Hús og híbýli 10.tbl.2016

Page 1

falleg eldhús og fylgihlutir

n r . 3 4 9 • 1 0 . t bl . • 2 0 1 6 • V E r ð 2 2 9 5 K R .

349

mynd eftir

HÚS OG HÍBÝLI

lovetank

spennandi

sjarmi í hlíðunum Hrár glamúr á nýjum vínbar

fylgir blaðinu

10. tbl. 2016

sænsk áhrif á hlýlegu heimili

bláir tónar í vetur




Allt hófst þetta með einum neista … og nú hefur eldurinn logað í 333 ár.


Munurinn felst í Gaggenau. Árið 1683 kviknaði neisti, í Svartaskógi í Þýskalandi, sem markaði upphaf handverksiðnaðar þar. Til varð járnsmiðja og síðan hafa komið fram uppfinningar á borð við Badeniareiðhjólið og gufuofn til heimilisnotkunar. Hjá Gaggenau hafa menn ávallt velt fyrir sér þörfum framtíðarinnar og hannað og framleitt í samræmi við það. 333 ára reynsla í vinnslu málma er afrek sem fáir geta státað af. Þessi velgengni hefur verið hafin yfir tíma, fjarlægðir og menningarstrauma. Gaggenau er ekki aðeins glæsileg eldhústæki. Gaggenau er sál heimilisins og sú ástríða hefur verið 333 ár í mótun. Ítarlegri upplýsingar eru á www.gaggenau.com. Verið einnig velkomin í heimsókn í sýningarsal okkar, Nóatúni 4.


VÖNDUÐ & VISTVÆN VIÐARGÓLF KÄHRS PARKET BORÐLEGGJANDI GÆÐI


Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


ssador * a b m A , gt rúm

Stillanle : Verð frá

. 0 0 639.8

Skoðaðu rúmin okkar áður en þú tekur ákvörðun.


amless* Nordic Se Verð frá:

. 0 0 0 . 3 34 Jensen rúm: · Hvert rúm er sérgert fyrir þig. · 25 ára ábyrgð á gormakerfi. · Skandinavísk hönnun. · Norsk gæðaframleiðsla frá 1947. Áratuga reynsla. · Gæði, ábyrgð og öryggi. · Stillanleg rúm, Continental og boxdýnur. Yfirdýnur í úrvali. · Stuttur afhendingartími, ótal möguleikar. · Mikið úrval af göflum, náttborðum og yfirdýnum

* Stærð: 180x200, gafl ekki innifalinn í verði

tal* Continen Verð frá:

. 0 0 8 . 5 41

www.jensen-beds.com

Skeifan 6 / Harpa / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / epal.is


spjall ritstjórans

Ekta heillar okkur Laufin eru varla farin að fjúka af trjánum, það er tæplega orðið dimmt á kvöldin en það er þegar uppselt á jólatónleika Baggalúts og byrjað að auglýsa jólahlaðborðin! Grinch-arar takið fyrir eyrun ... jólin eru handan við hornið! Allavega hjá okkur því jólafjörið byrjar miklu fyrr á ritstjórn Húsa og híbýla en hjá flestum öðrum; föstudaginn 7. október byrjum við formlega á jólablaðinu en við erum samt nú þegar byrjaðar að ,,hössla“ jólainnlit og komnar með eitt og jafnvel tvö. Það getur nefnilega verið snúið að þefa uppi ekta jólakúlur sem eru til í að jólaskreyta kofann sinn í október fyrir tímarit. Blaðið á að vera tilbúið í byrjun nóvember en þá er samt ekki allt jólaglingur og glimmer búið því hátíðarblaðið tekur við og þá förum við ,,all in“ í alls konar jólahitt og jólaþetta og þegar það blað er farið í prentun er það búið. Jólastuðið á ritstjórninni klárast í lok nóvember og við erum því að fara í janúargírinn þegar landinn er almennt að setja í fimmta gír jóla. Svona rúllum við aðeins á undan og spilum til dæmis jólalög í vinnunni langt á undan hinum, samstarfsfélögum okkar til mikillar gleði því hver elskar ekki að hlusta á Ef ég nenni með Helga Björns í október? En þetta blað er tileinkað fallegum eldhúsum og fallegum heimilum sem eru alltaf þungamiðjan og rauði þráðurinn í blaðinu. Við myndum heimili fólks eins og það kýs að hafa heimili sín en við á ristjórninni erum ansi oft spurðar að því hvort við breytum heima hjá fólki, skiptum út húsgögnum og hlutum áður en við myndum og svarið er alltaf nei. Við viljum fanga sjarma og „karakter“ hvers heimilis og reynum að hafa þau ólík og alls konar en mjög víða erlendis tíðkast það samt að stílistar mæti á heimilið sem á að mynda og skipti út húsgögnum og stíliseri allt í botn áður en myndatakan fer fram. Einu skiptin sem við samþykkjum svona aðgerðir er þegar við erum að fara að mynda eldhús eða baðherbergi og innanhússarkitektinn sem hannaði rýmið kýs að mæta á svæðið og stílisera það til að sýna rýmið eins og honum finnst það koma best út. Þá er það gert með samþykki eigenda og áherslan í textanum við þessar greinar er á hönnunina og við tökum ekki fram hver býr þar, enda er þá búið að taka í burtu persónulega muni heimilisfólks og skipta þeim út. Þá er þetta allt á kristaltæru og við höldum áfram að fanga sjarma og persónulegan stíl híbýla þeirra sem við heimsækjum með fullmannaða ritstjórn því nýr blaðamaður hefur hafið störf á blaðinu. Við bjóðum Maríu Erlu hjartanlega velkomna en hún er með BA-gráðu í mannfræði með fjölmiðlafræði sem aukagrein. Ást og friður elskurnar!

sigga@birtingur.is Sigríður Elín Ásmundsdóttir ritstjóri elva@birtingur.is Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður

maria@birtingur.is María Erla Kjartansdóttir blaðamaður

útgáfufélag

Lyngás 17, 210 Garðabæ, s. 515 5500

10

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

Ritstjóri: Sigríður Elín Ásmundsdóttir Blaðamaður: Elva Hrund Ágústsdóttir og María Erla Kjartansdóttir Ljósmyndarar: Aldís Pálsdóttir, Hákon Davíð Björnsson, Heiða Helgadóttir,Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir og Óli Magg Umbrot: Carína Guðmundsdóttir, Elísabet Eir Eyjólfsdóttir. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir. Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Þórdís Una Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurgeirsdóttir og Hjörtur Sveinsson Prófarkalestur: Margrét Árný Halldórsdóttir, Ragnheiður Linnet. Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Skrifstofa: Guðrún Helgadóttir og Ásgerður Margrét Þorsteinsdóttir. Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson og Davíð þór Gíslason. Lausasöluverð: 2.295 kr. m/vsk. Áskriftarsími: 515 5555. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. ISSN-1021-8327. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.

ERFISME HV R M

KI

B IRT Í NGUR

Útgefandi: Hreinn Loftsson Framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Örn Rúnarsson Auglýsingar: auglysingar@birtingur.is

U

Myndir: Aldís Pálsdóttir

141

776

PRENTGRIPUR

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja


Innréttingar

Íslensk hönnun - þýsk gæði Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektum og sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggir meiri gæði. Sérstaða okkar felst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfum og lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.

EIRVÍK Innréttingar

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is


innan húss

Nadia Katrín BaniniE

ráðgjöf

Hvaða tískustraumar finnst þér vera mest áberandi núna fyrir heimilin? Ég myndi segja litir og textíll. Hvíti liturinn sem var svo áberandi á flestum veggjum og svo kannski einn veggur með einhverjum sterkum lit, eins og í stofum eða svefnherbergjum, er á undanhaldi. Fólk er meira að uppgötva hvað það er hlýlegt að hafa einhvern litatón gegnumgangandi á öllu heimilinu. Við val á innréttingum, eins og í eldhús og bað, er mjög vinsælt að blanda saman efnum og litum. Til dæmis ólíkir efri og neðri skápar.

Hvaða efni, litir og form eru vinsælust núna? Flauel í djúpum litum er svakalega sterkt í ár.

Blái liturinn er áberandi í vali á áklæðum og afgerandi geometrísk form.

Hvað gleymir fólk helst að spá í þegar það skipuleggur/hannar heimili sín? Hirslur. Ótrúlega oft þegar ég er fengin til þess að stílfæra fyrir barnafjölskyldur þá er allt í óreglu vegna þess að það vantar hirslur og skipulag. Það er mun auðveldara að halda öllu í horfinu þegar hver hlutur á sinn stað. Einnig finnst mér oft vanta að þarfagreina hvert heimili fyrir sig þegar kemur að hönnun á innréttingum eins og forstofuskápum eða fataskápum í barnaherbergi. Þetta þarf að vera einfalt svo krakkarnir nenni að ganga frá; ef það á að opna fyrst hurð og svo skúffur, þá er oft einfaldara að henda bara á gólfið þegar maður er lítill.

Finnst þér lýsingin skipta miklu máli?

Lýsing skiptir gífurlegu máli upp á að skapa skemmtilegt andrúmsloft. Það er ekkert kósí þegar lýsingin er eins og í Laugardalshöllinni.

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Hvernig er einfalt að bæta hljóðvist híbýla? Það þarf að byrja á því að skoða efnisvalið í rýminu. Hvort það megi bæta við gardínum og mottum til að taka hljóðið. Ef lofthæðin er mikil og mikið um efni sem endurkasta hljóðinu, eins og leður, flísar og gler, þá er hægt að láta gera litla fleka í loftið í hverju rými fyrir sig til þess að bæta hljóðvistina.

Hvert er nýjasta „trendið“ í innanhússhönnun? Ég myndi segja geometrísk form. Bæði í gólfefnum og smáhlutum fyrir heimilið

Hvernig gólfefnum heillast þú af og hvers vegna? Ég heillast mjög af hlýlegum

gólfefnum í náttúrulegum litum. Plankar í stað stafa, lengri frekar en styttri. Hins vegar fer það eftir hverju rými fyrir sig hvaða gólfefni henta. Ég hef gaman af því þegar fólk leggur sig fram um að velja nýtt inn á heimili sitt í takt við þann tíma sem það var hannað á.

Hvað með veggina? Hvað finnst þér fallegast á veggi? Ég er mjög hrifin af hlýum

gráum lit og brúnum tónum með „hint“ af fjólubláum.

12

starfar sem sölufulltrúi á Landmark fasteignasölu, flugfreyja hjá Icelandair og er sjálfstætt starfandi innanhússráðgjafi en hún var einn af þáttastjórnendum lífsstílsþáttarins Innlit-útlit á sínum tíma. E-mail Nadiu er nadia@landmark.is

Hvaða verki ertu stoltust af? Ég er mjög ánægð með eldhúsið mitt. Lofthæðin er mjög mikil og ég ákvað að láta klæðninguna halda sér alveg upp í loft til að ná fallegri heildarmynd á vegginn. Fyrir ofan skápana eru plötur með sama spón sem ná alveg upp í loft.

Fallegasta ljós í heimi? Hef alltaf verið mjög hrifin Artichoke-ljósinu sem hannað var árið 1958 af Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen.

Hvaða húsgagn eða hlut dreymir þig um að eignast? Bamsestolen eftir Hans J. Wegner.

Hverjir eru uppáhaldshönnuðir þínir?

Philippe Stark kemur alltaf sterkur inn, Tom Dixon og gamli meistarinn Hans J. Wegner. Nadiu dreymir um að eignast Bamsestólinn eftir Hans J. Wegner en hann er klassík síðan 1951.

Hvaða hönnun er framúrskarandi að þínu mati? Það er svo óendanlega mikið til af fallegum byggingum og hönnun. „Multi purpose“ eða margnota hlutur er konsept sem ég hef alltaf verið mjög hrifin af. Besta innanhússráðið? Það má gera ótrúlega margt með málningu. Ódýrasta innanhússráðið væri? Ekki henda og kaupa nýtt. Hugsa út fyrir boxið og finna nýjan flöt á notagildi hlutanna. Bókahirslur geta orðið að leiktækjum, stólar geta orðið að náttborðum, borð geta orðið að hillum o.s.frv. með smávegis ímyndunarafli.


