Hús og híbýli 9. tbl 2016

Page 1

Íslendingar gerðu upp sveitasetur sitt í Danmörku Heimili fasteignasala og glamúrpíu n r . 3 4 8 • 9 . t bl . • 2 0 1 6 • V E r ð 2 1 9 5 K R .

Helgi Svavars og Stefanía Thors eiga heimili með húmor Fagurkeri í Kópavogi

348

Hallgrímskirkja í nýrri mynd fylgir blaðinu

HÚS OG HÍBÝLI 9. tbl. 2016

kaos og

kósí

hjá Siggu Elefsen þar sem allir litir eru velkomnir




efnisyfirlit

8 Hitt ... 10 ... og þetta 12 Helena Björgvinsdóttir gefur ráð fyrir heimilið 14 Hvað gerist á bak við tjöldin? 16 Verslað – smart ljós og borð fyrir heimilið 18 Verslað – fínerí fyrir börnin 20 Verslað – gyllt og litað 22 Verslað – bland í poka 24 Innlit – Íslendingar á fallegu og nýuppgerðu sveitasetri í Danmörku 34 Innlit – dass af glamúr hjá fasteignasala 40 Hönnunarklassík – heitt á könnunni í 80 ár 42 Innlit – litríkt skipulagt kaos heima hjá Siggu Elefsen 50 Innlit – skapandi fjölskylda á Gunnarsbrautinni 58 Innlit – fagurkerinn Arna Torfadóttir á smart heimili í Kópavogi 66 Innlit – ævintýraheimur hjá Stefaníu Thors og Helga Svavars 74 Brynhildur Pálsdóttir er íslenski hönnuðurinn að þessu sinni 76 Hönnunarklassík – Nagel í nýjum búningi 78 Kyrja sýnir okkur tísku 80 Póstkortið – Bjarni Helgason sendir Hallgrímskirkju út í geim 82 Óskalistinn er langur hjá ritstjórninni 4


s Verð aðein

. 0 0 0 . 5 9 4

RO STÓLINN HÖNNUÐUR JAIME HAYON Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / www.epal.is


spjall ritstjórans

Þetta óvænta er hressandi Á þriðjudegi eftir verslunarmannahelgi fyrir áratug byrjaði ég í nýrri vinnu. Ég hafði reyndar unnið áður hjá þessu sama fyrirtæki, þá sem blaðamaður á Vikunni. Nú var kominn nýr yfirmaður og ég hitti hann nokkrum dögum áður og seldi honum þá hugmynd að ráða mig sem blaðamann. Viti menn, ég mátti bara byrja sem fyrst! Þvílík lukka, ég fór hoppandi glöð út í bíl, alsæl að vera komin með vinnu við að skrifa, það sem mér fannst skemmtilegast að gera. Mamma bauð mér og syni mínum í mat um kvöldið en þarna hljóp ég ein og átti bara eitt ofsalega rólegt afkvæmi; það var heldur betur rólegt líf í þá daga. Ég sagði mömmu gleðifréttirnar yfir fiskibollunum og mamma samgladdist auðvitað eins og góðar mömmur gera. Svo spurði hún mig: „Á hvaða blaði?“ Ha? Já, einmitt, á hvaða blaði?! Ég hafði ekki hugmynd, mig grunaði ekki einu sinni hvaða tímarit það gæti hugsanlega verið? Ég var svona glöð með þetta nýja starf að ég steingleymdi að spyrja og sá sem réð mig minntist ekkert á það. Það skipti ekki máli sagði jákvæða fyrirmyndin á meðan hún hellti brúnu sósunni yfir bollurnar, ég gæti skrifað í hvað sem er ... nema kannski Gestgjafann! Það var rétt því á þessum tíma var eldamennska núll áhugamál hjá mér, ég kunni bara að elda hið fræga Siggupasta og pizzufisk sem var pizzusósa út í rjóma sem var svo hellt yfir fisk í fati! Ég bætti því nú við að Hús og híbýli væri heldur ekki mitt sérsvið. Ég þekkti ekki hönnunarheiminn og hafði t.d. aldrei heyrt um hinn heimsfræga Arne Jacobsen! Ok, hugsaði ég, ég get reddað mér á öllum öðrum blöðum en Gestgjafanum og Húsum og híbýlum, þetta hlyti að vera Vikan, Séð og heyrt eða Nýtt Líf. Var með áhyggjuhnút yfir þessu alla verslunarmannahelgina en mætti galvösk, pínulítið stressuð en hrikalega spennt í nýju vinnuna þriðjudaginn 8. ágúst 2006. Sá sami og réð mig tók á móti mér og gekk með mér að dyrum sem hann opnaði: „Hér er nýi blaðamaðurinn,“ sagði hann við hressilegan ungan mann sem þar var og tók á móti mér. En þegar þarna er komið sögu vissi ég ekki enn á hvaða tímariti ég hefði fengið vinnu svo ég sagði vandræðalega: „Og hvaða blað er þetta?“ „Hús og híbýli,“ svaraði hann brosandi! Síðan eru liðin 10 ár og ég er hér enn. Ég lærði fljótt að þekkja Arne og félaga og alla þessu heimsfrægu stóla eins og Eggið, Svaninn og Sjöuna. Áhuginn kviknaði fljótt. Ég reddaði mér alveg en þessar óvæntu leiðir sem lífið fer með mann eru svo hressandi. Ég hefði aldrei sótt um sem blaðamaður á Húsum og híbýlum en mikið er ég glöð í dag að hafa lent þar sem ég hélt að ég vildi ekki lenda. Njótið þess óvænta, það er svo hressandi. Skál fyrir haustinu!

sigga@birtingur.is Sigríður Elín Ásmundsdóttir ritstjóri elva@birtingur.is Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður

útgáfufélag

Lyngás 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

6

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Ritstjóri: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Blaðamaður: Elva Hrund Ágústsdóttir. Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir,Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Óli Magg Umbrot: Carína Guðmundsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir og Hannah Hjördís Herrera. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir og Ásthildur Sigurgeirsdóttir. Prófarkalestur: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet. Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Skrifstofa: Guðrún Helgadóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson og Davíð þór Gíslason. Lausasöluverð: 2.195 kr. m/vsk. Áskriftarsími: 515 5555. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. ISSN-1021-8327. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

ERFISME HV R M

KI

B IRT Í NGUR

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Örn Rúnarsson Auglýsingar: auglysingar@birtingur.is

U

Myndir: Aldís Pálsdóttir

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja


OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 LAUGARDAGA KL. 11–16 OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 LAUGARDAGA KL. 11–16

Jensen hægindastóll ⁄ Minotti

Andersen Quilt ⁄ Minotti

Perry sófaborð ⁄ Minotti

ÍTÖLSK GÆÐAHÖNNUN FRÁ MINOTTI ÍTÖLSK GÆÐAHÖNNUN Jensen hægindastóll ⁄ Minotti

Andersen Quilt ⁄ Minotti

Perry sófaborð ⁄ Minotti

Í rúm 60 ár hefur Minotti staðið í fremstu röð ítalskra húsgagnaframleiðenda og

FRÁ MINOTTI

á þeim tíma átt stóran þátt í að móta og auka veg ítalskrar hönnunar og tísku. Gríðarleg tæknikunnátta og ómæld virðing fyrir handverki er galdurinn á bak við tímalausa hönnun Minotti þar sem listfengi, þægindi og gæði mynda eina heild. Í rúm 60 ár hefur Minotti staðið í fremstu röð ítalskra húsgagnaframleiðenda og á þeim tíma átt stóran þátt í að móta og auka veg ítalskrar hönnunar og tísku. Gríðarleg tæknikunnátta og ómæld virðing fyrir handverki er galdurinn á bak við

HLÍÐASMÁRA 1

tímalausa hönnun Minotti þar sem listfengi, þægindi og gæði mynda eina heild. • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

ÞIT T HEIMILI – ÞÍN STUND

FaxaFeni 10 •1 108 Reykjavík • 534 •7777 • 7777 modeRn.is HLÍÐASMÁRA • 201 KÓPAVOGUR 534 • modern.is

ÞIT T HEIMILI – ÞÍN STUND


hitt og þetta

Þyngdaraflið í nýju ljósi

Við rákumst á þessa skemmtilegu kertastjaka fyrir teljós. Þessir setja kertaljós og kósíheit á hærra plan en eftir því sem meira brennur af kertinu og það verður léttara, þá lyftist stöngin upp. Stjakarnir eru hönnun frá Lauru Klinkenberg – má fá?

HAY með nýjar plöntur

Þar sem plöntuæðið hefur ráðið ríkjum síðustu misseri hafa fleiri og fleiri fyrirtæki komið með grænar nýjungar. Danski framleiðandinn HAY lætur sitt ekki eftir liggja og kynnti á dögunum þrjá keramíkkaktusa með mismunandi áferð en kaktusarnir eru hannaðir af spænska hönnuðinum Linu Cofán. Maður þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af að vökva þessa.

Umsjón: Ritstjórn Myndir: Frá framleiðendum

3D-prentaðir blómapottar

Panthella í nýrri útgáfu

Klassíski Panthella-lampinn er nú kominn í nýrri útgáfu eða í örlítið smækkaðri mynd. Hann fer úr 40 cm niður í 25 cm í þvermál sem telst ágætisstökk. Lampinn var hannaður árið 1971 af Verner Panton og verður fáanlegur í öllum regnbogans litum sem koma úr litapallettu Pantons en þessi skemmtilega viðbót verður fáanleg frá og með september.

8

Okkur finnst alltaf jafngaman að sjá eitthvað nýtt. Við rákumst á heimasíðuna wearableplanter.com sem hönnuðurinn Colleen Jordan heldur úti. Hún 3D-prentar blómapotta í öllum stærðum og gerðum og þá ekki bara til að stilla upp á borð því pottarnir eru einnig til sem hálsmen, hringir og nælur. Og ekki má gleyma litlu blómapottunum sem hægt er að hengja á hjól. Þetta ætti að vera eitthvað fyrir þá sem fá aldrei nóg af grænu deildinni.


JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Á skítugum skónum?

Það er allt í lagi. Pappelina hefur ekkert á móti því að láta vaða yfir sig á skítugum skónum. Hún er nefnilega úr plasti og líður best undir miklu álagi. Þess vegna er hún tilvalinn heimilisvinur, í forstofunni, eldhúsinu, baðherberginu eða nokkurn veginn hvar sem er. Motturnar frá Pappelina hafa farið sigurför um heiminn og fást hjá Kokku. Kíktu á úrvalið í versluninni okkar eða á kokka.is.

laugavegi 47

www.kokka.is

kokka@kokka.is


hitt og þetta

Studio-lampinn kemur aftur

Vilhelm Lauritzen var einn þekktasti arkitekt og hönnuður Dana. Hann hannaði margar byggingar í gegnum tíðina, eins og Nørrebro-leikhúsið, Daells-vöruhús, Terminal 39 á Kastrup og Radiohuset í Kaupmannahöfn svo eitthvað sé nefnt. En það var einmitt í Radiohuset sem Lauritzen hannaði meðal annars ljósið VL38 í samvinnu við Louis Poulsen í kringum 1940. En ljósið þekktist einna helst undir nafninu Studio Lamp þar sem það var notað í öllum stúdíóum hússins. Endurútgáfa ljóssins verður komin í verslanir í næsta mánuði.

Kubus í takmörkuðu upplagi

Vá! Við erum dolfallnar yfir nýju gráu útgáfunni af Kubusstjakanum. Kertastjakinn var hannaður af Mogens Lassen árið 1962 og í tilefni af 115 ára afmælisári Lassen´s verður stjakinn framleiddur í gráum lit. Þeir sem eru nú þegar búnir að finna stað fyrir þessa fegurð heima hjá sér verða að hafa hraðar hendur því hann verður einungis fáanlegur í takmörkuðu upplagi.

Tilraun – leir og fleira í Hafnarborg Í Hafnarborg stendur yfir sýningin Tilraun – leir og fleira sem er samtal sjónlista við leir, en þar er vísað í ólíka heima iðnaðar, lista, nytjalista og hönnunar. Þátttakendur vinna verk sín út frá mismunandi orðum sem þeim voru gefin og öll nota þau leir. Það er hönnunartvíeykið TOS, sem er skipað Hildi Steinþórsdóttur arkitekt og Rúnu Thors vöruhönnuði, sem sér um sýningarstjórn. Sýningin stendur til 23. október.

Líflegar lyklakippur

Hann heitir Martin og hannar, undir nafninu Carry Smarter, hluti sem þú einfaldlega getur ekki verið án, eins og þessar skemmtilegu lyklakippur. Martin setur húmor í hversdagshluti og heldur úti síðunni carrysmarter.com þar sem hann selur lyklakippur, armbönd, upptakara og margan annan nauðsynlegan óþarfa.

10


Innréttingar í öllum stærðum og gerðum

Við aðstoðum þig við að hanna Schmidt eldhúsinnréttingu sem hentar þér og þínum þörfum. Óteljandi möguleikar eru í boði í hæsta gæðaflokki sem völ er á. Komdu og sjáðu úrvalið! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570


innan húss

Helena Björgvinsdóttir

ráðgjöf

er menntaður arkitekt frá Arkitektaskólanum í Árósum og starfar í dag hjá VA Arkitektum

Hvaða verki ertu stoltust af? Sennilega heimilinu okkar. Það er svo persónulegt og alveg 100% eftir okkar eigin höfði.

Þínir uppáhaldslitir? Uppáhaldsliturinn minn er sinnepsgulur. Grábláir, grágrænir og nude tónar heilla mig einnig mjög mikið.

Fallegasta ljós í heimi? String Light eftir Michael Anastassiades. Það er eignlega eins og listaverk. Hvaða húsgagn eða hlut dreymir þig um að eignast? Fallegan koníakslitaðan leðursófa, sem eldist með fjölskyldunni. Svo eru Eames Molded Plywood-borðstofustólarnir mjög ofarlega á draumalistanum mínum.

Hvaða form heilla þig helst? Stílhrein og einföld form heilla mig mest.

