Prologus Eins og allir vita þá voru sveitarstjórnarkosningar vorið 2014. Hér í Þingeyjarsveit voru, einu sinni sem oftar, skólamálin í brennidepli. Þar sem mikið hefur gerst síðan finnst mér eðlilegt að halda því til haga eins og því sem áður var komið. Enn sem fyrr mun ég láta mínar hlutdrægu skoðanir í ljósi og minni á að þetta er ekki skyldulesning. Bara svo það sé á hreinu þá styð ég ekki Samstöðu en vil hafa Stórutjarnaskóla í friði.* *Ég efast ekki um að annars bíði hans sama slátrun og Litlulaugaskóla.
2|Page
Skólastefna Samstöðu
Stóra (lyga) loforðið
3|Page
Ég hef afskaplega litla trú á starfsstöðvafyrirkomulagi. Nægir að líta til reksturs Þingeyjarskóla hér sem hafði gengið illa með tilheyrandi óánægju foreldra og nemenda og sálfræðikostnaði starfsfólks. Hins vegar virtust Reykdælingar vita mjög snemma að á þá myndi halla í þessu sameiningarferli.
4|Page
ÍBÚAKOSNING ER EITT AF ÞESSUM TÍSKUORÐUM SEM HLJÓMA AFSKAPLEGA LÝÐRÆÐISLEGA OG FALLEGA. HINS VEGAR ER NÁKVÆMLEGA EKKERT LÝÐRÆÐISLEGT VIÐ ÍBÚAKOSNINGU Í „HLUTA“ SVEITARFÉLAGS. ÞAÐ ER EKKI ÍBÚAKOSNING SKV. LAGANNA HLJÓÐAN.
5|Page
Um leið og fyrir lá hvaða listar byðu fram og fyrir hvað þeir stóðu hófu Reykdælingar að berjast fyrir skólanum sínum. Aldrei heyrðist múkk frá Aðaldælingum. Það er bara eins og þeir hafi vitað að þeir hefðu ekkert að óttast. Mér fannst það alltaf liggja ljóst fyrir að Hafralækjarskóli yrði fyrir valinu. Mér finnst líka fullkomlega eðlilegt að sveitarstjórn ráði því hvar hún hefur sameinaðan skóla, hún er jú kosin til þess að taka ákvarðanir. Mér finnst hins vegar óþolandi þegar valdhafar draga þegna sína á asnaeyrunum og bíta höfuðið af skömminni með því að eyða sameiginlegu fé í það. Ef það var búið að ákveða eða semja um að skólinn yrði í húsnæði Hafralækjarskóla átti að segja það strax og sleppa þessum blekkingarleik.
Aðalsteinn Már skrifaði nokkrar greinar og birti á www.641.is 13/05/2014
Ættarveldin? Öll eiga þau fulltrúa í sveitarstjórn núna.
Þegar einstaklingur kemur inn í nýtt umhverfi, nýtt samfélag, tekur það hann alltaf einhvern tíma til þess að komast að því hverjar hinar óskráðu reglur samfélagsins eru. Þetta eru svona atriði eins og hvers konar hegðunar er ætlast til, hvað Aðalsteinn Már sé óásættanlegt, um hvað má tala, hverjum maður mótmælir ekki o.s.frv. Um slíkar óskráðar reglur er líka yfirleitt ekki rætt og því er nánast eina leiðin til þess að finna út hverjar reglurnar eru að brjóta þær. Þá tekur maður eftir því að þeir sem vita betur og þekkja reglunar gefa frá sér merki sem manni er ætlað að lesa í og þannig átta sig á mistökunum.
6|Page
Flestir virða óskráðu reglurnar í sínu samfélagi, enda er þeim fáu sem gera það ekki nánast haldið utan hópsins og þeir þannig stöðugt minntir á stöðu sína á jaðri samfélagsins. Slíkt er sjaldnast til stórra vandræða, jafnvægi næst þar sem þessir aðilar sætta sig þennan kostnað þess að vera öðruvísi. Hins vegar skapar það oft stór vandamál þegar nýir einstaklingar neita bæði að samþykkja reglu og að vera settir út í kuldann fyrir það eitt að vilja uppræta eitthvað sem þeim finnst byggja á fáranleika og einþykkni, en það gera einmitt margar óskráðar reglur – það má bara sjaldnast ræða það. Ég hef aldrei geta áttað mig á því hvers vegna sumir í Þingeyjarsveit verða skrítnir í framan, flissa kjánalega eða setja upp hneykslunarsvip þegar talað er um Lauga sem þéttbýliskjarna. Vissulega eru Laugar það ekki út frá skilgreiningu, enda þarf byggðakjarni að ná 200 lögíbúum til að teljast þéttbýli samkvæmt Hagstofu Íslands.
Sjaldan séð sannari orð.
Reyndar má alveg benda á í þessu sambandi með skilgreininguna að ef litið er á nemendurnar í heimavist Framhaldsskólans sem íbúa (en þeir eru ekki skráðir þar með lögheimili og teljast því ekki með) þá falla Laugar vissulega undir það að vera þéttbýli í u.þ.b. 8 mánuði á ári. En þetta er nú aukaatriði því það sem málið snýst raunverulega um er hvaða augum íbúar Þingeyjarsveitar líta Laugar. Eru Laugar þjónustukjarni í sveitarfélaginu? Hvaða hlutverki gegna þeir? Skipta Laugar og hlutverk þeirra einhverju máli fyrir sveitarfélagið? Það er auðvitað fullkomlega eðlilegt að þeir sem búa nærri þéttbýliskjörnunum Húsavík og Akureyri sæki þangað þjónustu og eigi því sjaldan erindi í Laugar. Þessir íbúar þurfa fyrir sínar persónulegu þarfir ekkert á Laugum að halda og fá ekki svo glöggt séð að Laugar séu einhver kjarni sem veiti einhverja þjónustu. Íbúar á og nærri Laugum sækja líka mikla þjónustu annað og gætu vel sótt hana alla annað, líkt og hinir. Á sama tíma verður því ekki neitað að það er mikið hagræði fólgið í því fyrir þá íbúa Þingeyjarsveitar sem geta nýtt sér það að ýmis þjónusta er í boði á Laugum. Mér finnst þetta ekki heldur bara snúast um það hvort fólk þarf og/eða notar Laugar heldur miklu frekar hvaða hugarfar fólk hefur. Skipta Laugar einhverju máli fyrir Þingeyjarsveit? Skipta þeir meira máli en aðrir staðir? Er rekstur og uppbygging sveitarfélagsins á einhvern hátt tengdur Laugum? Þetta eru stórar spurningar og ég
7|Page
hef grun um að íbúar Þingeyjarsveitar svari þeim á ansi ólíkan hátt en hvernig við svörum þeim ræður sjálfsagt miklu um það með hvaða huga hver og einn lítur Lauga. Til að rekstur sveitarfélagsins okkar gangi upp og að það haldist búsældarlegt í Þingeyjarsveit skipta atvinnutækifæri mestu máli. Ég efa það ekki að fleiri myndu vilja búa í Þingeyjarsveit en gera það í dag. Þetta fólk bíður eftir húsnæði og atvinnutækifærum. Um allan heim hefur þróun síðustu áratuga verið flutningur fólks úr dreifðri byggð í þéttbýli. Störfum í landbúnaði fækkar með tilkomu meiri tækni sem kallar á stærri bú á bak við hvern rekstur. Þingeyjarsveit er ekki undanskilin þessari þróun og á sama tíma og íbúum sveitarfélagsins utan Lauga hefur fækkað um rúm 10% á síðustu 10 árum hefur íbúum á Laugum fjölgað um 18%. Einhverjir kunna að sjá þessa þróun sem einhvers konar ógn við hinar blómlegu dreifðu sveitir og telja að rétt sé að berjast gegn þessari þróun af þeim sökum. Ég tel miklu frekur að við eigum að efla það sem er í vexti og þá muni hitt fylgja með. Kæru sveitungar byggjum saman upp, verum framsýn og finnum leiðir til nýrra atvinnutækifæra í sveitarfélaginu okkar. Berum hag heildarinnar fyrir brjósti, skoðum hug okkar og hjörtu. Látum leiðast áfram af vilja til að standa öll saman að uppbyggingu. Burtu með fordóma! Aðalsteinn Már Þorsteinsson.
Gott að hafa þetta í huga varðandi væntingavístölu íbúafjölgunar.
23/05/2014
Opið bréf til Samstöðu
Þar sem mér þykir margt benda til þess að Samstaða ætli sér ekki að bjóða upp á neinn opinn íbúafund um stefnu sína sé ég mig knúinn til þess að leggja fram fyrirspurnir á þennan hátt og óska ég eftir því að þeim verði svarað fyrir kosningar.
1. Samstaða hyggst (nái hún meirihluta í sveitarstjórn), í kjölfar íbúakosninga á skólasvæði Þingeyjarskóla, taka ákvörðun um það hvort Þingeyjarskóli flytjist allur á Hafralæk eða Lauga (kjósi íbúarnir að hann verði á einni starfstöð). Ákvörðun sína ætlar Samstaða að taka með hagkvæmni að leiðarljósi út frá mati á faglegum, fjárhagslegum og félagslegum þáttum. 1. Hver mun framkvæma matið sem þarf að fara fram? 2. Verður það unnið samhliða því mati sem á að fara fram fyrir íbúakosningarnar og á að tryggja að íbúarnir taki sem upplýstasta ákvörðun eða ekki fyrr en eftir íbúakosningarnar? 3. Hvers vegna fá íbúarnir ekki að kjósa út frá því mati sem Samstaða hyggst síðan taka ákvörðun sína út frá, þ.e. að fá uppgefið staðsetninguna sem er hagkvæmari áður en þeir kjósa? 4. Hvers vegna hyggst Samstaða etja íbúum saman í kosningu um viðkvæmt mál fyrst hún er reiðubúin að taka erfiða ákvörðun um málið byggða á greinargerð sérfræðinga ef þátttaka í íbúakosningunni nær ekki 50%? 5. Af hverju, fyrst hægt er að fá slíka greinargerð, lét núverandi meirihluti ekki gera það áður en hann tók ákvörðun um sameiningu skólanna fyrir tveimur árum og tók ákvörðun þá byggða á slíku mati? 2. Hvers vegna telur Samstaða að leikskóli einn og sér án grunnskóla (á Hafralæk eða Laugum í framtíðinni fari grunnskóladeildir Þingeyjarskóla báðar undir eitt þak á hinum staðnum) sé ekki fámenn og veik eining en að sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir t.d. 1.-7. bekk sé það? 1. Er það álit Samstöðu að fámenn eining sé alltaf veik eining eða eru bara sumar fámennar einingar veikar? 2. Hvað gerist svona stórkostlegt í þroska barna við sex ára aldur sem gerir það að verkum að skóli fyrir 1-5 ára er nærþjónusta en fyrir 6 ára og eldri hugsanlega ekki? 3. Samstaða greinir frá væntingum um fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla með tilkomu Vaðlaheiðarganga og er það talið upp sem ein af ástæðum þess að ekki kemur til greina að samreka skólann með öðrum skólum sveitarfélagsins. Þetta vekur hjá mér nokkrar spurningar. 1. Á Þingeyarsveit, eða hyggst Samstaða láta Þingeyjarsveit kaupa, land á skólasvæði Stórutjarnaskóla til þess að skipuleggja íbúabyggð og stýra með því hvar byggð eflist eða treystir Samstaða á tilviljunarkennda jákvæða þróun í kjölfar gangnanna drifna áfram af landeigendum á svæði Stórutjarnaskóla eingöngu?
8|Page
2. Hvar er að finna skýrslur um afleiðingar á tilkomu Vaðlaheiðagangna sem boða fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram fjölgun á skólasvæði Hafralækjarskóla eða Litlulaugaskóla? 3. Segja skýrslur og reynslan annars staðar frá að aldurssamsetning þeirra sem væntanlegt er að flytji inn á skólasvæði Stórutjarnaskóla sé þannig að börn á grunnskólaaldri verði mörg í þeim hópi? 4. Hvar má finna dæmi þess frá nágrannalöndum okkar þar sem jarðgöng hafa þau áhrif sem gefið er í skyn að Vaðlaheiðagöng muni hafa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram hin? 5. Hefði væntanleg uppbygging á Þeystareykjum og Bakka, sem nú er að verða að veruleika, ekki átt að fría Hafralækjaskóla á sama hátt frá þeim breytingum sem búið er að fara í líkt og Vaðlaheiðagöng virðast gera, í augum Samstöðu, með Stórutjarnaskóla? Með von um skýr og greinargóð svör sem geta hjálpað mér þegar kemur að því að taka upplýsta og skynsama ákvörðun í kjörklefanum þann 31. maí nk. Aðalsteinn Már Þorsteinsson, Hjalla.
27/05/2014
Svar Samstöðu
Svar við opinni fyrirspurn Aðalsteins Más Þorsteinssonar til A- lista Samstöðu. Sæll Aðalsteinn og þakka þér tilskrifin. Fyrst er rétt að benda á að Samstaða er þegar búin að bjóða upp á opinn íbúafund, það var gert í Ljósvetningabúð í apíl. Samstaða bauð Sveitungum upp á að halda sameiginlegan opinn íbúafund, því var hafnað. Samstaða býður upp á spjallfundi í Golfskálanum í Lundi þriðjudagskvöldið 27. maí klukkan 20.30, Veiðiheimilinu í Nesi fimmtudaginn 29.maí klukkan 14.00 og í Kiðagili fimmtudagskvöldið 29. maí kl. 20:30. Þessir fundir eru opnir öllum íbúum Þingeyjarsveitar. Svo allt sé með sem skýrustum hætti eru spurningar þínar feitletrarðar og svör okkar koma þar á eftir. Samstaða hyggst (nái hún meirihluta í sveitarstjórn), í kjölfar íbúakosninga á skólasvæði Þingeyjarskóla, taka ákvörðun um það hvort Þingeyjarskóli flytjist allur á Hafralæk eða Lauga (kjósi íbúarnir að hann verði á einni starfstöð). Ákvörðun sína ætlar Samstaða að taka með hagkvæmni að leiðarljósi út frá mati á faglegum, fjárhagslegum og félagslegum þáttum. 1. Hver mun framkvæma matið sem þarf að fara fram? Matið kemur til með að verða framkvæmt af óháðum sérfræðingum, við höfum ekki gengið til samninga við þáþar sem kosningum er ekki lokið. 2. Verður það unnið samhliða því mati sem á að fara fram fyrir íbúakosningarnar og á að tryggja að íbúarnir taki sem upplýsasta ákvörðun eða ekki fyrr en eftir íbúakostningar ? Það er eitt og sama matið og því geta íbúarnir tekið upplýsta ákvörðun, byggða á málefnanlegum rökum. Þetta teljum við að sé jákvætt skref til aukins íbúalýðræðis í sveitafélaginu.
9|Page
3. Hvers vegna fá íbúarnir ekki að kjósa út frá því mati sem Samstaða hyggst síðan taka ákvörðun sína út frá, þ.e. að fá uppgefið staðsetninguna sem er hagkvæmari áður en þeir kjósa? Íbúarnir fá að kjósa út frá því mati. 4. Hvers vegna hyggst Samstaða etja íbúum saman í kosningu um viðkvæmt mál fyrst hún er reiðubúin að taka erfiða ákvörðun um málið byggða á greinargerð sérfræðinga ef þátttaka í íbúakosningunni nær ekki 50%? Samstaða er alls ekki að etja íbúum saman. Við bjóðum þeim að taka þátt í lýðræðislegri ákvörðun um framtíðarskipan fræðslumála í sveitafélaginu. Deilur um skólamál eru ekki nýtilkomnar og við getum ekki með nokkrum móti skilið afhverju íbúar ættu ekki að fá að kjósa um þetta mikilvæga mál. 5. Af hverju, fyrst hægt er að fá slíka greinargerð, lét núverandi meirihluti ekki gera það áður en hann tók ákvörðun um sameiningu skólanna fyrir tveimur árum og tók ákvörðun þá byggða á slíku mati? Vegna þess að núverandi meirihluti lofaði því að engar breytingar yrðu á staðsetningu skólahalds á kjörtímabilinu og Samstaða stendur við gefin loforð. Núverandi stefna er ný, tekin af því fólki sem nú starfar í Samstöðu og þar af leiðandi höfum við hvorki haft ráðrúm né umboð til þess að fara út í slíka greinargerð. Hvers vegna telur Samstaða að leikskóli einn og sér án grunnskóla (á Hafralæk eða Laugum í framtíðinni fari grunnskóladeildir Þingeyjarskóla báðar undir eitt þak á hinum staðnum) sé ekki fámenn og veik eining en að sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir t.d. 1.-7. bekk sé það? 1. Er það álit Samstöðu að fámenn eining sé alltaf veik eining eða eru bara sumar fámennar einingar veikar? Eðli grunnskóla og leikskóla er ekki sú sama. Grunnskóli er lögbundin þjónusta þar sem nemendum ber skylda til að sækja skólann en leikskóli er ekki lögbundin þjónusta auk þess sem forráðamönnum er valfrjálst hvort þeir nýti sér leikskólann eða ekki og þurfa að greiða fyrir þjónustuna. 2. Hvað gerist svona stórkostlegt í þroska barna við sex ára aldur sem gerir það að verkum að skóli fyrir 1-5 ára er nærþjónusta en fyrir 6 ára og eldri hugsanlega ekki? Lögboðin fræðsluskylda hefst við 6 ára. Þar sem leikskóli er ekki lögbundinn þjónusta þá er ekki skipulagður skólaakstur fyrir leikskólabörn. Þar af leiðir að akstursþjónusta er ekki sú sama. Forráðamenn þurfa að koma barni sínu sjálfir í leikskóla, en skólabíll sér um að koma nemendum í grunnskóla. Mikilvægt er að forráðamenn þurfi ekki að aka langar vegalengdir í leikskólann áður en þeir komast til vinnu. Við hjá Samstöðu höfum mikinn metnað fyrir starfsemi leikskólanna í sveitarfélaginu, enda teljum við að þar sé unniðmetnaðarfullt og faglegt starf. Samstaða greinir frá væntingum um fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla með tilkomu Vaðlaheiðarganga og er það talið upp sem ein af ástæðum þess að ekki kemur til greina að samreka skólann með öðrum skólum sveitarfélagsins. Þetta vekur hjá mér nokkrar spurningar. 1. Á Þingeyarsveit, eða hyggst Samstaða láta Þingeyjarsveit kaupa, land á skólasvæði Stórutjarnaskóla til þess að skipuleggja íbúabyggð og stýra með því hvar byggð eflist eða treystir Samstaða á tilviljunarkennda jákvæða þróun í kjölfar gangnanna drifna áfram af landeigendum á svæði Stórutjarnaskóla eingöngu? Ef þú skoðar aðalskipulag Þingeyjarsveitar þá sérðu að á öllum skilgreindum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu eru skipulagðar byggingarlóðir sem eru í eigu sveitarfélagins. Þessir skilgreindu þéttbýliskjarnar
10 | P a g e
Spurningunni er ekki svarað.
eru: Laugar, Stórutjarnir og Iðjugerði. Þess fyrir utan mun Samstaða fagna einkaframtaki í þessum efnum. 2. Hvar er að finna skýrslur um afleiðingar á tilkomu Vaðlaheiðagangna sem boða fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram fjölgun á skólasvæði Hafralækjarskóla eða Litlulaugaskóla? Við vitum ekki til þess að nein slík skýrsla sé til enda erum við að vitna til væntinga íbúa m.a. á skólasvæði Stórutjarnaskóla sem og væntinga okkar í Samstöðu um íbúafjölgun í sveitarfélaginu öllu. Við erum ekki að vitna til skýrslu. 3. Segja skýrslur og reynslan annars staðar frá að aldurssamsetning þeirra sem væntanlegt er að flytji inn á skólasvæði Stórutjarnaskóla sé þannig að börn á grunnskólaaldri verði mörg í þeim hópi? Það er óumdeilt að jarðgöng geta haft mikil áhrif, þau m.a. stækka atvinnusvæði og atvinna er ein af meginforsendum fyrir búsetu. Við tökum aftur fram að þetta eru væntingar. Þetta er ekki byggt á skýrslum. 4. Hvar má finna dæmi þess frá nágrannalöndum okkar þar sem jarðgöng hafa þau áhrif sem gefið er í skyn að Vaðlaheiðagöng muni hafa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram hin? Okkur er ókunnugt um dæmi frá nágrannalöndum. 5. Hefði væntanleg uppbygging á Þeystareykjum og Bakka, sem nú er að verða að veruleika, ekki átt að fría Hafralækjaskóla á sama hátt frá þeim breytingum sem búið er að fara í líkt og Vaðlaheiðagöng virðast gera, í augum Samstöðu, með Stórutjarnaskóla? Skólastefna Samstöðu er ekki sett Nefnilega fram til að fría einhvern og hygla öðrum. Vegna landfræðilegra þátta og hve vegalengdir í sveitafélaginu eru miklar teljum við ekki raunhæft að velta upp möguleikanum á einum skóla sem starfræktur yrði miðssvæðis í sveitafélaginu. Þess vegna er það stefna Samstöðu að reka tvo skóla. Ef það verður fjölgun á skólasvæðum í Þingeyjarsveit eins og við að sjálfsögðu vonum, þá erum við vel í stakk búinn til að taka við þeirri fjölgun sama hvar hún kemur fram. Vonum að svör okkar hjálpi þér við að taka ákvörðun þann 31. maí næstkomandi. Bestu kveðjur X A -Samstaða.
11 | P a g e
Væntingar settar fram sem rök.
Væntingar, aftur.
30/05/2014
Grein frá Sigurlaugu Svavarsdóttur
Kæru sveitungar, mig langar til að fara hér nokkrum orðum um skólamál í Þingeyjarsveit, sveitinni okkar allra. Nú rekur Þingeyjarsveit 2 grunnskóla í sveitarfélaginu, þeir eru starfræktir á þremur stöðum, og á öllum þremur stöðunum eru reknar leikskóladeildir og tónlistardeildir innan grunnskólanna.
Hárrétt.
Gríðarlega erfitt að fá skýr svör frá lögfræðisviði sambands ísl. sveitarfélaga.
Þingeyjarskóli varð til haustið 2012 með sameiningu Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla í eina stofnun. Mér virðist sú sameining hafa verið unnin í nokkru fljótræði og án vel skilgreindra markmiða um hvað nákvæmlega skyldi nást fram með þeirri sameiningu. Sameining þessi var samþykkt á fundi sveitarstjórnar hinn 20. október 2011. Á auglýstri dagskrá er enginn dagskrárliður sem fjallar um sameiningu skóla, þar er hins vegar tekin fyrir, samkvæmt dagskrá, fundargerð fræðslunefndar, þar sem : „Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að hún láti bera saman kostnað við rekstur 3ja skóla eins og nú er annars vegar og hins vegar kostnað við rekstur tveggja skóla þ.e. Stórutjarnaskóla, og Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla sameinaða að Hafralæk annars vegar og hins vegar Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla sameinaða að Laugum.“ Afgreiðsla sveitarstjórnar á þessari tillögu er svohljóðandi: „Sveitarstjórn ákveður að verða ekki við tilmælum um útreikning. Sveitarstjórn samþykkir að Hafralækjarskóli og Litlulaugaskóli verði sameinaðir í eina stofnun með tveimur starfsstöðvum. Þessi breyting taki gildi frá og með 1/8 2012. Skipaður verður starfshópur til að undirbúa breytinguna. Stórutjarnaskóli starfi áfram sem sérstök stofnun. Samþykkt samhljóða.“ Búið og gert, ákvörðun sem tekin er með þessum hætti og ekki auglýst í dagskrá fundar virðist gerð í fljótræði og má efast um réttmæti hennar. 12 | P a g e
Skemmst er frá að segja að þessi sameining hefur valdið óöryggi og talsverðri ólgu meðal starfsfólks og nemenda þeirra skóla sem sameinaðir voru. Ráðinn var skólastjóri sem áður hafði starfað við annan þennan skóla en ekki auglýst eftir nýjum yfirmanni. Starfsfólk skólanna, foreldrar og nemendur hafa ekki vissu fyrir því hvernig skólamálum verði hagað hér í sveit til lengri tíma. Þetta er vont, það er vont að hafa ekki góðan undirbúning, skýr markmið og stefnu í svo viðkvæmum málaflokki. Við sem stöndum að framboðinu Sveitungar teljum að fyrsta skref sem þurfi að taka í skólamálum sé að sameina alla grunnskóla sveitarfélagsins í eina stofnun með einum yfirmanni, sem allra fyrst. Þannig má ná fram samræmi í rekstri, samnýtingu starfsfólks, meiri faglegum styrk með samráði og samstarfi. Vel mætti hugsa sér að fagmenn innan skólanna gætu með námskeiðum áunnið sér réttindi til að sinna þeirri sérfræðiþjónustu sem nú er keypt utan frá Ennfremur er þetta hugsanlega leið til þess að ná fram sameiginlegum markmiðum allra íbúa sveitarfélagsins og sameiginlegri ábyrgð okkar allra á þessum dýra, mikilvæga málaflokki. Svo virðist sem margt bendi til þess að núverandi sveitarstjórn hyggist leggja af grunnskóla á Laugum. Atkvæðagreiðsla sú sem nú er boðuð er ekki til þess fallin að sætta sjónarmið, hún ýtir fremur undir togstreitu og þar að auki er það niðurstaða úttekta á skólamálum hér í sveit að enginn vill missa skólastarf úr sínum sveitarhluta, þetta vitum við öll. Það er ekki góð stjórnsýsla að okkar mati að ætlast til að hluti íbúa sveitarfélags taki ákvörðun um framtíðarskipan svo viðamikils málaflokks, þegar kemur að slíkri ákvörðun hljóta allir að bera sameiginlega ábyrgð, annað teljum við ekki lýðræðisleg vinnubrögð. Sú hugmynd að loka grunnskóla á Laugum tel ég afar varhugaverða. Þar er unnt að stunda nám frá leikskólaaldri og fram á
Ekki bara ég
Væntingar íbúa um fólksfjölgun á staðnum sínum eru misréttháar, greinilega.
háskólastig, þar er þéttbýlismyndun sem hefur talsverða þjónustu í boði og þar er nú fjölgun ungra barnafjölskyldna. Ungt barnafólk setur það fyrir sig að flytja í lítið þéttbýli sé þar ekki starfandi skóli. Ennfremur tel ég það skyldu okkar að styðja við einn stærsta vinnustað sveitarfélagsins sem er Framhaldsskólinn á Laugum, eitt af því sem styrkir stjórnvöld í því að reka áfram lítinn framhaldsskóla í dreifbýli er nýting heimamanna á skólanum, Reykdælingar hafa verið duglegir að nota
13 | P a g e
skólann og er það meðal annars vegna samvinnu skólanna, þar hafa grunnskólanemendur stundað íþróttir, tekið námsáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla og ekki síst kynnst skólanum og félagslífinu þar. Margt fleira mætti rita hér um skólamál en ég læt staðar numið að sinni. Munið bara að nýta kosningaréttinn ykkar, hann er dýrmætur. Sigurlaug Svavarsdóttir Brún (er á lista Sveitunga til sveitarstjórnarkosninga )
05/07/2014
Þrjár nýjar skýrslur.
149. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn 3. júlí sl. og fyrir fundinum lágu þrír samningar milli sveitarfélagsins og þriggja aðila um ráðgjöf vegna skólamála Þingeyjarskóla. Umræddir samningar eru við HLH ehf. um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla, samningur við Ráðbarð sf. um viðhalds- og rýmisþörf og samningur við Skólastofuna slf. rannsóknir-ráðgjöf um skólaskipan. Heildarkostnaður er talinn allt að 3,6 millj.kr. Sjá alla fundargerðina hér
Samt ekki ástæða til neinna breytinga. Alla vega ekki mikilla.
Arnór Benónýsson oddviti lagði til að samningarnir yrðu samþykktir ásamt viðauka við fjárhagsáætlun 2014, sem er allt að 3,6 millj.kr. sem mætt verði með handbæru fé. Formanni fræðslunefndar verður falið að kynna samningana í Fræðslunefnd að loknu sumarleyfi. Var það samþykkt með fimm atkvæðum A-listans, en fulltrúar T-listans sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun: „Við fulltrúar T-listans fögnum því að gera eigi vandaða úttekt sem taki til flestra þátta í rekstri Þingeyjarskóla. Hins vegar teljum við það skammsýni að gera ekki nú þegar heildarúttekt á öllu skólastarfi Þingeyjarsveitar og sitjum því hjá við atkvæðagreiðslu um verksamninga þá sem nú eru lagðir fram til samþykktar.“ Sálfræðikostnaður upp á eina og hálfa milljón Í fundargerð fræðslnefndar frá því í byrjun apríl sl. segir að formaður fræðslunefndar Margrét Bjarnadóttir og þáverandi varaoddviti Arnór Benónýsson hefðu heimsótt allar starfsstöðvar Þingeyjarskóla í mars og rætt við starfsfólk um hvernig samstarf starfsstöðvana hefði gengið frá stofnun Þingeyjarskóla. Þau hafi skynjað ákveðna erfiðleika hjá starfsfólki sem var rakið til sameiningar skólanna. Skólastjóri Þingeyjarskóla hafði samband við Kristján Má Magnússon sálfræðing hjá Reyni Ráðgjafastofu til að fá ráðgjöf varðandi áframhaldandi starf stofnunarinnar. Í framhaldi af viðræðum skólastjóra við Kristján Má Magnússon sálfræðing sem hún kynnti fundarmönnum leggur fræðslunefnd til að samið verði við Kristján um aðstoð við að greina stöðuna í skólanum. Á fundi sveitarstjórnar þann 10. apríl s.l. samþykkti sveitarstjórn tillögu Fræðslunefndar um að samið yrði við Reyni ráðgjafastofu um ráðgjöf varðandi starfsemi Þingeyjarskóla. Formaður Fræðslunefndar lagði til að haldið verði markvisst áfram með þá vinnu samkvæmt fyrirliggjandi verkþáttum og tímaáætlun. Heildarkostnaður er 1.5 millj.kr. en þegar hefur verið samþykktur viðauki að upphæð 300 þús.kr. til verkefnisins. Byrjað á öfugum enda. Samkvæmt heimildum 641.is telja margir að byrjað hafi verið á öfugum enda þegar ákveðið var að sameina skólanna í eina stofnun á sínum tíma. Sveitarfélagið hefði átt á leita til áðurnefndra ráðgjafafyrirtækja og/eða skipa starfshóp til að vinna undirbúningsvinnuna, áður en ákveðið var að sameina skólanna í eina stofnum. Þess í stað var skipaður starfshópur til að undirbúa sameininguna þegar búið var að ákveða hana. Einnig hefði sveitarfélagið mjög líklega getað sparað sér sálfræðikostnað upp á eina og hálfa milljón króna hefði sameining Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla verði unnin fyrirfram og kynnt vel áður en til hennar kom, en ekki eftir á eins og gert var.