EITT ER VÍST: ALNO EITT ER VÍST: ALNO

Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Suðurlandsbraut Suðurlandsbraut2626 Sími: Sími:587 5872700 2700

Opið 11-18 virka daga ogog 11-16 laugardaga. Opið 11-18 virka daga 11-16 laugardaga.www.alno.is www.alno.is


hitt og þetta

Klassísk snið unnin úr gæðaefnum fyrir Geysi

Um síðustu helgi var haust- og vetrarlína Geysis frumsýnd í Iðnó með pompi og prakt. Línan er nú fáanleg í öllum verslunum Geysis en það er Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður Geysis, sem hannaði línuna. Þetta er önnur fatalína hennar fyrir búðina en hún nam fatahönnun við Gerrit Rietvel Akademíuna í Amsterdam og Central Saint Martins í London. Fatalínurnar eru báðar innblásnar af íslensku konunni og daglega lífi hennar í borginni, með sterkum skírskotunum í íslenska prjónahefð. Geysir hefur frá upphafi lagt áherslu á gæði og með nýju fatalínunni blandast hágæðaefni, líkt og móher, silki, alpaca og hör, fallega saman við íslensku ullina. Á sama tíma og Erna leitar í íslenska fatahefð er fatnaðurinn hannaður með nútímakonuna í huga. Við mælum eindregið með að kíkja á þessar fallegu vörur svona í aðdraganda haustsins.

Muuto með nýjar hillur

Vantar okkur ekki alltaf nýjar vegghillur? Það voru nefnilega að koma dásamlega fallegar stálhillur frá danska fyrirtækinu Muuto sem erfitt er að standast. Þessar kallast FOLDED og koma í þremur stærðum og fjórum litum. Það er Johan Van Hengel sem stendur á bak við hönnunina og er þetta fyrsta varan sem hann hannar fyrir Muuto. Hillurnar eru passlegar í hvaða rými sem er og það skemmtilega við þær er hversu mikla dýpt þær skapa með litlu hólfunum, nánast eins og búið sé að bretta upp á annan endann.

Handprentuð veggfóður Umsjón: Ritstjórn Myndir: Frá framleiðendum

Það er ekki bara munstrið á veggfóðrunum sem er skemmtilegt því nafnið á fyrirtækinu er það líka. JUJU papers heitir kompaníið og er staðsett í Portland, Oregon. Fyrirtækið sérhæfir sig í handprentuðum veggfóðrum sem lífga heldur betur upp á veggina með einstaklega skemmtilegum og líflegum munstrum fyrir þá sem þora út fyrir strikið. Sjá nánar á jujupapers.com.

14

Heimilisfélagið fyrir heimilið þitt

Við rákumst á nýja vefsíðu sem selur einstaklega fallegar vörur fyrir heimilið og heitir því skemmtilega nafni, Heimilisfélagið. Þarna má finna eigulegar og vandaðar vörur frá Wishbone Design Studio, Sandquist, Nuance, Hübsch og Madam Stoltz. Alltaf gaman þegar nýjar verslanir bætast í hópinn og auðga verslunarþörfina hjá okkur hinum – og við kvörtum ekki.


FÍGARÓ nátturusteinn ǀ Breiðhöfði 15 ǀ 110 Reykjavík ǀ sími 544-2250 ǀ figaro.is

BIRTÍNGUR ÚTGÁFUFÉLAG

BoRðplötuR og flísaR fyRiR heimilið


Verslað

Allskonar f y r i r h e i m i l i ð Demantlaga blómakanna frá Garden Glory. Winston Living, 9.800 kr.

Vatnslitamynd eftir danska hönnuðinn Nönnu Kiil, fáanleg í A4 og A3. Minimal decor, verð frá 3.900 kr.

Veggklukka hönnuð af Arne Jacobsen sjálfum, 16 cm. Líf og list, 33.120 kr.

Fjölnota rúlluborð frá House Doctor, 64x40x81 cm. Fakó verzlun, 38.900 kr.

Tígullaga speglar frá Umbra. Hver spegill er 29x18 cm. Esja Dekor, þrír í pakka á 8.990 kr.

Keramíkvasi frá Kähler undir litrík blóm, 20 cm. Epal, 9.500 kr.

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Ullarteppi frá Sveinbjörgu unnið úr hágæða fíngerðri ull, 130x190 cm. Sveinbjorg.is, 21.000 kr.

Skólataska, fartölvutaska eða skiptitaska sem fer vel vel bæði á pabbanum og mömmunni. Heimilisfélagið.is, 16.700 kr.

Haustið er tíminn til að hafa það notalegt uppi í sófa með góða bók og ilmstangir frá Skandinavisk. Epal, 7.900 kr. Leslie-hægindastóll frá Minotti. Módern, verð frá 714.900 kr.

16


9

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 www.vidd.is Kópavogi Akureyri

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 6800 Njarðarnes 9 Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Sími 554 BæjarlindKópavogi 4 Njarðarnes 9 Sími 554 6800 www.vidd.is Akureyri www.vidd.is Kópavogi Akureyri www.vidd.is Kópavogi Akureyri www.vidd.is Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Kópavogi Akureyri

Bæjarlind 4 Kópavogi

Bæjarlind 4 Kópavogi

Bæjarlind 4 Kópavogi Bæjarlind 4 Kópavogi

9

Njarðarnes 9 Akureyri Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 Bæjarlind 4 Njarðarnes 9

Bæjarlind 4 6800 Njarðarnes 9 Sími 554

Njarðarnes 9 Akureyri

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Kópavogi

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Kópavogi

Njarðarnes 9 Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is

Bæjarlind 4 Njarðarnes 9 Kópavogi Sími 554 6800Akureyri

Sími 554 6800 www.vidd.is


verslað

Grá fínheit, piparfugl, saltmörgæs og ...

Feikilega falleg skál frá Finnsdottir. Snúran, 8.400 kr.

Piparfugl sem sómir sér vel í eldhúsinu. Kokka, 15.900 kr.

Smart eldhúsrúllustandur frá applicata. Epal, 6.200 kr.

Bjorn Wiinbladvasi. Kúnígúnd, 19.900 kr.

Eldhúshilla frá VIPP. Kokka, 38.500 kr.

Wooden Doll frá Vitra. Penninn, 12.900 kr.

Þessi fagurgrái Kubus kemur í takmörkuðu upplagi og lendir í Epal um miðjan september.

Espressóbolli. Kokka, 2.550 kr.

Falleg rúmföt. IKEA, 3.850 kr. Töff brauðbox úr stáli frá joseph joseph. Epal, 18.350 kr.

Umsjón: Sigríður Elín

Sófaborð úr hvíttuðum sjóreknum harðviði. Seimei.is, 129.900 kr.

Prismatic Table frá Vitra. Penninn, 100.500 kr. Saltmörgæs í eldhúsið eða sem stofustáss, hún er svo sæt. Kokka, 15.900 kr.

18



Verslað

Flowerpotborðlampi. Epal, 63.900 kr. Nordic Sea-kaffibolli. Húsgagnahöllin, 990 kr.

Ilmkerti frá VOLUSPA. MAIA, verð frá 2.490 kr.

Þegar kólna fer í veðri er gott að ylja sér undir hlýju ullarteppi. Geysir, 16.800 kr.

Fylgihlutir

OYOY-rúmföt fyrir alla fjölskylduna. Snúran, verð frá 7.300 kr.

h au s t s i n s Fallegt úr haustlínu House Doctor. Þráðlaus heyrnartól frá Bang og Olufsen. Ormsson, 72.000 kr.

Kaffið úr Chemexkönnunni er sérlega gott. Te og kaffi, verð frá 7.995 kr.

Einstaklega fögur karafla. Kokka, 3.950 kr.

Texti: María Erla Myndir: Frá framleiðendum

Hvað er betra en blóm í fallegum Lyngby-vasa á gráum haustdegi. Epal, verð frá 8.350 kr.

Hunter-stígvélin eru klassík. Geysir, 25.900 kr.

20


Gæði og gott verð Húsasmiðjan er sölu- og þjónustuaðili Electrolux á íslandi. 5 ára ábyrgð á öllum heimilistækjum frá Electrolux í Húsasmiðjunni.

Byggjum á betra verði

w w w. h u s a . i s


verslað

1 1 s m a rt e l d h ú s s t ó l a r – veldu þann sem þér þykir bestur!

2

3

1

4

5

11

10

9 6

Texti: María erla Myndir: frá framleiðendum

8

7

1 Eikarstóllinn Pippa. Habitat, 17.855 kr. 2 Stóll úr hnotu. Norr11, 55.900 kr. 3 Ein útfærsla af Hal-stólnum. Penninn, 88.248 kr. 4 Mjúkar línur á Langue Stack-stólnum. Norr11, 34.900 kr. 5 HAY-barstóll. Epal, 81.400 kr. 6 Pinnastóll fyrir börnin. IKEA, 8.950 kr. 7 Nettur Why Wood-barstóll. ILVA, 19.900 kr. 8 Skemmtilegt útlit á Globus-stólnum. Módern, 24.900 kr. 9 Stóllinn Saya. Módern, 61.900 kr. 10 Maurinn eftir Fritz Hansen. Epal, 58.900 kr. 11 Eldhússtóll með fallega lögun. Snúran, 56.900 kr.

22


PORCELANOSA

flísar fyrir vandláta

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755


Skemmtilegt dagatal keypt í MoMA.

Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Sænskur bragur og fallegir litir

Þ

að var tekið vel á móti okkur er við litum í heimsókn til fjögurra manna fjölskyldu sem býr í fallegu parhúsi á besta stað í Kópavogi. Það er góður andi í húsinu sem er á tveimur hæðum en húsið sjálft er um 200 fermetrar að stærð.

á nokkrum stöðum en Vesturbærinn hefur alltaf haldið fast í mig á meðan maðurinn minn kemur úr Teigahverfinu. Okkur langaði bæði í gömlu hverfin okkar en við þurftum að fara milliveginn og velja hlutlausan stað.“ Hvað er það best við hverfið? „Þegar við völdum hverfi þá fannst okkur mikilvægt að það væri stutt í allt. Stutt í skólann, íþróttir, verslanir og þjónustu. Það eina

Frá Svíþjóð í Kópavoginn

sem ég sækist eftir niður í bæ er að fara í klippingu, ég er svo vanaföst með

Húsráðendur fluttu inn fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þau bjuggu áður í næstu

hárgreiðslumann.“

götu við og horfðu á þetta hús út um stofugluggann, það var því ekki flókið ferlið í flutningunum. „Við vorum í fjögurra herbergja íbúð og langaði til að

Álfasteinar og grænir fingur

stækka við okkur. Við byrjuðum að litast um í kringum okkur og sjá hvaða hús

Húsráðendur hafa ekki staðið í stórframkvæmdum innanhúss þó að fyrirhugaðar

kæmu til greina, okkur langaði ekki í of stórt hús en samt að það væru herbergi

framkvæmdir séu utan á húsinu. „Mig langar til að skipta út teppinu á stiganum

fyrir alla og þá líka smávegis vinnuaðstaða. Þegar við komum hingað inn

hér inni og hefur það verið á dagskrá í dágóðan tíma, ég hef bara ekki fundið út

fundum við strax að þetta væri eitthvað fyrir okkur. Við skrifuðum síðan undir

hvað mig langar að gera með það. Þannig að ef þú værir til í að hafa einhverja

kaupsamninginn á Þorláksmessu svo að jólagjöfin var komin.“

umfjöllun um teppi og stiga í blaðinu þá myndi það spara mér tíma.“ Og hver

Fjölskyldan hefur búið í Kópavogi frá árinu 2006, eða frá því að þau fluttu heim

veit nema sú hugmynd rati í blaðið einn daginn. En hvað með garðinn, hefur

frá Svíþjóð þar sem þau voru við nám. En af hverju Kópavogur? „Ég hef búið

eitthvað verið gert þar? „Nei, ég hafði háar hugmyndir um að fá græna fingur

24


Í stofunni má finna sófasett úr Húsgagnahöllinni og kollinn Bookniture úr MoMA. Sófaborðið og hliðarborðin eru úr IKEA og loftljósið er hannað af Jóni Haraldssyni.

