Nýtt líf 10. tbl 2016

Page 1

verð 2.295 kr.

10 . tbl. 36. árg. 2016

7 . tbl. 38. árg. 2015

Tíska hvaða föt

Tískubiblían eru best vetur í fríið? 2016 steinunn guðrún birna veiga nýr óperustjóri rak ísbíl til að fer næst í eiga fyrir náminu rauðvínsbað

vertu drottning!

hvað með blessuð börnin?

einfaldaðu líf þitt

miss universe anna tara talsmaður Iceland

endaþarmsmaka fegin að þurfa á íslandi ekki að kjósa í bandaríkjunum

guðmóðir tískunnar allt um áslaug magnúsdóttir á tímamótum enn á ný

förðun vetrarinshörkukvendið opnar sig um

æskuna, erfiðleikana í skóla gómsætir og það sem gengur á í og léttir fitness-heiminum blaaa...

réttir

5 690691 050009 5 690691 050009

7. tbl. 2015 10. tbl. 2016

verð 1.995 kr.



SKARPARI ÚTLÍNUR, MÝKRI OG ÞÉTTARI HÚÐ.

RÉNERGIE MULTI-LIFT [UP-COHESION]™ TÆKNI

STYRKIR OG ÞÉTTIR – SKARPARI ÚTLÍNUR – GEGN HRUKKUM

Í RÉNERGIE MULTI-LIFT LÍNUNNI ERU FÁANLEG ÞRJÚ DAGKREM TIL AÐ FULLNÆGJA ÞÖRFUM ALLRA KVENNA EFTIR HÚÐGERÐ OG ÁRSTÍÐ.

Geimrannsóknir sýna að þegar þyngdarafls nýtur ekki við tapar húðin þéttleika sínum fyrr en á jörðinni. Þessar merku rannsóknir urðu kveikjan að kremum með [UP-COHESION]™ tækni, sem eykur þéttleika og endurmótar útlínur andlitsins. Sjáanlegur árangur: húðin verður mælanlega þéttari og fyllri eins og henni hafi verið lyft innan frá. Línur og hrukkur verða minna sjáanlegar. Skarpari útlínur, ljómandi húðtónn og þú ert tilbúin fyrir daginn. Crème Riche fyrir þurra húð - Crème fyrir allar húðgerðir - Crème Légère létt og ferskt gelkrem fyrir allar húðgerðir.


4

efnisyfirlit

16

18 OKTÓBER MOLAR 8 HITT OG

ÞETTA

TÍSKA 12 HEITT FATASKÁPUR 22 RAGNHEIÐUR

HELEN EÐVARÐSDÓTTIR

ÉG ÓSKA MÉR

26

SIGRÚN HALLA UNNARSDÓTTIR

MÍN MENNING

28

BYLGJA BABÝLÓNS

VIÐTAL 32 HILDUR

MARÍA LEIFSDÓTTIR

TÍSKUÍKON 36 LUCINDA DAGUR Í LÍFI

38

CHAMBERS

SYLVÍA HALLDÓRSDÓTTIR

VIÐTAL 40 ÁSLAUG

MAGNÚSDÓTTIR

TÍSKA 50 TRENDIN

Í HAUST OG VETUR

74

TÍSKA 58 TÍSKUÞÁTTUR: LÆGÐ VIÐTAL 66 GUÐRÚN

VEIGA

TÍSKA 70 GÖTUTÍSKA ÚTLIT

74

HEITUSTU FÖRÐUNARTRENDIN

ÚTLIT 88 HÁRTREND

HAUSTSINS

ÚTLIT 90 SPENNANDI

NÝJUNGAR

MATUR 94 JÚLÍA MAGNÚSDÓTTIR STJÖRNUSPÁ 98 HVAÐ

50

ER Á DÖFINNI HJÁ ÞÉR?

Ekki missa af okkur

@nytt_lif

@Nyttlifmagazine

nyttlif

Við erum á Instagram, Twitter og snapchat! Ekki missa af því sem við erum að bauka við vinnslu hvers blaðs.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 81239 09/16

LIFÐU ÞIG INN Í RX

Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

RX


ritstjórn

6

Ritstjóri erna hreinsdóttir erna@birtingur.is

@ernahreins

Vefsíða www.birtingur.is/nyttlif Áskriftarsími 5155555 Auglýsingar: auglýsingar@birtingur.is S: 515 5500 Lausasöluverð 2.295 kr BIRTÍNGUR útgáfufélag Lyngási 17, 210 garðabæ, s. 515 5500

Ert þú drottningin í þínu lífi?

útgefandi:

Drottningar velja aðeins það besta, þær dekra óspart við sig, taka sínar ákvarðanir sama hversu fáránlegar þær kunna að hljóma. Þær eru sjálfselskar og biðja ekki um leyfi heldur sækja sér það sem þær vilja – en tignarlega. Ef við horfum aðeins á drottningarnar í kringum okkur og þeirra sem við lítum upp til, hvort sem það er fegurðardrottning, viðskiptadrottning eða Beyoncé, hvað er það í fari þeirra sem heillar? Eru þær sjálfkjörnar drottningar? Þessar drollur eru án efa ögn sjálfselskar, þær elska lífið og aðra í kringum sig – en, þær gefa sér aðeins meiri tíma til að elska sjálfa sig. Aðrir eiga ekkert með það að hafa skoðun á alvörudrottningum því álit annarra kemur málinu bara ekkert við. Drottningar gera nákvæmlega bara það sem þeim sýnist og eru við stjórnvölinn í sínu lífi. Nú skulum við staldra við; drottnar þú yfir þínu lífi? Það þykir ekki fínn stimpill að teljast sjálfselskur en til að standa upp úr og komast í gegnum lífsins ólgusjó þá er vottur af sjálfselsku bara nokkuð mikilvægur. Stundum eru tilfinningar annarra þér alls óviðkomandi og af hverju ættir þú ekki að vera í fyrsta sæti í þínu lífi? Fyrsta skrefið í því að teljast drottningarefni er að láta ekkert stöðva sig. Er leiðinlegt í vinnunni? Hættu þá. Er eitthvað sem angrar þig? Breyttu því. Leiðist þér? Farðu út að djamma. Það eiga allir fullan rétt á því að búa til sitt drottningarveldi og í því ætlast þú til að það sé borin virðing fyrir þér; svo mikið sem sæmir hennar hátign. En hallaðu nú aftur sætinu í flugvélinni, pantaðu þér kampavín og drottnaðu yfir þínu lífi.

Hreinn Loftsson framkvæmdastjóri: Karl Steinar Óskarsson Fjármálastjóri: Matthías Björnsson Yfirmaður hönnunardeildar: Linda Guðlaugsdóttir Yfirmaður ljósmyndadeildar: Aldís Pálsdóttir Dreifingarstjóri: Halldór Örn Rúnarsson Blaðamenn: anna brynja baldursdóttir, Erna Hreinsdóttir, Lilja Ósk Sigurðardóttir og anna gréta oddsdóttir. Ljósmyndarar: heiða helgadóttir, Aldís pálsdóttir, hákon davíð björnsson, óli magg og heiðdís guðbjörg gunnarsdóttir. Myndvinnsla: Guðný Þórarinsdóttir Umbrot: Carína Guðmundsdóttir og Elísabet Eir Eyjólfsdóttir.

Erna Hreinsdóttir Drottning

Auglýsingar: Ólafur Valur Ólafsson, Ásthildur Sigurgeirsdóttir, Þórdís Una Gunnarsdóttir og Hjörtur sveinsson. Próförk: Guðrún Nellý Sigurðardóttir, Margrét Árný

Seðlaveski frá Nikki Williams, Maí, 16.900 kr.

Ritstjórinn velur:

Halldórsdóttir og Ragnheiður Linnet. Áskriftardeild: Hjördís Svan Aðalheiðardóttir. Skrifstofa Guðrún Helgadóttir

Hálsmen, Octagon Jewelry, 6.990 kr.

ásgerður margrét þorsteinsdóttir. Dreifing: Halldór Örn Rúnarsson

U

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja

ERFISME HV R M

KI

Skrautleg stígvél, Asos.com, 5.690 kr.

141

776

Hlýleg u Zara, 1 r gervifeldu r, 9.995 kr.

PRENTGRIPUR

Kjóll, Second Female, Maia, 18.990 kr.

Anna brynja baldursdóttir drottning

Lilja ósk Sigurðardóttir drottning

anna@birtingur.is

liljas@birtingur.is

@annabrynja79

Peysa, Libertine-Libertine, Húrra, 15.990 kr.

@liljasigurdar

Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja. Allur réttur áskilinn varðandi efni (texta og myndir). Öll notkun efnis, t.d. beinar tilvitnanir og endursagnir, er óheimil án skriflegs leyfis útgefanda. Sjá nánar um réttarvernd og gjaldskrá útgefanda á birtingur.is Tilkynna þarf uppsögn á áskrift fyrir 15. hvers mánaðar og tekur hún þá gildi í lok þess mánaðar. Áskrifandi verður að tilkynna breytingar á heimilisfangi til Birtíngs á tölvupóstfangið askrift@birtingur.is. Sé það ekki gert ábyrgist Birtíngur ekki að tímarit skili sér á rétt heimilisfang.


220x285 BASE ADV


molar

8

Kósí kaffihús í Laugalæk

Undanfarin ár hefur orðið mikil gróska í kaffihúsarekstri utan miðbæjarins. Nú í byrjun september opnaði nýtt fjölskylduvænt kaffihús, Kaffi Lækur, í húsinu sem áður hýsti Verðlistann í Laugalæk. Það eru æskuvinirnir Hörður Jóhannesson og Björn Hauksson sem festu kaup á húsinu síðasta vor og létu langþráðan draum rætast. Á matseðlinum er hollur heimilismatur ásamt norrænum súrdeigsbökum og bakkelsi. Á kvöldin er skipt um gír og á staðnum er hugguleg barstemning þar sem hægt er að njóta úrvalsveiga frá bestu brugghúsum landsins auk þess sem þar verður lifandi tónlist, bíókvöld, upplestrar og fleiri viðburðir af og til. Í hverfinu er mikil saga og margt um að vera: Grasagarðurinn, íþróttasvæði, Laugardalslaug, Laugarnes og Listaháskólinn. Innviðir og útlit kaffihússins er hannað til að ríma við gróður, laugar og blóm í Laugardalnum, sögu hverfisins og tímabilið sem það byggðist upp á. Í húsinu er einnig gallerí, hostel á efri hæðum og svo auðvitað Siggi hárskeri sem hefur verið í húsinu í rúm fimmtíu ár. Þetta eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir íbúa hverfisins og aðra borgarbúa.

Óvenjuleg matreiðslubók

Alla ævi hefur Ingibjörg Ásta Pétursdóttir eldað af ástríðu og sótt innblástur frá nærumhverfi sínu – frá Provence í Frakklandi til Flateyjar á Breiðafirði með viðkomu í Marokkó og á Mensu í Lækjargötu. Í dag rekur hún veitingastað, veitingaþjónustu og draumahótel á hinni fögru Flatey og skrifaði bókina Mensa – Matur, minningar og litlir hlutir sem skipta máli, sem er gefin út af Crymogeu. Bókin er í senn skemmtilestur og eldhúsunaður því auk uppskrifta segir Ingibjörg sögu sína. Uppskriftirnar eru tengdar við helstu áfanga ævi hennar og með þeim fylgja frábærar sögur. Bókin er ríkulega myndskreytt með myndum fjölda ljósmyndara ásamt myndum úr fjölskyldualbúmi Ingibjargar.

Fallegt fyrir heimilið SUEDE snýr aftur til Íslands

Þann 22. október mun hljómsveitin SUEDE koma fram í Laugardalshöll. Fjölmargir muna eftir frábærum tónleikum hljómsveitarinnar hér á landi fyrir 16 árum síðan og eflaust hríslast spenna um marga aðdáendur við þessar fréttir. Nýjasta plata hljómsveitarinnar, Night Thoughts, verður í fyrirrúmi á tónleikunum en á sama tíma verður sýnd kvikmynd sem hljómsveitin vann í samstarfi við Roger Sargent í tilefni útgáfunnar. SUEDE mun ekki klikka á gömlu smellunum og býður tónleikagestum upp á ljúfar endurminningar þegar líða tekur á tónleikana. SUEDE hefur þegar tekið þessa samsetningu á nokkrum tónleikum undanfarið ár og hlotið einróma lof fyrir. Ætli það sé ekki óhætt að vitna í bandið þegar við slettum: „Here they come – the beautiful ones.“

Svo virðist sem við Íslendingar höfum óstöðvandi áhuga á fallegum innanstokksmunum. Undanfarin ár hafa fjölmargar verslanir og netverslanir sprottið upp með nýjum og spennandi vörumerkjum frá öllum heimshornum. Nýjasta netverslunin í þeim hópi er Heimilisfélagið sem stofnað var af Selmu Svavarsdóttur. Hún leggur sig fram um að bjóða eigulegar, vandaðar og fallegar vörur – bæði fyrir heimilið og heimilisfólkið. Vörumerkin sem boðið er upp á eru Wishbone Design Studio, Sandqvist, Nuance, Hübsch og Madam Stoltz en fleiri merki munu bætast í hópinn á næstu misserum. Þarna er svo sannarlega hægt að finna eitthvað til að gleðja sig eða aðra.


NÝR BALENO! ÞÚ VERÐUR AÐ PRÓFA HANN

KYNNUM NÝJAN TÍMAMÓTA BALENO

SAMRUNI RÝMIS OG HÖNNUNAR

NÝR VALKOSTUR!

SUZUKI BALENO

MILD HYBRID

BALENO setur ný viðmið í nýtingu rýmis. Hann hefur mesta innra-og farangursrými í sínum flokki og er um leið sérlega vel hannaður og glæsilegur … samruni hönnunar og rýmis.

Við kynnum nú í fyrsta sinn Suzuki Baleno með MILD HYBRID vél, ásamt tveimur sparneytnum bensínvélum, 1,0 Boosterjet og 1250 Dualjet. Meðal eyðsla frá 4,0 l/100km.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


molar

10

Mulberry

Temperley London

Céline

Dries Van Noten

Shopicks er smáforrit og vefsíða fyrir þá sem taka kaupin sín alvarlega. Shopicks lofar því að vera ávanabindandi leið til að skipuleggja öll kaupin þín á einum stað. Smáforritið skoðar það sem þú hefur valið þér á Netinu og hjálpar þér að versla á skynsamari máta. Það mun meira að segja láta þig vita ef vara sem þú valdir fer á útsölu. Uppbygging forritsins er þannig gerð til að auðveldara verði fyrir þig að finna, safna saman, skipuleggja og hafa yfirsjón yfir allt það sem þú kaupir á Netinu. Einnig færðu upplýsingar um það hvar vörurnar fást nálægt þér. Smáforritið notar staðsetningu, fjarlægð, tíma og fjármagn til að útbúa sjónrænt kort með skilvirkustu leiðinni á milli verslana. Ekki nóg með það þá lofar Shopicks að þú verslir aldrei einsömul. Áður en þú staðfestir kaupin þá geturðu boðið vinum að gefa vali þínu einkunn ásamt því að geta skrifað athugasemdir við.

Prada

Öll kaup þín á Netinu á einum stað

Herðaslár – eru komnar aftur

Farmers Market, 24.900 kr.

Red Valentino, Net-a-porter.com, 71.577 kr.

NYX opnar í Kringlunni Frá og með 1. október munu snyrtivörur frá NYX fást í svokallaðri „flagship“ verslun sem verður staðsett inni í Hagkaup í Kringlunni en merkið hefur aflað sér mikilla vinsælda á Íslandi undanfarið. Bjútíbloggarar og förðunarfræðingar um heim allan virðast hrifnir af NYX og nýjungagirninni sem einkennir merkið. Ekki eru þeir síður hrifnir af því að NYX heldur verðinu viðráðanlegu þrátt fyrir að vera sívaxandi fyrirtæki. NYX er leiðandi í snyrtivöruheiminum og er virt fyrir einstakar gæðavörur þar sem litadýrð er oftar en ekki höfð að leiðarljósi. NYX er nefnt eftir grískri gyðju sem stjórnaði nóttinni og var tákngerving fegurðar og krafts. Í versluninni verða fáanlegar yfir 1200 vörur frá NYX svo það verður eins og að labba inní nammiverslun fyrir aðdáendur förðunarvörumerkja.

Vanessa Seward, Neta-porter.com, 74.160 kr. Tommy Hilfiger Tommy x Gigi, Asos.com, 50.150 kr.


A P O RT R A I T O F AW16

STORE NR 4138 | KRINGLAN 4-12 | 103 REYKJAVIK


molar

12

Smátrend:

Sverir hælar

Buxur, 7.675 kr.

Balenciaga

Peysa, 3.835 kr.

Jeremy Scott

í anda diskódíva áttunda áratugarins

Asos.com, 6.380 kr.

Í haust hefur Lindex bætt stærri stærðum inn í allar tískulínur í dömudeildinni um leið og sérstök Generous-deild er lögð af. Annika Hedin, yfirhönnuður hjá Lindex, segir að með þessu vilji Lindex að allar konur finni eitthvað fyrir sig innan heildarvörulínu fyrirtækisins. „Þessi breyting mun gera öllum okkar viðskiptavinum mögulegt að sækja innblástur í tískulínurnar auk þess sem þær verða aðgengilegri fyrir fleiri viðskiptavini. Við höfum þegar fengið jákvæð viðbrögð við þessari breytingu sem sýnir okkur að þessari viðleitni okkar er vel tekið.“ Í tilefni af þessari breytingu er haust/vetrarlína fyrirtækisins kynnt af fyrirsætunum Ashley Graham og Candice Huffin. „Mér finnst frábært að Lindex sé að bæta stærri stærðum inn í vöruúrval sitt. Þetta voru ótrúlega kraftmiklar tökur vegna fjölbreytileika þeirra kvenna sem voru valdar til að kynna herferðina: það var mikið „Girl Power“ í gangi,“ sagði Ashley Graham um tökurnar fyrir línuna en til viðbótar við Graham og Huffin koma ofurfyrirsæturnar Alek Wek, Toni Garrn og Cora Emmanuel fram í herferðinni.

Bianco, 26.995 kr.

Fyrir konur í öllum stærðum og gerðum

Kjóll, 7.675 kr.

Peysa, 5.755 kr.

Topshop.com, 12.460 kr.

Gucci, Net-aporter.com, 79.785 kr. Billi Bi, GS Skór, 34.995 kr. Zara, 8.995 kr.

Hvar fæst þessi flík? Hefur það ekki komið fyrir að þú sérð sérlega töff týpu á förnum vegi eða á samfélagsmiðlum í flík sem þú bara verður að eignast? Vandamálið er bara að þú veist ekkert hvar flíkin var keypt og þú ert ekki beinlínis til í að elta ókunnugt fólk og biðja það um slíkar upplýsingar. Nú hefur Google fundið lausn á vandanum með nýrri þjónustu innan leitarvélarinnar sem kallast Shop the Look. Þessi fítus gerir þér kleift að kaupa sams konar föt og t.d. tískubloggarar sem þú hefur sérstakt

dálæti á. Þú skrifar einfaldlega lýsingu á flíkinni sem þú leitar að, t.d. teinóttar buxur, og Shop the Look birtir lista af áhrifavöldum innan tískuheimsins sem hafa nýlega klæðst teinóttum buxum. Þá velur þú þann kost sem þér finnst flottastur og út frá því vali kembir Google Netið og sýnir þér hvar þú getur keypt vöru sem er nákvæmlega eða næstum eins og þú leitaðir að upphaflega. Fítusinn er enn í þróun en við bíðum spenntar eftir að hann opni á alþjóðlega vísu.


Divine Cream með Immortelle blómum

HÚÐUMHIRÐA SKÖPUÐ FYRIR LIFANDI FEGURÐ

Við trúum því að fegurðin sé lifandi, sköpuð úr tilfinningum og fulll af lífi. Alveg eins og náttúran sjálf. Til að viðhalda æskuljóma húðar þinnar höfum við tínt saman immortelle, blómið frá Korsíku sem aldrei fölnar. Divine Cream fegrar svipbrigði þín og hjálpar við að lagfæra helstu ummerki öldrunar. Húðin virðist sléttari, stinnari og full af lífi. Húðin virðist unglegri hjá 85% kvenna.* Mimi Thorisson er franskur matarbloggari.