14 | P a g e
22/10/2014
Bréf til íbúa.
Eins og fram kemur í bókun sveitarstjórnar frá 16. okt. s.l. hefur sveitarstjórn samþykkt að ganga til samninga við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um að framkvæma skoðanakönnum meðal kosningabærra manna í sveitarfélaginu um fyrirkomulag grunnskólastigs Þingeyjarskóla. Þar með verður breyting á stefnu A listans um íbúakosningu eins og talað var um fyrir kosningar. Ástæður fyrir þessari stefnubreytingu eru nokkrar og skulu þær tíundaðar hér.
Annað sýnir reynslan, því miður.
Í kosningabaráttunni og í sumar hafa þær raddir heyrst að íbúakosningar, með því formi sem stefnt var að, standist ekki sveitarstjórnarlög eða í besta falli séu á gráu svæði hvað þau varðar. Meirihluti sveitarstjórnar hlustar og leggur áherslu á að vanda til verka í jafn viðamiklu og viðkvæmu máli. Því var ákveðið að leita til Guðjóns Bragasonar sviðsstjóra lögræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er hans mat að íbúakosningar eins og fyrirhugaðar voru gætu skapað lögfræðilega óvissu eins og segir í bréfi frá honum: „ Minn skilningur á 107. gr. sveitarstjórnarlaga er að íbúakosning nái til allra kosningarbærra íbúa sveitarfélagsins, þótt ég vilji ekki alveg útiloka aðrar útfærslur. Mér þykir við hæfi að minna á að ákvarðanir um breytingar á skólahaldi snúa ekki eingöngu að hagsmunum nemenda og foreldra þeirra, auk hagsmuna starfsfólks skólanna og t.d. verktaka sem sinna skólaakstri. Þessi mál snúast að jafnaði líka um fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins og þar með allra íbúa þess. Ef hugmyndin er sú að einungis hluti íbúa fái að taka þátt í íbúakosningu er því ákveðin hætta á því að einhverjir íbúar kæri slíka ákvörðun. […]mögulega myndi vönduð skoðanakönnun um málið leiða fram skýrari afstöðu til málsins heldur en íbúakosning. Í skoðanakönnun gæti líka verið betri möguleiki að greina afstöðu íbúa sveitarfélagsins eftir búsetu og væri líklega aðferðafræðilega ekkert því til fyrirstöðu að allir íbúar á ákveðnu aldursbili geti verið í úrtaki“ Eins átti oddviti fund með Ólafi Hjörleifssyni lögfræðingi í Innanríkisráðuneytinu og sjónarmið hans voru þau sömu og hjá Guðjóni. Það er sannfæring fulltrúa meirihlutans í sveitarstjórn að versta hugsanlega niðurstaða í þessu máli væri að það yrði viðfangsefni lögfræðitúlkana og kærumála. Því finnst okkur rétt að hlíta ráðum þessara manna og efna til skoðanakönnunar í sveitarfélaginu. Gengið er út frá því að þrátt fyrir að könnunin nái til allra kjörgengra íbúa sveitarfélagsins þá verði skilgreint hvert viðhorfið er á skólasvæði Þingeyjarskóla eins og stefnt var að með íbúakosningunni. Það var alltaf megin markmið að leita eftir sjónarmiðum íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla og verður það gert með þessum hætti. Á fyrrnefndum sveitarstjórnarfundi var auk þess samþykkt að boða til íbúafundar 28. október n.k. Á þeim fundi munu þeir Haraldur Líndal Haraldsson, Ingvar Sigurgeirsson og Bjarni Þór Ólafsson fylgja úr hlaði greinargerðum sem þeir hafa unnið um starfsemi Þingeyjarskóla og svara fyrirspurnum. Eins mun Guðjón Bragason lögfræðingur mæta á fundinn. Í tengslum við fundinn verða greinagerðirnar aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og hálfum mánuði síðar mun Félagsvísindastofnun framkvæma 15 | P a g e
Félagsvísindastofnun vann skýrsluna sem var ekki „skeinipappírsins virði.“
Það truflar mig verulega að fólk sem gaf sig út fyrir að vera „fólk með mikila reynslu og þekkingu á rekstri sveitarfélagsins,“ fólk sem hefur setið árum saman í sveitarstjórn skyldi ekki láta svo lítið að fletta því upp eða tala við lögfræðing um það hvort eitt þeirra stærsta kosningaloforð stæðist lög! Ég hreinlega veit ekki hvort það er heimska eða hroki. Hins vegar viðurkennir Arnór í þessu bréfi að efasemdir hafi komið upp í kosningabaráttunni. Viðurkenna mistökin? Guð forði okkur nú frá því.
Og því skal haldið til streitu þótt lögfræðingar segi að það standist ekki skoðun. Aldeilis munur að þau séu að „vanda“ sig.
skoðanakönnunina í gegnum síma. Úrvinnslu könnunarinnar ætti að vera lokið í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember desember og í framhaldi af því tekur sveitarstjórn ákvörðun um fyrirkomulag á starfi Þingeyjarskóla frá og með næsta skólaári, það er frá 1. ágúst 2015. Þetta er ferlið eins og það liggur fyrir og við væntum að meiri upplýsingar leiði til aukins skilnings og samstöðu í þessu viðkvæma máli. Sveitarstjórn hefur ákveðið að þar sem verið er að framkvæma skoðanakönnun í sveitarfélaginu sé rétt að nota tækifærið og kanna hug íbúanna til ljósleiðaravæðingar. Því munu í könnuninni verða nokkrar spurningar sem tengjast lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Af því tilefni er rétt að upplýsa kosti þess að leggja ljósleiðar um sveitarfélagið. Við könnumst flest við annmarka þeirra fjarskipta sem okkur er boðið uppá í dag. Okkur er t.d. ekki boðið uppá nema lítinn hluta þeirra sjónvarps- og útvarpsstöðva sem flestir landsmenn njóta, það mun gjörbreytast með tilkomu ljósleiðara sem og allar tölvutengingar og önnur vinnsla. Ljósleiðari er besta mögulega nettenging sem völ er á og mun breyta verulega aðstæðum til atvinnuuppbyggingar og náms. Með ósk um gott og málefnalegt samstarf í þessum stóru hagsmunamálum sveitarfélagsins Fyrir hönd fulltrúa A-lista Arnór Benónýsson oddviti.
16 | P a g e
23/10/2014
Svo komu skýrslurnar.
Í morgun voru birtar á heimasíðu Þingeyjarsveitar skýrslur aðila sem sveitarstjórn Þingeyjarsveitar gekk til samninga við um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Þetta eru skýrslur frá: HLH ehf., (Haraldur Líndal Haraldsson) um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Ráðbarður sf., (Bjarni Þór Einarsson) um viðhalds- og rýmisþörf Þingeyjarskóla og Skólastofan slf.,(Ingvar Sigurgeirsson) um skólaskipan Þingeyjarskóla. Helstu niðurstöðurnar eru þær að mælt er með því að starfssemi þingeyjarskóla verði á einni starfsstöð, en ekki á tveimur eins og nú er.
Í lokaorðum skýrslu Haraldar L Haraldssonar hagfræðings, þingeyjarskóli – Rekstur og framtíðarskipulag, kemur eftirfarandi fram: Það er mat skýrsluhöfundar eftir yfirferð á rekstri Þingeyjarskóla að hægt sé að draga nokkuð úr kostnaði við rekstur skólans miðað við óbreytt fyrirkomulag. Þetta á að vera hægt að gera án þess að það komi niður á skólastarfinu. Hins vegar er það niðurstaða skýrsluhöfundar að margt mæli með því að allt skólahald Þingeyjarskóla fari fram í sama húsnæðinu og þá annað hvort á Hafralæk eða Litlulaugum. Verði ákveðið að hafa allt skólahald á einum stað er ljóst að veruleg peningaleg hagræðing myndi nást með því. Jafnframt er það mat skýrsluhöfundar að það muni gera góðan skóla enn betri. Gera má ráð fyrir að bæta megi kennsluna, m.a. með því að verja fjármunum til annars í skólahaldinu en til reksturs. Má í því sambandi t.d. nefna kaup á fartölvum fyrir nemendur og kennara. Það er jafnframt mat skýrsluhöfundar, verði tekin ákvörðun um að reka skólann á einum 17 | P a g e
stað, eigi að reka áfram leikskóla þar sem grunnskólastarfsemin verður ekki. Leggja ber áherslu á að til þess að samrekstur grunn-, leik- og tónlistarskóla gangi sem best þarf öll starfsemin að vera í sama húsnæði. Verði þetta niðurstaðan leggur skýrsluhöfundur til að rekinn verði sjálfstæður leikskóli þar sem sameiginlegt skólahald fer ekki fram, þ.e. annað hvort á Hafralæk eða Litlulaugum. Leikskólinn þar verði þá rekinn sem sjálfstæð eining með leikskólastjóra. Í lokaorðum skýrslu Ingvar Sigurgerissonar um skólaskipan Þingeyjarskóla, kemur eftirfarandi fram. Mat langflestra viðmælenda var að skynsamlegt sé að færa grunnskólastarfið á einn stað. Mat ráðgjafa er að flest fagleg rök hnígi að því. Meginvandkvæðin við þá ráðstöfun er að skólaakstur sumra barnanna lengist. Miklu varðar að vel sé staðið að akstrinum. Reynsla ráðgjafa er að skólaakstur getur verið með ýmsu móti, allt frá því að vera börnum kvalræði til þess að vera helsta tillhlökkunarstund dagsins. Það eru vissulega vandkvæði að ekki munu allir starfsmenn fá starf við sameinaðan skóla, en vandséð er hvernig hægt er að láta það ráða niðurstöðu. Um þetta voru flestir viðmælendur sammála. Litlar líkur eru á að þeir starfsmenn, sem ekki fá ráðningu, geti ekki ráðið sig annað. En atvinnumissir er alltaf mjög sár og í þessu tilviki tengist hann einnig búsetu. Þessar aðstæður valda því meðan annars að miklar tilfinningar eru í umræðunni og oft erfitt að henda reiður á rökum. Mjög erfitt er að vega faglega þau rök sem fram hafa komið með og á móti þeim tveimur stöðum sem til greina koma, Hafralæk og Laugum. Mat ráðgjafa er að sveitarfélagið hafi í raun val um tvo góða kosti. Annar kosturinn, Hafralækur, er líklega fjárhagslega betri. Fjárhagslegan ávinning mætti a.m.k. að einhverju leyti nýta í þágu skólans. Þá verður að benda á
að margvíslegar mótvægisaðferðir koma til greina til að vega á móti þeim annmörkum sem kunna að vera á því að fara þessa leið. Í því sambandi má nefna samstarf við Framhaldsskólann – það getur orðið mikið og gott þótt lengra verði á milli – standi vilji til þess. Verði niðurstaðan að hafa grunnskólann á Laugum þarf að gera þar umfangsmiklar og líklega kostnaðarsamar ráðstafanir. Áhugaverðar og kostnaðarminni lausnir gætu þó falist í auknu og beinu samstarfi við Framhaldsskólann gæfu starfsmenn hans og menntamálaráðuneytið kost á því. Líkur eru á því að í framtíðinni taki sveitarfélög yfir rekstur framhaldsskóla og í þessu gætu legið sóknarfæri. Vel má hugsa sér þróunarverkefni þar sem stefnt er að stórauknu samstarfi grunnog framhaldsskóla og samfellu í námi Í skýrslu Bjarna Þórs Einarssonar byggingatæknifræðings, (Ráðbarður Sf.)- Um rýmis og viðhaldsþörf Þingeyjarskóla, kemur eftirfarandi fram: Kennslurýmið í kennsluálmu Hafralækjarskóla er samtals um 1070 m2 og er því nægilegt fyrir allt að 100 nemendur skv. viðmiðunarreglum Reykjavíkur. Flytja mætti nemendur Litlulaugaskóla í Hafralæk án verulegra breytinga. Hafralækjarskóli er byggður nánast án steyptra innveggja nema í kjallara kennsluálmu. Þetta hefur það í för með sér að auðvelt er að breyta innra skipulagi vegna breyttrar notkunar húsnæðisins. Húsið er þrjár hæðir, hálfniðurgrafinn kjallari, fyrsta og önnur hæð. Engin lyfta er í húsinu. Húsið er byggt árið 1969 og er nú komið í verulega viðhaldsþörf. Það er illa einangrað miðað við nútíma kröfur. 1“ frauðplast og 2“ glerull, og allar veggklæðningar, bæði innra borð ómúraðra útveggja og innveggir, eru spónaplötur, þ.e. klæðning í flokki 2. Þar af leiðandi er eldvörnum ábótavant. Töluverðar rakaskemmdir eru í húsinu, mest í kennsluálmu, vegna leka. Lekann 18 | P a g e
tekst vonandi að gera við nú í haust með nýjum þakdúk í stað þakpappa og viðgerð á þakniðurföll. Í húsinu er stórt aflagt loftræstikerfi og er húsið nú hitað með þilofnum og tengt hitaveitu frá borholu á staðnum. Húsið er nýlega málað að utan og lítur þokkalega út. Þrjár stórar fellihurðir milli kennslustofa eru ónýtar. Síkar hurðir eru dýrar og er valkostur að byggja létta veggi milli kennslustofa í þeirra stað. Matsalur og eldhús eru í þokkalegu ástandi. Gluggar í steyptum veggjum hafa verið þéttir að utan, gler og glerlistar endurnýjaðir að mestu leyti. Nokkrar rúður eru með raka á milli glerja og flestar rúður í þjónusturými sundlaugarinnar eru ónýtar. Útveggir efri hæðar kennsluálmu eru glerjaðir og spjaldlokaðir gluggakarmar. Ástand glers og pósta er þokkalegt. Þetta eru veikbyggðir og illa einangraðir veggir sem erfitt er að halda vatnsþéttum enda eru rakaskemmdir víða. Við suðurenda kennsluálmu er sundlaug sem er nánast ónýt. Húsnæði Litlulaugaskóla er samtals um 753 m2 og dugir því fyrir allt að 68 nemendur skv. viðmiðunarreglum Reykjavíkur. Byggja þarf við húsnæðið ef nemendur sem nú eru í Hafralækjarskóla verða fluttir að Litlulaugum. Almennar kennslustofur í húsinu eru 5, þar af tvær í hálfniðurgröfnum kjallara með 2,3m lofthæð. Þær uppfylla því ekki lágmarksgildi núgildandi laga og reglugerða. Litlulaugaskóli er byggður árið 1969 og er í góðu ástandi og vel við haldið. Húsið er þrjár hæðir, hálfniðurgrafinn kjallari, fyrsta og önnur hæð. Lofthæð í kjallara hússins er 2,3 m sem uppfyllir ekki núverandi skilyrði byggingarreglugerðar um skólahúsnæði, þó það sé notað í dag án vandræða. Tvö stigahús eru í húsinu. Gengið er inn á fyrstu hæð hússins upp átta tröppur á tveimur stöðum og bakdyrainngangur er í kjallara. Upphaflega hefur upphitun hússins verið með loftræstikerfi. Það hefur nú verið aflagt og er húsið hitað með þilofnum og tengt hitaveitu staðarins. Engin lyfta er í húsinu.
Af þessari lýsingu má sjá að húsið hentar ekki vel sem skólahúsnæði m.a. vegna aðgengismál, en hentar hinsvegar nokkuð vel til að breyta því í íbúðir.
Muna þessa tölu.
Ódýrara að gera við á Litlulaugum.
„Til skamms tíma er hægt að flytja núverandi skólastarf á Litlulaugum í Hafralækjarskóla án mikilla breytinga því plássið er yfirdrifið. Það er að því tilskyldu að það takist að koma í veg fyrir þau lekavandamál sem hafa verið til staðar með þeim viðgerðum sem nú standa yfir“, segir Bjarni í skýrslunni. Bjarni birtir í skýrslu sinni grófa áætlun um viðhald á Hafralækjarskóla til skamms tíma, sem hann telur að muni kosta 16,6 milljónir króna, en viðhald til lengri tíma metur hann að muni kosta 477 milljónir króna. Bjarni nefnir það einnig af ef núverandi skólastarf á Hafralæk væri flutt í Litlulaugaskóla þyrfti stærra húsnæði en núverandi skólahús að Litlulaugum. Hann nefnir tvo valkosti á viðbyggingu við Litlulaugaskóla. Að byggja tengibyggingu milli núverandi skólahúss og leikskóla og þriggja hæða viðbyggingu norðan og austan við skólahúsið. Hinn valkosturinn er að byggja þriggja hæða viðbyggingu við suðurenda núverandi skólahúss með fullri lofthæð á neðstu hæðinni. Áætlaður heildarkostnaður af þessum viðbyggingum telur Bjarni vera af stærðargráðunni 250 – 300 m.kr og nefnir að með slíkri viðbyggingu yrði nægilegt húsnæði fyrir nemendur Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla á Litlulaugum. Í lok skýrslunnar varpar Bjarni fram tillögum sem hann telur umhugsunarverðar. Þær eru að, flytja starfsemi Litlulaugaskóla í Hafralæk án mikilla breytinga og breyta skólahúsinu á Litlulaugum í fjórar til sex
19 | P a g e
íbúðir í kjölfarið. Eða, selja Hafralækjarskóla og byggja nýjan grunnskóla á Laugum fyrir alla nemendur í sveitarfélaginu. Bjarni metur kostnað við að byggja nýtt 1700 m2 skólahús fyrir 150 nemendur um 765 m.kr. Þá miðar hann við að byggingarkostnað við nýbyggingu grunnskóla sé kr. 450.000,- á m2 í Þingeyjarsveit. Opinn íbúafundur vegna framtíðarskipulags Þingeyjarskóla verður haldinn í Ýdölum þriðjudaginn 28. október kl. 20:30. Á fundinum verður fjallað um skýrslurnar og skýrsluhöfundar munu gera grein fyrir þeim, vinnu og niðurstöðum og í framhaldinu verða fyrirspurnir og umræður. Þá munu kjörnir fulltrúar í sveitarstjórn einnig sitja fyrir svörum ásamt Guðjóni Bragasyni sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í Tilkynningu frá sveitarstjóra Þingeyjarsveitar eru íbúar hvattir til þess að kynna sér skýrslurnar sem og að mæta á fundinn. Hér fyrir neðan má lesa allar skýrslurnar og viðaukanna. Skýrsla um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla – HLH ehf Skýrsla um skólaskipan Þingeyjarskóla – Skólastofan slf. Skýrsla um viðhalds- og rýmisþörf Þingeyjarskóla – Ráðbarður sf. Viðauki A Viðauki B Viðauki C Viðauki D
288 m.kr. dýrara að byggja nýjan skóla en gera við Hafralækjarskóla. Þegar upp í svona tölur er komið hvort sem er...
29/10/2014
Opni íbúafundurinn.
Opinn íbúafundur vegna framtíðarskipulags Þingeyjarskóla var haldinn að Ýdölum í gærkvöld og voru skýrslur sem Haraldur Líndal Haraldsson, Bjarni Þór Einarsson og Ingvar Sigurgeirsson unnu um mögulega skólaskipan Þingeyjarskóla, til umræðu á fundinum. Skýrsluhöfundar gerðu grein fyrir skýrslum sínum, vinnu og niðurstöðum og í framhaldinu var opnað á fyrirspurnir fundargesta. Fundurinn var fjölmennur en um 130 manns mættu til hans. Haraldur L Haraldsson hagfræðingur átti að vísu ekki kost á því að vera á staðnum en fylgdist þó með fundinum og svaraði fyrirspurnum, sem var beint til hans, í gegnum skype. Í skýrslunum, sem hafa verið aðgegnilegar til lesturs undanfarana daga á vef þingeyjarsveitar og á 641.is, eru taldir fram kostir og gallar við báðar núverandi starfsstöðvar Þingeyjarskóla og vitnað í viðtöl við kennara, starfsfólk og foreldra á báðum stöðum. Í þeim viðtölum kom fram að næstum allir voru sammála um að núverandi fyrirkomulag gengi ekki upp og var vilji til þess að vera með allt skólahald þingeyjarskóla á einni starfsstöð í framtíðinni. Haraldur L Haraldsson hagfræðingur bar saman rekstrarkostnað Þingeyjarskóla við aðra skóla með svipaðan nemendafjölda og er kostnaðurinn við Þingeyjarskóla mun hærri en gengur og gerist miðaða við marga aðra skóla með áþekkan nemendafjölda. Hann taldi hægt að spara stórar fjárhæðir með því að vera með starfsemi Þingeyjarskóla á einum stað. Ingvar Sigurgerisson kennslufræðingur sagði að sveitarfélagið hefði í raun val um tvo góða kosti. Annar kosturinn Hafralækur, er líklega fjárhagslega betri til skemmri tíma en til lengri tíma með hugsanlegri yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri framhaldsskólanna, væri staðsetningin vænleg á Litlulaugum vegna 20 | P a g e
nálægðarinnar við Framhaldsskólann á Laugum. Bjarni Þór Einarsson byggingatæknifræðingur gerði mat á rýmisþörf og ástandi á núverandi skólahúsnæði á báðum starfsstöðvum og gerði grein fyrir því á fundinum. Hans mat er að húsnæði Hafralækjarskóla sé yfirdrifið og rúmi vel alla nemendur Þingeyjarskóla. Húsnæðið þarfnast þó mikilla endurbóta og metur hann viðhaldsþörfina á húsnæði Hafralækjaskóla upp á 477 milljónir króna, ef koma á húsnæðinu í gott stand. Það væri þó hægt að framkvæma það vildhald á lengri tíma. Ástand húsnæðis Litlulaugaskóla er gott en það rúmar ekki alla nemendur Þingeyjarskóla. Til þess að svo megi verða þarf að byggja við skólann og metur hann kostnaðinn við það vera um 250-300 milljónir króna. Margar fyrirspurnir voru lagðar fyrir skýrsluhöfunda sem þeir svöruðu eftir bestu getu, en vildu þó ekki svara þeirri spurningu sem mest brann á íbúunum. Það var spurningin um hvorn staðinn sveitarsjórn ætti að velja sem framtíðarstað fyrir Þingeyjarskóla, Hafralæk eða Litlulauga, ef þeir fengju einhverju um það ráðið. Þeir sögðu að það væri sveitarstjórnar að ákveða það. Í nóvember mun Félagsvísindastofun framkvæma skoðannakönnun meðal íbúa Þingeyjarsveitar um hvað gera skuli í málefnum Þingeyjarskóla og mun sveitarstjórn taka ákvörðun í framhaldi af þeim niðurstöðum sem út úr könnuninni koma og hafa til hliðsjónar þær skýrslur sem ræddar voru á fundinum í gærkvöld, við ákvörðun sína. Ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um framtíðarstaðsetningu Þingeyjarskóla mun liggja fyrir í desember nk.
05/11/2014
Grein frá Ara Teitssyni
Í nýlegu viðtali segir Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri : „ Í átökum er alltaf um tvennt að velja; að slást eða tala saman. Að tala saman tekur oft lengri tíma og það þarf að kunna það, að slást er oft fljótvirkara og virðist árangursríkara en það er svo mikil skammtímalausn og mun dýrara til lengri tíma litið.“ Orð hans gætu átt við margt sem nú fer fram hérlendis, jafnvel skólamál Þingeyjarsveitar. Fáir efast um gildi menntunar og því eru möguleikar til fræðslu og þroska frá tveggja til átján ára aldurs stór hluti af lífsgæðum hvers sveitarfélags og væntanlega mjög ráðandi þegar fólk velur sér búsetu. Íbúar Þingeyjarsveitar eru svo lánsamir að haf innan sinna sveitarmarka öll skólastig að háskóla, en vegna dreifðrar byggðar og takmarkaðra fjármuna þarf að huga vel að hvernig við nýtum best þá aðstöðu og möguleika sem fyrir hendi eru. Miklu varðar hvernig til tekst því þróun sveitarfélagsins gæti verið í húfi.
Þetta er rangt.
Á nýafstöðnum sveitarfundi í Ýdölum voru lagðar fram þrjár skýrslur varðandi skólamál sveitarfélagsins og þar komu fram ýmsar athygliverðar upplýsingar.(Skýrslurnar má finna á heimasíðu Þingeyjarsveitar). Af skýrslu Haraldar Líndal má ætla að ekki sé gætt nægs aðhalds í rekstri Þingeyjarskóla og árlega megi spara þar mikla fjármuni án breytinga á staðsetningu skólastarfs. Ekki voru birtar sambærilegar tölur um rekstur Stórutjarnarskóla en þar til þær verða lagðar fram verður að gera ráð fyrir rekstur sé með svipuðum hætti þar. Í skýrslu Bjarna Þórs Einarssonar kom mest á óvart mat hans á ástandi Hafralækjarskóla. Viðhaldskostnaður af stærðargráðunni 250 – 450 milljónir á næstu árum er svo þungur baggi að leggja á Þingeyjarsveit að slíkt verður varla gert nema að undangenginni nákvæmri skoðun á öðrum valkostum og ítarlegri umræðu meðal íbúanna. Þá vekur mat hans á byggingarkostnaði
nýbygginga spurningar m.a. hvort byggingarkostnaður skólahúsnæðis þurfi að vera hærri en við íbúðarbyggingar. Sé byggingarkostnaður á fermeter 450 þús. kostar nýtt 160 fermetra íbúðarhús 72 milljónir, sem virðist óraunhæft í okkar samfélagi. Ætla má að flestir íbúar Þingeyjarsveitar standa ekki undir byggingarkostnaði umfram 300 þús á femeter og gildir það væntanlega bæði um íbúðarhúsnæði og skólahúsnæði. Margt athyglivert kom einnig fram í skýrslu Ingvars Sigurgeirssonar, ekki síst að hann bendir raunar á eftirtalda 8 valkosti í framtíðarskipan skólastarfs í Þingeyjarsveit án þess að taka beina afstöðu til þeirra (bls. 8 – 13 í skýrslu hans): Grunnskólstig Þingeyjarskóla á Hafralæk Grunnskólastig Þingeyjarskóla á Laugum Óbreytt skipan Grunnskólinn á Stórutjörnum Yngri börn á Hafralæk en unglingastigið á Laugum Leikskóli og kennsla yngstu grunnskólabarna á Hafralæk, Laugum og Stórutjörnum, en öllum unglingum kennt á Laugum. Grunnskólastigið verði fyrst á Hafralæk en strax gert ráð fyrir að það færist í Laugar Allt grunnskólastarf í sveitarfélaginu á Laugum. Af framansögðu má ljós vera að val um framtíðarskipan skólaþjónustu Þingeyjarsveitar er ekki einfalt, enda þarf einnig að íhuga hvernig tengja má betur akstur ungmenna frá tveggja til átján ára aldurs og auðvelda þannig aðgengi að leikskólum og Framhaldsskólanum á Laugum. Þá þarf einnig að huga að auknum tengslum skólastafs grunnskóla og framhaldsskóla í ljósi fyrirsjánlegra breytinga í rekstri Framhaldsskólans á Laugum.