25


Sænskur bragur og fallegir litir

„En það hrúgast alltaf fleiri litir hingað inn sem mér finnst ákveðið skemmtilegt.“

Borðstofuborðið er úr IKEA og stólarnir eru Eames.

en það hefur ekkert gerst enn þá. Garðurinn er bara grasflöt og tveir stórir

fluttum með okkur rauða sófann í stofunni, sófaborðið og einhverja smáhluti

álfasteinar sem við munum aldrei hrófla við. Stelpurnar leika sér mjög mikið

er við komum heim. Systir mín býr þarna úti núna og er búin að drekka í sig

í garðinum en ég sé fyrir mér lítinn matjurtagarð þó að sú tilraun hafi ekki

sænska stílinn og á mjög fallegt heimili.“

gengið neitt sérstaklega vel hingað til.“

Íslensk hönnun heillar Skandinavískur stíll

Áttu þér uppáhaldshönnuð? „Nei, ég á engan uppáhaldshönnuð, ég fell bara

Fjölskyldan bjó í þrjú og hálft ár úti í Svíþjóð og er án efa lituð af dvöl sinni

fyrir því sem hrífur mig. Ég verð alltaf glöð þegar ég fell fyrir einhverju og það

þar en hvernig myndu þau lýsa stílnum á heimilinu. „Ætli þetta sé ekki ósköp

er eftir íslenskan hönnuð, við eigum orðið marga góða hönnuði verð ég að

venjulegur skandinavískur stíll hérna inni, án þess að það sé eitthvað meðvitað.

segja.“ Hvaða verslanir sækir þú helst í fyrir heimilið? „Hér heima finnst mér

Og kannski af því að við bjuggum í Svíþjóð í dálítinn tíma þá hefur það haft

gaman að fara í Habitat, IKEA, Snúruna og svo er það Epal, það er alltaf klassík.

áhrif á mann, það er sænsk taug í manni. Stíllinn úti er eins misjafn og gengur

Ég sakna samt Spark Design Space, andrúmsloftið þar var svo notalegt og mikið

og gerist hérna heima, við vorum námsmenn á þessum tíma og því ekki með

af fallegri íslenskri hönnun. Ef ég er í Svíþjóð þá fer ég alltaf í Designtorget,

mikið á milli handanna. Við keyptum ekki mikið af stærri húsgögnum en við

Lagerhaus og í heimilisdeildina í Åhléns. Þar sem systir mín býr núna í Svíþjóð

26


Guli stóllinn var búinn að vera lengi á óskalistanum en hann heitir Pelican Chair og var hannaður af Finn Juhl.

27


Sænskur bragur og fallegir litir

Flagermus-stóllinn alltaf jafnflottur og með léttu yfirbragði.

þá „neyðist“ ég til að fara þangað annað slagið.“ Ferðastu mikið? „Ég og

okkur. Frænka mannsins míns kom eitt sinn til okkar með brúðargjöf sem hún

maðurinn minn eigum það til að ferðast um háloftin og þá er jafnvel Ameríka

hafði keypt fyrir mörgum árum og nennti ekki að geyma hana lengur uppi í skáp.

heimsótt. Þar finnst mér gaman að fara í verslun sem heitir CB2 sem selur allt

Þannig að við erum búin að fá brúðargjöf þrátt fyrir að hafa ekki gift okkur.“

milli himins og jarðar.“

Litir gleðja Brúðargjöf en ekkert brúðkaup

Húsfreyjan segir að stíllinn hafi ekki breyst mikið í gegnum tíðina, enda kaupi

Eruð þið að safna einhverju? „Við söfnum ekki mikið af hlutum en ég á

hún ekki oft hluti nema vanta þá. „Mig langar samt mjög oft í allskonar hluti þó

vandræðalega mikið af Campers-skóm. Við erum búin að safna matarstelli og

að ég kaupi þá ekki. En það hrúgast alltaf fleiri litir hingað inn sem mér finnst

ætli það sé ekki það eina sem við höfum verið markvisst að safna. Fólkið okkar

ákveðið skemmtilegt.“ Áttu þér uppáhaldslit? „Ég held að flestir litir séu hér inni

er búið að gefast upp á þeirri hugmynd að við munum nokkurn tímann gifta

fyrir utan fjólublár, hann hefur ekki fengið að rata hingað inn.“

28


„Og kannski af því að við bjuggum í Svíþjóð í dálítinn tíma þá hefur það haft áhrif á mann, það er sænsk taug í manni.“

Fjölskyldan í Kópavoginum sem trébrúður en það er bandaríska fyrirtækið Goose Grease sem sérhæfir sig í að gera brúðurnar.

Húsið er á tveimur hæðum og appelsínuguli stóllinn sómir sér vel þarna við en hann heitir Örkin hans Nóa.

29


Sænskur bragur og fallegir litir

Í eldhúsinu má sjá glitta í mynd á veggnum eftir húsfreyjuna og nokkrar Sjöur við borðið.

„Þegar við komum hingað inn fundum við strax að þetta væri eitthvað fyrir okkur. Við skrifuðum síðan undir kaupsamninginn á Þorláksmessu svo að jólagjöfin var komin.“

Heillast af einfaldleikanum

Hjarta heimilisins í stofunni

Innblástur fyrir heimilið fær heimilisfólkið frá öllu og öllum sem þau umgangast,

Fjölskyldan er heimakær og notar stofuna hvað mest. „Stelpurnar leika

verslunum, blöðum sem er flett og áreitinu af Internetinu. En hvaða form heilla?

sér mikið í stofunni. Ég hélt ég myndi losna við dótið þeirra hérna niðri þar

„Ég heillast af einfaldleikanum, stílhreinum hlutum. Svo er það samspilið á milli

sem svefnherbergin eru á efri hæðinni en það var mikill misskilningur. En

litanna og formsins sem skiptir máli.“

uppáhaldsstaðurinn minn er við standlampann í horninu á stofunni, það er minn staður. Þar sit ég með bók eða prjóna við hönd.“

Metnaðurinn er að hafa notalegt í kringum sig

Í hverju liggur metnaðurinn á heimilinu? „Að hafa notalegt í kringum sig og

Það jafnast ekkert á við góðan nætursvefn og segir húsfreyjan að bestu kaupin

ekki of marga hluti svo það verði ekki leiðinlegt að þrífa. Og að allir hafi sitt rými

fyrir heimilið sé hjónarúmið en maður áttar sig ekki á hversu gott og mikilvægt

og pláss. Ég skipti mér lítið af því hvernig stelpurnar raða upp inni hjá sér, þær

það er að sofa í almennilegu rúmi fyrr en maður eignast slíkt. „Svo er það líka

eiga svolítið sín herbergi.“

guli stóllinn í stofunni, Pelican Chair frá Finn Juhl, mig var búið að dreyma um hann dálítið lengi en við keyptum hann fyrir jólin í fyrra.“

Rétt áður en við kveðjum, gæðum við okkur á girnilegu kexi, osti og sultu sem

Hverju tekur þú eftir er þú kemur inn á önnur heimili? „Ætli það sé ekki

kitlaði heldur betur bragðlaukana og segjum takk fyrir okkur.

andrúmsloftið og stemningin, ég er svo sem lítið að spá í hvar og hvernig húsgögnin eru og að endurraða þeim í huganum.“

30


Í Hnotskurn

Fagurfræði eða notagildi ... best í bland. Á sunnudögum er ... gott að kíkja á æfingu hjá Crossfit Sport. Te eða kaffi ... hvorugt drukkið á þessum bæ. Nýjustu kaupin eru ... Frida Kahlo-dúkka frá Sketch. inc. Uppáhaldslitir eru ... get ómögulega gert upp á milli lita. Draumahúsið er ... þessi stundina okkar hús. Less is more eða more is more ... er að reyna að halda í less is more. Uppáhaldsveitingastaður er ... Ítalía fyrir klassískan og Borðið fyrir hægeldaðan sælkeramat. Besta sundlaug landsins er ... jafntefli milli Kópavogslaugar og Salalaugar. Leynd útivistarperla í nágrenninu er ... Kópavogsdalurinn er góður vegna nálægðarinnar og svo Hvaleyrarvatn ef maður fer aðeins lengra. Uppáhaldshönnuðir eru ... Ragnheiður Ösp í Umemi, Þórunn Árnadóttir og stelpurnar í Reykjavík Letterpress koma fyrst upp í hugann.

Í svefnherberginu er fallegt rúmteppi frá HAY og gula borðið er úr IKEA. Fjallalaga tímaritabox frá Lagerhaus.

Bakkinn er frá Svíþjóð og hnetulaga boxið er frá CB2.

31


Texti: María Erla Kjartansdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hlýlegt heimili í Hlíðunum þar sem litagleðin er við völd

32


33


Hlýlegt heimili í Hlíðunum þar sem litagleðin er við völd

V

ið heimsóttum notalega íbúð í Bólstaðarhlíð þar sem Hulda Ásgeirsdóttir leikskólastýra tók á móti okkur en hún býr þar ásamt manni sínum, Magnúsi Má Kristjánssyni, prófessor við Háskóla Íslands. Íbúðin er 152 fermetrar að stærð og fluttu húsráðendur inn árið 2012. Íbúðin er áberandi hlýleg, hlaðin fallegum munum, myndlist og litum.

Brúðkaup í Bólstaðarhlíð Hvað var það sem heillaði þau hvað mest við húsið og þetta hverfi? ,,Við féllum alveg fyrir þessari íbúð og Klambratúninu sem við sjáum glitta í út um eldhúsgluggann, þetta er ótrúlega heillandi staður, mikið líf og mikið grænt.“ Hún rifjar það upp þegar þau hjónin giftu sig árið 2014 í bakgarðinum og hvernig allt hverfið hafi vaknað til lífsins og rétt fram hjálparhönd. Ólýsanleg gleði var í loftinu eins og Hulda orðaði það, sem lýsir stemningunni í hverfinu vel.

Dönsk hönnun og margvíslegur stíll Þegar gengið er inn í íbúðina tekur eldhúsið fljótlega við á hægri hönd, bogadregin innrétting stúkar af eldhúsið og ganginn en hún er hönnuð af arkitektinum Pálmari Kristmundssyni. Innréttingin í eldhúsinu kemur frá Uno form sem er dönsk hönnun, þekkt fyrir einfaldleika sinn og fágun. Tveir inngangar eru að eldhúsinu en þar eyða þau hjónin miklum tíma. Íbúðin skiptist síðan í tvær stofur, tvö svefnherbergi og baðherbergi sem skartar einnig hönnun Uno form. Hvernig skyldi Hulda lýsa stílnum á heimilinu? ,,Það er erfitt að segja; hann er allskonar! Ég hef gaman af því að safna og sanka að mér myndlist, ég er líka mikið fyrir liti og poppa upp hvíta veggi með hinum ýmsu litum. Það má því segja að ég sanki að mér hinum og þessum hlutum þar sem eitt leiðir af öðru og ég bara

34


InnskotsborĂ°in eru Ăşr Habitat.

35


Hlýlegt heimili í Hlíðunum þar sem litagleðin er við völd

,,Það má segja að ég sanki að mér hinum og þessum hlutum þar sem eitt leiðir af öðru og ég bara bý til eitthvað úr því.”

Myndaveggurinn kemur skemmtilega út. Sófinn er úr Línunni.

Hvíti spegillinn er frá gamla hótel Búðum á Snæfellsnesi en hótelið brann til kaldra kola árið 2001.

Fuglarnir eru eftir Jón Æ. Karlsson og rauði vasinn er úr Portinu.

hvernig Hulda hefur náð að skapa sér persónulegt heimili með mismunandi

Litir og listaverk

hlutum, héðan og þaðan. En hvaðan ætli Hulda fái innblástur þegar kemur

Íbúðin er einkar litrík og segist Hulda heillast hvað mest af appelsínugulum

að heimilinu? ,,Alls staðar, út um allt, ég hef gaman af allri hönnun og

lit. Smeg-ísskápurinn kemur skemmtilega út inni í eldhúsinu og tónar vel við

myndlist, fer á allar myndlistarsýningar sem ég hef völ á og fylgist svolítið

loftljósið og aðra liti í rýminu. Einnig er rauða PH 50-ljósið eftir Louis Poulsen

vel með því.“ Dönsk, skandinavísk hönnun er henni sérstaklega hugleikin

yfir borðstofuborðinu einstaklega smart en Hulda gróf það upp á markaði í

og er Arne Jacobsen í miklu uppáhaldi. Hulda er mikill fagurkeri og

Danmörku á sínum tíma. Hulda tekur þó fram að litaflóran öll sé velkomin

nautnaseggur og finnst einstaklega gaman að hafa fallegt í kringum sig.

inn á heimilið. En hvaðan koma helstu munir og mublur heimilisins? ,,Það er enginn einn staður, ég er úti um allt og alls staðar, ef ég sé eitthvað fallegt

36


Leirskรกlin eftir Ragnheiรฐi fellur vel viรฐ verkiรฐ eftir Sigtrygg Baldursson.

37


Hlýlegt heimili í Hlíðunum þar sem litagleðin er við völd

Kistan á ganginum geymir leyndarmál en hún kemur frá afa Magnúsar. Kötturinn Chico passar góssið vel.