* Ánægja prófuð hjá 95 konum í 6 mánuði.

Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland


Nýtt líf

14

a, ys Pe . 80 29

Íslenska konan í brennidepli

Texti: Anna Brynja Baldursdóttir

Pils, 19.800 kr.

Mikil eftirvænting leyndi sér ekki á kvöldinu sjálfu. Hugmyndin á bak við leikmyndina var eflaust að ná fram þeirri tilfinningu að áhorfendur og fyrirsæturnar sem gengu sýningarpallinn væru úti í náttúrunni. Leikmyndahönnuðurinn var búinn að safna jurtum og plöntum síðan í sumar og þurrka þær og var þeirra á meðal risastór mjaðjurt, brenninetlur og birki. Ekki óvitlaust að ná fram einmitt þessum hughrifum hjá merki eins og Geysi sem hannar fatnað þar sem íslenska ullin er í aðalhlutverki. Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir sem hóf störf hjá Geysi árið 2013 eftir að hafa numið fatahönnun í Amsterdam og London. Með tilkomu hennar þróaðist hönnun merkisins enn frekar og árið 2015 leit fyrsta fatalína Ernu fyrir Geysi dagsins ljós. Vetrarlínan 2016, sem við fjöllum um hér, er þá önnur fatalína hennar fyrir Geysi. Hönnun hennar er innblásin af íslensku konunni og daglega lífi hennar í borginni. Greinilegt er að Erna leitar í íslenska fatahefð sem má sjá á sterkum skírskotunum í íslenska prjónahefð. Fyrir utan íslensku ullina þá blandast í nýju fatalínunni hágæðaefni, líkt og angóraull, silki, alpaca og hör. Fyrirsæturnar þrömmuðu niður sýningarpallinn í kósí en glæsilegum flíkum sem eiga eflaust eftir að njóta vinsælda jafnt hjá borgardömum sem og landsbyggðardívum. Tónlistin setti svo punktinn yfir i-ið en hún var í höndum DJ Margeirs sem skemmti gestum fram eftir kvöldi.

Peysa, 25.800 kr.

Haust- og vetrarlína Geysis var sýnd í Iðnó við Tjörnina þann 16. september en þetta var fyrsta sýning Geysis af þessu tagi. Við kíktum á stemninguna sem var sérlega skemmtileg.

Kjóll, 29.800 kr.

Pils, 19.800 kr.

r. 0k

Peysa, 29.800 kr.


texturising volume spray Mest selda vara label.m

Hairspray

Dry Shampoo/ Brunette Dry Shampoo

Selt รก hรกrgreiรฐslustofum um land allt: www.labelm.is Facebook: Label.m รก ร slandi // Instagram: label.m_Iceland

Texturising Volume Spray / Brunette Texturising Volume Spray


heitt

16

Finndu þann eina sanna - úr leðri eður ei

Étoile Isabel Marant, 70.550 kr.

Ganni, Geysir, 64.800 kr.

Comme Des Garçons, 106.205 kr.

Selected, 39.990 kr.

Gucci

IRO, Net-aporter.com, 123.955 kr.

Topshop.com, 44.675 kr.

Zara, 11.995 kr. H&M, 5.758 kr.

Lindex, 13.435 kr. Eyglo, Kiosk, 98.000 kr.


NÝTT

BYRJAÐU AÐ GERA VIÐ! Með nýju Colgate Komplett Daily Repair tannkremi getur þú unnið stigi og bólgu í tannholdi.

PIPAR \ TBWA

SÍA

160459

gegn tannskemmdum á byrjunar-

Nú gerir þú við þegar þú burstar.


heitt

18 Ganni, Geysir, 65.800 kr.

Litir og smáatriði í anda hermanna

Vero Moda, 8.990 kr.

Alpha Industries, Húrra Reykjavík, 39.990 kr.

Prada

Selected, 29.990 kr.

Rómans í herklæðum

Esprit, 11.495 kr.

A pair, Mathilda, 49.990 kr. Vero Moda, 8.990 kr. Ganni, Geysir, 47.800 kr.

Lindex, 24.955 kr.

Bianco, 21.995 kr.

Maison Margiela

Zar a

Topshop Unique

, 5.9 95 k r.

Marni

Zara, 14.995 kr.

Burberry, Net-a-porter. com, 195.000 kr.

Vero Moda, 6.990 kr.

Zara, 9.995 kr.

Prada, Net-a-porter. com, 188.140 kr.


Fylgdu Fylgdu okkur okkur áokkur facebook á facebook Fylgdu á facebook –– Lindex Lindex Iceland Iceland – Lindex Iceland

Peysa, Peysa, Peysa,

5755, 5755, -- 5755,

Lindex-Si-IS-Oktober20-210x297-Vikan/Sed_magazin.indd Lindex-Si-IS-Oktober20-210x297-Vikan/Sed_magazin.indd 1 1

2016-09-13 2016-09-13 15:25 15:25


tíska

20

Blæs lífi í gamlar „klæður“

Hvað er p3 og Stefánsbúð? Tískubúðin p3 verslar með nýja íslenska hönnun, þar á meðal skaparann, REY, Sævar Markús og Ýr Þrastardóttur. Stefánsbúð selur fallega kjóla, töskur og aukahluti á góðu verði. Auk þess seljum við vintage- og second hand-merkjavöru. Hverjir eru aðstandendur og hvað gera þeir? Stefán Svan og Dúsa hjá skaparanum, hönnuðir og verslunarfólk. Hvaðan koma flíkurnar úr Stefánsbúð? Annars vegar er þetta umboðssala með merkjavöru og svo fatnaður og aukahlutir frá Ítalíu og Frakklandi. Fyrir hverja? Fyrir alla þá sem hafa áhuga á fallegum fatnaði og hönnun, fyrir þá sem hafa áhuga á endurnýtingu, fyrir þá sem hafa áhuga á persónulegum stíl. Hvernig er verðlagið? Það er allskonar, ódýrt yfir í dýrt, fer eftir flíkinni. Merkjavaran selst alltaf ódýrari en hún er upphaflega, s.s. þegar hún er second hand en getur orðið dýr sem vintage. Við förum eftir leiðbeinandi verði í þessum bransa. Við erum einnig með fallega kjóla og aukahluti á mjög góðu verði.

Hvenær og hvernig hófst Stefánsbúð og hver er sagan? Stefánsbúð heitir í höfuðið á sæluhúsi í Breiðdal, þaðan sem ég er ættaður, og var stofnuð árið 2011 á Facebook utan um hluti í einkaeigu sem ég var að selja. Ég fór að selja fyrir vini og vandamenn og svo vatt það bara upp á sig. Í kjölfarið stofnaði ég Facebook-hópinn Merkjavara föt, skór & aukahlutir sem gerði fólki kleift að selja föt sín beint og var þá stílað inn á merkjavöru sem ég leyfði mér að skilgreina. Verslun í raunheimi var mjög eðlilegt framhald þegar ég hugsaði þetta lengra. Hér er allt til alls, mátunarklefar og fagleg þjónusta við viðskiptavini, fastur opnunartími og notalegt umhverfi. Við veljum bara fyrsta flokks vöru hingað inn. Þú hefur mikið verið að „víla og díla“ með föt, hvað hefur þú lært? Ég hef unnið við þetta í hartnær 15 ár og ég gæti skrifað bók um það sem ég hef lært, það er ansi mikið. Ég hef lært hvað klæðir fólk vel, ég hef lært að hjálpa fólki að finna sinn stíl og ég veit að sú reynsla hjálpar mér núna að blása lífi í gamlar „klæður“ (glæður og klæði, snjallt?)

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir og Erna Hreinsdóttir Myndir: Óli Magg

Stefán Svan Aðalheiðarson stofnaði Stefánsbúð í þeim tilgangi að selja hluti í einkaeigu en er í dag með merkjavöru og fatnað og aukahluti frá Ítalíu og Frakklandi í umboðssölu. Nú hefur Stefánsbúð sameinast tískubúðinni p3 sem staðsett er við Skálholtsstíg svo óhætt er að segja að gamalt mæti þar nýju en p3 verslar með nýja íslenska hönnun, þ.á.m. skaparann og REY.


21

Hvað er merkjavara og hvernig þekkirðu hana? Merkjavara er margskonar en það sem ég er að versla með er helst vara sem hefur ekki verið fjöldaframleidd, vara sem er svokölluð lúxusvara. Það er svo einfalt, þessa vöru þekkir þú af gæðum, bæði í framleiðslu og efnisvali. Þessi vara stenst tímans tönn. Hver er besta leiðin við að velja sér second hand/vintagemerkjavöru? Fylgja sínum persónulega stíl, skoða vel ástand vörunnar og fylgja hjartanu. Og svo má ekki gleyma að þefa. Af hverju ætti ég að versla hana? Þrjár ástæður: hún er ódýrari en þegar hún var fyrst seld, hún endurspeglar persónulegan stíl, hún er umhverfisvæn. Okkar kúnnahópur er á öllum aldri og alls staðar að, það er það sem ég elska við þetta starf, allt skemmtilega fólkið sem ég fæ að hitta. Hvaða merki má finna í búðinni? Vivienne Westwood, Comme Des Garcons, Balenciaga, Marni, Jil Sander, Max Mara, Lanvin, Louis Vuitton, Prada, Dior, Sonia Rykiel, Margiela o.fl.

nýtt líf


fataskápurinn

22

Í mér blundar diskódíva Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir hefur haft áhuga á tísku frá unga aldri og gert litríkar tilraunir á sjálfri sér í þeim efnum. Hún er hrifin af flíkum sem ekki eru fyrir huglausa og segir mikilvægt að reyna aldrei að vera eitthvað sem maður er ekki.

Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem götu/sportí/rokk/ tomboy-mixi. Það blundar diskódíva og gamall hippi í mér sem stundum brjótast í gegn svona í einhverjum mæli. Ég þori að vera í fötum sem ég fíla og prófa nýja hluti og það lýsir kannski mínum stíl í hnotskurn. Hefur þú alltaf haft áhuga á stíl og útliti? Já, þetta byrjaði svona á efri unglingsárunum þegar ég fór reglulega að kaupa Vogue og spá almennt í þetta. Hef farið í gegnum mörg skemmtileg tímabil, sérstaklega þegar ég var yngri, og maður var í tilraunastarfsemi að leita að sér: jakkafatatímabilið og hippa/ pönktímabilið þar sem ég saumaði á sjálfa mig með enga saumakunnáttu. En ég hef farið í gegnum mismunandi tímabil með mismikinn áhuga, stundum hefur áhuginn verið meiri og stundum minni. Ég verð að viðurkenna að sveiflan hefur fylgt kílóatölunni á viktinni, svona að mér virðist í baksýnisspeglinum.


Hver er þín fyrsta tískuminning? Ég á erfitt með að negla einhverja eina minningu niður. En föðuramma mín var alltaf á háum hælum, með skartið alveg á hreinu og alltaf vel til höfð. Hver er þín helsta tískufyrirmynd? Ég er ekki með neina tískufyrirmynd. En maður sækir auðvitað innblástur í manneskjur, hluti og atburði í kringum sig. Maður er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem að sjálfsögðu hefur áhrif á mann á einn eða annan hátt. Það er t.d. alltaf gaman að horfa á gamlar bíómyndir og uppgötva hvað kvenhetjurnar voru flottar og flott stíliseraðar. Eins og t.d. Witches of Eastwick (1987) og Against all Odds (1984). Þá sér maður hringrás tískunnar svo sterkt.

Hvaða fatahönnuðir eru í uppáhaldi? Alexander Wang er búinn að vera í uppáhaldi hjá mér núna nokkuð lengi, hann er „King of cool“. Sænska merkið Acne Studios, ég elska það! Scandi-cool upp á sitt besta. Föt með tvisti og sumar flíkurnar eru ekki fyrir huglausa. Fíla líka margt hjá Stellu McCartney og Céline, Filippa K gerir fallegar klassískar flíkur sem leyna oft á sér og svo er Zara stundum alveg brilljant! Zara er mjög fljót að pikka upp það sem stóru tískuhúsin eru að gera en mér finnst leiðinlegt hvað það er lítið af því sem kemur til Íslands. Fylgist þú með tískustraumum og -stefnum? Ég fylgist með. Skoða mikið á Netinu, kaupi oft Vogue og Elle o.þ.h. og fylgist með þegar tískuvikurnar eru í gangi.

Ertu mikið með fylgihluti og ef svo er, eru þeir mikilfenglegir eða látlausir? Ég er búin að vera með sömu hálsfestina og armbandið nokkuð lengi, hnausþykka silfurkeðju sem mér var gefin fyrir ca. 20 árum og hauskúpuarmband eftir skartgripahönnuðinn Tom Binns. Finnst gaman að vera með nokkur hálsmen og nokkra hringa. Er silfur alla leið þótt ég láti ekki gull stöðva mig þegar kemur að því að nota eitthvað sem mér finnst fallegt. Finnst líka gaman að vera ekki alltaf með sömu töskuna, á nokkrar fallegar og skemmtilegar. Er eitthvert trend sem þú myndir vilja tileinka þér en hefur ekki komist upp á lagið með? Hef nú ekki verið að elta trend, ég kaupi og nota föt sem mér finnst flott og skemmtileg, þótt öðrum finnist það ekki (lesist „eiginmaður“). Áttu eftirminnilega minningu af tískuslysi? Á bara góðar og skemmtilegar (flestar) minningar frá mismunandi tímabilum. Þegar við vinkonurnar vorum „matchy matchy“ í alveg eins


fataskápurinn

neonlituðum peysum og með gullkeðjur, sem við keyptum í metratali í Brynju, á menntaskólaballi. Þegar ég tók upp á því að sauma á mig föt með enga kunnáttu en gekk samt í fötunum og var bara mjög ánægð með mig. Tók tímabil þar sem ég var að lita allt. Það hefur greinilega blundað fatahönnuður í mér. Hef sennilega prófað alla háraliti sem til eru, við skulum bara segja að það hafi klætt mig misvel. Ég er samt fegin að það eru ekki til margar myndir frá ákveðnum tímabilum. Hvað hefur þú lært í gegnum árin varðandi stíl og flíkur? Ekki reyna að vera einhver sem þú ert ekki. Þér verður að líða vel í því sem þú klæðist. Ég hef oftar en einu sinni snúið við í dyrunum heima því mér leið ekki nógu vel í því sem ég var í og þar af leiðandi oftar en einu sinni komið of seint á mannamót. Sorrí! Maður á að þora að breyta til annars er ekkert gaman að þessu. Er einhver tegund af flíkum sem þú safnar að þér eða er jöfn dreifing í fataskápnum? Ég er buxnafíkill og er alltaf að leita að hinum fullkomnu buxum. Ég á samt alveg fullkomnar buxur og jafnvel nokkrar. Ég er líka mjög hrifin af fallegum nærfötum. Ég er mikið í ræktinni og þar af leiðandi mikið í íþróttafötum. Það skiptir mig máli hvernig þau eru. Ég elska Adidas by Stella McCartney, íþróttaföt á hærra plani. Annars er bara nokkuð jöfn dreifing. Velur þú flíkur af kostgæfni eða leyfir þú tilviljunum að ráða lokaútgáfunni? Ég var meira að pæla í og máta saman hér áður en núna gríp ég oft eitthvað sem liggur hendi næst, þannig lagað. Ég ætla oft að gefa mér meiri tíma en svo er klukkan bara allt í einu orðin. En ég er með þetta allt í höfðinu, veit alveg hvað virkar saman og hvað ekki. Ef þú þyrftir að klæðast einu og sama dressinu það sem eftir er, hvað yrði þá fyrir valinu? Ég er mjög mikið í ræktarfötum þessa dagana eða heldur kannski sl. ár. Mér líður mjög vel í þeim og væri alveg til

24


25

í að vera í þannig fötum það sem eftir er. Maður veit aldrei nema maður þyrfti að bjarga lífi sínu með því að hlaupa undan eldgosi. Hefur atvinna þín áhrif á það hvernig þú klæðir þig? Já. Núna er ég aðallega í kvöldvinnu á veitingastað og stend í fæturna allt kvöldið svo hælar eru alveg úti þessa dagana. Það er nauðsynlegt að vera snyrtilegur til fara en jafnframt að manni líði vel. Hversu mikilvægt er að hafa persónulegan

stíl í þínum geira? Þú getur haft persónulegan stíl þótt þú sért í þjónahlutverkinu og þannig klæddur. Oft bryddar það upp á samræðum við viðskiptavini. Hvernig myndir þú lýsa heimilisstílnum þínum? Heimili mitt sýnir það að þar býr allavega ein manneskja með söfnunaráráttu! Við búum í litlu krúttlegu húsi sem er alltof lítið fyrir fimm manna fjölskyldu, þar sem allavega eitt barnanna er orðið hálffullorðið og hin tvö nálgast

nýtt líf

þann tíma óðfluga. Við höfum sniðið húsið eftir okkur, aldrei stækkað það. Kannski er kominn tími á það. Ertu A- eða B-manneskja? Ég get verið bæði A- og B-manneskja, og jafnvel AB-manneskja. Þegar ég var að kenna í grunnskóla þá þurfti ég að vera mætt í kennslu kl. 8:10. Þá vaknaði ég kl. 6 á morgnana til þess að græja mig og alla fyrir daginn. Þá var ég komin í rúmið kl. 23 á kvöldin. Núna vakna ég kl. 7 og kem krökkunum af stað og fer svo í rólegheitum af stað, í vinnu og í ræktina. Ef ég er á þjónavakt þá mæti ég kl. 17 og er þá oft komin heim um miðnætti. Svo maður bara aðlagast. Leitastu við að lifa heilbrigðu lífi? Já, ég reyni að gera það, svona yfirleitt. Hef haft þörf fyrir að hreyfa mig núna í ansi mörg ár. Ég var í langhlaupi lengi vel en er núna komin meira í að auka vöðvamassa með því að lyfta lóðum og til að auka þol og brennslu þá nota ég brettin í Laugum í „interval-hlaup“. Ég reyni að borða eins hollt og ég get með þessu þó svo að ég leyfi mér hitt og þetta endrum og eins. Nú rekið þið hjónin saman veitingastaðinn Restó. Hvernig er að vinna saman og búa saman? Farið þið í annan gír í vinnunni? Já, við opnuðum Restó 24. október 2014, erum alveg að detta í tvö ár! Jói var búinn að standa vaktina sem eini kokkurinn í næstum eitt og hálft ár þegar við fengum annan kokk til liðs við okkur núna í byrjun júní. Hann var náttúrlega ekkert heima þennan tíma nema rétt yfir blánóttina og það var mjög erfitt, sérstaklega fyrir börnin og hann saknaði þeirra. En þetta gekk hjá okkur og núna er hann kominn á kokkavaktir og hefur meiri frítíma. En við erum ekki endilega alltaf að vinna saman, ég er oft á vöktum þegar hann er í fríi. Það er kannski galdurinn. Þetta gengur alveg furðuvel hjá okkur, að búa og vinna saman.


26

A.P.C.-ga llabu

xur, Geysi r, 24.800

kr.

heitt

Flothetta, float.is, 12.032 kr.

Buxur og peysa frá Stellu McCartney, stellamccartney. com, 159.414 kr. Ársbirgðir af Toffefee, Hagkaup, 399 kr. (125 g).

Arbor-snjóbretti, evo.com, 36.669 kr.

Sigrún Halla Unnarsdóttir er freelance-fatahönnuður, stílisti, meðlimur í hönnunarteyminu IIIF og jógakennari. Hún stíliseraði t.a.m. tískuþáttinn sem hefst á bls. 58 í blaðinu. Óskalistinn reyndist henni erfiður en hún er „mjög lélegur neytandi“ að eigin sögn en það má þó alltaf láta sig dreyma ... Ganni-kjóll, Geysir, 65.800 kr.

Friðarlilja, Garðheimar, 3.250 kr. (40-50 cm.)

Mandukajógamotta, Systrasamlagið, 12.500 kr.

Ég óska mér …

Útsaumslistaverk eftir Loji Höskuldsson, 40.000 kr.