Að efna við þessar aðstæður til spurningakeppni um tæplega einn valkost af a.m.k. átta virðist því í besta falli óskynsamlegt. Væri ekki nær að fara að
06/11/2014
Skólastaðsetningarpæling
Í aðdraganda kosninga fyrr á þessu ári sendi ég frá mér nokkra pistla með hugleiðingum um málefni í sveitarfélaginu mínu, aðallega skólamál. Ég hlaut nú engar vinsældir fyrir og það var meira segja frekar á hinn veginn. Ég stefndi svo sem ekkert að þessu fyrra en ætlaði mér ekki heldur hið síðara. Með skrifunum mínum vildi ég bara vekja upp umræðu, leggja mín sjónarmið fram og helst að fá viðbrögð annarra og þá að heyra fleiri hliðar á málunum en þá sem ég kom með. Enn eru skólamálin í umræðunni og ljóst að nú dregur senn til tíðinda. Ég hef á málinu sterkar skoðanir, því skal ég ekki neita, en ég tel mig geta sett fram góð rök máli mínu til stuðnings. Ég hef áhuga á því að heyra og sjá gild rök fyrir öðrum leiðum, öðrum skoðunum en mínum og tel að með því að hafa opna umræðu þar sem fram koma sem flest sjónarmið, áhyggjur fólks og væntingar séum við að hjálpa okkur öllum að öðlast betri skilning á því sem verið er að gera og jafnvel líka að auðvelda þeim sveitungum okkar sem við kusum til ábyrgðar í sveitarstjórn að taka farsælustu ákvarðanirnar. Skýrslurnar þrjár sem nýverið komu út um Þingeyjarskóla gefa vissulega innsýnn inn í málið en þær, eins og svo margar aðrar skýrslur, vekja fleiri spurningar en þær svara. Þær einar og sér geta því tæpast verið 22 | P a g e
þeim ráðum borgarstjórans fyrrverandi sem getið er hér í upphafi ? Ari Teitsson.
nægur grundvöllur til ákvarðanartöku um framtíð Þingeyjarskóla. Það er mikilvægt að meiri umræða eigi sér stað. Til að draga úr líkum á misskilningi vil ég, áður en ég kem mér að málinu (sem er ákvörðunartaka sveitarstjórnarinnar um það hvort öll starfsemi Þingeyjarskóla skuli færast yfir í Hafralækjarskóla eða Litlulaugaskóla), setja fram nokkra punkta: Ég er þeirrar skoðunar að staðsetning skólahúss hafi lítil áhrif á það sem mestu skiptir – nefnilega gæði skólastarfsins. Uppskrift að góðum skóla er: hæft starfsfólk og velviljaðir og virkir foreldrar. Ég er þeirrar skoðunar að staðsetning skólahúss hafi mikil áhrif á byggðaþróun og gegni algjöru lykilhlutverki í þeim málum. Ég er mjög ósáttur við vinnubrögð í Þingeyjarsveit þegar kemur að skólamálum. Það á að skoða heildarmyndina í öllu sveitarfélaginu, horfa fram á veginn, hugsa stórt, og taka djarfar ákvarðanir. Ég tel fullvíst að ákvörðun um framtíð Þingeyjarskóla hafi þegar verið tekin af núverandi sveitarstjórnarmeirihluta fyrir síðustu kosningar og að allt það ferli sem nú sé í gangi sé lítið annað en leikþáttur. Þingeyjarskóli mun næsta haust flytjast allur í Hafralækjaskóla. Komi fram miklar og háværar óánægjuraddir mun reynt að friða þær með því að fullyrða að hér sé um bráðarbirgðarlausn að ræða þar sem engin önnur sé í stöðunni. Það að hætta skólahaldi í Litlulaugaskóla tel ég vera óskynsamlega leið á svo margan hátt. Í ljósi vísbendinga um mikinn kostnað
Það held ég líka
vegna viðhalds á Hafralækjarskóla á næstu árum tel ég það líka í raun dýrari lausnina fyrir sveitarfélagið af þeim tveimur sem núverandi sveitarstjórnarmeirihluti segist vera tilbúinn til þess að taka. Það er því skoðun mín að ef valið í skólamálum í Þingeyjarsveit á að þessu sinni eingöngu að standa á milli þess að loka annað hvort Hafralækjaskóla eða Litlulaugaskóla (og mér finnst of margar lausnir útilokaðar með því að bjóða bara upp á þessar tvær lausnir) þá er þó skárra að loka Hafralækjarskóla. (Rétt er að taka fram að sú skoðun mín hefur ekkert að gera með starfsfólkið eða það starf sem þar er unnið. Væntanlega verður stokkað upp í starfsliðinu óháð því á hvorn staðinn verður farið og góðir þættir og hæft starfsfólk úr báðum starfstöðvunum mun halda sér.) Sú skoðun mín að vilja þá, fyrst eingöngu þessir tveir kostir eru í boði, loka Hafralækjarskóla byggja eingöngu á staðsetningu skólans og óviðunandi ástandi hússins. Í þessu máli ætla ég einnig að leyfa mér að fullyrða: Það veikir sveitarfélagið Þingeyjarsveit allt að veikja byggðakjarnan sem er veikur fyrir en hefur verið í hægum vexti. Það veikir Framhaldsskólann á Laugum að flytja grunnskólann frá Laugum. Ríkið vill fækka framhaldsskólum í landinu og ef sveitarfélagið sýnir ekki skýr merki þess að FL skipti máli fyrir sveitarfélagið mun ríkið líklega grípa það tækifæri sem í því felst og velja að skera niður FL. Þingeyjarsveit er eitt þeirra sveitarfélaga sem er með hvað lægstu útsvarstekjur miðað við fjölda íbúa á skattgreiðendaaldri.
23 | P a g e
Þingeyjarsveit skuldar mikið og þarf miklar tekjur. Þingeyjarsveit má ekki við því að missa stóran vinnustað eins og FL út úr skatttekjuliðnum hjá sér og þarf að stíga varlega til jarðar í öllum ákvörðunum sem valdið geta byggðaröskun. Atvinnuuppbygging er brýnasta verkefnið í Þingeyjarsveitar og ég tel mun meiri líkur á því að hægt verði að selja Hafralækjarskóla undir fyrirtækjarekstur, sem gæti skapað mörg störf, en Litlulaugaskóla þar sem sá fyrri er mun stærri og hentar vel að breyta sökum þess hversu fáir innveggir eru steyptir. Fleiri störf þýðir íbúafjölgun og meiri útsvarstekjur. Þó svo að selja verði Hafralækjarskóla á lægra fermetraverði en Litlulaugaskóla, sökum lélegs ástands, þá eru mun meiri líkur á því að sú bygging skapi sveitarfélaginu meiri tekjur í framtíðinni í formi fasteigna- og hitaveitugjalda. Margt af því sem miklu máli skiptir í farsælli ákvarðanatöku þegar kemur að stórum og flóknum hlutum verður ekki svo auðveldlega umreiknað í tölur. Kostnaður skiptir samt líka máli og ég hef sett saman nokkrar tölur fyrir mig í von um að það hjálpi mér að skilja dæmið. Ég læt Excelskjalið mitt fylgja með fyrir þá sem hafa á því áhuga og vilja kynna sér. Ábendingar um betri útreikninga eða liði sem vantar inn í breytuna hjá mér eru vel þegnar. Aðalsteinn Már Þorsteinsson, Hjalla
Tilraun til útreikninga á fjárhagslegum áhrifum þess að allt skólahald Þingeyjarskóla færist í Aðaldal. Sveitarsjóður Brýnt viðhald sem ráðast þarf í strax að mati skýrsluhöfundar svo að hægt verði að flytja alla nemendur Þingeyjarskóla í Hafralækjarskóla. Viðhald sem fara þarf í "seinna" á þeim hluta Hafralækjarskóla sem skilgreindur er sem kennsluhúsnæði. Kostnaður við að breyta íbúð í Hafralækjarskóla í leikskóla en það er sterkur vilji meðal starfsmanna Barnaborgar og foreldra barnanna um að leikskólinn flytjist ef áfram verður kennt í Hafralækjarskóla. Kostnaður við að gera leikskólalóð fyrir utan Hafralækjarskóla.
-16.600.000 kr. -249.000.000 kr.
-35.000.000 kr. -5.000.000 kr. *
Kostnaður við endurbætur á aðstöðu til íþróttakennslu og búningsklefum í Ýdölum en enginn úttekt fór fram á ástandi þess húsnæðis og því hversu dýrar þær framkvæmdir yrðu en öllum hlýtur að vera ljóst að þar þarf fljótlega líka að fara í framkvæmdir ef nota á húsið áfram sem íþróttahús.
-5.000.000 kr.
Kostnaður við að endurgera sundlaug við Hafralækjarskóla en megin rökin fyrir því að foreldrar kvörtuðu undan skólastarfinu og vildu færa það allt á einn stað var þessi þvælingur á milli skólastöðva. Ef kennt yrði sund á Laugum en allt annað í Hafrlækjarskóla þurfa börnin að fara áfram jafn oft á milli starfstöðva og þau gera í dag. Það kemur því varla annað til greina en að gera sundlaug.
-75.000.000 kr.
Söluandvirði alls Litlulaugaskóla (753 m2)fyrir helmingi hærra fermetraverð en Hafralækjarskóla. Ástand hússins er betra en kostnaður við að breyta því í atvinnuhúsnæði eða íbúðir tel ég háan sökum steyptra innveggja. Er samt bjartsýnn og set verðið helmingi hærra en á Hafralækjarskóla.
*
* 49.698.000 kr.
Kostnaður við að flytja Bókasafn Reykdæla yfir í annað húsnæði í eigu sveitarfélagsins. -2.000.000 kr. -337.902.000 kr. Breytingar á framtíðartekjum Þingeyjarsveitar ef skóli verður áfram í Hafralækjarskóla Árleg fasteignagjöld af fimm 150 m2 íbúðum í Litlulaugaskóla eða af 750 m2 atvinnuhúsnæði.
?
Árleg gjöld fyrir heitt vatn fyrir fimm 150 m2 íbúðir í Litlulaugaskóla eða 750 m2 atvinnuhúsnæði.
?
Aukið útsvar með tilkomu starfa í því fyrirtæki sem kæmi til með að verða í húsnæði Litlulaugaskóla ef þar verður starfandi fyrirtæki.
?
Breytingar á framtíðarútgjöldum Þingeyjarsv. ef skóli verður áfram í Hafralækjarskóla. Sveitarfélagið gætti hætt að taka svo mikinn þátt í rekstri íþróttahússins á Laugum í formi leigu fyrir aðstöðu til íþróttakennslu og með því að greiða fyrir starfsmann á móti húsvarðarstöðu sem greidd er af FL. Það myndi þó þýða að væntanlega yrði ekki hægt að hafa sundlaugina opna eins mikið og nú er og húsið yrði oftar lokað og ekki víst að hópar gætu leigt sér tíma í því. ? * Þessar upphæðir eru "skáldaðar" af mér en vonandi samt ekki alveg út í loftið. Betri menn en ég mega gjarnan reyna að laga þær til.
24 | P a g e
*
Tilraun til útreikninga á fjárhagslegum áhrifum þess að allt skólahald Þingeyjarskóla færist í Reykjadal.
*
Sveitarsjóður Viðbygging við Litlulaugaskóla svo að nægt rými verði fyrir alla nemendur Þingeyjarskóla Tengibygging milli Litlulaugaskóla annars vegar og Krílabæjar og tónlistardeildar hins vegar en eðlilegt hlýtur að teljast að farið verði í þær framkvæmdir síðar. Kostnaður við að byggja við Barnaborg en það hlýtur að þurfa að gera það ef hann á áfram að vera á sama stað og nú. Varla er ástæða til þess að flytja hann í Hafralækjarskóla ef ekki er kennt þar lengur. Kostnaður við endurbætur á skólalóð Litlulaugaskóla en það hlýtur að þurfa að gera eitthvað fyrir þessa fábrotnu skólalóð þegar börnunum fjölgar.
-248.000.000 kr.
-52.000.000 kr. * -22.500.000 kr. * -20.000.000 kr.
2
Söluandvirði alls Hafralækjarskóla (2.980 m )fyrir sama verð og nú er verið að selja Laugabakkaskóla í Húnavatnssýslu, fermetrinn á u.þ.b. 33.000 kr. Skólinn er í lélegu ástandi en hentar vel til að breyta í nánast hvað sem er sökum fárra steyptra innveggja. Með í kaupunum eru þrjár 140 m2 íbúðir sem hugsanlega væri rétt að verðmeta hærra.
* 98.340.000 kr. -244.160.000 kr.
Breytingar á framtíðartekjum Þingeyjarsveitar ef skóli verður áfram á Litlulaugum. Árleg fasteignagjöld af þremur 140 m2 íbúðum í Hafralækjarskóla
?
Árleg fasteignagjöld af 2.500 m2 atvinnuhúsnæði, Hafralækjarskóla.
?
Árleg gjöld fyrir heitt vatn fyrir þrjár 140 m2 íbúðir í Hafralækjarskóla.
?
Árleg gjöld fyrir heitt vatn fyrir 1.500 m2 atvinnuhúsnæði, Hafralækjarskóla.
?
Aukið útsvar með tilkomu starfa í því fyrirtæki sem kæmi til með að verða í húsnæði Hafralækjarskóla.
?
Breytingar á framtíðarútgjöldum Þingeyjarsveitar ef skóli verður áfram á Litlulaugum. Væntanlega hækkar sú leiga sem greiða þarf fyrir afnot af íþróttahúsi FL þegar öll íþrótta- og sundkennsla flytst þangað. * Þessar upphæðir eru "skáldaðar" af mér en vonandi samt ekki alveg út í loftið. Betri menn en ég mega gjarnan reyna að laga þær til.
25 | P a g e
?
08/11/2014
Þetta er skýrslan sem var „ekki skeinipappírs sins virði“ að mati núverandi oddvita.
Þá kvað Friðgeir sér hljóðs.
Ég hef á tilfinningunni að það hafi ekki allir lesið skýrsluna Mat á skólamálum í Þingeyjarsveit, en hún var unnin af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, fyrir Þingeyjarsveit í apríl 2010, en leyfi mér því að setja niðurlag hennar hér að neðan. Skýrsluna má finna á vef Þingeyjarsveitar. Það vekur upp margar spurningar ef rétt er að Samstöðuhópurinn hafi nú þegar tekið ákvörðun staðsetningu Þingeyjarskóla að Hafralæk, hafandi þessa skýrslu undir höndum. Í upphafi kaflans um Framhaldsskólann eru mjög ákveðinn skilaboð til sveitarstjórnar, ekki hugmynd heldur nánast eins og tilmæli, en mér sýnist það ekki algengt í þessum skýrslum öllum : “Það ætti að vera forgangsmál” Hvernig var hægt að hundsa þetta svona algjörlega og taka stefnu þvert á skýrsluna? Það getur vel verið að Samstöðu takist þetta ætlunarverk sitt en í mínum huga yrði það tjón fyrir okkur öll þar sem varla yrði um nema bráðabirgða gjörning að ræða. Ég trúi því að við eigum eftir að kjósa yfir okkur sveitarstjórnarmeirihluta sem ræður við að reka sveitarfélagið með heildarhagsmuni þess að leiðarljósi, en þá hlyti þetta að verða leiðrétt. Hér koma tveir síðustu kaflar skýrslunnar: Hvaða áhrif hefur hugsanleg staðsetning grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla á Framhaldsskólann á Laugum? Framhaldsskólinn á Laugum er „álversvinnustaður“ sveitarfélagsins. Það ætti að vera forgangsmál hjá sveitarfélaginu að styrkja hann og nota starfssemi hans sem grunn til að byggja upp og efla samfélagið. Reynslan sýnir að börn úr Hafralækjarskóla og Stórutjarnarskóla sækja frekar í aðra framhaldsskóla en börn úr Litlulaugaskóla hafa sterkari tengsl við sinn „heimaskóla“. Uppbygging grunnskóla á Laugum sem gæti starfað í nánum tengslum við framhaldsskólann myndi hafa jákvæð áhrif á á tvennskonar hátt. Í fyrsta lagi ætti framhaldsskólinn tryggara bakland í nærsamfélaginu og í annan stað má ætla að hann fengi meiri og 26 | P a g e
kerfisbundnar endurgjöf á námsframboð sem gæti skerpt faglegar áherslur hans. Ætla mætti að slík uppbygging myndi einnig skapa sveitarfélaginu sérstöðu þar Friðgeir sem fáir ef nokkrir staðir geta státað af samþættaðri skólaþjónustu frá leikskólastigi upp á framhaldsskólastig. Þetta myndi með öðrum orðum skapa möguleika á skapandi þróunarstarfi í menntamálum. Á sama hátt má ætla að flutningur grunnskólastigs frá Laugum myndi hafa neikvæðar afleiðingar fyrir Framhaldsskólann og um leið þéttbýlið. Framhaldsskólinn ætti erfiðara með að skapa og viðhalda tengslum við grunnskólabörn og verið væri að skerða þjónustu í þéttbýlinu. Það ber þó að varast að stilla hlutunum upp þannig að þetta sé val á milli uppbyggingar fyrir þéttbýli sveitarfélagsins eða dreifbýlið. Rétt er að taka útgangspunkt í þeirri spurningu hvernig hægt sé að efla þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins alls og ástæða fyrir því að mikilvægi þjónustu í þéttbýli er undirstrikað hér er að það er ákveðin grunnstoð í samfélaginu sem ber að varast að veikja. Ef einn sameinaður grunnskóli yrði byggður upp á Laugum liggur einnig beint við að sameinaður tónlistarskóli og leikskóli yrði starfræktur þar einnig. Eins og áður hefur komið fram er færsla leikskóla þó ákveðnum vandkvæðum bundið. Líklegt er t.d. að leikskóli yrði enn um sinn að vera starfandi á Stóru Tjörnum einfaldlega vegna fjarlægðar. Að lokum Svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hníga öll að sömu rökum. Í fyrsta lagi, að hagstæðast sé, útfrá fjárhagslegum, faglegum og samfélagslegum forsendum að byggja upp eina skólastofnun á Laugum sem samþættaði grunnskóla og tónlistarskóla og jafnvel leikskólastig einnig, að minnsta kosti á þann hátt að það væri undir sömu stjórn þó að starfið væri
unnið á ólíkum stöðum. Í öðru lagi, að þessi uppbygging er ekki raunhæf eins og sakir standa í efnahagsmálum. Það verður þó ekki ljóst nema látið sé reyna á það. Í þriðja lagi, að skref í rétta átt sé að hefja sameiningarferli. Það getur haft mismunandi útfærslur en þær sem nefndar hafa verið hér hafa allar faglega og félagslega kosti. Óvissa ríkir um hvort að fjárhagslegur ávinningur verði strax af þeim breytingum. Í fjórða lagi, að koma skólastofnununum undir eina yfirstjórn þar sem leik- og tónlistarstarskólar væru einnig innan vébanda skólans. Ljóst er að út frá samtölum við þann breiða hóp fólks sem rætt var í tengslum við þetta mat, að sama hvaða breytingar verður farið út í munu þær ávallt mælast misjafnlega fyrir. Þar af leiðandi er hvatt til þess að sveitastjórnin hafi upplýsingarflæði til íbúa gott og vinnuferli vegna breytinga gagnsætt. Jafnframt, þegar kemur að starfsmannamálum skólana og öllum rekstri
þeirra, að það sé ljóst að allir starfsmenn þessara þriggja skóla sitji við sama borð og ef segja á upp vegna tilfærsla þá verði öllum sagt upp og endurráðið inn í þær stöður sem til verða í breyttu fyrirkomulagi. Í skýrslu sem þessari er ekki hægt að draga upp svart-hvíta mynd af aðstæðum. Óvissa um fjárhagslegar stærðir gerir erfitt um vik að setja fram hreina og klára hagkvæmnisútreikninga. Rík krafa kom fram hjá viðmælendum um að allar breytingar ættu fyrst og fremst að byggja á faglegum og samfélagslegum forsendum og gildum þar sem hagsmunir barnanna ættu að vera í hávegum. Slík gildi eru sjaldan einhlít og hefur því verið leitast við að draga fram ólíkar skoðanir, mismunandi möguleika og þær tillögur sem hagsmunaaðilar sjá helstar fyrir sér að muni bæta og efla skólahald í Þingeyjarsveit. “ Friðgeir Sigtryggsson
10/11/2014 Fólk var mishrifið af skoðanakönnuninni Könnun félagsvísindastofnunar um skólamál í Þingeyjarsveit er hafin, en margir fengu upphringingu nú í kvöld frá Félagsvísindastofnun. Könnunin olli fólki miklum vonbrigðum ef marka má viðbrögð margra íbúa í Þingeyjarsveit á facebook nú í kvöld. Margir eru á því að könnunin hafi verið ómerkileg, tilgangslítil og kjánaleg því ekki hafi verið spurt út í hluti sem skipta raunverulega máli. Viðmælendur þurftu aðeins að svara fjórum spurningum og þar af aðeins tveimur um skólamál. Önnur þeirra gekk út á það að vita hvort viðmælandinn byggi á skólasvæði Þingeyjarskóla eða Stórutjarnaskóla, en hin var um hvort viðmælendinn vildu að Þingeyjarskóli yrði starfræktur á einni starfsstöð eða á tveimur. Vakti það sérstaklega athygli að ekki var spurt um hvora starfsstöðina fólk vildi ferkar að Þingeyjarskóli yrði starfræktur á. Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem ótvíræður vilji hefur komið fram hjá íbúum á skólasvæði Þingeyjarskóla um að skólinn verði starfræktur á einni starfsstöð en ekki tveimur eins og nú er 27 | P a g e
og var það staðfest í skýrslunum sem kynntar voru um daginn á íbúafundi í Ýdölum. Það hefði því átt að vera óþarft að spyrja að þessu í könnuninni. Það kom einnig skýrt fram á fundinum að það væri ekki valkostur í stöðunni að starfrækja Þingeyjarskóla á tveim starfsstöðvum áfram. Hinar tvær spurningar voru um mögulegan kostnað vegna ljósleiðaralagningu í Þingeyjarsveit. Var önnur þeirra um hversu líklegt eða ólíklegt væri að viðkomandi heimili tæki inn ljósleiðara ef kostnaðurinn yrði 250 þúsund krónur eða 200 þúsund krónur á heimili. Munurinn á þessum tveimur spurningum er aðeins 50 þúsund krónur sem er mjög lítill munur og varla ástæða til að skipta um skoðun vegna þess kostnaðar. Margir velta því fyrir sér hvort þetta hafi bara verið grín hjá félagsvísindastofnun og alvöru skoðanakönnun eigi eftir að fara fram einhvern næstu daga. Fram hefur komið að könnunin kostaði 700 þúsund krónur og því kostar hver spurning 175 þúsund krónur og finnst fólki þeim peningum illa varið ef marka má ummæli á facebook nú í kvöld.
28/11/2014
Glatað tækifæri
Niðurstöður viðhorfskönnunar meðal íbúa Þingeyjarsveitar á kosningaaldri sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Þingeyjarsveit, voru birtar í morgun á vef Þingeyjarsveitar. Eins og fram kom í frétt hér á 641.is í gærkvöld vilja 72% íbúa í Þingeyjarsveit að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði á einni starfsstöð en 28% vilja að það verði á tveimur starfsstöðvum, eins og það er í dag. Ef aðeins eru skoðuð viðhorf þeirra íbúa sem búa á skólasvæði Þingeyjarskóla vilja 79% að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði á einni starfsstöð en 21% vilja hafa það á tveimur áfram. Má því segja að niðurstöðurnar séu nokkuð afgerandi og sveitarstjórn Þingeyjarsveitar sé þannig komin með leiðarvísi að því sem gera skal. Vilji íbúanna er ljós, en bara að hálfu leiti. Það liggur nefnilega ekki fyrir hver vilji íbúanna er varðandi það hvora starfsstöðina ætti frekar að nýta undir starfsemi Þingeyjarskóla til framtíðar. Að því var ekki spurt í viðhorfskönnuninni. Af hverju ekki var spurt að því vekur undrun. Hvers vegna var ekki tækifærið nýtt, fyrst á annað borð var verið að láta framkvæma þessa könnun ? Þetta kalla ég að glata góðu tækifæri. Ég veit ekki svarið við þessari spurningu, en vegir meirihluta sveitarstjórnar þingeyjarsveitar eru stundum órannsakanlegir. Það stóð aldrei til að gera það, hefur heyrst. En vildi meirihlutinn ekki fá að vita svarið við þeirri spurningu líka ? Hefði ekki verið betra að vita þetta og fá þannig vitneskju um hvernig landið liggur ? Ég er á þeirri skoðun. Þær raddir gerast háværarri sem telja að meirihlutinn sé í raun búinn að ákveða á hvorri starfsstöðinni þeir ætla að láta Þingeyjarskóla starfa á og voru bara að leita eftir fylgi meðal íbúanna við þeirri 28 | P a g e
ákvörðun að Þingeyjarskóli starfi á einni starfsstöð, frekar en á hvorri þeirra. Kanski er það svo. Ef rýnt er í niðurstöður viðhorfskönnunarinnar kom eitt á óvart. Það var aldrei spurt að því í könnuninni á hvaða aldri svarendur væru, en í niðurstöðunum er það sundurgreint. Hvernig vissi Félagsvísindastofnum það ? Ég hafði samband við Félagsvísindastofnun í dag og þá kom það fram að stofnunin vissi í raun ýmislegt um íbúanna í Þingeyjarsveit. Um var að ræða könnun þar sem allir kjörgengir íbúar í Þingeyjarsveit voru gjaldgengir í og engir aðrir. Félagsvísindastofnun hafði lista með nöfnum, kennitölum, símanúmerum og heimilsföngum allra sem eru á kosningaaldri í Þingeyjarsveit og hringdi út samkvæmt listanum. Eftir kennitölunum var síðan hægt að flokka svarendur eftir aldri. Þetta var ekki handahófskönnun eins og margir þekkja og þess vegna var ekki þörf fyrir marktektarpróf í lok könnunarinnar. En þá hlaut líka að vera auðvelt að finna út á hvoru skólasvæðinu íbúarnir bjuggu á sem hringt var í. Og má því ætla að það hefði verið óþarfi að spyrja íbúanna að því, þar sem upplýsingar um heimilsföng allra lágu fyrir. Þannig hefði verið hægt að sleppa fyrstu spurningunni í viðhorfskönnuninni og koma þá í staðinn með td.“milljón dollara spurninguna“, Á hvorri starfsstöðinni viltu sjá Þingeyjarskóla ? Ef að viðmælandinn svaraði á þá leið að hann vildi að starfsemi Þingeyjarskóla yrði á einni starfsstöð til framtíðar. Eftir þessari spurningu voru allir að bíða, en hún kom aldrei.
Skoðanakönnunin er sem sagt persónurekjanleg. Eitthvað sem kosning hefði ekki verið.
Meirihlutinn hefur boðað að ákvörðun um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla verði tekin í desember. Nú liggja öll gögn fyrir. Þrjá nýjar skýrslur, auk viðhorfskönnunarinnar. Næsti sveitarstjórnarfundur verður væntanlega haldinn 11. desember.
01/12/2014
Kennarar óhressir.
Á fundi Fræðslunefndar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 24. nóvember kom fram hörð gagnrýni á skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Þar er það ma. gagnrýnt að launakostnaður fyrir Hafralækjarskóla árið 2012 kom ekki inn í bókhald Þingeyjarsveitar fyrr en frá 1. ágúst 2012 og því er samanburðurinn í skýrslu Haraldar Líndal Haraldssonar ekki réttur þar sem hann bar þá saman launakostnað fyrir tímabilið 1.8 – 31.12 2012 við allt árið 2013. Hækkun á launalið var því um 8 % en ekki 50 – 60 % eins og fram kom í skýrslunni. Á fundinum tók Fræðslunefnd til umsagnar skýrslur vegna Þingeyjarskóla þ.e. skýrslu HLH ehf. Um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla, skýrslu frá Skólastofan.is um skólaskipan og skýrslu frá Ráðbarður sf. um viðhalds og rýmisþörf. Fræðslunefnd lýsti yfir ánægju með skýrslurnar og telur þær nýtast varðandi ákvarðanatöku um framtíðarskipan Þingeyjarskóla. Einnig munu þær nýtast
29 | P a g e
Líklegt verður að telja að þá muni meirihlutinn kynna ákvörðun sína um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Á meðan bíðum við…… Hermann Aðalsteinsson ritstjóri 641.is Íbúakönnun í Þingeyjarsveit nóvember 2014
Fræðslunefnd og skólastjóra í störfum sínum. Aðalsteinn Már Þorsteinsson fulltrúi kennara við Þingeyjarskóla lagði fram eftirfarandi ályktun frá kennarafundi Litlulaugaskóladeildar Þingeyjarskóla 24. Nóvember 2014 ,,Kennurum við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla finnst þau vinnubrögð Ingvars Sigurgeirssonar við skýrslugerð sína að senda starfsmönnum drögin til yfirlestrar áður en hún var fullkláruð til fyrirmyndar, þó svo að okkur finnist vanta upp á faglegu hliðina sem hann átti að skoða í henni. Okkur finnst hinsvegar skýrsla Haraldar Líndal Haraldssonar illa unnin, þar sem ekki var nóg gert með þær athugasemdir sem gerðar voru að hálfu skólastjóra við yfirlestur, og því er hún full af staðreyndavillum. Einnig finnst okkur kennurum við Litlulaugadeild að okkur vegið í skýrslu Haraldar þar sem ýjað er að því að menn skammti sér hér yfirvinnu eftir hentugleikum. Þar sem þessar skýrslur eru nú orðnar heimildir um skólahald er það verulega bagalegt að ekki skuli farið rétt með staðreyndir.“ Lesa fundargerð Fræðslunefndar hér
Ég sendi póst á Harald og sagði honum frá þessari gagnrýni. Hann sendi mér eftirfarandi svar 12.03.2014: Sæl Ásta og þakka þér fyrir þetta. Allt sem stendur í skýrslunni er byggt á upplýsingum sem ég fékk frá skrifstofu sveitarfélagsins, frá stjórendum skólans og frá viðkomandi sveitarfélögum þar sem var verið að bera saman kostnað á milli skóla. Einnig legg ég áherslu á að allir sem ég ræddi við fengu til yfirlestrar það sem snéri að viðkomandi. Ég hef alltaf lagt mig fram um að leiðrétta þar sem gerðar eru athugasemdir og ef ég hef ekki verið sammála viðkomandi stjórnanda þá hafa sjónarmið viðkomandi komið fram. Það sem sagt er um yfirvinnu og mismuninn á henni á milli skóla er byggt á upplýsingum m.a. frá skólastjóra. Hann fékk þetta eins og segir hér að framan til yfirlestrar og kannast ég ekki við athugasemdri frá honum varðandi það mál. Alla vega ef svo hefur verið tel ég mig hafa tekið tilliti til þeirra. Ég sendi þetta allt til yirlestrar til skólastjór, það sem snér að leiksóladeildum fór til beggja deildarstjóra leikskóladeilda. Ég hitt annan deildarstjóra tónlistarskóladeilda. Varðandi hann að þá komu athgusemdir frá honum sem bárust mér of seint vegna þess að ég var kominn með aðra tölvu. Einnig man ég það að skólastjórinn kom með leiðréttingu að mig minni við stöðugildfjölda sem náði ekki inn í skýrsluna vegna þess hversu seint sú leiðrétting kom. Ég taldi þetta óverulegt og hefði ekki áhrif á niðurstöðu skýrslunnar. Aðrar athgusemdir tel ég að hafi ratað inn i skýrsluna. Varðandi launasamanburðinn á milli áranna 2012 og 2013 er allt sem þar er sagt byggt á upplýsingum frá skrifstofu sveitarfélagsins. Þannig að ef það er rétt sem fram kemur í skjalinu sem þú sendir mér eru það upplýsingar sem ég fékk ekki en hefði verið eðlilegt að ég hefði fengið og þá frá skrifstofu sveitarfélagsins. Nú vill svo til að ég hef öll þessi tölvusamskipti við stjórnendur skólans og mun ég fara betur yfir þau til að fullvissa mig um að mér hafi ekki orðið á í messunni hvað þetta varðar. Fyrir mér er mikilvægt að þetta verði leiðrétt. Einnig er rétt að fram komi að ég átti engin viðtöl við kennara. Þannig að þar sem vitnað er í skólastjóra, að ég hafi ekki nóg að gert með athugasemdir skólastjóra óska ég eftir að hann geri mér grein fyrir hvað sé þar um að ræða umfram þetta varaðndi stöðugildi eða barnafjölda. Ég man ekki hvort var en mun finna út úr því. Þær ásakanir sem settar eru fram í bókun kennara eru alvarlegar. Ég hef nú sennilega tekið út á annað hundrað grunnskóla og hef beitt sömu vinnubrögðum og er þetta í fyrsta skipti svo ég viti sem ég hef fengið þennan dóm. Ég sendi afrit af þessum tölvupósti á skólastjóra, sveitarstjóra og oddvita. kveðja, Haraldur L. Haraldsson
Það eru sem sagt keyptar skýrslur dýrum dómum en það er ekki hægt að láta skýrsluhöfundum réttar upplýsingar í té. Mjög vönduð vinnubrögð.