Pottarnir eru ýmist frá ömmu hennar Huldu eða úr Portinu.

þá gríp ég gæsina. Markaðir finnast mér mjög heillandi en Portið í Kópavogi er

Heima er best

í sérstöku uppáhaldi.“ Fallegu leirverkin, sem eru á víð og dreif um íbúðina, eru

Myndir þú segja að þú værir heimakær? „Já, ég er orðin það meira með árunum.

eftir vinkonu hennar og listakonuna Ragnheiði Ingunni Ágústsdóttur. Sófaborðið

Mér finnst skemmtilegast í heimi að fá fólk til okkar í mat.“ Aðspurð segist Hulda

er antík og blái sófinn, sem er jafnframt nýjustu kaup þeirra hjóna, er úr Línunni.

eyða miklum tíma í eldhúsinu: „Mér finnst frábært að vera í eldhúsinu og elda

Myndaveggurinn fyrir ofan sófann er afar skemmtilegur en þar má sjá hin

mat, það er eins og jóga fyrir mér. Við höldum mjög oft matarboð en það er lífið

ýmsu verk, bæði eftir Magnús, manninn hennar, og fleiri þekkta listamenn.

að mínu mati, að elda og gefa fólki að borða. Mikið líf og fjör. Við ferðumst þó

Borðstofuborðið er frá Habitat og við það má meðal annars sjá stól frá Eames-

mikið, bæði innanlands og utan, en ferðalög eru okkar ær og kýr.“

hjónunum og Sjöuna margrómuðu. Stóra verkið fyrir ofan borðið er eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson myndlistarmann en Huldu og Magnúsi hafa áskotnast mörg

Fjölskyldan í aðalhlutverki

listaverk í gegnum tíðina, héðan og þaðan frá bæði vinum og kunningjum.

Hvað finnst Huldu skipta mestu máli þegar kemur að því að skapa

38


Innréttingin er frá Uno form.

,,að elda er eins og jóga fyrir mér”

Fjölskyldan í aðalhlutverki Hvað finnst Huldu skipta mestu máli þegar kemur að því að skapa persónulegt og fallegt heimili? ,,Að hafa fólkið sitt í kringum sig; þá er ég hamingjusömust, það eru gildin í þessu öllu saman, að það sé hlýlegt og notalegt og ekki skemmir fyrir að hafa fallega list í kringum sig.“ Það má segja að þeim hjónum hafi tekist þar vel til! ,,... okkur finnst voða gott að vera hérna í eldhúsinu á morgnana. Við gerum oftast vel við okkur um helgar, fáum krakkana í bröns og höldum iðulega matarboð á sunnudögum. Mottóið mitt er að fjölskyldan sé númer eitt, tvö og þrjú, góðar umræður og gleði!“

39


Hlýlegt heimili í Hlíðunum þar sem litagleðin er við völd

Í hnotskurn

Hér má einnig sjá hönnun Uno form.

Myndirnar eru eftir grafíska hönnuðinn Kristínu Pétursdóttur.

40

Eftirlætisstaður á Íslandi ... það eru svo margir staðir, til dæmis Ásbyrgi. Ég heillast af ... fólki. Ríkjandi litir eru ... blár, appelsínugulur og öll flóran. Te eða kaffi ... kaffi. Fagurfræði eða notagildi ... sambland. Ég safna ... bókum og allskonar hlutum. Helstu listamenn sem prýða heimilið eru ... Davíð Örn Halldórsson, Þór Sigþórsson, Sigtryggur Bjarni Baldursson. Næstu verkefni ... klára að mála glugga að utan. Í boðum safnast gestirnir saman ... og borða góðan mat. Garðurinn er ... grænn. Á sunnudögum ... slökum við á og hittum gjarnan fólkið okkar. Uppáhaldshönnuður er ... Arne Jacobsen. Heimilisgildin okkar eru ... að öllum líði vel.


Þú gleymir ekki

tilfinningunni

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

Fallegt heimili á Selfossi

H

vað er skemmtilegra en að skunda út fyrir bæjarmörkin í heimsókn. Undirrituð og ljósmyndari tóku rúnt á Selfoss til að heimsækja fjölskyldu sem þar býr í passlega stóru parhúsi. Hér búa Margrét Elín Ólafsdóttir og Þórir Ólafsson ásamt sonum sínum tveim, Jasoni Degi, tíu ára, og Óskari Braga, fimm ára.

var að klára þýsku í háskólanum á þessum tíma og Þórir fékk vinnu hérna þó

Frelsið á Íslandi

og staðsetningin er æðisleg. Eldri strákurinn okkar þarf ekki að fara yfir nema

Húsið er 150 fermetrar með bílskúrnum, það er á einni hæð með þremur

eina götu til að fara í skólann og litli er á leikskóla í næsta húsi við skólann.

svefnherbergjum sem rúma alla fjölskylduna. Margrét og Þórir keyptu húsið

Fyrir eldri strákinn er þetta rosalegt frelsi að búa hér. Út í Póllandi var allt

fyrir tæpum fjórum árum en fluttu ekki inn fyrr en tveimur árum síðar er þau

planað fyrir fram hvenær og hvar börnin ætluðu að leika á meðan þau valsa

komu heim eftir níu ára dvöl í Þýskalandi og Póllandi þar sem Þórir var að spila

hér á milli húsa og rétt skila sér heim í mat á kvöldin. Hverfið er líka að yngjast

handbolta. „Við erum bæði frá Selfossi og þetta lá því vel við. Við ákváðum

og þau stoppa stutt við þau hús sem detta inn á sölu. Foreldrar okkar beggja

að byrja hér, við vissum þannig lagað ekkert hvað við værum að fara gera. Ég

búa líka hér sem er ómetanlegt.“

42

að hann starfi núna á fasteignasölunni Domusnova í Kópavogi.“ Voruð þið búin að skoða mikið áður en þið funduð þetta hús? „Við vorum aðeins byrjuð að líta í kringum okkur. Það var kominn tími til að fjárfesta í eign sem við gætum flutt í þegar við myndum flytja heim. Við erum rosalega ánægð hérna


„Ég vildi hafa góða eyju í eldhúsinu en borðplássið í íbúðinni úti í Póllandi var mjög lítið.“

Eldhúsið er nýtekið í gegn. Innréttingin er úr svartbæsaðri eik og nýtur sín vel við stóra gluggann. Stólarnir eru frá IKEA.

Rólegt og gott á Selfossi Margrét segir að lífið sé rólegt og gott á Selfossi þar sem allt er til alls, kjarninn er orðinn það stór með verslunum, líkamsræktarstöð og öðru sem til fellur. „Ég versla líka á Netinu, ég fór aðeins meira inn á það þegar við bjuggum erlendis en það er mjög þægileg leið til að versla að fá vörurnar sendar heim.“

Framkvæmdagleði Eldhúsið var komið til ára sinna og það var meira lokað af, loftið var tekið niður og innbyggð lýsing sett í loftið. „Ég vildi hafa góða eyju í eldhúsinu en borðplássið í íbúðinni úti í Póllandi var mjög lítið. Eins vildi ég hafa skáp til að fela hrærivélina og annað dót. Eldhúsið átti að vera þægilegt í notkun og við ákváðum að setja hvíttað gler á milli borðplötu og efriskápa.

43


Fallegt heimili á Selfossi

Tekkhillurnar voru inni í bílskúr er Margrét Elín og Þórir keyptu húsið.

„Stíllinn minn er dálítið svart-hvítur í bland við brúna og gráa tóna.“ Helena Björgvinsdóttir innanhússarkitekt hjálpaði okkur með eldhúsið ásamt baðherberginu. En eldhúsinnréttingin er úr svarbæsaðri eik og var smíðuð hjá Fagus.“ Ertu dugleg að elda? „Ekkert svakalega. Ég held að ég hafi fengið minn skammt af því þegar við bjuggum úti og Þórir var á æfingum tvisvar á dag og þurfti mikla orku. En ég reyni í dag að vera dugleg yfir pottunum um helgar. Þegar maður er að vinna allan daginn og allir fá heitan mat í hádeginu þá borðum við léttari mat á kvöldin.“ Eru fleiri framkvæmdir á döfinni? „Okkur langar til að byggja sólstofu út frá stofunni, held að það myndi koma vel út.“

Breytilegur stíll Heima hjá Margréti og Þóri er gamalt og nýtt í bland og ýmislegt sem þau hafa fundið á pólskum flóamörkuðum. Stíllinn hefur breyst í gegnum tíðina enda bjuggu þau í langan tíma erlendis í leiguhúsnæði þar sem enginn veit hvað tíminn í handboltaheiminum ber í skauti sér. En hvernig er stíllinn frábrugðinn í Þýskalandi og Póllandi miðað við á Íslandi? „Stíllinn er mjög frábrugðinn. Þjóðverjar eru t.d. mjög litaglaðir, með appelsínugular forstofur, bláar stofur o.s.frv. Það var stundum aðeins of mikið.“ Hvernig hönnun heillast þú af? „Stíllinn minn er dálítið svart-hvítur í bland við brúna og gráa tóna. Annars heillast ég eins og svo margir aðrir af skandinavíska stílnum. Ég blanda þessu dálítið saman og hef skapað minn eigin stíl finnst mér.“

44

Margrét Elín á uppáhaldsstaðnum sínum í húsinu, í hægindastólnum.

String-hillan er smart á veggnum í eldhúsinu.


Borðstofuborðið og stólana keyptu húsráðendur í Póllandi. Málverkið af Ölfusárbrú létu þau einnig mála þar í landi.

45


Fallegt heimili á Selfossi

Víða um húsið má sjá glitta í dýrahorn en Margrét Elín hefur safnað að sér nokkrum í gegnum tíðina. Stólinn fékk Margrét frá móður sinni sem fékk hann í fermingargjöf á sínum tíma.

Plöntur og dýrahorn Safnar þú einhverju? „Nei eiginlega ekki, en ég heillast af dýrahornum. Ég er með nokkur hérna víðsvegar um húsið og sum þeirra eru keypt í Zara Home. Ég er annars rosastolt af plöntunum mínum. Ég hef hingað til ekki náð að halda í þeim lífi. Nú man ég eftir að vökva á fimmtudögum um leið og ég tek til.“ Margrét segir að bestu kaupin fyrir heimilið séu borðstofustólarnir en þeir voru keyptir í Póllandi. En hvar ætli hún versli helst fyrir heimilið hérna heima? „Ég fer mikið í Tekk-Habitat og eins Motivo hérna á Selfossi, það er mjög falleg verslun. Ég fæ annars mikinn innblástur fyrir heimilið í gegnum Pinterest og blöð eins og Hús og híbýli og Elle Deco.“

Reynir að hafa heimilið praktískt Fjölskyldan er heimakær og er hjarta heimilisins í stofunni og eldhúsinu. „Ég sit mikið í hægindastólnum í stofunni en eyjan í eldhúsinu er líka mikið notuð, þar sitja strákarnir og dunda sér á meðan ég sker niður grænmeti og undirbý matinn. Það sama gildir þegar við fáum gesti og þá erum við gestgjafarnir alltaf með.“ Hverju tekur þú eftir þegar þú kemur inn á önnur heimili? „Aðallega uppröðun á húsgögnum og kannski hvernig myndum er raðað á veggina.“ Áttu til innanhússráð handa okkur? „Reyna að hafa heimilið eins praktískt og hægt er, varðandi þrif og annað. Þannig að maður þurfi ekki mikið að færa til þegar þurrkað er af. Og að vera ekki með of mikið af hlutum, ég er til dæmis með mikið veggfast og er dugleg að losa mig við dót í stað þess að geyma það í kassa úti í geymslu.“

46


„Stíllinn hefur breyst í gegnum tíðina enda bjuggu þau í langan tíma erlendis í leiguhúsnæði þar sem enginn veit hvað tíminn í handboltaheiminum ber í skauti sér.“

47


Fallegt heimili á Selfossi

Í hnotskurn

Fagurfræði eða notagildi ... notagildi og fagurfræði sameinuð í eitt. Á sunnudögum er ... samverustund fjölskyldunnar. Te eða kaffi ... te. Nýjustu kaupin eru ... Babell-diskur á hæðum og kertastjaki. Uppáhaldslitir eru ... pastelgrænn, gylltur, svartur og hvítur. Draumahúsið er ... álíka og það sem við búum í. Heimilisgildin okkar eru ... að gengið sé frá eftir sig. Less is more eða more is more ... less is more. Uppáhaldsveitingastaður er ... Kaffi krús. Besta sundlaug landsins er ... sundlaugin á Selfossi. Leynd útivistarperla í nágrenninu er ... Hellisskógur. Uppáhaldshönnuður er ... Mogens Lassen, Alvar Aalto, Ingibjörg Hanna ásamt fleirum. Get ekki valið einhvern einn.

