í koddaslag, kararóðri og flekahlaupi.
Í ár verður afhjúpaður nýsmíðaður áttæringur en áttæringar og aðrir árabátar voru þau skip sem Grindvíkingar, og reyndar landsmenn allir, treystu á öldum saman. Báturinn er einstök smíði og á án efa eftir að vekja mikla athygli.
Svipmyndir frá Sjóaranum síkáta á síðasta ári.
Eggert segist að lokum hvetja
Suðurnesjamenn og landsmenn alla til að eiga góða helgi í Grindavík og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.
Dagskrá helgarinnar má finna á sjoarinnsikati.is en nánari upplýsingar um einstaka viðburði er einnig að finna á grindavik.is