30 | P a g e
Tímasetning viðhorfskönnunar. það víst alveg framhjá mér. Eins hef ég Nú þegar niðurstöður liggja fyrir úr ekkert séð um þær félagslegur afleiðingar viðhorfskönnun sem hvor kostur um sig hefur í för með sér. Félagsvísindastofnunar Í viðtali við oddvita Samstöðu, sem birtist á Háskóla Íslands fyrir 641.is þann 11. apríl, kom skýrt fram að Þingeyjarsveit er ekki úr ekki stæði til að gefa íbúum kost á því að vegi að rifja upp nokkur kjósa staðsetningu skólans, slíkt yrði í atriði svona rétt áður en höndum sveitarstjórnar. Sjálfum fannst mér sveitarstjórnin tilkynnir þessi yfirlýsing stangast nokkuð á við það ákvörðun sína í sem fram hafði komið í stefnunni daginn skólamálum. áður með að kynna fyrir íbúunum kosti, afleiðingar og mótvægisaðgerðir. Þetta, og Samstaða boðaði til íbúafundar í ýmislegt fleira í stefnu Samstöðu, varð Ljósvetningabúð 7. apríl sl. þar sem þeir reyndar líka til þess að ég sendi inn opna kynntu fyrirhugað framboð. Áhugasömum fyrirspurn, sem birtist á 641.is þann 23. maí. sem mætt höfðu til fundarins bauðst að ræða Þar spurði ég m.a. út í það hvort íbúarnir og koma með hugmyndir til þess að hafa gætu ekki fengið að vita niðurstöður áhrif á stefnumál framboðsins í öllum skýrslna um það hvor staðsetning væri málaflokkum nema skólamálum. Sú stefna hagkvæmari áður en þeir kysu um það hvort var að því er fram kom ekki til umræðu. þeir vildu að skólinn yrði frá og með haustinu 2015 á einni eða tveimur starfstöðvum. Fram hafði komið í Fimmtudaginn 10. apríl birti Samstaða auglýsingu á skólastefnu Samstöðu, sem síðan áherslur framboðsins. Skólastefnan birtist í bættri og ítarlegri mynd í fjallaði þá eingöngu um framtíð Hlaupastelpunni 15. maí, að ákvörðun Þingeyjarskóla. Samstaða hugðist standa sveitarstjórnar um staðsetningu myndi fyrir íbúakosningu til að fá úr því skorið byggja á greinagerð sérfræðinga og því vildi hvort grunnskólastig skólans yrði frá ég líka vita hvort þessar greinagerðir yrðu haustinu 2015 starfrækt á einni starfstöð allar aðgengilegar almenningi. Í opnu svari eður ei. Samkvæmt því sem þá var áætlað til mín þann 27. maí kom fram að það mat átti að gefa íbúunum á skólasvæðinu valdið sem sveitarstjórn hyggðist nota til þess að í hendur svo framalega sem þeir sýndu því taka ákvörðun um staðsetningu væri það nægan áhuga (kosningaþátttaka yfir 50%). sama og íbúum yrði kynnt fyrir kosningar Þá ætlaði Samstaða, til þess að íbúarnir og kysu út frá. gætu tekið sem hagkvæmustu ákvörðun, að: Af þessu hlýtur að mega draga þá ályktun „kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað að útkomnar skýrslur sem kynntar voru á hvor kostur um sig hefur í för með sér, almennum íbúafundi í Ýdölum séu það sem fjárhagslega, faglega og félagslega sem og sveitarstjórn mun byggja sína ákvörðun á og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri þó svo að ýmsir hafi komið fram með röskun sem niðurstaða kosninganna gæti athugasemdir varðandi sumt af því sem haft í för með sér.“ kemur fram í skýrslunum er ekki að sjá að Eins og allir vita varð ekkert úr því að íbúar meirihluti sveitarstjórnar hafi nokkuð við fengu að kjósa en skýrslur voru unnar og þær að athuga. Skýrslunum var vísað til eiga þær sjálfsagt að vera sú ítarlega umsagnar í fræðslunefnd sem lýsti á fundi kynning sem íbúarnir áttu að fá. Sem fyrr sínum, þann 24. nóv. sl., yfir ánægju með segir er viðhorfskönnunin, sem kom í stað skýrslurnar og taldi þær nýtast varðandi íbúakosninga, að baki en ef einhverjar ákvarðanartöku um framtíðarskipan hugmyndir um mótvægisaðgerðir hafa verið Þingeyjarskóla. Sveitarstjórn hefur kynntar íbúum með ítarlegum hætti þá fór samþykkt fundargerð fræðslunefndar án 03/12/2014
Þetta er... athyglisvert.
31 | P a g e
athugasemda við þennan lið hennar og með því tekið undir þetta álit nefndarinnar. Mér finnst vandinn hins vegar liggja í því að þó svo að skýrslurnar séu mjög skýrar um sumt, eins og það að spara megi umtalsvert fé með því að kenna á einum stað, gefa þær ekki skýr og greinagóð svör um annað. Það er því hugsanlegt að margir hafi ekki gert sér grein fyrir því hverju þeir voru að svara í nýlegri viðhorfskönnun þegar þeir sögðust vilja að grunnskólastig Þingeyjarskóla yrði allt á einni starfstöð. Allir sáu augljóslega að það er fjárhagslega hagkvæmara en
03/12/2014
sennilega sáu ekki allir það sama út úr því hvor staðsetningin kemur betur út. Álit meirihluta sveitarstjórnar á því er víst tilbúið en í ljósi svaranna sem ég fékk við fyrirspurn minni í maí er kannski ekki óeðlilegt að spyrja sig hvort ekki hefði verið eðlilegra að gera viðhorfskönnun meðal íbúa Þingeyjarsveitar nú þegar þá loks ljóst er hvor staðsetningin er, að mati meirihluta í sveitarstjórn – út frá skýrslum sérfræðinganna, hagkvæmari. Aðalsteinn Már Þorsteinsson.
Farsi eftir Bergljótu.
Óendanlegur farsi (gerist í núinu í sandkassanum Kjarna) Höfundur: Bergljót Hallgrímsdóttir Jæja krakkar þá eru það skólamálin og þessum fj…… skólamálum? ekkert hangs. Uss, talaðu fallega! Æi, nei! Ég held nú það elskurnar mínar! Úff! Þurfum við endilega að hugsa um Ó, hvað ég vildi að jólin væru komin. þau? Já, já en fyrst þurfum við að laga til, þú Nenn‘ess‘ekki! vissir það nú alveg áður en þú komst í sandkassann, ha? Bergljót Já, en það voru bara þið sem voruð að leika Hallgrímsdóttir með þetta mál, ekki við. Kommon! Viljiði hætta þessu karpi og halda áfram, Hvað er að við erum öll saman í þessu, ha? ykkur, til hvers Já, já. hélduð þið Jæja, staðan er þessi: Við erum með þrjár eiginlega að þið skýrslur, og eina könnun og hvað eigum væruð að koma við svo að gera með það? hérna í Nú, auðvitað það sama og við gerðum með sandkassann? allar hinar skýrslurnar, stingum þeim bara Það er ekkert gaman að leika með þessi undir stól. skólamál lengur! Já, mér líst vel á það, þá þurfum við ekkert Nei! Við viljum fá annað dót! að gera meira og getum bara farið heim. Já! Við viljum fá ljósleiðara! Ónei, ekki í boði, við göngum almennilega Halló! Hvað er í gangi. Þið þekkið frá eftir okkur, munið þið ekki eftir reglurnar. Fyrst verðum við að taka til eftir sálfræðingnum? okkur, áður en við getum fengið nýtt dót. Ha, ha, við plötuðum hann laglega maður Oh! Þurfum við þá að fara að taka til í lifandi! Létum hann halda að vandmálið 32 | P a g e
væri þau þarna í skólanum. Þetta er ekkert fyndið, veistu ekki hvað þetta plat er búið að kosta okkur – og á eftir að kosta okkur? Ljúkum þessu bara af. Ég fyrir mitt leyti legg til að skólinn verði í framtíðinni sameinaður á … Uss, þei, þei, það eru einhverjir þarna utan við … (kíkir yfir brúnina á sandkassanum), jú! Svei mér þá, jólasveinarnir eru komnir til byggða! Strax!? Aðventan er rétt byrjuð, nei það getur ekki verið. Nú hverjir eru þetta þá? Þetta eru líklega jólasveinarnir, þeir hafa bara ruglast útaf eldgosinu og haldið að það væru jólaljósin. Nei bíddu nú við, þessir eru fleiri en einn og átta, þeir eru tíu, ellefu, tólf og já, fleiri sýnist mér, ég kann bara ekki að telja meira. Voru jólasveinarnir ekki bara níu? Það er nú bara eftir því hver segir frá, ég hef heyrt að þeir séu miklu fleiri og að Grýla gamla hafi átt krakka með fleirum en Leppalúða. Já og hvernig var það svo með hann sjálfan karlinn, átti hann ekki í erfiðleikum með að hemja á sér lókinn eins og bændur og prestar og soddan lið í gamla daga? Sussu, sussu, þetta er nú ekkert sandkassahjal lengur, gættu orða þinna! Uss, hlustið – þeir eru eitthvað að segja. Nei – þeir eru með spjöld með stöfum, verst að kunna ekki að lesa. Ég kann að lesa! Jæja hvað stendur þá þarna á gula spjaldinu? Sssssammm-staaaða! Ha hvað þýðir það? Bara samstaða með okkur. Nei og hvað stendur þarna á rauða spjaldinu? Ekki leggja niður okkar sk-skóóla – bara hinna. En þessu? Ssspurðuð ekki rétt-u sppurrninganna. Voðalegt bull er þetta, ég held að þetta séu ekki jólasveinarnir. Nei og kannski eru þetta einhverjir sem eru 33 | P a g e
hættulegir – er ekki alltaf verið að tala um einhverja soleiðis hópa – þessir eru nú fleiri en níu. Nei, hættu nú alveg! Höldum áfram og hugsum ekki meira um þá, hvert vorum við komin? Já að við leggjum til að skólinn verði í framtíðinni sameinaður á … Nei það varst þú sem lagðir þetta til, ekki ég Við erum ekkert að leggja neitt til, það eruð þið. Nú, einhver verður á endanum að gera eitthvað! Já en bara ekki þetta! Nú! Hvað þá, komdu þá með eitthvað betra. Ha – ég, nehei! (Bankað á sandkassabrúnina) Hver er þar! Það er nú bara ég frá Snjalllausnum ehf, þið munið eftir mér? Má ég koma inn fyrir? (allir) Nei takk!!! við höfum fengið nóg af ykkar líkum. Við erum búin að vera með adhdskýrslu, skráðbarðskýrslu, hólastofuskýrslu og ég veit ekki hvað og hvað, við erum sko búin að fá ógeð á ráðgjöfum! Já, og við erum á hvínandi kúpunni og eigum varla fyrir salti í hafragrautinn, allt útaf endalausum peningaaustri í asnalegar og gagnslausar skýrslur og kannanir. Hypjaðu þig! Hey, er ekki bannað að skilja útundan í þessum sandkassa? Juú, jæja komdu þá. Hm! Ég var hérna nálægt og heyrði að þið eigið í vanda og langaði að bjóða fram þjónustu mína til að höggva á hnútinn sem mér heyrist að málin séu komin í hjá ykkur. Og eins og þið munið eru mín ráð öðruvísi en hinna, þau kosta ekki neitt og þau eru snjöll. Ja, svei, ekki fannst okkur það nú seinast. Þið voruð heldur ekki að fara eftir þeim. Í stað þess að halda ykkar striki fóruð þið í alls konar rugl með skýrslur og peninga en samt mátti enginn segja neitt um eitt né neitt, af því að þið ætluðuð að ákveða sjálf
Samstaða er með meiningar um einhverja hópa eins og síðar kemur fram..
en svo þorið þið sjálf aldrei að ákveða neitt eða segja eitt né neitt. (allir) Það er ekki satt!!! Nei, er það ekki, ég heyrði nú alveg í ykkur áðan en viljiði fá snjalllausn? (Löng þögn) Ja, það skaðar svosem ekki að heyra, fyrst það kostar ekkert. Já sko. Til þess að þið þurfið ekki að taka ákvörðun sjálf um á hvorum staðnum skólinn á að vera, þá skuluð þið nota gamla lagið. Ha, hvað er nú það. Þið bjóðið til hólmgöngu. Þið fáið til dæmis einhvern þarna úti (bendir) til þess að skora hina á hólm og sá sem vinnur fær að hafa allan skólann hjá sér í framtíðinni. Ertu vitlaus, heldurðu að einhver þarna fáist í þetta? Það kæmi mér hreint ekki á óvart. En hinir? Tja, ég veit ekki, en reglurnar eru þannig að ef sá sem skorað er á mætir ekki, þá vinnur hinn. Þetta er ofureinfalt og þið eruð laus við að taka ákvörðun, allt leysist af sjálfu sér – svo er þetta líka svo þjóðlegt, það er nú svo mikið í tísku núna. Nei, við megum ekki leika með byssur eða sverð eða svoleiðis dót.
34 | P a g e
Hver var að tala um það, hér er nóg af skóflum og fötum og sandi, notiði bara það sem hendi er næst. Þetta gæti bara orðið skemmtilegt og þið eigið nú svona hólma eða eyju. Gangi ykkur svo bara vel með þetta. (fer) Ja hérna hér! Þetta er nú það vitlausasta sem fram hefur komið í þessu blessaða skólamáli og er þá mikið sagt. Er það? Af hverju var okkur ekki búið að detta þetta í hug fyrir löngu síðan? Er ekki allt í lagi með þig? Var ekki meiningin að setja í forgang að hagræða í rekstri og gera betri skóla fyrir börnin, bæði aðstöðulega, námslega og félagslega? Iss, það eru nú allir búnir að gleyma því! Höfum við einhver betri ráð? Na-ei, kannski ekki. Krakkar, samþykkjum þetta bara, mig er farið að langa heim. Já og mig líka. Líka mig. (handaupplyftingar) Gott hjá ykkur, takk fyrir snjalllausnina, nú reddast þetta. Förum heim. (Tjaldið fellur)
04/12/2014
Svo varð það formlegt. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun.“ Þá lagði varaoddviti fram tillögu að eftirfarandi málsmeðferð: „Sveitarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til Fræðslunefndar og skólaráðs Þingeyjarskóla til umsagnar og óskar þess að umsögnin berist eigi síðar en 15. desember.“
Þeir eru samt höfundar sameiningarinnar og útfærslu.
Í fyrsta skipti. Mágkona hans var búin að vera aðstoðarskólastjóri alla hans sveitarstjórnartíð og honum datt aldrei í hug að hann væri vanhæfur. Sem hann auðvitað var allan tímann.
Loksins. Vanhæfir sátu yfirleitt sem fastast. Og gjöbbuðu .
159. sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, sem var aukafundur, fór fram í Kjarna á Laugum í dag. Einungis eitt mál var á dagskrá fundarins en það var framtíðarskipulag Þingeyjarskóla. Áður en gengið var til dagskrár lýsti Árni Pétur Hilmarsson sig vanhæfan í málinu þar sem hann er aðstoðarskólastjóri Þingeyjarskóla. Hlynur Snæbjörnsson lýsti sig hugsanlega vanhæfan í málinu þar sem deildarstjóri Krílabæjar er mágkona hans. Arnór Benónýsson lýsti sig vanhæfan í málinu þar sem aðstoðarskólastjóra Þingeyjarskóla er mákona hans. Kosið var um hæfi. Vanhæfi Hlyns samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúum T lista. Vanhæfi Arnórs samþykkt með fimm atkvæðum A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista. Vanhæfi Árna Péturs samþykkt samhljóða. Varamenn tóku sæti, Eiður Jónsson og Nanna Þórhallsdóttir fyrir A lista og Baldvin Kr. Baldvinsson fyrir T lista. Aðalmenn sem töldust vanhæfir yfirgáfu fundinn. Varaoddviti tók við fundarstjórn. Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum A lista um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla:. „Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. 35 | P a g e
Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun: „Við fulltrúar T lista lýsum yfir furðu á því að jafn viðamikilli tillögu sem hefur mikil áhrif í sveitarfélaginu skuli ekki fylgja greinargerð þar sem skýrt er með rökum á hverju tillagan byggist. Þetta er að okkar mati óásættanleg stjórnsýsla sem hér er viðhöfð af hálfu meirihluta sveitarstjórnar.“
Þá lagði T listi breytingartillögu:
fram
eftirfarandi
„Lagt er til að framkominni tillögu verði vísað til Fræðslunefndar þar sem Fræðslunefnd fari yfir kosti og galla beggja staðsetningarkosta og í framhaldinu leggi fram skriflegt rökstutt mat á þessum kostum báðum þar sem allir þættir eru skoðaðir og greindir.“
Breytingartillaga T-Listans var felld með atkvæðum meirihlutans. Fyrri tillaga um málsmeðferð samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá . T listi lagði fram eftirfarandi bókun: „Við höfum áhyggjur af að umfjöllun og vinna Fræðslunefndar varðandi framkomna tillögu verði ómarkviss þegar henni er vísað jafnt óljóst áfram og raun ber vitni. Að þessu sögðu er rétt að hafa í huga að Fræðslunefnd kemur heldur ekki til með að hafa greinargerð með tillögunni í sinni umfjöllunarvinnu samkvæmt svörum meirihlutans í umræðum.
Nokkrir gestir sátu fundinn og fylgdust með afgreiðslu sveitarstjórnar á málefninu. Tíðindamaður 641.is sat fundinn einnig og muna birta viðtöl við oddvita meiri og minnihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í kvöld og á morgun. Sjá fundargerðina hér
04/12/2014
Viðtal við Arnór. Eins og fram kom hér á 641.is fyrr í dag lagði meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar það til á aukafundi sveitarstjórnar í dag, að allt grunnskólahald Þingeyjarskóla yrði sameinað á eina starfsstöð á Hafralæk, frá og með 1. ágúst 2015. 641.is spurði Arnór Benónýsson oddvita Þingeyjarsveitar nánar út í afgreiðslu meirihlutans eftir fundinn í dag.
„Við samþykktum að vísa tillögunni til fræðslunefndar og skólaráðs til umsagnar sem fræðslunefnd og skólaráð þurfa svo að skila sínum umsögnum í síðasta lagi 15. desember. Endanleg afgreiðsla tillögunnar bíður svo aukafundnar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem verður væntanlega haldinn 18. desember nk“. Arnór
Með þeim rökum hefði verið eðlilegast að spyrja Fræðslunefnd fyrst hvora starfsstöðina hún teldi betri en að segja henni fyrst hvora hennar yfirboðarar vildu.
Um gagnrýni minnihlutans um að enginn greinargerð né rökstuðningur fylgdi með tillögu meirihlutans um að velja Hafralækjarskóla sem starfsstöð til framtíðar fyrir Þingeyjarskóla sagði Arnór, að greinargerð og rökstuðningur fyrir staðarvalinu yrði birtur eftir að fræðslunefnd og skólaráð hefði fjallað um málið. „Það væri ekki eðlilegt að leggja fræðslunefnd og skólaráði upp forskrift og hafa þannig áhrif á niðurstöðu nefndanna“, sagði Arnór í spjalli við 641.is í dag.
04/12/2014
Bréf frá Our Beloved Leaders
Ágæti íbúi í Þingeyjarsveit. Nú hefur meirihluti sveitarstjórnar lagt fram tillögu þess efnis að allt skólahald Þingeyjarskóla utan leikskólans Krílabæjar verði flutt í húsnæði Hafralækjarskóla frá og með næsta skólaári. Skólamál sveitarfélagsin hafa verið deiluefni síðan Þingeyjarsveit varð til. Það er mikið búið að karpa, rökræða, skrifa skýrslur, halda rýni,- íbúa,- og starfsmannafundi. Margar hugmyndir og skoðanir hafa komið fram. Ekki hefur verið eining um það hve margir grunnskólarnir ættu að vera í sveitafélaginu né hvar þeir ættu að vera staðsettir. Í kosningabaráttu A-lista boðuðum við ákveðið ferli sem við höfum fylgt. Þar sagði að við myndum láta gera úttekt á Þingeyjarskóla. Eina skýrslu um hina
faglegu hlið, eina um fjárhagslegu hliðina og eina um rýmis,- og viðhaldsþörf starfstöðvanna. Næsta skref væri að halda fund þar sem skýrsluhöfundar myndu kynna skýrslurnar. Að lokum yrði kannaður hugur íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla um hvort þeir vildu sameina Þingeyjarskóla á eina starfsstöð og það yrði gert með kosningu sem varð reyndar að skoðunarkönnun en gerði sama gagn. Í öllu ferlinu kom skýrt fram að fólki yrði ekki gefinn kostur á að velja um staðsetningu hins sameinaða skóla heldur myndi sveitarstjórn taka þá ákvörðun. Þetta ferli var skýrt sett fram fyrir kosningar og það væru svik við tæplega
70% íbúa Þingeyjarsveitar sem okkur kusu að gera annað en við boðuðum.
Nú erum við búin að fylgja þessu ferli og niðurstöður könnunarinnar eru skýrar, 79 prósent á skólasvæði Þingeyjarskóla vildu sameina Þingeyjarskóla á eina starfsstöð. Ákvörðun okkar var tekin þegar við höfðum sömu upplýsingar og aðrir íbúar uppúr skýrslunum sem og skoðanakönnuninni. Í þessu ferli höfum við í meirihlutanum velt fyrir okkur mörgum mögulegum lausnum og með faglegri rökræðu höfum við rætt okkur til sameiginlegrar niðurstöðu. Tekin var einhuga ákvörðun um að leggja fram tillögu um að færa allt skólahald Þingeyjarskóla utan leikskólans Krílabæjar í húsnæði Hafralækjarskóla. Ástæður fyrir þessari tillögu er margar:
En það var nýlega búið að kaupa húsnæðið af ríkinu. Af hverju var það gert fyrst ekki var vitað fyrir að sameinaður skóli yrði þar? Þvílík tilviljun!
Húsnæði Hafralækjarskóla uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Húsnæðið er tekinn út eins og annað opinbert húsnæði með reglulegum hætti af eftirlitsaðilum s.s. Eldvarnareftirliti, Vinnueftirliti og Heilbrigðiseftirliti. Skólinn er miðsvæðis með tilliti til skólaaksturs Skólinn er vel búinn og í ágætu ástandi Skólinn hefur mikið og gott pláss og aðstöðu til að kenna flestar greinar Skólinn hefur aðgang að Ýdölum til notkunar fyrir íþróttir, leiksýningar, hátíðarhöld og samkomuhalds Skólahúsnæðið er í eigu sveitarfélagsins og hægt er að flytja
Tekið af vef Þingeyjarsveitar í dag
37 | P a g e
alla starfsemi þingeyjarskóla í húsnæðið án mikils kostnaðar Húsnæðið krefst viðhalds sem hægt er að halda innan viðráðanlegra fjárútláta á næstu árum Við getum ekki réttlætt það að byggja nýjan skóla á Laugum þegar sveitarfélagið á húsnæði sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis
Okkur er ljóst að þetta er sársaukafull og erfið ákvörðun en aldrei hægt að gera öllum til hæfis. Það verða alltaf einhverjir sem hafa aðrar skoðanir og sýn á málin og vilja að önnur leið sé farin. Það er okkar sannfæring að í tillögu okkar felist besta lausnin í erfiðri stöðu. Við trúum því að við séum að láta hagsmuni heildarinnar ráða. Að með þessu móti verði til betri skóli fyrir minni fjármuni, þar sem faglegt starf verður betra og félagslegum þörfum barnana okkar verður betur borgið. Rétt er að minna á að ekkert í skólamálum er endanlegt, en við trúum því að miðað við núverandi aðstæður í sveitarfélaginu þá sé þetta rétt ákvörðun á þessum tímapunkti.
Bestu kveðjur Arnór Benónýsson Margrét Bjarnadóttir Árni Pétur Hilmarsson Ásvaldur Þormóðsson Heiða Guðmundsdóttir Eiður Jónsson Nanna Þórhallsdóttir Samstaða sendir nefnilega ekkert á 641.is.
04/12/2014 Á hverju ári frá stofnun Þingeyjarsveitar árið 2002 hafa sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóri farið á fund þingmanna kjördæmisins og fjárlaganefndar alþingis og biðlað til þeirra þingmanna sem þar hafa setið fyrir svörum. Í bænaskránni sem lesin er þar upp hefur verið óskað eftir vegabótum í sveitarfélaginu og þar helst verið talað um Bárðardalsveg, Útkinnarveg og vegi í Fnjóskadal. Um fleira hefur að sjálfsögðu verið rætt og þá helst Framhaldsskólann á Laugum og mikilvægi hans fyrir sveitarfélagið Þingeyjarsveit. Síðast núna í haust var þetta gert á fundi með þingmönnum og lögð mikil áhersla á. Það er því ljóst að meirihlutinn í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar gerir sér grein fyrir ávinningi sveitarfélagsins af því að hafa hér framhaldsskóla, að minnsta kosti í orði, en svona löguðu þarf að fylgja eitthvað í verki heima fyrir. En nú hefur meirihluti Samstöðu í sveitarstjórn lagt fram tillögu sem snýr að því að leggja af grunnskólastarf á Laugum. Þetta er gert án þess að fyrir liggi nokkur úttekt á því hvaða áhrif aðgerðin muni hugsanlega hafa á Framhaldsskólann á Laugum. Það verður að teljast undarlegt að þrátt fyrir allar þær úttektir og skýrslur sem hafa verið gerðar um skólahald í Þingeyjarsveit hafi aldrei verið beðið um þessháttar úttekt í ljósi þess að meirihlutinn virðist skilja mikilvægi þess að framhaldsskóli starfi í sveitarfélaginu. Framhaldsskólinn á Laugum er Þingeyjarsveit mikilvægur meðal annars vegna þess að þar skapast mörg störf bæði bein og afleidd, mörg þeirra hálaunastörf miðað við það sem gengur og gerist í sveitarfélaginu.