48

Strákarnir eiga mjög falleg herbergi og greinilegt að hér er nostrað við hvern krók og kima.



hús og híbýli

eldhús Naustavör

Texti: Sigríður Elín Myndir: Hákon Davíð

Efri skáparnir er með vönduðum fellihurðum og innfelldri lýsingu.

Vinnuskápurinn er rúmgóður og smart.

Skjannahvítt og smart við Naustavör

Í

nýju fjölbýlishúsi við Naustavör í Kópavogi býr ungt par sem nýlega flutti inn í sína fyrstu íbúð. Þau vildu ekki hafa eldhúsið eins og fyrri plön gerðu ráð fyrir og fengu Guðrúnu Benediktsdóttur, innanhússarkitekt hjá INNlifun, til liðs við sig til að hanna draumaeldhúsið sem er skjannahvítt, þýskt ALNO eldhús með eyju sem snýr út að stofunni. Innbyggður ísskápur er í þessu fallega eldhúsi og einnig er innbyggður frystiskápur undir borðplötunni.Útsýnið út um eldhúsgluggann er svo ekki af verri endanum en horft er yfir sjóinn og Perluna sem er hinum megin við.

50


Eldhúsið er opið og mjög bjart. Falleg lýsing setur punktinn yfir i-ið.

Innanhússarkitekt: Guðrún Benediktsdóttir. Innrétting: ALNO innrétting frá INNlifun. Blöndunartæki og vaskur: Ísleifur Jónsson. Borðplata og sólbekkir: Rein. Barstólar: Casa. Ofnar: Whirlpool frá Heimilistækjum. Helluborð: Witt frá Heimilistækjum. Innfelld lýsing: Lumex. Parket: Egill Árnason.

51


eldhús Seltjarnarnes

Texti: Sigríður Elín Myndir: Óli Magg

Fagurblátt í bland við tekk og marmara

52


53


eldhús Seltjarnarnes

Eldhúsinnrétting: Grindin ehf. í Grindavík sérsmíðaði innréttinguna. Gólfefni: Flot sem heitir Pandomo frá Flotuð gólf og Gólfefni. Handlaug og blöndunartæki: Sérpantað erlendis. Borðplata: Marmari sem heitir arabescato frá S. Helgasyni. Eldhústæki: De Dietrich, þau voru sérpöntuð erlendis frá. Innfelld lýsing: Modular frá S. Guðjónsyni. Ljós yfir borði: Aurum, Bankastræti. Eldhúsborð: Sérpantað erlendis frá. Eldhússtólar: Sérpantað erlendis frá. Barstólar: Norr 11

V

ið kíktum á fagurblátt eldhús á Seltjarnarnesi sem innanhússarkitektinn Sæbjörg Guðjónsdóttir hannaði fyrir fjölskyldu sem óskaði eftir öðruvísi eldhúsi og bláum lit. Upprunaleg innrétting frá sjöunda áratugnum var í eldhúsinu þegar ákveðið var að taka það í gegn og stækka það í leiðinni og því var þvottahús sem var inn af því fært í annað rými. Borðkrókurinn sem er sérlega notalegur er einmitt þar sem þvottahúsið var áður. Hvernig myndir þú lýsa stílnum á þessu fagurbláa eldhúsi? Þetta er nútímaeldhús með tilvitnun í 6. og 7. áratuginn hvað varðar lita- og efnisval þar sem við notuðum tekkið í bland við bláa litinn. Punkturinn yfir i-ið er svo arabescato-marmarinn sem gerir mikið fyrir rýmið. Eru eldhús í lit að verða algengari en áður? Ég myndi ekki segja að ýktir litir séu að koma aftur en mjúkir litir læðast með eins og til dæmis gráblái liturinn sem er á þessu eldhúsi en gráir tónar eru einnig vinsælir í bland við viðinn.

54


Tengi ehf I Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 tengi@tengi.is www.tengi.is


Verslað Skurðarbretti með ólíkum mynstrum. Søstrene Grene, 418 kr.

F í n t o g f l ot t

Ljósið BELL frá Normann Copenhagen er fullkomið í eldhúsið. Epal, 68.400 kr.

í eldhúsið Skemmtilegt plakat fyrir eldhúsið, hannað af Atelier Graphique, 58x100 cm. Winston Living, 13.900 kr.

Spoonless heitir þessi stílhreina kanna frá Menu. Epal, 7.950 kr. Eikarbrauðbretti frá MOEBE, 36x18 cm. Reykjavík Butik, 4.990 kr.

Ljósblár eikarstóll frá danska fyrirtækinu Woud. Snúran, 39.900 kr.

Fallegir bollar og skálar frá House Doctor. Fakó Verzlun, verð frá 1.600 kr.

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Frá framleiðendum

Stælleg svunta frá sænska fyrirtækinu Sandqvist með stillanlegum leðurböndum. Heimilisfélagið, 16.850 kr.

Viskastykki með líflegri mynd. Søstrene Grene, 599 kr.

56

Grænar plöntur eiga líka heima í eldhúsinu en þennan veggvasa má einnig nota undir eldhúsáhöld. Minimal decor, 7.900 kr.

Mælikanna úr keramík frá House Doctor. Fakó Verzlun, 1.290 kr.


Easy2Clean Mött málning sem létt er að þrífa Ný snilldarlausn fyrir heimili þar sem ýmislegt gengur á!

Svansvottuð - betra fyrir umhverfið, betra fyrir þig

Síðumúli 22 | 517 0404 | serefni.is


Texti: Sigríður Elín Myndir: Aldís Pálsdóttir

eldhús Kópavogur

58


Hlýlegt og klassískt

59


eldhús Kópavogur

Eldhúsinnrétting: Hún er úr spónlagðri, grófri, dökkbæsaðri eik frá Smíðaþjónustunni ehf. Gólfefni: Terra-flísar frá Casa Dolce Casa, keyptar í Birgisson. Handlaug og blöndunartæki: Ísleifur Jónsson. Borðplata: Stone Italiana frá S.Helgasyni. Eldhústæki: Miele frá Eirvík. Innfelld lýsing, ljós yfir borðstofuborði og í stofu: Lúmex. Barstólar: Mater Design frá Epal.

Í

fallegu, nýlegu húsi í Kópavogi er þetta feiknafagra eldhús sem Rut Káradóttir hannaði fyrir eigendur þess. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og stofu og loftið í rýminu er allt fallega viðarklætt sem gerir gríðarlega mikið fyrir heildaútlitið. Gróf, dökkbæsuð eik er í innréttingunni og borðplöturnar eru ljós steinn frá Stone Italiana og eru þær mótvægi við dökku eikina í innréttingunni. Innfelld lýsing, gólfsíður gluggi og annar lítill beint fyrir aftan vaskinn skapa svo fallega lýsingu í þessu fagra eldhúsi. Hvernig myndir þú lýsa stílnum á eldhúsinu? ,,Það er klassískt og hlýlegt þar sem hver hlutur á sinn stað,“ segir Rut Káradóttir.

60


Fasteign á fótum

ILVE er eftirlæti eldhúsmeistara um allan heim. Hönnunin gerir eldhúsið að höll og handverkið er engu líkt. ILVE eldavélar, ofnar og helluborð eru ítölsk afburðavara sem passar í allar venjulegar innréttingar. ILVE býður upp á mikið úrval helluborða: Gas, keramik, innbyggð grill, langelda og stálpönnur, auk innfelldra helluborða og ofna fyrir innréttingar. Breidd: 60-150 cm. Ef þú vilt vita af hverju okkur finnst ILVE vera bestu eldhústæki í heimi, komdu þá við í Kokku eða kíktu á www.ilve.is.


Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

eldhús við tjörnina

Eldhús með kósí stofu

V

ið litum inn til arkitekts í miðbænum sem býr ásamt manni og þremur börnum í gömlu reisulegu húsi. Við erum komin til að kíkja á eldhúsið sem er í stóru rými með samliggjandi kósí stofu og vinnuaðstöðu. Eldhúsinnréttingin er um tuttugu ára gömul en ekki er vitað hver hannaði hana. Hvað er eldhúsið stórt? 28 fermetrar með sólstofunni. Segðu mér aðeins frá eldhúsinu? Innréttingin var dökkgræn og við létum sprauta hana hvíta er við fluttum inn fyrir sex árum síðan. Ég er ekki viss hver hannaði innréttinguna en það bjó hér stelpa sem heitir Selma og er innanhússhönnuður og ég held að hún hafi sett þessa innréttingu upp. Nóttina áður en yngsta dóttir okkar fæddist tókum við alla skápana niður til

62

að láta sprauta þá hvíta. Ég og maðurinn minn áttum erfitt með að komast að samkomulagi með nafn á litlu stelpuna okkar en er við rákum augun í nafnið Selma, sem stóð aftan á einum skápnum, urðum við sammála um að það væri fallegt nafn handa henni. Hvað finnst þér einkenna eldhúsið? Það er bjart og hér er sól allan daginn þar sem við erum með glugga nánast allan hringinn. Með svona stórt eldhúsrými þá höfum við útbúið vinnuaðstöðu og lítið kósí horn sem við notum mun meira en stofuna. Stofan er líklegast bara of stór en þetta rými heldur alveg utan um mann. Hér safnast fjölskyldan saman og krakkarnir eru ýmist að læra eða leika sér í tölvunni á meðan við erum að sýsla í eldhúsinu. Hvað er það besta við eldhúsið? Það er rúmgott með fallegu útsýni yfir bæinn.


Borðstofuborð: Straight Table, framleitt af Carl Hansen & Son úr Epal. Lýsing: PH-ljós yfir borðinu og hangandi ljós frá IKEA. Stólar: Sjöan eftir Arne Jacobsen. Svarti stóllinn í sólstofunni: Planet Chair hannaður af Sven Ivar Dysthe árið 1965. Afi húsráðandans fékk stólinn í fermingagjöf. Mottan: Pappelina.

63


HÖNNUNARKLASSÍK

H r æ r i v é l á hra ð r i u p p l e i ð

K

itchenAid-hrærivélarnar prýða ófá heimili og eru löngu orðnar að klassísku tákni eldhússins. Vörumerkið KitchenAid var fyrst kynnt á markað árið 1919 eftir að verkfræðingurinn Herbert Johnston horfði á bakara hræra deig með þungri járnskeið. Þá lét Herbert

Texti: María Erla Kjartansdóttir Mynd: Frá framleiðanda

reyna á verkfræðihæfni sína og úr varð tímalaus og endingargóð hönnun hrærivélarinnar. Verkfræðingar og samstarfsfélagar hans hjá Hobartfyrirtækinu tóku svo að þróa vélina enn frekar og brátt var hún orðin nær ómissandi hluti af hverju heimili. Nafnið KitchenAid er dregið af því að þegar stjórnendur Hobart-fyrirtækisins tóku hrærivélina heim til prófunar þá lofsamaði eiginkona eins þeirra vélina svo að hún sagðist aldrei hafa fengið betri eldhúshjálp (kitchen aid) og þar við sat. KitchenAid er þekkt fyrir gæði og tímalausa hönnun en önnur heimilistæki eru einnig fáanleg undir vörumerkinu svo sem uppþvottavélar, blandarar, brauðristar og kaffivélar. Þá eru nánast allir regnbogans litir á tækjunum í boði sem mæta þörfum viðskiptavina, allt frá steingráum og antikhvítum yfir í hindberjableikan og paprikugulan! Það má segja að KitchenAid sé löngu búið að festa sig í sessi sem gæðavara, bæði hvað varðar fagmennsku og fallega hönnun.

64


Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísum

Finndu okkur á facebook

CARPET VESTIGE

n i ð ú b a s í Fl

Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is

enda


Texti: María Erla Kjartansdóttir Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Flugfélag með forláta stíl

B

laðamaður hafði heyrt af skemmtilega öðruvísi og fallega hannaðri kaffiteríu hjá flugfélaginu Atlanta. Það sem einkennir staðinn og gerir hann frábrugðinn er að hann er skreyttur með sögu Atlanta í

huga; flugtengt efni er á hverju strái en heill veggur er þakinn myndum af öllum þeim flugvélum sem skráðar hafa verið á flugrektstarleyfi Atlanta frá stofnun félagsins. Einnig er að finna innréttingar úr vél félagsins sem flutti ólympíueldinn í kringum hnöttinn á því herrans ári 2004. Hvað hafið þið verið lengi starfrækt? Flugfélagið Atlanta var stofnað árið 1986 og á því 30 ára starfsafmæli á þessu ári. Café Atlanta var hins vegar stofnað í janúar 2012 og hefur því verið starfrækt í bráðum 5 ár. Hver var það sem hannaði staðinn og hvaða stíl og stemningu vilduð þið ná fram? Staðurinn var hannaður í samvinnu við Leif Welding en við vildum koma því til skila að staðurinn væri í eigu flugfélagsins Atlanta og að saga flugfélagsins gæti endurspeglast í hönnun staðarins.

