Af bújörð bræðinnar

Page 1

Af bújörð bræðinnar Hvar á að byrja langa og leiðinlega sögu? Hvar er byrjunin? Hvar er upphafið? Ég get svo sem aldrei sagt hana öðruvísi en eins og hún snýr að mér svo ég hef hana þar sem ég kem inn í hana.

Forsagan Við Marteinn kynntumst 2006. Þá voru foreldrar hans, Gunnar og Tóta, föðurbræður, Helgi og Hrólfur, og Gunnar bróðir hans enn á Hálsi. Hólmar bróðir hans var ekki. Á þessum tíma var hann í sambandi með konu og fór með henni til Kanada. Marteini fannst ekki gott að vinna með Gunnari, hann var verklítill og gat ekki gengið til allra verka, gat t.d. alls ekki mjólkað. Marteini fannst hins vegar gott að vinna með Hólmari, hann var röskur og duglegur og Marteinn saknaði hans. Fljótlega eftir að við kynnumst sagði Marteinn mér að hann vildi deyja á þúfunni sinni. Ég vissi því að hverju ég gekk, ef ég vildi eyða ævinni með þessum manni þá myndi ég eyða henni á Hálsi. Ég gekk að því enda auðvelt val.


Árið 2010 fluttum við á Háls í nýja húsið okkar, stundum kallað Villa Nova. Illseljanlegt hús sem við höfðum bæði lagt aleiguna okkar í og skuldsett okkur talsvert. Hólmar hjálpaði til við ýmislegt í húsbyggingunni. Hann sendi síðan reikning sem við þurftum að borga því hann vildi fá (sic.) virðisaukann endurgreiddan. Svo ætlaði hann að endurgreiða launagreiðsluna. Ég sagði honum að sleppa því, hann hefði hjálpað okkur mikið og þá væri líka auðveldara fyrir okkur að biðja hann aftur. Hélt hann því greiðslunni.

Á þessum tímapunkti voru gömlu mennirnir hættir að ganga til verka og Gunnar að flytja til Akureyrar. Hólmar var hins vegar kominn til baka. Ég sagði Hólmari að Marteini fyndist gott að vinna með honum og vildi endilega vera með honum í samstarfi. Við buðum Hólmari líka að vera í hádegismat með okkur enda lagaði ég mat á hverjum degi hvort eð væri. Á þessum tímapunkti var ég atvinnulaus. Eitthvað var rætt að búið borgaði svokallaðan "mötuneytiskostnað" enda þótti á þeim tímapunkti ekki eðlilegt að við Marteinn bærum allan kostnað af matnum. Ekkert varð hins vegar úr þeim hugmyndum og þróuðust mál þannig að við bárum kostnaðinn að langmestu leyti. Verkaskiptingin var og er enn sú að Marteinn mjólkar en Hólmar gefur auk annarra verka sem þeir ganga til jöfnum höndum. Nema sáning og þresking sem Marteinn sér aðallega um. Atvinnuleysið og framkoma Vinnumálastofnunar fór ekki vel í mig og þar sem Hólmari leiddist að vera bundinn yfir gjöfinni tvisvar á dag stakk ég upp á því að ég yrði ráðin í vinnu við búið. Hólmari leist vel á það, hann vildi komast í meiri verktöku og hafa meira upp úr sér, en fullyrti að búið hefði ekki efni á því að greiða mér laun. Samt var Gunnar nýfarinn og þótt þeir tveir hefðu hækkað sig lítillega í launum var samt eftir launaafgangur. Honum fannst sem sagt fullkomlega eðlilegt að ég tæki við hluta af hans verkum launalaust svo hann gæti haft meira upp úr sér. Þetta stuðaði mig það mikið að ég ákvað að ég myndi aldrei vinna launalaust á búinu. Nema auðvitað til aðstoðar Marteini. Að öðru leyti gengur þetta allt vel framan af. Ég fer í vinnu í janúar 2013 og Marteinn tekur við eldamennsku. Hólmar heldur áfram að borða í Villa Nova og leggur stundum til nokkrar niðursuðudósir en borgar aldrei með sér. Hann er kallaður í kaffi ef bakaðar eru vöfflur eða pönnukökur og alltaf boðið ef fjölskyldan kaupir pizzu. Þetta er að sjálfsögðu okkar eigið val.


Hann er góður við strákana okkur og fellur þeim hann vel. Reyndi ég Hólmar aldrei að neinu nema góða einu og var hann umbeðinn ætíð viljugur til aðstoðar. Það eina sem mér leiddist var hversu mikill besserwizzer hann er og fullyrðir um hluti sem hann veit ekki vel skil á.

Suðurbærinn

Haustið 2013 er orðið ljóst að föðurbræðurnir, Helgi og Hrólfur, hafa fengið nóg af jarðvistinni og hyggja á brottför. Hrólfur hafði gert erfðaskrá þar sem hann arfleiðir þau systkini; Martein, Aðalbjörgu, Halldór, Gunnar og Hólmar að sínum eigum. Helgi hafði hins vegar ekki gert neina erfðaskrá. Ákveðið var að tryggja að eignarhald húss þeirra, svokallaður suðurbær, færi ekki út um víðan völl. Lögerfingjar Helga voru bræður hans og börn þess er var látinn. Leggur Hólmar til að hann fái húsið. Eitthvað var það rætt, enda ekki eðlilegt að hann fái hús upp í hendurnar, en hann fullyrti að Marteinn myndi njóta góðs af ráðstöfuninni. Skildi ég þessa ráðstöfun á þann hátt að hann flytti sjálfur í suðurhúsið og Gamli bær, húsið sem búið á, yrði notað undir ferðaþjónustu. Ég er ekki ein um þennan skilning, Marteinn og Aðalbjörg skildu þetta einnig svona. Hólmar greiddi ekki krónu fyrir húsið. Útbúið var afsal og talað um skuldabréf en það skuldabréf var aldrei útbúið. Þeir bræður þrír eignuðust Hálsbú á sínum tíma með sama hætti og Aðalbjörg og Halldór eignuðust hlutinn í Rauðá með þessum hætti.