38 | P a g e
Það má heldur ekki gera lítið úr þeim jákvæðu samfélagslegu og menningarlegu áhrifum sem stofnun á borð við framhaldsskóla hefur á lítið samfélag. Talandi um skýrslur. Árið 2010 gerðu Kristín Erla Harðardóttir, Gunnar Þór Jóhannesson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, í nafni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, skýrslu um skólamál í Þingeyjarsveit. Mikil vinna og mikill metnaður var lagður í skýrsluna sem var um 40 blaðsíður en hún virtist ekki höfða til þáverandi sveitarstjórnar. Raunar virðist hún ekki heldur höfða til núverandi meirihluta því að í henni stendur til dæmis orðrétt: „Svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hníga öll að sömu rökum. Í fyrsta lagi, að hagstæðast sé, út frá fjárhagslegum, faglegum og samfélagslegum forsendum að byggja upp eina skólastofnun á Laugum sem samþættaði grunnskóla og tónlistarskóla og jafnvel leikskólastig einnig, að minnsta kosti á þann hátt að það væri undir sömu stjórn þó að starfið væri unnið á ólíkum stöðum. Í öðru lagi, að þessi uppbygging er ekki raunhæf eins og sakir standa í efnahagsmálum. Það verður þó ekki ljóst nema látið sé reyna á það. Í þriðja lagi, að skref í rétta átt sé að hefja sameiningarferli. Það getur haft mismunandi útfærslur en þær sem nefndar hafa verið hér hafa allar faglega og félagslega kosti. Óvissa ríkir um hvort að fjárhagslegur ávinningur verði strax af þeim breytingum. Í fjórða lagi, að koma skólastofnununum undir eina yfirstjórn þar sem leikog
tónlistarstarskólar væru innan vébanda skólans.“
einnig
Vissulega renndu menn sér í sameiningu á skólum og Þingeyjarskóli var búinn til. Ákvörðunin var tekin að því er virðist í mikilli skyndingu þegar skólastjóri Litlulaugaskóla sagði starfi sínu óvænt lausu. Á þessum tíma sat hvorugur okkar í fræðslunefnd eða sveitarstjórn en við samþykktum með þögninni ásamt stórum hluta íbúa skólasvæðisins þennan gerning. Tíminn hefur leitt í ljós að einhver mistök voru gerð þegar Þingeyjarskóli var stofnaður.
Þar stendur nefnilega eins og þið munið. „Svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir hníga öll að sömu rökum. Í fyrsta lagi, að hagstæðast sé, út frá fjárhagslegum, faglegum og samfélagslegum forsendum að byggja upp eina skólastofnun á Laugum“ Af hverju er þetta ekki skoðað með opnum huga áður en tillaga eins og sú sem nú er til umfjöllunar í Fræðslunefnd er lögð fram?
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson Ragnar Bjarnason Fulltrúar T lista Sveitunga í Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.
Aftur að skýrslunni frá 2010.
05/12/2014
Viðtal við oddvita T-lista
„Það var auðvitað ljóst að það kæmi fram tillaga um framtíðarskipan Þingeyjarskóla og það var líka ljóst að sú tillaga fæli í sér hvar staðsetning Þingeyjarskóla ætti að vera til framtíðar. Miðað við þróun mála síðustu mánuði kemur tillagan ekki á óvart. Mér finnst þessi tillaga ekki taka tillit til þeirra raka sem ég hefði talið að væri ráðandi fyrir svona ákvörðun“, sagði Ragnar Bjarnason oddviti minnihluta T-listans í spjalli við 641.is eftir sveitarstjórnarfund í gær.„Við þurfum að hugsa um sveitarfélagið í heild sinni. Hvernig sveitarfélagið sé sem sterkast til framtíðar og þá þarf að vega og meta út frá þeim punkti, þá kosti og galla sem eru á hvorri staðsetningunni fyrir sig. Það eru bæði kostir og gallar við báða staðina. Ég sakna þess gríðarlega að það sé ekkert lagt fram með þessari tillögu, þar sem búið er að 39 | P a g e
meta þessa kosti og galla á hvorum stað fyrir sig og þar af leiðandi geta tekið vel ígrundaða ákvörðun um staðsetninguna“ Aðspurður um hvort fræðslunefnd eða skólaráð geti tekið upplýsta ákvörðun um tillöguna þegar ekki fylgir nein greinargerð eða rökstuðningur með henni, sagði Ragnar það erfitt fyrir fræðslunefnd og skólaráð að taka vel ígrundaða ákvörðun þegar enginn greinargerð eða rökstuðninur fylgi með tillögunni. „Það eru engin efnisleg rök með tillögunni og það er ekki hægt að ræða efnilega um rök með eða á mót hvorri staðsetningunni fyrir sig þar sem þau eru ekki lögð fram. Það er bara kastað fram tillögu og engin rök með henni. Mér finnst það vera algjört grundvallar skilyrði þegar verið er að taka stórar ákvarðanir að þær séu teknar á grundvelli einhverra raka. Það er ekki hægt að taka akvörðun af því bara. Þetta er miklu stærri ákvörðun en svo“, sagði Ragnar Bjarnason.
08/12/2014 Skilningsleysi Ég er í besta falli einfaldur meðalmaður og hef fyrir löngu sætt mig við það að skilja fátt og eiga lítið af svörum við stórum og flóknum hlutum í veröldinni. Löngunin til að skilja kemur þó alltaf af og til, sérstaklega þegar um hluti er að ræða sem maður hefði haldið að ætti að vera auðvelt að fá botn í. Útspil í skólamálum í sveitarfélaginu vakti svo margar spurningar hjá mér að ég finn mig tilneyddan til þess að setjast niður og setja á blað (skjá) eitthvað af því sem heilinn minn berst við að reyna að skilja. Svo deili ég því með sveitungum mínum – kannski aðrir geti hjálpað mér að öðlast betri skilning.
Stórutjarnaskóli fer undir Þingeyjarskóla í næstu lotu. Undirbúningur inn er hafinn.
Ég skil ekki hvernig meirihluti sveitarstjórnar gat komist að þessari niðurstöðu. Kannski skil ég það betur þegar greinargerð kemur frá þeim. Ég skil ekki hvers vegna tillagan var lögð fram í sveitarstjórn án þess að henni fylgdu nein gögn. Hef velt fyrir mér tveimur möguleikum. Annar er sá að greinargerðin sé einfaldlega ekki tilbúin en það myndi þá þýða að menn væru komnir með niðurstöðu en ekki rökin fyrir henni. Hinn möguleikinn er sá að með þessu vilji meirihlutinn einfaldlega sýna og minna á með táknrænum hætti að hann er með fullt umboð frá kjósendum til þess að gera hvað sem er, þau ráða og skulda okkur hinum engar skýringar á sínum gjörðum. Báðir þessir möguleikar eru náttúrulega svo fáranlegir að mér, einfeldningnum, hlýtur að yfirsjást einhver augljós eðlileg skýring. Ég skil ekki hvernig meirihluti sveitarstjórnar fór að því að komast svo afdráttarlaust og samhljóma að niðurstöðu í þessu skólamáli að enginn fulltrúanna sá ástæðu til þess að tjá sig neitt um tillöguna af fyrra bragði á sveitarstjórnarfundinum til þess að gera grein fyrir sannfæringu sinni. Að sama skapi virðist sem enginn 7 menningana sjái ástæður til þess að greina frá neinum efasemdum um að hér sé á ferðinni besta niðurstaðan í skólamálum (ég geri ráð fyrir að allir hafi tekið fullan þátt í mótun tillögunar þó svo að 2 aðilar hafi síðan vikið af sjálfum fundinum). 7 manns algjörlega sammála sem 1 maður í máli sem sumir segja að hafi valdið deilum í sveitarfélaginu í áratug. Kraftaverk? Ég skil ekki hvers vegna meirihluti sveitarstjórnar, sem í eru miklir reynsluboltar í skólastarfi, gerði engar ráðstafanir til þess að mæta því ástandi sem ljóst mátt vera að skapaðist meðal nemenda við það að þeir fengu fréttir af þessari tillögu án þess að nokkur gæti svarað þeim öllum spurningunum sem vöknuðu, að ekki sé minnst á þær tilfinningar sem ákvörðun sem þessi olli. Ég skil ekki hvers vegna sameina þarf Þingeyjarskóla á eina starfstöð í hagræðingarskini á meðan á sama tíma hefur ekki farið fram nein úttekt á rekstri Stórutjarnarskóla. Ég skil ekki hvers vegna sameina þarf Þingeyjarskóla á eina starfstöð til að mæta félagslegri fæð á meðan á hvorri starfstöð hans eru því sem næst jafn margir nemendur eins og í Stórutjarnarskóla, sem enginn ástæða er til þess að skoða eða gera neitt við. Ég skil ekki hvers vegna, fyrst peningur er til til þess að reka Stjórutjarnarskóla í óbreyttri mynd, má þá ekki bara reka 3 slíka skóla. Því hefur verið svarað að það þurfi ekki að gera úttekt á rekstri Stórutjarnarskóla þar sem hann sé á pari við Hafralækjarskóla. Ég skil ekki hvers vegna forsvarsmenn Framhaldsskólans þegja þunnu hljóði og gera engar athugasemdir við þær fullyrðingar meirihluta sveitarstjórnar að flutningur
Ég er 99% viss um að Samstaða hafi alltaf kosið eins. M.a.s. þegar þau voru ekki sammála. Það var t.d. ekki raunverulegur meirihluti fyrir því að augýsa ekki eftir nýjum skólastjóra 2012.
grunnskóla úr næsta nágrenni muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á Framhaldsskólann. Nú, ef það er hins vegar rétt hjá meirihlutanum væri líka þá bara fínt að það væri staðfest. Ég skil ekki hvers vegna svo margir íbúar Þingeyjarsveitar utan Reykjadals virðast líta á byggðakjarnan á Laugum sem einhvers konar ógn eða jafnvel óvin sem nauðsynlegt sé að halda niðri.
Þó svo að ég hefði viljað fara aðra leið í þróun skólamála í Þingeyjarsveit en þessa sem í boði er þá hef ég reynt að skoða af sanngirni hvað sé best í þessum takmörkuðu möguleikum sem núverandi meirihluti sveitarstjórnar tilkynnti fyrir kosningar að boðið yrði upp á. Auðvitað vill enginn missa sinn skóla og það litar minn hugsunarhátt eins og hjá öllum öðrum. Ég hef samt ekki séð neinn færa nein rök fyrir því að halda úti grunnskóla á Hafralæk önnur en þau að húsið stendur þar og margir hafa látið eins og þetta sé þeim ekkert tiltökumál – tilfinningaóreiðan sé öll Reykjadalsmegin. Fáan eða engan hef ég samt séð af þessum aðilum velta fyrir sér og skoða af alvöru hvað sé best að gera í stöðunni. „Skólinn stendur þarna og hann er nógu stór, hinn skólinn er það ekki. Við getum ekki verið að byggja ef það þarf ekki svo við höfum þá bara skólann þarna. Annars er mér alveg sama.“ Ekkert af þessu fólki hef ég heyrt skipta um skoðun eftir skýrslu sem sýnir svart á hvítu að málið er ekki alveg svona einfalt reikningsdæmi. Það er ekki nóg að horfa á húsin að utan.
Væntinga vísitala íbúafjölgunar.
Ég skil ekki að það skuli ekki fleiri sjá tækifæri í því að selja Hafralækjarskóla. Það er uppgangur í samfélaginu og byggingarmáti og ástand hússins hentar mjög vel til þess að breyta því í nánast hvað sem er. Ferðaþjónustan er t.d. í blóma – Hafralækjarskóli: hótel – spa – demantshringurinn – norðurljós – frábær ráðstefnuaðstaða (aukin útleika á Ýdölum). Þetta myndi skapa atvinnu og það eru einmitt fleiri störf sem við þurfum til að fleira fólk flytji aftur heim í sveitirnar. Þetta gæti verið tækifæri til vaxtar og uppbyggingar. Ég sé þetta ekki gerast eða einhvera stórtæka atvinnuuppbyggingu eiga sér stað þó svo að skólahúsnæði Litlulaugaskóla verði selt.
Haustið 2004 voru nemendur HLS 82, LLS 46 og STS 58. Haustið 2014 voru nemendur HLS 38, LLS 40 og STS 43. Fækkun á 10 árum var því: HLS 44 nemendur, LLS 6 og STS 15. 1. janúar 2005 voru íbúar Þingeyjarsveitar (að Aðaldælahreppi meðtöldum) 962 og bjuggu 105 af þeim á Laugum. Miðað við tölur frá 3 ársfjórðungi þessa árs má gera ráð fyrir að íbúar Þingeyjasveitar verði 1. janúar 2015 um 930 og af þeim búi um 130 á Laugum. Á meðan íbúum í sveitarfélaginu fer fækkandi fer þeim sem búa í byggðakjarnanum á Laugum fjölgandi. Ákjósanlegast væri að íbúum færi fjölgandi í sveitarfélaginu almennt en ekki bara á Laugum en þeim er þó að fjölga þar og það mun með tímanum hafa jákvæð áhrif til fjölgunar annars staðar í sveitarfélaginu.
Ég skil ekki að menn skuli geta komist að þeirri niðurstöðu að farsælast sé fyrir sveitarfélagið að loka þeim skóla sem hefur haft nánast sama nemendafjölda um margra ára skeið á sama tíma og stöðugt hefur fækkað í hinum. Ég skil ekki að menn skuli geta komist að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn sé að veikja byggðakjarna sveitarfélagsins með því að færa grunnskólahald úr honum (en síður skil ég það að sumir skuli blygðunarlaust halda því fram að það veiki ekki byggðakjarnan að gera það).
Ég hef ekkert á móti skólahaldi í Aðaldal og hefði sjálfur aldrei valið þá hugmyndafræði sem núverandi meirihluti sveitarstjórnar vinnur út frá að loka einhverjum skóla í einum hvelli. Á sama tíma er ég algjörlega sannfærður um það að flutningur grunnskóla frá Laugum mun valda sveitarfélaginu miklu tjóni. Ég á því erfitt með að sitja einfaldlega hjá þegar verið er að 41 | P a g e
Þetta er ákveðinn punktur. Skólamenning skólanna var aldrei rædd.
framkvæma svona stór mistök í rekstri, uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins míns til framtíðar. Ég hef trú á Þingeyjarsveit og tel það hafa alla burði til þess að geta átt góða framtíð. Hér er mikill mannauður og mörg tækifæri. Á sama tíma er Þingeyjarsveit viðkvæm og veikburða í hinu stóra samhengi. Það er því nauðsynlegt að taka allar ákvarðanir með heildarhagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi og með það að markmiði að styrkja það og efla. Ef gera þarf breytingar og vilji menn að þær séu farsælar er grundvallaratriði að gera þær í góðri sátt við íbúa sveitarfélagsins. Aðalsteinn Már Þorsteinsson.
14/12/2014
Leiðari frá Hermanni
Eins og íbúar Þingeyjarsveitar vita samþykkti meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar á aukafundi sem haldinn var 4. desember sl. tillögu um að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð á Hafralæk frá og með 1. ágúst 2015. Kennsla leggst þar með af við Litlulaugaskóla næsta vor og börnum úr Reykjadal verður frá og með haustinu 2015 kennt í Hafralækjarskóla. Skólaráð Þingeyjarskóla og Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar eiga að vísu eftir gefa álit sitt á þessari tillögu, en endanleg ákvörðun mun liggja fyrir á sveitarstjórnarfundi 18. desember nk. Telja verður líklegt að þá verði þessi ákvörðun staðfest. Ekkert að byggja á. Sætir það undrun að engin greinargerð né röksemdafærsla var lögð fram með tillögunni og virðist vera sem þess ákvörðun byggi ekki á neinum rökum, þar sem ekkert fylgir með. Oddviti Þingeyjarsveitar Arnór Benónýsson sagði í viðtali við 641.is 4. desember að „það væri ekki eðlilegt að leggja fræðslunefnd og skólaráði upp forskrift og hafa þannig áhrif á niðurstöðu nefndanna„. Ég er Arnóri algjörlega ósammála. Í svona stóru máli í okkar fámenna samfélagi er greinargerð með einhverri röksemdafærslu bráðnauðsynleg og mér finnst það vera skylda meirihlutans að leggja hana fram með þessari tillögu. Hvernig á Skólaráð og Fræðslunefnd að taka upplýsta ákvörðun í málinu þegar ekkert liggur fyrir ? Hvernig dettur meirihlutanum svona vinnubrögð í hug ? Hvað með foreldrana, börnin og starfsfólkið ? Hafa þau ekki rétt á því að vita hvernig meirihlutinn kemst að þessari niðurstöðu ? Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem þrjár skýrslur um Þingeyjarskóla voru unnar í haust og kynntar íbúum á íbúafundi í kjölfarið. Einnig var framkvæmd íbúakönnun til að fá fram vilja íbúanna, þó svo að ekki hafi fengist svör við mikilvægustu spurningunni í þeirri könnun, þar sem ekki var spurt að henni. Var ekkert í skýrslunum sem hægt var að nýta sem rök fyrir þessari ákvörðun ? 42 | P a g e
Það er bara ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Hefur aldrei verið.
Hvað svo ? Margir velta því fyrir sér hver verða næstu skref. Hver er framtíðarsýnin ? Hverjir missa vinnuna og hverjir ekki ? Mér finnst það augljóst að rétta leiðin sé sú að segja öllu starfsfólki Þingeyjarskóla á báðum starfsstöðvum upp störfum og auglýsa svo eftir skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, kennurum og öðru því starfsfólki sem þarf. Núverandi starfsfólk getur þá sótt um stöðurnar, ef það kýs svo, en ekkert af núverandi starfsfólki Þingeyjarskóla getur verið öruggt um að fá starf við skólann. Sú varð svo sannarlega ekki raunin
Þetta er það eina rétta í stöðunni og eina leiðin til að tryggja einhverja sátt um mannaráðningar við Þingeyjarskóla á næsta ári. Besta leiðin er að fá einhverja utanaðkomandi aðila til að taka að sér ráðningar við Þingeyjarskóla. Samkvæmt heimildum mínum er líklegt að þessi leið verði farin og er það vel, því sporin hræða nefnilega í þessum efnum. Arnór segir einnig í viðtalinu að greinargerðin og röksemdafærslan verði lagðar fram eftir að Skólaráð og Fræðslunefnd hafa skilað sínum álitum, en tímasetur það ekki nákvæmlega. Sennilega verða þær kynntar á sveitarstjórnarfundinum 18. desember og gera má ráð fyrir að tillaga meirihlutans verði samþykkt á fundinum. Gott og vel. Við fáum þá sennilega að sjá rökin fyrir þessari ákörðun meirihlutans 18. desember. Ég gef mér það amk. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri.
43 | P a g e
16/12/2014
Opinn fundur í Dalakofanum.
Foreldrafélag Litlulaugaskóla og Krílabæjar boðaði til opins fundar í Dalakofanum á Laugum í gærkvöld, til að ræða framtiðarskipan í skólamálum í Þingeyjarsveit. Fundurinn var vel sóttur þrátt fyrir ófærð á vegum. Fulltrúum meirihluta A-lista Samstöð í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar var boðið á fundinn og mættu þrír af fimm til fundarins, auk beggja fulltrúa minnihluta T-listans. Umræður voru líflegar og var ákvörðun meirihlutans, um að leggja kennslu af í Litlulaugaskóla frá og með næsta hausti og kenna öllum börnum Þingeyjarskóla í húsnæði Hafralækjarskóla frá þeim tíma, harðleg gagnrýnd á fundinum. Fram kom mikil óánægja með þessa ákvörðun meirihlutans og fannst fundargestum undarlegt hvernig hægt var að komast að þessari niðurstöðu án þess að meirihlutinn leggði fram nein rök fyrir máli sínu. Margir töldu að ekki hefði verið staðið faglega að ákvörðuninni og fannst niðurstaðan ekki í samræmi við skýrslu um ástand á húsnæði Hafralækjarskóla, sem mörgum fundargestum þótti bágt. Fulltrúar meirihlutans voru þessu ósammála. Fundargestum þótti það skrýtin framtíðarsýn að veikja aðal byggðakjarnan í sveitarfélaginu og eina staðinn í sveitarfélaginu þar sem fólki hefur fjölgað undanfarin ár, með því að leggja niður grunnskóla þar. Fulltrúar meirihlutans töldu þessa tillögu veikja byggðakjarnan á Laugum og ætla þess vegna að vinna að mótvægisaðgerðum. Fulltrúar meirihlutans töldu það hagkvæmasta kostinn að flytja allt grunnskólahald Þingeyjarskóla í Hafralækjarskóla. Það sé ekki til fjármagn til að byggja við Litlulaugaskóla. Það sé rekstrarlega ekki framkvæmanlegt þó svo að margt í skýrslunum mæli með því. Arnór Benónýsson oddviti nefndi það að við þessa breytingu muni sparast um 40 milljónir króna árlega
44 | P a g e
Fundargestir spurðu út í fyrirkomlag íþróttakennslu næsta vetur og þá hvort td. sundkennsla ætti að fara fram á Laugum þar sem ekki stendur til að nýta sundlaugina í Hafralækjarskóla. Mörgum fannst það skrýtið að nýta ekki bestu aðstöðuna til íþróttakennslu í sveitarfélaginu sem er staðsett á Laugum. Í svörum fulltrúa meirihlutans kom fram að það yrði hlutverk nýs skólastjóra, sem yrði trúlega ráðin 1. mars nk. að skipuleggja skólastarfið og þar með talið íþrótta og sundkennslu næsta vetur og nefndi td. að það kæmi eflaust til greina að keyra börnin á sundnámskeið á Laugum á vorin og haustin. Þetta yrði skoðað. Margir höfðu áhyggjur af leikskólanum Krílabæ og var meirihlutinn spurður að því hvar börnin ættu að fá mat í leikskólann, hvernig yrði farið með skólahóp í leikskólanum þegar enginn grunnskóli stæði lengur við hliðina á leikskólanum og þá hvort ætti að keyra þau börn í Hafralæk. Einnig komu fram áhyggjur af því hvernig færi með tónlistarkennslu á Laugum þegar enginn tónlistarskóli væri lengur á staðnum, sem nemendur við leikskólann, grunnskólann og Framhaldsskólann á Laugum hefðu nýtt sér í gegnum tíðina. Fulltrúar meirhlutans svörðuð þessu á þann veg að það ætti eftir að útfæra þetta en hugsanlega væri hægt að efna til samstarfs við Framhaldsskólann á Laugum um td. fæði fyrir leikskólabörnin og tónlistarkennarar og íþróttakennarar gætu komið í Lauga frá Hafralækjarskóla til að sinna þörfum leikskóla krakka og framhaldsskólanema. Mygla og sveppir eru í veggjum í hluta af húsnæði Hafralækjarskóla og höfðu margir miklar áhyggjur af því og töldu að það þyrfti
að skoða þetta vel með tilliti til hugsanlegrar vanlíðunnar hjá börnum og starfsfólki. Fulltrúar meirihlutans sögðu þá parta skólans lokaða þar sem mygla og sveppi sé að finna. Í heildina sé skólinn bjartur og í sæmilegu ásigkomulagi.
sögðu frá því að til stæði að skipa þriggja manna nefnd með tveim fulltrúum frá Alista og einum fulltrúa frá T-lista, sem fengi það hlutverk að vinna að mótvægisaðgerðum sem nýttst gæti samfélaginu á Laugum.
Fram kom á fundinum að Skólaráð Þingeyjarskóla og Fræðslunefnd Þingeyjarsveitar hafa skilað inn til sveitarstjórnar sínum álitum um tillögu meirihlutans og voru mjög skiptar skoðanir um hana í skólaráði. Fram kom á fundinum að Fræðslunefnd samþykkti tillöguna í atkvæðagreiðslu með þremur atkvæðum fulltrúa A-lista Samstöðu gegn einu atkvæði fulltrúa T-listans. Einn fulltrúi A-lista Samstöðu sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúar meirihlutans sögðu frá því að þessi ákvörðun hefði verið erfið og ekki auðveld en ekki endilega framtíðarlausn. En tóku það jafnframt fram að ekki stæði til að fara út í 250 milljóna króna viðhaldsframkvæmdir á Hafralækjarskóla, sem samkv. skýrslu Bjarna Þórs Einarssonar þyrfti til, ef koma á húnæðinu á Hafralæk í gott stand.
Fundargestir spurðu um hverjar hugsanlegar mótvægisaðgerðir væru og hvort þær stæðu til. Fulltrúar meirihlutans
45 | P a g e
Endanlega ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla verður tekin á aukafundi sem haldinn verður fimmtudaginn 18. desember nk.
Gott að muna út frá fjárhagssjónarmið um. Hins vegar pínu skrítið að bjóða börnunum upp á vont húsnæði. Svo sennilega „skipta þau um skoðun.“ Einu sinni sem oftar.
19/12/2014
Svo var það endanlega ákveðið.
Á 161. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær var samþykkt með fimm atkvæðum A-lista Samstöðu að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun. Fulltrúar T-lista Sveitunga greiddu atkvæði gegn tillögunni. Í greinargerð með tillögunni segir eftirfarandi. „Í framboðsstefnu A-lista Samstöðu fyrir síðustu kosningar boðuðum við ákveðið ferli sem við höfum fylgt. Þar sagði að við myndum láta gera úttekt á Þingeyjarskóla. Eina skýrslu um hina faglegu hlið, eina um fjárhagslegu hliðina og eina um rýmis- og viðhaldsþörf starfsstöðvanna. Næsta skref væri að halda fund þar sem skýrsluhöfundar myndu kynna skýrslurnar. Að lokum yrði kannaður hugur íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla um hvort þeir vildu sameina Þingeyjarskóla á eina starfsstöð og það yrði gert með kosningu sem varð reyndar að skoðunarkönnun en gerði sama gagn. Í öllu ferlinu kom skýrt fram að fólki yrði ekki gefinn kostur á að velja um staðsetningu hins sameinaða skóla heldur myndi sveitarstjórn taka þá ákvörðun. Þetta ferli var skýrt sett fram fyrir kosningar og það væru svik við tæplega 70% íbúa Þingeyjarsveitar sem okkur kusu að gera annað en við boðuðum. Nú erum við búin að fylgja þessu ferli, haldinn var íbúafundur þar sem skýrsluhöfundar kynntu skýrslurnar og niðurstöður könnunarinnar voru skýrar, 79% prósent á skólasvæði Þingeyjarskóla vildu sameina Þingeyjarskóla á eina starfsstöð. Ákvörðun okkar var tekin þegar við höfðum sömu upplýsingar og aðrir íbúar upp úr skýrslunum sem og skoðanakönnuninni. Í skýrslu Haraldar Líndals Haraldssonar kemur fram að öll fjárhagsleg rök mæla með 46 | P a g e
því að skólinn verði sameinaður á eina starfsstöð. Ingvar Sigurgeirsson telur í skýrslu sinni að fagleg og þá jafnframt félagsleg rök mæli með því að skólinn verði á einni starfsstöð. Bjarni Þór Einarsson segir í sinni skýrslu að hægt sé að sameina skólann á eina starfsstöð í húsnæði Hafralækjarskóla með góðu móti með því að kosta til rúmum 16 milljónum króna. Sá kostur er ekki fyrir hendi í húsnæði Litlulaugaskóla, þar þyrfti að byggja við. Meirihluti sveitarstjórnar lítur ekki á viðbyggingu við núverandi húsnæði Litlulaugaskóla sem æskilega og varanlega lausn á húsnæðismálum Þingeyjarskóla. Framtíðarsýn okkar er að reka tvo góða grunnskóla í sveitarfélaginu þar sem áfram verður unnið gott og metnaðarfullt faglegtog félagslegt starf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er fjárhagslega ekki í stakk búið til þess að byggja nýjan skóla á Laugum, enda væri það óábyrg meðferð á opinberu fé þar sem sveitarfélagið á skólahúsnæði sem getur tekið við öllum nemendum og er miðsvæðis á skólasvæði Þingeyjarskóla. Húsnæði Hafralækjarskóla uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis og er tekið út eins og annað opinbert húsnæði með reglulegum hætti af opinberum eftirlitsaðilum. Húsnæðið er rúmgott og vel búið, þar sem aðstaða er til að kenna flestar greinar. Húsnæðið krefst viðhalds, eins og annað húsnæði, en því er hægt að halda innan viðráðanlegra fjárútláta á næstu árum. Hægt er að nýta húsnæði Ýdala til íþróttakennslu og hátíðarhalda, en auk þess er hægt að nýta íþróttahús og sundlaug á Laugum til kennslu. Með því að reka Þingeyjarskóla á einni starfsstöð þarf að fækka starfsmönnum. Það er erfið ákvörðun en nauðsynleg til að ná fram hagræðingu í rekstri. Áætlanir gera ráð fyrir hagræðingu upp á 50 milljónir á ári í 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, þ.e. fyrir árin 2016 – 2018. Auk þess að ná fram
Viðráðanleg fjárútlát eru greinilega túlkunaratriði.
Viðhaldið í ár fór að vísu úr 16,6 m í 62,5 m svo hagræðingin varð talsvert minni þetta árið. Það hlýtur að ganga betur næst.
hagræðingu í rekstri við þessa breytingu er það okkar sannfæring að með þessu móti verði faglegt starf skólans betra og félagslegum þörfum baranna okkar betur borgið. Leikskólinn Krílabær verður sjálfstæð stofnun þar sem ekki er hægt að greina rekstrarlegan né faglegan ávinning af því að hafa hann sem deild við Þingeyjarskóla vegna fjarlægðar. Það er hins vegar mikilvægt að halda uppi góðu, faglegu og félagslegu samstarfi milli skólanna. Auglýst verður eftir skólastjóra frá 1. mars 2015, sem mun sjá um að skipuleggja starfsmannahald og móta innra starf skólans. Honum til aðstoðar munum við ráða faglegan ráðgjafa. Þar sem þessi breyting er
stjórnvaldsákvörðun gilda ákvæði stjórnsýslulaga um uppsagnir starfsmanna. Munum við því ekki segja öllum upp eins og við höfðum ráðgert heldur fara eftir meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þar segir; „Stjórnvald skal því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til.“ Það er okkar stefna að gæta hagsmuna starfsmanna sem missa vinnuna. Skipaður verður starfshópur til að vinna að mótvægisaðgerðum vegna þessara breytinga, hann á að skila tillögum til sveitarstjórnar fyrir 1. mars 2015. Við munum koma á samstarfsnefnd sveitarstjóra, skólastjóra Þingeyjarskóla, skólastjóra Stórutjarnarskóla, og skólameistara Framhaldsskólans á Laugum, til að formgera og efla samstarf skólanna.“ Skoða fundargerðina hér.
