Gestgjafinn 11.tbl.2016

Page 1

G e s t g j a f i n n

matur og vín

11. tbl. 2016, verð 2.295 kr.m.vsk.

1 1 . t b l . 2 0 1 6

asísk salöt öðruvísi brauðréttir Sýrt grænmeti Einfaldlega beikon

veisla við njálsgötu ●

asísk salöt brauðréttir beikon sætar bökur súrsað grænmeti

sætar bökur

● ●

Litlir bitar í boðið

upplifðu

San Francisco 5 690691 160005

klúbbablað




ritstjóraspjall Ritstjóri:

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, hanna@birtingur.is, Ritstjórn: Kristín Dröfn Einarsdóttir, kristindrofn@birtingur.is, Ólöf Jakobína Ernudóttir, olof@birtingur.is, Helga Sif Guðmundsdóttir, helgasif@birtingur.is Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, gudrunyr@birtingur.is Auglýsingar:

auglysingar@birtingur.is sími 515 5500 Áskriftarsími 515-5555 Ritstjórnarsími 515-5535 Netfang gestgjafinn@birtingur.is

Rómantísk árstíðaskipti September er tími árstíðaskipta, allt breytist. Börnin fara í skólann, ferðamönnum fer fækkandi og við tökum eftir því að sólin kemur örlítið seinna upp á morgnana. Þetta er haustið. En þessi árstíð er í uppáhaldi hjá mörgum og kannski ekki að furða því hún er falleg, brúnir, gulir og rauðir litir skreyta landið og í myrkrinu og kuldanum sem læðist yfir er gott að ylja sér undir teppi við kertaljós. Við fáum líka nýupptekið og brakandi ferskt grænmeti og nýslátrað kjöt, sem sagt veisla fyrir sælkera. Hægt er nýta uppskeruna á mismunandi hátt, eins og að snöggsjóða grænmetið og frysta en svo er líka mjög spennandi að súrsa það. Við gerðum einmitt þátt í blaðinu þar sem við vorum í „súrsunarstuði“ og prófuðum til að mynda að súrsa rófur og radísur sem kom sérlega vel út. Á haustin fer rútínan í gang með tilheyrandi umstangi og látum. Margir eru í einhverskonar félagsskap og þar ber helst að nefna saumaklúbba sem ég held að séu séríslenskt fyrirbæri en svo eru líka margir í matarklúbbum, spilaklúbbum og bókaklúbbum. Eitt er sameiginlegt í þessum félagsskap en það er að þar er nær undantekningalaust borðað. Veitingarnar hafa verið háðar tískusveiflum og ég man t.d. þegar ég var að alast upp á 8. áratugnum þá var mamma með kökur og brauðtertur og svo komu heitu brauðréttirnir með aspas, skinku og bræddum osti. Léttari veitingar, eins og salöt og súpur, hafa verið vinsæll kostur undanfarin ár. Við ákváðum því að prófa eitthvað nýtt og gerðum öðruvísi brauðrétti, litla lekkera matarbita, bökur og fljótleg salöt með asísku ívafi. Við reyndum að hafa uppskriftirnar í þessu blaði einfaldar, þar sem allir eru á þönum, en samt spennandi og nýstárlegar. Eitt er víst að við hlökkum til haustsins og tarnarinnar fram undan sem felst í að fylla næstu blöð af áhugaverðum uppskriftum og fróðleik.

B I RT Í N G U R útgáfufélag

Lyngási 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

Útgefandi:

Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri:

Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri:

Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar:

Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar:

Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri:

Halldór Rúnarsson Auglýsingastjórar:

Þórdís Una Gunnarsdóttir og Ásthildur Sigurgeirsdóttir

Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@ birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja.

Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

U

ritstjóri 141

776

PRENTGRIPUR

G e st Gj a f i n n

matur og vín

klúbbablað

11. tbl. 2016, verð 2.295 kr.m.vsk.

11. tbl. 2016

asísk salöt öðruvísi brauðréttir súrt grænmeti einfaldlega beikon

veisla við njálsgötu ●

asísk salöt brauðréttir beikon sætar bökur súrsað Grænmeti ●

4

Gestgjafinn

Dominique Plédel Jónsson blaðamaður

Helga Sif Guðmundsdóttir blaðamaður ttir Kristín Dröfn Einarsdó blaðamaður

Ólöf Jakobína Ernudóttir stílisti

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir blaðamaður

sætar bökur

litlir bitar í boðið upplifðu

san francisco 5 690691 160005

Forsíðurétturinn er á bls. 94.


Kæliskápar með nýrri tækni - ferskari matvæli og minni matarsóun.

Með nýrri tækni sem kallast HyperFresh heldur kæliskápurinn ávöxtum, grænmeti og nýjum kjötvörum ferskum allt að tvisvar til þrisvar sinnum lengur. Matarsóun minnkar, peningar sparast og umhverfisvitund eykst. Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði.


efnisyfirlit

16 4 Ritstjóraspjall

22

30

58 San Francisco – ferðagrein Matur og menning í San Francisco.

8 Mál og vog 10 Hvað er dim sum? 12 Gott og gagnlegt

66 Rýnin Gestgjafinn kíkti í heimsókn í Fiskfélagið.

68 Helgarpasta Við höldum áfram að gefa uppskriftir að

14 Litlir bitar

notalegum pastaréttum, að þessu sinni með

Við gefum uppskriftir að nokkrum smáréttum og

rækjum í sterkri sósu.

sóttum innblástur í hina klassísku brauðsnittu.

22 Nýstárlegir brauðréttir

70 Búðaráp Haustlitir.

Það er engin spurning að brauðréttir eru alltaf með því vinsælasta á veisluborðinu. Hér eru á ferðinni

74 Veisla

spennandi uppskriftir.

Sjávarréttaveisla hjá smekkfólki í miðbænum.

30 Bökur

84 Lífsstíllinn

Sætar og smart bökur í klúbbinn.

Hér er hollustan í fyrirrúmi.

38 Sett í krukku

88 Árstíðir

Það er ýmislegt gott sem hægt er að gera við

Dominique fjallar um mjólk og mjólkuriðnað.

grænmetisuppskeruna og eitt af því er að sýra og setja í búrið fyrir veturinn.

90 Vínsíður Fróðleikur um vín.

42 Sunnudagsbakstur Notalegur sunnudagsbakstur fyrir sælkera.

96 Hönnun Umfjöllun um hin klassísku Scandia-hnífapör eftir

44 Fljótleg asísk salöt Skemmtileg salöt með asísku ívafi.

52 Einfaldlega ... beikon

6

Gestgjafinn

finnska hönnuðinn Kaj Franck.

68


Fögur er hlíðin sagði Gunnar forðum. Teigur er stórbýli í Fljótshlíð. Þar býr Arna Dögg í félagsbúi með sauðfé og kýr. SS sækir úrvals afurðir til Örnu Daggar í íslenska sveit og skilar þeim tilbúnum alla leið til neytenda. Arna Dögg er einn 900 bænda sem eiga SS.

ÁRNASYNIR

ÍSLENSKA SVEITIN OG SS


Mál og vog: Ameríkanar nota jafnan bolla og skeiðar til að mæla vökva og efni í föstu formi. Ef þið viljið frekar vigta geta þessar tölur hjálpað. 1 bolli smjör eða sykur = 8 únsur = 16 msk. = u.þ.b. 250 g 1 bolli hveiti = u.þ.b. 125 g 1 bolli flórsykur = 5 únsur = u.þ.b. 150 g 1 dl = 100 ml = tæplega 7 msk. 1 msk. = 15 ml 1 tsk. = 5 ml

Vog: 1 pund (lb) = 454 g = 16 únsur (oz)

1 únsa (oz) = 28,35 g

Amerískar mælieiningar: 1 bolli = 2,4 dl 1 pint, vökvi = 4,7 dl 1 pint, þurrefni = 5,5 dl

Hér er uppskrift að dásamlega einfaldri og góðri súkkulaðimús þar sem sykrinum er haldið í lágmarki. Tilvalin sem eftirréttur í klúbbinn.

Enskar mælieiningar: 1 bolli = 2,5 dl

Ofnhiti: Hægt er að reikna út ofnhita með eftirfarandi formúlum en hér er einnig tafla sem auðveldara er að fara eftir. Athugið að ofnar misjafnir og nauðsynlegt er að læra á hitann í hverjum ofni fyrir sig.

Þegar eldað eða bakað er í ofni með blæstri er ráðlegt að lækka hitann um 15-20°C miðað við uppgefinn hita í venjulegum ofni. (Ofnhiti í uppskriftum í Gestgjafanum er miðaður við ofn án blásturs.)

Að breyta Fahrenheit í Celcíus: Dragið 32 frá uppgefnu hitastigi á Fahrenheit, margfaldið þá tölu með 5 og deilið í með 9.

Að breyta Celcíus í Fahrenheit:

Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Margfaldið uppgefið hitastig á Celcíus með 9, deilið í þá tölu með 5 og bætið 32 við.

Einföld súkkulaðimús Fyrir 6

200 g dökkt súkkulaði

stífþeyttu eggjahvíturnar og svo koll af kolli þar

2 msk. bragðlítil olía

til allt er vel blandað saman, loftið og léttleikinn

6 egg, aðskilin

á að haldast í eggjahvítunum. Skerið jarðarberin

salt á hnífsoddi

fremur smátt niður og setjið í botninn á skálum,

2 öskjur jarðarber

glösum eða bollum, gott er að taka nokkur frá til skrauts. Hellið súkkulaðimúsinni ofan á

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði ásamt olíu

jarðarberin og kælið í u.þ.b. 6-8 klst. Skreytið

og setjið til hliðar. Stífþeytið eggjahvítur

súkkulaðimúsina með jarðarberjum áður en

með salti. Setjið eggjarauður saman við

hún er borin fram. Hægt er að nota bláber,

súkkulaðið og blandið vel saman. Bætið ⅓

hindber eða brómber í þennan rétt.

af súkkulaðiblöndunni varlega saman við

8

Gestgjafinn

Celcíus Fahrenheit Gas 110°C 225 1/4 130°C 250 1/2 140°C 275 1 150°C 300 2 170°C 325 3 180°C 350 4 190°C 375 5 200°C 400 6 220°C 425 7 230°C 455 8 Hér eru tvær góðar vefsíður þar sem boðið er upp á að umbreyta mælieiningum: www.onlineconversion.com/cooking og www.convert-me.com/en/convert/cooking

Magn veitinga Matur: Reiknað er með 200-250 g af beinlausu kjöti eða fiski á mann. Reiknað er með 350-450 g af kjöti með beini á mann. Meðlæti: Reiknað er með 150 g af grænmeti og 150 g af kartöflum eða hrísgrjónum á mann. Hægt er að reikna með 1/2-3/4 dl af ósoðnum grjónum á mann (40-50 g á mann).

Kaffiboð: Reiknað er með 3 kökusneiðum á mann – 1 terta er u.þ.b. 10-12 sneiðar. Af brauðmeti er reiknað með 2-3 snittum eða 2-3 brauðtertusneiðum á mann.


Nýtt stell í Höllinni – Nordic Coal frá Broste

Reykjavík Bíldshöfða 20

Akureyri Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


HAUS

Nokkur mikilvæg

dim sum-atriði Deildu Skemmtilegast er að fara með mörgum að borða dim sum því þá er hægt að deila með öðrum og prófa marga rétti. Algengt er að bornir séu fram 3-4 bitar í hverjum skammti.

Hvað er dim sum?

D

im sum eru litlir kínverskir smáréttir, oft litlar bollur eða bögglar úr hrísgrjónadeigi eða pasta með smátt skornu kjöti, rækjum, kjúklingi, grænmeti, sjávarfangi, kryddjurtum og hnetum. Þessir bögglar eru oft gufusoðnir í bambuskörfu eða djúpsteiktir og með þeim eru bornar fram fjölbreyttar asískar sósur, bæði sterkar, saltar og sætar. Þar sem dim sum eru litlir bitar eru oft margar mismunandi tegundir bornar fram í einu og því er sérlega skemmtilegt að borða dim sum í félagsskap með öðrum. Þessi hefð á rætur sínar að rekja langt aftur í tímann, eða til Sung-tímabilsins (960-1279), og er talin hafa byrjað í Kantóníuhéraði. Þá voru lítil tehús við vegi og stíga þar sem hægt var að hvíla lúin bein, fá sér te og litla bita með; óneitanlega minnir þetta svolítið á tapas-hefðina frá Spáni. Algengt er að kínverskar fjölskyldur hittist snemma í hádeginu um helgar og snæði saman dim sum en orðið þýðir lítill kjarni eða lítið hjarta. Dim sum er mikið borðað í Suður-Kína og í Hong Kong en þar er hægt að fá dim sum „take-away“ víða. Matsölustaðir sem bjóða upp á dim sum eru vinsælir en oft eru þessir staðir mjög stórir með hringborðum og þar er þjónustan þannig að þjónar keyra um salinn með vagna með matnum, gestir benda svo á það sem þeir vilja og svo kemur næsti vagn með öðrum réttum. Á Vesturlöndum er dim sum borið fram á hefðbundnari hátt þ.e.a.s. pantað er eftir matseðli en nauðsynlegt er að fá sér a.m.k. 3-4 rétti. Ég hef einu sinni fundið dim sum-stað á Vesturlöndum þar sem vagnar voru notaðir en það var í Kínahverfinu í Boston í gömlu leikhúsi. Það var upplifun en ekki besti dim summaturinn sem ég hef fengið. Oft er nefnilega búið að útfæra dim sum upp á vestrænan máta með fjölbreyttara kryddi og hugmyndaríkum útfærslum.

Pantaðu te Hefðinni samkvæmt á að drekka te með dim sum og flestir kínverskir matsölustaðir bjóða upp á nokkrar gerðir. Ef te er pantað kemur það í tekatli, ekki hella strax, leyfðu vatninu að taka í sig bragðið af telaufunum. Þegar teið er búið snúðu þá lokinu við ef þú vilt meira! Borðaðu með prjónum Kínverjar borða dim sum með prjónum og það er gaman að borða með þeim, það eykur stemninguna. Pantaðu Vertu óhrædd/ur við að panta, láttu þjóninn hjálpa þér og bentu á næstu borð. Stundum er hægt að fá sýnishorn af einum bita. Hrísgrjón Oft eru pöntuð hrísgrjón með dim sum til að fylla máltíðina. Kínverjar fá sér yfirleitt hvít hrísgrjón en steikt hrísgrjón eru líka oft lostæti á góðum kínverskum stöðum. Mættu snemma Margir kínverskir staðir taka ekki við borðapöntunum heldur þarf að mæta snemma og fara í röð, sem oftast gengur nokkuð hratt. Kynntu þér bestu staðina Í flestum veitingastaðabókum er bent á gott dim sum í hverri borg!

Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnardóttir

Tveir góðir í London: Ping Pong er keðja af veitingastöðum sem sérhæfa sig í dim sum. Staðurinn eða staðirnir eru einfaldir og matseðillinn er merkispjald þar sem gestir krossa við réttina sem þeir vilja og afhenda svo þjóni. Dim sum-réttirnir eru nýstárlegri heldur en hefðin segir til um en þeir eru samt mjög góðir. Hægt er að fá skemmtilega drykki og te sem borið er fram í glasi, t.d. jasmínblómið sem springur út. pingpongdimsum.com Golden Dragons Chinatown er með klassískt dim sum ásamt ýmsum öðrum kínverskum réttum. Hér skiptir máli að mæta snemma um helgar helst fyrir 12 til að fá borð. Staðurinn er með einn besta „old school“ dim summatseðil í London, mælt er með honum í mörgum veitingastaðabókum og sést það við innganginn. Staðurinn var allur endurgerður fyrir nokkrum árum í nákvæmlega sömu mynd og áður svo hann er trúr uppruna sínum. goldendragonlondon.com

10

Gestgjafinn


HEILNÆMT OG NÁTTÚRULEGT

LJÓMANDI GOTT Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem vilja gera vel við sig. Líttu í kringum þig í næstu verslun. Þú kemur eflaust auga á eitthvað ljómandi gott.

heilsa.is

solgaeti.is


Gott og gagnlegt

Veljið aðeins unga

Á Íslandi vaxa þúsundir villtra sveppa en einungis 10-20 tegundir er hægt að nýta til matar. Allir íslenskir matsveppir eru hattsveppir. Lögun sveppahattsins getur verið mismunandi t.d. hvelfdur, flatur eða kúlulaga. Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir og Kristín Dröfn Einarsdóttir Teikningar og myndir: Linda Guðlaugsdóttir

sveppi en aldur þekkist á stinnleikanum.

Lerkisveppur er mjög góður

Á höfuðborgarsvæðinu er helst

Helsti sveppatíminn er í ágúst

Sveppir vaxa best í votviðri en

og fram í september eða

illa í kulda og þurrki og það

að finna sveppi í Heiðmörk og í

þangað til frysta tekur.

tekur þá einungis í kringum

kringum Rauðavatn.

viku að vaxa. Furusveppur er algengasti

Ef maðkur finnst í sveppum á að henda þeim strax. Það sést

Þurrkaða sveppi má setja beint

sveppurinn í Heiðmörk, hann

best með því að skera sveppinn

í súpur og pottrétti en ef það á

hefur súkkulaðibrúnan kúlulaga

í tvennt.

að steikja þá verður að leggja

hatt sem upplitast með

þá í bleyti áður.

tímanum.

12

Gestgjafinn

matsveppur. Hatturinn er gulbrúnn og mjög slímugur í raka en annars þurr. Stafurinn er frekar stuttur. Sveppurinn fylgir lerkitrjám.


Hvernig er best að

geyma sveppi?

Hattur Kragi

Sveppir eru viðkvæmir og geymast illa, óráðlegt er að geyma ferska sveppi lengur en í sólarhring eftir að þeir eru tíndir. Algengasta geymsluaðferðin er að frysta þá en einnig er hægt að þurrka þá og salta.

Pípur

Ef frysta á sveppina skal hreinsa þá vel og skera í bita. Hita bitana á vægum hita á pönnu og láta þá svo kólna. Að því loknu skal setja þá í

Stilkur

ílát og í frysti. Við þurrkun er best að sneiða þá og dreifa á grind eða grisju. Einnig eru fáanlegir þurrkofnar. Sveppirnir eru orðnir nógu þurrir ef þeir eru harðir og stökkir þá eru þeir tilbúnir til geymslu.

Kúalubbi er ýmist ljósgrábrúnn eða dökkbrúnn. Holdið er hvítt og þétt á ungum sveppum en svampkennt á þeim eldri. Kúalubba er hægt að finna nálægt birkitrjám og fjalldrapa.

Fanir

Algengustu matsveppirnir á Íslandi Gott er að skera

eru furusveppur, kúalubbi

neðsta hlutann af

og lerkisveppur.

stafnum burt. Hreinsa allt lauf og óhreinindi af um Nota skal körfu við sveppatínslu,

leið ásamt skemmdum ef þær er að finna.

þannig helst rétt rakastig á sveppunum.

13


Gott og gagnlegt Gerum lista! Hver elskar ekki að gera lista? Stundum þegar stressið er mikið og lífið að buga okkur er einföld og áhrifarík lausn að gera lista. Þetta þekkja margir. Innkaupalistar eru órjúfanlegur hluti af heimilisrekstri en hver kannast ekki við að vera komin í búðina og uppgötva að tossalistinn hangir enn þá á ísskápnum? Það er nú ekkert endilega að gera mikið fyrir geðið eftir langan dag í vinnunni! Snjallsímar eru orðnir stór hluti af tilveru okkar og þrátt fyrir að sumum þyki nóg um hafa þeir óneitanlega einfaldað okkur lífið til mikilla muna. Það er til nokkurs að vinna að skipuleggja matarinnkaup vel og vandlega. Gott skipulag sparar bæði peninga og ergelsi. Nú má nálgast fjölmörg smáforrit þar sem hægt er að útbúa innkaupalista fyrir matvörubúðina, deila þeim með

fjölskyldumeðlimum sem geta þá bætt við og tekið út af listanum eftir þörfum. Sum forritin bjóða jafnvel upp á að senda tilkynningu þegar einhver úr fjölskyldunni er staddur í versluninni, þá er hægt að hafa hraðar hendur og bæta á listann ef þarf. Önnur bjóða upp á að setja inn uppskriftir og þannig færist það hráefni sem þarf í uppskriftina inn á innkaupalistann. Oftar en ekki er hægt að búa til mismunandi flokka, t.d. einn lista fyrir búrið, annan fyrir það sem þarf að gera á heimilinu o.s.fr. Eins og áður sagði eru smáforritin mörg og misjöfn, allt frá ofureinföldum upp í flóknari, eins getur verið misjafnt hvað hentar snjallsímategund þinni. Við bendum hér á örfá af handahófi sem er spennandi að prófa. Framboðið er nánast endalaust og um að gera að finna út hvað hentar þér og þínum.

Out of milk

Keep

Buy me a pie

Býður t.d. upp á sérstakan

Annað einfalt

Vinsælt smáforrit

lista fyrir búrið þar sem

listasmáforrit fyrir alla

sem heldur utan

hægt er að halda utan

mögulega lista. Skýrt sett

um innkaupalista

um það hvort til sé mikið

fram fyrir þá sem vilja

fjölskyldunnar. Einfalt í

eða lítið af einhverju.

hafa „bréfmiða-lúkkið“.

notkun og framsetningu.

Wunderlist Ekki gert sérstaklega fyrir

Anylist

matarinnkaup en hentar

Heldur utan um

engu að síður ágætlega

innkaupa-lista, uppskriftir

sem slíkt. Einfalt í notkun

o.fl. og uppfærist

fyrir alla þá lista sem

auðveldlega á milli

þarf að halda utan um

snjalltækja.