Hverjir eru uppáhaldshönnuðirnir þínir? Þeir eru allnokkrir t.d. Norm Architects, Hay, MA/U Studio, Michael Anastassiades, Þórunn Árnadóttir, Sverre Fehn, Sanaa, Högna Sigurðardóttir og Peter Zumthor.

Hvaða hönnun er framúrskarandi að þínu mati? Hönnun sem er tímalaus, vönduð, falleg og þjónar tilgangi sínum vel.

Besta innanhússráðið? Hugsa heimilið String Light eftir Michael Anastassiades er fallegasta ljós í heimi að mati Helenu.

Hvaða tískustraumar finnst þér vera mest áberandi núna fyrir heimilin?

Hvernig er einfalt að bæta hljóðvist híbýla? Með húsgögnum, teppum, púðum,

Mismunandi áferð og efni, hreinar línur og form, mattir litir á veggi, gólfsíðar gardínur, umhverfisvæn og handgerð hönnun og auðvitað plöntur af öllum stærðum og gerðum, hangandi og standandi.

gardínum og hljóðísogsplötum. En einfaldast er að vinna með hljóðvistina strax í hönnunarferlinu, þá verður hljóðhönnunin hluti af heildarútliti byggingarinnar. Val á gólfefnum skiptir einnig miklu máli, mýkri efni, eins og viður, dúkur og teppi, gefa betri hljóðvist en flísar og flot.

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Hvaða efni, litir og form eru vinsælust núna? Viður, leður, ull, flauel, keramík, steinn og málmar, náttúruleg og ekta efni. „Skítugir“ pastellitir og dimmir litir eru vinsælir þessa dagana. Þá helst bleikir, grænir, bláir og gráir tónar. Geometrísk form og fíngerðar línur eru mjög áberandi í iðnhönnun og sterk áhrif frá tíunda áratugnum.

Hvað gleymir fólk helst að spá í þegar það skipuleggur/hannar heimili sín? Mér finnst stundum gleymast að hafa smávegis andrými á heimilinu, hafa nægilegt rými í kringum húsgögn og leyfa einhverjum veggjum að standa hreinum.

Ódýrasta innanhússráðið væri? Gera upp gömul húsgögn, mála vegg í lit og fá afleggjara af plöntum frá ömmu.

Hvert er nýjasta „trendið“ í innanhússhönnun? Nýjasta æðið hjá mér eru svokölluð „daybed“. Ótrúlega elegant og fallegar mublur.

Hvernig gólfefnum heillast þú af og hvers vegna? Falleg viðargólf og „terrazzo-flot“ eru klassísk og flott. Ég er svo reyndar búin að vera með línoleum dúk á heilanum frá því að við létum dúkaleggja íbúðina hjá okkur. Það kemur ótrúlega vel út, gott að þrífa og ganga á honum.

Finnst þér lýsingin skipta miklu máli?

Hvað með veggina? Hvað finnst þér fallegast á veggi? Hvítmálaðir veggir eru alltaf

Lýsing og dagsbirta skipta miklu máli í byggingum. Lýsing þarf bæði að vera hönnuð út frá notagildi og fagurfræðilegu gildi. Mér finnst einnig skipta miklu máli að geta stjórnað lýsingunni og skapað mismunandi stemningu eftir tilefni og árstíð.

fínir og góður grunnur fyrir rýmið. En þessa dagana er ég mjög spennt fyrir lituðum veggjum, fallegum tónum sem ramma inn og mynda bakgrunn fyrir ákveðnar mublur. Hálfmálaðir veggir eru líka svolítið skemmtilegir.

10

sem heild, fylgja eigin sannfæringu frekar en tískustraumum og kaupa færri en vandaðri hluti.

Eames Molded Plywood-stólarnir eru alltaf klassískir.


FRÁ LAUFEN Laufen kynnti SaphirKeramik tæknina á markaðinn 2013 og er leiðandi á heimsvísu í þróun hennar. Þessi tækni býður upp á mun skarpari og þynnri línur í keramikinu en áður hefur þekkst, auk þess að hafa meiri beygju og höggstyrk. Þessi tækni hefur gert Laufen kleift að þróa nýjar línur í handlaugum með einstaklega þunnum brúnum , eins og sjá má á KARTELL línunni og nýjustu línum Laufen VAL og INO. Húsasmiðjan er söluaðili Laufen á Íslandi. husa.is • laufen.com SVISSNESK GÆÐI SÍÐAN 1892

Byggjum á betra verði

w w w. h u s a . i s


hús og híbýli í vinnslu

25. júlí kl. 17:18 Í heimsókn okkar til Þórunnar Pálsdóttur fasteignasala sýndi Óli ljósmyndari hvernig Þórunn ætti að sitja í sófanum fyrir framan myndavélina. Stellingar voru prófaðar en lokaútkoman varð að standandi uppstillingu. Það er greinilegt að Þórunn og Óli vita alveg hvað þau eru að gera.

12. ágúst kl. 11:16 Við erum heima hjá Örnu Torfadóttur þegar ljósmyndari rak augun í nokkrar óþarfa snúrur sem „trufluðu“ myndina. Arna og blaðamaður voru ekki lengi að kippa því í liðinn, enda allt gert fyrir góða mynd.

15. ágúst kl. 14:10 Hér vinnur Óli ljósmyndari myndir úr innliti hjá Siggu Elefsen en prentun á blaði er rétt handan við hornið og nóg eftir að gera.

16. ágúst kl. 18:30 Mynd mánaðarins ber titilinn „Geimferðaráætlun Reykjavíkurborgar“ og er eftir grafíska hönnuðinn Bjarna Helgason. Myndin fór heim með Elvu blaðamanni og situr hér örugglega í bílnum. Þegar heim var komið var myndinni skellt í ramma og er tilbúin til brottfarar, eða í það minnsta upp á vegg.

14


Starck V Listaverk - hönnun og þægindi

PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is


Verslað

Smart ljós, skenkir og borð fyrir haustið

Smart loftljós. Módern, 64.900 kr.

Diamond heitir þetta svala speglaborð sem er frá Reflection. Snúran selur vörur frá Reflection.

Gróft og töff sófaborð. Heimahúsið, 67.600 kr.

Töffaralegur gólflampi. Línan, 53.350 kr. Körfustóll sem hangir í loftinu og virkar mjög kósí. Húsgagnahöllin.

Umsjón: Sigríður Elín

Hlýlegur og smart skenkur úr hnotu. Módern, 549.000 kr.

Svartur skenkur með smávegis viðartvisti. Snúran, 129.900 kr.

16

Koparlampinn Ph 3½-2½ var hannaður í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen. Tveir skermar fylgja, annar úr kopar og hinn úr gleri. Epal, 198.000 kr.


9

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 www.vidd.is Kópavogi Akureyri

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 6800 Njarðarnes 9 Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Sími 554 BæjarlindKópavogi 4 Njarðarnes 9 Sími 554 6800 www.vidd.is Akureyri www.vidd.is Kópavogi Akureyri www.vidd.is Kópavogi Akureyri www.vidd.is Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Kópavogi Akureyri

Bæjarlind 4 Kópavogi

Bæjarlind 4 Kópavogi

Bæjarlind 4 Kópavogi Bæjarlind 4 Kópavogi

9

Njarðarnes 9 Akureyri Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9

Bæjarlind 4 6800 Njarðarnes 9 Sími 554

Njarðarnes 9 Akureyri

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Kópavogi

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Kópavogi

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Kópavogi Sími 554 6800Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is


verslað

Þessi bolti er lampi sem má ekki sparka í! My concept store, 8.900 kr.

Grjónapulla í sirkusstíl. ILVA, 14.990 kr.

Mörgæsir eru eitt það krúttlegasta í heiminum! Þessi frá Magis er 70 cm há og svakalega sæt. Epal.

Krúttað í krakkaherbergin Sjóræningjarúmföt. ILVA, 9.995 kr.

Falleg mynd frá Bob Noon. Snúran, 8.900 kr.

Uglupúði frá Franck & Fischer. Epal, 7.450 kr.

Þetta er sniðugt til að hengja upp ljósmyndir og teikningar eftir krakkana. Esja dekor, 5.990 kr.

Dótapoki undir alls kyns dót. Hjarn living, 4.490 kr.

Þessi sæti selur gefur hlýlega birtu í barnaherbergið. My concept store, 10.900 kr.

Umsjón: Sigríður Elín

Krakkahús í krakkaherbergi. Esja dekor, 34.990 kr.

Smart leikteppi sem er með öðruvísi mynstri á hinni hliðinni. Petit, 14.900 kr.

Þrjú krúttleg nestisbox í mismunandi stærðum frá Tulipop. Tulipop.is, 2.500 kr.

Draumastóllinn frá Kartell í barnastærð. Petit, 19.900 kr.

18


LÁTTU ÞINN EIGIN STÍL SKÍNA

Pfaff býður mikið úrval af glæsilegum inni- og útiljósum frá fjölda heimsþekktra hönnunarmerkja. Starfsfólk okkar veitir þér faglega og persónulega ráðgjöf þar sem þinn stíll fær ávallt að njóta sín. Komdu í heimsókn. Við tökum vel á móti þér.

PFAFF - GRENSÁSVEGI 13 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 414 0400 - WWW.PFAFF.IS


verslað

Borðskraut hannað af Issey Miyake fyrir Iittala, má nota sem lítinn dúk eða diskamottu, 20 cm. Húsgagnahöllin, 11.990 kr.

Gyllt og litað

Loftljós, mínimalískt en gróft og fáanlegt í fleiri litum, Ø42cm. Norr11, 9.990 kr.

Borðstofustóll úr hvítri eik með léttu yfirbragði. Norr11, 75.900 kr. Æðislegt veggfóður frá Cole & Son Riviera. Esjadekor.is, 16.990 kr.

Borðlampinn Pion S frá HAY gefur mjúka og hlýja birtu. Epal, 39.600 kr.

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Nýr stillanlegur vegglampi frá IKEA, einnig hægt að nota sem klemmulampa, 2.950 kr.

Hliðarborð frá AYTM úr smíðajárni og marmara, Ø50 cm. Hjarn, 64.900 kr.

Fallegir kertastjakar hannaðir af Klong/Broberg & Ridderstråle. Winston Living, verð frá 15.900 kr.

Bókastoð frá Scultuna, 20 cm. Módern, 19.900 kr.

20

Mjúk handklæði frá HAY, 140x70 cm. Epal, 4.600 kr.


Nordique-matarstell

Grár eða sandlitaður steinleir. Diskur 26 cm. 1.995 kr. Fylgidiskur 20 cm. 1.595 kr. Hliðardiskur 15 cm. 1.295 kr. Skál 15 cm. 1.495 kr. Skál 20 cm. 4.995 kr. Skál 25 cm. 5.995 kr. Bolli 10 cm. 1.295 kr. Fat 22 x 13,5 cm. 3.495 kr. Fat 30 x 17 cm. 3.995 kr.

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


BLAND Í POKA

KRÍA silfurhálsmen er íslensk hönnun, mótað eftir grein. Mýrin, 19.900 kr.

BLAND Í POKA Plakat eftir Kristinu Krogh í stærðinni 50x70 cm. Epal, 18.600 kr.

Veggblómapottar í brons, 2 í pakka. Esja Dekor, 6.490 kr.

Kollur úr 100% náttúrulegum korki frá OYOY, hæð 35 cm. Snúran, 35.900 kr. Eikarklukka frá Diamantini & Domeniconi. Módern, 47.900 kr.

Hægindastóllinn Tembo frá New Works, fáanlegur í fleiri litum. Módern, 279.900 kr.

UMSJÓN: ELVA HRUND ÁGÚSTSDÓTTIR MYNDIR: FRÁ FRAMLEIÐENDUM

Mjúkur púði frá Normann Copenhagen, 60x40 cm. Líf og list, 13.150 kr.

Bréfamappa frá HAY fyrir skipulögðu týpurnar. Epal, 4.200 kr.

Vegglampi á hreyfanlegum armi, lengd 53 cm. Lýsing og hönnun, 17.990 kr.

22

Bómullarteppi frá Semibasic, 130x170 cm. Snúran, 16.500 kr.

Mesh Bag er sportlegur bakpoki með hólfi fyrir fartölvuna. Reykjavík Butik, 13.900 kr.


TIMEOUT

BÆJARLIND 14 - 16

I 201 KÓPAVOGI I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS


Draumurinn rættist á dönsku sveitasetri

E

Texti: Lena Viderø Myndir: Kristinn Magnússon

ftir um þriggja tíma akstur frá Kaupmannahöfn í gegnum fagrar sveitir Danmerkur keyrum við loks í hlað hjá Berthu Kristínu Óskarsdóttur og Erling Valdimarssyni. Hún er viðskiptafræðingur og sjálfstætt starfandi innanhússráðgjafi hjá BO Interior og hann er annar eigenda tannlæknakeðjunnar Berthelsen & Valdimarsson. Hér búa þau í Ribe, ásamt börnum sínum, þeim Valdimar, Margréti Ösp og Þórunni Emilíu, og hundinum Maiu.

Bertha og Erling njóta sumarkvöldanna í Danmörku.

24


Stílhreint og hlýlegt.

25


Draumurinn rættist á dönsku sveitasetri

„Þrátt fyrir að innréttingarnar hafi ekki verið okkur að skapi létum við slag standa og keyptum húsið, enda verður maður að sjá möguleikana í stað þess að láta innréttingar hindra mann í að láta drauminn rætast.“

Sveitabæ breytt í nútímaheimili

búið í þeim hluta hússins sem nú kallast barnaálman. Þar eru tvö herbergi,

Húsið er gamall sveitabúgarður sem var byggður 1860 og er tekið á móti

baðherbergi og sjónvarpsstofa ásamt sérinngangi. Eftir að formlegum búskap

okkur með rjúkandi kaffi og dönsku bakkelsi og erum við leidd um fallega

var hætt, fluttu í húsið ungir námsmenn og bjuggu í einskonar kommúnu. Í

heimili þeirra.

kringum 1997 keyptu ung hjón með tvö börn húsið og tóku það allt í gegn.