Hjól frá Bikeson, bikeson.is, 109.000 kr. Emma Kohlmann-myndlist.

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir

Wassily-stóll, knoll.com, 285.946 kr.

Chakra-ilmvatn (orkustöðva ilmvatn), ORG í Kringlunni, 3.980 kr.


Dekur á heimsmælikvarða með hinum einstöku Blue Lagoon húðvörum

Tímabókanir í snyrti- nudd- og spameðferðir síma 414-4004


28

Er mikill Belieber Bylgja Babýlóns uppistandari er hrifin af vísindaskáldskap í hvers kyns formi en sækir ekki síður í hrylling og grín. Justin Bieber er í miklu uppáhaldi og hún fer aldrei langt án munnhörpunnar sinnar. Ertu almennt fyrir kvikmyndir og hvers slags myndir þá? SciFi er í miklu uppáhaldi, hryllingur og grín fylgir svo fast á eftir.

Uppáhalds „coffee-table“ bækur og/eða listaverkabækur? Ég á hvorki listaverkabók né kaffiborð. En ég er alltaf með munnhörpu sem ég keypti í kjörbúðinni á Hvammstanga í úlpuvasanum. Stundum tek ég hana upp og spila. Aðallega þegar ég er drukkin.

Hvaða listamaður/listamenn er/u í uppáhaldi og er eitthvert eitt verk sem stendur upp úr hjá þér? Meirihluti vina minna eru listamenn. Um daginn sofnaði vinkona mín, sem er listamaður, á Húrra. Það var eiginlega óviljandi gjörningur eða innsetning jafnvel. Og ég hafði mjög gaman af því.

Hvaða þáttaröð er í uppáhaldi? Battlestar Galactica er klárlega besta sjónvarpsefni sem hefur verið framleitt í heiminum.

Bókin á náttborðinu? Var að klára Kulda eftir Yrsu og er ekki búin að ákveða hvað er næst.

Hvernig tónlist hlustar þú mest á? Ég er mikill Beliber, datt líka nýlega inn í þýskt rapp sem er mega næs. Hipphoppið á samt yfirleitt hjarta mitt og eyru. Hvaða sviðslist heillar þig mest og er eitthvert verk sem þú gætir mælt með? Uppistandið heillar mig að sjálfsögðu mest. Ég er menntuð leikkona og sakna leikhússins stundum, keyrslunnar á sýningum og adrenalínsins en það eru svipaðir hlutir sem maður fær úr uppistandinu. Ég er fáránlega löt að fara í leikhús samt sem áður og hef ekki séð neitt nýlega. Mæli með því við alla að prufa að koma á uppistand!

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir Mynd af Bylgju: Birta Rán Björgvinsdóttir

menning


MARIA NILA

PUMP UP THE VOLUME

REGISTERED WITH

Leaping Bunny | Peta | Vegan Societ y

SULPHATE & PARABEN FREE

100% VEGAN

PRODUCED IN SWEDEN


nýtt líf

30

Það sem er á leiðinni …

UPP Perlur. Perlur hafa lengi verið viðvarandi í hönnun Chanel, þetta misserið er engu til sparað og perlum hlaðið á flíkur og fylgihluti. Það er eitthvað sem koma skal og tími er til að næla sér í perlur. Perlur eru ekki fyrir svín heldur til að vera fín. Perlubolur frá Asos.com, 5.990 kr. Netasokkabuxur. Næntísnetið er komið aftur, svo mikið er víst. Láttu sjást í netasokkabuxur undir rifnum gallabuxum eða undan styttri skálmum. Þessi útfærsla er í boði hönnunarhússins A.F. Vandevorst. Síðar ermar. Láttu ermar standa fram úr ermum þetta haustið. Ef þú finnur flík þar sem ermanar eru svo síðar að þær krumpast á upphandleggnum dastu í lukkupottinn. Flott er að klæðast yfirhöfn með kvartermum og láta peysuermarnar standa langt fram úr. Útfærslur hjá Miu Miu og Vetements.

NIÐUR Undirbrjóstin. Neðri hluti brjósta gægðust undan bol á sýningu Kanye West um daginn, stuttu eftir það lét Lady Gaga systurnar flagsa í frjálslegum fatnaði í Lundúnaborg. Hvort þetta sé að verða trend er erfitt að spá fyrir um. En við erum ekki svo viss með þetta. Nei, þetta er ekki málið. Yeezy. Jæja, karlinn, hvernig væri að halda sig bara í tónlistarbransanum og láta hönnuði sjá um tískuna? Það var fátt jákvætt sem kom út úr Yeezy Season 4 og teljum við að það hafi verið skýr skilaboð um að nóg sé komið. Það sem stóð helst upp úr var gjörningurinn í sveittu plaststígvélunum … ógleymanlegt. Fuccboi. Það er kominn tími til að jarða þetta strákatrend og senda það í Fuccboi-himnaríkið. Kæru Fuccboi-strákar nú er kominn tími til að taka næsta þroskastig, klæðast almennilegum fötum sem passa og láta næstu kynslóð sjá um að velja nýju unglingatrendin.

Trópískur vetur Bongóblíða hefur einkennt sumarið í ár en nú er það á enda runnið. Það þarf þó ekki að endurspeglast í fatavali okkar. Sýnódísk Trópík er unisex fatalína frá fata- og textílhönnuðinum Tönju Levý. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 með BA-gráðu í fatahönnun og tveimur árum seinna útskrifaðist hún með diplóma í textílhönnun frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. „Sýnódísk Trópík er listlækning og raunveruleikaflótti minn frá skammdegisþunglyndi á köldum og dimmum vetrardögum. Sýnódík er umferðartími miðað við sól, séð frá jörðu. Líkt og sólin fer trópíski dagdraumurinn í heilan hring; þú vilt flýja raunveruleikann, þig dreymir dagdrauma, þú vaknar, við þér blasir hinn bitri hversdagsleiki og svo framvegis,“ segir hún. Áhersla er lögð á munsturgerð en áður en hún útskrifaðist frá Myndlistaskóla Reykjavíkur fór Tanja í starfsnám hjá fatahönnunarteyminu Eley Kishimoto sem sérhæfir sig í munsturgerð. Hún sótti innblástur í þá kaótísku stund þegar fuglar birtast á himnum og hringsnúast í furðulegum munstrum. „Í raun eru fuglarnir að gogga í þig til þess að vekja þig úr trópískum dagdraumi,“ segir Tanja sposk. Munstrin eru digital-prentuð á lífræna bómull. Tanja þjáist sjálf af skammdegisþunglyndi á veturna og finnur mikinn mun á því hversu mikla orku hún hefur milli árstíða. „Þess vegna finnst mér voða gott að fara aðeins út fyrir landsteinana á veturna en ég tími því alls ekki á sumrin, ég elska sumarið á Íslandi.“ Þótt flíkurnar í fatalínunni séu sumarlegar að sjá gerir Tanja sér fullkomlega grein fyrir mikilvægi þess að klæða sig eftir veðri og vindum. „Mér finnst hins vegar áhugavert að leika með liti, munstur, lög og samsetningar eftir skapi eða hugarástandi. Sýnódísk Trópík er mestmegnis hlý föt sem henta íslensku veðurfari með trópísku munstri sem gleður augað.“ Línan var sýnd í fyrsta skipti á HönnunarMars í suðrænni sveiflu á Eiðistorgi og svo aftur í partíi á Loft Hostel þann 15. september síðastliðinn. Áhugasamir geta kíkt á heimasíðu Tönju, tanjalevy.com, og þar geta þeir einnig pantað sér trópískan galla fyrir veturinn.


Þekking Gæði Þjónusta


spurt og svarað

32

Vill hafa góð áhrif á líf fólks

Til hamingju með sigurinn! Hvernig leið þér daginn eftir keppnina? Takk fyrir það, mér leið afskaplega vel en ég var rosalega þreytt og adrenalínið eftir var lengi að renna af mér, mér finnst enn þá eins og þetta hafi verið draumur! Ótrúlegt að vakna morguninn eftir og síminn fullur af fallegum kveðjum og dagskrá sem beið mín en þetta er alveg yndislegt og ég er ekkert lítið spennt fyrir framhaldinu. Hvað flaug í gegnum hugann um kvöldið þegar keppnin brast á og þú komin á sviðið? Í fullri hreinskilni þá var ég svo taugaveikluð baksviðs að ég hélt ég myndi hlaupa út úr húsinu! En ég var samt hrikalega spennt en stressið var rosalegt, ég titraði öll og skalf allt kvöldið en náði einhvern veginn að fela það ágætlega uppi á sviðinu. Mér fannst ég standa mig vel á sviðinu en þegar ég kom fram á bikiníinu þá tókst mér að detta nánast af sviðinu en ég náði held ég að fela það ágætlega og hélt áfram að brosa og kláraði mitt. Það sem kom mér mest á óvart var að sigra keppnina. Ég var ekki búin að búa mig undir það en markmið mitt var að ná topp 5. Hvað fékkstu í verðlaun? Það er ótrúlega margt sem ég fékk, þar á meðal svakalega flott karfa af förðunarvörum, íþróttaföt frá Adidas og Reebok, árskort í Reebok, kjól að eigin vali fyrir Miss Universe að virði allt að 5000 dollurum, hárvörur frá Bpro/ Label.m, 1000 dollara í peningum, flugferð til Filippseyja, ferð til Bandaríkjanna í þrjár vikur í undirbúning fyrir sjálfa keppnina og margt fleira. Hver er sagan á bak við kjólinn? Ég og mamma fórum saman til Chicago og fundum þar rosalega flotta „pageant-búð“, vorum þar inni í um þrjá tíma og ég mátaði örugglega fimmtán kjóla. En svo þegar ég mátaði loksins þennan sá ég að þetta var sá rétti. Hann var ekki of mikill, ótrúlega fallegur og ég var fullviss um að ég myndi skína á sviðinu í honum. Ég sé ekki eftir að hafa valið hann. Hver var þín stoð og stytta í gegnum ferlið og á hvaða hátt? Hann Ólafur Snorri, kærastinn minn, er svo ótrúlega skilningsríkur og styður mig í einu og öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Hann hvetur mig áfram og lætur mig heyra það á hverjum degi að ég

geti gert allt sem mig langar til að gera og staðið mig vel. Ég hefði aldrei unnið þessa keppni ef það hefði ekki verið fyrir hans stuðning og endalausu hvatningar. Af hverju tókstu þátt í keppninni? Ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2013 og hafnaði í 4 sæti. Þegar tækifærið kom að taka þátt í þessari keppni var ég í svolítinn tíma að ákveða mig hvort ég vildi taka þátt í annarri svona keppni. En áhuginn var alltaf til staðar og eftir Ungfrú Ísland keppnina hugsaði ég alltaf að ég hefði getað gert betur og undirbúið mig betur fyrir þá keppni. Ég ákvað því að slá til og taka þátt í þessari keppni og gera mitt allra besta. Fékkstu einhver neikvæð viðbrögð við ákvörðun þinni að taka þátt þar sem fegurðarsamkeppnir hafa verið umdeildar? Ekki nein sem ég tók eftir, ég er með ótrúlega gott bakland og fölskylda mín og allar vinkonur tóku mjög vel í þetta og studdu mig í gegnum þetta allt saman, alveg til enda. Hvað var það erfiðasta við undirbúninginn fyrir keppnina? Mér fannst dansinn erfiðastur, þvílíkt flott rútína, en ég hef aldrei æft dans í lífinu og er stirð eins og spýtukall en allt kom þetta loksins á endanum. Það var mjög mikið að gera á meðan á undirbúningnum stóð og var ég að fljúga á fullu sem flugfreyja og á handboltaæfingum með. Síðan var ég búin að plana tveggja vikna sumarfrí til Balí í lok ágúst og var það því mikið stress að koma heim fjórum dögum fyrir keppni og koma inn í rútínurnar sem stelpurnar höfðu verið að vinna að seinustu vikur. Af hverju heldurðu að þú hafir orðið fyrir valinu? Ég tel mig hafa staðið mig mjög vel í dómaraviðtalinu og svarað spurningum þeirra eins vel og innilega og ég gat. Fyrsta sýn á mann er alltaf mikilvæg. Ég er í góðu líkamlegu formi og þakka ég fimmtán árum í handbolta fyrir það. Ég gerði mitt allra besta á sviðinu og reyndi að brosa og hafa sem bestu útgeislun og hafa ótrúlega gaman. Ég svaraði spurningunum á sviðinu vel að mínu mati og vonaði ég svo það besta. Markmiðið hjá mér var topp 5 en ég bjóst alls ekki við því að vinna keppnina, enda erfitt með 20 gullfallegar stelpur í kringum sig.

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

Hildur María Leifsdóttir var krýnd Miss Universe Iceland á dögunum og bíða hennar spennandi tímar fram að aðalkeppninni sem haldin verður í janúar. Hún er ákveðin með eindæmum og elskar fátt meira en að rækta líkama og sál, fjölskyldu og vini.


33

nýtt líf


spurt og svarað

Hvernig skilgreinir þú fegurð? Manneskja sem er með fallegt og gott hjarta, hjálpar öðrum sem minna mega sín og lætur aðra í kringum sig skipta máli. Manneskja sem elskar sjálfa sig og aðra fyrir það hver hún er, ekki hvernig hún lítur út eða hvaðan hún kemur. Hvað muntu gera á milli þess sem þú æfir fyrir aðalkeppnina? Fyrir keppnina spilaði ég handbolta og vann sem flugfreyja hjá Icelandair en núna þegar nýtt ævintýri er að hefjast mun ég leggja bæði þessi störf á hilluna í óákveðinn tíma. Hef ég því ekki alveg hugsað út í það hvað ég muni gera ásamt því að undirbúa mig fyrir keppnina en ég ætla að vera dugleg að nýta tímann með þeim sem eru mér næstir, mæta á handboltaleiki hjá stelpunum mínum í ÍR og klárlega vera dugleg að mæta í ræktina. Ég hef einnig verið að vinna af og til á Sæta svíninu og mun ég halda því áfram. Hvert er draumastarfið og hvernig ætlarðu að stefna á það? Ég hef alltaf verið svo opin fyrir nýjungum og það er margt sem mig hefur langað til að gera í framtíðinni. Aftur á móti hefur mig alla tíð langað ótrúlega að geta farið erlendis og unnið að einhverjum málefnum sem hjálpa fólki og einnig dýrum. Ég er mjög mikill dýravinur og langar til dæmis að geta hjálpað heimilislausum dýrum í Bandaríkjunum og fleiri löndum og geta verið í Afríku og Asíu í hjálparstörfum og haft góð áhrif á líf fólks. Ég tel að titillinn geti hjálpað mér að byrja smátt að vinna að þessum markmiðum og gert það að einhverju stóru í framtíðinni. Hvað gerirðu í frítíma þínum? Ég spila handbolta í mestöllum frítíma mínum, ég hef spilað handbolta frá unga aldri og er það alltaf jafngaman og í dag spila ég með meistaraflokki ÍR. Þegar það eru ekki handboltaæfingar finnst mér gaman að skella mér í ræktina með vinkonunum en veturna reyni ég að nýta til að skella mér á snjóbretti. Síðan er alltaf mikilvægt að gefa sér tíma með fjölskyldu og vinum. Hvað tekur við hjá þér sem titilhafi Miss Universe Iceland? Þetta ferðalag byrjar allt saman á ferð til Bandaríkjanna sem ég er mjög spennt fyrir. Við verðum í um þrjár vikur og munum hitta fólkið sem styrkir mig fyrir keppnina og mun hjálpa mér í gegnum allt ferlið. Við fljúgum til Washington og munum þaðan keyra niður Bandaríkin og enda í Miami, ég fer á tvær „pageant-keppnir“ úti sem áhorfandi og er ég ótrúlega spennt að sjá hvernig keppnirnar eru í Bandaríkjunum. Hvernig hefurðu hugsað þér að kynna Ísland fyrir áhorfendum þegar þú ferð út í aðalkeppnina á Filippseyjum? Ísland býr yfir einstakri náttúru og náttúruauðlindum sem okkur er falið að fara vel með. Fólkið í landinu er mjög skapandi og duglegt að nýta þau tækifæri sem gefast, við erum fámenn en ótrúlega kraftmikil. Jafnrétti í landinu er einn helsti kostur Íslands og þarf að varðveita áfram. Á hvaða hátt telurðu að titillinn muni gagnast þér í framtíðinni? Ég tel að titillinn muni hjálpa mér að opna ýmsar dyr fyrir framtíðina. Spennandi ferðalag er að hefjast og ég mun kynnast mörgu fólki og ýmis tækifæri munu koma upp á þessum tíma. Mun ég reyna að nýta þau fyrir framtíðina og það sem ég vil gera í framtíðinni. Nú líður að Alþingiskosningum á Íslandi. Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? Á hverju byggirðu val þitt? Hef ekki gert upp hug minn, miklar breytingar hafa verið á framboðslistum á síðustu vikum þannig að þetta er enn þá opið hjá mér.

34

Hversu mikilvægt finnst þér að nýta kosningarétt þinn? Mér finnst mjög mikilvægt að hver einstaklingur hafi áhrif á það hver stýrir landinu og að allir nýti kostningarétt sinn. Hvaða skoðun hefurðu á frambjóðendunum í forsetakosningum Bandaríkjanna? Er fegin að þurfa ekki að kjósa í Bandaríkjunum þar sem hvorugur frambjóðendanna höfðar sérstaklega til mín. Hvaðan ertu og hvernig varst þú sem krakki? Hver er þín dýrmætasta æskuminning? Ég kem úr Kópavoginum og á eina systur og tvo bræður. Ég var ótrúlega hress og opinn krakki, fyrirferðamikil og orkumikil og alltaf á fullu. Ég fékk mjög gott uppeldi frá mömmu og pabba, þau voru ákveðin og hjálpuðu mér alltaf að standa mig sem allra best í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Vildu alltaf allt það besta fyrir mig gera og hafa hjálpað mér og stutt mig alla tíð og kennt mér að standa á eigin fótum og láta drauma mína rætast. Ég hefði aldrei getað beðið um betri foreldra. Leitastu við að lifa heilbrigðu lífi og hvernig þá? Já, ég geri það, mér finnst hreyfing mjög mikilvæg til þess að láta sér líða vel, vera jákvæð á lífið og allt í kringum þig. Ef þú gætir breytt einhverju sem myndi betrumbæta líf þitt á einhvern hátt, hverju myndirðu breyta? Myndirðu vilja breyta einhverju í þínu eigin fari? Ég hef oft og tíðum tekið að mér of mörg verkefni í einu sem hefur valdið miklu álagi og stressi. Ég myndi vilja breyta því og gera færri hluti í einu. Það sem ég gæti lagað í mínu fari væri að skipuleggja mig örlítið betur og halda ekki alltaf að ég geti gert allt í einu og vera stundvísari, ég held stundum að ég hafi allan tíma í heiminum en svo allt í einu er ég að verða of sein eitthvert. Af hvaða afrekum þínum ertu stoltust? Ég hef alltaf verið með mikið keppnisskap og því mjög stolt af þeim titlum sem ég hef unnið í handboltanum með mínum liðum í gegnum tíðina. Ég sleit krossband fyrir tveimur árum og á þeim tíma hélt ég að handboltaferli mínum væri lokið. En ég komst í gegnum það af þrjósku og ákveðni og er ótrúlega stolt að hafa komist í gegnum það ferli og sé byrjuð að spila handbolta á ný. Einnig er ég mjög stolt af titlinu Miss Universe Iceland 2016. Hvar sérðu þig eftir fimm ár? Ég lifi rosalega mikið í núinu og hugsa ekki of langt fram í tímann. En það væri óskandi að hafa með titlinum náð að skapa mér tækifæri til tengsla og starfa í framtíðinni hérlendis og erlendis og látið einhverja draumanna rætast. Hverju tekurðu fyrst eftir í fari annarra? Hvaða eiginleikar heilla þig mest í fari fólks? Hláturinn og augun eru eitthvað sem ég er fljót að taka eftir. Það heillar mig mjög þegar fólk er hugulsamt og indælt, jákvætt og sér stór tækifæri í lífinu, hresst, skemmtilegt og opið fyrir nýjungum. Hvað er það mikilvægasta sem þú hefur lært í lífinu? Ég hef lært að stökkva á öll tækifæri sem mér gefast og vera ekki hrædd við að taka af skarið og láta draumana mína rætast. Það hafa allir sína misjöfnu drauma og áhugamál og ekkert af þeim eru lélegri en önnur. Lærðu að hlusta á sjálfa þig og ekki láta fólkið í kringum þig hafa neikvæð áhrif. Hvert er þitt lífsmottó? „Everything you need for a happy life is within yourself.“