Frábærar sósur Við förum ekki leynt með aðdáun okkar á vörunum frá Stonewall. Hér eru tvær sósur frá því merki sem við smökkuðum nýlega og getum hæglega mælt með. Sesam-, engifer- og teriyaki-sósa sem hægt er að nota sem kryddlög, salatsósu, ídýfu, á núðlur og til þess að bragðbæta ýmsa rétti. Sniðugt og fljótlegt er t.d. að steikja kjúkling og grænmeti á pönnu, bæta sósunni saman við og bera fram með núðlum eða hrísgrjónum. Hvítlauks-, rósmarín- og sítrussósa er frískandi og sæt. Hentar vel sem kryddlögur, ídýfa, salatsósa eða til þess að pensla t.d. grillað kjöt eða grænmeti. Mikið og gott ananasbragð sem passar líka mjög vel með fiski eða rækjum.

Bráðnausynlegt verkfæri í sveppatínsluna. Sveppahnífur með kústi 990 kr. Dúka

Þessi handskrúbbur virkar vel til að hlúa að þreyttum höndum eftir garðvinnuna.

og deila með þeim sem þurfa þykir.

Gardeners-handskrúbbur frá Crabtree & Evelyn 2.250 kr. Dúka.

Stórsniðug eldföst form Við erum hrifin af þessum litlu eldföstu formum með loftþéttu plastloki sem hægt er að smella á. Fullkomin til þess að geyma afganga í og hita síðan upp. Einnig eru þau sniðug í frystinn til þess að frysta mat í hæfilegum skömmtum. Plastlokið þolir að fara í örbylgjuofn en má ekki fara í ofn. Formin fást í nokkrum stærðum og kosta frá 745 kr. upp í 985 kr. í IKEA.


indversk veisla á skotstundu með

Einfaldar leiðbeiningar, bragðmiklar hágæða kryddblöndur og þú galdrar fram indverska veislu á 15 mínútum! Margar af vörunum eru glútenlausar

naan brauð lindu

Blandið sykri og geri saman við volga vatnið og látið standa í smá stund.

1,5 dl volgt vatn 2 tsk sykur 2 tsk þurrger 4 dl hveiti 1/2 tsk salt 3 msk brætt smjör 2 msk hrein jógúrt Garam masala sjávarsalt

Blandið saman hveiti, salti, bræddu smjöri, jógúrti og gerblöndunni. Látið hefast í 30 mín. Á meðan skulið þið byrja að elda kjúklingaréttinn. Skiptið deiginu í 6 hluta og fletjið út hvern hluta fyrir sig og kryddið með garam masala og salti. Steikið svo brauðið á pönnu með ólífuolíu þangað til brauðið verður gullin brúnt. Fleiri frábærar uppskriftir frá Lindu á kostur.is/blog/is

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00 Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


HAUS

Litlir bitar í boðið Þessir veislubitar eru skemmtileg nýbreytni við hina klassísku brauðsnittu. Þeir henta vel í ýmiskonar samkomur, t.d. sem forréttur í matarklúbbinn eða sem smáréttir í saumaklúbbinn. Þessir bitar myndu ekki alveg falla undir það sem kallast fingramatur líkt og brauðsnittur, því er nauðsynlegt að gestirnir geti setið og snætt. Allar uppskriftirnar eru fyrir 12 manns. Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir Myndir: Hákon Davíð Gunnarsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

16

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


Haus

Spænsk tortilla með chorizo-pylsu, döðluog ólífumauki spænsk tortilla

orðið mjúkt. Setjið til hliðar. Blandið

12 sneiðar sterk chorizo-pylsa

saman í stórri skál eggjum og saxaðri

6-12 tsk. döðlu- og ólífumauk, eða

steinselju. Bætið laukblöndunni

eftir smekk

saman við og að lokum er kartöflum bætt varlega við. Bætið um 1 msk.

Skerið tortilluna í hæfilega stóra bita.

af olíu á pönnuna og því næst

Setjið chorizo-pylsu ofan á hvern

eggjablöndunni, setjið í ofn og bakið í

þeirra og því næst 1-1½ tsk. af döðlu-

22-24 mínútur. Látið kólna.

og ólífumauki, eða eftir smekk. Stingið snittuprjóni í gegn og berið fram.

Döðlu- og ólífumauk 1 dl svartar ólífur, steinhreinsaðar

Spænsk tortilla

og saxaðar gróft

150 g kartöflur, soðnar og afhýddar

1 rautt chili-aldin, saxað smátt

1 tsk. salt

3-4 ferskar döðlur, maukaðar

1 msk. ólífuolía

skvetta af ólífuolíu, eða eftir smekk

½ laukur, sneiddur fínt ½ rauð paprika, söxuð smátt

Blandið öllu hráefninu saman.

½ hvítlauksgeiri 4 stór egg ½ dl steinselja, söxuð fínt Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar. Hitið ofn í 180°C. Hitið 1 msk. ólífuolíu á pönnu sem má fara í ofn. Steikið því næst lauk, papriku og hvítlauk í u.þ.b. 12 mínútur eða þar til grænmetið er

Gestgjafinn

17


litlir bitar í boðið

Lambafille með tunglþurrkuðum tómötum, klettasalati og myntupestó 2 lambafille, fiturönd skorin af myntupestó

Tunglþurrkaðir tómatar

500 g tunglþurrkaðir tómatar

Þessa undursamlegu tómata þarf að

75 g klettasalat

útbúa kvöldið áður.

Þessa bita þarf að undirbúa með

500 g kirsuberjatómatar

fyrirvara en á hinn bóginn er

1 msk. sjávarsalt

uppskriftin sáraeinföld. Eina sem

¼ tsk. sykur

þarf er svolítið skipulag. Kvöldið áður

1 tsk. þurrkað timían

eru tunglþurrkaaðir tómatar útbúnir.

2 msk. ólífuolía

Saltið lambafille, kryddið með pipar og steikið á meðalháum hita á hvorri

Hitið ofn í 220°C. Skerið tómata til

hlið. Takið af pönnunni og látið bíða á

helminga og setjið á eldfast mót

meðan myntupestóið er útbúið.

með skurðarhliðina upp. Sáldrið yfir salti, sykri, timjan og ólífuolíu. Setjið

Myntupestó

í ofninn og slökkvið strax á honum.

40 g myntulauf

Látið bíða yfir nótt án þess að opna

40 g möndlur með hýði

ofninn.

2 hvítlauksgeirar 1 sítróna, börkur rifinn

Sneiðið kjötið í sneiðar um það bil 0,5

salt og nýmalaður svartur pipar

cm á þykkt. Raðið tveimur sneiðum

80 ml ólífuolía, bætið við ef þarf

saman fyrir hvern bita og dreypið

Sjóðið möndlur í eina mínútu, síið

klettasalat ofan á, því næst tvo

vatnið frá og látið kalt vatn renna

tunglþurrkaða tómata, toppið með

yfir myntupestó. Setjið smávegis

á möndlurnar. Hýðið ætti að vera

skvettu af myntupestói ef vill. Að

laust og því auðvelt að ná því af.

lokum er prjóni stungið í gegn og

Fjarlægið allt hýði af möndlunum.

bitarnir bornir fram.

Maukið myntulauf, möndlur, hvítlauk og sítrónubörk í matvinnsluvél með stuttum slögum. Bætið síðan rólega við ólífuolíu á meðan vélin er í gangi. Bragðbætið með salti og pipar.

18

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


Haus

Tígrisrækja á piparrótarkremi 1 ½ sæt kartafla skorin í 0,5 cm

Piparrótarkrem

þykkar sneiðar

2 ½ dl sýrður rjómi 18% fita

ólífuolía

100 ml piparrót, rifin fínt

400 g tígrisrækjur, ósoðnar

1 msk. dijon-sinnep

piparrótarkrem

1 tsk. hvítvínsedik

salt og nýmalaður svartur pipar

½ límóna, safi kreistur

2 sítrónur, börkurinn rifinn

salt og nýmalaður svartur pipar

söxuð steinselja Blandið saman öllu hráefninu í skál og Hitið ofn í 220°C. Skerið kartöflur

bragðbætið með salti og pipar. Kælið.

í sneiðar og penslið með ólífuolíu. Saltið létt yfir og raðið á bökunarpappírsklædda plötu. Bakið í ofni í 15-20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar í gegn og örlítið brúnar á hliðunum, snúið við þegar tíminn er hálfnaður. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar eru þær látnar kólna á borði. Á meðan er piparrótarkremið útbúið og það síðan sett í kæli. Steikið rækjurnar á báðum hliðum í ólífuolíu. Setjið til hliðar. Raðið saman 2 sneiðum af sætum kartöflum, setjið 1-2 tsk. af piparrótarkremi ofan á og að lokum 2-3 rækjur. Kryddið með nýmöluðum svörtum pipar. Stráið yfir dálitlum sítrónuberki og saxaðri steinselju. Stingið snittupinna í gegn og berið fram.

Gestgjafinn

19


litlir bitar í boðið

Stökkur kúrbítur með fetaosti og grillaðri papriku 2 meðalstórir kúrbítar

Lækkið hitann í 200°C. Sneiðið

sjávarsalt

paprikurnar lóðrétt í 8 hluta. Leggið á

2 dl panko-brauðrasp (fæst í asísku

bökunarpappírsklædda plötu. Blandið

hillunum)

saman hvítlauk og olíu og penslið yfir

2 msk. timían

paprikubitana, stráið því næst salti

60 ml parmesanostur

yfir. Bakið þar til paprikan er orðin

2 egg

mjúk. Raðið saman einni til tveimur

1 rauð paprika

kúrbítssneiðum, setjið gula- og rauða

1 gul paprika

paprikusneið og að lokum fetaost.

1 hvítlauksgeiri, marinn

Stingið prjóni í gegn og berið fram.

2 msk. ólífuolía sjávarsalt 1 fetaostakubbur, skorinn í 1 ½ cm stóra bita Hitið ofn í 220°C. Skerið kúrbít í 0,5 cm þykkar sneiðar og stráið svolitlu salti yfir. Blandið saman brauðraspi, timjan og parmesanosti. Pískið eggin, dýfið kúrbítssneiðunum í og því næst er þeim velt upp úr brauðraspblöndunni. Leggið á bökunarpappírsklæddaplötu og bakið í 12-15 mínútur eða þegar þær hafa náð gullinbrúnum lit, snúið við þegar tíminn er hálfnaður. Setjið til hliðar.

20

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


www.hrim.is

Laugaveg 25 / Laugaveg 32 / Kringlunni S: 553-3003 / S:553-2002 / S:553-0500


Heitir brauðréttir ... með nýstárlegu ívafi

Heitir brauðréttir með nýstárlegu ívafi Sumir myndu kannski segja að heitir brauðréttir væru hallærisleg klisja en staðreyndin er nú samt sú að allir elska brauðrétti. Alveg sama er hversu margir heitir brauðréttir eru á veisluborði, alltaf klárast þeir fyrst. Hér eru uppskriftir að svolítið öðruvísi brauðréttum sem gaman er að prófa og breyta þannig til frá þessum hefðbundnu. Í þessa rétti er tilvalið að nota brauð sem er aðeins farið að harðna því þá drekkur það betur í sig vökvann og rétturinn verður betri. Eins til tveggja daga gamalt brauð er því betra í þessu tilviki. Það er smekksatriði hversu mikið af skorpunni er skorið af og fer í raun eftir hverskonar brauð er notað. Ef aðstæður leyfa er gott að útbúa þessa rétti og láta þá standa í kæli yfir nótt, þannig nær brauðið að drekka vel í sig vökvann og réttirnir verða betri. Þetta er ekki nauðsynlegt en við mælum engu að síður með að láta allt liggja svolítið saman áður en réttirnir fara í ofninn. Umsjón: Kristín Dröfn Einarsdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

22

Gestgjafinn


Besta aðferðin við að rista heslihnetur Hitið ofn í 200°C. Dreifið heslihnetum á ofnplötu og ristið þær í ofninum í 5-10 mín. eða þar til þær hafa dökknað vel, gætið þess þó að þær brenni ekki. Takið hneturnar úr ofninum og hellið á rakt viskastykki. Takið saman hornin á viskastykkinu og nuddið hnetunum vel saman eða rúllið þeim til og frá inni í stykkinu. Þannig losnar hýðið auðveldlega af þeim. Hýðið á heslihnetum getur verið mjög rammt og þess vegna er mjög gott að losna við það með þessari aðferð auk þess sem hneturnar verða dásamlega góðar á bragðið þegar þær hafa verið ristaðar.

Ef brauðið er glænýtt er gott að láta það þorna aðeins. Rífið það eða skerið í grófa bita og látið standa á eldhúsbekknum yfir daginn.

Heitur brauðréttur með rófum, sveppum og truffluolíu uppskrift á blaðsíðu

28

Gestgjafinn

23


Heitir brauðréttir ... með nýstárlegu ívafi

Heitur brauðréttur með kjúklingi, sultuðum rauðlauk og grænkáli uppskrift á blaðsíðu

28

Látið endilega brauðréttina standa í dágóða stund áður en þeir eru settir í ofninn, tilvalið er að útbúa þá daginn áður og láta standa í kæli yfir nótt.

24

Gestgjafinn


Í brauðrétti er gott að nota bragðmikla osta. Þroskaður cheddar fæst nú víða í matvöruverslunum, Ísbúi, Óðalsostur og slíkir ostar passa einnig vel.

Ef brauðið er glænýtt er gott að láta það þorna aðeins. Rífið það eða skerið í grófa bita og látið standa á eldhúsbekknum yfir daginn.

Heitur brauðréttur með beikoni og eplum uppskrift á blaðsíðu

28

Gestgjafinn

25


Heitir brauðréttir

Eldunartími getur verið misjafn eftir því hvernig form eru notuð og eins eru ofnar mjög misjafnir. Ef notað er stórt og grunnt eldfast form bakast rétturinn hraðar en ef notað er t.d. djúpt form, eins og jólakökuform. Fylgist því vel með og setjið gjarnan álpappír yfir brauðréttinn ef hann dökknar of mikið.

Heitur brauðréttur með hvítvíni og timían uppskrift á blaðsíðu

28

26

Gestgjafinn



Heitir brauðréttir ... með nýstárlegu ívafi

Heitur brauðréttur með kjúklingi, sultuðum rauðlauk og grænkáli

Heitur brauðréttur með hvítvíni og tímíani

200 g beikon

150 g kastaníusveppir, skornir

3-4 skalottlaukar, fínt saxaðir

í sneiðar

2 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir

2-3 msk. smjör

3 jonagold-epli, afhýdd og skorin

1-2 greinar ferskt tímían

í bita

u.þ.b. 200 g brioche-

Einfaldur og dásamlega góður réttur

gróft sjávarsalt

hamborgarabrauð, rifið í grófa bita

200-300 g brauð, skorið eða rifið í

sem getur líka passað vel sem létt

nýmalaður svartur pipar

3 egg

grófa bita

máltið með góðu salati. Hér er tilvalið

5 egg

3 dl matreiðslurjómi

400-500 g eldað kjúklingakjöt,

að nota þær kryddjurtir sem eru við

4 dl matreiðslurjómi

2 msk. majónes

skorið í bita

höndina, t.d. henta basilíka, salvía

2-3 msk. majónes

1 tsk. dijon-sinnep

4-6 blöð grænkál, skorin gróft

og dill líka mjög vel með. Hér er um

1 tsk. dijon-sinnep

100 g parmesanostur, rifinn

sultaður rauðlaukur (sjá uppskr.)

að gera að nota meira en minna af

200-250 g baguette-brauð (án

30 g heslihnetur, ristaðar og

200 g rifnn ostur, gott að nota t.d.

kryddjurtum og hafa þær ferskar.

mestu skorpunnar), skorið í grófa

afhýddar, gróft saxaðar

bita

truffluolía til þess að dreypa yfir

fyrir 4-6

fyrir 4-6

Ísbúa eða sterkan cheddar 60 g rifinn parmesanostur

3 msk. smjör

100-150 g rifinn ostur, t.d. cheddar

4 egg

1 msk. olía

eða annar bragðmikill ostur

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman

3 dl mjólk eða rjómi

4 skalottlaukar, fínt saxaðir

1 tsk. dijon-sinnep

1 dl hvítvín

Steikið beikon á pönnu þar til það er

Dreifið á ofnplötu og bakið þar til

chili-flögur á hnífsoddi

5 egg

stökkt. Takið af pönnunni en skiljið

rófubitarnir eru mjúkir í gegn en

gróft sjávarsalt

4 ½ dl matreiðslurjómi

fituna eftir. Steikið skalottlauk og

þó ekki maukeldaðir, u.þ.b. 20-30

nýmalaður svartur pipar

2 tsk. salt

hvítlauk á pönnunni í nokkrar mín.

mínútur. Hitið smjör á pönnu og

nýmalaður svartur pipar

Bætið þá eplunum saman við ásamt

steikið sveppina þar til þeir hafa

Dreifið u.þ.b. helmingnum af brauðinu

130 g sterkur cheddar-ostur

salti og pipar. Steikið í 5-10 mín.

tekið fallegan lit. Bætið tímíani

í eldfast mót ásamt helmingnum

(mature cheddar), rifinn

eða þar til eplin eru aðeins farin

saman við og bragðbætið með

af kjúklingakjötinu, grænkálinu og

130 g Ísbúi eða annar bragðmikill

að eldast. Skerið beikonið smátt

salti og pipar. Blandið saman

rauðlauknum. Dreifið helmingnum

ostur, rifinn

og blandið saman við eplin. Pískið

rófum, sveppum og brauði, setjið

af ostinum yfir og endurtakið

hnefafylli graslaukur, saxaður

saman egg, rjóma, majónes, sinnepi,

í sumrt eldfast mót. Pískið saman

þannig að formið sé fullt. Pískið

2-3 ferskar rósmaríngreinar, laufin

salt og pipar. Blandið saman brauði,

egg, rjóma, majónes, sinnep og

saman egg, mjólk, sinnep og chili-

smátt söxuð

eplablöndunni og eggjablöndunni í

parmesanost, bragðbætið gjarnan

flögur. Bragðbætið ríkulega með

4-5 greinar ferskt tímían, laufin

stóra skál. Klæðið smelluform með

með salti og pipar eftir smekk.

salti og pipar. Hellið eggjablöndunni

smátt söxuð

bökunarpappír og hellið öllu saman í

Hellið þessu yfir brauðblönduna og

varlega yfir brauðblönduna og látið

u.þ.b. 250 g brauð, skorið í grófa

formið (eins má auðvitað nota eldfast

látið gjarnan standa í kæli í nokkrar

gjarnan standa í kæli í nokkrar klst.

bita

mót). Dreifið rifnum osti yfir og látið

klst. eða yfir nótt. Hitið ofn í 180°C.

þetta gjarnan standa í kæli í nokkrar

Bakið brauðréttinn í 30-40 mín.

eða yfir nótt. Hitið ofn í 180°C. Bakið

rófubitum, olíu og salti og pipar.

brauðréttinn í u.þ.b. 40 mín. eða þar

Hitið smjör og olíu á pönnu og steikið

klst. eða yfir nótt. Hitið ofn í 180°C.

eða þar til hann er eldaður í gegn.

til hann hefur eldast í gegn og tekið

skalottlaukinn þar til hann fer að

Eldið brauðréttinn í 30-40 mín. eða

Athugið að eldunartíminn fer eftir

fallegan lit. Látið kólna lítillega áður

mýkjast. Hellið þá hvítvíni saman við

þar til hann er bakaður í gegn. Látið

stærð formsins sem notað er. Hér

en rétturinn er borinn fram.

og látið malla í u.þ.b. 5 mín. Setjið til

kólna lítillega áður en rétturinn er

voru notuð lítil eldföst mót og því

hliðar. Blandið saman eggjum, rjóma,

borinn fram, sérstaklega ef hann er

var eldunartíminn u.þ.b. 25 mín.

sultaður rauðlaukur:

salti, pipar, osti og kryddjurtum. Setjið

eldaður í smelluformi, þá þarf hann

Dreypið vel af truffluolíu yfir réttinn

3 msk. olía til steikingar

laukblönduna saman við og blandið

að fá að standa aðeins áður en hann

þegar hann er borinn fram og stráið

2 rauðlaukar, fínt sneiddir

brauðinu varlega saman við og setjið

er tekinn úr forminu.

ristuðum heslihnetum yfir.

gróft sjávarsalt

í bökunarpappírsklætt kökuform. Hér

nýmalaður svartur pipar

var notað jólakökuform en það má

2-3 msk. balsamedik

auðvitað nota hvernig form sem er.

1 kúfuð msk. hunang

Látið gjarnan standa í nokkrar klst.

Heitur brauðréttur með rófum, sveppum og truffluolíu

eða í kæli yfir nótt.

fyrir 4-6

Hitið olíu á pönnu við lágan hita.

Hitið ofn í 180°C. Bakið í u.þ.b. 50 mín.

Setjið laukinn á pönnuna og látið

eða þar til rétturinn er eldaður í gegn.

Rófur, kastaníusveppir, truffluolía

hann malla varlega í 40-60 mín.

Ef hann fer að brúnast of mikið er

og heslihnetur, það gerist nú varla

Hrærið reglulega í, gætið þess að

gott að setja álappír yfir hann. Látið

meira „earthy“. Hér setur truffluolían

laukurinn brúnist ekki, hann á að

kólna lítillega áður en rétturinn er

punktinn yfir i-ið.

verða glær og mjúkur. Bætið salti,

borinn fram.

pipar, hunangi og balsamediki út í og látið malla áfram í 30-40 mín. eða þar til laukurinn er tilbúinn.