Um voruð 2012 vorum við Marteinn svo lánsöm að eignast annan dreng. Í byrjun janúar 2013 fæ ég svo vinnu við framhaldsskóla. Ákveðum við Marteinn að hann fari í fæðingarorlof og fáum hingað, í samráði við Hólmar, hjón til að vinna við búið. Maðurinn er ráðinn og hluti af laununum er fæði og húsnæði fyrir hann og konuna. Þau voru með lítið barn en það borðaði auðvitað lítið. Þau bjuggu uppi í Gamla bæ, sem


búið á, með Hólmari en borðuðu alltaf hádegismat í Villa Nova á kostnað okkar Marteins. Búið greiddi launin.

Ættingjarnir Frá og með sumrinu 2015 hefur frændfólk þeirra bræðra komið til sumardvalar. Það eru ung hjón með fjögur börn. Með þeim voru um tíma kærasti elstu dótturinnar, hálfsystir konunnar og kærasti hennar og vinkona konunnar og kærasti hennar. Stundum kemur eldri systirin líka með sitt barn. Geta því verið allt frá 5 og upp í 13 manns þegar mest er. Hólmar hringir í mig og spyr hvort það sé ekki í lagi að fólkið borði hjá okkur. Ég segi já við því enda í góðu sumarfríi sem kennari og laga alltaf mat í hádeginu hvort sem er. Hins vegar gerði ég ekki ráð fyrir því að við Marteinn ættum að bera allan kostnað af matnum líka en það hefur reynst tilfellið. Kom það berlega í ljós þegar ég slysaðist til að leggja til að keyptar yrðu pizzur í Dalakofanum sem reyndust kosta 18 þúsund krónur ofan í hópinn og engum datt í hug að leggja í púkkið. Það er vaninn í minni fjölskyldu að fólk leggi til með sér og átti ég ekki von á neinu öðru. Marteinn hefur ekki viljað taka þetta upp því hann bendir á að þau hjálpi okkur á búinu. Það er rétt að ákveðnu leyti, þau hjálpa Hólmari miklu meira en Marteini. Hólmar hefur líka sagt það fullum fetum að þau séu vinir hans, þau komi hingað til hitta hann og hjálpa honum. Þau útvega honum líka ýmsa hluti, eins og t.d. notaðan þurrkara. Ekki búinu. Ekki okkur. Honum. Konan sagði sjálf í sumar að þau þyrftu nú að læra að mjólka svo þau gætu hjálpað Marteini líka. Vissulega hafa þau hjálpað okkur (gluggamálning og uppsetning á nýrri loftnetssnúru) en það nær engan veginn upp í hádegismat fyrir allt þetta fólk í margar vikur, því þau dvelja hér að lágmarki í þrjár vikur í senn á sumrin. Þau koma líka iðulega um páska. Alltaf er borðað hjá okkur. Stundum er líka komið í kaffi og börnin detta jafnvel í kvöldmat. Þau laga kvöldmat uppi í Gamla bæ á hverju kvöldi og okkur Marteini er ekki boðið nema í algjörum undantekningartilvikum. Hins vegar hef ég af skömm minni gert í því að senda drengina upp eftir á kvöldin í mat og frá 2016 ekki lagt út þegar þau bjóðast til að kaupa eitthvað fyrir mig í kaupstaðarferðum sínum. Þá hef ég ekki heldur boðist til að borga fyrir drengina þegar þeim er boðið með í sund á Laugum (ókeypis fyrir innansveitarbörn, þar með mín) og svo í pizzu á eftir. Geri ég ráð fyrir að Hólmar borgi fyrir mína drengi þótt ég viti það ekki. Vissulega fáum við lamba- og nautakjöt, mjólk og egg frá búinu. Allt annað borgum við Marteinn. Þessi matarútgjöld hafa verið all veruleg og munar um minna.* Þessar langdvalir og hversu heimakomin þau gera sig hefur orðið til þess að aðrir ættingjar veigra sér við að koma í heimsókn. Bæði þeirra eigin ættingjar og mín fjölskylda sem ég myndi auðvitað miklu frekar vilja fá í heimsókn. Allir sem ég tala frjálslega við vita að mér finnast þessar heimsóknir of langar og geta vottað að ég myndi aldrei eiga frumkvæði að því að bjóða lengri dvöl.

*26.03.2018 Núna er þetta víst þannig að þau voru að vinna á búinu. Undarlegt að mæta á staðinn, segjast vilja hjálpa og ætla sér svo kaup fyrir það! Hólmar sem var alltaf að láta þau vinna til að borga upp í dvölina. Þá skil ég ekki af hverju við Marteinn eigum að borga laun vinnufólks Hálsbús.