Í fundargerðinni kemur einnig fram að skólaráð Þingeyjarskóla lagði ekki blessun sína yfir flutninginn í Hafralækjarskóla þótt það hafi ekki lagst gegn honum. Í bókuninni segir:
“Í skólaráði Þingeyjarskóla er skiptar skoðanir um þá tillögu sem sveitarstjórn hefur lagt fram. Þegar endanleg ákvörðun liggur fyrir er margt sem þarf að ákveða og skýra í kjölfarið til að eyða þeirri óvissu sem margir upplifa. Því ferli þarf að hraða eins og frekast er unnt. Því hvetur ráðið sveitarstjórn og skólayfirvöld til að huga vel að upplýsingagjöf til foreldra, nemenda og starfsfólks um frekari framkvæmd þeirrar tillögu sem verður samþykkt. Er þar m.a. horft til fyrirkomulags samstarfs við Framhaldsskólann á Laugum og nýtingu íþróttaaðstöðu þar, fyrirkomulag tónlistarkennslu sem þjónar skólasamfélaginu öllu, skólaaksturs og skólavistunar yngri nemenda og réttindastöðu starfsfólks.“
47 | P a g e
Hvernig?
Fjórir fulltrúar skólaráðs lögðu fram sérbókun þar sem segir:
“Undirritaðir geta ekki stutt tillögu sveitarstjórnar sem felur í sér að færa allt grunnskólahald í húsnæði Hafralækjarskóla, m.a. vegna þess að engin greinargerð eða rökstuðningur fylgir tillögunni og ekki er hægt að lesa það út úr þeim skýrslum sem unnar hafa verið né út úr íbúakönnun að þetta sé besti kosturinn. Við teljum einnig að hér sé um stóra ákvörðun að ræða sem hefur mjög margvísleg samfélagsleg áhrif sem hvorki hafa verið kynnt né rædd. Auk þess er erfitt að gefa umsögn um tillöguna þar sem alla nánari útfærslu vantar.”
Nú væri ekki úr vegi að velta fyrir sér tilgangi skólaráða. Í grunnskólalögum nr. 91/2008 segir í 8. gr. Skólaráð. Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg Skólaráð hefur ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri sem sagt vita velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið tilgangslausan skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar. umsagnarrétt. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári. [Heimilt er, með rökstuddri greinargerð, að sækja tímabundið um undanþágu frá ákvæði þessarar málsgreinar til ráðuneytis. Í greinargerð þarf að koma fram með hvaða hætti verkefnum skólaráðs verði sinnt. Gildar ástæður þurfa að vera fyrir veitingu undanþágu, svo sem fámenni eða sérstaða.]1) Ráðherra setur reglugerð2) um starfsemi skólaráða í samráði við samtök sveitarfélaga, kennara og foreldra. 1)
L. 91/2011, 3. gr. Rg. 1157/2008. 2)
Hér má svo sjá reglugerðina http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1157-2008
48 | P a g e
Fræðslunefnd samþykkti tillöguna á 51. fundi þann 11.12.2014 enda er hún pólitískt skipuð og A-listi á meirihluta fulltrúa.
,,Fræðslunefnd styður tillögu sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla sem kom fram á 159. fundi hennar 4.desember síðastliðinn enda lítur nefndin svo á að meirihluti foreldra og íbúa á skólasvæðinu vilji hafa skólann á einni starfsstöð þar sem tæplega 80 % íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla samþykktu það í skoðanakönnun. Fræðslunefnd telur þessa breytingu geta gert góðan skóla enn betri bæði faglega og félagslega fyrir nemendur. Til þess að svo megi verða þarf að leggja metnað í alla vinnu við breytingarnar og tryggja fjármagn til þeirra. Nefndin mælir með að faglegur ráðgjafi verði ráðinn til aðstoðar. Mikilvægt er að nemendur, starfsfólk og foreldrar verði upplýst jafnóðum eins og kostur er. Fræðslunefnd leggur einnig áherslu á að farið verði í það viðhald á skólahúsnæðinu sem þarf að mati byggingarfulltrúa og eldvarnaeftirlits sveitarfélagsins. Fræðslunefnd gerir sér grein fyrir að þessar breytingar eru erfiðar fyrir marga en biður starfsfólk, foreldra og aðra íbúa að gæta hófs í orðræðunni.“ Margrét bar þessa bókun upp til atkvæðagreiðslu. Margrét, Böðvar og Vagn greiða atkvæði með bókuninni og Hanna situr hjá. Athygli vekur að Hanna Sigrún, sem er fulltrúi A-lista, situr hjá og hafði áður lagt fram eftirfarandi bókun: "Ég tel að sameining grunnskólastigs Þingeyjarskóla á eina starfsstöð muni hafa jákvæð áhrif félagslega á nemendur skólans og að sá sparnaður sem skapast af nýju fyrirkomulagi geti nýst til að efla faglegt starf skólans. Þó tel ég að í svo mikilvægu máli þurfi að horfa á heildarmyndina í skólamálum sveitarfélagsins til framtíðar og því er eðlilegt að í kjölfar þessarar ákvörðunar fari fram opin umræða og stefnumótun um framtíð skólahalds vestan Fljótsheiðar. Skólamál eru eitt stærsta hagsmunamál íbúa sveitarfélagsins og til þess að lágmarka óöryggi og óvissu sem óhjákvæmilega kemur upp við breytingar líkt og þær sem fyrirhugaðar eru, er mjög mikilvægt að íbúar, starfsfólk skólans, foreldrar og nemendur séu upplýstir um hvert framhaldið er, nái tillagan fram að ganga. Varðandi leikskólann Krílabæ tel ég mikilvægt að honum verði tryggt nægt rekstrarfé til þess að standa að tónlistar- og íþróttakennslu, einnig að aðlögun elsta árgangs leikskólans að grunnskólanum verði með sem bestum hætti. Skoða þarf fyrirkomulag tónlistarkennslu fyrir framhaldsskólanema og hvernig samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum verði framhaldið, bæði varðandi nám grunnskólanemenda við FL og s.k. Eflingartíma sem nemendur á íþróttabraut FL og Umf. Efling hafa boðið uppá fyrir nemendur Þingeyjarskóla. Einnig þarf að upplýsa um fyrirætlanir varðandi íþrótta- og sundkennslu nemenda Þingeyjarskóla. Að lokum er mikilvægt að starfsmenn skólans verði sem fyrst upplýstir um hvernig staðið verður að þeim breytingum á starfsmannahaldi sem verða vegna sameiningarinnar. Ég tel ekki faglega ábyrgt að taka afstöðu í þessu máli fyrr en sveitarstjórn hefur gefið út hver stefna hennar í áðurnefndum málum er og útlistun á áætluðum fjárhagslegum ávinningi af sameiningunni."
49 | P a g e
Hefur þetta mat farið fram?
Fulltrúi T-lista setti fram eftirfarandi bókun: "Ég undirrituð harma mjög og átel það vinnulag sem sveitarstjórn hefur viðhaft í þessu ferli öllu. Allt frá upphafi hefur verið um einstefnu sveitarstjórnarmeirihlutans að ræða án nauðsynlegs samráðs við þá er málið varðar mest. Við sameiningu Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla virtist unnið hratt, svo hratt að sá gerningur var ekki einu sinni á dagskrá sveitarstjórnarfundar. Þá strax misstu menn af eða öllu heldur sneiddu hjá þeim tækifærum sem breytingar buðu uppá. Við svona breytingu var grundvallaratriði að virkja fagfólkið, skólastjórnendur og kennara og fá þá til liðs við yfirvöld, búa til spennandi valkosti þar sem skólaþróun og framfarir væru í brennidepli. Þetta var ekki gert og afleiðingin er sú staða sem nú er uppi. Ennfremur harma ég þá þröngsýni sem ég tel að ráðið hafi för við þessa ákvörðun. Aðeins er stillt upp tveimur kostum, þ.e. þeim sem hér er mælt með og því að byggja nýjan skóla á Laugum, möguleikarnir eru langt um fleiri. Hefði verið farið af stað með víðsýni og framþróun að leiðarljósi í samráði við íbúana stæðum við e.t.v. ekki frammi fyrir sundruðu sveitarfélagi." Sigurlaug Svavarsdóttir Fulltrúi T lista, Sveitunga í fræðslunefnd Þingeyjarsveitar Birna, deildarstjóri Krílabæjar sem er leikskóli Lauga, lagði fram eftirfarandi bókun: Krílabæ 10. Desember 2014 Bókun gerð á starfsmannafundi. "Við starfsmenn Krílabæjar hörmum þá ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að flytja grunnskólahald frá Litlulaugum án þess að því fylgi greinargerð sem styðji þá ákvörðun. Í því framhaldi finnst okkur vanta að við fáum að vita hver stefna sveitarfélagsins er varðandi leikskólahald í Krílabæ. Hvernig hugsa menn sér samvinnu við grunnskóla sveitarfélagsins, sem samkvæmt nýútkominni skólastefnu gerir ráð fyrir miklu samstarfi þessara skólastiga? Hvernig hugsa menn sér íþrótta- og sundkennslu sem vakið hefur athygli víða og aðrir hafa fetað í fótspor okkar með, auk tónlistarkennslu sem hefur verið hluti af stefnu leikskólans (þ.e. listir)? Auk mötuneytismála og fleiri þátta sem hafa verið í samstarfi við grunnskólann fram að þessu?"
Pétur lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd foreldrafélaganna í Aðaldal sem eru, undarlegt nokk, samþykk ákvörðuninni: Aðaldal 11.12.2014 Til fræðslunefndar Þingeyjarsveitar. Ályktun frá stjórnum foreldrafélaga Barnaborgar og Hafralækjarskóla. "Stjórnir foreldrafélaga Barnaborgar og Hafralækjarskóla lýsa yfir ánægju sinni með að fram sé komin tillaga í skólamálum í sveitarfélaginu. Stjórnir félaganna eru þess fullvissar að ef tillagan nær fram að ganga, komi hún til með að hafa jákvæð áhrif til lengri tíma litið. Við gerum okkur grein fyrir því að aldrei verða allir sáttir í málefnum sem þessum og því er mikilvægt að muna að góður skóli byggir ekki á staðsetningu heldur þeim mannauð sem þar starfar." Stjórn Foreldrafélags Barnaborgar. Stjórn Foreldrafélags Hafralækjarskóla.
50 | P a g e
Við atkvæðagreiðsluna greiddi Sigurlaug atkvæði á móti og lagði fram eftirfarandi bókun: "Það er mér óskiljanlegt að vilja fórna þeirri samfellu í skólastarfi sem fyrir er á Laugum, frá leikskóla til stúdentsprófs og jafnvel háskólanáms að einhverju leyti. Margt bendir til þess að sveitarfélög muni í vaxandi mæli bera ábyrgð á framhaldsskólastiginu, enda er það keppikefli víða að stofna til náms á framhaldsskólastigi. Því er dapurlegt að sjá tækifæri til þróunar á tengslum grunnskóla og framhaldsskóla hvað varðar kennslu, skólaakstur og nýtingu húsnæðis kastað á glæ að því er virðist án eðlilegrar umræðu, skoðunar eða nýtingar þeirrar reynslu og þekkingar sem þegar hefur verið aflað í þessum samskiptum. Sú tillaga sem sveitarstjórn teflir hér fram er til þess fallin að draga úr vexti og viðgangi þess kjarna í sveitarfélaginu sem helst hefur verið í uppbyggingu og stofna jafnvel í hættu einum stærsta vinnustaðnum í sveitarfélaginu." Sigurlaug Svavarsdóttir Fulltrúi T lista, Sveitunga í fræðslunefnd Þingeyjarsveitar.
51 | P a g e
15/01/2015
Kæru sveitungar
Þá eru jólin að baki, friðar- og fjölskylduhátíð allra Íslendinga – trúaðra jafnt sem trúlausra, og nýtt ár gengið í garð. Það þykir til siðs að heilsa öllum í upphafi nýs árs með óskum um gleðilegt nýtt ár auk þess sem margir láta óskir um farsæld fylgja kveðjum sínum fyrir jólin til vina og kunningja. Ég vil því nota þetta tækifæri og senda öllum íbúum Þingeyjarsveitar hugheilar óskir mínar um að nýhafið ár megi færa okkur öllum bæði gleði og farsæld. Sjálfur naut ég hátíðanna, gladdist og gerði mér dagamun, þrátt fyrir þá staðreynd að eingöngu viku fyrir jól varð endanlega ljóst að núverandi meirihluti sveitarstjórnar hefur tekið ákvörðun um framtíðarskipan skólamála í Þingeyjarsveit sem ég tel að muni hafa verulega skaðleg áhrif á samfélagið. Allt frá því fyrir sveitarstjórnarkosningar sl. vor hefur verið ljóst að í þetta gæti stefnt og því hafði ég síðan þá reynt að benda bæði á það hversu skammsýnt það er að skoða ekki skólamálin í sveitarfélaginu í heild sinni og eins öll þau rök sem hníga að því að tilvera grunnskóla á Laugum er mikilvæg grunnstoð í Þingeyjarsveit sem tryggir að þau fyrirtæki sem þar eru og sá kjarni sem byggst hefur utan um þau nái áfram að eflast og styrkja rekstur sveitarfélagsins. Það var von mín að með umræðu og málefnalegum rökum mætti opna augu kjörinna fulltrúa fyrir því sem mér finnst sjálfum svo augljóst – að ef ekki er grunnskóli á Laugum mun það hafa verulega neikvæð áhrif á byggðakjarnan, leiða til neikvæðrar byggðarþróunar og grafa undan rekstri sveitarfélagsins. Það er auðvitað svo að lokun hvaða grunnskóla sem er hefur neikvæð áhrif og því farsælast ef hægt er í rekstri sveitarfélags að komast hjá því. Staðreyndin er því miður hins vegar sú að íbúum Þingeyjarsveitar hefur farið fækkandi og þar hefur fækkunin orðið
hlutfallslega mest meðal barna og fólks á barneignaraldri. Tekjur sveitarfélagsins eru litlar og rekstur skóla langstærsti útgjaldaliðurinn. Það er því ekkert óeðlilegt við það að sveitarstjórn dragi saman og spari. Lokun grunnskóla er skerðing á grunnþjónustu í sveitarfélagi og því afar mikilvægt að vel sé vandað til framkvæmdarinnar og allt gert til þess að tryggja að farin sé sú leið sem til lengri og skemmri tíma er til mestrar farsældar fyrir íbúana og rekstur sveitarfélagsins. Ekkert er okkur öllum eins kært og börnin og velferð þeirra. Margir sem búið hafa og þekkja fámenn dreifð sveitarsamfélög vitna að í slíku samfélagi verður grunnskólinn oft eins og miðstöð sem helst má líkja við hjarta líkamans – lífsnauðsynlegt líffæri, heimili kærleikans. Það verður því regla, með þó því miður einhverjum örfáum undantekningum þó, að öllum þykir vænt um skólann „sinn.“ Þarna alast jú börn allra að hluta til upp, takast á við áskoranir, vinna sigra og komast til manns. Reglulega er sveitinni stefnt saman í skólann við ýmis tækifæri til að fylgjast með börnunum sýna leikni sína og færni t.d. með hljóðfæri, á dansgólfi, á leiksviði eða á tímamótum þegar einir ljúka sínum tíma í skólanum og aðrir byrja sinn. Þetta eru gleðiríkar stundir, oft tilfinningaþrungnar og fylla marga fullorðna stolti. Ég held að þó svo að stórir og fjölmennir skólar í þéttbýli séu að gera sömu hluti fyrir börnin og boði foreldrana til svipaðra viðburða og litlu sveitaskólarnir þá skapast sjaldnast sú nána taug milli samfélagsins og skólans þar. Skólinn verður bara einn af mörgum stöðum sem hafa áhrif á og halda utan um barnið í þéttbýlinu. Vonandi góður og mikilvægur staður en meira eins og hryggjaststykki í stórri beinagrind frekar en hjartað sjálft. Það er ekki síst sökum þessa stóra hlutverks sem skóli gegnir í fámennum og dreifðum
byggðum að breytingar verða oft erfiðar og mikil tilfinningamál og einmitt af sömu ástæðu er það alveg geysilega erfitt fyrir fólk að taka ákvarðanir sem byggja á rökum og skynsemi. Þegar ég skoða það ferli sem hefur átt sér stað, framvindu þess, þau gögn sem lögð hafa verið fram og síðast en ekki síst þau rök sem færð eru fyrir þeirri ákvörðun sem liggur fyrir þá verð ég því miður að draga í efa að vinnubrögð meirihlutans séu jafn fagleg og þau gefa sjálf í skyn.
15/01/2015
Rekstur og staðsetningar grunnskóla er stórt mál fyrir Þingeyjarsveit. Ég get ekki setið aðgerðarlaus og horft upp á kjörna fulltrúa taka ákvörðun sem ég tel grafa undan sveitarfélaginu mínu. Skrif mín og rökræða virðist ekki ná eyrum þeirra og ég sé mér því þann einn kost nauðugan að grípa til mótmæla. Ég mun vera fyrir utan skrifstofu sveitarfélagsins á meðan sveitarstjórnarfundur stendur yfir og láta í mér heyra og hvet alla þá sem deila skoðunum mínum til þess að mæta. Aðalsteinn Már Þorsteinsson.
Svo var mótmælt.
Nokkur hópur fólks kom saman fyrir utan Kjarna á Laugum í dag á meðan á sveitarstjórnarfundi stóð, til að mótmæla ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá því 18. desember sl. að færa grunnskólahald úr byggðakjarnanum á Laugum í Hafralæk. Mótmælendur börðu í ýmis búsáhöld eins og potta, pönnur og fötur svo að af hlaust nokkur hávaði. Mótmælin stóður yfir í tvo klukkutíma, eða jafn lengi og fundur sveitarstjórnar.
Boðað hefur verið til annars mótmælafundar af sama tilefni, þegar næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn í Kjarna, 29. janúar kl 13:00
Ég held að mótmæli fyrir framan sveitarstjórnarfundi á Íslandi séu mjög fátíð og þess vegna varð ég undrandi að mótmælin skyldu ekki vekja athygli stóru fjölmiðlanna. En það er svo sem alveg sama hvað gerist úti á landi, landsfjölmiðlunum er nokk sama. Þess vegna komast auðvitað sveitarstjórnir upp með ýmislegt.
53 | P a g e
25/01/2015
Auglýst eftir skólastjóra þótt þess þyrfti ekki.
Þingeyjarsveit hefur auglýst stöðu skólastjóra Þingeyjarskóla til umsóknar. Í auglýsingunni kemur ma. fram að nýr skólastjóri mun leiða uppbyggingu öflugs skólastarfs í samreknum grunn-, leik- og tónlistarskóla og að í starfinu felst ábyrgð á rekstri skólans og daglegu starfi og forysta um mótun faglegrar stefnu og framkvæmd hennar. Í auglýsingunni segir einnig að sveitarfélagið leiti að einstaklingi sem hefur áhuga á að leiða lýðræðislegt, skapandi og sveigjanlegt skólastarf þar sem nám, vellíðan og þroski nemenda er í fyrirrúmi. Lögð verði áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og námsumhverfi, vellíðan nemenda og starfsfólks, umbótastarf, starfsþróun og virk samskipti við foreldra og nærsamfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars n.k. en sveitarfélagið er reiðubúið til viðræðna um vinnutíma og vinnuframlag fram til 1. júní. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Nánari upplýsingar veitir Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Sjá nánar hér
03/02/2015 Er greinargerð upp á 716 orð næg rök fyrir því að loka grunnskóla?
Í byrjun desember boðaði ég með sólarhringsfyrirvara á Facebook til samstöðufundar með grunnskólahaldi á Laugum fyrir utan skrifstofu sveitarfélagsins. Um 50 manns mættu síðdegis á fimmtudegi og ég mælti m.a. nokkur orð til viðstaddra um mikilvægi þess fyrir Þingeyjarsveit að rekinn sé grunnskóli í byggðarkjarnanum, þar sem vaxtarbroddurinn er og hefur verið. Hin góða mæting á þennan fund réðist örugglega að nokkru leyti af því að viku áður hafði sveitarstjórn tilkynnt tillögu sína í skólamálum, sem fólst í því að reka ekki grunnskóla á Laugum. Ég held að óhætt sé að fullyrða að tillagan hafi vakið mikil og hörð viðbrögð. Það var þó ekki hvað síst sú staðreynd að sá meirihluti sveitarstjórnar sem lagði tillöguna fram valdi, og taldi það fullkomlega eðlilegt, að gera það án þess að færa nokkur rök fyrir tillögu sinni. Að sögn oddvita var það til þess að veita skólaráði og fræðslunefnd, sem eiga lögum samkvæmt að taka slíka tillögu fyrir áður en hún er endanlega ákveðin, frelsi til þess að 54 | P a g e
fjalla um hana án þess að hafa í höndunum „forskrift“ sem gæti hugsanlega haft áhrif á álit þeirra á tillögunni. Af þessu mátti skilja sem svo að þó svo að tillagan hefði verið lögð fram væri endanleg ákvörðun ekki komin. Taka ætti tillit til og hlusta eftir því sem fram kæmi í umfjöllun um þessa tillögu. Mér fannst því upplagt að halda samstöðufund svo sveitarstjórnarfulltrúar gætu séð hversu stór og öflugur hópur fólks innan sveitarfélagsins stendur að baki því að grunnskólarekstur sé ekki færður úr byggðarkjarnanum. Þó svo að hvorki skólaráð né fræðslunefnd legðust gegn tillögunni komu fram gagnrýnisraddir frá aðilum bæði innan ráðsins og nefndarinnar. Aðalfundur Foreldrafélags Litlulaugaskóla og Krílabæjar lagðist hins vegar einróma gegn tillögunni og mikil gagnrýni og óánægja kom fram á opnum fundi sem Foreldrafélagið boðaði til og var haldinn í Dalakofanum 16. desember.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði tillöguna fram með öllu óbreytta á fundi 18. desember. Hafi íbúafundurinn eða þær athugasemdir sem fram komu annars staðar frá haft einhver áhrif bar lokaniðurstaðan þess enginn merki. Það vekur í raun furðu mína að fulltrúar meirihlutans virtust ekki hafa neinn áhuga á því að ræða tillöguna, innihald hennar né neitt annað sem málinu tengist á sveitarstjórnarfundunum. Hvorki þegar tillagan var lögð fyrst fram og sett í lögformlegt ferli né þegar að því kom að staðfesta hana. Maður skyldi ætla að fundirnir væru opinber vettvangur þar sem slíkar umræður beinlínis ættu að fara fram. Mér finnst það líka í raun bara nokkuð aðdáunarvert að 7 (5 fulltrúar og 2 varafulltrúar) einstaklingar með ólíkan bakgrunn úr ýmsum áttum skuli ná að komast svo einróma að niðurstöðu, í jafn erfiðu og viðkvæmu máli, að enginn þeirra setji fram svo mikið sem minnstu efasemd um hana. Ef hér væri á ferðinni hópur fólks úr stórum stjórnmálasamtökum sem störfuðu á landsvísu kæmi sjálfsagt einhverjum til huga orðið flokksræði. Hér eru hins vegar á ferðinni einstaklingar sem ekki eru bundnir að neinu öðru en eigin sannfæringu. Ekkert sem fram kom í gagnrýni á tillöguna náði að hnika til sannfæringu neins þeirra hið minnsta. Samstaðan er algjör og viljinn skýr. Fáir vita hvað fór fram á lokuðum fundum þessara einstaklinga þar sem tillagan varð til. Það eina sem við, ég og allir hinir íbúar sveitarfélagsins, getum gert er að skoða þau rök sem lögð eru fram til að styðja ákvörðunina, greinargerðina. Sjálfur hef ég bent á svo fjöldamörg rök sem leiða að því að farsælasti kosturinn (ef menn ætla sér bara að skoða þá kosti sem núverandi meirihluti býður upp á að skoða) sé að loka frekar starfstöðinni í Hafralækjarskóla. Margir sem kusu Samstöðu, ekki hvað síst vegna loforðs um ljósleiðaravæðingu, töldu í raun málið svo augljóst að í raun væri ekki hægt að 55 | P a g e
komast að annarri niðurstöðu ef farið yrði í það að fara með allt á aðra starfsstöðina. Þetta fólk er í dag undrandi á niðurstöðu málsins og þó ekki hvað síður þeim mikla skort á góðum rökum sem einkenna ákvörðunina. Í ljósi allra þeirra fjölmörgu atriða sem mæla með því að skólahald sé í byggðarkjarna sveitarfélagsins hefði mátt ætla að sá sem ætlar sér annað myndi leggja fram mörg stór og veigamikil rök en greinargerðin er ekki stórt skjal, eingöngu 716 orð. Fyrsti þriðjungur skjalsins fer í að réttlæta gjörninginn með tilvísun í kosningarlorforð. Síðasti þriðjungurinn fer í að útskýra hvernig tekist verður á við afleiðingar gjörningins á faglegan hátt og hugsanlegum afleiðingum mætt. Eftir standa tæp 250 orð þar sem færð eru rök. Um helmingur þess eru rök fyrir því að færa Þingeyjarskóla allan á eina starfsstöð, hinn helmingurinn hvers vegna Hafralækjarskóla en ekki Litlulaugaskóla. Lengd segir svo sem ekki allt og stundum er hægt að segja margt með fáum orðum en mér finnst samt innihaldið heldur rýrt. Í stuttu máli sýnast mér rökin vera þessi:
Skólahúsnæði Hafralækjarskóla er nógu stórt, það uppfyllir kröfur og viðhaldsþörf má mæta með fjárútlátum á næstu árum innan viðráðanlegra marka. Skólahúsnæði Litlulaugaskóla er ekki nógu stórt, sveitarstjórnarfulltrúarnir líta persónulega ekki á viðbyggingu við það húsnæði sem æskilega og varanlega lausn og bygging nýs skólahúsnæðis væri óábyrg meðferð á opinberu fé auk þess sem sveitarfélagið er fjárhagslega ekki í stakk búið til þess.
Eru þetta nægilega góð rök fyrir því að færa grunnskólann úr byggðarkjarnanum á Laugum? Standast þessi rök einhverja nánari skoðun? Þarf ekki að færa meiri rök en þetta fyrir því að veikja viljandi þann
hluta sveitarfélagsins þar sem íbúum hefur fjölgað á síðustu árum? Þarf ekki að grafa dýpra og skoða betur hvað hlutirnir kosta, hverju er fórnað og hvað fæst áunnið? Er þetta í lagi? Ég segi nei, það þarf að færa betri rök og skoða málið betur. Þessi vinnubrögð eru ekki í lagi. Ég er ennþá sannfærður um að lokun Litlulaugaskóla vinnur gegn samfélaginu og veldur sveitarfélaginu og íbúum þess miklu tjóni. Ég tel að ákvörðunin sé illa ígrunduð og standi engan veginn á faglegum rökum – það sem lagt er fram sé ekki nóg. Á meðan ekki eru lögð fram frekari gögn og rök sem styðja ákvörðunina – eða hún afturkölluð – get ég ekki annað en MÓTMÆLT. Ekkert var þó eins fjarri mér eins og það að fara að boða til og standa fyrir mótmælum þegar ég boðaði til samstöðufundar fyrir utan sveitarstjórnarskrifstofurnar þann 11. desember sl. Ég verð að viðurkenna að mér hafa alltaf fundist mótmæli hálf kjánaleg. Vissulega hef ég stundum tekið undir málstað mótmælenda en aðferðin – hávaði, læti og trumbusláttur, marseringar og kröfuspjöld – fékk mig þó alltaf til þess að hrista hausinn. Þetta virkar allt svo tilgangslaust og vitlaust.
stemmingin fín og ég fór glaður heim með von í brjósti – en engu fengum við þó breytt. Ákvörðun var tekin og ég get ekki bara setið heima og látið duga að skrifa pistla – það virðist ekki hlustað á rök. Ég finn mig knúinn til þess að fara út og mótmæla. Mér finnst það samt ekki gott, og auðvelt er það ekki heldur. Mætingin verður sjálfsagt seint ef þá nokkurn tímann jafn góð eins og á samstöðufundinn og líðanin verður sjálfsagt alltaf heldur ónotaleg. Kannski væri það aðeins auðveldara ef ég væri að mótmæla einhverju sem eitthvað ókunnugt fólk sem byggi langt burtu hefði gert. Það er ekki þægilegt að horfa inn um gluggann á fólk sem maður þekkir og berja saman pottum á meðan. Ég myndi ekki gera það nema bara af því að það er svo mikið í húfi. Ég er í forsvari því einhver þarf að taka af skarið svo að aðrir sem vilja mótmæla fái tækifæri til þess að gera það. Ég held áfram að mótmæla því það er svo margt fólk í sveitarfélaginu sem þakkar mér fyrir og hvetur mig til þess. Fólk sem ekki á þess kost á að mæta sjálft og mótmæla og fólk sem ekki þorir að mótmæla af ótta við þær afleiðingar sem það hefði fyrir það og stöðu þess í sveitarfélaginu. En ég MÓTMÆLI! Það er einfaldlega bara kominn röðin að öðrum að hrista hausinn. Aðalsteinn Már Þorsteinsson.
Mér fannst gott og auðvelt að blása til samstöðufundarins, mætingin var góð,
56 | P a g e
Eigum við að velta þessu aðeins fyrir okkur?