Heitur brauðréttur með beikoni og eplum fyrir 4-6

1 meðalstór gulrófa, afhýdd og skorin í litla bita 2-3 msk. ólífuolía gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar

Skemmtilega öðruvísi réttur og eplin passa ótrúlega vel með beikoni.

28

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.



30

GestgjaďŹ nn


Sætar bökur Bökur er tilvalið að útbúa á kólnandi haustdögum og ekki skemmir þegar þær eru svona dásamlega sætar. Ýmist er hægt að bera þær fram með ís eða rjóma eða einfaldlega að leyfa bökunni að njóta sín einni og sér. Gaman er að leika sér með lögun bökunnar með ólíkum formum, litlum, stórum, hringlaga eða, það sem heillaði okkur, ferköntuðum formum sem gefa bökunum dálítið nýtt útlit. Umsjón: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Gestgjafinn

31


sætar bökur

Pekanbaka

32

Gestgjafinn


Sítrónubaka Gestgjafinn

33


sætar bökur

Eplabaka

34

Gestgjafinn


MangĂł- og vanillubaka

GestgjaďŹ nn

35


sætar bökur

Pekanbaka

Sítrónubaka

Eplabaka

8-10 sneiðar

6 stk. 10-12 cm form

8-10 sneiðar

Mangó- og vanillubaka

bökudeig:

bökudeig:

karamellusósa:

250 g hveiti

140 g möndlumjöl

200 g púðursykur

bökudeig:

1 tsk. salt

35 g sykur

90 g smjör

135 g hveiti

1 tsk. sykur

220 g hveiti

1 ½ dl rjómi

50 g flórsykur

125 g kalt smjör, skorið í bita

110 g smjör

1 tsk. vanilludropar

⅛ tsk. salt

65 g ískalt vatn

1 egg

salt á hnífsoddi

120 g kalt smjör, skorið í bita

8 stk. 10-12 cm form

1 tsk. vanilludropar Setjið hveiti, sykur og salt í

Setjið púðursykur, smjör og rjóma í

Setjið hveiti, flórsykur og salt í

matvinnsluvél og blandið einu sinni á

Setjið möndlumjöl ásamt sykri og

pott og hitið á miðlungshita að suðu.

matvinnsluvél og blandið saman.

stuttu slagi. Skerið smjörið í teninga

hveiti í matvinnsluvél og blandið

Lækkið undir og leyfið þessu að sjóða

Bætið köldu smjörinu út í og blandið

og bætið út í í nokkrum stuttum

saman. Setjið smjör út í og blandið

í 5-7 mín. Þegar sósan er farin að

saman í stuttum slögum þar til

slögum. Færið deigið á borð, gerið

saman í stuttum slögum ásamt eggi

þykkna örlítið er vanilludropum og

smjörið hefur molnað vel niður.

holu í miðjuna og hellið vatninu

og vanilludropum. Færið deigið á

salti bætt út í. Takið af hellunni, setjið

Setjið blönduna á borð og hnoðið

saman við í skömmtum á milli þess

borð og hnoðið létt saman. Setjið

sósuna í betra ílát og inn í ísskáp til

létt saman. Skiptið deiginu niður og

sem deigið er hnoðað létt saman.

deigið í skál með plastfilmu yfir og

að kólna.

þrýstið því í formin með fingrunum,

Hnoðið ekki of mikið. Pakkið inn í

kælið í minnst 1 klst. Fletjið deigið

plast og kælið í minnst 1-2 klst.

út og skerið út fyrir formin. Leggið

bökudeig:

forðast að deigið lyfti sér. Setjið

deigið í formin og þrýstið niður

85 g smjör

formin í frysti í 15 mín.

fylling:

meðfram köntum. Pikkið í botninn

1 msk. olía

Hitið ofn í 200°C og bakið botnana

85 g smjör

með gaffli til að koma í veg fyrir að

3 msk. vatn

í u.þ.b. 15 mín. eða þar til þeir eru

200 g púðursykur

botninn lyfti sér. Hitið ofn í 180°C og

1 msk. sykur

fallega gullinbrúnir. Látið botnana

½ tsk. salt

bakið við 15-20 mín, eða þangað til

salt á hnífsoddi

kólna.

3 egg

hann er fallega brúnn. Kælið.

190 g hveiti

2 tsk. vanilludropar

fylling:

Hitið ofn í 200°C. Blandið saman

3 eggjarauður

220 g pekanhnetur

2 egg

smjöri, olíu, vatni, sykri og salti í skál.

50 g sykur

2 eggjarauður

Setjið skálina inn í ofn í 15 mín. Takið

2 msk. hveiti

Bræðið smjör í skál yfir vatnsbaði,

100 g sykur

skálina út og blandið hveitinu saman

2 msk. maizena-mjöl

takið skálina af hitanum. Blandið

safi úr einni sítrónu

við. Leggið skálina til hliðar og leyfið

½ vanillustöng

sykri og salti út í og hrærið vel

85 g smjör í bitum

deiginu að kólna. Þrýstið deiginu í

3 dl mjólk

bökuform með fingrinum og pikkið

2 mangó

pikkið botninn með gaffli til að

150 g kornsíróp

fylling:

þangað til sykurinn fer að leysast upp. Bætið þá út í kornsírópi, eggjum

Setjið vatn í pott og fáið suðuna upp.

botninn með gaffli. Setjið inn í ofn

og vanilludropum. Færið aftur yfir

Pískið á sama tíma egg, eggjarauður

í 15 mín. Takið botninn út og lækkið

Blandið saman eggjarauðum og sykri

vatnsbaðið og hrærið í þangað til

og sykur saman þar til blandan verður

hitann niður í 175°C.

og þeytið vel saman. Sigtið hveiti

blandan nær u.þ.b. 55°C hita. Takið

létt. Setjið skálina yfir pottinn og

af hitanum og blandið grófsöxuðum

lækkið örlítið undir. Hrærið stöðugt í

fylling

hrærið saman. Skrapið vanillukornin

pekanhnetum út í.

blöndunni og bætið sítrónusafanum

10 g smjör

innan úr vanillustönginni og setjið í

út í í þremur skömmtum þegar hún

450 g epli, flysjuð og skorin í

pott ásamt mjólkinni, setjið stöngina

Hitið ofn í 180°C. Fletjið deigið út í þá

fer að þykkna. Haldið áfram að hræra

þunnar sneiðar

líka út í. Takið pottinn af hellunni

stærð sem hentar hverju formi fyrir

í blöndunni þangað til hún hefur náð

½ dl púðursykur

þegar mjólkin fer að nálgast suðu.

sig u.þ.b. ½ cm að þykkt. Setjið deigið

þykkri og fallegri áferð, eða í 8-10 mín.

1 tsk. maizena-mjöl

Veiðið vanillustöngina upp úr og

í form og þrýstið því í kantana. Pikkið

Takið af hitanum og blandið smjörinu

½ tsk. kanill

blandið eggjablöndunni rólega

botninn með gaffli til að koma í veg

út í, einum bita í einu, og hrærið

salt á hnífsoddi

saman við, hrærið stöðugt á meðan.

fyrir lyftingu. Bakið í 10-15 mín. Setjið

jafnt og þétt. Sprautið fyllingunni í

fyllingu í bökuna þegar botninn er

bökuskelina og kælið.

og maizena-mjöl út í blönduna og

Færið blönduna aftur á helluna þegar Setjið smjör og epli á pönnu á

hún er orðin slétt og hrærið stöðugt

miðlungshita og steikið þar til eplin

í þangað til hún fer að þykkna, í u.þ.b

marens:

fara að mýkjast. Blandið púðursykri,

30-60 sek. Hellið blöndunni í hreina

1 eggjahvíta

maizena-mjöli, kanil og salti saman

skál og leggið plastfilmu yfir svo hún

60 g flórsykur

við og steikið áfram í 2 mín.

snerti kremið til að koma í veg fyrir

cream of tartar á hnífsoddi

Setjið lag af karmellusósunni á

skán. Kælið í ísskáp.

¼ tsk. vanilludropar

botninn, raðið eplunum ofan á og

Setjið fyllinguna í sprautupoka og

hellið meiri sósu yfir.

sprautið í bökubotninn þegar botninn

Þeytið eggjahvítuna þangað til hún

Dreifið örlitlu salti yfir og bakið í 20

og fyllingin hafa kólnað. Afhýðið

fer að þykkna, bætið sykri, cream of

mín. Berið restina af sósunni fram

mangó og skerið í mjög þunnar

tartar og vanillu út í og stífþeytið.

með bökunni ef afgangur er.

ræmur. Raðið mangó í hring eftir

orðinn gullinbrúnn og bakið í 15 mín.

Setjið marensinn í sprautupoka og

hring til að mynda rós og tyllið ofan á

sprautið ofan á bökurnar. Fallegt er

hverja böku.

að brenna marengsinn lítilega með brennara.

36

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


HEILKORNA HRÖKKÞYNNUR OG ALLOS SMYRJUR LÍFRÆNAR

ÁN GLÚTENS

ÁN MJÓLKUR

VEGAN

Mary´s Gone Crackers. Heilkorna hrökkþynnur unnar úr fyrsta flokks lífrænt vottuðu glútenlausu hráefni sem hafa farið sigurför um Bandaríkin. Ljúffengar með hverskyns áleggi og fullkomnar á ostabakkann. Mælum með að prófa Allos smyrjurnar með þessu kexi. Allos smyrjur. Grænmetissmyrjur frá Allos eru tilvaldar á brauð, sem dýfur og sem grunnurinn að dressingu eða ljúffengum grænmetisréttum. Hver bragðtegund er algjörlega einstök og ættu allir í fjölskyldunni að geta fundið sér tegund við sitt hæfi.


HAUS

Sett í krukkur ... forði fyrir sælkera

Sýrðar

radísur og hnúðkál

Þ

egar hausta tekur fyllast mörg heimili og búðir af allskyns kræsingum sem móðir jörð hefur gefið af sér og því má segja að þetta sé eitt skemmtilegasta tímabil ársins fyrir sælkera. Gott er auðvitað að neyta þessara gjafa sem fyrst þegar þær eru ferskar en í gegnum aldanna rás hefur maðurinn sýrt, sultað og gerjað grænmeti og ber svo hægt sé að neyta uppskerunnar yfir allan veturinn. Súrsun er ein af elstu geymsluaðferðum á grænmeti en vitað er að Indverjar súrsuðu grænmeti fyrir 4500 árum. Nú ber svo við að súrsað og sýrt er í tísku í matarheiminum, enda er súrsað grænmeti hreint lostæti og möguleikarnir eru margir því hægt er að nota fjölbreytt grænmeti og bragðbæta með ýmsum kryddjurtum, ediki og olíum og svo eru aðferðirnar mismunandi. Hér eru nokkrar skemmtilegar uppskriftir fyrir sælkera!

Umsjón: Kristín Dröfn Einarsdóttir og Hanna Ingibjörg Arnardóttir Myndir: Heiða Helgadóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnardóttir

38

Gestgjafinn

Ofnbakaðir tómatar í ólífuolíu


Haus

Krukkur

sótthreinsaðar í ofni

Súrsaðar rófur

með appelsínu

Einfalt er að sótthreinsa krukkur í ofninum. Stillið ofninn á 100°C. Raðið hreinum þurrum krukkum og lokum á ofnplötu og setjið í ofninn í rúmlega 10 mínútur. Takið þær heitar út og látið innihaldið strax í, passið að fylla krukkurnar vel þannig að sem minnst loft sé á milli loksins og innihaldsins. Skrúfið lokið strax á krukkurnar og setjið til hliðar. Fljótlega ættu lokin að sogast niður og þá heyrist yfirleitt svolítill smellur, þá ættu krukkurnar að vera lofttæmdar. Ef lokið sogast ekki niður er best að geyma krukkuna í kæli og neyta sem fyrst.

Sýrðar gúrkur með dilli og sinnepskornum

Krukkur sótthreinsaðar í potti Setjið vatn í stóran pott, látið suðuna koma upp og sjóðið krukkur og lok í a.m.k. 5 mín. Takið krukkurnar upp úr með töng og gott er að sjóða fremsta hluta tangarinnar með svo hún sé líka sótthreinsuð. Raðið krukkunum á hreint viskustykki og látið þorna í 1-2 mínútur og hellið þar til gerðu hráefni í krukkurnar og skrúfið lokið strax á.

Grillaðar paprikur í ólífuolíu

Gestgjafinn

39


sýrt og sultað

Súrsaðar rófur með appelsínu 1 lítra krukka

Sýrðar gúrkur með dilli og sinnepskornum

Grillaðar paprikur í ólífuolíu

1-2 stórar krukku

3 rauðar paprikur

eru orðnar nægilega kaldar til að

3 grænar paprikur

handleika, takið þá stilkinn og fræin

2 meðalstórar rófur (u.þ.b. 800 g)

1 krukka

2 dl edik

5-7 greinar dill

1 tsk. þurrkað óreganó

frá og afhíðið þær varlega og skerið

2 dl hvítvínsedik

30-40 g fersk piparrót, skorin í

1 tsk. þurrkað tímían

í lengjur. Kryddið paprikurnar með

2 dl vatn

strimla

1-2 dl olía

þurrkryddinu og bragðbætið með

2 dl sykur

800 g litlar agúrkur, skornar í

1 dl edik, ljóst

pipar og salti. Látið paprikurnar

1 msk. salt

tvennt eftir endilöngu

salt

í krukkuna og hellið edikinu yfir

1 kanilstöng

1 tsk. gul sinnepsfræ

pipar

1 lítill laukur, sneiddur þunnt

1 tsk. svört sinnepsfræ

1 lítil fenníka, sneidd þunnt

1 tsk. fenníkufræ, má sleppa

Hitið ofn í 200°C. Látið paprikurnar

lokinu. Látið lokið á og hristið

½ appelsína, skorin í sneiðar

1 tsk. piparkorn

inn í ofninn á grind og bakið í 30

krukkuna varlega svo allt blandist

5 dl hvítvínsedik

mínútur. Takið paprikurnar út og

vel. Krukkan geymist í u.þ.b. einn

Hitið ofn í 220°C. Pakkið rófunum

3 dl sykur

látið í plastpoka, lokið fyrir og látið til

mánuð í ísskáp, gott er að taka hana

inn í álpappír og bakið þær í 1-1 ½

1 tsk chili-flögur

hliðar. Undirbúið krukku samkvæmt

út a.m.k. hálftíma áður en á að nota

klst. eða þar til þær eru eldaðar í

1 tsk. salt

aðferð. Þegar paprikurnar hafa verið

innihaldið.

í pokanum í u.þ.b. 15 mínútur og

gegn. Látið þær kólna þar til hægt er að handleika þær. Takið hýðið af

Setjið dill, agúrkur, sinnepsfræ,

rófunum og skerið þær í bita. Setjið

fenníkufræ, svört piparkorn og chili-

báðar tegundir af ediki, vatn, sykur,

flögur í krukku. Setjið edik, sykur

salt og kanilstöng saman í pott og

og salt saman í pott og hitið þar til

látið sjóða saman í 2-3 mín. Bætið

sykurinn er uppleystur, látið kólna.

þá lauk og appelsínusneiðum út í og

Hellið vökvanum í krukkurnar og

látið sjóða í 1-2 mín. Setjið rófubitana

lokið vel. Geymist í u.þ.b. ½ ár en þá

í sótthreinsaða krukku og hellið öllu

verður krukkan að vera sótthreinsuð

úr pottinum yfir þær. Lokið vel og

og lofttæmd.

geymið á svölum stað í allt að 6 mánuði.

Ofnbakaðir tómatar í ólífuolíu 1 meðalstór krukka 750 g konfekttómatar, skornir í tvennt gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar 1-2 tsk. þurrkað tímían 1 msk. sykur ½ dl balsamedik ½ dl sérríedik 1 dl ólífuolía, meira ef þarf til að fylla krukkuna Hitið ofninn í 150°C. Raðið tómötum á ofnplötu með skurðinn upp. Stráið salti og pipar yfir ásamt tímíani. Stráið síðan sykri yfir og látið þetta standa í a.m.k. 30 mín. Snúið tómötunum þá við þannig að skurðurinn snúi niður og bakið þá í 40-60 mín. Setjið tómatana (og allan safa sem kemur af þeim) í hreina krukku. Blandið saman balsamediki, sérríediki og ólífuolíu og hellið í krukkuna þar til hún er full. Lokið vel.

Þegar matur er niðursoðinn í krukkum þarf að passa að þær standi í pottinum og að vatnið fljóti ekki yfir þær. Þær eiga að standa aðeins upp úr vatninu. Ef verið er að sjóða margar krukkur í einu getur verið gott að setja viskustykki í botninn og á milli krukknanna, þannig er minni hætta á að þær sláist saman og brotni í suðunni.

Tómatarnir geymast í allt að þrjá mánuði en eftir að krukkan hefur verið opnuð geymast þeir í kæli í allt að tvær vikur. Takið krukkuna út u.þ.b. hálftíma áður en tómatanna er neytt, til að olían mýkist. Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

40

Gestgjafinn

og fyllið síðan upp með olíunni, passið að olían nái alveg upp að


Haus

Sýrðar radísur og hnúðkál 1-2 krukkur 1 hnúðkál, fremur lítið

radísunum og hnúðkálinu í heita

200 g radísur

meðalstóra krukku eða tvær minni,

250 ml eplaedik

sitt á hvað, fyrst nokkrar radísusneiðar

250 g sykur

og svo hnúðkálssneið á milli, best

125 ml vatn

er að nota litla töng því krukkurnar

1 tsk. borðsalt

eiga að vera 100°C heitar (sjá bls.

½ tsk. sinnepsfræ

39). Hellið safanum yfir radísurnar,

½ tsk. svört piparkorn

best að gera það í litlum skömmtum

4 dillgreinar

og slá aðeins í krukkuna á milli svo

Skrælið og hreinsið hnúðkálið og

svo dillgreinunum ofan í krukkuna,

hreinsið radísurnar, ekki skræla þær.

eina grein á hverja hlið og lokið

Skerið radísurnar og hnúðkálið í

krukkunni strax, látið til hliðar og

örþunnar sneiðar, best er að nota

bíðið eftir að lokið sogist niður og

mandólín. Látið restina af hráefninu

krukkan loftæmist. Geymist í u.þ.b. 4-6

í pott, nema dillið. Látið suðuna

mánuði.

safinn fari inn á milli laganna. Rennið

koma upp og leysið upp sykurinn, lækkið hitann og látið malla. Raðið

Ósoðið

grænmeti

Passið að eiga nægan vökva, betra er að eiga svolítinn afgang heldur en að eiga ekki nóg, í raun er gott að vera með nokkrar stærðir af krukkum til að hafa val, geta notað t.d. restina og vökvanum í eina litla krukku.

Til eru sérstakar krukkutangir sem þægilegt er að nota en eins má nota stóra grilltöng, sleifar eða spaða, hér gildir að fara varlega svo ekki fari illa.

Sýrt grænmeti sem ekki er soðið þarf að geyma í kæliskáp, það er best að bera fram nokkrum dögum eftir lögun en innan 3-4 vikna.

Gestgjafinn

41


helgarbakstur

Súkkulaðikaka með jarðarberjafyllingu fyrir 10-12 Klassísk súkkulaðikaka með

Hitið ofn í 175°C. Hrærið saman smjör

jarðarberjafyllingin er sett á milli og

jarðarberjafyllingu sem er tilvalin í

og sykur þar til blandan verður létt og

súkkulaðikremið utan á.

klúbbinn eða afmælisveisluna.

ljós. Bætið eggjum saman við einu í

súkkulaðikrem: 170 g rjómaostur, mjúkur 150 g smjör, mjúkt

einu og hrærið vel á milli. Setjið líkjör

jarðarberjafylling:

5 dl flórsykur

170 g mjúkt smjör

saman við. Sigtið þurrefnin saman

600 g jarðarber, má gjarnan nota

⅔ dl kakó

3 dl sykur

og bætið út í nokkrum skömmtum

frosin

300 g dökkt súkkulaði, brætt og

3 egg

til skiptis við súrmjólkina. Hrærið

2 dl sykur

kælt niður í stofuhita

2 msk. kirsuberjalíkjör eða annar

þar til allt er vel samlagað. Notið

3 msk. kirsuberjalíkjör eða annar

berjalíkjör

sleikju til þess að skafa niður með

berjalíkjör

3 ½ dl hveiti

skálinni þannig að allt blandist vel.

⅔ dl kakó

Setjið súkkulaði út í og hrærið varlega

Setjið allt saman í pott og látið sjóða

flórsykur og kakó út í og hrærið vel.

1 tsk. matarsódi

saman við. Skiptið deiginu í tvö 24 cm

saman í 40-60 mín. eða eins og þarf

Bætið súkkulaðinu varlega saman

örlítið salt

lausbotna form sem hafa verið smurð

þar til „sultan“ hefur soðið hæfilega

við og hrærið áfram þar til allt er vel

2 ½ dl súrmjólk

vel með smjöri og gjarnan sniðinn

mikið niður. Hún þarf að vera það þykk

samlagað.

100 g dökkt súkkulaði, brætt og

bökunarpappír í botninn. Bakið í 25-30

að hún leki ekki út af botninum þegar

kælt lítillega

mín. Látið botnana kólna áður en

henni er dreift á milli. Látið kólna.