35

nýtt líf


36

Skreytir með fötum Lucinda Chambers hóf feril sinn hjá Vogue árið 1980 í lágt settu starfi en er í dag tískuritstjóri tímaritsins og á heiðurinn af fjölmörgum fallegustu myndaþáttum þess. Lucinda er fædd í Notting Hill árið 1959. Þrátt fyrir að foreldrar hennar höfðu ekki mikið fé milli handa var móðir hennar mjög útsjónarsöm þegar kom að fjármálum. Hún keypti íbúðir í slæmu ásigkomulagi, gerði þær upp á eigin spýtur og seldi með hagnaði. Þetta gerði henni kleift að senda Lucindu og bróður hennar í góða einkaskóla en helsti gallinn við þetta fyrirkomulag var að fjölskyldan flutti mjög reglulega. Það var sjaldan mikill peningur afgangs til að kaupa föt en móðir Lucindu dó ekki ráðalaus. Hún fór með börnin í fínar búðir á borð við Harrods þar sem börnin mátuðu föt. Hún tók niður öll helstu mál með málbandi sem hún geymdi í vasanum og síðan þegar heim var komið saumaði hún áþekkar flíkur fyrir mun minni pening. Lucinda man sérstaklega eftir snákaskinnsmussu sem hún klæddist iðulega við rauða lakkskó. Það má segja að Lucinda hafi fengið sköpunargleðina frá móður sinni. Hún var alltaf fremur metnaðarlaus gagnvart námi og eftir grunnskóla fór hún í grunnnám í Hornsey Art College. „Ég hafði samt alltaf mun meiri áhuga á tísku en listum en það þótti ekki nógu fínt. Ég eyddi því mestöllum tíma mínum á plastverkstæðinu að smíða skartgripi sem ég seldi vinum og í verslunum.“

Texti: Hildur Friðriksdóttir Myndir: Úr Safni

#Nl-tískuíkon


37

Þegar hún hætti í skólanum árið 1979 bjó hún í íbúðarholu í London, starfaði í Topshop og saumaði eigin föt. Það var á þessum árum sem hún kynntist Mario Testino, ljósmyndaranum fræga. Hann hafði þá búið í London í nokkur ár og var nýbyrjaður að taka myndir. Dag einn var hann á efra þili strætisvagns á leið niður Regent-stræti þegar hann rak augun í afar fríkaða stelpu með mikið aflitað hár og þótti hún stórkostleg. Hann hugsaði með sér að hann yrði að fá að mynda hana. Svo heppilega vildi til að leiðir þeirra lágu aftur saman skömmu síðar þegar hann var fenginn til að mynda nýjustu hártrendin og hún var ein af fyrirsætunum. Þau urðu fljótt vinir og hafa oft starfað saman síðan. Árið 1980 tók Lucinda af skarið og hafði samband við Vogue. „Ég sá aldrei Vogue sem barn. Minningar mínar um Vogue fléttast saman við minningarnar um fyrsta daginn. Ég man að mér fannst allt fólkið vera ótrúlega venjulegt. Ég bjóst við að allir yrðu í einhverjum framandi og flippuðum fötum. Ég man ég sá einn af tískupennunum í peysukjól sem mér þótti alltof venjulegt en ég var auðvitað í tutu-pilsi sem ég hafði búið til kvöldið áður.“ Hún byrjaði í lágt settu starfi en ekki leið á löngu þar til hún fékk stöðu sem aðstoðarkona ritstjórans, Beatrix Miller. Síðan færði hún sig yfir á tískudeildina þar sem hún var hægri hönd þáverandi aðstoðartískuritstjóra, Grace Coddington. „Ég var mögulega versta aðstoðarkona sem um getur. Það eina sem ég gat gert vel var að kalla inn flíkur fyrir myndatökur. Ég var hins vegar hræðileg í að skila þeim og tróð þeim iðulega bara inn í skáp,“ segir Lucinda. Undanfarna tvo áratugi hefur hún starfað við hlið ritstjórans, Alexöndru Shulman, sem tískuritstjóri. Í ár fagnaði tímaritið hundrað ára afmæli sínu og af því tilefni gerði BBC heimildarmyndina Absolutely Fashion: Inside British Vogue. Þar sést Lucinda meðal annars stílisera tískuþátt með legóívafi og myndaþátt með ofurfyrirsætunni Kate Moss. Hún viðurkennir einnig að hún muni aldrei hætta sjálfviljug í tískubransanum. „Það verður einhver að taka þá ákvörðun fyrir mig og láta mig fara. Það er alltaf eitthvað meira sem mann langar til að gera og um leið og maður sér eitthvað nýtt þá fyllist maður innblæstri.“ Aðspurð hvernig hún myndi lýsa sínum stíl segir Lucinda að hún sé ekkert svo viss um að hún sé með einhvern einn stíl. „Ég er hrifin af mörgum ólíkum hlutum og þykir gaman að leika mér með föt. Ég veit ég er ekki mjög töff, ég kann það ekki. Ég fíla liti, munstur og áferð og vil blanda því öllu saman í einu. Ég elska skreytingar svo það er kannski góð lýsing á mínum stíl – skrautlegur.“

nýtt líf


nýtt líf

38

Í tökum á bernskuslóðum mínum á fallega Reyðarfirði.

Dagur í lífi... Ég eyði miklum tíma í að gramsa í fjársjóðskistum sem þessum.

Ég elska góðan mat, geri holla smoothies á morgnana og hleyp með þá út í daginn en ég er ekki týpan til að taka myndir af því. Ég er búin að upplifa marga persónulega sigra síðan ég byrjaði nýverið að hugsa um líkama minn en ég sæki einkaþjálfun í Mjölni þegar ég á lausa stund.

Góður útivistarfatnaður er nauðsynlegur í mínu starfi og 66°N heldur mér hlýrri í hvert sinn sem ég þarf í tökur upp á jökul. Sömuleiðis eru góðir gönguskór mikilvægir þar sem tökustaðirnir eru oft faldar náttúruperlur sem erfitt er að komast að.

Sylvía Halldórsdóttir er menntaður myndlistarmaður og hún veit fátt skemmtilegra en að mála málverk og eru verk hennar til sölu í Gallerí List. Húnn vinnur einnig við búningagerð fyrir bíómyndir og sjónvarpsþætti og eru engir tveir dagar eins.

Ég brýt niður búninga með ýmsum aðferðum, málning er þar mitt uppáhald enda má nota hana í allt. Eins og á þennan hest.

Nýir skór fá líf og sögu.

Hér erum við í tökum í Gallerí List sem einmitt heldur utan um myndlistina mína og sjá má tvö verka minna í bakgrunni. Að starfa sjálfstætt og stjórna sínum eigin tíma er mér ómetanlegt. Á milli verkefna reynum við Andreas Halldór, sonur minn, að skella okkur í frí eins oft og hægt er.

Hjá mér eru engir tveir dagar eins. Blessunarlega. Það hentar mér kannski vel af því að ég er Hrútur. En myndlist og búningagerð haldast oft í hendur, reyndar í þessu tilfelli í gervifót.

Ég á í nánu samstarfi við hæfileikaríkt fólk á degi hverjum og stundum dettur maður í smávegis dekur hjá samstarfsfélögunum.

Sjá má Sylvíu á Instagram undir nafninu @lovetank.


VIÐHELDUR UNGLEGUM LJÓMA

NÝTT

CELLULAR PERFECT SKIN Vinnur gegn hrukkum og viðheldur unglegum ljóma húðarinnar. Byltingarkennd formúla með magnolíu þykkni sem eykur mótstöðukraft frumanna gegn stressi og Lumicinol sem dregur úr myndun húðbletta.


viรฐtal

40


41

Hlutirnir verða oft ekki skýrir fyrr en þú lítur til baka Hún hefur verið kölluð guðmóðir tískunnar af Vogue enda skapað nýjungar sem hafa gjörbylt tískuiðnaðinum. Áslaug Magnúsdóttir er kona margra titla, allt frá lögfræðingi til tískumógúls, en hún skilgreinir sig fyrst og fremst sem Íslending.

nýtt líf


viðtal

Áslaug hefur tilhneigingu til að gera hluti sem hún er ekki sterkust í. Hún brilleraði t.a.m. í stærðfræði í Verzló og ákvað þess vegna að skrá sig í lögfræði. „Mjög furðulegt allt saman því upphaflega hafði ég ætlað mér í hagfræði eða viðskiptafræði. Ég hafði þó mjög gaman af lögfræðinni og eftir útskrift fór ég að vinna sem lögfræðingur hjá Deloitte á Íslandi. Ég var fyrsti lögfræðingurinn sem tók til starfa þar og tók þátt í að stofna lögfræðisvið fyrirtækisins. Ég fór því strax yfir í viðskiptahlið lögfræðinnar því hjá Deloitte vann ég mikið í fyrirtækjaráðgjöf. Árið 1997 fór ég í LLM-meistaranám í lögfræði við Dukeháskólann í Bandaríkjunum. Ég fór þangað með syni mínum og eiginmanni en við höfðum kynnst í lögfræðináminu hér heima. Eftir námið kom tvennt upp hjá mér. Annars vegar fann ég að viðskiptahliðin togaði alltaf meira og meira í mig og hins vegar fann ég að mig langaði ekki strax aftur heim til Íslands. Ég sótti um MBA-nám við Harvard Business School og komst inn. Þetta markaði tímamót hjá mér því ég vann ekki framar við lögfræði þótt hún hafi sannarlega nýst mér. Mér fannst dálítið ógnvekjandi að mæta í Harvard en ég var fyrsta íslenska konan sem hafði komist í námið. Þrátt fyrir að hafa verið í eitt ár í Duke þá var þetta umhverfi mjög framandi. Það voru 25% útlendingar í náminu og 30% heildarfjöldans voru konur. Flestir útlendingarnir höfðu þó búið og unnið í Bandaríkjunum í fjölda ára áður. Ég hafði ekki eins víðtæka þekkingu á viðskiptalífinu þar og fann fyrir því til að byrja með sem gerði mig svolítið stressaða. Það mikilvægasta sem ég tók með mér úr þessu námi er fólkið sem ég kynntist og tengslanetið sem lifir áfram. Í hverjum árgangi eru um 900 nemendur og ég, sem fyrrum nemandi, hef aðgang að þessari nemendaskrá og tengiliðaupplýsingum um hvern nemanda. Þannig að ef ég þarf að finna tengilið hjá fyrirtæki sem ég tel geta hjálpað mér á einhvern hátt þá er mjög líklegt að einhver innan þess fyrirtækis sé í þessari skrá. Sem dæmi þá leigði ég einu sinni út íbúðina mína á Íslandi á Airbnb og lenti í því að henni var gjörsamlega rústað. Leigjendurnir létu leka í baðið og gleymdu að skrúfa fyrir rennslið þannig að það lak vatn í gegnum loftið og sló rafmagninu út í allri byggingunni. Ofan á allt þá neituðu þeir að yfirgefa íbúðina! Ég reyndi að ná í einhvern hjá Airbnb án árangurs og ákvað þá að prófa að kíkja í Harvard-skrána. Þar fann ég framkvæmdastjóra Airbnb sem afgreiddi málið á stundinni og ég fékk allt bætt. Þetta stuðningsnet er ómetanlegt í raun og veru á svo marga vegu,“ segir Áslaug. Fann heimavöllinn hjá Baugi Áslaug og barnsfaðir hennar skildu á meðan hún var í Harvard en þá var sonur þeirra orðinn sex ára. „Þetta var mjög erfiður tími og mikil sorg. Það var ekki auðvelt að ná samkomulagi um það hvar hann ætti að vera en aðalatriðið fyrir mér var hamingja sonar míns. Mér fannst mikilvægt að hann ætti gott samband við báða foreldra sína og að við höndluðum þetta eins vel og við gætum. Úr varð að hann fór með pabba sínum til Íslands en þeir fluttu svo fljótlega til Lúxemborgar en pabbi hans var bankastjóri hjá Landsbankanum þar. Sonur minn varði þó öllum sumrum hjá mér og við höfum alltaf verið mjög náin. Hann býr t.d. núna í íbúðinni minni í Reykjavík. Eftir Harvard langaði mig að flytja til New York en það var ekki mögulegt. Ég hafði verið á Fulbright-styrk þegar ég var í Duke en honum fylgdi sú kvöð að þurfa að flytja úr landinu í tvö ár áður en hægt væri að sækja um atvinnuleyfi. Ég kynntist bandarískum manni, Gabriel, undir lok námsins í Harvard og við felldum hugi saman. Hann var á leiðinni til New

42

York en ég hafði ákveðið að flytja til London því ég var ekki alveg tilbúin til að flytja til Íslands. Við ákváðum því að vera í fjarbúð. Ég fór að vinna hjá McKinsey & Company sem sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf en ég vann aðallega í stefnumótunarvinnu og mannauðsmálum. Ég vann hjá McKinsey í London en var nánast aldrei í London. Fyrsta veturinn minn var ég nær alfarið í LA en svo var ég einnig í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og um fimm mánaða skeið í Katar. Ég hafði gaman af því að vinna með ólíku fólki í ólíkum löndum og sú reynsla hefur nýst mér gríðarlega vel. Ég segi gjarnan að McKinsey hafi verið viðskiptaskóli númer tvö. Fyrirtækin voru af ýmsum toga, eins og olíu-, lögfræðiog símafyrirtæki. Þetta var æðisleg reynsla en þetta voru ekki geirarnir sem ég hafði mestan áhuga á. Ég sat í stjórn Íslenska dansflokksins seinni hluta tíunda áratugarins þegar ráðuneytið var nálægt því að leggja dansflokkinn niður því hann hafði farið fram úr fjárlögum ár eftir ár. Við lögðum í gríðarlega endurmótunarvinnu, réðum Katrínu Hall sem listdansstjóra og fundum samastað fyrir flokkinn í Borgarleikhúsinu. Flokkurinn hafði verið að rembast við að sinna svo mörgum dansstílum enda flokkur allrar þjóðarinnar. En vegna smæðar hans þá sáum við að það væri ekki hægt og stefnan var tekin inn í nútímadansinn. Þarna áttaði ég mig á því hvað mér fannst gaman að vinna með skapandi fólki. Í MBA-náminu kynntist ég stelpum sem höfðu unnið með Prada, Gucci og öðrum stórum fatamerkjum. Mér fannst spennandi að sá möguleiki væri til staðar að byggja upp feril í kringum tísku. Ég skoðaði það aðeins í lok námsins en á þeim tíma var mjög erfitt fyrir lögfræðing með MBA-gráðu að komast inn í tískugeirann. Flestir í geiranum fóru beint í tískuna eftir BA- eða Bsc-nám. Ég fann, þegar ég vann hjá McKinsey, að mig langaði að vinna meira í skapandi geiranum. Þegar ég fékk tækifæri til að vinna hjá Baugi, sem var nýbúinn að opna skrifstofu í London, þá fannst mér það tilvalið skref. Þeir fjárfestu í tískufyrirtækjum og stórum keðjum, eins og Karen Millen og Oasis. Það var frábært að vinna fyrir fjárfestingafyrirtæki því maður skoðaði svo mörg og mismunandi tískufyrirtæki. Þarna blönduðust loksins viðskipti og tíska saman sem mér fannst virkilega skemmtilegt. Mér fannst heillandi að vinna beint með hönnuðunum og lúxushluta tískubransans. Ég sannfærði þá hjá Baugi að stofna deild sem fjárfesti í minni merkjum en fram að því höfðu þeir einbeitt sér að stærri merkjum. Ég sá tækifæri í því að koma snemma inn í fyrirtæki og hjálpa við uppbyggingu merkisins. Við fjárfestum m.a. í Matthew Williamson og ég sat í þeirri stjórn. Þá leið mér eins og ég hefði fundið minn heimavöll.“ Hinir efnuðu skömmuðust sín fyrir að versla Áslaug starfaði hjá Baugi í tvö ár og í millitíðinni giftist hún Gabriel en hann hafði flutt til London árið 2003 eftir þriggja ára fjarbúð. Þremur árum síðar var hann kominn með heimþrá og vildi flytja aftur til New York en Áslaug var ekki fullkomlega sátt við það á þeim tíma. „Ég naut mín í botn í vinnunni og leið vel í London. En ég lét tilleiðast og það var auðvitað gott að hafa farið áður en allt hrundi hjá Baugi. Ég var mjög heppin að þurfa ekki að ganga í gegnum það allt saman. Ég vissi samt ekkert hvað ég ætlaði að fara að gera í New York og var dálítið áhyggjufull yfir starfsmöguleikum mínum þar. Vinur okkar benti mér á að hafa samband við Marvin Traub sem var forstjóri Bloomingdales í 22 ár og stofnaði svo farsælt ráðgjafafyrirtæki. Hann var þó hvað þekktastur fyrir að hafa uppgötvað Ralph Lauren og að hafa komið með mörg vinsæl merki til Bandaríkjanna, eins og Missoni.


43

„Mér fannst dálítið ógnvekjandi að mæta í Harvard en ég var fyrsta íslenska konan sem hafði komist í námið.“

nýtt líf


viðtal

44

„Þarna var greinileg glufa í markaðnum ... Við vorum með konu sem vildi kaupa og hönnuð sem vildi selja en engan vettvang fyrir viðskiptin.“

Heimili Áslaugar í Reykjavík er einstaklega glæsilegt og fullt af áhugaverðum listmunum.