66

Flugvélasætin eru úr sérhannaðri vél Atlanta.


67


Hvaðan koma helstu innréttingar staðarins? Myndir og innréttingar eru úr vél frá Atlanta sem fór árið 2004 í það verkefni að fljúga með ólympíueldinn umhverfis heiminn. Eldur var tendraður í helstu borgum heimsins sem endaði síðan í Aþenu þar sem eldurinn var að lokum kveiktur við setningarathöfn leikanna. Með í för voru helstu íþróttamenn frá þessu tímabili. Flugvélasætin og bekkirnir eru úr flugvélinni og voru sérhannaðir fyrir vélina sem okkur fannst tilvalið að nýta á staðnum þegar hann var byggður upp. Ennfremur eru barstólarnir úr þeirri vél, en myndir á veggjum staðarins sýna bekkina og barstólana þegar þeir voru um borð í flugvélinni. Hver er sagan á bak við Café Atlanta? Upphaflega var staðurinn stofnaður til að leysa af hólmi mötuneyti fyrir Air Atlanta. Ákveðið var að opna veitingastað sem gæti þjónað fleiri fyrirtækjum en Air Atlanta sem eru í nágrenninu. Í dag er staðurinn opinn frá klukkan átta á morgnana til klukkan fjögur á daginn og er nærri helmingur viðskiptavina veitingastaðarins aðrir en Atlantastarfsmenn. Með þessu móti náum við að styrkja stoðir rekstrarins.

68


SALTO AÐGANGSKERFI

Alhliða aðgangskerfi fyrir hótel og gistiheimili Markvisst aðgangskerfi og öflugt lyklakerfi. Auðvelt utanumhald og einfalt í notkun. Aukið öryggi fyrir starfsfólk. Meiri ánægja fyrir gesti. Kynntu þér kosti SALTO á www.securitas.is


Texti: María Erla Kjartansdóttir Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Gráir tónar

og huggulegheit hjá ektapari á Vesturgötunni

70


Á

Vesturgötunni búa hin nýbökuðu hjón Ásdís Rósa Hafliðadóttir, eða Dadda eins og hún er jafnan kölluð, og Hjörtur Hjartarson ásamt syni þeirra Hirti Benjamín. Dadda er flugfreyja og mastersnemi í lögfræði en Hjörtur starfar sem grafískur hönnuður.

vask og blöndunartæki alls staðar. Á síðustu mánuðum höfum við svo verið að breyta eldhúsinu enn frekar, græja barborð og klára önnur smærri verkefni.” Þeim hefur aldeilis tekist vel til og það fer ekki á milli mála að þau hafa gott auga fyrir smáatriðum.

Dadda tók á móti okkur með ilmandi kaffi og bakkelsi á einum rigningarlegum föstudegi. Blóm voru í hverjum vasa, sem enn voru í fullum skrúða eftir

Framtakssöm hjónakorn

brúðkaupið en þau höfðu gengið í það heilaga helgina áður.

Þau hjón eru einstaklega hrifin af ódýrum og góðum lausnum fyrir heimilið og eru dugleg við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Til að mynda fóru

Íbúð með sál

þau í Bauhaus og létu græja viðarplötu ofan á BESTA-skápa sem þau höfðu

Hvað er íbúðin stór og hvað hafið þið búið hérna lengi? ,,Íbúðin er 102

keypt í IKEA: ,,Mér finnst þetta gera alveg ótrúlega mikið, breytir miklu og

fermetrar. Hjörtur keypti hana árið 2007 en við höfum búið hér saman

kostar hvorki mikla vinnu né peninga!“ Einstaklega skemmtileg og öðruvísi

með hléum frá 2009. Við fluttum út til Barcelona og leigðum þá íbúðina út

lausn. Á veggnum fyrir ofan skápana hanga fallegar myndir sem þau hjónin

á meðan. Við ætluðum í rauninni aldrei að flytja aftur hingað inn, heldur

gerðu sjálf. Hver er hugmyndin á bak við verkin ykkar Hjartar? ,,Mig langaði

ætluðum við að gera hana upp áður en hún færi á sölu. Hins vegar eftir að

til þess að hafa eitthvað ljóst á dökka veggnum í stofunni en ég fann hvergi

við vorum búin að velja hér allt inn eftir okkar höfði og gera hana fallega þá

myndir eða listaverk eins og ég hafði í huga. Þá kemur sér ágætlega að eiga

gátum við ekki hugsað okkur að selja hana.” Blaðamaður getur vel skilið það,

mann sem er grafískur hönnuður og gat hann græjað í tölvunni það sem

en íbúðin hefur einstaklega fallegan brag, hlýja tóna og er notaleg. En hvað

ég sá fyrir mér. Á annarri myndinni er uppáhaldslínan okkar úr þáttunum

gerðuð þið fyrir íbúðina áður en þið fluttuð aftur inn? ,,Sumarið 2014 fór að

Friends en við erum bæði mjög miklir Friends-aðdáendur. Á hinni myndinni er

miklu leyti í framkvæmdir. Við skiptum um gólfefni, máluðum allt, alla veggi,

stjörnumerki stráksins okkar, hvenær hann fæddist og hnitinn þar sem hann

loft, hurðir, ofna, gluggakistur o.s.frv. Við rifum niður flísar og innréttingar á

fæðist.“ Einföld og smart hugmynd sem kemur afskaplega vel út.

baðinu, skiptum um borðplötu og lökkuðum allt eldhúsið hvítt, skiptum um

71


Gráir tónar

og huggulegheit hjá ektapari á Vesturgötunni

,,Mér finnst þannig vel hægt að fylgja tískustraumum í innanhússhönnun og á sama tíma hafa heimili persónuleg og einstök.”

Georg Jensen-kertastjaki sem hjónin fengu í brúðargjöf.

Myndaveggurinn kemur vel út á ganginum. Einnig sést glitta í eina af myndunum eftir Döddu og Hjört.

Tímalaus hönnun og praktík

flugfreyjustoppum, þar má nefna gardínur og púða, ljós og vasa. En hvaða

Hvernig skyldi Dadda lýsa stílnum á heimilinu? ,,Heimilið okkar er hlýlegt en

búðir eru í mestu uppáhaldi? ,,Ég kaupi hluti inn á heimilið hér og þar. Ég

samt sem áður stílhreint. Ég hef gaman að fallegri tímalausri hönnun sem

er með ljós frá Lumex, borðin mín eru bæði frá Epal og svo er ég með mikið

ég reyni að blanda saman við ódýrari hluti sem auðveldara er að skipta út.

af smávöru úr Líf og list. Við erum svo heppin að við höfum fengið hluti inn

Heimilið og hlutirnir verða þó að vera praktískir og þola umgang þar sem það

á heimilið frá foreldrum okkar sem er mjög gaman að geta nýtt. Hins vegar

er 14 mánaða skæruliði á heimilinu, það er engin tilviljun að það eru engir

er meirihluti heimilisins frá IKEA. Síðan reyni ég að nýta ferðalög til þess að

brothættir munir í hans hæð!“ Grái liturinn er ríkjandi í íbúðinni en Dadda

kaupa fallega hluti til dæmis i í H&M HOME, Pottery barn, ZARA HOME og

segir hann vera í miklu uppáhaldi; „... bókin 50 shades of grey var skrifuð

Crate and Barrell.”

um Vesturgötuna!“ Hún minnist þó á að sér finnist afar fallegt að blanda gráum saman við aðra jarðliti eins og fallega bláan og karrígulan: ,,Fólk myndi

Vel haldin eftir brúðkaup

þó seint segja að ég væri litaglöð, hvorki í klæðaburði né þegar kemur að

Hvaðan færðu innblástur fyrir heimilið? ,,Innblásturinn kemur héðan og

heimilinu.“ Það er ljóst að Dadda spáir mikið í notagildi og góða hönnun: ,,Ég

þaðan, ég fékk bókina Inni eftir Rut Káradóttur í jólagjöf og þar eru ein þau

vil að sú hönnun sem ég kaupi standist tímans tönn, til að mynda er Arco-

allra fallegustu heimili sem ég hef séð. Eins er Pinterest endalaus uppspretta

lampinn sem við erum með í stofunni búinn að standa heima hjá foreldrum

hugmynda. Vinkonur mínar eru líka ótrúlega smekklegar og eiga falleg heimili

mínum í 30 ár áður en við fengum hann og er hann alltaf jafnflottur!“

og svo er mamma mín með mjög fallegan stíl og kemur alltaf með góða

Dadda hefur flutt með sér kynstrin öll af hlutum frá Ameríku þegar hún er í

punkta!“ En eru nýgiftu hjónin að safna einhverju eða ætli óskalistinn sé

72


Borðstofuborðið er úr Epal en það er orðið tæplega 40 ára gamalt.

73


Gráir tónar

og huggulegheit hjá ektapari á Vesturgötunni

Hjörtur Benjamín, 14 mánaða, býr hér. Amma hans á heiðurinn af prjónuðu veifunum á veggnum.

,,Ég vil að sú hönnun sem ég kaupi standist tímans tönn, til að mynda var Arcolampinn, sem við erum með í stofunni, búinn að standa heima hjá foreldrum mínum í 30 ár áður en við fengum hann og er hann alltaf jafnflottur!“

tómur eftir brúðkaupið? ,,Við vorum að safna í hnífaparasett og eins áttum

Gott kaffi og skipulag

við ekki mörg vínglös en frá og með síðustu helgi þegar við giftum okkur þá

Er einhver hlutur eða húsgagn í uppáhaldi? ,,Arco-lampinn er í miklu

varð safnið fullkomnað og nú get ég boðið 20 manns í vínpartí! Annars kippi

uppáhaldi og raðaði ég stofunni svolítið út frá honum. Eins þykir mér mjög

ég alltaf með mér fallegum ilmkertum þegar ég fer til Ameríku og á ég því

vænt um myndirnar tvær sem við Hjörtur gerðum saman og svo verð ég

nokkuð gott kertasafn, vini okkar honum Eyþóri málara til mikillar mæðu þar

að nefna kaffivélina sem er sennilega mest notaða heimilistækið.” Það er

sem ilmkerti eru víst mesti óvinur hvítu veggjanna.“

ekki ofsögum sagt en húsfreyjan bauð upp á afbragðsgott kaffi að mati blaðamanns. En hver myndir þú segja að væru bestu kaupin fyrir heimilið?

Fallegar myndir og góður ilmur

,,Kerti með góðri lykt og góðar hirslur fyrir alls konar dót. Mér líður aldrei

Dadda og Hjörtur eru einstaklega heimakær og finnst fátt betra en að eiga

vel heima nema þegar búið er að ganga frá og þá er gott að vera með gott

góðar fjölskyldustundir við kertaljós og almenn notalegheit. En hvað er það

skápapláss og skipulag.”

sem Döddu finnst gera heimili persónuleg? ,,Það sem mér finnst gera okkar heimili persónulegt eru allar myndirnar af stráknum okkar og hlutir sem við

Draumaheimilið

höfum sankað að okkur í gegnum tíðina. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt

,,Við erum ótrúlega hamingjusöm hér á Vesturgötunni og vil ég ekki fara of

að koma inn á heimili og sjá fallega myndaveggi eða einhverja svipaða lausn

geyst í hlutina og enda í húsi sem ég hef ekki efni á að innrétta eða búa svo

til að sýna myndir. Mér finnst þannig vel hægt að fylgja tískustraumum í

stórt að við getum ekki leyft okkur að lifa lífinu. Það eina sem ég sakna er að

innanhússhönnun og á sama tíma hafa heimili persónuleg og einstök.” Er

hafa ekki garð sem hægt er að ganga beint út í, þannig að draumaheimilið

eitthvað sem þú virðist aldrei eiga nóg af þegar kemur að heimilinu? ,,Ég á

væri hús með fallegum garði ... og baðkari en húsfreyjan er mjög mikil bað-

aldrei nóg af kertum og teppum. Eins reyni ég að eiga alltaf fersk blóm í vasa,

kona!”