Hrærið saman rjómaost og smjör þar til allt er vel samlagað. Sigtið

Gjarnan má nota

önnur ber

í fyllinguna, t.d. hindber eða kirsuber.

Umsjó: Kristín Dröfn Einarsdóttir Myndir: Óli Magg Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Gott er að láta kökuna standa í kæli yfir nótt og skreyta hana síðan með ferskum berjum rétt áður en hún er borin fram.

Til þess að flýta fyrir sér má gjarnan nota tilbúna sultu en okkur finnst ansi gott að hafa fyllinguna í súrara lagi.

42

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


ára afm

Kauptu Póló í dag

Frón i l æ ára afm

Það er óendanlega margt sem kemur upp í hugann þegar minnst er á Póló. Súkkulaðibragðið sprettur fram á tunguna ásamt framandi kókosbragðinu og tónlist leikur við kroppinn. Gott ef maður finnur ekki fyrir sumarlegum andvara leika um kinnarnar á sviðinu. Það er sama hvað fólk ætlar að taka sér fyrir hendur. Það er mikilvægt að hafa Póló frá Frón með í för. Það hefur komið við sögu frá 1926.

Sláðu í gegn í kaffihléinu með kexi frá Frón Matarkex

Margir Íslendingar njóta þess á hverjum degi að dýfa Matarkexi í mjólkina sína.

Mjólkurkex

Ungir sem aldnir hafa brotið Mjólkurkexið til helminga og drukkið ískalda mjólk með.

Kremkex

Sæmundur í sparifötunum hefur lengi verið eitt allra vinsælasta kremkex landsins.

Kemur við sögu á hverjum degi í 90 ár


HAUS

fljótleg Asísk salöt Hér eru á ferðinni skemmtileg salöt með asísku ívafi. Hráefnið er tiltölulega einfalt og það er nokkuð auðvelt að útbúa salötin en lykilatriðið er án efa sósurnar sem eru algerlega ómissandi og gefa okkur þetta skemmtilega öðruvísi bragð sem opnar smávegis innsýn í ólíka menningu. Fyrir sósudýrkendur er sniðugt ráð að útbúa dálítið aukamagn af sósunum til að hafa til hliðar. Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir Myndir: Óli Magg Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnardóttir

44

Gestgjafinn


Haus

Gúrkusalat uppskrift á blaðsíðu

94

Gestgjafinn

45


asísk salöt

Rækju- og mangósalat uppskrift á blaðsíðu

94

46

Gestgjafinn


Haus

Laxasalat með sykurbaunum og granateplum uppskrift á blaðsíðu

94

Gestgjafinn

47


HAUS salöt asísk

Salat með nautastrimlum og appelsínusósu uppskrift á blaðsíðu

94

48

Gestgjafinn


Ein mögnuð! Pítsa með hráskinku og mozzarella-osti 1 pakki, 420 g, spelt- og heilhveiti Wewalka-pítsudeig 2 msk. og 1 dl ólífuolía 2 msk. balsamedik 2 tsk. worcestershire-sósa 4 stór hvítlauksrif, söxuð 1 stór rauð paprika 1 poki rifinn mozzarella-ostur 1 stór rauðlaukur, saxaður 3 msk. rifinn parmesanostur 6 þunnar sneiðar hráskinka 2 tsk. ferskt tímían balsamedik salt og pipar

1. Hitið ofninn í 220°C. 2. Hitið 2 msk. olíu á pönnu við miðlungshita. Bætið lauk og eldið þar til hann er gullinn, um 8-12 mínútur. Bætið við ediki og worcestershire-sósu. Lækkið hita og látið krauma þar til vökvinn er horfinn. Bragðbætið með salti og pipar. 3. Hitið 1 dl af olíu á pönnu við miðlungshita. Bætið við hvítlauk og steikið þar til hann byrjar að brúnast, í 2-3 mínútur. Hellið olíu í skál og geymið. 4. Grillið papriku. Geymið í litlum pappírspoka í 10 mínútur. Flysjið húðina af og fræhreinsið og skerið í þunnar sneiðar. 5. Setjið útflatt deigið á bökunarpappírnum á bökunarplötuna. Penslið yfir deigið með hvítlauksolíunni. Stráið rifnum mozzarella-osti yfir, því næst balsamedik-lauknum og paprikunni og sáldrið að lokum parmaesanosti yfir deigið. 6. Bakið í u.þ.b. 15 mínútur. Takið pítsuna út og og raðið hráskinkunni yfir eins og sést á myndinni. Dreifið fersku tímíani yfir. Bakið í 30 sekúndur. Þegar pítsan er tekin út er gott að hella smávegis af balsamediki yfir hana og dreifa ef til vill klettasalati yfir.

upplýsingar um vörur og söluaðila sjá facebook.com/Godgaeti/ og www. wewalka.is


HAUS salöt asísk

Eldheitt kúrbítssalat uppskrift á blaðsíðu

94

50

Gestgjafinn


KJÚKLING LTA UR O H

100% kjúklingur Allur Holta kjúklingur er 100% náttúrulegur. Þú getur verið viss um að þegar þú kaupir Holta kjúkling ertu að fá vöru sem nýtur virðingar hjá meistarakokkum, hvar sem þá er að finna.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


HAUS

Bakaðar kartöfluskífur með beikoni

Einfaldlega beikon Umsjón: Kristín Dröfn Einarsdóttir Myndir: Óli Magg Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Pottréttur með nautakjöti, beikoni og rauðvíni 52

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


Haus

Spergilkálssalat með beikoni

Baka með beikoni og púrrulauk

Gestgjafinn

53


HAUS

Sinnepskjúklingur með beikoni

54

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


Haus

Pastasalat með beikoni og grænum baunum

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

Gestgjafinn

55


einfaldlega

Sinnepskjúklingur með beikoni fyrir 3-4

Bakaðar kartöfluskífur með beikoni

Spergilkálssalat með beikoni

þétt upp. Vefjið beikoni utan um brauðið og skerið hverja rúllu varlega

fyrir 4-6

í tvennt. Raðið á ofnplötu og bakið

fyrir 4-6 4 msk. dijon-sinnep

rjómaostablöndunni og rúllið þeim

8 beikonsneiðar

í ofninum í u.þ.b. 20 mín. eða þar til

1 tsk. paprikuduft

30 g smjör, brætt

1 haus spergilkál, smátt skorið

beikonið hefur eldast hæfilega. Látið

nýmalaður svartur pipar

1 msk. olía

3-4 gulrætur, rifnar

kólna lítillega áður en borið fram.

100 g beikon, skorið í bita

1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir

2 vorlaukar, smátt saxaðir

1 laukur, saxaður

gróft sjávarsalt

70 þurrkuð trönuber, söxuð

2-3 msk. olía

nýmalaður svartur pipar

100 g pekanhnetur, ristaðar og

u.þ.b. 600 g úrbeinuð kjúklingalæri

500-600 g kartöflur

gróft saxaðar

eða kjúklingabringur

u.þ.b. 10 rauðir perlulaukar,

4 dl kjúklingasoð

afhýddir og skornir í tvennt

Blandið saman dijon-sinnepi,

Baka með beikoni og púrrulauk fyrir 6

Steikið beikon þar til það er stökkt,

nokkrar tímíangreinar

látið kólna og skerið í bita. Blandið

bökubotn:

6-8 beikonsneiðar

öllu sem fer í salatið saman og setjið

200 g hveiti

salatsósu saman við.

1 tsk. salt

papriku og svörtum pipar. Makið

3 msk. sýrður rjómi

blöndunni vel á kjúklingakjötið

Hitið ofn í 220°C. Blandið saman

og látið standa í a.m.k. 30 mín.

smjöri, olíu, hvítlauk, salti og pipar.

salatsósa:

100 g kalt smjör, í bitum

Steikið beikon á pönnu þar til það

Sneiðið kartöflurnar mjög þunnt,

100 g majónes

1-2 msk. ískalt vatn

er stökkt, takið af pönnunni og

best er að nota mandólín. Penslið

2 msk. hunang

skiljið fituna eftir. Steikið laukinn

vel af smjörblöndunni í lítið eldfast

1 msk. rauðvínsedik

fylling:

upp úr beikonfitunni þar til hann er

mót og raðið kartöflunum í formið

½ tsk. chili-flögur

200 g beikon, steikt og saxað smátt

mjúkur, takið af pönnunni og setjið

þannig að þær standa upp á brún.

gróft sjávarsalt

1 púrrulaukur, smátt sneiddur

saman við beikonið. Setjið 1 msk. af

Setjið perlulauk og tímían inn á

nýmalaður svartur pipar

200 g rifinn ostur

olíu á pönnuna (ef þarf) og steikið

milli skífanna og penslið restinni

kjúklinginn þar til hann hefur brúnast

af smjörblöndunni yfir. Bakið í ofni

Blandið öllu saman og bragðbætið

3 egg

fallega (hann þarf ekki að eldast í

í u.þ.b. 60 mín. eða þar til þær eru

með salti og pipar.

4 dl matreiðslurjómi

gegn). Takið hann af pönnunni og

eldaðar í gegn. Setjið álpappír yfir

setjið soðið út á, notið sleif eða

formið ef kartöflurnar fara að brúnast

spaða til þess að ná öllu vel af botni

of mikið. Steikið beikonið á pönnu,

pönnunnar. Setjið síðan beikon, lauk

látið það kólna og myljið síðan yfir

og kjúkling aftur út á pönnuna og

kartöflurnar þegar þær eru bornar

Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum

látið þetta malla við vægan hita í

fram.

20 stk.

150 g hveiti

gróft sjávarsalt nýmalaður svartur pipar múskat á hnífsoddi Hitið ofn í 190°C. Setjið hveiti og salt í matvinnsluvél og blandið. Bætið

15-20 mín. eða þar til kjúklingurinn er

sýrðum rjóma og smjöri saman

eldaður í gegn. Bragðbætið með salti

10 fransbrauðsneiðar

við og látið vélina ganga í stuttum

og pipar eftir smekk.

200 g rjómaostur

slögum þar til blandan líkist mjög

100 g döðlur saxaðar

grófri brauðmylsnu. Setjið vatn út í

50 g valhnetur, saxaðar

og blandið saman með gaffli, hnoðið

hnefafylli graslaukur, smátt

deigið létt saman á hveitistráðu

saxaður

borði. Pakkið deiginu í plast og setjið

u.þ.b. 20 beikonsneiðar

í kæli í 30 mín. Fletjið deigið þá út og setjið í bökuform, pikkið botninn með

Hitið ofn í 190°C. Skerið skorpuna

gaffli. Dreifið beikoni, púrrulauk og

af brauðinu og fletjið sneiðarnar

osti í bökubotninn. Pískið saman egg

út með kökukefli. Blandið saman

og hveiti, gott er að nota hrærivél eða

rjómaosti, döðlum, valhnetum og

þeytara í þetta. Setjið rjóma saman

graslauk. Bragðbætið með salti og

við í litlum skömmtum og hrærið vel

pipar. Smyrjið brauðsneiðarnar með

á milli til að forðast kekki. Setjið salt og pipar saman við ásamt múskati. Hellið þessu varlega í bökuformið, gætið þess að allt dreifist vel. Bakið í 30-40 mín. eða þar til miðjan á bökunni hefur stífnað lítillega.

56

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


Haus

Pottréttur með nautakjöti, beikoni og rauðvíni

8-10 perlulaukar, afhýddir

var frá út í pottinn og látið þetta

hlynsírópi og salti og pipar. Sjóðið

200-300 g kartöflur, heilar ef litlar,

malla saman án loks í 30-40 mín. eða

pastaskrúfur skv. leiðbeiningum á

annars skornar í stóra bita

þar til vínið hefur soðið niður um

pakka. Þegar u.þ.b. ½ mín. er eftir af

150 g sveppir, heilir ef litlir annars

u.þ.b. helming. Setjið þá kartöflur,

suðutímanum er baununum bætt

gróft skornir

sveppi, tómatmauk og tímían út í og

út í pottinn. Sigtið vatnið frá og

Þessi uppskrift virkar svolítið flókin

1 lítil dós (70 g) tómatmauk

hellið soði saman við þannig að það

hellið salatsósunni strax saman við

en er það í raun ekki heldur tekur hún

lauf af 2-3 ferskum tímíangreinum

rétt fljóti yfir allt saman. Látið þetta

á meðan pastað og baunirnar eru

bara svolítinn tíma, en það þarf ekkert

4-5 dl nautasoð

malla við vægan hita í u.þ.b. 1 klst.

heitar. Látið kólna. Blandið vorlauk

að standa yfir henni. Best er að leggja

gróft sjávarsalt

Bragðbætið með salti og pipar.

og klettasalati saman við pastað og

kjötið í löginn kvöldinu áður til að

nýmalaður svartur pipar

Fyrir 4

betri. Einnig má elda þenna rétt 1-2

Blandið saman lauk, gulrótum, selleríi,

dögum áður en hans er neytt því þá

hvítlauk, rauðvíni, lárviðarlaufi og

Pastasalat með beikoni og grænum baunum

er grænmetið og kjötið búið að taka

nautagúllasi. Látið þetta liggja saman

fyrir 6

sig og draga í sig allt góða bragðið.

í 2-3 klst. eða það sem betra er, í kæli

spara tíma og þá verður rétturinn líka

bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Eins getur verið gott að dreypa svolítið af jómfrúarólífuolíu yfir. Fylgihlutir eru frá Húsgagnahöllinni og í einkaeign.

yfir nótt. Sigtið rauðvínið frá og setjið

2 hvítlauksgeirar, fínt rifnir

1 laukur, saxaður gróft

til hliðar. Takið kjötið frá grænmetinu

3 msk. balsamedik

3-4 gulrætur, skornar gróft

og blandið saman við hveiti, setjið

1 msk. hlynsíróp

2-3 sellerístilkar, saxaðir gróft

til hliðar. Steikið beikon þar til það

gróft sjávarsalt

4-5 hvítlauksgeirar, marðir

nálgast að verða stökkt, bætið kjötinu

nýmalaður svartur pipar

½ lítri rauðvín

saman við og steikið þar til það

200 g pastaskrúfur

2 lárviðarlauf

hefur brúnast fallega. Mögulega þarf

2 dl frosnar grænar baunir

500 g nautagúllas (gott að hafa

að gera það í nokkrum skömmtum.

2 vorlaukar, smátt saxaðir

bitana nokkuð stóra)

Bætið grænmetisblöndunni sem

1 poki klettasalat, eða annað grænt

olía til steikingar

eftir er í sigtinu saman við og

salat

1 dl hveiti

steikið í nokkrar mín. Setjið perulauk,

150 g beikon, skorið í bita

tómatmauk og rauðvínið sem sigtað

Blandið saman hvítlauk, balsamediki,

Fágaður ilmur einstakt bragð Handgert í meira en 100 ár Fullkominn Fullorðinsdrykkur [ en auðvitað án áFengis ]

Sölu umboð á Íslandi Drykkur ehf. www.drykkur.is www.fentimans.com Gestgjafinn

57


HAUS

Upplifðu San Francisco – matur og menning!

58

Gestgjafinn


mm ke

tilega r

s

tilega r

n Francisc

n Francisc s

Appetit Magazine besta sælkeraborgin í landinu á undan stóra eplinu. Í Kaliforníu er gott aðgengi að fjölbreyttu hráefni og vínin úr fylkinu eru spennandi. Óhætt er því að mæla með þessu svæði fyrir ferðaáhugafólk og sælkera, af nægu er að taka! San Francisco er nær en við höldum sérstaklega eftir að WOWair hóf beint áætlunarflug þangað. Flugið tekur um 8 tíma sem líða ótrúlega hratt enda fer vel um gesti í glænýrri risabreiðþotu félagsins þar sem sætabilið er gott. Þess má geta að WOWair flýgur einnig til Los Angeles og því möguleiki á að fljúga til annarrar borgarinnar og heim frá hinni. Hér eru nokkrar spennandi ábendingar um áhugaverða hluti að gera og upplifa í borginni fyrir væntanlega ferðalanga. Bon voyage!

s ta

um

Sa

o

eyndir

Golden Gate-brúin var byggð á 4 árum.

ðr

n Francisc

No k k r a r

tilega r

Sa

Sa

mm ke

um

o

40 veitingastaðir skarta Michelinstjörnu

eyndir

S

an Francisco er vinsæll áfangastaður ferðamanna og skal engan undra því borgin er einstaklega falleg á sinn sérstaka hátt þar sem spor- og togbrautarvagnar liðast upp í hæstu hæðir og flóinn blasir við með sínum 12 eyjum sem tengjast með stórfenglegum brúm. Borgin er þéttbýl með um 835 þúsund íbúa af mismunandi uppruna og menningin er fjölskrúðug en stærsta Gay Pride í heiminum er einmitt haldið í San Francisco. Andrúmsloftið er afar afslappað og auðvelt er að ferðast um fótgangandi. San Francisco er paradís fyrir lífskúnstnera sem vilja njóta og upplifa í mat og drykk en borgin er ein mesta sælkeraborg Bandaríkjanna á eftir New York, og þó, því árið 2015 var hún kosin af Bon

s ðr

No k k r a r

mm ke

ta

s

um

o

eyndir

Það eru 4.448 veitingastaðir á San Franciscosvæðinu.

ðr

No k k r a r

ta

s

Haus

Gestgjafinn

59


Borgin

10 Hlutir að gera 1

Farðu yfir Golden Gate-brúna, hún er konfekt fyrir augað og flestir sem heimsækja borgina vilja líta hana augum.

Hún er sennilega frægasta brú í heimi en á degi hverjum fara um 120.000 bílar yfir hana.

2

Það ætti enginn að koma til San Francisco nema heimsækja hið alræmda og þekkta fangelsi Alkatraz

og útsýnið yfir borgina er einstaklega fallegt. Farið er með ferju frá Pier 33 en nauðsynlegt er að panta aðgöngumiða

um

Sa

o

eyndir

Uber byrjaði í San Francisco og þar eru um 3.000 skráðir Uber-bílar.

ðr

No k k r a r

Bandaríkjanna dvalið. Eyjan er á miðjum San Francisco-flóa

tilega mm r s ke ta

s

sem er á samnefndri eyju, þar hafa frægustu sakamenn

fyrir fram, alcatrazcruises.com.

3

Ferðastu um í spor- og togbrautarvögnum sem setja sannarlega svip sinn á borgina. Vagnarnir eru eitt af

sérkennum San Francisco en þeir hafa verið í notkun allt frá byrjun 20. aldar. Vagnarnir eru kallaðir Cable cars af borgarbúum, sfcablecar.com.

4

Fisherman´s Wharf, staðsett við Pier 39, er líflegt

n Francisc

hafnarsvæði þar sem allt iðar af mannlífi. Þar eru

tilega r

við sjóinn. Fisherman´s Warf er einn vinsælasti staðurinn

s

meðal ferðamanna.

um

Sa

o

eyndir

43 hæðir eru í San Francisco, sú hæsta og þekktasta heitir Twin Peaks.

ðr

No k k r a r

mm ke

ta

s

verslanir og veitingastaðir og sæljón liggja á prömmum

5

Kínahverfið er á Grant Avenue og Bush street. Þar er tilkomumikið hlið sem kallað er Drekahliðið eða

„Dragon´s Gate“. Kínahverfið í San Francisco er það elsta og jafnframt eitt stærsta í Bandaríkjunum en það byrjaði að myndast í kringum 1840. Mesta lífið er á Grant Avenue sem er elsta gata borgarinnar. Þarna iðar allt af lífi, framandi búðir, veitingastaðir, matarmarkaðir, hof og lítil söfn eru meðal þess sem hægt er að upplifa í Kínahverfinu.

n Francisc

6

Union Square er að finna í miðri borginni og þar getur verið gott að gista, sér í lagi ef stoppað er stutt. Þeir

sem ætla að versla ættu að koma við á Union Square því þar er að finna öll helstu vöruhúsin, hönnunarbúðir og Westfield-verslunarmiðstöðina.

7

Nýlistasafnið Moma (Museum of Modern Art) ætti enginn áhugamaður um listir og menningu að láta fram

hjá sér fara. Safnið er einstaklega skemmtilega hannað og listaverkin eru fjölbreytt og áhugaverð, .sfmoma.org.

8

Ferjubyggingin eða Ferry Building Marketplace fékk andlitslyftingu árið 2003. Inni í byggingunni er að

finna sælkerabúðir og veitingastaði. Á laugardögum er bændamarkaður sem gaman er að heimsækja, þá koma bændur og ræktendur og selja uppskeru og afurðir. Verulega áhugavert svæði fyrir sælkera, ferrybuildingmarketplace.com.

9

Heimsókn í Golden Gate-garðinn, eða Golden Gate Park, eins og hann heitir á frummálinu er skemmtileg

fyrir þá sem vilja slaka á og komast í tengsl við náttúruna. Hægt er að veiða, skoða vísunda, leigja hjól, spila golf eða bara fara í lautarferð t.d. með það sem keypt var á bændamarkaðnum í Ferjubyggingunni.

10

Allir sem koma til San Francisco verða að skoða Lombard Street en það er ein frægasta gatan í

borginni og sú hlykkjóttasta í heimi. Gatan er gríðarlega brött og fallega skreytt blómum – sjón er sögu ríkari.

60

Gestgjafinn


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

.1 verðlaun

.2 verðlaun

.3 verðlaun

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


s

tilega r

s ta

tilega r

s

um

Sa

n Francisc

o

eyndir

Hitastigið í borginni fer sjaldan upp fyrir 21°C og niður fyrir 5°C.