Ég hitti Marvin, sem þá var orðinn 83 ára, í fyrstu vikunni eftir að ég kom aftur til New York í lok árs 2006. Með honum á fundinum var viðskiptafélagi hans Mortimer Singer úr samnefndri saumavélafjölskyldu. Marvin bauð mér strax starf sem ráðgjafi í fyrirtækinu. Þeir voru spenntir yfir fjárfestingabakgrunni mínum því þeir voru að leita að einhverjum með slíka þekkingu. Þeir sáu tækifæri í minni fyrirtækjum sem þeir hefðu viljað fjárfesta í svo ég kom inn og hjálpaði þeim að stofna fjárfestingafyrirtækið TSM Capital en nafnið samanstóð af upphafsstöfum eftirnafna okkar þriggja. Fyrstu fjárfestingarnar okkar voru í merkjum Rachel Roy og Matthew Williamson sem ég fjárfesti nú í í annað skiptið. Stuttu síðar kom bankahrunið og þó að ástandið úti hafi ekki verið eins slæmt og hér heima þá var það samt rosalega slæmt. Fólk hélt að lúxustískuheimurinn væri ekki í mikilli hættu þrátt fyrir sveiflur í hagkerfinu því að ríka fólkið væri enn þá ríkt. En á þessum tíma hætti fólk að versla og það var ekki af því það hafði ekki efni á því heldur skammaðist það sín fyrir að versla. Ef það fór inn í lúxusbúð eins og Bergdorf þá lét það senda pakkana heim til sín því það gat ekki hugsað sér að ganga út með þá fyrir allra augum. Þannig að samdrátturinn var gríðarlegur og allir fjárfestar voru mjög varkárir. Á þessum tíma ákvað Marvin að hann vildi ekki að TCM færi í fleiri fjárfestingar, enda mikið stress sem fylgdi þeim, svo hann einbeitti sér þá frekar að ráðgjafafyrirtæki sínu. Ég þurfti að endurhugsa hvað ég vildi gera og komst að þeirri niðurstöðu að ég hafði ekki áhuga á að halda áfram sem ráðgjafi. Ég var búin með þann pakka. Mig var farið að langa að

starfa sjálf við rekstrarhliðina frekar en sem utanaðkomandi ráðgjafi eða fjárfestir. Ég var orðin spennt yfir þróuninni á Netinu og vann um tíma með Gilt Groupe sem er netverslun sem býður upp á tískuvörur frá síðustu árstíð á 70-80% afslætti. Á þessum tíma, um 2009-2010, var algjör sprenging í komu slíkra netverslana og greinilegt var að þar lágu frábær tækifæri. Þarna fór ég að vinna fyrstu alvörutískuvinnuna mína en ég sá um að velja varninginn sem var seldur á síðunni og þá sérstaklega í hluta síðunnar sem hét Gilt Noir sem var fyrir þá sem versluðu mest á síðunni. Eigendurnir höfðu nefnilega áttað sig á því að að 20-30% af veltunni kom frá 1% viðskiptavinanna. Þessir kúnnar fengu sérstaka þjónustu á síðunni þar sem þeir fengu aðgang að vörum sem annars færu ekki á afsláttarsíðuna því það voru ekki allir hönnuðir til í það. Á þessum tíma var ég í daglegum samskiptum við hönnuði. Þeir voru áhyggjufullir yfir því að búðirnar pöntuðu minna og minna af vörum og að þær veldu látlausustu flíkurnar sem þær teldu að myndu seljast best. Og þó að allt seldist upp í búðunum á öðrum degi þá pöntuðu þær ekki aftur þannig að það var ákveðin sóun í þessu líka. Ég hafði sjálf upplifað að sjá t.d. kjól á sýningarpalli eða á tískumiðlunum daginn eftir sýningu og hugsað að mig langaði í hann. En ég gat ekki nálgast hann því engin búð keypti akkúrat þennan kjól. Tíu árum áður birtust kannski bara tvær myndir frá hverri sýningu þannig að með komu samfélagsmiðlanna þá fékk neytandinn miklu ítarlegri upplýsingar af sýningarpöllunum. Þarna var greinileg glufa í markaðnum og eftir að hafa spjallað við fjölmarga í bransanum


nýtt líf

45

„Hjarta mitt brast algjörlega við þetta því þetta var barnið mitt. Ég hafði aldrei lagt eins mikið á mig fyrir neitt og trúði því ekki að þetta gæti farið svona.“ þá sá ég að þarna var ákveðið tækifæri. Við vorum með konu sem vildi kaupa og hönnuð sem vildi selja en engan vettvang fyrir viðskiptin,“ segir hún. Opnaði tískuheiminn upp á gátt Upp frá þessu spratt grunnhugmyndin að Moda Operandi sem er netverslun þar sem kaupandi getur pantað beint frá hönnuðinum. Áslaug fékk hugmyndina fyrst árið 2009 og hafði þá samband við Lauren Santo Domingo, sem hún hafði kynnst í gegnum Marvin og Mortimer sem leist mjög vel á hugmyndina. „Hún var að vinna hjá Vogue og ég hjá Gilt og hvorugar að leita eftir því að stofna sprotafyrirtæki þannig að hugmyndin var söltuð í nokkra mánuði. Í febrúar 2010, í kringum tískuvikuna, fann ég að þörfin ólgaði í mér að láta til skarar skríða. Ég var sannfærð um að þetta væri það næsta stóra sem yrði gert í tískuheiminum og ef ég gerði það ekki þá myndi einhver annar gera það. Lauren var tilbúin að kýla á þetta með mér og ég byrjaði að setja saman viðskiptaáætlun. Ég spjallaði líka við vini mína úr Harvard sem unnu sem fjárfestar og það kom skemmtilega á óvart hvað þeim fannst hugmyndin spennandi. Þegar ég vann með Marvin að því að finna fjárfesta fyrir eitthvert merki þá gat það verið alveg svakalega erfitt. En þarna sáu fjárfestarnir tækifæri á Internetinu þar sem tíska og tækni komu saman og þá fóru hlutirnir að gerast. Mögulega hefur það eitthvað með það að gera að 80-90% fjárfesta í Ameríku eru karlmenn. Ég ákvað að hætta hjá Gilt og hella mér algjörlega út í Moda. Maðurinn minn sagði að ég væri

brjáluð að gera þetta en hann endaði síðan á því að koma með fyrsta fjármagnið inn í fyrirtækið,“ segir hún og skellir upp úr. „Verkefnið átti hug minn allan og sömuleiðis allan minn tíma. Þetta var orðið svo slæmt að ég var hætt að fara út úr húsi að hitta vini mína. Tímasetningin var okkur í hag því markaðurinn var farinn að snúast aftur við eftir hrunið. Við hleyptum Moda Operandi af stokkunum í kringum tískuvikuna í febrúar 2011. Hönnunarlína Alexander Wang var sú fyrsta sem við buðum upp á og við fórum kvöldið eftir sýninguna og tókum myndir af öllu sem fór niður sýningarpallinn. Síðan snerist þetta um að koma þessu inn á Moda eins fljótt og mögulegt var. Þar gat kaupandi pantað sína flík en þurfti svo að bíða eftir að hún kæmi úr framleiðslu. Aðalpælingin var einmitt hvort fólk væri til í að bíða. Moda var aðeins opin þeim sem höfðu sótt um og fengið aðgang að henni en það fengu ekki allir. Fyrstu þrjá dagana var lítil umferð um síðuna og ég var orðin pínulítið áhyggjufull að þetta væri algjört flopp. Ég heyrði í mömmu minni sem sagðist ekki skilja hvernig hún ætti að versla á síðunni. Þá kviknuðu viðvörunarbjöllur. Við gerðum sniðmátið einfaldara og bættum við myndum þar sem aðeins hafði verið texti. Um leið og við gerðum breytinguna var eins og flóðgátt hefði opnast. Eftir fyrstu tvær vikurnar vorum við með 130 þúsund dollara í sölutekjur og næsta mánuð vorum við með 500 þúsund dollara. Eftir nokkra mánuði urðu fjárfestarnir fleiri en stærsti fjárfestirinn var NEA sem er einn stærsti fjárfestirinn í sprotafyrirtækjum í Bandaríkjunum. Einnig kom Condé Nast inn sem á m.a. Vogue. Þetta var 10 milljóna dollara fjárfesting. Ári


viรฐtal

46


nýtt líf

47

„Það var áhugavert að fylgjast með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Gunnari Sigurðssyni og fleirum vinna og sjá hvernig ákvarðanir voru teknar í þessu ógnarhraða umhverfi.“ seinna fórum við í aðra fjármögnun sem var samtals 36 milljónir dollara. Moda hélt áfram að vaxa og þetta var stórkostlegur tími. Öll verðmætin voru bundin inni í fyrirtækinu og við hverja endurfjármögnun þá hækkaði verðmatið. Þarna græddi ég hvað mest á mínum ferli. Eftir að hafa rekið Moda í þrjú ár vorum við Lauren komnar á sitthvora blaðsíðuna varðandi stefnu fyrirtækisins. Það er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að hafa eina stefnu og eina sýn innan fyrirtækis. Að allir vinni með sama hætti, trúi á sömu hlutina og vilji sömu hlutina. Lauren kom frá Vogue og ég McKinsey sem eru gífurlega ólíkir staðir. Ég held að helsti ágreiningur okkar hafi á endanum snúist um þennan kúltúrlega mismun á milli okkar. Aðstæður voru orðnar þannig að það var ljóst að það myndi ekki ganga að við yrðum báðar þarna áfram. Hún hafði verið andlit fyrirtækisins meira en ég svo úr varð að hún hélt áfram. Hjarta mitt brast algjörlega við þetta því þetta var barnið mitt. Ég hafði aldrei lagt eins mikið á mig fyrir neitt og trúði því ekki að þetta gæti farið svona.“ Fór alltof hratt af stað Heimur Áslaugar hrundi við það að þurfa að horfa á eftir Moda. Vinir hennar og vandamenn hvöttu hana til að taka sér gott frí en óþolinmæðin tók yfir hjá Áslaugu. Eftir aðeins mánuð var hún byrjuð að vinna að næsta verkefni sem einnig var netverslun en hún gat ekki hugsað sér að vinna við annað en tískunetfyrirtæki. „Ég stofnaði Tinker Tailor sem ég hleypti síðan af stokkunum í maí 2014. Hugmyndin á bak við þá netverslun var að viðskiptavinurinn gæti pantað merkjavöru en bætt við óskum um breytingar. Sumar konur vildu t.d. ermar á kjólana, v-hálsmál eða að kjóll næði niður fyrir hné. Við unnum með hundrað hönnuðum á þessum tíma og þeir voru hrifnir af þessu konsepti. Þeir trúðu að þetta væri framtíðin enda höfðu þeir margoft heyrt álíka vangaveltur frá sínum kúnnum. Þeir réðu því þó hvaða breytingar væru í boði fyrir hverja flík enda mikilvægt að þetta færi ekki út fyrir þeirra sýn. Þar fyrir utan vorum við með okkar eigin Tinker Tailor-fatalínu. En þetta snerist ekki um hana heldur að vera tæki fyrir fólk til þess að búa til sína eigin tísku. Við hönnuðum tækni, sem hafði ekki verið til áður, þar sem þú gast séð flíkurnar í þrívídd og sett þær saman eftir þínu höfði. Fjölmiðlarnir elskuðu þetta og veittu Tinker Tailor mikla athygli. Við vorum ein af þeim fyrstu sem buðu upp á þessa þjónustu og það gæti verið að við höfum verið of snemma í þessu. Þetta var ekki og er ekki enn orðið normið og neytendur taka nýjungum mishratt og vel. Síðan vorum við sjálf að fara inn á ótroðnar slóðir sem var erfitt því við höfðum ekkert til að miða okkur við. Þetta var ekki sannreynd formúla á þessu sviði þó að aðrir geirar, eins og bílageirinn, hefðu farið út í svipaða hluti. Það erfiðasta í þessu var framleiðslan en hún tók ofsalega langan tíma og ég tel það hafa verið mistök að vera með okkar eigið merki ofan á hitt. Þetta tvennt varð á endanum dauðahöggið ásamt ónógu fjármagni. Við lokuðum því síðunni eftir aðeins rúmt ár. Ákvörðunin var erfið en sú rétta á þessum tíma. Við ætluðum okkur bara of mikið og þetta var of stór biti. Stundum er hægt að vera of metnaðarfullur. Ég sé núna að ég hefði alls ekki átt að byrja svona hratt enda enn í sárum eftir Moda. En ég hafði trú á þessu konsepti og geri enn. Eftir þetta ákvað ég loksins að taka mér pásu en það reyndist mjög

erfitt að gera ekki neitt. Ég var viðriðin nokkur fyrirtæki sem ég hafði fjárfest í og meðal þeirra var John Brevard en þeim hönnuði, sem einnig er með bakgrunn í arkitektúr og innanhússhönnun, kynntist ég þegar ég var að fara af stað með Tinker Tailor. Hann hafði áhuga á sama konsepti nema fyrir skartgripi. Hann seldi skartgripahönnun sína á Tinker Tailor og þeir seldust mjög vel. Ég fjárfesti síðan í fyrirtækinu hans og var þar ráðgjafi. Þegar ég lokaði Tinker Tailor fór ég að vinna meira með honum ásamt því að setjast í stjórn fyrirtækis sem mun selja sérhannaða brúðarkjóla. En ég hef mest unnið með John og að merkinu hans. Við erum að skoða eitt samvinnuverkefni hér á Íslandi sem verður spennandi ef af verður. Ég get ekkert tjáð mig um það sem stendur en ég get þó sagt að það verður gott að koma heim og vera hér í aðeins lengri tíma en venjulega,“ segir hún sposk á svip. Einhleyp í fyrsta sinn síðan hún var nítján ára Áslaug er stolt af arfleifð sinni og hefur haldið íslenska nafninu sínu þrátt fyrir að fólki finnist ómögulegt að bera það fram. Hún er engin Ashley eða Lauren og hefur alltaf kynnt sig sem Áslaugu. „Nema kannski þegar ég fer á Starbucks, þá heiti ég Ashley,“ segir hún og skellihlær. „Stundum getur það verið algjör plága því enginn getur skrifað það en fólk man eftir mér. Í dag er svo mikill spenningur fyrir Íslandi þannig að fólk tengir enn betur við mig sem Íslending. Að vera íslensk hefur hjálpað mér því það er alltaf kostur að vera með alþjóðlegan bakgrunn. Íslendingar eru líka frumkvöðlar í eðli sínu. Við berum ekki mikla virðingu fyrir embættum og stöðum sem eiga að vera okkur æðri. Við hikum þ.a.l. ekki við að tala beint við hvaða forstjóra sem er en þannig er því yfirleitt ekki háttað erlendis. Það er okkur til happs að samfélag okkar er flatara að þessu leyti. Okkur finnst við mega tala við toppana og það er mjög jákvætt. Við erum svo lítil þjóð þannig að við getum gert svo margt nýstárlegt sem öðrum þjóðum þætti galið. Hér vinnur viðskiptafólk hiklaust með listafólki. Okkur finnst eðlilegt að allir partar samfélagsins komi saman. Besti vinur minn úr Harvard heitir Frans Johansson en hann er sænsk-amerískur. Hann skrifaði bókina The Medici Effect sem útgáfufélag Harvard gaf út. Þetta hefur verið ein mest lesna bókin um samsuðu viðskipta og sköpunar. Hann talar um það að bestu hugmyndirnar og besta sköpunin komi þegar ólíkir geirar koma saman. Hann hefur ferðast um heim allan og unnið með fyrirtækjum eins og Disney en líka ýmsum ríkisstjórnum. Þetta konsept hefur alltaf verið til staðar á Íslandi og er okkur eðlislægt. Ísland er alltaf heima fyrir mér og mér finnst það vera farið að toga enn meira í mig en áður. Ég og Gabriel slitum samvistum fyrir ári síðan þannig að ég er einhleyp núna í fyrsta sinn síðan ég var nítján ára. Það er mjög skrítið en ég held að það hafi allir gott af því að búa einir í einhvern tíma. Þegar ég hef komið til Íslands í gegnum árin hef ég mjög lítið verið að fara út á land. Mér fannst alltaf svo heillandi að búa í stórborg en núna er ég farin að meta náttúruna á Íslandi. Stærsta breytingin átti sér stað hjá mér í sumar en þá dvaldi ég óvenjulengi hér á landi. Ég var hér að gera myndband með John fyrir merkið hans og við fórum á Vestfirði. Mamma ólst upp á Núpi í Dýrafirði en þangað hafði ég ekki farið í tuttugu ár. Ég fór þangað tvisvar í sumar og upplifði einhverja djúpstæða tengingu. Þegar ég kom aftur til New York þá fann ég fyrir einhverri ónotatilfinningu sem


viðtal

48

„Að vera íslensk hefur hjálpað mér því það er alltaf kostur að vera með alþjóðlegan bakgrunn. Íslendingar eru líka frumkvöðlar í eðli sínu.“ ég hafði aldrei fundið áður. Kannski var það sjokkið að koma úr náttúruparadísinni á Íslandi inn í stórborg.“ Allt í lagi að byrja upp á nýtt Áslaugu er réttilega lýst sem frumkvöðli og það framtakssömum. Ásamt því að vera titluð sem guðmóðir tískunnar af Vogue þá er hún á lista Fast Company yfir hundrað mest skapandi einstaklingana í viðskiptaheiminum. Einnig var hún hluti af Next Establishment-lista Vanity Fair ásamt helstu risunum úr heimi tækni, pólitíkur, viðskipta, fjölmiðla og lista. Ferill hennar hefur náð sínum hæðum og lægðum en hún heldur alltaf ótrauð áfram. Kannski er það íslenska blóðið sem drífur hana áfram. En hver ætli séu mikilvægustu skrefin í að byggja upp svo glæstan feril? „Menntunin var mjög mikilvæg í mínu tilfelli. Auðvitað er fjöldi íslenskra frumkvöðla með glæsta ferla án þess að hafa farið í háskóla. En fyrir mig þá var það rosalega góður grunnur. Það var hjálplegt í að byggja upp tengslanet en einnig lærði ég hverjir mínir styrkleikar eru. Mér fannst gott að vinna fyrir aðra áður en ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki. Það má ekki vanmeta lærdóminn sem maður getur dregið af öðrum. Sérstaklega fannst mér lærdómsríkt að vinna hjá McKinsey og Baugi, enda afar ólík fyrirtæki. McKinsey er mjög skipulagt og strúktúrað fyrirtæki á meðan ég fékk frumkvöðlareynsluna hjá Baugi. Það var áhugavert að fylgjast með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Gunnari Sigurðssyni og fleirum vinna og sjá hvernig ákvarðanir voru teknar í þessu ógnarhraða umhverfi. Maður lærir samt alltaf mest á því að gera hlutina sjálfur en mér fannst gott að hafa þessa

reynslu í farteskinu. Stundum heyri ég fólk segjast vilja stofna fyrirtæki en það viti ekki alveg hvernig það eigi að vera. Það er ekki vænlegt því hugmyndin verður að vera fastmótuð áður en fyrirtæki er stofnað. Ástríðan þarf að vera til staðar og óbilandi trú á hugmyndinni því starf frumkvöðla er gífurlega erfitt. Ég fékk t.d. hugmyndina að Moda löngu áður en ég gerði eitthvað í henni. Með tímanum óx hugmyndin og varð sífellt sterkari og það sýndi mér að ég var með eitthvað gott í höndunum. Stundum fær maður hugmynd sem maður missir áhuga á eftir einhvern tíma þannig að það er mikilvægt að ana ekki út í neitt. Maður þarf að vera á tánum því það er erfitt, ef ekki ómögulegt, að plana mjög langt fram í tímann. Ein uppáhaldstilvitnunin mín er frá Steve Jobs sem sagði: „You can’t connect the dots looking forward; you can only connect them looking backwards.“ Það er mikill sannleikur í þessu því hlutirnir verða oft ekki skýrir fyrr en þú lítur til baka. Ef þú skoðar minn feril þá byrja ég sem lögfræðingur, ráðgjafi og fjárfestir en enda í tísku. Ég hef í öllum þessum tilvikum byrjað á byrjunarreit en allt þetta nýttist mér síðan þegar ég stofnaði Moda. Það er mikilvægt að vera opin fyrir tækifærum því þau leynast á ólíklegustu stöðum. Stundum breytast hlutirnir og það er allt í lagi,“ segir hún að lokum. Texti: Anna Brynja Baldursdóttir Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir Förðun: Kristjana Guðný Rúnarsdóttir með Lancôme Hár: Theodóra Mjöll með Label M Föt í eigu Áslaugar



trendin

50

Helstu trend haustsins

Bottega Veneta

Loewe

Fendi

Delpozo Tod’s

Elie Saab

Straumar sem gera haustið og veturinn bærilegri, hlýjar yfirhafnir og skjólgott leður. Það er engu líkara en að tískan sé sniðin að þörfum norðlægra landa.

Liturinn er fjólublár

Vetements

Vanessa Seward

Simone Rocha

Chloé

Hér er farið varlega í fjólubláu tónana en kvenlegur og fallegur litablær engu að síður.

Miu Miu

Djúpur fjólublár tónn var áberandi á pöllunum. Þessi litur passar vel við önnur trend líðandi stundar eins og flauel og leðurtískuna.


nýtt líf

Valentino

Moschino

Etro

Fausto Puglisi

Mulberry

Mörg tískuhús gerðu skrautlegar útgáfur af hinum klassíska mótorhjólaleðurjakka, önnur héldu sig þó í heldur hefðbundnari útgáfum.

Alexander McQueen

Gucci

51

Það er heldur rokkaðra lúkk þetta haustið og margir léku sér með tartan – köflótt efni. Leiddu hugann að Courtney Love og Nirvana-aðdáendum tíunda áratugarins, það er útlitið sem við erum að vinna með.

A.W.A.K.E

Vivienne Westwood Red Label

Fausto Puglisi

Burberry

Barbara Bui

Alexander Wang

No. 21

Grungerokk


trendin

52

Hood By Air

Christian Dior

Dolce & Gabbana

Stella McCartney

Gucci

Vetements

Marc Jacobs

Það er fátt meira kósí en að smeygja sér í risastóra yfirhöfn þegar veður fer að kólna. Það ætti að vera óhætt í haust þar sem þetta sást á tískupöllunum fyrir haustið.

Risa axlir

Við höldum okkur við níunda áratuginn og stækkum axlirnar á flíkunum. Risavaxnar axlir sáust á pöllunum hjá hönnuðum eins og Jacquemus.