Sumardvölin Sumarið 2016 stingur Hólmar upp á að við, sem ég skil sem okkur Martein og hann sjálfan, tökum son þeirra, jafnaldra Gunnars í sveit. Ég samþykki það enda vantar drenginn minn félaga yfir sumarið. Ég skil þetta sem svo að drengurinn búi hjá Hólmari en verði í mat og eftirliti hjá mér. Hólmar fer til Reykjavíkur og kemur til baka með drenginn og næstelstu stelpuna. Ég man ekki hvort hann hringdi áður en hann lagði af stað aftur norður eða á leiðinni og sagði mér að hún kæmi með. Þetta er alla vega eina “samtalið” sem var átt við mig um komu hennar. Einhverra hluta vegna er sjálfgefið að þau búi hjá okkur Marteini þótt Hólmar hafi boðið þeim til sumardvalar og við höldum þeim uppi á öllu fæði, þvoum fötin og sinnum þeim að öllu leyti, má m.a. nefna klippingu og heilsugæsluferð. Þar til síðustu vikuna áður en foreldrarnir komu líka því ég var einfaldlega búin að fá upp kok og fjölskyldan fór í frí. Ég vinn á veturna og vinn mér inn mitt sumarfrí. Það var aldrei ætlun mín að eyða sumarfríinu mínu í að passa annarra manna börn. Hvað þá borga fyrir það líka. Hólmar er heldur ekki minn yfirmaður og ekki í hans verkahring að útdeila mér verkefnum né sjá mér fyrir þeim. Hólmar var fullkomlega sáttur við að við færum og tók við börnunum. Pabbi þeirra var líka sáttur við að við fórum í frí þegar ég sagði honum það í fyrra. Af hverju hann er ósáttur núna er ofar mínum skilningi. Hann telur það “óábyrgt” af okkur að hafa farið og “skilið börnin eftir.” Við skildum börnin að sjálfsögðu ekki eftir í reiðileysi. Hólmar var með í ráðum og fannst í góðu lagi að við tækjum okkur smá frí. Hólmar er mjög barngóður og vel treystandi fyrir börnum. Ég hef alltaf treyst honum fullkomlega fyrir mínum börnum og treysti enn þrátt fyrir þessar deilur. Ég er ekki stolt af óþoli mínu en inn í þetta spilaði að Hólmar sem aldrei hafði flutt út úr Gamla bæ svo hægt væri að nota hann til ferðaþjónustu og bjó þar frítt leigði út Suðurbæinn þetta sumar og stakk ágóðanum í eigin vasa. Svo staðan var sú að við Marteinn sáum um og héldum uppi börnunum sem hann bauð til sumardvalar og við fengum aldrei krónu með og hann var að hagnast á því sem við héldum að væru elskulegheit af okkar hálfu en reyndist svo einfaldleiki okkar. Svo komu foreldrarnir með hin börnin og allir borðuðu hádegismat hjá okkur. Aldrei sást ein einasta króna. Rétt er þó að taka fram að móðirin bauðst til að borga. Ég átti að taka saman hvað það kostaði að hafa börnin og senda reikning. Ég hef reyndar ekki gert það enn þá. Fólk sem bæði borgar og þiggur meðlag ætti að vita hvað það kostar að halda uppi börnum.


Hins vegar er þessi þáttur sögunnar aðeins hafður með til að sýna fram á þann kostnað sem Hólmar hefur skapað okkur og telur eðlilegt að við leggjum alltaf út. Ég hef það fyrir víst að þessir gestir og aðrir töldu að hann borgaði í matnum og áttuðu sig ekki á að hann var "bjóða" í mat á okkar kostnað.

26.03.02018 Núna er sagan orðin þannig að ég hringdi víst og grátbað þau um að senda börnin. Hólmar sagði mér að móðirin vildi fá staðfest að ég vissi af þessu plani og væri samþykk því. Ég man ekki hvort ég eða hún hringdi en ég man eftir samtali þess efnis að ég vissi af komu drengsins og væri sátt við að hann kæmi. Enda hef ég aldrei neitað því að ég samþykkti komu drengsins. Mér fannst það líka gott fyrir minn son. Það var í og með gert á þeirri forsendu að mér skildist að drengurinn ætti erfitt uppdráttar heima við félagslega og liði vel í sveitinni. Ég hélt einnig að ein af forsendunum fyrir komu hans væri sú að skilja þau systkinin að. Það má líka vel vera, þótt ég muni það ekki, að í þessu samtali hafi verið nefnt að stúlkan væri ósátt við að hann fengi að fara. Mér er samt fyrirmunað að skilja hvernig mér átti að vera ljóst af þeim upplýsingum að hún kæmi með. Hins vegar leit ég aldrei svo á að þetta kæmi mér eitthvað sérstaklega við því það var Hólmar sem var að bjóða í sumardvöl, ekki ég. Við hjónin stóðum alltaf í þeirri meiningu að aðeins drengurinn kæmi og að hann dveldi hjá Hólmari. Hann fengi að borða hjá okkur og ég sinnti honum að einhverju leyti á daginn og væri til staðar sem e.k. móðurímynd. Mér líkaði vel sú tilhugsun að þeir frændurnir myndu tengjast vinaböndum og vonandi eiga góðan vin í hvor öðrum í framtíðinni. Mér þykir ákaflega leitt að ræða þessi blessuðu börn á þennan hátt enda hefur þetta ekkert með þau sjálf að gera heldur framkomu og gerðir hinna fullorðnu.

Fifty-fifty Ég kvartaði við Hólmar undan því að hann væri að hagnast á húsinu á sama tíma og ég sá Martein varla því hann var alltaf í vertöku fyrir búið. Best að taka fram að launin hans hækka ekkert þótt hann vinni myrkranna á milli og sjáist ekki heima hjá sér. Þá stakk Hólmar upp á því að við myndum hækka launin hjá Marteini. Við gerðum það einn mánuð en ekki lengur því við vildum ekki að launaskuld Hólmars yrði meiri en Marteins og hann gæti sölsað undir sig stærri hlut í búinu. Vegna þessarar útleigu Hólmars sótti ég það stíft að við myndum stofna ferðaþjónustufyrirtæki utan um suðurbæinn. Hólmar var mjög tregur til og samþykkti það ekki fyrr en ég stakk upp á að Marteinn ætti það með honum en ekki ég. Þá samþykkti hann það loksins. Hann samþykkti einnig að ég yrði framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Ég talaði alltaf um að ég fengi laun og hann fengi leigu fyrir húsið sem væri sú sama og launin svo myndu þeir tveir skipta hagnaði. Hann einn fengi því 50% og við tvö 50%. Þetta samþykkti hann allt saman. Hann ætlaði sér líka að leigja út herbergi í Gamla bæ til að það væri ekki, eins og hann sagði sjálfur, pláss fyrir ættingjana.* Þegar ég spurði hann hvort Hálsbú ehf. eða Tveir bræður sf. ættu að fá leiguna þá kom á hann. Að lokum svaraði hann að réttast væri að Hálsbú fengi leiguna. Það var því alveg ljóst að hann ætlaði að stinga þeirri leigu í eigin vasa. Það varð svo ekkert úr þeirri útleigu þar sem verðandi leigutaka fannst húsnæðið ekki boðlegt. Húsnæði sem Hólmar ætlaði að gera upp.


