Nóg af hverju?

Page 1

Er ekki komið nóg ? 28/01/2014 Það hefur alltaf verið góður siður að sjást fyrir, en ég er ekki viss um að allir skilji merkingu þessarar setningar. Minn málskilningur segir mér að merkingin sé sú að vita áður en maður heldur af stað hvar maður ætlar að enda og hverra erinda maður endar þar. Þakka hugulsemina Árni minn en ég veit alveg nákvæmlega hverju ég er að reyna að koma til leiðar. Takk líka kærlega að gefa í skyn að ég íslenskukennarinn kunni ekki íslensku.

Það að vera partur af samfélagi er okkur öllum mikilvægt.

Árni Pétur

Já, það er nákvæmlega það sem ég og hinar aðfluttu konurnar viljum. Það er ekki upplifunin.

Samfélög eru mismunandi og ég trúi því að það sé eitthvað gott í öllum samfélögum. Lykilorðið hér er trúi. Þú veist það sem sagt ekki og/eða treystir þér ekki til að fullyrða að svo sé. Hins vegar hef ég aldrei haldið því fram að þetta sé vont samfélag og finnst það barnalegur málflutningur að stilla þessu svona upp.

Nú hef ég búið og verið þátttakandi í þó nokkrum samfélögum á Íslandi og upplifað mikinn mun. Mín upplifun hefur m.a. verið að eftir því sem samfélagið er minna því virkari er samfélagsþátttaka íbúanna enda skiptast samfélagsleg verkefni á færri hendur.

Hvernig var upplifun þín af því að vera aðfluttur í hinum samfélögunum? Af hverju fluttirðu aftur heim? Er auðveldara að komast í góða vinnu og til áhrifa heima?


Niðurrif er alltaf einfaldara en uppbygging, þú ert fljótari að rífa niður hús en að byggja það og það er líka svo mikið einfaldara og krefst minni sérþekkingar að brjóta niður hús heldur en að byggja þau. En sennilega taka allavega jafnmargir ef ekki fleiri eftir þeim sem brjóta hús en þeim sem þau byggja.

Að líkja réttmætri gagnrýni við niðurrif er andstyggilegur málflutningur og til þess eins fallinn að þagga niður í gagnrýnisröddum. Af hverju er ekki hægt að taka gagnrýninni á málefnalegan hátt og svara fyrir hana?

Ég skal viðurkenna það að mér finnst sárt að sjá það samfélag sem ég bý í og er þátttakandi í troðið ofan í svaðið, það að lesa það ítrekað á samfélagsmiðlum að eitthvað mikið sé að í okkar ágæta samfélagi finnst mér ekki réttmætt og vont að þurfa að sitja undir. Ég trúi því að ég búi í góðu samfélagi og það er að hluta til ástæða þess að ég kýs að búa hér. Lítil samfélög hafa bæði kosti og galla, ég trúi því að kostirnir séu fleiri en gallarnir. Ég upplifi okkar samfélag þannig að allir eru fljótir að rétta hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á, hér hefur fólk samkennd hvert með öðru og hjálpast að. Það er gott að þú skulir upplifa það. Við upplifum það ekki öll.

Auðvitað er okkar samfélag ekki fullkomið frekar en önnur og fólki getur orðið á í ýmsu án þess að þar liggi einhverjar annarlegar hvatir að baki. Við eigum dómsstóla til þess að leggja mál í dóm ef okkur finnst á okkur brotið, við þurfum ekki endilega að vera sátt við eða sammála þeim dómum sem falla en við verðum að hlíta þeim.

Já, og dómstólar eru búnir að dæma að embættisfærslur séu ekki í lagi en það er samt ekki brugðist við því. „Leitaðu til dómstólana ef þú ert ósátt/ur. Við gerum auðvitað ekkert með það.“

Ég trúi því að hjá sveitarfélaginu starfi gott fólk sem leysir sín verkefni af samviskusemi og kostgæfni. Það er erfitt fyrir starfsmenn sveitarfélagsins að sitja undir því hafa ekki unnið sín störf vel og látið að því liggja að það séu fjölskyldu- og vinatengsl sem ráði för í ákvörðunartöku. Hvað vinna aftur margar frænkur þínar hjá skólanum? Skólastjórinn og ...? Og hvernig var það; sóttir þú um afleysingastöðuna 2009-2010 eða varst þú kannski sóttur?