ðr

No k k r a r

mm ke

ta

s

um

o

eyndir

Árið 2014 heimsóttu 1,5 milljón ferðamanna Alkatraz.

ðr

No k k r a r

mm ke

Sa

Borgin

n Francisc

spennandi matsölustaðir í San Francisco Lord Stanley sem er með eina Michelin-

Bar Tartine er skemmtilegur staður með

stjörnu var nýlega kosinn þriðji besti nýi

svolitlum austur-evrópskum áhrifum í bland

matsölustaðurinn í Bandaríkjunum af Bon Appetit-

við kalifornísk. Staðurinn er vinsæll meðal

tímaritinu. Um er að ræða fína en samt einfalda,

heimamanna sem gera kröfur, Bar Tartine

evrópska matargerð. Staðurinn er á Polk Street á

er rómaður fyrir einstaklega góðan brunch,

Russian Hill. Hér þarf að panta borð með fyrirvara,

bartartine.com

lordstanleysf.com. Yank Sing flestum ber saman um að þessi staður

Farallon

The Slanted door er einn af bestu víetnömsku

bjóði upp á besta dim sum sem völ er á í borginni.

stöðunum í San Francisco. Þangað fara

Dim sum er samkvæmt hefðinni borðað í

heimamenn til að borða ekta víetnamskan mat.

hádeginu, oft þarf að bíða eftir borði og stundum

Staðurinn er stór og hægt að sitja úti og horfa

myndast löng röð. Kvöldin eru rólegri á Yank Sing.

á hina stórfenglegu Oakland Bay Bridge en The

Fyrir þá sem ekki vita þá er dim sum matargerð

Slanted Door er staðsettur í Ferjubyggingunni.

kínverskir smáréttir (sjá bls. 10), yanksing.com.

Staðurinn er vinsæll og því vissara að panta borð, slanteddoor.com.

flour+water er ítalskur staður sem opnaði árið 2009 og þar hefur nánast verið fullt út úr

Bellota opnaði nýlega dyr sínar og er nú einn

dyrum síðan, kannski ekki að furða því allt pasta

af heitustu stöðunum en þar er boðið upp á

þar er handgert og pítsurnar í anda Napoli. Þarna

spænska rétti og drykki frá hinum ýmsu héruðum

er þjónustan afslöppuð og umhverfið töff, en

með áherslu á paellu, sjávarfang og viðargrillaða

viturlegt er að panta borð eða mæta snemma,

rétti. Spennandi kostur fyrir sælkera. Við mælum

flourandwater.com.

með að panta borð með góðum fyrirvara, bellotasf.com.

Farallon er þekktur sjávarréttastaður staðsettur á Union Square í hjarta borgarinnar. Þar er hægt

Lolinda er argentískt steikhús þar sem einnig er

að fá sjávarréttabakka, ostrur og fleira sjávarfang.

hægt að fá smárétti. Staðurinn er vinsæll hjá yngri

Farallon er fínn staður þar sem umhverfið er hluti

kynslóðinni en gaman er að drekka hanastél úti á

af upplifuninni. Staðurinn er allur settur skrauti og

veröndinn þar sem útsýnið er gott. Staðurinn er

loftið í hvelfingum, stíllinn er svona „art nouveau,

rómaður fyrir verulega góðar steikur, lolindasf.com.

sjón er sögu ríkari, farallonrestaurant.com.

Mourad er verulega spennandi staður sem

Foreign cinema er einstaklega skemmtilegur og

hlotið hefur Michelin-stjörnu. Matargerðin er

rómantískur matsölustaður og kvikmyndahús, já

marókkósk og framsett á einstaklega fínlegan

þar er borðað og horft á kvikmynd. Skemmtilegur

máta, einföldustu réttir verða einhvern veginn að

staður þar sem menning og matur koma saman.

bragðsprengju. Hér er nauðsynlegt að bóka borð

Áherslurnar í matargerðinni eru frá Norður-Afríku

og klæða sig upp á, mouradsf.com.

og Miðjarðarhafi, foreigncinema.com.

Akiko’s Restaurant & Sushi Bar er sennilega

Trou Normand er skemmtilegur staður þar sem

einn af bestu sushi-stöðunum í borginni. Hann

hægt er að fá sælkera kjötplatta en allt kjötið er

getur verið erfitt að finna og auðvelt að ruglast á

unnið og meðhöndlað á staðnum, úrvals hráefni.

honum og öðrum stað með sama nafni rétt hjá.

Þarna er tilvalið að fara seint, fá sér drykk og

Akiko´s er vel falinn inn í sundi og er ekki með

eitthvað að narta í, trounormandsf.com.

neina merkingu, akikosrestaurant.com.

62

Gestgjafinn


HVÍ TA HÚ S IÐ / S ÍA 13-1292

gómsætar grillpizzur Galdurinn við að grilla pizzu er að ná upp nógu miklum hita í grillið svo að osturinn bráðni. Það getur verið gott að baka pizzuna yfir óbeinum hita og að sjálfsögðu nota ost sem bráðnar hratt eins og Gott í matinn pizzaostinn. Bættu við rjómaosti og fetaosti til að gera grillpizzurnar algjörlega ómótstæðilegar.


tilega r

s

um

Sa

o

eyndir

Oakland Bay brúin er upplýst með 25.000 led-ljósum sem blikka, en þó aldrei eins.

ðr

No k k r a r

mm ke

ta

s

Borgin

n Francisc

Buena vista

Áhugaverðir barir í San Fracisco Whitechapel Gin Bar Einn heitasti barinn í borginni. Hann er hannaður eins og neðanjarðarlestarstöð í London og veggirnir eru skreyttir með glærum eimingartunnum, því staðurinn framleiðir gin. Þetta gefur þessum geggjaða stað skemmtilegt yfirbragð og eykur á víraða stemninguna sem er óhefluð svo ekki láta ykkur bregða! Þarna er hægt að fá léttan mat í kráarstíl sem er innblásinn af Bangladesh- matargerð. Boðið upp á hanastél úr gini, whitechapelsf.com.

Buena vista

Hér færðu

Gestgjafinn

o

n Francisc

64

Sa

ABV 3174 16th St, San Francisco, CA 94103 abvsf.com

No k k r a r

Í borginni eru skráð 223 hótel.

um

Gott´s Ferry Building, San Francisco, CA 9411 gotts.com

s

eyndir

Huxley 846 Geary St. San Francisco, CA 94109 huxleysf.com

tilega r

ðr

4505 Burgers & BBQ 705 Divisadero (Grove St.), San Francisco, 94117 4505meats.com/4505burgers-bbq/

mm ke

ta

hamborgara

s

góða

Vinsæll og frægur bar. Hann er sérstaklega þekktur fyrir gott írskt kaffi (irish coffee) sem lagað er með miklum tilþrifum og sjónarspili, og jú það er mjög gott! Buena vista kynnti írskt kaffi fyrir Ameríkönum árið 1952 þegar blaðamaður einn var að ferðast frá Írlandi til Bandaríkjanna og prófaði drykkinn. Hann fékk síðar eiganda Buena vista til að reyna að finna út úr því hvernig hann var búinn til. Það tókst svo vel að margir koma langa leið til að fá sér írskt kaffi á staðnum, thebuenavista.com.

Top of the Mark Þessi bar er fyrir þá sem vilja útsýni. Hann er staðsettur á eftstu hæð á Intercontinental hóteli Mark Hopkins á Nob Hill. Staðurinn var vinsæll meðal fína fólksins en Judy Garland, Elvis Presley, Charle de Gaulle og Elisabeth Taylor hafa verið meðal gesta. Barinn og umhverfið er í sjálfu sér ekki spennandi en útsýnið er guðdómlegt og því alveg þess virði að fá sér eitt hanastél þar, intercontinentalmarkhopkins.com.



veitingahúsarýni

R ý n i n

Mikið hefur verið spurt um veitingahúsarýnina sem var fastur liður hér í blaðinu um árabil. Þess vegna hóf þátturinn aftur göngu sína á haustdögum 2015. Formið er með svipuðu sniði, gagnrýnendur ávallt tveir, þær Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir, ritstjóri Gestgjafans, og Sigríður Björk Bragadóttir, eigandi Salt eldhúss og fyrrverandi ritsjóri Gestgjafans. Fyrirkomulagið er þannig að rýnarnir mæta á staðinn og smakka hvor um sig 3 mismunandi rétti; forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Rýnarnir eru eins og hverjir aðrir gestir og ekki er sérstaklega matreitt fyrir þá.

Fiskfélagið var stofnað af Lárusi Gunnari Jónssyni matreiðslumeistara árið 2008 og hefur því verið starfandi í 8 ár en húsnæðið sem Fiskfélagið er í er mun eldra eða frá því 1884 og gengur undir nafninu Zimsen byggingin. Húsið var áður staðsett beint á móti Lækjartorgi til norðurs en var síðan flutt að Grófutorgi og gert upp í þeirri mynd sem það er nú. Fiskfélagið er staðsett í kjallara hússins og hægt er að sitja úti á sumrin. Litla tjörn er að finna við hlið inngangsins en þar fyrir ofan er eldhús staðarins og sést glitta í matreiðslumeistarana á þönum í eldhúsinu. Áherslurnar í matargerð staðarins eru eins og nafnið gefur til kynna á sjávarfang sem matreitt er á skapandi hátt með íslenska náttúru að leiðarljósi af orkumiklu og hressu teymi kokka sem sækja sér innblástur til ýmissa landa.

Vínglas er frá: 1.500 kr.-2.500 kr. Vínflaska, ódýrust, rautt: 5.900 kr. WOLF BLASS SHIRAZ Ástralía. Vínflaska, ódýrust, hvítt: 5.900 kr. EL COTO BLANCO RIOJA, Spánn. Vínflaska, dýrust, rautt: 46.000 kr. CHATEAU CANTENAC BROWN, Margaux 2010. Frakkland Vínflaska, dýrust, hvítt: 25.500 kr. LOUIS LATOUR PULIGNY-MONTRACHET, BOURGOGNE. Bourgogne ´11 Frakkland

Matur: 9 Þjónusta: 8 Umhverfi: 9,5 Heild 9

Sirrý

Fiskfélagið

Hanna

Fyrstu hughrif:

Skyndibiti og götumatur Kaffihús og barir Meðalfínir Fínir

66

Gestgjafinn

Matur: 9 Þjónusta: 9 Umhverfi: 8,5 Heild. 9

Þjónustan:

Aðkoman að Fiskfélaginu er skemmtileg enda staðurinn í afar fallegu uppgerðu gömlu húsi. Gengið er niður á verönd þar sem hægt er að sitja úti, þar er tjörn og brú fyrir ofan. Lítill gangur er það fyrsta sem blasir við þar sem tekið er á móti gestum, svolítið þröngt en hlýlegt. Staðurinn er fremur lítill og dökkur, veggirnir eru hlaðnir og allt í frekar röff stíl þar sem kopar, svörtu, brúnu og karrígulu er blandað saman. Fyrir aftan barinn eru flúraðir steinbogar sem eru lýstir upp með neonljósi. Kerti sjást víða og veggir eru skreyttir með kveðjum frá gestum, svo fátt eitt sé nefnt, allt verulega töff og trúverðugt, ekta!

Við þurftum ekkert að bíða þegar við mættum, okkur var strax boðið að taka af okkur yfirhafnir og síðan vísað á barinn. Við fengum kokteilaseðilinn sem var vel uppsettur og spennandi. Einnig fengum við matseðlana til að skoða. Ungur strákur sá um okkur þetta kvöld en staðurinn var þétt setinn og mikill erill og ekki laust við að þjónninn væri svolítið stressaður en gerði sitt vel og útskýrði matseðilinn af öryggi. Vatnskanna var á borðinu sem við sáum um sjálfar, eitt hvítvínsglas gleymdist en kom á innan við 30 sekúndum eftir að við vöktum máls á því. Mjög passleg lengd var á milli rétta.

Aðkoman að veitingastaðnum er falleg og sérstök. Tveir gluggar vísa inn í eldhúsið þegar komið er að staðnum og gaman að sjá glitta í kokkana á þönum og skapar það ásamt tjörninni fyrir utan skemmtilega stemningu og væntingar fyrir kvöldið. Fiskfélagið er vel heppnaður en fyrst og fremst hlýlegur staður og staðsetningin frábær.

Vel var tekið á móti okkur og okkur boðið sæti við barinn þar sem var boðið upp á að taka yfirhafnir, okkur færður drykkjaseðill og leyft að kíkja á matseðla. Fordrykkjaseðillinn er spennandi, margir flottir kokteilar í boði en þeir eru aftur komnir í tísku sem er gaman því þar fá barþjónar að njóta sín. Einkenni þjónustunnar var fagmennska, bæði hlýleg og notaleg og þjónar nokkuð vel upplýstir um réttina.


Matseðill, Hanna

Matseðill Sirrý:

Forréttur: MALASÍA – VATNSMELÓNA brenndur & maríneraður túnfiskur með vatnsmelónu, sítrónugrasgranítu, lárperukremi & sesam-sinnepsdressingu. 3.900 kr. Aðalréttur: ÍRLAND – BJÓR Hægeldaðir bleikjubitar & steiktur humar, íslensk hörpuskel & bjórgljáðir ætiþistlar, eplakúlur & dill vinaigrette með bjórfroðu. 4.800 kr. Eftirréttur: KÚBA – MYNTA Mjúk manjari súkkulaðimús með praline fyllingu, lime og myntu gel með kristölluðum möndlum og súkkulaði stein með piparmyntusorbet. 2.590 kr.

Forréttur: VÍETNAM – VORLAUKUR Steiktur humar og ristaður smokkfiskur með vorlauks mayonnaise, krydduð humar vinaigrette og engifer, sýrðar gulrætur, sneiddur chili og hvítlauks flögur. 3.900 kr. Aðalréttur: ÍSLAND – RAUÐRÓFA Gljáður lambaframpartur og steikt lamba mjöðm, steiktir sveppir og saltbökuð rauðrófa með sítrónu blóðbergs soðgljáa og ísbúafroðu. 5.900 kr. Eftirréttur: KÍNA – BLÓÐAPPELSÍNA Karmelaður hvítsúkkulaði-ganace og ylvolg dulce-kaka með blóðappelsínukrapís og mandarínukremi. 2.590 kr.

Samtals: 11.290 kr.

Samtals: 12.390 kr.

Maturnn: Eins og á flestum matsölustöðum var borið fram brauð á fallegu trébretti með létthrærðu smjöri, mjög gott. Á meðan við biðum eftir matnum var okkur færður lítill smakkréttur. Forrétturinn: Rétturinn var einstaklega fallega settur upp á disk, ég æltaði varla að tíma að borða hann. Túnfiskurinn var skorinn í þykka bita og melónukúlur allt í kring, lótusblóm lagt fallega ofan á og svo var sósunni hellt yfir fyrir framan mig. Bragðið var ekki síðra enda hráefnið fyrsta flokks, túnfiskurinn fullkomlega eldaður og ferskleikinn frá melónunni vann á móti saltinu. Góð bygging í þessum rétti, passleg blanda af stökku og mjúku. 9/10 Aðalrétturinn: Bragðgóður réttur, bleikjan bráðnaði uppi í mér og skemmtilegt að bera fram sætan lauk með fiski. Þessi réttur var samt

Brauð var borið fram fyrst, nýbakað og volgt með góðu smjöri. Smakkréttur kom síðan á borðið, mjög góður og fallega fram borinn. Forréttur: Þessi humarréttur er einn sá besti sem ég hef smakkað og líka einstaklega fallegur fyrir augað. Ég hreinlega lygndi aftur augunum og naut hans. Humarinn fullkomlega steiktur og smokkfiskurinn undurmjúkur og góður, ég vissi ekki að smokkfiskur gæti verið svona góður. Samsetning á disknum virkaði vel, passað upp á að hafa hvorutveggja stökkt og mjúkt og sósurnar einstaklega góðar. 9,5/10 Aðalréttur: Mér lék forvitni á að vita hvernig þeir hjá Fiskfélaginu matreiða lamb þar sem ég hef alltaf fengið mér fisk í fyrri heimsóknum mínum og minn uppáhaldsréttur hjá þeim er saltfiskrétturinn. Lambið var matreitt á

Samantekt: svolítið úr takti við forréttinn og eftirréttinn sem voru sérlega lekkerir og fínlegir. Mjög mikið var látið á diskinn og stíllinn var svona allt í einni hrúgu, sem sagt ekki eins fín framsetning og á forréttinum en verulega vel útilátið. Mjög bragðgóður réttur en of mikið í gangi fyrir mitt leyti. 8/10 Eftirrétturinn: Með betri eftirréttum sem ég hef smakkað! Súkkulaðimúsin var eins og konfekt enda fyllt með praline og myntuísinn var sérlega ferskur og kaldur á móti höfugu súkkulaðinu. Gott jafnvægi á milli þess sem var mjúkt og stökkt í réttinum. Framsetningin einkar falleg, allt sett á annan hluta disksins. Þetta er svona réttur sem maður tekur bara litla bita af í einu, lygnir aftur augunum og nýtur. 9,5/10

tvo vegu, annars vegar nýtt lambakjöt og hins vegar léttreykt, hvorutveggja mjög bragðgott og fullkomlega steikt. Diskurinn var afar fallegur, mikil litagleði í gangi og ísbúafroðan skemmtilegt meðlæti með kjöti. Einstaklega fallegur réttur, dökkrautt grænmeti og laukar með nýsprottnu grænu káli, allt gekk vel saman. 8/10 Eftirrétturinn: Ég gæti alveg hugsað mér að fá að vita hvernig þeir á Fiskfélaginu gera karamellukökuna, ég get ekki hætt að hugsa um hana, uppskriftina takk! Mjög fallega fram borinn réttur. Hér er aftur hugsað út í að hafa samræmi á milli þess að hafa mjúkt, stökkt, volgt og kalt og að rétturinn hafi bit sem skiptir svo miklu máli í samsetningu á rétti. Eftirrétturinn var alls ekki of sætur, sem ég er mjög hrifin af því þá verður hann hluti af máltíðinni og stendur fyrir sínu. 9/10

hugleiðingar:

Fiskfélagið er sannarlega staður sem hægt er að mæla með fyrir fólk sem gerir kröfur í matargerð. Það er skemmtileg stemning á staðnum og umhverfið er töff en í senn notalegt. Það kom mér á óvart hversu lítill staðurinn er en um leið verður allt einhvern veginn persónulegra. Ég verð að minnast á matseðlana og uppsetningu þeirra sem ég var einstaklega hrifin af. Réttirnir eru tengdir og nefndir eftir löndum og því óhætt að segja að Fiskfélagið leiki sér í hinni svokölluðu fusion-matargerð þar sem þeir leika sér með íslenskt hráefni í bland við matarhefðir frá hinum ýmsu löndum. Vínseðill Fiskfélagsins er einstaklega vel upp settur og góð breidd í vínunum hjá þeim, kostur að hægt sé að fá nokkuð góð vín undir 8.000 kr.

Nú eru skemmtilegir tímar fyrir sælkera á Íslandi því varla líður sú vika að ekki sé nýr staður opnaður á landinu. Það sem enn betra er að mikill meirihluti veitingageirans virðist leggja metnað bæði í mat og umhverfi og íslenskt hráefni og matarhefðir eru í tísku! Ísland er á góðri leið með að verða sælkeraland. Ég efast ekki um að þetta blómaskeið eigi rætur sínar að rekja til erlendra ferðamanna og er ég þeim einstaklega þakklát því án þeirra gæti þessi fjöldi veitingahúsa ekki þrifist í 320.000 manna samfélagi. Sú hætta er auðvitað fyrir hendi að einhver veitingahús hugsi sem svo að ferðamenn komi ekki aftur og því sé hægt að bjóða hvað sem er á uppsprengdu verði. Eflaust gera það einhverjir, þeim hinum sömu spái ég ekki langlífi en Fiskfélagið lengi lifi.

Réttirnir á Fiskfélaginu gleðja augað og sumir hverjir eru algjört listaverk, sem er mikilvægt því við notum jú öll skynfærin þegar við njótum matar. Á þessum stað er hægt að ganga að gæðunum vísum og eftir áralanga keyrslu er mjög góður stöðugleiki á öllu á staðnum. Við Reykvíkingar getum verið stoltir af þeirri fjölbreyttu flóru veitingastaða sem er að finna í bænum, erlendir ferðamenn eru orðlausir yfir gæðunum á veitingastöðum í borginni og segja enga hliðstæðu annars staðar miðað við höfðatölu.

Við höfum áður nefnt og gagnrýnt að stundum sé of mikið í gangi á diskunum á veitingastöðum í Reykjavík, þeir séu stundum ofhlaðnir af bragðtegundum. Hjá Fiskfélaginu finnst mér þetta ganga vel upp, þó svo kannski einhver einstakur réttur falli undir þetta. Kokkarnir nostra við útlit réttanna, ekki síður, en að hafa þá bragðgóða, þú getur til dæmis fengið þér einn rétt og vínglas og átt mjög góða upplifun og verið saddur og sáttur. Ein lítil ábending til þjóna sem á við um þjóna á öðrum veitingastöðum líka. Á flottum veitingastað er ekki við hæfi að fara út í reykingapásu og koma síðan beint að borði viðskiptavinar angandi af reykingalykt, endilega notið myntu eða reykið eftir vinnu. Gestgjafinn

67


ta

Helgar pas

Uppskriftin byggir á klassískri ítalskri pastasósu sem kallast Fra Diavolo og er heiti á sterkri sósu úr tómötum og chili sem er vinsæl m.a. fyrir sjávarrétti. Verið óhrædd við að prófa ykkur áfram með chiliflögurnar en við mælum með réttinum vel sterkum. Umsjón: Helga Sif Guðmundsdóttir Myndir: Óli Magg Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Linguini með rækjum fyrir 4 4 msk. ólífuolía ásamt nokkrum

við. Steikið í stutta stund eða þar

skvettum í lokin

til hvítlaukurinn ilmar og er orðinn

450 g ósoðnar tígrisrækjur

mjúkur. Bætið við tómötum, víni,

5 hvítlauksrif, sneidd þunnt

óreganó og smávegis salti. Látið

4 ansjósuflök, skorin í smáa bita

suðu koma upp, lækkið þá hitann og

2 tsk. chili-flögur

hrærið í við og við á meðan sósan

2 dósir tómatar

þykknar. Sjóðið pastað á meðan.