það gerir alveg ótrúlega mikið fyrir heimilið og sálina!”

74


Brúðarvöndurinn prýðir náttborðið.

Brúðarkjóllinn fegrar svefnherbergið og vekur upp góðar minningar.

Í hnotskurn

Te eða kaffi ... kaffi, kaffi, kaffi. Fagurfræði eða notagildi ... 30% fagurfræði / 70% notagildi. Ég heillast af ... stílhreinum og vönduðum hlutum og sniðugum lausnum fyrir heimili. Nýjustu kaup ... Swedese flower-borðið úr Epal. Uppáhaldshönnuður ... Arne Jacobssen, Alvar Aalto, Tom Dixon, Eames-hjónin og auðvitað Hr. IKEA. Við eyðum mestum tíma í ... stofunni og eldhúsinu… sem blessunarlega er sama rýmið! Á sunnudögum ... förum við fjölskyldan í göngutúr á kaffihús í bænum og ef Hjörtur Benjamín er í stuði get ég fengið að stelast í nokkur tímarit. Uppáhaldskaffihús … Te og kaffi á Skólavörðustíg til þess að lesa blöð. Slippkaffi fyrir besta kaffið! Leynd útivistarperla í nágrenninu ... það er svo sem engin útivistarperla en við trúlofuðum okkur á bekk við sjóinn hér úti á Granda svo mér þykir alltaf rosalega vænt um þann stað. Á óskalistanum er ... ég er nýbúin að kaupa mér Tom Dixon-ljós sem höfðu verið lengi á óskalistanum fyrir heimilið. Það sem mig langar mest í þessa dagana er að komast í smáfrí með eiginmanni mínum. Listamenn sem fegra heimilið ... við erum með margar myndir sem hann Baldur Kristjáns vinur okkar tók svo það má segja að hann sé listamaður heimilisins. Næsta verkefni er … að breyta baðherberginu meira, taka út sturtuna, setja nýjar flísar og baðkar. Besta heimilisráðið er … að halda heimilinu hreinu og búa um rúmið, þá er svo miklu skemmtilegra að skríða upp í eftir langan dag.

75


vínbarinn Port 9

Umsjón: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

öðruvísi og lifandi hönnun á nýjum vínbar

76


Birta Flókadóttir og Rúna Kristinsdóttir standa á bak við fyrirtækið Furðuverk en þær hönnuðu nýverið staðinn Port 9.

V

ið litum inn á nýjan vínbar, Port 9, sem staðsettur er í hjarta

litrík verkefni, áskoranir, ferðalög, nýjar leiðir og flest það sem óvænt er og

Reykjavíkur, við Veghúsastíg. Eigandi staðarins er Gunnar Páll

skemmtilegt.

Rúnarsson en hann er einn kunnasti vínáhugamaður sem fyrirfinnst

Hver er hugmyndin á bak við nýjasta verkefnið ykkar, Port 9?

á landinu. Staðurinn er einstaklega lifandi, litríkur og sjarmerandi, en það eru

Okkar var að útfæra draumsýn eigenda (fasteignarinnar og rekstursins) um að

stöllurnar Birta og Rúna hjá Furðuverki sem eiga heiðurinn af hönnuninni.

breyta rými sem lét ekki mikið yfir sér en hafði markverða sögu í vínbar eins

Þær tóku einmitt á móti okkur þennan dag og leiddu okkur um og sögðu frá

og hann gerist bestur. Stað sem biði upp á frábær vín og gómsæta smárétti

hugmyndinni og sögunni á bak við staðinn.

sem auka lífsgleði í huggulegu umhverfi sem léti gestum líða vel og kæmi

Segið mér aðeins frá Furðuverki, hverjar eruð þið?

agnarlítið á óvart.

Við erum Birta Flókadóttir og Rúna Kristinsdóttir. Við sérhæfum okkur í rýmis-

Hvað var gert?

og upplifunarhönnun og störfum saman undir nafninu Furðuverk. Við erum

Staðurinn var algjörlega „skrældur“ að innan og m.a. opnað inn að steinvegg

báðar lita- og lífsglaðar, náttúrubörn og umhverfisverndarsinnar sem elska

sem staðið hefur við Veghúsastíg frá fornu fari og ber með sér sögu hússins.

77


„Staðurinn var algjörlega „skrældur“ að innan og m.a. opnað inn að steinvegg sem staðið hefur við Veghúsastíg frá fornu fari og ber með sér sögu hússins.“

Hönnun staðarins er hrá en hlýleg með fallegu litatvisti.

78


Notaleg stemning þegar litið er yfir salinn og takið eftir þakgluggunum sem setja einstakan svip á rýmið.

Einstaklega fallegt málverk eftir Helga Þórsson.

Rýmið var skipulagt alveg upp á nýtt og eru allir innviðir nýir. Steypuveggurinn sem fékk að halda sér alveg eins og hann fannst er einn fallegasti hluti staðarins með öllum sínum götum og sprungum. Þessi hrái ófullkomleiki hans skapar dásamlegt jafnvægi á móti skærum litum, mjúkum húsgögnum og fágunar í vínum og mat. Eigendur höfðu ekki sterkar fyrir fram skoðanir á útlitinu, frekar tilfinninguna sem þeir vildu að fólk upplifði í rýminu og „klassa“ staðarins, auk praktískra þarfa. Okkur var sýnt mikið traust og lögðum við fram hugmyndir okkar um liti, stemningu, hugsanlegt húsgagnaval, áferð o.fl. sem verkefnisteymið, þ.e.a.s. við, eigendur og arkitekt uppbyggingarinnar á svæðinu, Guðrún hjá Ark Studio, mótaði svo áfram í lokaútkomuna. Hvaðan kemur nafnið? Númerið 9 er tilvísun í staðsetningu vínbarsins við Veghúsastíg 9 og tengingin við port kemur til þar sem staðurinn mun í framtíðinni opnast út í port þar sem hægt verður að sitja úti í fullkomnu skjóli og njóta veðurblíðunnar með guðdómlegt vín í glasi. Portið er hluti af uppbyggingu á svæðinu og áætlað er að það verði tilbúið næsta sumar. Hvaðan eru húsgögnin? Húsgögnin eru m.a. sérsmíðuð af GÁ húsgögnum fyrir okkur og bólstruðu þeir líka stóla. Barstólarnir eru frá Daníel Magnússyni, þarna eru líka hægindastólar frá Línunni, HAY-tréstólar frá Epal, speglar frá Tekkhúsinu, steypuborð úr ILVA og korkkollar frá Vitra úr Pennanum. En steypuljósin, svört smáborð, steinvaska, blöndunartæki og aðra skrautmuni pöntuðum við að mestu sjálfar erlendis frá. Þess má geta að svarti nautshausinn á veggnum hangir á krók og hann er hægt að taka niður og nýta sem sæti.

79


hús og híbýli

„Portið er hluti af uppbyggingu á svæðinu og áætlað er að það verði tilbúið næsta sumar.“

Það sem skiptir miklu máli varðandi góða útkomu er verkleg framkvæmd en hún var í höndum margra góðra handverksmanna og má fyrst nefna Svein Markússon sem smíðaði listavel allt stál fyrir okkur, m.a. hillurnar á barnum, glerhurðir, skilrúm og fleira. Síðan var það Haukur í Erka sem gerði fyrir okkur eikarborðplötur og flekahurðir, Elísa í 4 árstíðum er okkar kona í plöntum og ekki má gleyma Hafþóri rafvirkja, Fannari pípara, Gunnlaugi málara og öllum smiðunum sem gerðu drauminn að veruleika. Það gerir gæfumuninn að vinna með elskulegu fólki sem leggur sig fram. Hvernig byrjar svona ferli, hvaðan fáið þið innblástur? Við byrjum á þarfagreiningu og á því að heyra hvað viðskiptavininn dreymir um að ná fram. Næsta skref er vítt og óheft hugarflug þar sem allt er leyfilegt. Svo þrengjum við niður, vinsum úr og höldum áfram þar til okkur finnst við vera komnar með útlit og karakter í takt við þá heildarupplifun sem ætlunin er að skapa. Í hugarfluginu hugsum við líka um vín og sögu, mat og rómantík og allt sem lætur manni líða vel. Grænir litir eru litir vínflöskunnar, vínrauður er litur vínsins, náttúruleg efni og dökkur viður tengist náttúrunni sem gefur ávöxt. Svo er hann Gunni Palli, sem rekur staðinn, innblástur út af fyrir sig, hvílíkur er eldmóður hans og þekking á öllu sem tengist vínum og mat. Við fáum innblástur alls staðar að úr lífinu. Úr persónulegum upplifunum, ferðalögum, tímaritum, bókum, ævintýrum og með því að fara, prófa og upplifa. Lífið er stöðugur innblástur. Með hverju mælið þið af matseðlinum? Birta lætur galdra eitthvað gómsætt vegan að borða og drekkur eikað hvítt með – Baron De Lay 3 Vinas er yndi. Rúna vill osta, ólífur og kampavín – Pol Roger Winston Churchill er dásamlegt.

80


t

Hin fullkomna hönnun Nútímaleg hönnun með hreinum línum, Inox húðaður málmur og stál handföng. Demparar á lömum svo hurðin lokast hljóðlega. Innbyggður kjöthitamælir tryggir fullkomlega eldað kjöt eða fisk í hvert skipti. Innbyggður örbylgjuofn í stíl.

Eldaðu á mörgum hæðum Nú getur þú bæði búið til forrétt, aðalrétt og eftirrétt á sama tíma þökk sé sérstöku loftstreymi sem kemur í veg fyrir að ólíkar lyktir blandist saman.

Engin forhitun Ready2Cook tæknin er öflugt kerfi sem flýtir fyrir því að ofninn nái tilætluðum hita án þess að hann þurfi forhitun. Sparar þér bæði tíma og orku.

Minni tími fyrir meira bragð Með 6th sense tækni getur þú stillt ofninn í 3 einföldum skrefum. Veldu matarflokk á eldavélinni og ofninn finnur sjálfkrafa rétt hitastig og stillingu. Njóttu þess síðan að bragða á meistaraverki þínu.

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ S: 414 1740 • EYRARVEGI 21 SELFOSSI S: 480 3700 • GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK S: 464 1600 • GLERÁRTORGI AKUREYRI S: 460 3380 • KAUPVANGI 6 EGILSSTÖÐUM S: 414 1735 • ÞJÓÐBRAUT 1 AKRANESI S: 431-3333 • SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK S: 569 1500


Stílisti: Elva Hrund Ágústsdóttir Mynd: Heiða Helgadóttir

póst

kortið

á vegginn

82


Stílisti: Elva Hrund Ágústsdóttir Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Nú hafa þrettán myndir eftir íslenska listamenn verið gefnar út með Húsum og híbýlum og það fjórtánda fylgir með þessu blaði. Okkur langar til að sýna ykkur hugmyndir að þvi hvernig hægt er að skreyta heima fyrir með póstkortunum en stílisti blaðsins hentist heim og „riggaði þessu upp“.

83


Stílisti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Heiða Helgadóttir

84


85


tendence/frankfurt

Gullfalleg litasamsetning í þessum teppum.

Fullt fallegt

á risavaxinni sýningu í frankfurt

V Umsjón og myndir: Sigríður Elín

aknaði um miðja nótt til að fara í flug til Frankfurt; alein! Lenti á þriðja stærsta flugvelli í heimi sem má líkja við risavaxið völundarhús ef maður er að koma þangað í fyrsta sinn. Eftir að hafa villst en þó bara í um klukkustund komst ég á hótelið, henti töskunni inn og tók tvær lestar til að komast á Messe station sem var aðalmálið og tilgangur ferðarinnar. Hitinn í Frankfurt þennan sunnudag var um 33 gráður og ég var strax orðin sveitt með rakaúfið hár og í allt of heitum strigaskóm. Þarna var allt risavaxið; rúllustigar, venjulegir stigar og starfsmenn til aðstoðar um allt. Margar sýningarhallir og til að komast í þá réttu var mér sagt að elta fjólubláan tepparenning sem myndi enda í réttu sýningarhöllinni. Þá var bara að taka til við að mynda og reyna að finna það fallegasta, smartasta og skemmtilegasta. Nákvæmlega 211 myndum seinna var búið að loka og ég skellti mér í lestina sveittari og úfnari en nokkru sinni fyrr. Niðurstaðan eru 27 myndir á 5 síðum í þessu tíunda tölublaði. Vonandi njótið þið og afsakið gæði myndanna en næst tek ég með mér atvinnuljósmyndara

86

Nýir hátalarar með ljósi frá Kreafunk.