Saint Laurent

Gucci

Jacquemus

Vetements


nýtt líf

DKNY

Valentino

Giorgio Armani

Vetements

Marc Jacobs

3.1. Phillip Lim

Adam Selman

53

Slétt flauel í hinum ýmsu litatónum sást hjá fjölmörgum hönnuðum. Þetta efni hefur verið notað mikið upp á síðkastið í götutískunni og er að sækja í sig veðrið ef eitthvað er.

Klassískur mokkajakki sem fyrst öðlaðist vinsældir hjá karlmönnum og var hvað mest notaður af herflugmönnum. Hlý og góð yfirhöfn í vetur, ráð er að stílisera þennan með hverju sem er.

Kate Spade

Maison Margiela

Balenciaga

Marc Jacobs

Burberry

Hermés

Prada

Flugjakki


trendin

54

Smátrend

Hér lítum við til pönkáranna og nælum okkur í hugmynd þaðan. Sikkrisnælan góða er nýtt sem mótíf og er flott á flíkum, eyrum og töskum.

Eyland, Einvera, 8.990 kr.

Nældu það saman

Lanvin

Isabel Marant Kenzo

Sonia Rykiel

Moschino

Monse

Eyland, Einvera, 8.990 kr.

Saint Laurent

Cristopher Kane

Níundi áratugurinn hefur sjaldan verið jafnheitur, tískan er jafnvel meira 80’s en árið 1985 … og þá er nú mikið sagt. Skoðið bara þessar útfærslur.

Balenciaga

Dúnúlpur

Balenciaga

Carven

Marques Almeida

DKNY

Rick Owens

Acne Studios

Stella McCartney

Vatteraðar úlpur hafa rutt sér til rúms í tískuheiminum en í stærri sniðum en gengur og gerist. Þú tekur ekki lítið pláss í úlpum sem þessum.


Balenciaga

Chanel

Calvin Klein Collection

Sonia Rykiel

Skoskt tartan-efni er sjóðandi heitt og nánast ómissandi á þessu tískuári. Ef það er eitthvað sem þú þarft að bæta við í fataflóruna þá ætti það að vera köflótt efni.

Bottega Veneta

Burberry

Jacquemus

55

WE THE FEMALE — EINN AF 15 NÝJUM LITUM Í HAUST/VETRAR LÍNUNNI FRÁ OPI. FÁANLEGT Í NAGLALAKKI OG GELLAKKI. OPI.COM • WETHEFEMALE

#

Kerry Washington fyrir OPI

Smátrend

Jaquemus

Balenciaga

Nú er móðins að girða sig aðeins að hluta. Með stórgerðum skyrtum og bolum er ráð að láta annan helminginn hanga meðfram hliðum.

Vetements

Láttu það flakka


56

Givenchy

Saint Laurent

Prada

Balenciaga

Acne Studios

Alexander Wang

trendin

Smátrend

Skíðaúlpur

Skrautlegir leggir

Balenciaga

Alexander Wang

Prada

Sonia Rykiel

Nú er ráð að brjóta upp á sokkabuxnasafnið og bæta í nokkrum skrautlegum.

Gucci

Cintamani, 28.990 kr.

Fendi, 201.840 kr.

Þetta er stórhættulegt trend; leður frá toppi til táar.

Alexander McQueen

Zara

, 14.9

90 kr .

Gucci

Vetements

Chloé

Nú má láta útivistarnördinn njóta sín með skærlitum úlpum. Balenciaga klæddi fyrirsætur sínar í skíðajakka en þær skörtuðu þá elegant skarti með.


VERÐ AÐEINS:

29.900,-

www.arc-tic.is

www.arc-tic.is


LÆGÐ

Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Sigrún Halla Unnarsdóttir Aðstoðarmaður ljósmyndara: Óli Magg Hár og Förðun: Helga Kristjáns Fyrirsætur: Ylfa og Embla frá Dóttur


r

Rúllukragabolur: Libertine – Libertine, Húrra Reykjavík Skyrta: Hope, Geysir Jakki: 66°Norður Peysa: Halla Zero - hallazero.com Kjóll: Halla Zero - hallazero.com Skór: Asics, Húrra Reykjavík


Peysa: Norse Projects, Húrra Reykjavík Kápa: VARMA


Rúllukragabolur: aiayu, ORG Reykjavík Peysa: Ellingsen Buxur: Nike, Húrra Reykjavík Skór: Kenzo


Rúllukragabolur: Libertine – Libertine, Húrra Reykjavík Skyrta: Hope, Geysir Kjóll: Suit, GK Reykjavík Buxur: Libertine – Libertine, Húrra Reykjavík Skór: Kenzo


Jakki: 66°Norður Peysa: Halla Zero - hallazero.com


Skyrta: Libertine – Libertine, Húrra Reykjavík


Peysa: Halla Zero - hallazero.com Kápa: VARMA Buxur: Ganni, Geysir Skór: Asics, Húrra Reykjavík


Umsjón: Lilja Ósk Sigurðardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

viðtal 66


67

nýtt líf

LEGGST Í RAUÐVÍNSBAÐ NÆST Hin eina og sanna Guðrún Veiga Guðmundsdóttir spjallar við okkur um sameiginleg áhugamál: rauðvín, samfélagsmiðla og ástina.

Ef þú fylgist með Guðrúnu Veigu á Snapchat þá ætti þér að vera ljóst að hún er sælkeri mikill en yfirleitt bregður henni fyrir í mjúkum náttslopp með múmínbolla í hönd. Í bollanum er rjúkandi kaffi sem hún teygar með tilþrifum enda mikil kaffikona. „Ég fjárfesti í Nespresso-vél fyrr á árinu, í mikilli óþökk eiginmanns míns sem fannst þetta fullglæfraleg fjárfesting þar sem við áttum að vera að safna fyrir brúðkaupi, og hef ekki séð eftir því í eina mínútu. Nema kannski mínútuna þegar ég komst að því að kaffið í vélina er ekki auðfáanlegt hér á landi. En ég kom mér í góð sambönd við flugfreyjur og aðra sífljúgandi aðila og vélina læt ég laga ljúffengt vanillukaffi, óþarflega oft á dag, sem ég setti svo alltaf slurk af rjóma í þar til ég áttaði mig á að ég var að drekka pela af rjóma á dag – þá fleygði ég mér um borð í léttmjólkurlestina. Ég er mikil rauðvínskona og elska Frontera Cabernet Sauvignon. Einu sinni drakk ég heila flösku og fékk ekki vott af hausverk. Og þegar ég segi einu sinni er ég að draga allverulega úr þeim skiptum sem ég hef stútað flösku. Ef ég ætti að gefa eitt heilræði tengdu rauðvíni þá væri það að dansa ekki um með það í gulum brúðarkjól. Mér finnst gott að borða og finnst fátt betra en Dominos-pizza, bingókúlur, kjötbollurnar hennar mömmu og gæs að hætti nýja eiginmannsins. Ég hef verið spurð út í átök mín við átröskun og hvernig sú reynsla hefur áhrif á mig í dag og við gerð bókar minnar „Nenni ekki að elda“. Sú reynsla fylgir mér að sjálfsögðu alltaf en það er langt síðan ég náði fullum bata og þess vegna leitar hugur minn lítið til þessa tímabils í dag. Það sama var uppi á teningnum þegar bókin var skrifuð en hún var rituð af hreinni matarást og dálæti mínu á svolitlu sukki og svínaríi, sem ég er dæmalaust þakklát fyrir að hafa öðlast aftur eftir ömurleg ár í sambúð með átröskun og því sem henni fylgir. Ef ég myndi skrifa aðra bók þá held ég að ég myndi ekki leggjast aftur nakin í baðkar fullu af poppkorni. Sumir líkamshlutar eiga aldrei að komast í snertingu við poppkorn. Ég hugsa að ég leggist í rauðvínsbað næst,“


viðtal

68

„Hausinn á mér nánast hringsnerist og ælan stutt frá því að spýtast út úr mér og í allar áttir rétt eins og í Exorcist. Já, ég gekk gjörsamlega af göflunum.“

segir hún og hlær. En er önnur bók í bígerð? „Eigum við ekki bara að segja að „Nenni ekki að elda“ hafi að minnsta kosti ekki verið mín síðasta bók.“ Grét yfir snittuuppskriftum Guðrún Veiga gekk í hjónaband í sumar með Guðmundi Þór Valssyni sjómanni en saman eiga þau níu ára dreng. Flestir þekkja Guðmund þó sem Brand hinna ýmsu verka og er gjarnan kallaður „Tusku-Brandur“ af konu sinni enda með eindæmum þrifinn húsbóndi. Guðrún Veiga leyfði fylgjendum sínum á Snapchat að fylgjast með brúðkaupinu og öllum undirbúningnum fyrir það. „Ég bað manninn um að giftast mér og næsta setning sem kom út úr mér var: ,,ég ætla að vera í gulum kjól.“ Allt sem er gult finnst mér fallegt. Svo fallegt að það kom aldrei neitt annað til greina. En þegar kom að brúðkaupsundirbúningnum sjálfum þá var ég alveg snaróð. Hausinn á mér nánast hringsnerist og ælan stutt frá því að spýtast út úr mér og í allar áttir rétt eins og í Exorcist. Já, ég gekk gjörsamlega af göflunum. Fékk tíu taugaáföll yfir pikkföstum límmiðum á Fetaostkrukkum og svitnaði yfir servíettubrotum. Grét yfir snittuuppskriftum og þurfti að biðja vini og fjölskyldu óþarflega oft afsökunar á öskrum og óviðeigandi fúkyrðum. Að nýfenginni reynslu þá get ég sagt að lykillinn að skemmtilegri brúðkaupsveislu er að eiga stórskemmtilega fjölskyldu og vini. Við komum ekki nálægt einu einasta skemmtiatriði í veislunni en þau stóðu yfir í góða þrjá tíma og vorum við nýgiftu hjónin ýmist hlæjandi eða grátandi. Svo þarf auðvitað nóg af rauðvíni. Helst flösku á mann og tvær handa brúðinni. Það sem gerir okkar samband gott er að við höfum húmor hvort fyrir öðru – það er númer eitt, tvö og þrjú. Og að vita hvenær þú átt að hætta að taka upp snöpp af eiginmanni þínum í óþökk hans – ég er enn að læra hvenær nóg er nóg. Næst á dagskrá hjá mér er að svo segja upp Internet-tengingunni svo ég komist ekki inn á heimabankann til þess að taka saman heildarfjárútlátin sem fylgdu þessu brúðkaupi mínu. Nei, ég meina okkar.“ Svarar fullum hálsi ef þess þarf Um þrettán þúsund manns fylgdust með Guðrúnu Veigu á brúðkaupsdeginum svo ljóst er að fjöldinn allur af fólki fylgist með henni dags daglega. En hvernig er týpískur dagur í lífi hennar? „Ég skríð fram úr rúminu og inn á bað þar sem ég annaðhvort fer í sturtu eða möndla ansi frjálslega með þurrsjampóbrúsann. Næst er það kaffibolli, tvö stykki af tyggjógúmmíi og tíu umferðir af maskara. Að því loknu gjamma ég yfirleitt dálítið við símaskjáinn þar sem fylgjendur

mínir á Snapchat fá eitthvað misáhugavert beint í æð með morgunbollanum. Á milli þess sem ég tek upp vangaveltur á Snapchat þá hugsa ég um það hvaða vangaveltum ég á næst að gusa út úr mér á Snapchat. Svo þarf kona víst að vinna fyrir salti í grautinn, nýjum klæðum og ólæknandi naglalakkafíkn. Inn á milli sinni ég svo barnauppeldi, Bónusferðum og brýt saman heilu og hálfu þvottafjöllin. Flesta daga hangi ég svo í tölvunni langt fram á nótt – Guð forði mér frá því að missa af bloggi um nýjasta varalitinn á markaðnum eða hvað fólkið sem ég fylgi á Instagram borðaði í kvöldmat. Ég finn aðeins fyrir aukinni athygli og fæ reglulega sendar myndir af mér sem eru aðallega teknar í IKEA. Ég er alltaf í IKEA. Eða þegar ég sit á Stjörnutorgi að borða Dominos. Ég er alltaf að borða Dominos. En ég hef sérstaklega gaman af því þegar fólk fleygir sér bara í fangið á mér og heilsar. Best er reyndar þegar ég heyri ,,hæ“ hátt og snjallt og svo strax á eftir ,,sjitt, ég heilsaði þér óvart svo fattaði ég að við erum ekki vinkonur í alvöru.“ En ég er sjálf með eindæmum forvitin um allt og alla og þegar ég er að snuðra, jafnvel hnýsast, þá get ég alltaf skýlt mér á bak við þá afsökun að ég sé mannfræðingur og þetta sé einfaldlega akademískur áhugi af minni hálfu. Það að vera mannfræðingur nýtist mér heilmikið á samfélagsmiðlum. Þegar ég er að skoða myndir úr sumarfríum hjá ókunnugu fólki á Facebook þá er það af því að ég er mannfræðingur. Ekki af því að ég er ógeðslega forvitin og vil vita hvað frændi fyrrverandi kærasta vinkonu minnar er að gera í lífinu.“ En hvernig tekst hún á við fólk sem er með leiðindi á samfélagsmiðlum? „Æ. Í fyrstu tók ég allt voðalega inn á mig en eftir langa dvöl á þessum miðlum verður skrápurinn blessunarlega vel þykkur. Auðvitað á ég mína viðkvæmu bletti sem lítið má snerta án þess að mér sárni. Ég svara fullum hálsi þegar ég tel þess vera þörf, svo hef ég lært að láta annað kyrrt liggja. Block-takkinn á Snapchat er líka einstaklega þægilegur valmöguleiki þegar illa liggur á mér. Þegar allt er í steik þá er tvennt sem huggar mig best. Nýtt naglalakk og nammi.“ Sloppurinn er okkur enn þá hugleikinn enda jafnmikil „statement“ flík hjá Guðrúnu Veigu og guli liturinn sem hún heldur svo mikið upp á. Er því ekki úr vegi að spyrja hvort henni hugnist ekki að koma með náttsloppalínu á íslenskan markað? „Ekki með náttsloppum, nei, en samkvæmissloppur er á teikniborðinu. Ef mér yrði boðið á fleiri fágaða viðburði þar sem allt væri morandi í einhverskonar áhrifaaðilum í íslenskum viðskipta- og tískuheimi þá myndi ég drekka í mig kjark og bera hugmyndina undir einhvern markaðsmógúlinn,“ segir hún að lokum.


69

nýtt líf


V

nýtt líf

70

Á götum Reykjavíkur

G Ves J

Þegar hausta tekur fara tískudrósirnar á kreik.

Tobias Sálfræðinemi Jakki: Vintage, LANVIN Skyrta: Vintage Buxur: H&M Skór: Dr. Marteins Trefill: Frá ömmu

Edda Arctic Adventures Jakki: Urban Outfitters Taska: Pull & Bear Peysa: Spúútnik Buxur: Spúútnik Veski: Monki Skór: H&M

MUNDI Tölvuleikjahönnuður Jakki: Bóas Kristjánsson KARBON Bolur: Mundabolur Buxur: Mundabuxur Skór: Frá mömmu Sólgleraugu: Ray Ban Taska: Go West - side magazine

Joe Van Dyke Vöruhönnuður Jakki: Michael Kors Trefill: Rauðakrossbúðin Peysa: EPTM Buxur: Torrid Skór: Adidas MND

Rakel Coocoo´s Nest Taska: Frá mömmu Trefill: H&M Kjóll: Monki Buxur: Monki Skór: Vagabond

Hraunar Nemi Jakki: Urban Outfitters Bolur: H&M Taska: Urban Outfitters Buxur: Gallerí 17 Skór: Adidas

Ljósmyndari: Óli Magg

Atli Freyr Nemi Jakki: Pull & Bear Bolur: Selected Taska: Gallerí 17 Buxur: Selected Úr: Komono frá Húrra Skór: Converse

Jeffrey Myndlistarmaður Derhúfa: Saturdays Gleraugu: Warby Parker Jakki: Theary Buxur: UNIQLO Skór: New Balance


Verð frá aðeins

3.490.000 kr.

Velkomin í Tívolí! Fjórhjóladrifinn / Sjálfskiptur / Ríkulega búinn Bílabúð Benna kynnir sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð.

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Opnunartímar Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00

4WD – læst

4WD – 50/50 skipt


{ s pa ra ð u } og komdu í Áskrift að nýju lífi 20% - 35% afsláttur á Birtingur.is. kynntu þér tilboðin


nýtt líf

73

fegurð VIÐGERÐ HÁRSINS TEKIN Á NÆSTA STIG

BOTTEGA VENETA

Eftir sumarið var hárið á mér eins og strá, ég réð ekkert við það en vildi þó ekki hjúpa það með silíkoni til að fá það slétt. Mér var bent á að prufa þessa tvennu frá John Masters og hún virkaði svona líka vel að hárið á mér hefur orðið mýkra með hverjum hárþvotti án þess að silíkon komi við sögu eða önnur óæskileg innihaldsefni. Þetta er ekki ódýrasta hárumhirðan á markaðnum en það þarf lítið í einu og þetta endist lengi. John Masters Organics Honey & Hibiscus Shampoo, 6.750 kr. (Mai.is) John Masters Organics Honey & Hibiscus Conditioner, 6.680 kr. (Mai.is)

EINFALDLEGA sá besti

Já, fyrirsögnin er tilvitnun í lagið Simply the Best og það á vel við í þessu tilviki. Framlag Dior á cushionfarðamarkaðinn er stórkostlegt: það sameinar lit og húðumhirðu í eina formúlu og reyndar sagði ég ,,vá“ upphátt þegar ég prófaði farðann fyrst. Hann veitir húðinni mikinn raka en á sama tíma eru í honum púðuragnir sem afmá ásýnd svitahola og roða í húðinni og hún virkar stinnari ásýndar með möttu yfirbragði. Formúlan er þunn, veitir létta þekju sem auðveldlega má byggja upp og inniheldur sólarvörn SPF 50 sem verndar húðina vel. Dior Capture Totale DreamSkin Perfect Skin Cushion, 13.190 kr.

HÁMÖRKUN RAKAGJAFAR

Snyrtipenninn mælir með

Lilja ósk, fegurðargúrú, mælir hér með vel völdum vörum úr snyrtiskáp Nýs Lífs.

Ég er alltaf að verða hrifnari og hrifnari af franska húðumhirðumerkinu Novexpert því formúlurnar eru hannaðar til að veita hámarksvirkni án allra aukaefna. Þessi vara er rakabomba fyrir húðina og hægt að nota eina og sér eða blanda út í rakakrem. Hún er með fjórum mismunandi mólekúlum af hýalúrónsýru sem fyllir öll húðlögin raka. Þetta er klárlega nauðsynleg viðbót við húðumhirðu allra og hentar öllum húðgerðum. Novexpert Booster Serum with Hyaluronic Acid 480mg, 8.630 kr.

AUKIN LÍFSGÆÐI MEÐ NÝJUM BLÁSARA

Þegar maður er alinn upp við ódýra hárblásara allt sitt líf þá er engin furða að maður telji það til lífsgæða að eignast einskonar tryllitæki sem þurrkar hárið helmingi hraðar og er með sérstakri Ionic-tækni þannig að hárið verður ekki jafnúfið eftir blásturinn. Ég sleit því sambandinu við gamla blásarann og hóf sambúð með Boss-blásaranum. Ástarsambandið fór svo upp á næsta stig þegar hann færði mér besta hárbursta allra tíma: Wet Brush Epic Quick Dry Brush Pro en burstinn er líka kúptur svo ég nota hann stundum til að veita sjálfri mér hársvarðarnudd. Blásarinn og burstinn koma saman í einum pakka svo þetta er klárlega jólagjöfin í ár! (Of snemmt?) HH Simonsen Boss Ionic Hair Dryer (Nude), 28.900 kr.


snyrtivörur

74

FÖRÐUNARTRENDIN FRAM UNDAN Eftir sumar af léttri, saklausri og ljómandi förðun fáum við loksins aftur alvöruförðun sem við munum skarta í haust og vetur. er

in

n ra

kenzo

RÁÐ

Ef þú átt erfitt með að ná jafnri línu er sniðugt að fara yfir hana með svörtum/ dökkum augnskugga til að jafna hana.

