Af bújörð bræðinnar

Page 1

Af bújörð bræðinnar Hvar á að byrja langa og leiðinlega sögu? Hvar er byrjunin? Hvar er upphafið? Ég get svo sem aldrei sagt hana öðruvísi en eins og hún snýr að mér svo ég hef hana þar sem ég kem inn í hana.

Forsagan Við Marteinn kynntumst 2006. Þá voru foreldrar hans, Gunnar og Tóta, föðurbræður, Helgi og Hrólfur, og Gunnar bróðir hans enn á Hálsi. Hólmar bróðir hans var ekki. Á þessum tíma var hann í sambandi með konu og fór með henni til Kanada. Marteini fannst ekki gott að vinna með Gunnari, hann var verklítill og gat ekki gengið til allra verka, gat t.d. alls ekki mjólkað. Marteini fannst hins vegar gott að vinna með Hólmari, hann var röskur og duglegur og Marteinn saknaði hans. Fljótlega eftir að við kynnumst sagði Marteinn mér að hann vildi deyja á þúfunni sinni. Ég vissi því að hverju ég gekk, ef ég vildi eyða ævinni með þessum manni þá myndi ég eyða henni á Hálsi. Ég gekk að því enda auðvelt val.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.