*Hann var nefnilega orðinn dauðleiður á þessum langdvölum sjálfur þótt þau séu bestu vinir hans núna.

Fjórar nætur lágmark Ég sá um alla fyrirtækjastofnunina og sótti um öll leyfi sem til þurfti. Þá stofnaði ég og setti upp airbnb síðuna og svaraði þar öllum fyrirspurnum. Ég setti líka upp facebook síðu og auglýsti gistinguna og borgaði svokallað “boost” úr eigin vasa. Hvert einasta skref var tekið með erfiðismunum. Hólmar er eins og áður sagði gríðarlegur besserwisser og veit allt og kann allt best. Hann vildi að lágmarksdvöl gesta væri fjórar nætur og átti nóttin að kosta 40 þúsund krónur. Einhverra hluta vegna átti lengri dvöl að þýða minna slit á húsinu! Þetta gat hann aldrei rökstutt. Bara fullyrti. Við höfðum þetta svona fyrst í stað á síðunni og fyrir utan eina fyrirspurn kom engin bókun og lítið skoðað. Að lokum samþykkti hann að lágmarksdvöl væri ein nótt og kostaði ca. 22 þúsund* en honum fannst hann greinilega vera að gefa eftir og var ósáttur. En eftir þessa breytingu fóru bókanir að berast og sumarið var nánast uppbókað. *Airbnb setur fram tillögur miðað við aðrar skráningar í kringum okkur. Ég fór eftir því.

Fresta opnun Það mátti alls ekki opna fyrir bókanir fyrr en 1. júní því hann vildi setja upp aðra eldhúsinnréttingu í húsinu. Hann fékk gefins notaða eldhúsinnréttingu frá systur minni. Einhverra hluta vegna þurfti hann að bíða með þetta verkefni fram á síðustu stundu þótt hann hafi vitað frá í febrúar að húsið myndi opna 1. júní. Á þessari síðustu stundu uppgötvaðist lekur ofn og var hann farinn að skemma út frá sér. * Þá heimtaði hann að ég lokaði fyrir bókanir svo hann hefði meiri tíma. Fyrsti gesturinn átti að koma 6. júní svo ég lokaði fyrir bókanir þar til. Hann fullyrðir að ég hafi ekki lokað fyrir bókanir en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvað hann meinar með því. Ég hreinlega veit ekki hvort hann var að fara fram á að ég afbókaði fólk sem var búið að panta sér gistingu með margra mánaða fyrirvara og var á leið til landsins. Það var alla vega ekki hugtakið sem hann notaði, hann sagði “loka fyrir bókanir” og ég gerði það.

*Hólmar fékk ca. milljón út úr tryggingunum en hefur ekki enn gert við skemmdirnar mér vitanlega.


Vinnum svo illa Þessi seinagangur gerði mér líka erfitt fyrir því ég átti eftir að þvo allt húsið. Hann var mjög ósáttur við að ég kæmi ekki og þrifi á meðan hann var að vinna og saga í húsinu en ég sá ekki tilgang með slíkum tvíverknaði. Einhverra hluta vegna kallaði hann á fullorðið vinafólk sitt, bókara búsins og konu hans, til að hjálpa sér í þessum verkum. Ég veit ekki af hverju hann talaði ekki við okkur Martein, við vorum svo sannarlega til í að hjálpa. Ég get ekki ímyndað mér hver ástæðan er önnur en sú að hann telur mig ekki geta unnið og að Marteinn vinni illa eins og hann hélt fram við landbúnaðarráðunaut nýverið. Því er alla vega svo farið að þegar hann gerir þetta, og hann hefur gert þetta áður, þá teljum við að hann vilji hvorki okkar hjálp né nærveru.

Ekki launa virði Það skiptir máli að fá góðar umsagnir og góðar einkunnir á airbnb. Þá hækkar skráningin okkar í leitarniðurstöðum. Ég lagði því áherslu á að húsið væri vel þrifið. Ég var ca. tvo tíma að þrífa húsið, skipta á rúmum og þvo þvottinn fyrir hverja heimsókn. Að vísu mátti ég ekki skúra gólfið því parketið sem hann keypti var eitthvað viðkvæmt en ég moppaði í hvert skipti því mér fannst ómögulegt að láta fólk ganga í támyrjunni af hvert öðru. Honum fannst líka óþarfi að ég setti hreint á rúmin, það nægði að leggja rúmfötin á rúmið og fólk gæti vel sett á sjálft. Ítrekaði hann iðulega að þetta væri ekki hótel og fólk væri nú ekki að borga það mikið.

Undir lok júní þegar peningar voru farnir að koma inn og hægt að borga reikninga þá gerði ég að sjálfsögðu ráð fyrir því sem framkvæmdastjóri að borga honum leigu og mér laun. Þá tók hann það ekki í mál. Hann vildi enga leigu* og óþarfi að vera borga tekjuskatt, miklu betra að borga bara út arð til hans og Marteins því fjármagnstekjuskatturinn væri miklu lægri. Það er rétt, það breytir því þó ekki að ég fór út í þessa framkvæmd til að fá meiri tekjur. Það hlýtur líka að vera mitt mál ef ég vil borga meiri skatt af mínum hluta.

*6/3 2018 Hann hefur samt sent reikning núna fyrir leigu og greitt sér hann sjálfur án samþykkis stjórnar. Það heitir fjárdráttur.

"Skuldin" Þá byrjar hann að tala um að hann eigi inni peninga hjá fyrirtækinu. Það var ekki rétt. Hann endurgreiddi Marteini, inn á hans einkareikning, meira en hann átti að gera vegna stofnunar fyrirtækisins. Það átti eftir að borga meira og hann skuldaði okkur alla vega einn reikning frá Lex. Við ræddum þetta þegar þetta gerðist í febrúar og hann samþykkti skuldajöfnun. Í lok júní tekur hann þetta upp aftur og man þá ekkert það sem við ræddum. Ég fer yfir þetta og sýni honum kvittanir í netbankanum. Það skal viðurkennt að á þessum tímapunkti náði ég skuldinni ekki upp í þessa upphæð enda löngu hætt að


hugsa um þetta og búin að gleyma því.* Hann samþykkir það. Daginn eftir, 30. júní, byrjar hann aftur á þessu, að hann eigi inni peninga hjá okkur Marteini.

