GRILLARINN GRILLAR Ekkert kemst undan grillinu hjá Hinna HROSSA-FILLET MEÐ DIJON OG KRYDDJURTAHJÚP
1 grein ferskt rósmarín 50 g brauðrasp safi úr 1 límónu 2 hvítlauksgeirar
fyrir 4
Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson
800 g af vel snyrtu hrossa-fillet 3 msk. af jómfrúarolíu 30 g af góðu dijon-sinnepi salt og pipar eftir smekk
Í þessum þætti er ætlunin að kynna sem flestar tegundir af kjöti sem gaman er að grilla. Ég mæli eindregið með því þegar fólk er að grilla að notaður sé hitamælir. Þeir eru til í mörgum mismunandi útgáfum, til að stinga beint í kjötið og þráðlausir hitamælar. Mestu skiptir þó að þeir virki og þú kunnir að lesa á þá. Kjöt heldur áfram að hitna eftir að það er tekið af grillinu allt frá 2°C og upp í 25°C en það fer eftir því hversu stórt kjötstykkið er og á hvaða hita það er grillað. Endilega fjárfestið í einum slíkum, hann á eftir að borga
sig margfalt þegar þið leggið alltaf fullkomlega eldaða steik á borðið í sumar. Margir eru hræddir við að grilla hross. Persónulega finnst mér þessi steik oftar betri en nautakjöt og í öllum tilvikum er hrossið ódýrara en nautið. Ég mæli eindregið með því að fólk leggi sér þetta yndislega kjöt til munns. Eina sem skal hafa í huga er að ofgrilla það alls ekki því þá á það til að gefa frá sér yfirgnæfandi „járnbragð“.
Gott er að taka kjötið út 3-4 tímum áður en á að grilla það til að ná mesta kuldahrollinum úr því. Tíu mínútum áður en farið er með það út á grillið er kjötið saltað vel og því makað upp úr ólífuolíunni en geymið piparinn þar til seinna. Setjið sinnepið á ásamt kryddjurtahjúpnum. Hitið grillið í minnst 280-300°C og setjið steikina á grillið, snúið við eftir 4 mín. Þegar þarna er komið við sögu er best að skipta yfir í óbeina eldun sem er þannig að kveikt er á brennara sem er ekki beint undir kjötinu og hitinn helst í 140°C; ef þú ert einungis með einn brennara er best að setja kjötrekka undir kjötið til að lyfta því sem hæst frá grillgrindinni. Síðan er hitamæli komið fyrir í kjötinu og viljum við ná kjarnhita upp í 49°C. Gott er að snúa kjötinu á 10-15 mín. fresti þar til réttum kjarnhita er náð. Langbest er að nota kjarnhitamæli í stað þess að reyna að áætla hversu hár hiti er kominn í kjötið. Þegar kjötið hefur náð 49°C er það tekið af og því leyft að hvíla í minnst 15 mín. með viskustykki ofan á sér en ekki álpappír því þá soðnar kjötið bara. Að endingu er kjötið bragðbætt með pipar og það sneitt niður. KRYDDJURTAHJÚPUR: hnefafylli fersk basilíka hnefafylli ferskt tímían
Setjið allt í matvinnsluvél og látið hana ganga þar til allt er vel samlagað.
GRILLAÐAR TÍGRISRÆKJUR MEÐ RAUÐU PESTÓI OG SUMARSALATI 900 g tígrisrækjur 1 hvítlauksgeiri, smátt skorinn ½ hnefafylli graslaukur, saxaður salt og pipar 2 msk. olía safi úr 1 sítrónu 1 krukka rautt pestó Hitið grillið vel. Blandið hvítlauk, graslauk, olíu, sítrónusafa og kryddi saman. Þerrið rækjurnar og setjið þær út í marineringuna og svo á grillið. Þeim er snúið við bara einu sinni og þær eru tilbúnar þegar þær eru orðnar fagurbleikar. Þegar rækjurnar koma af grillinu er best að setja þær beint í rauða pestóið og velta þeim smávegis um þar og hella þeim síðast, ásamt pestóinu, yfir sumarsalatið ykkar. SALAT: Allt það sumarlegasta sem þið finnið. Endilega prófið ykkur áfram með því að nota framandi ávexti í svona sumarsalat.