Húsið er um 260 fermetrar og er það mikið breytt frá upprunalegri mynd en

Þau fjarlægðu tvær viðbyggingar svo eftir stóð íbúðarhúsið og fjósið. Húsið

áður hafði það þrjár fastar viðbyggingar sem gegndu hlutverki hlöðu og fjóss

var allt einangrað og ný kynding var sett upp. Einnig voru sett ný gólfefni,

og einnig var tengibygging á milli íbúðarhúss og hlöðu. Húsið stendur á eins

innréttingar, gluggar og hurðir. Í fjósinu var svo fjórðungur gólfsins sléttur

hektara lóð en áður fylgdu því nokkrir akrar sem voru seldir áður en Bertha og

út til að búa til bílskúr en restin af fjósinu stendur upprunaleg, fyrir utan að

Erling keyptu húsið. Bertha segir að sagan segi að áður fyrr hafi þjónustufólk

básarnir hafa verið teknir niður.

26


27


hús og híbýli

Draumurinn rættist á dönsku sveitasetri

Húsið tekið í gegn

sitja sex tegundir í stað þeirra níu sem áður voru. Eldhúsinu var umturnað

Bertha og Erling keyptu húsið árið 2013 og hafa breytt því enn meira.

með breyttu skipulagi og innréttingum en eins létu þau setja jarðvarma í stað

Innréttingarnar voru ekki eins og þau vildu hafa þær og allt var frekar

eldkyndingar sem áður var. Eins var loftið einangrað svo hitinn héldist betur

dökkleitt. „Þrátt fyrir að innréttingarnar hafi ekki verið okkur að skapi létum

inni í húsinu. Næst á dagskrá innandyra er svo baðherbergið og þvottahúsið.

við slag standa og keyptum húsið, enda verður maður að sjá möguleikana í stað þess að láta innréttingar hindra mann í að láta drauminn rætast.“

Frá Hvammstanga til Ribe

Með hjálp góðra vina réðust þau í breytingarnar og gáfu húsinu mikla

Áður en fjölskyldan flutti til Ribe bjó hún á Hvammstanga þar sem Erling

andlitslyftingu. Byrjað var á því að mála panellögð loftin og dökklakkaða

starfaði sem tannlæknir. En þegar hann fékk tilboð um starf í Danmörku

bjálkana skjannahvít. Þar næst fengu allar bæsuðu gluggakisturnar hvítt lakk

gat fjölskyldan ekki látið tækifærið renna sér úr greipum og skellti sér yfir

og gerefti var sett á þá glugga sem vantaði. Gólfefnum var skipt út svo eftir

hafið. Fyrst um sinn bjuggu þau í Kolding en fluttu svo til Ribe til að vera nær

28


Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar er eldhúsið og borðstofan.

29


Draumurinn rættist á dönsku sveitasetri

vinnunni hans Erlings. Ribe er einn elsti bær Danmerkur og höfðu Bertha og

rati eingöngu tekk inn á heimilið. Það geri ég til að passa að rýmið verði ekki

Erling verið búin að láta sig dreyma um að eignast hús utan þéttbýlis; hús sem

kaótískt og haldist stílhreint.“

byði upp á þann möguleika að þau hefðu nægt pláss, innan- sem utandyra.

Bertha sækist því mikið í að blanda saman klassískri hönnun og nútímahönnun

„Okkur þótti líka svolítið sjarmerandi að hafa möguleika á að kaupa hús sem

og dregur fram hlýleika í rýmin með ljósmyndum, listaverkum, bókum, kertum

við gætum aldrei keypt á Íslandi.“ Og þegar þau fundu sveitasetrið vissu þau

og fleiri klassískum og nútímalegum smáhlutum til að skreyta. „Ég sæki

að þetta var það sem þau hafði dreymt um.

innblástur bæði frá tímaritum og af Pinterest. Instagram er líka góð síða en það er mikilvægt að passa sig að fylgjast með fjölbreyttum síðum og halda

Blanda af klassískri hönnun og nútímahönnun

í það sem einkennir mann og manns eigin hönnun.“ Bertha sótti Formland-

Heimili fjölskyldunnar er bjart og stílhreint og þó svo að svartur og hvítur

hönnunarsýninguna sem haldin var í Herning í ágústmánuði. „Svo er ég

séu ráðandi litir er heimilið mjög hlýlegt. „Með þessum tveimur litum hef ég

komin með boðsmiða í hús á Formex-sýninguna í Stokkhólmi í lok ágúst,“

tekið inn viðartegund, sem í okkar tilfelli er tekkið. Ég hef því passað að það

segir Bertha brosandi.

30


31


hús og híbýli

Draumurinn rættist á dönsku sveitasetri

„Okkur þótti líka svolítið sjarmerandi að hafa möguleika á að kaupa hús sem við gætum aldrei keypt á Íslandi.“

Íslensk hönnun spilar stórt hlutverk

stílhreinasta rýmið okkar en samt svo hlýlegt. Ég hreinlega elska allt við þetta

Mikið er um íslenska hönnun á heimilinu. „Ég veit ekki hvort það sé

rými. Þar borðum við fjölskyldan alltaf morgunmat og kvöldmat saman.“ En

einfaldlega einhver þjóðerniskennd en mér finnst vera áberandi mikil

Bertha er ekki bara góður innanhússhönnuður heldur er hún einnig lunkin við

gróska í íslenskri hönnun í dag og margir hönnuðir að gera flotta hluti. Ég

eldamennskuna. „Þegar við fáum vini í heimsókn er frábært að geta hugað

hrífst einstaklega mikið af hönnun Ingibjargar Hönnu og púðunum hennar

að matnum við eyjuna og samt verið með gestunum sem annað hvort standa

Ragnheiðar Aspar. Fuzzy-stólinn hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og

hjá eða sitja við borðstofuborðið. Eldhúsið er kannski ekki það stærsta, miðað

er fyrsta íslenska hönnunin sem við eignuðumst. Plattarnir hans Almars, Jón í

við stærð hússins, en við höfum skipulagt það svo vel að það geta vel nokkrir

lit, hafa svo fengið pláss á fjölskylduveggnum í forstofunni. Í næstu Íslandsferð

verið að stússast í því í einu.“

langar mig að kaupa Snigilinn hennar Ingibjargar Hönnu, sængurver og

Bertha segir bestu stundinar á heimilinu vera á föstudögum. „Þá er brunað

Hammock-stólinn fyrir garðinn.“ Þó að mikið sé af íslenskri hönnun á

heim eftir handboltaæfingu yngsta barnsins og formlega settur „hyggeaften“

heimilinu á Bertha sér fleiri uppáhaldshönnuði. „Mér finnst erfitt að gera

en þá er góð tónlist sett á fóninn, kertaljós tendruð, rauðvínsdreitill

upp á milli enda er ég líka svo mikil alæta, hvort sem um er að ræða tónlist,

settur í glös fullorðna fólksins og pizzugerð keyrð í gang. Krakkarnir fá

mat eða hönnun. En af þessum klassísku eru það þó Paul Henningsen, Arne

alltaf smánammi, því í Danmörku eru nammidagar á föstudagskvöldum,

Jacobsen, Verner Panton, Mogens Lassen, Charles og Ray Eames og Finn Juhl

svo er horft á Disney Show og undið af sér eftir vikuna. Svo þykir frúnni

sem standa hvað hæst upp úr.“

yndislegt að setjast niður með góðan kaffibolla, lítinn súkkulaðibita og gott húsbúnaðarblað eða bók. Prjónarnir fá svo stundum smávegis æfingu.“

Fjölskyldan sameinast í pizzugerð

Börn þeirra hjóna eru mætt og tími til kominn að setjast niður til að borða

Uppáhaldsstaður fjölskyldunnar á heimilinu er eldhúsið og borðstofurýmið.

dásemdarkvöldmat sem Bertha hefur reitt fram. Hundurinn Maia er aldrei

Þar á fjölskyldan sínar bestu stundir, t.d á föstudögum þegar allir koma

langt undan og kemur sér fyrir undir borði til að hvíla lúin bein. Allir taka

að pizzugerð og ná sér niður eftir amstur vikunnar. „Þetta er bjartasta og

hraustlega til matar síns og rætt er um heima og geima.

32


LÁTTU LÍFIÐ LEIKA VIÐ ÞIG

BEOSOUND MOMENT

BEOSOUND MOMENT OG MULTIROOM HÁTALARAR. BEOLINK MULTIROOM SAMEINAR ÖLL BANG & OLUFSEN TÆKI Í EITT AÐGENGILEGT ÞRÁÐLAUST KERFI. HÆGT ER AÐ SPILA MISMUNANDI TÓNLIST Í

BEOPLAY A9

HVERJU HERBERGI EÐA LEYFA ÖLLUM AÐ NJÓTA SÖMU TÓNLISTAR SAMA HVAR ÞEIR ERU STADDIR Á HEIMILINU. EINFALT ER AÐ STREYMA TÓNLIST ANNAÐ HVORT MEÐ NÚVERANDI BANG & OLUFSEN TÆKJUM EÐA AÐ STÝRA UPPLIFUNINNI MEÐ SNJALLSÍMANUM.

BEOLAB 17

FULLKOMIN MULTIROOM LAUSN.

BEOLAB 19

BEOLAB 18

LÁGMÚLI 8 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 530 2800


Uppáhaldslitur Þórunnar þessa dagana er gulur en hann klæðir hana líka einstaklega vel.

Dass af glamúr hjá fasteignasala

V

ið heimsóttum Þórunni Pálsdóttur fasteignasala en hún á fallegt

Fataherbergi fyrir lengra komna

heimili í Garðabæ. Þórunn tók mjög vel á móti okkur, hress og

Húsið var byggt árið 2000 en Þórunn hefur ekki breytt miklu eftir að hún flutti

kát, og leiddi okkur í gegnum húsið þar sem hún hefur smátt og

inn. Hún hefur sett flísar á eldhúsið, eins hefur baðherbergið verið tekið í gegn

smátt verið að koma sér og börnunum fyrir. Litrík húsgögn og

og 9,5 fermetra fataherbergi fer ekki fram hjá neinum sem á þar leið hjá enda

skrautmunir vöktu athygli en þeir voru jafnlíflegir og húsfreyjan sjálf.

draumur margra að geta raðað fötum og skóm í slíkt rými. „Baðherbergið

Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Óli Magg

og fataherbergið er búið til úr bílskúrnum. Fyrri eigandi var byrjaður að gera

Útsýnið ómetanlegt

upp baðherbergið en þegar ég keypti húsið fékk ég Bryndísi Evu Jónsdóttur

Þórunn flutti í Garðabæinn fyrir þremur árum og líkar vel, hverfið er barnvænt

innanhússarkitekt til að hjálpa mér að gera það eins og það er í dag með

og fjölskyldunni líður vel. En hvað varð til þess að hún endaði í þessu húsi?

innbyggðum skápum fyrir þvottavélina og þurrkarann. Eins skipulagði hún

„Ég féll alveg fyrir útsýninu. Ég er með æðislegt panorama-útsýni yfir

fataherbergið með mér og það er í „Hollywood-stíl“ alla leið. Ég sagði við

Bessastaði og jökulinn sem er eins og lifandi málverk. Þetta er endaraðhús og

Bryndísi Evu að ég þyrfti fataherbergi fyrir lengra komna og það er frábært að

að hafa glugga á gaflinum sem snýr til vesturs er ómetanlegt. Sólarlagið er hér

geta puntað sig upp og hlaupið beint út um dyrnar enda nota ég herbergið

í öllu sínu veldi og ég ligg gjarnan á legubekknum fyrir framan stóra gluggann

mjög mikið. Ég hrífst mikið af töskum og fallegum kjólum og það sparar

í stofunni og nýt útsýnisins út á sjóinn, það er eitthvað sem maður getur ekki

mikinn tíma að hafa svona góða yfirsýn yfir það sem til er.“

sett verð á.“ Hvernig er skipulagið í húsinu? „Húsið er á pöllum. Neðri hæðin skiptist í tvö barnaherbergi, baðherbergi og fataherbergi og efri hæðin geymir

Léttur stíll með smávegis glamúr

svefnherbergi, stofu og eldhús.“

Stíllinn hefur breyst mikið í gegnum tíðina hjá Þórunni, áður var hún með stór þung húsgögn en í dag er léttari bragur yfir öllu saman. En hvernig lýsir

34


„Sólarlagið er hér í öllu sínu veldi og ég ligg gjarnan á legubekknum fyrir framan stóra gluggann í stofunni og nýt útsýnisins út á sjóinn, það er eitthvað sem maður getur ekki sett verð á.“

35


Dass af glamúr hjá fasteignasala

Stofan og eldhúsið eru samliggjandi. Púðarnir í sófanum eru frá IKEA, H&M Home og Louise Roe.

„Ég laðast oft að skærum litum eins og sjá má í málverkunum og öðru dóti sem vekur eftirtekt.“

Þórunn sjálf stílnum? „Ég myndi segja að hér væri léttur skandinavískur stíll

bendi ég á að vera ekki með of mikið af munum uppi við. Kaupandinn verður

með smávegis glamúr. Það er ekki hægt að neita því að það er glamúr í því

að geta séð sína hluti fyrir sér í íbúðinni. Of mikið dót sogar svo mikla orku frá

að vera með svona fataherbergi og svo er mikill glamúr í silfulitaða borðinu í

manni fyrir utan hvað það minnkar rýmin.“

eldhúsinu. Eins gerir veggfóðrið mikið fyrir stofuna en ég klæddi vegginn til að fá meiri hlýleika inn í rýmið.“

Hjarta heimilisins Þórunni finnst gott að vera heima en hvar skyldi hjarta heimilisins liggja?