L’Art Guerlain

du Trait

ner

Liquid MAC Superslick

p eU ak M

li ye eE ak C e or St

t Eye Marker Yves Saint Lauren

Eye Liner

Emilio pucci

Genny

Augnlínan er í aðalhlutverki í haust og hefur hún aldrei verið grafískari né svartari. Hönnuðir á borð við Kenzo, House of Holland og Julien Macdonald gengu hvað lengst með sína augnfarðalínu og almennt óljóst hvort um væri að ræða hreina augnfarðalínu eða hreinlega augnskugga. Þetta trend stendur þó alltaf fyrir sínu, skapar ákveðna dulúð og kynþokka er rökkva tekur þegar á líður haustið. Passaðu bara að halda vörunum í náttúrulegum lit á móti svo fókusinn sé á augun.

Dior Diorshow Waterproof Pro Liner

Estée Lauder Little Black Liner

KOLSVART

r

ne

li Felt Eye

Umsjón: Lilja Ósk Sigurðardóttir og Hildur Friðriksdóttir

eG

ôm

nc

La

eL ôs di


nýtt líf

75

Ferskir ferskjutónar Ferskjulitaðar förðunarvörur eru þeim merkilega eiginleika gæddar að klæða langflesta húðliti. Okkur hættir þó til að einskorða ferskjulit við vorið en sem betur fer minntu förðunafræðingar á sýningum Prabal Gurung, Balmain og Ninu Ricci okkur á að hann passar engu síður á haustin, enda hlýr og huggulegur.

)

prabal gurung

n atio tell

MAC Blus

h (Melba)

s nte

e èvr

el L

n Cha

lla inti s Sc

0

r (1

ime

ss Glo

ons 8C

RÁÐ

Bobbi Brown Pot Rouge (Fresh Melon) NYX Soft Matte Lip Cream (Buenos Aires)

r

ne

Anastasia Beverly Hills Eye Shadow (Glisten), Nola.is

balmain

olupté ouge V YSL R h Passion) c (13 Pea

bcbg

Umsjón: Lilja Ósk Sigurðardóttir og Hildur Friðriksdóttir

eli

Fallegt er að nota svipaðan tón á allt andlitið og þá virka mattir litir best. En glitrandi eða sanseraðir litir eru fallegir notaðir sparlega og sem dálítið litaskot.

Anastasia Beverly Hills Eye Shadow (Orange Soda), Nola.is


snyrtivörur

76

ÁBERANDI VARIR

k ILIA Lipstic

Varalitir eru í aðalhlutverki þessa dagana og konur aftur farnar að þora að vera með djarfa, rauða og dökka varaliti. Matta áferðin hefur verið mjög vinsæl og verður það áfram í vetur en þó voru hönnuðir eins og Dior og Charlotte Olympia með glossaðar varir inn á milli. Til að endurskapa þetta trend skaltu passa að húðin sé öll jöfn að lit, haltu augnförðuninni í lágmarki og leyfðu djarfa varalitnum að ylja þér í vetur.

s tale), Nola.i (Femme Fa

ing Lip Pencil

Shiseido Smoo th (RD305 Siren )

christian dior

RÁÐ

MAC L

ipstick

(D For

Danger)

Chanel Rouge Allure Ink (154 Expérimenté)

g), Akila.is ughes (Adorin t Matt(e) H ee The Balm M

bottega veneta

Lévres (98 Séduct

ion)

d)

ng Finish by Ka te (53 Retro Re

Rimmel Lasti

Chanel Le Crayon

ison Matte)

Dior (962 Po

roksanda ilincic

Dior Rouge

Hægt er að framkalla marga tóna frá sama dökka varalitnum með því að draga úr ákafa ásetningar. Prufaðu að nota bómullarpinna eða dumpa varalitnum á varirnar fyrir ljósari útgáfu af dökka varalitnum.


nýtt líf

RÁÐ

Þær sem eru ekki með þéttar og þykkar augabrúnir frá náttúrunnar hendi geta bætt við einstökum hárum með mjóum blýanti eða ýft brúnirnar með því að nota augnbrúnagel með trefjaögnum og bursta hárin upp á við.

Smashbox Brow Tech To Go

77

proenA SCHOULER

YSL Couture Bro w Palette

urcils Styler

Lancôme So

christian dior

Undanfarin ár hafa þykkar og þéttar augabrúnir verið áberandi og eftirsóknarverðar, þökk sé Cöru Delevigne og fleiri fyrirsætum. Á tískupöllunum í ár, til dæmis hjá Proenzu Schouler og Rodarte, voru brúnirnar hafðar mjög náttúrulegar – lítið sem ekkert plokkaðar, engar skarpar línur og náttúrulegu lagi leyft að halda sér.

sh (12), Nola.is

Rammi augnanna

Anastasia Beverly Hills Brow Bru

rodarte

Anastasia Beverly Hills Dipbrow Pomade, Nola.is


snyrtivörur

78

GLIMMER

Glimmerið var óvænt ánægja á sýningarpöllunum fyrir veturinn en það var óspart notað til að fá aukið líf í förðunina. Það er kannski ekki það auðveldasta í notkun, og meira notað til hátíðarbrigða, en í þessum efnum er sniðugt að nota glimmerkennda kremaugnskugga og augnblýanta til að endurskapa förðunina. Fyrir þá sem vilja ganga skrefinu lengra er auðvelt að nálgast glimmer í förðunarverslunum á borð við MAC og Make Up Store.

ht)

adow (Sunlig

arkle Eye Sh

Smashb

ox Alway s Sharp

3D Eyeli

ner (3D

john richmond

anthony vaccarello

n Sp Bobbi Brow

Galaxy)

RÁÐ

Fo

D ver rE

dP iamon owder

holly fulton

atsuro tayama

ver)

litter (S il

Ma ke

MAC G

Up

Svo glimmerið haldist á augnlokunum skaltu nota augnskuggagrunn eða kremaugnskugga. Þá festist glimmerið við límkenndari grunn.


NÆRING ÚR DJÚPINU TARAMAR beitir sérþróuðum aðferðum til að einangra öflug lífvirk efni úr sjávarfangi og lífrænt ræktuðum lækningajurtum. Við notum engin ertandi eða skaðleg efni, engin hefðbundin rotvarnarefni og engin efni úr erfðabreyttum jurtum. Sölustaðir TARAMAR: Leifsstöð Duty Free, Hagkaup Garðabæ, Kringlunni og Smáralind, Heilsuhúsið, Icewear, Lyf & heilsa og Gló | taramar.is


80

6 Turquoise) pnôse Stylo (0

bre Hy Lancôme Om

emporio armani

snyrtivörur

Trio (RD711 ing Satin Eye Color

Pink Sands)

er Pow

jill stuart

Shiseido Luminiz

RÁÐ

Anastasia Beve

Couture Mono (0 9O

rient)

rly Hills Modern

Laurent

Bobbi Brown Long-Wear Gel Eyeliner (Violet Ink)

LEIKUR AÐ LIT

byblos

Listræn tjáning var áberandi í förðuninni hjá hönnuðum á borð við Emporio Armani og Desigual en þar voru litir og form í aðalhlutverki á andliti fyrirsætanna. Bjartur litur getur poppað upp hversdagsleikann og hægt að aðlaga sig þessu trendi með því að hafa bjartan lit eingöngu á vörum eða til dæmis á hreyfanlega augnlokinu. Við þorum ekki að tryggja útkomuna ef bjartir litir eru notaðir á allt andlitið.

Yves Sain t

desigual

Fáðu aukinn lit í lífið með augnblýanti í skemmtilegum lit við klassíska augnförðun.

Renaissance Pa

lette, Nola.is


nýtt líf

81

HEILBRIGÐUR LJÓMI Þegar við tölum um heilbrigðan ljóma á húðinni erum við að tala um fágaðan og náttúrulegan ljóma sem líkir eftir þeim sem kann að koma innan frá en ekki metal-kenndar línur eftir andlitinu sem margir kalla „highlighter.“ Notaðu mjög fínmalað ljómapúður eða kremformúlu með örfínum ljómaögnum til að ná fram heilbrigðum ljóma á húðinni.

RÁÐ

hugo boss

eA ud nN i k

izer Powder umin ir L

Of kaldur tónn í ljóma gerir lítið annað en að minna þig á Galdrakarlinn í Oz. Prufaðu hlýrri tóna þegar kemur að ljóma, til dæmis aðeins út í gyllt.

MAC Cream Color Base (Pearl)

Dio rD io

rs

hts (Hollywood &

Smashbox L.A. Lig

Anastasia Be ve Kit (Gleam), rly Hills Glow Nola.is

Marissa webb

RÁÐ

Minna er meira þegar kemur að ljóma og passaðu að setja ekki mikið á T-svæði andlitsins því ljómi kann að auka misfellur í húðinni.

Highlight)


snyrtivörur

82

ho rS

ot)

DÖKK UMGJÖRÐ

urent Cout ure Kajal (1 Noir Yves Saint La

daks

elie saab

Það er sérlega heppilegt að smokey-augnförðun sé í tísku núna þegar við höfum ekki alltaf mikinn tíma til að farða okkur en þegar kemur að smokey þá viltu hafa förðunina svolítið lifandi. Fíniseraðu augnförðunina með dökkum augnskugga og passaðu að blanda allar línur út í hið óendanlega. Það er ekkert sem bannar það að vera með smokey-augnförðun á daginn en þá getur verið æskilegt að takmarka dökka litinn eingöngu við efra augnlokið og mjög fínlega línu undir augunum. Smokey þýðir ekki endilega svart, leiktu þér til dæmis með dökkgræna og dökkbrúna liti.

Shiseido Shimmering Cream Eye Color (BR306 Leather)

reme Mascara Lancôme Grandiôse Ext

roberto cavalli

erproof (10 Ebene) Chanel Stylo Yeux Wat

Ardent)

hoto Op Eyeshado wT ox P rio shb a (C Sm ov e

RÁÐ

Kolsvartur litur um augun getur ýtt undir þreytumerki og fínar línur. Prufaðu þig áfram með brúna tóna til að mýkja ásýnd förðunarinnar.


nýtt líf

METAL

Metal-áferðin hefur sjaldan verið vinsælli og er auðvelt að tileinka sér smávegis metal í lífið. Kopar-, gull- og silfurlitaðir tónar voru jafnt notaðir hjá hönnuðum á augu og neglur. Ef þú ætlar að vera með metal-kennda augnförðun getur það verið sniðugt að halda húðinni í mattara lagi svo metal-áferðin standi meira upp úr.

leonard

83 Anastasia Beverly Hills Eye Shadow (Wine), Nola.is

Anastasia Beverly Hills Eye Shadow (Truffle Glitter), Nola.is

Yves Saint Laurent Full Metal Shadow (Pink Cascade)

RÁÐ

rulé) ge B ou R 8 12

Mikið endurkast augnskugga ýkir fínar línur augnanna. Haltu þig við augnskugga í mattara lagi en poppaðu förðunina upp með því að setja metal-augnskugga á miðju hreyfanlega augnloksins.

Chanel Illusion D ’ O mb re (

carmen marc valvo

tadashi soji

old)

ble Wear E ye Pencil (G

Estée Laud er Dou

MAC Pigment (Silver)


nýtt líf

84

Ljúf angan af hausti Við tókum flottustu haustilmvötnin í ferðalag um Reykjavík og gáfum hverju og einu persónulegan blæ í íslenskum aðstæðum.

Ljúfur og rómantískur ilmur sem ber svo sannarlega nafn með rentu. Tender Romance er austrænn blómailmur með engifer, peru og bergamot í bland við hvít blóm, jasmínu og magnólíu, og musk.

Calvin Klein CK One Gold Eau de toilette

Sígildur ilmur sem kemur alltaf aftur í tísku. CK One kom fyrst á markað árið 1994 og var táknrænn fyrir ungu kynslóð aldamótanna. Nýjasta útgáfan sem kom út í ár er algjör gullmoli. Hann er í senn ferskur og djarfur, toppnóturnar eru einstök blanda fíkju, bergamot og salvíu en grunnurinn er blanda af patchouli og vetiver sem gefur ilminum hlýju og kynþokka.

Marc Jacobs Daisy Black Edition Eau de parfum

Upprunalegi Marc Jacobs-ilmurinn frá 2008 er enn við lýði. Daisy Black Edition er lúxus Eau de Parfum-útgáfa af ilminum. Daisy er grænn ávaxtailmur, með jarðarberjum og rauðu greipi, sem verður púðurkenndari eftir því sem hann þornar.

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir og Lilja Sigurðardóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

Ralph Lauren Tender Romance Eau de toilette


nýtt líf

85

Hugo Boss The Scent Eau de parfum

Nýi ilmurinn frá Hugo Boss er hreint út sagt dísætur. Hann hefst á flauelsmjúkum ferskjutónum en eftir því sem hann þornar verður hann höfugri og sætari, þökk sé ristuðu kakói. Útkoman er fágaður, sætur ilmur fyrir konur á öllum aldri.

Yves Saint Laurent Mon Paris Eau de parfum

Nýjasti ilmurinn úr smiðju YSL er hluti af Parísarlínu fyrirtækisins. Ilmurinn einkennist af sætum ávaxtatónum, jarðarberjum, hindberjum og peru en hjarta hans er chypre-ilmblandan, patchouli og musk, sem gefur honum meiri dýpt. Hann er túlkun á nútímaást en hún hispurslaus, sönn og áköf.

Stella McCartney Pop Eau de parfum Tískuhönnuðurinn Stella McCartney hefur bætt við sig þriðju ilmlínunni sem hefur fengið nafnið Pop en áður hefur hún sett á markað ilmvötnin Stella og L.I.L.Y. sem hafa komið út í fjölmörgum útfærslum á undanförnum árum. Pop er stílað inn á nýaldarkynslóðina og er frjálslegur blómailmur en tvær megin ilmnóturnar eru tuberose og sandalviður.

Chanel N°5 L’Eau Eau de toilette

Nýjasti ilmurinn í hinni víðfrægu N°5línu. L’Eau er ætlað að fanga hug yngri kynslóðarinnar, en hann er hannaður sem léttari og ferskari útgáfa af upprunalega ilminum. Hjarta ilmsins er maírósin sem ræktuð er í Suður-Frakklandi. Fullkominn ilmur fyrir unga Chanel-aðdáendur.


nýtt líf

Marc Jacobs Divine Decadence Eau de parfum

Þegar Marc Jacobs kynnti Decadence á markað í fyrra var það sem fyrsta þroskaða ilminn sem sameinar bæði kynþokka og fágun. Nýjasta útgáfan er léttari og hefur fengið nafnið Divine Decadence. Hún einkennist af kampavíni, hvítum blómum og krydduðum grunnnótum; hvítu amber, vanillu og saffran.

86

Gucci Bamboo Eau de toilette

Í fyrra setti Gucci Bambooilminn fyrst á markað og hefur í ár fylgt því eftir með léttari Eau de Toiletteútgáfu. Eins og nafnið gefur til kynna er bambus megininnblásturinn en sú planta er vinsælt mótíf í aukahlutum tískuhússins. Um er að ræða framandi sítrusilm með hvítum blómum, vanillu og sandalvið.

Prada La Femme Prada Eau de parfum Í ár komu tvö merkileg ilmvötn á markað frá Prada; La Femme Prada and L’Homme Prada. Þau eiga að tákna karl og konu sem eru fullkomnir jafningjar – hún gæti verið hann og hann gæti verið hún. La Femme Prada er sígildur blómailmur en laus við allar klisjur. Sverðlilju, jasmínu og ylang-ylang er gefin dýpt með hunangi og kryddum.



nýtt líf

88

Davines Curl Building Serum

Label M Texturizing Volume Spray

Hártískan í haust

Töff og náttúruleg áferð

Á mörgum tískusýningum í ár var náttúrulegri áferð hársins leyft að njóta sín í auknum mæli, hvort sem það var krullað, slétt eða liðað. Hárið hafði mikla hreyfingu og því var leyft að vera aðeins úfið. Óvænt kom vöfflujárnið líka sterkt inn.

Sett í snúð

Blaxteygjur, Sapa.is

Maria Nila Styling Spray

Taglið fékk að mestu frí þetta árið og í staðinn hefur snúðurinn tröllriðið tískuvikunum. Ýmsar útfærslur sáust og hver þeirra hefur sinn stíl. Hár hnútur efst á krúnunni er öðruvísi og töff á meðan lágur er sígildur og stílhreinn. Einnig mátti sjást glitta í tvöfalda hnúta eins og voru í tísku á tíunda áratugnum.


nýtt líf

Fléttur hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarið. Því kom engum á óvart að þær skutu reglulega upp kollinum á tískuvikunum fjórum. Vinsælasti stíllinn voru tvær fastar fléttur niður eftir hnakkanum og aftur á bak. Þó mátti einnig sjá framúrstefnulegar uppgreiðslur.

Bed Head Hair Stick

Flottar fléttur

Bed Head Hard Head

89

Hliðarskipting

Á meðan miðjuskipting er frjálslegri og minnir meira á bóhema þá er óneitanlega meiri stíll yfir hliðarskiptingu – sérstaklega ef hún er alveg þráðbein. Hún kemur vel út í slegnu hári en fær virkilega að njóta sín þegar hárið er sett í tagl eða snúð.

HH Simonsen Rod VS4

MorrocanOil Boar Bristle Teasing Brush

Þó að stílhreinn töffaraskapur hafi verið mest áberandi á tískusýningum þá er alltaf smávegis glamúr inn á milli. Í þetta skiptið var það aðallega fingrakrullur og mjúkir Hollywoodliðir þriðja áratugarins sem fengu að njóta sín.

Morrocanoil Treatment Light

Label M Hold & Gloss Spray

Gamaldags glamúr


snyrtivörur

90

nýtt HÁRIÐ MÓTAÐ AÐ VILD

Moroccanoil færir okkur þrjár nýjar og frábærar mótunarvörur fyrir hárið sem standast allar okkar gæðakröfur. Moroccanoil Beach Wave Mousse er froða sem borin er í blautt hárið og veitir flotta áferð líkt og saltsprey án þess þó að innihalda salt en salt getur þurrkað hárið. Moroccanoil Dry Texture Spray er notað í þurrt hárið og eykur umfang þess. Spreyið veitir létt hald og mjög gott að nota sem grunn í hárgreiðslur eða í stað hárlakks fyrir náttúrulegri útkomu. Að lokum er það Moroccanoil Texture Clay sem er leirkennd formúla til að móta hárið og veitir hún sterkt hald. Vörurnar innihalda að sjálfsögðu allar argan-olíu og næra hárið um leið og þær móta það.

PENNI SEM GERIR ALLT

Bobbi Brown Retouching Face Wand er penni sem inniheldur kremaða og létta formúlu sem má nota hvar sem er á andlitinu til að fá náttúrulega þekju sem jafnar út húðlitinn. Framan á pennanum er svampur sem blandar formúlunni lýtalaust við húðina svo ekki er að sjá ummerki farða á húðinni.

SPENNANDI YFIRLÖKK FRÁ OPI

OPI Plumping Volumizing Top Coat og OPI Brilliant High-Shine Top Coat eru ný yfirlökk sem eru spennandi fyrir þær sakir að hið fyrrnefnda eykur umfang og gefur nöglunum þéttari ásýnd og líkir eftir gelnöglum. Hið síðarnefnda veitir nöglunum mikinn glans og eykur endingu naglalakksins.

STAKIR AUGNSKUGGAR FRÁ SMASHBOX Smashbox Photo Op Eye Shadow Singles eru stakir augnskuggar og núna getur þú eignast þinn uppáhaldsaugnskugga einan og sér. Augnskuggarnir eru litsterkir og koma bæði í möttum og ljómandi formúlum.

VATNSHELDUR HYLJARI

Smashbox Studio Skin 24H Waterproof Concealer er olíulaus hyljari sem helst lengi og er vatnsheldur. Formúlan er einnig rakagefandi og blandast húðinni fullkomlega án þess að setjast í fínar línur og veitir miðlungs til fulla þekju. Má nota undir augu og á aðra staði andlitsins.