120 ml þurrt hvítvín 3 greinar ferskt óreganó, laufin

Sjóðið pasta í söltu sjóðandi

tínd af

vatni samkvæmt leiðbeiningum á

salt

pakkningu. Þegar pastað er soðið

350 g linguini-pasta

er 1 dl af pastavatninu sett til

1 dl steinselja, söxuð

hliðar og restinni hellt af. Blandið

handfylli rifinn parmesanostur

sósunni saman við pastað og notið pastavatnið sem var sett til hliðar ef

Hitið 1 msk. af ólífuolíu á pönnu

þurfa þykir. Berið fram með saxaðri

á miðlungsháum hita. Bætið við

steinselju og rifnum parmesanosti

rækjunum og eldið þar til þær eru

ef vill.

næstum eldaðar í gegn um það bil í 1 mínútu á hvorri hlið. Bætið við 3 msk. af ólífuolíu og síðan er hvítlauk, ansjósum og chili-flögum bætt

68

Gestgjafinn


Haus

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.

Gestgjafinn

69


búðaráp

Á haustin dettum við í kósígírinn, kveikjum á kertum og gerum huggulegt í kringum okkur. Margir fyllast löngun til að endurskipuleggja líf sitt eða láta sér nægja að taka aðeins til í eldhúsinu, bæta við skápum, kaupa nýjan kúst eða bara servíettur í sætum lit. Við fundum til eitt og annað skemmtilegt og allt í haustlitunum.

2

1

3

4

5

6

Umsjón: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: frá framleiðendum

7

8

11

9

10

1 Hammershoi-salatsett frá Kähler, Módern, 5.290 kr. 2 Vittsjö-hillueining, IKEA, 9.750 kr. 3 Heat-pottastandar, IKEA, 395 kr. 4 Marble-veggklukka, Ilva, 12.995 kr. 5 Kartio-glös frá Iittala, Líf og list, 2 glös í pakka, minni 2.550 kr., stærri 3.560 kr. 6 Bazelarie-skál, Módern, 3.900 kr. 7 Agam-barnastóll, IKEA, 8.950 kr. 8 Yard Etc-handsápa, Snúran, 3.190 kr. 9 Yard Etc-handáburður, Snúran, 4.290 kr. 10 Grunwerg-steikarhnífasett, 4 stykki í kassa, Byggt og búið, 44.995 kr. 11 Vírgrind á vegg, Fakó, 13.900 kr.

70

Gestgjafinn


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Á skítugum skónum?

Það er allt í lagi. Pappelina hefur ekkert á móti því að láta vaða yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti og líður best undir miklu álagi. Þess vegna er hún tilvalinn heimilisvinur, í forstofunni, eldhúsinu, baðherberginu eða nokkurn veginn hvar sem er. Motturnar frá Pappelina hafa farið sigurför um heiminn og fást hjá Kokku. Kíktu á úrvalið í versluninni okkar eða á kokka.is.

laugavegi 47

www.kokka.is

kokka@kokka.is


búðaráp

1

3

2

5

4

6

7

8

9

10

11 12

13

14

1 Eplaskrælari, Fakó, 4.900 kr. 2 Bretti frá Flamant, Heimili og hugmyndir, 7.900 kr. 3 Glerskápur frá Nordal, Heimili og hugmyndir, 55.000 kr. 4 Illusion- viskastykki frá Normann Copenhagen, Epal, 2.500 kr. 5 Acacia-brauðbretti, 3 stk. í pakka, Byggt og búið, 1.795 kr. 6 Frosta-kollur, IKEA, 2.650 kr. 7 Ruutu-vasar frá Iittala, Módern, 44.490 kr. og 28.990 kr. 8 Branch-hitaplatti frá Hay, Epal, 4.600 kr. 9 Fægiskófla og bursti frá Iris Hantverk, Hrím, 6.990 kr. 10 Fantastisk-servíettur, 50 í pakka, IKEA, 475 kr. 11 Hjólaborð, Fakó, 35.000 kr. 12 Issey Miyake-fat frá Iittala, Epal, 9.400 kr. 13 Lixhult-skápar, IKEA, verð frá 3.950 kr. 14 Kobenstyle, eldfast mót, Hrím, 19.990 kr.

72

Gestgjafinn



74

GestgjaďŹ nn


Lokkandi veisla í 101 Sólveig og Grettir buðu í matarboð eitt föstudagskvöld í ágúst sem Gestgjafinn komst á snoðir um. Þau tóku vel á móti gestum í bjartri og fallegri íbúð sinni á Njálsgötu. Ferðabækur og munir frá ólíkum heimshornum prýða íbúðina og hangandi plöntur setja svip sinn á umhverfið. Umsjón: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Gestgjafinn

75


Lokkandi veisla í 101

S

ólveig og Grettir eru miklir gestgjafar og halda reglulega matarboð fyrir vini og vandamenn. Sólveig segir: „Til þess að útskýra matinn betur þá einfaldlega útbjó ég nokkra uppáhalds- réttina mína úr því hráefni sem nýtur sín best núna. Haustið er minn uppáhaldstími af því að ég á afmæli og þá má halda boð og líka vegna þess að þá er uppskerutími. Ég og maðurinn minn erum alltaf að reyna að temja okkur vistvænni lífsstíl og stór hluti í því er að borða stað- og árstíðabundinn mat og minna af kjöti og meira af fiski. Ég er mikill hamfarakokkur og því miður ekki mjög skipulögð í eldhúsinu, eldamennskan er listform fyrir mér og finnst mjög erfitt að fara eftir uppskriftum. Ég er nýjungagjarn sælkeri. Kryddskáparnir í eldhúsinu eru orðnir ansi margir og ég heillast af allskonar matargerð frá öllum hornum heimsins.“ Veislan byrjaði á því að einn af gestum kvöldsins útbjó Gin buck í fordrykk sem borinn var fram í einstaklega töff koparkönnum. Að þessu sinni buðu hjónin upp á þriggja rétta máltíð þar sem réttirnir voru hver öðrum bragðbetri. Í forrétt var boðið upp á framandi tígrisrækjukokteil þar sem notað var ferskt krydd sem blandað var saman við hnetur, mangó og bragðmikla sósu. Aðalrétturinn var parmavafinn skötuselur með tímíani, nýuppteknar kartöflur með grænkáli og ferskum spergli ásamt grófu ólífusalsa. Í eftirrétt var dýrindisbláberjabaka úr ferskum aðalbláberjum sem tínd höfðu verið í Eyjafjarðarsveit, borin fram með þeyttum rjóma og ilmandi kaffi. Við þökkum þeim Sólveigu og Gretti fyrir að leyfa Gestgjafanum að vera með í veislunni og að deila uppskriftunum með lesendum.

76

Gestgjafinn


Meðvitund um árstíðabundinn og vistvænan mat hefur aukist mikið og fólk er almennt meðvitaðra um umhverfið. Flestir reyna eftir bestu getu að nýta þau matvæli sem eru ferskust hverju sinni og koma úr okkar nærumhverfi. Undanfarna áratugi hefur fjölbreytileiki hráefna aukist hér á landi og það hefur gert neytendur forvitnari um erlenda matargerð og íslenskt hráefni féll svolítið í skuggann. Nú er þetta að breytast og því ber að fagna aukinni nýsköpun með íslensk matvæli í bland við spennandi framandi matvæli.

Gestgjafinn

77


Lokkandi veisla í 101

Forréttur framandi risarækjukokteill 1 mangó, saxað 5 skalottlaukar, saxaður handfylli af myntu og kóríander blöndu 60 g kasjúhnetur 1 tsk. ferskur, smátt skorinn, engifer 12 risarækjur (fer eftir stærð) sósan: 125 ml hrísgrjónaedik 50 g hrásykur 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1 chili-aldin, meira eftir smekk 1 límóna, safi 1 tsk. fiskisósa Sjóðið hrísgrjónaedikið og sykurinn saman. Takið af hitanum og bætið hvítlauk og chili-aldini út í. Bætið límónusafanum og fiskisósunni við. Steikið skalottlaukinn þar til hann er orðinn fallega brúnn, setjið laukinn til hliðar. Þennan hluta uppskrifarinnar má gera fyrirfram. Stuttu áður en gestirnir koma má blanda saman mangó, ferskum kryddjurtum, hnetunum, engifer og sósunni. Steikið rækjurnar á pönnu, 1-2 mín. á hvorri hlið. Berið fram í háu glasi eða grunnri skál, skammtið salsa og tyllið 1-2 rækjum í hverja skál.

78

Gestgjafinn



Lokkandi veisla í 101

Aðalréttur Parmavafinn skötuselur 1 kg skötuselur (eða annar feitur fiskur) 6 sneiðar parmaskinka 6 stilkar rósmarín 2 msk. ólífuolía salt og pipar Skerið skötuselinn í sex hluta. Skvettið ólífuolíu á fiskinn, setjið í eldfast mót og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. Setjið einn rósmarínstilk á hvern fiskbita og vefjið parmaskinku utan um. Eldið fiskinn í ofni við 180°C í 20 mín. eða þangað til hann er fulleldaður, fer eftir stærð og þykkt fisksins.

Meðlæti

Bakaðar kartöflur og grænmeti 400-500 g kartöflur 100 g grænkál 100 g ferskur spergill (aspas) 50 g strengjabaunir 1 msk. ólífuolía 1 tsk. gróft salt Forsjóðið kartöflurnar í saltvatni í 10 mín. og skellið svo í ofninn með fiskinum. Setjið kartöflurnar í eldfast mót ásamt grænkáli, spergli og strengjabaunum og hellið ólífuolíu yfir, bragðbætið með salti. Bakið við 180°C í 30-35 mín.

Ólífusalsa 1 chili-aldin 2 dl svartar ólífur 1 hvítlauksrif handfylli af ferskum kryddjurtum (t.d. basilíku, steinselju) 1 stilkur af sellerí 1 sítróna, safi ½ tsk. pipar 1 msk. ólífuolía 1-2 tsk. balsamedik Aðferð: Skerið allt hráefnið nokkuð smátt. Setjið saman í skál og bætið balsamediki við eftir smekk. Áferðin á salsanu á að vera frekar gróf. Gott að gera 1-2 tíma áður en salsað er borið fram til að leyfa hráefnunum að blandast vel saman.

80

Gestgjafinn


Íslensk Íslensk

kalkúnabringa kalkúnabringa

ATA R N A

fullkomnar veisluna

Notum eingöngu íslenskt úrvalshráefni unnið af kjötmeistara Ísfugls

isfugl.is


Lokkandi veisla í 101

Vín kvöldsins: Montes Alpha Chardonnay Gerard Bertrand Viognier Reserve Speciale Baron de Ley Tres Vinas Blanco Reserva

Eftirréttur

Bláberjabaka

Veislugestir

500 g bláber

Setjið berin í form, sáldrið safa,

voru þau

1 tsk. sítrónusafi

berki, kanil og helmingnum af

Arngrímur

2 tsk. appelsínusafi

sykrinum yfir. Blandið saman í

Þórhallsson,

1 tsk. rifinn appelsínubörkur

skál smjöri, hveiti, höfrum, kókos,

Auður Adda

1 tsk. kanill

restinni af sykrinum og saltið.

Þórsdóttir,

130 g sykur

Hnoðið saman. Dreifið deiginu

Hinrik Örn

200 g smjör

óreglulega yfir berjablönduna í

Hinriksson og

70 g hveiti

litlum bitum. Bakið við 180°C í 30-35

Jón Eggert

85 g haframjöl

mín. Berið fram með ís eða rjóma.

Víðisson.

40 g kókosmjöl ½ tsk. salt

82

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


t

Hin fullkomna hönnun Nútímaleg hönnun með hreinum línum, Inox húðaður málmur og stál handföng. Demparar á lömum svo hurðin lokast hljóðlega. Innbyggður kjöthitamælir tryggir fullkomlega eldað kjöt eða fisk í hvert skipti. Innbyggður örbylgjuofn í stíl.

Eldaðu á mörgum hæðum Nú getur þú bæði búið til forrétt, aðalrétt og eftirrétt á sama tíma þökk sé sérstöku loftstreymi sem kemur í veg fyrir að ólíkar lyktir blandist saman.

Engin forhitun Ready2Cook tæknin er öflugt kerfi sem flýtir fyrir því að ofninn nái tilætluðum hita án þess að hann þurfi forhitun. Sparar þér bæði tíma og orku.

Minni tími fyrir meira bragð Með 6th sense tækni getur þú stillt ofninn í 3 einföldum skrefum. Veldu matarflokk á eldavélinni og ofninn finnur sjálfkrafa rétt hitastig og stillingu. Njóttu þess síðan að bragða á meistaraverki þínu.

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRTORGI AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


HAUS

Brauð og salöt - í hollari kantinum Fróðleikur um

spelt

Rúgmjölsbeyglur

Kalt kjúklingasalat

8 stk. 6 kjúklingaleggir

Spelt inniheldur mikið af steinefnum, eins og járn, kopar, mangan og zink, en steinefnin eru nauðsynlegur þáttur í næringu okkar. Steinefni eru ómissandi fyrir bein, tennur, vöðva og blóð.

2 ½ dl volgt vatn

50 g mangó-chutney

1 tsk. þurrger

1 ½ tsk. karrí

2 tsk. hunang

150 ml hrein jógúrt

200 g spelt

50 g majónes

200 g rúgmjöl

1 msk. sítrónusafi

1 tsk. gróft salt

¼ rauðlaukur handfylli af kóríander

Blandið saman vatni, geri og

Flókin kolvetni eru talin vera góður orkugjafi og því má segja að spelt í matvælum sé kjörið fyrir athafnasamt fólk. Þekkt er að glútenið í spelti hagar sér öðruvísi en glúten í hveiti, t.d.í bakstri. Það er uppleysanlegra og það þarf að passa að hnoða spelt ekki of mikið sökum þessa.

salt og pipar

hunangi og leggið til hliðar. Blandið þurrefnunum saman í skál og gerið

Hitið ofninn í 180°C, kryddið

holu í miðjuna. Hellið gervatninu í

kjúklingaleggina með pipar og salti

holuna og blandið með sleif. Hnoðið

og eldið í u.þ.b. 25 mín. Tætið kjötið

deigið í kúlu og látið lyfta sér í 30

af leggjunum og setjið í skál. Blandið

mín. Skiptið deiginu í tvennt, rúllið

saman restinni af hráefnunum og

upp í langa lengju og skiptið í fernt.

hrærið saman. Kælið.

Festið endana saman svo myndist hringur, leyfið beyglunum að hefast í 20 mín. Hitið ofninn í 180°C. Setjið vatn í pott og látið suðuna koma upp

Margir vilja því meina að þessi munur á glúteni spelts og hveitis sé að einhverju leyti það sem veldur því að fólk þolir speltið betur. Speltið gefur fallegan brúnan tón og er einstaklega bragðgott í brauð, pasta og hverskonar sætmeti.

og dýfið beyglunum ofan í í 2 mín. á hvorri hlið, veiðið þær upp með fiskispaða. Stráið birkifræjum eða sesamfræjum yfir og bakið í u.þ.b. 20 mín.

Umsjón: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir Myndir: Óli Magg Stílisti: Helga Sif Guðmundsdóttir

84

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


GestgjaďŹ nn

85


lífstíllinn

Gróft fjölkornabrauð

Túnfiskssalat

600 g spelt

1 dós túnfiskur

2 msk. lyftiduft

3 egg

1 tsk. salt

4-5 msk. majónes

500 ml sojamjólk (eða hvaða

2 tsk. dijon-sinnep

jurtamjólk sem hentar)

1 tsk. tómatpúrra

1 msk. sítrónusafi

¼ rauðlaukur

25 g graskersfræ

¼ paprika

25 g sesamfræ

1 chili-aldin

40 g hörfræ

½ tsk. salt

100-200 ml vatn Sjóðið eggin. Hellið olíunni af Hitið ofn í 175°C. Blandið saman

túnfiskinum og setjið í skál. Blandið

spelti, lyftidufti og salti. Blandið

majónesi, sinnepi og tómatpúrrunni

saman 50 ml af mjólk og sítrónusafa

saman við og hrærið. Saxið

og látið standa þangað til að mjólkin

grænmetið niður mjög smátt, skerið

er farin að mynda kekki. Bætið

eggin með eggjaskera og bætið

fræjunum og mjólkinni út í og

út í blönduna.

þynnið með vatni. Deigið á að vera blautt í sér. Bakið í 1 klst., látið kólna á járngrind.

86

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar

*sjampó + hárnæring vs sjampó án hárnæringar


árstíðir

Mjólk Umsjón: Dominique Plédel Jónsson Mynd: Aldís Pálsdóttir

„Mjólk er góð“. Þó er mjólk ekki endilega það sama og mjólk. Nú er umræðan heit enda logar allt í deilum um mjólkurframleiðslu, bæði á Íslandi og í Evrópu og kannski ekki af sömu ástæðum. Á sama tíma fer mjólkurneysla hér á landi minnkandi og gosdrykkir tekið við af mjólkurdrykkju að einhverju leyti. Ekki verður fjallað um deiluna hér heima (þó að greinarhöfundur hafi mjög ákveðnar skoðanir á henni), heldur um mjólkurframleiðsluna almennt og þau áhrif sem hún hefur bæði á neytendur og bændur og ekki síst dýrin. Þá verðum við, neytandi góður, að kjósa um það sem við viljum með buddunni okkar. Neytendur ráða ferðinni!

Mjólkin: gras, kögglar og dýravelferð Nautgripir eru grasbítar og fæðan sem þeir fá hefur að sjálfsögðu áhrif á heilsu þeirra og þar af leiðandi á afurðir þeirra. Grasbítur þarf að ganga laus úti á meðan grasið er grænt og næringarríkt og það er aðdáunarvert að þrátt fyrir mótmæli stærri búa hefur náðst að varðveita lögbundið ákvæði um 8 vikna skylduútiveru yfir sumarmánuðina. Það breytir þó ekki því að nautgripirnir dvelja í stórum nútímafjósum. Þar er notað sojaprótín (í nánast 100% tilfella erfðabreytt) sem fæðubótarefni en það er framleiðsluaukandi. Mun sérstaða íslenskrar mjólkur, sem við státum okkur af, vera til staðar eftir 10-20 ár? Þegar horft er til iðnaðarframleiðslu kjöts í Bandaríkjunum, þar sem nautgripir eru geymdir síðustu mánuði ævinnar í svokölluðum CAFO-eldisstöðum, sést að velferð dýra er hunsuð og að mengunin verður óeðlileg og truflar hina náttúrulegu hringrás.

Bændur: fjölskyldubú eða iðnaðarframleiðsla? Á bak við mjólkina er bóndinn. Í umræðunni undanfarnar vikur

88

Gestgjafinn

hefur bóndinn verið látinn líta út eins og hann sé afæta gagnvart neytandanum. Það bara gleymist í umræðunni að bóndinn er sá sem framleiðir matinn ofan í okkur, eins og kom skýrt fram á samkomu Slow Food-samtakanna í Mílanó á Expo 2015 fyrir framan bása Nestlé, McDonald´s og Coca-Cola: „Við brauðfæðum heiminn,“ var hrópað. Mjólkurframleiðsla á Íslandi er að mestu í höndum bænda sem reka fjölskyldubú. Krafa um arðsemi hjá milliliðum og mjólkurframleiðsluaðilum gerir það að verkum að hér, eins og í allri Evrópu, fær bóndinn minna og minna í sinn hlut. Þá verður „hagkvæmara“ að reisa risabú eins og verið er að gera á Flatey á Mýrum í Hornafirði eða í Norður-Frakklandi. Mjólkurkvóti er eins og hver önnur fjárfesting og iðnaðarmenn taka við af bændum. Hvernig verður mjólkin, en líka, hvernig verður landið?

Meðhöndlun á mjólk: hrámjólkin Tvær stefnur togast á í dag í landbúnaðarframleiðslu sem kemur skýrast fram í mjólkurframleiðslu. Önnur er iðnvæðing hennar sem er sterklega gagnrýnd um allan heim. Hin stefnir að því að færa þessa framleiðslu í það horf sem hún var fyrir 50 árum síðan, sem sagt í hendur bændafjölskyldna, ásamt því að notfæra sér til hins ýtrasta tækniþróunina. Dæmi um það er hrámjólk, á móti gerilsneyddri og fitusprengdri mjólk, sem iðnaðarframleiðendur og heilbrigðisyfirvöld telja hættulega heilsunni. Þrátt fyrir að bændur og gestir þeirra drekki hrámjólk að staðaldri kom síðasta listeria-tilfelli í mjólkurvörum upp árið 1958 og í dag finnst listeria í meira mæli í iðnaðarframleiðslu á ostum eða í reyktum fiskvörum. Hreinlæti er orðið til fyrirmyndar – og hrámjólkin talin heilsusamlegri. Vilji er allt sem þarf til að gera hrámjólkina löglega aftur.