Fasteignabransinn á flugi

„Mér líður alltaf vel við eldhúsborðið, það er svo notalegt að sitja hérna

Eins og áður hefur komið fram er Þórunn fasteignasali og starfar hjá Mikluborg

með krökkunum, gestum eða ein og horfa á þetta panorama-útsýni út um

en þar er aldrei dauð stund. „Það er mjög mikil hreyfing á fasteignamarkaðinum

gluggana. Mér finnst það alveg ómetanlegt. Ég sit nánast alltaf hér við borðið

núna og ég sé mikinn mun á stærri sérbýlum sem hafa bæði hækkað í verði

þegar ég vinn heima því hér líður mér vel. Fyrir utan að dressa mig upp í

og þau seljast fleiri. Eignir sem hreyfðust hægt og stóðu í stað eru komnar á

fataherberginu, sem er jú eitt af uppáhaldsrýmunum mínum í húsinu.“

fleygiferð. Það er mjög góður gangur. Kynslóðin sem er að kaupa stærri eignirnar er fólk í kringum fertugt. Fólk sem margt var aðeins laskað eftir hrunið, búið að

Skærir litir heilla

tapa eigið fé og er að ná sér á strik. Efnahagslífið er líka í góðum gangi. Það er

Á veggjunum hanga margar fallegar myndir og litrík málverk sem gleðja

talað um að 2016-2017 sé gamla 2007, bara ekki með þessari skuldsetningu.

augað en Þórunn segist fá algjörar dellur hvað liti varðar og þá sérstaklega í

Núna er vonandi bara partí en engin þynnka,“ segir Þórunn og hlær.

fötum. „Í augnabliku er gulur í miklu uppáhaldi þó að bleikur sé aldrei langt undan. Ég laðast oft að skærum litum eins og sjá má í málverkunum og öðru

Myndir og bækur gera heimili persónuleg

dóti sem vekur eftirtekt. Ég féll alveg um leið fyrir silfurlitaða borðinu og varð

Nú skoðar þú mörg hús daglega, er eitthvert ákveðið hús sem þig dreymir um

að eignast það. Ég hef líka mjög gaman af fallegum glösum en ég gæti alls

að eignast? „Ég er mjög ánægð hér en draumurinn er vel hannað einbýli með

ekki drukkið kampavín úr vatnsglasi, ég kýs falleg glös og borðbúnað. Annars

sjávarútsýni.“ En hvað finnst þér gera heimili persónuleg? „Mér finnst alltaf

myndi ég segja að bestu kaupin fyrir heimilið væri ítalski eðallegubekkurinn

gaman að sjá myndaveggi heima hjá fólki og eins bækur. En ég vil ekki hafa

sem ég keypti á Bland fyrir lítinn pening. Ég nýt þess að sitja í bekknum og

drekkhlaðið af dóti í kringum mig og þegar fólk er að selja eignirnar sínar þá

horfa út um gluggann.“

36


Svartir Eames-stólar standa við eldhúsborðið og takið eftir litríka málverkinu sem sést inni í stofu en Þórunn keypti það á Kúbu og flutti með sér heim.

37


hús og híbýli Dass af glamúr hjá fasteignasala

„Ég myndi segja að hér væri léttur skandinavískur stíll með smávegis glamúr.“

Í eldhúsinu er silfurlitað glamúrborð úr Pier sem Þórunn kolféll fyrir.

Hnotskurn

Fagurfræði eða notagildi ... í góðri hönnun fer það saman. Á sunnudögum er ... farið í zumba kl. 11 svo stundum staðgóður bröns. Te eða kaffi ... nettlute á fastandi maga, svo kaffi. Nýjustu kaupin eru ... brúni, bleiki og grái púðinn í sófanum frá Louise Roe en ég fékk hann í Willamia, margt fallegt þar. Uppáhaldslitir eru ... eftir dellu hverju sinni, núna gult, sýnist svo tígris taka völdin í haust. Draumahúsið er ... vel hannað einbýli með sjávarútsýni. Heimilisgildin okkar eru ... heiðarleiki og gleði. Less is more eða more is more ... less is more. Uppáhaldsveitingastaður er ... Mathús Garðabæjar. Frábært að vera búin að fá góðan veitingastað í bæinn. Besta sundlaug landsins er ... sundlaugin á Seltjarnarnesi. Líka svo flott útsýni úr World Class þar. Leynd útivistarperla í nágrenninu ... er fjaran á Álftanesi. Uppáhaldshönnuður er ... Gucci.

38


Snyrtiaðstaðan í fataherberginu er ekki af verri endanum. Borðið og ljósin eru úr IKEA.

Falleg mynd eftir Sigrid Valtingojer og heitir Landslag. Spádómsprikin frá Siggu Kling eru heldur ekki langt undan þegar vinkonurnar mæta í heimsókn.

Dóttir Þórunnar, Jóhanna Edwald lögfræðingur, málaði litríku myndina sem hangir inni á baðherbergi.

Þórunn hrífst af fallegum kjólum, skóm og töskum og er þessi mikið notuð í ræktina.

39


HÖNNUNARKLASSÍK

Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

H e i t t á könnunn i í 8 0 á r

Þ

að eru eflaust margir sem byrja daginn á einum góðum kaffibolla til að koma sér í gang. Í dag er kaffi fáanlegt í ýmsum myndum og það sama má segja um kaffivélar. Það er ein kaffikanna sem hefur stimplað sig inn í að vera ein sú þekktasta en hún var hönnuð af ítalanum Alfonso Bialetti sem hannaði hina einu sönnu Moka Express árið 1933. Bialetti var verkfræðingur með hugsjónir. Árið 1919 opnaði hann verkstæði í Crusinallo á Ítalíu þar sem hann vann með hálfkláraðar vörur úr áli. Á þessum tíma vöktu þvottaaðferðir kvenna athygli hans en þær notuðu kar þar sem þær suðu vatnið í og í miðju þess var pípa sem dró sápuvatnið upp og dreifði yfir þvottinn. Skapandi hugur Bialetti´s leiddi hann að þeirri niðurstöðu að hugmyndin gæti virkað fyrir einfalda kaffivél sem gæfi almenningi alvörukaffi. Það var eins og áður sagði árið 1933 sem Bialetti kom með Moka Express á markað en kannan hefur verið klassík síðan um 1950. Það hafa margar útgáfur af svipaðri vöru komið á markað og það einnig frá Bialetti sjálfum en engin hefur náð sömu hæðum og Moka Express sem finnst nánast inni á hverju heimili á Ítalíu og víðar um heiminn.

40


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

*Ríkulegur staðalbúnaður: *8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð, leðurinnrétting, rafdrifin þægindasæti fyrir bílstjóra og farþega, hiti í framsætum, stillanleg fjöðrun (PASM ), Bi-Xenon ljós, 18“ álfelgur, fullkomið hljómkerfi með 10 hátölurum, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, skriðstillir (Cruise Control) o.m.fl.

Rafmagns Porsche! Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í flokki sportbílaframleiðenda. Til grundvallar valinu er sú staðreynd að Porsche er tákn fyrir hámarks akstursupplifun og notagildi sem og einstaka sporteiginleika. Hins vegar er litið til alls þess frumkvöðlastarfs sem Porsche á að baki, til dæmis við þróun á Plug-In E-Hybrid vélum. Nú, þegar sumir bílaframleiðendur eru að kynna sínar lausnir í fyrsta skipti, kemur Porsche með kynslóð númer tvö af rafmagns Cayenne; sportjeppa sem getur gengið eingöngu fyrir rafmagni, eingöngu fyrir bensíni eða virkjað báða aflgjafana jöfnum höndum. Honum er einfaldlega stungið í samband við heimilisrafmagn.

Porsche Cayenne S E-Hybrid Verð: 12.590 þús. kr.* Verið velkomin í reynsluakstur.

Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 porsche@porsche.is | www.benni.is

Opnunartími Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


hús og híbýli

Skipulagt kaos

Texti: Sigríður Elín Myndir: Óli Magg

og allir regnbogans litir

Ljósin yfir borðstofuborðinu eru úr ILVA, borðið smíðaði Sigga sjálf en Pantone-stólana keypti hún á umboðssölu í Epal en þeir komu frá veitinga- og skemmtistaðnum B5.

42


Svaninn er Sigga með í láni en hún væri alveg til í að eignast einn sjálf. Hliðarborðið er úr IKEA en lampinn og hinn hægindastóllinn eru úr ILVA. Græna náttúrumyndin er veggfóður úr Bauhaus sem Sigga límdi á vegginn með veggfóðurslími.

43


Skipulagt kaos og allir regnbogans litir

„Draumahúsið mitt væri byggt inn í berg og það væri allt úr gleri að framanverðu. Það væri ekki of stórt, ... ég myndi vilja hafa húsið samtvinnað náttúrunni, þannig að það myndi falla inn í landslagið, ...“

Gula karfan er úr Epal og Kartelllampann fékk Sigga í jólagjöf frá systrum sínum á Siglufirði.

44


V

ið Óli ljósmyndari Húsa og híbýla fengum að kíkja í heimsókn til Siggu Elefsen og Birtu, dóttur hennar sem er að verða tveggja ára eftir nokkra daga! Mæðgurnar búa í nýlegu fjórbýli í Hafnarfirði og heimilið er skemmtilega litríkt og flippað en fyrst þegar Sigga flutti inn ætlaði hún að hafa stílinn mínimalískan, svartan og hvítan, með grænu tvisti en eftir nokkra mánuði gafst hún upp á þeim stíl og nú eru allir regnbogans litir á heimilinu. Fullt af grænum plöntum gefa hlýlegt andrúmsloft og fallegir munir sem koma úr öllum áttum er raðað vandlega og skapa stíl sem Sigga sjálf lýsir sem skipulögðu „kaosi“. Allt útpælt en samt svo frjálslegt og lifandi, það fer ekki á milli mála að í henni blundar hönnuður en Sigga er að vinna í verslun Andreu í Hafnarfirði en planið er að fara Listaháskólann og klára vöruhönnunarnám sem hún byrjaði á fyrir nokkrum árum.

Útsýni sem minnir á æskuslóðirnar Húsið var byggt 2008 og því frekar nýlegt, það er staðsett við götu sem heitir Álfaskeið, húsin í kring eru flest hver gömul og hverfið er gróið og sjarmerandi en þaðan er aðeins örstutt labb í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem Sigga vinnur. En hvers vegna féll hún fyrir þessari íbúð á sínum tíma? „Ég keypti íbúðina 2011 eftir að hafa skoðað margar eignir en þegar ég kom inn í þessa gat ég hugsað mér að eiga heima hérna. Stórir gluggar og stórt opið rými þar sem eldhús, borðstofa og stofa renna saman í eitt heillaði mig algjörlega og ég er ótrúlega sátt hérna og hef lítið þurft að gera fyrir íbúðina. Ég er frá Siglufirði og mér finnst útsýnið hérna minna mig á heimaslóðirnar, ég sé gróið hverfi og gömul hús sem er notalegt og svo er stutt fyrir mig í vinnuna.“

Heimilið eins og púsluspil sem tekur ekki enda Íbúðin sjálf er um 140 fermetrar og svo fylgir henni bílskúr og geymsla. Þegar komið er inn í íbúðina er baðherbergið beint af augum, rúmgott, eilítið svart og rokkað, á vinstri hönd eru tvö svefnherbergi, Siggu og Birtu litlu, og þriðja herbergið, þar sem vinkona Siggu er, er svo aðeins innar. Gangurinn sem leiðir mann inn í opna rýmið er gulur og þar geyma skvísurnar þrjár, sem þarna búa,

45


hús og híbýli Skipulagt kaos

og allir regnbogans litir

skósafnið sitt en þær eiga skemmtilega mörg litrík skópör sem fá að njóta sín.

ólst upp í Afríku og hún kom með skemmtilega trémuni hingað inn en ég er

Lítið skot er í forstofunni og Sigga smíðaði sjálf bekk sem smellpassar þar inn,

búin að vera að sanka að mér dóti síðan ég var bara lítil og á þess vegna alls

fyrir ofan hann hangir svo gullfalleg kápa Birtu litlu og fleiri fallegir munir. En

konar skrítna hluti, eins og keiluna í stofunni sem ég keypti í keiluhöll á Spáni

hvar fær þessi smekkpía hugmyndir fyrir heimili sitt? „Ég held þær komi bara

þegar ég var krakki, hún hefur fylgt mér síðan. Það eru ákveðnir hlutir sem

frá umhverfinu og stundum er ég dugleg að skoða Pinterest, ég tek svona

hafa fengið að fylgja mér lengi, hlutir sem vekja upp einhverjar tilfinningar

rispur þar sem ég spái mikið í heimilið og svo koma líka tímar þar sem ég er

eða minningar, ég læt þá ekki frá mér. Mér finnst líka gaman að fara á

ekkert að pæla í því. Mér finnst það að skapa sér heimili vera svolítið eins og

flóamarkaði, bæði í Góða hirðinn og markaði erlendis, það er hægt að finna

endalaust púsluspil því mér finnst það aldrei tilbúið eða fullklárað, það er alltaf

alls konar gersemar á þessum mörkuðum.“ Ertu safnari í eðli þínu? „Já, ég

hægt að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Svona einu sinni á ári tek ég til

myndi segja að ég væri það, ég safna til dæmis skóm, töskum, yfirhöfnum,

dæmis alla smáhluti hér inni og set þá á einn stað, einskonar núllpunkt, og svo

kertastjökum, skálum og stólum. Mig langar að eignast mikið af fallegum

raða ég þeim öllum upp á nýtt. Þá gerist eitthvað nýtt sem er hressandi.

hönnunarstólum með tíð og tíma en það sem ég freistast alltaf til að kaupa

Mér finnst stíllinn hjá okkur ekki tilheyra neinum ákveðnum stíl, þetta eru bara

meira af eru kertastjakar, ég á orðið gott safn af þeim,“ svarar hún brosandi.

hlutir og húsgögn sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina; munir sem ég

Á gömlum skenk standa margar grænar plöntur en Sigga segist ekki hafa

hef heillast af einhverra hluta vegna. Ég vil hafa mikið af litum í kringum mig

keypt neina þeirra: „Einhverra hluta vegna gefur fólk mér oft blóm og þessi

og hluti með sál en fyrst þegar ég flutti ætlaði ég að hafa allt bara svart og

voru öll fengin að gjöf en ég kannski kaupi mér eitt bráðlega því mig langar í

hvítt og svo einn lit með sem var grænn en ég gafst upp eftir hálft ár,“ segir

stóra pottaplöntu í stofuna mína.“

hún hlæjandi. „Mér fannst það ekki vera nógu heimilislegt að vera með svona mínimalískt heimili, það var ekki alveg ég þegar á reyndi og ég breytti bara

Draumahúsið byggt inn í berg

um stefnu en ég hefði aldrei trúað því fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að

Sigga ólst upp á Siglufirði og öll fjölskylda hennar býr þar nema hún í

vera með bleika, gula og appelsínugula liti á heimili mínu. Í dag finnst mér

Hafnarfirði, saknar hún ekkert heimahaganna? „Mér þykir alltaf vænt um

litir koma með svo mikið líf og stemningu og núna myndi ég aldei vilja eiga

Siglufjörð en mér finnst samt miklu betra að búa í Hafnarfirði, eins fallegur og

mínimalíkst heimili; skipulagt kaos og allskonar litir lýsa kannski best stílnum

Siglufjörður er þá er hann of afskekktur fyrir manneskju eins og mig,“ segir

hjá mér í dag.“

hún brosandi. „Þetta hverfi er svo rólegt og hér finnst mér gott að ala dóttur mína upp; það er líka stutt í náttúruna og ég keyri oft upp að Hvaleyrarvatni

Safnar skóm, skálum og stólum

eða Helgafelli með hundinn minn því mér finnst svo nauðsynlegt að fá þessa

Hvar finnst þér skemmtilegast að versla? „Ég held að uppáhaldsbúðin mín sé

náttúrutengingu. Það er mín hugleiðsla að setjast niður með kaffibolla við

ILVA, ég finn alltaf eitthvað litríkt og skemmtilegt þar. Litla hönnunarbúðin í

vatnið og bara slaka á og njóta. Bara vera!“

Hafnarfirði er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Vinkona mín, sem býr hjá mér,

En hvernig ætli draumahúsið hennar Siggu Elefsen sé og hvar? Eftir stutta

46


Sófinn er úr IKEA; þetta er hornsófi en legubekk úr sömu línu var bætt við hann til að stækka sófann. Sófaborðið er úr ILVA og hægt er að snúa plötununum til sem er mjög þægilegt. Myndirnar á veggnum fyrir aftan sófann eru úr ILVA, Litlu hönnunarbúðinni og Schintilla. Lillablái einhyrningurinn er úr Litlu hönnunarbúðinni.