*Júní 2018. Núna er ég að stofna annað fyrirtæki og þarf að borga fyrir2 búsforræðisvottorð, svo þarf að borga heilbrigðiseftirlitinu og eldvarnareftirlitinu. Það er talsvert sem tínist til.

Já, það fauk í mig. Í fyrsta lagi þá skulduðum við honum ekki neitt. Í öðru lagi að maðurinn sem var búinn að borða hádegismat hjá okkur daglega í sjö ár án þess að borga krónu, maðurinn sem var búinn að láta okkur gefa vinum hans og vinum þeirra og vandamönnum að borða hádegismat vikum saman án þess að borga krónu, maðurinn sem fékk nýlegan bíl frá Helga föðurbróður þeirra án þess að borga krónu, maðurinn sem fékk hús án þess að borga krónu*, maðurinn sem bjó frítt í húsi búsins án þess að borga krónu í leigu**, maðurinn sem ég var búin að stofna fyrirtæki fyrir og var að reka og búa til peninga fyrir, maðurinn sem fannst óþarfi að ég fengi laun fyrir vinnuna mína, að þessi maður skyldi halda því fram að ég væri að snuða hann gekk alveg gjörsamlega fram af mér. Svo já, ég hringdi til baka og hvæsti á hann. Ég endurgreiddi honum líka það sem hann taldi sér vera skuldað.

* Í raun gjafagjörningur og ætti að borga skatt af sem slíkum ** Skattskyld hlunnindi sem hann borgar ekki skatt af. Hlunnindi sem Marteinn nýtur ekki.

1 - Gamli bær

Saklaus spurning Hann heldur því fram að hann hafi einungis verið að spyrja og það má vel vera að hann telji það. Hins vegar er framkoma hans þannig að hann hvorki leggur til né spyr. Hann fullyrðir og tilkynnir. Hann var svo sannarlega ekki að spyrja mig hvort hann ætti inni peninga. Hann var að tilkynna mér að svo væri. Hann lét fylgja með, hálföskrandi, að mér kæmi þetta fyrirtæki ekkert við og að ég réði ekki við að halda utan um bókhaldið. Svo skellti hann á. Já, ég hvæsti á hann en ég sagði ekkert dónalegt við hann. Hann hins vegar var dónalegur við mig. Hólmar svarar oft með skætingi en virðist alls ekki átta sig á því.


Í einfeldni minni hélt ég að þetta myndi blása yfir eins og hver önnur kergja. Staðreynd málsins er hins vegar sú að hann hefur ekki virt mig viðlits síðan. Hann svaraði fyrst í stað símtölum frá mér og SMS-um, þegar ég þráaðist við, en að öðru leyti hefur hann hunsað mig. Hann og vinir hans hafa ekki heldur komið í mat síðan og er það vissulega talsverður sparnaður. Fjölskyldan fór til Billund í sumar og vildi ég ráða einhvern til að aðstoða hann við búið og hafði samband við hann um það. Hann svarar:


Þarna kemur fram að hann vill afsökunarbeiðni frá mér. Eins og áður sagði tel ég mig hafa haft fyllstu ástæðu til að reiðast. Ég tel einnig að þessi afsökunarkrafa snúist um það eitt að beygja mig í duftið og láta mig hlýða. Ég hef auðvitað verið vön að gera það til að halda friðinn. Hins vegar brá nú svo við þegar okkur Hólmari lendir saman að Marteinn sér tækifæri til að tala um sína liðan og samskiptin við Hólmar. Marteinn er orðinn svo langþreyttur á frekjunni og yfirganginum í Hólmari að hann er með kvíðahnút í maganum þegar hann fer út á morgnana. Það þarf allt að vinnast á forsendum Hólmars og hann svarar iðulega með skætingi. Marteinn er búinn að missa alla ánægju af búinu og sér ekki aðra leið út úr sinni vanlíðan en að flytja frá Hálsi. Þetta gjörbreytir auðvitað stöðunni. Ég sé ekki ástæðu til að sleikja úr Hólmari til þess eins að halda manninum mínum í vondri stöðu og vanlíðan. Ég tel tímabært að Hólmar fari að taka á sinni framkomu sem hefur farið hríðversnandi undanfarin ár. Svo ég svara:

Þá ákveður hann að stilla mér upp við vegg og heimta dæmi. Ég skrifa niður dæmin fyrir hann í þeirri barnslegu von að hann átti sig á því að svona framkoma geti ekki gengið. (Hólmari finnst t.d. í góðu lagi að öskra á Martein fyrir framan börnin hans og tala niðrandi til hans, bæði í einrúmi og fyrir framan annað fólk.) Ástandið skánar ekkert. Fjölskyldan fer út 15. júlí og kemur aftur heim 23. júlí. Þá eru ættingjarnir mættir. Það er aðeins heilsað upp á okkur annars erum við hunsuð. Vissulega mikill léttir að þurfa hvorki að laga né borga mat fyrir allt þetta fólk en það er ekki þægilegt að finna andúðina flæða niður hólinn. Það er alveg ljóst hvaða afstöðu þau hafa tekið. Þau eru jú, vinir Hólmars. Hólmar hunsar mig algjörlega. Það er þrúgandi að vera á staðnum. Heimilinu okkar. Ég tek við að þrífa gistihúsið og sjá um það. Í fjarveru minni hafði Amelia séð um það, stúlka sem við Marteinn réðum á okkar kostnað til að hjálpa til. Línurnar sem við lögðum henni voru þær að hún myndi


