Er ekki komið nóg ? 28/01/2014 Það hefur alltaf verið góður siður að sjást fyrir, en ég er ekki viss um að allir skilji merkingu þessarar setningar. Minn málskilningur segir mér að merkingin sé sú að vita áður en maður heldur af stað hvar maður ætlar að enda og hverra erinda maður endar þar. Þakka hugulsemina Árni minn en ég veit alveg nákvæmlega hverju ég er að reyna að koma til leiðar. Takk líka kærlega að gefa í skyn að ég íslenskukennarinn kunni ekki íslensku.
Það að vera partur af samfélagi er okkur öllum mikilvægt.
Árni Pétur
Já, það er nákvæmlega það sem ég og hinar aðfluttu konurnar viljum. Það er ekki upplifunin.
Samfélög eru mismunandi og ég trúi því að það sé eitthvað gott í öllum samfélögum. Lykilorðið hér er trúi. Þú veist það sem sagt ekki og/eða treystir þér ekki til að fullyrða að svo sé. Hins vegar hef ég aldrei haldið því fram að þetta sé vont samfélag og finnst það barnalegur málflutningur að stilla þessu svona upp.
Nú hef ég búið og verið þátttakandi í þó nokkrum samfélögum á Íslandi og upplifað mikinn mun. Mín upplifun hefur m.a. verið að eftir því sem samfélagið er minna því virkari er samfélagsþátttaka íbúanna enda skiptast samfélagsleg verkefni á færri hendur.
Hvernig var upplifun þín af því að vera aðfluttur í hinum samfélögunum? Af hverju fluttirðu aftur heim? Er auðveldara að komast í góða vinnu og til áhrifa heima?