ENDURVEKUR INNRI GLEÐI

Giorgio Armani Acqua di Gioia hefur nú verið endurvakið en þetta ferska ilmvatn sækir innblástur í uppsprettu lífsins: vatn. Með primafore-sítrónu, sýprusvið og vatnajasmínu er ilmurinn ferskari sem aldrei fyrr. Sömuleiðis koma ný ilmvötn inn í línuna sem nefnast Air di Gioia og Sun di Gioia. Air di Gioia býr yfir saltvatnskjarna ásamt patchouli, hvítum sýprusvið og hvítri rós. Sun di Gioia er kraftmeira ilmvatn en önnur í línunni og einkennist af vanillu, íris og sólblómum.

KRAFTMIKIÐ HREINSIVATN

STROKAR ÚT LÝTI

Bobbi Brown Retouching Face Pencil er mattur og kremaður blýantur sem hylur lýti, jafnar út roða og hentar sérlega vel fyrir þá sem eru á ferðinni eða hafa takmarkaðan tíma. Innan línunnar má finna breitt úrval húðlita en einn liturinn er einungis ljómi og hentar vel á kinnbein, nef og fyrir ofan varir.

La Mer The Cleansing Micellar Water er tilvalinn andlitshreinsir eftir langan dag en vatnið bæði tekur af farða og hreinsar húðina. Formúlan brýtur upp farða í öreindir og tekst þannig að hreinsa húðina vel en hreinsivatnið inniheldur einnig þörunga-extrökt og veitir húðinni aukinn raka við hreinsunina.

NÝ LJÓSTÆKNI Í VARALITUM

VERNDAR HÚÐINA FYRIR UMHVERFISMENGUN

Helena Rubinstein Urban Active Shield SPF 30 byggir virkni sína á jurtastofnfrumum en þær stuðla að viðgerð og styrkingu húðarinnar í dýpri húðlögum ásamt því að endurvekja og endurnýja húðfrumur. Á yfirborðinu veitir kremið húðinni vernd með moringa, perlite ásamt C- og E-vítamíni en húðin fær vernd gegn fíngerðri mengun og hitabreytingum. Urban Active Shield hentar vel þeim konum sem óttast hraðari öldrun húðarinnar vegna mengunar, veðurbreytinga og utanaðkomandi áreitis þar sem kremið bætir litarhátt, gefur ljóma og hreinsar húðina.

Estée Lauder Pure Color Envy Hi-Lustre er nýjasta formúlan í þessari gífurlega vinsælu varalitalínu. Nýja formúlan býr yfir nýrri ljóstækni svo varaliturinn mótar varirnar og veitir þeim fínlegan ljóma. Þannig virka varirnar þrýstnari og sléttari.


SHOWER & GLOW UPPRUNALEGA IN SHOWER KREMIÐ NÚ FÁANLEGT Í DEKKRI LIT

NÝJUNG Í byltingarkenndri og margverðlaunaðri línu okkar, Gradual Tan In Shower Golden Glow Medium hjálpar þér að byggja upp dýpri lit sem hluti af þinni daglegu rútínu. Þar sem ein söluhæsta varan okkar Golden Glow Light er fullkomin fyrir sólkysstan líkama. Bæði kremin gefa góðan raka og smita ekki, svo þú getur einfaldlega sturtað þig og ljómað. ST.TROPEZ, THE UK’S LEADING TANNING BRAND.

Uppgötvaðu þinn lit: sttropeztan.com/tanfinder

Fæst í öllum helstu verslunum og snyrtistofum um land allt.


snyrtivörur

92

FULLKOMNANDI VARASALVI

Yves Saint Laurent Top Secrets Lip Perfector nærir og gerir við þurrar varir og veitir þægindi til lengri tíma. Formúlan eykur náttúrulegan lit varanna og veitir þeim ómótstæðilegan ljóma.

SONIA RYKIEL X LANCÔME

ÓÐUR TIL RAUÐA LITARINS

Shiseido Rouge Rouge er ný varalitaformúla sem færir okkur 16 silkimjúka og litsterka varaliti. Allir litirnir byggja á hinum klassíska rauða lit og með Vibrant Red Color Technology umlykur rauði liturinn varirnar á fimm mismunandi vegu. Varalitaformúlan mótar varirnar og veitir þeim gífurlegan raka með S Hyaluronic Acid Complex og S HydroWrap Vitalizing DE EX, einstökum efnasamsetningum Shiseido til að tryggja hámarksrakagjöf.

Haustlína Lancôme í ár sækir innblástur sinn til franska tískuhússins Sonia Rykiel. Litir línunnar eru ferskir og pakkningarnar einar og sér vekja athygli. Það eru sannarlega ferskir straumar sem blása um Lancôme með þessari línu því þarna má finna nýja áferð á borð við cushion-kinnalit og tvíþætta varalitablýanta.

SJÁLFSTRAUST Í STIFTFORMI

ÖLL ÓHREININDI HREINSUÐ UPP

Clinique City Block Purifying Charcoal Cleansing Gel er nýtt hreinsigel fyrir andlit, sem hentar öllum húðgerðum, til þess að hreinsa burt óhreinindi, umhverfismengun og farða af húðinni. Formúlan inniheldur kol sem hreinsa óæskilega olíusöfnun og fer djúpt inn í svitaholurnar.

TVÍÞÆTTUR OG DJÚPHREINSANDI MASKI

Clinique City Block Purifying Charcoal Clay Mask + Scrub er tvíþættur andlitsmaski sem hreinsar og slípar húðina og veitir henni djúphreinsandi meðferð. Náttúruleg bambuskol og kaolin-leir hreinsa burt restar umhverfismengunar og óhreininda sem kunna að vera á húðinni á meðan náttúrulegar kísilagnir slípa ysta yfirlag húðarinnar.

Bobbi Brown Instant Confidance Stick er formúla í stiftformi sem dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka og veitir húðinni sléttari ásýnd. Litlaus og létt formúlan er tilvalin undir farða eða yfir farða til að fríska upp á förðunina og heldur olíu í skefjum yfir daginn.

MATTIR OG FLJÓTANDI VARALITIR FRÁ CHANEL

Chanel Rouge Allure Ink er satínmjúk formúla sem veitir vörunum flauelsmatta áferð, lit sem helst lengi og klístrast ekki. Rouge Allure Ink býr yfir mikilli andoxun, líkt og öll Rouge Allure-línan, og inniheldur m.a. grænt te og E-vítamín. Í boði eru 8 litir sem eru hver öðrum fallegri.

ÞINN PERSÓNULEGI AÐSTOÐARMAÐUR

LJÓMI SEM FYLLIR UPP Í LÍNUR

Dior Flash Luminizer Radiance Booster Pen býr yfir formúlu sem veitir náttúrulegan ljóma til að lýsa upp skuggasvæði andlitsins, svo sem undir augunum. Pennann má svo nota á kinnbeinin, nefið og aðra staði til að fá aukinn ljóma í andlitið og ferskleika. Formúlan fyllir jafnframt upp í fínar línur og hrukkur sem veitir andlitinu mýkri og sléttari ásýnd.

LITALEIÐRÉTTING Í EINU STIFTI

Dior Fix It Color Correct for Face, Eyes & Lips er margnota stifti sem býr yfir tveimur formúlum í einni. Í miðju stiftinu er litlaus kjarni sem inniheldur fínlegar púðuragnir sem draga úr ásýnd hrukka og mýkja alla ásýnd húðarinnar. Utan um kjarnann er svo litur sem gerir óæskileg litbrigði í húðinni hlutlaus, svo sem roða, bauga, dökka bletti og lífleysi. Svona snyrtivara á heima í öllum snyrtiveskjum að mati okkar.

Davines Your Hair Assistant er ný lína frá ítalska hárvörumerkinu Davines en merkið framleiðir hárvörur með umhverfisvitund og sjálfbærni að leiðarljósi og prófar vörur sínar ekki á dýrum. Your Hair Assistant-línan er hönnuð af hinum fræga hárgreiðslumanni Angelo Seminara og inniheldur vörur sem eiga að ná hinum fullkomna hárblæstri: auknu umfangi, sléttu og mótuðu. Það tók Davines og Angelo þrjú ár að fullkomna línuna sem inniheldur sjö vörur. Sjampó, tvær gerðir af hárnæringu, tvö hárlökk, með mismunandi styrk, sprey, sem eykur glans, og duft í burstaformi, til að auka umfang hársins, má finna í fölbleikum og kvenlegum umbúðum á næsta sölustað Davines. Hægt er að kynna sér vörurnar nánar á vefsíðunni davines.com.



matur

94

Stelpukvöld Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi hefur nýverið gefið út bókina Lifðu til fulls – Yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma. Vippar hún hér upp fyrir okkur einföldum og fljótlegum réttum fyrir veganstelpukvöld.

Jarðarberja- og myntusangría

Skerið niður jarðarber, gúrku og sítrónu. Setjið í glas og hellið yfir léttkolsýrðu vatni eða sódavatni.

Umsjón: Anna Brynja Baldursdóttir Myndir: Aldís Pálsdóttir

jarðarber gúrka mynta sítróna eða límóna léttkolsýrt vatn


nýtt líf

95

Sætkartöflufranskar og salat 1 sæt kartafla 1 msk. olía 1 tsk. eðalkrydd eða rauð kryddblanda (sjá neðar) lífræn tómatsósa Rauð kryddblanda 1 tsk. pipar ½ tsk. salt ½ tsk. paprikuduft ¼ tsk. cayenne-pipar

Hitið ofninn í 180°C. Skerið sætu kartöfluna í strimla/franskar. Setjið í eldfast mót ásamt olíu og kryddi. Bakið í 20 mín. og nokkrar mínútur til viðbótar á grillstillingu þar til strimlarnir eru mjúkir í gegn og örlítið stökkir að utan.

Einfalt guacamole 2 fullþroskaðar lárperur lúka af ferskum kóríander 1 límóna, kreist ferskt rautt chili eftir smekk salt og pipar eftir smekk

Salat tvö handfylli blaðsalat og klettasalat ½ gúrka ½ bolli granateplakjarnar handfylli jarðarber sítróna til að kreista yfir

Skerið og sameinið allt í mortél eða skál og hrærið gróflega.

Skerið í salat og sameinið í skál.


matur

96

Litríkar vefjur með grænkálsfyllingu Rauðkál og hvítkál eru frábærir staðgenglar fyrir hefðbundnar hveitivefjur, það er sterkt og molnar síður í sundur eins og salatblöð geta gert. Grænkálsfyllingin kemur bragðlaukunum skemmtilega á óvart með mildu ostabragði, ljúffengum keim af ferskum kóríander og guacamole sem frískar og hressir. Grænkálsfylling ½ tsk ólífuolía eða kókosolía 2 bollar eða 2 góðar lúkur saxað grænkál ½ bolli soðnar kjúklingabaunir eða svartar baunir 1 bolli soðið kínóa 5 msk. næringarger 1 tsk. paprikuduft ½ tsk. chili-duft ½ tsk. svartur pipar salt á hnífsoddi Byrjið á að útbúa grænkálsfyllingu með því að hita olíu á pönnu, setjið út í grænkál, baunir, kínóa og krydd og hrærið. Bætið við örlitlu vatni til að fyrirbyggja að rétturinn festist við pönnuna. Látið malla í u.þ.b. 10-12 mínútur eða þar til grænkálið er orðið fagurgrænt. rauðkáls- eða hvítkálsblöð paprika, skorin í strimla tómatar, skornir í litla bita ferskur kóríander „sýrður“ kasjúhneturjómi Skerið grænmeti fyrir vefjur og rífið blöðin úr rauðkáli og/eða hvítkáli. Smyrjið blöðin með kasjúhneturjómanum og setjið grænkálsfyllingu og grænmeti ofan á og jafnvel meira af kasjúhneturjóma. Njótið. „Sýrður“ kasjúhneturjómi Hægt er að nota „sýrðan“ kasjúhneturjóma í staðinn fyrir hefðbundinn sýrðan rjóma. Í matarboðum er hann afar vinsæll og klárast gjarnan fljótt. 1 bolli kasjúhnetur (lagðar í bleyti í 2-8 klst.) ½ bolli vatn eða kókosmjólk* safi úr einni límónu 1 msk. næringarger 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1 daðla 1 tsk. svartur pipar ½ tsk. salt *Notið kókosmjólk fyrir þykkari „sýrðan rjóma“ en vatn fyrir þynnri sósu. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél eða blandara og maukið vel. Það gæti þurft að stoppa og skafa innan úr blandaranum annað slagið eða bæta við einni msk. af vatni. Hrærið þar til fæst silkimjúk sósa. Geymið í kæli til að sósan þykkni áður en hún er borin fram, en sósan geymist í allt að 5 daga.


97

nýtt líf

Ekta súkkulaði „brownies“ Þetta er einn af mínum uppáhaldseftirréttum, enda þykir mér fátt betra en dökkt súkkulaði. Kakan er einföld og þægileg að eiga í frysti þar sem hægt er að borða hana nærri strax og hún er tekin út. Botn 1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt) ¾ bolli mjúkar döðlur (fjarlægið steininn) salt á hnífsoddi Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu

sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk. af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem. Súkkulaðikrem 1 og ½ (um ¾ bolli) stórt fullþroskað avókadó ½ bolli kakóduft ¼ bolli kókosolía í fljótandi formi ¼ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn (eða ¼ bolla hunang) 4 dropar stevía vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar salt á hnífsoddi

Setjið öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klst. áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt. Njótið með þeyttum kókosrjóma og berjum. Fylgstu með Júlíu og fáðu fleiri uppskriftir á lifdutilfulls.is.


stjörnuspá

98

Október 2016

Tvíburarnir Þú verður dálítið pólitísk og hefur þörf fyrir að tjá þig. Þú skilur að þú þarft ekki að þóknast öllum. Þú virðist vera með lífið stillt á hraðspólun, reyndu að deila niður verkefnum. Láttu ekki óþolinmæðina hlaupa með þig í gönur. Sjóðheitt og leynilegt samband mun eiga sér stað um miðjan mánuðinn. Leggðu peninga til hliðar og forðastu hvers kyns gróðabrask – ekkert fæst fyrir ekkert. Krabbinn Farðu út að djamma í október, það gæti haft í för með sér spennandi tækifæri sem er þess virði að kanna nánar. Einhver í vogarmerkinu verður þér innan handar. Ekki eyða um efni fram, hlustaðu á innsæið. Hættu að ofvernda þína nánustu – óöryggið býr innra með sjálfri þér. Taktu áhættu í október; drífðu í hlutunum og treystu því að allt fari vel. Ljónið Innsæi þitt er sérlega gott þegar þínir nánustu eru annars vegar. Vingastu við óvini þína. Hugsjónir þínar leiða þig út í stjórnmálastarf. Eldmóðurinn er smitandi og þú færð fjölda fólks með þér í lið. Vinnuveitendur meta vinnusemi þína og þú uppskerð ríkulega fyrir árslok. Þú lætur þig dreyma um gömlu góðu dagana, en hugsirðu þig vel um muntu sjá að framtíðin ber enn meira spennandi hluti í skauti sér. Meyjan Þú kemur með frumlega hugmynd í vinnuna og allir flykkja sér á bak við þig. Hún svínvirkar. Þú ert full ástríðu og orku og ert tilbúin í ástarsamband sértu á lausu. Sálarflækjur úr æsku koma upp á yfirborðið. Í staðinn fyrir að bæla þær niður skaltu vinna úr þeim og jafnvel leita sálfræðiaðstoðar.

Vogin Þér reynist erfitt að tjá tilfinningar þínar og væntumþykju. Fjármálin blómstra og tekjur koma úr óvæntri átt. Ekki taka vinnuna með þér heim. Þú átt í ástríðufullu ástarsambandi. Gættu þess þó að vera ekki of heimtufrek á makann. Mál tengd fasteignaviðskiptum koma upp, líklega tengd foreldrum þínum eða öldruðum ættingjum.

Vatnsberinn Vinnutengd ferðalög eiga sér stað í mánuðinum, gjarnan tengd áhugaverðu námskeiði. Þú nærð loksins athygli manns sem þú hefur haft augastað á um hríð. Einhver þarfnast verndar þinnar, stuðnings eða ráðgjafar. Gættu þess að halda þínu eigin rými. Ertu efins um hvort þú sért á réttri hillu? Leitaðu til vina þinna, þeir munu veita þér nýja sýn.

Sporðdrekinn Purrr... kynferðislegt aðdráttarafl þitt fer bara stigmagnandi. Ástarlífið verður stórkostlegt – eins og í bíómyndunum. Vertu sjálfsörugg en ekki sjálfsánægð. Ljúktu verkefnum í vinnslu, hreinsaðu borðið og rýmdu til fyrir nýjum. Losaðu þig við gamla ósiði í leiðinni. Fjölskyldulíf og börn umkringja þig í október.

Fiskarnir Vertu vel fyrirkölluð þegar þú ferð í vinnuna. Fáðu þér morgunverð og andaðu rólega. Það hvernig þér gengur að halda stellingunum endurspeglar hvernig jafnvægi þú ert í í lífinu. Rómantík er í loftinu. Útlendingur kemur til greina, eða maður úr útgáfubransanum, lögfræðingur eða háskólaprófessor. Þér lætur vel að greina hlutina og forgangsraða.

Bogmaðurinn Þú ert óháð og skapandi, farðu út á meðal fólks og upplifðu eitthvað nýtt. Opnaðu jafnvel fyrir ástinni, en aðeins ef þú ert tilbúin. Misskilningur meðal félaga veldur titringi. Lærðu að segja „hingað og ekki lengra“. Gættu að heilsunni og mataræðinu. Eitthvað tengt samskiptum og lagalegum málum, jafnvel hjónaband, verður á borðinu í kringum 11. október. Stöðuhækkun eða launahækkun gæti verið á næsta leiti.

Hrúturinn Gríptu fjárfestingartækifæri sem þér býðst. Forðastu slys af gáleysi, sérstaklega í návígi við steingeit, vog eða krabba. Komdu skipulagi á líf þitt, hreinsaðu úr kompunni og seldu á blandinu. Langt ferðalag hjálpar þér að hreinsa hugann. Ekki bera tilfinningar þínar á torg að sinni. Farðu í heimsókn til ættingja sem búa langt í burtu eða sendu tölvupóst til vinar í fjarlægu landi.

Steingeitin Haltu vel utan um fjármálin og mundu að leggja alltaf ákveðna upphæð til hliðar. Systkini eða nágranni leitar ráða og kann að meta að þú vilt hlusta. Erlendir menningarheimar munu spila inn í líf þitt. Stendur til að hasla sér völl erlendis? Vertu þá hörð í horn að taka í samningaviðræðunum. Stöðuhækkun eða nýtt starf gæti verið í spilunum sem og ástríðuríkt ástarsamband

Nautið Vinur veldur þér vonbrigðum. Tjáðu þig um það sem þér liggur á hjarta. Þér líður vel í eigin skinni og sjálfstraustið laðar til þín vini, jafnvel ástina. Reyndu að ná aftur þeirri hamingjutilfinningu sem þú naust sem barn. Vinur eða ættingi hjálpar þér að finna svarið. Fasteignir leika stórt hlutverk í október. Langar þig að flytja eða ætlarðu að standsetja heimilið? Það mun án efa hækka í verði við það.


Heilsaðu hamingjunni Solaray er hágæða vítamín– og bætiefnalína sem unnin er úr jurtum. Á hverjum degi vinnum við með náttúruleg hráefni sem geislar sólarinnar hafa skapað og fyllt orku. Þannig tryggjum við þér hrein vítamín og bætiefni með mikla virkni. Finndu þinn sólargeisla í næstu heilsuvöruverslun eða apóteki.


GÆÐAUPPFÆRSLA TRÓPÍ HEFUR GENGIÐ Í GEGNUM STÓRA UPPFÆRSLU.

VIÐ HÖFUM TEKIÐ Í NOTKUN NÝJUSTU TÆKNI Í PÖKKUNARLÍNUM OKKAR TIL AÐ TRYGGJA ÞÉR OKKAR BESTA ÁVAXTASAFA – ALLTAF!

ÁV E X T I R B R A G Ð A S T A LV E G E I N S

©2015 The Coca Cola Company - all rights reserved

OKK AR BESTI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.