hjálpa Hólmari ef hann leyfði henni það. Hann leyfði henni alveg að sjá um gistihúsið þrátt fyrir að vilja ekki ráða neinn. Yfirleitt fór ég með þvottinn yfir í mitt hús og þvoði hann þar. Einn daginn er enginn gestur í gistihúsinu svo ég þvæ þvottinn þar. Það eru bara fjórar snúrur á baðinu svo ég set á grind í stofunni. Það mátti nefnilega alls ekki setja þurrkara í húsið. Það er þungbúið og greinilega rigning í vændum. Ég tek mitt tau inn af snúrunum heima svo það lendi ekki í rigningunni. Þá sé ég að grindin er komin út. Þegar byrjar að dropa fer ég í húsið til að bjarga inn því taui sem ég þurfti að nota daginn eftir. Þá er eitt undirlakið dottið í jörðina og gras í því þar sem Halldór mágur minn hafði verið að slá í kringum húsið. Þessi langvarandi leiðindi og vanvirðingin við vinnu mína og tíma urðu til þess að ég fékk kökk í hálsinn eins og krakki og fer til Marteins og bið hann um að segja meðeiganda sínum í fyrirtækinu sem kemur mér ekki við að taka inn tauið. Marteinn gerir það og fær ekkert nema skít og skammir. Ég var búin að fá svo yfir mig nóg að ég gat ekki hugsað mér að vera þarna mínútunni lengur. Ég pakka saman sjálfri mér og börnunum til að fara suður. Marteinn kemur með okkur, hann er líka búinn að fá nóg. Meiningin með brottförinni var að anda í nokkra daga, leyfa Hólmari að sjá einum um gistihúsið því ættingjarnir ætluðu heim eftir helgina og fá svo sáttamiðlara til að ganga á milli. Ættingjarnir ákveða að framlengja fríið til að hjálpa Hólmari. Það fréttum við þegar Gunnar sonur okkar hringir í Hólmar og spyr hann hvenær krakkarnir komi heim til Reykjavíkur því hann langaði í heimsókn. Hólmar svarar: “Þegar pabbi þinn kemur aftur heim.” Ekki fjölskyldan, bara hann.

Sáttamiðlarinn Við höfum samband við sáttamiðlara. Hann talar alla vega tvisvar við Hólmar sem samþykkir við sáttamiðlarann að mæta á sáttafund með okkur Marteini 20. ágúst. Sáttamiðlarinn vill að við sendum Hólmari líka skilaboð um fundinn og hann á að svara okkur. Hólmar svarar engu. Bregð ég þá á það ráð að setja sérsniðna færslu á facebook, eitthvað á þá leið hvort líklegt sé að maður sem virði mann ekki viðlits sé að fara að sættast.

2 - Samt var ekki nógu augljóst að færslan var sérsniðin.


Enginn sér þetta nema bróðir hans og frændfólkið sem er hjá honum í von um að þau ýti á hann að svara. Viðbrögðin sem ég fékk við því voru talsvert önnur en ég hafði vonast eftir. Ég sendi sáttamiðlaranum bréf um það:

3 - Þetta er fólkið sem er "hlutlaust" og "hefur ekki tekið neina afstöðu."

4 - Ekki verið að ýta undir sættir.


5 - Ég get ekki skilið hvað fólkinu gengur til.

6 - Ég fer að tilmælum sáttamiðlarans og sendi Hólmari bréf:

Ekkert svar berst. Hann ætlar ekki að sættast heldur halda þessum leiðindum áfram. Ég þarf að mæta í vinnu á Húsavík 17. ágúst svo við snúum aftur 16. ágúst. Við erum hunsuð fyrir utan SMS sem Marteini berst. Það snýst aðallega um að skíta mig út en engu svarað um fundarboðið.


7 - Það að ég hafi þurft að þrífa þetta klósett í tvo daga með stálull er algjört smotterí. Vinkona hans var nefnilega byrjuð að þrífa það. Af hverju kláraði hún það þá ekki fyrst þetta var svona lítið mál?

Ég „reifst“ ekkert yfir þessu sjónvarpi. Ég var hins vegar ekki sátt við að hann keypti það án samráðs við mig. Núna stendur það í húsinu „hans“ og er leigt út til hans leigjenda. Ég hef aldrei gert eitthvað stórmál úr þvotti, þvottar eru eitt af fáum húsverkum sem ég hef gaman að. Hins vegar er ég ósátt við það að þurfa að þvo sama þvottinn nokkrum sinnum. Ég er líka ósátt við það að eiga að keyra á milli á mínum bíl, launalaus og auðvitað án bensínpeninga, til að þvo í minni vél með mínu þvottaefni. Það er fullt af gististöðum sem þvo í sama rými og er leigt út. Enn eitt dæmið um fullyrðingar sem enginn fótur er fyrir.




Eins og sjá má er ýmislegt að finna í þessu skeyti en ekki svar við spurningunni.


Einn daginn koma gestir í gistihúsið og Hólmar ekki heima. Ég sendi honum SMS með spurningu um hvort húsið sé tilbúið. Hann svarar ekki strax svo ég geri ráð fyrir að hann ætli að hunsa mig og sendi honum þá endurtekin skilaboð þar til hann svarar. Seinna frétti ég að honum þætti þetta mikið áreiti. Hólmar fer til Skotlands í nokkra daga í lok ágúst. Ég kem heim úr vinnu og ætla út í gistihús að þrífa þegar ég sé að vinafólk hans, bókarinn og kona hans, eru þar. Þau koma aftur næsta dag svo Marteinn fer að tala við þau. Þau segja að þau séu að hjálpa Hólmari því ég hafi sagt mig frá fyrirtækinu. Hvenær nákvæmlega ég gerði það veit ég ekki. Af hverju ætti ég líka að segja mig frá fyrirtæki sem ég sótti stíft að stofna og vil reka? Líklega er hann að oftúlka SMS frá mér þar sem ég segi að hann geti keypt Martein út úr fyrirtækinu (sem hann hefur ekki gert enn) og að hann (Hólmar) geti séð um þvottinn úr gistihúsinu. Það er alveg ljóst að þau standa með Hólmari í þessari deilu og ég set spurningarmerki við hæfi mannsins sem bókara búsins. Marteinn vill hins vegar ekkert gera í því, kallar þau vinafólk þótt þau séu greinilega talsvert meira vinafólk Hólmars en okkar.* Við Marteinn tökum engu að síður á móti gestunum þegar þeir koma þessa viku. Ég veit ekki hreinlega hvað ég átti að gera við gistihúsið á þessum tímapunkti. Ég gat ekki komið nálægt því á meðan hann var heima þar sem ég var augljóslega ekki velkomin. Hvers vegna átti ég að sinna samskiptum við fólk og halda uppi síðu í fyrirtæki sem annar eigandinn fullyrti að ég hefði sagt mig frá? Síðan var á mínu nafni og einkunnirnar voru farnar að lækka. Af hverju ætti ég að standa í því að búa til peninga fyrir hann? Ég tók því til þess ráðs að loka síðunni. Ég sá ekki fram á það að geta verið í einhverju samstarfi við hann.