Skenkinn málaði Sigga hvítan að mestu. Spegillinn fyrir ofan var upprunalega gylltur en er miklu líflegri svona gulur. Plöntur búa til súrefni og stemningu á heimilinu.

„Í dag finnst mér litir koma með svo mikið líf og stemningu og núna myndi ég aldrei vilja eiga mínimalíkst heimili; skipulagt kaos og allskonar litir lýsa kannski best stílnum hjá mér í dag.“

47


hús og híbýli Skipulagt kaos

og allir regnbogans litir

Hnotskurn:

umhugsun svarar hún: „Draumahúsið mitt væri byggt inn í berg og það væri allt úr gleri að framanverðu. Það væri ekki of stórt, bara nægilega stórt þannig að ég gæti nýtt allt rýmið vel og ég myndi vilja hafa húsið samtvinnað náttúrunni þannig það myndi falla inn í landslagið, ég myndi alls ekki vilja hafa það í miðri borg, frekar í sveit en samt ekki mjög langt frá borginni.“

Handlagin og hugmyndarík Borðstofuborðið er svolítið hjarta heimilisins, það er stórt og gróft og mjög smart en Sigga hannaði borðið sjálf og smíðaði það, það fer ekki á milli mála að þessi pía er handlagin og lætur vaða í verkin. „Já, ég get alveg sagt að ég sé mjög handlagin, ég smíðaði borðið alveg sjálf fyrir utan að ég sendi það annað í pólýhúðun. Ég rafsauð grindina undir, keypti svo MDF-plötu og límdi svo parket ofan á plötuna, það var ódýrari lausn en að kaupa borðplötu úr eik. Það má líka sullast á borðið svona en ekki ef það er gegnheil eik þá gætu myndast blettir ef til dæmis olía hellist niður. Ég smíðaði líka bekkinn sem passar akkúrat inn í skot sem er á ganginum og svo hef ég líka aðeins verið að taka gömul húsgögn í gegn, eins og til dæmis skenkinn; hann keypti ég á nytjamarkaði og pússaði hann upp áður en ég málaði hann hvítan. Ég tímdi samt ekki að mála allt tekkið hvítt þannig að ég skildi eftir smávegis til að fá retrófílinginn. Spegillinn fyrir ofan var fyrst gylltur svo spreyjaði ég hann svartan og svo núna síðast gulan, ég finn mér alltaf eitthvað að gera hérna heima en núna langar mikið að skipta út parketinu og fá mér eikarplankaparket,“ segir Sigga en nú vill Óli ljósmyndari ná flottri mynd af henni og við slaufu spjallinu og vindum okkur í að finna besta staðinn fyrir myndina af henni.

48

Íbúar: Sigga, Herdís, Birta og tvö hundakrútt, Tobbi og Ylva. Fallegasti liturinn er ... grænn, lifandi og fallegur. Fallegasta form ... ætli mér finnist þau ekki öll falleg í réttu samhengi. En kassinn er alltaf í uppáhaldi samt. Less is more eða more is more ... more is more, augljóslega! Á óskalista heimilisins er ... að koma hengistólnum mínum aftur upp. Hvar safnast gestirnir saman í veislum ... þeir eru duglegir að dreifa sér hérna í þessu opna rými, helmingur í sófanum og hinn helmingurinn við borðstofuborðið. Hvar á heimilinu líður þér best ... sitjandi á gólfinu fyrir framan sófann, það er minn uppáhaldsstaður. Fagurfræði eða notagildi ... fagurfræði allan daginn. Listamenn sem fegra heimilið eru ... Sigga Magga, Scintilla, Heiðdís. Fallegustu byggingar á Íslandi ... eru fallega uppgerð hús sem hafa fengið ást, þau eru í uppáhaldi. Svona þessi týpísku íslensku bárujárnshús, ekkert eitt ákveðið. Uppáhaldsstaður í Hafnarfirði er ... Hellisgerði. Te eða kaffi ... það fer svolítið eftir því hvaða dagur er og hvernig veðrið er úti. Mig dreymir um að eignast ... vinnustofu með öllum þeim verkfærum sem mig gæti mögulega vantað. Besta sundlaugin er ... á Hofsósi. Uppáhaldskaffihús ... Súfistinn í Hafnarfirði er mitt kaffihús.


Arinn.is Generated by Foxit PDF Creator © Foxit Software http://www.foxitsoftware.com For evaluation only.

Arinbúðin Sími: 511 5011

821 2100

email: arinn@arinn.is

www.arinn.is


Skálarnar fundu þau Birna og Gunnar á mörkuðum úti í Japan og fluttu með sér heim. Ketillinn eru frá Japan og brettið er frá seimei.is.

Japanskir munir setja svip sinn á íbúðina en þessar dúkkur keyptu þau á ferðalagi sínu um Japan.

Skapandi

dugnaðarforkar í Norðurmýrinni

Í

gamalgrónu hverfi, á Gunnarsbraut, búa þau Gunnar og Birna, smekkfólk með meiru, ásamt dóttur þeirra, Hörpu Sigríði. Aðkoman að húsinu er blómum hlaðin sem setti tóninn og fangaði hlýju stemninguna sem tók á móti okkur inni í íbúðinni.

Íbúðin er á annarri hæð í steinuðu húsi sem er einmitt afar algengt á þessu svæði og gefur hverfinu sjarmendi yfirbragð. Húsið er byggt árið 1944 og er íbúðin 122 m² að stærð. Birna og Gunnar fluttu inn í ágúst í fyrra en þá var stutt í að dóttir þeirra kæmi í heiminn svo þau höfðu í nógu að snúast!

Franskar hurðir og friðsæl stemning Hvað var það sem heillaði ykkur mest við húsið og hverfið sjálft? „Við sáum Texti: María Erla Kjartansdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

mikla möguleika þegar við rákumst á íbúðina á fasteignasíðunum. Hún var í slæmu ástandi að innan en það sem við sáum strax voru stór og björt rými og svo má ekki gleyma frönsku hurðunum – þá var ekki aftur snúið. Húsið liggur við enda Gunnarsbrautar í botnlanga svo að umferðin í götunni truflar okkur ekki en það er mikil umferð af gangandi vegfarendum, hjólum, túristum, hundum og börnum sem er dásamlegt. Svo er eitthvað svo yndislegt við Norðurmýrina út af fyrir sig, það er eins og hverfið sé lítið falið samfélag þótt það sé alveg í miðborginni. Það sem er merkilegt við Norðurmýrina er að það er fyrsta hverfið í Reykjavík sem er skipulagt sem ein heild, en það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt.“ Það fer ekkert á milli mála að húsráðendur nostra mikið við heimilið, spá og spekúlara í hvern krók og kima og veigra sér ekki við því að fara sínar eigin leiðir. Hvernig skyldu þau lýsa stílnum á heimilinu: „Í grunninn er hann frekar afslappaður. Við erum ekki að leita eftir einhverju einu föstu útliti en í raun eru rýmin í íbúðinni mjög ólík. Þau skapa hvert sína stemningu en virka vel sem ein

50


„Grunnhugmyndin á bak við eldhúsið var að búa til ódýra lausn en jafnframt fallega og persónulega, eitthvað öðruvísi.

Eldhúsið var alveg strípað og gert upp frá grunni, skemmtilega öðruvísi!

51


Skapandi

dugnaðarforkar í Norðurmýrinni

Guli liturinn frískar upp á hrátt baðherbergið.

heild. Svefnherbergið er allt hvítt sem skapar einhvern góðan friðsælan blæ. Stofan og borðstofan eru hlýleg rými á meðan eldhúsið og baðið eru hrá. Við erum óhrædd við liti og að framkvæma það sem okkur dettur í hug, það má svo alltaf breyta því seinna.“

Framkvæmda- og sköpunargleði í hámarki Hafið þið farið út í miklar framkvæmdir á íbúðinni? „Hér var allt rifið út síðasta sumar nema parketið. Það var unnið streitulaust í tvo mánuði að því að koma upp eldhúsi og baði og með hjálp frá fjölskyldumeðlimum tókst það á síðustu stundu áður en yngsti fjölskyldumeðlimurinn kom í heiminn. Það var því ekki sofið mikið síðasta sumar.“ Harpa Sigríður, dóttir þeirra, fagnar einmitt eins árs afmæli sínu í næsta mánuði og verður því fagnað að hætti handlagna húsfólksins! Segið okkur aðeins nánar frá eldhúsinu og þessu einkar skemmtilega gólfi. Hvaðan kom hugmyndin? „Grunnhugmyndin á bak við eldhúsið var að búa til ódýra lausn en jafnframt fallega og persónulega, eitthvað öðruvísi. Við heillumst af þessu „industrial“ útliti og niðurstaðan var hrár, ljós viður í bland við steypu sem skapar andstæður á móti pastellituðum kaffibollum. Innréttingin er einföld; við klæddum einfalda IKEA-eldhúsinnréttingu með birkikrossvið. Við ákváðum að hafa ekki efri skápa til að halda rýminu opnu og vildum að smáhlutir eldhússins fengju að njóta sín. Gólfefnið var ónýtt svo það

52


53


Skapandi

dugnaðarforkar í Norðurmýrinni

Krítarveggurinn mun eflaust verða mikið notaður þegar Harpa Sigríður, dóttir þeirra, verður eldri. Skáparnir eru klæddir með birkikrossvið.

Bollar í ýmsum litum tóna vel við steypuna á veggjunum.

Hengipotturinn er úr IKEA en plöntuæðið fangaði þau alveg.

fékk að fjúka og undan því kom hrár steinninn sem passaði fullkomnlega við

fallegt heimili tekur sinn tíma en okkur hafa áskotnast húsgögn úr ýmsum áttum

útlitið sem við vorum að leita eftir og við ákváðum svolítið í skyndi að stensla

í gegnum tíðina. Borðstofuborðið og stólarnir eru djásn heimilisins en þau eru

munstur á gólfið. Eftir að hafa búið í leiguhúsnæði í nokkur ár var maður

eftir danska hönnuðinn Niels Otto Møller, hönnuð í kringum 1960. Við vorum svo

kominn með brjálaða þörf fyrir að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Þessi

heppin að ramba á tvær Sjöur úr tekki eftir Arne Jacobsen í Góða hirðinum fyrir

iðnaðarstíll á eldhúsinu býður upp á það að maður noti eldhúsið eins og það

ekki svo löngu, merktar úr framleiðslu árið 1966, í fullkomnu samræmi við önnur

á að vera notuð, til að sulla. Hér má slettast á gólfið enda finnst okkur gaman

húsgögn heimilisins. Hér eru mublur sem foreldrar Birnu keyptu á antíksölum

að elda og skapa góða stemningu í eldhúsinu.“

í Danmörku, geymsluhillur úr Húsasmiðjunni, sófaborð úr Góða hirðinum, IKEA-skápar með heimasmíðuðum hurðum og svo er sófinn úr ILVA en hann er

Japanskir tekatlar og gamalt góss

eiginlega eina hefðbundna húsgagnið sem við höfum keypt spánýtt.“

Hvert sækið þið helst innblástur? „Kannski helst í skandinavíska hönnun þar sem

Það ríkir mikil afslöppun og ró yfir heimilinu en það fer ekkert á milli mála að þeim

fegurð og notagildi fá að flæða svo áreynslulaust saman. Annars erum við alltaf

hefur tekist að byggja upp heimili þar sem öllum fjölskyldumeðlimum líður vel.

að fá innblástur, hvar sem við komum. Þeir voru ófáir munirnir sem komu með

„Það sem gerir heimili persónulegt, að okkar mati, er þegar fólk er samkvæmt

heim úr ferðalagi okkar um Japan í fyrra en upp á síðkastið hefur marokkóskur stíll

sjálfu sér og óhrætt við að skapa sinn eigin stíl. Þannig líður manni best.“

brotið sér leið inn á heimilið.“ Blaðamaður rak einmitt augun í japanska muni hér og þar um íbúðina sem vöktu athygli hans. Myndu þau telja sig safnara: „Já og

Næstu verkefni

nei. Ég, Birna, á það til að fá stundum eitthvað ákveðið á heilann, hvort sem það

Eru einhverjar fyrirhugaðar framkvæmdir á íbúðinni?„Næsta stórframkvæmd er

eru hlutir, form eða litir. Það hefur verið allt frá tekötlum út í pastelliti og þaðan

barnaherbergið. Það er mikil hugmyndavinna í gangi og vonandi komumst við í að

yfir í japanskt postulín. Það mætti eiginlega segja að hillan í eldhúsinu endurspegli

klára það á næstu mánuðum. En okkur finnst samt alltaf gott að gefa okkur góðan

tímalínuna í söfnunarferli mínum. En annars leggjum við mikið upp úr því að safna

tíma því hugmyndir fara jafnfljótt og þær koma. Ofarlega á lista núna er liturinn nude

sem minnstu í skápa og geymslur og losum okkur við óþarfa dót sem við erum

pink í bland við hráan, náttúrulegan við. Annars var ýmislegt skilið eftir hálfklárað í

hætt að nota.“ En hvaðan koma helstu mublur heimilisins? „Að byggja sér upp

framkvæmdunum síðasta sumar, enda er það að skapa sér heimili langtímaferli.“

54


„Það sem er merkilegt við Norðurmýrina er að það er fyrsta hverfið í Reykjavík sem er skipulagt sem ein heild en það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt.“

55


Skapandi

dugnaðarforkar í Norðurmýrinni „Svefnherbergið er allt hvítt sem skapar einhvern góðan friðsælan blæ.“

Fataslána gerðu þau sjálf, hún er látlaus og sómir sér einstaklega vel í svefnherberginu.