Eða þá að á einstökum vinnustöðum vinni bara vont fólk sem ekki kann framkomu né mannasiði enda partur af einhverjum ættarveldum. Ég hef aldrei haldið því fram að í Hafralækjarskóla vinni „bara vont fólk sem kann ekki framkomu né mannasiði“. Ég frábið mér svona málflutning. Ég nefndi ekki nöfnin, mikið rétt, ég hélt ég væri að taka tillit. Auk þess vita fyrrum starfsfélagar mínir fullvel hvernig komið var fram við mig (og hin tvö) og hver var þar í fararbroddi. Ég trúi því ekki að fyrrum starfsfélagar mínir hafi tekið þessa gagnrýni til sín. Þeir vita mun betur.

Þetta er rógburður og dylgjur.

Það er líka rógburður og dylgjur að halda því fram að fólk sem hefur aldrei fengið neina formlega áminningu sé vanhæft eftir að það hefur verið gengið fram hjá því eða það látið fara.

Gagnrýni á alltaf rétt á sér, en það er ekki sama hvernig hún er sett fram. Ef eitthvað er í raun og veru að, þá eiga þau mál að fara réttar leiðir en ekki í gegnum fjölmiðla enda gerir sú leið ekki annað en að gera okkar ágæta samfélag tortryggilegt og valda íbúum þess hugarangi og sárinum. Það var búið að fara í gegnum ráðuneytið og dóm og Þingeyjarsveit tapaði. Það var bara ekki tekið til greina. Það væri rosalega gott ef þú myndir átta þig á hvað þú ert að segja.

Stjórnsýsla sveitarfélaga er þannig uppsett að efsta vald sveitafélags er sveitarstjórn, sem gerir það að verkum að vald hvers sveitarstjórnarfulltrúa er mikið. Þú ert að grínast?

Það má segja að hver sveitarstjórnarfulltrúi hafi 1/7 vald í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfulltrúar eiga rétt og í raun og veru skyldu samkvæmt lögum að leggja fram tillögur til þess að bæta það sem þeir telja miður í stjórnsýslunni. Ég veit ekki til þess að nein tillaga hafi komið fram á þessu kjörtímabili um einhverskonar betrumbót á stjórnsýslu sveitarfélagsins.


Það þarf ekki að setja nýjar reglur, það þarf bara að fara eftir þeim. Þingeyjarsveit tapaði málinu af því það var ekki farið eftir lögum og reglum.

Það að gera ráðningar tortryggilegar er í raun einfalt. Þegar umsækjendur eru fleiri heldur en stöðurnar sem í boði eru þá situr einhver eftir með sárt ennið og þá er svo auðvelt að sá fræjum tortryggni ,,þessi fékk örugglega bara vinnuna vegna þess að hann þekkir þennan”. Það er alltaf svo að einhver rökstuðningur liggur fyrir því hverjir fá stöður og hverjum er hafnað. Það eru hinsvegar upplýsingar sem eiga ekkert erindi fyrir almannasjónir, það eru upplýsingar sem gildir trúnaður um á milli atvinnurekenda og umsækjenda. Ef umsækjendur telja á sér brotið þá eiga þeir þann sjálfsagða rétt að leita réttar síns og leggja mál sitt í dóm.

Aftur og enn: Málið fór í dóm. Stefnandinn vann það. Rökstuðningurinn var ekki boðlegur.

Facebook og aðrir samfélagsmiðlar eru dásamleg tæki. Þessir miðlar gera okkur kleift að halda sambandi við fólk sem við alla jafna myndum ekki halda sambandi við, fylgjast með vinum og ættingum og deila með öðrum því sem okkur langar til að deila. En mér finnst oft margir ekki leggja nógu mikla hugsun í hvað þeir láta frá sér, átta sig ekki á að þegar þeir “like-a” á greinar og fréttir sem fjalla á neikvæðan hátt um fólk þá eru þeir að særa einhvern. Ég vona að allir þessir 300 sem „lækuðu“ þessa grein taki þetta til sín.

Svo ég tali nú ekki um þegar fólk kemur með athugasemdir (comment) á slík mál án þess að geta mögulega vitað alla málavöxtu eða gert sér raunsanna mynd af málinu. Hafa bara eina hlið. Þú gerir þér grein fyrir að ég er að reyna að kynna „hina hliðina“, andstætt þessari opinberu einu, hlið valdhafanna?

Verum góð hvert við annað.

Nema þá sem dirfast að gagnrýna.


Njótum þess að búa saman í góðu samfélagi. Árni Pétur Hilmarsson Sveitarstjórnarfulltrúi Aðstoðarskólastjóri við Þingeyjarskóla Íbúi í Þingeyjarsveit.

En það er nú gott að bónorðsbréfi þínu til Samstöðu var vel tekið og þú kominn á listann hjá þeim. Til hamingju með það og vonandi reynistu þeim jafngóður félagi og Framtíðarlistanum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.