*28.06.2018 Þau fóru yfir strikið þegar eiginkonan mætti með Hólmari á fund lögfræðings nýverið þegar hann var að leita ráða gegn sameigendum sínum. Það er ljóst að þessi maður getur ekki lengur verið bókari búsins.


Aðkoma systur minnar Eldri systir mín kemur í heimsókn í september og talar við Hólmar fyrir okkur. Önnur tilraun okkar til að ná einhverri lendingu. Hann segir henni að hann sé búinn að leigja út húsið frá og með næsta vori í langtímaleigu. Þegar hún spyr hvort hann hafi efni á að afsala sér helmingnum af airbnb leigutekjunum segir hann að hann fái jafnmikið svona. Hann fullyrti líka að við hefðum “tekið okkur” peninga frá búinu síðasta sumar. Væntanlega er hann þar að vísa í eins mánaða 50 þús. króna launahækkunina sem hann stakk upp á. Við höfum aldrei tekið okkur eitt eða neitt frá Hálsbúi. Þarna fáum við hjónin nóg og höfum samband við lögfræðing. Ég skal alveg viðurkenna að á þessum tímapunkti fór mig að gruna að hann hefði gert sér far um að vera á móti öllu og erfiður með allt samstarf til þess að eyðileggja fyrir gistiheimilisrekstrinum svo hann gæti


leigt húsið út sjálfur og setið einn að ágóðanum. Þess vegna vildi hann auðvitað ekki gera leigusamning við ferðaþjónustufyrirtækið um húsið. Hvað annað getur útskýrt þetta langlundargeð hans fyrir leiðindum? Honum finnst fullkomlega eðlilegt að hann fái allt upp í hendurnar, ef ekki ókeypis þá mjög ódýrt. Hins vegar virðist hann þola það mjög illa að við njótum góðs af einhverju og reynir að koma í veg fyrir það ef hann getur.

Okkar einkaframtak Í byrjun október byrjuðum við hjónin að leigja út herbergi í húsinu okkar á airbnb í heimagistingu. Vinkona Hólmars hafði líka sagt að við yrðum bara að gera eitthvað sjálf fyrst samstarfið við Hólmar gengi ekki. Stofnun gistiheimilisins snerist nefnilega um það að okkur vantar meiri tekjur. Það má nefna að við erum búin að lifa á yfirdrætti mestallt árið því við leyfðum okkur að fara með börnin í Legoland í sumar, fyrstu utanlandsferð fjölskyldunnar. Þegar við bókuðum ferðina þá vissum við ekki betur en að tekjur heimilisins væru að aukast og hagur okkar að vænkast. Að hafa ókunnugt fólk inni á heimilinu er engin óskastaða þótt þetta gangi mjög vel. Í eitt skiptið kemur gestur til Marteins í fjósið og talar við hann. Á útleiðinni hittir hann Hólmar. Hólmar segir honum að hann megi ekki vera í fjósinu án leyfis frá honum. Ef hann slasast þá geti búið orðið gjaldþrota. Hólmar veit samt fullvel að búið hefur ábyrgðartryggingu. Það höfum við hjónin líka. Þá voru gestirnir í gistihúsinu alltaf velkomnir í fjósið. Hvað getur manninum gengið til annað en að eyðileggja fyrir okkur?

Launalaust vinnufólk Nýverið kom Aðalbjörg systir þeirra í heimsókn. Hólmar sagði henni að hann hefði rekið gest frá Marteini úr fjósinu. Marteinn hafði nefnilega ekki beðið hann um leyfi. 29. okt. var hjá okkur ungt fólk sem langaði að fara í fjósið og jafnvel fá að gera eitthvað smávægilegt. Við hummuðum það fram af okkur því við þorum ekki að leyfa fólki að sjá fjósið. Við gætum rekist á hann og hann orðið brjálaður. Þetta var vandræðalegt augnablik og gestirnir skynjuðu það vel. Hólmar virðist greinilega ekki átta sig á að Marteinn á alveg jafnmikið og hann í Hálsbúi. Hólmar virðist standa í þeirri meiningu að Marteinn sé vinnumaður hjá honum og ég ókeypis matselja og ræstitæknir. Nema hvað að við borguðum með okkur.

Önnur eignaskipti Þótt Hólmar hafi “keypt” suðurbæ þá keypti hann ekki innbúið og hefði átt að skipta því. Það hefur ekki gerst. Móðir þeirra lést í fyrra og þar sem foreldrarnir voru ógiftir þá átti að skipta móðurarfinum. Hólmar tók að sér að sjá um skiptin og hélt ég að peningaskiptum væri lokið. Virðist einhver vafi leika þar á og enn eitthvað eftir. Innbússkipti hafa hins vegar ekki farið fram. Hólmar hefur yfirtekið Gamla bæ og heldur þar öllu innbúi. Hann hefur verið að deila því út eftir eigin geðþótta. Aðalbjörg hefur t.d. fengið ýmislegt


en Marteini og Gunnari hefur ekkert verið boðið. Enda er það ekki í verkahring Hólmars að bjóða eitt eða neitt, það á að skipta hlutunum. Hólmar bar í okkur lítil vatnsglös sem við höfðum lítinn áhuga á og tappatogarasett sem við báðum ekki heldur um fyrir eina rauðvínsflösku. Ég sagði Aðalbjörgu frá í spjalli að það væri sett í gamla bæ sem mér þætti fallegt. Ég var ekki að reyna að fá settið. Aðalbjörg reyndi samt að fá settið fyrir mig og tókst að ákveðnu leyti, ég fékk fjögur glös með en Hólmar hélt fimm því hann var með þau "í notkun."