Þekking gæði Þjónusta


vínsíðurnar Umsjón: Dominique Plédel Jónsson og Eymar Plédel Jónsson

Nokkrar fréttir úr vínheiminum

VIÐ MÆLUM MEÐ

● Rioja: Eins og kunnugt er, eru þrjú undirhéruð í Rioja, Rioja Alta, Rioja Baja og Rioja Alavesa, sem sameinast í Consejo Regulador þar sem reglur fyrir DOCaupprunavottun eru ákveðnar. Nú hafa samtök vínframleiðenda í Rioja Alavesa slitið samstarfi og stofnað sitt eigið DO-vottunarkerfi með það fyrir augum að fá Alavesa-nafnið fram sem tákn um meiri gæði vína („premium“). ● Chablis: Víngerðarmaðurinn frá La Chablisienne, stærsta samlagi vínbænda í héraðinu, fékk fyrir stuttu hin eftirsóttu verðlaun frá International Wine Challenge í London sem „besti víngerðarmaður ársins í hvítvíni“ og fengu mörg vín hans gullverðlaun þar (m.a. La Sereine sem fæst í Vínbúðinni).

● Hamfarir sumarsins 2016: Skógareldar voru í Portúgal, á Madeira, í Suður-Frakklandi og Kaliforníu, haglél voru í Languedoc, Chablis og Loire og loks mótmælendur í Languedoc, allt hefur þetta haft slæm áhrif á vínekrur þessara svæða.

Ramón Raqueta Tempranillo 2014

Spurningaleikur Sprenging hefur orðið í fjölbreytni bjórframleiðslunnar á Íslandi, sem og annars staðar, undanfarin misseri. Þá er það spurning um hvað menn (og konur – fyrir utan nörda!) vita um þennan drykk. Ertu meistari? Spurningar í þetta sinn eru í boði Eymars.

1. Hver er mælieiningin fyrir biturleika í bjór: A. SRM B. IBU C. ABV

4. Til að gera bjór dekkri þarf að nota: A. Dökkan bjór til blöndunar B. Sérstakan gerstofn C. Ristað malt eða Crystal malt

2. Fyrir hvað stendur SMASH A. Bjór með einni tegund af malti og einni tegund af humlum B. Bjór sem er súrmeskjaður C. Mikið humlaður bjór

5. Þurrhumlun er: A. Aðferð við vinnslu á ferskum humlaplöntum B. Þegar humlum er bætt við bjórinn eftir gerjun til að auka humlailm C. Þurrkun á notuðum humlum til endurnýtingar

3. Ger er yfirleitt flokkað í tvo flokka. Hverjir eru þeir? A. Þurr- og blautger B. Öl- og lagerger C. Virkt og óvirkt ger

90

Gestgjafinn

Við höfum áður smakkað vín frá Ramón Roqueta sem er einn af þekktustu framleiðendum í Katalóníu. Hér er „einfalt“ vín úr tempranillo-þrúgunni sem í Katalóníu er kölluð Ull de Llebre, ungt vín sem er geymt fáa mánuði á eikartunnu til að varðveita einkenni og ferskleika þrúgunnar. Rauð ber, jörð og þurrkrydd eru mest áberandi í nefi en vínið er ljúft, tannín í meðallagi og sýran fersk og lifandi. Hér er ósvikið spænskt vín, ungt og einfalt en stendur alveg fyrir sínu. Prófið með tapasréttum eða grilluðu lambakjöti. Mjög góð kaup. Okkar álit: Ósvikinn Spánverji, með tapasréttum eða grilluðu lambakjöti. Verð: 1.699 kr.


vínsíðurnar

VÍNRINS

MÁNAÐA

Nokkur góð lífræn vín undir 2.600 kr

F

ærst hefur í aukana að neytendur finni fyrir óþoli við vínneyslu en þetta hefur lítið verið rannsakað og lýsir sér á afar mismunandi hátt. Oft er þrúgutegundinni kennt um og fólk heldur að það þoli t.d. ekki merlot sem er þó sjaldnast tilfellið. Ástæðuna er frekar að finna í aukefnunum, sérstaklega í blöndu af aukefnum, eða í vinnsluaðferðum sem má nota í flestum vínum. Til að forðast ofnæmisviðbrögð er öruggara að færa sig alveg yfir í lífræn vín þar sem lítið er notað af aukefnum. Dæmi um aukefni getur m.a. verið af tilbúnum áburði á ekrunni, súlfíti í vinnslunni, aukefnum í sjálfu víninu og kokteila af aukefnum. Nóg framboð af lífrænum vínum er að finna í Vínbúðunum, 42 tegundir af rauðvíni og 20 af hvítvíni undir 2.600 kr. Gæðin eru mikil og oft meiri (hreinni) en í vínum sem eru ekki lífrænt vottuð og er verðið afar sanngjarnt. Hér eru nokkur vín undir 2.600 kr. sem við höfum smakkað og getum mælt með.

Frá nokkrum framleiðendum: Gérard Bertrand (Frakkland, Languedoc) Stór metnaðarfullur framleiðandi sem smám saman er að færa alla framleiðsluna í lífræna vottun.

Viña Tuelda Crianza 2011 Hér er gamall „kunningi“ frá Ribera del Duero sem hefur fengist af og til í Vínbúðum en í fjölskyldu eigendanna er íslensk kona. Vínið hefur verið í upphaldi hjá mörgum, aðallega vegna gæða þess og er það fagnaðarefni að fá það aftur, sérstaklega í þessum árgangi sem er glimrandi góður. Þrúgan er tinta fina, öðru nafni tempranillo. Fullt af rauðum berjum, vottur af kryddjurtum og apótekaralakkrís svo og vanillutónar af eikinni, amerískri og franskri, sem halda áfram í bragðinu ásamt fíngerðum þroskuðum tannínum og góðum ferskleika. Þetta er enn ungt vín sem má geyma í nokkur ár en ætti að sóma sér vel í dag með lambakjöti á grillinu eða villibráð. Góð kaup. Okkar álit: Mikið vín frá Ribera del Duero, dæmigert vín og góður árgangur, flott vín. Verð: 3.175 kr.

Pujol (Frakkland, Roussillon) Elsti lífræni framleiðandi til að selja vín sín á Íslandi, fjölskylda með hugsjón og frábær vín. Parès Baltá (Spánn, Catalunya) Lífrænt frá upphafi, metnaðarfull fjölskylda, hugsjónir og gæðastefna. Torres (Spánn Peñedes) Alltaf bætast við fleiri lífræn vín þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi, eins og í þessu vínhúsi. Merkilegt og lofsvert.

Emiliana Adobe (Chile) Frá byrjun með 1000 ha í lífrænni ræktun, í dag er öll Adobe-línan og línurnar þar fyrir ofan lífrænar. Einstakt. Cono Sur (Chile) Lífrænt frá upphafi, nútímaleg og metnaðarfull víngerð, einstaklega bragðhreint og ljúffengt vín. Af einstökum vínum: Tommasi Doganella (Ítalía, Toskana 2.499 kr.) Lífræn ræktun Tommasi í Maremma í Toskana, mjög vel gerð vín. Beronia Tempranillo Ecologicó (Spánn, Rioja 2.348 kr.) Rioja-vín eins og flestir elska það, létt og vel gert. Cazes Hommage (Frakkland, Roussillon 2.498 kr.) Mjög dæmigert fyrir Suður-Frakkland, ljúft og bragðgott frá Bordeaux-fjölskyldu. Perrin Nature Côtes du Rhône (Frakkland, Rhône 2,590 kr.) Stílhreint Rhône-vín, frá einum af bestu framleiðendunum þar. Purato Nero d‘Avola (Ítalía, Sikiley 1.999 kr.) Líka til í hvítu, vín með karakter, aðalþrúgu Sikileyjar gerð mjög góð skil.


vínsíðurnar

Desertvín Eðalmyglan (2)

Í

síðasta tölublaði Gestgjafans var fjallað um desertvín almennt og nokkrar tegundir skoðaðar en skoðum aðeins hvernig sætan í vínunum verður til. Nokkrar aðferðir eru til að búa til sætuna, eins og í styrktum vínum þar sem viðbætt eimað áfengi stoppar gerjunina og skilur eftir afgangssykur sem kemu r náttúrulega úr þrúgunum. Til er önnur náttúruleg og áhugaverð leið til að nota sætuna úr þrúgunum, hún er staðbundnari og mun flóknari því einmitt náttúran er látin vinna sitt verk til enda. Sú leið er vandmeðfarnari og það getur brugðið til beggja vona hvort aðferðin heppnist s.s. hvort rétt skilyrði eru fyrir hendi eða ekki, í þessum tilfellum er og uppskeran ávallt lítil. Vín sem eru búin til með þessari aðferð eru þess vegna fremur dýr. Ég er að tala um sætu vínin sem fást með aðstoð eðalmyglunnar, aðallega Sauternes í Bordeaux og Tokaj í Ungverjalandi. Myglusveppur er almennt talinn vera skaðlegur og sá sem ræðst á vínrækt þegar rakinn er of mikill er engin undantekning. Við köllum hann grámyglu og heiti hans á latínu er Botrytis cinerea. Þegar aftur á móti skapast sérstök skilyrði, veldur þessi myglusveppur töluverðri

92

Gestgjafinn

breytingu í þrúgunum og þá til hins betra og heiti hans breytist í eðalmyglu. Þetta gerist á haustin þegar sykurmagnið er þegar töluvert þótt sveppurinn hafi tekið sér bólfestu í berjunum fyrr. Á haustin er enn heitt á daginn en næturnar svalari og þá myndast raki á morgnana sem dregur úr áhrifum sólarinnar og hitans af henni, þá er Botrytis cinereamyglusveppurinn virkur einungis hluta úr deginum. Hann veldur efnisbreytingu í þrúgunni, aðallega þegar kemur að bragðefnunum. Þrúgurnar eru þá látnar þorna á vínviðnum og eðalmyglan tekur völdin þannig að berin verða að mygluðum rúsínum. Þau eru tínd eitt í einu, farið er um vínekruna allt að 8-10 sinnum til að klára verkið. Ekki verður mikill safi úr þessu, enda uppskera á hektara með því minnsta sem þekkist, en sá safi er jafnverðmætur og gull og þegar hann er búinn að gerjast verður hann eins og gull á litinn. Skilyrði fyrir eðalmyglu skapast í Bordeaux, nánar tiltekið í Sautern og Barsac, þar sem lítil á

að nafni Cérons rennur og straumurinn er kaldari en ella vegna hæðar uppsprettunnar. Eðalmyglan nær ekki að vinna sig inn í alla klasana og vínið er því gert úr „mygluðum“ þrúgum og „heilbrigðum“. Haustin verða misheit og missólrík og uppskeran eftir því. Sömu skilyrði skapast einnig í Alsace, ekki á hverju ári og ekki alls staðar, vínið heitir þá Sélection de Grains Nobles. Þekktasta vínið frá Ungverjalandi heitir Tokaj og kemur úr héraði með því nafni, gert úr þrúgunum furmint og hárslevelü og er Botrytis cinerea að verki í sætu vínunum þar. Þurrkuðu berin með eðalmyglu („aszu“) eru tínd seint og þau eru pressuð í einskonar deig. Vín er sett saman við og blandan er látin í litlar tunnur og geymd í kjöllurum gröfnum inn í berg þar sem hún fær að gerjast, jafnvel í nokkur ár. „Puttonyos“, sem er mælieining frá 3 til 6, segir til um hversu mikið af aszu-þrúgum hafa verið notaðar, 6 puttonyos er sætast ef frá er talið „eszencia“ sem er safinn sem rennur af þegar aszuberin eru pressuð. Sauternes (Château Guiraud og Carmes de Rieussec) og Tokaj (Disznoko 5 putt. og Oremus 3 putt.) fást í Vínbúðum.


NÝTT

vínsíðurnar

Í REYNSLU

Dievole La Vendemmia 2012

Anderra Cabernet Sauvignon 2013

Château de Santenay Chardonnay 2012

La Vendemmia heitir Chianti Classico frá Dievole sem er staðsett rétt fyrir norðan Siena í Toskana. Dievole-vínhúsið hefur afar langa sögu þar en nafnið þýðir „Guðs vilji“ og tengist miðaldakapellu á staðnum. Það var nýlega keypt af argentínskum fjárfestum. Þessi árgangur kemur aftur á móti frá fyrrverandi eigendum Dievole. Uppistaðan er sangiovese og vínið er geymt í ámum (frönsk eik) í 14 mánuði. Mikill ilmur af rauðum þroskuðum kirsuberjum og öðrum rauðum berjum, af tóbaki og blómum (fjólum), þurrkrydd í bakgrunni. Í munni eru tannín einstaklega fíngerð og silkimjúk og vínið er vel ferskt. Fágun og jafnvægi eru lykilorðin. Þetta er vín fyrir gæða lamba- eða nautasteikur eða villibráð og má geyma í nokkur ár enn.

Anderra-vínið kemur frá Chile, Valle Central (Maipo), þar sem baróninn Philippe de Rothschild hefur fjárfest í vínrækt. Þrúgurnar koma frá vínbændum víða að í héraðinu til að ná, eins og framleiðandi segir, „chilesku víni í frönskum stíl“. Óneitanlega franskt í nefi, sólber og sólberjalíkjör, lakkrís, mokkakaffi og ristaðir tónar, þétt og næstum höfugt. Bragðið samræmist alveg ilminum, tannín fíngerð og sýran lífandi. Eftirbragðið er langt þar sem kaffið og þurrkryddið leiða í bland við vel þroskaðan ávöxtinn. Það er gott jafnvægi í þessu víni sem hentar vel með rauðu kjöti, t.d. nauti eða lambi, og jafnvel léttri villibráð. Mjög góð kaup.

Flestir framleiðendur í Bourgogne eiga fáa hektara og þess vegna er oftast afar takmarkað magn af hverju víni. Château de Santenay á aftur á móti tæplega 100 ha af vínekrum, bæði í Côte d‘Or og í Côte Chalonnaise í suðurhlutanum, sem sagt, í flestum betri AOC. Hér er það chardonnay „vieilles vignes“ sem er að hluta geymt í eikartunnu í 8 mánuði. Vínið er fallega gyllt í glasi og ilmar af sítrónum, gulum eplum, ananas, er með létta tóna af vanillu og steinefnum. Það hefur góða fyllingu, mjúkt, fágað og með mátulega mikla sýru til að vera fínasta matarvín. Kjörið með laxi eða silungi, t.d. marineruðum í teriyaki, gröfnum eða reyktum eða öllum fáguðum fiskréttum og fuglakjöti.

Laurent Miquel l‘Artisan Chardonnay 2014 Vínin frá Languedoc hafa sannað að þú færð mikið fyrir peningana, mikil gæði miðað við verð og það gildir um Laurent Miquel sem er meðalstór framleiðandi þar. Vínin frá þessu húsi eru mjög dæmigerð fyrir héraðið, sólrík, tær og hafa mikinn karakter. Það gildir hér um hvítvínið, úr chardonnay. Vel þroskaðar sítrónur, gul epli og græn, hvít blóm, vottur af suðrænum ávöxtum (ananas, mangó), ilmurinn er einstaklega aðlaðandi og margslunginn. Óeikað, mjúkt en samt með nóg af góðri sýru, í góðu jafnvægi. Vínið er tilvalið með skelfiski, t.d. bláskel eða rækju, grilluðum fiski, sérstaklega laxi. Okkar álit: Margslungið vín með karakter, tært og sólríkt. Mjög góð kaup. Verð: 2.299 kr.

Pindaro Chianti 2015 Pindaro-vínin eru framleidd af Castellani sem á fleiri hús í Toskana, sérstaklega í kringum Pisa. Þetta vín er mjög hefðbundið Chianti í þrúgusamsetningu (85% sangiovese, 5% ciliegiolo og 10% canaiolo) en þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum Helix-tappa, korktappa sem er „skrúfaður“ í flöskuhálsinum og er auðvelt að „skrúfa“ aftur á. Framtíðin? Léttur ilmur af svörtum kirsuberjum, blómum og tóbaki sem heldur áfram í bragðinu, vínið er óeikað, léttkryddað, með mildum tannínum og frekar ákveðinni sýru. Ágætismatarvín með pâté eða pylsum, eða ljósu kjöti. Betra en verðið segir til um. Okkar álit: Ekta Chianti-vín, betra en verðið segir til með pâté, pylsum, ostum og ljósu kjöti. Verð: 1.599 kr.

Okkar álit: Elegant chardonnay frá Bourgogne, flott matarvín á viðráðanlegu verði. Verð: 2.990 kr.

Stone Barn Chardonnay 2013 Við smökkuðum síðast rauðvínið frá Stone Barn, cabernet sauvignon, og nú er komið að hvítvíninu, chardonnay frá Kaliforníu. Stone Barn tilheyrir Delicatovínhúsinu sem var stofnað af Indelicatofjölskyldunni sem er enn við völd en húsið hefur stækkað mikið. Klassískt chardonnay, feskt og ilmríkt, epli, sítrónur, vottur af melónum og suðrænum ávöxtum en daufara í bragði, létt sýra, suðrænir tónar en smávegis beiskja í lokin. Prófið með öllum léttum fiskréttum, grilluðum eða ofnbökuðum. Okkar álit: Klassískt chardonnay-vín, ferskt og ilmríkt. Verð: 1.899 kr.

Svör við spurningum bls. 90 1. B – 2. A – 3. B – 4. C – 5. B

Okkar álit: Fágað og dæmigert Chianti Classico, afskaplega vel gert. Verð: 3.499 kr.

Okkar álit: Þar sem Chile og Bordeaux hittast. Flott matarvín með rauðu kjöti, mjög góð kaup Verð: 2.210 kr.

Gestgjafinn

93


asísk salöt HAUS

Rækju- og mangósalat fyrir 4

Salat með nautastrimlum og appelsínusósu

Eldheitt kúrbítssalat fyrir 4

fyrir 4 1 salathaus t.d. höfuðsalat

3 litlir kúrbítar, skornir eftir lengdinni í nokkrar

750 g rækjur

2 msk. ostrusósa

lengjur.

1 mangó, sneitt

1 msk. fiskisósa

2 hvítlauksgeirar, marðir

1 avókadó, skorið í grófa bita

1 msk. púðursykur

60 ml sojasósa

1 lítill rauðlaukur, sneiddur fínt

1 tsk. sesamolía

2 msk. sriracha-sósa

handfylli kóríanderlauf

400 g nautafille, skorið í þunnar sneiðar eða

1 tsk. hunang

3 msk. sæt chili-sósa

strimla

2 vorlaukar, sneiddir fínt

2 msk. límónusafi

250 g ferskur spergill, trénaði hlutinn brotinn af

2 msk. sesamolía

1 msk. sesamolía

150 g sykurbaunir

salt og pipar eftir smekk

handfylli kóríanderlauf

2 msk. sesamfræ

Raðið fallega á disk öllu hráefninu. Pískið saman

handfylli basillauf

chili-sósu, límónusafa og sesamolíu og hellið yfir

1 lítill rauðlaukur, sneiddur þunnt

Hitið sesamolíu á pönnu. Bætið við kúrbít og

rétt áður en rétturinn er borinn fram.

1 lítil appelsína, afhýdd og skorin í sneiðar

hvítlauk og steikið í 5-7 mínútur eða þar til

Laxasalat með sykurbaunum og granateplum fyrir 4

kúrbíturinn hefur mýkst. Setjið til hliðar. Blandið Blandið saman ostrusósu, fiskisósu, sykri og

saman sojasósu, sriracha og hunangi og pískið

sesamolíu í skál og hrærið þar til sykurinn er

saman þar til blandan er orðin slétt. Blandið saman

uppleystur. Marínerið kjötið í blöndunni í 1 klst. í

við kúrbítinn og dreifið vorlauk því næst yfir. Berið

kæli.

fram volgt.

4 msk. fiskisósa

Steikið því næst kjötið á miðlungsháum hita. Setjið

3 msk. sykur

til hliðar og látið standa á meðan salatið er útbúið.

Gúrkusalat

700 g laxaflök, roðflett og skorin í bita

Sjóðið spergil og sykurbaunir í stutta stund eða

fyrir 4

2 msk. bragðlítil olía

þar til það er orðið fallega grænt og örlítið mjúkt

300 g sykurbaunir

en samt ekki of lint. Takið úr vatninu og látið strax

2 gúrkur, sneiddar örþunnt á lengdina eða notið

1 gúrka, skorin í þunnar sneiðar

undir kalt vatn og kælið. Skerið spergil í minni bita,

mandólín sé það til

1 granatepli, fræhreinsuð

t.d. til helminga. Blandið saman kryddjurtum, lauk

60 ml rauðlaukur, sneiddur fínt

handfylli kóríanderlauf

og appelsínusneiðum ásamt kældum spergli og

60 ml rauð paprika, söxuð fínt

handfylli basillauf

sykurbaunum. Bætið við nautakjötinu og að lokum

60 ml. hrísgrjónaedik

2 stk. rauð chili-aldin, fræhreinsuð og söxuð

er appelsínusósunni dreipt yfir. Berið fram.

1 tsk. hunang

½ rauðlaukur, skorinn þunnt

1 tsk. sesamfræ

2 msk. límónusafi

Appelsínusósa

½ tsk. sesamolía

2 msk. fiskisósa

4 msk. ferskur appelsínusafi

¼ tsk. chili-flögur

3 msk. jómfrúarolía

½ tsk. sjávarsalt

Snyrtið og skerið laxaflökin í minni viðráðanlegar

3 msk. rauðvínsedik

sneiðar. Blandið saman 4 msk. af fiskisósu og 2 msk.