18/02/2015 Nú eru átta dagar liðnir síðan umsóknarfrestur um skólastjórastöðu Þingeyjarskóla rann út. Samkvæmt Upplýsingalögum (7. grein.) að þá hafa íbúar í Þingeyjarsveit rétt til þess að vita hverjir sóttu um stöðuna. Í greininni segir „þegar umsóknarfrestur er liðinn“ svo að tíminn sem liðinn er síðan 10. febrúar er orðin nokkuð langur. Ráða á nýjan skólastjóra við Þingeyjarskóla frá og með 1. mars og því eru aðeins tíu dagar til stefnu. Samkvæmt óstaðfestum heimildum 641.is bárust sex umsóknir um stöðuna. 641.is sendi sveitarstjóra fyrirspurn, daginn sem umsóknarfresturinn rann út, um hvort ekki stæði til að birta nöfn umsækjenda. Í svari sveitarstjóra sem barst samdægurs, kom fram að listi yfir umsækjendur verði birtur á heimasíðu sveitarfélagsins þegar allar umsóknir hafa örugglega borist. 641.is sendi aftur fyrirspurn til sveitarstjóra í gær um það hvenær listi yfir umsækjendur um skólastjórastöðu við Þingeyjarskóla verði birtur þar sem ekki var búið að birta listann í gær. Svar barst nú í kvöld og var á þá leið að enn væri verið að vinna í umsóknarferlinu og það ætti að klára það áður en nöfn umsækjenda verða birt, sem verður sennilega ekki fyrr en í lok næstu viku. Þetta eru undarleg vinnubrögð. Af hverju er ekki hægt að birta nöfnin fyrr en í lok næstu viku? Er það kanski vegna þess að ganga á frá ráðningu á nýjum skólastjóra áður en listi yfir umsækjendur er birtur ? Getur það verið ? Það er sveitarstjórnarfundur fimmtudaginn 26. febrúar. Kanski á að tilkynna um ráðninguna á fundinum og geta þess svona í leiðinni hverjir aðrir sóttu um ? Varla er enn verið að bíða eftir umsóknum um stöðuna. Þetta eru vinsamleg tilmæli til sveitarstjórnar og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar um að birta lista yfir umsækjendur sem fyrst. Frekari dráttur á því eykur bara tortryggni í ykkar garð og við umsóknarferlið allt. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri.
19/02/2015 Sex sóttu um stöðu skólastjóra við Þingeyjarskóla, en nöfn þeirra voru birt á vef Þingeyjarsveitar í dag. Umsækjendur um stöðuna eru eftirfarandi, í stafrófsröð: Aðalsteinn Már Þorsteinsson Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir Haraldur Sverrisson Hlín Bolladóttir Jóhann Rúnar Pálsson Valgeir Jens Guðmundsson
Rétta umsóknin loksins komin?
Þingeyjarskóli hefur til skamms tíma verið rekinn á tveimur stöðum, á Laugum og Hafralæk en verður á næsta skólaári rekinn á einum stað, Hafralæk. Nýr skólastjóri um leiða uppbyggingu öflugs skólastarfs í samreknum grunn- leik og tónlistarskóla, segir á vef Ath. Þingeyjarsveitar. Ráða á í stöðuna frá og með 1. mars nk. 57 | P a g e
Eða „rétta“ umsóknin?
Rétta umsóknin ekki enn komin?
05/03/2015
Sjö spurningar
641.is sendi sveitarstjóra og oddvita Þingeyjarsveitar sjö spurningar sl. mánudag um það ma. hvernig starfslokum fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla sé háttað. Fram kom í fundargerð 165 fundar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að gerður hafi verið starfslokasamningur við Hörpu Hólmgrímsdóttur fráfarandi skólastjóra þingeyjarskóla. Í ljósi þess að nýbúið er að ráða nýjan skólastjóra sem taka á til starfa að fullu 1. apríl nk. eins og segir í fundargerðinni, þótti ritstjóra eðlilegt að fá svör við nokkrum spurningum sem óneitanlega vakna. Svör sveitarstjóra og oddvita eru feitletruð.
1. Stendur það til að birta starfsloksamning við fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla á vef Þingeyjarsveitar? Nei 2. Ef ekki, af hverju ekki ? (Ef já, hvenær þá ?) Samkvæmt 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996, sem gilda gagnvart Þingeyjarsveit til 1. janúar 2016, sbr. 4. mgr. 35. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, er um að ræða mál sem varðar einka og fjárhagsmálefni einstaklings sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari. Hér er því svarað að eldri upplýsingalög, lög 50/1996 gildi um Þingeyjarsveit. Nú má velta vöngum yfir því hvers vegna eldri lög gildi þegar ný hafa verið sett. En við höfum orðið sammála um að um opinbera starfsmenn gildi aðrar reglur en óbreytta þegna þjóðfélagsins. Miðað við nýju lögin þá er gerður alveg klár greinarmunur á því hvort um einstakling sé að ræða eða æðsta stjórnanda. Upplýsingalögin snúast um það að almenningur geti haft aðhald með stjórnvaldinu, þ.e.a.s. og í þessu tilviki er stjórnvald að deila út opinberum fjármunum. Þegnar þessa stjórnvalds hafa fullan rétt á að vita hvernig þeim er útdeilt. Það er hafið yfir vafa. Vafamálið er hins vegar hvort fráfarandi skólastjóri sem er opinber starfsmaður sveitarfélagsins og klárlega einn æðsti stjórnandi innan þess sveitarfélags geti notið verndarákvæðisins um einkahagsmuni. 3. Er það rétt að gengið hafi verið frá starfslokasamningnum sl. miðvikudag, eða daginn áður en ákveðið var að ganga til samninga við nýjan skólastjóra ? Það er rétt að sl. miðvikudag, 25. febrúar var gengið skriflega frá þeim samningi sem aðilar gerðu með sér í upphafi árs. Viðmiðunardagur samningsins er 20. janúar 2015. 4. Hafa fulltrúar minnihlutans í sveitarstjórn fengið að sjá starfslokasamninginn ? Þeim eins og öðrum sveitarstjórnarfulltrúum var gerð grein fyrir samkomulaginu, einnig að þeir gætu kynnt sér það sérstaklega hjá sveitarstjóra þegar og ef þeir óskuðu þess. Það eru því einungis örfáir aðilar sem geta skoðað samninginn, en hann er samkvæmt heimildum 641.is, til í amk. einu prentuðu eintaki til sýnis fyrir þessa fáu útvalda á skrifstofu Þingeyjarsveitar. Óheimilt er að taka af honum afrit. 5. Sagði núverandi skólastjóri sjálf upp störfum eða var henni sagt upp störfum ? Aðilar gerðu með sér samkomulag um starfslok
58 | P a g e
6. Ef svarið er nei við spurningum nr.5 af hverju var auglýst eftir nýjum skólastjóra þegar ljóst var að núverandi skólastjóri ætlaði að halda áfram ? (Ekkert svar) Hér er fátt um svör…. 7. Munu aðrir starfsmenn njóta sömu kjara (biðlaun eða stafslokasamningur) þegar þeim verður rétt uppsagnarbréfið í vor, eða gildir þetta bara fyrir skólastjórann ? Spurningin vísar í atvik sem eru ekki fyrir hendi. 641.is óskaði nánari skýringar á því hvernig verður tekið á málefnum þeirra starfsmanna sem ekki fá vinnu við Þingeyjarskóla næsta haust. Í svari frá sveitarstjóra og oddvita var vísað í fyrra svar með þeim orðum að það „felist í spurningunni tilvísanir til atvika sem ekki liggja fyrir. Því er ekki hægt að svara þessari spurningu með öðrum hætti en þegar hefur verið gert„. Þetta svar er varla hægt að túlka öðruvísi en á þann veg að ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti, fólki verður sagt upp sem ekki verður pláss fyrir í Þingeyjarskóla. Nokkrir íbúar sveitarfélagsins búa núna við nagandi óvissu um afkomu sína og framtíðar búsetuskilyrði í Þingeyjarsveit og að svara því ekki hvað standi til að gera eykur á óvissuna hjá þeim. Samkvæmt heimildum 641.is mun nýr skólastjóri ákveða hvaða starfsfólk heldur starfinu og hverjir ekki. Framhaldið er óljóst.
Ritstjóri vill taka það skýrt fram að með þessum spurningum er ekki vegið að neinu leiti að stöfum fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla. Fráfarandi skólastjóri á allan rétt til þess að fá viðunandi starfslokasamning þar sem henni var ekki sagt upp störfum og hún sagði heldur ekki upp störfum, samkvæmt svörum sveitarstjóra og oddvita. Það er einfaldlega hennar réttur. Þetta snýst um vinnubrögð, gegnsæi, samræðu og upplýsingagjöf til íbúanna frá meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri 641.is
59 | P a g e
Svo f茅ll st贸ra bomban.
60 | P a g e
27/04/2015 Sl. þriðjudag voru fjórir kennarar við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla boðaðir á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna á Laugum þar sem þeim var afhent bréf, undirritað af sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Bréfið bar yfirskriftina „Tilkynning um andmælarétt skv. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993″. Umrædd bréf ullu miklum titringi í síðustu viku meðal þeirra sem fengu þau og á meðal almennings í Þingeyjarsveit eftir að efni þeirra tók að spyrjast út. Í bréfunum eru settar fram dylgjur um hvers vegna viðkomandi kennarar séu ekki nógu góðir kennarar til að gegna áfram störfum við Þingeyjarskóla á komandi skólaári. Bréfin eru í raun óformleg uppsagnarbréf, en kennurunum er þó gefin kostur á því að andmæla innihaldinu.
Þetta eru alveg lygileg vinnubrögð.
Orðalag eins og „að aðrir starfsmenn standi þér framar“ vekja sérstaka athygli í bréfunum og svo eru settar fram órökstuddar dylgjur um kennarana í bréfunum, sem voru þess eðlis að rýra mannorð viðkomandi. Niðurlag bréfsins er á þessa leið: Áréttað er að fyrirhuguð málsmeðferð getur leitt til þess að þér verði sagt upp störfum. 641.is komst yfir eitt eintak af bréfi sem einn af kennurnum fékk, sem sjá má hér til hliðar. Búið er að afmá öll persónuleg atriði og einnig er búið að afmá umræddar dylgjur sem viðkomandi kennari er ásakaður um. Efni bréfanna er á þessa leið: Tilkynning um andmælarétt skv. 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þingeyjarsveit hefur til meðferðar mál er varðar fækkun starfsmanna við Þingeyjarskóla í tengslum við sameiningu starfstöðva á Laugum og Hafralæk. Fram hefur farið samanburður á hæfi allra starfsmanna skólans. Eftir yfirferð gagna og þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, bendir vinna sem farið hefur fram á vegum sveitarstjórnar vegna skipulagsbreytinga til þess að aðrir starfsmenn standi þér framar þegar kemur að því að ákveða hverjir muni áfram gegna störfum við Þingeyjarskóla. Af þessu tilefni og með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er þér gefinn frestur til………. til að koma að andmælum og sjónarmiðum þínum óskir þú þess. Gert er ráð fyrir að þú komir til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Kjarna Laugum til þess að ræða málið. Þér er heimilt að hafa trúnaðarmann frá stéttarfélagi þínu, lögmann eða einhvern annan aðila með þér þeim fundi. Þá er þér heimilt að leggja fram skirflegar athugasemdir, kjósir þú það. Að þeim fundi loknum verður tekin ákvörðun um hvort þér verði sagt upp stöfum enda gefi framvinda málsins ekki tilefni til frekari málsmeðferðar. Áréttað er að fyrirhuguð málsmeðferð getur leitt til þess að þér verði sagt upp störfum. Kennarafundur var haldinn sl. miðvikudag í Hafralækjarskóla, daginn eftir að bréfin voru afhent. Þar var innihald bréfanna rætt og ákveðið að óska eftir fundi með nýjum skólastjóra Þingeyjarskóla um efni þeirra eftir helgi.
61 | P a g e
Sárir og reiðir
Það verður að teljast mjög óeðlilegt. Var Litlulaugaskóli svona hrikalega vondur skóli? Ómögulegt hús og óhæfir kennarar? Upp á þessi ósköp var samt boðið árum saman!
Kennararnir sem fengu bréfin eru mjög reiðir og sárir yfir orðalaginu og þykir mjög að sér vegið. Þeir velta því fyrir sér hvaða framtíð þeir eigi sem kennarar, fylgi þessi órökstudda umsögn um þá í formlegu uppsagnarbréfi sem virðist vera óumflýjanlegt að þeir fái fljótlega. Einn kennaranna sagði í spjalli við 641.is í gær, að hann ætti ekki von á því að nokkur þeirra gæti fengið kennarastöðu neinsstaðar með þessar ásakanir í farteskinu. Eftir því sem 641.is kemst næst munu allir kennararnir fjórir nýta sér andmælaréttinn til þess að mótmæla þessu bréfi harðlega og munu þeir fara fram á afhendingu allra þeirra gagna sem þessar ásakanir byggja á. Engum sagt upp á Hafralæk ? Samkvæmt óstaðfestum heimildum 641.is fékk enginn kennari við Hafralækjarskóladeild Þingeyjarskóla svona bréf og því stefnir í það að allir kennarar sem starfa við Hafralækjarskóladeild Þingeyjarskóla haldi vinnuninni áfram, sem hafa óskað eftir því. Einungis einn kennari sem er í fullu starfi við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla, heldur vinnuninni áfram samkvæmt heimildum 641.is. Vafasamt orðalag 641.is bar þetta bréf undir lögfróða aðila og voru þeir sammála um að orðalagið í bréfunum væri í besta falli vafasamt, hafi kennararnir ekki verið áminntir í starfi áður og vel rökstuddar sannanir þurfa að vera til staðar til að setja svona fram í bréfi til einstakra starfsmanna. Einnig gæti það verið brot á meðalhófsreglu að segja bara upp kennurum á annari starfsstöðinni en ekki hinni. Skólastjóri og sveitarstjóri tjá sig ekki um málið 641.is spurði Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóra Þingeyjarskóla að því í gær, hvort að það væri rétt að aðeins kennarar við Litlulaugaskóladeild Þingeyjarskóla hefðu fengið svona bréf og einnig hvort að orðalagið sem kemur fram í bréfunum muni fylgja inn í uppsagnarbréfin sem þessir kennarar munu líklega fá í kjölfarið. Jóhann sagðist ekki vilja tjá sig um þetta þar sem málinu væri ólokið og hann gat ekki tjáð sig um starfsmannamál er snúa að einstaklingum við Þingeyjarskóla. „Ég mun ekki tjá mig um mál einstakra starfsmanna og allra síst mála sem eru í vinnslu“, sagði Dagjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar þegar 641.is bar orðalag bréfanna undir hana í dag. Fundur í dag Samkvæmt heimildum 641.is hafa viðkomandi kennarar verið boðaðir til fundar í Kjarna á Laugum í dag til að ræða innhald bréfanna. Þar ætla þeir að koma að andmælum við umræddum bréfum, eins og áður segir.
62 | P a g e
05/05/2015Fréttir, SveitarstjórnarmálEftir HA
Fundur sem haldinn var í foreldrafélagi Litlulaugaskóla, mánudaginn 4. maí 2015 samþykkti einróma eftirfarandi bréf sem 641.is hefur borist, til fráfarandi kennara við skólann. Kæru kennarar. Við foreldrar barna í Litlulaugaskóla viljum þakka fyrir ykkar starf með börnunum okkar undanfarin ár. Við erum þakklát fyrir það sem þið hafið gefið þeim, bæði í kennslu og uppfræðslu og ekki síður fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt þeim við það að fóta sig í skólasamfélaginu og styrkjast sem einstaklingar. Frá sjónarhóli okkar foreldranna hefur ykkar starf verið afar farsælt og ekki borið skugga á samstarf okkar á milli. Við hörmum þá framkomu sem ykkur var sýnd í ferlinu við fækkun starfsmanna og viljum koma því skýrt á framfæri að við hefðum viljað sjá öðruvísi að málum staðið. Við viljum fyrir hönd foreldra í Litlulaugaskóla lýsa yfir ánægju með störf ykkar og óska ykkur velfarnaðar.
Þarna er komið á hreint að þessir kennarar voru ekki jafn hræðilegir og dylgjað er um í bréfinu. Bréfinu sem var algjörlega ónauðsynlegt að senda. Þá vildi ég gjarnan vita hvernig hæfi fólks var metið og hvað var lagt til grundvallar. Það verður að teljast mjög furðulegt að allir kennarar í Litlulaugaskóla skuli standa aftar öllum kennurum Hafralækjarskóla. Þá mætti að ætla þar sem að fjórir kennarar Litlulaugaskóla fá bréf um uppsagnahættu þá hljóti fjórum kennurum að vera ofaukið við sameinaðan skóla. En það er ekki raunin. Þegar einum kennaranum tekst að andmæla dylgjunum og forðast uppsögn þá þarf ekki að segja neinum upp í staðinn. Mér finnst þetta ferli allt saman lykta af persónulegu mati einstaklinga á „persónulegum eiginleikum“ fólks.
63 | P a g e
05/05/2015
Leiðarinn
Nú standa framkvæmdir yfir á heimavistarhluta Hafralækjarskóla sem hefur verið lítið eða ekkert notaður undanfarin ár. Samkvæmt heimildum 641.is er ætlunin að koma upp aðstöðu fyrir kennara á þessum stað og er kostnaður við þessar framkvæmdir áætlaður um 20 milljónir króna samkv. óstaðfestum heimildum 641.is. Einu heimildirnar sem finnst um þessar framkvæmdir er í fundargerð Fræðslunefndar frá 19. mars 2015 en þar segir að „til standi að stofnaður verði hópur skipaður byggingarfulltrúa, sveitarstjóra og skólastjórum sem hefur umsjón með skipulagsbreytingum og endurbótum á húsnæði Þingeyjarskóla og kemur jafnframt með tillögu að forgangsröðun framkvæmda fyrir næsta skólaár“ Í fundargerð sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 26. mars sl. er fundargerð Fræðslunefndar staðfest en ekki koma fram neinar aðrar upplýsingar um þessar framkvæmdir td. hvað kostnað varðar, né heldur að búið sé að skipa „hóp“ sem á að hafa umsjón með endurbótum á húsnæðinu. Þar fyrir utan hafa þessar framkvæmdir, eða stofnun hópsins ekki verið ræddar í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar með formlegum hætti, að öðru leyti en að staðfesta fundargerð Fræðslunefndar. Spurt er: Er það eðlileg stjórnsýsla að framkvæmdir sem þegar eru hafnar og að hópur sem stendur til að skipa um endurbætur á húsnæði Þingeyjarskóla, sé ekki rædd í sveitarstjórn með formlegum hætti og samþykki fengið fyrir því ? Spurt er: Hvenær má búast við tillögu að forgangsröðun framkvæmda frá hópnum fyrir næsta skólaár og kostnaðaráætlun framkvæmdanna ? Verður sú áætlun ekki örugglega rædd í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar ? Samkvæmt skýrslu Bjarna Einarssonar um viðhald og rýmisþörf Þingeyjarskóla er talað um nauðsynlegt viðhald á Hafralækjaskóla og því skipt upp í viðhald sem framkvæma þyrfti sem fyrst og svo viðhald sem framkvæma mætti síðar (ótímasett). Dæmi. Verkleg kennsla í kjallara Kr. 3.600.000 (Viðhald síðar Kr. 54.000.000) Kennslurými 1. hæð Kr. 10.000.000 (Viðhald síðar Kr. 120.000.000) Matsalur og eldhús Kr. 3.000.000 (Viðhald síðar Kr. 45.000.000) Heimavist 2. hæð Kr. 0 (Viðhald síðar Kr. 100.000.000) Athygli vekur að viðhaldi sem áætlað er að þurfi að gera á heimavist er flokkað sem viðhald sem þarf að framkvæma síðar en ekki sem fyrst, enda ekki talin þörf á aðkallandi viðhaldi þar sem húsnæðið er ekki í (var ekki í) notkun. Spurt er: Af hverju er farið í þessar framkvæmdir á heimavist ? Er þetta meira aðkallandi en aðrar framkvæmdir sem nauðsynlega þarf að gera á húsnæðinu ? Spurt er: Hvenær á að fara í viðhald á matsal og eldhúsi, kennslurými á 1. hæð og aðstöðu til verklegrar kennslu í kjallara, sem samkvæmt skýrslu Bjarna kostar 235.600.000 krónur ? (bæði viðhald nú og síðar) Mér finnst eðlilegt að útsvarsgreiðendur fái Svör óskast sem fyrst. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri 64 | P a g e
að vita um meðferð opinberra fjármuna. Þá voru það ein rökin að það væri fjárhagslega hagkvæmara að notast við hús Hafralækjarskóla.
07/05/2015 Bárust svo svörin. En það fylgdi aldeilis meiri glaðningur með.
Ritstjóri 641.is sendi sveitarstjóra, byggingafulltrúa og meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar nokkrar spurningar í leiðara á 641.is sl. þriðjudag. Svarbréf barst seint í gærkvöld frá meirihlutanum. Lesa má það hér fyrir neðan.
Opið bréf til Hermanns í Lyngbrekku
Takið eftir að bréfið er til Hermanns í Lyngbrekku. Ekki ritstjóra 641.is. Árásin er persónuleg.
Sæll Hermann
Mikið rétt. En spurningunni er ekki svarað. Er eðlilegt, þar sem ákveðið hefur verið að nota frekar Hafralækjarskóla en Litlulaugaskóla vegna þess að það er fjárhagslega hagkvæmara, að nota síðan almenna heimild í fjárhagsáætlun til viðhalds útvalda húsnæðinu? Flokkast það ekki undir blekkingarleik?
Farið í manninn. Persónugert.
Á síðu þinni 641.is skrifar þú í gær greinarstúf þar sem þú setur fram nokkrar spurningar til meirihlutans, sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins vegna viðhalds Þingeyjarskóla. Nú er það svo að í litlu sveitarfélagi er stjórnsýslan lítil og hefur í ótrúlega mörgu að snúast svo við undirrituð svörum fyrir okkur og þá sem spurningunum var beint til. Þessar framkvæmdir eru undir stjórn sveitarstjóra og yfirmanns fasteigna/skipulags- og byggingarfulltrúa og þau kölluðu sér til ráðuneytis skólastjóra Þingeyjarskóla, og fulltrúa kennara. Því auðvitað er það svo að þeir sem unnið hafa og vinna munu í húsnæðinu hafa gagnlegar hugmyndir um fyrirkomulag og skipan. Í þessum hópi sitja ekki kjörnir fulltrúar því þeir tímar eru liðnir að þeir séu með nefið niðri í störfum stjórnsýslunnar. Hvað það snertir að framkvæmdir séu hafnar þá er það svo að í fjárhagsáætlun 2015 sem sveitarstjórn hefur samþykkt er gert ráð fyrir ákveðinni upphæð til viðhalds fasteigna sveitarfélagsins. Sveitarstjóri og yfirmaður fasteigna hafa heimild til að framkvæma innan fjárhagsáætlunar, þar erum við nú. Ef breytt er út af samþykktri fjárhagsáætlun þarf að samþykkja viðauka við áætlun í sveitarstjórn. Kostnaðaráætlun til lengri og skemmri tíma er í vinnslu hjá þessum starfsmönnum og þegar hún er tilbúin verður hún lögð fyrir sveitarstjórn til umræðu og ákvörðunar. Þar verður stefnan mótuð um forgangsröðun og framkvæmdahraða. Hvað varðar spurningu þína um framkvæmdir á heimsvistargangi þá er verið að útbúa þar aðstöðu fyrir kennara. Ástæðan fyrir því að þær framkvæmdir eru hafnar er sú að hægt var að fara í þær strax þrátt fyrir daglegt skólastarf. Gert er ráð fyrir því að kennarar geti komið sér fyrir í nýju rými nú í vor, áður en þeir fara í sumarfrí. Það er stefna meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar að skapa nemendum og starfsfólki Þingeyjarskóla hlýlegan, gefandi og starfsvænan vinnustað með sem hagkvæmustum hætti. Nú er okkur ljóst Hermann að við erum ekki sammála um þær breytingar sem verið er að gera á starfsemi Þingeyjarskóla en við getum fullvissað þig um það að allir sem að þessum breytingum koma eru að vanda sig með hagsmuni nemendanna og sveitarfélagsins sem heildar að leiðarljósi. Úr því við erum í spurningum þætti okkur vænt um að þú svaraðir okkur til um það hver eru leiðarljós og markmið 641.is. Í von um að það yrði okkur og öðrum til glöggvunar á því fyrir hvað síðan stendur: 65 | P a g e
Stúfur er minnkunarending. Verið að gera lítið úr skrifunum .
Hugtakanotkun ekki alveg á hreinu. Mjööög traustvekjandi. Það er hægt að gera ýmislegt á ýmsum tímum. Eru það næg rök til framkvæmda? Þessi framkvæmd var ekki nefnd sem nauðsynleg né samþykkt að hún ætti að vera með fyrstu skrefum.
Já, heldur betur. Ég þurfti að fara í gegnum ca. 45 síður með ca. 15 fréttum á hverri til að ná saman þessum bæklingi. Verið að gera lítið úr síðunni. Blogg en ekki fréttamiðill.
Af hverju hrósarðu okkur aldrei! Buhu! Það er ekkert verið að læðast í kringum hlutina.
1. Er hún netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er hún málgagn T-listans og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er hún áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans?
Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn Her að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð. Með von um að veðrið batni
Samstaða
Arnór, Margrét, Árni Pétur, Ásvaldur og Heiða.
(Svör við spurningum meirihlutans verða birt síðar í dag)
66 | P a g e
Valdhafi hæðist að þegni sínum. Til mikillar fyrirmyndar .
Hermann svarar
07/05/2015
Svör meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar við spurningum sem 641.is óskaði eftir varðandi viðhald á Þingeyjarskóla, voru birt hér á 641.is í morgun og þakka ber skjót svör frá meirihlutanum. Ég hefði kosið að hægt hefði verið að svara þessum spurningum nánar, því það brennur mjög á fólki að fá fréttir af því hvaða endurbætur við Þingeyjarskóla á að fara út í og hve mikið þær munu kosta. En vonandi fást svör við þessu síðar.
Það er erfitt að ætla annað.
En meirihlutinn bætir um betur og varpar fram þremur spurningum til mín (641.is) í lok svarbréfsins. Mér er það ljúft og skylt að svara þessum spurningum, þó mér finnist þær undarlegar. Þegar ráðandi öfl eru farin að gagnrýna fréttaflutning staðarmiðils er ekki hægt að áætla annað en þau þoli gagnrýni illa og vilji helst fá að vera í friði með sín verkefni án þess að fjölmiðlar sé eitthvað að spyrja spurninga. Hjá þessu hefði verið hægt að komast ef ráðandi öfl stæðu við kosningaloforðin sín um gegnsæi og samtal víð íbúanna, eins og það var orðað fyrir kosningar. Spurt var: Er hún (641.is) netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? Svar: Já og þarfnast ekki frekari útskýringa, því þetta liggur í augum uppi og hefur verið árum saman. Spurt var líka: Er hún (641.is) málgagn T-listans og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? Og… Er hún (641.is) áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans? Svar 641.is við spurningu nr. 2 og 3. Er nei, enda er 641.is hvorki málgagn T-listans né Samstöðulistans eða þeirra sem eru sammála eða ósammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. 641.is er fréttavefur, ekki blogg og mótast ekki af persónulegum skoðunum eigandans, svo að það sé á hreinu. Meirihlutinn virðist ekki átta sig á því að þetta voru leiðaraskrif og ég varpaði fram fjórum spurningum í umræddum leiðara. Þetta var ekki frétt. Ritstjóri fréttamiðils hefur að sjálfsögðu ritstjórnarlegt frelsi til þess að skrifa um hvað sem hann vill í leiðara, því um leiðaraskrif gilda aðrar reglur en hefðbundnar fréttir. Ég geri ráð fyrir að það hafi farið framhjá meirihlutanum. Ég trúi ekki öðru. Í niðurlagi bréfsins segir: „Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. 67 | P a g e
Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð“. Hér nefnir meirihlutinn „einhliða fréttir“ og „einhliða gagnrýni“ hjá 641.is. Skoðum það aðeins nánar. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með fréttum á 641.is í vetur að þá hafa fréttir af skólamálum borið hátt og ekkert undarlegt við það. Ákvörðunin um að sameina starfsstöð Þingeyjarskóla á einn stað var stór og alls ekki einföld og ekki hafin yfir gagnrýni. Það var vitað að sumir íbúar yrðu ekki ánægðir með þá niðurstöðu. Vandamálið við þetta var og er það, að ráðandi öfl, þið sem skipið meirihlutann í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar, hafið ekki tjáð ykkur neitt um þetta fyrir utan pistil á vef þingeyjarsveitar í desember. Það hefur alltaf þurft að gagna á eftir ykkur með spurningar um ferlið, hvað gerist næst og svo framvegis. Datt ykkur aldrei í hug að það væri snjallt að senda inn pistla á 641.is þar sem skýrt er út hvað þið eruð að gera og hvað framtíðin ber í skauti sér ? Þið eruð jú ráðandi aflið í Þingeyjarsveit. Það er óumdeilt. Það geta allir sent inn efni til birtingar í dálkinn „Umræðan“ hér á 641.is. Hvert og eitt ykkar hefði svo vel getað gert það. Ég hef aldrei neitað neinum pistli um birtingu á 641.is. Allt sem ég hef fengið sent hefur verið birt. Það fá allir að tjá sig sem kæra sig um. Það hefur bara ekki verið nýtt. Gott dæmi um að ég birti allt, er einmitt seinni hluti bréfsins sem þið senduð mér og ég birti í morgun. Eitthvað sem ekki allir hefðu gert. Og talandi um vandaðri vinnubrögð… Ykkur hefur tekist með alveg ótrúlegum hætti að klúðra sumum málum svo um munar. Dæmi um það er skipan starfshóps um mótvægisaðgerðir. Hópurinn hélt einn fund sem stóð í 16 mínútur og svo var starfshópurinn lagður niður. Svo þurfti að ganga á eftir ykkur til að fá birtan lista yfir umsækjendur um stöðu skólastjóra Þingeyjarskóla, eitthvað sem ætti að vera sjálfsagt og eðlilegt að birta strax eftir að umsóknarfresturinn er liðinn. Það átti ekki að birta hann fyrr en búið væri að ráða nýjan skólastjóra. Að maður tali nú ekki um kennarabréfin sem fjórir kennarar fengu um daginn. Líklega mesta klúðrið hingað til. Klaufalegt orðalag bréfanna vakti athygli langt út fyrir Þingeyjarsveit. Þá vildi enginn tjá sig, þó eftir því væri leitað. Allt tal um óvönduð vinnubrögð hjá 641.is er hlægilegt í þessum samanburði. En þetta er auðvelt að laga. Ég ætla hér með að bjóða meirihlutanum að fá sérstakan dálk á 641.is, sem gæti fengið heitið „Frá Sveitarstjórn“. Þar getið þið komið á framfæri öllu því sem þið viljið koma frá ykkur og uppfyllt loforðin um opna stjórnsýslu og samræðu við íbúana. Mánaðarlegur pistill væri gott. Minnihluti T-listans fær líka að koma sínu á framfæri á 641.is ef hann kýs. Hvernig hljómar þetta ? Með von um að veðrið batni. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri.