Rúmteppið og gólfmottan eru frá vefversluninni Nús/Nús, sem hefur þetta marokkóska yfirbragð sem er í uppáhaldi hjá húsráðendum þessa stundina. Ljósið er úr IKEA. Stiginn, sem er úr ILVA, hefur bæði fagurfræðilegt gildi og tilgang. Gamall stóll fær hér nýtt hlutverk sem náttborð, en Birna og Gunnar eru afar dugleg að gefa gömlum hlutum nýtt líf.

Í HNOTSKURN

Fagurfræði eða notagildi ... fagurfræðin vinnur oftar. Fallegasti liturinn ... í dag er fölbleikur. Te eða kaffi ... te. Nýjustu kaupin fyrir heimilið er ... marokkópulla frá seimei.is. Við eyðum mestum tíma í ... eldhúsinu. Draumahúsið er ... með stórum gluggum, brakandi fjalagólfi og rósettum í lofti. Eftirlætishönnuður er ... Finn Juhl. Uppáhaldshúsgagnaverslun er ... Góði hirðirinn. Besta heimilisráðið er ... að fara reglulega yfir og losa sig við dót sem maður hefur ekki notað í ákveðinn tíma.

56


Hjá okkur er fjölbreytt starfsemi ÞAKRENNUKERFI Á ÖLL HÚS – ALLSSTAÐAR

Þrælsterk og endingargóð Margir litir - Leitið tilboða

S vefnt unna S ánabað – Garðs kál i

Uppsetningar og frágangur á Plannja þakrennukerfum

Öll almenn blikksmíðavinna

www.ice-viking.com

ka í s n n e

mi ú r r i r y

f

Fagm

yfir

30

ár

Kamínur og eldstæði

Íslensk framleiðsla Sterkir og fyrirferðalitlir flokkunarkassar FRUM - www.frum.is

www.blikkas.is

www.funi.is

BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8701 Nánari upplýsingar á www.funi.is


Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Stóllinn er frá langafa Örnu og í miklu uppáhaldi.

Fagurkeri fram í fingurgóma

F

agurkerinn og lyfjafræðingurinn Arna Torfadóttir býr ásamt

myndi segja að hér væri einfaldur skandinavískur stíll með dálitlu litatvisti.

börnum sínum tveimur, Höllu Rakel og Jóhannesi Gauta, í fallegri

Það er gaman að blanda saman litum, þó ekki of mikið, til að þeir fái að njóta

íbúð í Kópavogi. Arna keypti íbúðina fyrir tveimur árum síðan og

sín. Eins er ég með eitthvað af tekkhúsgögnum, það gefur ákveðinn hlýleika

ber hverfinu vel söguna. Gott fólk, barnvænt hverfi, stutt í allt og

með öllu hinu. Húsgögn með sögu heilla mig, mér finnst skemmtilegt að

Salalaug, sem er mikið sótt af fjölskyldunni, er í tveggja mínútna göngufæri. Arna

vera ekki með allt keypt út úr búð. Sumt hér inni hefur komið frá ömmu og

gerði ekki mikið fyrir íbúðina er þau fluttu inn, fyrir utan að skreyta hana fallegum

afa á meðan annað er fundið á Netinu. Mér þykir til dæmis ótrúlega vænt

húsgögnum og munum sem gerir heimilið afar smekklegt og persónulegt.

um stólinn í stofunni sem kemur frá langafa mínum og skrifborðið sem er inni hjá Jóhannesi Gauta en afi minn átti það og var lengi búinn að óska sér

Skandinavískur stíll með litatvisti

þessa skrifborðs þegar hann eignaðist það.“ Hvaðan færðu innblásturinn fyrir

Það leynir sér ekki að Arna er mikil smekkkona. Hún nostrar við hvern krók

heimilið? „Héðan og þaðan, úr tímaritum, hjá vinum, í húsgagnaverslunum

og kima sem sést á uppröðun og stíl. En hvernig lýsir hún sjálf stílnum? „Ég

og náttúrunni – í raun frá öllu því sem grípur augað. Ætli ég sé ég ekki eins

58


Í miðrýminu eru skemmtilegar hillur undir allskyns smádót og stúka stofuna af í leiðinni.

og krummi, sanka að mér allskonar drasli sem ég svo skipti út þegar ég er búin að fá leið á því. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir því að breyta. Þegar ég var lítil og var að taka til í herberginu endaði það yfirleitt með því að ég tók allt út og raðaði upp á nýtt.“ Ertu þá mikið að breyta hérna heima? „Ég er ekki mikið að hreyfa stóru hlutina en litlu hlutirnir eiga það til að fara nokkra hringi.“

Danmörk í samanburði við Ísland Arna bjó um tíma úti í Danmörku sem er algjör Mekka skandinavískrar hönnunar en skyldi stíllinn vera frábrugðinn þessum íslenska? „Já og nei, okkar innblástur hér á landi er þessi skandinavíski. Ég myndi segja að hin

59


Fagurkeri fram í fingurgóma

Séð inn í borðstofu og eldhús en þar situr Jóhannes Gauti og gleymir sér í iPadinum. Stólarnir eru frá Vitra, borðstofuljósið er keypt á antíksölu og borðið er gamalt úr IKEA.

Í stofunni er Arna með borð keypt á nytjamarkaði og sófinn er úr ILVA.

týpíska danska fjölskylda, meðalmaðurinn, sé ekki í þessum stíl sem ræður ríkjum hér á landi. Á dönskum heimilum er oft mikið um hillur sem ná upp í loft, þar sem öll rými eru vel nýtt. Það er ekki þessi mínimalismi eins og við þekkjum hann. Ég gæti samt trúað að þegar þú lítir á efri stéttina þá sértu komin í sama stílinn og hér á landi, einn og einn stóll sem fær andrými til að njóta sín.“ Fluttir þú mikið með þér heim? „Nei, ég keypti Svaninn eftir Arne Jacobsen og annað smádót til að punta.“ Saknarðu einhvers frá Danmörku? „Ég sakna þess kannski mest að týnast í fjöldanum. Að fara út í búð og þekkja engan eða sitja í lestinni og gleyma mér. Ég áttaði mig á því þegar ég fór út til Kaupmannahafnar um daginn, hvað það getur verið þægilegt að hverfa inn í mannfjöldann.“ Áttu þér uppáhaldsverslun í Kaupmannahöfn? „Allar litlu búðirnar sem liggja í kringum Strikið finnst mér gaman að heimsækja. Verslanir eins og Kirk og Notre Dam, ég gæti verið þar í marga daga ef því væri að skipta.“

Óskalistinn Arna heillast af einfaldri og klassískri hönnun, hönnun frá þekktum arkitektum sem lifir. Hún segir að tískubólur séu líka skemmtilegar en maður fái fyrr leið á þeim. En er eitthvað sem Örnu dreymir um að eignast? „Það er alltaf eitthvað á óskalistanum þó að það sé ekki neitt ákveðið í augnablikinu fyrir utan ný rúmföt. Listinn er búinn að vera langur en síbreytilegur líka. Ég hugsa stundum um hlutina í nokkra mánuði og löngunin hverfur. Þá er gott að vera ekki búin

60


„Ég myndi segja að hér væri einfaldur skandinavískur stíll með dálitlu litatvisti.“

Svanurinn er alltaf jafnfallegur, hönnun eftir Arne Jacobsen.

Í eldhúsinu er fallegur tekkskenkur sem geymir meðal annars sparistellið. Á veggnum er String-hilla ásamt mynd eftir Heiðdísi Helgadóttur og klukka frá Diamantini&Domeniconi.

61


Fagurkeri fram í fingurgóma

að stökkva strax út í búð og kaupa, þegar maður skiptir um skoðun. Ég var til

Vertu þinn eigin stílisti

dæmis búin að vera með ákveðið ljós í huga yfir borðstofuborðið. Síðan fór

Hverju tekurðu eftir þegar þú kemur inn á önnur heimili? „Ætli það sé ekki

ég að skoða það betur og sá að það yrði of stórt hér inni og endaði með að

karakterinn á heimilinu. Það er ekki einhver einn hlutur eða mynd á veggnum,

kaupa allt annað sem kostaði líka einn tíunda úr verði hins ljóssins. Það er ekki

heldur karakterinn og andinn, hvernig hlutirnir eru settir saman. Og það

bara að vilja eitthvað ákveðið, hlutirnir þurfa líka að passa inn í rýmin.“

spilar auðvitað inn í fólkið sem þar býr. Það er sjarmi í öllu, ekki bara mínum eða þínum stíl. Maður á að gera nákvæmlega það sem manni sjálfum þykir

170 PEZ-karlar

fallegt. Ekki glepjast af því hvað hinir eru að gera, heldur vera sinn eigin

Aðspurð segist Arna einna helst safna fallegum hlutum sem fegra heimilið

stílisti.“ Metnaðurinn á heimilinu liggur í að halda öllu snyrtilegu og segir Arna

fyrir utan PEZ-karlana sem standa þráðbeinir uppi í hillum í herbergi sonarins

að hann sé stundum kannski aðeins of mikill og hlær. „Ég vil hafa snyrtilegt

og telja nú á annað hundrað. En hver eru bestu kaupin fyrir heimilið?

þegar ég fer að sofa, ekki koma fram daginn eftir og það er fullt af óhreinu

„KitchenAid-græjurnar eru eflaust bestu kaupin, bæði hrærivélin og

leirtaui í vaskinum. Ég er að reyna að slaka aðeins á með þetta en krakkarnir

blandarinn sem er hvort tveggja mikið notað.“ Hvar verslarðu fyrir heimilið?

eru líka duglegir að ganga frá eftir sig sem hjálpar til.“ Ertu heimakær? „Bæði

„Alls staðar, í IKEA, Epal, ILVA og netverslunum. Ég ferðast mjög mikið á

og. Mér finnst voða gott þegar búið er að vera mikið að gera hjá mér að vera

vegum vinnunnar og ég átti mér eina uppáhaldsbúð í Póllandi en það er því

heima en ég er líka mikil félagsvera.“ Hvar er hjarta heimilisins? „Í eldhúsinu

miður búið að loka henni. Þar var ég að rogast heim með lampa og púða

og á mottunni á ganginum. Krakkarnir skríða á fætur og henda sér yfirleitt á

undir hendinni. Það er ýmislegt sem maður hefur tekið með sér í handfarangri.

mottuna til að koma sér í gang. Þar er líka setið með iPad eða bók og dundað

Og þegar ég á leið um Kastrup, þá kaupi ég gjarnan eitthvað í Illums Bolighus

sér. Ég hélt alltaf að stofan yrði meira notuð, við horfum lítið á sjónvarp og

og er þá oftar en ekki búin að ákveða hvað það á að vera.“

það er ekki nema við séum með gesti að stofan fyllist af fólki.“

62


Heimasætan á þessa fallegu kommóðu sem Arna málaði bláa. Borðlampinn er frá IKEA og á veggnum hanga lífleg póstkort.

„Allar litlu búðirnar sem liggja í kringum Strikið finnst mér gaman að heimsækja. Verslanir eins og Kirk og Notre Dam, ég gæti verið þar í marga daga ef því væri að skipta.“ Inni hjá Jóhannesi Gauta er gamla skrifborðið frá afa Örnu og þjónar hér nýjum tilgangi hjá langafastráknum.

Pez-safnið telur nú á annað hundrað karla.

63


Fagurkeri fram í fingurgóma

Í svefnherberginu eru fallegar tekkhillur og spegill þar sem sést í krummana frá iHanna svífa yfir rúminu.

Hnotskurn

Fagurfræði eða notagildi ... helst bæði. Á sunnudögum er ... slakað á. Te eða kaffi ... kaffi. Nýjustu kaupin eru ... nýr þurrkari. Uppáhaldslitir eru ... allir litir regnbogans. Draumahúsið er ... lítið og krúttlegt. Heimilisgildin okkar eru ... að láta sér líða vel. Less is more eða more is more ... less is more. Uppáhaldsveitingastaður er ... þar sem hægt er að fá góða nautasteik. Besta sundlaug landsins er ... Salalaug í Kópavogi. Leynd útivistarperla í nágrenninu er ... Heiðmörk. Uppáhaldshönnuður er ... Arne Jacobsen.

Rúmfötin eru frá IKEA, teppið úr Ilva og ljósið er frá Studio Snowpuppe.

64


Halla Rakel á svo sannarlega fallegt unglingaherbergi.