Þessi flotti sýningarbás bauð upp á smakk.

Flóðhestur með krít er nýtt frá Kay Bojesen.

Nettar línur og næstum allt hvítt.

Litlu spörfuglarnir, stóru söngfuglarnir og frægasti api í heimi á bás Kay Bojesen.

87


tendence/frankfurt

Falleg barnahúsgögn í flottum litum.

Smart kollar frá UMBRA.

Keramík er ,,inni“ það var augljóst á þessari sýningu.

Meraki-básinn var sérlega lekker.

88

Glænýtt frá Eva Solo.


Sofie Børsting hannaði þetta einstaka veggfóður.

Skurðarbretti sem minna á bækur.

Vá, hvað þetta var frumlegt og skemmtilegt; allt saumað!

89


tendence/frankfurt

Hver myndi ekki vilja sofa í þessu rúmi?

House Doctor var með risastóran bás á sýningunni og þar var mikið af stórum kaktusum og plöntum sem munu halda velli í heimilatískunni.

90


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

*Ríkulegur búnaður: 8 gíra sjálfskipting með skiptingu í stýri, Porsche ferðahleðslustöð leðurinnrétting með Alcantara áklæði í miðju sæta, upplýstir sílsalistar, rafdrifin GTS sportsæti, hiti í framsætum, Porsche merki greipt í höfuðpúða, sjálfvirk birtustilling spegla, stillanleg fjöðrun (PASM ), Bi-Xenon ljós, 20” RS Spider Platinum felgur, felgumiðjur með Porsche logo í lit, BOSE® 665 watta hljóðkerfi, skjár, PCM, leiðsögukerfi með Íslandskorti, Porsche Connect Plus, Privacy glass (litað gler), tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifinn afturhleri, samlitir brettakantar, ytra birði með háglans svörtum útlitspakka, skriðstillir (Cruise Control) o.m.fl.

Nýr rafmagns Porsche - Platinum Edition! Porsche hefur hlotið titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í flokki sportbílaframleiðenda. Að baki því liggur sú frumkvöðlamenning sem er rótgróin hjá verkfræðingum Porsche. Á síðustu árum hefur þróun á Plug-In E-Hybrid vélum hjá Porsche vakið heimsathygli og lausnir þeirra skipað þeim í fremstu röð á þessu sviði. Nú hefur Cayenne S E-Hybrid, Platinum Edition, litið dagsins ljós í nýrri rafmagns útgáfu og ber hann orðstír Porsche fagurt vitni. Hann er bókstaflega hlaðinn búnaði og býðst á sérlega hagstæðu verði.

Porsche Cayenne S E-Hybrid Platinum Edition Verð: 12.950 þús. kr.* Verið velkomin í reynsluakstur.

Porsche Cayenne S E-Hybrid 416 hestöfl | 590Nm tog Hröðun 5.9 sek. 0-100 km/klst.

Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is

Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


Póst-

kortið

Texti: Sigríður Elín Myndir: Óli Magg

S Y LV Í A / L O V E TA N K

S

ylvía Dögg Halldórsdóttir heitir listamaðurinn sem gerði póstkortið

búðir voru lokaðar og mig vantaði eitthvað að mála á svo ég tók hana,“ segir

sem fylgir með blaðinu núna.

hún og fær sér smók á rafrettu.

Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Willem de Kooning Academy í Hollandi árið 2007, hefur haldið fullt af sýningum og er þekkt undir

Vinnur best á kvöldin og nóttunni

nafninu SYLVÍA / LOVETANK.

Vinnustofan hennar er ekki stór en þar er ýmislegt að finna, eins og stórt

Við kíktum á vinnustofuna þar sem Sylvía málar verkin sín á allskonar

hreindýr sem Sylvía situr uppi með og fær ekki að vera með á mynd því það er

efnivið. Studio Lovetank er á annarri hæð við Laugaveg 33 og þegar við Óli

plássþjófur og hún þolir það ekki. Stór ,,sprunginn“ speglaveggur gerir sitt til

ljósmyndari mættum til hennar var hún að vinna verk á stóra viðarplötu: ,,Ég

að láta rýmið virka stærra og bjartara og Laugavegur og iðandi túristalíf er beint

nenni ekki alltaf að mála á striga en þessi plata var fyrir hurðaropi hérna, allar

fyrir neðan gluggann en Sylvía segist vinna best á kvöldin og nóttunni þegar

92


börn og túristar eru farin að sofa. ,,Þá færist friður og ró yfir Laugaveginn og ég

Er einhver saga á bak við myndina? Ég málaði þessa mynd fyrir

hef gott næði til að mála. Annars hef ég ekki verið mikið hérna upp á síðkastið.

einkasýningu sem ég hélt á Íslenska stríðsárasafninu á Reyðarfirði, sýning sem

Ég vinn einnig við búningahönnun og það er búið að vera brjálað að gera í því

er mér afar kær.

síðustu misseri, sem er frábært. Ég hannaði nýverið búningana í bíómyndina

Hvaða efnvið vinnur þú aðallega með í myndlistinni? Ég nota mest

Svaninn sem tekin var upp nú í sumar og hef því haft lítinn tíma til að mála en

akrílmálningu, lakk og síberíukrítar.

kem hingað alltaf þegar færi gefst. Vinnustofan mín er minn uppáhaldsstaður.

Hvar færðu innblástur? Ég fæ innblástur úr augum fólks, í daglegu amstri

Af hverju valdirðu að láta þessa mynd fylgja með Húsum og híbýlum

og samskiptum mínum við aðra í einlægni.

og hvað heitir verkið? Ég ákvað að láta þetta verk með því mér þykir alltaf

Hvar fást verkið þín? Verkin mín fást í Gallerí List, Skipholti 50, RVK.

svo vænt um það. GUN BOY heitir það.

Heimasíða? lovetank.is.

93


hús og híbýli í vinnslu

05. september kl. 11:27 Týpísk mynd úr innliti. Ljósmyndari með nefið klesst við myndavélina og viðmælandi stendur hjá og fylgist með.

07. september kl. 09:05 Stílisti blaðsins undirbýr töku dagsins með hamar á lofti, límband, póstkort og nokkra ramma. Föstudaginn 9. september kl. 12:48 Hamingjusama eiginkonan stillir sér upp eftir leiðbeiningum Hákonar ljósmyndara sem sér til þess að birtuskilyrðin séu alveg upp á tíu!

02. september kl. 16:15 Við erum stödd á Selfossi í heimsókn þar sem Aldís ljósmyndari gerir allt til að ná góðri mynd, þar með talið að hoppa berfætt upp á borð.

31. ágúst kl. 16:37 Ljósmyndari segir stelpunum hjá Furðuverki hvernig þær eigi að standa fyrir myndatöku. Þær þurftu svo sem enga leiðsögn, enda fagmanneskjur í einu og öllu.

07. september kl. 11:37 Heiða ljósmyndari er sest fyrir aftan myndavélina og smellir af uppstillingum af póstkortunum sem Elva henti upp fyrir blaðið.

94

27. ágúst kl. 17:13 Ritstýran skellti sér til Frankfurt á sýningu og tók fullt af myndum fyrir blaðið sem þið getið skoðað á bls 86-90. Ein blaðamannaselfí fær að fljóta með


Pítsusamkeppni Gestgjafinn, Wewalka og Gott í matinn efna til samkeppni um bestu pitsuna. Skilyrðin eru að nota tilbúið pitsudeig frá Wewalka og ost að eigin vali frá MS.

.1 verðlaun

.2 verðlaun

.3 verðlaun

Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr. Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 50.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 12 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 30.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 6 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Gjafakort frá Hagkaup að verðmæti 20.000 kr. Ostakarfa frá Gott í matinn og 3 mánaða áskrift að Gestgjafanum.

Senda þarf inn nákvæma uppskrift ásamt mynd á hanna@birtingur.is fyrir 14. október. Við veljum 6 bestu uppskriftirnar, bökum í eldhúsi Gestgjafans og kjósum í fyrstu 3 sætin. Dómnefndin verður skipuð ritstjórn Gestgjafans og valinkunnum gestadómurum. Gefnar verða einkunnir fyrir bragð, áferð frumleika og útlit. Verðlaunauppskriftirnar verða svo birtar í kökublaði Gestgjafans.


FATA

Texti: Elva Hrund Ágústsdóttir Myndir: Style.com

HÖNNUn

Sjóarastíll h j á To m m y Hilfiger

Þ

að mætti segja að skipið sé að legga úr höfn eftir sýningu Tommy Hilfigers er hann kynnti haustlínu sína í New York fyrr í mánuðinum. Innblástur Hilfigers má greinilega rekja til Karíbaeyja þar sem litaval og munstur hins almenna sjóara

einkenna fatalínu hans en rendur voru áberandi ásamt mittisháum buxum með gylltum skrauthnöppum, svo eitthvað sé nefnt. Svo allir um borð og siglum með í sjóarastíl Tommy Hilfigers.

96


Græni svanurinn er norræna umhverfismerkið og vörurnar frá Ajax með Græna svaninum uppfylla öll skilyrði til að bera merkið.


rit-

stjórnin lætur sig dreyma

Ást við fyrstu sýn

Sigríður Elín ritstýra: Á sínum tíma var fjárfest í svörtu leðri; það er sterkt, má sulla niður og blettir verða ósýnilegir. Bingó! Þetta þótti húsfreyjunni algjörlega fullkomið ... en síðan eru liðin mörg, mörg ár (ok, bara sex en samt). Nú finnst mér svarti leðurhlunkurinn ekkert fagur eða fullkominn lengur, börnin mín eru samt enn þá að sulla niður og yngsta krotar alveg eins á húsgögnin ef hana vantar blað. Svarti barnvæni hlunkurinn hefur því fengið að búa í stofunni en nú neyðist ég til að finna honum nýtt heimili sem fyrst því þessi fagurbleiki, gullfallegi sófi vill flytja inn til mín. Þetta var ást við fyrstu sýn og ég held að við séum öll sammála um það að ef sönn ást bankar upp á þá tekur maður á móti henni fagnandi. Nú þarf ég bara að sannfæra ektamanninn um að þetta sé góð bleik fjárfesting sem muni gleðja húsfreyjuna mikið alla daga og sérstaklega þegar hann er á sjónum og hún saknar hans mikið. Ég breiði svo bara plastdúk yfir hann þegar börnin eru með vökva á ferðinni um húsið. Þessi bleika fegurð var hönnuð af Jaime Hayon fyrir Fritz Hansen og heitir því fallega nafni FAVN, myndi útleggast sem umvefja á okkar ylhýra. Epal selur þessa hönnun.

Háklassaklukka

María Erla blaðamaður: Fallegar klukkur í eldhúsið eru vandfundnar, að minnsta kosti hefur það reynst okkur heimilisfólkinu þrautin þyngri að finna eina slíka. Þessi klukka úr smiðju Georg Jensen er einföld og stílhrein og má vel eiga heima á eldhúsvegg vandlátu húsfreyjunnar. Maður þarf svo sannarlega að vanda valið þegar kemur að því að negla niður hluti á veggina að okkar mati, en það er spurning um að láta bara vaða? Er ekki kominn tími til?

Tími fyrir salat

Umsjón: Ritstjórn myndir: frá framleiðendum

Elva Hrund Ágústsdóttir blaðamaður og stílisti: Þegar ég hugsa út í hvað mig langar í („vantar“) fyrir eldhúsið kemur svo margt til greina. Mig hefur lengi langaði í fallegu hvítlaukspressuna frá Eva Solo, smart hraðsuðuketill, mortél til að „knúsa“ nokkrar límónur í frískandi drykki, flöskur undir olíur og svona mætti lengi telja. En eitt af því sem ég væri líka til í að fegra eldhúsið mitt með eru messingsalatáhöldin frá Ferm Living, þau eru falleg og standa alveg jafn vel fyrir sínu hvort sem þau eru í notkun eða ekki. Ég veit fátt skemmtilegra en að leggja á borð með smart borðbúnaði og öðrum tilheyrandi áhöldum. Spurning um að fara að minnka allan þennan grillmat og setja stefnuna meira á pasta, salat og aðra létta rétti til að réttlæta kaup á þessum áhöldum.

98


Starck V Listaverk - hönnun og þægindi

PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is


NÝTT VEGGFÓÐUR AÐEINS Í VERSLUN BYKO GRANDA

byko.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.