68 | P a g e
Var þetta góða boð þegið? Nei, auðvitað ekki. Þau vilja bara fá frið til að gera það sem þeim sýnist eins og þeim sýnist.
Svo gerast undur og stórmerki... Það er hægt að leggja niður skóla án þess að stóru fjölmiðlunum þyki það merkilegt. Það er hægt að koma mjög skítlega fram við fólk í uppsagnarferli án þess að landsmiðlarnir svo mikið líti í áttina til okkar. Það er hægt að hygla einum hluta sveitarfélags gróflega á kostnað annars og þeir sofa áfram. En þegar ráðist er að tjáningarfrelsinu og frelsi fjölmiðlanna þá rumskaði loksins risinn. Svo gróf er árásin.
Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil Vísir 20:23 07. MAÍ 2015
Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri 641.is, og Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Sveinn Arnarsson skrifar Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sendi héraðsmiðli í sveitarfélaginu, netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri lítur þetta alvarlegum augum og túlkar spurningarnar sem þöggunartilburði meirihlutans. Forsaga málsins er sú að vefmiðillinn 641.is sendi meirihluta Þingeyjarsveitar spurningar varðandi framkvæmdir í 69 | P a g e
skólamálum sveitarfélagsins. Til stendur að loka einni skóladeild í sveitarfélaginu og flytja allt grunnskólanám að Þingeyjarskóla úr Litlulaugaskóla. Deilt um lokun Þingeyjarskóla Mikill hiti hefur verið í Þingeyjarsveit vegna lokunar Litlulaugaskóla og hefur grunnskólakennurum nokkrum verið sent bréf þar sem þeir geta átt von á uppsögn vegna þess að þeir eru taldir lakari kennarar en aðrir. Því hefur málið allt saman verið mjög viðkvæmt í sveitarfélaginu og vefurinn 641.is hefur greint frá óánægju íbúa með ráðahag stjórnarinnar.
Meirihluti sveitarstjórnar svaraði spurningum vefmiðilsins, sem er eini héraðsmiðillinn í Þingeyjarsveit eingöngu. Meirihluti sveitarstjórnar lét ekki þar við sitja heldur spurði í framhaldinu þriggja spurninga. 1. Er 641.is netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er 641.is málgagn T-listans (minnihlutans, innskot blaðamanns) og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er 641.is áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans? Tekur spurningarnar alvarlega Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri vefmiðilsins, tekur þessar spurningar alvarlega. „Það er grafalvarlegt ef sitjandi meirihluti og stjórnvald í Þingeyjarsveit bregst svona við spurningum héraðsmiðils. Að mínu mati er um þöggunartilburði meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Ég hefði talið það til tekna fyrir sveitarfélagið að hafa gagnrýninn héraðsmiðil á þessu litla svæði. Þetta upphlaup meirihlutans er ekki gott fyrir lýðræðið og það er alvarlegt ef stjórnmálamenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á fréttaskrif. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og mikilvægt lýðræðinu og mér finnst leitt ef mér eru gerðar upp skoðanir eins og er gert í bréfi meirihlutans,“ segir Hermann.
Er það á könnu sveitarstjórnar að auðvelda lesendum fjölmiðla að mynda sér skoðun á þeim?! Síðan hvenær?
alfarið á bug að hér sé um einhverja þöggunartilburði að ræða,“ segir Arnór. Neitaðu eins og þú vilt. Þetta er augljóst.
Í niðurlagi bréfs meirihlutans segir orðrétt: „Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð.“
Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, segir það ekki skipta máli hvað honum finnist um vefmiðilinn 641.is heldur skipti máli hvað lesendum finnist. Ástæður þess að meirihlutinn hafi sent þarna spurningar til héraðsmiðilsins væru einfaldar. „Það er nú bara þannig að hann sendi okkur spurningar fyrst og við svöruðum honum. Í framhaldinu spurðum við bara ritstjórann til að glöggva okkur á fréttamat og stefnu miðilsins. Ég vísa því Af hverju þurfa þau að glöggva sig á því ef það er álit lesenda sem skiptir máli? Hvaða rugl er þetta?
70 | P a g e
Sumir bloggarar kváðu fastar að orði en aðrir.
Sveitastjórn Þingeyjasveitar segi af sér án tafar Posted on May 8, 2015 by Jón Frímann Í ljósi ritskoðunartilburða sveitarstjórnar þingeyjasveitar þá er það mín krafa og væntanlega fleiri að sveitarstjórnin segi af sér án tafar. Ástæðan er sú að hérna er verið að ganga gegn frelsi fjölmiðla í Þingeyjarsveit með mjög alvarlegum hætti. Það er Vísir.is sem segir frá þessari þöggunartilraun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar (tengill neðst). Fjölmiðlinn 641.is fjallar um þetta mál hérna á vefsíðu sinni. Þetta hérna er enn eitt dæmið um þá afskaplega óvönduðu stjórnsýslu sem á sér stað á Íslandi og ekki er brugðist við, enda á svona stjórnsýsla að vera afsagnarsök í öllum tilfellum. Hérna er um að ræða þöggunartilburði, ritskoðunartilburði og ógnun í garð frjálsra fjölmiðla í þessu sveitarfélagi og í raun víðar á Íslandi. Þetta er ekki eina dæmið um svona hegðun og oft á tíðum er þessi hegðun mun stórtækari en það sem gerðist hérna. Svona hegðun íslenskra stjórnmálamanna verður að hætta, annars er ekki hægt að reka lýðræðisþjóðfélag á Íslandi.
71 | P a g e
Aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir 07:00 03. JÚLÍ 2015 Kristín Þorsteinsdóttir skrifar
ráðherranum
Forsætisráðherra ritaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Í greininni birtist kunnuglegt stef – þessi furðulega blanda af samsæriskenningasmíð og viðkvæmni sem er svo töm.
Greinin ber titilinn „Markmið leiðréttingarinnar náðust að fullu“. Efni hennar fjallar eins og fyrirsögnin gefur til kynna að mestu um leiðréttinguna og efnahagslegar og pólitískar afleiðingar hennar. Sigmundur lætur ekki þar við sitja heldur hnýtir í fjölmiðlaumfjöllun um málið. Í þetta skiptið segir hann fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna, „hvort heldur þeir tjái sig á þingi eða á leiðarasíðu Fréttablaðsins“ eiga erfitt með að sætta sig við vel heppnaða leiðréttingu. Hann heldur svo áfram og uppnefnir dálk sem í daglegu tali kallast Frá degi til dags sem „stjórnarandstöðudálk“. Fjölmargir blaðamenn starfa hjá 365. Þar fer mislit hjörð með mismunandi skoðanir. Eftir því sem flóran er fjölbreyttari er von á betri árangri. Margir skrifa pistilinn Frá degi til dags. Aldrei hefur nokkurt þeirra verið spurt um hvað eða hvort yfir höfuð þau kjósa. Ógerlegt er að skipa þessu fólki á einn pólitískan bás. Fagfólk lætur ekki skoðanir lita umfjöllun sína í fréttum. Að halda öðru fram er atvinnurógur. Um dálkaskrif og leiðara gilda önnur lögmál. Maður skyldi ætla að forsætisráðherra þekkti þau. Hlutverk fjölmiðla er að veita valdinu aðhald. Það er aumur fjölmiðill sem ekki gagnrýnir aðgerðir ráðamanna. Óhjákvæmilega hallar þar á ríkisstjórn, 72 | P a g e
Skömmu seinna reyndi forsætisráðherra, líkt og Samstaða, að stjórna umfjöllun fjölmiðils. Ritstjórinn skrifaði þá svargrein sem er við hæfi hér í framhaldi.
enda öllu erfiðara að dæma stjórnarandstöðu sem hefur fá tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif. Fréttablaðið er ekki eini miðillinn sem flækist fyrir forsætisráðherra. Hann og flokkssystkini hans hafa lengi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Sigmundur lét hafa eftir sér að fréttaflutningur RÚV um ESBmál litaðist af því að vinstrisinnað fólk leitaði frekar í fjölmiðlastörf! Við afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dró Sigmundur heldur ekki þann lærdóm að vanda þyrfti meðferð valds, heldur að ástæða væri til að hafa áhyggjur af umræðunni – eins og umræðan hefði brotið á hælisleitendunum. Samflokksmenn hans kynda undir. Karl Garðarsson alþingismaður segir forsætisráðherra verða fyrir pólitísku einelti og hatursumræðu. Þetta háttalag er undarlegt. Ráðherrann hefur mörg vopn á hendi til að snúa aðstæðum sér í vil. Hann vann gríðarlegan kosningasigur síðast á grundvelli loforða um skuldaleiðréttingu og harðrar afstöðu til kröfuhafa bankanna. Hann hefur verið fylginn sér í hvoru tveggja, og í grófum dráttum staðið við stóru orðin. Fólk greinir á um hvort leiðréttingin var réttlát eða skynsamleg. En enginn getur efast um að Sigmundur hafði lýðræðislegt umboð til að hrinda henni í framkvæmd. Sigmundur er sá íslenski stjórnmálamaður sem helst getur stært sig af því að standa við stóru orðin. Vilji hann vinna annan kosningasigur þarf hann að minna kjósendur á eigin orðheldni. Það hlýtur að vera vænlegra til árangurs en að kveinka sér stanslaust undan umræðunni.
04/06/2015
Á 172. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í Kjarna í dag var ma. tekið fyrir framkvæmdir við Þingeyjarskóla. Á fundinum var lagt fram yfirlitsblað kostnaðaráætlunar vegna endurbóta í Þingeyjarskóla á Hafralæk, en hún hljóðar upp á 37,5 milljónir króna. Til fundarins mætti Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi og gerði hann grein fyrir kostnaðaráætlun og framkvæmdum. Jóhann Rúnar Pálsson nýráðin skólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkti með fimm atkvæðum fulltrúa A-lista að farið verði í framkvæmdir við Þingeyjarskóla á Hafralæk að fjárhæð 37,5 m.kr. í samræmi við greinargerð skipulags- og byggingarfulltrúa. Fulltrúar T-listar sátu hjá. Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum fulltrúa A-lista, viðauka við fjárhagsáætlun 2015 vegna fjárfestingar í skólahúsnæði Þingeyjarskóla að fjárhæð 37,5 m.kr. sem verður mætt með skammtímaláni að fjárhæð 20 m.kr. og 17,5 m.kr. af áætluðu viðhaldfé fasteigna samkvæmt fjárhagsáætlun. Fulltrúar T-lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun: „Þessar breytingar á skólahaldi eru andstæðar stefnu T-lista í skólamálum, því sitjum við hjá við afgreiðslu málsins.“ Sjá fundargerð 172 fundar hér
04/06/2015
Lengi getur vont versnað.
Mannaráðningar við Þingeyjarskóla hafa verið í brennidepli að undanförnu. Á ýmsu hefur gengið. Gerðir hafa verið starfslokasamningar við fráfarandi skólastjóra og kennara sem ekki var pláss fyrir við stofnunina nú þegar Þingeyjarskóli hefur starfsemi á einum stað næsta haust. Misjafnt er hve langir starfslokasamningarnir eru, en þeir eru frá fjórum upp í tólf mánuði í tilfellum kennaranna samkvæmt heimildum 641.is. Ekki fæst uppgefið hve langur starfsloksamningur fráfarandi skólastjóra er því sveitarstjóri Þingeyjarsveitar neitar að gefa það upp. Samkvæmt óstaðfestum heimildum 641.is er hann til 12 mánaða. Lengi getur vont versnað. En miðvikudaginn 27. maí gerast óvæntir hlutir. Þann dag var fráfarandi skólastjóri ráðinn til eins árs í 50% stjórnunarstöðu sem verkefnastjóri hjá Þingeyjarskóla og á samkvæmt heimildum 641.is, að vera teymisstjóri yfir 4-7. bekk, án kennsluskyldu. Hann á auk þess að vera staðgengill skólastjóra þegar hann er ekki við. Sama dag skrifaði aðstoðarskólastjóri við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla undir starfslokasamning eftir að ýtt hafði verið mjög á hana að gera það og helst ekki seinna en á þeim degi. Tilviljun ? Nei, það var engin tilviljun. Það var nefnilega tilkynnt um ráðningu fyrrverandi skólastjóra í þessa 50% stöðu þennan sama dag eftir hádegi á kennarafundi. Aðstoðarskólastjóri Litlulaugadeildar Þingeyjarskóla, með 30 ára flekklausan starfsferil hafði lýst yfir áhuga á einhverri stjórnunarstöðu við Þingeyjarskóla og einhverri kennslu líka, en fékk ekki. Það var alveg gengið framhjá henni sem er illskiljanlegt.
74 | P a g e
Þessi verkefnastjórastaða, sem er í raun ígildi aðstoðarskólastjórastöðu, var ekki auglýst laus til umsóknar, sem er furðulegt þar sem um nýtt starf er að ræða innan Þingeyjarskóla. Það var bara handvalið í stöðuna. Nú er það svo að gerður var starfslokasamningur við fráfarandi skólastjóra um leið og auglýst var eftir nýjum skólastjóra við Þingeyjarskóla í vetur. Það var vissulega undarlegt að auglýsa þyrfti eftir nýjum skólastjóra við Þingeyjarskóla í vetur þegar skólinn hafði starfandi skólastjóra. Ekki er hægt að túlka þá ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar öðruvísi en svo að fráfarandi skólastjóri hafi ekki notið trausts og meirihlutinn hafi viljað fá annan aðila til að stjórna Þingeyjarskóla. Það varð úr. Samkvæmt staðfestum heimildum 641.is eru ákvæði í starfslokasamningum amk. tveggja kennara við Litlulaugadeild Þingeyjarskóla, um að jafnvel þó að þeir fái vinnu áður en starfslokasamningurinn rennur út, skerðast greiðslurnar sem samningurinn kveður á um til kennaranna ekki. Og það jafnvel þó svo að þeir fái vinnu hjá Þingeyjarsveit, sem er sú sama Þingeyjarsveit og greiðir þeim laun samkvæmt starfslokasamningum. Gera má ráð fyrir að starfslokasamningur fráfarandi skólastjóra sé ekki lakari en við kennarana og því er líklegt að það sama eigi við í því tilfelli. Miðað við þetta er ekki hægt að draga neina aðra ályktun en að fráfarandi skólastjóri verði á einu og hálfu kaupi næsta starfsár við Þingeyjarskóla. 641.is sendi fyrirspurn til sveitarstjóra í dag og spurði hvort þetta væri rétt. Svar barst um hæl þar sem sveitarstjóri sagðist ekki vilja tjá sig um málefni
Það er afar erfitt að túlka það öðruvísi.
einstakra starfsmanna Þingeyjarskóla. Á sveitarstjórnarfundi í dag spurðu fulltrúar minnihlutans þessarar sömu spurningar og vildu fulltrúar meirihlutans ekki tjá sig um hana heldur. Fulltrúi minnihlutans í Fræðslunefnd Sigurlaug Svavarsdóttir, gagnrýndi þessa ráðningu á Fræðslunefndarfundi í sérstakri bókun þann 1. júní sl. „Ég undirrituð (Sigurlaug Svavarsdóttir) vil koma á framfæri óánægju með þá aðgerð að ráða til stjórnunarstarfa og sem verkefnisstjóra fráfarandi skólastjóra Þingeyjarskóla sem gerður hafði verið starfslokasamningur við. Í ljósi þess að störf aðstoðarskólastjóra voru lögð niður og því ekki endurráðið í þau og ekki var auglýst eftir starfsmanni til þessara starfa. Því tel ég þessa ráðstöfun afar neikvæða í ljósi aðstæðna“. Öðrum fulltrúum í Fræðslunefnd þótti þetta bara vera hið besta mál og lýstu yfir stuðningi við þessa ráðningu. Ekki er þó víst að Fræðslunefndarfulltrúar hafi gert sér grein fyrir því hvað þeir voru að leggja blessun sína yfir. Ekki er þó um þessa ráðningu neitt getið í fundargerð Fræðslunefndar og kom hún upp á yfirborðið vegna fyrirspurnar frá einum fulltrúa sem sat fundinn. Ekki var ætlunin að þessi ráðning kæmi fram á fundinum. Kanski var það vegna þess að hún er vafasöm svo ekki sér meira sagt. Sama varð uppi á teningnum þegar málið var tekið fyrir á sveitarstjórnarfundi í dag. Á þeim fundi lögðu fulltrúar
minnihlutans í T-listanum eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar T-listar taka undir bókun Sigurlaugar í fundargerð Fræðslunefndar. Þar sem núverandi meirihluti sveitarstjórnar taldi nauðsynlegt að skipta út fráfarandi skólastjóra verður sú ráðstöfun nýs skólastjóra að ráða fyrrverandi skólastjóra í stjórnunarstöðu við Þingeyjarskóla án auglýsingar að teljast athugaverð.“ Fulltrúar meirihlutans lögðu þá fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar A-lista benda á að starfsmannamál og mannaráðningar einstakra starfsmanna stofnanna sveitarfélagsins eru ekki á forræði sveitarstjórnar. Fulltrúar A-lista lýsa yfir stuðningi sínum við störf Jóhanns Rúnars Pálsson við uppbyggingu Þingeyjarskóla.“ Gott og vel. Meirihlutinn telur sem sagt að þetta komi þeim ekki við. Það er þó sveitarsjóður sem borgar laun starfsmanna við Þingeyjarskóla og á þeim sjóði ber meirihlutinn ábyrgð. En svona er sem sagt farið með fjármuni Þingeyjarsveitar. Það er gerður starfslokasamningur við fráfarandi skólastjóra sem kostar væntanlega eitthvað á annan tug milljóna króna, ráðinn nýr skólastjóri og þar með eru tveir skólastjórar við sama skólann á fullum launum. Svo til að bæta gráu ofan á svart er fráfarandi skólastjóri ráðinn í nýtt 50% starf við skólann, án auglýsingar og er þá líklega með ein og hálf mánaðarlaun út komandi skólaár. Finnst lesendum þetta vera góð stjórnun á fjármálum Þingeyjarsveitar ? Hermann Aðalsteinsson ritstjóri.
75 | P a g e
fram
28/06/2015 Nokkrir íbúar í Þingeyjarsveit komu óánægju sinni á framfæri með að búið sé að leggja af grunnskólahald á Laugum við sveitarstjórn þingeyjarsveitar, áður en 173. fundur sveitarstjórnar var haldinn sl. fimmtudag í Kjarna. Íbúarnir fengu hálftíma til þess að koma sjónarmiðum sínum að og óskuðu eftir því að sveitarstjórn kæmu með rök fyrir því hvers vegna tekin var sú ákvörðun að leggja Litlulaugaskóla í Reykjadal niður.
Litlulaugaskóli Íbúarnir lýstu þungum áhyggjum sínum og vonbrigðum með þessa ákvörðun og töldu hana ekki til þess fallna að treysta búsetu á Laugum eða í Reykjadal og að ungt fólk með börn á grunnskólaaldri myndi síður eða jafnvel alls ekki, flytja í Reykjadal eftir þessa ákvörðun. Nokkrar fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri hafa flutt í Reykjadal á allra síðustu árum og þessi ákvörðun kemur eins og köld vatnsgusa framan í það fólk, að sögn íbúanna. Íbúarnir töldu það vera skyldu sína að andmæla þessum breytingum. Grunnskólinn styrkti allt samfélagið, Framhaldsskólann á Laugum og öfugt með því að byggð efldist í öllu sveitarfélaginu. Íbúarnir töldu að skólarnir ættu að vera þrír og með þrjá skólastjóra því skólarnir væru allir álíka stórir. Íbúarnir töldu að betra hefði verið að láta næstu ár skera úr um hvernig mál hefðu þróast í sveitarfélaginu áður en þessi ákvörðun var tekin. Íbúarnir óskuðu eftir því að þetta yrði skoðað alvarlega og reynt yrði að fara samningaleiðina við íbúanna og umhverfið. Það væri margt sem ekki væri hægt að meta til peninga. Sáttin væri mikils virði. Að sögn eins íbúans sem fékk áheyrn hjá sveitarstjórn var fátt um svör, en oddviti Þingeyjarsveitar lofaði að svara þeim í bréfi fljótlega og koma með rök fyrir því hvers vegna þessi ákvöðrun var tekin. Það svarbréf hefur ekki borist.
Hefur það bréf borist?
76 | P a g e
01/10/2015 Á 177 fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var í Kjarna á Laugum í dag, var m.a. lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015 vegna launa í fræðslumálum að fjárhæð 30,5 milljónum króna sem mætt verður með handbæru fé. Fram kemur í fundargerðinni að viðaukinn hafi verið samþykktur með fimm atkvæðum fulltrúa meirihluta A- lista, en fulltrúar T-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins. Samkvæmt heimildum 641.is er umrædd fjárhæð 30,5 milljónir, sem nefnd er „vegna launa í fræðslumálum“ í fundargerðinni, til komin vegna starfslokasamninga við fimm fyrrverandi kennara og skólastjóra Þingeyjarskóla frá því í vor og verða þeir allir gjaldfærðir á þessu ári. Samkvæmt sömu heimildum voru umræddir starfslokasamningar mislangir, eða frá 6 mánuðum upp í 18 mánuði. Fundargerð 177 fundar
ÞETTA ER MJÖG HÓFLEGA ÁÆTLAÐ. KOSTNAÐUR SVEITARFÉLAGSINS VEGNA STARFSLOKASAMNINGANNA ERU VAFALÍTIÐ MEIRI.
77 | P a g e
15/10/2015 178. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn í dag í Kjarna á Laugum. Fyrir fundinum lá m.a. sáttatillaga til sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá Snæbirni Kristjánssyni og fleirum varðandi Litlulaugaskóla í Reykjadal og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórn skuldbindur sig til að endurskoða á næstu tveimur árum fyrirkomulag reksturs grunnskóla í sveitarfélaginu. Við þá endurskoðun verði m.a. tekið tillit til eftirfarandi þátta: Þróun barnafjölda í einstökum sveitarhlutum. Mögulegum tengslum grunnskólans við Framhaldsskólann á Laugum. Möguleikum á nýtingu þeirra íþrótta- og tómstundaaðstöðu sem fyrir hendi er á Laugum. Möguleikum á samnýtingu skólaakstur fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Mati á rekstrarkostnaði eins skóla af hagkvæmri stærð, samanborið við rekstur tveggja skóla í stóru og viðhaldsfreku húsnæði. Í framhaldi af þessari endurskoðun og opinni umræðu við íbúa um skólamál verði mörkuð stefna til framtíðar í skólamálum sveitarfélagsins.“ Undir sáttatillöguna skrifa þau, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Ari Teitsson, Sigurlaug Svavarsdóttir, Friðgeir Sigtryggsson, Konráð Erlendsson, Kári Steingrímsson, Ingi Tryggvason og Snæbjörn Kristjánsson. Oddviti Þingeyjarsveitar lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sjá fundargerð 178. fundar hér
78 | P a g e
Sveitarstjórn þakkar erindið og bendir á að þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólahaldi í sveitarfélaginu frá síðustu sveitarstjórnakosningum byggja á kosningastefnu A-listans sem birt var fyrir kosningar og er því framtíðarstefna sveitarfélagsins í skólamálum. Hún hlýtur alltaf að taka mið af þróun barnafjölda í sveitarfélaginu. Í henni er horft til tengsla grunnskólans við Framhaldsskólann á Laugum. Í henni er horft til notkunar íþrótta-og tómstundaaðstöðu sem fyrir hendi er á Laugum. Sveitarstjórn er reiðubúin til að skoða möguleika á samnýtingu skólaaksturs fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Það er stefna sveitarstjórnar að frekari breytingar á skipulagi skólahalds í sveitarfélaginu þjóni ekki heildarhagsmunum íbúa og telur óeðlilegt að hún skuldbindi sig til að hverfa frá markaðri stefnu nú á fyrri hluta kjörtímabils og vandséð hvaða sátt er fólgin í því. Sveitarstjórn hafnar því erindinu.
Tillaga oddvita var samþykkt með með fimm atkvæðum fulltúra A-lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T-lista. Fulltrúar T-lista eftirfarandi bókun:
lögðu
þá
fram
Það er skoðun T-lista að samþykkja eigi og skrifa undir sáttartillögu þá sem fyrir liggur enda er það skoðun T-lista að raunveruleg framtíðarstefna í skólamálum Þingeyjarsveitar sé varla fyrir hendi.
Svo kom í ljós af hverju brugðist var við spurningum 641.is af slíkri hörku. Byrjunarviðhaldskostnaður skólans bólgnaði talsvert út.
Heildarkostnaður vegna framkvæmda á Þingeyjarskóla nam 62,5 milljónum 16/12/2015 Á 182. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var 10. desember sl. var viðauki við fjárhagsáætlun árins 2015 lagður fram. Í viðaukanum kemur fram að skatttekjur hækkuðu um 25.000.000 króna á árinu 2015. Hækkun varð á útgjöldum til fræðslumála um 17.000.000 króna. Hækkun varð á útgjöldum til atvinnumála um 2 milljónir króna og hækkun varð á vilhalds og endurbótakostnaði (eignasjóður) um 25.000.000 króna á árinu 2015.
Fram kemur í fundargerð 182 fundar að hækkun skatttekna sé vegna aukinna útsvarstekna og að hækkun útgjalda í fræðslumálum sé vegna launahækkana kennara og skólastjórnenda. Hækkun útgjalda í atvinnumálum er vegna launaliðar í Seiglu – miðstöð sköpunar og hækkun í eignarsjóði vegna viðhaldskostnaðar og fjárfestinga við Þingeyjarskóla. Fram kemur í fundargerðinni að heildarkostnaður við framkvæmdir í Þingeyjarskóla á Hafralæk árið 2015 sé 62,5 milljónir króna. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun: „Hluti af 25 m.kr. viðauka vegna framkvæmda við Þingeyjarskóla er til kominn vegna viðhaldskostnaðar en ekki að öllu leyti vegna samþykktrar kostnaðaráætlunar endurbóta. Viðhaldsframkvæmdir snúa að viðgerð á þaki, kælibúnaði vegna tjóns sem var tryggt auk almenns viðhalds samtals 14 m.kr. Okkur er þó ljóst að kostnaður vegna málningar- tölvu- og rafmagnsvinnu fór framúr samþykktri kostnaðaráætlun samtals 11 m.kr. Þetta eru verkþættir sem talið var hagkvæmt að fara í hvað kostnað varðar til lengri tíma litið. Fulltrúar A lista telja að framkvæmdir og viðhald við Þingeyjarskóla hafi tekist í alla stað mjög vel og bætt aðstöðu fyrir nemendur og kennara til mikilla muna.“ Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
79 | P a g e
„Fulltrúar T lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2015. Það er óviðunandi að fjáraustur til Þingeyjarskóla við Hafralæk fari svo gríðarlega fram úr áætlunum sem raun ber vitni. Fulltrúar T-lista minna á að þegar ákveðið var að flytja allt skólahald Þingeyjarskóla í starfsstöðina að Hafralæk var gert ráð fyrir að kostnaður endurbóta húsnæðisins yrði innan við tuttugu milljónir.“ Fulltrúar A lista lögðu fram eftirfarandi bókun: „Fulltrúar A lista ítreka að áætlaður kostnaðar vegna framkvæmda við Þingeyjarskóla á Hafralæk var 37,5 m.kr. samber samþykkt meirihluta sveitarstjórnar á 172. fundi hennar þann 4. júní s.l.“ Sveitarstjórn samþykkti framlagða viðauka við fjárhagsáætlun 2015, með fimm atkvæðum fulltrúa A lista, hækkun útgjalda samtals að fjárhæð 19 m.kr. og að þeirri upphæð verði mætt með lántöku. Fulltrúar T lista sátu hjá. Fundargerð 182. fundar.
80 | P a g e
81 | P a g e
82 | P a g e