„Það er ýmislegt sem maður hefur tekið með sér í handfarangri. Og þegar ég á leið um Kastrup, þá kaupi ég gjarnan eitthvað í Illums Bolighus og er þá oftar en ekki búin að ákveða hvað það á að vera.“

Hjarn Reykjavik Living • www.hjarn.is • Ármúli 38 -Gengið inn frá Selmúla 65


hús og híbýli

Óviðjafnanlegur

Texti: Bergþóra Magnúsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

ævintýraheimur í Sundahverfi

Æ

vintýralegur blær ræður ríkjum á heimili Helga Svavars

„Fasteignasalinn sem seldi okkur íbúðina á sínum tíma sagði okkur að þeir sem

Helgasonar tónlistarmanns og Stefaníu Thors, leikkonu og

hefðu skoðað hana á undan okkur hefðu talað um að rífa allt út og breyta

klippara, eða Steffíar eins og hún er oftast kölluð. Í íbúð sinni

skipulaginu á meðan okkur fannst hún algjörlega fullkomin eins og hún var

í fjórbýlishúsi í Sundahverfinu í 104 Reykjavík hafa þau skapað sér einstakt

og er,“ segir Helgi Svavar og ekki spillti fyrir að allar innréttingar í íbúðinni

heimili með hlýlegum, persónulegum stíl og ákveðin fortíðarhyggja er í

voru afar vel með farnar sem gerði það að verkum að með minniháttar

forgrunni. Jafnframt því að vera sjálfstætt starfandi listamenn reka þau hjónin

viðhaldsframkvæmdum gátu þau haldið í það upprunalega. „Við nýttum meira

saman framleiðslufyrirtækið Mús og Kött sem sérhæfir sig í framleiðslu og

að segja ljósin sem voru hér fyrir en færðum þau til á milli herbergja.“ Parið

eftirvinnslu kvikmynda, tónlistarmyndbanda og auglýsinga.

er alsælt með staðsetninguna og vill hvergi annars staðar vera. „Við erum svo

Helgi Svavar og Steffí festu kaup á íbúðinni árið 2011 eftir að hafa heillast af

miðsvæðis en um leið örlítið út úr og hér er rólegt og gott að vera. Hverfið sjálft

fyrirkomulagi og upprunalegum stíl hennar sem hafði fengið að halda sér allt

er gróðursælt og einhvern veginn þá er sama hvernig viðrar, hér er alltaf milt og

frá því húsið var byggt á árið 1968. Stíleinkenni sjöunda áratugarins hafa alla

gott veður sem gerir það að verkum að svalirnar er vel nýttar,“ bætir Steffí við

tíð verið í miklu eftirlæti hjá Helga og Steffí.

en þar eyðir Helgi Svavar mörgum stundum við grillið.

Íbúðin, sem er tæpir 100 fermetrar, samanstendur af forstofu, eldhúsi og stórri stofu með sjónvarpskrók. Svefnherbergin tvö eru á sérgangi ásamt baðherbergi

Tilfinning frekar en tískustraumar

svo að það er gott næði að ganga til náða þótt einhver sé enn þá að stússast við

Stíll Helga og Steffíar er litríkur og persónulegur og voru þau ákveðin í að

eldhúsverkin eða hlusta á tónlist í stofunni.

viðhalda þeim upprunalega stíl sem var í íbúðinni. „Við fylgjum ekki þessum

66


„Fasteignasalinn sem seldi okkur íbúðina á sínum tíma sagði okkur að þeir sem hefðu skoðað hana á undan okkur hefðu talað um að rífa allt út og breyta skipulaginu á meðan okkur fannst hún algjörlega fullkomin eins og hún var og er.“

67


Óviðjafnanlegur ævintýraheimur í Sundahverfi

Myndin á veggnum er eftir Davíð Örn sem er í miklu uppáhaldi hjá parinu.

Eldhússtólarnir koma frá félagsheimilinu í Skagafirði en borðið er frá mömmu Steffíar og passar þetta einstaklega vel við upprunalegu innréttingar íbúðarinnar.

Verkið í eldhúsinu er eftir listamanninn Pál Ivan.

dæmigerðu tískustraumum, heldur meira tilfinningunni sem við fáum fyrir umhverfinu. Við viljum hafa mikið af öllu í kringum okkur og vera umkringd sjónrænum innblæstri sem er okkur svo mikilvægur,“ segir Steffí og Helgi tekur í sama streng. „Það er einhvern veginn allt öðruvísi hljóð í umhverfi þar sem er lítið af dóti sem skapar svo ákveðna tómleikatilfinningu. Eða eins og dóttir mín orðar það svo skemmtilega – að vera „kringluð“, þegar það er mikið bergmál einhvers staðar.“ Uppröðunin í tekkhillusamstæðunni í stofunni er gott dæmi um stíl þeirra Helga og Steffíar en þar ægir hlutum úr ólíkum áttum saman og skapast hreint út sagt ævintýralegt sjónarspil. „Hér á hver hlutur sinn stað og sína sögu, gamlir munir frá ömmum okkar beggja í bland við dót sem við höfum keypt erlendis,“ segir Helgi en undantekningarlaust kippa þau einhverjum munum með sér heim á ferðalögum.

Húmorinn mikilvægur Myndlist setur sterkan svip á íbúðina en mörg verkin hafa þau fengið að gjöf frá listamönnunum sjálfum. „Davíð Örn er í miklu uppáhaldi hjá okkur sem og Ragnar Kjartansson,“ segir Steffí en mynd Davíðs sem prýðir forstofuna keyptu því nýlega. Í svefnherberginu hangir svo óvenjuleg mynd, en Helga Svavar dreymdi draum sem Ragnar og Egill Sæbjörnsson reyndu svo að endurskapa saman í listaverki og gáfu Helga í afmælisgjöf. En það er ekki bara myndlist sem er áberandi á heimilinu heldur líka gömul leikföng, teiknimyndafígúrur, óvenjulegar umbúðir, sem ríma vel við myndir þeirra Lóu Hjálmtýsdóttur og Hugleiks en Helgi og Steffí eru sammála um að húmorinn sé heimilinu mikilvægur. „Við elskum húmor og freistumst oft til að kaupa það sem er

68


Landakortið gegnir lykilhlutverki á heimilinu og er mikið notað.

Innbú fjölskyldunnar er ævintýralegt og á hver hlutur sinn stað.

69


hús og híbýli Óviðjafnanlegur ævintýraheimur í Sundahverfi

„Við elskum húmor og freistumst oft til að kaupa það sem er öðruvísi og „kreisí,“

Sófinn frá GÁ húsgögnum er ekki bara fallegur heldur rúmar líka alla fjölskylduna. Skemmtileg myndlist umvefur veggi heimilisins.

öðruvísi og „kreisí,“ segir Steffí. Náttborðin í svefnherberginu útbjó hún úr gömlum Tuborg-kössum og notaði kertastjaka úr IKEA sem fætur undir kassana og þar ofan á hafa þau stillt upp forvitnilegum fígúrum sem eiga rætur sínar að rekja til Tékklands, Finnlands og Rússlands. Helgi Svavar bendir okkur sömuleiðis á tekkborðin í forstofunni þar sem þau hafa stillt upp forláta snákaskinns kúrekastígvélum sem þau keyptu í Arizona en þar hangir líka hefðbundinn gyðingahattur Helga Svavars sem hönnuðurinn Sruli Recht færði honum á tónleikum Helga í Melbourne í Ástralíu og er það fyrsta sem gestir reka augun í, það er að segja þegar Helgi er ekki með hann á höfðinu.

Siglufjörður og Prag Aðspurð segjast þau sjaldan fara í hefðbundnar húsgagnaverslanir: „Í rauninni er sófinn sem við létum sérsmíða fyrir okkur í GÁ húsgögnum það eina sem við höfum keypt nýtt í íbúðina en okkur langaði í sófa sem myndi rúma alla fjölskylduna,“ segir Helgi en sófinn kallast Hreiðrið og er hönnun GÁ húsgagna. Aðra hvora viku búa dætur Helga Svavars, Áslaug og Ólafía, hjá þeim og þá er sófinn vel nýttur. „Hér getum við við öll legið í hrúgu og látið fara vel um okkur,” bætir Steffí við en þau völdu óvenjulitríkt áklæði á sófann sem passar einstaklega vel við heimili þeirra og karakter. Ævintýralegur kistill sem stendur við sófann flutti Steffí með sér frá Prag en hann hefur að

70


Fallegur panelveggur sem skilur að stofu og svefnherbergisgang setur sterkan svip á aðalrýmið. Þar settu Helgi og Steffí upp tekkhillur sem rúma allt á milli himins og jarðar.

Kertastjakarnir þrír koma frá ömmu og mömmu Steffíar og mömmu Helga. Kristalskertastjakinn er í miklu uppáhaldi hjá Steffí. Hún erfði hann eftir ömmu sína en Steffí gaf ömmu sinni hann einmitt er hún kom frá Tékklandi á sínum tíma og hefur hann því mikið tilfinningalegt gildi.

geyma kvikmyndasafn fjölskyldunnar. Innbú Helga og Steffíar samanstendur af húsgögnum og munum af æskuheimili Helga á Siglufirði sem og munum frá heimili Steffíar í Tékklandi þar sem hún bjó í 13 ár. Þá hefur þeim áskotnast ýmislegt skemmtilegt í gegnum tíðina frá vinum og vandamönnum og má ekki gleyma stórskemmtilegum hlutum sem hafa endað hjá þeim eftir fjölda atvinnutengdra verkefna sem þau hafa komið að. Íslandskortið, sem hangir í stofunni, var hluti leikmyndar í uppstandsýningu þeirra Helga Svavars, Péturs Jóhanns og Þorsteins Guðmundssonar; Steini, Pési og gaur með trommu, sem var sýnt í Gamla bíói en kortið endaði í stofunni og hefur mikið notagildi. „Við fáum oft útlendinga í heimsókn sem skoða það vel og notum það mikið sem bakgrunnsmynd á Skype þegar við erum til dæmis að spjalla við útlendinga að segja frá landinu okkar,“ segir Helgi og finnst landakortið algjörlega ómissandi partur af heimilinu. Landakortið passar sérstaklega vel við græna sófann sem Helgi og Steffí fengu frá vinum sínum og kemur alla leið frá Noregi en gráu ullarpúðana í sófanum prjónaði systir Helga. Það er ekki laust við að bóheminn í blaðamanninum sé farið að klæja í lófana að komast heim á eigið heimili og gera smálistræna yfirhalningu þar enda auðvelt að hrífast með einstökum frumlegheitum þessara listrænu hjóna. Helgi Svavar og Steffí kveðja og hafa vonandi áhrif sem víðast því það er aldrei til of mikið af heimilum sem þessum.

71


hús og híbýli Óviðjafnanlegur ævintýraheimur í Sundahverfi

Baðherbergin gerast varla miklu hressari. Klósettsetuna, sem þakin er pálmatrjám, fundu þau í Bauhaus og sturtuhengið keyptu þau í New York.

Rúmgaflinn bólstraði Steffí og efnið keypti hún í GÁ húsgögnum. Málverkið fyrir ofan skenkinn er eftir Ragnar Kjartansson og Egil Sæbjörnsson.

Náttborðin eru frumleg og öðruvísi en þau gerði Steffí úr gömlum Tuborg-kössum.

Hnotskurn:

Hjarta heimilisins: Stofan. Mikilvægasti hlutur heimilisins: Sófinn sem við létum GÁ húsgögn sérsmíða fyrir okkur. Á sunnudagsmorgnum: Dundum við okkur í eldhúsinu og útbúum morgunmat, svo er það bara sloppur, tásur og kósíheit. Uppáhaldsmyndlistarmaður: Davíð Örn. Uppáhaldslitur: Breytilegt frá degi til dags, grænn í dag, appelsínugulur á morgun. Uppáhaldsmatur: Jerk Chicken.

72


NÝJA KYNSLÓÐIN ER KOMIN

NÝTT MEISTARAVERK FRÁ LG Byltingarkennd hönnun, örþunnur OLED skjár og stílhreint hljóðkerfi úr smiðju harman/kardon. Sjónvarpsmiðstöðin, Síðumúla. FULLKOMINN SVARTUR. FULLKOMINN LITUR. ÞAÐ ER LG OLED.

2016-2017 HIGH-END TV LG SIGNATURE OLED65G6


Texti: Sigríður Elín Mynd: Heiðdís Guðbjörg

ÍSLENSKI

HÖNNUÐURINN

74


B ry n h i l d u r

pálsdóttir vöruhönnuður

Dreymir postulín alla daga

Hvers vegna ákvaðst þú að læra vöruhönnun á sínum tíma?

Hvar er hægt að nálgast vörur Vík Prjónsdóttur?

Að hafa frelsi til að vinna með nánast hvaða efni sem er eða í hvaða miðli sem er og að afurð vinnu þinnar geti haft áhrif á daglegt líf fólks. Það fannst mér spennandi og eiginlega vera hin fullkomna blanda.

Vörur Vík Prjónsdóttur eru til sölu víða til dæmis í Hrím, Mýrinni, Rammagerðinni, Geysi og á fleiri stöðum.

Hvernig kom það til að þið Guðfinna Mjöll og Þuríður fóruð út í þetta prjónaævintýri og stofnuðuð Vík Prjónsdóttur?

Góð hönnun er eitthvað sem skiptir máli, hlutur sem að gefur af sér, breytir einhverju, segir okkur eitthvað, fær okkur til að upplifa eitthvað og kannski skilja.

Það var fyrir um 10 árum sem við fengum styrk til þess að þróa nýjar vörur úr íslenskri ull fyrir prjónaverksmiðjuna Víkurprjón í Vík í Mýrdal. Markmiðið var koma með nýja sýn á framleiðslu sem aldagömul hefð er fyrir. Við vildum sýna fram á verðmæti hráefnisins með því að þróa vörur sem gætu fylgt eigandanum í langan tíma og jafnvel milli kynslóða.

Hvernig myndir þú lýsa þér sem hönnuði; þínum stíl? Endalaus forvitni og ódrepandi áhugi á manneskjunni og umhverfinu okkar er það sem drífur mig áfram sem hönnuð. Að setja hluti í samhengi, að miðla þekkingu og sögum er það sem verkefni mín snúast um.

Hvernig hráefni vinnur þú helst með? Efni eru áhugaverð, það er ekkert eitt sem ég vinn helst með. Sumum verkefnum fylgja ákveðin hráefni og stundum koma hráefnin með verkefnin. Hvort sem það er íslensk ull, súkkulaði eða grjót. Það er samt alltaf jafnspennandi að takast á við og kynnast nýjum efnum. Það er það sem er langskemmtilegast.