1 msk. sojasósa

Blandið saman fínt sneiddri gúrku, rauðlauk,

af sykri. Marinerið laxinn í blöndunni í 10 mínútur í

1 msk. sesamolía

papriku og sesamfræjum í miðlungsstóra skál.

kæli. Því næst er laxinn steiktur á háum hita í um 1

1 tsk. engiferrót, skorin mjög fínt

Geymið.

mínútu á báðum hliðum. Setjið til hliðar.

½ tsk. sykur

Pískið saman hrísgrjónaedik, hunang, sesamolíu,

Setjið sykurbaunir í soðið vatn í 30 sekúndur, síið

chili-flögum og sjávarsalt. Blandið saman við

vatnið frá og skolið því næst undir köldu vatni.

Blandið saman öllu hráefninu og setjið til hliðar á

grænmetið og berið fram strax eða látið standa í

Blandið saman kældum sykurbaunum, gúrku,

meðan salatið er útbúið.

kæli í eina til tvær klukkustundir til að fá bragðið

granateplum, kóríander, basil, chili og lauk. Hlutið

enn betur fram.

laxinn niður gróft í smærri bita og dreifið varlega yfir grænmetið. Blandið saman límónusósu, fiskisósu og afganginum af sykrinum. Hellið yfir salatið og berið fram.

94

Gestgjafinn

Allt hráefni sem notað er í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.


k

- Sp a r a

ðu me

ra pa

um

um

út

p a r a ðu

v l it á ef n

-S ve f num

HaLLGrÍmSKIrKja Í nÝrrI mynd fylgir blaðinu

348 HÚS OG HÍBÝLI

31. TBL. 78. ÁRG. 25. ÁGÚST 2016 1595 KR.

10. tbl. 2016, verð 2.195 kr.m.vsk.

freyðivín oG ber

Eitt læri 4 uppskriftir og meðlæti

Sólrún Bragadóttir stofnar heildrænan söngskóla

GIRNILEGAR BOLLAKÖKUR SÚKKULAÐI-FONDUE QUICHE LORRAINE

9. tBL. 2016

VeGan VEISLA

nýr óperustjóri sIlVIa rak ísbíl til að eiga fyrir náminu erla

faGurKErI Í KópaVOGI

f n um - S

eru best

BESTU í fríið? BæKUrnar steinunn Í FRÍIÐ birna

Helgi SvavarS og Stefanía tHorS eiga Heimili með Húmor

Innlit í sumarbústað

anna tara talsmaður

rÁÐ endaþarmsmaka á íslandi FYRIR FJALLGÖNGUNA

bláber í boðinu

næsta

Grænkál bláber læri dill buff kaldar kökur ● ●

5 690691 160005

kósí

hjá Siggu ElEfSEn þar SEm allir litir Eru vElkomnir

1.995 kr. kr. verð 2.195

kaos og

FRUMKVÖÐULL ÁRSINS 2016

7. tbl. 08. tbl. 2015 2016

„Kemst hvergi ef ég leita sökudólga allt mitt líf“

bazaar veitinGastaður

hörkukvendið opnar sig um

690691 050009 050009 55 690691

KRISTJANA JENNÝ OPNAR SIG UM GAMALT LEYNDARMÁL

Grænmetisbuff í frystinn

æskuna, erfiðleikana í skóla ÞorBJÖrG og það sem gengur á í JensdÓttIr fitness-heiminum blaaa...

grænkál

dill

Uppáhaldssnyrtivörur Kim Kardashian

5 690691 200008

Nr. 29 18. ágúst. 2016 Verð 1.495 kr.

Rikka og Haraldur pólfari Sigurbjörn, faðir Áslaugar Örnu, geislaði af gleði með kærustunni

FERSKUR BLÆR Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM

SOONG-SYSTUR

8. tbl. 8. árg. 2016 Verð 1.895 kr.

Gerir lífið skemmtilegra!

ÁSTFANGNAR FJALLAGEITUR

Reyndu að sameina Kínverja í baráttunni við Japani 1937

Ert þú feimin?

st markahæ Sjöunda inum! í heim

RÁÐ SEM HJÁLPA!

t Lára Margrédóttir Viðars

SVÖL

NAGLALIST

SVARTHÖFÐI

Takk og bless

ÞINGMENN KVEÐJA

Stjórnaði uppreisn indíána í Perú

SAGAN ÖLL

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær var Egiftaland víðfeðmast? tíma tók l Hve langan að reisa Eiffelturninn? ki var l Hvaða skriðdre algengastur á árunum 1939-1945?

l

7

MIÐALDIR

Hæfileikarík og heillandi

ERLA WIGELUND HÉLT LISTMÁLARINN HJARTNÆMA RÆÐU UNGFRÚ ÍSLAND

TÚPAC AMARU II

mjög umdeildar sálarrannsóknir

Leynibrúðkaup

GAF ÞAU SAMAN Drottning Verðlistans eldhress á níræðisaldri

9 771025 956009

hvað blessuð börnin? balliðmeð byrjað á bessastöðum

LÆTUR EKKI einfaldaðu SETJA lífSIG þitt Í KASSA

forsetafrú íslands

! Zuper-ZAyN

r snyrtivö Júlía elskar lífræna inu Slepptu skólastress Freistandi uppskriftir þér? Hvaða æfingar passa

pLakÖt:

SIGURGANGA

StjarNaN úr NeyÐarVaktINNI!

l!

ve Láttu þér líða rur!

tayLor kINNey

7

SNIÐUG

Instagram-trikk

• SELENA GOMEZ PYRNU • ZAYN MALIK NDSLIÐIÐ Í KNATTS ÍSLENSKA KARLALA NGS • TYLER POSEY S • LUKE HEMMI BECKY G • ASTRID

ISSN 1670-8407

9 771670 840005

Ný t t ú t l i

nr. 348 • 9.tBL. • 2016 • VErð 2195 Kr.

HRESSTU UPP Á HÁRIÐ

10. tbl. 2016

Tíska hvaða föt

matur og vín

G e st Gj a f i n n

7 . tbl. 08 . tbl.38. 36.árg. árg.2015 2016

HEImILI faStEIGnaSaLa OG GLamÚrpÍu

t-

birtingur.is ÍSLEndInGar GErðu upp SVEItaSEtur SItt Í danmörKu

ð áskri e f m

NR 9/2016 1.895 kr.

NORMANA

NÝTT LÍF HÚS OG HÍBÝLI GESTGJAFINN VIKAN SÉÐ OG HEYRT

Afkomendur víkinga lögðu Evrópu að fótum sér

JÚLÍA Löður er með á Löður allan bílinn er með áallan bílinn Löður Löður er Löður með Löður er með er er með áallan áallan allan ábílinn allan ábílinn allan bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður er með er með er með er Löður með er Löður með er Löður er með ámeð með Löður allan áLöður er með Löður allan ámeð Löður bílinn er allan áLöður með er allan ámeð með er bílinn allan á er með bílinn áallan allan með bílinn ámeð ábílinn allan bílinn áallan allan bílinn allan ábílinn allan ábílinn bílinn bílinn bílinn Löður Löður Löður erLöður Löður með erLöður Löður með erLöður Löður með er Löður með er Löður með er Löður er áer með er Löður allan áer er með allan ámeð bílinn er allan ábílinn Löður bílinn með allan á bílinn allan á er bílinn áallan allan með bílinn áallan allan allan bílinn áallan bílinn allan bílinn áallan allan Löður með áábílinn bílinn Löður er með á Löður er með ábílinn allan bílinn er áá Löður er með ábílinn allan bílinnbílinn Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá Rain-X býður yfirborðsvörn fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • öryggi Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi útsýni ogútsýni öryggi ogog öryggi Hreinn bíll eyðir allt aðRain-X 7% minna eldsneyti Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður fullkomna býður uppá fullkomna uppá yfirborðsvörn fullkomna • fullkomna Rain-X yfirborðsvörn verndar yfirborðsvörn Rain-X bílinn, verndar Rain-X eykur •eykur Rain-X verndar bílinn, útsýni verndar eykur bílinn, og öryggi útsýni bílinn, eykur og eykur útsýni öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður fullkomna uppá býður •fullkomna yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •verndar yfirborðsvörn Rain-X Rain-X býður fullkomna •verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn Rain-X býður útsýni fullkomna •Rain-X eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá býður Rain-X og útsýni •býður eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, býður uppá •yfirborðsvörn verndar Rain-X yfirborðsvörn útsýni eykur bílinn, fullkomna öryggi uppá • eykur Rain-X verndar yfirborðsvörn og útsýni eykur fullkomna verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni öryggi útsýni yfirborðsvörn bílinn, eykur ••öryggi Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og ••útsýni Rain-X verndar öryggi bílinn, og verndar öryggi útsýni eykur bílinn, og útsýni bílinn, eykur öryggi og eykur útsýni öryggi útsýni og öryggi og öryggi Rain-X býður Rain-X uppá býður Rain-X fullkomna uppá býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn býður Rain-X fullkomna uppá yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X uppá býður •yfirborðsvörn Rain-X býður Rain-X fullkomna uppá •uppá verndar yfirborðsvörn Rain-X uppá Rain-X býður fullkomna •býður verndar yfirborðsvörn fullkomna Rain-X bílinn, býður uppá Rain-X yfirborðsvörn •eykur verndar fullkomna uppá bílinn, Rain-X yfirborðsvörn býður útsýni fullkomna •eykur verndar Rain-X bílinn, yfirborðsvörn uppá Rain-X og útsýni •fullkomna eykur Rain-X verndar öryggi bílinn, fullkomna yfirborðsvörn uppá •Rain-X býður Rain-X Rain-X og útsýni verndar eykur fullkomna öryggi bílinn, uppá •og verndar Rain-X býður yfirborðsvörn og útsýni bílinn, fullkomna •bílinn, Rain-X uppá yfirborðsvörn bílinn, og útsýni eykur öryggi verndar eykur yfirborðsvörn •bílinn, Rain-X og útsýni útsýni bílinn, eykur ••allt yfirborðsvörn Rain-X og verndar öryggi og eykur útsýni ••eykur verndar öryggi Rain-X bílinn, útsýni og •verndar öryggi eykur Rain-X bílinn, og öryggi útsýni eykur verndar bílinn, og útsýni eykur bílinn, öryggi og útsýni eykur öryggi og útsýni öryggi ogöryggi öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •öryggi Rain-X verndar bílinn, og öryggi Hreinn bíll eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •verndar Rain-X verndar bílinn, útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn • að Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn eyðir Hreinn allt bíll Hreinn að eyðir 7% Hreinn bíll minna allt eyðir að bíll eldsneyti 7% allt eyðir minna að allt 7% eldsneyti að minna minna eldsneyti eldsneyti Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna aðbíll eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir minna bíll 7% allt eyðir eldsneyti minna að allt 7% eldsneyti að minna 7% minna eldsneyti eldsneyti Rain-X býður uppá fullkomna yfirborðsvörn •bíll Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll Hreinn eyðir bíll Hreinn allt eyðir að bíll Hreinn 7% allt eyðir minna að bíll Hreinn 7% allt eyðir eldsneyti minna að Hreinn bíll 7% allt eyðir eldsneyti Hreinn minna að bíll 7% allt eyðir bíll Hreinn eldsneyti minna að eyðir 7% allt Hreinn bíll eldsneyti að minna allt eyðir 7% að bíll eldsneyti minna 7% allt Hreinn eyðir minna að eldsneyti allt 7% Hreinn bíll eldsneyti að minna eyðir 7% bíll Hreinn allt minna eldsneyti eyðir að bíll Hreinn 7% allt eldsneyti eyðir að minna 7% allt eyðir eldsneyti minna að 7% allt eldsneyti minna að7% 7% eldsneyti minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% eldsneyti Hreinn bíllaðeyðir allt aðminna 7% minna eldsneyti Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti

SAGAN ÖLL

Við stöðum--www.lodur.is www.lodur.is- -5680000 5680000 Viðerum erumááfimmtán sextán stöðum Við erum Við á-erum erum Við fimmtán Við erum áerum fimmtán erum stöðum á--stöðum fimmtán á--áfimmtán fimmtán stöðum -stöðum stöðum stöðum www.lodur.is www.lodur.is www.lodur.is 5680000 5680000 5680000 Við erum Við á erum Við fimmtán ástöðum fimmtán erum á-fimmtán fimmtán fimmtán -5680000 stöðum www.lodur.is www.lodur.is -5680000 --www.lodur.is 5680000 5680000 - -5680000 Við Við Við áerum erum Við áerum erum Við áerum fimmtán erum Við áerum stöðum Við erum á-erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is á-Við erum stöðum www.lodur.is á erum -fimmtán stöðum á www.lodur.is fimmtán -á stöðum erum Við www.lodur.is fimmtán 5680000 stöðum Við www.lodur.is áVið 5680000 stöðum -5680000 Við erum www.lodur.is -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á 5680000 www.lodur.is á www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -5680000 www.lodur.is 5680000 --stöðum -www.lodur.is 5680000 ---www.lodur.is --- www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 -- 5680000 Viðerum erum Viðerum Við áfimmtán fimmtán Við áfimmtán fimmtán Við ástöðum stöðum fimmtán Við áfimmtán stöðum Við fimmtán erum á -erum Við stöðum fimmtán www.lodur.is áfimmtán -Við erum fimmtán stöðum www.lodur.is áfimmtán erum -Við stöðum á www.lodur.is Við fimmtán --áá stöðum erum Við www.lodur.is -áfimmtán fimmtán 5680000 stöðum --erum www.lodur.is -áfimmtán stöðum --áVið erum www.lodur.is Við -á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is erum á -stöðum 5680000 fimmtán www.lodur.is stöðum -5680000 -ástöðum 5680000 stöðum fimmtán ---www.lodur.is -www.lodur.is stöðum -www.lodur.is --stöðum stöðum -www.lodur.is 5680000 --5680000 -www.lodur.is -5680000 5680000 -- 5680000 -- 5680000 5680000 Við erum -stöðum www.lodur.is 5680000 Við erum fimmtán -www.lodur.is www.lodur.is -5680000 5680000 Við erum áerum fimmtán stöðum -www.lodur.is Við erum áfimmtán fimmtán -5680000 www.lodur.is - 5680000 Við ástöðum fimmtán stöðum - www.lodur.is - 5680000

GRAFÍSK MYNSTUR OG GERSEMAR Á HEIMILUM

Góð ráð til að feta

metorðastigann

v l it á ef n

- Sp a r a

út t - Ný t t

BESTU ÁSKRIFTARTILBOÐ OKKAR FINNUR ÞÚ Á:

út l i t á

rif

Komdu í áskrift

ýtt

t - Ný t t me ð á s k

ve

rif

ðu

ásk r i f t - N ð


úr hönnunarheiminum

Endurkoma

Scandia-hnífaparanna

Umsjón: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Frá framleiðanda

F

lest okkar kannast við þessi hnífapör, Scandia-hnífapörin, sem Kaj Franck hannaði árið 1952 og voru framleidd af Hackman, oft kennd við framleiðandann. Mörg okkar ólumst upp við þau, aðrir muna eftir þessum kúptu skeiðum hjá ömmu sem voru svo fullkomnar fyrir Cheerios-ið. Þetta voru hér áður hin dæmigerðu hversdagshnífapör Íslendinga. Við hönnun hnífaparanna var hugsunin sú að notagildið væri í fyrirrúmi og formin fylgdu á eftir, einföld og falleg. Kaj Franck hannaði Scandia-hnífapörin á sama tíma og Kilta-borðbúnaðinn sem seinna fékk nafnið Teema en segja má að það leirtau sé táknmynd fyrir finnska framleiðandann Arabia. Á þessum tíma voru silfurhnífapör staðalbúnaður á öllum betri heimilum og með tilkomu þessara einföldu hnífapara sem laus voru við allar dúllur og flúr má segja að Kaj Franck hafi verið brautryðjandi, komið með nýja strauma inn í borðbúnaðarflóruna sem fyrir var. Skeiðin var hönnuð dýpri og meira hringlaga en tíðkaðist og því þægilegri til að borða súpur, gaffallinn var gerður sterklegri, með flatari teina sem átti að gera fólki auðveldara með að ná baunum og öðru smáu upp. Hnífapörin fara sérstaklega vel í hendi og um leið og rendurnar gefa hnífapörunum sterkan svip þá skapa þær einnig betra grip.

Teema (1952)

Kartio (1958)

Kaj Franck 1911-1989

Hnífapörin voru í framleiðslu frá 1952-1989 og aftur frá 19961998 og hafa þau því ekki verið fáanleg í 18 ár. Vinsældir þeirra hafa aukist ár frá ári og er svo komið að setið er um þau á nytjamörkuðum og í verslunum sem selja húsbúnað frá þessum tíma. Til að mæta eftirspurn ákvað finnski framleiðandinn Iittala að dusta rykið af teikningunum og betrumbæta þær örlítið, þ.e. stækka hnífapörin til að koma til móts við þarfir hins stóra nútímamanns. Nú fást því hnífapörin í nýrri útgáfu sem hluti af heildarlínu Kaj Franck hjá Iittala, ásamt Teema-leirtauinu og Kartio-glösunum sem er hönnun hans frá 1953. Aðdáendur þessa klassíska borðbúnaðar geta því bætt hnífapörunum á óskalistann.

96

Gestgjafinn


Verð frá aðeins

3.490.000 kr.

Velkomin í Tívolí! Fjórhjóladrifinn / Sjálfskiptur / Ríkulega búinn Bílabúð Benna kynnir sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð.

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Opnunartímar Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00

4WD – læst

4WD – 50/50 skipt


UPPSKRIFTIR Í BLAÐINU Smáréttir/forréttir Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum 56 Eldheitt kúrbítssalat 94 Exótískur risarækjukokteill 78 Gúrkusalat 94 Kalt kjúklingasalat 84 Lamba-fillet með tunglþurrkuðum tómötum, klettasalati og myntupestó 18 Myntupestó 18 94 Rækju- og mangósalat Spænsk tortilla með chorizo-pylsu, döðlu- og ólífumauki 17 Stökkur kúrbítur með fetaosti og grillaðri papriku 20 Tígrisrækja á piparrótarkremi 19 Túnfiskssalat 86

Aðalréttir Baka með beikoni og púrrulauk Laxasalat með sykurbaunum og granateplum Linguini með rækjum Parmavafinn skötuselur Pastasalat með beikoni og grænum baunum Pottréttur með nautakjöti, beikoni og rauðvíni Rækju- og mangósalat Salat með nautastrimlum og appelsínusósu Sinnepskjúklingur með beikoni

56 94 68 80 57 57 94 94 56

Meðlæti/salöt Bakaðar kartöflur og grænmeti 80 Bakaðar kartöfluskífur með beikoni 56 Eldheitt kúrbítssalat 94 Grillaðar paprikur í ólífuolíu 40 Gúrkusalat 94 Laxasalat með sykurbaunum og granateplum 94 Ofnbakaðir tómatar í ólífuolíu 40 Ólífusalsa 80 Pastasalat með beikoni og grænum baunum 57

98

Gestgjafinn

Salat með nautastrimlum og appelsínusósu Spergilkálssalat með beikoni Sultaður rauðlaukur Súrsaðar rófur með appelsínu Sýrðar gúrkur með dilli og sinnepskornum Sýrðar radísur og hnúðkál

94 56 28 40 40 41

Brauðréttir Baka með beikoni og púrrulauk 56 Beikonvafið brauð með rjómaosti, döðlum og valhnetum 56 Gróft fjölkornabrauð 86 Heitur brauðréttur með beikoni og eplum 28 Heitur brauðréttur með hvítvíni og tíamían 28 Heitur brauðréttur með kjúklingi, sultuðum rauðlauk og grænkáli 28 Heitur brauðréttur með rófum, sveppum og truffluolíu 28 Rúgmjölsbeyglur 84

Kökur/eftirréttir Bláberjabaka 82 Eplabaka 36 Mangó- og vanillubaka 36 Pekanbaka 36 Sítrónubaka 36 Súkkulaðikaka með jarðarberjafyllingu 42 Súkkulaðimús 8

Annað Grillaðar paprikur í ólífuolíu Ofnbakaðir tómatar í ólífuolíu Sultaður rauðlaukur Súrsaðar rófur með appelsínu Sýrðar gúrkur með dilli og sinnepskornum Sýrðar radísur og hnúðkál

40 40 28 40 40 41


Græni svanurinn er norræna umhverfismerkið og vörurnar frá Ajax með Græna svaninum uppfylla öll skilyrði til að bera merkið.


Nýr Volkswagen Tiguan

Tilhlökkunin er aftur komin í umferð.

Fallegur, dugandi í ófærum, rúmgóður.

Tígrisdýrið skiptir um ham og stækkar.

... breytingarnar eru ekki síður í betri aksturseiginleikum.

Jón Agnar Ólafsson, Morgunblaðinu

Finnur Thorlacius, Fréttablaðinu

Róbert Róbertsson, Viðskiptablaðinu

Við kynnum nýjan Volkswagen Tiguan. Skarpari hönnun, ríkulegra innanrými og ótal tækninýjungar sameinast í þessum frábæra bíl sem hægt er að fá með allt að 240 hestafla vél. Komdu og prófaðu nýjan Tiguan. Við tökum vel á móti þér. VW Tiguan, fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur, verð frá:

5.890.000 kr. www.volkswagen.is

ax!

dingar str

Til afhen

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.