Hluthafafundurinn 18. október er haldinn hluthafa- og stjórnarfundur í Hálsbúi ehf. Hólmar neitar að selja og stefnir allt í að rifta verði félaginu svo meirihlutinn fari í lögfræðikostnað. Nú þvertekur Hólmar fyrir það að hann hafi sagst vera búinn að leigja út húsið, aðeins hafi komið fyrirspurn. Þessi fullyrðing var nú samt kornið sem fyllti mælinn hjá okkur hjónum og nú kannast hann ekkert við þetta.* Hólmar fullyrti líka að Aðalbjörg og Halldór væru tilbúin í makaskipti við okkur. Aðspurð sagði Aðalbjörg að þetta væri hugmynd sem hún hefði velt upp í samtali við Hólmar. Ekki var búið að tala við Halldór og reyndist hann ekki hafa áhuga á slíkum skiptum. Samt var fullyrt. Sigmundur, lögfræðingur Gunnars kom með honum og var fundarstjóri á fundinum sem haldinn var í Gamla bæ. Þegar þeir komu til baka sagði hann si sona: “Það er ekki skemmtilegt að búa við þetta.” Þetta væri kannski í lagi ef það væri bara “ekki skemmtilegt.” Þetta er bara miklu verra. Þetta er þrúgandi og eitrað og okkur líður öllum illa. Drengjunum okkar líka og það er verst. *Þann 27. des, komu væntanlegir langtímaleigjendur að skoða. Þeir ætla að flytja inn í vor. Einmitt.

Leigutekjur af Suðurbæ Á hluthafafundinum var einnig reynt að fá Hólmar til að borga leigu fyrir Gamla bæ. Hann þverneitaði því, telur húsnæðið óíbúðarhæft. Ætlar samt að búa í því. Sagði hins vegar að leigutekjur fyrir Suðurbæ, yrðu þær einhverjar, myndu ganga til Hálsbús. Var þá ekki gengið frekar eftir leigu fyrir Gamla bæ þar sem þetta er ritað í fundargerðarbók og undirritað af honum sjálfum og öðrum fundarmönnum. 6/3 2018 Nú neitar hann þó að láta leigutekjurnar af Suðurbæ ganga til búsins. Segir að fundargerðin sé einskis virði. Þeir eru þrír eigendur að Hálsbúi ehf. og verða því allir að samþykkja sölu. Hólmar er búinn að tilkynna að hann muni ekki selja þótt hann hafi samþykkt að búið yrði verðmetið. Líklega ætlar hann að reyna að kaupa okkur sjálfur út og þá er auðvitað best fyrir hann að búið verði verðmetið sem lægst. Matsmaðurinn er ekki enn kominn svo ég sendi fyrirspurn fyrir nokkru hvort lögfræðingurinn hefði ekki rætt við hann. þá fékk ég þetta svar:


Hvernig á að taka þessu? Er hægt að treysta hlutleysi matsmannsins eftir þetta? Verði ekki komist að samkomulagi um sölu þá verða að fara fram á slit á félaginu til að við getum losnað út. Við slík slit fá lögfræðingarnir mest. Satt best að segja skil ég ekki hvað ég hef gert manninum til að verðskulda þessa ofboðslegu heift og hatur. Að það eitt að ég skyldi reiðast ósanngirni hans skuli kalla á margra mánuða fýlu og hunsun. Hann er að láta hversdagslegan árekstur í mannlegum samskiptum blása út í þau ósköp að hér þarf að bregða búi og fjögurra manna fjölskylda er að leggja á flótta frá nýbyggðu húsi. Hann sér ekkert athugavert við sína framkomu og telur sig vera fórnarlambið í þessari deilu. Fullyrðir að við séum að beita hann ofbeldi og leggja í einelti. Því miður virðist hann fullkomlega ómeðvitaður um framkomu sína. Ef hlutirnir eru ekki gerðir á hans forsendum þá eru þeir annað hvort ekki gerðir eða með fýlu og leiðindum. Hann verður að eiga hugmyndina og ráða öllu og stjórna. Búið vantaði nýja dráttarvél. Marteinn ýjaði að því og gaf það í skyn mánuðum saman svo að Hólmari "dytti það í hug." Marteinn er búinn að læra það af reynslunni að það er eina leiðin til að fá eitthvað í gegn.* Það er ekki hægt að vinna svona. Í sumar bað hann, eins og áður sagði, um dæmi. Ég sendi honum áðurnefnt bréf með dæmunum. Hann varð reiður yfir bréfinu og segir fólki að deilan hafi hafist með því, eins og ég hafi alveg upp úr þurru ákveðið að senda honum þetta bréf. Hins vegar margítrekar hann við Martein að hann hafi ekki nefnt nein dæmi um skætinginn og yfirganginn í sér. Samt er Marteinn búinn að bæta ýmsu við sem ekki kom fram í bréfinu. Það er ekki nokkur leið að eiga við þetta. Við erum búin að reyna að sættast en hann vildi það ekki. Við getum ekki gert neitt meira, boltinn er hjá honum.

Auðvitað hefur þessi deila kvisast út og við höfum heyrt ýmislegt sem á ekki við nein rök að styðjast. Við getum ekki elt ólar við öll þau ósköp. Þetta er sagan eins og við vitum og munum hana sannasta og rétta.


* 12.3 2018 Tveimur bræðrum sf. verður að sjálfsögðu lokað. Ég sagði honum það í síma nýverið að "fyrst verður að skila ársreikningi og þá er hægt að loka fyrirtækinu." Hann svarar: "Það verður að loka þessu fyrirtæki! Það er ekki hægt að gera neitt annað við það." Þótt hann hafi ekki frumkvæðið þá bara eignar hann sér það. Það verður allt að vera á hans forsendum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.