Hvaðan færðu innblástur? Hann kemur alls staðar að úr umhverfinu, náttúrunni, fólki, dýrum, fortíðinni og framtíðinni. Allt sem hefur áhrif og fær hjartað til að slá hraðar veitir mér innblástur.

Hvað er góð hönnun að þínu mati?

Hvaða hönnuður er í mestu uppáhaldi hjá þér? Þeir eru margir og erfitt að draga fram einhvern einn, en heimurinn sem að Eames hjónin sköpuðu hefur alltaf heillað mig, þeirra einlæga nálgun á að miðla þekkingu og tækni í gegnum verkefnin er frábær! Síðan elska ég FAT arcitecture.

Hvaða litir og form heilla þig? Allir litir og form eru heillandi á sinn hátt, það er ekki hægt að velja eitthvað eitt, það væri ósanngjarnt.

Er eitthvað nýtt að koma á markað sem þú hefur hannað eða komið að því að hanna? Núna er ég að leita að hráefni hér á landi til þess að búa til postulín úr innlendum hráefnum með Ólöfu Erlu Bjarnadóttur keramíker og Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi. Við fengum styrk úr Hönnunarsjóði til þess að hefja þetta rannsóknarverkefni og höfum verið að ferðast um landið og safna efnum. Fyrstu tilraunir eru að fara af stað og það er mjög spennandi að sjá hvað gerist og hvort okkur tekst að búa til íslenskt postulín.

Hvað dreymir þig um að hanna og koma á markað? Nú dreymir mig postulín alla daga og að búa til hluti úr íslensku postulíni.

75


HÖNNUNARKLASSÍK

Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Nagel-stjakarnir voru hannaðir af Werner Stoff á sjötta áratugnum og eru nú fáanlegir í messing.

Klassík í nýjum búningi

F

allegir kertastjakar eru eitt af því sem erfitt er að standast, þá sérstaklega þessa dagana þegar skyggja tekur á kvöldin og við förum að hreiðra um okkur í sófanum með kertaljós og kósíheit. Kertastjakar sem oftast eru kallaðir Nagel-stjakarnir voru hannaðir upphaflega á sjötta áratugnum af arkitektinum Werner Stoff fyrir hinn þýska Hans Nagel en eru í dag framleiddir undir nafninu STOFF. Stjakarnir eru seldir víðs vegar um heiminn sem sönn hönnunarklassík og jafnvel eitthvað sem fólk safnar, því stjökunum má raða saman á ótal vegu og því alltaf vert að bæta í safnið. Þessir eru alveg jafnfallegir með eða án kertaljósa. Þess má geta að stjakarnir eru einnig fáanlegir í messing.

76


Ný netverslun á Íslandi!

www.lottak.is

Lotta K

lottakiceland


FATA HÖNNUn

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Þórdís Reynis

Kyr ja

F

atahönnuðurinn Sif Baldursdóttir hannar undir nafninu Kyrja en hún

náminu í skólanum sem ég síðan fór í, Istituto Marangoni í Mílanó. Ég ákvað

stofnsetti vörumerkið árið 2012 og hefur verið að gera góða hluti

eiginlega á svipstundu að sækja um, komst inn og flutti til Mílanó tveimur

síðan þá. Sif hannar vandaðan fatnað úr silki, ull, bambus og bómull

mánuðum seinna til að hefja námið.

en stíllinn er einfaldur, þægilegur og klæðilegur og dálítið pönkaður

Hvernig myndir þú lýsa þér sem hönnuði? Ég aðhyllist mjög svokallaðan

en ætli það búi ekki lítill pönkari í okkur öllum saman inn við beinið.

mínimalisma og svarti liturinn hefur oftast verið ríkjandi í hönnun minni,

Hvers vegna ákvaðstu að læra fatahönnun? Ég hef haft áhuga á

þó að mig gruni að ég eigi eftir að vinna með liti í auknum mæli í nánustu

fatahönnun frá blautu barnsbeini og þegar kom að því að velja nám þá kom

framtíð. Ég reyni að fylgja tískustraumum sem minnst og einbeita mér að því

eiginlega ekkert annað til greina. Ég hafði hins vegar líka mikinn áhuga á

að flíkin sé bæði vönduð og nothæf.

tungumálum og ákvað að flytja til Ítalíu eftir menntaskóla til að læra ítölsku.

Hvaða hráefni vinnur þú með? Hingað til hef ég að mestu leyti unnið

Ég var stödd í Róm sem au pair þegar ítalskur vinur minn sagði mér frá

með náttúruleg efni, mestmegnis silki en líka ull, bambus og bómull. Ég er

78


líka mjög spennt fyrir því að vinna með íslenskt leður.

en mynstur í froðunni í kaffinu mínu eða skuggar sem falla einkennilega á

Hvernig er þitt hönnunarferli? Mér hefur aldrei fundist sérlega

vegg sem heilla mig en þetta er það sem kemur af stað hugmyndaferlinu hjá

skemmtilegt að teikna, mér hefur þótt best að vinna hugmyndir mínar beint

mér.

á sniðin. Ég byrja þá út frá hugmynd sem oft er varla meiri en einhvers konar

Er eitthvað nýtt að koma á markað eftir þig? Já, það eru allskonar flíkur

tilfinning og leyfi henni síðan að þróast þangað til úr verður fullunnin flík en

að koma í Kiosk núna á næstunni, mestmegnis úr 2016 haust/vetrarlínunni

ég reyni að leyfa ferlinu að flæða á sem náttúrulegastan hátt og takmarka

minni en svo ætla ég að bæta við einhverjum prjónavörum líka.

mig sem minnst við flókna hugmyndafræði.

Hver er draumurinn? Draumurinn er að halda áfram að byggja upp

Hvaðan færðu innblástur? Aðallega frá mínu nánasta umhverfi, ég get

vörumerki mitt og að það verði fáanlegt sem víðast. Svo væri líka dásamlegt

verið algjör sveimhugi og á það til að detta út í miðjum samræðum við fólk

að geta ráðið nokkra starfsmenn í framtíðinni en það getur orðið ansi

því ég sé eitthvað sem vekur áhuga minn. Stundum er það ekkert merkilegra

einmanalegt að vinna alltaf ein með sjálfri sér.

79


Póst-

kortið

Geimferðaráætlun

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Íris Dögg Einarsdóttir

í m i ð b æ R e y k j av í k u r Bjarni Helgason er grafískur hönnuður en hann þekkist einna helst undir nafninu Bjadddni. Bjarni teiknaði mynd mánaðarins sem er einstaklega hugmyndarík og skemmtileg en þar er Hallgrímskirkja sett í nýjan búning sem geimskutla. Litirnir eru fallegir og okkur á ritstjórninni langar næstum til að panta sæti með í næstu ferð sem farin verður. Hvaða menntun ertu með? BA í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og MA í Media Arts & Communication Design frá Kent Institute of Art & Design í Englandi. Hvernig listamaður ertu? Þegar ég fór að teikna og myndskreyta þá fann ég mína hillu í lífinu – mitt á milli hönnunar og myndlistar. Áður fyrr hafði ég verið að fikta við myndlist meðfram hönnuninni til þess að svala sköpunarþörfinni. Ég byrjaði að teikna grafík fyrir bolina sem ég var að silkiþrykkja á vinnustofunni minni fyrir 6 árum. Síðan varð þetta stærri og stærri hluti af minni persónulegu sköpun. Þú hannaðir póstkort fyrir þetta blað, af hverju valdir þú að gera þessa mynd og hvað heitir hún? Myndin heitir Geimferðaráætlun Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fæddist þegar ég var að velta fyrir mér hvað gerðist ef Ísland myndi setja á fót geimferðarstofnun. Hvernig myndi íslenska

80

geimflaugin líta út? Ég áttaði mig þá á að við eigum nú þegar þessa fínu geimflaug á Skólavörðuholtinu. Hvernig var myndin unnin; hvernig er ferlið frá hugmynd að mynd? Hugmynd er grunnurinn að öllu. Oftast melti ég þetta í huganum í nokkra daga og stundum set ég niður stikkorð, útúrsnúninga og orðaleiki. Næsta skref er að gera mjög lítið og gróft uppkast á blað. Mér finnst algjörlega nauðsynlegt að prufa hugmyndir með blýanti á blaði, það er stór hluti af ferlinu – þetta samband milli hugar og handar. Því næst teikna ég aðeins stærri og ítarlegri skissu og að lokum teikna ég grunninn að endanlegri mynd. Ef ég ætla að vatnslita þá færi ég myndina yfir á vatnslitapappír með ljósaborði en ef ég ætla að tölvuvinna þá skanna ég teikninguna inn og vinn hana í Illustrator og/eða Photoshop, eins og í þessu tilviki. Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna? Ég er í fullri vinnu sem grafískur hönnuður hjá Íslandsbanka svo að kvöldin og helgarnar eru oftast tíminn sem ég vinn í eigin verkum. Hvaðan færðu innblástur? Úr poppmenningunni, listasögunni, teiknimyndum, orðaðleikjum og víðar. Mér þykir líka gaman og mikilvægt að prufa nýja hluti. Ég byrjaði t.d. nýlega að leika mér að leir og í framhaldi af því


að taka silíkonmót og gera afsteypur. Það er gaman að fara með teikningarnar sínar áfram í þriðju víddina. Ég skellti mér líka á frábært námskeið í keramík í Myndlistarskóla Kópavogs síðasta vor. Hefur þú alltaf haft gaman af því að teikna/mála? Já, alveg frá því ég man eftir mér var það það skemmtilegasta sem ég gerði. Ég fékk líka góð viðbrögð frá fjölskyldu og vinum sem var mikil hvatning til að halda áfram. Fyrir um átta árum setti ég aftur mikinn kraft í að teikna og síðan þá hefur þetta aukist með hverju ári. Nú teikna ég skopmyndir fyrir Stundina, teikna grafík fyrir bolina mína (Bolabitur.is), tækifærismyndir fyrir einstaklinga og myndskreyti fyrir fyrirtæki. Hvaða listamenn eru í uppáhaldi hjá þér? Bræðurnir í Brosmind eru í miklu uppáhaldi, eins sótsvartur húmor Joan Cornellá – allt listamenn frá Spáni. Jason Freeny er mikill snillingur sem gerir poppaða skúlptúra, m.a. þekktur fyrir anatómíuútgáfur af þekktum leikföngum. Súrrealistahreyfingin fyrir 100 árum á líka alltaf fastan sess hjá mér. Hvar fást myndirnar þínar? Á nothing.is er hægt að versla bæði prentverk, boli og landakort eftir mig.

81


rit-

stjórnin lætur sig dreyma

Aldrei nóg hillupláss

Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður og stílisti: Ég geri ráð fyrir að það séu fleiri en ég sem glíma við það „vandamál“ að vanta meira hillupláss, sérstaklega þegar maður á eitthvað af dóti sem þarf að sýna. Fallegar hillur eru ekki bara nytsamlegar heldur fegra þær líka rýmið sem þær standa í. Ég er kolfallinn aðdáandi upphengdu Quadrant-hillueininganna frá ABC-Reoler, þær eru ekki bara með létt yfirbragð heldur má raða þeim saman að vild, setja hurðir, skúffur o.s.frv. sem hentar mér afar vel. Ég verð satt og segja eins og lítill krakki í nammibúð þegar ég svo fæ þá ánægju að byrja að raða í hillurnar, gleði sem enginn getur tekið frá mér.

Skrautlegt veggfóður

Hægindastól úr hnotu

Umsjón: Ritstjórn myndir: frá framleiðendum

María Erla blaðamaður: Maður getur alltaf á sig stólum bætt, er það ekki annars? Hægindastóllinn frá íslenska fyrirtækinu Agustav hefur fangað auga mitt. Stóllinn er svo dásamlega fagur á alla kanta, tímalaus og lifandi. Ég get ekki ímyndað mér neitt annað en að það sé notalegt að halla sér aftur í þessum með blaðið og bolla við hönd. Hægindastóllinn er gerður úr hnotu en það er gaman að sjá hvað fyrirtækið stendur fyrir: ,,viður fyrir við“, en Agustav gróðursetur tré fyrir hverja vöru sem seld er. Þessari fallegu hönnun mætti planta nánast hvar sem er í íbúðinni minni, ég segi það og skrifa!

púðar sem passa við allt

Bergþóra Magnúsdóttir blaðamaður: Mig dreymir um að eignast þessa dásamlegu fallegu púða frá danska fyrirtækinu Ferm Living og helst nokkra af þeim. Það er eitthvað órúlega heillandi við þessi einföldu, geómetrísku munstur og alla þessa ævintýralegu liti sem geta ekki annað en passað við allt.

82

Sigrún Elín ritstýra: Nú er mig allt í einu farið að langa til að veggfóðra hjá mér. Það er einhver ný dilla því þegar ég flutti inn vildi ég hafa alla veggi hvíta, var þá búin að fá nóg af mjólkurbláu eldhúsi og doppóttum veggjum, það var kominn tími á hvítt og einfalt veggjalíf! Hvíldin var góð fyrir öll augu heimilisins sem nú eru samt farin að þrá líf og fjör á veggina aftur, má segja að augun vilji fara að komast í partí og fá smávegis meira áreiti og þá er hressandi veggfóður lausnin. Það er líka bara svo gaman að breyta aðeins til og gera eitthvað nýtt og spennandi. Það er svo mikið til að flottum veggfóðrum að það tekur nokkrar vikur að skanna úrvalið og ákveða hvað verður límt á einhvern vegg heima, ég á líka eftir að velja vegg, það er tvöfaldur valkvíði! Þetta veggfóður er frá Ferm Living.


Við tökum hlýlega á móti haustinu

Reykjavík Bíldshöfða 20

Akureyri Dalsbraut 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


FULLKOMNAÐU HEILDARÚTLITIÐ

GROHE er þýskt gæða merki og hefur verið leiðandi í framleiðslu og hönnun blöndunartækja síðan árið 1817. Nánar: www.grohe.com

Grohe Essence Supersteel 15330269DC


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.